Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, hefur birt skýrslur sínar um viðhorf til lögreglu, ótta við afbrot og reynslu af þeim. Um er að ræða kannanir sem lögreglan hefur framkvæmt reglulega síðastliðin ár í samstarfi við rannsóknarstofu í afbrotafræði.
Könnunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í maí og júní 2014. Tekið var 4.000 manna tilviljunarúrtak fólks á aldrinum 18 til 76 ára af landinu öllu, 2.000 manns á höfuðborgarsvæðinu og 2.000 manns á landsbyggðinni. Alls svöruðu 2.605 einstaklingar könnuninni, þar af 1.370 á höfuðborgarsvæðinu. Svarhlutfallið var því 65 prósent fyrir landið allt, en 68,5 prósent fyrir höfuðborgarsvæðið.