Lín ársskýrsla 2016

Page 1

Ársskýrsla 2016

Ársskýrsla 2016 skólaárið 2015-2016

1


EFNISYFIRLIT

Ársskýrsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna 2016 Ábyrgðarmaður: Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir Uppsetning: Íslenska umbrotsstofan Ljósmyndir: Ljósmyndastofa Rutar

2


Ársskýrsla 2016

Formáli

4

Samantekt

5

Starfsemi LÍN 2016

6

Þjónusta

15

Rekstur

17

Skipurit

18

Áhættustýring

19

Umhverfismál

20

Upplýsingatækni

20

Innra eftirlit

21

Námsmenn

22

Greiðendur

30

Lánaflokkur sjóðsins

34

Áhættuþættir í rekstri sjóðsins

35

Viðauki

46

Ársreikningur 2016

48

3


FORMÁLI Árið 2016 var viðburðaríkt ár fyrir LÍN. Gerðar voru breytingar á skipuriti sjóðsins sem tóku gildi 27. júní 2016. Markmið breytinganna var að styrkja skilvirkni LÍN, auka fagmennsku og innra starf stofnunarinnar, bæta þjónustu við viðskiptavini, bæta gæðamál og auka dýnamík LÍN þannig að stofnunin verði betur í stakk búin til að aðlagast breyttum áherslum í ytra sem innra umhverfi. Samhliða þessu var opnunartími sjóðsins styttur og er hann nú frá kl. 10:00 til kl. 15:00 alla daga. Með þessu móti eykst sá tími sem starfsmenn hafa til að sinna erindum sem koma til sjóðsins í gegnum „Mitt svæði“ eða með tölvupósti enda er markmið sjóðsins að sem stærstur hluti samskipta við bæði greiðendur og lánþega fari fram rafrænt. Nýtt upplýsingakerfi eLín var tekið í notkun um mitt ár 2016 en það hefur verið í þróun undanfarin ár. Þá var unnið áhættumat fyrir sjóðinn á árinu 2016. Sjóðurinn stendur frammi fyrir ýmsum áhættum í rekstri sínum sem tengjast markmiðum og hlutverki LÍN. Áhættustýring er stýring á áhættuþáttum í rekstri sjóðsins sem gengur út á að skilgreina hvernig þessir áhættuþættir geta haft áhrif á reksturinn og hvernig eigi að bregðast við þeim. Markmið áhættustýringar er ekki að eyða áhættu heldur greina áhættu og eyða sem mestri af þeirri áhættu sem talin er ónauðsynleg. Áhættustýring sjóðsins er á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra LÍN. Innleiðing samhæfðrar áhættustefnu LÍN hófst í lok október 2016. Áhættustefnan miðast við rekstraráhættur LÍN sem eru í reglubundinni vöktun allt árið en aðrar helstu áhættur hafa verið skilgreindar og eru mældar að lágmarki árlega. Í lok árs 2015 skipaði ráðherra nefnd til að vinna að heildarendurskoðun laga um sjóðinn. Skilaði nefndin af sér tillögum í lok mars 2016 sem fólu í sér umfangsmiklar breytingar á styrkjafyrirkomulagi sjóðsins þar sem markmiðið var m.a. að styrkur ríkisins til námsmanna væri sýnilegur og að allir námsmenn ættu möguleika á sömu styrkupphæð óháð námsferlum, hvaða nám sé stundað eða upphæð námsláns. Tillögurnar tóku mið af námslánakerfum hinna Norðurlandanna. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á stuttu haustþingi Alþingis á árinu 2016 en þingi var slitið 13. október og gengið var til kosninga þann 29. október. Núverandi ríkisstjórn er með endurskoðun laga um LÍN á stefnuskrá sinni. Framundan eru áskoranir fyrir stofnunina við áframhaldandi innleiðingu á nýju upplýsingakerfi og innheimtukerfi fyrir stofnunina sem og innleiðingu nýrra laga ef af verður.

Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN

4


Ársskýrsla 2016

Samantekt Starfsmenn LÍN voru 30 í lok árs 2016. Í fjármáladeild störfuðu 4, ráðgjafadeild 12, máladeild 4, afgreiðsludeild 4 og á skrifstofu framkvæmdastjóra 6. Starfsmannaveltan var 14% á árinu 2016. Meðalstarfsaldur starfsmanna var rúmlega 10 ár. Þá hafa 37% starfsmanna unnið lengur en 10 ár hjá stofnuninni þar af hafa 17% starfsmanna starfað lengur en 25 ár. Meðalaldur starfsmanna er 46 ár. Kynjahlutfallið hallar á karlmenn en þeir eru 27% starfsmanna eða 8 af 30. Kynjahlutfallið í stjórnendahópnum er 33% karlar. Fjöldi háskólamenntaðra starfsmanna hjá LÍN er 72%. Stjórn

Stjórn LÍN er að jöfnu skipuð konum og körlum. Í stjórn LÍN á árinu 2016 sátu eftirfarandi: Fulltrúi menntamálaráðuneytisins: Jónas Friðrik Jónsson (formaður) Fulltrúi menntamálaráðuneytisins: Katrín Helga Hallgrímsdóttir (varaformaður) Fulltrúi menntamálaráðuneytisins: Anna Sigríður Arnardóttir Fulltrúi fjármálaráðuneytisins: Davíð Þorláksson Fulltrúi SÍNE: Hjördís Jónsdóttir Fulltrúi SHÍ: Tryggvi Másson Fulltrúi BÍSN: Halldór Hallgrímsson Gröndal Fulltrúi SÍF: Laufey María Jóhannsdóttir

5


6


Ársskýrsla 2016

7


Starfsemi LÍN 2016 Framfærsla á Íslandi hækkaði í samræmi við verðbólgu á milli skólaáranna 2014-2015 og 2015-2016. Meðal ECTS-virkni námsmanna á lánum hjá LÍN á Íslandi voru 51,1 ECTS-einingar (loknar einingar á ári) og hjá námsmönnum erlendis voru þær 53,6 ECTS-einingar á skólaárinu 2015-2016. Umsækjendur um námslán skólaárið 2015-2016 voru 13,3% færri en skólaárið á undan. Hlutfallslega er minni fækkun á fjölda námsmanna erlendis, eða 5,4% samanborið við 15% fækkun á Íslandi. Er þetta fjórða árið í röð sem fækkun er á fjölda umsækjenda um námslán en árin þar á undan fjölgaði umsækjendum. Ef skoðaðar eru nánar tölur um fjölda stúdenta erlendis kemur fram að þeim fækkar áfram mest í Danmörku en þar fækkar námsmönnum um 92 á milli ára eða 21,4% og í Svíþjóð um 38 eða 19,8%. Námsmönnum sem sóttu um sumarlán fækkaði um 3,4% á milli skólaáranna 2014-2015 og 2015-2016 en á árinu á undan fækkaði þeim um 17,8%. Námsmönnum sem þáðu skólagjaldalán skólaárið 2015-2016 fækkaði um 327 eða 8,1% sem er meiri fækkun en árið á undan þegar þeim fækkaði um 2,7% á milli ára. Tafla 1 Námslán LÍN Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Fjárlög

2009-2010 2010-2011 2011-2012 2012-2013 2013-2014 2014-2015 2015-2016

2017

Rauntölur

Lykiltölur Fjöldi umsókna um námslán

14.614

14.826

14.849

14.421

13.701

12.158

10.145

11.000

2.751

2.909

2.823

2.724

2.409

2.205

2.085

1.900

960

585

601

524

433

356

344

387

12.393

12.599

12.602

12.236

11.768

10.246

8.632

9.900

2.413

2.493

2.385

2.333

2.074

1.913

1.727

1.850

3.844

3.986

3.997

4.013

3.918

3.810

3.484

3.500

926

958

971

1.014

951

943

928

1.700

Meðalgreiðsla framfærslu á mán.

112.039

110.595

118.563

122.163

122.542

128.751

147.061

144.135

Meðalgreiðsla skólagjaldalána

644.438

572.023

544.855

648.091

652.322

658.622

712.426

722.857

Þar af erlendis Þar af í sumarnámi Fjöldi lánþega Þar af erlendis Fjöldi lánþega með skólagjaldalán Þar af erlendis

Hlutdeild ríkissjóðs

51%

51%

47%

47%

47%

47%

47%

47%

120.720

120.720

132.792

140.600

144.867

149.493

165.717

172.788

Hámarksskólagjaldalán á ári

1.166.667

1.166.667

1.166.667

1.166.667

1.166.667

1.166.667

1.166.667

1.166.667

Meðal ECTS virkni á Íslandi

48.1

43.8

43.9

44.3

45.1

46.0

51.1

Meðal ECTS virkni erlendis

51.3

50.4

50.4

50.3

50.6

51.4

53.6

Grunnframfærsla á mánuði

Samantekt (m.kr.) Heildarútlán

15.778

15.617

16.399

16.820

16.187

14.450

11.620

15.343

Framfærslulán

12.497

12.540

13.447

13.453

12.979

11.372

9.033

12.190

Skólagjaldalán

2.477

2.280

2.178

2.601

2.556

2.510

2.482

2.587

Önnur lán

805

796

782

766

653

568

105

306

Vaxtastyrkir

239

235

231

225

217

140

140

265

* Hámarksskólagjaldalán á aðeins við um grunnháskólanám og sérnám

8


Ársskýrsla 2016

Á mynd 1 hér neðan sést þróun skólagjaldalána í milljörðum króna frá skólaárinu 1996 – 1997 fram til skólaársins 2015-2016 á verðlagi ársins 2016. Hækkunin er umtalsverð í skólagjöldum og er hækkunin mun meiri erlendis en á Íslandi þó hún sé umtalsverð á Íslandi. Heildarskólagjöld lækka svo á síðustu tveimur árum samhliða fækkun nemenda. Mynd 1 Yfirlit yfir veitt skólagjaldalán LÍN frá 1996 til 2015 á verðlagi ársins 2016 1.800

1.600

1.400

1.200

1.000

800

600

400

200

6 -1

-1

5

15 20

4 -1

14 20

13

-1

3 20

2 -1

12 20

1 -1

11 20

10

-1

0 20

9 -0

09 20

8

08

-0

Ísland, sérnám

20

07

-0

7 20

6

06 20

-0

-0

5

05 20

04

4 -0

Ísland, háskólanám

20

-0

3

03 20

2 -0

02 20

01

-0

1 20

0 -0

00 20

9 -9

99 19

98

-9

8 19

97 19

19

96

-9

7

0

Erlendis

9


Á meðfylgjandi töflu sjást meðalskólagjaldalán á Íslandi í háskólanámi, á Íslandi í sérnámi og meðal skólagjöld námsmanna erlendis frá árinu 1996 til 2016. Sömu þróun virðist vera um að ræða í skólagjöldum á Íslandi og erlendis þó sveiflurnar séu mun meiri erlendis. Skólagjöld hækka töluvert á skólaárinu 2001-2002 bæði á Íslandi og erlendis. Mynd 2 Yfirlit yfir meðal skólagjöld á nemenda frá 1996-2016 á verðlagi ársins 2016 3.500.000

3.000.000

2.500.000

2.000.000

1.500.000

1.000.000

500.000 Erlendis 0

1996-97

1997-98

1998-99

1999-00

2000-01

2001-02

Ísland sérnám

2002-03

2003-04

2004-05

2005-06

2006-07

Ísland háskólanám 2007-08

2008-09

2009-10

2010-11

2011-12

2012-13

2013-14

2014-15

2015-16

Umsóknum um jöfnunarstyrki fækkaði um 7% á milli ára. Veittum styrkjum fækkaði um 6% og voru 190 fleiri styrkir veittir á haustönn en vorönn. Upphæðir dvalar- og akstursstyrkja hækkuðu um 1% á milli skólaáranna 2014-2015 og 2015-2016 sem er minni hækkun en árið áður þegar styrkirnir hækkuðu um 9% á milli ára. Ef litið er til síðustu 7 ára hefur styrkþegum jöfnunarstyrks fækkað um 26% á sama tíma og upphæð þeirra hækkaði um 37%. Tafla 2 Jöfnunarstyrkir Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

Skólaárið

2008-2009

2009-2010

2010-2011

2011-2012

2012-2013

2013-2014

2014-2015

2015-2016

Gildar umsóknir

7.506

7.047

6.792

6.794

6.529

6.330

5.865

5.477

Veittir styrkir (fjöldi):

6.627

6.338

6.156

6.159

5.920

5.577

5.212

4.894

Haustönn:

3.445

3.293

3.180

3.181

3.102

2.921

2.724

2.542

Dvalarstyrkur

1.993

1.849

1.802

1.805

1.756

1.289

1.071

985

Akstursstyrkur

1.452

1.444

1.378

1.376

1.346

1.632

1.653

1.557

Lykiltölur

Vorönn:

3.182

3.045

2.976

2.978

2.818

2.656

2.488

2.352

Dvalarstyrkur

1.807

1.696

1.672

1.674

1.591

960

982

918

Akstursstyrkur

1.375

1.349

1.304

1.304

1.227

1.696

1.506

1.434

Dvalarstyrkur

106.000

106.000

115.000

115.000

121.000

132.000

144.000

145.000

Akstursstyrkur

60.000

60.000

65.000

65.000

68.500

75.000

82.000

83.000

Heildarstyrkveiting*

572.420

543.350

573.840

574.285

581.238

546.468

552.745

522.106

Dvalarstyrkur

402.800

375.770

399.840

400.085

404.987

296.868

294.638

275.144

Akstursstyrkur

169.620

167.580

174.330

174.200

176.251

249.600

258.108

246.962

Upphæð styrkja:

Samantekt (þús.kr.)

10


Ársskýrsla 2016

Umsóknum um undanþágu frá afborgunum fækkaði um 16% á milli ára og veittum undanþágum fækkaði um 9% milli ára. Er það annað árið í röð sem umsóknum um undanþágu fækkar á milli ára. Til samanburðar fækkaði umsóknum um undanþágu um 21,1% á milli áranna 2014 og 2015 og veittum umsóknum um 21,5%. Mesta fækkun milli ára í umsóknum um undanþágur er vegna a) atvinnuleysis b) lánshæfs náms og c) umönnunar barna. Veittum umsóknum fækkaði í öllum flokkum en mest vegna umönnunar barna (26%), atvinnuleysis (22%) og vegna lánshæfs náms (18%). Ef horft er til sl. 7 ára eða til ársins 2009 þá er fækkun umsókna hins vegar einungis 6% og 16% fækkun veittra umsókna. Athyglisvert er að ef borin eru saman árin 2009 og 2016 þá eru 53% veittra undanþága vegna lánshæfs náms á árinu 2009, 18% vegna atvinnuleysis og 14% vegna örorku. Á árinu 2016 eru hins vegar 35% veittra undanþága vegna þess að viðkomandi er í lánshæfu námi, 12% vegna atvinnuleysis og 27% vegna örorku. Tafla 3 Undanþágur vegna afborgana 2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

3.284

3.965

3.891

3.906

4.265

4.118

3.619

3.051

1.509

1.828

1.907

1.844

2.036

1.246

1.061

783

703

662

613

Lykiltölur Fjöldi undanþágubeiðna: Lánshæft nám Nám - ums.ekki á námslánum Veikindi

123

152

142

162

169

175

202

189

Örorka

341

554

537

582

613

627

600

595

Atvinnuleysi

685

838

723

750

748

661

532

384

Umönnun barna

286

315

399

387

506

514

382

324

Annað Fjöldi undanþága veittar: Lánshæft nám

340

278

183

181

193

192

180

163

2.298

2.932

2.914

2.921

2.636

2.571

2.018

1.841

1.212

1.453

1.502

1.496

1.166

1.096

783

645

322

246

246

Nám - ums.ekki á námslánum Veikindi

87

119

111

104

120

112

127

126

Örorka

323

517

512

533

552

485

450

495

Atvinnuleysi

420

616

522

547

531

353

272

213

Umönnun barna

174

183

239

208

231

151

114

84

82

44

28

33

36

52

26

32

Annað

11


Greiðendum námslána fjölgaði um 5,2% á árinu 2016 sem er minna en árið á undan þegar greiðendum fjölgaði um 7,2%. Heildarfjárhæð endurgreiðslna nam 10 milljörðum sem er 7,5 % hækkun á milli áranna 2015 og 2016. Fjöldi þeirra sem nýta sér greiðsludreifingu fer áfram vaxandi og jókst um 8,3% á milli ára. Hlutfall krafna sem sendar voru í milliinnheimtu lækkaði bæði vegna gjalddaga 1. mars (3,7%) og fyrir 1. september (2,3%). Hátt hlutfall krafna sem sendar voru í milliinnheimtu fyrir mars gjalddagann á árinu 2016 er vegna breytts innheimtuferils þar sem kröfur eru sendar fyrr í milliinnheimtu en áður var. Innheimtuhlutfall ársins þ.e. hlutfall innheimtra krafna af heildarinnheimtum ársins stóð í stað milli ára en hins vegar hækkaði hlutfall útlánatapa á milli ára eða frá 0,10% í 0,18% vegna töluverðra afskrifta á árinu. Tafla 4 Endurheimtur LÍN Lykiltölur

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Fjöldi lánþega

31.501

32.494

33.910

35.671

37.621

39.369

40.910

42.492

Fjöldi greiðenda

29.470

29.891

30.401

31.473

33.321

35.043

37.581

39.536

Fjöldi krafna 1. mars

27.908

26.715

27.222

27.973

31.976

34.086

36.121

37.798

4,7%

4,6%

3,7%

3,4%

3,0%

3,2%

5,3%

3,7%

23.871

23.559

22.614

23.726

25.593

26.930

28.163

30.816

2,6%

2,5%

2,0%

2,4%

2,1%

4,2%

2,5%

2,3%

87,1%

86,9%

87,0%

86,7%

88,8%

88,4%

90,5%

90,6%

4.718

6.949

8.478

10.392

12.372

14.211

15.396 9.341

Hlutfall krafna sendar í milliinnheimtu Fjöldi krafna 1. september Hlutfall krafna sendar í milliinnheimtu Innheimtuhlutfall ársins Fjöldi í greiðsludreifingu Myndaðar kröfur alls (m.kr.)

6.601

6.579

6.290

7.010

7.409

8.166

8.667

Innheimtar kröfur innan ársins

5.748

5.716

5.473

6.079

6.582

7.216

7.846

8.466

Samtals endurheimtur á árinu

6.376

6.130

6.283

7.005

7.032

8.244

9.328

10.023

135.630

149.081

166.838

184.877

202.213

213.090

223.548

231.211

0,14%

0,17%

0,13%

0,09%

0,15%

0,12%

0,10%

0,18%

Heildar útlánasafn (án afskr.fr.l.) Hlutfall útlánatapa

12


Ársskýrsla 2016

Þá fjölgaði þeim sem greiddu upp lán sín fyrr en áætlað var og nýttu sér uppgreiðsluafslátt. Fjöldi þeirra var 479 samanborið við 317 á árinu 2015 og 121 á árinu 2014 og heildarfjárhæð uppgreiðsluafsláttar var 49,6 m.kr. á árinu 2016 samanborið við 47,6 m.kr. á árinu 2015. Heildarfjárhæð uppgreiddra lána á árinu 2016 nam 680,8 m.kr. Meðalupphæð uppgreiddra lána á árinu 2016 var um 1,5 m.kr. og hæsta upphæð uppgreidds láns var 13,1 m.kr. Á mynd hér að neðan sést dreifing uppgreiddra lána raðað eftir upphæðum og fjölda lána sem greidd voru upp. Mynd 3 Upphæð uppgreiddra lána á árinu 2016 14.000.000

12.000.000

10.000.000

8.000.000

6.000.000

4.000.000

2.000.000

0

0

50

100

150

200

250

300

350

400

450

500

13


Staða útlánasafnsins í lok árs 2015 er 231,2 milljarðar og hækkaði um 7,7 milljarða eða 3,4% á milli áranna 2015 og 2016. Bókfært virði útlánanna er hins vegar 183,4 milljarðar og núvirði 146,3 milljarðar eða 63% af nafnvirði lánasafnsins. Á mynd 4 sést þróun útlána en þau hafa aukist um 98% á tímabilinu 2008 til 2016 eða úr 116,9 í 231,2 milljarða. Afskriftir hafa aukist um 209% á umræddu tímabili þannig að nettó útlán fyrir núvirðingu hafa aukist minna eða um 81% og eru um 183,4 milljarðar í lok árs 2016. Núvirt virði útlána í lok árs 2016 er 146,3 milljarðar. Þessi munur 37,1 milljarður, á bókfærðu virði útlána og núvirtri stöðu lánasafnsins í lok árs 2016, endurspeglar þann viðbótarkostnað sem fylgir því að LÍN lánar til námsmanna á lægri vöxtum en sjóðurinn býr sjálfur við varðandi fjármögnun. Vextir sem hafa staðið sjóðnum til boða eru mun hærri en vextir af námslánum. Þannig bera námslán sem veitt eru í dag 1% vexti en meðal ávöxtunarkrafa LÍN var 3,60% í lok árs 2017. Mynd 4 Nafnvirði útlána, metin afskriftarþörf og útlánaeign á efnahagsreikningi (m.kr.) 250,0 231,2

223,5 213,1 202,2 200,0

184,9 166,8

135,6

100,0

101,5

183,4

140,8

146,3

101,5

94,8

50,0 33,9 20,4

29,036,3

31,237,3

15,4

31,6 17,7

34,038,8

2008

2009

2010

2011

2012

2013

Nafnvirði útlána

14

180,5

116,3

86,3

0,0

129,4

132,9

137,8

128,7 117,9

116,9

171,5

153,6

149,1

150,0

168,2

Metin afskriftaþörf

Útlánaeign fyrir núvirðingu

Núviðri

41,6 38,5

43,0 39,7

2014

2015

Vaxtaafsláttur

47,7 37,2

2016


Ársskýrsla 2016

Þjónusta Markmið LÍN er að veita námsmönnum og greiðendum sem besta þjónustu. Stefnt er að því að sem flest erindi til sjóðsins komi á tölvupósti og sé svarað með tölvupósti til að auka skilvirkni þjónustunnar og gera hana rafrænni. Þetta hefur m.a. leitt til þess að símtölum til LÍN hefur fækkað um 25,4% á síðustu fjórum árum, þar af um 4,9% á milli áranna 2014-2015 og 2015-2016, en hins vegar hefur erindum sem berast sjóðnum rafrænt hlutfallslega fjölgað. Eins og sést á meðfylgjandi mynd hefur símtölum til ráðgjafadeildar fækkað um 30% á sl. fjórum árum. Símtölum fækkar um 9,2% á milli áranna 2013-2014, 10,6% á milli áranna 2014-2015 og 14,3% á milli áranna 2015-2016. Opnunartími LÍN var styttur um 2 klst. um mitt síðasta ár samhliða skipuritsbreytingum svo stofnunin geti betur aðlagað sig þessum breytingum og er afgreiðsla LÍN nú opin frá kl. 10:00 til 15:00. Með þessu eykst sá tími sem ráðgjafar hafa til að sinna erindum sem koma í tölvupósti eða beint inn á „Mitt svæði“. Mynd 5 Fjöldi símtala til ráðgjafadeildar 2013 - 2016 9000 8000 7000 6000 5000 4000 3000 2000 1000 0

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní 2013

2014

Júlí 2015

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

2016

Ef skoðuð er þróunin í fjölda tölvupósta og innkomnum skjölum er fækkunin 7% á milli áranna 2015 og 2016 og er fækkun sl. fimm ára 1,5%. Fjöldi tölvupósta og innkominna skjala var 67.385 á árinu 2012 en 66.364 á árinu 2016. Hver starfsmaður ráðgjafadeildar tekur að meðaltali við 23 skjölum og tölvupóstum til úrvinnslu á hverjum degi. Á álagstímum eins og í janúar og ágúst afgreiðir hver starfsmaður um 32 skjöl að meðaltali á dag. Meðal afgreiðslutími erinda hjá LÍN á árinu 2016 var 6,4 dagar sem er heldur lengri en á árinu 2015 þegar meðal afgreiðslutíminn var 5,6 dagar. Árin 2014 og 2013 var meðal afgreiðslutíminn annars vegar 6,6 dagar og hins vegar 4,6 dagar.

15


Mynd 6 Fjöldi innkominna skjala 2012 – 2016 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0

Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní 2012

2013

Júlí 2014

2015

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

2016

Ef hins vegar er skoðaður fjöldi verkbeiðna á hvern námsmann þá snýst staðan við, eins og við var að búast, þar sem í dag er áherslan lögð á rafræna þjónustu og samskipti í stað símtala eða heimsókna í afgreiðslu LÍN. Fjöldi verkbeiðna á hvern nemenda var 7,7 á árinu 2016 en voru 5,3 verkbeiðnir á árinu 2012 sem er fjölgun um rúmlega 2 verkbeiðnir á nemenda eða um 44%. Mynd 7 Fjöldi verkbeiðna á hvern námsmann 9,0 8,0 7,0 6,0 5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0

2012

2013

2014

2015

2016

Á árinu 2016 fjölgaði heimsóknum inn á „Mitt svæði“ töluvert. Það er markmið LÍN að sem festir námsmenn noti „Mitt svæði“, ekki bara til að sækja um námslán, heldur líka til að fá upplýsingar um stöðu umsóknar, lesa skilaboð o.s.frv. Námsmenn og greiðendur fá aðgengi inn á „Mitt svæði“ í þeim tilgangi að veita skjótar og réttar upplýsingar um t.d. stöðu námsmanna og til að létta álagi af símtölum og öðrum beinum samskiptum við starfsmenn sjóðsins þar sem slíkt er mögulegt. 16


Ársskýrsla 2016

Rekstur Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður sjóðsins nemi um 641 m.kr. á árinu 2017. Þá er gert ráð fyrir að fjárfestingarkostnaður vegna upplýsingakerfa sjóðsins, eLínar, nemi 105 m.kr. Á árinu 2016 voru í fyrsta skipti greidd út námslán í gegnum eLínu. Tafla 5 Lykiltölur í rekstri LÍN 2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

Áætl. 2017

Lykiltölur Fjöldi starfsmanna Fjöldi stöðugilda Hlutfall karlar/konur

27

28

28

30

32

30

30

30

26,85

27,75

29,06

29,45

30,66

29,94

29,17

30

5/22

7/21

6/22

5/25

7/25

7/23

7/23

Meðal starfsaldur

10

11

10

10

10

9.5

10.6

Meðalaldur

48

50

50

51

49

49

46

Samantekt (m.kr.) Rekstrarkostnaður

282

308

339

361

390

459

582

641

Launakostnaður

172

190

204

217

232

247

268

311

Annar rekstrarkostnaður

110

118

135

144

158

179

219

225

64

67

34

43

42

33

94

105

Fjárfestingar

17


Skipurit Gerðar voru breytingar á skipuriti sjóðsins sem tóku gildi 27. júní 2016. Markmið breytinganna var að styrkja skilvirkni LÍN, auka fagmennsku og innra starf stofnunarinnar, bæta þjónustu við viðskiptavini, bæta gæðamál og auka dýnamík LÍN þannig að stofnunin verði betur í stakk búin til að aðlagast breyttum áherslum í ytra sem innra umhverfi. Ráðgjafafyrirtækið Capacent var fengið til að aðstoða við vinnuna og greina veikleika og tækifæri í starfseminni með starfsmönnum. Tekin voru tólf viðtöl við starfsmenn og haldinn fundur í rýnihópi með starfsmönnum. Greiningin dró fram fjölmörg tækifæri fyrir LÍN til úrbóta. Sum þeirra sneru að skipulagi og verkaskiptingu stofnunarinnar en önnur að daglegri starfsemi. Niðurstaða þeirrar greiningar með starfsmönnum var m.a. sú að styrkja þyrfti innheimtu LÍN, auka vægi gæðamála, auka innra eftirlit, bæta skjalastýringu, auka jafnvægi milli deilda og starfsmanna sem og að bæta upplýsingakerfi LÍN og styrkja upplýsingatæknideild. Þá voru skoðaðir ýmsir aðrir ytri þættir sem hafa áhrif á starfsemina, s.s. þróun í fjölda námsmanna, fækkun símtala og heimsókna viðskiptavina í afgreiðslu LÍN, fjöldi verkbeiðna og hlutfallslegur fjöldi verkbeiðna á hvern námsmanna. Niðurstaða vinnunnar var breytt skipurit LÍN sem tók gildi 27. júní. sl. Deildum var fjölgað og eru þær nú fjórar, þ.e. mála-, ráðgjafa-, innheimtu- og afgreiðsludeild, en sú síðastnefnda er jafnframt stoðdeild sem liggur þvert á skipuritið. Verkefni voru flutt á milli deilda og m.a. voru hluti verkefna fjármáladeildar sem nú er innheimtudeild flutt undir skrifstofu framkvæmdastjóra ásamt verkefnum upplýsingatæknideildar og vinnu við áhættugreiningu sem hófst á árinu. Mynd 8 Skipurit LÍN

18


Ársskýrsla 2016

Áhættustýring Á árinu var unnið áhættumat fyrir sjóðinn. Sjóðurinn stendur frammi fyrir ýmsum áhættum í rekstri sínum sem tengist markmiðum og hlutverki LÍN. Áhættustýring er stýring á áhættuþáttum í rekstri sjóðsins sem gengur út á að skilgreina hvernig þessir áhættuþættir geta haft áhrif á reksturinn og hvernig eigi að bregðast við þeim. Markmið áhættustýringar er ekki að eyða áhættu heldur greina áhættu og eyða sem mestri af þeirri áhættu sem talin er ónauðsynleg. Áhættustýring sjóðsins er á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra LÍN. Innleiðing samhæfðrar áhættustefnu LÍN hófst í lok október og miðast áhættustefnan við þær rekstraráhættur sem eru í reglubundinni vöktun en aðrar helstu áhættur hafa verið skilgreindar og eru mældar að lágmarki árlega. Þetta eru eftirfarandi áhættur: Útlánaáhætta/innheimtuáhætta

Útlánaáhætta eða innheimtuáhætta er sú áhætta sem sjóðurinn ber vegna láveitinga til námsmanna og ef viðskiptavinurinn uppfyllir ekki samningsbundnar skyldur sínar gagnvart sjóðnum. Við mat á afskriftarframlagi sjóðsins eru þeir þættir sem falla undir útlánaáhættu og innheimtuáhættu metnir. Hér undir eru þættir eins og hlutfall gjaldþrota hjá greiðendum og hlutfall lána án ábyrgða. Greining er gerð reglulega á þessum þáttum til að meta hvort hlutlæg vísbending sé til staðar á virðisrýrnun útlána vegna aukinna gjaldþrota og fylgst með þróun vanskila lána sem eru með og án ábyrgða. Endurgreiðsluáhætta

Endurgreiðsluáhætta felst í því að lán fáist ekki endurgreidd þar sem endurgreiðslur eru háðar tekjum og undanþágur frá endurgreiðslum námslána eru heimilaðar samkvæmt ákveðnum reglum. Þá falla lán niður við andlát lánþega. Með hækkandi námslánum til einstaklinga og hækkandi meðalaldri námsmanna þegar þeir útskrifast eykst endurgreiðsluáhætta sjóðsins. Vaxtaáhætta

Vaxtaáhætta er markaðsáhætta sem felst í því að LÍN geti ekki endurspeglað eigin fjármögnunarkjör í útlánum sínum til námsmanna. Þannig er sjóðurinn rekinn með neikvæðum vaxtamun sem lækkar núvirði útlánanna. Meðalávöxtunarkrafa sjóðsins var 3,60% í lok árs 2016 en námslán eru með 1% vöxtum. Núvirði útlána LÍN lækkaði um 37,1 milljarða vegna þessa vaxtamunar. Verðtryggingaráhætta

Verðtryggingaráhætta er rakin til mismunar á verðtryggðum eignum og skuldum. Þar sem stærstur hluti af eignum og skuldum sjóðsins er verðtryggður, þ.e. að námslán eru verðtryggð og lán sjóðsins hjá Seðlabanka Ísland verðtryggð, er að öllu jöfnu nokkurt jafnvægi milli verðtryggðra eigna og skulda á hverjum tíma. Á fyrsta ársfjórðungi lauk tveimur örútboðum sem lögð voru fram í lok ársins 2014. Annað sneri að grunnhönnun á viðmóti vefs og „Mitt svæði“. Hitt var greining á gagnahögun í CRM. Á þriðja og fjórða ársfjórðungi var áfram unnið að hönnun viðmóts fyrir nýtt upplýsingakerfi sjóðsins, en viðmótið mun gefa starfsfólki heildarsýn á gögn úr mörgum kerfum. Einnig var á þessum tíma greining á virkni og ítarlegri hönnun unnin fyrir „Mitt svæði“. Breyting á innheimtukerfi var unnin á fyrsta ársfjórðungi, sem fólst í gjaldþrotagreiningu á greiðendum áður en bréf til ábyrgðarmanna voru send út. Þetta gaf réttari upplýsingar um stöðu lána fyrir ábyrgðarmenn. Sumarið 2015 var skipt um útstöðvar og skjái hjá um helmingi starfsmanna eftir örútboð.

19


Mikil vinna var lögð í heildarendurskoðun á verkferlum og tengdum sniðmátum árið 2015. Byrjað var að endurskoða stærsta verkferil sjóðsins, en hann nær yfir ferlið frá því umsókn berst og þar til útborgun námsláns er framkvæmd. Heildarendurskoðun mun ljúka árið 2016, en þegar á árinu 2015 hafði vinnan skilað töluverðri fækkun á sniðmátum innan verkferla.

Umhverfismál LÍN leggur eftir því sem kostur er á áherslu á umhverfissjónarmið í rekstri sínum. Starfsmenn eru hvattir til að prenta út sem minnst og prenta báðum megin. Stefna LÍN eru að samskipti við námsmenn og greiðendur sé sem mest rafræn í formi tölvupóstsamskipta, upplýsingagjöf í gegnum „Mitt svæði“ og sem bestar upplýsingar séu á heimasíðu sjóðsins. Allur úrgangur er flokkaður, ekki eru notaðar einnota umbúðir eða plastmál í eldhúsi og engar ruslafötur eru inni á skrifstofum starfsmanna. Ársskýrsla er prentuð út í litlu magni enda birt á vefnum. Við innkaup á skrifstofuvörum eru keyptar umhverfismerktar vörur sé þess kostur og öll innkaup á skrifstofuvörum eru íhuguð vandlega. Starfsmenn eru hvattir til að ganga eða hjóla í vinnu eða nýta sér almenningssamgöngur og gera 30% starfsmenn það að staðaldri sem er fjölgun frá því árinu áður.

Upplýsingatækni Undanfarin ár hefur verið unnið að þróun nýs útlánakerfis, eLínu, hjá sjóðnum og var það tekið í notkun um mitt ár. Fyrstu útgreiðslur í gegnum nýtt útlánakerfi voru fyrir haustönn 2016. Töluvert álag varð á þeim tíma hjá starfsmönnum sjóðsins þar sem ýmis vandamál komu upp en útlánakerfi sjóðsins er mjög sérhæft og það forritað frá grunni. Lagfæringar ásamt viðbótum hafa verið gerðar og er kerfið í stöðugri þróun. Útgreiðslur vegna haustannar gengu vel. Vinna við nýtt útlánakerfi felst einnig í þróun á virkni til að senda út orðsendingar til námsmanna. Orðsendingar eru skilaboð sem send eru til námsmanna á prenti, í tölvupósti eða inn á „Mitt svæði“. Fyrst um sinn mun þessi virkni eingöngu ná til námsmanna þar sem innheimta námslána er í öðru kerfi. Sjóðurinn þarf að miðla miklu af upplýsingum til námsmanna sem fara að stórum hluta eftir námslandi og búsetuformi. Mörg sniðmát eru notuð til að senda staðlaðar upplýsingar í bæði tölvupósti og bréfpósti en þróun á þessari virkni í nýju lánakerfi auðveldar yfirsýn og utanumhald sniðmáta. Tekið var í notkun nýtt „Mitt svæði“ fyrir námsmenn og greiðendur um mitt ár. Fyrst um sinn var einungis hægt að sækja um námslán fyrir nýtt námsár, svo bættust við umsóknir fyrir innheimtuna stuttu síðar og loks ýmis yfirlit. Vinna hélt svo áfram á árinu við þróun og lagfæringar á „Mitt svæði“.

20


Ársskýrsla 2016

Innra eftirlit Rekstraráhætta er af mörgu tagi hjá LÍN líkt og öðrum lánastofnunum. Sem dæmi um slíka áhættuþætti má nefna mistök við lánaumsýslu, ófullnægjandi upplýsingakerfi, slakt eftirlit, mistök við stjórnun, ranga upplýsingagjöf, óvandaða meðhöndlun trúnaðarupplýsinga og svik lánþega. LÍN leggur því sífellt meiri áherslu á að auka innra eftirlit með starfsemi sjóðsins. Þessu til viðbótar má nefna aðrar áhættur, s.s. breytingar á lögum og reglum, sem geta breytt rekstrarumhverfi sjóðsins, sem og pólitískur þrýstingur, afnám verðtryggingar og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Á árinu 2016 var reglubundið innra eftirlit framkvæmt á fimm þáttum auk innra eftirlits í tilfallandi tilvikum. Við framkvæmd innra eftirlits var farið yfir umsóknir þeirra sem valdir voru í úrtakið, innsend gögn könnuð og upplýsingarnar sannreyndar og niðurstöður skoðaðar. Eftirfarandi reglubundin innri eftirlitsverkefni voru framkvæmd: • Útlán þar sem skoðuð var afgreiðsla námslána til námsmanna á Íslandi og erlendis. • Undanþágur frá afborgun lána þar sem skoðuð var afgreiðsla undanþágu frá afborgunum vegna fastrar afborgunar og tekjutengdrar afborgunar. • Greiðsluaðlögun námslánaskulda þar sem skoðuð var afgreiðsla þeirra lánþega sem voru í greiðslu skjóli og Umboðsmaður skuldara hafði staðfest að búið væri að samþykkja umsókn um greiðslu- aðlögun. • Milli- og löginnheimta þar sem vinnulag við innheimtu gjalddagakrafna sem fara í milli- og lög innheimtu hjá greiðendum búsettum erlendis var skoðuð sérstaklega. • Almennir greiðendur námslána þar sem skoðað var vinnulag við myndun og innheimtu gjalddaga krafna. Niðurstaðan var sú að engin merki voru um svindl eða misnotkun innan sjóðsins, en í einhverjum tilfellum þarf að bæta verklagsreglur og starfsleiðbeiningar fyrir starfsmenn. Auk þessa er framkvæmt tilfallandi innra eftirlit ef ábendingar berast um slíkt eða grunur vaknar um misnotkun eða svindl. Engin slík tilfelli komu upp á árinu 2016.

21


Námsmenn Fjöldi námsmanna

Námsmönnum í háskólanámi og í sérnámi fór fjölgandi frá skólaárinu 2004 – 2005 og allt fram til skólaársins 2010 – 2011 þegar rúmlega 12.600 námsmenn voru á lánum hjá LÍN eins og sést á mynd hér að neðan. Veruleg aukning varð á skólaárunum 2008-2009 í kjölfar bankakreppunnar og átaks ríkisstjórnarinnar, „Nám er vinnandi vegur“, en þá var hvatt til þess að atvinnulausir einstaklingar færu frekar í nám en að þiggja atvinnuleysisbætur. Frá árinu 2011-2012 hefur námsmönnum á námslánum hins vegar farið fækkandi. Svipaða þróun í fækkun námsmanna er að sjá í tölum frá Háskóla Íslands. Þannig voru á skólaárinu 2011-2012 14.348 nemendur á skrá en voru orðnir 13.232 á skólaárinu 2015-2016. Á skólaárinu 2013-2014 voru 11.770 námsmenn á námslánum og 8.632 námsmenn 2015-2016. Ef litið er til þróunar síðustu 11 ára hefur námsmönnum á námslánum fækkað um 11%. Þar af hefur nemendum á Íslandi fækkað um 4,9% en námsmönnum erlendis um 29%. Hlutfall nemenda á námslánum á Íslandi samanborið við fjölda nemenda í HÍ hefur verið í kringum 80% allt fram til skólaársins 20092010. Á skólaárinum eftir það og fram til skólaársins 2013-2014 var þetta hlutfall um 70% en á síðustu tveimur árum hefur það lækkað töluvert og er komið niður í 52% á árinu 2016. Hér er einungis um ákveðna nálgun að ræða þar sem framboð á námi á Íslandi er meira en bara í HÍ. Skýringar á fækkun námsmanna sem sækja um námslán fyrir utan fækkun námsmanna í námi hafa ekki verið rannsakaðar. Hins vegar má ætla að bætt atvinnuástand, ákveðin mettun námsmanna sem fara af vinnumarkaði í nám í kjölfar kreppunnar og það að námsmenn kjósi að búa lengur heima skýri það að stærstum hluta. Einnig má ætla að fyrirætlanir stjórnvalda um heildarendurskoðun á lögum um LÍN þar sem áætlað er að taka upp námsaðstoð í formi beinna styrkja annars vegar og námslána hins vegar hafi þau áhrif að einhver hluti nemenda fresti námi sínu til þess að njóta nýrra kjara. Mynd 9 Fjöldi námsmanna á námslánum 2004 – 2016 15.000 14.000 13.000 12.000 11.000 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0

2004-2005 2005-2006 2006-2007 2007-2008 2008-2009 2009-2010 2010-2011 2011-2012 2012-2013 2013-2014 2014-2015 2015-2016 Nemendur erlendis

22

Námsmenn á styrkjum á hinum Norðurlöndunum

Nemendur á Íslandi

Nemendur í HÍ


Ársskýrsla 2016

Íslenskum námsmönnum á styrkjum og lánum á hinum Norðurlöndunum hefur hins vegar fjölgað um rúmlega 89% á umræddu tímabili og eru flestir þeirra á styrkjum í Danmörku eða rúmlega helmingur. Þannig eru fleiri íslenskir nemendur á styrkjum og lánum á Norðurlöndunum en íslenskir námsmenn erlendis á lánum hjá LÍN. Þegar tekið er tillit til nemenda á styrkjum og lánum á hinum Norðurlöndunum þá eru bæði hlutfallslega og í fjölda fleiri í námi erlendis skólaárið 2015-2016 (35%) en voru í námi á árinu 2004-2005 (33%). Athyglisvert er að hlutfallslega fækkaði námsmönnum í námi erlendis á árunum um og eftir hrun. Mynd 10 Hlutfallslegur fjöldi námsmanna á námslánum erlendis 2004 – 2016 40%

35%

30%

25%

20%

15%

2004-2005

2005-2006

2006-2007

2007-2008

2008-2009

Hlutfall nemenda erlendis á lánum hjá LÍN

2009-2010

2010-2011

2011-2012

2012-2013

2013-2014

2014-2015

2015-2016

Hlutfall nemenda erlendis og á styrkjum á hinum Norðurlöndunum

Fjölskyldusamsetning námsmanna

Þegar skoðuð er fjölskyldusamsetning námsmanna á Íslandi sést að á skólaárinu 2015-2016 eru rúmlega 50% námsmanna einhleypir og um 6% í sambúð. Þá eru 31% í sambúð með eitt eða fleiri börn og 12% námsmanna eru einstæðir með eitt barn eða fleiri. Hefur þessi fjölskyldusamsetning námsmanna verið mjög svipuð undanfarin ár á Íslandi.

23


Mynd 11 Fjölskyldusamsetning námsmanna á Íslandi árin 2004-2016 65%

55%

52%

51%

50%

52%

53%

51%

52%

51%

51%

51%

45%

35% 30%

30%

30%

30%

30%

31%

31%

31%

29%

31%

25%

15% 11% 8% 5%

2004-2005

11% 8%

8%

2005-2006

8%

2006-2007

Einhleypur í leigu

2007-2008

11%

11%

10%

10%

7%

6%

2008-2009

Sambúð, leiga, barnlaus

2009-2010

12%

11% 6%

6%

2010-2011

Sambúð, leiga, 1 barn o.fl.

12% 6%

6%

2011-2012

11%

2012-2013

2013-2014

Einstætt, leiga, 1 barn eða fl.

Fjölskyldusamsetning námsmanna erlendis er töluvert önnur en fjölskyldusamsetning námsmanna á Íslandi. Erlendis voru 76% námsmanna einhleypir á árinu 2015-2016, 6% í sambúð, 15% í sambúð með eitt eða fleiri börn og 4% námsmanna eru einstæðir foreldrar með eitt eða fleiri börn. Nokkur breyting hefur jafnframt verið á fjölskyldusamsetningu námsmanna erlendis sl. 12 ár. Þannig voru 25% námsmanna í námi erlendis 2004-2005 í sambúð með eitt eða fleiri börn en 15% á árinu 2015-2016. Þá hefur einhleypum námsmönnum í námi erlendis fjölgað úr 62% á skólaárinu 2004-2005 í 76% á skólaárinu 2015-2016. Mynd 12 Fjölskyldusamsetning námsmanna erlendis árin 2004 - 2016 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

2004-2005

2005-2006

2006-2007

2007-2008 Einhleypur

24

2008-2009

2009-2010

Sambúð, leiga, barnslaus

2010-2011

Sambúð, leiga, 1 barn ofl.

2011-2012

2012-2013

Einstætt, leiga, 1 barn ofl.

2013-2014

2014-2015

2015-2016


Ársskýrsla 2016

Hæstu lán námsmanna enn í námi

Ef skoðuð eru 20 hæstu lán námsmanna sem enn eru í námi þá eru þau frá rúmlega 21,6 m.kr. til 34,6 m.kr. eða samtals 472,2 m.kr. og núvirði um 120 m.kr. eða um 25%. Þá sést að sex af þessum tuttugu greiðendum eru í doktorsnámi og sex í læknanámi í Ungverjalandi. Tafla 6 Upphæð hæstu 20 lána námsmanna sem enn eru í námi (allar tölur í m.kr. ) Aldur

Upphæð láns

Núvirði

% Núvirði

Námsland

Hæsta námsgráða

37

34,6

5,4

15,7%

Ísland/Ungverjaland

Cand. Med

36

32,4

5,2

16,2%

England

Doktorsnám

27

25,9

8,7

33,7%

Bandaríkin

Meistaranám

44

24,1

5,6

23,3%

England

Doktorsnám

41

24,1

4,1

17,1%

Bandaríkin

Doktorsnám

30

23,1

4,2

18,1%

Ungverjaland

Cand. Med

31

22,7

6,4

28,0%

Ísland/Ungverjaland

Cand. Med

44

22,7

7,0

30,9%

Ísland/Bandaríkin

Doktorsnám

30

22,7

3,5

15,7%

Holland/England

Meistaranám

35

22,4

7,4

33,2%

Danmörk

Bachelor

33

22,1

5,9

26,7%

Ungverjaland

Cand. Med

33

22,0

6,4

28,8%

Bandaríkin

Doktorsnám

30

21,9

5,7

26,1%

Ísland/England

Meistaranám

33

21,9

7,2

33,0%

Ísland/Bandaríkin

Doktorsnám

28

21,8

7,6

34,8%

Bandaríkin

Meistaranám

27

21,8

8,3

38,1%

Ungverjaland

Cand. Med

37

21,7

4,2

19,3%

Ísland/Ungverjaland

Cand. Med

45

21,6

3,6

16,8%

Danmörk

Grunnháskólanám

29

21,5

7,6

35,4%

Ísland/Sviss

Meistaranám

34

21,4

5,9

27,6%

Danmörk/Ísland

Meistaranám

Samtals

472,2

120,0

25,4%

25


Aldurssamsetning námsmanna og meðallán

Ef skoðuð er aldurssamsetning námsmanna á Íslandi sem eru í námi sést að 46% námsmanna eru á aldrinum 19-25 ára, tæplega 73% námsmanna eru yngri en 30 ára, rúmlega 86% yngri en 35 ára og rúmlega 6% námsmanna eru 41 árs og eldri. Meðalnámslán fer hækkandi með hækkandi aldri og nær hámarki fyrir aldurshópinn 36 – 40 ára. Meðalupphæð námslána námsmanna sem eru enn í námi er 3,3 m.kr. en ekki er tekið tillit til þess að hugsanlega gætu þessir námsmenn verið með annað námslán vegna fyrra náms. Einnig er athyglisvert að hlutfallslega skulda aldurshóparnir frá 25 45 ára meira en hlutfall fjölda námsmanna í þessum aldurshópum segir til um. Mynd 13 Aldurssamsetning námsmanna á Íslandi og meðallán 50,0%

5.000.000

45,0%

4.500.000

40,0%

4.000.000

35,0%

3.500.000

30,0%

3.000.000

25,0%

2.500.000

20,0%

2.000.000

15,0%

1.500.000

10,0%

1.000.000 500.000

5,0% 0,0%

< 25 ára

26-30 ára

31-35 ára

Hlutfall fjölda lánþega

26

36-40 ára

41-45 ára

Hlutfall af heildarláni

46-50 ára Meðallán

51 og eldri

0


Ársskýrsla 2016

Ef skoðuð er aldurssamsetning námsmanna erlendis þá sést að námsmenn erlendis eru mun yngri en námsmenn á Íslandi. Þannig eru 94% námsmanna erlendis yngri en 35 ára en 86% námsmanna á Íslandi. Þá sést einnig að meðallánið er mun hærra erlendis en á Íslandi eða rúmlega 6,3 m.kr. hjá þessum námsmönnum sem enn eru í námi og hæstu meðallánin eru hjá 23 einstaklingum á aldrinum 41 - 45 ára. eða 8,5 m.kr. sem jafngildir 1,4% námsmanna erlendis sem enn eru í námi. Þess ber að geta að hugsanlega geta þessir námsmenn verið með annað námslán vegna fyrra náms. Mynd 14 Aldurssamsetning námsmanna erlendis og meðallán 60,0%

9.000.000 8.000.000

50,0% 7.000.000 40,0%

6.000.000 5.000.000

30,0% 4.000.000 20,0%

3.000.000 2.000.000

10,0% 1.000.000 0,0%

< 25 ára

26-30 ára

31-35 ára Hlutfall

36-40 ára Hlutfall

41-45 ára

46 og eldri

0

Meðallán

27


Vinsæl lönd og námsbrautir

Íslenskir námsmenn stunda nám alls staðar í heimunum og stunda námsmenn erlendis á lánum hjá LÍN nám í yfir fjörutíu löndum. Vinsælustu löndin eru Danmörk, Bandaríkin, England, Svíþjóð og Holland og stunda 62% námsmanna erlendis nám í þessu löndum á árinu 2016, 77% árið 2011 og 78% á árinu 2006 eins og sést í töflu hér að neðan. Heildarfjöldi námsmanna í þessum fimm löndum er 1.079 á árinu 2016 en var 1.913 árið 2011 og 2.066 á árinu 2006. Á árinu 2016 eru 85% af námsmönnum erlendis í námi í 10 vinsælustu löndunum og heildarfjöldi þeirra er 1.468 á árinu 2016 en var 2.375 á árinu 2006. Athyglisvert er að Ungverjaland er sjötta vinsælasta landið hjá námsmönnum á lánum hjá LÍN bæði á árinu 2011 og 2016 en var ekki á lista yfir 10 vinsælustu löndin á árinu 2006. Eru þetta nánast eingöngu læknanemar. Samtals voru 179 nemendur í læknisfræðinámi í Ungverjalandi og Slóvakíu á árinu 2016. Athyglisvert er einnig að nemendum á lánum og eða styrkjum á hinum Norðurlöndunum hefur fjölgað um rúm 86% og voru þeir 1.979 á árinu 2016. Hlutfall námsmanna í námi erlendis á lánum hjá LÍN hefur farið úr 25% á árinu 2006 niður í 20% á árinu 2016. Ef hins vegar námsmenn á lánum eða styrkjum hjá hinum Norðurlöndunum eru taldir með þá er hlutfall námsmanna í námi erlendis á styrkjum og lánum miðað við heildarfjölda námsmanna 35% á árinu 2016 en var 32% á árinu 2006. Á árunum eftir hrun lækkaði þetta hlutfall og var 27% á árinu 2011. Þannig virðist sem hlutfall námsmanna sem sækja sér menntun erlendis hafi aukist sem almennt er talið vera styrkur fyrir íslenskt menntunarstig og fjölbreytni menntunar. Tafla 7 Vinsælustu námslönd námsmanna erlendis 2006

Hlutfall 1.214

46%

Danmörk

Bandaríkin

346

13%

England

251

Svíþjóð

Hlutfall

2016

Hlutfall

1.082

43%

Danmörk

338

20%

Bandaríkin

329

13%

Bandaríkin

288

17%

10%

England

220

9%

England

188

11%

169

6%

Svíþjóð

181

7%

Svíþjóð

154

9%

Holland

86

3%

Holland

101

4%

Holland

111

6%

Þýskaland

71

3%

Ungverjaland

82

3%

Ungverjaland

100

6%

Ítalía

69

3%

Noregur

67

3%

Noregur

99

6%

Skotland

62

2%

Þýskaland

63

3%

Slóvakía

79

5%

Noregur

55

2%

Skotland

57

2%

Þýskaland

64

4%

Spánn

49

2%

Spánn

55

2%

Skotland

47

3%

268

10%

Önnur lönd

258

10%

Önnur lönd

259

15%

2.640

100%

2.495

100%

1.727

100%

Danmörk

Önnur lönd Námsmenn erlendis á lánum hjá LÍN Hlutfall námsmanna í námi erl.á lánum hjá LÍN

25%

20%

Fjöldi námsm.á styrkum á Norðurlöndunum

1.061

Samtals

3.701

Námsmenn á Íslandi á lánum hjá LÍN

7.795

10.113

Námsmenn á lánum hjá LÍn og styrkjum á Norðul.

11.496

13.877

Fjöldi námsm.á lánum hjá LÍN

10.435

*tölur frá árinu 2015

28

2011

20%

1.269 32%

91%

Samtals

3.764

12.608

1.979 * 27%

3.706

35%

6.905 0 91%

10.611 8.632

81,3%


Ársskýrsla 2016

Eins og sést í meðfylgjandi töflu þá eru vinsælustu námsgreinar námsmanna erlendis og á Íslandi ekki þær sömu. Á Íslandi er viðskiptafræði, hjúkrun, starfs- og verknám, tölvunarfræði og sálfræði vinsælust og eru um 41% stúdenta í námi í þessum greinum. Vinsælar greinar sem koma þar á eftir eru lögfræði, uppeldis- og kennslufræði, verkfræði, læknisfræði og kvikmyndafræði og eru 63% nemenda á námslánum á Íslandi í 10 vinsælustu fögunum. Ef skoðaðar eru fimm vinsælustu námsgreinarnar erlendis þá eru þær læknisfræði, verkfræði, viðskiptafræði, ýmiss konar starfs- og verknám og tónlistarnám eða um 42% nemenda sem stunda nám í þessum greinum erlendis. Einungis viðskiptafræði og starfs- og verknám eru meðal fimm efstu á báðum listunum. Ef bornar eru saman 10 vinsælustu námsgreinarnar á Íslandi og erlendis þá eru einungis sex námsgreinar á báðum listum. Þá virðist vera hlutfallslega meiri fjölbreytileiki í námi erlendis. Þannig eru 63% námsmanna Íslandi í 10 vinsælustu námsgreinunum samanborið við 58% erlendis. Athyglisvert er að fleiri námsmenn á námslánum eru í læknisnámi erlendis en á Íslandi og vinsælar greinar á Íslandi s.s. hjúkrun, lögfræði, sálarfræði og nám í kennslufræðum komast ekki inn á listann yfir 10 vinsælustu fögin erlendis. Tafla 8 Vinsælustu námsgreinarnar á Íslandi og erlendis Ísland

Fjöldi

Hlutfall

Viðskiptafræði & hagfræði

813

12%

Hjúkrunarfræði

533

Starfsnám

Fjöldi

Hlutfall

Læknisfræði

208

12%

8%

Verkfræði

208

12%

550

8%

Viðskiptafræði & hagfræði

141

8%

Tölvufræði

468

7%

Starfsnám

95

5%

Sálarfræði

415

6%

Tónlist

92

5%

Lögfræði

410

6%

Tölvufræði

71

4%

Uppeldis- og kennslufræði

399

6%

Hönnun

58

3%

Verkfræði

391

6%

Kvikmyndafræði

52

3%

Læknisfræði

181

3%

Markaðsfræði

49

3%

Kvikmyndafræði

100

1%

Margmiðlun

48

3%

4,260

Erlendis

1,022

29


Greiðendur Aldurssamsetning greiðenda og lán í húfi

Ef skoðuð er aldurssamsetning greiðenda námslána og meðaleftirstöðvar lána sést að meðalupphæð námslánaskuldar námsmanna er lægst á aldrinum 21 til 30 ára en fer svo hækkandi með hærri aldri og nær hámarki við 31 til 40 ára aldur. Eftir það fer meðalupphæð námslána lækkandi í samræmi við afborganir af þeim. Mynd 15 Aldurssamsetning greiðenda og lán í húfi 50,0%

5.000.000

45,0%

4.500.000

40,0%

4.000.000

35,0%

3.500.000

30,0%

3.000.000

25,0%

2.500.000

20,0%

2.000.000

15,0%

1.500.000

10,0%

1.000.000

5,0%

500.000

0,0%

0 21- 30 ára

31 - 40 ára

41 - 50 ára

Fjöldi greiðenda

30

51 - 60 ára

61 - 70 ára

Eftirstöðvar hlutfall

71 - 80 ára

Meðal eftistöðvar

81 - 90 ára


Ársskýrsla 2016

Ef skoðuð er aldurssamsetning greiðenda og heildarskuldsetning innan hvers aldurshóps sést að hlutfallslega eru fleiri námsmenn í yngsta aldurshópnum sem skulda hlutfallslega minna af heildar lánasafninu en ætla mætti út frá hlutfallslegum fjölda þeirra. Þetta snýst svo við fyrir aldurshópana frá 31 til 50 ára enda er meðallán þessara aldurshópa hærra en í yngsta aldurshópnum frá 21 til 30 ára. Fjölmennasti hópur greiðenda er í aldurshópnum 31 til 40 ára (42%) og 41 til 50 ára (24%). Greiðendur á aldrinum 31 til 50 ára eru um 66% allra greiðenda og skulda þeir 70% af lokuðum lánum eða 122,8 milljarða. Mynd 16 Aldurssamsetning greiðenda og heildarskuldsetning hvers aldurshóps 50,0%

90,0

45,0%

80,0

40,0%

70,0

35,0%

60,0

30,0% 50,0 25,0% 40,0 20,0% 30,0

15,0%

20,0

10,0%

10,0

5,0% 0,0%

21- 30 ára

31 - 40 ára

41 - 50 ára Fjöldi greiðenda

51 - 60 ára Eftirstöðvar hlutfall

61 - 70 ára

71 - 80 ára

81 - 90 ára

0,0

Eftirstöðvar mia.kr.

31


Hæstu lán greiðenda

Ef skoðuð eru 20 hæstu lánin í innheimtu þá eru þau frá rúmlega 31,1 m.kr. til 49,3 m.kr. eða samtals 700,8 m.kr. Er þetta hækkun frá fyrra ári þegar upphæð 20 hæstu lána var frá 30,4 m.kr. til 48,3 m.kr. og heildarskuld nam 688,9 m.kr. Núvirði þessara lána er um 15% að meðaltali og niður í 5% af einstökum lánum. Einungis hefur verið greitt um 22 m.kr. af þessum lánum samtals síðustu 10 ár eða um 2,2 m.kr. á ári að jafnaði í heild eða um 105 þús. kr. að meðaltali af hverju láni á ári, þar af hefur nokkur hluti þessara greiðanda ekki greitt neitt. Þá sést að 11 af þessum 20 greiðendum hafa lokið doktorsnámi. Tafla 9 Innheimta hæstu 20 lána (allar tölur í m.kr. ) Eftirstöðvar

Núvirði

% Núvirði

Afb.síðustu 10 ár

Hlutfall afb.

Námsland

Hæsta námsgráða

49,3

7,3

14,8%

1,8

42,8

3,0

6,9%

0,1

3,7%

Bandaríkin

Doktorsnám

0,3%

Ísland/England

39,2

2,1

5,4%

Doktorsnám

0,2

0,5%

Ísland/Bandaríkin

Meistaranám

37,9

7,9

36,4

4,3

20,9%

0,3

0,8%

Bandaríkin

Doktorsnám

11,7%

0,0

0,0%

Noregur/Bandaríkin

Meistaranám

35,8 35,7

4,3

12,0%

0,0

0,0%

Bandaríkin

Meistaranám

5,9

16,5%

1,7

4,8%

Bandaríkin

Meistaranám

34,4

6,4

18,5%

4,3

12,5%

Bandaríkin

Doktorsnám

34,2

6,7

19,6%

0,0

0,0%

Bandaríkin

Doktorsnám

33,7

8,2

24,4%

0,0

0,0%

Bandaríkin

Meistaranám

33,7

3,4

10,2%

0,4

1,1%

Ísland/Austurríki/Sviss

Master

32,9

11,1

33,7%

0,3

0,9%

Ungverjaland

Cand. Med

32,8

2,0

6,0%

1,8

5,4%

England

Doktorsnám

32,3

4,7

14,6%

1,1

3,3%

Ísland/England

Doktorsnám

32,0

2,5

7,8%

1,9

5,9%

Bandaríkin

Meistaranám

31,8

4,5

14,1%

0,0

0,0%

England

Meistaranám

31,7

3,7

11,7%

3,9

12,4%

England

Doktorsnám

31,6

7,0

22,0%

0,9

2,8%

Ísland/England

Doktorsnám

31,3

4,6

14,6%

2,1

6,7%

Ísland/Bandaríkin

Doktorsnám

31,1

5,8

18,5%

1,6

5,3%

Ísland/Bandaríkin

Doktorsnám

700,8

105,3

15,0%

22,4

2,7%

Búseta greiðenda

Greiðendur námslána eru mjög dreifðir og búa þeir í 81 landi fyrir utan Ísland. 86,8% greiðenda búa á Íslandi en 13,2% erlendis. Flestir sem búa erlendis búa á Norðurlöndunum eða 8,6% greiðenda og 2,4% í Vestur-Evrópu. Hins vegar búa 916 greiðendur (2,2%) mjög dreift eða í 62 löndum. Tafla 10 Búsetusamsetning greiðenda námslána Fjöldi

Hlutfall

Fjöldi

Hlutfall

36.893

86,8%

Asía

51

0,1%

Hin Norðurlöndin

3.656

8,6%

Afríka

19

0,0%

Vestur-Evrópa

1.027

2,4%

Ástralía

25

0,1%

Austur-Evrópa

36

0,1%

Mið-Austurlönd

35

0,1%

Ísland

Bandaríkin, Mexíkó og Kanada Suður-Ameríka

714

1,7%

Önnur lönd

25

0,1%

11

0,0%

Erlendis alls

5.599

13,2%

42.492

100,0%

Greiðendur alls

32


Ársskýrsla 2016

Fjöldi greiðenda með tvö eða fleiri námslán

Í 18. gr. laga nr. 21/1991 um Lánasjóð íslenskra námsmanna er kveðið á um að endurgreiðslur eldri lána en G-lána skuli greiða fyrst, skuldi námsmaður fleiri en eina tegund lána, og skal þeim vera lokið áður en endurgreiðslu G-lána hefst. Þá er jafnframt kveðið á um að lán sem sjóðurinn veitti á árunum 1992-2004 eða svokölluð R-lán skuli fyrst greiða upp áður en lán sem veitt voru fyrir 1992 eða samkvæmt lögum nr. 72/1982 eru greidd, þ.e. ef greiðandi skuldar fleiri en eina tegund námsláns. Í töflu hér að neðan er yfirlit yfir fjölda greiðenda sem skulda fleiri en eina tegund námslána og eftirstöðvar lána í hverjum lánaflokki. Sem dæmi þá skulda 59 greiðendur sem einnig eru með V-lán 278 m.kr. í R-lán og skulda þessir 59 einstaklingar alls 363,3 m.kr. alls fyrir bæði V og R-lán þ.e. 280,6 m.kr. í R-lán og 82,7 m.kr. í V-lán. Greiðendur 3.158 G-lána sem einnig eru með R-lán sem skulda 13,2 milljarða í G-lán skulda einnig 7,4 milljarða í R-lán eða 20,6 milljarða alls. Tafla 11 Greiðendur sem eru með fleiri en tvær tegundir námslána og skipting þeirra á milli lánaflokka Greiðendur einnig með V-lán Fjöldi

Eftirstöðvar láns

Vanskil

ógr.greiðsldr.

Samtals

R

Tegund

59

278.228.190

2.016.680

390.328

280.635.198

363.385.280

S

100

463.453.207

12.999.093

97.944

476.550.244

609.306.965

G Samtals

Samtal lánafl.

11

28.999.348

3.708.106

0

32.707.454

52.832.954

170

770.680.745

18.723.879

488.272

789.892.896

1.025.525.199

Fjöldi

Eftirstöðvar láns

Vanskil

ógr.greiðsldr.

Samtals

Samtal lánafl.

Greiðendur einnig með S- lán Tegund V

100

127.950.418

4.737.693

68.610

132.756.721

609.306.965

R

1.207

4.829.309.502

126.380.038

10.503.396

4.966.192.936

8.846.650.286

G Samtals

918

4.582.299.563

24.804.553

0

4.607.104.116

7.065.937.261

2.225

9.539.559.483

155.922.284

10.572.006

9.706.053.773

16.521.894.512

Fjöldi

Eftirstöðvar láns

Vanskil

ógr.greiðsldr.

Samtals

Samtal lánafl.

59

82.750.082

0

0

82.750.082

363.385.280

Greiðendur einnig með R- lán Tegund V G

3.158

13.116.550.455

111.727.204

0

13.228.277.659

20.786.885.030

S

1.207

3.819.293.928

61.163.422

0

3.880.457.350

8.846.650.286

Samtals

4.424

4.424

4.424

4.424

4.424

4.424

Fjöldi

Eftirstöðvar láns

Vanskil

ógr.greiðsldr.

Samtals

Samtal lánafl.

Greiðendur einnig með G-lán Tegund V

11

16.549.054

3.576.446

0

20.125.500

52.832.954

R

3.158

7.395.130.414

133.054.057

30.422.900

7.558.607.371

20.786.885.030

S

918

2.422.540.492

31.023.698

5.268.955

2.458.833.145

7.065.937.261

4.087

9.834.219.960

167.654.201

35.691.855

10.037.566.016

27.905.655.245

Samtals * Eingöngu skuldabréf sem eru komin í innheimtu

33


Lánaflokkar sjóðsins Útlánaflokkar sjóðsins eru fjórir með mismunandi lánakjörum. Öll lánin eru verðtryggð en einungis R- og G-lán bera 1% vexti. Lánað var samkvæmt kjörum V-lána á árunum 1976-1982 og S-lána á árunum 1982-1992. Þá falla jafnframt niður eftirstöðvar þessara lána þegar greiðandi hefur greitt af lánunum í annars vegar 20 ár fyrir V-lán og hins vegar í 40 ár fyrir S-lán. Vextir af lánum sem standa sjóðnum til boða og tekin hafa verið til fjármögnunar sjóðsins eru mun hærri en vextir af námslánum og í árslok 2016 voru meðalvextir á teknum lánum til fjármögnunar sjóðsins 3,60%. Þegar skoðaðar eru meðalafborganir af námslánum hinna mismunandi lánaflokka sundurliðað niður á aldur greiðenda sést að afborganir greiðenda eru hæstar í aldurshópi greiðenda á aldursbilinu 45 – 49 ára bæði fyrir G og R-lán. Samkvæmt því má áætla að meðallaun greiðenda í þessum hópi séu um 7,3 m.kr. fyrir G-lán og 5,8 m.kr. fyrir greiðendur R-lána og 6,2 m.kr. fyrir greiðendur S-lána. Þá falla meðallaunin hraðar hjá greiðendum G-lána en hjá greiðendum R-lána. Athyglisvert er að meðallaun greiðenda S-lána eru yfirleitt lægri en meðallaun greiðenda G og R-lána og greiðendur S-lána virðast ná hámarki launa seinna á starfsævinni eða um 50 – 54 ára aldur. Hluti skýringar kann að vera að tekjuhærri einstaklingar S og V-lána séu búnir að greiða upp námslán sín. Reyndar á þessi skýring við fyrir alla lánaflokka þar sem ætla má að tekjuhærri einstaklingar séu fyrr búnir að greiða upp lán sín en þeir sem eru tekjulægri. Tafla 12 Meðalafborganir af námslánum Aldur

G-lán

R-lán

S-lán

V-lán

22 - 24 ára

139.300

25 - 29 ára

165.924

30- 34 ára

204.802

178.790

35 -39 ára

234.240

250.523

40 - 44 ára

247.625

269.668

180.277

45 - 49 ára

271.236

278.453

210.856

50 - 54 ára

256.130

267.770

235.151

55 - 59 ára

237.772

262.959

225.226

104.797

60 - 64 ára

216.608

246.441

220.214

158.444

65 - 69 ára

178.127

235.326

203.781

132.958

Aldur 70 og eldri

142.637

168.591

123.344

26.999

180.480.568

22.466.893

20.045.790

209.961

Staða lánaflokks (þús.kr.)

34


Ársskýrsla 2016

Áhættuþættir í rekstri sjóðsins Hlutverk LÍN er að veita námsmönnum jöfn tækifæri til náms með því að lána fyrir framfærslu og skólagjöldum. Styrkur ríkisins til námsmanna hefur verið metin 47% af útlánum hvers árs. Felst þessi styrkur í lágum vöxtum til námsmanna, 1%, á meðan meðalvextir fjármögnunar sjóðsins eru 3,60%, lán falla niður við andlát greiðanda og jafnframt í hagstæðum afborgunum af námslánum þar sem endurgreiðslur taka mið af tekjum greiðenda. Ljóst er að þetta hlutfall ríkisstyrks mun að öðru óbreyttu fara hækkandi. Sérstaða lánasafns sjóðsins sést í meðfylgjandi töflu. Nafnvirði útlánanna er ekki það sama og virði útlánanna. Í fyrsta lagi verða ekki öll lán endurgreidd að fullu vegna þess að þau falla niður við andlát lánþega. Þá eru afborganir af lánum sjóðsins tekjutengdar og því er greiðsluflæði lánanna ekki þekkt þó greitt sé reglulega af þeim. Á árinu 2016 nema afföll og afskriftir vegna þessa um 20,6% til lækkunar á nafnvirði lánasafnsins. Í öðru lagi eru kjör lánanna betri en fjármögnun sjóðsins. Sá afsláttur sem felst í formi vaxtakjara lánanna er um 16,1% miðað við núvirðing væntanlegs greiðsluflæðis miðað við meðalávöxtunarvexti sjóðsins. Hefur nafnvirði útlána hækkað um 38,6% á sl. fimm árum. Núvirði útlánasafnsins hefur hins vegar hækkað á sama tíma um 44,1% Núvirði útlána sem hlutfall af heildarlánasafni LÍN er nú um 63%. Tafla 13 Útlán LÍN 2011 til 2016 2011 mia.kr.

2012 %

Nafnvirði *1)

166.8

Afskriftir *2)

29.0

17,4%

Vaxtaafsláttur *3)

36.3

Núvirði útlána *4)

101.5

mia.kr.

2013 %

184.9

mia.kr.

2014 %

202.2

31.2

16,9%

21,8%

37.2

60,9%

116.5

mia.kr.

2015 %

213.1

34.0

16,8%

20,1%

38.8

63,0%

129.4

mia.kr.

2016 %

223.5

41.6

19,5%

19,2%

38.5

64,0%

133.0

mia.kr.

%

231.2

43.0

19,2%

47.7

20,6%

18,1%

39.7

62,4%

140.8

17,8%

37.2

16,1%

63,0%

146.3

63,3%

*1) Heildarstaða útlána *2) Það sem innheimtist ekki samkvæmt líkani Ríkisendurskoðunar *3) Afsláttur vegna vaxtakjara *4) Núvirði útlána m.t.t. endurheimta vaxtakjara

35


Heildarútlán hafa vaxið að krónutölu úr rúmlega 90 millj. upp í um 227 millj. eins og sést á myndinni til vinstri. Núvirðið hefur á sama tíma vaxið úr 54 í 140 millj. Fram til 2011 lækkaði hlutfallslegt núvirði lánasafnsins en síðan þá hefur þróunin snúist við að mestu vegna lækkandi vaxta á fjármögnun LÍN eins og sést á myndinni til hægri. Hlutfallið fór lægst í um 53% en nú er núvirðið nálægt 62% af virði lánanna. Á sama tíma hafa afföllin aukist hlutfallslega á meðan vaxtaafsláttur hefur minnkað sem aftur má rekja til lækkandi viðmiðunarvaxta. Mynd 17 Núvirði lánasafnsins 240

100%

220

90%

200

80%

180

70%

Milljarðar króna

160 140

60%

120

50%

100

40%

80

30%

60

20%

40

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2016

2015

2014

Vaxtaafsláttur

2013

2012

2011

Núvirði

2010

0%

2009

0

2008

10% 2007

20

Afföll

Myndirnar hér fyrir neðan sýna heildarútlán í lok hvers árs en línuritin í mynd 18 greina ný útlán hvers árs. Ný útlán hvers árs hækkuðu frá ári til árs fram til 2013 en síðustu ár hafa þau dregist verulega saman. Núvirði nýrra lána er um 49% 2016 sem er töluvert lægra en hlutfallið fyrir heildarútlánin. Mynd 18 Núvirði nýrra lána 18

100%

16

90%

14

80% 70%

Milljarðar króna

12

60%

10

50%

8

40%

6

30%

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2016

Afföll

2015

36

Vaxtaafsláttur

2014

Núvirði

2013

0%

2012

0

2011

10%

2010

2 2009

20%

2008

4


Ársskýrsla 2016

Samhliða setningu laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn var lögum nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna breytt með lögum nr. 78/2009 á þann veg að almennt var hætt að krefjast ábyrgðarmanna á námslánum. Hins vegar hefur sjóðurinn áfram krafist ábyrgðarmanna á námslánum ef lántakandi telst ekki lánshæfur þ.e. ef hann er t.d. á vanskilaskrá. Eftir gildistöku laganna árið 2009 hafa um 3% veittra lána eða 3,2 milljarðar verið með ábyrgð hjá 1.128 lánþegum. Tafla 14 Veitt lán eftir mitt ár 2009 með eða án ábyrgða

Án ábyrgða Með ábyrgðum Samtals

Fjöldi lána

Fjöldi lánþega

Eftirstöðvar

Hlutfall

33.560

32.216

112.059.224.842

97%

1.142

1.128

3.219.846.819

3%

34.702

33.344

115.279.071.661

100%

Eins og sést í meðfylgjandi töflu eru 50,1% af þeim lánum þar sem endurgreiðsla er hafin með ábyrgðarmanni sem er lækkun frá árinu áður (51,6%). Ábyrgðir eru fyrir lánum að fjárhæð 115,9 milljörðum á lánum sem búið er að loka og eru i innheimtu en 1,9 milljarðar á lánum til námsmanna sem enn eru í námi. Heildarlánasafn LÍN nam í árslok 2016 231,2 milljörðum. Samtals eru því ábyrgðir af lánum hjá LÍN 51% af heildarlánasafninu eða sem nemur 117,9 milljörðum. Til samanburðar voru 53,2% af heildarlánasafni LÍN á á árinu 2015 með ábyrgðum. Tafla 15 Fjöldi ábyrgðarmanna og ábyrgðir á námslánum Heildarfjöldi lána

Fjöldi lána með ábyrgð

Hlutfall fjöldi

Lokuð lán

36.061

100%

113.860.841.608

49,2%

Opin lán*

0

0%

0

0,0%

36.061

100%

113.860.841.608

49,2%

Lán án ábyrgða alls

117.350.227.392

50,8%

Lánasafn LÍN alls

231.211.069.000

100,0%

Lán með ábyrgð alls

Upphæð Hlutfall af lánasafni alls

* Opið lán: Námsmenn enn í námi * Lokuð lán: Endurgreiðsla lána hafin

37


Ábyrgðir á námslánum er nánast eina trygging sjóðsins fyrir greiðslum fari lánin í vanskil. Vísbendingar eru um að meiri vanskil séu á námslánum án ábyrgða eins og komið hefur fram í fyrri ársskýrslum LÍN. Á árinu 2016 voru 24% þeirra sem fóru í gjaldþrot með lán án ábyrgða sem er örlítil hækkun frá árinu áður. Þá voru 53% þeirra sem fóru í gjaldþrot með ábyrgðarmanni samanborið við 60% á árinu áður. Gjaldþrotum fækkaði hins vegar á milli ára um 9,7% á milli áranna 2015 og 2016 sem er athyglisvert í ljósi þess að árin tvö þar á undan fjölgaði gjaldþrotum um 25% og 28%. Ef til vill er þetta vísbending um að fylgikvillar bankakreppunnar séu að dvína. Tafla 16 Fjöldi gjaldþrota 2012 - 2016 Sundurliðun á gjaldþrotum:

2012

2013

2014

2015

2016

Fjöldi

Hlutfall

Fjöldi

Hlutfall

Fjöldi

Hlutfall

Fjöldi

Hlutfall

Fjöldi

Hlutfall

42

89%

73

87%

79

75%

80

60%

49

53%

12

11%

23

17%

21

23%

Með ábyrgð Með ábyrgð að hluta Án ábyrgða

5

11%

11

13%

14

13%

31

23%

22

24%

Gjaldþrot alls

47

100%

84

100%

105

100%

134

100%

92

100%

Mynd 19 hér að neðan sýnir dreifingu lána eftir lánsupphæðum og árum. Lengst til vinstri er samtala þeirra lána sem voru undir 2,5 m.kr. á verðlagi ársins 2016 eftir árum o.s.frv. allt til lána sem voru yfir 20 m.kr. lengst til hægri. Þá sést hlutfallið milli 2007 og 2016 í hverjum flokki. Á föstu verðlagi jukust lán 1,6-falt á milli 2007 og 2016 eða um 60%. Hærri lán hafa hins vegar vaxið hraðar, þ.e. lán sem eru yfir 10 m.kr. hafa meira en tvöfaldast. Mynd 19 Dreifing lána eftir árum á verðlagi ársins 2016

55 50

Heildarútlán [milljarðar kr.]

45 40 35 30 25 20 15 10 5 20+ m.kr.

17,5-20 m.kr.

15-17,5 m.kr.

12,5-15 m.kr.

10-12,5 m.kr.

7,5-10 m.kr.

5-7,5 m.kr.

2,5-5 m.kr.

0-2,5 m.kr.

0

Heildarlán lánþega [milljónir kr.] Lán 2007

38

Lán 2008

Lán 2009

Lán 2010

Lán 2011

Lán 2012

Lán 2013

Lán 2014

Lán 2015

Lán 2016


Ársskýrsla 2016

Á sama hátt hafa lán til sífellt eldri lánþega aukist. Á meðan lán til lánþega undir 55 eru í takt við heildaraukninguna þ.e. hækkað 1,6 sinnum hafa lán til þeirra sem eru yfir 55 ára meira en fjórfaldast og til þeirra sem eru yfir 60 fimmfaldast. Að stórum hluta skýrist þetta af því að lánþegar eldast en ný lán til eldri námsmanna eru einnig tíðari en áður var. Mynd 20 Dreifing lána eftir aldri lánþega á verðlagi ársins 2016

55

Heildarútlán [milljarðar kr.]

50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 55-59 ára

Lán 2014

Lán 2015

60+

50-54 ára

45-49 ára

40-44 ára

35-39 ára

30-34 ára

25-29 ára

<25 ára

0

Aldur lánþega Lán 2007

Lán 2008

Lán 2009

Lán 2010

Lán 2011

Lán 2012

Lán 2013

Lán 2016

39


Á myndinni hér að neðan sést vel hve hátt hlutfall námslána er styrkur í formi affalla og góðra vaxtakjara. Hlutfallslegt núvirði lána dregst mikið saman eftir því sem lánsupphæð hækkar. Núvirði þeirra lána sem eru undir 2,5 m.kr. er yfir 83% að jafnaði en hlutfallið lækkar hratt sé lánið hærra. Fyrir lán á bilinu 7,5 – 10 m.kr. er núvirðið 53% m.ö.o. þá er að meðaltali um 47% af lánunum styrkur en núvirðið er rúmlega 20% sé lánið yfir 20 m.kr. og styrkur því tæplega 80%. Það eru afföllin þ.e. hvað fellur niður af láninu við andlát lánþega, sem hækka mest með hærra láni. Mynd 21 Hlutfall milli núvirðis og nafnvirðis eftir lánsupphæðum 55

100%

50

90%

Heildarútlán [milljarðar kr.]

45

80%

40

70%

35

60%

30

50%

25

40%

20

30%

15

20+ m.kr.

Heildarlán lánþega [milljónir kr.]

17,5-20 m.kr.

15-17,5 m.kr.

12,5-15 m.kr.

10-12,5 m.kr.

7,5-10 m.kr.

Afföll

5-7,5 m.kr.

40

Vaxtaafsláttur

2,5-5 m.kr.

Núvirði

0-2,5 m.kr.

Heildarlán lánþega [milljónir kr.]

20+ m.kr.

17,5-20 m.kr.

15-17,5 m.kr.

12,5-15 m.kr.

0%

10-12,5 m.kr.

0

7,5-10 m.kr.

10% 5-7,5 m.kr.

5 2,5-5 m.kr.

20%

0-2,5 m.kr.

10


Ársskýrsla 2016

Sé litið til aldurs lánþega má merkja sömu þróun þótt hún sé ekki jafn afgerandi. Þannig er núvirði lána til yngstu lánþeganna ríflega 70% af nafnverði og afföll sáralítil. Með aldri hækka afföllin og fyrir 50 ára og eldri er núvirðið á bilinu 35% til 50%. Mynd 22 Núvirði námslána miðað við aldur lánþega við töku láns 55

100%

50

90%

Heildarútlán [milljarðar kr.]

45

80%

40

70%

35

60%

30

50%

25

40%

20

30%

15

60+

55-59 ára

50-54 ára

45-49 ára

40-44 ára

35-39 ára

30-34 ára

25-29 ára

Vaxtaafsláttur

<25 ára

Núvirði

60+

Aldur lánþega

55-59 ára

50-54 ára

45-49 ára

0%

40-44 ára

0

35-39 ára

10% 30-34 ára

5 25-29 ára

20%

<25 ára

10

Aldur lánþega Afföll

41


Ef ný útlán ársins 2016 eru greind m.t.t. fyrri lána hvers lánþega má frekar greina áhrif lánsupphæða á núvirði lánsins. Séu fyrri lán undir 2,5 m.kr. er núvirði viðbótarláns um 80% af nafnvirði að jafnaði. Þetta hlutfall lækkar hins vegar skarpt og sé fyrra lán yfir 10 m.kr. þá er núvirðið um 12% og sé fyrra lán yfir 12,5 m.kr. er núvirðið um 5%. Þetta þýðir að af hverri milljón sem er veitt í lán eykst núvirðið um u.þ.b. 50.000 kr. Af þessari milljón má gera ráð fyrir að afskrifa þurfi um 830.000 kr. við andlát lánþega m.v. sömu forsendur. Munurinn, um 120.000 kr., er vaxtaafsláttur. Mynd 23 Núvirði viðbótarláns miðað við mismunandi lánastöðu lánþega 3.5

100% 90%

3.0

Ný útlán [milljarðar kr.]

80% 2.5

70% 60%

2.0

50% 1.5

40% 30%

1.0

20% 0.5

12,5+ m.kr.

Fyrri lán lánþega [milljónir kr.]

10-12,5 m.kr.

7,5-10 m.kr.

5-7,5 m.kr.

Afföll

2,5-5 m.kr.

42

Vaxtaafsláttur

0,5-2,5 m.kr.

Núvirði

0%

0-0,5 m.kr.

Fyrri lán lánþega [milljónir kr.]

12,5+ m.kr.

10-12,5 m.kr.

7,5-10 m.kr.

5-7,5 m.kr.

2,5-5 m.kr.

0,5-2,5 m.kr.

0-0,5 m.kr.

0.0

10%


Ársskýrsla 2016

Sömu þróun má sjá hjá lánþegum eftir aldri, þ.e. að eftir því sem lánþegi er eldri er núvirði nýrra lána sífellt minna. Þannig má ætla að núvirði láns til þess sem fer í nám eftir sextugt sé um 18% af láninu. Á árinu 2016 fengu 8 lánþegar komnir yfir sextugt lán hjá sjóðnum, 113 manns sem voru 50 til 59 ára og 526 manns sem voru á aldrinum 40 til 50 ára. Mynd 24 Núvirði viðbótarláns miðað við mismunandi lánastöðu lánþega 3.568

5

100% 90% 80%

3

70%

2.227

60%

1.400

50% 40%

2

30%

773

Milljarðar króna

4

20%

60+

55-59 ára

50-54 ára

45-49 ára

40-44 ára

35-39 ára

30-34 ára

25-29 ára

Vaxtaafsláttur

0%

<25 ára

Núvirði

8 60+

50-54 ára

45-49 ára

Aldur lánþega

10%

30 55-59 ára

83

166

40-44 ára

35-39 ára

30-34 ára

25-29 ára

<25 ára

0

360

1

Aldur lánþega Afföll

43


Styrkhlutfall ræðst af nokkrum breytum, þær helstu eru upphæð láns, aldur og áætlaðar ævitekjur. Þannig getur núvirði verið breytilegt á milli lánþega þótt lánsupphæð sé hin sama. Til þess að meta þennan breytileika voru lán sem byrjað er að greiða af skoðuð, en þeim fylgja tekjuupplýsingar, og jafnframt voru aldursáhrif takmörkuð með því að skoða aðeins lánþega undir fertugu. Ennfremur til þess að líkja eftir lánum til námsmanna sem hafa ekki hafið að greiða af lánum sínum var gert ráð fyrir 3 ára greiðsluhléi. Niðurstöðurnar sjást á myndinni hér að neðan en þar er nafnvirði láns í milljónum kr. (grá lína) borið saman við meðalnúvirði (rauð lína) og eitt staðalfrávik upp og niður frá því meðalnúvirði (grátt svæði) Niðurstaðan er sú að veiti LÍN lán þá eykst núvirðið að jafnaði en þó mun hægar en nafnvirði lánsins. Þá má lesa úr þessu að lán til námsmanns með meðaltekjur verður aldrei meira virði en um 6,5 m.kr. óháð því hversu hátt lánið er. Innan eins staðalfráviks eru um 68% lánþega og þá 16% fyrir ofan og neðan svæðið. Því má ætla að fyrir 84% námsmanna verði núvirðið aldrei hærra en 9 milljónir. Mynd 25 Nafnvirði lána, núvirði og dreifing núvirðis

44


Ársskýrsla 2016

Dreifing lánsupphæða hjá sjóðnum er mjög ójöfn. Til að varpa betur ljósi á stærðir í því samhengi vara lánum sjóðsins miðað við árslok 2016 raðað frá hæsta láni til lægsta láns. Síðan voru lánin lögð saman eftir þessari röð líkt og svarta línan sýnir á myndinni upp í 100% af lánasafninu. Það sama var gert fyrir áætlaða styrkupphæð þ.e. sá styrkur sem felst í hæsta láninu var lagður saman við styrkinn á næsthæsta láninu og svo koll af kolli frá vinstri til hægri með styrkinn sem felst í lægsta láninu lengst til hægri. Þá er styrkhlutfallið einnig sýnt með bláu línunni. Á myndinni má lesa: 1. Fyrir hæstu lánin er styrkhlutfallið nálægt 85% samanborið við 41% styrk að meðaltali fyrir heild arlánasafnið. 2. Fyrir lægstu lánin er styrkhlutfallið undir 5% samanborðið við 41% styrk að meðaltali fyrir heild arlánasafnið. 3. Efstu 5% skulda um 40 milljarða eða 18% af heildarútlánum sjóðsins og styrkurinn sem felst í þessum lánum er 28 milljarðar sem svarar til 72% styrkhlutfalls fyrir þann hóp og er um 30% af öllum styrkjum. 4. Efstu 20% skulda um 107 milljarða eða 47% af heildarútlánum og styrkurinn er 60 milljarðar eða 67% af heildarstyrkjum sem svarar til 58% styrkhlutfalls. 5. Til samanburðar eru lán til þeirra 20% sem skulda minnst um 7,5 milljarðar og styrkur 0,7 millj arðar eða um 9% styrkhlutfall og 0,7% af heildastyrknum í kerfinu. Mynd 26 Lánsupphæðir og styrkir eftir stærð lána

45


Viðauki Helstu breytingar á úthlutunarreglum skólaársins 2015 -2016:

1.

Lánað verður til eins árs til einkanáms í tónlist, þó með þeirri undantekningu að hafi nemandi hafið nám á árinu 2014-2015 fái hann að ljúka seinna árinu á lánum. Frá og með árinu 2016- 2017 verður einkanám í tónlist ekki lánshæft.

2.

Hámarkseiningafjöldi sem hægt er að fá lán fyrir verði 540 ECTS-einingar í stað 600 ECTS- ein- inga. Þetta þýðir að nemandi sem fer í grunnnám (180 ECTS), mastersnám (120 ECTS) og doktorsnám (120 ECTS) getur fengið lán sem nemur 9 námsárum með því nýta sér sameiginlegt svigrúm (120 ECTS).

3.

Aftur er tekin upp regla (stubbaregla) sem kemur til móts við námsmenn sem eru á lokaönn í námi og eiga eftir 12-21 ECTS-einingu. Það sama gildir fyrir nemendur sem geta einungis lokið 15-21 ECTS-einingum á önninni vegna skipulags náms eða mats á fyrra námi. Fá nemendur lán í hlutfalli við þær einingar sem þeir ljúka.

4.

Framfærslugrunnur námsmanna erlendis er uppfærður í samræmi við greiningu Analytica á fram- færslu erlendis. Gert er ráð fyrir að þar sem leiðrétta þurfi framfærslugrunninn til lækkunar verði það gert í áföngum. Þar sem leiðrétting er 10% eða minni, er hún framkvæmd öll á námsárinu 2015-2016. Í öðrum tilfellum er lækkuninni dreift á allt að þrjú námsár, þ.e. að leiðrétt verður sem nemur 10% fyrir námsárið 2015-16, 20% fyrir námsárið 2016-17 og það sem eftir stendur kemur til lækkunar að fullu á námsárinu 2017-18. Hins vegar er framfærslan erlendis hækkuð í einu skrefi þar sem hún var metin hærri en framfærslugrunnur LÍN.

5.

Lán vegna bókakaupa á Íslandi hækka úr 48.000 kr. í 78.000 kr. miðað við fullt nám, þ.e. 60 ECTS-einingar. Jafnframt verður lán vegna bókakaupa fært inn í framfærslugrunn LÍN. Lán vegna bókakaupa í námi erlendis taka mið af niðurstöðum Analytica í mati á nýjum fram- færslugrunni erlendis og færast inn í framfærslugrunninn.

6.

Gerðar eru grundvallarbreytingar á lánum vegna húsnæðiskostnaðar þannig að lán vegna hans taki betur mið af fjölskylduhögum og öðrum aðstæðum námsmanns. Þannig verður lánað mis- munandi mikið til húsnæðis eftir því hvort námsmaður (i) er einhleypur eða (ii) í skráðri sam- búð/ hjúskap, (iii) í skráðri sambúð með eitt barn á framfæri eða (iv) í skráðri sambúð með tvö eða fleiri börn á framfæri eða (v) einstætt foreldri með eitt barn á framfæri eða (vi) einstætt foreldri með tvö eða fleiri börn á framfæri.

7.

Þá er gert ráð fyrir því að tveir aðilar standi að framfærslu hvers barns. Ekki er hægt að fá lán til bæði framfærslu barns og meðlagslán með sama barninu. Upphæð framfærslulána barna tekur mið af meðlagsgreiðslum TR.

8.

Skiptinemar sem jafnframt eru styrkþegar vegna skiptináms eiga ekki rétt á framfærslu eins og hún er í námslandinu enda er styrknum ætlað að mæta breytingu á stöðu og högum námsmanns (m.a. Erasmus og Nordplus-styrkþegar).

9.

Ef nám er skipulagt líkt og læknisfræðinám, þ.e. samfellt nám lengra en 5 ár er heimilt að bæta við skólagjaldaláni á 6. árinu sem nemur 1,5 m.kr.

10.

Sérstök undanþága á frítekjumarki fyrir námsmenn í MBA, MPM og sambærilegu námi sem ekki er lánshæft til framfærslu, verður felld út þannig að sá hópur á ekki líka rétt á margföldu frítekju- marki á seinna ári námsins.

Uppgreiðsluafsláttur námslána verður miðaður við daglánavexti SÍ með 1% álagi.

46

11.


Ársskýrsla 2016

47


ÁRSREIKN INGUR 2016 Lánasjóður íslenskra námsmanna Kennitala: 710169-0989 Borgartúni 21, 105 Reykjavík

48


Ársskýrsla 2016

EFNISYFIRLIT Skýrsla og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra

50

Áritun óháðs endurskoðanda

51

Rekstrarreikningur

53

Efnahagsreikningur

54

Sjóðstreymi

56

Skýringar

57

49


Skýrsla og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra Ársreikningur Lánasjóðs íslenskra námsmanna byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Hann er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Starfsemin á árinu

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður af rekstri sjóðsins um 3.612 millj. kr. á árinu 2016. Heildareignir námu 191.299 millj. kr. í árslok. Heildarskuldir námu 100.091 millj. kr. og bókfært eigið fé 91.208 millj. kr. Ársverk hjá sjóðnum voru 29,17 á árinu 2016. Núvirði útlána í árslok 2016 nemur 146.312 millj. kr. sem er 37.178 millj. kr. lægra en bókfært verðmæti útlána. Ítarlegri útskýringu á þessu má sjá í skýringu 18. Áhættustýring

LÍN notar umgjörð samhæfðrar áhættustýringar til að tryggja að áhættur séu skilgreindar og að þeim sé stjórnað á skipulegan hátt til að ná hæfilegri fullvissu um að yfirsýn og skilningur á áhættum í starfsemi LÍN sé til staðar á hverjum tíma á öllum sviðum í starfseminni. Í fyrstu útgáfu áhættustefnu sem stjórn LÍN samþykkti í október 2016 miðast umgjörðin við rekstraráhættur LÍN sem eru í reglubundinni vöktun yfir árið en aðrar helstu áhættur hafa verið skilgreindar og eru mældar að lágmarki árlega, sjá nánar í skýringu 17. Stjórn og framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna staðfesta hér með ársreikning sjóðsins fyrir árið 2016 með undirritun sinni.

50


Ársskýrsla 2016

Áritun óháðs endurskoðanda Til stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Álit Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir árið 2016, í umboði Ríkisendurskoðunar. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2016, efnahag hans 31. desember 2016 og breytingu á handbæru fé á árinu 2016, í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur, og að skýrsla stjórnar hafi að geyma þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga komi þær ekki fram annars staðar í ársreikningnum. Grundvöllur álits Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt stöðlunum er nánar útskýrð í kaflanum um ábyrgð endurskoðenda. Við erum óháð sjóðnum samkvæmt ákvæðum siðareglna sem gilda um endurskoðendur á Íslandi og varða endurskoðun okkar á ársreikningi sjóðsins. Við uppfyllum jafnframt aðrar kröfur um starf okkar sem endurskoðendur í samræmi við ákvæði siðareglna." Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Stjórn og framkvæmdastjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er að sé til staðar varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Við gerð ársreikningsins ber stjórnendum félagsins að meta hæfi þess til áframhaldandi starfsemi. Stjórnendum ber að semja ársreikning félagsins á þeirri forsendu að um áframhaldandi starfsemi sé að ræða, nema stjórnendur ætli að leysa sjóðinn upp eða hætta rekstri hans, eða hafi ekki raunhæft val um annað en að hætta starfsemi sjóðsins. Stjórnendum sjóðsins ber að setja fram viðeigandi skýringar varðandi hæfi þess til áframhaldandi starfsemi ef við á og hvers vegna stjórnendur beita forsendunni um áframhaldandi starfsemi við gerð og framsetningu ársreikningsins. Stjórn skal hafa eftirlit með gerð og framsetningu ársreikningsins. Ábyrgð endurskoðenda á endurskoðun ársreikningsins Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka og gefa út áritun með áliti okkar. Nægjanleg vissa er mikil vissa en ekki trygging þess að endurskoðun, sem framkvæmd er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla, muni ávallt leiða í ljós alla verulega annmarka séu þeir til staðar. Annmarkar geta stafað af sviksemi eða mistökum og eru metnir verulegir ef þeir, einir og sér eða samanlagðir, gætu haft áhrif á fjárhagslegar ákvarðanir notenda sem grundvallaðar eru á ársreikningnum.

51


Áritun óháðs endurskoðanda frh. Endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegu mati og faglegri tortryggni. Við framkvæmum einnig eftirfarandi: Greinum og metum áhættuna af verulegum annmörkum, vegna sviksemi eða mistaka, og skipuleggjum endurskoðunaraðgerðir til að mæta þessari áhættu og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi grunnur fyrir áliti okkar. Áhættan af því að greina ekki verulega annmarka sem stafa af sviksemi er meiri en áhætta af annmörkum vegna mistaka, þar sem sviksemi getur stafað af fölsun, misvísandi framsetningu ársreiknings, að mikilvægum atriðum sé viljandi sleppt, samanteknum ráðum eða að innra eftirlit sé sniðgengið. Öflum skilnings á innra eftirliti sem er viðeigandi fyrir endurskoðun okkar í þeim tilgangi að hanna endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits sjóðsins. Metum hvort val stjórnenda á reikningsskilaaðferðum sé viðeigandi og hvort matsaðferðir þeirra séu raunhæfar. Einnig skoðum við hvort tengdar skýringar séu við hæfi. Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um áframhaldandi starfsemi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að veruleg óvissa ríki, ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum í ársreikningnum um óvissuna og ef þær upplýsingar eru ekki nægjanlegar að okkar mati, víkjum við frá fyrirvaralausu áliti. Niðurstaða okkar byggir á þeim endurskoðunargögnum sem við höfum aflað fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni leitt til þess að félagið verði ekki lengur rekstrarhæft. Metum framsetningu, gerð og innihald ársreikningsins í heild, að meðtöldum skýringum og hvort hann grundvallast á fyrirliggjandi færslum og atburðum og gefi glögga mynd samanber álit okkar. Við upplýsum stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem upp geta komið í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka í innra eftirliti ef við á. Reykjavík, 14. mars 2016 PricewaterhouseCoopers ehf

52


Ársskýrsla 2016

Rekstrarreikningur ársins 2016 Skýr.

2016

2015

Vaxtatekjur

6, 18

2,313,079

1,992,792

Verðbætur

18

4,526,712

4,187,862

137,499

168,584

6,977,290

6,349,238

Vaxtatekjur

Lántökugjöld á námslán

Vaxtagjöld Vaxtagjöld

18

3,672,959

3,670,598

Verðbætur

18

2,031,163

1,871,477

35,002

45,000

5,739,123

5,587,075

1,238,167

762,164

71,261

58,030

9,324

9,873

80,585

67,903

Lántökugjöld tekinna lána

Hreinar vaxtatekjur (vaxtagjöld)

Aðrar rekstrartekjur Tilkynningargjald Aðrar rekstrartekjur

Önnur rekstrargjöld Laun og launatengd gjöld

3

268,349

247,093

Annar rekstrarkostnaður

4

218,984

179,494

118,466

140,081

46,499

46,803

652,299

613,471

5,121,115

1,593,869

5,773,414

2,207,340

(4,454,662)

(1,377,273)

8,066,200

8,344,200

3,611,538

6,966,927

Vaxtastyrkir til námsmanna Afskriftir rekstrarfjármuna

5

Framlag á afskriftarreikning útlána

12

Halli án ríkisframlags

Framlag ríkissjóðs

Tekjuafgangur ársins

2

53


Efnahagsreikningur 31.desember 2016 Skýr.

2016

2015

7,637,732

4,142,400

Eignir

Handbært fé Sjóður og bankainnstæður

Útlán Gjaldfallnar afborganir og vextir útlána,önnur skuldabréf

6

7,997,575

6,230,573

Námslán 1976-1982

7

190,290

209,961

Námslán 1982-1992

8

20,045,790

21,245,981

Námslán 1992-2005

9

22,466,893

24,253,661

Námslán frá 2005

10

180,480,568

171,557,496

Markaðskjaralán

11

29,952

50,535

231,211,069

223,548,207

(47,721,239)

(43,007,810)

183,489,830

180,540,398

Afskriftarreikningur útlána

12

Aðrar eignir Rekstrarfjármunir

5

147,977

100,012

Ríkissjóður vegna jöfnunarstyrkja

13

0

237,630

Ríkissjóður viðskiptareikningur

14

0

48,480

23,334

9,166

171,311

395,288

191,298,873

185,078,086

Aðrar kröfur

Eignir alls

54


Ársskýrsla 2016

Efnahagsreikningur 31.desember 2016 Skýr.

2016

2015

97,704,669

95,270,754

1,902

0

79,326

0

Áfallnir vextir

2,247,060

2,177,937

Lánadrottnar

57,842

32,858

Skammtímaskuldir

2,386,130

2,210,795

Skuldir

100,090,799

97,481,550

91,208,074

87,596,536

191,298,873

185,078,086

Skuldir og eigið fé

Skuldir

Langtímalán Skuldir í íslenskum krónum, verðtryggð lán

16

Aðrar skuldir Ríkissjóður viðskiptareikningur Ríkissjóður vegna jöfnunarstyrkja

Eigið fé

Skuldir og eigið fé alls

13

15

55


Sjóðstreymi ársins 2016 Skýr.

2016

2015

3,611,538

6,966,927

46,499

46,803

2,031,163

1,871,477

(4,515,153)

(4,194,998)

5,121,115

1,593,869

6,295,162

6,284,078

(1,385,239)

(1,473,659)

4,909,923

4,810,419

(11,457,688)

(14,050,995)

9,734,809

8,866,652

(94,464)

(32,746)

(1,817,343)

(5,217,089)

7,000,000

9,000,000

(6,597,248)

(6,568,438)

402,752

2,431,562

Hækkun á handbæru fé

3,495,332

2,024,892

Handbært fé í ársbyrjun

4,142,400

2,117,508

Handbært fé í lok árs

7,637,732

4,142,400

Greiddir vextir af langtímaskuldum

3,549,997

3,484,245

Innborgaðir vextir af útlánum

1,460,851

1,276,894

313,406

165,335

Rekstrarhreyfingar Tekjuafgangur (halli) ársins

Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir rekstrarfjármuna

5

Verðbætur langtímalána Verðbætur námslána Framlag í afskriftarsjóð

12 Veltufé frá rekstri

Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum Handbært fé frá rekstri

Fjárfestingahreyfingar Veitt námslán Afborganir námslána Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum

5

Fjármögnunarhreyfingar Tekin lán Afborganir langtímalána

Aðrar upplýsingar

Innborgaðir vextir af bankainnistæðum

56


Ársskýrsla 2016

Skýringar 1. Mikilvægar reikningsskilaaðferðir

Grundvöllur reikningsskila a. Ársreikningur Lánasjóðs íslenskra námsmanna er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og settar reikningsskilareglur. Hann byggir á kostnaðarverðsreikningsskilum og er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Verðtrygging b. Verðtryggðar eignir og skuldir eru færðar miðað við vísitölur sem tóku gildi í ársbyrjun 2017. Útlán c. Útlán eru færð til eignar með verðbótum í árslok. Verðtryggð útlán eru færð miðað við vísitölur sem tóku gildi í ársbyrjun 2017. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld d. Vaxtatekjur eru tekjufærðar miðað við upphaflega ávöxtunarkröfu skuldabréfaeignar þegar gjalddagi er myndaður, þá eru áfallnir vextir tekjufærðir frá lokun skuldabréfs eða síðasta gjalddaga. Áfallnir dráttavextir eru tekjufærðir þegar ekki er óvissa um innheimtu þeirra. Lántaka e. Öll lán eru verðtryggð og eru áfallnar verðbætur og vextir færð upp í ársbyrjun 2017. Afskriftareikningur útlána f. Afskriftareikningur útlána er myndaður til að mæta fyrirsjáanlegum töpum á útlánum sjóðsins á líftíma útistandandi námslána. Námslán eru veitt til lengri tíma. Endanlegt útlánatap kemur oftast ekki í ljós fyrr en við lok endurgreiðslutíma. Eðli máls samkvæmt er matið því háð mikilli óvissu. Sömu aðferð er beitt við mat afskriftarreikningsins og beitt var á síðasta ári. Sérstakt reiknilíkan er notað við mat á því hve afskriftareikningurinn þarf að vera stór á hverjum tíma. Reiknilíkanið byggir m.a. á lánakjörum hinna ýmsu lánaflokka, forsendum um kaupmáttaraukningu, forsendum um þróun tekna eftir aldri og dánarlíkum. Rekstrarfjármunir g. Rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur hundraðshluti miðað við áætlaðan endingartíma eignanna þar til niðurlagsverði er náð. Áætlaður endingartími greinist þannig: Tölvubúnaður ...................................................................................................... 5 ár Húsbúnaður ......................................................................................................... 5 ár Skrifstofuáhöld, tæki ............................................................................................ 5 ár Handbært fé h. Til handbærs fjár í sjóðstreymi teljast sjóður og óbundnar innstæður á bankareikningum. 57


Skýringar 2. Framlag ríkisins

Fjárveitingar í fjárlögum 2016 til Lánasjóðs íslenskra námsmanna námu 8.066,2 millj. kr. 3. Starfsmannamál Ársverk voru 29,17 á árinu 2016 samanborið við 29,94 á árinu 2015 sem er lækkun um 0,77 stöðugildi eða um 2,6%. Laun- og launatengd gjöld hækka um 8,9% og laun- og launatengd gjöld á ársverk hækka um 11,8%. Á árinu 2016 hækkuðu laun vegna kjarasamninga um 6,5 - 7,2%. Launavísitala hækkaði um 11,4% á milli áranna 2015 og 2016. Þá hækkuðu laun starfsmanna á árinu vegna nýrra stofnanasamninga.

Laun Launatengd gjöld Áfallið orlof, breyting Lífeyrisskuldbinding LSR Laun og launatengd gjöld samtals Starfsmannakostnaður Laun, launatengd gjöld og starfsmannakostnaður samtals

2016

2015

211,113

192,008

48,518

44,730

959

2,596

0

0

260,590

239,334

7,759

7,758

268,349

247,093

Laun stjórnar og framkvæmdastjóra námu 22,7 millj. kr. á árinu, þar af laun framkvæmdastjóra um 15,3 millj. kr. og laun stjórnarformanns 2 millj. kr. 4. Annar rekstrarkostnaður

Annar rekstrarkostnaður hækkar að meðaltali um 22% milli ára. Veruleg hækkun varð á kostnaði við aðkeypta sérfræðiþjónustu, sem skýrist m.a. af lögfræðikostnaði og kaup á sérfræðiráðgjöf. Einnig varð veruleg hækkun á kostnaði við Málskotsnefnd sem skýrist af leiðréttingu á kostnaði nefndarinnar frá árinu 2014. Þá varð lækkun á kostnaði vegna þjónustugjalda banka.

2016

2015

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður

2,387

2,337

Sími, afnotagjöld, póstburðargjöld

22,182

22,135

Funda- og ferðakostnaður

1,315

927

Aðkeypt sérfræðiaðstoð

92,706

56,853

Rekstur og viðhald tölvukerfis

25,919

23,450

Húsnæðiskostnaður

40,983

37,821

Þjónustugjöld banka

13,447

25,014

Málskotsnefnd

14,677

7,107

Ýmiss kostnaður

58

5,369

3,850

218,984

179,494


Ársskýrsla 2016

Skýringar 5. Bókfært verðmæti og afskriftir rekstrarfjármuna

Skrifstofuáhöld Stofnverð í ársbyrjun Keypt á árinu

5,936

Húsbúnaður

Tölvubúnaður

63,486

723,287

Samtals 792,709

436

7,877

86,151

94,464

Stofnverð 31.12.2016

6,372

71,364

809,438

887,173

Afskrifað áður

5,696

58,404

628,597

692,697

Afskrifað á árinu

138

2,768

43,593

46,499

Afskrifað samtals

5,834

61,172

672,191

739,196

538

10,192

137,247

147,977

Bókfært verð 31.12.2016

6. Gjaldfallnar afborganir og vextir útlána, önnur skuldabréf

Áfallnir dráttarvextir fyrra árs eru ekki færðir. Ógreiddar afborganir eru alls 2.917 millj.kr þar af eru 1.984 millj.kr á kröfuvakt og í löginnheimtu. Þá eru 625 millj.kr. fruminnheimtu og 60 millj.kr. í milliinnheimtu og 248 millj. kr. í greiðsludreifingu.

Áfallnir vextir útlána Ógreiddar gjaldfallnar afborganir V-lána

2016

2015

4,465,945

3,860,179

10,004

6,825

Ógreiddar gjaldfallnar afborganir S-lána

392,749

288,387

Ógreiddar gjaldfallnar afborganir R-lána

681,655

542,986

Ógreiddar gjaldfallnar afborganir G-lána

1,832,429

922,790

614,794

609,405

7,998

6,231

Önnur skuldabréf

7. Námslán veitt 1976-1982

Eftirstöðvar námslána sem veitt voru á árunum 1976-1982 á grundvelli laga nr. 57/1976. Lánskjör: Verðtryggð en vaxtalaus lán. Endurgreiðsla er miðuð við mismunandi hlutfall af tekjum umfram tilteknar viðmiðunartekjur. Endurgreiðslur hefjast 3 árum eftir námslok og standa yfir í 20 endurgreiðsluár hið lengsta. Lánaflokkur V

2016

2015

Staða lánaflokksins í ársbyrjun

209,961

228,461

Gjaldfallið á árinu

(12,679)

(11,061)

(331)

(4)

Afskriftir vegna 20 ára reglu

(9,764)

(11,024)

Reiknaðar verðbætur ársins

4,251

4,576

Afskriftir tapaðra krafna

Afborganir af höfuðstóli

(1,148)

(988)

190,290

209,961

59


Skýringar 8. Námslán veitt 1982-1992

Eftirstöðvar námslána sem veitt voru á árunum 1982-1992 á grundvelli laga nr. 72/1982. Lánskjör: Verðtryggð en vaxtalaus lán. Endurgreiðsla er miðuð við 3,75% af útsvarsstofni. Endurgreiðslur hefjast 3 árum eftir námslok og standa yfir í 40 endurgreiðsluár hið lengsta. Lánaflokkur S

2016

2015

Staða lánaflokksins í ársbyrjun

21,245,981

22,378,795

Gjaldfallið á árinu

(1,242,520)

(1,276,726)

Afskrifað vegna látinna lánþega

(105,829)

(40,999)

Afskriftir tapaðra krafna

(25,676)

(7,313)

Reiknaðar verðbætur ársins

445,758

446,373

(271,924)

(254,149)

20,045,790

21,245,981

Afborganir af höfuðstóli

9. Námslán veitt 1992-2005

Eftirstöðvar námslána sem veitt voru á árunum 1992-2005 á grundvelli laga nr. 21/1992. Lánskjör: Verðtryggð lán með 1% vöxtum. Endurgreiðsla er 4,75% af útsvarsstofni. Endurgreiðslur hefjast 2 árum eftir námslok. Greiðslur af eldri námslánum frestast þar til lán samkvæmt þessum lögum eru að fullu greidd. Lánaflokkur R

2016

2015

Staða lánaflokksins í ársbyrjun

24,253,661

26,143,405

Gjaldfallið á árinu

(1,916,816)

(1,986,195)

Afskrifað vegna látinna lánþega

(37,159)

(14,942)

Afskriftir tapaðra krafna

(11,154)

(15,152)

Reiknaðar verðbætur ársins

478,223

495,238

(299,861)

(368,693)

22,466,893

24,253,661

Afborganir af höfuðstóli

60


Ársskýrsla 2016

Skýringar 10. Námslán veitt frá 2005

Eftirstöðvar námslána sem veitt hafa verið frá árinu 2005 á grundvelli laga nr. 21/1992, sbr. lög nr. 140/2004. Lánskjör: Verðtryggð lán með 1% vöxtum. Endurgreiðsla er 3,75% af samanlögðum útsvars- og fjármagnstekju-skattsstofni. Endurgreiðslur hefjast 2 árum eftir námslok. Lánaflokkur G

2016

2015

171,557,496

159,285,948

Veitt lán á árinu

11,457,688

14,050,995

Gjaldfallið á árinu

(4,914,786)

(4,073,076)

(112,237)

(63,648)

(40,022)

(13,184)

3,592,158

3,254,955

(1,059,728)

(884,494)

180,480,568

171,557,496

Staða lánaflokksins í ársbyrjun

Afskrifað vegna látinna lánþega Afskriftir tapaðra krafna Reiknaðar verðbætur ársins Afborganir af höfuðstóli

11. Markaðskjaralán

Markaðskjaralán voru veitt vegna skólagjalda í sérnámi og grunnháskólanámi erlendis þar sem ekki eru veitt námslán vegna skólagjalda á hefðbundnum kjörum.

2016

2015

50,535

71,200

(15,347)

(11,269)

Afskrifað vegna látinna lánþega

0

(2,251)

Afskrifað á árinu

0

(999)

(5,237)

(6,145)

29,952

50,535

Staða í ársbyrjun Gjaldfallið á árinu

Reiknaðar verðbætur á árinu

61


Skýringar 12. Afskriftareikningur útlána

Gert hefur verið reiknilíkan sem metur hve hár afskriftareikningur þarf að vera á hverjum tíma. Helstu þættir í þessum útreikningum eru lánakjör hinna ýmsu lánaflokka, forsendur um kaupmáttaraukningu, forsendur um þróun tekna eftir aldri og dánarlíkur. Í forsendum fyrir reiknilíkanið er gert ráð fyrir að hlutfall gjaldþrota hjá greiðendum sé 2016: 0,30% (2015: 0,30%, 2014: 0,30%) og hlutfall veittra undanþága frá endurgreiðslum sé 4% (2015: 4%, 2014: 4%). Samkvæmt reiknilíkani er afskriftarframlagið metið alls 4.713,4 millj.kr. Í afskriftarreikningi útlána er einnig tekið tillit til krafna sem eru komnar á kröfuvakt til viðbótar þeim kröfum sem áður hafði verið gert ráð fyrir með framlagi. Það er gert með sértæku framlagi sem er 90% af kröfum á kröfuvakt, alls 1.652 millj.kr (2015: 1.581 millj.kr.) og eru breytingar á framlaginu á milli ára dregnar frá afskriftarframlaginu, þar af eru 71,5 millj. kr. á árinu 2016.

Afskriftareikningur útlána í ársbyrjun

2016

2015

43,007,810

41,637,307

Endanlega töpuð útlán á árinu

(407,686)

(223,367)

Almennt framlag í afskriftareikning, gjaldfært á árinu

5,049,619

1,306,040

71,496

287,829

47,721,239

43,007,810

Sértækt framlag v.kröfuvaktar, gjaldfært á árinu Afskriftareikningur útlána í árslok

Veruleg breyting varð á almenna framlaginu í afskriftarreikningi á árinu 2014 vegna breytinga á þremur grunnforsendum fyrir útreikning á framlagi. Á árinu 2014 varð breyting á hlutfalli gjaldþrota hjá greiðendum og hlutfalli veittra undanþága frá endurgreiðslum. Greining hefur verið gerð á þessum hlutföllum reglulega sem hluti af áhættugreiningu sjóðsins og til þess að meta hvort hlutlæg vísbending sé til staðar fyrir virðisrýrnun útlána. Lán án ábyrgða vega sífellt stærri hluta af útlánasafninu þar sem hætt var að krefjast ábyrgðamanna á námslánum eftir mitt ár 2009, í framhaldi af lagabreytingu þar sem hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán. Í lok árs 2016 má ætla að þau séu um 112 milljarðar (2015: 107 milljarðar 2014: 90 milljarðar) eða um 49% 2016 (2015: 45%, 2014: 40%) af lánasafninu. Í framtíð á eftir að koma betur í ljós hversu mikið tap verður vegna vanskila á lánum án ábyrgða og áhrif þess á sjóðinn en hlutfall gjaldþrota hjá greiðendum um áramót 2016 er orðið 0,23% (2015: 0,36, 2014: 0,30%). Í byrjun árs 2017 lágu upplýsingar fyrir hjá LÍN að veittar undanþágur frá afborgun af lánum væru að minnka og hlutfall þeirra væru komið í 2,63% á árinu 2016 (2015: 2,98%, 2014: 4%). Í reiknilíkani þarf að gefa sér forsendur um hverjar afborganir þeirra verði sem ekki hafa hafið endurgreiðslur lána. Á undanförnum árum hefur verið miðað við meðalafborgun S-lána. Vægi S-lána er stöðugt að fara minnkandi í lánasafni og því var gerð breyting á árinu 2014 að breyta viðmiðinu í meðalafborgun allra lána uppfært til verðlags um áramót. Þessi meðalafborgun lána í hlutfalli við útlán hefur farið lækkandi síðastliðin ár. Sú breyting endurspeglast í afskriftarreikningi útlána hverju sinni.

62


Ársskýrsla 2016

Skýringar 13. Jöfnunarstyrkir

Jöfnunarstyrkir eru veittir samkvæmt reglugerð nr. 692/2003. Um er að ræða dvalarstyrki til framhaldsskólanema sem ekki geta sótt framhaldsskóla í heimabyggð. Akstursstyrkir eru veittir til framhaldsskólanema sem sækja skóla fjarri lögheimili. Sjóðurinn hefur umsýslu með jöfnunarstyrkjum. Fjárveiting ársins 2016 vegna þessara styrkja voru 621,5 millj. kr. Greitt frá ríkissjóði á árinu 2016 voru 859,3 millj.kr., þar af voru 237,6 millj.kr. vegna fyrra árs. Þóknun sjóðsins nemur 1,5% af árlegu framlagi úr ríkissjóði og er færð undir liðinn aðrar tekjur.

2016

2015

237,630

(41,429)

(859,258)

(300,000)

10,873

73,960

522,466

495,226

Endurgreiddir jöfnunarstyrkur vegna 2015

(360)

0

Þóknun til Lánasjóðsins

9,323

9,873

(79,326)

237,630

Staða viðskiptareiknings í ársbyrjun Móttekið framlag frá ríkissjóði Veittir styrkir til skólaaksturs Veittir jöfnunarstyrkir

Staða viðskiptareiknings í árslok

14. Viðskiptareikningur ríkissjóðs

Í árslok 2016 nam skuld sjóðsins við ríkissjóð 1,9 millj. kr. en í ársbyrjun var eign að fjárhæð 48,5 millj. kr. Staðan við ríkissjóð hefur því lækkað um 50,3 millj. kr. á árinu.

Staða í ársbyrjun Ríkisframlag Greitt úr ríkissjóði Staða í árslok

2016

2015

48,480

31,848

8,066,200

8,344,200

(8,116,582)

(8,327,568)

(1,902)

48,480

15. Yfirlit um breytingu á eigin fé

Bókfært eigið fé nemur 91.208,1 milljónum kr. í árslok.

2016

Eigið fé í ársbyrjun Tekjuafgangur ársins Eigið fé í árslok

87,596,536 3,611,538 91,208,074

63


Skýringar 16. Yfirlit um langtímaskuldir og vaxtakjör

Öll langtímalán sjóðsins voru upphaflega frá Endurlánum ríkissjóðs. Lánin eru alls 62 þar af eru 16 til 15 ára og 46 til 25 ára. Þau eru verðtryggð með föstum vöxtum. Breyting var gerð á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997, með síðari breytingum, sem tók gildi 1. janúar 2017 þar sem breytingar á lögunum lúta m.a. að því að gera lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sjálfbæran. Til að fjármagna kostnað ríkissjóðs vegna þessa var ákveðið að framselja stóran hluta lánasafns ríkissjóðs vegna LÍN til LSR. Engar breytingar voru gerðar á lánunum að öðru leyti en því að uppsagnarákvæði skuldabréfanna var felld út og greiðast nú afborganir af skuldabréfunum til LSR í stað Endurlána ríkissjóðs.

2016

Ríkissjóður, verðtryggð með vísitölu neysluverðs (vextir 2,9-6,4%)

35,431,748

LSR, verðtryggð með vísitölu neysluverðs (vextir 2,3-4,3%)

62,272,921 97,704,669

Afborganir langtímaskulda greinast þannig á næstu ár: Afborganir 2017

6,519,362

Afborganir 2018

6,120,459

Afborganir 2019

5,633,880

Afborganir 2020

5,116,627

Afborganir 2021

4,713,900

Síðar

69,600,440

Langtímaskuldir, þ.m.t. næsta árs afborganir

97,704,669

64


Ársskýrsla 2016

Skýringar 17. Áhættustýring

LÍN stendur frammi fyrir áhættum í starfsemi sinni sem tengjast markmiðum og hlutverki LÍN. Umgjörð samhæfðrar áhættustýringar setur ramma um feril áhættustýringar sem er á ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra LÍN. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð gagnvart stjórn á að þróaðar séu aðferðir við að greina, meta, mæla og stýra áhættum í starfseminni ásamt viðeigandi upplýsingagjöf og viðbrögðum. Innleiðing samhæfðrar áhættustýringar hjá LÍN hófst með áhættustefnu dags. 25.10.2016. Áhættustefnan miðast við rekstraráhættur LÍN sem eru í reglubundinni vöktun yfir árið en aðrar helstu áhættur hafa verið skilgreindar og eru mældar að lágmarki árlega. Það eru eftirfarandi áhættur: Útlánaáhætta/innheimtuáhætta

Útlánaáhætta/innheimtuáhætta sem sjóðurinn ber vegna lánveitinga til námsmanna og krafna á fjármálastofnanir, ef viðskiptavinur sjóðsins uppfyllir ekki samningsbundnar skyldur sínar gagnvart sjóðnum. Nánar má sjá áhrif af þessari áhættu í skýringu 12. Endurgreiðsluáhætta

Endurgreiðsluáhætta felst í því að lán fáist ekki endurgreidd þar sem endurgreiðslur eru háðar tekjum og undanþágur fyrir greiðslum eru heimilar samkvæmt ákveðnum reglum. Einnig fellur lán niður við andlát lánþega. Með hækkandi námslánum til einstaklinga eykst endurgreiðsluáhætta LÍN. Nánar má sjá áhrif af þessari áhættu í skýringu 12. Vaxtaáhætta

Vaxtaáhætta er markaðsáhætta sem felst í því að LÍN geti ekki endurspeglað eigin fjármögnunarkjör í útlánum sínum til námsmanna. Þannig er LÍN rekið með neikvæðum vaxtamun og þessi neikvæði vaxtamunur lækkar núvirði útlánanna. Nánar má sjá áhrif af þessari áhættu í skýringu 18. Verðtryggingaráhætta

Verðtryggingaráhætta er rakin til mismunar á verðtryggðum eignum og skuldum. Þar sem stærstur hluti af eignum og skuldum LÍN er verðtryggður er að öllu jöfnu nokkurt jafnvægi milli verðtryggðra eigna og skulda á hverjum tíma. Nánar má sjá áhrif af þessari áhættu í skýringu 18.

65


Skýringar 17. Aðrar upplýsingar Núvirði útlána

Útlánaflokkar sjóðsins eru fjórir með mismunandi lánakjörum. V-lán og S-lán eru verðtryggð en bera ekki vexti. R-lán og G-lán eru einnig verðtryggð en bera 1% vexti. Vextir af lánum sem standa sjóðnum til boða og tekin hafa verið til fjármögnunar sjóðsins eru mun hærri en vextir af námslánum. Reiknað hefur verið út núvirði útlána sjóðsins í árslok 2016 miðað við 3,60% (2015: 3,69, 2014: 3,79%, 2013: 3,88%) ávöxtunarkröfu en sú ávöxtunarkrafa samsvarar meðalvöxtum langtímalána sem sjóðurinn hefur að láni hjá Endurlánum ríkissjóðs. Niðurstaða útreikninganna er sú að núvirði útlána er 146.312 millj.kr. í árslok 2016 (2015:140.835 millj.kr., 2014: 132.918 millj.kr., 2013: 129.378 millj.kr.) en bókfært verðmæti útlána að frá dregnum afskriftareikningi útlána er 183.490 millj.kr. (2015: 180.540 millj.kr., 2014: 171.453 millj.kr., 2013: 168.189 millj. kr.) Mismunurinn, 37.178 millj. kr. (2015: 39.705 millj. kr., 2014: 38.535 millj.kr., 2013: 38.811 millj. kr.) endurspeglar þann viðbótarkostnað sem fylgir því að reka sjóðinn miðað við ofangreindar forsendur út lánstíma núverandi útlána. Kostnaði sjóðsins af því að lána út á lægri vöxtum en sjóðurinn býr við varðandi fjármögnun, er þannig dreift á lánstíma útlánanna. Vaxtatekjur, vaxtagjöld og verðbætur

Námslán V, S, R og G eru öll verðtryggð en eingöngu R og G lán eru með 1% vöxtum. V og S eru vaxtalaus lán. Langtímalán sjóðsins eru öll verðtryggð með föstum vöxtum á bilinu 2,3 - 6,4%. Þar sem langtímlán sjóðsins eru með hærri vexti en útlán sjóðsins er vaxtamunur neikvæður miðað við bókfært verð útlána og langtímalána í lok árs 2016 og 2015. Á árinu 2016 hækkaði vísitala neysluverðs um 2,1% en á árinu 2015 um 2,0% og á árinu 2014 var hækkun vísitölunnar 1,0%. Þar sem útlán eru að hærri fjárhæð en langtímalán sjóðsins hefur breyting verðbóta meiri áhrif á rekstrartekjur en rekstrargjöld. Þar af leiðandi eru nettó verðbætur í lok árs 2016 að fjárhæð 2.495,5 millj.kr. en í lok árs 2015 2.316 millj.kr. og í lok árs 2014 1.120 millj.kr.

66


Ársskýrsla 2016

Skýringar Fimm ára yfirlit í millj. kr.

Á verðlagi hvers árs

2016

2015

2014

2013

2012

Hreinar vaxtatekjur

1,238

762

(533)

2,161

2,468

Aðrar rekstrartekjur

81

68

59

50

41

Önnur rekstrargjöld

(652)

(613)

(659)

(639)

(627)

Framlag á afskriftareikn. útlána

(5,121)

(1,594)

(7,869)

(3,088)

(2,355)

Tekjuhalli án ríkisframlags

(4,455)

(1,377)

(9,002)

(1,516)

(473)

Ríkisframlag

8,066

8,344

8,359

8,486

8,032

Tekjuafgangur (halli) ársins

3,612

(6,967)

(643)

6,970

7,559

7,638

4,142

2,118

1,009

1,274

Útlán

231,211

223,548

213,090

202,213

184,861

Afskriftareikningur útlána

(47,721)

(43,008)

(41,637)

(34,024)

(31,231)

171

395

153

144

172

191,299

185,078

173,723

169,342

155,076

97,705

95,271

90,968

86,066

78,923

2,386

2,211

2,126

2,004

1,851

100,091

97,482

93,093

88,069

80,774

91,208

87,597

80,630

81,273

74,303

191,299

185,078

173,723

169,342

155,076

Rekstur

Efnahagur

Handbært fé

Aðrar eignir Eignir alls

Langtímaskuldir Aðrar skuldir Skuldir alls Eigið fé Skuldir og eigið fé alls

67


68


Ársskýrsla 2016

69


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.