5 minute read

AÐ FARA Á SVONA

MÓT VAR ALLTAF HÁPUNKTUR SUMARSINS!

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Advertisement

Fæðingardagur og ár? fædd 8. ágúst 2001

Fjölskylduhagir? Í sambandi

Staða á vellinum? Miðjumaður

Ferill sem leikmaður?

Uppalin í FH, fór yfir í Breiðablik þegar ég var 16 ára og beint út í atvinnumennsku 19 ára til Bayern Munich í Þýskalandi.

Hvaða titla hefur þú unnið? Í meistaraflokki hef ég orðið Íslandsmeistari tvisvar sinnum og Bikarmeistari einu sinni. Ég hef orðið Þýskalandsmeistari tvisvar sinnum.

Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með? Glódís Perla og Linda Dallmann.

Erfiðasti andstæðingurinn?

Georgia Stanway á æfingum, bæði frábær leikmaður og rosalega gróf.

Hver eru markmið þín í fótboltanum?

Núna í dag er það í rauninni bara að reyna komast sem lengst sem fótboltakona. Markmið með landsliðinu er klárlega að komast á HM.

Besti þjálfari sem þú hefur haft og afhverju?

Pabbi minn, þekkir mig best af öllum og veit hvað gerir mig að betri leikmanni.

Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri? Gylfi Sig

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Reitur eða skot. Brassi líka í miklu uppáhaldi.

En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Upphitun eða löng taktík.

Mestu vonbrigði á ferlinum?

Ég gat ekki tekið þátt í umspilinu fyrir HM vegna meiðsla svo að sjá þann draum fara út um gluggann í gegnum sjónvarpið heima voru mikil vonbrigði.

Stærsta stund á þínum ferli?

Spila á EM.

Hvernig er hefðbundinn leikdagur hjá þér?

Fer eftir hvenær leikurinn er. Ég er voða róleg á leikdegi, passa bara að borða rétt og fara í göngutúr eða einhverskonar hreyfingu áður.

Ertu hjátrúafull fyrir leiki?

Nei, ekki neitt.

Veldu einn markmann, einn varnarmann, einn miðjumann og einn sóknarmann sem þú værir til í að vera með í þínu liði?

Cecilía Rán í marki, Glódís Perla í vörn, Alexandra Jóhanns á miðju og Sveindís Jane í sókn.

Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta? Ég hef gaman að matreiðslu.

Fórst þú á TM mótið í Eyjum þegar þú varst yngri? Og ef já, hvernig fannst þér og með hvaða liði spilaðir þú?

Já með FH, mér fannst það ekkert smá gaman. Að fara á svona mót þegar maður var yngri var alltaf hápunktur sumarsins!

Hvað þurfa krakkar sem eru að leggja leið sína á TM-og eða Orkumótið í Eyjum að gera til þess að ná langt í fótbolta?

Í raun bara að hugsa vel um sig og æfa vel. Leggja sig alltaf allan fram í æfingar og leiki og muna að hafa ótrúlega gaman á meðan.

Hjá hvaða liði hafa verið þínir bestu tímar á ferlinum?

Ég á erfiða og góða tíma með öllum liðunum sem ég hef spilað með. Ég held ég segi bara að ég hafi átt mína bestu tíma með íslenska landsliðinu enda eru það alveg magnaðir karakterar sem ég spila með þar.

Hver er sterkasta deild sem þú hefur spilað í? Bundesliga í Þýskalandi

Eitthvað að lokum?

Njótið þess að spila á TM mótinu og gangi ykkur rosalega vel!

Lydia Bj Rk Ragnarsd Ttir

S Ley R Sa Sigurj Nsd Ttir

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, Pæjumótið í fyrra og tvisvar á mót með bróðir mínum

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Karólína Lea og Sveindís Jane

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?

14 því það var dregið fyrir mig

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Frammi

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Liverpool ekki Man U

Hekla Bj Rk

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég hef komið oft og mörgum sinnum. Ég er ¼ Vestmanneyingur

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?

Sveindís Jane og Sandra þegar hún var að spila

Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 10 útaf því að afmælismánuðurinn minn er númer 10

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Vörn og hægri kannt

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Manchester United

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?

Já í fyrra á TM mótið með eldri stelpunum og 1x í fjölskyldu fríi.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Glódís Perla og Karólína Lea. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?

Númer 4 því ég á afmæli 4.júní og Glódís er númer 4 og allir hörðustu leikmennirnir eru númer 4.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Skemmtilegast að spila djúpa miðju og miðju.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Liverpool og Man United.

Svanfr Ur Lilja S Mundsd Ttir

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?

Já, þegar mamma mín átti afmæli árið 2019. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?

Sveindís Jane Jónsdóttir. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?

33, út af því það er ótrúlega flott tala.

Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?

Miðju og kant.

Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?

Það er auðvitað besta liðið, Liverpool.

Opnunartími sundlaugarinnar yfir TM mótið

Mánudag: 06:30-21:00

Þriðjudag: 06:30-21:00

Miðvikudag: 06:30-21:00

Fimmtudag: 06:30-21:00

Föstudag: 06:30-21:00

Laugardag: 09:00-18:00

Sunnudag: 09:00-18:00

Velkomnar til Vestmannaeyja!

Mj G Mikilv Gt

AÐ HAFA ÓBILANDI TRÚ Á SJÁLFUM SÉR Jón Ingason

Fæðingardagur og ár? 21. september 1995.

Fjölskylduhagir?

Sambúð með Tönju Rut Bjarnþórsdóttur.

Staða á vellinum? Varnarmaður, nánar tiltekið miðvörður.

Ferill sem leikmaður? Hef spilað með uppeldisfélaginu ÍBV stærstan hluta af mínum knattspyrnuferli en spilaði með Grindavík í þrjú tímabil frá 20172020. Spilaði einnig fyrir háskólalið Virginia Tech, VT Hokies, í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á sama tíma og ég stundaði nám þar á árunum 20172020. Einnig hef ég spilað fyrir yngri landslið Íslands og á 9 leiki í heildina með U-19.

Hvaða titla hefur þú unnið? Ég á ennþá eftir að vinna stóran titil á mínum knattspyrnuferli en er fullviss um að það muni gerast á seinni árum ferilsins.

Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með? Þeir eru nokkrir sem koma upp í hugann. David James, Albert Guðmundsson, George Baldock og margir fleiri en ég verð að velja Eið Aron Sigurbjörnsson, liðsfélaga minn og kollega í vörninni hjá ÍBV.

Erfiðasti andstæðingurinn? Skapið hjá sjálfum mér á yngri árunum.

Hver eru markmið þín í fótboltanum? Persónulega er það að njóta þess að fá að gera það sem ég elska eins lengi og ég get. Svo er það langþráður draumur og markmið að lyfta stórum titli með ÍBV.

Besti þjálfari sem þú hefur haft og af hverju? Ég hef verið mjög lánsamur að fá að vinna með mörgum frábærum þjálfurum á mínum ferli en ég verð að segja Hermann Hreiðarsson vegna þess að hann nær því besta út úr mér.

Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri?

Faðir minn Ingi Sigurðsson.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Vinna.

En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Tapa. Mestu vonbrigði á vellinum?

Tap í bikarúrslitaleik með ÍBV árið 2016.

Stærsta stund á þínum ferli?

Fyrsti Evrópuleikurinn með ÍBV út í Serbíu gegn

Rauðu Stjörnunni í Belgrad fyrir framan 40 þúsund blóðheita Serba.

Hvernig er hefðbundinn leikdagur hjá þér?

Mjög misjafnt en reyni yfirleitt að vakna snemma á leikdegi, borða jafnt og þétt yfir daginn og mæta tímanlega í leik.

Ertu hjátrúafullur fyrir leiki?

Já myndi segja það en það hefur minnkað með árunum.

Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta?

Já ég reyni að spila eins mikið golf og ég get.

Fórst þú oft á Orkumótið í Eyjum?

Já ég var svo heppinn að fá að taka nokkrum sinnum þátt á Orkumótinu eða Shellmótinu eins og það hét á þeim tíma. Frábærar minningar.

Hvað þurfa krakkar sem eru að leggja leið sína á TMog Orkumótið í Eyjum að gera til þess að ná langt í fótbolta?

Mín ráð til þeirra sem vilja ná langt í fótbolta er einfaldlega að æfa vel, vinna í bæði styrkleikum sem og veikleikum, hugsa vel um sig og hafa óbilandi trú á sjálfum sér.

Hjá hvaða liði hafa verið þínir bestu tímar á ferlinum?

Ég hef átt mína bestu tíma á ferlinum með ÍBV en verð líka að nefna tíma minn hjá Grindavík.

Hver er sterkasta deild sem þú hefur spilað í? Undankeppni Evrópudeildarinnar.

Eitthvað að lokum?

Óska öllum á bæði TM- og Orkumótinu góðrar skemmtunar og góðs gengis.

This article is from: