
2 minute read
TM Mót 2023

Foreldrar og systkini greiða 1.000kr aðgangseyri miðvikudag og fimmtudag
Advertisement
BRÍET FJÓLA BJARNADÓTTIR:
Tm M Tsmeistari Ri 2022
SKORAÐI SIGURMARKIÐ Í ÚRSLITALEIKNUM
Í fyrra varð KA TM mótsmeistari þegar þær sigruðu Breiðablik í æsispennandi úrslitaleik 1-0. Það var Bríet Fjóla Bjarnadóttir sem gerði sigurmarkið í síðari hálfleik. Við tókum létt spjall við Bríeti Fjólu og hennar upplifun af TM mótinu.

Hvaða stöðu spilar þú helst? Ég spila mest frammi og á miðju, en fer líka stundum á kant.
Númer hvað spilaru og er einhver sérstök ástæða fyrir þeirri tölu?
Í KA spila ég í númer 13. Við drógum þrjár tölur og máttum velja eina af þeim. Ég valdi 13 af því að það er happatalan hans afa.
Hver er þín helsta fyrirmynd í fótboltanum?
Messi hefur verið fyrirmyndin mín síðan ég var lítil en Sveindís er það líka núna.
Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður (fyrir utan að keppa á TM móti)? Ef já, þá hvenær?
Þegar ég var eins árs fórum við í dagsferð til Vestmannaeyja, ég man samt ekkert eftir því.
Hvernig fannst þér að koma til Eyja og hvað er það helsta sem stóð upp úr?
Mér finnst æðislegt að koma til Eyja á TM mótið. Það er alltaf lang skemmtilegast að keppa en líka geggjað að spranga, fara í sund og vera með stelpunum.
Með hvaða liði heldur þú í enska boltanum?
Ég held með Manchester United.
Nú skoraðir þú sigurmarkið í úrslitaleiknum í fyrra, hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði leikinn af?
Það var geggjað! Liðið sem ég var í á TM mótinu 2021 vann líka mótið þá og markmiðið okkar í fyrra var að vinna aftur og það var geggjað þegar við náðum því.
Eitthvað að lokum?
Mér finnst TM mótið lang skemmtilegasta stelpumótið sem er haldið á Íslandi og ég vildi að ég gæti komið aftur.
Gangi ykkur vel stelpur!

Str S Birna H Lmsteinsd Ttir


JÓHANNA S. KRISTMUNDSDÓTTIR
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já hvenær?
Já, á Pæjumótið 2022
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Sveindís Jane og Glódís Perla
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Númer 11, af því að ég er fædd 11. janúar 2011
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Á miðjunni og hægri kanti.
Hvað er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum?
Liverpool
Klara D Gg Tryggvad Ttir
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Hef farið tvisvar á Eyjamótið og einu sinni með afa og ömmu - afi er úr Eyjum
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Karólína Lea
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Númer 9, ég á afmæli 9 október
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Skemmtilegast að vera í vörn
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool
B Ra Ingibj Rg Leifsd Ttir

Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég hélt uppá 6 ára afmælið mitt á þjóðhátíð einu sinni.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Glódís Perla og Sveindís Jane, en það var Sara Björk.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 6 - ég vildi fá númer 6 þegar ég var 6 ára.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðju
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Manchester United
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já. Ég kom á síðasta TM mótið. Ég hef líka farið oftar til Vestmannaeyja bara til að skoða. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane Jónsdóttir
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 3. Allir bræður mínir hafa verið númer 3. Gylfi bróðir minn spilaði í treyju númer 3 fyrir meistaraflokk Selfoss.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Hægri Kantur.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Manchester United
STELPURNAR OKKAR Í 5. FLOKKI
Fyrstu leikir ÍBV liðanna sem fara fram á fimmtudag
1 2
15:00
16:20
- Valur
- RKV
13:40
15:00
16:20
- Fjölnir 4
- Selfoss
- Snæfellsnes
1
1
4
2
3