Hér gefur að líta stefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir tímabilið 2016-2019. Við mótun hennar var lagt kapp á að virkja félagsmenn og starfsmenn til þátttöku og leitað var álits hagsmunaaðila og sérfræðinga. Stefnan tekur mið af gildandi stefnu félagsins, niðurstöðum fjölda funda og vandlegri rýni stjórnar félagsins. Hún tekur einnig mið af lögum og reglugerðum sem lúta að starfseminni, samningum við opinbera aðila og öðrum skuldbindingum. Þá var álits leitað hjá ýmsum hagsmunaðilum, forsvarsmönnum stofnana og sérfræðingum við vinnuna.
Það er stjórnar félagsins að niðurstaðan endurspegli vel þann sameiginlega metnað sem einkennir starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar.