Sumar í Húnabyggð

Page 1

SUMAR Í HÚNABYGGÐ

EFNISYFIRLIT USAH bls. 3 / Skotfélagið Markviss bls. 4 / Bókasafnið á Blönduósi bls. 6 / Frjálsíþróttadeild Hvatar bls. 8 / Sumarfjör bls. 10 Vinnuskóli bls. 14 / TextílLab bls. 16 / Knattspyrnudeild Hvatar bls. 18 / Golfklúbburinn Ós bls. 20 / Lesum í sumar bls. 22
2023

SUMAR Í

HÚNABYGGÐ

Í þessum bækling er að finna allar helstu upplýsingar um Íþrótta- og tómstundastarf í sveitarfélaginu sumarið 2023. Í Húnabyggð er fjölbreytt úrval af afþreyingu og útivistarmöguleikum fyrir unga sem aldna.

Meðal viðburða í Húnabyggð sumarið 2023 eru:

9.-11.júní Prjónagleði: Dagskrá og upplýsingar um hátíðina má finna á www.textilmiðstöð.is.

17.-18.júní Smábæjaleikar: Allar upplýsingar á heimasíðu mótsins www.hvot.torneopal.com.

13.-16.júlí Húnavaka: Dagskrá og aðrar upplýsingar um hátíðina er að finna á facebooksíðu hátíðarinnar www.facebook.com/hunavaka.

26.ágúst: Haldið upp á 125 ára afmæli gömlu Blöndubrúarinnar.

Útgefandi: Húnabyggð

Ábyrgðarmaður: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-,

íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar

Netfang: kristin@hunabyggd.is

Ljósmyndir: Róbert Daníel Jónsson og ýmsir

Sumar í Húnabyggð / 2

USAH

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga  (USAH) var stofnað 30. mars árið 1912.

Aðildarfélög USAH eru 10 talsins og er unnið öflugt íþróttastarf í allri sýslunni af aðildarfélögum sambandsins.

Aðildarfélög USAH eru:

Ungmennafélag Bólstaðarhlíðarhrepps

Ungmennafélagið Geislar

Ungmennafélagið Hvöt

Ungmennafélagið Fram

Golfklúbburinn Ós

Golfklúbbur Skagastrandar

Hestamannafélagið Neisti

Hestamannafélagið Snarfari

Júdófélagið Pardus   Skotfélagið Markviss

USAH stendur fyrir nokkrum viðburðum  sumarið 2023 líkt og fyrri ár og eru þeir  eftirfarandi:

4. júlí 2023: Barnamót USAH á Blönduósvelli

11.-12. júlí 2023: Héraðsmót USAH í  frjálsum íþróttum á Blönduósvelli.

15. júlí 2023: Blönduhlaup USAH á  Blönduósi.

Viðburðirnir eru opnir öllum og hægt verður  að finna frekari upplýsingar um hvern og einn viðburð á facebooksíðu USAH.

Einnig verður boðið upp á ýmsa fyrirlestra, námskeið og aðra viðburði sem að verða auglýstir hverju sinni.

3 Sumar í Húnabyggð

SKOTFÉLAGIÐ MARKVISS

Almenn opnun á svæðinu verður á miðvikudagskvöldum kl.19.30-21.00 frá maí til september.

Byrjenda æfingar verða á þriðjudagskvöldum frá kl. 19.30-21.00, maíseptember. Æfingar keppnisfólks verða á fimmtudagskvöldum frá kl. 19.30-21.00, maí-september. Opinn dagur verður á skotsvæðinu 17. júní kl. 13-16.

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Norrænu Trappi verður helgina 3. - 4. Júní. Arctic Coast Open opið mót í Norrænu

Trappi/ Ólympísku Skeet um Húnavöku 15.-16. Júlí. Íslandsmeistaramót í Norrænu Trappi 29.-30. júlí. Rjúpnafjör, árlegt opið mót í Compak Sporting haldið helgina fyrir Rjúpu.

Einnig verður eitthvað um kvöldmót bæði í hagla og riffilgreinum. Áhugasömum er bent á að fylgjast með facebook og heimasíðu Markviss þar sem finna má nánari upplýsingar. https://www.facebook.com/profile. php?id=100063630065411

https://markviss.net/

Sumar í Húnabyggð / 4
5 Sumar í Húnabyggð

BÓKASAFNIÐ Á BLÖNDUÓSI

Héraðsbókasafn í Austur-Húnavatnssýslu

Opnunartími í sumar: Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 13:00-17:00. Þriðjudaga kl. 10:00-16:00. Fyrsti laugardagur í mánuði, kl. 13:00-17:00.

Heimilisfang: Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós.

Héraðsbókasafn í A-Hún er almenningsbókasafn staðsett að Hnjúkabyggð 30 á Blönduósi. Safnið er öllum opið og

býður upp á skemmtileg les- og leiksvæði fyrir börn og vinnurými fyrir unglinga. Við tökum á móti leikskólabörnum og skólahópum, bjóðum upp á leiðsögn um safnið, aðstoð við heimildaleit (t.d. vegna ritgerða) og viðburðir (bókabíó, ratleikir og sumarlestur). Árlega er keypt mikið úrval af nýjum bókum og tímaritum. Einnig er úrval af spilum, púslum og hljóðbókum.

Börn að átján ára aldri fá frítt skírteini.

Sumar í Húnabyggð / 6

Sjá nánar HÉR

7 Sumar í Húnabyggð

FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD HVATAR

Starf sumarsins

Æfingar fyrir 7 - 9 ára (2016 - 2014)

Mánudögum og miðvikudögum kl. 8:109:00. Þjálfari er Jóhanna Björk. Byrjum

mánudaginn 5. júní. Námskeið stendur yfir í júní og júlí. Verð: 6.000 kr.

Æfingar fyrir 10 - 12 ára (2013 - 2011)

Mánudögum og miðvikudögum kl. 9:0010:00. Þjálfari er Jóhanna Björk. Geisla æfing

á fimmtudögum kl 17:15 - 18:30. Þjálfara

eru Aðalheiður og Ingvar B. Byrjum mánudaginn 5. júní. Verð: 11.000 kr.

Æfingar fyrir 13 ára og eldri  (2010 og eldri)

Mánudögum kl. 17:15 - 18:30. Þjálfarar verða

Ármann, Jóhanna eða Steinunn. Geisla æfing

á fimmtudögum kl. 17:15 - 18:30. Þjálfarar eru

Aðalheiður og Ingvar B. Byrjum mánudaginn

5. júní. Verð: 8.000 kr.

Sumar í Húnabyggð / 8

Sauðárkróksæfingar fyrir 10 - 16 ára (2011 - 2006)

Nokkrir miðvikudagar í sumar. Æfingin er frá kl. 16:00 - 17:30 á Sauðárkróki. Verður auglýst í byrjun viku þegar farið er. Þjálfarar eru Ásta, Gunnar og þjálfari frá okkur.

Skrá þarf barnið í Sportabler áður en æfingar hefjast

Hittast við gamla vallarskúrinn. Facebook

síða frjálsíþróttadeildarinnar er:

Frjálsíþróttadeild Hvatar. Lokaður Facebook hópur fyrir foreldra og iðkendur: Frjálsar íþróttir – Blönduósi.

Stjórn frjálsíþróttadeildar Hvatar:

Formaður: Steinunn Hulda Magnúsdóttir

Varaformaður: Viktoría Björk Erlendsdóttir

Gjaldkeri: Guðmundur Arnar Sigurjónsson

Ritari: Katharina Schneider

9 Sumar í Húnabyggð

SUMARFJÖR Í HÚNABYGGÐ

Skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá þar sem börnum á aldrinum 6-9 ára og 10-12 ára stendur til boða að sækja námskeið í sumar. Um er að ræða Sumarfjör þar sem lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu. Boðið er upp á íþróttir, leiki, listir, fræðslu, sundpartý og ýmislegt fleira.

Í sumar verða tveir hópar í Sumarfjöri.

Kl. 9-12 alla virka daga fyrir 6-9 ára börn (fædd 2014-2016).

Börn fædd árið 2017 stendur til boða að taka þátt seinustu tvær vikurnar.

Kl. 13-16 alla virka daga fyrir 10-12 ára börn (fædd 2011-2013).

Hér í facebook hóp Sumarfjörs, Sumarfjör á Blönduósi verða settar inn allar upplýsingar t.d. ef einhverjar breytingar verða á dagskrá o.fl.

Gjaldskrá fyrir Sumarfjör sumarið 2023 er eftirfarandi:

1 vika: 4.000 kr

2 vikur: 6.000 kr

3 vikur: 8.000 kr

4 vikur: 10.000 kr

5 vikur: 12.000 kr

6 vikur: 14.000 kr

Systkinaafsláttur er 50% fyrir systkini sem eru skráð sömu vikuna í Sumarfjör. Krafa mun birtast í heimabanka greiðanda.

Skráning fer fram hér, fyrir fimmtudaginn

1.júní 2023. Umsjónarmaður Sumarfjörs er: Hulda Birna Vignisdóttir s: 618-0688

Netfang: hulda@blonduskoli.is. Aðrir

starfsmenn Sumarfjörs eru krakkar og starfsmenn úr Vinnuskóla Húnabyggðar. Mæting alla daga er á skólalóð Húnaskóla, við endum alla daga þar líka, nema annað komi fram. Gert er ráð fyrir að allir mæti með hollt og gott nesti. (Gos, orkudrykkir og sælgæti er ekki leyfilegt). Gott að hafa með sér vatnsbrúsa líka.

Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri. Minnum á sólarvörn. Dagskrá þessi er birt með fyrirvara um breytingar.

Sumar í Húnabyggð / 10

Sumarfjör Húnabyggðar 2023

6-9 ára (börn fædd 2014-2016)

Vikan 5. júní-9. júní - Skreytum bæinn

Mánudagur: Skreytum skilti

Þriðjudagur: Skreytum skilti

Miðvikudagur: Skreytum skilti

Fimmtudagur: Skreytum skilti

Föstudagur: Skreytum skilti

Vikan 12. júní-16.júní - Skapandi vika

Mánudagur: Óvissuferð

Þriðjudagur: Litum og skreytum steina

Miðvikudagur: Búið til óróa

Fimmtudagur: Naglalist

Föstudagur: Sjálfsmyndin mín

Vikan 19. júní-23. júní - Samfélagið okkar

Mánudagur: Baka og skreyta kökur

Þriðjudagur: Kaffihús fyrir eldri borgara

Miðvikudagur: Fjölskyldu Bingó

Fimmtudagur: Heimsókn á bókasafnið

Föstudagur: Hestalífið

Vikan 26. júní-30. júní - Bland í poka

Mánudagur: Plokk og flokk

Þriðjudagur: Dansnámskeið

Miðvikudagur: Húsagerð úr pappakössum

Fimmtudagur: Litum boli með

“Tie-Dye” aðferð

Föstudagur: Leiklistarnámskeið

Vikan 3. júlí - 7. júlí - Hreyfivika

Mánudagur: Útileikir og fjör

Þriðjudagur: Brennibolti

Miðvikudagur: Skák og limbó

Fimmtudagur: Fánaleikurinn

Föstudagur: Tarzan leikur

Vikan 3. júlí - 7. júlí - Hreyfivika

Mánudagur: Útileikir og fjör

Þriðjudagur: Brennibolti

Miðvikudagur: Skák og limbó

Fimmtudagur: Fánaleikurinn

Föstudagur: Tarzan leikur

Vikan 10. júlí-14. júlí - Megavika

Mánudagur: Úðaraparadís-vatnsbyssustríð

Þriðjudagur: Sundlaugarpartý

Miðvikudagur: Ratleikur

Fimmtudagur: Carnival-lokadagur

Föstudagur: Húlluhringjagerðarsmiðja

11 Sumar í Húnabyggð

Sumarfjör Húnabyggðar 2023 10-12 ára (börn fædd 2011-2013)

Vikan 5. júní-9. júní - Skreytum bæinn

Mánudagur: Skreytum ruslatunnur

Þriðjudagur: Skreytum ruslatunnur

Miðvikudagur: Skreytum ruslatunnur

Fimmtudagur: Skreytum ruslatunnur

Föstudagur: Skreytum ruslatunnur

Vikan 12. júní-16. júní - Skapandi vika

Mánudagur: Óvissuferð

Þriðjudagur: Keramik list

Miðvikudagur: Slímgerð

Fimmtudagur: Litum og skreytum steina

Föstudagur: Keramik málun

Vikan 19. júní-23.j úní - Samfélagið okkar

Mánudagur: Baka og skreyta kökur

Þriðjudagur: Kaffihús fyrir eldri borgara

Miðvikudagur: Fjölskyldu Bingó

Fimmtudagur: Heimsókn á Bókasafnið

Föstudagur: Hestalífið

Vikan 26. júní-30. júní - Bland í poka

Mánudagur: Plokk og flokk

Þriðjudagur: Óvissudagur í vatni

Miðvikudagur: Húsagerð úr pappakössum

Fimmtudagur: Litum boli með “Tie-Dye” aðferð

Föstudagur: Leiklistarnámskeið

Vikan 3. júlí - 7. júlí - Hreyfivika

Mánudagur: Útileikir og fjör

Þriðjudagur: Brennibolti

Miðvikudagur: Skák og limbó

Fimmtudagur: Fánaleikurinn

Föstudagur: Tarzan leikur

SUMARFJÖR

Sumar
/ 12
í Húnabyggð
og fjölbreytt sumardagskrá
Skemmtileg

Vikan 10. júlí-14. júlí - Megavika

Mánudagur: Úðaraparadís og vatnsbyssustríð

Þriðjudagur: Sundlaugarpartý

Miðvikudagur: Ratleikur

Fimmtudagur: Carnival lokahátíð

Föstudagur: Húllahringjagerðarsmiðja

13 Sumar í Húnabyggð

VINNUSKÓLI

HÚNABYGGÐAR 2023

Vinnuskóli Húnabyggðar hefur aðsetur í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins

Um vinnutíma Vinnuskólans Líkt og undanfarin ár verður Vinnuskólinn

starfræktur í sumar. Þar gefst unglingum í 7.–10. bekk tækifæri á að vinna yfir sumartímann. Hann hefst 5. júní og líkur 28. Júlí.

Vinnutímarnir eru á þessa leið: 7.-9. bekkur starfar í átta vikur frá kl. 8-12 og

kl. 13-16, mánudaga til fimmtudaga.

10. bekkur starfar í 8 vikur frá kl. 8-12 og

kl. 13-16, mánudaga til föstudaga.

Helstu verkefni

Vinnuskólinn sér um að sópa og hreinsa

gangstéttar ásamt því að sjá um umhirðu gróðurs, rakstur, gróðursetningu, aðstoð við

Sumar í Húnabyggð / 14

leikjanámskeið og önnur tilfallandi verkefni. Unglingar sem voru að koma úr 10.bekk aðstoða einnig við slátt eftir þörfum.

Frekari upplýsingar

Umsjónarmaður Vinnuskólans: Snjólaug M. Jónsdóttir (s: 848-2760).

15 Sumar í Húnabyggð

TEXTÍLLAB

Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi,  TextílLab á vegum Textílmiðstöðvarinnar, var formlega opnuð á Þverbraut 1 á Blönduósi þann 21. maí 2021.  Umsjónarmaður TextílLabs er: Magrét Katrín Guttormsdóttir.

Opnunartími í sumar: Þriðjudaga kl. 10:00-16:00. Einnig er hægt að panta tíma í einstakt tæki eða fyrir ákveðið verkefni í gegnum tölvupóst: margret.katrin@textilmidstod.is

Opnar helgar í TextílLabinu í sumar: 27.-28. maí: kl. 11:00-16:00 báða dagana.

27. maí: kl. 13:00-16:00 verður haldið námskeið í stafrænni útsaumsvél.

15.-16. júlí: kl. 11:00-16:00 báða dagana.

15. júlí: kl. 13:00-16:00 verður haldið námskeið í tuftbyssu tækni. Nánari upplýsingar um námskeið eru á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands, textilmidstod.is

Um TextílLab

TextílLab er rými sem er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. TextílLab býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Lögð er áherslu á nýtingu innlendra hráefna.

TextílLab er opið öllum og ekki þarf sérstaka

Sumar í Húnabyggð / 16

reynslu eða fullkláraða verkefnahugmynd til að nýta sér aðstöðuna. TextílLab hentar því handavinnufólki, völundur, fræðimönnum, listamönnum, nemendum, eða bara öllum sem hafa áhuga á að þróa verkefni eða vöru, gera til-

raunir með efni. TextílLab er fyrst og fremst hugsað sem rými fyrir þróun hugmynda eða frumgerða. Ekki er hægt að vera með fjöldaframleiðslu. Greiða þarf sérstaklega fyrir efni.

17 Sumar í Húnabyggð

KNATTSPYRNUDEILD HVATAR

Knattspyrnudeild Hvatar stendur fyrir

öflugu barna- og æskulýðsstarfi, en hjá deildinni eru um 100 iðkendur alla jafna en fer þó aðeins eftir árstíðum.

Deildin heldur úti knattspyrnuæfingum fyrir

8. - 3. flokk stúlkna og drengja allt árið um kring. Mikið og gott starf er unnið á vegum deildarinnar og reynt er að fara með flokkana

á hin ýmsu fótboltamót víðsvegar um landið ásamt því að halda úti liðum í Íslandsmóti í

5. - 3. flokki, oft í samstarfi við Fram, Kormák og Tindastól. Æfingar yfir sumartímann fara fram á æfingasvæðinu við Blönduósvöll.

Sumaráætlun hefst 1. júní og lýkur

þegar grunnskólarnir byrja

Hápunktur knattspyrnudeildarinnar eru Smábæjaleikarnir sem verða haldnir

17.-18. júní n.k. á Blönduósi.

Stjórn knattspyrnudeildar skipa: Sigurgeir Þór Jónasson

Einar Árni Sigurðsson

Guðmundur Arnar Sigurjónsson

Ingibjörg Signý Aadnegard

Sigurður Bjarni Aadnegard

Sumar í Húnabyggð / 18
Sjá nánar HÉR

Knattspyrnudeildin heldur úti tveimur Facebook síðum:

Facebook síða Knattspyrnudeildar Hvatar

Foreldrahópur á Facebook

Mikilvægt er að allir séu skráðir á Sportabler í upphafi anna. Ef einhver lendir í vandræðum með Sportabler má senda póst á hvot@simnet.is.

Sportabler - https://www.sportabler.com/ shop/umfhvot/fotbolti.

19 Sumar í Húnabyggð

GOLFKLÚBBURINN ÓS

Vatnahverfisvöllur

Golfklúbburinn Ós var stofnaður árið

1985. Völlurinn fékk nafnið Vatnahverfisvöllur og er staðsettur í fallegu umhverfi í Vatnahverfi rétt utan við Blönduós. Völlurinn er 9 holur, par 35. Félagar eru í kringum sextíu.

Vallargjald:

Fullt gjald: 3.000

Ungmenni: 1.500

Paragjald: 5.000

Árgjald:

Fullorðnir: 49.500

Eldri borgarar og nýliðagjald fullorðinna: 24.750

Ungmenni : 17 – 21 árs 24.750

Börn : 6 – 16 ára 10.000

Fjaraðild: 30.000

Golfsumarið 2023

Atli Freyr Rafnsson verður með golfkennslu í sumar fyrir börn og unglinga og er kennslan innifalin í árgjaldi ásamt aðgengi að vellinum. Tíma-

Sumar í Húnabyggð / 20
Sjá nánar HÉR

setningar verða auglýstar síðar. Skráningar á æfingar barna berist á netfangið golfklúbburinn.os@gmail.com. Skráning í klúbbinn berist í sama netfang. GÓS hefur gert vinavallasamninga við ýmsa klúbba frá öllum lands-

hornum og njóta félagar afsláttarkjara. Allar upplýsingar verða settar inn á Facebooksíðuna „Golfklúbburinn Ós á Blönduósi“ (facebook.com/golfgos).

21 Sumar í Húnabyggð

LESUM Í SUMAR - LESTRARÁSKORUN

Húnabyggð, í samstarfi við Héraðsbókasafn

A-Hún skora á börn til þess að lesa meira í sumar.

Um er að ræða tvískipta lestraráskorun.

Annars vegar fyrir börn á aldrinum 10-17 ára

og hins vegar 9 ára og yngri. Í lok sumars

verða dregnir út vinningshafar úr hópi

þeirra sem ljúka áskoruninni í hvorum

flokki fyrir sig.

Áskorunin stendur yfir frá 5. júní til 21. ágúst. Nálgast má þátttökublöð hjá Héraðsbókasafni

A-Hún frá og með 1. júní.

Nú er um að gera að halda lestrinum við í sumar með skemmtilegum hætti og eiga möguleika á því að vinna til verðlauna í kjölfarið.

Sumar í Húnabyggð / 22
23 Sumar í Húnabyggð
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.