Oddfellowblaðið, jól 2022

Page 1

OPNUVIÐTALIÐ: SAMRÝMD HJÓN Á AKRANESI UPPHAF REBEKKUBÚÐA Á ÍSLANDI NÝLIÐI ORTI LJÓÐ AÐ LOKINNI VÍGSLU HVERJIR VORU VITRINGARNIR ÞRÍR? SIGFÚS FYRSTUR BRÆÐRA Í 75 ÁRA FORNLIÐAMERKI NÝR STÚKUSALUR VÍGÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI 2. TBL | 71. ÁRG. | NR. 180 | DES. 2022

JÓLASVEINAR EINN OG ÁTTA Á TÍMAMÓTUM

Enn eitt árið er á enda og það markar tímamót rétt eins og fyrri ár. Það sem skiptir okkur mestu máli í sambandi við Oddfellowblaðið nú um stundir er að það hefur verið gefið út í 70 ár. Ekki langur tími í veraldarsögunni en sjö mikilvægir áratugir í sögu Oddfellowreglunnar á Íslandi og minningarnar gleymast ekki heldur í blaðinu. Traustur grunnur skiptir öllu fyrir það sem síðar kemur og þess vegna hefur mikið að segja að halda sögunni til haga með framtíðina í huga.

Líf heimsbyggðarinnar raskaðist til muna í rúmlega tvö ár vegna kórónuveirufaraldurs, en á liðnu vori sá til sólar á ný og jarðarbúar flykktust út á meðal manna á ný eins og kálfar að vori. Þar á meðal ferðaþyrstir Oddfellowar eins og nokkrar ferðasögur í blaðinu gefa til kynna. Mikilvægt er að lifa lífinu lifandi og auðga samstöðuna, samveruna og starfið um leið og við minnumst fallinna félaga, sem hafa ekki síður lagt sitt af mörkum.

Oddfellowar hafa ekki aðeins brugðið undir sig betri fætinum og ferðast heldur mætt æ betur á fundi í haust eftir að hafa þurft að sæta samkomutakmörkunum eins og aðrir. Í hugleiðingum Guðmundar Eiríkssonar stórsírs kemur fram að starfið á haustmánuðum hafi farið vel af stað og félagatalan sé að nálgast það sem hún var fyrir faraldurinn. Það er góðs viti og hlýtur að gefa Reglunni byr undir báða vængi.

Blaðið hefur komið út í 70 ár en fyrir um ári var br. Sigfúsi Bergmann Sigurðssyni í St. nr. 12, Skúla fógeta, veitt 75 ára fornliðamerki og var þar með sá fyrsti í Reglunni til að hlotnast sá heiður. Í blaðinu er einnig sagt frá öðrum félagsmönnum, sem hafa starfað lengi í Reglunni og lagt henni ómetanlegt lið. Þar á meðal eru 60 ára fornliðarnir br. Stefán Runólfsson í St. nr. 17, Hásteini, og br. Jón Bjarnason í St. nr. 2, Sjöfn. Einnig Kristín Sigurðardóttir, str. í Rbst. nr. 8, Rannveigu, sem var veitt 50 ára fornliðamerki í apríl sl., en hún hefur meðal annars tekið þátt í stofnun þriggja Regludeilda.

Mörg Reglusystkin hafa stuðlað að framgangi Reglunnar í áratugi og það er meira en að segja það að vera í félagsskap í 50 ár, 60 eða 70, hvað þá 75 ár. Þessi mikilvægi tónn hefur sem betur fer verið sleginn í Reglunni nokkrum sinnum

ODDFELLOWBLAÐIÐ

2. tbl. – 71. árg. – nr. 180 – des. 2022

Útgefandi: Stórstúka hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi Vonarstræti 10, 101 Reykjavík

Ritstjórn: Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru Björn Jóhann Björnsson, St. nr 7, Þorkeli mána Helga Þormóðsdóttir, Rbst. nr. 4, Sigríði Jón Birgir Eiríksson, St. nr. 5, Þórsteini Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir, Rbst. nr. 19, Þórdísi Sigdís Sigmundsdóttir, Rbst. nr. 7, Þorgerði Steinþór Guðbjartsson, St. nr 11, Þorgeiri

Netfang: ritstjorn@ oddfellow.is

Hönnun og myndskreytingar: Garðar Pétursson, St. nr. 16, Snorra goða Umbrot: Sigríður Friðjónsdóttir

Prófarkalestur: Ólafur Hjörtur Jónsson, St. nr. 11, Þorgeiri Prentun: Litróf

og mannauðurinn hefur komið henni vel. Til þess að halda hjólinu gangandi og halda keflinu á lofti, hér eftir sem hingað til, þarf að vinna enn frekar að því að fá fleira ungt fólk í Regluna, því þar liggur framtíðin.

Oddfellowblaðið kom fyrst út 1952 og var fyrsta tölublaðið 16 blaðsíður. Þetta blað slær öll met, er 84 blaðsíður og verður varla stærra. Ástæða er til að þakka Reglusystkinum fyrir að senda ritstjórninni efni. Starfið er mikilvægt og þeir sem því sinna á hverjum stað eru best fallnir til að koma því til skila. Jafnvel stutt saga af skondnu atviki gleður mannsins hjarta og því er um að gera að bregðast strax við og koma viðburðinum á framfæri í máli og myndum.

Nú er tími galsa og gleðskapar. Okkur, sem sinnum ritstjórn, hönnun, myndskreytingu og umbroti Oddfellowblaðsins, er ekkert heilagt í því efni. Á aðventunni er ekki þver fótað fyrir jólasveinum. Þeir verða reyndar á vegi fólks allt árið en í auknum mæli á þessum árstíma. Til að æra óstöðugan eru þeir ýmist einn eða fleiri á ferð, einn og átta, 13 eða þaðan af fleiri. Sögurnar eru á hverju strái og hver og einn verður að gera upp við sig hvað hentar best hverju sinni. Á árinu hafa að minnsta kosti tvær bækur um jólasveina í Esjunni verið gefnar út. Fyrrnefndur hópur að baki blaðsins kom nýlega saman þar í grennd til að leggja á ráðin um þetta tímamótablað og því eru jólasveinar einn og átta, sem ofan komu af fjöllunum, eðlilega ofarlega í huga. Fyrir okkar hönd óska ég Reglusystkinum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökkum fyrir allt liðið.

Bróður­ og systurlegast í vináttu, kærleika og sannleika,

RITSTJÓRNARPISTILL
Steinþór Guðbjartsson, St. nr. 11, Þorgeiri
2 2. tbl. 2022

Jólasveinar einn og átta á tímamótum 2 Þið eruð aflið og krafturinn 4 Þéttskipaðir haustmánuðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6

Rýnt í innra starf, gildi og ímynd . . . . . . . . . . . . . . . . 8

Sýnum umburðarlyndi og hjálpsemi 11 Þorbjörg í 10 ár 12

Nýr stúkusalur vígður á Króknum . . . . . . . . . . . . . . . 13

Oddfellowblaðið bundið inn 14 Hvað er málið með forsíðumyndirnar? 15 Fyrstur bræðra til að ná 75 árunum 16 Meðal stofnenda Bjarna riddara . . . . . . . . . . . . . . . . 17

Hans heiður okkar heiður 18 Heiðursfélagar Soffíusystra 18 Stofnandi þriggja Regludeilda 19 Góðar gjafir Mánabræðra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Fær grasrótin rétta næringu? 22 Magnúsar minnst með þakklæti 23 Blessuð sé minning látinna Reglusystkina . . . . . . . . . . 24 Yfirmeistari bæði í Hallveigu og Baldri 27 Orti ljóð eftir vígslu í Ara fróða 28 Markmiðið alltaf að hjálpa fólki 29 Vitringarnir þrír í jólasögunni . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Öðrum Reglusystkinum einstök fyrirmynd 32 Húsnæði fyrir Pieta 34 Höfum bognað en aldrei brotnað 36 Þetta gæti ekki verið slæmur félagsskapur . . . . . . . . . . 38 Unnið af heilindum og dugnaði 40 Stuðningur við Sjúkrahúsið á Akureyri 41 Samrýmd í öllu sem þau gera . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Kærleikskeðja Eldeyjar 51 Fyrstu Rebekkubúðirnar 52 Fyrsti heiðursfélagi Þórhildar 53 Aðdragandi að stofnun búðastigs . . . . . . . . . . . . . . . 54 Sumt kom spánskt fyrir sjónir 56 Veðrið ekki alltaf eftir pöntun 57 Mín mestu gæfuspor í lífinu 58 Æskuárin tengd Oddfellow . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Samvera og samvinna í sælkeraferð systra 60 Auður fór á fullt 61 Gott samstarf við svissneska bræður . . . . . . . . . . . . . 62

Langþráð skemmtun eftir Covid-19 . . . . . . . . . . . . . . 64

Fyrstu Rebekkur Suðurnesja 66 Að treysta bræðrabandið 68 Drindl og pallíettur! . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 70 Fögur var fjallasýn 72 Lagfæra herbergi fyrir aðstandendur 75 Rölt um gamlar götur í Riga 76

Samvera mikilvæg utan funda . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Elísabetarsystur örkuðu í bæinn 79 Vinátta ræktuð yfir landamæri 80

High Tea í kastalanum 81 Í töfraheimum vínframleiðslu . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Von jólanna 83

EFNISYFIRLIT
42-50 34 82 72 30 15 62 3 2. tbl. 2022

ÞIÐ ERUÐ AFLIÐ

OG KRAFTURINN

Kæru Reglusystkin! Oddfellowreglan á Íslandi er hluti af Oddfellowreglunni í Evrópu og heyrir undir Stórstúku Evrópu og það eru regluleg samskipti milli stórsíra Evrópu þar sem bornar eru saman bækur um starfið. Fjórða hvert ár er haldið stórstúkuþing Evrópu. Nú í nóvember sl. var haldinn árviss fundur stórsíranna og stjórnar Stórstúku Evrópu í Kaupmannahöfn. Þar kom fram að Reglan er í nokkurri varnarstöðu í Evrópu og hefur tapað meðlimum eftir heimsfaraldurinn og á meðan á honum stóð. Þó var það mjög afgerandi í umfjöllun á fundinum að það er ákveðin bjartsýni í löndunum um að það sé hægt að snúa þessu við en tíminn verður auðvitað að leiða það í ljós hvort Reglan nái fyrri styrk í Evrópu og geti svo sótt fram. Nýir stórsírar eru komnir til starfa í Noregi, Póllandi og Hollandi/Belgíu og hafa þau merku og ánægjulegu tímamót orðið að systir er nú orðinn stórsír í umdæmi Hollandi/Belgíu.

Ekki rétta leiðin að gefa eftir

Oft virðist vilja gleymast að við erum hluti af þessari heild. Við á Íslandi höfum stofnskrá í okkar höndum sem er útgefin til varðveislu og við höfum reglur sem okkur ber að fara eftir í starfinu okkar hér á landi. Þær reglur speglast síðan í okkar grundvallarlögum. Hér, eins og annars staðar, koma af og til fram hugmyndir um að breyta og bylta ýmsu í okkar starfi. Ef það væri unnið með því hugarfari að fallast á allar breytingar værum við sennilega fljótt komin með 9 mjög ólíkar Oddfellowreglur í Evrópu. Það að láta stöðugt undan og breyta er ekki leiðin til að efla Oddfellowregluna hvorki hér né annars staðar. Við höfum því miður reynsluna af því hvernig þróunin hefur verið handan Atlantsála, þar hefur verið slakað á með mjög margt og þá leið viljum við ekki fara. Að gefa eftir í siðum og venjum er ekki leiðin heldur eigum við að aðlaga Regluna að okkar tímum, okkar aðstæðum. Þá gerum við það í samræmi við aðra og reynum að miðla af okkar reynslu. Við höfum sýnt það hér á Íslandi í 125 ára starfi að Reglan hefur lifað af tímana tvenna og hefur unnið í anda sinna gilda og unnið að verkefnum við mjög mismunandi aðstæður. Það er ekki okkar háttur að elta ytri dægursveiflur í þjóðfélaginu, við þurfum að hafa festu og hana finnum við í Oddfellowreglunni.

Með þessu er ég alls ekki að segja að engu megi hnika til. Og við höfum svo sannarlega gert það. Öll umgjörð í samskiptum er orðin gjörbreytt á síðustu árum. Við höfum opnað á það að segja frá verkum okkar og það eigum við að gera. Það er stöðugt verið að vinna að alls konar úrbótum. Á áðurnefndum fundi Evrópu stórsíra kom einmitt fram það sjónarmið að sennilega hefur sjaldan eða aldrei verið meiri þörf fyrir samstöðu og að rækta þau gildi sem Oddfellowreglan hefur upp á að bjóða í Evrópu. Það eru sóknarfæri í að kynna okkur og segja frá því hvað við stöndum fyrir. Það er stríð í Evrópu og orkukreppa. Fólk berst fyrir lífi sínu og barnanna sinna og aðstæður eru gjörólíkar því sem var fyrir örfáum

misserum. Fólk á flótta leitar aðstoðar og þegar stríðinu lýkur blasir við mikil uppbygging. Oddfellowreglan getur svo sannarlaga tekið þátt í enduruppbyggingunni.

Tölum starfið upp

Við skulum ekki sífellt vera að leita leiða til að slaka á. Það heyrast raddir um að fella hitt og þetta niður, einfalda hlutina, gera tilslakanir í klæðaburði og fleira í þeim dúr. Veltum frekar fyrir okkur hvernig við getum eflt starfið og Regluna. Það gerum við með því að kynna starfið okkar fyrir nýjum félögum, við skulum rækta þá vel sem koma til liðs við okkur. Síðan er lykilatriðið að starfið er og á að vera í grasrótinni, í Regludeildunum, hjá ykkur, systrum og bræðrum í Reglunni. Þið eruð aflið og krafturinn og þið haldið starfinu uppi. Þetta er allt saman í okkar höndum, tölum starfið upp, sýnum jákvæðni og leggjum okkar af mörkum. Látum ekki einstaka úrtöluraddir, sem því miður heyrast af og til, trufla okkur. Það er litið öfundaraugum til okkar hér á Íslandi varðandi starfið.

Ég þreytist ekki á segja að það er starfið í Regludeildunum sem er grunnurinn. Þar er grasrótin og þaðan verður krafturinn til framtíðar að koma. Hver og einn skiptir máli, ekki benda á næsta Reglusystkin og segið að það eigi að gera eitthvað í málunum. Nei, leggið frekar ykkar lóð á vogarskálarnar hvert og eitt, þá mun vel ganga.

HUGLEIÐINGAR STÓRSÍRS
4 2. tbl. 2022
Ljósmynd: Nærmynd/Guðmundur Kr Jóhannesson

Starfið hér á landi á haustmánuðum hefur farið vel af stað og fjöldi atburða og funda hafa verið á dagskrá Regludeilda. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá kraftinn í Reglusystkinum um allt land. Eftirlit á suðvestur horninu er nýlega afstaðið og ánægjulegt var að sjá að í nær öllum Regludeildum eru hlutirnir í mjög góðu lagi og til fyrirmyndar. Það er hvetjandi að sjá yfirmenn Regludeilda standa sig vel í sínum verkefnum. Við í Stórstúkustjórninni finnum fyrir mikilli jákvæðni og starfsgleði. Ný Reglusystkini eru í farvatninu og þegar við teljum þá með sem hafa sótt um að ganga til liðs við Oddfellowregluna erum við nálægt því að ná þeim fjölda sem var fyrir faraldurinn. Þetta verður að teljast frábært.

Við höfum að undanförnu unnið að því að fara yfir hlutverk stórfulltrúa og varastórfulltrúa Regludeilda og höfum hitt þá á fundum. Fundirnir hafa verið afar ánægjulegir og það er nauðsynlegt að fá gott vinnuframlag frá þeim og að fela þeim aukið hlutverk eins og til dæmis var gert við innsetningar embættismanna sl. vor. Ég hlakka til aukinna samskipta við þessi Reglusystkin sem gegna lykilhlutverkum í starfinu okkar.

Glæsilegar endurbætur á Sauðárkróki

Unnið er að krafti í að byggja upp, endurbæta og halda við Regluheimilum í landinu. Nýr stúkusalur var vígður í Regluheimilinu á Sauðárkróki í byrjun nóvember og eru endurbæturnar á húsnæðinu þar stórglæsilegar. Þetta er verkefni sem hefur staðið í nokkur ár. Ég hvet yfirmenn Regludeilda til að skipuleggja ferðir til þeirra á Krókinn og leggja þeim áfram lið í að reka smiðshöggið á þessa kostnaðarsömu framkvæmd. Þarna hafa tvær fámennar Regludeildir sýnt að þær geta staðið fyrir stórum verkefnum.

Á Akranesi er unnið að því að endurbæta húsnæðið í nokkrum áföngum. Umbótum á fyrstu hæð innan dyra er lokið. Á Akureyri eru mikil áform um viðbyggingar við Regluheimilið og þá opnast möguleikar á að bæta við öðrum stúkusal í húsinu. Þar hefur verið unnið gott undirbúningsstarf og það verður spennandi að fylgjast með þeim framkvæmdum þegar þær hefjast, en ástandið í þjóðfélaginu hefur heldur tafið að framkvæmdir geti hafist. Fyrirtæki í byggingariðnaðinum hafa haft meira en nóg að gera síðustu misserin þar eins og annars staðar. Í Vestmannaeyjum eru áform um að fara í endurbætur á húsnæðinu, rífa áfasta byggingu sem er nú nýlega í eigu stúknanna og síðan að lagfæra umhverfis húsið. Útbúa bílastæði, lagfæra brunaöryggismál og væntanlega að færa eldhús milli hæða.

Loksins grænt ljós í Urriðaholti

Í Urriðaholti er að fara af stað arkitektasamkeppni um hönnun hússins og má reikna með að sú vinna klárist fyrir vorið. Heldur hefur reynst tafsamt að ná endum saman varðandi skipulagsmál sem snúa að bæjarfélaginu en nú er loks komið grænt ljós á deiliskipulagið undir Oddfellowhúsinu í Urriðaholti. Þar mun rísa glæsilegt 3ja sala hús á frábærum stað. Í Hafnarfirði hefur verið bætt við aðstöðuna en það hús er nú algjörlega fullnýtt og var hluti annarrar hæðarinnar keyptur til að bæta aðstöðuna. Þegar Oddfellowhúsið í Urriðaholti verður fullbyggt gefst Regludeildum í Hafnarfirði tækifæri á að flytja starfsemi sína þangað og er þá gert ráð fyrir að húsnæðið í Hafnarfirði verði selt.

Á Selfossi eru uppi hugmyndir um að bæta aðstöðuna enn frekar, en þar vantar tilfinnanlega geymslrými. Loks hefur verið unnið að viðhaldi höfuðstöðva Reglunnar í Vonarstræti og húsið allt tekið í gegn að utan, skipt um glugga og húsið málað. Einnig voru töluverðar umbætur unnar innan dyra og aðstaða Stórstúkunnar, sem hefur verið til húsa í Vonarstrætinu, var meðal annars lagfærð.

Kæru Reglusystkin. Húsnæði Oddfellowreglunnar er mikilvægt, eins og sagt er í okkar siðbókum, þá eru þessi hús okkar annað heimili. Við viljum halda heimilum okkar í góðu ástandi og sem betur fer hefur mikil vinna verið unnin til að ná því markmiði. Þróunarsjóður hefur tekið myndarlega á með stúkum sem eru eigendur flestra Regluheimilanna við framkvæmdir. Enn mikilvægara er þó starfið sem fer fram innan veggja þessara heimila og höfum það æ í huga. Stundum starfið, eflum það og leggjum okkar af mörkum.

Nú þegar þetta blað kemur út er aðventa og það líður að jólum, njótum hennar á uppbyggilegan hátt. Oddfellowblaðið hefur verið gefið út af myndarskap að undanförnu og er þeim sem hafa stýrt og stuðlað að útgáfunni þökkuð frábær störf. Margir skrifa í blaðið, skoðanaskipti eru alltaf af því góða og gagnrýni líka. En höfum hugfast að jákvæðnin hefur aldrei skaðað og nú er blaðið fullt af fréttum af öflugu starfi. Forðumst neikvæð skrif og úrtölur, sem aðeins hefur örlað á, tölum Oddfellowregluna upp, verum jákvæð og tökum á móti hátíð ljóss og friðar með tilhlökkun og látum það móta starf okkar inn í nýtt ár.

Góðar stundir.

VINÁTTA - KÆRLEIKUR - SANNLEIKUR

Saga Oddfellowreglunnar á Íslandi í 120 ár Bókin Vinátta, kærleikur, sannleikur spannar 120 ára sögu Oddfellowreglunnar á Íslandi . Bókin segir einnig sögu allra Regludeilda Oddfellowreglunnar á Íslandi . Verkinu ritstýrði Gísli Sigurgeirsson fjölmiðlamaður, br . í St . nr . 15, Freyju . Bókin er 570 blaðsíður og prýdd fjölda mynda . Hún er til sölu á skrifstofu Stórstúkunnar í Vonarstræti 10 og kostar 6 000 kr

Tilvalin jólagjöf!
5 2. tbl. 2022
Guðmundur Eiríksson stórsír

ÞÉTTSKIPAÐIR HAUSTMÁNUÐIR

Miklar annir hafa einkennt störfin hjá stjórn Stórstúkunnar undanfarnar vikur. Starfið hófst á samráðsfundi búða í Regluheimilinu á Akureyri og yfir­ og undirmeistaraþingi í Regluheimilinu í Reykjanesbæ í lok ágúst. Stjórn Stórstúkunnar skipti liði til þess að geta sótt báða þessa viðburði. Báðir voru þeir vel sóttir af yfirmönnum Regludeilda og mikil gleði og ánægja með að geta loksins hafið starfið á eðlilegan hátt eftir erfiðan tíma í tengslum við heimsfaraldur.

Stjórn Stórstúkunnar finnur meðbyr og jákvæðni í Reglustarfinu og ánægjulegt að sjá að á nýju ári munum við ná fyrri fjölda Reglusystkina.

Námskeið fyrir embættismenn

Í september voru haldin námskeið í Reykjavík og á Akureyri, fyrir embættismenn stúkna og búða. Venjulega hafa þessi námskeið verið haldin í beinu framhaldi af innsetningum embættismanna en vegna þess hvað innsetningarnar drógust á langinn vegna ófyrirsjáanlegra atvika í tengslum við heimsfaraldurinn og vetrarveðurs þurfti ítrekað að breyta dagsetningum eða fresta innsetningum, eða alls 36 sinnum. Þegar hér var komið, voru páskar að nálgast og fólk á faraldsfæti og var því ákveðið að setja námskeiðin í byrjun september, áður en vetrarstarfið hófst.

Eftirlitið gekk vel

Október var þéttskipaður viðburðum hjá stjórn Stórstúkunnar. Helstu verkefnin voru reglulegt eftirlit allra Regludeilda í Vonarstræti, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi og Akranesi. Eftirlitið gekk mjög vel og ánægjulegt að sjá hversu vel er haldið utan um störfin og verkefnin í öllum Regludeildum og stjórnir Regludeilda að leggja sig fram um að gera sitt besta í embættisstörfum sínum. Rafrænt eftirlit fer fram í Regludeildum á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum í janúar 2023. Stórfulltrúar Regludeildanna framkvæma eftirlitið en síðan er eftirlitið staðfest af stórsír og stjórn Stórstúkunnar á rafrænum fundi.

Fundir með stórfulltrúum

Í byrjun október voru allir stór­ og varastórfulltrúar Regludeilda boðaðir á „samráðsfund“ þar sem farið var yfir helstu hlutverk og verkefni stór­ og varastórfulltrúa. Það hefur verið yfirlýstur vilji stjórnar Stórstúkunnar að efla tengslin við þessa fulltrúa Regludeildanna. Eftir samtöl við þátttakendur á fundum þessum mátti heyra að almenn ánægja hafi verið með þessa nýbreytni.

Veiting heiðursmerkja

Fjögur Reglusystkini voru sæmd heiðursmerki Oddfellowreglunnar í október. Þau eru:

• Str. Lára Oddsdóttir, Rbst. nr. 11, Steinunni, 5. október.

• Br. Stefán B. Sigurðsson, St. nr. 25, Rán, 10. október.

• Str. Kristín Ágústa Björnsdóttri, Rbst. nr. 1, Bergþóru, 25. október.

• Br. Stefán Stefánsson, St. nr. 18, Ara fróða, 26. október.

50 og 60 ára fornliðamerki

Eftirtalin þrettán Reglusystkini voru sæmd 50 og 60 ára fornliðamerki í haust:

• Br. Svavar Sigurjónsson og br. Þórður Kristjánsson, St. nr. 9, Þormóði goða, fengu 50 ára fornliðamerki 28. september.

• Br. Einar Þór Jónsson, St. nr. 14, Bjarna riddara, fékk 50 ára fornliðamerki 8. október.

• Þann 11. október fengu fjórar sstr. úr Rbst. nr. 1, Bergþóru, afhent fornliðamerki: Str. Magnea S. Jónsdóttir fékk 60 ára fornliðamerki, str. Hanna Marta Vigfúsdóttir, str. Árný J. Guðjohnsen og str. Ásgerður Geirarðsdóttir fengu 50 ára fornliðamerki.

• Þann 8. nóvember fengu tvær systur úr Rbst. nr. 3, Vilborgu, afhent 50 ára fornliðamerki en það voru systurnar Helga Jónsdóttir og Hrönn Hannesdóttir.

• Þann 14. nóvember fengu svo bræðurnir Birgir Gunnarsson og Haukur Bachmann, St. nr. 3, Hallveigu, afhent 50 ára fornliðamerki.

Fallegur stúkusalur á Sauðárkróki

Þann 5. nóvember var vígður nýr stúkusalur í Regluheimilinu á Sauðárkróki. Stórsír, br. Guðmundur Eiríksson, vígði salinn ásamt stórembættismönnum og Reglusyskinum á Sauðárkróki ásamt arkitekt hússins, br. Magnúsi H. Ólafssyni í St. nr. 8, Agli. Nýi stúkusalurinn er einstaklega fallegur og skartar fallegri altarismynd, glerlistaverki eftir str. Svanborgu Egilsdóttur str. í Rbst. nr. 9, Þóru. Stjórn Stórstúkunnar hvetur Reglusystkini til að heimsækja Reglusystkini okkar á Sauðárkróki og jafnframt að halda fundi sína í þessu fallega Regluheimili.

Samkeppni í gang um Urriðaholt

Eftir talsverðar tafir í tengslum við nýtt Regluheimili í Urriðaholti er nú loksins komin hreyfing í málið en erfiðlega gekk að koma þeim skipulagsbreytingum á lóð vestast í holtinu áfram hjá skipulagsyfirvöldum í Garðabæ. Regluheimilið mun rísa á einni fallegustu lóðinni vestast í Urriðaholtinu með fallegu útsýni til allra átta.

Þann 21. október sl. var undirritaður samningur við Arkitektafélag Íslands um að félagið muni halda utan um samkeppni um hönnun hins nýja Oddfellowhúss. Í samkeppninni verður félögum í AÍ boðið að taka þátt í eins konar for vali en síðan verða valdir 3–5 aðilar sem taka þátt í eins konar lokakeppni.

FRÉTTIR FRÁ STÓRSTÚKUNNI 6 2. tbl. 2022

Kosið á næsta Stórstúkuþingi

Næsta Stórstúkuþing Evrópu (GLE) verður haldið helgina 12.–15. maí nk. í Wroclaw í Póllandi. Fyrir utan hefðbundin þingstörf fer fram veiting Vísdómsstigs Stórstúku Evrópu. Næsta reglulega Stórstúkuþing á Íslandi fer fram helgina 19.–21. maí. Á þinginu lýkur kjörtímabili br. varastórsírs, str.

þakklæti fyrir samverustundir á árinu sem nú er senn að baki og hlakkar til samverustunda á nýju ári, með von um að það verði okkur öllum farsælt og gæfuríkt.

Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu Einnig gámahús og salernishús frá Containex, færanlega starfsmannaðstöðu frá EuroWagon.dk, gámar og vöruskemmur frá BOS, vörulyftur frá Maber og skemmur frá Hallgruppen  þurrgáma  hitastýrða gáma  geymslugáma  einangraða gáma  fleti og tankgáma  gáma með hliðaropnun Stólpi Gámar fyrir atvinnulífið 7 2. tbl. 2022
Stórstúkustjórn við afhendingu heiðursmerkis til br. varastórsírs, Stefáns B. Sigurðssonar. Með stjórninni er kona Stefáns, str. Anna S. Jóhannesdóttir.

RÝNT Í INNRA STARF, GILDI OG ÍMYND

Málþing Oddfellow Akademíunnar var haldið í Vonarstræti 10 sunnudaginn 2. október síðastliðinn. Tilgangur þess var fyrst og fremst að kynna þau verkefni sem unnið hefur verið að –sum hver stutt komin, sumum að ljúka og enn öðrum lokið að fullu.

Öllum Reglusystkinum gafst kostur á að hlýða á málþingið með því að tengjast streymi á netinu með slóð sem var birt í auglýsingu á innri vef Reglunnar. Einnig var öllum núverandi og fyrrverandi Akademíufulltrúum, höfuðmatríörkum/ höfuðpatríörkum, fyrstu matríörkum, fyrstu höfuðsmönnum og Stórstúkustjórn boðið að sitja þingið í Vonarstrætinu. Þá var þeim sem á hlýddu boðið upp á að senda inn spurningar varðandi þau málefni og verkefni sem voru til umfjöllunar.

Fundarstjóri var Jón Ingi Baldvinsson og ritarar þau Guðlaug Björg Björnsdóttir og Jón Gunnar Borgþórsson.

Þingið hófst á að forseti Akademíunnar, Guðmundur Þórhallsson, setti þetta 3. málþing Oddfellow Akademíunnar með formlegum hætti. Kynnti hann starfsfólk þingsins til sögunnar, bauð öll viðstödd og þau sem voru tengd útsendingu málþingsins velkomin. Hann fór síðan stuttlega yfir helstu hlutverk og forsendur starfs Akademíunnar og hlutverk málþingsins sem nú færi í hönd.

Í framhaldi voru verkefni málefnahópa kynnt og fjölluðu erindin um eftirfarandi:

Lýðræði í Reglunni

Halla Bachmann Ólafsdóttir kynnti niðurstöður könnunar sem send var út til tveggja úrtakshópa Reglusystkina, þar sem kannað var viðhorf þeirra til Reglustarfsins í núverandi

mynd og spurt hvort þörf væri á að bæta það og fá fleiri til starfa með virkri þátttöku.

Fyrst var spurt um hvort lýðræðisleg og gagnsæ vinnubrögð væru innan stúkna/búða/Stórstúku þegar kemur að vali á kjörnum og skipuðum embættismönnum og töldu 55% svarenda að svo væri.

Í öðru lagi var spurt um hvort sami einstaklingur ætti að gegna fleiri en einu embætti á sama tíma og voru 85,8% svarenda þeirrar skoðunar að það ætti ekki að tíðkast.

Í þriðja lagi var spurt um hvort stórfulltrúar og stórembættismenn ættu aðeins að sitja eitt kjörtímabil eða 4 ár og töldu 63% svarenda að svo ætti að vera.

Í fjórða lagi var spurt um hvort einfalda skyldi málsmeðferð mála á Stórstúkuþingi og færa verklag til nútímalegri starfshátta og svöruðu 79,8% því játandi.

Út frá svörum má ráða að það væri til bóta að kynna og hvetja Reglusystkini tímanlega til þátttöku í framboðum, mikilvægt að nýta mannauð Reglunnar og virkja sem flesta, að hæfileg endurnýjun styrki Reglustarfið og að áhugi sé á breyttu verklagi.

Viðhorf til Reglustarfsins

Hrefna Gunnarsdóttir kynnti fyrstu niðurstöður könnunar sem send var út til Reglusystkina er sneru að viðhorfi þeirra til Reglustarfsins.

Leitað var svara við tveimur meginspurningum. Annars vegar um hvort Reglualdur skipti máli varðandi almenn viðhorf til Oddfellowreglunnar og starfsins og hins vegar um hvort virkni í starfi hefði áhrif á viðhorf Reglusystkina.

Könnunin samanstóð af 33 valspurningum og þremur

MÁLÞING ODDFELLOWAKADEMÍUNNAR
Stjórn Akademíunnar að loknu velheppnuðu málþingi í Fólkvangi í Vonarstrætinu, f.v. Jón Gunnar Borgþórsson, Guðlaug Björg Björnsdóttir, Guðmundur Þórhallsson, Lára G. Oddsdóttir og Halldór Þórður Haraldsson.
8 2. tbl. 2022
Ljósmyndir: Eiríkur Þ Einarsson

opnum spurningum. M.a. var spurt um hver hefði mælt með því að viðkomandi hefðu gengið í Regluna, hvort líklegt væri að mælt væri með Reglunni við vini og fjölskyldu, fundarsókn, hversu mikils virði væri að mæta á alla fundi, hvort viðkomandi hefðu setið í nefndum eða tekið þátt í siðaathöfnum, verið skipuð í embætti/kjörembætti og hvort hefði verið leitað til þeirra um það, sjálfboðastarf, þátttöku í öðrum viðburðum í stúkunni. Þá var spurt um mikilvægi þess að makar taki þátt, hversu fjölskylduvænt stúkustarfið er og um aldurslágmark eða ­hámark.

Niðurstöður úr könnuninni er að finna á upplýsingasíðu Akademíunnar, eins og að framan greinir má telja m.a. út frá svörunum að Reglualdur skipti ekki máli varðandi viðhorf Reglusystkina en erfitt er að meta hvort virkni skapi jákvætt viðhorf.

Framtíðarfyrirkomulag fræðslu- og kynningarstarfs

Magnús Hinrik Guðjónsson sté næst í pontu en verkefni hans hóps sneri að grunnforsendum starfsins, markmiðum, gildum og ímynd Reglunnar og settar fram hugmyndir er snúa að breytingum til batnaðar.

Rýnt var í eigindlega skoðanakönnun Gallup frá árinu 2019 þar sem viðhorf ungs fólks til Reglunnar var kannað. Í fyrsta lagi velti hópurinn fyrir sér hvort þörf væri á að endurskoða markmið og siðareglur Oddfellowreglunnar með tilliti til ungs fólks og í öðru lagi hvernig best væri að haga kynningarstarfi Reglunnar svo hún höfðaði betur til ungs fólks, bæði hvað varðar innri mál hennar sem og störf í samfélaginu.

Niðurstöður hópsins varðandi fyrri spurninguna var að það þyrfti að taka út skilyrði að innganga í Oddfellowregluna skyldi háð trú á eina æðstu veru sem skapaði heiminn og heldur honum við. Skerpa á markmiðasetningu Reglunnar og laga siðareglur svo þær verði betur skiljanlegri ungu fólki. Hvað varðar síðari spurninguna þá var niðurstaðan sú að bæta þurfi ímynd Reglunnar, eyða tortryggni ungs fólks gagnvart Oddfellow og útbúa kynningarefni sem höfðar til ungs fólks til birtingar á viðeigandi miðlum þar sem lögð verður megináhersla á mannræktar­ og velferðarstörf Reglunnar. Skilgreina þarf vel markhópinn og kalla sérfræðinga til verksins.

Stafrænt Oddfellow – Rafrænar stúkur

Í erindi Sigríðar Hlíðar komu fram vangaveltur um hvort rafrænar stúkur gætu verið til bóta fyrir Regluna og velt fyrir sér

HVAÐ ER AKADEMÍAN?

Rétt er að útlista aðeins hvað Akademían er, fyrir þau Reglusystkin sem þekkja ekki til hennar. Hún á rætur í þeirri umræðu sem átti sér stað fyrir allnokkrum árum um nauðsyn vettvangs fyrir rannsóknar­ og fræðslustarf innan Reglunnar, svo og því að búðirnar skyldu sinna þeim málum frekar en verið hafði fram að því.

Árið 2015 varð því úr að hefja þetta starf og er fyrirkomulagið með þeim hætti að hverjar Oddfellowbúðir skipa 2 fulltrúa til þátttöku í starfi Akademíunnar og Stórstúkustjórn skipar einnig tvo fulltrúa. Í dag eru því 26 virkir félagar í Akademíunni. Starfstími fulltrúa er fjögur ár.

möguleikum um fyrirkomulag slíkrar starfsemi. Settar voru fram þrjár leiðir:

Leið A: Rafrænar stúkur og búðir með fjarfundabúnaði.

Leið B: Rafrænt félag/stúka í nafni I.O.O.F. þar sem félagar hafa ekki farið í gegnum vígslur og stig/skref Reglunnar en vilja vinna í anda hennar að mannræktar­ og mannúðarmálum i vináttu, kærleika og sannleika. Þetta gæti verið fyrsta skrefið fyrir ungt fólk að koma og taka þátt í hefðbundnu Reglustarfi.

Leið C: Streymi frá stúkufundum þannig að Reglusystkini geti tekið virkan þátt þó fjarri séu.

Í tengslum við þetta var gerð könnun um framkvæmd rafrænna funda á árunum 2020 og 2021. Margir svöruðu að ekki væri tímabært að bjóða upp á rafrænar stúkur/félög og töldu að sérstök fundasiðabók fyrir rafræna fundi hefði verið gagnleg. Ein meginniðurstaða hópsins er að full ástæða sé til að skoða þennan möguleika nánar.

Lýðræðisleg ákvarðanataka í Reglunni

Reynir Kristinsson, fv. forseti Akademíunnar, kynnti hugmyndir málefnahóps um ákvarðanatöku í Oddfellow. Hann sagði að leitað hefði verið í nýjar hugmyndir um lýðræði en verkefnið hefði þó snúist meira um að skoða ákvörðunarferli innan Reglunnar, þ.á.m. hvaða ákvarðanir eru tilgreindar í lögum og reglum og hverjum beri að taka þær ákvarðanir.

Hugleiðingar um breytingar snerust m.a. um hvort færa ætti kjör stórfulltrúa um eitt ár, halda rafrænt Stórstúkuþing milli hefðbundinna þinga, rafrænar atkvæðagreiðslur, þingforseta á Stórstúkuþingum, hvernig hægt væri að virkja þá sem eru með Stórstúkustigið en eru ekki stórfulltrúar og hvert væri eftirlitshlutverk og upplýsingaskylda þingfulltrúa.

Auk þess kjósa Akademíufulltrúar sér fimm manna stjórn til tveggja ára. Innan Akademíunnar eru síðan skipaðir málefnahópar í samræmi við áhugasvið fulltrúanna og eða þau mál sem bent er á til umfjöllunar eða skoðunar.

Tekið skal fram að öllum Reglusystkinum, hvar sem þau eru stödd innan Reglunnar, er frjálst að beina til Akademíunnar fyrirspurnum varðandi einhver Oddfellowtengd málefni eða beiðnum um að skoða einhver tiltekin mál.

Um frekari upplýsingar vísast til upplýsingasíðna Akademíunnar á innri vef Oddfellowa, eða nánar tiltekið https:// innri.oddfellow.is/is/um­regluna/oddfellow­akademian

9 2. tbl. 2022
Guðmundur EIríksson stórsír á tal við bbr. Erling Ragnar Þórsson og Jón Inga Baldvinsson, sem var fundarstjóri.

Þá komu fram hugleiðingar um hvort kjósa ætti undirmeistara í stúkum og fyrsta höfuðmatríarka/fyrsta höfuðsmann með sama hætti og stórfulltrúa, um tilnefninganefndir, breyta köllunum til búða og víðtækari ákvarðanir stjórna og stórfulltrúa án aðkomu Stórstúkustjórnar.

Niðurstaða málefnahópsins var að mikilvægt væri að taka málefnalega, almenna umræðu innan Reglunnar um lýðræðislega ákvarðanatöku og hafa í huga þau atriði sem koma fram í erindinu við endurskoðun grundvallarlaga og reglugerða Stórstúku og Regludeilda.

Spurningar og svör

Fyrirlesarinn um stafrænt Oddfellow og rafrænar stúkur, Sigríður Hlíðar, fékk spurningu úr sal um hver hugsunin hefði verið á bak við skipulagið sem kynnt var. Viðkomandi taldi að of langt hefði verið farið í að skilgreina hvernig rafrænar stúkur væru skipulagðar. Við mættum ekki binda okkur of mikið heldur vera sveigjanleg.

Sigríður svaraði því til að markmiðið hefði verið að fara varlega og halda í þau gildi sem við höfum haldið okkur við hingað til og lagt svo ríka áherslu á. Í dag hefðu hins vegar komið fram hugyndir um að opna Regluna og í ljósi þess væri þá hægt að breyta áherslum um rafrænar stúkur og opna meira.

Fyrirspurn barst einnig um 2. spurninguna í erindi um lýðræði í Reglunni og hvort væri átt við að embættismaður ætti ekki að gegna fleiri en einu embætti, t.d. vera yfirmeistari í stúku og í stjórn búða, og var svar frá fyrirlesara að það væri einmitt það sem átt væri við, þ.e. ekki stjórnandi í fleiri en einni Regludeild.

Gert var matarhlé og strax að því loknu var komið að gestafyrirlesara málþingsins, Salvöru Nordal.

Stefna og hlutverk umboðsmanns barna

Dr. Salvör Nordal, umboðsmaður barna og prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, skýrði frá hlutverki embættisins sem hún sagði lítið en með stóra drauma. Það ynni að betri hag barna og unglinga og gætti þess að tekið væri tillit til réttinda þeirra og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins.

Í stefnu um barnvænt Ísland, sem er nýtt hlutverk embættisins, er gert ráð fyrir að það sinni réttargæslu, þ.e. að „börn og/eða foreldrar þeirra geti leitað stuðnings og ráðgjafar hjá aðila sem aðstoðar þau við að leita réttar barnsins hjá stjórnvöldum, ef þau telja brotið gegn réttindum þess.“

Á landinu séu nú um 80 þúsund börn og fáir að sinna þessum hópi. Áherslur embættisins voru settar við gerð „Framtíðarsýnar“ sem felur í sér þrennt:

1. Barnasáttmálann þar sem m.a. er fylgst með þróun og túlkun hans og stuðlað að því að hann sé virtur.

2. Þátttöku barna þar sem m.a. er efld lýðræðisþátttaka barna og beint samráð við þau um réttindi, þarfir og hagsmuni þeirra og haldið barnaþing annað hvert ár.

3. Framsækni m.a. með markvissu samstarfi innanlands og erlendis ásamt styrkingu á samstarfsneti um réttindi barna.

Dr. Salvör kom víða við en sérstaka athygli vakti umfjöllun um barnaþing og ungmennaráð, sem hafa gengið vel, og einnig vék hún sérstaklega að veittri aðstoð við börn í viðkvæmri stöðu, t.d. gagnvart þeim sem eiga foreldra í fangelsum.

Í lok erindisins sagði hún að ljóst væri að verkefninu ljúki aldrei og vísaði í ummæli Geirs Gunnlaugssonar, barnalæknis og fyrrverandi landlæknis, en hann sagði í viðtali: „Það fæðist nýtt barn á hverjum degi, það þarf að bólusetja á hverjum degi, það þarf að vinna að þessu á hverjum degi, það er ekki sigur unninn, þetta er stanslaus barátta.“

Salvör fékk fyrirspurn úr sal um hvernig gengi að koma öllum þessum verkefnum í verk og hvort þau væru í samvinnu við einhver samtök. Salvör svaraði því til að þau væru t.d. í samvinnu við UNICEF og fleiri og sagðist nú munu fara að horfa til Oddfellowa en hún væri með margar hugmyndir um aðstoð. Erindi Salvarar er í fullri lengd með öðrum erindum á upplýsingasíðu Akademíunnar á innri vef Oddfellowa, sbr. hlekk hér framar.

Því næst var framhaldið kynningu á verkefnum málefnahópa Akademíunnar.

Stofnskrá Regludeilda og vegferð Oddfellowa

Lára G. Oddsdóttir sagði sinn málaefnahóp hafa lagt áherslu á að koma á framfæri nokkuð ítarlegri lýsingu vegferðar Reglusystkina innan Reglunnar. Þetta er umfangsmikið verkefni þar sem það tekur til nánast alls starfs hennar. Einn angi þessa er útgáfa Akademíunnar á bæklingi um stofnskrár sem byggir að grunni til á sænskum bæklingi um sama efni.

Nú var kynningum á verkefnum málefnahópanna lokið og fundarstjóri upplýsti að 130 tengingar væru inn á Málþingið en það væru margir saman komnir á Akureyri, Selfossi og Akranesi svo fjöldinn sem fylgdist með í streymi væri meiri. Í sal voru 37 þátttakendur.

Stórsír vitnaði til upphafsins

Stórsír, Guðmundur Eiríksson, ávarpaði þingið og sagðist hugsa til ársins 2015 þegar starf Akademíunnar hófst. Það var unnið ötullega að því að koma henni af stað og samstaðan hefur haldist, starfið blómstrað og mörg verkefni hafa verið kynnt.

Aðstæður á heimsvísu kalli á öflugt Oddfellowstarf –Akademían geti líka lagt til þeirra mála í samræmi við tilgang hennar og hann líti svo á að hún sé komin til að vera.

Hann taldi að mjög fróðleg erindi hefðu verið kynnt á þessu málþingi. Akademían hefði lagt mikið af mörkum og verið traustur hlekkur.

Stórsír vék að öllum verkefnunum sem kynnt voru og taldi vert að hugsa um þau öll og skoða. Hann sagði Stórstúkustjórn taka öllum málum vel og væri ekki málsvari óbreytts ástands. Einnig benti hann á nauðsyn umræðna í Regludeildum um þessi málefni.

Málþinginu var í framhaldi slitið kl. 14:15. Þá var lokað fyrir streymið og haldinn aðalfundur Akademíunnar. Eins og áður sagði eru allir fyrirlestrar aðgengilegir á vef Oddfellowreglunnar https://innri.oddfellow.is/is/um­regluna/oddfellowakademian.

Guðlaug Björg Björnsdóttir, Rbb. nr. 1, Þórhildi

Jón Gunnar Borgþórsson, Ob. nr. 7, Sjöstjörnunni

10 2. tbl. 2022

SÝNUM UMBURÐARLYNDI OG HJÁLPSEMI

ig langar að segja ykkur litla sögu. Árið er 1982. Á fallegu blómaeyjunni Sri Lanka í Indlandshafi geisar borgarastyrjöld, grimmilegt stríð sem hafði hræðilegar afleiðingar fyrir íbúa landsins.

Ung hjón, hún er kennari og hann er rafmagnsverkfræðingur, þau eiga 2ja ára dóttur og konan ófrísk að öðru barni. Hörmungarástandið í landinu hafði þær afleiðingar fyrir þessa litlu fjölskyldu að faðirinn ákvað að flýja ástandið og freista þess að finna betri stað í nýju landi til að veita fjölskyldunni öruggara skjól. Hann komst að lokum til Þýskalands og þegar hann var búinn að koma sér þar fyrir, sendi hann eftir konu sinni og dóttur, þá 3ja ára, og tæplega 1 árs syni, sem hann hafði þá ennþá ekki séð.

Í Þýskalandi fæddist þeim annar sonur, og eftir 4 ára dvöl þar fluttu þau til Kanada þar sem þau fengu ríkisborgararétt. Vel var tekið á móti þeim í Kanada og litlu fjölskyldunni leið vel, þó vissulega hafi þau saknað heimalandsins, ættingja og vina.

Árin liðu og þegar dóttirin var í háskóla í Kingston í Kanada varð á vegi hennar ungur piltur frá Íslandi, ástin kviknaði og hafa þau nú verið gift í 17 ár og eiga þrjú yndisleg börn. Fyrstu árin bjuggu þau í Kanada, en fluttu síðar til Íslands og hafa búið hér í nokkur ár. Þessi ungu hjón eru sonur minn og tengdadóttir, sem hafa komið sér vel fyrir ásamt börnum sínum í fallegu húsi sínu í Hafnarfirði.

Og sagan endurtekur sig. Á fyrstu mánuðum þessa árs hófst hræðilegt stríð í Úkraínu, sem stendur enn. Ástandið hefur gert það að

Einkennilegt samtal

Lestin brunaði áfram um bleika akra og blómstrandi sólroðin engi, steypti sér inn í niðdimm fjallagöngin, rann í ótal bugðum upp fjallshlíðarnar og staðnæmdist aðeins andartak við helstu stöðvarnar Það var á einni slíkri stöð, að kona flýtti sér upp í vagnin og gekk rakleitt inn í einn klefann sem var fullskipaður ferðafólki Hurðinni var skell á hæla hennar og lestin rann af stað Konan leit ráðþrota í kringum sig í klefanum Þarna sátu karlmenn, sumir dottandi, aðrir rínandi í marglesin dagblöðin . Enginn gaf henni gaum og engum datt í hug að bjóða henni sæti, og þótt hún væri sárþreytt eftir langa ferð í annarri lest, átti hún einskis annars úrkostar en standa þar sem hún var komin Þá var það að maður sá er gengt henni sat, leit á hana sem snöggvast og eins og kipptist við Hann leit spyrjandi augum á hana aftur augnablik, stóð síðan upp og sagði við hana í hálfgerðum afsökunarróm: „Viljið þér ekki gera svo vel og setjast niður . “ Á tilbreytingarlausu járnbrautarferðalagi fer ekkert smáatvik fram hjá ferðamanninum, og samverðafólkið í klefanum fylgdi með athygli því, sem fram fór milli þessara tveggja farþega

Konan þáði sætið þakksamlega og leit á hinn ókunna mann eins og hún væri að reyna að koma honum fyrir sig eða leysa úr svip hans hvað honum gengi til Á svip hans

verkum að fólk flýr stríðið og hörmungar þess í Úkraínu og heldur út í óvissuna í þeirri von að finna öruggt skjól fyrir fjölskylduna og eignast betra líf í nýju landi. Margir þessara flóttamanna hafa komið til Íslands á árinu og freista þess nú að búa sér og börnum sínum betri aðstæður en þann stöðuga ótta og hörmungar sem þau hafa upplifað síðan stríðið hófst. Það er ekki auðvelt fyrir þetta fólk að aðlagast nýjum heimkynnum, sérstaklega þegar það er haft í huga að ennþá geisar stríð í heimalandi þeirra og sorgin víða mikil.

Nú styttist í hátíð ljóss og friðar, eins og jólahátíðin er fyrir okkur flest. En fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa sitt eigið land á flótta, getur þessi tími verið erfiður. Til að þessu fólki líði vel hér og finni sig á nýjum stað, þurfum við að taka vel á móti því og bjóða velkomin í samfélag okkar. Hér getum við öll lagt hönd á plóg til að auðvelda flóttafólkinu að aðlagast lífinu hér á landi. Þetta getum við gert með margvíslegum hætti og oft þarf ekki mikið til. Kannski getur hlýlegt bros eða hjálparhönd verið það sem þarf til að fólk finni sig velkomið. Sýnum umburðarlyndi, hjálpsemi og jákvæðni, og veitum þessa hlýlegu gestrisni sem við sem þjóð erum svo þekkt fyrir.

Því segi ég, tökum vel á móti þessu fólki með einkunnarorð Oddfellow að leiðarljósi, vináttu og kærleika og sannleika.

mátti lesa vingjarnlega umhyggjusemi og hann horfði fast á litla gullnælu í kjólnum hennar og hálf hvíslaðii: „Fyrirgefið þér, en með leyfi að spyrja, hverskonar nál er þetta?“

Hún svaraði rólega: „það eru þrír hlekkir úr festi“

„Hvað merkja þeir?“ spurði hann Þá varð hún alvarleg á svipinn og svaraði: „Ókunnugum er engin þörf á að vita það, en sá, sem veit það spyr ekki „Alveg rétt,“ kvað maðurinn, „ það er I O O F “

Já, í v k og s “ var svarið Og um leið rétti hún honum höndina eins og gömlum og góðum vini . Hann þrýsti hönd hennar vingjarnalega og mælti

„Sælar og blessaðar kæra systir

Má ég kynna mig: Helvetia, Zurich, Sviss “

„Gleður mig, kæri bróðir – Germania, Berlin,“ svaraði hún og galt honum handartakið .

Enginn af samferðafólkinu botnaði í hvað átt var við með þessum orðum sem á milli þeirra fóru, en hitt duldist engu þeirra, að hér höfðu hizt tvær bláókunnugar manneskjur, sem áttu sameiginlegan andlegan fjársjóð, er stóð ofar öllum háfleygum innantómum kurteisisorðum . Úr 2. tölublaði Oddfellowblaðsins 1. árgangs 1952

HUGLEIÐING
11 2. tbl. 2022

ÞORBJÖRG Í 10 ÁR

Það var árið 2011 sem nokkrar systur í Rebekkustúkunni nr. 7, Þorgerði, hófust handa við undirbúning að stofnun nýrrar stúku. Eflaust er ekki á neina þeirra hallað þegar fullyrt er að systir Eydís Egilsdóttir hafi verið sú sem mest mæddi á í þeim undirbúningi. Þann 1. desember 2012 var svo Rebekkustúkan nr. 17, Þorbjörg, stofnuð í Vonarstræti 10. Stofnfélagar voru 29 systur og einn bróðir. Fyrsti yfirmeistari stúkunnar var systir Hildigunnur Hlíðar. Á eftir henni komu Eydís Egilsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Kristín Hraundal, Svandís Matthíasdóttir og núverandi yfirmeistari er Kristín Þorsteinsdóttir.

Öflun fjár í líknarsjóð hefur verið fyrirferðarmikil þessi 10 ár og hefur stúkan okkar styrkt með fjárframlögum Konukot, Geðhjálp og kaup á blindrahundum, svo fátt eitt sé nefnt. En líka þarf að að hafa gaman í Oddfellowstarfinu. Þorbjargarsystur hafa heimsótt Rebekkustúkur í Finnlandi og hitt svo finnsku systurnar í Þýskalandi. Áætluð er svo þriðja utanlandsferðin næsta vor til Edinborgar.

Skemmtiferðir hafa verið farnar innanlands og má þar nefna til Vestmannaeyja, í Borgarfjörðinn og nú síðasta vor til Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Fjörugar skemmtanir hafa líka verið haldnar, bæði með mökum og einnig vinkonukvöld. Menningar­ og fræðsluferðir hafa verið farnar, meðal annars að Bessastöðum, í klaustur Carmelsystra í Hafnarfirði og skoðuð aðstaða Takts, Parkinson samtakanna í húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Á tíma Covid faraldursins, þegar aðeins var hægt að halda rafræna fundi, hófu nokkrar systur, að eigin frumkvæði, að halda utan um vikulegar gönguferðir stúkusystra á höfuðborgarsvæðinu.

Litla Þorbjörg er nú búin að slíta barnsskónum. Haldið var veglega upp á 10 ára afmælið þann 3. desember sl. með hátíðarfundi í Vonarstræti 10, þar sem stúkan var. Um kvöldið var svo kvöldverðarskemmtun með mökum.

Við Þorbjargarsystur erum afar stoltar af stúkunni okkar og því að tilheyra Oddfellowreglunni. Til marks um það má

segja frá því að í kaffisal eftir flesta fundi syngjum við saman ljóð samið af systur okkar, Brynju Hlíðar, og heitir það einfaldlega Þorbjargarljóð Textinn er við lagið Erla góða Erla:

Við erum Þorbjargarsystur og stefnum að markinu hátt. Hinn síðasti mun verða fyrstur, það sagt er um Drottins mátt. Við vinnum verk okkar saman og verum Reglunni trú. Öllu sem hér þarf að sinna, við sinnum ég og þú.

Systur stöndum nú saman og vinnum verk okkar vel. En einnig skal hafa gaman við ósvikið vinarþel. Gleðjum og styrkjum þá bágu sem sannlega þarfnast þess. Í Reglunnar markmiðs þágu það munum í v, k & s.

Hátíðarkveðjur í vináttu, kærleika og sannleika til allra Oddfellowsystkina landsins frá okkur Þorbjargarsystrum.

Katrín Yngvadóttir, Rbst. nr. 17, Þorbjörgu
FRÉTTIR
Systur í skemmtiferð í Vestmannaeyjum, eftir siglingu um eyjarnar. Þorbjargarsystur í Frankfurt með finnskum systrum sínum. Fyrsta stjórn Þorbjargar ásamt þáverandi stórsír og br. í stúkunni, Gunnlaugi Steindórssyni. Frá ferð Þorbjargarsystra til Finnlands.
12 2. tbl. 2022
Heima hjá einni systur við undirbúning jólasölu í Vonarstræti.

NÝR STÚKUSALUR VÍGÐUR Á KRÓKNUM

Langþráð tímamót urðu meðal Reglusystkina á Sauðárkróki þegar nýr og glæsilegur stúkusalur að Víðigrund 5 var vígður laugardaginn 5. nóvember sl. Einnig var tekin í notkun breytt og endurnýjuð neðri hæð hússins, en efri hæðin, með nýju eldhúsi og endurbættum veitingasal, var komin í notkun fyrir nokkru síðan.

Skóflustungan að stækkun Regluheimilisins var tekin 9. október 2016 og var áætlað að framkvæmdir tækju 3 ­ 4 ár. Vegna Covid og annarra orsakavalda drógust framkvæmdir og þegar þetta var ritað átti eftir að fullklára að innrétta skrifstofu og setustofu á neðri hæð.

Skagafjörður tók vel á móti gestum á vígsludaginn með stilltu og fallegu veðri. Hvl. stórsír, Guðmundur Eiríksson, vígði stúkusalinn ásamt stórembættismönnum og systrum og bræðrum úr stúkunum á Sauðárkróki, Sif og Eir. Að vígslu lokinni var boðið upp á veitingar á efri hæð hússins fyrir gesti, þar sem flutt voru ávörp og gjafir afhentar.

Þau sem tóku til máls voru Guðmundur Eiríksson, stórsír, Bryndís Garðarsdóttir, st.fm. Rbst. nr. 18, Eldeyjar, Elías Örn Óskarsson, yfirmeistari St. nr. 15, Freyju, Vordís Baldursdóttir, yfirmeistari Rbst. nr. 19, Þórdísar, Þórunn Guðgeirsdóttir, yfirmeistari Rbst. nr. 15, Bjarkar, Magnús H. Ólafsson, arkitekt hússins, ásamt systrum og bræðrum úr stúkunum á Sauðárkróki.

Nýi fundarsalurinn er með þeim tæknilegri í Regluheimilum okkar, með rafdrifinni lækkun og hækkun í ræðupúltum, tölvustýrð ljós í loftinu, með möguleika á norðurljósasýningu við upphaf funda eða önnur tækifæri. Allt tréverk er unnið af Trésmiðjunni Borg á Sauðárkróki og ræðupúltin eru sérsmíðuð og útskorin af Hirti Ingasyni, húsgagnasmið á Sauðárkróki. Púltin gáfu skemmtinefnd Sifjarbræðra og feðgarnir Ólafur Sigmar Pálsson og Páll Arnar Ólafsson gáfu tvö, en Páll hefur verið í fararbroddi framkvæmdanna ásamt Þresti Magnússyni, formanni byggingarnefndar og „tæknitrölli“ stúkunnar. Við altarið er fallegt glerlistaverk eftir systur í Þóru á Selfossi, Svanborgu Egilsdóttir. Vísa má til frekari umfjöllunar um framkvæmdirnar á Sauðárkróki í síðasta Oddfellowblaði.

Björn fær heiðursmerki

Í ræðu sinni við vígslu stúkusalarins þakkaði Guðmundur Eiríks son, stórsír, öllum þeim fjölmörgu bræðrum og systrum sem komu að framkvæmdinni. Gríðarlegur fjöldi vinnustunda sjálfboðaliða lægi að baki. Sagði hann erfitt að tiltaka einstök nöfn en nefndi m.a. Sifjarbræðurna Aðalstein Maríusson, sem driftkraft verksins í upphafi, Pál Arnar og Þröst. Þar hefði verið á ferðinni óbilandi og endalaus vilji, kraftur og þrek til að láta allt dæmið ganga upp.

Þá tilkynnti stórsír að Stórstúkustjórn hefði ákveðið að sæma br. Björn Björnsson heiðursmerki Oddfellowreglunnar fyrir hans starf í þágu Reglunnar á Sauðárkróki. „Hann er, ef svo má að orði komast, holdgervingur starfsins hér fyrir norðan fyrir okkur sem horfum á starfið aðeins utan frá,“

var

Sifjar á

og var um tíma eini Oddfellowinn í Skagafirði, en hann vígðist fyrst í Sjöfn á Akureyri fyrir 40 árum síðan. Stórsír sagði Regluheimilið á Sauðárkróki vitnisburð um frábæran arkitektúr og þakkaði Magnúsi arkitekt fyrir hans verk. Hann flutti samfélagi Oddfellowa á Akureyri sérstakar þakkir og sagði stúkur þar hafa stutt vel við bakið á stúkunum á Sauðárkróki sem stofnaðar voru fyrir um 25 árum. Nefndi stórsír þar brautryðjendur eins og Sigurð heitinn Oddsson og Kristínu Tómasdóttur. Þá hefði Elías Örn Óskarsson, yfirmeistari í Freyju í dag, haldið þessum merkjum á lofti við framkvæmdirnar á Sauðárkróki en sem pípulagningameistari lagði hann fram ómælda vinnu við verkið.

sagði Guðmundur en Björn meðal stofnfélaga sínum tíma
FRÉTTIR
Guðmundur Eiríksson afhenti yfirmeisturum Sifjar og Eirar góðar gjafir, þeim Valgeiri M. Valgeirssyni og Jóhönnu Björnsdóttur. Nýi fundarsalurinn er fallegur á að líta og ræðupúltin sérsmíðuð á Sauðárkróki, , sem og flest annað tréverk í húsinu.
13 2. tbl. 2022
Regluheimilið á Sauðárkróki, við Víðigrund 5, hefur gengið í gegnum gagngerar endurbætur.

ODDFELLOWBLAÐIÐ BUNDIÐ INN

Oddfellowblaðið kom fyrst út í mars árið 1952 og er því 70 ára á þessu ári, líkt og greint var frá í síðasta blaði. Allt frá upphafi hefur blaðið gegnt því hlutverki að miðla fræðslu og upp lýsingum um Oddfellowregluna og starfið innan hennar meðal Reglusystkina hvar sem þau búa á landinu. Í fyrstu var útgáfan lítil að vöxtum og var fyrsta tölublað ársins 1952 aðeins 16 blaðsíður. Síðan þá hefur blaðinu heldur betur vaxið fiskur um hrygg og það stækkað mikið, bæði hvað varðar umfang og efni eins og sjá má í 2. tbl. ársins 2021 sem er alls 76 síður. Það er því greinilegt að á undanförnum árum hafa Reglusystkin tekið vel í endurteknar áskoranir ritstjórna blaðsins um að senda inn alls konar efni viðkomandi Reglustarfinu, svo sem fréttir frá stúkum, hugleiðingar um hin ýmsu málefni, frá sagnir og fræðsluefni og jafnvel föndur­ og matar uppskriftir.

Bókasafnsnefnd, sem skipuð er br. Jóhanni Ingólfssyni (St. nr. 19, Leifi heppna), formanni, str. Odd nýju H. Björgvinsdóttur (Rbst. nr. 10, Soffíu), ritara og br. Guðmundi H. Arnaldssyni (St. nr. 1, Ingólfi), ákvað á fundi nefndarinnar þann 5. janúar 2022 að hefjast handa við að undirbúa innbindingu Oddfellowblaðsins, þ.e. þá árganga (2007–2021) sem ekki höfðu þegar verið bundnir inn, en áður höfðu verið bundnir inn allir árgangar blaðsins frá 1952 til og með 2007 (1. tbl.).

Leitað var til Minja­ og safnasjóðs um fjármögnun. Stjórn Stórstúkunnar ákvað á fundi hinn 17. maí 2022 að verða við erindi Bókasafnsnefndar um fé úr Minja­ og safnasjóði til verkefnisins, enda væri það í góðu samræmi við ákvæði grundvallarlaga um Minja­ og bókasafnsnefnd þar sem kveðið er á um varðveislu bóka og rita sem tengjast Oddfellowreglunni.

Tólf árgangar í þremur bindum

Samningar tókust við bókbandsstofuna Bókverk í Reykjavík um verkið. Eggert Ísólfsson, bókbindari, sá um að binda inn og hafa nú allir árgangar Oddfellowblaðsins frá árinu 2007 (2. tbl.) til og með 2021 verið bundnir inn. Samtals eru

þetta 36 bindi, eitt sett (þrjú bindi) fyrir hvert Regluheimili í landinu og tvö sett til viðbótar sem varðveitt verða á bókasafninu í Vonarstræti. Samtals er hér um að ræða tólf árganga í þremur bindum. Fjórir árgangar eru í hverju bindi og tvö blöð í hverjum árgangi frá árinu 2007 til ársins 2021.

Gunnar M. Gröndal (br. í St. nr. 20, Baldri) og Oddný H. Björgvinsdóttir (str. í Rbst. nr. 10, Soffíu) tóku saman efnisyfirlit. Garðar Pétursson (br. í St. 16, Snorra goða) sá um uppsetningu og umbrot efnisyfirlits. Bindin eru þrjú og birtist efnisyfirlit fremst í hverju bindi. Efnisyfirlitum er raðað í stafrófsröð eftir nöfnum höfunda. Heiti greina birtast undir nöfnum höfunda ásamt með tilvísan í það blað sem greinin birtist í, þ.e. árgang, tölublað og blaðsíðutal. Séu höfundar fleiri en einn birtist greinin undir nafni þeirra allra. Í ávarpi, sem birtist í fyrsta tölublaði Oddblaðsins 1952, skrifar þáverandi br. stórsír, Magnús Jochumsson: „Það er engum efa undirorpið að útgáfa Reglublaðs getur orðið félagsskap okkar hinn mesti styrkur… slíku blaði er fyrst og fremst ætlað að vera boðberi okkar, hvar sem við erum í landinu. Það á að geta frætt okkur um hagi stúknanna, vakið okkur til starfa og blásið okkur í brjóst öryggi, trú og von um heillaríkan árangur af starfi okkar …“ (1. árg. 1. tbl. bls. 1).

Efni Oddfellowblaðsins er mjög fjölbreytilegt og þangað er hægt að sækja margvíslegan fróðleik um Oddfellowregluna. Þar setja menn fram hugleiðingar sínar um hina ýmsu þætti sem viðkoma Reglunni, um félagsskapinn innan hennar og starfið í Reglunni. Blaðið er sannkölluð fróðleikskista og jafnframt saga Oddfellowreglunnar í hnotskurn. Vonandi halda Reglusystkin áfram að skrifa í Oddfellowblaðið svo að útgáfa þess haldi áfram að vera vettvangur umræðu, fróðleiks, frétta og fræðslu um Oddfellowregluna, Reglunni til heilla!

F.h. bókasafnsnefndar, Oddný H. Björgvinsdóttir, Rbst. nr. 10, Soffíu

FRÉTTIR
14 2. tbl. 2022

HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ FORSÍÐUMYNDIRNAR?

Einhverjir hafa kannski velt fyrir sér hvað sé málið með þessa þrjá hluti sem birtast iðulega á forsíðu Oddfellowblaðsins. Sennilega hafa þó flestir innan okkar raða áttað sig á því að hér er verið að vinna með gildin okkar þrjú eins og þau birtast okkur í þriggja hlekkja keðjunni, sem mörg okkar bera jafnvel á fingri. Mig, sem grafískur hönnuður og myndlistarmaður, langaði að gera vináttu­kærleika­sannleika einhver skil á forsíðumyndum blaðsins, en kannski án þess þó að vera alltaf að nota IOOF keðjuna beint. Þetta hefur þróast smám saman frá því að ég prófaði fyrst að fela hringina sem geislabauga á forsíðu jólablaðsins árið 2008. Framan á páskablaði 2009 voru þrjú gul egg með þyrnikórónu sem tákn páskanna. Svona hefur þetta haldið áfram með grunnlitum sem hæfa myndefni og árstíð, en þó með einhverjum undantekningum þegar tilefni hafa kallað á annað, eins og til dæmis að á 200 ára afmæli Reglunnar voru tvö tölublöð helguð því með sérstöku afmælismerki blaðsins.

Blaðið okkar hefur þá sérstöðu að það þarf ekki að vera með sölulega forsíðu með frægu fólki framan á eða eitthvað þannig til að selja það, enda ekki ætlast til að aðrir en Oddfellowar sjái það. Það getur verið ákveðinn kostur að aðrir átti sig engan veginn á því hvað býr að baki.

Fyrir áhugasama þá er þemamyndefnið í öllum tilfellum sérteiknað sem vektorar (útlínuteikning) í tölvu.

Á forsíðu síðasta jólablaðs birtust þrjár rjúpur í vetrarbúningi og í ár erum við með þrjá kransa sem þema og eiga að minna okkur á gildin okkar og anda jólanna.

Gleðilega hátíð!

OPNUVIÐTALIÐ: ODDFELLOW HEFUR VERIÐ MITT HALDREIPI UPPLIFUN HJÚKRUNARFRÆÐINGS Á FARSÓTTARTÍMUM ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR ÞÓRDÍSARSYSTUR BJÖRGUM TRJÁNUM Í URRIÐAHOLTI STEINASAFN HERMANNS Í BÍLSKÚRNUM MATUR FYRIR LÍKAMANN, TÓNLIST FYRIR SÁLINA Þemamynd þessa jólablaðs í vinnslu. Vinstra megin á myndinni sést vektorteikningin. Jólablað 2008 Jólablað 2021
Garðar Pétursson, St. nr. 16, Snorra goða Sýnishorn af myndskreytingum sem hafa verið á forsíðu jólablaðs Oddfellowblaðsins síðustu árin.
FRÓÐLEIKUR 15 2. tbl. 2022

FYRSTUR BRÆÐRA

TIL AÐ NÁ 75 ÁRUNUM

Bróður Sigfúsi Bergmann Sigurðssyni í St. nr. 12, Skúla fógeta, var í desember 2021 veitt 75 ára fornliðamerki Oddfellowreglunnar á Íslandi. Athöfnin fór fram með hátíðlegri athöfn í Oddfellowhúsinu að Vonarstræti.

Hávirðulegur stórsír, br. Guðmundur Eiríksson, veitti Sigfúsi merkið og við athöfnina aðstoðuðu stórembættismennirnir Auðunn Kjartansson, Sveinbjörn Friðjónsson og Hallgrímur Júlíusson.

Sigfús er fyrsti Oddfellowbróðirinn á Íslandi til að hljóta þennan heiður og var því um sögulegan viðburð að ræða í starfi Reglunnar hér á landi. Að athöfn lokinni var sest að snæðingi þar sem stúkan bauð viðstöddum upp á jólahlaðborð að danskri fyrirmynd.

Br. Sigfús vígðist í St. nr. 1, Ingólf, þann 24. nóvember árið 1946, þá 28 ára gamall. Þann 3. maí 1969 flutti hann sig í St. nr. 12, Skúla fógeta, og er hann einn af stofnfélögum hennar. Þann 15. nóvember 1977 var br. Sigfús kallaður til Ob. nr 1, Petrusar. Hann gegndi embætti innvarðar í St. nr. 1, Ingólfi, árin 1964 ­1966. Hann gegndi embættum vm. sm. 1969 ­1792, skjalavarðar 1974 ­1976 og gjaldkera 1978 ­1980 í St. nr. 12, Skúla fógeta.

Frumkvöðull í bílgreinum

Sigfús fæddist árið 1918 og er því 104 ára gamall Hann er bifvélavirkjameistari að mennt og starfaði í 23 ár á verkstæðinu hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og síðar í 25 ár sem kennari í bíliðn og deildarstjóri við Iðnskólann í Reykjavík. Hann var frumkvöðull í sínu starfi og skrifaði einnig fjölmargar greinar um „tæknileg málefni bíla“ í Morgunblaðið. Þá þýddi hann mörg tækniorð yfir á íslensku og eftir hann liggja bækur þar sem hann hefur þýtt tækni­ og bílorð með skýringum úr ensku, sænsku og þýsku.

Þrátt fyrir að vera orðinn 104 ára, þegar þetta er ritað, er bróðir Sigfús mjög skýr og vel á sig kominn miðað við aldur. Hann dvelur á Dvalarheimilinu Eir þar sem hann styttir sér stundir við myndvinnslu og greinaskrif í tölvunum sínum.

Þórarinn Gunnarsson, St. 12, Skúla fógeta

Leiðrétting

75 ÁRA FORNLIÐAMERKI – SIGFÚS BERGMANN SIGURÐSSON
Þegar þetta er ritað er Sigfús elstur núlifandi Oddfellowbræðra en ranghermt var
Þorfinni
verið
í síðasta Oddfellowblaði að br. Karl Jónas son í St. nr. 10,
karlsefni, hefði þá
elstur. Beðist er velvirðingar á þessu, en skömmu eftir að vorblaðið kom út lést br. Karl, á 103. aldursári. Blessuð sé minning hans.
Sigfús Bergmann Sigurðsson við athöfnina
í Vonarstræti.
miðju í fremstu
16 2. tbl. 2022
Sigfús fyrir
röð @ásamt fríðum hópi stórembættismanna og bræðra úr
Skúla fógeta.

MEÐAL STOFNENDA BJARNA RIDDARA

Þ

að var glatt á hjalla í Regluheimilinu í Hafnarfirði laugardaginn 8. október síðastliðinn en á hátíðarfundi í Stúkunni nr. 14, Bjarna riddara, var br. heiðursfélaga, Einari Þóri Jónssyni, veitt 50 ára fornliðamerki. Hvl. stórsir, Guðmundur Eiríksson, og stórembættismenn sáu um framkvæmdina og var athöfnin afar hátíðleg og falleg.

Br. Einar Þórir vígðist í St. nr. 3, Hallveigu, árið 1969, aðeins 31 árs gamall. Hann var síðan einn af stofnfélögum Bjarna riddara þann 8. maí árið 1976. Á árinu 2019 voru því liðin 50 ár frá því að hann gekk í Oddfellowregluna, en vegna Covid frestaðist að veita Einari Þóri þennan virðingarvott, þar til í haust.

Á myndinni er Einar Þórir Jónsson á milli Hafdísar Stefánsdóttur varastórsírs og Guðmundar Eiríkssonar stórsírs. Í aftari röð f.v. Gróa Dagmar Gunnarsdóttir

Hallgrímur

stórkallari, Auðunn Kjartansson

Br. Einar Þórir hefur get ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stúkuna og setið í mörgum nefndum. Hann hefur m.a verið vinstri meðhjálpari siðameistara, útvörður, umsjónarmaður og gjaldkeri. Einar Þórir var kallaður til Ob. nr. 1, Petrusar, árið 1984 en flutti sig svo í Ob. nr. 3, Magnús, árið 1990. Hann var gerður að einum af heiðursfélögum stúkunnar árið 2019 og á sama ári fékk hann þjónustumerki Oddfellowreglunnar.

Einar Þórir er húsgagnasmiður að mennt. Regluheimilin í Hafnarfirði og þar með Regludeildirnar þar, hafa notið góðs af fagmennsku hans, bæði þegar húsinu við Linnetstíg 6 var

Sveinbjörn Friðjónsson

Hannes Siggason, yfirmeistari í St. nr. 14, Bjarna riddara.

breytt í Regluheimili og þegar Regludeildirnar í Hafnarfirði, seint á 10. áratug síðustu aldar, réðust í að festa kaup á núverandi húsnæði að Staðarbergi 2­ 4 á byggingarstigi og breyta því og aðlaga svo það hentaði sem best. Einar Þórir er hvers manns hugljúfi, alltaf jákvæður í tali og hefur notalega nærveru. Eiginkona hans er Guðrún Magnúsdóttir.

Á þessum hátíðarfundi bar það einnig til tíðinda að hvl. str. varastórsír, Hafdís Stefánsdóttir, og hvl. str. stórritari, Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, sátu einnig fundinn.

SAGA MEÐ BOÐSKAP Þ

essi litla litla saga barst mér fyrir mörgum árum á rifrildi úr erlendu blaði (sennilega Oddfellowblaði) við tiltekt í vinnuaðstöðu Bergþóru í Vonarstrætinu. Gleymdist en kom í ljós með gömlum pappírum við flutninga:

„Fjögurra barna faðir sat kvöld eitt og las blaðið sitt en fékk ekki næði fyrir börnum sínum. Þá sá hann að það var landakort af öllum heiminum í blaðinu. Hann tók skæri og klippti út síðuna með kortinu þvers og kruss og bað börnin um að setja kortið rétt saman aftur og komst þá kyrrð á.

Ekki liðu nema fimm mínútur þegar börnin komu aftur og tilynntu að nú væru þau búin. Faðirinn varð dálítið undrandi yfir hve fljót þau voru en um leið stoltur af því

að eiga svona dugleg börn. Hann spurði elsta drenginn hvernig stæði á því að þetta hefði gengið svona vel.

„Jú,“ sagði drengurinn, „það var nefnilega manneskja aftan á kortinu og þegar við vorum búin að gera manneskjuna eins og hún átti að vera var heimurinn það líka.“

Er þetta ekki sá boðskapur sem Oddfellowar eiga að gera sér far um að stefna að, að bæta sig og samfélag sitt eftir bestu getu?

Sesselja G. Kristinsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru

50 ÁRA FORNLIÐAMERKI – EINAR ÞÓRIR JÓNSSON
stórritari, Júlíusson stórmarskálkur, stórkapellán og
HUGLEIÐING
17 2. tbl. 2022

HANS HEIÐUR OKKAR HEIÐUR

Það er ekki á hverjum degi sem Oddfellowreglan veitir heiðursmerki. Það var því mikil hátíðarstund fyrir alla viðstadda þann 10. október sl. í Regluheimilinu á Akureyri þegar slík athöfn fór fram. Á fundi stúkunnar var bróður varastórsír, Stefáni Baldvin Sigurðssyni, bróður í stúkunni nr. 25, Rán, veitt heiðursmerki Oddfellowreglunnar. Þetta var stór stund fyrir br. varastórsír Stefán og ekki síður fyrir okkur bræður í stúkunni.

Það er ekki að ástæðulausu að br. Stefáni Baldvin er sýndur þessi heiður. Hann hefur unnið af eljusemi í þágu Reglunnar og þeirra hugsjóna sem hún stendur fyrir síðan hann vígðist inn í stúkuna nr. 20, Baldur, 16. nóvember árið 1999. Í Baldri gegndi hann embætti hægri meðhjálpara undirmeistara 2002–2004, hægri meðhjálpara yfirmeistara 2004–2006 og var ritari stúkunnar 2008–2010.

Bróðir Stefán var stofnfélagi stúkunnar Ránar árið 2011 og hefur starfað ötullega að uppbyggingu og farsælu starfi stúkunnar. Hann var fyrsti yfirmeistari Ránar frá 2011 til 2014, starfandi fyrrum meistari 2014–2016 og varastórfulltrúi stúkunnar árið 2017 þar til hann var kjörinn varastórsír. Árið 2016 var br. Stefáni veitt fyrrum meistara stjarnan.

Í þeim stúkum sem br. Stefán hefur starfað hefur hann leitt nokkra bræður inn í starf Reglunnar bæði sem tillögumaður en einnig sem meðmælandi. Í starfi sínu sem yfirmeistari í Rán vígði hann inn 20 bræður í stúkuna.

Br. Stefáni var veitt Stórstúkustig árið 2015 og kjörinn varastórsír í lok árs 2017 og á ný kjörtímabilið 2019–2023 og gegnir nú því embætti.

Öðrum góð fyrirmynd

Br. Stefán var kallaður til Oddfellowbúða númer 1, Petrusar, 2009 en flutti sig í Oddfellowbúðirnar númer 2, Thomas, 2011. Hann var bókari búðanna 2014 – 2016 og fulltrúi búðanna í Oddfellow Akademíunni 2016 ­2017. Br. Stefán var í framvarðarsveit þeirra sem stóðu að stofnun og undirbúningi Oddfellow Akademínunnar og hafði umtalsvert mótandi áhrif á hvernig til tókst. Þar vann hann m.a. að framtíðarrann­

FRÉTTIR

HEIÐURSFÉLAGAR SOFFÍUSYSTRA

fundi í Rbst. nr. 10, Soffíu, hinn 10. október síðastliðinn voru systurnar og f.m. Maja Veiga Halldórsdóttir og Soffía Kjaran Pétursdóttir, gerðar að heiðursfélögum stúkunnar. Soffíusystur óska þeim innilega til hamingju með verðskuldaðan heiður en nánar verður rætt við þær í vorblaðinu.

sóknum og var ritari Akademíunnar. Hann var tekinn inn í PM Canton númer 1, Njál, árið 2018 og var veitt Vísdómsstig Stórstúku Evrópu 2019.

Í ræðu stórsírs, Guðmundar Eiríkssonar, við athöfnina þakkaði hann br. Stefáni Baldvin hið mikla og óeigingjarna framlag sitt fyrir Oddfellowregluna og Stórstúkuna en ekki síst að vera öðrum Reglusystkinum góð fyrirmynd með því að ávallt svara „kalli til að takast á við, og taka þátt í og stýra verkefnum með jákvæðni og vinnusemi að leiðarljósi…“

Fyrir okkur bræður Stefáns er hann svo sannarlega þessi fyrirmynd sem við lítum upp til. Hans heiður er okkar heiður.

Haraldur Þór, Egilsson St. nr. 25, Rán
HEIÐURSMERKI – STEFÁN B. SIGURÐSSON
Á
Heiðursfélagarnir Soffía Kjaran Pétursdóttir og Maja Veiga Halldórsdóttir. Ljósmynd: Erla Björg Jóhannsdóttir
18 2. tbl. 2022
Stefán Baldvin Sigurðsson gjöfum og heiðursmerki prýddur að athöfn lokinni. Stefán lætur af embætti br. varastórsírs næsta vor.

STOFNANDI ÞRIGGJA REGLUDEILDA

ristínu Sigurðardóttur, str. í Rbst. nr. 8, Rannveigu, var veitt 50 ára fornliðamerki þann 6. apríl sl. Hafdís Stefánsdóttir, str. varastórsír, afhenti Kristínu merkið á heimili hennar og var stjórn Rannveigar og gestir viðstaddir athöfnina, sem var mjög hátíðleg.

Hafdís fór yfir störf Kristínar fyrir stúkuna síðastliðin 50 ár. Kristín vígðist fyrst í Rbst. nr. 3, Vilborgu, árið 1970 og hefur því verið í Reglunni í nákvæmlega 52 ár. Hún var meðal stofnenda Rbst. nr. 7, Þorgerðar, árið 1977 og fimm árum síðar var hún stofnfélagi Rannveigar. Kristín var gjaldkeri í stjórn Rannveigar árin 1983 ­1986 og hefur átt sæti í fjölda nefnda í sínum stúkum. Þá var hún í hópi stofnenda Rebekkubúða nr. 2, Þórunnar, árið 2006 en hún var kölluð í Rbb. nr. 1, Þórhildi, árið 1977. Hefur hún því komið að stofnun þriggja Regludeilda innan Oddfellow.

Kristín hefur nokkrum sinnum verið tillögumaður væntanlegra systra og setið í rannsóknarnefndum hvorki sjaldnar né oftar en 19 sinnum. Í ræðu sinni sagðist Hafdís telja að þetta hlyti að vera nærri meti í Oddfellowreglunni.

Sem fyrr segir var athöfnin á heimili Kristínar og eiginmanns hennar, Runólfs Runólfssonar, sem hefur verið bróðir í St. nr. 14, Bjarna riddara, í 35 ár. Þakkaði Hafdís þeim báðum fyrir að hafa haldið merki Oddfellow á lofti í öll

þessi ár, en beindi síðan orðum sínum að Kristínu: „Þetta er hátíðardagur fyrir þig, stúkuna þína og alla Oddfellowregluna. Þú hefur verið kjölfesta í starfinu alla tíð og ekki látið þitt eftir leggja þegar þú hefur verið beðin um að leggjast á árarnar. Á þessum tímamótum vil ég fyrir hönd Stórstúkunnar færa þér alúðarþakkir, fyrir öll þau góðu störf sem þú hefur innt af hendi fyrir Reglu vora.“

Að lokinni athöfn bauð stjórn Rannveigar upp á veitingar og áttu systur og gestir notalega stund saman.

50 ÁRA FORNLIÐAMERKI – KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
Hik & Rós er nýtt nafn á Tímadjásn Enn er að finna sama frábæra starfsfólkið sem tekur vel á móti viðskiptavinum CHAINS 14 kt hálsmen 66 800 kr Oddfellow 14 kt hringur með 3pt demant 84 000 kr CUBE 14 kt hálsmen með fjórum 4pt demöntum 98 000 kr CUBE 14 kt lokkar með 4pt demöntum 58 900 kr RIA 14 kt lokkar stórir 85 900 kr - minni 64 900 kr RIA 14 kt hálsmen með 5 pt demant 98 000 kr H I K R O S IS EFSTALAND 26 - GRÍMSBÆ - 108 RVK 19 2. tbl. 2022
Hjónin Kristín og Runólfur með stjórn Rannveigar að baki sér, ásamt Hafdísi Stefánsdsóttur str. varastórsír.

GÓÐAR GJAFIR MÁNABRÆÐRA

Þ

orkell máni, St. nr. 7, fagnaði 70 ára afmæli á þessu ári en stúkan var stofnuð 26. apríl árið 1952. Af því tilefni var efnt til hátíðarfundar þann 30. apríl sl. og afmælisárshátíðar um kvöldið, sem tókst einkar vel. Vegna afmælisins gáfu Mánabræður góðar gjafir, alls 3 milljónir króna, sem skiptust til helminga á milli Sorgarmiðstöðvarinnar og Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni.

Afmælisfagnaðurinn hófst með hátíðarfundi í Sólarsal. Þar bárust Þorkeli mána margar góðar gjafir frá öðrum Regludeildum og hvl. stórstír, Guðmundur Eiríksson, ávarpaði fundinn. Flutti hann bræðrum í Þorkeli mána árnaðaróskir frá Stórstúkustjórn og Reglunni allri og hvatti þá áfram til góðra verka í stúkustarfinu.

Að loknum hátíðarfundi var efnt til móttöku í Fólkvangi. Þar voru styrkirnir afhentir til Sorgarmiðstöðvarinnar og Einstakra barna. Ína Lóa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar, tók við styrknum ásamt Guðrúnu Þóru Arnardóttur, starfsmanni miðstöðvarinnar. Þökkuðu þær stjórn og líknarsjóði Þorkels mána innilega fyrir styrkinn, sögðu hann gera Sorgarmiðstöðinni kleift að stækka og dafna, en miðstöðin hafði þá nýverið fengið afhent stærra húsnæði.

Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður stjórnar Einstakra barna, tók við gjöfinni frá Mánabræðrum og þakkaði hana af heilum hug, sagði styrkinn koma sér afar vel fyrir samtökin. Félagið Einstök börn var stofnað fyrir 25 árum af foreldrum nokkurra barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Síðan þá hefur starfsemin vaxið ört og í dag eru nærri 500 fjölskyldur í félaginu.

Þegar móttöku var lokið fóru flestir gestanna til síns

heima, nema hvað að Mánabræður og makar

leg árshátíð fór fram um kvöldið. Þar skemmti fólk sér innilega og snæddi hátíðarkvöldverð, hlustaði á ávörp, gamanmál og söng, og loks var dansað fram á nótt til að fagna þessum merku tímamótum í sögu stúkunnar. Fyrir marga bræður var ekki langt að fara af dansgólfinu, þar sem þeir gistu á hótelinu ásamt mökum sínum. Var það samdóma álit allra að vel hefði tekist til á þessum góða afmælisdegi í lok aprílmánaðar.

Stofnuð af bræðrum í Ingólfi

Sem fyrr segir er stofndagur Þorkels mána 26. apríl 1952 og fór stofnfundurinn fram í Sólarsal í Vonarstræti. Bræður úr St. nr. 1, Ingólfi, stóðu að stofnun Þorkels mána, alls 43 að tölu. Br. Garðar Þorsteinsson tók að sér undirbúning og fengu Ingólfsbræður fm., Kristján Kristjánsson, til liðs við sig, sem tók að sér forystu fyrir nýja stúku. Með Garðari og Kristjáni í fyrstu stjórn voru br Sigurður G. Sigurðsson, Þórir Hall og Karl Á. Torfason. Síðar voru Garðar og Kristján gerðir að heiðursfélögum stúkunnar.

Í háttíðarræðu, sem br. st.fm., Jóhann Árnason, flutti í 70 ára afmælinu kom fram að Líknarsjóður Þorkels mána hefði verið stofnaður á ársafmælinu 1953. Sjóðurinn hefði síðan þá vaxið og dafnað og lagt fjármuni til fjölmargra góðra verka í samfélaginu. „Þessi sjóður er okkur bbr. í Þorkeli mána afar kær, enda hefur hann frá upphafi verið byggður upp eingöngu af frjálsum framlögum bræðra,“ sagði Jóhann.

Næst rifjaði Jóhann upp hvernig nafn stúkunnar var tilkomið. Það er fengið frá Þorkeli mána Þorsteinssyni, fyrsta lögsögumanninum, sem fæddist í Gullbringu árið 915 og lifði

AFMÆLI – ÞORKELL MÁNI 70 ÁRA
Frá afhendingu styrkja frá Þorkeli mána, f.v. Ingibjörg Björnsdóttir, Guðrún Helga Harðardóttir og Guðmundur Björgvin frá Einstökum börnum, Vigfús Vigfússon, yfirmeistari, Ína Lóa Sigurðardóttir og Guðrún Þóra Arnardóttir frá Sorgarmiðstöðinni, og loks Jón Ísaksson Guðmann, undirmeistari.
20 2. tbl. 2022
Ljósmyndir: Björn Jóhann

Móttaka var í Fólkvangi að loknum hátíðarfundi, hér eru f.v. Vigfús Vig fús son yfirmeistari og kona hans, Lovísa Björnsdóttir, hjónin Olga Ólafsdóttir og Sigurður Jónsson, og loks Stefán Stefánsson, f. stórmarskálkur.

í 70 ár, jafnmörg og stúkan hefur núna náð. Afi og amma Þorkels voru landnámshjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir. Vitnaði Jóhann lítillega í Landnámabók Ara fróða þar sem m.a. kemur fram að Þorkell máni hafi hafi verið einna best siðaður meðal heiðinna manna þess tíma.

Í dag eru 97 bræður í Þorkeli mána og fundar stúkan einu sinni í viku, á miðvikudögum, í Vonarstrætinu. Félagsstarfið er mjög öflugt og margskonar klúbbar starfandi. Farnar eru ferðir til útlanda, ásamt mökum, annað hvert ár eða svo og þetta árið var farið til Slóveníu sl. vor. Sagt er frá ferðalaginu á öðrum stað í Oddfellowblaðinu.

Steindór Gunnlaugsson, fyrrum yfirmeistari Þorkels mána og fyrsti yfirmeistari Sæmundar fróða, mætti á árshátíðina ásamt Halldóru Lydíu Þórðardóttur, konu sinni. Hér eru hjónin ásamt br. Georg Arnari Þorsteinssyni, bróður í Jóni forseta, en faðir hans heitinn, Þorsteinn Rúnar Sörlason, var í Þorkeli mána í 40 ár.

Stjórn stúkunnar skipa Vigfús Vigfússon yfirmeistari, Jón Ísaksson Guðmann undirmeistari, Ottó Magnússon ritari, Sigvaldi Elís Þórisson féhirðir og Leifur Eiríksson gjaldkeri. Heiðursfélagar Þorkels mána eru Júlíus G. Rafnsson og Karl Jóhann Ottósson. Stórfulltrúi er Steingrímur Rafn Friðriksson og Birgir Þórarinsson varastórfulltrúi.

Eiginkonur nokkurra Mánabræðra á góðri stund á árshátíð stúkunnar á Grand hóteli. Guðmundur Eiríksson stórsír ásamt Mánabræðrunum, f.v., Markúsi Þór Atlasyni, Jóni Kr. Gunnarssyni, Kjartani Rafnssyni og Má Jóhannssyni.
Björn Jóhann Björnsson,
Bæjarhrauni 10 220 Hafnarfirði Sími 565 2189 bokhaldsstofan.is BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI Getum bætt við okkur nýjum viðskiptavinumum 21 2. tbl. 2022
St. nr. 7, Þorkeli mána

FÆR GRASRÓTIN RÉTTA NÆRINGU?

Þ

að er mikilvægt hverjum félagsskap, og reyndar hverju fyrirtæki að gefa sér öðru hverju tíma til að skoða hver staðan sé, hvort stefnan sé rétt m.v. sett

að breyta um kúrs, breyta ef til vill markmiðum, skerpa á áherslum og aðferðum. Þetta á að sjálfsögðu við um Oddfellowregluna.

Þegar rætt er um þessa hluti er í tísku að tala um grasrót og að hlusta þurfi á grasrótina. Hins vegar er kannski meira áríð andi, að mínu mati, að tala um og hlúa að þeim jarðvegi, sem nærir grasrótina, þau grundvallar gildi, boðskap og hefðir sem Oddfell owreglan byggir á, og hefur gert farsæl lega í yfir tvö hundruð ár. Aldur Reglunnar, einn og sér, þarf ekki að kalla á breytingar. Gamalt eikartré er í lagi að snyrta og taka burt feisknar greinar, en maður klippir það ekki eins og runna, breytir því ekki í eitthvað annað en það er. Íhaldssemi er annað orð sem kemur í hugann þegar rætt er um breytingar og hefur, að mínu mati, á sér of neikvæða merkingu. Íhaldssemi er ekki það sama og afturhalds semi, sem er slæm. Íhaldssemin vill skoða vel mögulegar breytingar til að tryggja að að þær falli að markmiðunum, en hleypur ekki eftir hugdettu tíðarandans. Vill tryggja að þær breytingar sem ákveðið er að fara í, séu vel ígrundaðar og framkvæmd þeirra einnig.

Hugum að markmiðunum

En aftur að grasrótinni. Þegar rætt er um grasrótarstarf innan Oddfellowreglunnar er átt við það starf sem fram fer í stúkunum sjálfum. Og þá þarf, eins og ég hef áður sagt, að huga að markmiðunum. Á titilsíðu Grundvallarlaganna, sem ég fékk þegar ég gekk í Regluna stóð: „Markmið Oddfellow Reglunnar er: Að boða mönnunum grundvallaratriði vináttunnar, kærleikans og sannleikans, að leiðbeina þeim í kærleika til Guðs og náunga síns og fræða þá um, að ekki sé nóg að láta sitja við orðin tóm, heldur beri þeim að láta þessar kenningar stjórna athöfnum sínum, svo hver og einn megi, eftir því sem honum er gefið, stuðla að því, að mennirnir verði betri og fullkomnari.“

Nokkuð löng setning en ég hreifst af henni. Reglan stefnir því fyrst og fremst að því að betra félaga sína, hjálpa þeim til að verða betri einstaklingar. Að þessu leyti má segja að Reglan sé félagsskapur sem á að stuðla að því að auka andlegan auð félaga sinna. Fá þá til að þekkja sjálfa sig, skoða hug sinn, athuga hvort hann hylji ekki eitthvað ljótt í

fylgsnum sínum sem aftrar góðum verkum. Fá þá til að berj ast við eigingirnina sem er undirrót ósættis, haturs og reiði. Og þegar áleiðis miðar vaknar löngunin til að vera öðrum til gagns, að hjálpa öðrum. Þannig sprettur fram góðgerðar og líknarstarf Reglusystkina. Oddfellowreglan er skóli og námið hefst við inngöngu okkar. Að mínu mati á þetta nám að vera aðalatriði í stúkustarfinu og leiðtogar þurfa að hvetja bræður/systur til dáða og fá þeim krefjandi verkefni, hvetja þau til umhugsunar

Stúkustarfi má annars skipta í tvennt, það sem fer fram í stúkusalnum og það sem fer fram utan hans. Stúkusalurinn er okkar helga vé, ef svo má segja. Virðingu hans skal halda á lofti. Þar göngum við til fundar við okkar innra sjálf undir vökulu auganu alskyggna, samvisku okkar. Það er áminning um að við eigum að taka til í hugskoti okkar, sem er um leið þarfasta góðverk í þágu mannkyns. Við sjáum táknmyndirnar og eigum að hugleiða merkingu þeirra, en ekki líta á þær sem veggskraut. Allir stúkufundir eiga að skilja eitthvað eftir til umhugsunar, beina huga okkar að andlegum verðmætum og lyfta okkur upp úr daglegu amstri, fá okkur til að huga að óforgengilegum verðmætum. Ekki veitir af. Og endilega virkja bræður og systur til starfans, fá sem flesta til að hugleiða grunngildin og deila þeim hugleiðingum.

Siðbækurnar eru brunnur sem hægt er að sækja til. En sá og stig/skef fundir eru fáir á ári og siðbækurnar eru, alla jafna, ekki aðgengilegar fyrir Reglusystkin. En úr því má bæta með sérstökum fundum þar sem siðbækurnar eru lesnar saman, texti þeirra brotinn til mergjar og fundnar hliðstæður í skrifum andans manna. Það er á þetta innra starf sem leggja þarf áherslu. Ekki fara að hugleiða breytingu á fundarsiðum, t.d. styttingu funda, fyrr en þessi atriði eru í góðu lagi.

Komið hafa fram athugasemdir við að texti siðbóka (bræðra) sé tyrfinn. Það kann að vera, en fer eflaust einnig eftir því hver flytur hann. Líklega verður hann þó alltaf eilítið framandi, þá á ég við í smáatriðum, meðan hann er ekki aðgengilegur fyrir bræður í prentuðum texta. En varðandi þetta má geta þess, að Siðbókarnefnd sem skipuð var á 32. Stórstúkuþingi árið 2009, skilaði fullbúnum tillögum að breyttum og læsilegri/skiljanlegri texta siðbóka fyrir bræðrastúkur til stjórnar Stórstúkunnar í maí 2010 (sbr skýrslu Siðbókarnefndar til 33. þings Stst árið 2011).

HUGLEIÐING – HVERT STEFNIR? 22 2. tbl. 2022

Samvera utan stúkusalar, við sjálfboðavinnu og skemmtanir, eflir kynni og vinskap Reglusystkina. Gildi þessara samverustunda má ekki vanmeta, en þær eru ekki aðalatriði. Nýir félagar þurfa að koma inn á réttum forsendum. Þeir lofa jú að „vinna trútt með allri orku að því að …“ osfrv., og stúkan lofar á móti að hjálpa þeim í viðleitni þeirra. Við eigum ekki að stefna að því að fjölga í Reglunni bara til að fjölga og slá okkur upp í alþjóðlegum samanburði. Við þurfum að gæta að grunngildum Oddfellowreglunnar, á þau þurfum við að fókusa. Annars er hætta á að við verðum bara eitt annað góðgerðarfélag og mætum á fundi til að fá okkur kaffi, spjalla um golf eða spila á spil, reynum að stytta eins og hægt er fundi

inni í stúkusal, og látum boðskap stiganna vera eins og goluþyt í eyrum okkar, ef við á annað borð nennum að mæta á þá. Þá er hætta á að við komumst aldrei lengra en á vináttustigið.

Oddfellowreglan á Íslandi stendur vel og engin þörf á kúvendingu. En ef það er eitthvað sem liggur á innan Reglunnar þá er það að skerpa enn frekar á markmiðunum og efla stúkustarfið í átt að þeim.

Ólafur Helgi Ólafsson, St. nr. 16, Snorra goða

IN MEMORIAM

MAGNÚSAR MINNST MEÐ ÞAKKLÆTI

Öflugur liðsfélagi, Magnús Sædal Svavarsson, fv. byggingar fulltrúi í Reykjavík, féll frá 25. júlí í sumar, 76 ára að aldri.

Magnús leiddi mörg stórverkefni Oddfellowreglunnar undanfarin ár á vettvangi Styrktar­ og líknarsjóðs Oddfellowa, StLO. Þar má fyrst nefna aðkomu Reglunnar að líknardeild Landspítalans í Kópavogi en þar stjórnaði Magnús, sem verkefnisstjóri, þessu mikla verkefni, sem var kaflaskipt á árunum 1997 til 1999, 2006 til 2007 og 2012.

Þá tók Oddfellowreglan að sér, með Magnús sem verkefnisstjóra í fararbroddi, stækkun og endurbætur á húsnæði Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, við Langholtsveg 43 árið 2015. Fimm árum síðar var hann byggingarstjóri á frágangi á færanlegum húsum Ljóssins við Langholtsveg 47.

Á árunum 2017 til 2019 tók Magnús að sér byggingar­ og framkvæmdastjórn við nýbyggingu og endurbætur á húsnæði við meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, sem rekið er af Samhjálp og Oddfellowreglan studdi við fjárhagslega ásamt mörgum öðrum.

Magnús var framkvæmdaráði Styrktar­ og líknarsjóðs Oddfellowa mikill styrkur og ávallt reiðubúinn til aðstoðar. M.a. til ráðgjafar við endurbætur á Hetjulundi, hvíldarheimili Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna í Landssveit.

Síðasta verkefnið, þar sem Magnús tók að sér byggingarstjórn, var stórvirki Oddfellowreglunnar í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, að endurbyggja og innrétta þriðju hæðina til stuðnings Alzheimer­ og Parkinsonsamtökunum á Íslandi. Var samtökunum afhent húsnæðið fullbúið með innanstokksmunum snemma í vor.

Þess má geta að faðir Magnúsar, Svavar Sigfinnsson múrarameistari, steig sín fyrstu skref sem múrari við að leggja

marmaratröppurnar á St. Jósefsspítala við byggingu fyrsta hluta hans árin 1926 til 1927. Hafði Magnús mikinn áhuga á að halda í nær aldar gamalt svipmót hæðarinnar, t.d. með bogadregnu veggjunum á ganginum og vali á ljósabúnaði enda afraksturinn glæsilegur.

Í þessum verkefnum átti Magnús sína traustu hægri hönd, Pétur J. Haraldsson húsasmíðameistara, og verður þeim félögum seint þakkað allt þeirra framtak, svo ekki sé talað um framlag þeirra beggja enda öll þeirra vinna unnin í sjálfboðavinnu.

Magnúsar verður minnist með þakklæti í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta verkvits hans, ráðleggingar og framsýni.

Steindór Gunnlaugsson, formaður stjórnar StLO

Pétur J. Haraldsson, Magnús Sædal og Steindór Gunnlaugsson í St. Jósefsspítala.
23 2. tbl. 2022
Ljósmynd: Garðar Pétursson

BLESSUÐ SÉ MINNING LÁTINNA REGLUSYSTKINA

Fallnir félagar 26. nóvember 2021 til 28. nóvember 2022, skv. upplýsingum á innri vef Reglunnar.

Þorsteinn Rúnar Sörlason St. nr. 7, Þorkell máni F. 17. sept. 1938 D. 2. des. 2021 Vígðist 1981

Björgvin Friðgeir Magnússon St. nr. 1, Ingólfur F. 29. sept. 1923 D. 13. des. 2021 Vígðist 1951

Jóhann Gunnar Jóhannesson St. nr. 14, Bjarni riddari F. 15. ágúst 1938 D. 14. des. 2021 Vígðist 1991

Baldur Magnús Stefánsson St. nr.11, Þorgeir F. 13. nóv. 1938 D. 19. des. 2021 Vígðist 1973

Hrefna Jakobsdóttir Rbst. nr. 2, Auður F. 9. júlí 1936 D. 27. des. 2021

Vígðist 1973

Þórður Haukur Jónsson St. nr. 5, Þórsteinn F. 23. júní 1930 D. 30. des. 2021 Vígðist 1985

Margrét Guðjónsdóttir Rbst. nr. 4, Sigríður F. 19. ágúst 1932 D. 4. jan. 2022 Vígðist 1970

Hjálmar Th. Ingimundarson St. nr. 14, Bjarni riddari F. 2. nóv. 1928 D. 12. jan. 2022 Vígðist 1982

Áki Jónsson St. nr. 21, Þorlákur helgi F. 4. júní 1938 D. 19. jan. 2022 Vígðist 1990

Óskar Konráðsson St. nr. 22, Sif F. 12. apríl 1945 D. 25. jan. 2022 Vígðist 1982

Grétar Felix Felixson St. nr. 19, Leifur heppni F. 7. júní 1947 D. 25. jan. 2022 Vígðist 2006

Sigríður Nikulásdóttir Rbst. nr. 1, Bergþóra F. 9. júní 1939 D. 29. jan. 2022

Vígðist 1985

Óli Þór Baldvinsson St. nr. 2, Sjöfn F. 25. maí 1930 D. 1. jan. 2022 Vígðist 1970

Áslaug Kristjánsdóttir

Rbst. nr. 16, Laufey F. 14. sept. 1927 D. 29. jan. 2022 Vígðist 1973

Hörður

Viktor Jóhannsson

St. nr. 9, Þormóður goði F. 19. nóv. 1929 D. 30. jan. 2022

Vígðist 1973

Bertha

María Grímsdóttir

Rbst. nr. 7, Þorgerður F. 13. feb. 1926 D. 12. feb. 2022

Vígðist 1974

Þórdís Þorleifsdóttir

Rbst. nr. 6, Þórey F. 3. júlí 1936 D. 20. feb. 2022

Vígðist 1985

Hannes Steingrímsson St. nr. 2, Sjöfn F. 17. okt. 1933 D. 3. mars 2022

Vígðist 1983

Svavar Berg Pálsson St. nr. 11, Þorgeir F. 4. apríl 1940 D. 4. mars 2022

Vígðist 1965

Ingólfur Sigurðsson St. nr. 1, Ingólfur F. 1. nóv. 1926 D. 7. mars 2022

Vígðist 1962

Stefana Gunnlaug Karlsdóttir

Rbst. nr. 10, Soffía F. 19. ágúst 1931 D. 28. mars 2022

Vígðist 1960

IN MEMORIAM 24 2. tbl. 2022

Sigríður F. Guðmundsdóttir Rbst. nr. 4, Sigríður F. 19. júní 1930 D. 6. apríl 2022

Vígðist 1985

Sigurður Guðmundsson St. nr. 15, Freyja F. 8. mars 1969 D. 19. apríl 2022

Vígðist 2004

Eiður Páll Sveinn Kristmannsson

St. nr. 5, Þórsteinn F. 24. feb. 1968 D. 27. apríl 2022

Vígðist 2011

Kristín Anna Claessen Rbst. nr. 10, Soffía F. 1. okt. 1926 D. 28. apríl 2022

Vígðist 1953

Sveinn Einarsson St. nr. 11, Þorgeir F. 15. júní 1929 D. 2. maí 2022

Vígðist 1973

Gunnar Pétursson St. nr. 6, Gestur F. 31. mars 1930 D. 4. maí 2022

Vígðist 1983

Helgi Sigurðsson St. nr. 20, Baldur F. 22. maí 1937 D. 6. maí 2022

Vígðist 1985

Viðar Þórðarson St. nr. 19, Leifur heppni F. 28. feb. 1931 D. 7. maí 2022

Vígðist 1996

Ívar S. Þorsteinsson St. nr. 9, Þormóður goði F. 7. des. 1942 D. 11. maí 2022

Vígðist 1988

Karl Jónasson St. nr. 10, Þorfinnur karlsefni F. 23. des. 1919 D. 15. maí 2022

Vígðist 1947

Gústav Óskarsson St. nr. 19, Leifur heppni F. 29. maí 1942 D. 24. maí 2022

Vígðist 1989

Sigurður Oddsson St. nr. 2, Sjöfn F. 13. sept 1944 D. 4. júní 2022 Vígðist 1984

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson St. nr. 17, Hásteinn F. 14. sept. 1951 D. 4. júní 2022 Vígðist 1998

Jónas A. Kjerúlf St. nr. 8, Egill F. 20. jan. 1939 D. 22. júní 2022 Vígðist 1987

Baldvin Ársælsson St. nr. 19, Leifur heppni F. 22. jan. 1928 D. 22. júní 2022 Vígðist 1974

Guðmundur Einarsson St. nr. 6, Gestur F. 7. maí 1943 D. 10. júlí 2022

Vígðist 1987

Elísabet Guðbj. M. Pálsdóttir

Rbst. nr. 10, Soffía F. 20. feb. 1944 D. 17. júlí 2022

Vígðist 1998

Matthías Bjarnason St. nr. 17, Hásteinn F. 24. júlí 1946 D. 19. júlí 2022 Vígðist 2008

Magnús Sædal Svavarsson St. nr. 9, Þormóður goði F. 11. mars 1946 D. 25. júlí 2022

Vígðist 1985

Bragi Þórðarson St. nr. 8, Egill F. 24. júní 1933 D. 25. júlí 2022 Vígðist 1960

Aðalheiður Dröfn Gísladóttir

Rbst. nr. 5, Ásgerður F. 28. mars 1946 D. 31. júlí 2022 Vígðist 1991

Örn Steinsen St. nr. 3, Hallveig F. 11. jan. 1940 D. 1. júlí 2022 Vígðist 1977

Björn Sverrisson St. nr. 22, Sif F. 18. des. 1937 D. 17. ágúst 2022 Vígðist 1999

Andrés Þ. Guðmundsson St. nr. 7, Þorkell máni F. 29. maí 1925 D. 6. júlí 2022 Vígðist 1970

Halldór Karl Karlsson St. nr. 2, Sjöfn F. 20. feb. 1930 D. 7. júlí 2022 Vígðist 1980

Hólmfríður Ingvarsdóttir

Rbst. nr. 2, Auður F. 17. maí 1950 D. 25. ágúst 2022 Vígðist 1997

Viðar Karlsson St. nr. 8, Egill F. 26. nóv. 1935 D. 7. sept. 2022

Vígðist 1972

25 2. tbl. 2022

Jónas Valgeir Torfason

St. nr. 25, Rán F. 27. maí 1942 D. 1. okt. 2022

Vígðist 1985

Guðbjörg Októvía Anderson

Rbst. nr. 3, Vilborg F. 9. feb. 1943 D. 6. okt 2022

Minningarkort Styrktarog líknarsjóðs Oddfellowa er falleg og hlýleg leið til að senda vinum og vandamönnum til að minnast látins ástvinar og um leið að styrkja starfsemi sjóðsins til góðra verka.

Beiðni um minningarkort er hægt að senda í gegnum heimasíðu Reglunnar með greiðslu frjáls framlags á www.oddfellow.is eða kaupa hjá fulltrúum Regludeilda sem sjá um sölu kortanna.

Níels Pétur Jósefsson St. nr. 2, Sjöfn F. 10. des. 1966 D. 26. okt. 2022

Vígðist 2017

Ólafía Sigurjónsdóttir

Rbst. nr. 2, Auður F. 6. júní 1929 D. 2. nóv. 2022

Vígðist 1970

Ásta Björk Friðbertsdóttir

Rbst. nr. 6, Þórey F. 8. júlí 1947 D. 12. nóv. 2022

Vígðist 2005

Jóna Kristjana Guðmundsdóttir

Rbst. nr. 3, Vilborg F. 31. mars 1931 D. 18. nóv. 2022

26 2. tbl. 2022

YFIRMEISTARI BÆÐI

HALLVEIGU OG BALDRI

Á

sérstökum heiðursfundi stúkunnar fimmtudaginn 30. september 2021 var br. Hirti Guðbjartssyni veitt 50 ára fornliðamerki. Var þetta hátíðleg og vel heppnuð athöfn. Guðmundur Eiríksson stórsír stýrði athöfninni, einnig komu að henni stórembættismennirnir Sveinbjörn Friðjónsson, stórkapelán, Auðunn Kjartansson stórmarskálkur og Hallgrímur Júlíusson stórkallari.

Að hátíðarfundinum loknum komu bræður og gestir saman í Fólkvangi, nutu þar veitinga í boði stúkunnar og fögnuðu með Hirti. Ávörp fluttu m.a. stórsír, stórkapelán og Hjörtur sjálfur.

Hjörtur vígðist í St. nr. 3, Hallveigu, þann 15. mars 1971. Sannleiksstigið hlaut hann þar 15. nóvember sama ár. Gegndi hann fjölmörgum embættum í Hallveigu, var m.a. féhirðir 1980 til 1982, yfirmeistari 1988 til 1990 og starfandi fm. 1990 til 1992. Hjörtur var stórfulltrúi Baldurs frá 1997–2005. Hann var kallaður til Oddfellowbúðanna nr. 1, Petrusar, í nóvember 1981 og var höfuðpatríarki búðanna 2004 til 2006. Hann hlaut Rebekkustig í Rbst. nr. 7, Þorgerði, í mars 1991 og í Rbst. nr. 9, Þóru, í sama mánuði tveimur árum síðar, þar sem hann gegndi embætti stórfulltrúa stúkunnar um hríð.

Hjörtur var stofnfélagi í Baldri þann 23. mars 1996 og fyrsti yfirmeistari þeirrar stúku. Því hefur hann gegnt starfi yfirmeistara í tveimur stúkum, Hallveigu og Baldri. Hjörtur gekk til liðs við PM. Canton, Njál, nr. 1 í október 2001. Hann hlaut heiðursmerki Oddfellowreglunnar 23. mars 2006 og var stórféhirðir árin 2005 til 2009. Hlaut Vísdómsstig GLE Stórstúku Evrópu í maí 2008.

Samhent hjón í Oddfellow

Hjörtur var kjörinn heiðursfélagi í Baldri og sæmdur þeirri nafnbót 17. mars 2016. Eiginkona hans er Svanhildur Geirarðsdóttir, fm. og f. stórfulltrúi í Rbst. nr. 1, Bergþóru, og er f. höfuðmatríarki í Rbb. nr. 5, Karitas. Einnig hefur Svan­

hildur gegnt embætti stórritara. Þau hjón eru mjög samhent í öllu og hafa lagt fram ómældar stundir af tíma sínum til starfa fyrir Oddfellowregluna.

Hirti er tónlist í blóð borin og leikur hann á ýmis hljóðfæri. Óteljandi eru þau skipti sem hann hefur gripið í hljóðfærin, bæði á fundum, eftir fundi og einnig við ýmis önnur tækifæri, Reglusystkinum sínum til ánægju og gleði bæði við söng og dans.

Við Baldursbræður þökkum br. Hirti Guðbjartssyni af heilum hug fyrir allt framlag hans til Oddfellowreglunnar síðastliðin rúmlega 50 ár. Óskum honum og fjölskyldu hans alls hins besta um alla framtíð.

Ágúst Jónatansson, St. nr. 20, Baldri

50 ÁRA FORNLIÐAMERKI – HJÖRTUR GUÐBJARTSSON
Í
27 2. tbl. 2022
Hjörtur Guðbjartsson, lengst til vinstri, ásamt stórsír Guðmundi Eiríkssyni og br. Guðmundi Tryggvasyni, heiðursfélaga Baldurs.

ORTI LJÓÐ EFTIR VÍGSLU Í ARA FRÓÐA

Ég hafði alltaf vitað af Oddfellowreglunni því pabbi var Oddfellowi og í minni fjölskyldu hefur alltaf verið borin mikil virðing fyrir Reglunni,“ sagði yngsti bróðir okkar í stúkunni Ara fróða, Ævar Aðalsteinsson, þegar hann var inntur eftir ástæðu þess að hann gekk í Regluna.

Stuðningur sem Reglan sýndi móður hans eftir andlát föður hans var Ævari og systkinum hans enn frekari sönnun á gildi Oddfellowreglunnar. Ævar vígðist inn í Ara fróða miðvikudaginn 27. apríl 2022 en hann og Ingimar Ólafsson, yfirmeistari stúkunnar, höfðu starfað árum saman innan Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Þegar Ingimar færði í tal við hann að ganga í Oddfellowregluna vissi hann að nú væri hans tíminn kominn. Ævar er menntaður tómstunda­ og félagsmálafræðingur og starfar hjá Miðstöð útivistar­ og útináms undir hatti skóla­ og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Spenntur að kynnast starfinu betur

Ævar hafði gert sér nokkurn veginn í hugarlund hvernig Reglan starfaði og hver hugmyndafræði á bak við hana er. Hann var því mjög spenntur að kynnast starfinu betur. Þegar svo kom að vígslunni, sem var honum mjög áhrifarík,

„Virðingin gagnvart bræðrum og systrum, viska og reynsla sem við höfum öðlast í lífinu væri því inntakið í því að láta gott af sér leiða,“ sagði Ævar. Í gegnum tíðina hefur hann haft gaman af að setja saman vísur og ljóð en svo hefur það örsjaldan gerst að eitthvað hefur komið til hans sem honum þótti gott að setja í bundið mál. Eftir vígslukvöldið kom eitthvað til hans sem varð til þess að hann skrifaði ljóð, til að binda niður sínar hugsanir í þetta form, þar sem hann lýsir sinni upplifun á vígsluathöfninni. Ljóðið einfaldlega kom til hans á einni nóttu. Ævar flutti ljóð sitt á fyrsta fundi sínum eftir vígslu og gaf okkur heimild til að birta það hér í Oddfellowblaðinu:

I Ég lagði hönd á helga bók og hét mitt heit að efna. Við bræðraorði bljúgur tók sem bauð hvert skyldi stefna. Mér barðist hjarta brjósti í við boðskap tók; varð sæll af því, það vil ég glaður nefna.

O Hin æðsta speki öldungsins hann átti viskulykil. Í kærleiksbirtu kertisins varð kraftur orðsins mikill. Við fæðumst öll sem frjáls og góð og ferðumst langa vígaslóð við fáum hver sinn hnykil.

O Ef bandið tekst að binda rétt við boðaföllin ströngu. Gegn stríði og fári stöndum þétt og stelum þýfi öngvu. Allir hafa eigið val, óttist ei hvert halda skal og veljið rétt frá röngu.

F Bræðralag er blessun stór sem býðst í okkar liði. Í öldum lífs er ólgusjór og ógn að tapa miði. Hlekkir okkar þola verk og þunga keðjan verður sterk með kærleika og friði.

Hilmar Snorrason, St. nr. 18, Ara fróða

TRAUSTIR HLEKKIR

60 ára saga Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa

Bókin Traustir hlekkir fjallar um sögu sjóðsins í 60 ár og líknarverkefni Reglunnar á fyrri tíð. Þetta er mikið rit, ríflega 330 bls. og mikið myndskreytt. Við Oddfellowar getum verið stolt af rótum okkar og sögu sem hefur ekki verið rakin heildstætt fyrr en í þessu riti. Bókin kostar 6.000 krónur og er til sölu gegnum Regluheimilin og í vefversluninni á Oddfellow.is.

NÝLIÐAKYNNING – ÆVAR AÐALSTEINSSON
Ævar Aðalsteinsson, nýr bróðir í Ara fróða, fékk hugljómun að lokinni vígslunni.
28 2. tbl. 2022
Tilvalin jólagjöf!

MARKMIÐIÐ ALLTAF AÐ HJÁLPA FÓLKI

lfhildur Sylvía Jóhannsdóttir er nýlega gengin í Rbst. nr. 17, Þorbjörgu, og því tilvalið að fá hana í nýliðakynningu systra. Við Álfhildur hittumst í lok október, á fallegum vetrardegi á kaffihúsi úti á Seltjarnarnesi, þar sem hún sagði örlítið frá sjálfri sér og ástæðu þess að hún ákvað að ganga til liðs við Oddfellowregluna.

Álfhildur Sylvía er fædd 26. ágúst 1964 og er gift Þórarni Gunnarssyni framkvæmdastjóra, sem nú er undirmeistari í St. nr.12, Skúla fógeta. Þau eiga þjú börn, Jóhann Gunnar, f. 1987, sem er starfandi lögfræðingur, Daníel Inga, f. 1989, starfar hjá Icelandair, og Eddu Þórunni, f. 1996, læknanema á fimmta ári í Slóvakíu. Þess má geta að Þórarni er margt til lista lagt og hefur hann meðal annars gefið út fjórar spennubækur, eins og Svartar sálir og Ógn, og verið duglegur að skrifa í Oddfellowblaðið.

Fyrir tveimur árum ákvað Álfhildur að skipta um starfsvettvang og fara í sjúkraliðanám en þá var hún búin að vera dagmamma í þrjátíu ár. Álfhildur er geislandi og lífsglöð kona sem þorir að fara ótróðnar slóðir. Á næsta ári útskrifast hún sem sjúkraliði og hlakkar til að starfa í heilbrigðisgeiranum.

– Hvað varð til þess að þú ákvaðst að fara í sjúkraliðanám?

„Mig langaði að hjálpa fólki og eftir að hafa hjúkrað og annast aldraða

Álfhildur Sylvía var lengi dagmamma en skellti sér í sjúkraliðanám.

móður mína kviknaði áhuginn á því að gera það að atvinnu að hjálpa fólki, starfa við umönnun og eignast vinnufélaga. Ég ákvað því að hefja sjúkraliðanám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og lýk því á næsta ári.“

– Hvernig var að hefja nýtt nám í framhaldsskóla?

„Það er mjög gaman í skólanum en vissulega mikil áskorun en líka mikil tilhlökkun að ljúka námi. Á næstu dögum byrja ég í starfsþjáflun á gjörgæsludeild Landspítalans. Það er mjög gefandi að finna sig í rétta náminu, kynnast frábærum kennurum og eignast góða vini í nemendahópnum, en við

höldum mjög vel saman, nemendurnir. Ég hvet alla sem langar að breyta um starfsvettang að gera það því þetta er þroskandi og þú staðnar ekki í lífinu. Það er svo mikilvægt að vera opin fyrir nýjum hugmyndum og núna langar mig jafnvel að halda áfram í námi.“

– Hvernig kviknaði áhugi þinn á starfi í Oddfellowreglunni?

„Mig langaði að láta gott af mér leiða og kynnast nýju fólk með sömu áhugamál. Maðurinn minn er í Skúla fógeta, sem og bróðir minn, Gunnar Þór Jóhannsson. Þóra Egilsdóttir, mágkona mín og eiginkona Gunnars, er í Þorbjörgu og áhugi minn kviknaði við að fylgjst með því hversu virk og dugleg hún var í stúkustarfinu og sjá hvernig hún óx og efldist í starfinu, eins og maðurinn minn og mágur. Stúkustarfið er mjög öflugt, fjölbreytt og gefandi. Það var tekið mjög vel á móti mér af öllum konunum og þær meðvitaðar um að við allar séum með. Þóra var tillögumaður minn og er ég henni mjög þakklát fyrir það.“

Álfhildur tók síðasta skrefið í Þorbjörgu í lok nóvember 2022. Við þökkum henni innilega fyrir spjallið og bjóðum hana hjartanlega velkomna í stúkustarfið.

Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru

NÝLIÐAKYNNING – ÁLFHILDUR S. JÓHANNSDÓTTIR
S t ó r o g s m á h e i m i l i s t æ k i í m i k l u ú r v a l i 29 2. tbl. 2022

VITRINGARNIR ÞRÍR Í JÓLASÖGUNNI

Sagan af fæðingu frelsarans er saga um trú, von og kærleika, saga um ljós í myrkri. Ljóðið Jólastjarna sem hefst á orðunum Í Betlehem er barn oss fætt, segir frá komu vitringanna í fjárhúsið til að líta nýfæddan frelsarann augum. Þetta er lítil saga með nokkrum persónum en það var ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég velti fyrir mér hvernig persónur sögunnar væru og hvaðan þær komu. Vitringarnir þrír heilluðu mig mest.

Jólin eru upphaflega hátíð af heiðnum toga, tengd heiðnum sólarguði hjá Rómverjum. Menn héldu upp á að sólin væri tekin að hækka á lofti og við þetta tækifæri gáfu þeir hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir menn héldu sömu hátíð á svipuðum árstíma og var hún einnig kölluð jól.

Þegar Rómverjar gerðu kristindóm að ríkistrú seint á 4. öld ákváðu þeir að gera eldri skammdegishátíð sína að fæðingardegi Jesú Krists. Þetta var á sólhvarfadaginn sem hét formlega Dagur hinnar ósigrandi sólar. Þá voru sólhvörf 25. desember en með breytingu á dagatalinu færðist hann síðar fram um þrjá daga. Vitað er að þessi dagur er ekki fæðingardagur Jesú, heldur var þessi dagur tengdur fæðingardegi rómverska keisarans og þar sem Jesús var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð. Jesús tók því bæði sæti sólarguðsins, keisarans og hátíðargleðinnar.

Jólahátíðin er hátíð ljóssins í margþættum skilningi hvort sem er af kristnum eða heiðnum toga. Ljósið er boðberi lífsins en myrkrið tákn alls þess sem er erfitt og ekki lífvænlegt. En aftur að þátttakendum í sögunni.

Jósef var almúgamaður, trésmiður, sem ferðaðist til Betlehem vegna skráningar heimsbyggðarinnar að skipan Ágústínusar Rómarkeisara. María heitkona hans hefur líklega verið 13 eða 14 ára gömul en á þessum tímum voru stúlkur gefnar mönnum sínum þegar þær urðu kynþroska. Hirðingjarnir sem gættu búsmalans að næturlagi voru mjög lágt settir í mannvirðingum.

Vitringarnir þrír eru merkilegar persónur, þeir koma inn í söguna í upphafi, leita uppi litlu fjölskylduna því þeim hafði birst teikn um konungur væri fæddur. Þeir færa honum gjafirnar þrjár og hverfa síðan úr sögunni.

Hverjir voru vitringarnir?

Eins og á við um kristindóminn sjálfan þá er tilvist vitringa miklu eldri en sagan af Jesú. Þeirra er t.d. getið í 1. Mósebók Gamla testamentisins, kallaðir spáprestar og voru frá Egyptalandi. Allt varðandi þá er þó þokukennt og dularfullt sem gerir þá einmitt svo spennandi. Vitað er að vitringar sem þessir voru álitnir töframenn eða prestar og kallaðir magos á grísku. Á Íslandi voru þeir stundum kallaðir mágusar. Talið er hugsanlegt að Zaraþústra, sem var spámaður í Persíu og upphafsmaður Zaraþústratrúar sem var fyrsta eingyðistrúin,

hafi verið sjálfur mágus en hann var líklega uppi einhvern tímann á tímabilinu 1.500 og 1.000 fyrir Krist eða jafnvel ennþá fyrr. Boðskapur Zaraþústra hafði gífurleg áhrif á trúarbrögð seinni tíma , s.s. gyðingdóm, kristni og íslam. Álitið er að þessir prestar eða töframenn hafi í upphafi gegnt svipuðu hlutverki og andalæknar og aðhyllst náttúrutrúarbrögð en gengið svo inn á nýjar brautir Zaraþústra um ný trúarbrögð. Þeir réðu drauma, stunduðu spámennsku, kunnu bókhald, voru vel að sér um ýmis fyrirbæri himinhvolfsins og voru þess vegna stundum kallaðir astros vegna þekkingar sinnar á stjörnum. Af orðinu magos er dregið enska orðið magic eða töfrar. Marteinn Lúther kallaði þá die Weisen eða vitringana. Til eru heimildir á íslensku um Austurvegskonungana. En kannski voru þetta prestar sem þróuðust yfir í konunga í Biblíunni. Fjöldi vitringanna í ýmsum biblíuútgáfum hefur verið á reiki, stundum eru þeir sagðir þrír, annars staðar sex, átta og jafnvel tólf.

Hvaðan komu þeir?

Gjafirnar sem þeir færðu Jesú voru til í ríkum mæli í Arabíu. Í 72. Davíðssálmi segir í forspá um komu frelsarans:

„Um daga hans mun hinn réttláti blómstra og friður og farsæld uns tunglið er ekki framar til.“

Og síðar:

„Hann mun lifa og menn munu gefa honum Saba-gull, menn munu sífellt biðja fyrir honum, blessa hann liðlangan daginn.“

Saba var á þessum tíma land í suðvestur Arabíu, ef til vill þar sem Jemen er núna, og þar rannsökuðu menn stjörnuhimininn. Þeir ferðuðust á úlföldum og sagt var um úlfaldalestir sem fóru frá Arabíu til Palestínu að þær kæmu

JÓLAHUGVEKJA 30 2. tbl. 2022

úr austri. En einnig er mögulegt að þeir hafi komið annars staðar frá t.d. Egyptalandi eða Eþíópíu en flestir hallast að því að þeir hafi komið frá Babýloníu sem var skammt frá þar sem Bagdad í Írak er í dag eða Persíu sem í dag er Íran. Þar var mikil stjörnuþekking til staðar og Babýloníumenn höfðu til að mynda búið til dýrahringinn með hinum tólf stjörnumerkjum sem við þekkjum. Vitringarnir hafa því verið vísindamenn og töframenn síns tíma og jafnvel konungar.

Heródes kallaði vitringana fyrir sig þegar hann frétti af fæðingu barnsins í fjárhúsinu og sagði: „Farið og spyrjist vandlega fyrir um barnið og er þið finnið það látið mig vita til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotningu.“ Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim uns hana bar þar yfir sem barnið var. Þegar þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög eins og segir í Matteusargjuðspjalli.

Hvaða ljós á himninum leiddi vitringana til Betlehem?

Stjörnufræðingar nútímans hafa bent á að hugsanlega hafi það verið svokölluð supernova eða þegar sól springur og lýsir upp himininn. Einnig var halastjarna sjáanleg á himni um árið 12 fyrir Krist. Jafnframt hefur verið vísað til vissrar stöðu stjarnanna Júpíters og Satúrnusar sem sáust vel í maí, október og nóvember árið 7 fyrir Krist. Samkvæmt útbreiddri skoðun innan gyðingdóms væntu menn komu endurlausnara og friðarhöfðingja sem myndi fæðast og koma frá Judeu þar sem nú er Ísrael. Þessari von tengdust annars vegar konungsstjarnan Júpíter og hins vegar sabbatstjarnan Satúrnus. Þetta eru náttúrulega bara vangaveltur en hvað sem öðru leið var það svo í fornöld að því var trúað að ljós á himni benti til fæðingu stórmenna.

Vitringarnir sem komu til Betlehem voru þrír og hétu Kaspar, Melkíor og Baltasar. Þeir voru ekki aðeins konungar heldur einnig fulltrúar kynslóðanna og enn fremur fulltrúar þriggja kynstofna, hins hvíta, gula og hörunddökka. Kaspar var ungur og skegglaus, Melkíor aftur á móti skeggjaður öldungur og Baltasar dökkur á hörund. Þeir voru því greinilega fulltrúar mannkyns og komu sem slíkir til Jesúbarnsins og veittu því lotningu. Þeir voru fyrst og síðast tákn fyrir heiðingjana sem fögnuðu komu Guðssonarins og lutu honum í auðmýkt. Vitringarnir voru einnig fulltrúar hinna leitandi, fróðleiksfúsu og lotningarfullu en Heródes, sem sendi þá til að leita uppi nýjan konung, er birtingarmynd hins út­

smogna valds sem sér óvin í hverju horni og svífst einskis til að viðhalda og auka vald sitt og auð. Þegar vitringarnir komu í fjárhúsið og fundu friðarhöfðingjann og endurlausnarann féllu þeir fram og veittu Jesúbarninu lotningu. Í fornöld féllu menn fram eða köstuðu sér flötum í gólfið frammi fyrir konungum, keisurum og guðum.

Vitringarnir færðu Jesú þrjár gjafir, gull, reykelsi og myrru. Þetta voru þekktar gjafir í fornöld.

Gull er guðlegur málmur og reykelsi og myrra voru notuð á svipaðan hátt á biblíulegum tíma, t.d. brennd vegna hinnar ljúfu lyktar, jafnt á heimilum sem í trúarlegum athöfnum og höfðu í vitund fólks græðandi og hjálpræðislegt hlutverk.

Þessar gjafir hafa hlotið margháttaða merkingu. Í kaþólsku táknar gullið verk Jesú, reykelsið fyrirbænina og myrran fórnardauðann. Marteinn Lúther tengdi gjafirnar hins vegar við það sem allir menn, jafnt ríkir sem fátækir, geta fært Jesú. Gullið stendur fyrir trúna á Krist, reykelsið vonina og myrran kærleikann. Allir getað ræktað trú, von og kærleika, sem er einmitt grundvöllur þeirrar reglu sem við höfum valið okkur til að starfa í.

Vitringarnir þrír fylgdu ljósinu á himninum sem leiddi þá til Betlehem inn í lítið fjárhús og þar byrjaði saga sem engan endi hlýtur, þar sem vald kærleikans er hinu veraldlega valdi yfirsterkara, vald sem allir geta tekið sér. Lykilorðin eru því ljós og kærleikur!

Að lokum eru hér tvö erindi úr ljóðinu Aðventu eftir Hákon Aðalsteinsson sem hann orti einmitt um ljósið og kærleikann:

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós þá veitist þér andlegur styrkur.

Kveiktu svo örlítið aðventuljós þá eyðist þitt skammdegis myrkur.

Það ljós hefur tindrað um aldir og ár yljað um dali og voga.

Þótt kertið sé lítið og kveikurinn smár mun kærleikur fylgja þeim loga.

Gleðilega hátíð !

Rafn Jónsson, St. nr. 27, Sæmundi fróða Heimildir: Biblian.is Kirkjan.is – María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir Menntamálastofnun – Sigurður Ægisson Vísindavefur HÍ

Sérhæfum okkur í hreinsun á einkennum og viðkvæmum fatnaði Símanúmer fyrir hreinsun á einkennum er 8571360 Munið afsláttinn ykkar kæru bræður og systur 31 2. tbl. 2022

ÖÐRUM REGLUSYSTKINUM EINSTÖK FYRIRMYND

Eitt af þeim verkefnum sem stórsír sinnir er að veita 50, 60 og 70 ára fornliðamerki til þeirra sem hafa náð þeim merku áföngum. Þetta eru verkefni sem undirrituðum þykir hvað mest vænt um að taka þátt í. Þetta eru hátíðarstundir í Regludeildum þegar merkin eru afhent og er þá fylgt siðareglum sem gilda og koma stórembættismenn að athöfninni.

Fyrir um ári síðan var miklum heiðursmanni, bróður Stefáni Runólfssyni, veitt 60 ára fornliðamerki og fór athöfnin fram á stúkufundi í stúkunni hans, nr. 17, Hásteini. Fyrst var ferli br. Stefáns í Reglunni lýst og síðan var hann ávarpaður. Eftir fundinn voru flutt ávörp í veitingasal og þar var notaleg samverustund. Tók meðal annarra til máls fyrrum varastórsír, Ásmundur Friðriksson, og fór yfir nokkra punkta frá þeirra góða vinskap. Þá þakkaði br. Stefán fyrir sig og þann heiður sem honum var sýndur. Mig langar að deila með ykkur þessari kvöldstund, samantektinni sem ég las á fundinum:

„Br. Stefán G. Runólfsson er 88 ára og vígðist í St. nr. 4, Herjólf, 15. febrúar 1961 og hefur því verið félagi í Oddfellowreglunni í rúmlega 60 ár. Br. Stefán hefur starfað af krafti í Oddfellowreglunni alla tíð frá því hann hlaut vígslu og verið einn af virkustu félögum í Reglunni á Íslandi. Hann hefur gegnt fjölda embætta og setið í nefndum fyrir stúkur sínar og fyrir Stórstúkuna. Br. Stefán hefur verið félagi í tveimur bræðrastúkum, Rebekkustúku og í tvennum búðum.

Úr Herjólfi í Hástein

Í stúkunni nr. 4, Herjólfi, sem hann vígðist í, þegar hann gekk til liðs við Oddfellowregluna, var hann afar virkur félagi. Þar var hann fyrst innvörður, þá hægri meðhjálpari yfirmeistara, sat í húsbyggingarnefnd á sama tíma og var í heiðursverði, auk þess að sitja í skemmtinefnd það tímabil. Hann var umsjónarmaður, auk þess að sitja í áhaldanefnd og sat í skemmtinefnd. Ritari stúkunnar var hann 1970 til 1972. Hann var í fjárhagsnefnd í tvö tímabil og sat í hússtjórn Oddfellowhússins á sama tíma. Hann var settur í embætti undirmeistara 1976 – 1978 og sat jafnframt í fjárhagsnefnd og styrkveitingarnefnd það tímabil. Yfirmeistari stúkunnar var hann 1978 – 1980. Þá þjónaði hann stúku sinni sem starfandi fyrrum meistari tímabilið 1980 – 1982. Í þrjú tímabil sat hann síðan í fjárhagsnefnd stúkunnar og sat því í þeirri nefnd í sjö tímabil alls. Hann flutti sig yfir í stúkuna nr. 17, Hástein, 25. apríl 1992 þegar hún var stofnuð og var þar stofnfélagi. Hann tók að sér að vera fyrsti starfandi fyrrum meistari stúkunnar og sat á sama tíma í dómnefnd og áfram í næstu níu tímabil, eða í 20 ár, hann sá líka um endurskoðun húsreikninga. Stefán var í styrkveitingarnefnd frá stofnun í átta ár. Í stúkunni Herjólfi var br. Stefán tillögumaður sjö væntanlegra bræðra og eins í Hásteini og meðmælendi tíu væntanlegra bræðra í Herjólfi. Árið 1980 fékk Stefán Rebekkustig og gekk í Rebekkustúkuna nr. 3, Vilborgu, í Vestmannaeyjum og sat hann í dómnefnd fyrir stúkuna í þrjú tímabil.

Stefán var kallaður til búða nr. 1, Petrusar, 21. nóvember 1978 en flutti sig yfir í Oddfelowbúðirnar nr. 6, Odda, og

gerðist þar stofnfélagi árið 2014 og veitti aðstoð við stofnun Regludeildarinnar. Stórstúkustig hlaut hann 19. september 1981. Fyrir Stórstúkuna sat hann í kjörbréfanefnd og í Stúkna­ og búðanefnd í tvö tímabil. Hann var stórfulltrúi stúku sinnar, Herjólfs, í tvö tímabil og stórfulltrúi Hásteins í fjögur tímabil. Hann var því í embætti stórfulltrúa í samfellt tuttugu ár í Oddfellowreglunni og segir það mikið um traust stúkubræðra á bróður Stefáni.

Bróðir Stefán var gerður að heiðursfélaga stúkunnar sinnar, Hásteins, árið 2007. Fyrir störf sín í þágu Oddfellowreglunnar hefur bróðir Stefán verið sæmdur fyrrum meistarastjörnu, 25 ára fornliðamerki, Heiðursmerki Oddfellowreglunnar, 40 ára fornliðamerki, Heiðursmerki fyrrum stórfulltrúa og 50 ára fornliðamerki. Þá hefur bróðir Stefán verið sæmdur Gullmerki ÍSÍ, og hann hefur verið sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Kæri bróðir Stefán! Eins og hér hefur komið fram við þessa upptalningu, þá hefur þú unnið gríðarlegt starf fyrir Regluna okkar og þú hefur borið hag hennar fyrir brjósti. Þú hefur leyst þau verkefni með miklum sóma sem þú hefur tekið að þér og þú ert öðrum Reglusystkinum einstök fyrirmynd.

Það er dýrmætt fyrir Oddfellowregluna að eiga einstakling eins og þig að. Að hafa notið starfskrafta þinna í forystusveit Regludeildanna þinna er ómetanlegt og það hefur verið gæfa

60 ÁRA FORNLIÐAMERKI – STEFÁN RUNÓLFSSON 32 2. tbl. 2022
Stefán Runólfsson, félagi í Oddfellow í rúm 60 ár.

Stefán ásamt stórsír og stórembættismönnum sem sæmdu hann 60 ára fornliðamerkinu. þeirra sem hafa unnið með þér og notið samvistanna við þig. Það er oft haft á orði að menn hafi góða útgeislun og góða nærveru. Það hefur þú. Sama hvað þú hefur verið beðinn um að taka að þér, það hefur þú leyst af hendi með miklum sóma. Þú ert eftirminnilegur bróðir sem eftir er tekið.

Verkefnin þín fyrir Oddfellowregluna hafa verið margskonar eins og hér hefur verið lýst og eflaust ekki tæmandi lýsing og gildir þá einu hvort er innan stúkusalar, utan hans, fyrir eða eftir fundi, milli funda í öllum athöfnum í leik og

starfi. Ég vil á þessum tímamótum, fyrir hönd Stórstúkunnar, færa þér alúðarþakkir, fyrir þau störf sem þú hefur innt af hendi fyrir Reglu vora. Það er mér sönn ánægja og heiður að fá að sæma þig 60 ára fornliðamerki.“

3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Við veitum vinnustöðum og einstaklingum faglega og sérhæfða ráðgjöf. Við finnum bestu lausnina fyrir þig! Hafðu samband þegar þér hentar. Hjá okkur færðu allt fyrir öryggið! 33 2. tbl. 2022
Guðmundur Eiríksson stórsír
Skeifunni

Oddfellow stúkan Hallveig varð 100 ára í febrúar 2021 en í tilefni þess áfanga ákváðu bræður í stúkunni að veita mikilvægu málefni lið á veglegan hátt.

Undirbúningur hófst fyrir um það bil fimm árum þar sem 100 ára nefnd stúkunnar var skipuð en henni var ætlað að standa fyrir skipulagi og úthlutun verkefna sem snéru að afmælisárinu.

Eitt stóru verkefnanna var að finna málefni eða samtök sem sinna mikilvægu hlutverki í samfélaginu og átta sig á á hvaða hátt Hallveigarbræður gætu komið að liði.

Mannúðarsjóður stúkunnar hefur vaxið síðasta áratuginn með öflugum stuðningi Hallveigarkórsins, sem hélt árlega tónleika í aðdraganda afmælisársins í Salnum í Kópavogi. Vegna þessa þá styrktist sjóðurinn umtalsvert, auk annarra fjáröflunarleiða sem bræður stunduðu.

Í aðdraganda afmælisárs þá fengum við þáverandi framkvæmdastjóra Píeta samtakanna til að halda fræðsluerindi eftir stúkufund, en Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Erindið var fróðlegt og grípandi en í framhaldinu fóru bræður sem höfðu kynnst sjálfsvígum af eigin raun að gerja með sér hugmynd sem var kynnt á stúkufundi. Eftir tvær atkvæðagreiðslur í stúkunni þá var algjör samstaða um málefnið.

Glíma við aukið álag

Þegar afmælisárið gekk í garð þá lá fyrir að stuðningur okkar bræðra færi til Píeta samtakanna.

Fæst okkar þurfa að glíma við þá ógn sem sjálfsvíg eru eða afleiðingar þeirra en þörfin fyrir stuðning er því miður bæði mikil og vaxandi. Þannig voru samtökin og starfsfólk þeirra að glíma við aukið álag í takti við aukna þörf um leið og húsnæði þeirra var sprungið, óhentugt og heilsuspillandi á margan hátt.

Í upphafi skoðuðum við möguleikann á að kaupa húsnæði en á þeim tíma sem við skoðuðum þann möguleika þá hækkaði húsnæði það mikið í verði að það reyndist óraunhæft fyrir stúku eins og okkar að standa undir slíkum upphæðum.

Greining á þörfum samtakanna fyrir húsnæði og óskir um staðsetningu og aðgengi sem bræður unnu í samvinnu við stjórn og starfsfólk samtakanna leiddi okkur að því húsnæði sem ákveðið var að tryggja fyrir starfsemina.

Liðlega 200 fermetra húsnæði í miðbæ Reykjavíkur varð fyrir valinu og samningar við leigusala náðust. Þar sem sjóðir okkar voru til staðar og blikur á lofti með verðlagsþróun þá var ákveðið að greiða upp leigu til næstu 3ja ára með samkomulagi um áframhaldandi leigu verði það ósk samtakanna.

Leigusalinn, Skúli Sigfússon, sem kenndur hefur verið við Subway, kom veglega á móts við okkur í þessu verkefni með því að gefa afslátt af umsaminni leigu og kunnum við honum þakkir fyrir.

Þegar samningar lágu fyrir og húsnæðið losnaði þá var næsta verkefni bræðra að lagfæra og aðlaga húsnæðið að þörfum og starfsemi samtakanna með málningu, gólfefnum og innréttingum sem hentuðu fyrirhugaðri starfsemi.

Bræður tóku virkan þátt í þessu verkefni þar sem vinnugallar, verkfæratöskur og almenn verksnilld voru tekin fram. Sennilega komust færri að en vildu en þáttaka bræðra í verkefninu var á ýmsa vegu.

Tilbúið til afhendingar

Eftir 6 vikna vinnu var húsnæðið tilbúið til afhendingar og Píeta samtökin gátu flutt inn. Húsnæðið var afhent til notkunar til forsvarsmanna Píetasamtakanna af formanni afmælisnefndar, ásamt Hallveigarbræðrum, sem höfðu verið virkastir í verkefninu og þeirra sem höfðu tíma til að taka þátt ásamt mökum. Ljóst var á þeirri stundu að verkefnið hafði tekist vel, andi góður í húsinu og umgjörðin öll til fyrirmyndar.

Formleg afhending fór svo fram þann 8. september 2022 að viðstöddum ráðherrum heilbrigðismála, Willum Þór Þórssyni, og félagsmála, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, hávirðulegum stórsír Oddfellowreglunnar, Guðmundi Eiríkssyni, fulltrúum Stórstúku hinnar íslensku Oddfellowreglu, Hallveigarbræðrum og mökum.

En hverju hefur þetta verkefni breytt fyrir Píetasamtökin?

AFMÆLI – HALLVEIG 100 ÁRA
HÚSNÆÐI FYRIR PIETA
34 2. tbl. 2022
Samningur um afnot af húsnæðinu handsalaður af þeim Skúla Sigfússyni í Subway og Örnu Pálsdóttur í stjórn Pietasamtakanna. Að baki þeim f.v. eru Jónatan Smári Svavarsson, Örn Ottesen Hauksson, Þórir Haraldsson, Hjörleifur Þórarinsson, Kristín Ólafsdóttir og Sigurður Ingi Halldórsson.

Samkvæmt forsvarsfólki samtakanna þá tryggir húsnæðið umgjörð um starfið og skapar ró fyrir stjórnendur og starfsfólk að takast á við krefjandi verkefni. Stefnumótun og fjármögnun starfsins í Reykjavík, auk stuðnings og eftirfylgni við starfið á landsbyggðinni, eru meðal þess sem stjórnendur, starfsfólk og stjórn eru nú að einbeita sér að.

Hlýlegt húsnæði

Við ritun þessarar greinar fóru undirritaðir í heimsókn og hittu framkvæmdastjórann, Kristínu Ólafsdóttur, og Benedikt Þór Guðmundsson, einn af stofnendum og starfandi verkefnastjóra og ráðgjafa, til að heyra í þeim hljóðið.

Að koma inn í húsnæðið var alveg einstakt, hlýlegt og notalegt og einstaklega ánægjulegt að hitta gott fólk í umhverfi sem hæfir þeirra góða starfi. Það má því segja að hljóðið í þeim hafi verið gott en þau taka brosandi á móti öllum stuðningi og liðveislu sem gott og öflugt fólk getur veitt þeim og þeirra starfi.

Hallveigarbræður munu áfram standa vörð um og styðja við starfsemi samtakanna og fólkið á bak við starfið og hvetja fleiri stúkur til að koma að stuðningi við þetta málefni og þá

mögulega að taka við boltanum þegar 3ja ára leigusamningstíma lýkur?

Við vitum af því að Ingólfsbræður höfðu áður komið að stuðningi við samtökin í upphafi starfseminnar og þekkja því bæði til starfseminnar og mikilvægi hennar. Við Hallveigarbræður, í samvinnu við forsvarsfólk Píetasamtakanna, getum veitt Reglusystkinum innsýn í starfsemina og verkefni okkar, verði þess óskað, en aðkoma að verkefninu hefur opnað augu okkar bræðra fyrir undirliggjandi vanda í samfélaginu og því starfi sem unnið er hjá samtökunum án þess að það fari hátt.

Við óskum forsvarsmönnum Píetasamtakanna til hamingju með húsnæðið, vonum að stuðningur okkar komi sér vel á komandi árum, þökkum öllum sem að verkefninu komu fyrir þeirra framlag um leið og við þökkum stjórn og starfsfólki Píetasamtakanna fyrir fróðleg og ánægjuleg kynni sem hvergi nærri er lokið.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra voru viðstaddir opnun húsnæðisins, ásamt Elizu Reid forsetafrú og fleiri góðum gestum. Nokkrir vaskir Hallveigarbræður sem unnu að endurbótum húsnæðisins fyrir Pietasamtökin.
35 2. tbl. 2022
Þórir Haraldsson, formaður 100 ára nefndarinnar, og Jónatan Smári Svavarsson, St. nr. 3, Hallveigu

HÖFUM BOGNAÐ EN ALDREI BROTNAÐ

Engan langar að heyra minnst á faraldurinn sem geisaði í heiminum um tveggja ára skeið og ekki var meiningin að minnast á pestina í þessum pistli. En. Nú á þessu hausti er loks uppi sú staða að við getum stundað okkar venjubundna starf í Reglu vorri. Samkomutakmarkanir virðast loks vera að fullu aflagðar. Fyrstu fundir vetrarins bera þess sumstaðar merki að stúkustarfið hafi riðlast í fárinu og heldur færri eru að mæta á fundi en áður. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, meðal annars þær að upp hafði safnast mikil þörf til að ferðast og í haust og vetur hafa margir lagt leið sína á suðrænar sólarstrendur í þeim tilgangi meðal annars að fá yl í kroppinn, því ekki bara sátum við undir reglum um tveggja ára bann við hverskyns ferðalögum heldur líka var síðasti vetur óvenju erfiður hvað varðar veðurfar og svo var sumarið kalt og blautt. Einnig búa margir við þær aðstæður að hluti fjölskyldunnar býr erlendis og það hefur verið mörgum erfiður aðskilnaður og engan skal undra að þeir sem því þurftu að una séu nú að bæta sér upp þann missi með tíðari heimsóknum.

Í hugleiðingum um nýliðinn tíma er full ástæða til að minnast á það fólk sem veitti sínum Regludeildum forystu á þessum fordæmalausu tímum, það fólk fékk ekki að njóta sín sem skyldi í hinum hefðbundnu stúkustörfum, störfum sem það hafði verið kosið til og sem það hafði undirbúið sig fyrir af kostgæfni. Við þeim blöstu skyndilega margskonar áskoranir og erfiðleikar svo ekki sé minnst á leiðindin. Þetta fólk á skilið hjartans þakkir fyrir þá miklu vinnu sem það lagði af mörkum, starf sem ekki allir sáu að verið var að vinna en gerði það að verkum að Reglan stóðst þessa áraun.

Munum ná fyrri styrk

Regla vor hefur um aldirnar mátt ganga í gegnum allskonar erfiðleika. Stríðsátök og farsóttir hafa herjað á heimsbyggðina og Reglan stundum bognað en aldrei brotnað. Alltaf, og eins mun það verða núna,ð munum við ná aftur vopnum vorum og fyrri styrk. En til þess að svo megi verða verðum við

öll að leggjast á eitt, látum engan gleymast í því sambandi. Höfum samband við þau Reglusystkini sem næst okkur standa ef við verðum vör við að einhver er ekki að treysta sér til að koma aftur til starfa. Það getur verið átak fyrir suma að mæta aftur á fund eftir langt hlé. Eitt símtal og smá hvatning getur gert gæfumuninn.

Líður að jólum

En nóg um þetta og yfir í annað. Senn líður að jólum og látum við fylgja með smá hugleiðingu um þann tíma. Flestir eiga frá bernskuárum sínum minningar sem einkennast af tilhlökkun og spennu í aðdraganda jólanna og dagarnir gátu verið lengi að líða. Þessa tilhlökkun og spennu upplifir svo fólk aftur á fullorðinsárum gegnum börnin sín og barnabörn. Vonandi upplifa flestir gleði og eftirvæntingu í aðdraganda jólanna. Stundum eru tilfinningar tregablandnar, en það er eitthvað sérstakt við hátíðina og hún hefur tilhneigingu til að laða fram það besta í fari fólks.

Hvað það svo sem veldur því, er ekki gott að segja. Sennilega margt. Við sem tilheyrum kristinni trú fögnum auðvitað fæðingu frelsarans en það er eitthvað meira. Margar fjölskyldur fagna aukinni samveru ættingja og vina um jólin og kannski er það líka birtan, öll jólaljósin og líka vitneskjan um það að daginn er farið að lengja. Allt eru þetta kærkomin innlegg í þennan dimmasta tíma ársins. Þegar jólin nálgast er amstrið oft mikið og það er auðvelt að hrífast með öllu því sem fylgir þessum árstíma. Kaupahéðnar, með auglýsingamennsku að vopni, keppast við að telja sem flestum trú um, að hin sanna jólagleði felist í því að kaupa sem mest og jafnvel að gefa sem dýrastar gjafir.

Vissulega er gaman að gefa og gleðja aðra, en samt er það alls ekki alltaf þannig að dýrustu gjafirnar gleðji mest. Við kvörtum stundum yfir umstanginu en vitum samt að sjálf getum við haft nokkur áhrif þar á, ef við forgangsröðum og skiljum og skynjum hvað það er sem raunverulega skiptir máli.

HUGLEIÐING ÆÐSTUPRESTA
D E K R A Ð U V I Ð H Ú Ð I N A Þ Í N A M E Ð K Ó R E S K U M H Ú Ð V Ö R U M S E M F R Í S K A U P P Á H A N
O G G
F
H E N N I G Ó Ð A N
SÖLUSTAÐIR: HAGKAUP, HEIMKAUP IS OG BEAUTYBAR IS 36 2. tbl. 2022
A
E
A
R A K A

Heilræði Márques

Fyrir nokkrum árum birtist frásögn í einu dagblaða landsins. Frásögn um nóbelskáldið Gabriel García Márques. Márques hafði dregið sig í hlé frá opinberu lífi vegna alvarlegra veikinda. Þessi veikindi urðu til þess að hann skrifaði vinum sínum bréf þar sem hann veltir fyrir sér hvernig hann mundi nýta tímann ef Guð gæfi honum aðeins örlítið meira af honum. Í bréfinu segir hann meðal annars að hann myndi ekki meta hluti eftir verðgildi þeirra heldur merkingu og bætir við:

„Ég myndi ekki segja allt sem ég hugsa, en ég myndi örugglega hugsa allt sem ég segi.“

Síðar segir hann: „Ég myndi ekki láta dag líða án þess að segja þeim sem ég elska frá tilfinningum mínum.“

Bréfinu lýkur Márques síðan með eftirfarandi heilræðum: „Enginn á sér tryggðan morgundag, hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skipti þá sem þú elskar. Því skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp. Þú munt örugglega harma daginn þann þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag eða koss og

leitt, eða fyrirgefðu mér, viltu vinsamlegast og bara öll þau kærleikans orð sem þú kannt.“

Heilræði Marques tengjast ekki jólum beint en eru samt mjög í anda jólanna og það sen þau standa fyrir, þ.e. gleði, frið, góðvild og kærleik. Einnig eru þessi heilræði mjög í anda Oddfellowreglunnar þar sem einkunnarorðin eru „vinátta, kærleikur og sannleikur“ og gleymum ekki því að vinátta byggist á því að gleyma því sem maður hefur gefið og muna hvað maður hefur fengið. Öllum er gjarnt að leggja stundum of mikla áherslu á ytri umbúnað jólanna og hættir til að huga minna að inntaki þeirra. Auðvitað er skemmtilegt að hafa fallega skreytt heimili og mat sem tilheyrir hátíðum. En jólin koma hvort sem við erum „búin að öllu“ eða ekki.

Við skulum hafa það í huga.

Kæru Reglusystkini, megið þið og fjölskyldur ykkar eiga góða og gleðilega jólahátíð.

Infrarauðir saunaklefar Eigum margar gerðir vandaðra infraklefa. Fjárfesting í vellíðan Smiðjuvegi 11 s. 571 3770, pall@sauna.is, sauna.is Velkomin í sýningarsalinn að Smiðjuvegi 11 CarbonFlex hitarar tryggja jafna hitadreifingu Slökun og afeitrun (detox) á þægilegan máta Innbyggt hljóðkerfi og lýsing 37 2. tbl. 2022

ÞETTA GÆTI EKKI VERIÐ SLÆMUR FÉLAGSSKAPUR

Jón Bjarnason er fæddur 26. janúar 1936 á Akureyri og verður því 87 ára í janúar nk. Hann gekk inn í Stúku nr. 2, Sjöfn, á Akureyri þann 15. desember 1961, þá aðeins 25 ára gamall. Hann var því sæmdur 60 ára fornliðamerki í desember 2021.

„Það var árið 1961 að Baldvin Ásgeirsson kom að máli við mig um að ganga í Oddfellowregluna en ég sagðist ekki hafa nokkurn tíma fyrir það. Foreldrar mínir voru þá nýlega gengnir í Regluna og líkaði vel. Pabbi minn ýtti aðeins á mig og sagði að ég hefði bara gott af þessu því þetta væri góður félagsskapur. Ég lét svo til leiðast og gekk inn í Regluna en þá voru fundir haldnir á neðstu hæðinni í Brekkugötunni,“ segir Jón í viðtali við undirritaða, sem tekið var í tilefni tímamótanna hjá Jóni.

Jón hefur gegnt mörgum embættum í Sjöfn. Hann var ritari árin 1972 til 1974, undirmeistari 1984 til 1986 og síðan yfirmeistari til 1988. Hann var stofnfélagi í Ob. nr. 2, Thomasi, árið 1988 og hlaut Stórstúkustig ári síðar. Hefur hann sinnt fjölda annarra starfa innan stúkunnar og búðanna sem of langt mál væri að telja upp.

„Þegar ég kom fyrst í húsið í Brekkugötu þá sá ég myndir af öllum stofnfélögum og fyrrum meisturum og það hafði mikil áhrif á mig. Ég sá að þetta gæti ekki verið slæmur félags skapur. Inngangan sjálf var eftirminnileg, stórkostleg tónlist og söngur. Organleikari var Jóhann Ó. Haraldsson, með frábæra tenórrödd, og þarna voru líka margir félagar úr Karlakórnum Geysi og Karlakór Akureyrar svo þetta var bara eins og á kóræfingu. Yfirmeistari var þá Aðalsteinn Sigurðsson og undirmeistari var Karl Jónasson, sem fékk 70 ára fornliðamerki í Oddfellowreglunni, St. nr. 10, Þorfinni karlsefni, í Reykjavík árið 2018, þá 98 ára gamall.“

Jón segir Sjafnarbræður hafa hist fyrir fundi, en þó aðallega eftir fundina eins og nú er enn. Þá settust þeir í kaffi við u­laga borð í svokallaðri Norðurstofu eða í Hólinn, eða Austurstofuna, og spjölluðu saman. „Stundum var spilað á píanóið og mikið sungið. Þetta var mjög afslappandi og notalegt og ekki hægt að bera þetta saman við daginn í dag. Fyrst var ég 10 árum yngri en flestir en í dag er ég talsvert eldri en flestir stúkubræður í Sjöfn,“ segir Jón.

Hann segir einkennin hafa dálítið breyst frá því að hann gekk inn í stúkuna, þau hafi verið íburðarmeiri en hægt er að sjá þau á safninu í Oddfellowhúsinu á Akureyri.

„Það kom til tals á þessum árum að við gætum fengið send einkennin frá Bandaríkjunum en til þess kom ekki. Það var svo síðar að ég var á ferð í Bandaríkjunum með konu minni og dóttur að við fyrir tilviljun römbuðum inn á safn í litlum bæ nálægt Missisippi og þar voru öll einkenni

VIÐTAL – JÓN BJARNASON Í SJÖFN
Jón fyrir utan verslunina að Kaupvangsstræti 4. Jón Bjarnason að störfum á verkstæði sínu í versluninni JB úr&skart. Gamla Oddfellowhúsið á Akureyri, sem stendur við Brekkugötu.
38 2. tbl. 2022

Vantar meiri sagnamenn

Tvisvar sinnum reyndi Jón að fara á fundi erlendis í Oddfellow en hitti illa á í bæði skiptin svo ekkert varð úr því. Annað skiptið var í Sviss og hitt í Svíþjóð. Jón tók stundum á móti erlendum yfirmeisturum að beiðni stórsírs, vegna tungumálakunnáttu sinnar, og minnist hann sérstaklega heimsóknar finnska stórsírsins en Jón fór með honum í Akureyrarkirkju og þar hittu þeir prestinn og kirkjuvörðinn, sem báðir voru Oddfellowar. Finnski stórsírinn féll í stafi yfir fegurð kirkjunnar og talaði um kraftinn sem hann fyndi þar. Einnig fóru þeir í núverandi Oddfellowhús hér á Akureyri. Lofaði hann húsið og salinn og skoðaði sérstaklega stofnskrárnar og skýrði þær vel út.

„Skemmtanir voru algengar í Oddfellowhúsinu á fyrstu árum mínum eins og er í dag. Í Sjöfn voru margir söngvarar, hagyrðingar, leikarar, skáld og fleiri góðir menn sem skemmtu okkur oft vel og innilega. Sérstaklega fannst mér jólafundurinn hátíðlegur en í lok hans hnýttu menn bræðrabandið og sungu Heims um ból. Í dag finnst mér vanta meiri sagnamenn í okkar hóp sem kunna að segja skemmtilega frá. Það er aðallega þegar Skagfirðingarnir heimsækja okkur á Vembilinn sem mér finnst koma almennilegir sagnamenn, eins og Björn Björnsson.

Mér er minnisstætt að einu sinni fannst mér sem menn neyttu of mikils áfengis á þessum jólafundum og lagði ég til að við myndum bjóða konunum okkar á jólafundinn, sem var samþykkt. Þá breyttist aðeins sú skemmtun til hins betra að mínu mati. Þannig var með fleiri skemmtanir á okkar vegum svo sem með Vembillinn en þar voru konurnar ekki með,“ segir Jón.

Hann segir Oddfellowhúsið hafa verið mikla framkvæmd á sínum tíma og margar áætlanir verið gerðar áður en hafist var handa. Jón var yfirmeistari á árunum 1986 til 1988 og þá var beðið um rekstraráætlun fyrir nýja húsið.

„Ég sagði að ef við gerum hana þá byggjum við aldrei. Við ættum að byggja úr því sem við eigum og fáum á hverjum tíma og taka okkur þá lengri tíma í að byggja. Mikil sjálfboðavinna var lögð fram á byggingartímanum og þegar sá undir lok hans kom Háskólinn á Akureyri og leigði af okkur veitingasalinn í mörg ár sem hjálpaði okkur geysimikið við að borga niður skuldir sem safnast höfðu á byggingartímanum. Stórar gjafir komu líka á byggingartímanum frá ýmsum

aðilum og fyrirtækjum. Þannig leystist þetta allt vel en við hefðum aldrei getað sett þetta inn í rekstraráætlun í byrjun.“

Saknar orgelleikarans

Jón saknar þess þegar orgelleikarinn sá um undirspilið á fundum og fannst það notalegt og telur upp nokkra orgelleikara á þessum 60 árum sínum í stúkunni. Í dag er tónlistin á fundum spiluð af Ipad. Hann vill alls ekki „poppa upp músíkina“ frá því sem nú er.

Samstarf við aðrar stúkur var minna hér áður fyrr en Jón segir það hafa breyst með tímanum. T.d. þegar Jónsmessumótin komu til þá hittust Oddfellowar frá Akureyri, Akranesi og Ísafirði á Húnavöllum á vorin áður en ferðamenn byrjuðu að koma. Þetta hefur verið annað hvert ár en féll þó niður í ár. Á árum áður var venja að gefa þeim bræðrum sem urðu sjötugir koníaksflösku og blóm en Jón lagði til að því yrði breytt og gefið vasaúr í staðinn. Í dag fá allir nýir félagar vasaúr við fyrsta áratugsafmæli eftir að þeir ganga í Sjöfn.

„Nú stendur til að stækka Oddfellowhúsið við Sjafnarstíg og ég er svolítið hugsandi yfir því. Það þarf að vanda vel til verka svo húsið verði áfram jafn virðulegt og það er í dag. Haukur Haraldsson teiknaði núverandi Oddfellowhús og hann teiknar viðbygginguna sem til stendur að byrja að byggja á næsta ári,“ segir Jón.

Þegar hann gekk í stúkuna árið 1961 voru bara tvær stúkur á Akureyri, þ.e. bræðrastúkan Sjöfn og Rebekkustúkan Auður. Bræðrastúkan Freyja var stofnuð árið 1982 og nokkrir Sjafnarmenn gengu í þá stúku. „Ég sá mikið eftir nokkrum mönnum sem gengu yfir í Freyju,“ bætir Jón við. Jón er líka ennþá félagi í Rebekkustúkunni nr. 2, Auði, á Akureyri en lengst af þurfti að fá nokkra fyrrum meistara bræðra í kvennastúkurnar til að vera í tengslum við Stórstúkuna þar sem konurnar fengu ekki aðild að stórstúkunni fyrr en 1997.

Jón stóð stundum upp á fundum hér áður fyrr og fræddi bræður um hvernig það var að vera í stúkunni, um siði og reglur sem hafa eitthvað breyst og fleira sem tengist starfinu. Hann kveðst alltaf hafa haft gaman og gott af veru sinni í Sjöfn og saknar þess hversu sjaldan hann hefur getað mætt í seinni tíð vegna heilsunnar.

Jóni Bjarnasyni er þakkað viðtalið og fyrir allt sem hann hefur gefið okkur Sjafnarbræðrum og Reglusystkinum öllum gegnum tíðina.

Oddfellowa á einum vegg og Frímúrara á öðrum vegg ásamt bókum um sögu Oddfellowreglunnar og myndir úr starfseminni á staðnum.“ Haukur Jónsson, Karl Guðmundsson og Ólafur B. Thoroddsen, St. nr. 2, Sjöfn Frá afhendingu fornliðamerkisins til br. Jóns.
39 2. tbl. 2022
Jón í fullum skrúða í Oddfellowhúsinu á Akureyri.

UNNIÐ AF HEILINDUM OG DUGNAÐI

Str. fm., Dóru M. Ingólfsdóttur, var veitt sæmdarheitið heiðursfélagi Rbst. nr. 7, Þorgerðar, þann 10. maí 2022, fyrir mikið og óeigingjarnt starf í stúkunni og Oddfellowhreyfingunni.

Dóra Marguerite I. L. Ingólfsdóttir fæddist 19. október 1937 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Ingólfur Örn Pétursson, verslunarstjóri í Reykjavík, og kona hans, Marguerite (Mac Kenzie) Pétursson húsfreyja. Æskuslóðir Dóru eru Kársnesið eða vesturbær Kópavogsbæjar.

Dóra starfaði um tíma sem flugfreyja en lærði hárgreiðslu á Permanentstofunni í Reykjavík. Hún lauk sveinsprófi 1957, fékk meistarabréf árið 1960 og starfaði í mörg ár sem hárgreiðslumeistari.

Dóra giftist Þorsteini Runólfssyni, húsasmið, frá Bræðratungu í Vestmannaeyjum, árið 1959. Þau eiga tvo drengi, þá Unnar Örn og Stefán Gísla. Fjölskyldan fluttist til Vestmannaeyja árið 1960 og bjó þar er eldgosið hófst í Heimaey í janúar 1973. Þau fluttust þá í Hafnarfjörð og síðan í Holtsbúð í Garðabæ, þar sem Dóra og Þorsteinn búa enn.

Dóra vígðist í Þorgerði þann 22. nóvember 1977, á stofnári stúkunnar. Stúkan er stofnuð af Rebekkusystrum úr Vilborgu í Vestmannaeyjum, systrum sem fluttu ekki aftur til Eyja eftir gos.

Góð fyrirmynd

Dóra hefur unnið af miklum heilindum og dugnaði fyrir Oddfellowregluna og er okkur systrum og bræðrum mikil og góð fyrirmynd. Hún hefur gegnt fjölmörgum embættum innan stúkunnar og var í eftirfarandi störfum samfleytt á árunum 1980 – 1994: Vinstri meðhjálpari yfirmeistara, útvörður, féhirðir, ritari, undirmeistari, yfirmeistari og starfandi fyrrum meistari.

Dóra hlaut Stórstúkustig Oddfellowreglunnar í maí 1997 og starfaði m.a. í kjörbréfanefnd 1997 til 2001 og í Stúknaog búðanefnd Stórstúkunnar árin 2005 til 2009. Hún hlaut búðastig í Rbb. nr. 1, Þórhildi, í október 1990 og gegndi þar eftirfarandi embættum árin 1994 – 2006: Innvörður, reikningshaldari, 2. matríarki, 1. matríarki, höfuðmatríarki, starfandi fyrrum höfuðmatríarki og í fjárhagsnefnd.

Dóra var stofnfélagi í Rbb. nr. 2, Þórunni, þann 18. mars 2006 og gegndi þar eftirfarandi embættum: Starfandi fyrrum matríarki 2006 – 2008 og stórfulltrúi 2006 – 2013.

Þann 3. október 2008 gekk Dóra í Matriarcs Militant Canton nr. 2, Victoria, í Danmörku og þann 20. nóvember árið 2010 varð hún stofnfélagi í Matriarcs Militant Canton nr. 1, Heklu.

Dóra hefur gegnt mörgum heiðursembættum og hlotið eftirfarandi heiðursmerki: Fyrrum meistarastjörnu 1994, 25 ára fornliðamerki 2002, 40 ára fornliðamerki 2018, fyrrum höfuðmatríarki 2004, fyrrum stórfulltrúi 2009, heiðursmekri Oddfellowreglunnar I.O.O.F 2015 og 10 ára þjónustumerki Canton 2018.

Það er mikil gæfa fyrir Þorgerði og Oddfellowhreyfinguna að hafa á að skipa systur eins og Dóru M. Ingólfsdóttur. Hún er fimmti heiðursfélagi stúkunnar og sýnir myndin sem fylgir greininni tvo núlifandi heiðursfélaga stúkunnar, þær Dóru M. Ingólfsdóttur og Gyðu Guðbjörnsdóttur.

Það er jafnframt mikil gæfa fyrir Oddfellowhreyfinguna að hafa á að skipa að skipa systur eins og Dóru og er hún okkur hinum góð fyrirmynd. Þökkum við henni af alhug frábært og óeigingjarnt starf í þágu Oddfellowreglunnar.

Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Rbst. nr. 7, Þorgerði

HEIÐURSFÉLAGI – DÓRA M. INGÓLFSDÓTTIR Í ÞORGERÐI
Núlifandi heiðursfélagar Rebekkustúkunnar Þorgerðar eru Dóra M. Ingólfsdóttir og Gyða Guðbjörnsdóttir.
40 2. tbl. 2022

STUÐNINGUR VIÐ SJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI

Stúkurnar á Akureyri sameinuðust nýverið um gjöf til Geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Þetta eru St. nr. 2, Sjöfn, St. nr. 15, Freyja, Rbst. nr. 16, Laufey, og St. nr. 25, Rán. Keyptar voru 11 ljósmyndir af íslenskri náttúru og dýralífi eftir Eyþór Inga Jónsson og voru myndirnar afhentar þann 22. september s.l. Þær Harpa Hilmarsdóttir, Lovísa Guðjónsdóttir og Sóley Smáradóttir tóku á móti myndunum fyrir hönd Geðdeildar SAK.

Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri er eina sérhæfða geðdeildin utan höfuðborgarsvæðisins. Deildin samanstendur af bæði legudeild og dag­ og göngudeild en myndirnar munu prýða herbergi og rými á legudeildinni. Það er von Regludeildanna að myndirnar megi veita gleði og ánægju og þannig bæta líðan skjólstæðinga geðdeildarinnar.

Þess má geta að stúkurnar á Akureyri hafa löngum styrkt Sjúkrahúsið á Akureyri á einn eða annan hátt, ýmist hver fyrir sig eða með sameiginlegu átaki. Þar á meðal mætti nefna gjafir til ýmissa tækjakaupa og stuðning Laufeyjarsystra, sem í tilefni 10 ára afmælis stúkunnar styrktu Heimahlynningu SAK til kaupa á sjúkrarúmi og innanstokksmunum í nýtt

húsnæði. Það húsnæði er ætlað aðilum sem þurfa sérhæfða einkennameðferð eða lífslokameðferð og þurfa að dvelja fjarri heimili sínu.Í tilefni 100 ára afmælis Oddfellowstarfs á Akureyri, og þar með 100 ára afmæli St. nr. 2, Sjafnar, afhentu allar stúkurnar Akureyrarbæ uppgerðar og innréttaðar sjúkraíbúðir. Þær munu nýtast sjúklingum og aðstandendum SAK sem og öldrunarheimilum Akureyrar. Íbúðirnar eru staðsettar við dvalarheimilið Hlíð í næsta nágrenni sjúkrahússins. Bræður og systur lögðu fjölmargar vinnustundir í sjálfboðavinnu í það verk.

Að lokum má nefna að í undirbúningi er gjöf til krabbameinsdeildar SAK þar sem St. nr. 15, Freyja, gefur lyfjagjafastól og hinar stúkurnar munu bæta öðrum við.

FRÉTTIR
Kolbrún Reynisdóttir, Margrét Dóra Eðvarðsdóttir, Rbst. nr. 16, Laufeyju
https://innri.oddfellow.is/is/vefverslun Vefverslun Oddfellowa 41 2. tbl. 2022
Frá afhendingu ljósmynda frá stúkunum á Akureyri. Á myndinni eru, ásamt fulltrúum Geðdeildar SAK, Elías Óskarsson, ym St. nr. 15, Freyju, Lýður Hákonarson, féh. St. nr. 2, Sjafnar, og Helga Björg Jónasardóttir, ym. Rbst. nr 16, Laufeyjar.

SAMRÝMD Í ÖLLU SEM ÞAU GERA

Petrína Helga Ottesen og Hlynur Máni Sigurbjörnsson á Akranesi eru samrýmd hjón. Eiga svipuð áhugamál, ganga mikið á fjöll, ferðast saman, og vinna bæði á Grundartanga, hún sem aðalbókari hjá Meitli og hann stýrir rannsóknastofu Elkem, járnblendiverksmiðjunar. Undanfarin 20 ár eða svo hafa þau bæði verið í Oddfellow og ekki nóg með það; um svipað leyti voru þau undir- og yfirmeistarar í sínum stúkum og núna eru þau æðstráðendur í búðum; Petrína er höfuðmatríarki í Karitas og Hlynur höfuðpatríarki í Borg.

Oddfellowblaðið heimsótti hjónin á fallegum vetrardegi á Skaganum þar sem þau tóku á móti á okkur í huggulegri íbúð í fjölbýlishúsi við Stillholt. Þar hafa þau gott útsýni yfir bæinn til vesturs og norðurs, og ekki verra að vera í beinni sjónlínu við Regluheimilið á Akranesi, þangað sem þau eru aðeins þrjár mínútur að ganga til funda.

Til hliðar við viðtalið má fræðast um uppruna Petrínu og Hlyns og vindum okkur hér strax í að spyrja hvernig þau kynntust, fyrir 32 árum síðan. Þau brosa fallega til hvors annars og það lifir greinilega vel í neistanum sem kviknaði þeirra í millum.

„Við vissum alveg af hvort öðru hérna á Skaganum, enda þekktu allir alla á þessum tíma. Síðan kynntumst við nú bara á balli á Hótel Akranesi árið 1990,“ segir Petrína er hún rifjar upp þeirra fyrstu kynni, og Hlynur hnykkir á, til að gera langa sögu stutta: „Og við höfum eiginlega verið saman síðan.“

Þau höfðu þá bæði gengið nýlega í gegnum skilnað og ætluðu sér hvorugt, þannig séð, að flýta sér í annað samband. Með fyrrverandi eiginkonu sinni á Hlynur tvö börn, þau Sonju Björg og Sigurð Reyni, og af fjórum börnum Petrínu frá fyrra sambandi eru þrjú á lífi, þau Dagný, Jón Ottesen og Haukur Óli. Saman eiga þau síðan einn son, Sigurbjörn Kára, sem fæddist 1994.

Engin Oddfellow-ást

Petrína og Hlynur segjast á léttu nótunum verða að hryggja útsendara Oddfellowblaðsins með að þetta hafi ekki einu sinni verið Oddfellow­ást, eða ást á Grundartanga, en fyrir rúmum 30 árum voru þau ekki einu sinni komin í Regluna og Petrína heldur ekki byrjuð að vinna á Grundartanga líkt og Hlynur.

„Er ekki sagt að ástin spyrji hvorki um stað né stund? Auðvitað var þetta flókið til að byrja með, að sameina tvær fjölskyldur, en okkur hefur gengið mjög vel,“ segir Petrína, en Hlynur viðurkennir að hafa fengið nett skot frá sínum vinum. Þá var hann 28 ára og Petrína 31 árs.

„Þeir spurðu nú bara hvað ég væri eiginlega að hugsa, hún væri þremur árum eldri og með þrjú börn. Það er bara ekkert spurt að aldri eða aðstæðum þegar ástin kviknar, þetta er bara svona,“ segir Hynur og bætir við: „Börnin okkar

náðu strax vel saman og hafa staðið sig frábærlega í öllu sem þau hafa tekið sér fyrir hendur.“ Samanlagt voru börnin fimm í upphafi, ung að aldri beggja megin, og síðan bættist Sigurbjörn Kári við. Í dag eru barnabörnin orðin 11 talsins og fjölskyldan því orðin vel stór. Helmingur barna þeirra býr á Akranesi eða í nágrenni, en einn sonur er búsettur í Svíþjóð, annar á Selfossi og ein dóttir býr í Noregi.

Fundu rétta tímann fyrir Oddfellow

Berst þá talið næst að Oddfellow og hvernig kom til að þau fóru þar inn á sínum tíma. Petrína var aðeins fyrri til, tók vígslu í Ásgerði í nóvember 2001, en Hlynur vígðist í Egil í febrúar 2002.

„Ég þekkti konur í Oddfellow og tillögumaður minn er fyrrverandi tengdamóðir. Mér fannst ég tilbúin að fara inn í svona félagsskap, auðvitað vissi maður ekki margt um hvað starfið gengi út á en tíminn var réttur. Ég get ekki sagt að það hafi verið búið að ganga eittthvað á eftir mér að koma, þetta var meira að mínu frumkvæði þegar til átti að taka, og ég sé ekki eftir því að hafa gerst Oddfellowi,“ segir Petrína.

Einhverjum kann að þykja sérstakt að fyrrverandi tengdamóðir sé tillögumaður, eftir að Petrína hafði verið rúm 10 ár með nýjum manni, og hún tekur alveg undir það. Bætir við að milli hennar og tengdamóðurinnar hafi alltaf verið náið og gott samband, sem ekki slitnaði þótt Petrína hefði farið í aðra sambúð.

– Tókst þér síðan að tala Hlyn inn á að gerast einnig Oddfellowi?

„Það var nú ekki beint þannig, við höfðum rætt þessi mál áður en ég ákvað að gerast félagi,“ segir Petrína og Hlynur segir þetta hafa þróast smátt og smátt.

„Einn vinur minn og vinnufélagi hafði nefnt þetta við mig þremur eða fjórum árum áður, þar til ég ákvað að taka skrefin alla leið. Ég hafði alltaf sagt honum að ef ég myndi fara í einhvern félagsskap þá yrði það á endanum Oddfellow. Þegar Petrína var svo komin inn þá hugsaði ég með mér að nú væri bara rétti tíminn kominn.“

Þau hjónin voru fljótlega komin í ýmis embætti meðal sinna Reglusystkina, geta aldrei sagt nei, og ekki leið á löngu þar til þau voru komin í stúkustjórnir. Að sjálfsögðu byrjuðu þau samtímis sem féhirðar, eða tímabilið 2010 ­2012, hún í Ásgerði og hann í Agli. Næsta tímabil varð Hlynur ritari en Petrína varð undirmeistari. Hennar næsta skref, tímabilið 2014 ­2016, var því yfirmeistarinn en þá varð Hlynur undirmeistari Egils og síðar yfirmeistari. Samrýmdara getur það nú varla verið, og á sama tíma alltaf akandi saman í vinnuna á Grundartanga! Og bæði voru þau tekin inn í búðir árið 2013, hann í Magnús og hún í Þórhildi.

„Það hafa sjálfsagt allir haldið að við værum samtímis í öllum embættum en eflaust skýrist það af því að við náðum mörgum samráðsfundum saman sem undir­ og yfirmeist­

OPNUVIÐTALIÐ – ODDFELLOWHJÓNIN PETRÍNA OG HLYNUR
42 2. tbl. 2022
Ljósmyndir:
Garðar Pétursson og úr safni Petrínu og Hlyns

arar, þetta tímabil spannar ein sex ár,“ segir Hlynur og á meðan hlær Petrína: „Þetta er bara algjör tilviljun!“

Þau taka fúslega undir að þessi samleið þeirra hafi komið sér vel fyrir þau. Þannig segist Hlynur hafa hagnast á því að Petrína hafi byrjað á undan sem yfirmeistari.

„Við höfum alltaf getað veitt hvort öðru góð ráð, og jafnvel skipst á gögnum því starfið hjá systrum og bræðrum er keimlíkt, svo ég tali nú ekki um bókhaldið þar sem hún er bókari,“ segir Hlynur og horfir kankvís yfir eldhúsborðið til konu sinnar. „Ég tek fram að hann þurfti sjálfur að færa sitt bókhald sem féhirðir,“ segir Petrína og þau hlæja dátt.

Í sömu embættum fyrir tilviljun

Skiljanlega voru fáar frístundir aflögu til annars en starfa í Oddfellow og þau segja fundatíma í stúkum þeirra vera þannig í dag að þau eigi bæði frí aðra hverja viku. Þetta gerðist nú bara fyrir þremur árum, er Petrína varð meðal stofnfélaga Þórdísar en sú stúka og Egill funda í sömu vikunni.

„Þetta er ótrúlega praktískt, þegar þarf til dæmis að skjótast eitthvað í burtu, þá er alltaf laus vika. En þetta var ekkert útpælt, við uppgötvuðum bara þetta þegar ávinningurinn var kominn,“ segir Petrína.

Þau segja það einnig algjöra tilviljun, en skemmtilega, að samtímis urðu þau æðstu embættismenn sinna búða um síðustu áramót þegar hún varð höfuðmatríarki í Karitas og hann höfuðpatríarki í Borg. Hlynur segist alls ekki hafa átt von á þessu, fyrir sitt leyti, hann hafi meira að segja bent á annan bróður sem hann taldi verðugri embættinu, en sá var ekki tilbúinn að þessu sinni. Hlynur segist taka auðmjúkur við embættinu og muni reyna að sinna því af bestu getu, líkt og hann hafi ávallt að leiðarljósi í öðrum störfum.

„Við getum bara verið heppin með að fólk hefur trú á okkur og treystir okkur fyrir hlutunum. Ef til mín hefur verið leitað með eitthvert starf, þá hef ég tekið því.

„Það er í þessu eins og öllu, ef þú ert tilbúin að leggja

eitthvað á þig, og gefa af þér, þá færðu það margfalt til baka. Mér finnst ég alltaf hafa grætt á því sem ég hef tekið að mér og sinnt,“ segir hún.

„Ég er alveg á sama stað,“ segir Hlynur, „starfið innan Oddfellow hefur þroskað mann heilmikið, sérstaklega embættin þar sem þú berð ábyrgð á Regludeild. Þá þarftu að skila þínu. Í grunninn er ég feiminn, var það sem krakki og opnaði varla munninn í fjölmenni fyrr en í fyrsta lagi um tvítugt. Í dag er þetta orðið léttara og tel að ég eigi Oddfellow mikið að þakka þar.“

Tómt vesen að hafa karlana með!

Þau segja félagsstarfið í Oddfellow utan stúkufunda, ekki síst ferðalögin, lítið þvælast fyrir þeim. „Við konurnar höfum þetta nú einfaldara, við erum ekkert að bjóða körlunum með í ferðir,“ segir Petrína og bætir hlæjandi við: „Það yrði bara tómt vesen!“

Máli sínu til stuðnings, á aðeins alvarlegri nótum, þá telur hún skýringuna á þessu líklega vera þá að þátttaka systra í félagsstarfi og mæting á fundum sé almennt betri en hjá bræðrum. Það geti reynst flókið að skipuleggja utanlandsferðir með yfir 100 manns, ef makar systra fengju að fljóta með.

Spurð hvort þau mæli með að hjón séu samtímis í Oddfellow svara þau játandi um hæl, það sé í raun ekki spurning.

„Nú fór ég inn á undan Hlyni og var komin í félagsskap þar sem má kannski ekki segja frá öllu því heilagasta. Með því að Hlynur kom síðan í Oddfellow þá skapaðist önnur vídd, ef má orða það svo. Þá gátum við meira talað saman um starfið, þó að við séum ekki endilega að segja hvort öðru mikið hvað gerist á fundum,“ segir Petrína.

„Við erum ekkert að ræða um Oddfellow daginn út og inn, en mæli samt með því að hjón séu saman í þessu. Þannig kemur betri skilningur á þeim tíma sem fer í starfið,“ segir Hlynur.

44 2. tbl. 2022
Á Fagradalsfjalli 24. mars 2021.

PETRÍNA HELGA

„Ég er sveitastelpa, fædd á Innnesinu og er Innnesingur. Þetta er nú bara hérna hinum megin við lækinn,“ segir Petrína er við biðjum hana að segja frá sjálfri sér. Hún fæddist 10. júní árið 1959 og foreldrar hennar voru Jón Ottesen, sem lést árið 1988, 61 árs að aldri, og Bryndís Guðmundsdóttir, sem býr í dag á dvalarheimilnu Höfða á Akranesi, orðin 84 ára. . Þau eignuðust fimm börn og Petrína segist vera svo lánsöm að hafa alist upp á mjög stóru heimili, „þriggja kynslóða heimili“ eins og hún orðar það. Föðuramman og ­afi, Petrína Helga og Pétur Ottesen, lengi þingmaður Borgfirðinga, áttu heimili með foreldrum hennar og bjuggu þau öll á Ytra­Hólmi.

„Þegar foreldrar mínir eignuðust þriðja barnið þá flutti ég til ömmu á neðri hæðinni. Það var einkar kært með okkur alnöfnunum en hún dó þegar ég var 13 ára. Það voru algjör forréttindi að fá að alast upp við þessar aðstæður. Þó að vissulega hafi verið fjör í kringum fóninn er margt sem fylgir því þegar kynslóðir skarast svona, sérstaklega þekkingin. Manni er sagt ýmislegt og ekki síður er mikilvægur tíminn sem eldri kynslóðin hefur til að sinna þeim yngri. Það er gríðarlega dýrmætt,“ segir Petrína sem minnist bernskunnar með mikilli hlýju.

„Þetta voru í raun tvö heimili undir sama þakinu og þegar maður var krakki gat maður flakkað á milli heimila og tékkað hvar var betri matur á borðum,“ segir hún og hlær.

Fór ung í skóla lífsins

Petrína fór í Leirárskóla í Leirársveit, sem í dag nefnist Heiðarskóli, og var ekið þangað í skólabíl, líkt og gert er enn í dag með nemendur í Hvalfjarðarsveit sem sækja Heiðarskóla.

„Er ég var að alast upp þótti töluvert mál að fara niður á Akranes og ekkert verið að aka þangað daglega, eða mörgum

sinnum á dag. Það var þá helst til að versla öðru hvoru í matinn og jafnvel voru vörur frekar pantaðar með mjólkurbílnum úr Reykjavík.“

Petrína umgekkst lítið sína jafnaldra á Akranesi er hún var krakki og átti skiljanlega meiri samleið með félögum sínum í sveitinni og Leirárskóla. Síðan var stundum farið í heimsókn til móðurforeldra Petrínu, Guðmundar Bryjólfssonar og Láru Arnfinnsdóttur sem bjuggu á Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd. Það var þó talsvert ferðalag á þeim árum.

Petrína tók landspróf frá Gagnfræðaskóla Akraness, skömmu áður en Fjölbrautaskóli Vesturlands hóf göngu sína, en árgangi hennar bauðst að taka fyrsta menntaskólaárið í gagnfræðaskólanum. Síðan lá henni á að fara í „lífsins skóla“, eins og Petrína orðar það, en 18 ára gömul eignaðist hún sitt fyrsta barn. Með fyrri eiginmanni sínum eignaðist Petrína fjögur börn á næstu sjö árum og eðlilega snerist allt hennar líf um barnauppeldið á meðan margir hennar jafnaldrar gengu menntaveginn og stofnuðu fjölskyldu seinna.

Petrína fór líka snemma út á vinnumarkaðinn, hennar fyrsta launaða starf var þegar hún vann í hálfan mánuð, 14 ára gömul, í sláturhúsinu við Laxá í Leirársveit. Verkefni hennar var að setja hæklabönd á lambskrokkana og Petrína segir þessa fyrstu vinnu eftirminnilega. Fleiri urðu sláturvertíðirnar þó ekki.

Verslunar­ og skrifstofustörf lágu meira fyrir henni en Petrína vann lengi í banka samhliða og eftir að börnin komust á legg, fyrst Samvinnubankanum á Akranesi og síðar Búnaðarbankanum, eða til ársins 2000. Petrína er lærður bókari en úr bankastörfum lá leiðin á Grundartanga þar sem hún byrjaði á skrifstofu fyrirtækisins Iðntækni. Árið 2006 réði hún sig til Meitils á Grundartanga og starfar þar í dag sem aðalbókari.

Við Grænahrygg í júlí 2022.
45 2. tbl. 2022
Vinkonurnar Petrína og Berný Dögg Sophusdóttir við æfingar í Lárvaðli við Grundarfjörð í júní 2021. Báðar systur í Rbst. nr. 19, Þórdisi.

Eiga sér annað líf

– Þegar þið eruð svona mikið saman í öllu, á vinnustað, heimilinu og frístundum, þið verðið ekkert leið á hvort öðru?

„Nei, nei, alls ekki,“ svara þau nánast í kór. „Við erum bæði fædd í tvíburamerkinu, ef það segir eitthvað, en samt erum við í grunninn ekki svo lík, eiginlega bara nokkuð ólík. Þannig tel ég mig hafa ótakmarkaða þolinmæði en hún mjög litla þolinmæði,“ segir Hlynur og Petrína hreyfir engum mótmælum. „Ég er aðeins hvatvísari,“ segir Petrína, og heldur áfram: „Sjálfsagt bætum við hvort annað upp. Við höfum ekki mikið verið að velta þessu fyrir okkur, þykir þetta bara sjálfsagt. Við ferðumst mikið saman og gerum mikið saman þó það sé ekki allt innan Oddfellow. Sú staða kom upp fyrir nokkrum árum að Hlyn bauðst staða hjá Elkem í Noregi í eitt ár og við veltum mikið fyrir okkur hvort ætti að þiggja boðið. Þá gerðum við okkur grein fyrir hve það yrði gríðarleg breyting á okkar högum og niðurstaðan varð sú að fara ekki.“

Spurð hvort sé tími til að gera eitthvað annað en vera í vinnu og Oddfellow þá segjast þau alveg eiga sér annað líf. Þau ferðist mikið saman og stundi útivist af kappi. Önnur félagsstörf hafa að vísu ekki mikið komist að en þó var Hlynur um tíma í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og síðar í nefndum í sveitarfélagsins.

– Hvað með þig, Petrína, þú hefur ekki látið plata þig í bæjarpólitíkina eða landsmálin? Nú var afi þinn, Pétur Ottesen, lengi þingmaður Borgfirðinga.

„Nei, alls ekki, þetta er svo fjarlægt mér. Fátt finnst mér meira óspennandi. Sjálfsagt heldur einhver að ég hafi alist upp við mikla pólitík á heimilinu en árið sem ég fæðist þá hætti afi á þingi og eftir það baðst hann undan allri pólitískri umræðu á heimilinu. Ætli megi ekki segja að hann hafi séð um pólitíkina fyrir okkar hönd, enda sat hann á þingi í 43 ár, lengur en nokkur annar hér á landi. Auðvitað heyrði ég margt um hann sem þingmann en ég var bara níu ára þegar

hann dó. Áhrifavaldurinn í mínu lífi var amma mín og alnafna. Þó að hún hafi ekkert þekkt Oddfellow á þessum tíma þá held ég að enginn, sem ég hef kynnst um ævina, hafi lifað meira en hún eftir kenningum Oddfellowreglunnar. Hún kenndi mér margt og voru algjör forréttindi að hafa hana á heimilinu hjá okkur.“

Landvættir og golf

Útivist hefur verið nefnd sem þeirra helsta áhugamál og eru þau samhent þar eins og í flestu öðru, nema hvað að Petrína er ekki í golfinu líkt og Hlynur, sem er vel liðtækur golfari. En það er varla til það fjall eða gönguleið sem þau hjónin hafa ekki farið. Þannig tóku þau þátt í verkefni Ferðafélags Íslands, að ganga á 52 fjöll, eitt í hverri viku. Þetta var árið 2013.

„Það var nú eiginlega hún sem plataði mig í þetta,“ segir Hlynur. „Við höfðum meira verið að ganga á fjöll að sumri til en í þessu verkefni varð að fara í fjallgöngur yfir veturinn líka. Mér kom á óvart að vetrarferðirnar voru skemmtilegastar, fengum oft stillt og bjart veður, allt var svo skýrt og tært.“

Petrína segist hafa viljað takast á við meiri áskorun í útivistinni, eftir að hafa farið út að ganga í mörg ár. Því setti hún stefnu á fjallaverkefnið og fékk Hlyn með sér á kynningarfund hjá Ferðafélaginu.

„Ég miklaði þetta aðeins fyrir mér, fannst 52 fjöll á einu ári einhver bilun en þetta var bara mjög gaman,“ segir Hlynur, en hann var hins vegar ekki reiðubúinn í næstu áskorun eiginkonunnar, Landvættaverkefni Ferðafélagsins, sem snýst um að ljúka fjórum þrautum í jafnmörgum landsfjórðungum. Um er að ræða skíðagöngu, fjallahjólreiðar, útisund og fjallahlaup. Petrína valdi Hálfar Landvættir en þá er gengið á skíðum í 25 km, 30 km á fjallahjóli, 1.250 metra útisund og 16,5 km fjallahlaup. Þetta kláraði hún á síðasta ári, í miðju Covid. „Ég fékk vinkonur mínar með mér. Þetta var algjör snilld og ég á örugglega eftir að gera þetta aftur. Stefnan er

46 2. tbl. 2022
Hlynur Máni og Petrína Helga við Grundartangatangasvæðið, þar sem þau starfa, hann hjá Elkem og hún hjá Meitli.

HLYNUR MÁNI

„Ég er fæddur og uppalinn

á Akranesi, elstur þriggja bræðra. Faðir minn, Sigurbjörn Jónsson, fæddist á Snæfjallaströnd fyrir vestan. Móðir hans dó er hann var þriggja ára og faðir hans er hann var 16 ára, þannig að ég þekki ekki mikið til í þeim legg. Móðir mín er hálfdönsk, Sonja Fredriksen Jónsson, og býr hér á Akranesi, 81 árs að aldri. Afi minn var danskur og ég á margar góðar bernskuminningar frá Danmörku,“ segir Hlynur um uppruna sinn en hann fæddist 13. júní 1962 á Akranesi og fagnaði því sextugsafmæli sínu í sumar.

„Amma mín, Sigrún, fór til Danmörku árið 1939 til að passa börn hjá danskri fjölskyldu, hún var þá 16 ára. Hún varð þar innlyksa í seinni heimsstyrjöldinni og kynntist afa á þessum árum. Móðir mín fæddist 1941, í miðju stríðinu, og þetta voru mjög erfiðir tímar. Amma tjáði sig lítið um stríðsárin, það var ekki fyrr en á gamals aldri að hún opnaði sig um þessa reynslu eina kvöldstund í samtali við okkur Petrínu. Sú saga væri efni í heila bók,“ segir Hlynur, án þess að vilja fara eitthvað nánar út í þá sálma á þessum vettvangi.

Hann gekk hefðbundna skólagöngu á Skaganum en á nánast hverju ári í bernsku var farið í heimsókn til Danmerkur til ömmu og afa. Ekki kom þó til að Hlynur flyttist þangað þegar hann væri kominn til fullorðinsára, Skaginn togaði alltaf enda allir hans vinir þar og aðrir úr fjölskyldunni.

„Það var gott að alast upp hérna á Akranesi, maður á ekkert nema góðar minningar af barnæskunni. Þá voru engir gemsar eða tölvuleikir og við félagarnir fórum oft saman og löbbuðum upp á Akrafjall, sem var og er töluverð gönguleið. Labbað var yfir flóann þar sem golfvöllurinn er núna, og arkað upp á fjall. Þetta ferðalag tók allan daginn og foreldrarnir gátu orðið áhyggjufullir þegar við komum ekki heim fyrr en eftir kvöldmat. En svona var þetta bara, og leiksvæðið ansi stórt.“

Handboltinn valinn

Hlynur segir félagslífið í skólunum á Akranesi hafa verið skemmtilegt og öflugt. Frá átta ára aldri stundaði hann íþróttir af kappi, bæði fótbolta og handbolta.

„Einhver myndi halda að fótboltinn hefði orðið fyrir valinu en ég endaði á að velja handboltann. Ég æfði fótboltann upp í 2. flokk hjá ÍA en þá var komið sterkt handboltalið sem ég ákvað að leika með. Lék í hægra horni og var bara ágætur þó ég segi sjálfur frá,“ segir Hlynur en með honum í fótboltanum voru nokkrir kappar sem síðar gerðu garðinn frægan í einu af gullaldarliðum Skagamanna. „Þeir kunnu líka fyrir sér í handbolta,“ bætir Hlynur við og bendir á að t.d. Óli Þórðar hafi æft handbolta, enda samanrekinn kraftaköggull.

„Á þessum árum var töluverð gróska í handboltanum um allt land, einhverjar þrjár deildir og við vorum jú vissulega í 3. deild. En alltaf í efri hlutanum og við það að komast upp, tókst að vísu aldrei,“ segir Hlynur en þó hann sneri sér að mestu að handboltanum hefur áhuginn á fótbolta ekkert dvínað. Að

sjálfsögðu heldur hann með Skagamönnum og á Englandi er Chelsea hans uppáhaldslið og búið að vera í mörg ár. Er við hittumst var hann nýkominn frá London þar sem hann sá leik með Chelsea ásamt einu barnabarna sinna, sem hafði fengið ferð á Chelsea ­ leik í fermingargjöf frá afa og ömmu.

Að loknum grunnskóla fór Hlynur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, sem þá hafði nýlega tekið til starfa. Hann flakkaði þar á milli brauta en endaði á íþróttabraut. Brautaflakkið þýddi að við stúdentspróf var hann kominn með miklu fleiri einingar en krafist var. Á þessum árum má segja að örlög Hlyns á vinnumarkaði hafi ráðist. Hugurinn hafði stefnt til háskólanáms eftir stúdentinn en þegar hann var 18 ára fékk hann sumarvinnu í nýstofnaðri Járnblendiverksmiðju á Grundartanga. Tók hann þá vaktir í svonefndu ofnhúsi og vann hjá Elkem á sumrin til stúdentsprófs. Vorið sem hvíta húfan fór á loft var Hlyni boðið fast starf á Grundartanga og þar vinnur hann enn í dag, um 40 árum síðar.

„Ég ákvað að taka starfinu í eitt ár, áður en ég færi í háskóla, og var farinn að spá í sálfræðinám. En það var alltaf eitt ár í viðbót, og ég er þarna enn,“ segir hann og kímir. „Ég ætlaði mér aldrei að vinna þarna lengur en eitt eða tvö ár, en Elkem er stórt fyrirtæki sem hefur gefið mér tækifæri til að vaxa í starfi. Hef skipt nokkrum sinnum um starfsvettvang innan fyrirtækisins og stjórna núna rannsóknarstofu Elmen. Það má því segja að ég hafi byrjað á gólfinu og unnið mig upp. Þegar maður fær viðurkenningu fyrir sín störf þá heldur maður áfram og fer ekkert annað. Ég hugsa að ég fari ekkert úr þessu, tek kannski bara sálfræðina í háskóla er ég fer á eftirlaun,“ segir Hlynur og þá er hlegið í eldhúskróknum í Stillholti.

Samhliða vinnu á Grundartanga hafa Hlyni gefist mörg tækifæri til endurmenntunar og námskeiðahalds og m.a. tók hann stjórnunarnám í Háskólanum í Reykjavík auk ýmissa námskeiða á mismunandi sviðum. Hann segir Elkem góðan vinnustað og starfsandinn eftir því. Í fyrstu var bara Járnblendið á Grundartanga en smám saman hefur atvinnustarfsemin þar aukist. Nú er svo komið að þar starfa alls um 1.100 manns hjá 20 fyrirtækjum.

47 2. tbl. 2022
Hlynur að skora gott mark úr hægra horninu (um 1980).

sett á Heilar Landvættir fyrir sjötugt,“ segir hún ákveðin, en viðurkennir að auðvitað hafi þetta verið ákveðin bilun.

„Til dæmis hafði ég aldrei stigið á gönguskíði og hvað þá keppt í þeirri grein. Þá var bara verkefnið að læra á gönguskíði, og það tókst. Ég hafði hjólað og hlaupið, og hafði ekki áhyggjur þar, en hins vegar kunni ég ekki að synda almennilega og þurfti að fara á sundnámskeið til að læra skriðsund upp á nýtt. Ég hef haft þá fóbíu í sundi að eiga erfitt með að sjá ekki til botns, en þetta náði ég að yfirstíga viku fyrir sundið,“ segir Petrína en synt var í Urriðavatni, þar sem Vök Baths eru nálægt Egilsstöðum. „Þetta segir okkur bara að ef þú ætlar að gera eitthvað, og hefur tækifæri til að æfa þig, þá er allt hægt.“

Hlynur segist ekki vilja fullyrða að hann fylgi Petrínu alla leið, en hins vegar hafi hann farið með henni á þessa staði í Landvættaverkefninu og fylgst með. „Ég fann líka nokkra golfvelli í leiðinni,“ segir hann og brosir. „Þarna skilur á milli okkar, við förum ekki saman út á golfvöll,“ bætir hún við. Hlynur bendir líka á að sem stendur komi hnéð í veg fyrir miklar og erfiðar fjallgöngur. „Það er kominn tími á viðgerð, maður er víst að eldast,“ segir hann.

Hlynur var á unglingsaldri er hann kynntist golfinu fyrst, en fór þó ekki á fullt í sportið fyrr en fyrir nokkrum árum. Síðan hefur ekki verið aftur snúið. „Þegar ég er ekki í vinnunni, eða í Oddfellow, þá er ég í golfi – að minnsta kosti stundum, ekki alltaf!“

Grundartangakórinn, en ekki hvað?

Svo eru það ferðalögin, þau hafa þvælst saman víða um heim og ferðalögin innanlands eru orðin nokkur, ekki síst eftir að þau fjárfestu í hjólhýsi, segja það einkar þægilegan og afslappandi ferðamáta. „Við viljum gjarnan nota okkar fáu sumarmánuði til að ferðast um landið,“ segir Petrína og heldur áfram:

„Fyrst við erum farin að tala um áhugamálin þá má ekki gleyma því að Hlynur söng í kór í nokkur ár.“

– Nú, hvaða kór var það?

„Grundartangakórinn, hvað annað?“ svarar hún og hlær.

„Það var mjög skemmtilegur tími, við náðum að halda tónleika og ferðast saman. En því miður hefur starfið mikið lagst niður vegna aldurs manna, það hefur engin endurnýjun farið fram og kórinn er um það bil að hætta,“ segir Hlynur en honum hefur alltaf þótt gaman að syngja. Hann útilokar ekki síðar meir að fara aftur í kór. „Ég kann nokkur lög á gítar og náði að kenna yngsta syni okkar nokkur grip. Það varð til þess að hann fór á flug í tónlistinni og er á fullu í henni í dag.“

„Við reynum nú að búa til svigrúm fyrir okkur til að sinna einhverju öðru en vinnu, félagsstarfi eða hreyfingu. Þannig eru föstudagarnir heilagir hjá okkur fjölskyldunni hér á Akranesi, þá koma krakkarnir til okkar og við borðum saman. Þessi hefð hjá okkur hefur verið í rúm fimmtán ár. Auðvitað komast ekki alltaf allir, en þau sem eiga heimangengt mæta til okkar og við eigum góða stund saman. Það er gaman að barnabörnin nenni að verja tíma með okkur, það er nú ekki alltaf sjálfgefið. Sú elsta er að verða tvítug,“ segir Petrína, þannig að það gæti jafnvel verið stutt í langömmu­ og langafahlutverkin.

Höldum í hefðir en fylgjum tíðarandanum

– Ef við snúum okkur aftur að Oddfellow, nú hafið þið verið í Reglunni í tvo áratugi eða svo og hafið gegnt fjölda starfa og fengið góða reynslu og þekkingu á starfinu. Hvernig finnst ykkur Reglan hafa þróast? Eitthvað sem mætti gera betur?

„Að mínu mati er mjög mikilvægt að halda í hefðirnar og gildin sem við störfum eftir en við þurfum einnig að passa okkur á að fylgja tíðarandanum. Við megum ekki alveg verða á skjön við unga fólkið, það er fólkið sem við erum að reyna að ná í. Þess vegna verðum við að hafa þetta í huga og reyna að mætast án þess að gera einhverjar byltingar, ég er ekki hrifin af því,“ svarar Petrína.

„Ég tek undir þetta. Það hafa orðið nokkrar breytingar á þeim tíma sem ég hef verið í Oddfellow en Reglan verður að passa að staðna ekki. Hún er að mínu mati á góðum stað í dag en við þurfum að fylgja tíðarandanum, eins og Petrína

48 2. tbl. 2022
Systkinamynd frá 2008. F.v. Jón Ottesen, Haukur Óli, Dagný, Sigurbjörn Kári, Sonja Björg og Sigurður Reynir. Í einmunablíðu í göngu á Hrútfjallstinda í maí 2020. „Skagalínan“ á hæsta tindi Hrútfjallstinda í maí 2020. Í París í mars 2022 að fagna 40 ára starfsafmæli hjá Elkem Ísland Stór hluti fjölskyldunnar fagnaði 60 ára afmæli Hlyns í sumar en nokkrir voru staddir erlendis. Petrína var fjallkona á Akranesi 1998. Með þeim Hlyni á myndinni eru Sigurbjörn Kári, sonur þeirra, og Sunna, bróðurdóttir Hlyns. Á Grundartanga 2007. Petrína tilbúin í áramótin 1989 ­90.
49 2. tbl. 2022
Hlynur í útilegu sumarið 1993.

nefnir,“ segir Hlynur og tekur eitt dæmi um það sem hafi breyst undanfarin 20 ár. Fyrst þegar hann kom í stúkuna Egil hafi t.d. ekki mátt segja frá því góða starfi sem stúkan vann, eða Reglan í heild. Nú sé þetta breytt, og það sé til mikilla bóta.

„Það er nauðsynlegt að við kynnum betur okkar starf, þannig að auðveldara verði að fá inn yngra fólk,“ segir hann.

Petrína segir boðskap Oddfellow og áhersluna á mannrækt alveg eiga sama erindi í dag og fyrir 200 árum, þegar starfsemin hófst. Það skipti jafnvel enn meira máli í dag og nefnir hún þar hina hatrömmu orðræðu sem á sér stað á samfélagsmiðlum og víðar í þjóðfélaginu. Þar geti gildi Oddfellow um virðinguna fyrir náunganum; vináttu, kærleika og sannleika, haft sitt að segja.

Þau hafa gert sitt í að fá vini og kunningja inn í Oddfellow og tekist ágætlega. Fjölskyldan hefur heldur ekki sloppið við hvatningar til góðra verka. Þannig fékk Petrína systur sína inn og sonur þeirra er Egilsbróðir. „Mætti reyndar aðeins vera virkari,“ skýtur Hlynur inn í, kankvís. Þar þurfi að gera bragarbót!

Petrína hefur góða reynslu af því að stofna nýja stúku, Þórdísi, og einnig búðir, þ.e. Karitas. Aðspurð segir hún mikla vinnu liggja þar að baki en skemmtilega.

„Þetta er með því skemmtilegra sem maður hefur tekið þátt í innan Oddfellow. Það er einhver kraftur, dínamík, sem fer í gang. Það er öðruvísi að stofna búðir en með nýrri stúku koma inn margir nýir félagar, sem fá kynningu á mjög stuttum tíma. Það er áskorun að halda utan um þetta en mjög skemmtilegt. Þegar nýjar búðir eru stofnaðar ertu að vinna með fólki með reynslu úr starfinu og það er allt öðruvísi, en gaman engu að síður,“ segir Petrína.

„Ég er ekki sú kona“

– Nú eruð þið að stjórna búðum bæði tvö, og þú ert líka í Canton, Petrína. Eruði reiðubúin að taka að ykkur frekari og ábyrgðarmeiri embætti innan Reglunnar og fyrir Stórsúkuna?

„Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Ég hef aldrei sóst eftir neinu og tekið allt að mér sem ég hef verið beðinn um. Hef enga sérstaka stefnu um framhaldið, finnst bara gaman að starfa innan Oddfellow. Það á enginn eitt eða neitt í þessu, og ég verð alltaf ánægður þegar velst gott fólk til starfa innan Reglunnar,“ segir Hlynur og Petrína tekur undir hvert orð.

„Það er ekkert leyndarmál að ég hef fengið hvatningu til þess að gefa kost á mér í eitt og annað, og ég er mjög þakklát fyrir það traust. Við getum ekkert sagt til um hvað framtíðin ber í skauti sér, maður klárar eitt tímabili í einu,“ segir Petrína, „þetta er með Oddfellow eins og vinnustaði eða félagasamtök, að hæfileg blanda af aldri, reynslu og kynjum virkar best. Það er bara þannig.“

Hún spáir því að innan fárra ára verði kona orðin stórsír Oddfellow, það sé kominn tími á það. „En ég er ekki sú kona,“ tekur Petrína strax fram og er á undan blaðamanni með spurninguna, og svarið! „Já, við skulum bara bíða og sjá,“ skýtur Hlynur inn í, yfirvegaður að vanda en glettinn á svip.

Með þessum orðum setjum við punktinn aftan við i­ið og þökkum Petrínu og Hlyni fyrir skemmtilegt spjall, og góðar móttökur á Skaganum.

Björn Jóhann Björnsson St. nr. 7, Þorkeli mána
50 2. tbl. 2022
Petrína og Hlynur á heimili sínu á Akranesi. Þau eru einkar samrýmd hjón og hafa fylgst nokkuð að í störfum sínum fyrir Oddfellow.

KÆRLEIKSKEÐJA ELDEYJAR

Ferðalag okkar mannfólksins í gegnum lífið er með æði margvíslegum hætti og fjölbreytt ævintýri og áskoranir sem okkur mæta á þeirri vegferð. Öll eigum við þó sameiginlegt að koma inn í þennan heim nokkurn veginn óskrifað blað. Vegferð okkar flestra hefur þó nokkur sameiginleg einkenni. Fyrstu æviárin treystum við á okkar nánustu fjölskyldu sem innrætir okkur þau gildi sem verða okkur veganesti út í lífið.

Fyrr en varir taka unglingsárin við þar sem sjálfsmyndin mótast mjög í gegnum vináttu og samskipti við jafnaldra. Þaðan fetum við okkur inn í fullorðinsárin með öllu því sem þeim fylgir. Þið þekkið þetta allt saman og flest getum við líklega verið sammála um að það er heilmikið verkefni að vera til og dagarnir þjóta áfram á meðan tekist er á við þau.

Er tilgangur?

Af og til stöldrum við þó við og veltum kannski fyrir okkur hver tilgangurinn með öllu þessu sé og hvort það sé ef til vill eitthvað meira þarna, mögulega einhver æðri tilgangur. Oft er það kannski ekki fyrr en um miðjan aldur, þegar fólk fer að hafa meiri tíma fyrir sjálft sig, að við náum að bregðast við þessum hugsunum. Í mínu tilviki var það þannig. Ég hugsaði með mér að nú langaði mig til að gefa eitthvað til baka til samfélagsins, láta gott af mér leiða með einhverjum hætti. Ég sá Oddfellowregluna sem vettvang til að gera það og um leið mögulega að efla félagsleg tengsl og eignast nýja vini sem í raun er ekki alveg sjálfsagt í seinni hálfleik lífsins.

Þegar ég gekk inn í Rebekkustúku nr. 18, Eldey, í byrjun árs 2020 vissi ég þó ekki alveg hvað biði mín en hafði óljósar hugmyndir um að þar væri unnið góðgerðarstarf af einhverjum toga í bland við einhvers konar félagsstarf eða samfélag. Það reyndist auðvitað rétt og rúmlega það. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að með því að ganga í Regluna eignaðist ég 69 systur sem sýndu mér samstundis einstakt vináttuþel. Strax við vígslu fannst mér áberandi hvað hverri og einni nýrri systur var gefinn mikill tími og gaumur og með því þau skilaboð að hver og ein okkar sé mikilvæg og skipti máli. Það var góð tilfinning.

Kærleikskeðjan

Smám saman er ég að átta mig á starfseminni og því mikilvæga og öfluga góðgerðarstarfi sem Oddfellowreglan vinnur, hver á sínum stað og á landsvísu með ómetanlegum stuðningi við fjölbreytt verkefni. Mig langar í þessu samhengi til að deila með ykkur frásögn af einu góðgerðarverkefni sem unnið er af Rebekkustúkunni Eldey og vakti fljótt sérstaka athygli mína á fundum stúkunnar.

Verkefnið gengur undir nafninu kærleikskeðjan og hóf göngu sína árið 2018. Þá kom fram tillaga frá einni systur um

að Eldeyjarsystur tækju í fóstur hjúkrunarheimilið Hlévang í Keflavík. Í því fólst m.a. að standa fyrir mánaðarlegum heimsóknum þangað yfir vetrartímann og bjóða upp á skemmtilega dagskrá fyrir heimilisfólkið. Tillagan var samþykkt og kærleikskeðjan tók til starfa. Meðal þess sem systur hafa staðið fyrir og slegið hefur rækilega í gegn eru spilabingó með litlum vinningum sem systur hafa gefið. Þessar uppákomur hafa glatt heimilisfólk sem hefur haft á orði að mikil tilhlökkun sé til heimsókna Eldeyjarsystra. Í desember er boðið upp á heitt súkkulaði og vöfflur og því eitt og annað gert til að brjóta upp lífið og tilveruna á heimilinu.

Til viðbótar við þessar samverustundir hefur stúkan fært heimilinu veglegar gjafir, m.a. hægindastóla, sjónvörp og ilmolíulampa. Í haust tók kærleikskeðjan svo einnig að sér nýtt verkefni þegar til hennar var leitað frá dagdvöl aldraðra í Suðurnesjabæ um aðstoð við einstakling sem vantaði félagsskap og göngufélaga. Vikulega allan september fóru systur í kærleikskeðjunni því í reglulega göngutúra í Garði, í öllum veðrum, komu við hér og þar og þáðu kaffisopa, spjölluðu og fræddust um margt. Meðal annars var tekið á móti þeim í Unuhúsi í Garði með leiðsögn, fylgst var með fiskeríi á höfninni, fjaran gengin, sögur sagðar, hlegið o.s.frv. Þá voru dagdvölinni einnig færðir tveir hægindastólar að gjöf.

Já, það er tilgangur

Eins og þið sjáið eru verkefni kærleikskeðjunnar ekkert afskaplega flókin en krefjast tíma og alúðar og eru auðvitað einstaklega skemmtileg og mikilvæg fyrir þá sem njóta þeirra. Það sem ég átti þó aðallega við þegar ég sagði að verkefnið hefði fljótt vakið sérstaka athygli mína er að upplifa þá einlægu gleði sem geislar af þeim systrum sem sinna kærleikskeðjunni þegar þær segja frá starfi hennar á fundum.

Það dylst engum sem á hlýðir að starfið gefur þeim sjálfum ekki minna en þeim sem njóta þess og það er bara svo ótrúlega fallegt að verða vitni að. Þarna kristallast kjarninn í starfsemi Oddfellowreglunnar og gildin; vinátta, kærleikur og sannleikur, verða áþreifanleg.

María Lewis, Rbst. nr. 18, Eldey

HUGLEIÐING
Guðlaug
51 2. tbl. 2022
Eldeyjarsystur í heimsókn á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Keflavík.

FYRSTU REBEKKUBÚÐIRNAR

Oddfellowblaðið birtir hér útdrátt úr hátíðarræðu sem flutt var í tilefni 40 ára stofnafmælis Rbb. nr. 1, Þórhildar, 25. september síðastliðinn. Millifyrirsagnir eru blaðsins:

„Það er margs að minnast frá undirbúningi stofnunar búðanna, en hugmyndin kviknaði við komu danskra matríarka í 50 ára stofnafmæli Rbst. nr. 1, Bergþóru, í maí 1979. Í janúar það ár höfðu danskar systur stofnað fyrstu Rebekkubúðirnar í Evrópu.

Í hönd fóru bréfaskrif milli dönsku og íslensku Stórstúknanna sem báru þann árangur að um haustið 1979 voru sex íslenskar systur kallaðar til Rbb. nr. 1, Söru, í Árósum og sjöunda systirin sem kölluð var til búða var veitt trúarskrefið í Óðinsvéum. Annað stigið fengum við í Kolding og þriðja stigið í Árósum. Þetta kallaði því á heilmikil ferðalög og kostnað sem við bárum alfarið sjálfar. Formleg undirbúningsvinna búðastofnunar hér á landi hófst í janúar 1981 hjá þeim sjö systrum sem kallaðar höfðu verið til Rbb. nr. 1, Söru, í Árósum. Í þessari vegferð stofnaðist til tryggra vinabanda.

Ein stofnfélaga, Sigríður Erlendsdóttir, saumaði einkennin og hannaði og saumaði altarisdúkinn sem enn er notaður, táknrænn og fallegur.

Þá voru saumaðir glæsilegir búningar og nutu matríarkar aðstoðar búningahönnuðar Þjóðleikhússins.

Siðbækur, fundarsköp, nótur og söngva þurfti að þýða og heimfæra. Um tónlistina sáu systurnar Snæbjörg Snæbjarnardóttir, söngkona, og Hanna Marta Vigfúsdóttir, orgelleikari. Danska Reglan veitti heimild til að nota hringa sömu tegundar og þá dönsku.

Í aðdraganda stofnunarinnar, þann 28. ágúst 1982, hélt stjórn Stórstúkunnar fund í Oddfellowhúsinu, þar sem stjórn Stórstúkunnar og stórmarskálki voru veitt öll búðastigin samandregin og síðan var 14 systrum veitt trúarskrefið.

Við þá athöfn aðstoðuðum við matríarkarnir sjö sem fengið höfðu skrefin í Danmörku. Það voru merk tímamót í sögu Reglunnar, þegar systur tóku í fyrsta skipti þátt í skref­

veitingu Stórstúkunnar. Stofnendurnir voru í búningum og fóru með allan texta utanbókar.

37 stofnfélagar

Þórhildur varð fyrir valinu, nafn dóttur Þórsteins, sonar Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns, systir Þorkels mána.

Stofnfélagar búðanna voru 37 frá öllum stúkum, fyrrum meistarar stúkna og systur sem unnið höfðu mikið starf í stúkum sínum og undirrituðu fimm matríarkar stofnskránna.

Stofndagurinn 25. september 1982 rann upp bjartur og fagur. Fundinn sátu m.a. 20 danskir matríarkar frá Rbb. nr. 1, Söru.

Á stofndegi búðanna voru Rebekkustúkur á landinu sjö og unnið var að stofnun þeirrar áttundu. Núna eru Rebekkustúkur á landinu 20 talsins og Rebekkubúðir fimm og fjöldi matríarka 762. Það má því með sanni segja að búðastarfið hafi vaxið og dafnað og borið ávöxt á þessum 40 árum. Þórhildarmatríarkar héldu sína fyrstu fundi utan Reykjavíkur, fyrst á Akranesi og síðan á Akureyri.

Starfið í miklum blóma Í grein í Oddfellowblaðinu 1986 sem ein stofnfélaga, fyrrum höfuðmatríarki Sigrún Ólafsdóttir, ritaði sagði hún m.a.:

„Í Búðunum eru félagarnir nokkurs konar þverskurður af Rebekkustúkum. Við komum þar saman úr öllum Rebekkustúkum á landinu með opinn huga til þess að efla samstarf og kynni meðal systra og markmið okkar er einmitt innra starfið, að vinna í anda vináttu, kærleika og sannleika, tileinka okkur enn frekar þá hugsjón sem Reglan boðar okkur, von og trú, mannrækt og jákvætt hugarfar, að styrkja þá hlekki og þau bönd sem við hnýtum við inngöngu í Oddfellowregluna, vinna af heilum hug að markmiðum Oddfellowreglunnar.“

Þessi orð fyrrum höfuðmatríarka Sigrúnar Ólafsdóttur eru enn í fullu gildi. Við matríarkar vinnum saman í trú, von

40 ÁRA AFMÆLI ÞÓRHILDAR
52 2. tbl. 2022

Matríarkar

og líkn og stundum mannrækt, eflum jákvætt hugarfar og auðgum og dýpkum skilning á þeim boðskap Reglunnar.

Óhætt er að segja að starfið í Þórhildi sé með miklum blóma. Fundarsókn er góð og einnig á viðburði sem eru á milli funda. Núna í september fóru 56 matríarkar í einkar fræðandi og skemmtilega ferð til Madrídar á Spáni. Það leikur ekki nokkur vafi á því að slíkar ferðir, góð fundarsókn og viðburðir milli funda styrkja böndin milli matríarka, sem er ómetanlegt í Reglustarfinu.

Það hefur verið ánægjulegt að rifja upp söguna. Minningarnar eru ljóslifandi og bera með sér anda vináttu, kærleika og líknar sem nærir okkur öll á lífsgöngunni í okkar dýrmætu Oddfellowreglu. Við getum verið stolt af öllu því

mikla starfi og líknarverkefnum sem Reglan hefur staðið að frá upphafi hér á landi. Mannrækt, vinátta, líkn og kærleikur eru lífsgildi okkar Oddfellowa sem bera Reglusystkinum og Reglunni fagurt vitni.

Að lokum minnist ég allra þeirra góðu matríarka sem gengnir eru og ber fram þá ósk að Rbb. nr. 1, Þórhildur, megi vaxa að visku og vexti um ókomin ár.

Guðs blessun fylgi Rbb. nr. 1, Þórhildi I. O.O. F.“

Sigrún Guðmundsdóttir, stofnfélagi og fyrrum höfuðmatríarki Rbb. nr. 1, Þórhildar

FYRSTI HEIÐURSFÉLAGI ÞÓRHILDAR

fundi í Rbb. nr. 1, Þórhildi, þann 12. nóvember sl. var fyrrum höfuðmatríarki og stofnfélagi, Sigurlaug Kristjánsdóttir, gerð að heiðursfélaga búðanna. Heiðursfélagi f.hmtr. Sigurlaug hefur lagt afar mikla vinnu af mörkum í þágu Reglustarfs í Oddfellow­

reglunni á Íslandi. Rbb. nr. 1, Þórhildur, þakkar fyrrum höfuðmatríarka Sigurlaugu allt hennar brautryðjendastarf í þágu stofnunar Búðastigs hér á landi og öll hennar störf búðunum til heilla.

Heiðursfélagi og fyrrum höfuðmatríarki Sigurlaug Kristjánsdóttir, ásamt stjórn Rbb. nr. 1, Þórhildar, og dætrum sínum, fyrrum höfuðmatríarka Ásu Bernharðsdóttur og matríarka Jóhönnu Bernharðsdóttur.

Heiðursfélagi f. hmtr. Sigurlaug Kristjánsdóttir, ásamt dætrum sínum fyrrum höfuðmatríarka Ásu Bernharðsdóttur og matríarka Jóhönnu Bernharðsdóttur.

Á
53 2. tbl. 2022
í Þórhildi og gestir þeirra prúðbúnir og skrýddir á 40 ára afmæli búðanna í haust.

AÐDRAGANDI AÐ STOFNUN BÚÐASTIGS

Þ

að er gaman að eiga þess kost að fara yfir söguna og fræðast um aðdraganda að stofnun búðastigs hér á landi. Við í Rbb. nr. 1, Þórhildi, erum svo lánsamar að eiga stofnfélaga sem geta rifjað hana upp. Sagan stendur svo sannarlega ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þeirra.

Á fallegum októberdegi hittust þrír stofnfélagar í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti, fyrrum höfuðmatríarkarnir Sigurlaug Kristjánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir og matríarki Ingibjörg Jóhannsdóttir. Rifjuðu þær upp ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt frá aðdraganda að stofnun Rbb. nr. 1, Þórhildar, sem stofnuð var 25. september 1982 og fagnaði nýverið 40 ára stofnafmæli.

Í hátíðarræðu sem stofnfélagi og fyrrum höfuðmatríarki Sigrún Guðmundsdóttir flutti og birt er hér í blaðinu er stiklað á stóru í ríflega 40 ára sögu búðanna.

Þegar við hittum stofnfélagana var þeim tíðrætt um gestrisni, gjafmildi, vináttu og kærleika sem ekki einungis dönsku matríarkarnir sýndu, heldur einnig eiginmenn þeirra sem margir voru bræður. Íslensku matríarkarnir voru bornir á höndum á ferðalögunum þegar þær tóku skrefin í Danmörku og er þeim því ofarlega í huga þakklæti, gleði og góðar minningar.

Biðu með sérrístaup

Rbb. nr. 1, Sara, eru móðurbúðir Rbb. nr. 1, Þórhildar. Rbb. nr. 1, Sara, átti ekki heimkynni í einu Regluheimili, heldur ferðuðust þær og héldu fundi víða í Danmörku að hætti tjaldbúða. Íslensku matríarkarnir sjö tóku stigin í Óðinsvéum, Árhúsum og Kolding. Að auki sóttu þær fundi í Oddfellowhúsinu í Kaupmannahöfn.

Fyrst voru sex íslenskar systur, þær Jónína Ingólfsdóttir, f.m., Elín Egilsdóttir, f.m., Ólöf Ólafsdóttir, f.m., Sigrún B. Ólafsdóttir, f.m.m, Sigurlaug Kristjánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir kallaðar til dönsku búðanna í október 1979, en str. Ingibjörg Jóhannsdóttir var sú sjöunda og gekk ein inn í nóvember í Óðinsvéum sama ár. Ingibjörg rifjaði upp morguninn sem hún kom á heimili Gis Schou­Nielsen í Kaupmannahöfn í byrjun nóvember 1979. Þau hjónin hafi beðið komu hennar með sérrístaup á bakka til að fagna deginum. Síðan hafi þær farið á lestarstöðina og hitt þar aðra matríarka. Þær dönsku hafi verið með nestispakka sem þær hafi tekið upp í lestarferðinni og greinilega haft samráð því allar hafi þær verið með brauðsneið fyrir Ingibjörgu að sjálfsögðu með sitt hvoru álegginu. Með þessu var veitt sérrí.

Ingibjörg ræddi við Gis á leiðinni þar sem hún spurði hvort ekki væri tilhlýðilegt væri að halda smá ávarp í veislusal eftir fundinn. Það fannst Gis sjálfsagt og gaf Ingibjörgu nokkra góða punkta. Það var vissulega kvíðahnútur sem fylgdi þessu sagði Ingibjörg, því yfir 100 matríarkar á fundinum og í veislusal. En þetta fór allt vel og vináttan og hlýjan var ótrúleg. Þess má geta að Gis Schou­Nilsen var af íslenskum ættum og var mörgum íslenskum Oddfellowum að góðu

Fyrsta stjórn Þórhildar. Aftari röð frá vinstri: Sigrún Ólafsdóttir, æðstiprestur, Sigrún Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Jóhannsdóttir, 2. matríarki, Jónína Ingólfsdóttir, bókari, Guðný Ámundadóttir, reikningshaldari. Neðri röð frá vinstri: Elín Egilsdóttir, 1. matríarki, Sigurlaug Kristjánsdóttir, höfuðmatríarki, Ólöf Ólafsdóttir, fyrrum höfuðmatríarki.

kunn. Gis gaf Stórstúkunni Riddarateppi það sem hangir uppi á vegg í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti. Gestristni þeirra hjóna nutu margir íslenskir Oddfellowar á ferðalögum um Kaupmannahöfn.

Komu færandi hendi

Síðasta skrefið, Líknarskrefið tóku matríarkarnir sjö í Danmörku 20. september 1980. Þá þegar hófu þær sjö undirbúning að stofnun búðanna og unnu ötullega í tvö ár fram að stofndegi þeirra, sjá nánar í afmælisræðunni. Þegar litið er til þess að Rbb. nr. 1, Sara, voru nýstofnaðar er ótrúlegt að sjá hve raunsnarlegt og mikilvægt framlag þeirra var. Það var ekki bara stuðningur þeirra við inntöku matríarkanna sjö, heldur fjölmenntu þær á stofnfundinn og komu aldeilis færandi hendi.

Rétt er að geta þess að bræður höfðu ekki búðastig á þessum tíma svo það kom í hlut matríarkanna sjö að veita þeim búðaskrefin þrjú samandregin. Það var nauðsynlegt til þess að bræður í Stórstúkunni gætu aðstoðað við stofnun búðanna og inntöku 14 nýrra stofnfélaga Rbb. nr. 1, Þórhildar. Íslensku matríarkarnir sáu því alfarið um að veita bræðrum í Stórstúkunni búðastigið og gerðu það með sóma eins og fram kemur í hátíðarræðu sem birt er hér í blaðinu og áður var vitnað til.

Rbb. nr. 1, Þórhildur, fékk ekki bara stuðning dönsku matríarkanna í undirbúningsvinnu vegna inntöku þeirra sjö matríarka sem tóku skrefin í Danmörku. Gjafirnar í tilefni af stofnun búðanna voru höfðinglegar og skiptu sköpum í öllum undirbúningi. Til að mynda gáfu Rbb. nr. 1, Sara, búðunum 10.000 kr. danskar. Hirðingjastafirnir tveir eru gjöf frá Rbb. nr. 2, Auroru. Þá gáfu danskir höfuðmatríarkar

FRÓÐLEIKUR
54 2. tbl. 2022

Ljóð til Þórhildar

En dejlig sommer gik Vi sol og sundhed fik, Og fugles glade sang Löd over skov og vang. Nu har vi nået höstda löd så glad en röst: Snart vi forlade vil den danske kyst, nu skal vi rejse op til Reykjavik! Kom med- og rejselyst snart jeg da thi Lejren skal på Island op at stå, og det sammen fjere må!

THORHILDUR fik sin dåb og vil i Tro og Håb og i Barmhjertighed gir gode önsker med. Gid i den lyse dag, I fjerne vil den sag, Som vi er samlet om i dette lag ! Gid Troens lyst I ikke slukke vil, og Håbet ind I altid lukke vil, for Næsten altid ha Barmhjertihed thi storst af all er Kærlighed!

En stor og barsk natur, og navnet THORHILDUR, som Jeres Lejr får, for kraft og styrke står. I matriarker her så ranke, stærke er, en fremetid lys og stærk i Jer vi ser. Vi kommer med det lette muntre sind fra landet med den milde lunde vind, derfor er mödet her så höjt mod nord for os en glæde rig og stor!

Så varmt vi hilse skal Fra Dammarks bakke – dal Til Islands fjeld og fos, vulkan som möder os. Fra söens stille vand, Vi Geysir hilse kan. Vi suge indtryk vil i Jeres land, Et fællesskab vi har i V.K.S., Det samlet har så stor en söskend‘kreds. Med Tro og Håb og Barmhjertighed Vi styrker vore kædeled!

Den velkomst, her vi fik, os varmt til hjerter gik, og vi til tak har grund for hver er herlig stund. I matriarker her nu står os meget nær, vi gemmer minder, såm får evig værd. Vil hilser Jeres Lejr THORHILDUR, En flamme brænder her så ren og pur, Vi önsker Lejren fremgan have vil, I MATRIARKER, LYKKE TIL!!!

(Höf.: Grethe Lund)

Þrír stofnfélagar; fyrrum höfuðmatríarkarnir Sigurlaug Kristjánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir og matr. Ingibjörg Jóhannsdóttir, rifjuðu upp stofnun Búðastigs hér á landi er þær hittust í Vonarstræti í október sl.

m.a. handunnin jarðteikn fyrir búðaskrefin auk þess að gefa kórónu. Gis Schou­Nielsen gaf búðunum Biblíu. Þeir dönsku matríarkar sem sátu fundinn gáfu veldissprota sem notaður er við siðaathafnir.

Búðunum barst einnig gjöf frá Stórstúku Íslands, kr. 5.000. Ob. nr. 1, Petrus, gáfu útskorinn fundarhamar og Rebekkustúkur á Íslandi gáfu kr. 15.000.

Þá bárust gjafir frá fyrstu sjö matríörkunum, áletraður silfurkertastjaki ásamt peningagjöf, en þær höfðu lagt í sjóð á undirbúningstímanum. Mtr. Sigríður Erlendsdóttir gaf altarisdúkinn sem hún saumaði með harðangri og klaustri og enn er notaður. Stofnendurnir 30 gáfu 5.400 og einn bróðir kr. 2.500.

Þessi gæðastund með stofnfélögum í Oddfellowhúsinu síðasta dag októbermánaðar bar með sér birtu liðinna áratuga, við spjall og upprifjun á gömlum og góðum tímum í Reglunni. Við matríarkar í Rbb. nr. 1, Þórhildi, erum óendanlega stoltar af brautryðjendunum sem lögðu á sig mikla og óeigingjarna vinnu og kostnað til þess að búðastigið mætti verða að veruleika hér á landi. Fyrir það verður seint fullþakkað.

Tíðkast hefur í Þórhildi að fara út á land og halda fundi í öðrum Regluheimilum, en vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur orðið nokkurt hlé á því.

Að dönskum sið voru fyrstu fundir í Rbb. nr. 1, Þórhildi, haldnir í Regluheimilinu á Akranesi og á Akureyri.

Hér til hliðar er ljóð sem ort var af matríarka Grethe Lund, í Rbb. nr. 1, Söru, og þær dönsku færðu Rbb. nr. 1, Þórhildi, við stofnun hennar 25.09. 1982. Endurspeglast þar sú mikla vinátta og kærleikur sem stofnaðist á milli dönsku og íslensku matríarkanna.

Halla Bachmann Ólafsdóttir Hmtr. Rbb. nr. 1, Þórhildi

55 2. tbl. 2022

SUMT KOM SPÁNSKT FYRIR SJÓNIR

Þ

órhildarmatríarkar lögðu leið sína til Madridar á Spáni dagana 7. – 11. september sl. Samtals 56 glæsimeyjar áttu þar yndislega daga saman í sólskini og hlýju og skemmtu sér vel. Gist var á frábæru hóteli, Riu Plaza Espana, og fór afar vel um okkur þar.

Lagt var af stað á miðvikudeginum og gekk ferðin vel í alla staði. Á fimmtudagsmorgni var svo haldið í kynnisferð um borgina. Ferðin hófst á rútuferð þar sem helstu staðir voru skoðaðir, m.a. fram hjá Cibeles brunninum, þar sem stuðningsmenn Real Madrid koma saman og fagna sigrum. Síðan var gengið um gamla bæinn og helstu staðir skoðaðir, s.s. Plaza Mayor, Puerto del Sol og Plaza de Oriente.

Föstudagurinn var nýttur í skoðun og búðaráp á eigin vegum og um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður þar sem boðið var upp á þjóðlegan mat og drykk og má segja að sumt hafi komið „spánskt“ fyrir sjónir.

Á laugardagsmorgni var síðan ferð til hinnar fornu borgar Toledo um 1 klst. akstur. Borgin Toledo er á heimsminjaskrá

Unesco síðan 1986 og er yfir 2000 ára gömul. Hún hefur mikla sögu að geyma og var áður fyrr höfuðborg Spánar. Var þessi ferð mjög fróðleg og áhugaverð.

Um kvöldið var síðan sameiginlegur kvöldverður á veitingastað ekki langt frá hótelinu.

Sunnudagsins var notið á mismunandi hátt, eitthvað verslað og einhverjar sóluðu sig við sundlaugina, enda hitinn orðinn ansi hár eða um 36 stig. Um kvöldið var komið að heimferð og voru matríarkarnir sammála um að ferðin hefði heppnast afar vel og að gleðistraumar hefðu legið í loftinu. Svona samvera er ómetanleg og þéttir raðir okkar í Þórhildi.

Við skipulagningu ferðarinnar nutum við góðrar aðstoðar frá ferðaskrifstofunni Tango Travel og stóðst skipulagið alveg upp á punkt og prik.

Margrét Pálsdóttir, Rbb. nr. 1, Þórhildi

FERÐALÖG – ÞÓRHILDUR Í MADRÍD 56 2. tbl. 2022

VEÐRIÐ EKKI ALLTAF EFTIR PÖNTUN

élagslíf í Þorkeli mána er nokkuð öflugt og m.a. er hefð fyrir því að fara í sameiginlega ferð til útlanda annað hvert ár. Covid setti strik í reikninginn eins og hjá flestum þannig að ferðin frestaðist um eitt ár frá upphaflegri áætlun. Það voru því 46 ferðaþyrstir Mánabræður og makar sem lögðu af stað til Ljubljana í Slóveníu þann 25. maí sl.

Ferðin var skipulögð í samvinnu við Heimsferðir, og var gist í fjórar nætur á Hótel Lev sem er vel staðsett í miðborginni. Að þessu sinni var ákveðið að haga ferðinni þannig að í stað skipulagðrar dagskrár alla daga, var boðið upp á eina lengri ferð fyrir allan hópinn, en þess á milli var ferðalöngum frjálst að verja tímanum að eigin vali.

Kvöldverður á kastalahæð

Komið var síðdegis á hótelið og um kvöldið snæddur sameiginlegur kvöldverður á hótelinu. Næsti dagur hófst með göngu um miðbæ Ljubljana undir leiðsögn fararstjóra. Gamli bærinn í Ljubljana er ákaflega fagur og yfir bænum gnæfir Ljubljana kastali, sem er helsta kennileiti borgarinnar. Mannlíf var blómlegt og notalegt að sitja úti, spjalla og njóta góðra veitinga. Sameiginlegur kvöldverður var síðan snæddur upp á kastalahæðinni á úrvals veitingastað sem heitir Gostilna na Gradu. Frá kastalanum er mjög fallegt útsýni yfir borgina.

Næsta dag var engin skipulögð dagskrá, en hluti hópsins valdi að fara skoða Postojna hellana sem eru með þeim stærstu í Evrópu. Veður var með afbrigðum gott og fagurt um að líta.

Stór hluti hópsins í ferð Þorkels mána til Slóveníu, hér við kirkjutröppur á eyjunni á Bled­vatni. Því miður sást ekki til sólar þennan daginn.

Næst var komið að ferð til Bled. Fyrst var stoppað við Bled kastala sem er í miðaldastíl og jafnframt talinn vera elsti kastali í Slóveníu. Glæsilegt útsýni er frá kastalanum yfir Bled vatn – alla vega þegar ekki er rigning og þungskýjað, en þrátt fyrir að lögð hafi verið inn pöntun um gott veður, þá rigndi nokkuð, og útsýni því ekki mjög mikið að þessu sinni. Þó létti til þegar við fórum úr kastalanum og niður að vatninu, en þaðan sigldum við með litlum óvélknúnum bátum út í eyju á miðju vatninu, þar sem tækifæri gafst til að skoða kirkjuna sem þar er, og fá sér létta hressingu áður en haldið var heim á leið. Á leiðinni til Bled er útsýni mjög fagurt og Alparnir blasa við í allri sinni dýrð.

Ferðin tókst vel í alla staði, þó veðurguðirnir hefðu mátt vera aðeins rausnarlegri við okkur þegar haldið var til Bled. Saman átti hópurinn mjög skemmtilega daga í Slóveníu. Ferð sem þessi þjappar mannskapnum saman og styrkir enn meira þau góðu tengsl sem eru á milli bræðra og þeirra betri helminga.

FERÐALÖG – ÞORKELL MÁNI Í SLÓVENÍU
Ljósmyndir: Karl Jensson Kirkjan á eyjunni á Bled­vatni blasir við úr öllum áttum. Ræðarar frá Bled fara með ferðamenn í bátum út í eyjuna fögru. Þurfa þeir svo sannarlega að vera í góðu formi. Mánabræður og makar á leið upp að kirkjunni, þangað sem siglt er með ferðamenn í árabátum.
57 2. tbl. 2022
Ottó Magnússon, St. nr. 7, Þorkeli mána

MÍN MESTU GÆFUSPOR Í LÍFINU

Kristín Ágústa Björnsdóttir, stórfulltrúi, Rbst. nr. 1, Bergþóru, var sæmd heiðursmerki Oddfellowreglunnar 25. október sl. Við athöfnina flutti Kristín hjartnæma þakkarræðu þar sem hún lýsti meðal annars svo skemmtilega fyrstu kynnum sínum af Oddfellowreglunni. Við fengum góðfúslegt leyfi Kristínar til að birta valda kafla úr ræðunni:

„Ein af mínum fyrstu Oddfellowminningum eru fundarskórnir hennar ömmu og ég sé ömmu og afa fyrir mér fara á ball í Oddfellowhúsinu, svo glæsileg. Önnur sterk minning eru jólaböllin, þegar dansað var Kónga um allt Vonarstrætið.“

„Svo gekk mamma í Oddfellowregluna og það fór að vakna smá forvitni hjá okkur systrum út á hvað þetta gengi nú allt saman. Við reyndum að spyrja, en þagnarskyldan var tekin mjög alvarlega að sjálfsögðu og við lærðum það fljótt að engin svör var að fá. Svo kom að því að við Birna systir sáum að það var kominn tími til að ganga í Regluna og það gerðum við fyrir 27 árum síðan, og er skemmst frá því að segja, að það reyndist vera eitt af mínum allra mestu gæfusporum í

lífinu.Við þurftum þó að sannfæra móður okkar, Guðrúnu Egilsdóttur, um að okkur væri alvara og hún tilkynnti okkur það mjög ákveðið, að við skyldum gera okkur grein fyrir því að við yrðum að mæta vel á fundi og ekki segja nei við því sem við yrðum beðnar um.“

Kristín minntist einnig afa síns: „Ég get ekki látið hjá líða að minnast afa míns heitins, Egils Daníelssonar, fyrrum meistara St. nr. 5, Þórsteins, og einnig félaga í Bergþóru. Hann hefur verið meira og minna í huga mér á minni vegferð í Reglunni, okkar leið hefur á margan hátt verið svipuð og mér finnst ég oft standa í sporunum hans,“ sagði Kristín og minntist einnig á að sonur hennar, Björn Viðarsson, væri að stíga sín fyrstu skref í Reglunni, henni til ómældrar gleði.

Það var glampi í augum Kristínar og allra viðstaddra þegar Björn gekk keikur inn salinn og var viðstaddur athöfnina. Einnig systir Kristínar, Estiva Birna Björnsdóttir í Bergþóru. Við óskum systur Kristínu Ágústu innilega til hamingju með heiðursmerkið.

HEIÐURSMERKI – STEFÁN STEFÁNSSON

ÆSKUÁRIN TENGD ODDFELLOW

Stefán Stefánsson, fyrrum stórmarskálkur, St. nr. 18, Ara fróða, var sæmdur heiðursmerki Oddfellowreglunnar 26. október síðastliðinn. Við athöfnina flutti Stefán þakkarræðu þar sem hann svo skemmtilega sagði hvernig hann sem ungur drengur kynntist Oddfellowhúsinu og minningar æskuára hans urðu ljóslifandi í frásögn hans. Stefán svaraði góðfúslega nokkrum spurningum sem Oddfellowblaðið beindi til hans af þessu tilefni.

– Hverjar eru þínar fyrstu minningar af Oddfellow?

„Mínar fyrstu minningar úr Oddfellowhúsinu í Vonarstræti eru frá því ég var barn og tengdar jólaböllunum. Eitt af því eftirminnilegra. Mér þótti mikið sport að taka lyftuna sem var í stigahúsinu, áður en hún var flutt á núverandi stað, upp á fimmtu hæð, senda hana niður aftur, hlaupa svo niður stigana og reyna að vera á undan henni til baka. Eins voru kvikmyndasýningar í tengslum við jólaböllin þar sem voru sýndar teiknimyndir uppi á fimmtu hæð.“

– Hver var kveikjan að því að þú gekkst í Regluna?

„Ég er þriðji ættliður Oddfellowa. Móðurafi minn, Sigurður Ingimundarson, var í St. nr. 3, Hallveigu, og faðir minn, Stefán Jónsson, var vígður í St. nr. 3, Hallveigu, og gerðist svo stofn­

félagi í St. nr. 11, Þorgeiri. En í þá stúku vígðist ég í október 1988. Æskuárin voru því mjög tengd Oddfellowreglunni og fannst mér því liggja beinast fyrir mér að ganga í Regluna.“

– Hvað hefur það gefið þér að vera í Oddfellowreglunni?

„Þetta er stór spurning en Oddfellowreglan hefur verið stór hluti af lífi mínu og fjölskyldunnar í þau 34 ár sem ég hef starfað innan hennar. Þar hef ég verið svo lánsamur að hafa fengið tækifæri til að takast á við fjölda verkefna, sem hafa eflt mig sem einstakling. Þar hef ég eignast marga vini og kynnst góðu fólki sem innan hennar starfar og verð ég að segja að það hefur gefið mér ólýsanlega mikið. Mannauður Reglunnar um allt land er stór auðlind sem ég hef verið svo lánsamur að kynnast og fá að vinna með. Það fyllir mann stolti að fá þau tækifæri að starfa með þessu góða fólki að mannúðarmálum Reglunnar.“

Við óskum bróður Stefáni innilega til hamingju með heiðursmerkið.

Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru

HEIÐURSMERKI – KRISTÍN ÁGÚSTA BJÖRNSDÓTTIR 58 2. tbl. 2022

S K Ö TUVEIS L A

Á

DE G I Þ OR LÁ K S H ELG A

S k ö tuvei s l a að hæ t ti Þ o r l á k s h e l g a verður hal d i n í sal n u m að S ta ð a r b e r gi 2 - 4 á Þ o r l á k s messu m i lli kl. 11 : 30 o g 13 : 30 .

„ Ve r ð kr. 5500 “

Vestf i r s k t i n d a b i kkja, s k ata o g sa ltfi s k u r með vestf i r s k u m h n o ð m ö r o g h a m s at ó l g .

Mis si ð ekki af s k ö tu nn i því h ún e r . m u n g n i n ú b r i d n u a l ó j f a i t u l h i d n a s s i m ó

Al l ur á g ó ð i re n n ur t i l l í kn ar m á l a Skemmtinefnd St. nr. 21, Þorláks helga.

59 2. tbl. 2022

SAMVERA OG SAMVINNA Í SÆLKERAFERÐ SYSTRA

Um miðjan september 2022 lögðu 64 systur í Rbst. nr. 7, Þorgerði, í ferð til Valenciuborgar á Spáni. Ferðin hafði frestast um tvö ár og því mikil eftirvænting þegar lagt var í hann. Flogið var til Alicante og farið í rútu til Valencia, sem er höfuðborg Valenciuhéraðs á Spáni og þriðja stærsta borg Spánar.

Systur fóru fótgangandi í skoðunarferð um borgina næsta dag. Gengið var í gegnum lystigarðinn fallega Jardin del Turía og þaðan um þröngar götur og torg í miðbænum. Við sáum fortíð mæta nútíð í þessari fögru borg uppfullri af sögu og aldagömlum byggingum um leið og borgin er leiðandi í arkitektúr og menningu nútíma Evrópu. Í lok skoðunarferðar var frjáls tími sem systur nýttu til að kæla sig niður og kíkja í búðir eða á ströndina. Já, veðrið lék við okkur þessa daga.

Sameiginlegir kvöldverðir voru á föstudags­ og laugardagskvöld. Fyrra kvöldið fórum við á Casa Clemencia og gæddum okkur á Tapas smáréttum. Seinna kvöldið var 3ja rétta hátíðarkvöldverður á efstu hæð hótelsins. Gleðin var við völd eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Sveitaferð hápunkturinn

Hápunktur ferðarinnar var þó sveitaferð á sunnudeginum til að læra að búa til upprunalega sveita paellu. Við fórum í rútu suðvestur frá borginni um fallega appelsínu­ og hrísgrjónaakra og stoppuðum við Albufera vatnið til að sjá hvar hrísgrjónin í paelluna okkar eru ræktuð. Fórum síðan til smábæjarins Algemesí í lítið og einfalt sumarhús sem stendur á milli appelsínuakranna. Þar tóku gestgjafar okkar á móti hópnum og sögðu okkur frá hefðum sveitarinnar við paellugerð og hrísgrjónaræktun. Systrum var síðan úthlutað verkefnum,

svo sem að kveikja í appelsínuviðareldi, undirbúa grænmeti fyrir paelluna, setja pönnur á eldinn og hefja eldun á paellunni. Aðrar systur sáu um léttar veitingar fyrir systur meðan á eldamennsku stóð.

Eldamennskan tók nokkra tíma og systur voru annað hvort virkir þátttakendur eða fylgdust mjög grannt með. Eftir nokkurrra tíma eldamennsku var svo komið að því að gæða sér á paellunni. Og hún bragðaðist mjög vel. Samveran og samvinna treysti enn vináttubönd systra og gleðina í hópnum, eins og sjá má á myndum sem hér fylgja.

Systur flugu síðan flestar heim til Íslands á mánudeginum en nokkrar urðu eftir á Spáni. Ferðin hefur styrkt vináttu okkar og verður lengi í minnum höfð.

Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir Rbst. nr. 7, Þorgerði

FERÐALÖG – ÞORGERÐUR Í VALENCIA
Þorgerðarsystur hvítklæddar og sumarlegar á Spáni í haust. Paellupanna sett á eldinn með tilþrifum. Glatt var á hjalla í ferð Þorgerðar til Valencia.
60 2. tbl. 2022

AUÐUR FÓR Á FULLT

ftir langa bið hóf morgunkaffi Auðar­ og Laufeyjarsystra aftur göngu sína núna á haustdögum. Það hefur auðvitað ekkert verið á meðan Covid faraldurinn stóð yfir. Mjög góð mæting var þegar við byrjuðum aftur og er alltaf mjög notalegt að hittast og ræða málin.

Auðarsystur í haustferð

Þann 24. september skelltu Auðarsystur sér í haustferð. Það er óhætt að segja að það hafi blásið um systur á ferð því gul veðurviðvörun var þennan dag en þó afskaplega hlýtt í veðri. Stoppað var í snemmbúna hressingu í Hánefsstaðaskógi í Svarfaðardal og að því búnu var haldið á Siglufjörð, en þar var snæddur dýrindis hádegisverður á Hótel Sigló. Eftir hádegisverðinn var boðið upp á leiksýningu á Kaffi Rauðku sem var einstaklega vel heppnuð sýning um síldarárin á Siglufirði og skemmtu systur sér svo sannarlega vel. Síðan var boðið upp á samlokur og léttar veigar áður en haldið var til baka til Akureyrar. Það má með sanni segja að þetta hafi verið einstaklega vel heppnuð og skemmtileg ferð í alla staði.

Spjallfundur og kirkjuganga

Auðarsystur hittust á spjallfundi laugardagsmorguninn 1. október. Ýmislegt sem viðkemur starfi vetrarins var rætt á þessum fundi. Voru systur sammála um hversu mikilvægt það væri að hittast yfir kaffibolla og tala um hvað betur mætti gera og hrósa því sem vel væri gert. Spjallfundirnir eru kjörið tækifæri til að koma með hugmyndir fyrir nefndirnar og starfið almennt í stúkunni. Daginn eftir, 2. október, fór kirkjuganga Reglusystkina á

Akureyri fram og var farið í Akureyrarkirkju. Sjafnarbræður stóðu fyrir skipulagningu og var vel sótt. Eftir athöfn var notaleg samvera í Oddfellowhúsinu þar sem bræður buðu upp á kaffi og kleinur.

Loksins basar

Auðarsystur á Akureyri gátu loksins haldið sinn basar, eftir fjögurra ára hlé útaf „dottlu“. Basarinn fór fram 6. nóvember sl. en hann er aðalfjáröflun stúkunnar, haldinn annað hvert ár á móti vinkvennakvöldi. Basarinn hefur alltaf verið mjög vel sóttur og svo sannarlega var engin undantekning þetta árið en um 150 gestir mættu í hús. Undirbúningsvinna í kringum svona viðburð er mikil en systur unnu saman eins og vel smurð vél til að hafa hann sem glæsilegastan. Basarinn er samvinnuverkefni fjögurra nefnda hjá Auði; Fjáröflunar­ og vinnunefndar, Starfssjóðsnefndar, Skemmtinefndar og Kertanefndar. Fjáröflunar­ og vinnunefnd heldur utan um basarinn sjálfan, en þar mátti líta alls konar glæsilegt handverk og borðin hreinlega svignuðu undan heimatilbúnum kræsingum eins og glæsilegum tertum, kleinum, rúgbrauði, sultum og fjölmörgu öðru góðgæti. Starfssjóðsnefnd sá um kaffi­ og pönnukökusölu og hélt þannig utan um gestafjölda. Skemmtinefnd stóð fyrir miðasölu á happdrætti þar sem fjölmargir stórglæsilegir vinningar voru í boði. Kertanefndin bauð til sölu fallegu kertin sem þær systur hafa verið að mála á. Allur ágóði basarsins rennur í Líknarsjóð stúkunnar.

Kristín Óðinsdóttir, Rbst. nr. 2, Auði

FRÉTTIR
Hera Mikið úrval var á basarnum af handavinnu, skrauti og ýmsu góðgæti. Auðarsystur á spjallfundi í Oddfellowhúsinu á Akureyri.
61 2. tbl. 2022
Frá haustferð Auðarsystra út með Tröllaskaga, þar sem m.a. var áð í Hánefsstaðaskógi í Svarfaðardal.

GOTT SAMSTARF VIÐ

SVISSNESKA BRÆÐUR

Haustið 2017, eða 13.–15. október, fékk stúkan okkar, Þormóður goði, nr. 9, góða gesti í heimsókn frá Sviss. Þetta voru bræður og makar þeirra úr St. nr. 1, Helvetia, í borginni Zurich og nr. 26, Morgarten, í bænum Zug.

Tilurð þessarar heimsóknar var að bróðir í stúkunni okkar, hann Elís Hinz, hafði flutt búferlum ásamt konu sinni, Sigrúnu Stefánsdóttur, til Zug í Sviss fyrir nokkru og hafði kynnst Oddfellowstarfi þar í landi og gerst meðlimur í stúkunni Morgarten. Hann langaði að koma á tengslum við okkar stúku og vann ötullega að því að koma til Íslands með stúkubræður úr þessum tveimur svissnesku bræðrastúkum ásamt mökum.

Þormóður goði skipulagði síðan ferðir og móttökur fyrir þessa góðu gesti og tókst allt mjög vel og allir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Það var ekki síst fyrir þátttöku bróður Magnúsar Sædal heitins sem var með leiðsögn um miðbæ Reykjavíkur og síðan um staði þar sem Oddfellowstúkur höfðu lagt hönd á plóginn, s.s. Ljósið, Líknardeildina í Kópavogi og Vífilstaðaspítala. Einnig var farið með hópinn að skoða Hellisheiðarvirkjun og Suðurnesin heimsótt.

Okkar svissnesku bræður sátu stúkufund með okkur Þormóðsbræðrum og þótti gaman að sjá hvernig við gerum hlutina hér öðruvísi en þeir. Fríkvöld stúkunnar okkar var einmitt þessa helgi og var Svisslendingunum boðið í mat og drykk á laugardagskvöldinu og var mikið fjör.

Heimsóknin endurgoldin

Eftir þessa góðu heimsókn frá Sviss var ákveðið að við Þormóðsbræður og makar skyldum stefna á að endurgjalda hana um vorið 2020. Það tókst nú ekki vegna Covid 19 og það var ekki fyrr en 21. maí á þessu ári að við bræður og makar okkar fórum út til Sviss og vorum þar í góðu yfirlæti til þriðjudagsins 26. maí.

Áður en lengra er haldið má geta þess að fyrsta stúkan í Sviss var stofnuð árið 1871 í Zurich og eru 25 karlastúkur, tvær Rebekkustúkur og tvennar búðir í Sviss. Þar í landi eru 1.200 meðlimir í Oddfellow, en til samanburðar eru þeir um 4.000 hér á landi.

Átta bræður ásamt mökum lögðu af stað í ferðalagið en heltst hafði nokkuð úr hópnum vegna Covid. Elís og Oddfellowbræður hans í Sviss tóku á móti hópnum á flugvellinum í Zurich og fylgdu okkur í rútu á hótelið Sedartis í Thalwil, rétt fyrir utan Zurich.

Við byrjuðum á að heimsækja miðbæ Zurich daginn eftir að við lentum og fengum góða leiðsögn og fararstjórn á vegum stúkubræðranna í nr. 1 Helvetia. Þeir buðu upp á hádegisverð og síðan var haldið heim á hótel með lestinni. Seinna um daginn var farið aftur með lestinni til Zurich og við bræðurnir sátum þar stúkufund með bræðrunum úr

FERÐALÖG – ÞORMÓÐUR G0ÐI TIL SVISS
62 2. tbl. 2022
Þormóðsbræður tilbúnir að fara á stúkufund til nr. 1 Helvetia í Zürich. Ljósmyndir: Erla B Jóhannsdóttir, Halldór Borgþórsson og Karl J Hirst

Helvetia. Á stúkufundinum flutti Ágúst Már Sigurðsson erindi um Oddfellowstarfið á Íslandi.

Skipst á forláta gjöfum

Eftir stúkufundinn var snæddur kvöldverður og gjafir afhentar milli stúknanna. Svissnesku stúkurnar tvær gáfu okkur forláta kúabjöllu, stóra og mikla, og er meiningin að nota hana við tækifæri á fundi. Okkar stúka gaf þeim svissnesku hinsvegar nánast volgan hraunmola úr Fagradalsfjalli á viðarplatta með áletrun á málmskildi um heimsókn okkar til þeirra. Eiginkonur okkar voru í góðri umsjón eiginkvenna svissnesku bræðranna á meðan við funduðum.

Að morgni laugardagsins 23. maí vorum við sótt á hótelið

og ekið með okkur í rútu í átt til fjalla, eða til Stoos. Það er ansi mikið fjall. Farið var með kláf upp fyrri hluta fjallsins og síðan með opinni skíðalyftu restina á toppinn. Þar efst uppi var dýrðarinnar útsýni svo langt sem augað eygði yfir vötn og fjöll í kring.

Eftir fjallaferðina var ekið til Zug og sátum við stúkubræður þar fund á vegum Morgarten ásamt fleirum gestum. Var vel tekið á móti okkur og fengum við að vera vitni að vígslu þeirra yngsta bróður, sem var mjög áhugavert. Eftir fundinn var snæddur kvöldverður, ræður fluttar og gjafir afhentar milli stúkna. Eiginkonur okkar voru aftur í góðu yfirlæti í umsjón eiginkvenna þeirra í Sviss á meðan við funduðum. Síðar um kvöldið var ekið með hópinn á hótelið og allir glaðir með daginn.

Sunnudagurinn var frjáls og þá gerði fólk bara það sem það vildi, s.s. gönguferðir, versla eða eitthvað annað.

Á mánudeginum 25. maí fórum við síðan á eigin vegum með lestinni til Luzern og skoðuðum þar miðbæinn með leiðsögn. Mjög áhugaverð borg og falleg. Við hittum þar bróður Elís og snæddum saman hádegisverð. Farið var á listasafn og skoðuð sýning sem var í gangi, m.a. á verkum Picasso. Seinna um daginn var haldið heim á leið og farið út að borða saman. Loks var farið út á flugvöll á þriðjudagsmorgninum og flogið heim til Íslands.

Byrjun á vinasambandi

Samstarfið við okkar svissnesku bræður er búið að vera mjög skemmtilegt og gaman að kynnast öðrum siðum en við eigum að venjast hér heima. Við bræðurnir í stúku númer 9 þökkum Elís Hinz sérstaklega fyrir þá miklu vinnu og ósérhlífni sem hann lagði á sig fyrir að koma þessu vinasambandi á og alla aðstoð við framkvæmd og skipulagningu. Einnig þökkum við okkar kæru bræðrum í Helvetia og Morgarten fyrir frábærar móttökur. Vonandi er þetta bara byrjun á frekari vinasambandi á milli stúkna okkar í komandi framtíð.

Jón Hirst, St. nr. 9, Þormóði goða

Karl
63 2. tbl. 2022
Hluti Þormóðsbræðra ásamt eiginkonum og bróður Elís Hinz á toppi fjallsins Stoos. Á toppi Stoos er þessi kross og ægifagurt útsýni. Farið var upp fjallið í nýlegum kláfi sem dreginn er á vírum.

LANGÞRÁÐ SKEMMTUN EFTIR COVID-19

Við megum öll þakka fyrir að eitt ár bætist við aldur okkar hvert ár. Stúka nr. 15, Freyja, fagnaði 40 ára afmæli sínu 1. maí á þessu ári. Í eftirköstum og seinni hluta heimsfaraldurs, sem hefur verið erfiður mörgum og farið misvel með félagsstarf eins og okkar ágætu Reglu, vorum við í stjórn Freyju ákveðnir í að hressa upp á starfið og blása til ærlegrar veislu. Vissulega var ekki vitað hvort við lentum í fjöldatakmörkunum eða bönnum frá skemmtanahaldi en við ákváðum að halda okkar striki.

Viðburður sem þessi gerist ekki af sjálfu sér og það var skipuð afmælisnefnd sem tók að sér umsjón þessarar hátíðar og hjólin fóru fljótt að snúast í rétta átt. Send voru út boðskort til Stórstúkustjórnar og yfirmanna allra Regludeilda um hátíðarfund og skemmtun á eftir með því allra besta sem Akureyri hefur upp á að bjóða. Hvern var ekki farið að langa í skemmtun og dansleik á eftir?

Hvað gæti klikkað?

Eftirvæntingin var mikil og allt tók á sig mynd þegar nær dró. Matseðill stórkostlegur, skemmtiatriði af bestu gerð og veislustjóri á heimsmælikvarða. Hvað gæti klikkað? Boðsgestir fóru að boða komu sína og allt stefndi í rétta átt. Þetta

ætlaði bara að takast.

30. apríl,

fyrir

sjálfur var

var haldinn kl. 17 og var þétt setinn salurinn með 106 gesti í sæti.

Fundurinn byrjaði með því að ym. minntist látinna bræðra og heiðraði minningu þeirra. Br. fyrrum stórfulltrúi, Baldvin Valdemarsson, fór yfir stofnun og sögu Freyju til dagsins í dag og að loknum fundarstörfum tóku gestir til máls og óskuðu stúkubræðrum til hamingju með daginn. Að loknum hátíðarfundi var fordrykkur í miðrými okkar fallega Regluheimilis þar sem gestir nutu samveru og undirbjuggu sig fyrir veislu kvöldsins.

Guðni fór á kostum

Veislusalurinn á neðri hæð var sérlega vel og fallega skreyttur og gestum hafði verið raðað á borð. Skemmtunin hófst og

AFMÆLI – FREYJA Á AKUREYRI 40 ÁRA
Veisludagurinn laugardagur daginn afmælisdaginn sjálfan. Hátíðarfundur Guðni Ágústsson fór mikinn sem veislustjóri og flutti gamanmál. Elías yfirmeistari ásamt Magnúsi, Stefáni og Hafdísi úr stórstúkustjórn.
64 2. tbl. 2022
Stefán Sigurðsson og kona hans, Jóhanna Harðardóttir.

gestir nutu forréttar og matar frá veisluþjónustu RUB. Var maturinn og allt sem honum fylgdi mjög vel heppnað og almenn ánægja með matseðilinn. Stórsöngvarinn Ívar Helgason tók að sér að sjá um ljúfa tóna og létt grín á meðan matur var fram borinn og veislustjóri var hinn stórkostlegi Guðni Ágústsson sem hreinlega hélt gestum í hláturskasti fram eftir kvöldi þar sem hann fór með gamanmál og dró ekkert af sér. Þegar leið á kvöldið mætti til leiks Ari Baldursson og lék fyrir dansi fram yfir miðnætti. Það var svo gaman að gestir vildu halda endalaust áfram þegar var farið að rifja upp

gömlu dansana, hringdans og hreinlega allskonar takta sem höfðu ekki verið ákveðnir fyrirfram.

Þessi afmælishátíð tókst að okkar mati afar vel og sannarlega eitthvað sem gestir koma til með að muna. Við Freyjubræður þökkum öllum sem mættu og nutu dagsins með okkur og óskum Reglusystkinum velfarnaðar og gleðilegra jóla.

Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S 551 4422 SVARTAR BAS IC DR AGTI R • Jakkar • Pils • Kjólar Laxdal er í leiðinni
Tómas Sæmundsson og kona hans, Dagmar Lovísa Björgvinsdóttir, Jóhanna Harðardóttir og Hafdís Stefánsdóttir.
65 2. tbl. 2022
Hjónin Kári Erik Halldórsson í Freyju og Guðrún Hulda Sigtryggsdóttir í Auði.

FYRSTU REBEKKUR SUÐURNESJA

Haldið var upp á það í Regluheimilinu í Reykjanesbæ sl. vor að 25 ár voru liðin frá því að Rbst. nr. 11, Steinunn, tók til starfa. Stofnfélagar þann 5. apríl árið 1997 voru 23 systur og tveir bræður en í dag eru Steinunnarsystur orðnar alls 82. Eftirfarandi texti byggir á ræðu sem Magdalena Sirrý Þórisdóttir flutti á 25 ára afmælisdeginum og hefur aðeins verið stytt: Þegar stúkan var stofnuð var liðið langt á sjöunda ár frá því að undirbúningur fór af stað. Kveikjan kom frá Njarðarbræðrum en á þessum tíma voru þeir einir með starfsemi í Oddfellowhúsinu í Keflavík, sem var því verulega vannýtt. Bróðir Bjarni Fertram Halldórsson var um árabil yfirmeistari og síðar stórfulltrúi fyrir bræðrastúkuna Njörð. Bróðir Bjarni hafði mikinn og einlægan áhuga fyrir stofnun Rebekkustúku á Suðurnesjum og nýtti hvert tækifæri til að hvetja systur og bræður til að undirbúa stúkustofnun og bryddaði stundum upp á málinu í fjölskylduboðum, því fjögur barna hans og þrjú tengdabörn eru í Oddfellowreglunni.

Að Bjarna gengnum kom ekkja hans til fundar við bræður í Nirði og færði þeim peningagjöf, sem nýta skyldi til að stofna Rebekkustúku á Suðurnesjum Þá fór boltinn að rúlla hægt af stað.

Í aprílmánuði 1994 áttu Rebekkusystur, búsettar á Suðurnesjum, fund með Þórusystrum á Selfossi. Þær höfðu reynsluna, þar sem þær höfðu nýverið stofnað Rebekkufélag og síðan stúku. Þórusystur gátu því miðlað úr reynslubankanum. Á þessum fundi voru þær systurnar; Anna Lísa Ásgeirsdóttir, Lára G. Oddssdóttir og Guðlaug P. Eiríksóttir tilnefndar í undirbúningsnefnd. Bróðir Guðmundur Marzellíusson, margreyndur í starfi bræðra­ og Rebekkustúkna, reyndist systrum haukur í horni og þær ráðfærðu sig einnig

við Geir Zoega, þáverandi stórsír. Hann hvatti þær eindregið til að stofna Rebekkufélag. Stórstúkan veitti síðan heimild til að stofna félagið og lagði jafnframt til að stofndagur þess yrði 12. október 1994 í Oddfellowhúsinu í Keflavík.

Steinunn vitur og ráðholl

Úr varð að félagið var stofnað og hlaut nafnið Steinunn. Hugmynd að nafninu á systir Guðlaug P. Eiríksdóttir. Hún vísar til landnámskonunnar, sem nefnd var Steinunn hin gamla. Steinunn var frændkona Ingólfs Arnarsonar sem sigldi til Íslands og var með Ingólfi frænda sínum fyrsta veturinn þar. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes utan við Hvassahraun. Hún vildi síður þiggja landið að gjöf. Hún kaus fremur að gefa fyrir það Heklu flekkótta, jafnvel götótta, segja sumar heimildir. Hekla var hálf hringlaga ermalaus yfirhöfn gerð úr röggvaðri voð ofinni úr toglagði, þannig að hún líktist dýrsfeldi. Þetta var ekki hátt gjald fyrir gott land en með þessu taldi Steinunn sig vera búna að breyta gjöf í formleg kaup, sem ekki væri hægt að rifta. Þannig taldi hún sig hafa fyrirbyggt, að Ingólfur tæki „gjöfina“ til baka. Suðurnesjamenn telja næsta víst að viðurnefnið „hin gamla “ hafi í raun og veru haft þá merkingu, að Steinunn væri vitur og ráðholl. Í anda þeirrar visku hafa systur í Steinunni reynt að starfa.

Systir Anna Lísa Ásgeirsdóttir var kosin fyrsti formaður félagsins en auk hennar í stjórn voru kjörnar systurnar Lára G. Oddsdóttir og Guðlaug P. Eiríksdóttir. Stúkan var loks stofnuð þann 5. apríl 1997 eftir að hafa setið hálft þriðja ár í festum, eins og systir Lára orðaði það í ræðu sinni á stofnfundinum. Stofnfundurinn var haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Til

AFMÆLI – STEINUNN 25 ÁRA
Guðbjörg María Guðlaugsdóttir og María Jónsdóttir. Soffía Heiða Hafsteinsdóttir og Stefanía Vallý Sverrisdóttir. Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Ásdís Björk Pálmadóttir, Jónína Guðjónsdóttir og Eydís Eyjólfsdóttir.
66 2. tbl. 2022
Guðbjörg Brynja Guðmundsdóttir, Eva Hrund Gunnarsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir og Sigurbjörg Björnsdóttir.

hans komu, auk stofnfélaga, stjórn Stórstúkunnar og gestir frá öðrum stúkum alls um 200 manns. Stofnfélagar voru 23 systur og 2 bræður. Fyrsta stjórn Steinunnar var skipuð systrunum Láru G. Oddsdóttur, sem var kjörin yfirmeistari, Guðrúnu Skúladóttur, sem var kosin undirmeistari, Heiðrúnu Þorgeirsdóttur ritara, Karlottu B. Kristjánsdóttur gjaldkera og Elsu Ínu Skúladóttur féhirði.

Stúkan fékk í upphafi mikinn liðsstyrk, sem leiðbeindi henni og studdi á allan máta. Systur komu að úr öðrum stúkum, til að sinna nokkrum störfum hjá Steinunnarsystrum. Þessar systur eru þær; Sigríður Jóhannesdóttir úr Rbst. nr. 8, Rannveigu, sem var fyrsti starfandi fyrrum meistari, Magnea Jónsdóttir Rbst. nr. 1, Bergþóru, sem var stórfulltrúi og Unnur Jónsdóttir Rbst. nr. 7, Þorgerði, sem var varastórfulltrúi.

því strax á fyrsta árinu var haldið skemmti kvöld í minningu hans og þau kvöld hafa síðan verið fastur liður í starfi stúkunnar. Á þessum kvöldum hafa gjarnan verið veittir styrkir til menningarmála en þau voru Bjarna hugleikin.

og einnig svonefndar útrásarferðir, þar sem aðrar Rebekku stúkur eru heimsóttar hér innanlands eða erlendis.

rekstri Oddfellowheimilisins í Reykjanesbæ og jafnframt

endurbótum á Regluheimilinu. Stúkurnar hafa einnig sameinast um líknarverkefni í heimabyggð, eins og líknarstofu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Steinunnarsystur hafa komið að samstarfsverkefnum Oddfellowreglunnar á landsvísu auk ýmissa verkefna sem þær hafa komið að einar og sér. Eitt af þeim verkefnum er helgarþjónusta fyrir minnissjúka í Reykjanesbæ. Upphaf þess verkefnis má rekja til þess að árið 2007 fóru systur að huga að verðugu verkefni á 10 ára afmæli stúkunnar. Systur horfðu helst til þess að verkefnið gerði kröfu um að þær legðu sjálfar til hug, hjarta og hönd, ásamt peningum.

Þegar við skoðum sögu þessarar ungu Rebekkustúku getum við Steinunnarsystur verið stoltar. Starf hennar hefur verið öflugt í anda Reglunnar. „Milli systra ríkir mikil samheldni í þroskandi starfi“, mælti, Guðrún Skúladóttir, fyrrum

Vatnagarðar 14 ∙ 104 Reykjavík ∙ sími 563 6000 ∙ litrof@litrof.is ∙ litrof.is 67 2. tbl. 2022
F.v.: Guðbjörg Pétursdóttir, María J. Arnardóttir, Kristín Geirmundsdóttir, Ása Guðmundsdótti, Þorbjörg M. Guðnadóttir og Sonja Ósk Karlsdóttir.

AÐ TREYSTA BRÆÐRABANDIÐ

Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Hávamál)

Undanfarin misseri hefur þetta vísuorð oft komið í huga mér. Ítrekað höfum við bræður í St. nr. 8, Agli, orðið að fresta heimsóknarboði til vinastúku í Holbæk á Sjálandi, og eru árin orðin fimm í stað þriggja milli gagnkvæmra heimsókna okkar.

En svo fór að á liðnu vori að látið var til skarar skríða og ákveðið að fara til Holbæk á þessu hausti. Fylgja farfuglunum er þeir flykkjast suður á bóginn. En eins og við var að búast urðum við ekki þeir einu er lögðust í flakk eftir þær ferðahömlur er lagðar voru á herðar fólks á tímum heimsfaraldurs.

Ef til vill þess vegna urðum við hvorki samferða utan eða út. En við, Egilsbræður og makar okkar, hittumst öll á Kastrup og þar kvöddumst við líka þegar að því kom. Vorum með öðrum orðum borin á höndum bræðra í St. nr. 40, Kong Skjold, meðan á heimsókninni stóð.

Í stúkuheimilinu í Holbæk tóku gestgjafarnir á móti okkur með hlýju viðmóti, og eftir það héldum við ýmist til þeirra „tjaldbúða“ er urðu gististaður flestra á meðan á heimsókn­

inni stóð, en aðrir héldu heim með sínum gestgjöfum. Föstudagurinn leið þannig inn í nóttina við góð og gefandi samskipti, ræktun vináttu íslenskra sín á milli og danskra bræðra og okkar. Ástæða þess að gist var í smáhýsum á tjaldstæði er sú er að framan er getið, þeirrar miklu ferðaþrár manna eftir ferðahömlur á viðsjárverðum tímum veirunnar. Hótelrými var allt bókað öðrum.

FERÐALÖG – EGILL Í DANMÖRKU
Bóndinn á Vejrhøjgården segir frá jarðsögu svæðisins.
68 2. tbl. 2022
Flaggað fyrir góðum gestum við Regluheimilið Holbæk Slot í Danmörku.

Veðurhæðin tekin

Á laugardeginum var farið í kynnisferð um nágrennið, nýlegt brugghús skoðað, en til þess hafði verið stofnað í aflagðri niðursuðuverksmiðju. Þar var boðið upp á bjórsmökkun, næsta jafnmargar tegundir áfengislausar og áfengar. Þarna í To öl var einnig boðið upp á „frokost“, áður en haldið var að Vejrhöjgaard. Vejrhöj er 121 m.y.s. og þriðji hæsti staður Sjálands á vesturströndinni og sér þaðan norður á Odder og yfir til Ebeltoft á Jótlandi. Okkur var kynnt jarðsaga svæðis, hvernig það mótaðist á ísöld og einnig ræktarsvæðið er varð til er Lammefjorden var þurrkaður upp.

Um kvöldið borðuðum við síðan öll saman í stúkuheimilinu, og vafalaust urðu þar til ný vináttubönd jafnframt því sem önnur styrktust. Létt var yfir mönnum, ávörp og söngur.

Á sunnudeginum vorum við með okkar góðu bræðrum, ýmist fleiri eða færri í stað. Þann morgun og fyrri part dags var við margt að una og alls staðar boðið upp á frokost. Er kom fram á dag var haldið til stúkuheimilisins þar sem haldið var til eiginkvenna jafnframt því að sýna þeim húsakynnin, en stúkuheimilið er í raun höll eða kastali. Á meðan sátum

við Egilsbræður stúkufund þeirra. Eftir stúkufundinn var konunum sýndur stúkusalurinn.

Þá var komið að hátíðarborðhaldi í fremri sal. Undir borðum afhenti yfirmeistari okkar, br. Aðalsteinn Kristjánsson, vorum dönsku vinum gjöf sem þakklætisvott fyrir móttökurnar og vináttu bræðralags. Var gjöfin nýr hraunmoli úr eldsumbrotunum í Fagradalsfjalli nú síðsumars með áletraðri kveðju frá okkur. Vinátta hjartans úr innsta kjarna jarðar. Þá var sungið á báðum tungum af söngskrá er gerð hafði verið. Nokkur ávörp önnur voru flutt, og áttu flest það sameiginlegt að mæra vináttubönd og kærleika.

Einn bræðra okkar, hvl. stórsír Guðmundur Eiríksson, ásamt br. Finn Christensen, sem nú er látinn, kom þessum samskiptunum á fyrir því sem næst aldarfjórðungi. Þeir voru þá báðir yfirmeistarar sinna stúkna. Síðar var hann gerður „skjöldungur“ sem er sérstakur heiðursfélagi þeirra. Í ræðum bræðra var eðlilega borið mikið lof á þá fyrir framtakið. Í máli br. Guðmundar lagði hann áherslu á að þó það þyrfti hugmyndaauðgi og áræði til að koma slíkum samskiptum á, væri það bæði meira verk og mikilvægara að viðhalda og efla þá vináttu og gagnkvæm samskipti. Þessi heimsókn minnir okkur á að hlúa þarf að rótum trés eigi það að bera ávöxt, og það væri hlutverk okkar allra að vera virkir verkamenn í þeim garði vinattu, kærleika og sannleika.

Á mánudagsmorgni kvöddum við danska bræður okkar, eftir morgunverð í Holbæk slot (stúkuheimilinu), þakklátir fyrir gestrisni þeirra, og héldum eftir það með rútu til Kastrup. Þar skildu leiðir okkar eftir góða ferð og samveru sem þegar var orðin eftirminnileg, þar sem sumir ætluðu að lengja ferð sína um dag eða daga. Enda eiga margir ættingja í Skandinavíu.

Í upphafi vitnaði ég í Hávamál og lokaorðin eiga afar vel við, „geði skaltu við hann (vininn) blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft“

Br. Per Skou heldur ræðu undir borðum á hátíðarkvöldverði.
69 2. tbl. 2022
Guðlaugur Óskarsson, St. nr. 8, Agli

DRINDL OG PALLÍETTUR!

Sigríðarsystur héldu af stað á slóðir Elísabetar í nágrenni Frankfurt fimmtudaginn 21. apríl sl. Undirbúningur fyrir ferðina hafði staðið yfir með hléum í nær þrjú ár, enda var áætlað að fara þessa ferð fyrir Covid faraldurinn, og loks var komið að þessu.

Brottför var frá Keflavík eldsnemma að morgni og 72 systur héldu glaðar af stað. Fyrsti dagurinn í Frankfurt var frjáls að stórum hluta og systur spígsporuðu um miðborg Frankfurt, kíktu í búðir og nutu dagsins. Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður á dásamlega hótelinu NH Collection. Fyrir þær sem vildu, þá var þema kvöldsins þýskt „Drindl kjólar, lederhosen, fléttur og klossar“ – mjög margar systur tóku þátt í þessu skemmtilega þema og klæddu sig upp.

Eftir yndislegan morgunmat daginn eftir var haldið af stað í rútu til Marburg og á slóðir Elísabetar en saga þeirrar ótrúlegu konu og dýrlings er þekkt úr siðbókum Reglunnar. Skoðunarferð með leiðsögn um Elísabetarkirkju í Marburg og slóðir Elísabetar skildi systur eftir agndofa og hugsi yfir því hvílíka konu Elísabet hafði haft að geyma. Margir áhugaverðir staðir í Marburg eru nefndir eftir þessari ótrúlegu konu, sem á sínum tíma gaf allt ríkidæmi frá sér til að sinna þeim sem minna mega sín. Á laugardeginum var frjáls dagur og systur nutu þess

að skoða borgina. Um kvöldið var svo farið í siglingu á ánni Main. Þema kvöldsins var „Bling & pallíettur“, og þar voru systur svo sannarlega á heimavelli. Það var dásamlegt að sjá allan hópinn uppáklæddan í pallíettukjóla og með glitrandi semalíusteina. Rútubílstjórarnir höfðu aldrei á ævi sinni keyrt svona drottningar á milli staða.

FERÐALÖG – SIGRÍÐUR Í FRANKFURT
70 2. tbl. 2022

Kvöldsiglingin var dásamleg, veðrið frábært og maturinn góður. Um borð voru töframenn sem skemmtu systrum, og sumar tóku þátt í skemmtilegum töfraatriðum. Töfrandi kvöld í orðsins fyllstu merkingu.

Dásamlegi bærinn Rüdesheim var heimsóttur á sunnudeginum. Þvílíkur bær! Lítil kaffihús, búðir og frábær stemning í þessum yndislega bæ. Í hádeginu var boðið upp á ekta vínarsnitzel með öllu tilheyrandi, og eftir það var stiginn dans á veitingastaðnum. Það var alveg óvænt, en systur tóku vel í það, snöruðu sér á gólfið og sveifluðu sér í dansi í rúman klukkutíma.

Eftir sveifluna var svo ekið á hæðina fyrir ofan bæinn, og horft yfir. Frábært útsýni og yndislegt veður. Síðdegishressing og vínsmökkun var svo á Scholss Vollrads, en það er vínbúgarður af bestu gerð nálægt Rüdesheim.

Á mánudeginum var svo komið að heimferð. Sigríðarsystur voru alsælar eftir vel heppnaða ferð á slóðir Elísabetar, og ákveðnar í að fara fljótlega saman aftur.

Gróa Ásgeirsdóttir, Rbst. nr. 4, Sigríði

71 2. tbl. 2022

FÖGUR VAR FJALLASÝN

Það var glaðbeittur hópur bræðra og maka úr stúkunni nr. 10, Þorfinni karlsefni, sem hittist í flugstöð Leifs Eiríkssonar að morgni 2. sept. 2022 á leið til Færeyja. Samtals voru þetta 38 einstaklingar, 20 bræður og makar. Fararstjóri og leiðsögumaður var br. Bjarni V. Eggertsson, en hann er kvæntur færeyskri konu og bjó um langt árabil í Færeyjum. Þekkir hann því vel til staðhátta. Til stóð að fara þessa ferð fyrr en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

Flogið var með Atlantic Airways og tekur flugið aðeins 75 mínútur. Lent var í Vågar. Þar beið langferðabifreið eftir hópnum og bílstjóri sem ók okkur vítt og breitt um eyjarnar næstu þrjá daga.

Fyrst var ekið frá flugvellinum til Gásadals í gegnum bæina Sörvágur og Böur og að lokum gegnum göng til Gásadals. Það var mjög einöngruð byggð þar til göngin komu 2006. Fram að því bjuggu aðeins 14 manneskjur þar, en nú búa þar í kringum 60 manns. Um mjög brött fjöll var að fara til næstu byggðar, a.m.k. þriggja tíma gangur áður en göngin komu. Frá Gásadal og á leiðinni þangað sést vel til eyjarinnar Mykines, en þar fórst flugvél Flugfélags Íslands þann 26. september 1970 og með henni átta manns, þar á meðal flugstjórinn, Bjarni Jensson, og sjö Færeyingar.

Frá Gásadal var svo ekið til baka í átt til Þórshafnar og þaðan til Kirkjubæjar. Stoppað var þar í góða stund og bæði nýja og gamla kirkjan skoðuð. Þaðan var svo aftur ekið til baka til Þórshafnar þar sem hópurinn skiptist á Hótel Djurhuus og Hótel Hafnia. Um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður á veitingastaðnum Angus.

Veður þennan fyrsta dag var frábært, fjallasýn og bjart yfir framan af, en þegar var komið til Straumeyjar gerði smá úrkomu og þokan læddist niður hlíðarnar. Kvöldið í Þórshöfn var milt og þurrt og eftir góðan kvöldverð fóru margir í kvöldgöngu um miðbæinn, en aðrir litu við á ölstofu.

Stúkufundur í Þórshöfn

Laugardagurinn 3. sept. rann upp og var þoka niður í miðjar hlíðar, nokkur gola en hlýtt. Ferðalangar hesthúsuðu

Hópurinn á Tinganesi, aðsetri stjórnar Færeyja. morgunmat á sínum hótelum og hittust svo kl. 10 í miðbænum við höfnina. Br. Bjarni V. Eggertsson leiddi göngu okkar um markverða staði, s.s. Skansinn og Tinganes, gamla bæinn og nágrenni. Greindi hann frá ýmsum fróðleik um sögu og staðhætti. Laust fyrir hádegi sleppti hann hópnum lausum og var frjáls tími til kl. 16, en þá var ætlunin að heimsækja Norræna húsið í Þórshöfn. Rúta sótti hópinn á hótelin og kom okkur þangað. Fengum við ítarlegan fyrirlestur um byggingu hússins og starfsemina sem þar fer fram. Húsið er miklu stærra en sýnist utanfrá og er þar m.a. 600 manna salur fyrir tónleika og aðra viðburði auk fjölda annarra salarkynna. Kaffihús er þar einnig fyrir gesti og gangandi.

Eftir heimsóknina í Norræna húsið var ekinn stuttur útsýnishringur um Þórshöfn áður en haldið var í Oddfellowhúsið, en þar hefur stúka nr. 1, Ambolturin, sína aðstöðu. Þrír bræður með yfirmeistara, Peter Hentze, í fararbroddi tóku á móti okkur með snafsi og freyðivíni. Eftir nokkur kveðjuorð og glasalyftingar var sest að borðum og borinn fram matur; nautakinnar með kartöflustöppu og grænmeti. Smakkaðist maturinn með ágætum. Ræður voru haldnar og farið með gamanmál. Gleðin stóð fram eftir kvöldi og síðan hélt hver um sig heim á leið og eflaust hafa einhverjir haft viðkomu á ölstofu. Dagurinn einstaklega vel heppnaður, en heldur létti

FERÐALÖG – ÞORFINNUR Í FÆREYJUM
Ljósmyndir: Páll Ólafsson
72 2. tbl. 2022
Frá Kuney, séð til Kalsoy.

yfir um hádegisbilið án þess að sólin léti sjá sig. Eftirtektarvert í ferð okkar um Þórshöfn var að sjá bæði kindur og hesta í girðingum inni í bænum.

Haldið var í heljarinnar rútuferð á sunnudeginum um norðureyjarnar. Lagt var af stað að morgni og farið frá Þórshöfn um Kollafjörð og Hósvík, þar sem Bjarni V. og hans ágæta kona, Ósvör, bjuggu vel á annan áratug. Síðan var ekið um Hvalvík, Eysturoy og Eið. Þar var gerður stuttur stans. Á leiðinni til Gjógv var stoppað til að mynda „Karl og kerlingu“, klettadranga í sjó. Sagan segir að þau hafi ætlað að draga Færeyjar til Íslands, en dagað uppi. Á þessari leið var ekið framhjá hæsta tindi Færeyja, Slættartindi, sem er 880 metra hár. Ekki var laust við að fiðringur hafi komið í fætur

sögumanns þar sem uppganga virtist vera auðveld. Sást til göngufólks á leiðinni á tindinn.

Góður stans var gerður í Gjógv, enda stórkostlegt að skoða gjána sem myndaði lendingu smærri báta þar. Frá Gjógv var ekið til baka að Funningi, Skálabotni, Syðrigötu og þaðan til Götu. Áfram var haldið til Leirvíkur og um göng til Klakksvíkur. Í Klakksvík var snæddur síðbúinn hádegisverður. Eftirtektarvert er hve lítið undirlendi er í Færeyjum. Þótt fjöllin séu ekki mjög há, þá ganga þau tiltölulega brött til sjávar. Helst er undirlendi að finna í fjarðarbotnum. Hefðbundin bændabýli eins og við þekkjum þau með stór flöt tún var hvergi að sjá þar sem við fórum um. Tún eru víða smá og í bratta þar sem erfitt er að koma við stórvirkum heyvinnutækjum. Hey er

Frá Skansinum í Þórshöfn. Forna kirkjan í Kirkjubæ. Hópurinn á Skansinum. Tveir yfirmeistarar, Peter Hentze og Ari Sigurfinnsson Ljósmynd: Guðmundur E Finnsson
73 2. tbl. 2022
Bærinn
Eið.

gjarnan þurrkað á sérútbúnum girðingum og net breitt yfir til þess að það fjúki ekki.

Fiskeldi og seiðaeldi er gríðarlega stór atvinnugrein í Færeyjum og mátti víða sjá sjókvíar og stærðarinnar seiðaeldishús meðfram ströndum eyjanna. Þar sem undirlendi er lítið er bara sprengt inn í hlíðarnar til að skapa rými fyrir eldishúsin.

Frá Kuney til Klakksvíkur

Endastöðin var Kuney, lítið þorp þaðan sem var góð sýn yfir til Kalsoy, en þangað eru hvorki göng né brú. Samgöngur við byggðina eru aðeins með ferju. Áð var góða stund í Kuney enda var sól í heiði, logn og góður sumarhiti. Á leiðinni til baka var aftur komið við í Klakksvík og falleg kirkja skoðuð sem heitir Kristjánskirkja. Fengum við mjög góða leiðsögn þar, útlistun á altaristöflunni og trúarlegri sögu í tíu listaverkum sem eru til sýnis í kjallara kirkjunnar. Leiðsögumaðurinn í kirkjunni talaði svo skýra færeysk­íslensku að allir skildu hvert orð. Hann hafði verið sjómaður á Íslandi fyrir

margt löngu í einar tvær vertíðir og fiskað við Grímsey og Kolbeinsey og hafði jafnvel spilað fótbolta í Grímsey.

Liðið var fram á síðdegið er hér var komið sögu og tími til að halda til Þórshafnar um Glyfur, Söldafjörð, Rúnavík og Tóftir. Ekið var beint frá Rúnavík undir fjörðinn um nýleg göng þar sem hringtorg birtist stuttu eftir að ekið er inn í þau. Í heildina eru göngin 11 km löng. Til Þórshafnar var komið á tilsettum tíma og gat ferðalúið fólk hvílt sig um stund áður en mætt var til kvöldverðar á Hótel Hafnia. Skemmtu bræður og makar sér þar fram eftir kvöldi eftir góða máltíð. Sagðar voru sögur og farið með gamanmál.

Að morgni mánudagsins 5. september var haldið árla af stað til flugvallarins á Vågey. Flugið heim tók 70 mínútur og eftir hefðbundna verslun í flugstöðinni kvöddust bræður og makar eftir frábærilega vel heppnaða ferð í alla staði.

Páll Ólafsson, St. nr. 10, Þorfinni karlsefni

Cristianskirkja í Klakksvík. Gamli bærinn. Frá Gjógv. Þrándur í Götu.
74 2. tbl. 2022
Byggðin í Gásadal og Múlafossur.

LAGFÆRA HERBERGI

FYRIR AÐSTANDENDUR

Félagar í Oddfellowstúku nr. 24, Hrafnkeli Freysgoða, og Rebekkustúku nr. 15, Björk, tóku að sér að lagfæra aðstandendaherbergi í Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað. Verkefnið var hluti af viðburðum sem stúkurnar stóðu fyrir í tilefni af því að tíu ár voru liðin árið 2020 frá stofnun þeirra á Austurlandi. Herbergi það sem um ræðir er ætlað aðstandendum sjúklinga sem dvelja á sjúkrahúsinu til lengri eða skemmri tíma, bæði á hjúkrunar­ og sjúkradeild. Endurbæturnar fólu í sér allsherjar lagfæringar á húsnæðinu ásamt endurnýjun á innanstokksmunum og húsgögnum. Stúkurnar taka jafnframt herbergið í fóstur og halda því við.

Oddfellowreglurnar á Austurlandi lögðu fram fjármagn úr styrktar­ og líknarsjóði sínum til að standa straum af kostnaði, auk vinnuframlags Reglusystkina. Oddfellowreglunar fengu einnig til liðs við sig nokkur fyrirtæki sem komu að

verkefninu, til dæmis var veittur veglegur afsláttur af efni og húsgögnum. Einnig bárust verkefninu gjafir frá Reglusystkinum og fyrirtækjum.

Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað þjónar íbúum frá Djúpavogi til Vopnafjarðar, auk annarra sem sækja Austurland heim. Sjúkrahúsið hefur þjónað Austfirðingum frá árinu 1957 eða í um 65 ár. Á starfssvæði sjúkrahússins búa tæplega 11 þúsund manns og akstursvegalengd frá þeim þéttbýliskjarna sem lengst þarf að fara eru tæpir 200 km.

Stúkurnar skiluðu verkefninu formlega af sér til forstöðulæknis, Jóns H. H. Sen, og rekstrarstjóra, Borghildar Fjólu Kristjánsdóttur, í byrjun nóvember sl.

Það er ósk okkar Reglusystkina Oddfellowreglunnar á Austurlandi að herbergið muni þjóna sínum tilgangi vel.

Ólafur Áki Ragnarsson, St. nr. 24, Hrafnkeli Freysgoða

FRÉTTIR
Á myndinni sem tekin var við afhendingu herbergisins eru fulltrúar stúknanna Einar Ólafsson, yfirmeistari, Þórunn Guðgeirsdóttir yfirmeistari, Kristín Þorvaldsdóttir varastórfulltrúi, Ólafur Áki Ragnarsson, varastórfulltrúi og Guðjón Magnússon starfandi fyrrum meistari. Forstöðulæknir Jóns H H Sen og rekstrarstjóri Borghildar Fjólu Kristjánsdóttur. Ágúst Arnórsson kapellán vígalegur í framkvæmdahug.
75 2. tbl. 2022
Einar Ólafsson yfirmeistari, Björn Marinó Pálmason ritari og Jón Grétar Margeirsson gáfu sér tíma til að brosa í myndavélina.

RÖLT UM GAMLAR GÖTUR Í RIGA

Hásteinsbræður hafa á síðustu árum haft það á dagskrá sinni að ferðast erlendis ásamt mökum annað hvert ár en vegna ástandsins í þjóðfélaginu, þ. e. COVID ­19, hefur þessum ferðalögum verið frestað nú síðustu árin. Það var því spenningur í Hásteinsbræðrum strax sl. vetur þegar stúkustarfið hófst að nýju og farið var að ræða utanlandsferð. Skipuð var ferðanefnd og í hana völdust bræðurnir Sigurður Gunnarsson, Sigurður Böðvarsson og Friðrik Ingi Friðriksson, allt ferðavanir og frískir menn. Nokkrir áfangastaðir komu til greina en ákveðið var að ferðast til Riga, höfuðborgar Lettlands, dagana 23. til 28. september sl. Almenn ánægja var með þetta val og varð þátttaka mjög góð. Við vorum um 60 ferðafélagar, bræður og makar, sem lögðum af stað frá Keflavíkurflugvelli eftir miðjan dag föstudaginn 23. september og stefnan tekin á Riga. Flugið til Riga, með Air Baltic, tók tæpa fjóra klukkutíma og gekk mjög vel, tímamismunur er þrír klukkutímar og var því farið að kvölda þegar ferðalangar voru búnir að koma sér fyrir á hótelinu í miðborg Riga. Hótelið sem við dvöldum á heitir Wellton og er flott fjögurra stjörnu hótel skammt frá járnbrautarstöð borgarinnar. Þar fór mjög vel um okkur.

Það var gott að vakna að morgni laugardagsins þar sem okkar beið margrétta morgunverður, sumir voru reyndar smá stund að vinda ofan af tímamuninum en allir komust í morgunverðinn og gengu síðan glaðir út í haustsólina í Riga.

Skipulögð dagskrá var þennan dag þannig að um miðjan daginn fengum við leiðsögn um gamla miðbæinn, sem er mjög stórfenglegur og á sér merka sögu.

Gangan um gamla bæinn í góða veðrinu var mjög fræðandi og voru sagðar margar sögur frá þeim tíma sem Rússar höfðu þar öll ráð og vissulega bar núverandi ástand heims­

mála á svæðinu á góma. Það var mín tilfinning að almennt eru Lettar ekki mjög hræddir um framvindu stríðsátaka á svæðinu en eru áhyggjufullir varðandi áhrif stríðsins á efna hag og orkumál í landinu.

Um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður á hótelinu. Hann var hátíðlegur og góður, og það kom matsveinum hótelsins á óvart hversu góða matarlyst Hásteinsbræður og makar höfðu en flestir gengu saddir til náða eftir fyrsta daginn í borginni.

Farið um síki og söfn

Dagskrá næstu daga var ekki sérstaklega skipulögð en flestir ferðalangarnir voru á ferðinni að skoða þessa merku borg. Fóru mjög margir í útsýnisferðir í tveggja hæða strætisvögnum og sáu þá borgina frá mismunandi sjónarhóli. Einnig fóru margir í siglingar, ýmist á litlum eða stórum bátum og ferjum. Litlu bátarnir sigldu á síkjum umhverfis borgina sem grafin höfðu verið fyrr á öldum, bæði vegna samgangna og einnig stríðsátaka. Margir heimsóttu hin ýmsu söfn sem staðsett eru í miðborginni. Þar má nefna Landsbókasafn Lettlands, stríðsminjasafn og fleiri söfn, Margt var að skoða og mikill fróðleikur um land og þjóð, stríðsminjar eru víða sýnilegar í miðborginni. Auk áðurnefndra skoðunarferða var líka gaman að ganga um borgina og að sjálfsögðu var kíkt á hina ýmsu stórmarkaði. Gerðu margir „góð“ kaup, verðlag í borginni var víðast mun hagstæðara en hjá okkur hér heima en ekki veit ég hvernig launakjörum er almennt háttað í Lettlandi. Allir fundu sér ýmislegt til afþreyingar auk þess að setjast niður í góða veðrinu, spjalla og skoða mannlífið í borginni.

Einn daginn tók sig saman nokkur hluti hópsins og storm­

FERÐALÖG – HÁSTEINAR Í LETTLANDI
76 2. tbl. 2022
Bræður og makar í lest á leið til strandbæjarins Bulduri

Frelsisminnisvarðinn í Riga. „Fyrir föðurlandið og frelsið“.

aði á lestarstöðina því fyrirhugað var að heimsækja lítinn strandbæ sem staðsettur er sunnan við Riga, úti við strönd Eystrasaltsins. Þangað var hálftíma akstur með lest og höfðu ferðalangar bæði gaman af að prufa lestarkerfið, sem flestum okkar er ókunnugt, og eins að skoða þennan litla en fallega bæ. Allir skiluðu sér til baka síðdegis og voru glaðir með ferðina.

Borg með langa sögu

Riga er eins og áður sagði höfuðborg Lettlands og stendur við ána Daugava sem á upptök sín 100 km austar í Rússlandi og fellur til sjávar í Eystrasaltið. Áin hefur því alltaf verið mjög mikilvæg flutningaleið og borgir byggst á bökkum hennar. Elstu heimildir um byggð í Riga eru frá árinu 1201. Íbúar eru á milli 6 ­700 þúsund en ef með er talið næsta nágrenni eru íbúar um 1 milljón. Gamli bærinn hefur að geyma mjög fallegan arkitektúr og mikið er um glæsilegar kirkjur, turna og skreytingar. Einnig eru þar mjög mikil byggingaáhrif frá Rússum, eða stór og mikil hús sem nýttust vel bæði sem skrifstofuhús og íbúðarhús. Dagarnir voru fljótir að líða í Lettlandi og senn kom að heimferð. Miðvikudaginn 28. september var haldið heim á leið. Ferðin heim var með sama flugfélagi og gekk mjög vel. Nú græddum við þrjá klukkutíma vegna tímamismunar og lentum í Keflavík vel fyrir miðjan dag. Er það mjög þægilegur tími við heimkomu. Allir komu heilir heim þó vissulega hafi orðið vart við veikindi í hópnum.

Ferð okkar Hásteinsbræðra og maka heppnaðist í alla staði mjög vel. Ríga er skemmtileg og falleg borg og veðrið lék við okkur, sól og um 15 gráðu hiti alla dagana. Við Hásteinsbræður og makar erum þakklátir fyrir þessa dásamlegu ferð og samveru og þökkum ferðanefndinni fyrir góða skipulagningu og gott utanumhald.

Daginn eftir heimkomuna mættum við Hásteinsbræður á fyrsta stúkufund haustsins. Það er góð tilfinning að stúkustarfið er hafið og vonandi verður veturinn okkur og stúkunni okkar hagfelldur og góður.

Hásteinsbræður senda öllum Reglusystkinum og fjölskyldum þeirra bestu jóla­ og nýárskveðjur.

77 2. tbl. 2022
Ægir E. Hafberg, St. nr. 17, Hásteini

SAMVERA MIKILVÆG UTAN FUNDA

Flestar stúkur og búðir enda oft vetrarstarfið með ferðalögum um landið. Oftast er það að vori til, þegar náttúran er að undirbúa sig undir sumarklæðnaðinn. Að mínu mati eru þessar ferðir mikilvægar í öllu Oddfellowstarfinu, eins og aðrar samverustundir utan hefðbundins fundar.

Öll samvera utan fundar gerir bara gott, eins og að koma saman fyrir og eftir fund, spjalla og skiptast á skoðunum er öllum nauðsynleg. Fólk kynnist betur og hjá sumum eru þetta einu reglulegu samverustundir utan sinna nánustu.

Stúkan mín, Gissur hvíti, er alltaf með vorferð og alltaf með mökum eins og í flest öllu sem gert er utan hefðbundins fundar. Stundum er gist á hótelum en oftast eru þetta dagsferðir með kvöldverði. Á fimm ára fresti fer stúkan alltaf til útlanda í 4–5 daga ferð.

Starfið okkar í Gissuri hvíta er í raun allt árið en við erum með reglulegar göngur á fundardögum og mörg golfmót eða golfæfingar. Þar sem við gerum svona mikið með okkar mökum tengt stúkustarfinu þá hefur myndast mikill vinskapur milli hjóna og er algengt að margir eru að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman fyrir utan stúkustarfið.

Mikilvægi þess að vera virkur

Að vera Oddfellowi er hægt að gera með margvíslegum hætti. Sumir mæta illa á fundi en vilja samt vera Oddfellowar. Aðrir gefa lítið af sér og vilja sem minnst gefa kost á sér í einhver störf en sem betur fer er stærsti hópurinn virkir Oddfellowar. Ég tók strax þá ákvörðun að það væri miklu skemmtilegra og áhugaverðara að vera frekar virkur Oddfellowi. Starf mitt í dag í stúkunni er fyrrum meistari. Þeir sem eru virkir og mæta vel á fundi eru kallaðir til búða. Undirritaður var kallaður til Ob. nr. 3, Magnúsar, og hefur gegnt ýmsum störfum þar. Í dag er undirritaður f. h. Magnúsar tengiliður við ritstjórn Oddfellowblaðsins.

Ferðast um Hvalfjörð og Borgarfjörð

Líkt og í stúkum er líka starf utan funda í búðunum. Þar er oftast farið í vorferð, sem mér finnst að sem flestir eigi að

fara í því þessar ferðir eru ávallt vel skipulagðar og oft niðurgreiddar úr sjóðum sem við höfum safnað í. Í þessum ferðum kynnast margir miklu betur en á fundum.

Núna í vor fóru patríarkar úr Ob. nr. 3, Magnúsi, í mjög skemmtilega ferð. Stoppað var á mörgum stöðum, fyrst við Staupastein í Hvalfirði en þar er meðfylgjandi mynd tekin. Leiðsögukona var með áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir um lífið og tilveruna í Hvalfirði, einnig fór hún með hópinn um marga fræga staði eins og Hernámssetrið. Þar fengum við að heyra sögur hjá safnstjóranum, Gauja litla, og síðan var snæddur hádegisverður á bóndabæ í Hvalfirðinum.

Því næst var ekið um Borgarfjörðinn og þar var önnur kona sem fræddi okkur um Reykholt. Áður en kvöldverður var snæddur í Landnámssetrinu í Borgarnesi var komið við í brugghúsi í Lundareykjadal og margir fóru klifjaðir þaðan. Svona ferðalög eru almennt ekki í boði nema hjá félagasamtökum og ég hvet Oddfellowa að nýta sér slíkar ferðir með sínum stúkum eða búðum.

HUGLEIÐING
Guðjón H. Bernharðsson, St. nr. 23, Gissuri hvíta
78 2. tbl. 2022
Staupasteinn í Hvalfirði er vinsæll áningarstaður og skemmtilegur.

ELÍSABETARSYSTUR ÖRKUÐU Í BÆINN

Elísabetarsystur brugðu undir sig betri fætinum og fóru í vorferð í miðbæ Reykjavíkur á fallegum degi í maí síðastliðinn.

Byrjað var við Hallgrímskirkju og farið þaðan yfir í Listasafn Einars Jónssonar. Undum við okkur vel innan um dásamleg listaverk sem voru hlaðin sögu okkar allra. Við spásseruðum niður Skólavörðuholtið undir dyggri leiðsögn Funky Iceland, í skemmtilegri og fræðandi sögugöngu. Við

urðum margs vísari og komumst m.a. að því að við Íslendingar erum upp til hópa ekki af miklum eðalættum komnir. Sem betur fer höfum við nú lært mikið frá landnámstímum þegar við komum hér fyrst sem vígreifir víkingar.

Við enduðum sögugöngu okkar við Alþingishúsið en færðum þá gleðskapinn inn á veitingastaðinn Jómfrúna og gæddum okkur á eðal smurbrauði að hætti hússins. Þar gladdi ein systir okkar okkur með skemmtilegum gullkornum úr hamingjustokk þar sem allar drógu sér sitt eigið hamingjuspil sem vermdi glöð og sæl hjörtu okkar systra. Að endingu fylgir með eitt gullkornið:

„Sá sem finnur til þakklætis gagnvart lífinu getur jafnframt notið þess.“

FRÉTTIR
79 2. tbl. 2022
Ásta Svana Ingadóttir, Rbst. nr. 14, Elísabetu

VINÁTTA RÆKTUÐ YFIR LANDAMÆRI

Á

vormánuðum héldu 18 glaðbeittir Ara fróða bræður og 18 konur þeirra á vinastúkumót í Svíþjóð, nánar til tekið dagana 20.–21. maí. Þetta var í fjórða sinn sem svokallað fimmstúknamót stúkunnar var haldið. Ferðin hófst með því að Oddfellowbróðir í vinastúku okkar í Linköping sótti hópinn á Arlandaflugvelli í Stokkhólmi og ók sem leið lá með okkur til Linköping.

Daginn eftir, eða á föstudegi, var öllum boðið að venju til kvöldverðar í heimahúsi hjá bræðrum í gestgjafastúkunni og þá með einum hjónum/pari frá hverju landi. Þannig myndast góð vinasambönd milli bræðra sem eflast og dafna á milli ára. Á laugardeginum var farið í skoðunarferð og haldinn fundur í gestgjafastúkunni þar sem einnig var vígsla. Um kvöldið var glæsilegt galakvöld með mat, skemmtiatriðum og dansi.

Forsaga fimmstúknamótanna er sú að árið 2005 stofnaði bræðrastúkan nr. 18, Ari fróði, til tengsla við stúkuna nr. 26, Kong Hroar, í Hróarskeldu í Danmörku og fóru nokkrir bræður á fund í þeirri stúku undir forystu þáverandi ym, Ásgeirs Eyjólfssonar. Í tíð Stefáns Stefánssonar ym árið 2008 komu nokkrir bræður frá Kong Hroar í heimsókn til Ara fróða. Árið 2009 var Ara fróða boðið formlega til vinasambands við Kong Hroar og þrjár aðrar stúkur á hinum Norðurlöndunum. Þær stúkur sem mynda þetta vinasamband eru, auk Ara fróða og Kong Hroar, nr. 112, Folgungaträdet, í Linköping í Svíþjóð, nr. 27, Kong Sverre, í Tönsberg í Noregi, og nr. 18, Kalevala, í Helsinki í Finnlandi.

Samskiptin byrjuðu árið 2011

Fyrsta formlega vinastúkumót allra þessara stúkna fór fram í Linköping árið 2011 þar sem bræður og mágkonur frá Íslandi tóku þátt. Síðan þá hafa slík vinastúkumót verið haldin annað hvert ár. Í Ara fróða er starfandi sérstök nefnd, s.k. fimm stúkna nefnd, sem sér um undirbúning og skipulagningu af hálfu stúkunnar. Fyrsta mótið hér á landi var vorið 2015 og voru alls skráðir 107 þátttakendur til leiks, bæði bræður og makar. Var það til þessa tíma stærsta vinastúkumótið sem haldið hafði verið.

Aftur til Linköping nú í vor. Á sunnudagsmorgninum var lagt snemma af stað og ekið til Stokkhólms, þó með krók gegnum Örebro þar sem Örebro kastali var skoðaður. Á mánudagsmorgni var haldið í siglingu um skerjagarðinn við Stokkhólm og snæddur hádegisverður um borð í skipinu. Þar með lauk skipulagðri dagskrá sem fimmstúkna nefnd Ara fróða skipulagði. Einhverjir héldu heim á leið, aðrir til annarra landa og einhverjir dvöldu nokkra daga í viðbót í Svíþjóð.

Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel en ferðir sem þessar styrkja ekki einungis böndin við bræður í vinastúkunum heldur ekki síður styrkjast vinaböndin milli bræðra og maka í Ara fróða. Næsta vinastúkumót verður í Tönsberg í Noregi vorið 2024 og eru Arabræður þegar farnir að hlakka til.

Björn H. Halldórsson, St. nr. 18, Ara fróða
FERÐALÖG – ARI FRÓÐI Í SVÍÞJÓÐ
Kastalinn í Örebro var skoðaður, mikil og stór bygging.
80 2. tbl. 2022
Ara fróða bræður uppáklæddir og tilbúnir á fund með norrænum bræðrum sínum.

Mig langaði aðeins að stikla á stóru og segja ykkur í stuttu máli frá ferð Karitasar matríarka til Edinborgar í byrjun september síðastliðinn. Ferðin var einstaklega vel heppnuð og það besta var að ekkert alvarlegt kom upp á og voru allir matríarkar sem einn. Við vorum mættar í Leifsstöð árla morguns 2. september og þegar innritun var búin var öllum afhentur nestispoki sem „Hjá Höllu“ útbjó til að hafa í rútuferðinni frá Glasgow til Edinborgar og auðvitað eitthvað með til að væta kverkarnar. Á fyrsta kvöldinu var borðað í Dome, sögufrægum stað í Edinborg. Matríörkum var blandað á borð sem var alveg dásamlegt því þá fengum við tækifæri til að kynnast hver annarri betur.

Annan daginn var farið í hið fræga „High Tea“ í Edinborgarkastala, yndislegt að koma þangað og veðrið lék alveg við okkur, eða þannig, það rigndi allavega ekki. Svo um kvöldið borðuðum við á hinum ýmsu stöðum því það er

ekki sjálfgefið að veitingastaðir geti tekið við 61 kellum! Allar voru alsælar með sína staði. Síðan var hist á náttfötunum á barnum um kvöldið, þið getið nú ímyndað ykkur hvernig það var!

Ég vil þakka þeim sem voru með mér í ferðanefndinni fyrir frábæra skipulagningu og ekki síst matríörkum fyrir að vera þær sem þær eru. Þessi kærleikur og góði andi sem ríkir í Karitas er eitthvað alveg sérstakt. Það er ekki sjálfgefið að skunda erlendis með yfir 60 konur og allt fari svona vel eins og hjá okkur.

Enn og aftur takk elskurnar fyrir að vera þið; skemmtilegar og yndislegar.

Helga Ragnarsdóttir, st. fyrrum HM og sérlegur fararstjóri ´22

FERÐALÖG – KARITAS Í EDINBORG HIGH TEA Í KASTALANUM
Kræsingar í Edinborgarkastala. Hilmisgötu 4 - Vestmannaeyjum - 481 3333 Öll raftæki fyrir heimilið! 81 2. tbl. 2022
Systur nutu lífsins í Edinborgarkastalanum.

VÍNFRAMLEIÐSLU

Sérfræðingar á mörgum sviðum eru í Oddfellowreglunni og einn þeirra er Gissur Kristinsson, vínsérfræðingur og bróðir í Skúla fógeta. Hann hefur kynnt vín víða og meðal annars fyrir hópum í Reglunni. Í fyrstu viku vetrar leiddi hann patríarka í Frey um töfraheima viskíframleiðslunnar og gaf félögum sínum kost á samanburði á eðalveigum.

„Viskí er mjög heillandi heimur,“ segir Gissur, en hann opnaði augu Freysmanna fyrir því hvað tegundirnar eru mismunandi. Hann upplýsti viðstadda um helstu nýjungar í greininni í Skotlandi og Írlandi og útskýrði hvernig framleiðsla Skota, sem standi fremstir í framleiðslunni, sé í mismunandi gæðaflokkum í fyrstu­ og úrvalsdeild. Auk þess kom hann því til skila að úrvalið er mjög mikið í Bandaríkjunum, þó sumir haldi annað. „Þar er ekki aðeins til Jack Daniels viskí heldur framleiða Bandaríkjamenn margar aðrar virtari og betri tegundir, en hafa ber í huga að menn þurfa að borga meira fyrir betri vöru.“Gissur lærði fræðin í Flórída fyrir um 40 árum og hefur starfað hjá Vínbúðunum undanfarin 16 ár. Þar sinnir hann öllu gæðaeftirliti, smakkar allar tegundir og skrifar lýsingar á bragði og útliti þeirra eftir að hafa spýtt víninu. „Það er yndislegt að geta tengt saman aðal áhugamálið og vinnuna.“

Prófessor Gissurar í Flórída átti jafnframt vínbúð og vann Gissur hjá honum samfara náminu. „Ég var um tvítugt og þarna opnaðist mér nýr ævintýraheimur, hvað hægt væri að gera úr vínberjum. Kona hans var sænsk og þess vegna þótti honum sérstaklega gaman að fá Íslending í bekkinn, tók mig upp á sína arma og gerði allt fyrir mig. Ég var ekki með atvinnuleyfi og fékk því ekki laun en hann sendi mig alltaf heim með eðalvín í lok dagsins.“

Stofnaði vínskóla

Eftir að Gissur kom aftur heim byrjaði hann að skrifa um vín í Gestgjafann. Þegar Hótel­ og veitingaskólinn var fluttur í Menntaskóla Kópavogs bjó hann til allt námsefni fyrir verð ­

andi þjóna, útbjó vínfræðinám fyrir matreiðslumenn og framreiðslumenn. Eftir að hafa haldið námskeið fyrir starfsfólk Vínbúðanna, aðstoðað Icelandair við að opna Nordicahótelið og rekið það fyrstu árin datt honum í hug að stofna vínskóla fyrir starfsfólk vínbúðanna, forstjóri ÁTVR keypti hugmyndina og hann var ráðinn til verksins.

„Síðan hef ég byggt upp fullorðinsfræðsluprógram hérna.“ Gissur á sér ekkert eitt uppáhaldsvín, en segir að klassísk vín frá Frakklandi, Ítalíu og Spáni heilli sig einna mest. „Þar er hefðin fyrir framleiðslunni miklu ríkari en annarsstaðar.

Steinþór Guðbjartsson, St. nr. 11, Þorgeiri

VIÐTAL Í TÖFRAHEIMUM
Verið velkomin í Skagafjörðinn Við tökum vel á móti ykkur 82 2. tbl. 2022
Gissur Kristinsson er eftirsóttur í vínkynningar hjá Reglusystkinum.

VON JÓLANNA

Í

bókinni Vonarlandið eftir Kristínu Steinsdóttur segir frá vinkonunum Guðfinnu og Stefaníu sem fóru fótgangandi til Reykjavíkur á seinni hluta 19. aldar í von um að fá vist í góðu húsi, en urðu að vinna í þvottum við laugarnar, saltfiski og kolaburði.

Þetta er saga alþýðukvenna sem bjuggu saman í litlu koti ásamt fleirum og reyndu að bjarga sér sem best þær gátu. Þær urðu fyrir áföllum en áttu einnig góðar stundir saman og reyndu að brosa framan í heiminn. Vonin var þeim dýrmæt og mikilvæg.

Eitt sinn er Guðfinna var að ganga ein heim í kulda og myrkri verður hún gripin mikilli skefingu, eins og segir í bókinni:

„Hún heldur niðri í sér andanum en heyrir ekki neitt. Sér heldur ekkert. Byrjar að raula sálm til að róa sig og ákveður svo að hugsa um eitthvað skemmtilegt, hugsa um sumarið og vorið.

Syngja lag sem mamma söng þegar systkinin voru lítil. Hvað þau töluðu oft um Vonarlandið og skóginn, létu sig dreyma um útlönd, gullið og demantana! Enginn í sveitinni átti viðlíka dýrgripi sem glóðu líkt og stjörnurnar á himinfestingunni í björu veðri.

Hún kemur til mín vonin og kyssir mig á vanga. En hún er óðar hlaupin burt með hárið síða langa. Hún segist skuli gefa mér góss og gæði nóg, gullið allt og demantana í Vonarlandsins skóg.

Hún raular lágt í byrjun en sækir svo í sig veðrið og syngur vísuna aftur og aftur. Greikkar sporið. Það er helst á morgnana sem óttinn nær tökum á henni. Annars hleypir hún honum ekki að. Með Stefaníu var hún aldrei hrædd og ætlar ekki að taka upp á því núna.“

Hún fann huggun og von í minningu bernskunnar, í vísu sem mamma hennar kenndi henni og það bægði óttanum frá

Heilræði

Temdu þér rósemi í dagsins önn Mundu friðinn, sem ríkir í þögninni Reyndu að lynda við aðra án þess að láta þinn hlut Segðu sannleikann af hógværð en festu Hllustaðu á aðra Þótt þeir hafi lítið fram að færa og séu fáfróðir Einnig þeir hafa sína sögu að segja Forðastu háværa og ágenga Þeir eru æ til ama Berðu þig ekki saman við aðra . Þú verður engu bættari . Sumir eru ofjarlar þínir, aðrir mega sín minna . Gakktu ótrauður að hverja verki Láttu áætlanir ekki skyggja á framkvæmdir Leggðu alúð við starf þitt þótt þer finnist það léttvægt Vinnan er kjölfesta í völtum heimi Vertu varfærinn í skiptum þínum við aðra því margir eru viðsjálir Lokaðu samt ekki augum fyrir dyggðinni það sem hún er fyrir Margir stefna að háleitu marki

Vertu sannur . Reyndu ekki að sýnast . Ræktaðu ástina . Þrátt fyrir þyrrking og kulda er hún fjölær eins og grasið .

að syngja þetta lag sem fylgt hafði henni úr móðurhúsi. Lag og ljóð sem hún hafði geymt í sjóðnum sínum.

Vonarlandið. Er það ekki landið sem jólin fjalla um. Vonin um frið og kærleika á meðal mannanna. Landið þar sem ekki eru stríð og hörmungar, hatur, ofbeldi og þar sem myrkraverkin eru fjarri.

Þrátt fyrir barnsins glaðan jólahug á þessari hátíð þá verður okkur hugsað til hörmunga heimsins sem víða eru svo áberandi nú um stundir.

Okkur verður hugsað til fólksins í Úkraínu og víðar þar sem myrkraverkin eru framin af illsku og mannvonsku sem erfitt er að skilja. Þar sem reynt er að valda sem mestu tjóni og sársauka, sorg og ótta meðal almennra borgara.

Megum ekki missa vonina

En við megum aldrei missa vonina um betri heim. Von mannkynsins. Þá von sem jólahátíðin stendur fyrir, von sem nærist af þeim kærleika sem hátíðin laðar fram í hugum okkar.

Á jólum leyfist okkur að kalla fram barnsins hug. Jesúbarnið sjálft minnir okkur á það. Skáldin okkar minna á það í ljóðum sínum um jólin, þegar hugurinn hverfur til bernskuminninganna. Og við eigum flest einhverjar góðar minningar tengdar bernsku og jólum.

Notum þær til að kalla fram gleðina sem jólahátíðin gefur og kærleikann sem jólin snúast í raun og veru um.

Með þá sönnu jólagleði í huga horfum við fram á veginn. Sjáum sólina hækka á lofti á ný, í hinu eilífa samspili ljóss og myrkurs.

Í þeim andstæðum sem við sjáum svo oft í heiminum, í mannlegum samskiptum og sögu þjóðanna.

Ljósið skín í myrkrinu og við tökum á móti því og þökkum góðum Guði fyrir gleðileg jól og treystum því að hann muni blessa okkur öll og að hann muni vel fyrir sjá.

Virtu ráð öldungsins Hann víkur fyrir æskunni Stæltu hugann svo hann verði þér vörn í hreti lífsins . Auktu þér ekki áhyggjur að ástæðulausu Beygur getur stafað af þreytu og einman kennd Agaðu sjálfan þig Ætlaðu þér þó af Þu ert þessa heims barn eins og trén og stjörnurnar átt þinn rétt til að vera hér á jörðinni Þótt þú gerir þér ekkki grein fyrir því er alheimurinn á réttri þróunarbraut Haltu frið við guð þinn, hvernig svo sem þú skynjar hann . Hvernig sem von þín og þrá er skaltu halda sálarfriði . Margt er ósatt í þessum heimi, lífið erfiði hlaðið og draumsýnir rætast ekki Minnstu þess að heimurinn er fagur Hafðu það í huga að þú ert ekki einn Úr nafnlausu ensku handriti frá 1690 Úr 2. tölublaði Oddfellowblaðsins október 1995 bls. 3

SÍÐASTA ORÐIÐ
Gísli Gunnarsson, víglubiskup á Hólum
83 2. tbl. 2022

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Oddfellowblaðið, jól 2022 by Oddfellowreglan - Issuu