

Fjármál
og ávöxtun
ÁVÖXTUN ALLRA
innlánsreikninga og verðbréfasjóða á Íslandi
Kauphöllin
MARKAÐSVIRÐI FORSTJÓRAR
Ávöxtun bankareikninga batnar verulega
HEIMILIN:
EIGNIR HEIMILA MÆLAST Í BILLJÓNUM KRÓNA
KAUPHÖLLIN: Bjartsýni og bjölluhljómur í kortunum
LÍFEYRISSJÓÐAKERFIÐ: Ávöxtun helstu séreignasjóða

Leiðari
Búðarhillur bankanna

Þarna gaf hann
bönkunum tækifæri á að stækka búðarhillur sínar og koma með nýjar afurðir í hillurnar.“
Stýrivextir
Hagvöxtur: 9,25% 4,10%
EFNISYFIRLIT
egar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sté í pontu á fundi Samtaka sparifjáreigenda 7. mars í fyrra og tilkynnti í erindi sínu að bankinn hefði afnumið binditíma á verðtryggðum innlánum og lánstíma verðtryggðra útlána fékk hann að vonum lófaklapp. Þarna gaf hann bönkunum tækifæri á að stækka búðarhillur sínar og koma með nýjar afurðir í hillurnar. Bankarnir brugðust við og buðu sparifjáreigendum nýja verðtryggða reikninga með tiltölulega stuttum úttektarfyrirvara; 90 daga hjá Arion og Íslandsbanka en Landsbankinn valdi að binda sinn nýja reikning fyrstu 11 mánuðina en svo væri hann laus eftir það með 31 dags fyrirvara. Fyrstu vísbendingar sýna að það var þörf á að losa um binditímann og gefa fólki kost á að færa fé af veltureikningum með lélega ávöxtun yfir á verðtryggða reikninga án þess að missa frelistilfinninguna sem fylgir veltureikningum. Vissulega afnámu bankarnir ekki binditímann að fullu en þetta var engu að síður stórt og ánægjulegt skref sem mun auka sparnað í landinu. Tugir milljarða frá einstaklingum og fyrirtækjum bættust inn á verðtryggða reikninga bankanna á síðasta ári – og þótt ekki sé hægt að lesa út úr ársreikningum bankanna um hlut einstaklinga er ljóst að verðtryggð innlán þeirra hafa aukist með nýju reikningunum.
Áhugi almennings á sparnaði inn á bankareikninga og hlutafjárkaupum er eðlilega mismikill. Það eru líka allt aðrar forsendur og áhætta sem fylgir þessu tvennu. Bankar lofa ákveðnum vöxtum fyrir fram en í hlutabréfum er ekki á vísan að róa – þar er það vogun vinnur, vogun tapar og menn verða oft vitrir eftir á. Áhætta fylgir hlutabréfakaupum.
Fólk hefur almennt jákvætt viðhorf til atvinnulífsins og veit að þar liggur grunnurinn að velmeguninni. Það hefur líka gaman af velgengnissögum og hrífst með þegar vel er gert. Þegar fyrirtækið Kerecis var selt á síðasta ári og magnþrungnar sögur bárust um ágóða þeirra tuga einstaklinga sem höfðu byggt upp fyrirtækið á Ísafirði og víðar var viðkvæðið næstu daga á eftir: Áttir þú bréf í Kerecis? Nei, því miður, var svar flestra. Betur að maður hefði átt bréf í fyrirtækinu, var svo jafnan bætt við. Þarna lá hins vegar áhætta og margra ára vinna frumkvöðuls við að hanna vöru í búðarhillur þeirra sem eiga um sárt að binda. Sama má segja um afrekssögu Róberts Wessman með Alvotech en hann orðaði það svo eftir að FDA veitti Alvotech samþykki til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á líftæknilyfinu Simlandi: „Eftir meira en tíu ár og eins milljarðs dollara fjárfestingu (138 milljarðar kr.) fékk Alvotech rétt í þessu fyrsta FDAsamþykki sitt!“ Alvotech er verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni en Kerecis var hins vegar óskráð fyrirtæki.
Nýjar vörur daglega, segir í textanum. Búðarhillur eru nauðsynlegar, líka þegar kemur að vörum bankanna. Ánægjulegar verðtryggðar vörur bættust á síðasta ári í búðarhillur bankanna og þeim var vel tekið.
4 Helstu niðurstöður: Ávöxtun bankareikninga batnar verulega.
6 Einstök úttekt: Ávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi og sjóða verðbréfafyrirtækjanna.
18 Lífeyrissjóðakerfið: Ávöxtun lífeyrissjóðskerfisins og helstu séreignasjóða.
20 Heimilin: Eignir heimila mælast í billjónum króna.
22 Kauphöllin: Markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni.
24 Kauphöllin: Viðtal við Magnús Harðarson, forstjóra Nasdaq Iceland.
28 Kauphöllin: Helstu punktarnir frá árinu 2023.

FORSÍÐUMYNDIN
Forsíðumyndin er tekin af Englendingnum Luke Stackpool og er myndin fengin í myndabankanum unsplash.com. Hún er á vissan hátt lýsandi fyrir síðasta ár – svolítil undiralda í efnahagslífinu vegna verðbólgu, hárra stýrivaxta og stigminnkandi hagvaxtar eftir því sem leið á árið. Slóðin fyrir Ísland á unsplash.com er https:// unsplash.com/s/photos/ iceland.
Fjármál
1. tbl. 7. árg. 2024
Útgefandi: JGH miðlar slf.
Ritstjóri: Jón G. Hauksson
Dreifing: Frídreifing og á vefnum
Prentun: PrentmetOddia
Umbrot: IB
Forsíðumynd: Luke Stackpool
Ábyrgðarmaður: Jón G. Hauksson
Sími: 864-5564.
Prentun: PrentmetOddi
30 Kauphöllin: Ómur kauphallarbjöllunnar barst víða.
36 Sigurvegarar: Ýmsir verðlaunahafar í viðskiptalífinu undanfarna mánuði.
38 Fjármálalæsi: Mikilvægi aukinnar kennslu um fjármálalæsi í skólum.
40 Ánægjuvogin: Verðlaunahafar á hátíð Íslensku ánægjuvogarinnar.
42 Aðsend grein: Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka sparifjáreigenda.
44 Rannsókn: Sagt frá mikilvægri rannsókn um sparnað.
48 Ferðalög: Borgin Cartagena á Spáni og La Manga-rifið fallega.
Uppskrift að ánægju


Ánægðustu farþegarnir
fljúga með Icelandair
Icelandair.is
Það gleður okkur mjög. Við leggjum okkur fram um að veita einstaka þjónustu. Bjóða hentuga brottfaratíma, úrval áfangastaða, fjölbreytta afþreyingu og mat við allra hæfi. Þegar allt kemur saman verður til uppskrift að ánægju.
Við þökkum kærlega fyrir okkur.




Helstu niðurstöður:
Ávöxtun bankareikninga batnar verulega
Rauði liturinn yfir ávöxtun bankareikninga segir ekki alla söguna að þessu sinni. Rautt er ekki alveg sama og rautt; ávöxtun bankareikninga batnaði verulega á síðasta ári.
Rautt er ekki alveg sama og rautt! Það sýnir sig þegar litið er yfir ávöxtun innlánsreikninga bankanna á síðasta ári. Ávöxtun bankareikninga batnar verulega á milli ára þótt enn sé rauði liturinn áberandi varðandi raunávöxtun.
Það segir ekki alla söguna; rauðu tölurnar eru allt aðrar og hagstæðari en áður – og flestar rétt undir núllinu í stað þess að vera á bilinu 4% til 8% áður. Það má jafnvel spyrja sig hvort bankareikningar séu komnir í harðari samkeppni við hlutabréf og sjóði verðbréfafyrirtækjanna en áður; að minnsta kosti þeir verðtryggðu, þótt forsendur séu ólíkar. Fólk veit fyrir fram um vexti bankareikninga á meðan hitt er meira vogun vinnur, vogun tapar, og ávöxtunin kemur í ljós eftir á.
BANKAREIKNINGAR SKÁKA HÆKKUN ÍBÚÐAVERÐS
Bankareikningar skiluðu margir hverjir meira að segja betri ávöxtun en eigendur íbúða fengu í fyrra þar sem íbúðaverð á höfuð borgarsvæðinu hækkaði um 5,4% að nafnverði og hélt ekki í við verðbólguna þannig að útkoman varð 2% raunávöxtun. Veruleg samkeppni er augljóslega á milli bankanna um innlánsfé og hefur því verið haldið fram að hún hafi harðnað til muna eftir að reikningurinn Auður var kynntur til leiks hjá Kviku fyrir nokkrum árum.
Erlendar hlutabréfavísitölur sl. 12 mánuði
Dow Jones í New York 22,10%
FTSE 100 í London 5,40%
Dax í Frankfurt 21,80%
Stóru viðskiptabankarnir þrír Fjöldi reikninga með verri raunávöxtun en -1,5% 2022 2023 65 9
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu 2023
Nafnhækkun Raunhækkun 5,40% -2,0%
Til að fara betur yfir þetta þá kemur fram í könnun okkar að níu reikningar hjá stóru viðskiptabönkunum þremur eru með verri raunávöxtun en 1,5% í stað 65 reikninga áður sem flestir voru þá með raunávöxtun á bilinu 4% til 8%. Rautt er því ekki alveg sama og rautt; mínusarnir eru misstórir.
Höldum því líka til haga í þessum samanburði að verðbólgan var svipuð bæði árin – 8% í fyrra og 9% árið 2022. Það eru fyrst og fremst innlánsvextirnir sem hafa hækkað og skila bættri ávöxtun.
VERÐTRYGGÐ INNLÁN AUKIST UM TUGI MILLJARÐA
Í ársreikningum bankanna kemur ekki fram skipting verðtryggðra innlána á milli einstaklinga og lögaðila. Í skýringum í ársskýrslu Arion undir liðnum markaðsáhætta vegna verðtryggingar kemur fram að verðtryggð innlán bankans jukust á milli ára úr 112 milljörðum í 131 milljarð í árslok 2023. Í skýringum með ársskýrslu Íslandsbanka má sjá að verðtryggð innlán jukust úr 107 milljörðum í 116 milljarða og í skýringum Landsbanka jukust verðtryggð innlán úr 160 milljörðum í 180 milljarða.
„Hinn rauði litur raunávöxtunar segir ekki alla söguna að þessu sinni; ávöxtun bankareikninga hefur batnað verulega.“
Þótt ekki sé hægt að sjá skiptinguna á milli einstaklinga og lögaðila eru vísbendingar um að aukið fé hafi færst af óverðtryggðum reikningum heimila yfir á verðtryggða eftir að Seðlabankinn afnam binditíma á verðtryggðum innlánum og lánstíma verðtryggðra útlána 7. mars í fyrra. Bankarnir svöruðu kallinu og komu með nýja verðtryggða reikninga með tiltölulega stuttan úttektarfyrirvara, t.d. 90 daga hjá Arion og Íslandsbanka en Landsbankinn fór aðra leið og bindur sinn nýja reikning í 11 mánuði en eftir það er hann laus með 31 dags fyrirvara.
Eftir stendur að innlán jukust á verðtryggða reikninga, eða um 48 milljarða á síðasta ári hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, og verður að ætla að einstaklingar og heimili komi þar vel við sögu. Aðalatriðið er að þörfinni fyrir styttri binditíma verðtryggðra reikninga hefur verið mætt með ákvörðun Seðlabankans um að afnema binditímann að fullu.
SJÓÐIR VERÐBRÉFAFYRIRTÆKJANNA
Það er mjög athyglisvert að skoða ávöxtun sjóða verðbréfafyrirtækjanna og sjá hvað hún er misjöfn eftir tegundum sjóða. Sjóðir með erlend hlutabréf gáfu mest af sér á síðasta ári enda um meiri hækkanir á hlutabréfum erlendis að ræða en hér heima. Þannig hefur Dow Jones í New York hækkað um 22% síðustu tólf mánuði og Dax í Frankfurt svipað.
Við birtum hér þá 17 sjóði sem skiluðu yfir 10% nafnávöxtun eins og fram kemur í könnun okkar á samanburði ávöxtunar á verðbréfasjóðunum. Sjóðurinn hjá Íslenskum verðbréfum, ÍV Erlent hlutabréfasafn, var með hæstu ávöxtunina, eða 32% nafnávöxtun. Tveir sjóðir Stefnis komu í humátt á eftir, Katla Fund – Global Equity, með 25% og 24% ávöxtun.
„Sjóðir með erlend hlutabréf gáfu mest af sér á síðasta ári enda um meiri hækkanir að ræða á erlendum mörkuðum.“
EFSTU FYRIRTÆKIN Í KAUPHÖLLINNI
Margir einstaklingar eru með fé sitt í hlutabréfum í gegnum sjóði verðbréfafyrirtækjanna en aðrir kaupa beint. Gengi
þessara fyrirtækja hækkaði mest í Kauphöllinni í fyrra; Amaroq Minerals (53%), Ölgerðin (46%), Sjóvá (20%), Hampiðjan (19%) og Festi (13%).
Á fyrstu 70 dögum þessa árs hafa bréf í Alvotech hækkað mest – eða um 34%. Amaroq og Ölgerðin fylgja á eftir. Ekki er nokkur vafi á að Alvotech kleif háan múr þegar matvælaog lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) veitti fyrirtækinu leyfi til sölu og markaðssetningar í Bandaríkjunum á líftæknilyfinu Simlandi, sem er líftæknihliðstæða við gigtarlyfið Humira en það er eitt mest selda lyf heims. Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, telur leyfið eitt sitt mesta afrek á ferlinum. Alvotech er langverðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni á 614 milljarða. Það er með níu önnur lyf í þróun. Heildarmarkaður fyrir frumlyf þessara níu líftæknilyfja er áætlaður nærri 18 þúsund milljarðar á ári.
„EITT MESTA AFREK MITT Á FERLINUM“
Við birtum hér færslu sem Róbert setti inn á Facebook 24. febrúar sl. eftir að leyfi FDA var í höfn undir yfirskriftinni Eitt mesta afrek mitt á ferlinum:
„Eftir meira en tíu ár og eins milljarðs dollara fjárfestingu (138 milljarðar kr.) fékk Alvotech rétt í þessu fyrsta FDAsamþykki sitt! Þetta er eitt stærsta afrek mitt á ferlinum og ég er ákaflega stoltur af öllu því starfi sem ótrúlegt teymi starfsmanna og fjárfesta hefur unnið þrotlaust að á hverjum degi á þessum tíma.
Alvotech bætir líf fólks um allan heim með því að auka aðgang að ódýrari kostum á markaði mjög virkra líftæknilyfja. Þau verðmæti sem þetta færir milljónum manna er ekki hægt að meta.
17 sjóðir með yfir 10% nafnávöxtun
Nafnávöxtun
Fyrstu
á þessu ári - fimm efstu
„Það má jafnvel spyrja sig hvort bankareikningar séu komnir í harðari samkeppni við hlutabréf og sjóði verðbréfafyrirtækjanna.“
Alvotech er mjög stolt af því að vera íslenskt fyrirtæki og færa verðmæti til landsins. Þetta er það sem hvetur okkur áfram á hverjum degi hjá Alvotech. Vel gert Alvotech!“
Svo er að sjá hvernig mál þróast í vaxtamálum á Íslandi á árinu. Góð lending var í kjara


samningum og líklegt að verðbólga hjaðni á næstunni og vextir lækki. Hins vegar er talsvert áhyggjuefni hvað hagvöxtur, stækkun kökunnar, hefur hægt á sér undanfarna mánuði. Verum bjartsýn; glasið er hálffullt!


FJÁRMÁL
VEGNA VERÐTRYGGINGAR.
Notuð er vísitala neysluverðs til verðtryggingar frá jan. 2023 til jan. 2024. Hækkun = 1,08004992
Ath.
Nafnávöxtun bankanna er sú ávöxtun sem bankar tilkynna þeim eigendum innlánsreikninga í árslok sem ekki hafa hreyft við innstæðu sinni yfir árið. Óhreyfð 1 milljón inni á reikningi yfir árið. Ávöxtunin er því staða reikningsins í lok árs eftir þær vaxtahækkanir sem hafa orðið innan ársins.
Arion banki – 2023
Virkni reiknings Heiti reiknings
**
* Vöxtur langtímasparnaður 24 var lagður niður.
** Vöxtur verðtryggður bundinn í 36 mánuði var lagður niður.
*** Vöxtur verðtryggður óbundinn stofnaður en með 90 daga úttektarfyrirvara.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.

Höfuðstóll eftir fjármagnstekjuskatt

Ávöxtun innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.
Íslandsbanki – 2023
*
1 þrep og 2 þrep
í Platínum.
** Sparileið 48 og Sparileið 60 sameinuð í Sparileið 36.
*** Ávöxtun verðtryggður - nýr reikningur - úttekarbeiðni 90 dagar.

FJÁRMÁL

Ávöxtun innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.

Landsbankinn – 2023


NÝSKÖPUN Í
SJÁVARÚTVEGI

FJÁRMÁL
Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku.

Kvika – 2023
*
Ánægðari viðskiptavinir

Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni sjöunda árið í röð.
Sjóðir Íslandssjóða – 2023
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.






NÓI SÍRÍUS




og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks.
Gjörið
Nóa páskaeggin eru tilbúin. Við vönduðum okkur alveg sérstaklega, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Það á bæði við um gómsæta skelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. þið svo vel — það er nóg til fyrir alla.Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða.
ÍV sjóðir – 2023
Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.
Sjóðir Kviku eignastýringar – 2023

Fjármagnstekjuskattur kemur aðeins til greiðslu við innlausn hlutdeildarskírteina sjóða.
Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Kviku eignastýringar.

Höfuðstóll eftir fjármagnstekjuskatt í árslok

Leikandi gott!

Helgi Þ. Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa.

Sjóðir Landsbréfa – 2023
Virkni reiknings
reiknings
Höfuðstóll eftir fjármagnstekjuskatt í
Jón Finnbogason, framkvæmdastjóri Stefnis

Sjóðir Stefnis – 2023
Virkni reiknings Heiti reiknings
Ríkisskuldabréfasjóðir
Hlutabréfasjóðir Stefnir
stóll eftir fjármagnstekjuskatt í
Akta sjóðir – 2023
Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Akta.

Lífeyrissjóðirnir árið 2023:
Raunávöxtun rétt yfir núllið
Það hafa verið sveiflur í ávöxtun lífeyrissjóðanna undanfarin þrjú ár. Landssamtök lífeyrissjóða áætla að raunávöxtun allra lífeyrissjóðanna hafi verið jákvæð um hálft prósent, 0,5%, á síðasta ári borið saman við um -12% neikvæða raunávöxtun á árinu 2022. Það var mikil sveifla frá árinu áður þegar raunávöxtunin var í kringum 10%. Eignasafn lífeyrissjóðanna var í byrjun þessa árs um 678 milljörðum verðminna en fyrir tveimur árum, í ársbyrjun 2022, skv. yfirliti frá Landssambandi lífeyrissjóðanna.
Ávöxtun séreignasjóða



LSR-séreignasjóðir 2023
Texti: Jón G. Hauksson
Íslenski lífeyrissjóðurinn 2023
Heiti
Raunávöxtun
FRJÁLSI lífeyrissjóðurinn 2023


ALMENNI lífeyrissjóðurinn 2023
Heiti
LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna 2023
Heiti
RAUNÁVÖXTUN ALLRA LÍFEYRISSJÓÐA
Árið 2023
Allir lífeyrissjóðirnir:
lífeyrissjóðirnir:
145
Eignasafn lífeyrissjóðanna jókst um milljarða að raunvirði
Eignasafn lífeyrissjóðanna jókst um 145 milljarða króna að raunvirði á árinu 2023. Þar munar mest um eignir í erlendum hlutabréfum sem hækkuðu um 244 milljarða á meðan innlend hlutabréfaeign sjóðanna rýrnaði um 67 milljarða.
Eignasafn lífeyrissjóðanna Ársbyrjun 2024
7.287milljarðar kr.
(Raunvirt að verðlagi des. 2023)
Á ÍSLANDI
Innlend skuldabréf: 3.103 milljarðar kr.
Innlend hlutabréf: 1.050 milljarðar kr.
Innlendar eignir, aðrar: 395 milljarðar kr.
ERLENDIS
Erlend hlutabréf: 2.657 milljarðar kr.
Erlendar eignir, aðrar: 82 milljarðar kr.
Ársbyrjun 2023
7.142milljarðar kr.
(Raunvirt að verðlagi des. 2023)
Á ÍSLANDI
Innlend skuldabréf: 3.101 milljarðar kr.
Innlend hlutabréf: 1.117 milljarðar kr.
Innlendar eignir, aðrar: 422 milljarðar kr.
ERLENDIS
Erlend hlutabréf: 2.413 milljarðar kr.
Erlendar eignir, aðrar: 89 milljarðar kr
Heimild: Landssamband lífeyrissjóða
Ársbyrjun 2022
7.965
milljarðar kr.
(Raunvirt að verðlagi des. 2023)
Á ÍSLANDI
Innlend skuldabréf: 3.302 milljarðar kr.
Innlend hlutabréf: 1.371 milljarðar kr.
Innlendar eignir, aðrar: 440 milljarðar kr.
ERLENDIS
Erlend hlutabréf: 2.735 milljarðar kr.
Erlendar eignir, aðrar: 117 milljarðar kr



Eignir heimila mælast í billjónum króna
Eignir heimila hafa stóraukist við hækkandi íbúðaverð á undanförnum árum þótt skuldir hafi ekki hækkað að sama skapi. Eignir einstaklinga námu alls 10,7 þúsund milljörðum í árslok 2022, eða 10,7 billjónum, og höfðu hækkað um tæpa tvö þúsund milljarða frá árinu áður. Á meðan hækkuðu skuldirnar um 267 milljarða sem varð til þess að eigið fé heimila óx um rúma 1,6 þúsund milljarða á árinu 2022 og nam í árslok 7,7 þúsund milljörðum. Á sama tíma lituðust markaðir hlutabréfa almennt rauðum lit sem skilaði sér í neikvæðri raunávöxtun hjá lífeyrissjóðum og mörgum hlutdeildarsjóðum verðbréfafyrirtækja.
Texti og myndir: Jón G. Hauksson
HÚSNÆÐISVERÐ HELDUR EKKI Í VIÐ VERÐBÓLGUNA
Gera verður ráð fyrir að hagur heimila hafi almennt ekki vænkast á árinu 2023 þar sem íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 5,4% að nafnverði á árinu og hélt ekki í við verðbólguna – en vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækkaði um 8% á síðasta ári.
FASTEIGNAMATIÐ HÆKKAÐI UM 11,7% Í BYRJUN JANÚAR
Nýtt fasteignamat sem kynnt var í janúar sl. miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2023 –og speglar því miklar hækkanir á fasteignum árið 2022. Það hækkaði um 11,7% á landinu öllu í byrjun janúar þegar heildarmat allra fasteigna var 14,4 þúsund milljarðar. Atvinnuhúsnæði er inni í þeirri fjárhæð.
Fasteignamat allra fasteigna á Íslandi í byrjun þessa árs var 14,4 þúsund milljarðar.“
Af 10,7 þúsund milljarða eign heimilanna í árslok 2022 námu fasteignir um 8,4 þúsund milljörðum. Eignir og sparnaður langflestra landsmanna eru því að mestu bundin í íbúðum þeirra.

Eignir heimila námu alls 10,7 þúsund milljörðum í árslok 2022, eða 10,7 billjónum, og jukust um tæpa tvö þúsund milljarða frá árinu áður.“
VAXTALÆKKANIR – HÆKKAR VERÐ Á EIGNUM?
Eftir nýgerða kjarasamninga, sem hafa það að markmiði að koma verðbólgunni niður og vöxtum í kjölfarið, verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif vaxtalækkanir hafa á eignaverð í landinu, t.d. verð á íbúðum og verðbréfum. Gera verður ráð fyrir því að stýrivextir lækki á næstu mánuðum þegar verðbólgan byrjar að hjaðna.
FASTEIGNIR HEIMILA Á 8,4
ÞÚSUND MILLJARÐA
Þegar farið er yfir gögn Hagstofunnar yfir eignir einstaklinga í byrjun síðasta árs sést að af 10,7 þúsund milljarða eign heimilanna nema fasteignir 8,4 þúsund milljörðum. Eignir og sparnaður langflestra landsmanna eru því að mestu bundin í íbúðum þeirra.
Ávöxtun innlánsreikninga
VERÐBRÉF HEIMILA 728 MILLJARÐAR – OG LÆKKUÐU UM FIMM MILLJARÐA
Í yfirliti Hagstofunnar kemur fram að verðbréf heimila námu 728 milljörðum í árslok 2022 og höfðu þá lækkað á milli ára um fimm milljarða. Enda var árið 2022 mjög óhagstætt á verðbréfamörkuðum og rauði liturinn áberandi. Ekki er við því að búast að verðbréf heimila hafi hækkað mikið á síðasta ári. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% á árinu 2023 og ávöxtun lífeyrissjóða í heild var rúmlega 8% að nafnverði – sem skilaði sér í 0,5% raunávöxtun.
INNLÁN HEIMILA Í BÖNKUM 1,1 ÞÚSUND MILLJARÐAR
Þrátt fyrir að verðbréf heimila hafi lækkað á árinu 2022 þá jukust innlán heimila á því ári um 100 milljarða og reyndist heildarinnstæða einstaklinga í bönkunum 1,1 þúsund milljarðar í lok ársins. Á fjögurra ára tímabili, 2018 til 2022, jukust innlán einstaklinga í bankakerfinu um tæpa 300 milljarða.

BÍLAFLOTI HEIMILA Á 430 MILLJARÐA
Eign heimila í ökutækjum nam 430 milljörðum í árslok 2022 og jókst um 45 milljarða króna á milli ára. Meðaltal nýskráninga í mánuði fer mjög illa af stað á þessu ári; nánast hrun. Þrátt fyrir aukna sölu á rafmagnsbílum undanfarin ár eru langflestir bílar ennþá bensín og dísilbílar. Af 345 þúsund skráðum ökutækjum eru bensín og dísilbílar 327 þúsund á móti 29 þúsund rafmagnsbílum. Þegar flotinn er metinn á 430 milljarða – og þetta eru hlutföllin – sést að það er enginn smá kostnaður fyrir heimilin að skipta bílaflotanum hratt út fyrir rafmagnsbíla.

HAGVÖXTUR 4,1%
Hagvöxtur 2020 til 2023 – og spá 2024
Hagvöxtur 2023 eftir ársfjórðungum
LANDSFRAMLEIÐSLAN 4.279 MILLJARÐAR
• Verg landsframleiðsla var 4.279 milljarðar á síðasta ári.
• Eignir lífeyrissjóðanna eru 7.287 milljarðar til samanburðar.
• Þjóðhagsspá Seðlabanka gerir ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári.
VERÐBÓLGA 6,7%
• Vísitala neysluverðs hækkaði um 6,7% á síðasta ári.
• Vísitala neysluverðs til verðtryggingar hækkaði um 8,0%.
• Vísitala neysluverðs síðustu sex mánuði hækkaði um 6% á ársgrundvelli.
STÝRIVEXTIR 9,25%
Stýrivextir hafa verið óbreyttir sjö mánuði í röð. Þeir voru 2,75% í mars 2022.
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR Í KAUPHÖLLINNI 35%
Eignarhlutur lífeyrissjóða í skráðum félögum á Íslandi er um 35%. Markaðsvirði félaga í Kauphöllinni í ársbyrjun 2024 var um 2.800 milljarðar.
ÚRVALSVÍSITALAN LÆKKAÐI UM 1,6%
1. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% á árinu 2023.
Af 345 þúsund skráðum ökutækjum eru bensín og dísilbílar 327 þúsund á móti 29 þúsund rafmagnsbílum.
2. Leiðrétt fyrir arðgreiðslum hækkaði hún hins vegar um 1,2%.

614

129

58



Árni

Benedikt
229




ICELANDIC


52


EIK
Garðar
37








49





Jón Guðni Ómarsson bankastjóri
224milljarðar kr.

Ármann Þorvaldsson bankastjóri
72milljarðar

49

32

Einar
4

Gunnþór
178milljarðar kr.


EIMSKIP
Vilhelm Már Þorsteinsson forstjóri
63milljarðar kr.




BRIM
Guðmundur Kristjánsson forstjóri
156milljarðar kr.


Guðjón Auðunsson
60






19

Jón
1,2


Stefán Gunnarsson forstjóri SOLID

0,7





Kauphöllin:
Bjartsýni og bjölluhljómur í kortunum
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist bjartsýnn á árið og eiga von á fjórum til fimm nýskráningum á þessu ári. Hann segir auðvitað óvissu um það hvort Marel hverfi úr Kauphöllinni en markaðurinn sé sterkur eftir uppbyggingu síðustu ára og það séu tækifæri til vaxtar!
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Aðsendar
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist bjartsýnn á gott ár á íslenska hlutabréfamarkaðnum og eiga von á fjórum til fimm nýskráningum á árinu. Auðvitað sé óvissa um það hvort Marel hverfi úr Kauphöllinni en tækifæri séu til vaxtar. Markaðurinn hafi náð að rétta úr kútnum eftir mikil umskipti upp úr miðjum nóvember og áhugi fyrirtækja á skráningu aukist jafnan þegar aðstæður batna og verð hlutabréfa hækkar. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki tjáð sig um hvaða fyrirtæki kunni að vera í startholunum með skráningar.
„Þrátt fyrir að þetta hafi verið brösótt lengst af í fyrra og dregið hafi úr tiltrú manna á skráningu og útboðum við þær aðstæður er ég afar ánægður með útkomuna hjá þeim sem þó tóku af skarið. Það var bjölluhljómur þrátt fyrir ólgusjó á markaðnum,“ segir Magnús.
Magnús Harðarson, forstjóri kauphallarinnar Nasdaq Iceland. „Það var bjölluhljómur þrátt fyrir ólgusjó á markaðnum.“ Hér er hann með Jóni Þór Gunnarssyni, forstjóra Kaldalóns, við skráningu félagsins af First Nort yfir á Aðalmarkaðinn.
Árangurinn
í þessum útboðum sýnir okkur kannski fyrst og fremst að meta þarf hvernig viðrar til útboðs og skráningar fyrir hverja atvinnugrein og jafnvel hvert félag fyrir sig, frekar en að skoða hvernig vindar blása almennt.“
FJÓRAR NÝSKRÁNINGAR Á AÐALMARKAÐ, EIN Á FIRST NORTH
„Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Hampiðjan voru með glæsileg útboð samhliða skráningu á Aðalmarkaðinn. Hampiðjan var áður á First North. Þá færðust Kaldalón og Amaroq Minerals af First North yfir á Aðalmarkaðinn án þess þó að efna til sérstaks útboðs af því tilefni. Þá var Icelandic Salmon AS, móðurfélag Arnarlax, nýskráð á First North án undanfarandi útboðs.
Þarna sýndi það sig hvað það er sterkt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig fyrst á First North til að gera sig sýnilegri fyrir fjárfestum og nýta sér þau vaxtartækifæri sem þar er að finna og til að venjast þeim skyldum sem fylgja því að vera á hlutabréfamarkaði áður en stigið er á stóra sviðið, Aðalmarkaðinn.“
KRAFTAR LEYSTUST ÚR LÆÐINGI
Magnús segist ekki síst ánægður með þá miklu seiglu og styrk markaðarins sem sýndi sig í útboðum Hampiðjunnar og Ísfélagsins. „Efnt var til þessara útboða þegar hlutabréfavísitalan hafði lækkað umtalsvert og því ekki á vísan
ÚRVALSVÍSITALAN
2.549
Úrvalsvísitalan heitir núna OMXI 15. Á þessu línuriti sjást hin miklu umskiptin sem urðu á markaðnum um miðjan nóvember sl. 2.034
að róa með áhuga á þessum útboðum. En kraftar markaðarins leystust úr læðingi. Það reyndist mikil umframeftirspurn í báðum útboðunum. Alls skráðu 6.500 sig í útboði Ísfélagsins og þar var fjórföld eftirspurn og andvirði sölunnar um 18 milljarðar. Í útboði Hamiðjunnar skráðu sig 3.700 og þar var þreföld eftirspurn og söluandvirðið um 10,9 milljarðar,“ segir Magnús.
„Árangurinn í þessum útboðum sýnir okkur kannski fyrst og fremst að meta þarf hvernig viðrar til útboðs og skráningar fyrir hverja atvinnugrein og jafnvel hvert félag fyrir sig, frekar en að skoða hvernig vindar blása almennt.“
LÆKKUN UM 17% ÞEGAR VERST LÉT
Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðar lækkaði um 17% þegar verst lét á síðasta ári áður en hún tók að rétta sig af og um áramótin var lækkunin að mestu gengin til baka; svo öflug voru umskiptin upp úr miðjum nóvember.
Magnús segir að markaðurinn sé í góðu færi til að vaxa og dafna með áframhaldandi uppbyggingu líkt og undanfarin ár – sem hafi skilað sér í meiri virkni, dýpt og seljanleika og um leið auknum áhuga innlendra fyrirtækja á skráningu sem og þátttöku almennings og fagfjárfesta á útboðum.
FJÖLGAR Í ÚRVALSVÍSITÖL-
UNNI – HEITIR NÚNA OMXI 15 Úrvalsvísitalan var endurmetin í upphafi árs og fyrirtækjum í henni fjölgað úr tíu í að hámarki fimmtán. Núna eru fimmtán félög í vísitölunni. Við þetta
breyttist heiti hennar úr OMXI 10 í OMXI 15. Síðast var Úrvalsvísitölunni breytt fyrir fimm árum, eða 2019.
„Breytingin á Úrvalsvísitölunni núna endurspeglar uppbyggingu markaðarins þar sem skráðum félögum hefur fjölgað á síðustu árum og markaðsvirði þeirra tvöfaldast. Með stærri vísitölu býðst auk þess meiri áhættudreifing hjá þeim sjóðum sem fylgja vísitölunni.“
YFIRSTANDANDI KJARASAMNINGAR
Magnús segir að miklu skipti fyrir atvinnulífið að góð lending hafi náðst í yfirstandandi kjarasamningum. „Það er til mikils að vinna að verðbólgan hjaðni og vextir lækki. Hátt vaxtastig, knúið áfram af þrálátri verðbólgu og verðbólguvæntingum, er dragbítur og réð raunar miklu um þann ólgusjó sem markaðurinn var í lengst af á síðasta ári.“
HVERFUR MAREL ÚR KAUPHÖLLINNI?
Málefni Marels hafa eðlilega fengið mikið rými í umræðunni um hlutabréfamarkaðinn og hvort af yfirtöku bandaríska félagsins John Bean Technologies (JBT) á Marel verði og þá ekki síður hvort félagið hverfi úr Kauphöllinni seinni hluta þessa árs verði af samrunanum. Marel vegur þungt í Úrvalsvísitölunni og hefur lengi verið verðmætasta félagið. Núna er það næstverðmætast á eftir Alvotech. Hlutabréf félagsins hafa næstum helmingast í verði frá því það náði hámarki í september 2021. Óvænt forstjóraskipti
2.471
urðu í félaginu á síðasta ári þegar Árni Oddur Þórðarson lét af störfum og Árni Sigurðsson tók við.
En hvaða þýðingu hefði samruni Marels við JBT fyrir íslenska hlutabréfamarkaðinn og hvað þá ef fyrirtækið hverfur úr Kauphöllinni?
„Það yrði vissulega áskorun ef Marel færi úr Kauphöllinni og augljóslega mikil eftirsjá að félaginu. Að vísu hefur JBT stefnt á tvískráningu félagsins á Nasdaq Iceland og í Bandaríkjunum verði af yfirtökunni og samrunanum; en áhrifin yrði erfitt að meta fyrr en t.d. umfang innlends eignarhalds í JBT skýrðist og áhugi innlendra fjárfesta á að eiga í félaginu til lengri tíma,“ segir Magnús.
Þrjú fyrirtæki færðu sig af First North yfir á Aðalmarkað. Þarna sýndi það sig hvað það er sterkt fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að skrá sig fyrst á First North til að gera sig sýnilegri fyrir fjárfestum og nýta sér vaxtartækifærin.“
ÁN MARELS TEFST UPPFÆRSLA ÍSLANDS HJÁ MSCI „Mér finnst hæpið að a.m.k. vísitölufyrirtækið MSCI myndi telja Kauphöllina heimamarkað JBT. Í augum þeirra er því hætt við að stórum fyrirtækjum á markaðnum myndi þrátt fyrir allt fækka um eitt sem gæti hið minnsta tafið hækkun á gæðaflokkun markaðarins hjá MSCI og þar með hægt á aukningu erlends innflæðis fjármagns vísitölusjóða.“
Magnús segir enn fremur að MSCI geri kröfu um að þrjú stór fyrirtæki séu á íslenska hlutabréfamarkaðnum til að Ísland færist upp um flokk og að markaðsverðmæti hvers þeirra verði að vera yfir tveir milljarðar dollara, eða um 280 milljarðar króna.
Alvotech og Marel eru verðmætustu fyrirtækin í Kauphöllinni og teljast Ég á von á fjórum til fimm nýskráningum á þessu ári. Markaðurinn hefur rétt úr kútnum og áhugi fyrirtækja á skráningu eykst jafnan þegar aðstæður batna á mörkuðum.“
stór fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu vísitölufyrirtækjanna. Sameinað fyrirtæki Marels og JBT yrði væntanlega stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni ef af tvískráningu verður. Markaðsvirði Íslandsbanka og Arion er svo sem ekki mjög langt undan en hvor um sig nær samt ekki tveggja milljarða dollara markinu.
VÍSITÖLUSJÓÐIR MEÐ UM 45 MILLJARÐA
Um það hversu mikið erlent fjármagn frá vísitölusjóðum hafi streymt í Kauphöllina frá því að FTSE Russel færði
Ísland í flokk nýmarkaðsríkja haustið 2022 segir Magnús að sú fjárhæð sé um 45 milljarðar króna. Megnið af því fjármagni hafi komið inn í þremur fösum eftir inntöku íslenska markaðarins í nýmarkaðsvísitölur FTSE.
Að sögn Magnúsar er erlent fjármagn í skráðum félögum í Kauphöllinni hins vegar á að giska um 340 milljarðar, eða í kringum 12% af heildarverðmæti skráðra félaga sem sé í kringum 2.800 milljarðar. Til samanburðar sé hlutur íslensku lífeyrissjóðanna í skráðum félögum um 35%, eða rúmir 1.000 milljarðar.
Mér finnst hæpið að vísitölufyrirtækið MSCI myndi telja Kauphöllina heimamarkað JBT.“

SJÁVARÚTVEGURINN VEGUR ÞUNGT Í KAUPHÖLLINNI
Skráning Ísfélagsins og Icelandic Salmon AS hefur breytt hlutföllum atvinnugreina í Kauphöllinni verulega. Núna eru fimm sjávarútvegsfyrirtæki á markaði; Brim, Síldarvinnslan, Ísfélagið, Iceland Seafood og Icelandic Salmon AS. Sameiginlegt markaðsvirði þeirra er um 560 milljarðar króna eða um 20% af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni.
„Það er mjög ánægjulegt að fylgjast með endurkomu sjávarútvegsins í Kauphöllina. Endurkomu segi ég því í árslok 1999 voru skráð sjávarútvegsfyrirtæki 24 talsins og uppreiknað markaðsvirði þeirra samsvarar rúmum 480 milljörðum á núverandi verðlagi sem er talsvert minna en þeirra fimm sem núna eru skráð.“
KVÓTI SKRÁÐRA
SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJA ÚR 12% Í 15%
Magnús segir væntingar til fleiri skráninga fyrirtækja í sjávarútvegi og þær væntingar hafi styrkst með nýlegu frumvarpi matvælaráðherra til laga um sjávarútveg. „Í frumvarpinu er hvatt til skráningar á markað með því að mörk hámarksaflahlutdeildar verði rýmkuð hjá skráðum félögum í 15% í stað 12% sem gilda núna. Ég fagna þessum áætlunum enda tel ég að skráning, með dreifðara eignarhaldi og auknu gagnsæi, sé grundvöllur víðtækari sáttar um sjávarútveginn.“
Að lokum segir Magnús að þótt 2023 fari ekki í sögubækurnar hjá fjárfestum þá hafi það sýnt sig að einstaklingar á markaðnum missa ekki móðinn og selja ekki unnvörpum þegar harðnar á dalnum heldur sýna stöðugleika. „Einstaklingum, sem eiga hlutabréf í skráðum félögum, hefur fjölgað verulega á undanförnum árum og voru þeir um 31 þúsund í lok ársins 2022 – og sá fjöldi stóð í stað á síðasta ári. Það er auðvitað mjög ánægjulegt – og má alveg fara í sögubækurnar.“
Fjöldi einstaklinga sem eiga hlutabréf stóð í stað á síðasta ári. „Það hefur sýnt sig að einstaklingar á markaðnum missa ekki móðinn og selja ekki unnvörpum þegar harðnar á dalnum heldur sýna stöðugleika. Það er auðvitað mjög ánægjuleg.“

Kauphöllin árið 2023 – helstu punktar:
Bréf í Marel fyrir 110 milljarða skiptu um eigendur
Hér förum við yfir helstu punkta í Kauphöllinni á síðasta ári. Málefni Marels voru í kastljósinu en bréf í Marel fyrir 110 milljarða skiptu um eigendur á síðasta ári. Árið 2023 fer ekki í sögubækurnar hjá fjárfestum því verulegt andstreymi var lengst af á árinu með lækkandi gengi Úrvalsvísitölunnar og heildarvísitölu Aðalmarkaðarins.
ÚRVALSVÍSITALAN LÆKKAÐI UM 1,6%
1. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% á árinu.
2. Leiðrétt fyrir arðgreiðslum hækkaði hún hins vegar um 1,2%.
HEILDARVÍSITALAN LÆKKAÐI UM -3,4%
1. Heildarvísitala Aðalmarkaðarins lækkaði um 3,4% á árinu en leiðrétt fyrir arðgreiðslum lækkaði hún um 0,7%
VELTA HLUTABRÉFA DRÓST
SAMAN UM 25%
1. Heildarviðskipti með hlutabréf á árinu námu 784,7 milljörðum. Til samanburðar var veltan árið áður 1.051 milljarður.
2. Veltan dróst því saman um 25% milli ára.
VIÐSKIPTI MEÐ BRÉF Í MAREL FYRIR
110 MILLJARÐA
1. Marel 109,7 milljarðar.
2. Arion banki 99,9 milljarðar
3. Icelandair Group 72,8 milljarðar
4. Alvotech 64,7 milljarðar.
5. Kvika banki 60,0 milljarðar.
FJÖLDI VIÐSKIPTA TÆP
100 ÞÚSUND
1. Viðskipti voru 99.416 talsins eða um 398 á dag borið saman við 466 á dag árið áður.
2. Samdráttur upp á 15%
Umsjón: Jón G. Hauksson Mynd: Aðsend
FLEST VIÐSKIPTI MEÐ BRÉF Í ICELANDAIR
1. Icelandair Group 15.531.
2. Alvotech 11.569.
3. Marel 11.426
4. Arion banki 7.878
5. Íslandsbanki 6.816.
MESTA HÆKKUN
1. Amaroq Minerals 53%
2. Ölgerðin 46%.
3. Sjóvá 20%.
4. Hampiðjan 19%
5. Festi 13%
MARKAÐSVIRÐI SKRÁÐRA FÉLAGA 2.700 MILLJARÐAR
1. Markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Aðalmarkaði og First North var í árslok 2.700 milljarðar en hafði verið 2.545 milljarðar í lok árs 2022.
2. Markaðsvirðið jókst því um 6% milli ára.
TVÖ NÝ FYRIRTÆKI SKRÁÐ Í KAUPHÖLLINA
1. Ísfélagið skráð á Aðalmarkað.
2. Icelandic Salmon á First North.
FÆRÐUST AF FIRST NORTH YFIR Á AÐALMARKAÐINN
1. Hampiðjan.
2. Amaroq Minerals.
3. Kaldalón.
FIMMTÁN FÉLÖG NÚNA Í ÚRVALSVÍSITÖLUNNI OMXI 15
Eftirfarandi fimmtán félög eru núna í Úrvalsvísitölunni:
Alvotech, Arion banki, Brim, Eimskip, Festi, Hagar, Hampiðjan, Icelandair Group, Íslandsbanki, Kvika, Marel, Síldarvinnslan, Sjóvá, VÍS og Amaroq Minerals.
Þau hækkuðu
Þau lækkuðu
Skel
Sláturfélag

ÓMUR BJÖLLUNNAR
Þrátt fyrir að ólgusjór hafi verið á hlutabréfamarkaðnum lengst af á síðasta ári fór Kauphallarbjallan víða með tilheyrandi bjölluhljómi. Fjögur ný fyrirtæki voru skráð á Aðalmarkað og eitt á First North. Hampiðjan og Ísfélagið voru með vel heppnuð útboð áður en að skráningu á Aðalmarkað kom.
Bjölluhljómur frá Vestmannaeyjum til Bíldudals. Kannski of mikið sagt; en það var slegið hressilega í bjölluna víða og fagnað með bjölluhljómi.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Aðsendar
Um borð í Sigurði VE
Kauphallarbjallan var komin til Eyja að morgni 8. desember sl. og í fallegum ljósaskiptum um borð í Sigurði VE í Vestmannaeyjahöfn var Ísfélagið tekið til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Það var Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, sem hringdi inn fyrstu viðskipti með félagið. Ísfélagið hf. er elsta hlutafélag landsins, stofnað 1901. Það hét upphaflega Ísfélag Vestmannaeyja en eftir sameiningu félagsins og Ramma hf. um mitt síðasta ár var nafni þess breytt í Ísfélagið hf. Útboðið tókst með miklum ágætum; umframeftirspurn og 6.500 nýir hluthafar bættust í hluthafahóp félagsins.
Í húsnæði Kaldalóns
Skráningu Kaldalóns af First North yfir á Aðalmarkað Kauphallarinnar hinn 16. nóvember sl. var að sjálfsögðu fagnað með bjölluhljómi í húsnæði félagsins við Köllunarklettsveg. Falleg Esjan og sundin bláu sómdu sér vel í bakgrunni á þessari hátíðlegu stund. Kaldalón er með dreift eignasafn og leggur áherslu á vöru og iðnaðarhúsnæði sem og verslunar og þjónustuhúsnæði.

Alþjóðleg fjárfestavika
Nasdaqbjöllum var hringt víða um heim dagana 2. til 6. október í tilefni af Alþjóðlegri fjárfestaviku þar sem lögð var áhersla á nauðsyn aukins fjármálalæsis og fjárfestaverndar. Hér á landi voru það þær Magdalena Anna Torfadóttir, formaður Ungra fjárfesta, og María Guðjónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna, sem slógu í bjölluna að viðstöddum Magnúsi Harðarsyni, forstjóra Nasdaq Iceland. Samtök þeirra hafa í samvinnu við Kauphöllina staðið að vel sóttum viðburðum til að efla þekkingu á fjármálum, sparnaði og hlutabréfamörkuðum.
Á regnboganum
Kauphallarbjallan kom við sögu á fallegum morgni í ágúst á regnbogamáluðum Skólavörðustígnum þegar setningu Hinsegin daga í Reykjavík var fagnað. Þau Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, fluttu erindi og hringdu síðan bjöllunni sem komin var í marglitan og hátíðlegan „konfetti“búning í tilefni dagsins.



Á regnboganum á Skólavörðustíg. Frá vinstri: Álfur


Amaroq á Aðalmarkað
Námafyrirtækið Amaroq Minerals var það félag í Kauphöllinni sem hækkaði mest á síðasta ári, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 53%. Félagið var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á SuðurGrænlandi, rannsaka og þróa þau svæði þar sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. Og það var kátt í Kauphöllinni þegar félagið færði sig af First North yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hinn 21. september. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, og Anna Solotova, lögfræðingur félagsins, hringdu bjöllunni ásamt ráðgjafarteymum frá Logos, Fossum fjárfestingarbanka og Landsbankanum.
Þjóðhátíð á Bíldudal
Það var nánast þjóðhátíðarstemning vestur á Bíldudal að morgni 29. september sl. þegar Bjørn Hembre, forstjóri Icelandic Salmon, móðurfélags Arnarlax, hringdi inn fyrstu viðskipti með hlutabréf félagsins á First Northmarkaði Nasdaq Iceland. Fallegur Arnarfjörðurinn var í bakgrunni og íbúar Bíldudals flykktust niður á bryggju til að vera viðstaddir þessa hátíðlegu stund í bænum. Fyrirtækið er með átta eldissvæði í rekstri í þremur fjörðum á sunnanverðum Vestfjörðum undir nafni Arnarlax sem er með höfuðstöðvar sínar á Bíldudal.


Enn betri ávöxtun
Bil milli dálka er alltaf helmingur af spássíu. Hér er spássían 10mm og þar af leiðandi er dálkabilið 5mm.
isb.is/slóð á vöru
Þú getur stofnað Ávöxtun í appi, netbanka eða á vef Íslandsbanka. Vextir greiddir mánaðarlega.

Um borð í Sigurði VE. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, Ólafur Helgi Marteinsson aðstoðarforstjóri, Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins, Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, Gunnlaugur Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, og Sigurður Einarsson, sonur Guðbjargar og varaformaður stjórnar.
Á netaverkstæði Hampiðjunnar
Haft var á orði að aldrei hefði bjallan verið bundin traustari hnútum en þegar Hampiðjan var skráð af First North yfir á Aðalmarkaðinn föstudaginn 9. júní á síðasta ári. Skráningin fór fram við viðeigandi aðstæður; á netaverkstæði fyrirtækisins í Skarfagörðum. Það var Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, sem hringdi inn fyrstu viðskipti með félagið og Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, bauð það velkomið yfir á Aðalmarkaðinn.
FAGNAÐ Í NEW YORK







Kvika eignastýring veitir alhliða fjármálaþjónustu með áherslu á langtímaárangur

Viðskiptamaður ársins á hátíðarkvöldi Þjóðmála. Hjónin Fanney K. Hermannsdóttir og Guðmundur Fertram Sigurjónsson taka á móti verðlaununum sem þeir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, og Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála, veittu Guðmundi sem viðskiptamanni ársins 2023. Guðmundur Fertram fékk enn fremur Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar um síðustu áramót.
Stjórnendur verðlaunaðir fyrir góðan árangur
Við vekjum hér athygli á nokkrum verðlaunahöfum í viðskiptalífinu sem hlotið hafa verðlaun fyrir góðan árangur í starfi að undanförnu.
Þetta eru verðlaun Þjóðmála, Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, Stjórnvísi og Ímarks.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Kristinn Magnússon, Haraldur Guðjónsson Thors og fl.


Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, var á dögunum valinn markaðsmaður ársins 2023 hjá ÍMARK fyrir öflugt markaðsstarf félagsins. Í umsókn dómnefndar kom fram að þrátt fyrir samdrátt í flugi á tímum heimsfaraldursins hefðu stjórnendur fyrirtækisins engu að síður lagt mikla áherslu á mikilvægi markaðssetningar til að geta blásið til sóknar um leið og færi gæfist.

Augnlyfjaþróunarfyrirtækið Oculis var valið bjartasta vonin hjá Þjóðmálum en fyrirtækið var skráð á Nasdaq-markaðinn í Bandaríkjunum á síðasta ári og reyndist markaðsvirði þess liðlega fimmtíu milljarðar króna. Þeir Einar Stefánsson, stofnandi Oculus, og Páll Ragnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri stefnumótunar Oculis, tóku á móti verðlaununum.


Viðskipti ársins að mati Þjóðmála voru salan á Kerecis til Coloplast fyrir samtals allt að 180 milljarða króna. Guðmundur Fertram og eiginkona hans Fanney K. Hermannsdóttir veittu verðlaununum viðtöku ásamt þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, stjórnarmanni í Kerecis, og Andra Sveinssyni, stjórnarformanni Kerecis. Með þeim á myndinni eru Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála, og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja.





Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, fékk samfélagsverðlaun Þjóðmála fyrir að hafa sýnt kjark og þor til að standa gegn – og hafa að lokum sigur – ólöglegum ofsóknum eftirlitsstofnana, með fulltingi ráðherra, ásamt því að vera óþreytandi talsmaður aukins gagnsæis í sjávarútvegi og stuðla að upplýsandi umræðu um atvinnugreinina.




Verðlaunahafar í Íslensku ánægjuvoginni:
Dropp skaust beint á toppinn
Tvö skráð fyrirtæki í Kauphöllinni, Icelandair og Sjóvá, voru á meðal verðlaunahafa þegar niðurstöður úr árlegri könnun Íslensku ánægjuvogarinnar hjá Stjórnvísi voru kynntar í janúar sl. Í könnuninni eru ánægðustu viðskiptavinirnir mældir á ýmsum mörkuðum hérlendis. Þetta var tuttugasta og fimmta árið í röð sem ánægja viðskiptavina er mæld. Fyrirtækið Prósent annaðist könnunina líkt og undanfarin ár.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Aðsendar.
Nýtt fyrirtæki í könnuninni, póstþjónustufyrirtækið Dropp, skaust beint á toppinn og mældist hæst allra fyrirtækja með 83,9 stig. Costco í sölu eldsneytis hefur vermt það sæti undanfarin ár.
Það er jafnan mikil spenna þegar úrslitin eru kynnt enda njóta verðlaunin mikillar virðingar og fyrirtækin hampa þessari viðurkenningu af nokkrum þunga.
Þau níu fyrirtæki sem voru tölfræðilega marktækt með hæstu einkunnina á sínum mörkuðum og fá að auglýsa að þau séu með ánægðustu viðskiptavinina voru:
Póstþjónusta: Dropp – Eldsneyti: Costco – Húsgögn: Ikea – Flugfélög: Icelandair
Fjarskipti: Nova – Matvöruverslun: Krónan – Lyfsala: Apótekarinn – Ritföng: A4
Byggingarvörur: Byko
Verðlaunin í Íslensku ánægjuvoginni njóta jafnan mikillar virðingar og fyrirtækin hampa þessari viðurkenningu af nokkrum þunga.“



Þau fyrirtæki sem mældust efst í könnuninni þar sem þó var ekki tölfræðilega marktækur munur á fyrsta og öðru sætinu voru:
Raftæki: Heimilistæki
Raforka: Orka náttúrunnar
Tryggingar: Sjóvá
Bankar: Landsbankinn
Verslunarmiðstöðvar: Kringlan
HVERNIG ER MÆLT?
Ánægjuvogin sjálf samanstendur af þremur spurningum til viðskiptavina eftir að fyrir liggur í könnuninni við hvaða fyrirtæki þeir skipta.
1. Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með reynslu þína af fyrirtækinu?
2. Hugleiddu allar væntingar þínar til fyrirtækisins annars vegar og reynslu þína af því hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir það væntingar þínar?
3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna fyrirtæki á viðkomandi markaði. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er fyrirtækið?
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.





Frá fundi SFF. Gott fjármálalæsi unglinga dregur úr líkum á að þeir lendi í fjárhagsvandræðum vegna eyðslu.
Fjármálalæsi er grunnurinn að fjármálaviti ungs fólks:
Allt kostar
– og peningar vaxa ekki á trjánum
Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) héldu ráðstefnu í Veröld, húsi Vigdísar, í janúar sl. undir yfirskriftinni Fjármálavit ungs fólks. Samtökin hafa hvatt mjög til þess að fjármálalæsi verði gert hærra undir höfði á unglingastigi grunnskóla og í framhaldsskólum. Áhugi nemenda á þessu fagi fer vaxandi og nýlega var sagt frá því að metþátttaka hefði verið í Fjármálaleikunum, landskeppni í fjármálalæsi meðal nemenda á unglingastigi grunnskóla.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Aðsendar
Segja má að fyrstu skrefin í fjármálalæsi gangi í raun út á að kenna unglingum að peningar vaxa ekki á trjánum og að allir hlutir kosta – og að í sparnaði gildir að margt smátt gerir eitt stórt. Áhersla er lögð á að þau þekki og kunni á launaseðla, en margir unglingar í 10. bekk vinna með skólanum. Farið er yfir skattamál, réttindi og skyldur í stéttarfélögum (t.d. að svört vinna veitir engin réttindi), verðbólgu, vexti, verðtryggingu og að það kosti að taka lán. Þá er farið yfir þann kostnað sem fylgir því að reka heimili – og að allt kostar sitt; ekki síst
áhugamál og merkjavörur unglinganna. Það er ánægjulegt að vísbendingar eru nú um að unglingar geymi fermingarpeningana sína í meira mæli en áður og leggi þá inn á sparnaðarreikninga. Á fundi SFF kom fram bæði hjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla, iðnaðarog nýsköpunarráðherra, og Ásgeiri Jóns

Vísbendingar eru um að unglingar geymi fermingarpeningana sína í meira mæli en áður og leggi þá inn á sparnaðarreikninga.“ Ávöxtun
syni seðlabankastjóra að fjármálalæsi sé mikilvægur þáttur í þeirri grunnfærni sem ungt fólk þurfi að tileinka sér í fjármálum og dragi úr líkum á að það lendi í fjárhagsvandræðum. Með aukinni fræðslu í skólunum sitji flestir unglingar auk þess við sama borð hvað þessi mál varðar.
Friðrik Björnsson, markaðsstjóri Gallup, kynnti niðurstöður könnunar þar sem fram kom að aðeins 10% landsmanna sögðust hafa fengið fræðslu um fjármál í skólum; heldur fyrst og fremst í foreldrahúsum.

Á heimasíðu Samtaka fjármálafyrirtækja er mikið fræðsluefni að finna um fjármálalæsi og fjármálavit.
Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri Fjármálavits hjá SFF, stýrði fundinum.

Bækurnar Fyrstu skref í fjármálum og Farsæl skref í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson hafa reynst mjög vel í kennslu á fjármálalæsi.
Verið velkomin í...

• skemmtilegan skyldusparnað
45% af skyldusparnaði í séreignarsjóð, nokkurs konar skemmtisjóð fyrir seinni hálfleik
• valfrelsi
hægt að velja á milli sex ávöxtunarleiða
• sjóðfélagalýðræðieingöngu sjóðfélagar í stjórn, kosnir af sjóðfélögum
• áhættudreifinguvel dreifð eignasöfn
• góðar upplýsingar á heimasíðu og sjóðfélagavef
• allt að 85% lán fyrir fyrstu fasteign
Verið velkomin til starfa, velkomin í Almenna




Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda:
Öflug samtök skila árangri
Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda, segir samtökin efna reglulega til funda um málefni líðandi stundar sem varða hag almennings. Bæði séu fundirnir til að bæta upplýsingar en einnig til að hafa áhrif á gang mála.

Samtök sparifjáreigenda efna reglulega til funda um málefni líðandi stundar sem varða hag almennings. Á þessa fundi eru fengnir kunnáttumenn í þeim viðfangsefnum fjármála sem tekin eru til umræðu og málefnin brotin til mergjar. Fundir samtakanna eru vel sóttir og umfjöllunin með þeim hætti að hver sem er getur áttað sig á henni. Bæði eru fundirnir til upplýsingar en oftar en ekki liður í að hafa áhrif á gang mála. Dæmi um hið síðarnefnda er þegar efnt var til fundar um gömul skuldabréf Íbúðalánasjóðs þegar átti að reyna að fá lífeyrissjóði landsmanna til að afhenda ríkissjóði bréf með ríkulegri ávöxtun gegn því að fá önnur lakari á móti. Margir risu upp gegn þessari fyrirætlan auk Samtaka sparifjáreigenda sem efndu til fundar um málið(a) og niðurstaðan enn sem komið er sú að ráðamenn hafa fallið frá þessari fyrirætlan sinni.
Seðlabankinn afnam binditíma verðtryggðra innlána Annað dæmi er þegar samtökin efndu til fundar með yfirskriftinni „Sparifé – féþúfa bankanna“. Þar var viðfangsefnið hinn óhefti aðgangur bankanna að þeim hluta sparifjár almennings sem landsmenn geyma á þeim reikningum sem þeir fá laun sín greidd inn á. Erfiðlega hefur gengið að fá raunávöxtun á slíka launareikninga og
Fróðlegt verður að fylgjast með hvort landsmenn muni eftir sem áður nýta sér þetta tækifæri til að öðlast ívið betri ávöxtun á óbundið sparifé á launareikningum.“
málastofnanir að fylgja. Þessar reglur miða allar að því að tryggja betur gegnsæi á fjármálamarkaði og öryggi sparifjár almennings. Síðan þá eru fjármálafyrirtæki farin að sækja aftur á um að slakað verði á reglum, sem um leið getur leitt til minna öryggis sparifjár. Þetta var viðbúið og því mikilvægt að fylgjast vel með þeim breytingum og þeirri þróun sem á sér stað. Megnið af reglum á íslenskum fjármálamarkaði er það sama og sett er

meðal reglna sem Seðlabankinn setti var að því aðeins mætti vísitölubinda þá ef þeir væru bundnir í þrjú ár. Á áðurgreindum fundi samtakanna afréð seðlabankastjóri aftur á móti að nota tækifærið og tilkynna að allar takmarkanir á vísitölubindingu slíkra reikninga væru niður fallnar. Var góður rómur gerður að máli hans eins og gefur að skilja. Í kjölfarið breyttu innlánsstofnanir reglum sínum um vísitölubindingu slíkra reikninga eða hækkuðu nafnvexti þeirra en þó er það allt með einhverjum takmörkunum þannig að ekki er hægt að nálgast fjármuni á þessum reikningum nema með uppsagnarfresti. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort landsmenn muni eftir sem áður nýta sér þetta tækifæri til að öðlast ívið betri ávöxtun á óbundið sparifé á launareikningum eða hvort takmarkanir innlánsstofnananna letji almenning til að nýta ávöxtunina sem býðst.
„Reglugerðafarganið“ Í kjölfar bankahrunsins fjölgaði mjög reglum og settar voru nýjar fyrir fjár
í Evrópusambandinu (ESB) enda mikilvægt bæði fyrir fjármálafyrirtækin og sparifjáreigendur að reglurnar séu sem víðast þær sömu. Þannig má treysta að regla í einu landi gildi einnig í öðru, t.d. ef menn vilja freista þess að ávaxta sparifé sitt erlendis.
Til að fylgjast með þessari þróun eiga Samtök sparifjáreigenda aðild að samevrópskum samtökum að nafni Better Finance sem eru með höfuðstöðvar í Brussel þar sem vandlega er fylgst með reglusetningu ESB á sviði fjármálamarkaðar sem haft getur áhrif á sparnað almennings. Með aðild að þessum samtökum og þeim upplýsingum sem þaðan streyma vitum við hvað klukkan slær og þær reglur sem eiga uppruna sinn í ESB verða fyrr en síðar innleiddar hér á landi. Því er mikilvægt að geta haft áhrif á reglurnar þegar verið er að móta þær og það tekst oftar en ekki þegar til eru öflug samtök evrópskra sparifjáreigenda á borð við Better Finance.


BETRA

Fróðleg rannsókn um sparnað kynnt á morgunfundi Samtaka sparifjáreigenda:
Aukinn skyldusparnaður dregur ekki úr frjálsum sparnaði heimila
Sigurður Páll Ólafsson hagfræðingur kynnti á dögunum athyglisverða rannsókn á fundi hjá Samtökum sparifjáreigenda um sparnaðarhegðun og hvort heimilin dragi úr frjálsum sparnaði við aukinn skyldusparnað í lífeyrissjóði.
Texti og myndir: Jón G. Hauksson
Sigurður Páll Ólafsson, hagfræðingur og doktorsnemi við Copenhagen Business School, hélt fróðlegt erindi á morgunfundi Samtaka sparifjáreigenda 14. febrúar sl. Erindi hans bar yfirskriftina Lífeyrissparnaður og leiðréttingar – hver eru áhrifin á frjálsan sparnað heimila? Kynnti Sigurður þar fróðlega rannsókn sem hann hefur staðið að ásamt fleirum og ber yfirskriftina: Umbætur á lífeyriskerfum og sparnaðarhegðun: Hversu mikið fer frjáls sparnaður niður þegar skyldusparnaður fer upp?
EKKI DRÓ ÚR FRJÁLSUM SPARNAÐI HEIMILANNA
„Hagfræðin segir okkur að þegar stjórnvöld hækka skyldusparnað fólks þá bregst það við með því að draga úr frjálsum sparnaði á móti. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að þetta gerist ekki. Frjáls sparnaður heimila dróst ekki saman og hélt áfram þrátt fyrir að lögbundið framlag í lífeyrissjóðina hafi verið hækkað um 3,5 prósentustig á árunum 2016 til 2018 í kjarasamningunum í janúar 2016. Eða úr 12,0% í 15,5%. Þar með jókst heildarsparnaður þeirra og þjóðarbúsins,“ sagði Sigurður Páll á fundinum.
Hann sagði að með þessa vitneskju í farteskinu væri hægt að fara í stefnumótun og umbætur á lífeyriskerfinu til að hækka hlutfall sparnaðar hjá þjóðinni, þótt e.t.v. væri þegar nóg gert í þeim efnum. Aldur fólks væri að hækka og fjöldi þeirra sem starfa á vinnumarkaði dregst sífellt saman í hlutfalli við þá sem eru á eftirlaunum.
TVEIR FYRIR EINN
„Við sjáum svo sannarlega fram á dramatískar breytingar. Árið 2000 voru fimm á vinnumarkaði á Íslandi fyrir hvern íbúa á eftirlaunum. Nú er því spáð að árið 2060 verði tveir á vinnumarkaði fyrir hvern íbúa á eftirlaunum. Þetta er sú staða sem blasir við og í þessu felst mikil áskorun; það mun reyna á lífeyrissjóðakerfið þótt það sé sterkt og í fremstu röð í heiminum og þessi staða mun setja mikinn þrýsting á ríkisfjármálin.“
FÁTÆKT OG FÉLAGSLEG EINANGRUN
Sigurður telur enn fremur að aukinn sparnaður heimila fyrir efri árin sé nauðsynlegur til að draga úr tekjufallinu og viðhalda lífsgæðum á eftirlaunaaldrinum. „Aðrar þjóðir sjá fram á sama vandamál, en hafa ekki allar verið eins fyrirhyggjusamar og Íslendingar og safnað í drjúga lífeyrissjóði. Öldrun er að aukast um allan heim og stórir árgangar að nálgast eftirlaunaaldur.
„TVEIR FYRIR EINN. Árið 2000 voru fimm á vinnumarkaði á Íslandi fyrir hvern íbúa á eftirlaunum.
Spáð er að árið 2060 verði tveir á vinnumarkaði fyrir hvern íbúa á eftirlaunum.“

Næstum 20% fólks yfir 64 ára aldri innan ESBríkja búa við fátækt og hættu á félagslegri einangrun.“
Sigurður fór yfir það á fundinum að gefist hefði gott tækifæri til að hefja þessa rannsókn á sparnaðarhegðun þegar samið var um það í frjálsum
kjarasamningum ASÍ og SA í janúar 2016 að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði yrði hækkað um 3,5 prósentustig í þremur áföngum á árunum 2016 til 2018 og færi úr 8% í 11,5% – á sama tíma og iðgjöldin væru óbreytt hjá hinu opinbera en þau voru þá þegar í 11,5%. Hækkunin var þessi: 0,5% um mitt ár 2016, 1,5% um mitt ár 2017 og 1,5% um mitt ár 2018.
Þarna var því komið kjörið tækifæri til að rannsaka hvaða áhrif þessi hækkun í lífeyrissjóði á almenna vinnumarkaðnum hefði á frjálsan sparnað heimilanna. Myndi draga úr honum við aukið framlag í lífeyrissjóð þeirra?
Í rannsókninni voru notuð gögn frá Skattinum um tekjur skattgreiðenda, eignir og skuldir þeirra, og lífeyrisiðgjöld. Út frá

þessum upplýsingum var hægt að áætla neyslu og sparnað hvers einasta heimilis í landinu og keyra þær upplýsingar saman við ýmis samfélags og lýðfræðileg gögn.
22 ÞÚSUND EINSTAKLINGAR SKOÐAÐIR SÉRSTAKLEGA
Þá kom fram hjá Sigurði að til að styðja frekar við niðurstöður rannsóknarinnar hefði verið ákveðið að skoða hóp einstaklinga sem flutti sig af almenna vinnumarkaðnum, þar sem skyldusparnaður var lægri, yfir á hinn opinbera, þar sem skyldusparnaður var hærri, á tólf ára tímabili fyrir hækkunina 2016, eða á árunum 2004 til 2016.
Þetta hefðu verið rúmlega 22 þúsund einstaklingar og reynt hefði verið að finna út hvort sparnaðarhegðun þeirra hefði breyst við það að skipta um vinnu og ráða sig til hins opinbera þar sem fyrir var 11,5%
mótframlag vinnuveitandans. Það hefði sýnt sig að útkoman var svipuð – frjáls sparnaður þessa hóps hefði haldist og orðið til þess að heildarsparnaður einstaklinganna jókst.
VÍÐTÆK VANÞEKKING Á LÍFEYRISMÁLUM
Sigurður sagði að til að átta sig betur á niðurstöðum rannsóknarinnar hefði verið gerð könnun á almennri vitneskju fólks um lífeyrissparnað og lífeyri. Í ljós hefði komið víðtæk vanþekking á lífeyrismálum og það hefði komið talsvert á óvart. Fólk væri ekki nógu meðvitað um lífeyrissjóðakerfið og lífeyrisréttindi sín sem og framlag á þess vegum í lífeyrissjóðina.
„Aðeins 26% svöruðu rétt um að mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði væri á bilinu 9 til 13% af launum,“ sagði Sigurður. „Á almenna vinnumarkaðnum var spurt
„Aðeins 26% svöruðu rétt um að mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóði væri á bilinu 9 til 13% af launum.“
hvort mótframlag vinnuveitenda hefði verið hækkað og svöruðu 36% þeirri spurningu rétt, þ.e. að svo hefði verið. Þegar opinberir starfsmenn voru spurðir um hvort mótframlag ríkisins hefði verið hækkað svöruðu aðeins 34% því rétt, þ.e. að það hefði ekkert breyst,“ sagði Sigurður.
Að lokum telur Sigurður að rannsóknin gæti nýst við áframhaldandi umbætur á lífeyriskerfinu á Íslandi og hvaða leiðir séu færar til að auka sparnað heimila og létta á fyrirsjáanlegu álagi á almannatryggingar og ríkissjóð vegna fjölgunar fólks á eftirlaunaaldri og hækkandi aldurs þess.
„Nokkrar leiðir eru færar til slíkra umbóta. Ein gæti verið að hækka eftirlaunaaldurinn þannig að fólk vinni lengur. Önnur að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði til að auka heildarsparnað heimila, en líklega höfum við þegar gengið nokkuð langt í þeim efnum,“ sagði Sigurður.

ÞEIR STANDA AÐ RANNSÓKNINNI
Rannsóknin er hluti af doktorsnámi Sigurðar Páls Ólafssonar hagfræðings við Copenhagen Business School, en auk hans standa að rannsókninni þeir Gylfi Zoëga, Háskóla Íslands, Svend E. Hougaard Jensen, Copenhagen Business School, Arnaldur Stefánsson, Háskóla Íslands, og Þorsteinn S. Sveinsson, Seðlabanka Íslands.



Flakkað um Spán:
La Manga á langa tanga
TEXTI OG MYNDIR: JÓN G. HAUKSSON
Sum ferðalög eru öðruvísi. Þetta var eitt af þeim. Lent í Barcelona og flakkað meðfram ströndinni suður til borgarinnar Cartagena á suðausturhorni Spánar sem var áfangastaður okkar í nokkra daga. Hún er mikil menningarborg og töfrar hennar stóðu undir væntingum.
Þaðan lá leiðin út á La Manga-rifið sem er langt og örmjótt með hundruðum stórra hótela; alvöruháhýsa; minnti svolítið á Manhattan. Þetta rif hefur alltaf togað í mann og haft á sér ævintýrablæ á Spánarkortinu. Auðvitað segjum við Íslendingar að fara út á La Manga á langa tanga! Vorum á ferð í október og þessi vinsæli ferðamannastaður nánast tómur. Eftir strandlíf á La Manga var dólað um í nokkra daga á Íslendingaslóðum í kringum Cabo Roig og Torrevieja. Við tók svo hin óviðjafnanlega Valencia með sinn glæsta arkitektúr. Komið að ferðarlokum – þó ekki alveg. Næturgisting í bænum Sitges, suður af Barcelona, áður en Icelandairvélin hóf sig til flugs með okkur Spánarflakkara til Íslands í svala loftið. Fín ferð!













