og ávöxtun
innlánsreikninga og verðbréfasjóða
MARKAÐSVIRÐI FORSTJÓRAR
DEN NORSKE BANK
Innlánsreikningar Séreignasjóðir lífeyrissjóðanna

EIGNIR HEIMILANNA
Bankainnstæður Verðbréfaeign
Heildarskuldir
Eigið fé
Nú er það rautt!
Bankainnstæður heimilanna námu yfir 1 þúsund milljörðum í lok ársins 2021 og verðbréfaeign um 730 milljörðum.
Hún er hófleg bjartsýnin um annan lit á þessu ári.
Það þarf ekki mörg orð um árið 2022. Nú er það rautt, segir allt sem segja þarf um raunávöxtun inn bankanna, sjóða verð anna og ávöxtun lífeyris sins. Það var fyrst og fremst yfir 9% verðbólga sem olli hinum rauða skjálfta á pen markaðnum. Verðbólga í kjölfar mikilla ríkisútgjalda fjölda þjóða til að halda öllu gangandi á tímum veirunnar er alheimsvandi þessi misserin. Í Noregi og Danmörku var til dæmis yfir 7% verðbólga á síðasta ári og þar sáu almennir sparifjáreigendur líka rautt – líkt og fram kemur annars staðar í þessu blaði. Undanfarin ár hafa þeir sparifjáreigendur, sem valið hafa hlutabréf sem sparnaðarform, náð góðri ávöxtun. En að þessu sinni voru þeir minntir á að hlutabréfaeign fylgir áhætta. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni, samsett af tíu fyrirtækjum, lækkaði um 26,5% á síðasta ári. Félögin lentu þó í misjafnlega miklum mótvindum. Þannig lækkaði heildarvísitalan, öll félögin, um 16,8%.
Ljósmyndari er Byron Conroy, rekstrarstjóri Arctic Adventures.
6,5% 2,75% 0,75%
En hvar var þá best fyrir sparifjáreigendur að geyma fé sitt á síðasta ári? Einhver kynni að segja að gamla, góða steinsteypan hafi vinninginn og standi fyrir sínu. Íbúðaverð hækkaði um tæp 15% á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og um 20% árið áður. En það er verið að bera saman epli og appelsínur. Bankabók er laus og liðug; loforð um fyrirframvexti. Hin sígilda spurning er hvort bankarnir geti boðið betur; minnkað vaxtamuninn. Verðbréfin eru eftiráávöxtun þar sem brugðið getur til beggja vona. Um steypuna er það að segja að allir þurfa þak yfir höfuðið – og eru að því leytinu til fastir í steypunni þótt þar kunni að vera góð ávöxtun og eignamyndun til langs tíma.
Stýrivextir í mars 2021: Í mars 2020
EFNISYFIRLIT
Verðbólgan tekur sinn toll og mikilvægt er að koma henni niður sem fyrst. Hún dregur úr kaupmætti bæði sparnaðar og launa. Verðbólgan lifir ekki sjálfstæðu lífi heldur er mælikvarði á hegðun. Með hækkun stýrivaxta er í raun verið að slá á hegðun fólks og fyrirtækja; hvetja til peningalegs sparnaðar og draga úr gleði framkvæmda og neyslu – minnka svigrúmið, því miður það tilfinningalega líka. Rautt ár er að baki á peningamarkaði. Hún er hófleg bjartsýnin um annan lit á þessu ári.
4 Einstök úttekt: Ávöxtun allra innlánsreikninga á Íslandi og sjóða verðbréfafyrirtækjanna.
14 Lífeyrissjóðskerfið: Ávöxtun lífeyrissjóðskerfisins og helstu séreignasjóða.


15 Hagtölur: Ýmsar hagstærðir heimilanna og helstu tölur yfir eignir þeirra og skuldir.
Útgefandi: JGH miðlar slf.
Ritstjóri: Jón G. Hauksson

Dreifing: Frídreifing og á vefnum sem veftímarit. S. 864-5564
Prentun: PrentmetOddi
Umbrot: IB
Forsíðumynd: Byron Conroy Ábyrgðarmaður: Jón G. Hauksson
Prentun: PrentmetOddi
16 Útlönd: Helstu innlánsreikningar Den Norske Bank og ávöxtun þeirra. Enn fremur viðamikil úttekt um kjör útlána hjá bankanum.
18 Aðsend grein: Bolli Héðinsson, hagfræðingur og formaður Samtaka sparifjáreigenda.
20 Kauphöllin: Viðtal við Magnús Harðarson, forstjóra Nasdaq Iceland.
24 Kauphöllin: Myndasyrpa af nýskráningum í Kauphöllinni.
28 Kauphöllin: Farið yfir gengisþróun skráðra félaga á Aðalmarkaði.
30 Strandlíf og stýrivextir: Hvernig Tenerife blandaðist inn í umræðuna.
Ávöxtun innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi
Framtíðin er björt
Yfir 50 áfangastaðir

Það hefur verið okkur sönn ánægja að fljúga með ykkur í gegnum tíðina. Á þessu ári höldum við því ótrauð áfram, sterkari en nokkru sinni fyrr, með stærstu flugáætlun í sögu félagsins þegar kemur að tíðni og fjölda áfangastaða.
Við hlökkum til framtíðarinnar.

FJÁRMÁL
VEGNA VERÐTRYGGINGAR.
Notuð er vísitala neysluverðs til verðtryggingar frá jan. 2022 til jan. 2023. Hækkun = 1,0933723

Ath.
Nafnávöxtun bankanna er sú ávöxtun sem bankar tilkynna þeim eigendum innlánsreikninga í árslok sem ekki hafa hreyft við innstæðu sinni yfir árið. Óhreyfð 1 milljón inni á reikningi yfir árið. Ávöxtunin er því staða reikningsins í lok árs eftir þær vaxtahækkanir sem hafa orðið innan ársins.
Arion banki 2022

Ávöxtun innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi

Íslandsbanki 2022

FJÁRMÁL

Landsbankinn 2022

Ávöxtun innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi

Kvika 2022


TAKK!
1. SÆTIÐ Í ÁNÆGJUVOGINNI 6 ÁR Í RÖÐ






Við hjá BYKO erum ákaflega stolt af því, 6. árið í röð, að eiga ánægðustu viðskiptavinina í flokki byggingavöruverslana. Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent. Mæld er ánægja viðskiptavina í hinum ýmsu geirum reglulega yfir árið. Þessi viðurkenning segir okkur að við séum á réttri vegferð og erum við staðráðin í því að halda áfram að gera enn betur. Takk fyrir okkur!

ÍV sjóðir 2022 Íslensk verðbréf


Sjóðir Kviku eignastýringar 2022

og samfélagsábyrgð
Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og

ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks.
NÓI SÍRÍUS




Nóa páskaeggin eru tilbúin. Við vönduðum okkur alveg sérstaklega, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Það á bæði við um gómsæta skelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan.
Gjörið þið svo vel — það er nóg til fyrir alla.





Sjóðir Stefnis 2022


Akta sjóðir 2022


Ávöxtun innlánsreikninga í bankakerfinu á Íslandi
Lífeyrissjóðirnir:
Rautt hjá séreignasjóðunum
Erfitt ár er að baki hjá séreignasjóðum stærstu lífeyrissjóðanna. Einkennandi var að nafnávöxtunin var víðast hvar neikvæð og í yfir 9% verðbólgu hafði það í för með sér að raunávöxtun viðkomandi sjóða leitaði í tveggja stafa rauða tölu. Árið fer hins vegar þokkalega af stað hjá séreignasjóðum með hækkandi gengi hlutabréfa en markaðsvirði félaga í Kauphöllinni hefur t.d. hækkað um 250 milljarða frá áramótum m.v. 24. feb. sl.
Ávöxtun séreignasjóða
LSR-séreignasjóðir

Eignasafn lífeyrissjóðanna rýrnaði um milljarða að raunvirði 755
Eignir lífeyrissjóðanna rýrnuðu um 755 milljarða króna að raunvirði á árinu 2022 frá árinu á undan. Þar munar mest um minni raunávöxtun vegna hlutabréfa en hlutabréfavísitölur víða um heim lækkuðu verulega; þar af Úrvalsvísitalan í kauphöll Nasdaq Iceland um 26,5% og Heildarvísitalan um 16, 8%. Stýrivextir í flestum löndum voru hækkaðir – sem jafnan þýðir lægra eignaverð. Landssamtök lífeyrissjóða áætla að raunávöxtun allra lífeyrissjóða hafi verið 12% á síðasta ári borið saman við +10% raunávöxtun ársins 2021.
Eignasafn lífeyrissjóðanna Ársbyrjun 2023
6.638milljarðar kr.
(Raunvirt að verðlagi des. 2022)
Innlend skuldabréf: 2.886 milljarðar kr.
Innlend hlutabréf: 1.047 milljarðar kr.
Innlendar eignir, aðrar: 388 milljarðar kr.
Erlend hlutabréf: 2.238 milljarðar kr.
Erlendar eignir, aðrar: 79 milljarðar kr.
Ársbyrjun 2022
7.393milljarðar kr.
RAUNÁVÖXTUN ALLRA LÍFEYRISSJÓÐA
Árið 2022 Allir lífeyrissjóðirnir:

-12%

(Áætlun Landssamtaka lífeyrissjóðanna frá 30. jan. 2023)
2021 Allir lífeyrissjóðirnir: 10%
8,20%
9,60%
(Raunvirt að verðlagi des. 2021)
Innlend skuldabréf: 3.065 milljarðar kr.
Innlend hlutabréf: 1.273 milljarðar kr.

Innlendar eignir, aðrar: 408 milljarðar kr.
Erlend hlutabréf: 2.539 milljarðar kr.

Erlendar eignir, aðrar: 108 milljarðar kr
Heimild: Landssamband lífeyrissjóða

HAGVÖXTUR
7,1%
Hagvöxtur ársins 2022 fór fram úr væntingum og spám. Um er að ræða mesta hagvöxt á einu ári síðan árið 2002 gangi þjóðhagsspá Seðlabankans eftir.
Áætlaður hagvöxtur þessa árs 2023:


2,7%
Hagvöxtur á þessu ári stefnir í að verða í kringum
2,7% skv. þjóðhagsspá Seðlabankans.
Árið 2022:
VERG LANDSFRAMLEIÐSLA
3.460 milljarðar kr.
Árið 2021:
3.233 milljarðar kr.
VERÐBÓLGA
9,9%
Vísitala neysluverðs. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,9% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,3%.
STÝRIVEXTIR
0,75% Í 6,5%
Seðlabankinn hefur hækkað stýri vexti ellefu sinnum
úr 0,75% í 6,5% á innan við tveimur árum, eða frá 19. maí 2021. Á sex mánaða tímabili frá 18. nóv. 2020 til 19. maí 2021 voru stýrivextir 0,75%.
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR Í KAUPHÖLLINNI

35%
Eignarhlutur lífeyrissjóða í skráðum félögum í Kauphöllinni er um 35%. Innlend hlutabréfaeign sjóðanna í árslok 2022 var 1.047 milljarðar kr. – þar af í skráðum
félögum í Kauphöllinni fyrir um 863 milljarða kr.
Markaðsvirði félaga í Kauphöllinni í árslok 2022 var 2.545 milljarðar kr. og hlutfallið því um 35%.
ÚRVALSVÍSITALAN
-26,5%
Lækkun á síðasta ári um 26,5% en hefur farið upp það sem af er þessu ári og markaðsvirði félaganna aukist um 250 milljarða kr. á um einum og hálfum mánuði.
Ávöxtun
Heildareignir heimila
8.837 milljarðar kr. Heildareignir heimila voru 8.837 milljarðar kr. í árslok 2021 borið saman við 7.985 milljarða í lok
ársins 2020 – og jukust því um 852 milljarða kr. á milli ára. Árið 2021 hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 20,3%
Heildarskuldir heimila
2.712 milljarðar kr. Heildarskuldir heimila voru 2.712 milljarðar kr. í árslok 2021 en höfðu verið 2.468 milljarðar í lok ársins 2020 – og jukust því um 244 milljarða kr. á milli ára. Stýrivextir voru lágir á árinu 2021.
Eigið fé heimilanna
6.125 milljarðar kr
Eigið fé heimila var 6.125 milljarðar kr. í árslok 2021 en 5.517 milljarðar kr. í lok ársins 2020 – og jókst því um 608 millj arða kr. á milli ára. Það gerir um 11,0% nafnávöxt un á milli ára og 5,9% raunávöxtun þar sem vísi tala til verðtryggingar var 4,8% á árinu 2021.
Fasteignir heimilanna
6.614 milljarðar kr
Stærstur hluti eigna heimila er bundinn í húseignum. Fasteignir heimila voru metnar á 6.614 milljarða kr. í árslok 2021 borið saman við 5.975 milljarða kr. árið áður. Það er aukning um 639 milljarða kr. á milli ára. Íbúðalán heimila voru hins vegar 2.019 milljarðar kr. í árslok 2021 – og jukust um 211 milljarð kr. á milli ára. Eigið fé heimilanna í húsnæði jókst því um 428 milljarða á árinu 2021.
Bankainnstæður heimila
1.005 milljarðar kr. Bankainnstæður heimila voru 1.005 milljarðar kr. í árslok 2021 en voru 940 milljarðar í lok ársins 2020 – og jukust því um 65 milljarða kr. á milli ára.
Verðbréfaeign heimila
732 milljarðar kr. Verðbréfaeign heimila var 732 milljarðar kr. í árslok 2021 borið saman við 627 milljarða kr. í lok árs 2020 – og jókst því um 105 milljarða kr. á milli ára.
Ökutækjaeign heimila
386 milljarðar kr. Ökutækjaeign heimila var 386 milljarðar kr. í árslok 2021 en hafði verið 350 milljarðar kr. í lok ársins 2020 – og jókst því um 36 milljarða kr. á milli ára. Alls 275 þús. fólksbílar á skrá í árslok 2021 –þar af 10 þús. hreinir rafmagnsbílar. Á árinu 2021 voru fluttir inn 4.500 hreinir rafmagnsbílar árið 2022. Af þessu er ljóst að hrikalegar afskriftir blasa við hjá heimilunum við orkuskipti bílaflotans.
Hækkun íbúðaverðs
14,9%
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 14,9% á árinu 2022 borið saman við um 20% hækkun á árinu 2021. Síðustu mánuði ársins 2021 og í byrjun þessa árs hefur vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,5%
Innlánsvextir hjá Den Norske Bank

Það er líka rautt í Noregi
Gísli Kristjánsson, blaðamaður í Ósló, gerði stutta úttekt fyrir Fjármál og ávöxtun á kjörum sem bjóðast á innlánsvöxtum hjá stærsta banka Noregs, Den Norske Bank (DNB). Það sýnir sig að innlánsvextir bankans slá nokkuð í takt við það sem býðst hér á landi og niðurstaðan er sú að norskir sparifjáreigendur sjá líka rautt þegar kemur að raunávöxtun reikninganna.
Verðbólga – hækkun vísitölu neysluverðs – var eins og á Íslandi, þ.e. af vaxtatekjum innlánsreikninga og sölu húsnæðis. Hins vegar er tekjuskattur af sölu hlutabréfa.
Stýrivextir í Noregi eru 2,75%, en voru 0,25% árið 2021, og hafa verið hækkaðir átta sinnum á undanförnum 14 mánuðum til að slá á þensluna. Auk þess skoðaði Gísli vexti á nokkrum útlánaformum hjá
Den Norske Bank og þeir vextir sem við birtum eru svonefndir Effektiv rente, þ.e. nafnvextir með lántökukostnaði. Það sýnir sig að það kostar sitt að taka lán í norskum bönkum ekki síður en á Íslandi.
Sama er upp á teningnum í Danmörku og þar er fjármagnstekjuskattur af innlánsreikningum 22% og um 27% af arðgreiðslum hlutabréfa. Verðbólga – hækkun vísitölu neysluverðs – var 7,5% í Danmörku á síðasta ári.
DEN NORSKE BANK
Verðbólga í Noregi - vísitala neysluverðs - var 7% á síðasta ár
Brukskonto – Veltureikningur. Vextir 0%. Kostnaður við kort á ári 250 nkr. (3.500 kr. ísl.)
Sparekonto – Sparireikningur. Innlánsvextir 1,35%. Fyrir innlán allt að 500.000 nkr. (7 mkr. ísl.). Engin binding en aðeins gjaldfrí úttekt yfir á veltureikning í bankanum.
Sparekonto pluss – Auka sparireikningur. Innlánsvextir 2,75%. Innlán minnst 500.000 nkr. (7 mkr. ísl.). Engin binding en gjaldfrí úttekt fjórum sinnum á ári yfir á veltureikning í bankanum

Fastrenteinnskudd – Bundnir innlánsreikningar: Binditími frá 3 mán til 24 mánuðir:
1) Bundinn í minnst 3 mánuði. Minnsta innlegg 10.000 nkr. (140 þús. kr. ísl.) Vextir 2,80%.
Nafnvextir í % í feb. 2023
Raunvextir m.v. 7% verðbólgu
0,00% -7,00%
1,35% -5,20%
2,75% -4,00%
2,80% -3,90%
2) Bundinn í 6 mánuði. Minnsta innlegg 10.000 nkr. (140 þús. kr. ísl.) Vextir 3,40%. 3,40% -3,40%
3) Bundinn í 1 ár. Minnsta innlegg 25.000 nkr. (340 þús. kr. ísl.) Vextir 3,65%.
4) Bundinn 24 mánuði. Minnsta innlegg 25.000 nkr. (350 þús. kr. ísl.) Vextir 3,70%.
Superspar – Óbundinn. Samningsbundinn sparnaður. Sjálfvirkar millifærslur. Vextir 1,35%. Fastur sparnaður mánaðarlega með sparnaðarappi. Viðskiptavinur ákv. upphæðina.
Boligspar Ekstra – innlegg til húsnæðiskaupa, bundið fram til hverra áramóta. Vextir 3,25%.
Boligspar Ungdom – BSU Húsnæðisparnaður fyrir fólk undir 34 ára aldri og á ekki húsnæði. Vextir: 4,95%.
10% skattaafsláttur af innleggi af atvinnutekjum. Hámark á reikningi 300 þús. nkr. (4,2 mkr.ísl.).
DEN DANSKE BANK
Vísitala neysluverðs í Danmörku hækkaði um 7,5% á síðasta ári. Veltureikningur - óbundinn. Vextir eru 0% .
án binditíma. Ein gjaldfrí yfirfærsla á mánuði:
Útlánavextir = Nafnvextir með lántökukostnaði.
VERÐBÓLGA = 7,0% Á SÍÐASTA ÁRI (jan. 2022 til jan. 2023

FJÁRMAGNSTEKJU
SKATTUR = 22%
FJÁRMAGNSTEKJU
SKATTUR = 37,5% (af söluhagnaði hlutabréfa)
STÝRIVEXTIR Í NOREGI
2,70% -3,10%
1,35% -5,20%
3,25% -3,50%
4,95% -1,90%
ERU = 2,75% (Hafa hækkað 8 sinnum á rúmu ári)
Tugir
verðbréfasjóða
hjá DNB
Tók út sex helstu verðbréfasjóðina. Munurinn fest í mismunandi áhættu.
Nafnávöxtun þessara sjóða á síðasta ári var á bilinu 1,4% til 10,1%.
Stýrivextir í Noregi eru 2,75%.
Útlán hjá DNB – Den Norske Bank




Vextir = Nafnvextir m. lántökukostnaði
takandi nýtir ekki upphæðina að fullu og á afganginn tiltækan á opnum reikningi. Lántakandi greiðir aðeins vexti af því sem hann notar af láninu.
– Fastir vextir í
Viðmiðunarkjör. Vextir ákveðnir daginn sem lánið
Eigið fé 20% til 35% af kaupverði bíls:
Vextir: 7,77%.
Eigið fé minna en 20% af kaupverði bíls:
Vextir: 8,84%.
Yfirdráttur á veltureikningi: Ekki lengur veittur. Gamlar heimildir enn í gildi:
Vextir: 17,13%.
Neyslulán
Vextir: 4,97%.
Lán undir 2 mnkr. (28 mkr. ísl.)
Vextir: 5,21%
Ef lán nemur meira en 75% af markaðsverði hækka vextir um 0,10 prósentustig.
Rammalán með veði í húsnæði. Lán nemur allt að 60% af markaðsverði húsnæðis. Breytilegir vextir. Hver umsókn metin sérstaklega.
Sömu kjör og á almennum húsnæðislánum en lán-
Vextir: 4,14%.
Lán til kaupa á hyttu í Noregi eða Svíþjóð: Hámarksupphæð 200 þús. nkr. (2,8 mkr. ísl).
Vextir: 4,04%.
Byggingalán: Vextir 7,00% og 0,33% ársfjórðungslega af þeirri upphæð sem nýtt er af láninu.
Lán til bílakaupa
Eigið fé 35% af kaupverði eða meira: Vextir: 7,07%
Verðdæmi fyrir allt að 100 þús. nkr. til fimm ára (1,4 mkr. ísl.)
Vextir: 11,15%.
Tryggingarálag á nýtta upphæð 0,4% á mánuði.
Lán til kaupa á bát, hjólhýsi, mótorhjóli eða vélsleða: Vextir frá 7,08% til 10,08% eftir stærð og eigin fé.
Lán á kreditkorti: Ársvextir miðað við skuld upp á 30.000 kr. (420 þ.kr. ísl.)
Vextir 20,27%.
VAXTAKJÖR Á ÚTLÁNUM Á ÍSLANDI
Íbúðalán

Verðtryggð íbúðalán með vexti á bilinu 2,75% til 5,0%.
Óverðtryggð íbúðalán með vexti á bilinu 8% til 10,6%.
Óverðtryggð íbúðalán (fastir vextir til nokkurra ára) á bilinu 7,75% til 10,65%.
Almenn skuldabréf Óverðtryggð almenn skuldabréfalán með vexti á bilinu 8 til 14%.
Verðtryggð almenn skuldabréfalán með vexti á bilinu 4,4% til 9%.
Útlán hjá Den Danske Bank


Almenn húsnæðislán
Húsnæðislán allt að 85% af markaðsverði: Vextir = vextir með kostnaði 4,61%.
Lán til bílakaupa
Bílalán án veðs til átta ára: Kaskótrygging skylda: Vextir 10,8%.
Yfirdráttalán Óverðtryggð yfirdráttarlán einstaklinga og fyrirtækja í kringum 14%.
Bílalán
Óverðtryggð bílalán í kringum 9 til 11%.



Hvaða augum líta bankarnir almenning?
Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda, spyr hér í pistli sínum hvort gamla heilræðið um að græddur sé geymdur eyrir eigi ekki lengur við. Þá gagnrýnir hann bankana meðal annars fyrir að taka of mikil gjöld af innlánseigendum fyrir notkun þess fjár sem þeir eigi í bönkunum.
Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda.
Lausafé íslenskra banka, fé sem þeir geta gengið að frá degi til dags og notað hvort sem útlánasveiflur eru litlar eða miklar þann daginn, kemur að stærstum hluta frá sparifjáreigendum. Það er sá almenningur sem fær launin sín greidd mánaðarlega inn á innlánsreikning í banka og gengur svo á hann með debet eða kreditkortum sínum sem síðan eru gerð upp um næstu mánaðamót þegar næsta launagreiðsla berst.
Þetta fé geta bankarnir notfært sér að vild og greiða nær ekkert fyrir. Þvert á móti þarf sparifjáreigandinn stöðugt að greiða fyrir notkun þess fjár sem hann hefur lagt inn í bankann. Það eru færslugjöld, gjöld fyrir fyrirspurnir og áfram mætti telja. Gróði bankans af því að geyma fé almennings er umtalsverður og beinn kostnaður almennings mikill – fyrir utan þann óbeina kostnað sem hann verður fyrir vegna þess að ávöxtun á reikningum hans er lítil og beinlínis neikvæð að raunvirði í langflestum tilvikum.
Tilgangur peninga
Í fjármálafræðunum eru vextir hugsaðir sem „verðlaun“ fyrir þann sem leggur féð fyrir í stað þess að nota það strax. Með því að slá
„neyslu“ − í víðasta skilningi þess orðs − á frest með því að geyma féð þá eru greiddir vextir. Þeir sem taka fjárhæðina að láni (t.d. bankinn sem geymir féð) greiða þessa vexti fyrir að hafa strax aðgang að fjármununum. Þannig hafa viðskipti með peninga verið hugsuð í áranna rás.
Það er aldrei of oft rifjað upp hvert er hið þrenns konar hlutverk peninga:

• Þeir eru gjaldmiðill sem við notum til að eiga viðskipti með í stað þess að standa í vöruskiptum.

• Þeir eru reiknieining þannig að við þurfum ekki að tala um kýrverð og þorskhausa sem geta haft í sér fólgin mismikil verðmæti allt eftir hver á í hlut.
• Þeir eru (eða eiga a.m.k. að vera) leið til að geyma verðmæti í stað þess að eiga fyrningar í heyi eða smjörbelgi í skemmu.
Svo viðskipti og höndlun peninga gangi auðveldar fyrir sig höfum við komið okkur upp bönkum. Bankar eru í sjálfu sér góð leið til að sinna því að geyma fjármuni almennings til lengri eða skemmri tíma, allt eftir því hvenær við hyggjumst nota þá peninga sem við höfum lagt fyrir, frestað þeirri „neyslu“ sem peningarnir bjóða upp á. Þess í stað hafa aðrir fengið að njóta þeirrar „neyslu“ sem við frestuðum og fólum bankanum að finna neytanda sem þyrfti á fénu að halda og ætti því í staðinn að greiða okkur gjald fyrir sem kallað er vextir eða verðbætur.
Eyðsluklóin verðlaunuð?
Þessi gamla hagfræði er í góðu samræmi við það sem við mundum kalla eðlilegan gang mála, þ.e. að eitthvað þurfi að greiða fyrir að nota pening í nútíð í staðinn fyrir í framtíð og
þiggjandi þeirrar greiðslu sé sá sem frestaði neyslu sinni til seinni tíma.
Hefur þetta snúist við? Eigum við helst að eyða sem mestu ekki seinna en í gær? Hvað varð um gömlu góðu heilræðin um að græddur sé geymdur eyrir og að maður eigi að búa í haginn fyrir seinni tíma? Safna í stað þess að eyða, ekki vera sú eyðslukló sem lengst af var úthrópuð? Er eitthvað sem styður við þessi gömlu sannindi? Því miður fer orðið minna fyrir þeim stuðningi.
Hvatar af hálfu hins opinbera engir Það er ekki nóg með að horfa upp á hvernig bankarnir leika almenning grátt heldur eru líka hvatar af hálfu hins opinbera til sparnaðar engir. Ef almenningur freistar þess að ná fram sparnaði með því að fjárfesta í verðbréfum eða leggja inn á erlenda gjaldeyrisreikninga þá eru hækkanir verðbréfa og gjaldeyris skattlagðar að fullu jafnvel þótt verðmæti sitji bara kyrr og bara reiknað andvirði þeirra hækki.

Hvað varð um gömlu góðu heilræðin um að græddur sé geymdur eyrir og að maður eigi að búa í haginn fyrir seinni tíma?
Fari það á hinn veginn þá er tap einstaklinga á kaupum á verðbréfum eða gjaldeyri ekki frádráttarbært frá skatti með sama hætti og reiknuð hækkun slíkra verðmæta var skattlögð þótt hún hafi ekki verið innleyst.
Við sjáum svo víða svart á hvítu hvernig háttar meðferð sparifjár hjá bönkunum. Það þarf mikla útsjónarsemi, áhættutöku og stöðuga vinnu til þess eins að tryggja að sparifé rýrni ekki, hvað þá að tryggja að það ávaxtist eitthvað.
nda
nda
nda
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri


Jón G. Hauksson, ritstjóri
Jón G. Hauksson, ritstjóri
Jón G. Hauksson, ritstjóri
nda Jón G. Hauksson, ritstjóri
Jón G. Hauksson, ritstjóri

Kauphöllin Nasdaq Iceland:


Víða spennandi tækifæri til vaxtar
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, segir að þrátt fyrir nokkra lækkun Úrvalsvísitölunnar á síðasta ári hafi íslenski markaðurinn sýnt mikla seiglu miðað við aðstæður. Viðskipti voru á pari við fyrra ár; þátttaka almennings jókst; fjórar vel heppnaðar nýskráningar fyrirtækja settu svip á starfið og tugmilljarða innflæði erlends fjármagns varð í kjölfar þess að Ísland var fært í flokk nýmarkaðsríkja sl. haust hjá alþjóðlega vísitölufyrir tækinu FTSE Russell – en sú flokkun mun skila sér í enn meira flæði erlends fjármagns inn í skráð fyrirtæki í Kauphöllinni á næstu árum.
Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Ýmsir
Okkur tókst að halda okkar striki í uppbyggingu og umbótum á markaðnum. Ég var ánægður með virkni markaðarins og hvers hann var megnugur þegar á reyndi, t.d. á formlegum inntökudegi nýs flokks Íslands hjá FTSE Russell hinn 19. september sl.,“ segir Magnús.
MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA
Hann segir að árið í ár sýnist fara ágætlega af stað á hlutabréfamörkuðum. „Ég hef orðað það þannig að ég sé hóflega bjartsýnn á þetta ár – en mjög bjartsýnn á framtíðina. Það blasa við spennandi tækifæri til vaxtar á næstu árum sem leiða munu til enn frekari virkni og dýptar markaðarins hér á landi,“ segir Magnús.
VÍÐA RAUÐAR TÖLUR
Víða voru rauðar tölur á peningamörkuðum á síðasta ári og árið 2022 fer í sögubækurnar sem brösótt ár fyrir fjárfesta á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Mikið öldurót og frekar magurt ár varð raunin eftir nokkur búsældarleg
Tækifæri næstu ára birtast í mjög
vaxandi
áhuga inn
lendra fyrir
tækja á
skráningu á sama tíma
og þátttaka
almennings
og fagfjárfesta er lífleg, virkni og dýpt orðin meiri
− og síðast en ekki síst
væntingar um stóraukið
innflæði fjármagns frá
erlendum fjárfestum.
ár á undan. Óvissan í kringum stríðið í Úkraínu og stóraukin verðbólga réðu þar mestu um.
Til að slá á verðbólguna hækkuðu seðlabankar víða um heim stýrivexti en vaxtahækkanir eru til að slá á þenslu og þær leiða almennt til lækkunar á eignaverði. Fyrir vikið skein rauði litur inn oftar en sá græni á mælaborðum fjármálafyrirtækja.
Í Kauphöllinni lækkaði Úrvalsvísi talan á síðasta ári um 26,5% en Heildar vísitalan með öllum fyrirtækjunum lækkaði hins vegar mun minna, eða um 16,8% og raunar um 12% sé hún leiðrétt fyrir arðgreiðslum. Hin þekkta vísitala vestanhafs S&P500 lækkaði um 20% og sú þekktasta, Dow Jones, mjakaði sér niður um 9%. Svona svo nokkur dæmi séu tekin. Það sem af er þessu ári hafa hlutabréfavísitölur almennt farið hækkandi.
BIRTINGARMYND SPENNANDI TÆKIFÆRA
Að sögn Magnúsar birtast tækifæri íslenska hlutabréfamarkaðarins á næstu árum í mjög vaxandi áhuga innlendra fyrirtækja á skráningu á sama tíma og þátttaka almennings og fagfjár
festa er lífleg − og síðast en ekki síst væntingum um stóraukið innflæði fjármagns frá erlendum fjárfestum.
„Það hefur verið mikil og markviss uppbygging á íslenska hlutabréfamarkaðnum á síðustu fimmtán árum, eða frá hruni. Nýskráningum og fjárfestum fjölgaði mikið, sem skilaði sér í meiri virkni og dýpt, auknum seljanleika og aukinni tiltrú á hlutafjármarkaðnum. Þessar umbætur á markaðnum leiddu meðal annars til þess að Ísland var fært í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE
Russell síðastliðið haust með því aukna innflæði erlends fjármagns sem fylgdi í kjölfarið. Það var risaskref fyrir íslenskan hlutabréfamarkað. Á markaðnum er núna mikið fjármagn. Það sáu það fáir fyrir að 14 milljarðar kæmu inn á hann á nokkrum sekúndum á inntökudeginum. En markaðurinn sýndi styrkleika sinn og var í góðu jafnvægi.

Þá jók flokkunin áhuga erlendra fjármálafyrirtækja á að tengjast markaðnum beint. Þannig hafa til dæmis tvö þekkt erlend fyrirtæki nýtt sér þennan kost;
bandaríska fyrirtækið Instinet, sem er með höfuðstöðvar í New York en á hér viðskipti í gegnum þýskt dótturfélag sitt, og UBSbankinn í Sviss.“
MIKILL UNDIRLIGGJANDI ÁHUGI
Að sögn Magnúsar eru áberandi tækifæri til skráningar í ýmsum atvinnugreinum. „Það eru augljós tækifæri fyrir fleiri skráningar öflugra fyrirtækja í ferðaþjónustunni, stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, en Ice
Árið 2022 fer í sögubækurnar
sem brösótt ár
fyrir fjárfesta
á hlutabréfa
mörkuðum
víða um heim
− eftir nokkur
búsældarleg
ár á undan.
Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „Eignarhlutur erlendra fjárfesta í félögum í Kauphöllinni er núna í kringum 10%. En ég sé alveg fyrir mér að erlend eignaraðild geti jafnvel farið í 30% á næstu árum – og nálgist þá það hlutfall sem er í erlendum kauphöllum.“
landair Group og Play eru fulltrúar greinarinnar á markaðnum. Ég sé fyrir mér fleiri skráningar í sjávarútvegi og áfram mætti telja varðandi aðrar atvinnugreinar og efnileg vaxtarfyrirtæki. Við finnum fyrir miklum undir

liggjandi áhuga og fjölmörg fyrirtæki hafa haft samband við okkur og sýnt áhuga á skráningu.“
ÁHUGI ALMENNINGS
Um aukinn áhuga almennings segir Magnús að hann sé bæði mikilvægur og sérlega ánægjulegur. „Það vekur athygli að ungu fólki undir þrítugu fjölgar hlutfallslega í hópi hluthafa. Hugsanlega er ástæðan að það er ekki eins brennt af hruninu og þeir eldri og eins er það nýjungagjarnara. Eðli málsins samkvæmt er unga fólkið með frekar litlar fjárfestingar, en það byrjar smátt og fikrar sig áfram og lærir á viðskiptin – sem skiptir máli og styður við þá bjartsýni sem ég hef um markaðinn í framtíðinni,“ segir Magnús.
FJÖLDI EINSTAKLINGA FJÓRFALDAST
Einstaklingum, sem áttu hlutabréf í skráðum félögum í Kauphöllinni, fjölgaði um tvö þúsund á milli ára, eða úr 29 þúsund árið 2021 í tæplega 31 þúsund í lok síðasta árs. Stökkið er enn meira sé litið til áranna á undan en fjöldinn var 17 þúsund árið 2020 og átta þúsund 2019. Þetta er stigmögnun; fjórföldun á fjórum árum!
„Sumir héldu að einstaklingar myndu flýja Kauphöllina þegar verð hlutabréfa tók að lækka og mótvindar að blása á síðasta ári. En það var öðru nær. Einstaklingar hafa reynst þolinmóðir fjárfestar.“
FJÓRAR NÝSKRÁNINGAR –ÓLÍK FYRIRTÆKI
Fjórar nýskráningar voru í Kauphöllinni
á síðasta ári og vöktu allar verðskuldaða athygli. Allt ólík fyrirtæki; matvælafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, lyfjafyrirtæki og fyrirtæki í námagreftri.
Þetta voru Ölgerðin, Nova, Alvotech og Amaroq Minerals. Alvotech var tvískráð, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Byrjaði raunar á First North en fluttist síðan yfir á Aðalmarkaðinn.

„Þessar skráningar komu í kjölfar þess að Íslandsbanki, Síldarvinnslan, Play og Solid Clouds voru skráð í Kauphöllina árið 2021 – og á sama tíma gekk sameining Kviku banka og TM í gegn undir merkjum Kviku. Það kom smá bið í nýskráningar eftir að Arion banki var skráður árið 2018 – fyrstur banka eftir hrun – en um tvískráningu var að ræða og hann einnig skráður í Svíþjóð. Það var svo í hinu vel heppnaða hlutafjárútboði Icelandair Group haustið 2020 sem í ljós kom hve mikil eftirspurn einstaklinga og fjárfesta var eftir bréfum í félaginu. Tónninn var sleginn á markaðnum.“
EIGNARHLUTUR ERLENDS FJÁRMAGNS MUN AUKAST
Eignarhlutur erlendra fjárfesta í félögum í Kauphöllinni er núna í kringum 10% og íslenskra lífeyrissjóða um þriðjungur. „Ég get alveg séð fyrir mér að erlend eignaraðild geti jafnvel farið í 30% á næstu árum – og nálgist þá það hlutfall sem er í erlendum kauphöllum. Allt þetta eykur virkni og dýpt markaðarins enn frekar.
Það er því engin ástæða til annars en vera bjartsýnn á framtíðina og áframhaldandi vöxt markaðarins þrátt fyrir erfiðar aðstæður á síðasta ári – en eftir gjöful ár þar á undan,“ segir Magnús að lokum.
Markviss uppbygging og umbætur á markaðnum hér heima leiddu til þess að Ísland var fært í flokk nýmarkaðsríkja hjá FTSE
Russell sl. haust með því aukna innflæði erlends fjármagns sem fylgdi í kjölfarið.“
Virknin á pari við árið 2021
Sumir héldu að einstaklingar myndu
flýja Kauphöllina þegar verð hlutabréfa tók að lækka á síðasta ári. En það var öðru nær.

Einstaklingar hafa reynst þolinmóðir fjárfestar.“
Heildarviðskipti í Kauphöllinni á síðasta ári voru á pari við árið 2021. Fjöldi viðskipta jókst um 15% milli ára. Heildarviðskipti með hlutabréf voru 4,2 milljarðar á dag á síðasta ári og var það samdráttur upp á 2%. Markaðsvirði skráðra fyrirtækja var í árslok 2.545 milljarðar kr. sem er 0,4% lækkun frá árinu áður. Þessi litla lækkun á markaðsvirði skýrist þó að mestu af fjórum nýskráningum á árinu – en þar munaði mest um mikið markaðsverðmæti Alvotech og nánast fordæmalausa hækkun á bréfum félagsins eftir að félagið færðist inn á Aðalmarkaðinn í desember.
ÍSLENSK VERÐBRÉF BJÓÐA

FJÖLBREYTTA FJÁRFESTINGARKOSTI
OG SPARNAÐARMÖGULEIKA
Hægt er að eiga viðskipti með sjóði í rekstri ÍV sjóða hf.
í gegnum Verðbréfavef ÍV á iv.is
Mikil stemning við nýskráningar

Það hefur verið mikil stemning við nýskráningar undanfarin tvö ár. Venjan er orðin sú að Kauphallarbjöllunni er núna hringt við skráningu bréfanna og fyrstu viðskipti með þau í húsakynnum félaganna við mikil fagnaðarlæti starfsmanna. Þessi háttur tengir starfsmenn meira við gildi skráningarinnar og reynist hvetjandi. Að vísu var Kauphallarbjöllunni ekki hringt í húsakynnum Play og Síldarvinnslunnar á síðasta ári. Í tilviki Play var flogið upp í tíu þúsund feta hæð með bjölluna í einni af þotum félagsins. Hjá Síldarvinnslunni var bjöllunni komið fyrir í einum togara félagsins við bryggju í Neskaupstað, Berki, og þar voru fyrstu viðskiptin slegin inn. Fjórar nýskráningar voru í Kauphöllinni á síðasta ári og vöktu allar verðskuldaða athygli. Allt ólík fyrirtæki; matvælafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, lyfjafyrirtæki og fyrirtæki í námagreftri; þ.e. Ölgerðin, Nova, Alvotech og Amaroq Minerals. Alvotech var tvískráð, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Byrjaði raunar á First North í Kauphöllinni en fluttist síðan yfir á Aðalmarkaðinn.
Árið 2021 voru einnig fjórar nýskráningar þegar Íslandsbanki, Síldarvinnslan, Play og Solid Clouds voru skráð í Kauphöllina – en á sama ári gekk sameining Kviku banka og TM í gegn undir merkjum Kviku og úr varð stórfyrirtæki á markaðnum.
Arion banki var skráður 2018, samtímis hér heima og í Svíþjóð. Það var svo í hlutafjárútboði Icelandair haustið 2020 sem tónninn var sleginn fyrir frekari skráningar og fjörugar bjölluhringingar.









Ljósaskiltin í New York eru upplýsandi
Það er alltaf gaman að sjá þegar nýskráð fyrirtæki í Nasdaq-kauphöllinni á Íslandi eru boðin velkomin á risastóru ljósaskilti Nasdaq í New York. Nú – svo er öðrum áföngum stundum líka fagnað, eins og átti við um Brim, Marel og uppfærslu Íslands hjá FTSE Russell á síðasta ári.





Þau fögnuðu risaáfanga með Kauphöllinni 19. september sl. þegar Ísland var fært upp um gæðaflokk hjá FTSE Russell – sem haft hefur í för með sér mikið innflæði erlends fjármagns inn á hlutabréfamarkaðinn.
Ráðherrar fögnuðu í Kauphöllinni

Nítjándi september 2022 var sögulegur dagur í Kauphöllinni. Ísland færðist þá upp um gæðaflokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE Russell og fór í flokk nýmarkaðs-ríkja. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, hringdu af því tilefni fyrstu viðskipti dagsins inn um morguninn í Kauphöllinni.
Lísa Rán Arnórsdóttir hjá Smittensprotafyrirtækinu og formaður Ungra athafnakvenna, Magdalena A. Torfadóttir, sérfræðingur hjá Stefni og formaður Ungra fjárfesta, og Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, hringja bjöllunni í tilefni af Alþjóðlegri fjárfestaviku
Ungir fjárfestar og
Ungar athafnakonur
Bjöllum Nasdaq-kauphallanna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum var hringt víða um heim í tilefni af Alþjóðlegri fjárfestaviku, World Investor Week, dagana 3.-7. október sl. Tilefnið var að vekja athygli á mikilvægi fjárfestaverndar og fræðslu fyrir fjárfesta. Opnunarbjöllu Nasdaqkauphallarinnar á Íslandi var hringt af þessu tilefni, af fulltrúum Nasdaq Iceland, Ungum athafnakonum og Ungum fjárfestum. Viðburðurinn var haldinn til að vekja athygli á nauðsyn á bættu fjármálalæsi, fjárhagslegri valdeflingu, fjárfestavernd og fjölbreytileika á hlutabréfamarkaðnum.


Fjárfestu í rafrænum sjóðum Kviku

Sérhæfð þekking, ávöxtun til framtíðar.

ÍSLANDSBANKI






















FESTI


ÖLGERÐIN


ICE. SEAFOOD

2022
GENGI HLUTABRÉFA -8%
ÞETTA ÁR TIL 24. FEB. -2%
NOVA

MARKAÐSVIRÐI
15milljarðar kr.

ÁRIÐ 2022
GENGI HLUTABRÉFA -7%
ÞETTA ÁR TIL 24. FEB. -6%


ORIGO



MARKAÐSVIRÐI
14
ÁRIÐ 2022
milljarðar kr.
GENGI HLUTABRÉFA 38%
ÞETTA ÁR TIL 24. FEB. 1%



PLAY

MARKAÐSVIRÐI


12

ÁRIÐ 2022

milljarðar kr.
GENGI HLUTABRÉFA -44% ÞETTA ÁR TIL 24. FEB. -11%







Strandlíf og stýrivextir




TEXTI OG MYNDIR: JÓN G. HAUKSSON
Líklegast hafa fáir fréttamannafundir Seðlabankans vakið jafn mikla athygli og sá sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri héldu 5. október sl. í bankanum þegar þau fóru yfir þá ákvörðun peningastefnunefndar að hækka stýrivexti úr 5,50% í 5,75% til að draga úr þenslu og mikilli einkaneyslu.
Það var á þessum fundi sem Ásgeir sagði í léttum dúr um hina kröftugu einkaneyslu landsmanna í fyrrasumar að tíðar tásumyndir frá Tenerife væru merki um að heimili landsins hefðu nýtt sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum.
„Það voru allir að taka myndir af tánum á sér á Tene eða eitthvað álíka í sólbaði,“ sagði Ásgeir.
Það var eins og við manninn mælt; ferðir til Tenerife urðu nánast á einum degi birtingarmynd einkaneyslu, verðbólgu og stýrivaxtahækkana.


Ásgeir bætti við að það hefði ekki þurft að koma á óvart að einkaneyslan hefði mælst kröfutug. „Það er ekkert óeðlilegt í ljósi þess að fólk var búið að sitja heima hjá sér að spara pening í tvö ár.“
Við birtum hér nokkrar myndir frá för blaðsins til Tenerife í endaðan janúar sl. til að kynnast þessari umtöluðu eyju sem óvænt varð að birtingarmynd kröftugrar einkaneyslu landans. Ameríska ströndin varð fyrir valinu.
Strandlíf og stýrivextir. Bekkjarbræður ræða málin. Hótel Cleopatra Palace við „Laugaveginn“; Avenue Las Américas. Brettamenning í briminu.










