__MAIN_TEXT__

Page 1

#RIG15


LAUGARDALUR Valley of Sports

Karate Dalhús / Sports Hall

Skíði og bretti / Skiing Bláfjöll / Ski Resort

Keila / Bowling Egilshöllin / Bowling Hall

Cyclocross Reiðhöllin í Víðidal

Skotfimi / Shooting Egilshöllin / Sports Hall

Taekwondo Austurberg / Sports Hall

Skvass / Squass Veggsport

Badminton / Badminton Borðtennis / Table tennis TBR við Glæsibæ / TBR

Listhlaup / Figure Skating Skautahöll / Skating Hall

RIG hátíðir / RIG Ceremonies Frjálsar / Athletics Dans / Dancing Júdó / Judo Kraftlyftingar / Powerlifting Laugardalshöll / Sports Hall

Fimleikar /Gymnastics Ármannsheimili Sports Hall

Skylmingar / Fencing Skylmingarmiðstöð National Stadium

Sund / Swimming Sundlaugarpartí / Pool party Laugardalslaug / Swimming pool

Bogfimi / Archery Réttarholtsskóli

Hjólreiðasprettur / Uphill Duel Skólavörðustígur

Ólympískar lyftingar / Olympic weightlifting Crossfit Reykjavík


Ráðstefna

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþróttaog Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikum um afreksþjálfun íþróttamanna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sjö fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun og eru fyrirlestrarnir á ensku eða íslensku. Á meðal fyrirlesara verður Colin Jackson margfaldur Evrópu- og heimsmeistari í 110m grindahlaupi. Fyrirlestrarnir fara fram kl. 17-21 þann 15. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Frekari upplýsingar: m.rig.is

Ókeypis aðgangur að öllum mótum og viðburðum Reykjavíkurleikanna með því að framvísa RIGpassa. Einnig er ókeypis í Laugardalslaugina. Free access to all events and free admission to Laugardalslaug swimmingpool.

Dagskrá - Schedule JANUARY 15 - 18

Viðburður Staðsetning / Event / Venue Blaðamannafundur Háskólinn í Reykjavík / Press conference

15. jan.

16. jan.

17. jan

18. jan

09:00 - 19:00

09:00 - 16:00

16:00

Ráðstefna / Conference

Háskólinn í Reykjavík

Badminton Junior / Badminton Junior

TBR við Glæsibæ / TBR

17:00 - 21:00

Bogfimi Réttarholtsskóli 09:00 - 18:00 10:00 - 14:00 /Archery Frjálsar íþróttir Laugardalshöll 12:00 - 14:00 / Athletics / Sports Hall Júdó Laugardalshöll 10:00 - 17:00 / Judo / Sports Hall Karate Dalhús 09:00 - 17:00 / Karate / Sports Hall Kraftlyftingar Laugardalshöll 11:00 - 15:00 / Powerlifting / Sports Hall Listhlaup á skautum / Figure skating

Skautahöll 13:00 - 18:30 10:30 - 15:20 / Skating Hall

Sund / Swimming

Laugardalslaug 16:25 - 19:00 / Swimming pool

09:15 - 12:00 17:00 - 19:00

09:15 - 12:00 16:00 - 18:00

Taekwondo Austurberg 10:00 - 14:00 / Taekwondo / Sports Hall Hátíðardagskrá Laugardalshöll 19:00 - 22:00 / RIG Ceremony Sports Hall

Hátíðardagskrár

Fyrri hátíðardagskráin verður í Laugardalshöllinni sunnudaginn 18. janúar með borðhaldi, veitingu viðurkenninga, sýningu íþróttafólks, tónlist og skemmtidagskrá. Síðari hátíðardagskráin verður í Laugardalshöll sunnudaginn 25. janúar með borðhaldi, veitingu viðurkenninga, sýningu íþróttafólks, tónlist og gala-danskeppni.


Fjölskylduskemmtun í Laugardalslaug 24. janúar í tilefni Reykjavíkurleikanna Boðið verður til skemmtunar í Laugardalslauginni laugardaginn 24. janúar í tilefni af Reykjavíkurleikum en dagskrá verður sniðin að þörfum barna og ungmenna. Frá kl. 16 verða ýmis leiktæki í lauginn og Bjarni töframaður, Sirkus Íslands, landsliðsfólk Íslands í sundi og fleiri skemmta laugargestum. Frítt verður fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

Dagskrá - Schedule JANUARY 20 - 25

Viðburður / Event Badminton Open / Badminton Open

Staðsetning / Venue

TBR við Glæsibæ 10:00 -15:30 09:00 - 22:30 / TBR

Borðtennis / Table tennis

TBR við Glæsibæ / TBR

15:00 - 18:00

Dans / Dance

Laugardalshöll / Sports Hall

11:00 - 18:30

Fimleikar / Gymnastics

Ármannsheimili / Sports Hall

13:00 - 17:00

Cyclocross / Cyclocross

Reiðhöllin í Víðidal

20. jan

22. jan.

23. jan.

24. jan.

25. jan.

10:00 - 13:00 15:30 - 20:30

10:00 - 13:00

11:00 - 16:00 21:00 - 22:00

19:20 - 20:30

Hjólreiðasprettur Skólavörðustíg 19:00 - 20:30 / Uphill duel Keila / Bowling

Egilshöll Bowling Alley

17:30 - 20:00

17:00 - 19:30

09:00 - 12:00

Ólympískar lyftingar Crossfit Reykjavík / Weightlifting

10:00 - 14:00

Skíði og bretti Bláfjöll Ski & Bordercross / Ski resort

14:00 - 16:00

Skotfimi Shooting

Egilshöll

09:00 - 17:00

Skvass / Squash

Veggsport

Skylmingar / Fencing

Skylmingamiðstöð National Stadium

Sundlaugapartí Ofurmannaleikar

Laugardalslaug / Swimming pool

18:00 - 22:00

Hátíðardagskrá RIG Ceremony

Laugardalshöll

17:00 - 20:00

09:00 - 17:00

10:00 - 15:00 10:00 - 16:00

10:00 - 16:00

19:00 - 22:00


Dear guests

Welcome to the 8th Reykjavík International Games. Reykjavík International Games, RIG, has become one of the major sporting events held in our city and we are thrilled to welcome athletes and guests from all over the world. Athletes are great ambassadors and worthy representatives of their countries. A great number of athletes from many different nations are joined here at RIG to compete in a multitude of sports, sharing experiences and making new friends. Seeking to combine sport, education, art and joy in an influential manner, this year is no exception. There will be 20 different sports events at RIG 2015 and for the first time competitive shooting will be a part of the games.

Kæru gestir

Sports is not just about being the best, it also involves the ability to organize your training in order to reach a particular goal, be disciplined to succeed, listen to the coach – but also enjoy the sport to its full extent.

Velkomin á áttundu Reykjavíkurleikana. Reykjavíkurleikarnir, RIG, er orðinn einn stærsti íþróttaviðburður sem haldinn er í borginni og íþróttamenn og gestir frá öllum heimshornum fjölmenna í Laugardalinn til að taka þátt í ólíkum íþróttagreinum. Íþróttamenn eru frábærir sendiherrar og verðugir fulltrúar sinna landa.

To relish the sport is also a question of its surroundings and what is rewarding about RIG is that it is a great platform to share experiences. At games like these, you meet people from all over the world, fellow athletes and make friends – sometimes for life. And there are many athletes who come here every year, looking forward to competing and meeting old friends.

Framundan er spennandi keppni í fjölmörgum íþróttum, þar sem allir ætla að ná sínu takmarki, deila reynslu og eignast vini. Það verða 20 mismunandi íþróttaviðburðir á leikunum og í fyrsta sinn verður keppt í skotfimi. Á mótinu sameinum við íþróttir, menntun, listir og leikgleði og árið í ár er – engin undantekning.

The biggest social event of the Reykjavík International Games is of course the Swimming Pool Party and the Closing Ceremonies where all the athletes convene and have a wonderful time.

Íþróttir snúast ekki aðeins um það að vera bestur, það þarf líka að búa yfir færni og aga til að ná settu marki og að sjálfsögðu, hlusta á þjálfarann! Að ná settu marki felur í sér umbun sem allir íþróttamenn leggja sig fram um að hafa að leiðarljósi og þannig nýtur maður þess að stunda íþróttir.

I wish you a warm welcome to Reykjavík City and hope that everybody will have the time of their life. Welcome back next year! Dagur B. Eggertsson Mayor of Reykjavík

Á alþjóðamóti eins og RIG, hittist íþróttafólk frá öllum heimshornum. Leikarnir gefa þátttakendum tækifæri til að ferðast um heiminn, kynnast nýjum stöðum og eignast vini frá ólíkum löndum. Hreyfingin er góð, ferðalögin eru skemmtileg en að eignast vini er ómetanlegt.

Efnisyfirlit / Contents

Ekki má gleyma að minnast á einn vinsælasta viðburðinn á Reykjavíkurleikunum en það er auðvitað sundlaugarpartýið og svo lokahátíðirnar þar sem íþróttamennirnir koma saman, slaka á og skemmta sér.

3 Kort / Map of Laugardalur

22 Badminton / Badminton

4 Dagskrá / Preliminary

23 24 25 25 26 28

schedule

Njótið þesss að koma saman í Reykjavík og verið velkomin aftur á næsta ári.

6 Borgarstjóri / Mayor of

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

7 Forseti ÍSÍ / Formaður ÍBR

Reykjavik 8 Reykjavík International Games 10 Badminton / Badminton 11 Bogfimi / Archery 12 Frjálsar / Athletics 14 Karate / Karate 15 Kraftlyftingar / Powerlifting 16 Listhlaup / Figure skating 17 Sund / Swimming 18 Taekwondo / Taekwondo

6

Borðtennis / Table tennis Dans / Dance Fimleikar / Gymnastics Skylmingar / Fencing Hjólreiðar / Cycling Ólympískar lyftingar / Weightlifting 29 Skíði / Skiing 30 Skotfimi / Shooting 32 Skvass / Squass 34 Skilmingar / Fencing 36 Lewis-Francis 38 Lectures on elite training


Enn eitt spennandi íþróttaárið er runnið upp

Alþjóðlegt mót í Reykjavík

Á árinu 2015 munu margir stórir íþróttaviðburðir eiga sér stað, ekki bara í útlöndum heldur einnig hér á Íslandi. Íslenskir íþróttamenn gerðu það gott á síðasta ári og því eru væntingar töluverðar fyrir árið 2015 um frekari afrek og árangur, bæði hér heima sem og á alþjóðavísu.

Það var athyglisvert að sitja og fylgjast með þegar tilkynnt var nú á dögunum um hver yrði íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2014. Þar stendur auðvitað uppúr árangur körfuknattleiks sem tók mikil stökk framávið á árinu og Jón Arnar Stefánsson var valinn íþróttamaður ársins. Hér í Reykjavík var það líka körfuknattleiksmaður sem var valinn íþróttakarl ársins, Martin Hermannsson sem einnig hefur gert það gott í þeirri íþrótt bæði fyrir KR og landsliðið og íþróttakona Reykjavíkur kom svo úr sundinu, Eygló Gústafsdóttir sem náði frábærum árangri á árinu.

Með nýju ári koma einnig 8. Reykjavíkurleikarnir sem fara munu að mestu fram í Laugardalnum, hjarta íþróttanna í borginni. Leikarnir hafa verið í stöðugri þróun og vaxið jafnt og þétt. Nú í ár bætast skotíþróttir við þær íþróttir sem þegar voru komnar á dagskrá leikanna og eru nú 20 íþróttir í boði fyrir innlenda og erlenda keppendur. Á leikunum er einnig boðið upp á skemmtilega viðburði til afþreyingar og ekki að efa að margir þátttakendur bíða óþreyjufullir eftir sundlaugarteitinu sem hefur verið fastur liður í tengslum við leikana. Skemmtileg samvera er ekki síður mikilvægur þáttur á leikum sem þessum.

En það var þó fleira sem vakti verulega athygli á viðburðinum en það var ræða formanns félags íþróttafréttamanna, Eiríks Stefáns Ásgeirssonar, áður en tilkynnt var um úrslit. Þar gerði hann að umtalsefni gagnrýni sem þetta val hefur orðið fyrir á undanförunum árum vegna þeirrar staðreyndar að síðustu 12 ár hafa aðeins tvær íþróttagreinar átt íþróttamann ársins, fótbolti og handbolti. Hann sneri þeirri gagnrýni við, benti á að miklir peningar væru í þessum tveimur greinum og að afreksfólkið okkar þar hefði mun betri tækifæri til æfinga og keppni heldur en afreksfólk í öðrum greinum. Sund, skíði, badminton, skylmingar, frjálsar og áfram mætti telja eiga það sameiginlegt að afreksfólkið okkar þarf að greiða megnið af sínum kostnaði sjálft ætli það að ná árangri og eiga möguleika í alþjóðlegri samkeppni og ekki bara það, flestir þurfa að setja skólagöngu á hilluna og geta ekki unnið með æfingunum og því ekki öðlast starfsreynslu og ekki unnið sér inn nein lífeyrisréttindi. Í flestum tilfellum eru því lítil tækifæri fyrir þetta fólk þegar það hættir að stunda afreksíþróttina sína, það og foreldrar þess eru jafnvel skuldug uppfyrir haus. Fyrir ungan afreksmann hlýtur það því að vera spurning hvort feta eigi þessa leið eða hætta í íþróttum í kringum 20 ára aldurinn til þess að hefja lífið eins og venjulegt fólk. Afrekssjóður ÍSÍ reynir eftir fremsta megni að aðstoða þá einstaklinga sem líklegir eru til árangurs en það er bara til þess að eiga fyrir hluta af útlögðum kostnaði, ekkert er eftir í laun eða sparnað til áranna sem eftir þetta koma.

Það er ákaflega mikilvægt fyrir íþróttafólk á Íslandi að fá tækifæri til að keppa við erlenda mótherja á heimavelli og ekki að efa að það eykur bæði áhuga og árangur okkar íþróttafólks. Það er kostnaðarsamt að sækja keppni út fyrir landsteinana og ekki á allra færi að stunda slíkt í miklum mæli. Því eru tækifærin sem gefast á Reykjavíkurleikunum dýrmæt, ekki síst í ljósi þess hve úrval íþróttagreina á leikunum er mikið og fjölbreytilegt og fjölgunar á erlendum þátttakendum. Reykjavíkurleikarnir eru stórviðburður sem mun áreiðanlega einungis stækka og eflast á komandi árum. Í kjölfar þeirra fylgja svo Smáþjóðaleikarnir í júní, sem er stærsti alþjóðlegi íþróttaviðburður sem Íþróttaog Ólympíusamband Íslands hefur staðið fyrir. Látum þessi verkefni verða okkur hvatningu til frekara alþjóðlegs mótahalds hér á landi. Landið okkar býr yfir miklu aðdráttarafli, íþróttaaðstaða er hér til fyrirmyndar og með samstöðu getum við áorkað miklu. Fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands vil ég óska mótshöldurum, öllum keppendum og sjálfboðaliðum á Reykjavík International Games góðs gengis og skemmtilegrar upplifunar á leikunum.

Það er því vel við hæfi, nú þegar jafn flottir leikar eins og RIG eru af fara af stað í 8. sinn að ráðamenn staldri við og velti því fyrir sér með hvaða hætti íslenska ríkið geti komið meira að þessum málum með myndalegri hætti en verið hefur og gert afreksfólki okkar kleift að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, kynna landið og menninguna og vera fyrirmyndir í samfélaginu?

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ

Ingvar Sverrisson Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur

7


Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir 15. – 25. janúar 2015 háskólann í Róm og forseti Evrópska lyftingasambandsins og Colin Jackson margfaldur Evrópu- og heimsmeistari í 110m grindahlaupi. Íslensku fyrirlesararnir eru Eyleifur Jóhannesson, Hafrún Kristjánsdóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Kári Steinn Karlsson og Rafn Líndal.

Reykjavík International Games eða Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir eru nú haldnir í áttunda sinn en þeir eru haldnir árlega í janúar. Á leikunum er keppt í tuttugu íþróttagreinum og fer keppnin að mestu fram í Laugardalnum. Tilgangur leikanna er að auka samkeppnishæfni íslenskra keppenda og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að fá sterka erlenda keppendur til leiks. Í ár eru keppendur á þriðja þúsundið og erlendir gestir á fimmta hundraðið auk þess sem aragrúi sjálfboðaliða vinnur að skipulagi og framkvæmd mótsins.

Reykjavík International Games 15th – 25th January 2013

Hugmyndin um leikana sprettur annarsvegar af frumkvæði forráðamanna Frjálsíþróttadeildar ÍR og Sundfélagsins Ægis sem höfðu haldið alþjóðleg mót í janúar um tveggja áratuga skeið en hinsvegar af þeirri reynslu sem varð til hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur þegar haldnir voru velheppnaðir Alþjóðaleikar ungmenna 2007 (International Children´s Games) í Reykjavík. Nú er keppt í badminton, bogfimi, borðtennis, dansi, fimleikum, frjálsum íþróttum, hjólreiðum, judo, karate, keilu, kraftlyftingum, listhlaupi á skautum, ólympískum lyftingum, skíða- og snjóbrettaíþróttum, skotfimi, skvassi, skylmingum, sundi og taekwondo.

The Reykjavík International Games are now held for the eighth time. At the games athletes compete in twenty different sports: Archery, badminton, bowling, cycling, dance, fencing, figure skating, gymnastics, judo, karate, Olympic weightlifting, power lifting, shooting, ski and boardercross, squash, swimming, table tennis, taekwondo and track and field. The tournaments take mostly place in Reykjavik´s Sports Centre in Laugardalur in January every year. The purpose of the games is to provide Icelandic athletes with the challenge of competing with strong foreign athletes. This year more than 2000 athletes participate, the foreign guests are around 400 and many volunteer workers help to make the event run smoothly.

Undirbúningshópur með fulltrúa frá hverri íþróttagrein starfar allt árið en einstakir mótshlutar eru á ábyrgð einstakra félaga, sérráða og sérsambanda ÍSÍ. Daglegt starf er í höndum sex manna framkvæmdastjórnar en hana skipa að þessu sinni Gústaf A. Hjaltason, sem er formaður, Bjarnveig Guðjónsdóttir, Jón Þór Ólason, Reinharð Reinharðsson,Vilhelm Patrick Bernhöft og Kjartan Ásmundsson framkvæmdastjóri.

Ceremonies and entertainment There will be two ceremonies on the Sundays, the 18th and the 25th of January in the Laugardalur Sports Hall. The ceremonies will consist of a banquet with handing out special prizes for best results in each category of sport and as usual of a theatrical show where the athletes will participate and other entertainment and on the 25th there will be a gala dance competition. On Saturday the 24th there will be a pool party in Laugardalur swimming pool.

Opinber bakhjarl RIG er Síminn en einnig munar miklu um stuðning MS, AVIS og Icelandair auk stuðnings Reykjavíkurborgar.

Conference The Reykjavik Sports Union and the National Olympic and Sports Association of Iceland organize a conference in collaboration with the Reykjavik University on the topic of elite training of athletes. The conference is on the 15th of January and marks the opening of the Reykjavík International Games 2015. The lectures are in English or in Icelandic and the lectures in English will be given by dr. Antonio Urso professor at the Tor Regata university in Rome and president of the European Weightlifting Federation and Colin Jackson a former sprint and hurdling athlete who was three times World Champion and also an Olympic silver medalist. Icelandic lecturers will be Eyleifur Jóhannesson, Hafrún Kristjánsdóttir, Íris Mist Magnúsdóttir, Kári Steinn Karlsson og Rafn Líndal.

Hátíðir og afþreying Fyrri hátíðardagskráin verður í Laugardalshöllinni sunnudaginn 18. janúar með borðhaldi, veitingu viðurkenninga, sýningu íþróttafólks, tónlist og skemmtidagskrá. Sundlaugarpartí og ofurmannakeppni verður í Laugardalslauginni laugardaginn 24. janúar en síðari hátíðardagskráin verður í Laugardalshöll sunnudaginn 25. janúar með borðhaldi, veitingu viðurkenninga, sýningu íþróttafólks, tónlist og gala-danskeppni. Ráðstefna Í ár verða Reykjavíkurleikarnir settir á torgi Háskólans í Reykjavík fimmtudaginn 15. janúar. Í framhaldi af setningunni munu Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu um afreksþjálfun íþróttamanna í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Sjö fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun og eru fyrirlestrarnir á ensku eða íslensku. Erlendu fyrirlesararnir eru þeir dr. Antonio Urso prófessor við Tor Regata

8


Sundlaugapartí í Laugardalslaug 24. janúar í tilefni Reykjavíkurleikanna

Ofurmannakeppni

DJ STEF í Laugardalslaug

Í ár verður boðið upp á ofurmannaleika sem fram fara þann 24. janúar kl. 18 þar sem að fjögra manna lið etja kappi í þremur keppnisgreinum: kuldapolli, jakahlaupi og sleiptogi. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara keppninnar, allir velkomnir, skráning á staðnum og frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.

Í ár býður Síminn bakhjarl Reykjavíkurleika til sundlaugarpartís þann 24. janúar kl. 20 þar sem að öllu verður tjaldað til. Hátalarar á sundlaugarbakka og ofan í laug, myndasýning á stóra skjánum, brjáluð ljósasýning og DJ STEF sem mun sjá um að halda uppi stuðinu.

Sigurvegarar Ofurmannakeppninnar 2014

Reykjavik's Thermal Pools

ONLY*

650 isk. ADULTS

140 isk. CH ILDREN

e c r u o s a alth e h of

Th er m al sw i m m i ng po ol s

Hot t ubs H and jacuzz i

Sa un as , stea m baths an d sh ow er s

*Admission January 2015. Price is subject to change

Thermal pools and baths in Reykjavik are a source of health, relaxation and pureness. All of the city´s swimming pools have several hot pot´s with temperatures ranging from 37˚ to 42˚C (98˚–111˚F). The pools are kept at an average temperature of 29˚ C (84˚ F). Tel: +354 411 5000 spacity.is


Badminton

TBR, 17. Jan. 9-19 & 18. Jan. 9-16 Tennis- and Badminton Club of Reykjavík is the organizer of the former badminton event of the Reykjavik International Games. This badminton tournament is a junior tournament for all age groups; U-13, U-15, U17 & U-19. Players can enter all categories; singles, doubles and mixed doubles. The event starts on Saturday the 17th of January and continues on Sunday the 18th with semi-finals and finals. The tournament will be held at TBR badmintonhall at Gnoðarvogur 1. The hall is a badminton hall only, with 12 courts and a wooden floor and matches the best badminton halls in the world.

Badminton

TBR, 17. jan. kl. 9-19 og 18. jan. kl. 9-16 Tennis- og badminton félag Reykjavíkur eða TBR skipuleggur og heldur sitt árlega unglingameistaramót í tengslum við Reykjavík International Games. Mótið er haldið fyrir keppendur í unglingaflokkum sem eru skilgreindir sem U-13, U-15, U-17 og U-19. Leikmönnum er heimilt að keppa í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Keppni hefst laugardaginn 17. janúar og stefnt er að því að leika fram í undanúrslit í öllum flokkum og greinum. Undanúrslit hefjast svo á sunnudagsmorgni og á eftir fylgja úrslitaleikir. Keppt verður í stóra sal TBR við Gnoðarvog 1 sem er eingöngu badmintonhús og þykir hið glæsilegasta á alþjóðamælikvarða en í húsinu eru 12 badmintonvellir á trégólfi.

Badminton á rætur sínar að rekja aftur til miðrar 18. aldar BreskaIndlands, þar sem íþróttin var búin til af breskum hermönnum sem voru þá staðsettir þar. The beginnings of Badminton can be traced to mid-18th century British India, where it was created by British military officers stationed there.

Skipuleggjandi / Event Manager Sigfús Ægir Árnason tbr@tbr.is

10


Archery

Réttarholtsskóli, 17. Jan. 9-18 & 18. Jan. 10-14 Archery has been a part of the Reykjavík International Games since 2011. The tournament is acording to FITA regulations with recurve and compound, men’s and women’s. 2x30 arrow rounds are shot and and then the 32 highest scores in each group will shoot head to head matches until we have result. FITA triple target is used. Archery has been practiced since 1974 in Iceland but first gained traction late 2012. Since 2011 clubs practicing have increased exponentially from 2 to 9 clubs currently active. In 2014 the Icelandic teams made their presence known internationally, first at the indoor World Championships where we landed the 9th place in team competition and later in the year a group of 13 archers set out for the indoor World Cup with the highest seat achieved in the open category was 4th place.

Bogfimi

Réttarholtsskóli, 17. jan. kl. 9-18 og 18. jan. kl. 10-14 Keppni í bogfimi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum hófst árið 2011. Keppt er samkvæmt FITA reglum með ólympískum sveigbogum og trissubogum í karla- og kvennaflokki. Skotið er 2x30 örvum og síðan keppa 32 efstu keppendurnir til úrslita, maður á mann, þar til úrslit eru ráðin. Skotið er af 18 metra færi í innanhússkeppnum og notaðar þriggja punkta skotskífur. Bogfimi hefur verið stunduð á Íslandi síðan 1974 en náði fyrst uppsveiflu seint árið 2012. Síðan 2011 hefur félögum sem stunda bogfimi fjölgað úr tveimur uppí níu sem er töluverð fjölgun. Árið 2014 fóru fyrst íslensku félögin með sveitir á alþjóðleg mót þar sem við náðum 9. sæti í liðakeppni á heimsmeistaramótinu innandyra og 13 manna hópur frá flestöllum félögum fór á heimsbikarmót þar sem besti árangur varð 4. sæti í einstaklingskeppni. Norðurlandamót hefur verið haldið tvisvar á Íslandi, 1985 og 1997, og 1985 vann Elísabet Vilhjálmsson til silfurverðlauna í kvennaflokki fatlaðra

Skipuleggjandi / Event Manager Hlynur Freyr Þorgeirsson archery@archery.is

The Nordic Archery Championship has been held twice in Iceland, 1985 and 1997, and in 1985 Elísabet Vilhjálmsson won silver in the women´s disabled category

11


Athletics

Laugardalshöll, 17. Jan. 12-14 The Reykjavík International Games or RIG as they are more commonly known, have been an international athletic event since 2006 when the initial meeting was held to celebrate the opening of Laugardalshöll Sports Arena. Its opening amplified the optimism and stirred up expectations of athletics in the entire country. The arena brought huge improvements in track and field which resulted in an almost twofold increase in the annual count of new national records over the previous years. Over the years athletes from other Nordic countries, Europe and even as far as the Caribbean have elevated the meeting with their participation. The aim of the meeting has been to create opportunities for Icelandic athletes for a competitive forum on their home ground. At the same time it’s the hope of the organizers that the audience will enjoy pleasant and exciting entertainment. RIG has now the status of a European Athletics Indoor Permit Meeting which reflects the ambitions of the athletics movement in the country to take the next step forward.

Frjálsar íþróttir Laugardalshöll, 17. jan. kl. 12-14

Frjálsíþróttamót Reykjavík International Games eða RIG eins og það er nefnt í daglegu tali er sprottið út frá vígslumóti Frjálsíþróttahallarinnar í Laugardalnum árið 2006. Engum dylst sú mikla breyting sem Höllin hefur haft í för með sér á aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta í landinu. Nú er RIG orðið alþjóðlegt fjölgreina íþróttamót með mikilli erlendri þátttöku. Markmiðið með RIG er að skapa metnaðarfulla keppni fyrir besta frjálsíþróttafólk okkar og góða skemmtun fyrir áhorfendur í leiðinni. Boðið hefur verið til leiks erlendu keppnisfólki og hingað hafa komið þátttakendur frá öðrum Norðurlöndum, Bretlandi og víða af meginlandi Evrópu og jafnvel frá Karabíska hafinu.

Íslendingar hafa átt tvo Evrópumeistara í frjálsum íþróttum innanhúss. Hreinn Halldórsson varð Evrópumeistari í kúluvarpi árið 1977 og Vala Flosadóttir varð Evrópumeistari í stangarstökki árið 1996 Hreinn Halldórsson won the European Indoor Championship in shot put 1977 and Vala Flosadóttir won the European Indoor Championship in pole vault 1996

RIG er skilgreint sem EAA Permit mót með staðfestingu frá Frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA) og er það í samræmi við stefnu mótshaldara, sem í þetta sinn er Frjálsíþróttasamband Íslands. Vegna athygli sem mótið hefur hlotið, var FRÍ líka boðin aðild að Euromeetings samtökunum sem eru samtök helstu mótshaldara í Evrópu. Markmiðið er að bæta mótið og gera það öflugra með hverju árinu. Undirbúningsnefnd mótsins skipuðu þau: Guðlaug Baldvinsdóttir, Þórey Edda Elísdóttir, Sigurður Haraldsson, Sigurjón Þorsteinsson og Jónas Egilsson.

Skipuleggjandi / Event manager Jónas Egilsson fri@fri.is

12


Judo

Sports Hall 17. Jan. 10-17 Judo Federation of Iceland will have Reykjavik Judo Open for men and women in Laugardalshollin Sports hall and now for the third time in collaboration with the Reykjavik International Games, a multi sport event. Last years we have had very strong competitors from Russia, the Czech Republic and Germany and of course from the Nordic Countries and now we expect some competitors from Ukraine, Poland and the Czech Republic again. To mention some great competitor from the past Reykjavík Judo Open we have to mention Tagir Khaibulaev from Russia, Olympic gold medalist from London 2012 but he competed last year.

Júdó

Laugardalshöll 17. jan. kl. 10-17 Júdósamband Íslands heldur nú í þriðja sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games) og er þetta opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugardalshöllinni. Á Reykjavík Judo Open í fyrra voru afar sterkir þátttakendur frá Rússlandi, Tékklandi og Þýskalandi og auðvitað frá Norðurlöndunum og í ár eigum við von á keppendum frá Úkraínu, Póllandi og aftur koma vinir okkar frá Tékklandi. Nokkrir heimsklassa júdómenn hafa verið þátttakendur á mótinu frá upphafi og til að nefna einhven er ekki úr vegi að nefna Tagir Khaibulaev frá Rússlandi, gullverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum í London 2012 en hann keppti hér á landi 2014. Júdósamband Íslands var stofnað 28. janúar 1973 og núna 41 ári síðar eru íslenskir svartbeltar orðnir 150 alls.

Skipuleggjandi / Event manager Bjarni Friðriksson jsi@judo.is

The Judo Federation of Iceland was founded on the 28th of January 1973 and now 41 years later Icelandic black belt holders are 150.

13


Karate

Dalhús Grafarvogur, 17. Jan. 9-17 The Icelandic karate Federation is very proud to be a part of the Reykjavik International Games for the third time. The tournament is going to take place at Fjolnir Sport Club, Dalhusum 1, Reykjavik, home of Fjolnir Karate Club. The karate tournament is going to be on Saturday the 17th of January 2015, for cadets, juniors and seniors. We are going to use the WKF rules for the categories in the tournament. We will use two tatamis for the tournament. The Icelandic Karate Federation was founded in 1985 but karate has been a sport in Iceland since early ’70 or over 40 years. In Iceland are about 12 different clubs training karate with around 1600 people participating.

Karate

Dalhús Grafarvogi, 17. jan. kl. 9-17

Þetta er í þriðja sinn sem Karatesamband Ísland tekur þátt í Reykjavík International Games og mun karatehluti þess fara fram í íþróttahúsi Fjölnis, Dalhúsum 1, 112 Reykjavík. Á RIG eins og öðrum mótum á Íslandi, verður keppt eftir WKF reglum í þremur aldursflokkum, cadet (14-15 ára), junior (16-17 ára) og senior (18 ára og eldri), bæði í kata og kumite þar sem farið er eftir þeim þyngdarflokkum sem WKF reglur segja til um og veitt verða tvenn 3ju verðlaun í hverjum flokki. Mótið mun fara fram á tveimur völlum samtímis en húsnæði Fjölnis, i Dalhúsum, býður upp á góða áhorfendaaðstöðu og skemmtilega umgjörð við mótið. Karatesamband Íslands var stofnað 1985 en karate hefur verið stundað hér á landi frá áttunda áratug síðustu aldar eða yfir 40 ár. Alls eru um 12 karatefélög og deildir starfandi á landinu og um 1600 iðkendur. Karatesamband Íslands var stofnað 28. febrúar 1985 og verður því 30 ára á árinu. Fyrsti formaður þess var Hannes Hilmarsson.

14

Skipuleggjandi / Event manager Þrúður Sigurðar thrudur@thorshamar.is


Powerlifting

Reykjavík Sports Hall, 17. Jan. 11-15 The Icelandic Powerlifting Federation was founded in April 2010, and the sport has been represented in the Reykjavík International Games (RIG) since 2011. Public interest in the sport is steadily increasing, and more than 1100 members are now registered in 15 clubs around the country. This time around, the Open Icelandic Championship in Bench Press 2015 will be held as part of RIG. The strongest Bench Pressers in the country, both men and women, will compete for the medals in various weight categories, as well as for the overall victory on Wilks-points, both individually and for teams. Among those competing for the overall victory are our two guest lifters Ielja Strik from Holland and Kim-Raino Rølvåg from Norway. Strik has had an impressive carrier in Powerlifting and is the reigning World Champion in Bench Press in the -84 kg category. Rølvåg is on the Norwegian Powerlifting Team. He is a strong Bench Presser and won gold medal in this discipline at the 2014 European Championships in the -74 kg category with 232,5 kg. The audience can expect a spectacular and exciting competition in the Reykjavík Sports Hall.

Kraftlyftingar

Laugardalshöll, 17. jan. kl. 11-15 ÍSÍ stofnaði sérsamband um kraftlyftingar í apríl 2010. Í kjölfarið hefur áhugi á íþróttinni sífellt aukist bæði hjá konum og körlum. Nú eru skráðir iðkendur yfir 1100 í 15 félögum í landinu. Kraftlyftingar hafa verið á dagskrá RIG síðan 2011. Að þessu sinni er það kraftlyftingadeild Breiðabliks sem sér um mótahald í samvinnu við stjórn sambandsins. Á leikunum í ár verður keppt í bekkpressu og er mótið jafnframt opið Íslandsmeistaramót í bekkpressu 2015. Okkar sterkasta kraftlyftingafólk mun berjast um titlana í hinum ýmsu þyngdarflokkum karla og kvenna. Auk þess verður keppt um stigaverðlaun einstaklinga og liða. Tveir sterkir gestakeppendur verða með. Þau heita Ielja Strik og Kim-Raino Rølvåg. Ielja Strik frá Hollandi er goðsögn í lifanda lífi. Hún er ríkjandi heimsmeistari í bekkpressu í -84 kg flokki þar sem hún á best 185 kg. Hún keppir jöfnum höndum í þríþraut og bekkpressu og hefur stigið á verðlaunapall á ótal alþjóðamótum, á World Games og Arnold Classic. Kim-Raino er í landsliði Noregs í kraftlyftingum þar sem hann keppir i -74 kg. Hann vann gull í bekkpressu í þessum flokki á EM 2014 með 232,5 kg en það er hans besti árangur.

Það er ekki á hverjum degi sem heimsmet eru slegin á Íslandi, óháð íþróttagrein. Í ágúst sl. voru sett fimm heimsmet í bekkpressu í Njarðvíkum þar sem fram fóru Norðurlandamót í kraftlyftingum og í bekkpressu! Five world records were set in Bench Press at a Nordic tournament in Iceland last summer!

Skipuleggjandi / Event Manager Gry Ek Gunnarsson gry@kraft.is

15


Figure Skating

Skating Hall, 17. Jan. 13-18:30 & 18. Jan. 10:30-15:20 The Figure Skating Club of Reykjavík (SR) has participated in the Reykjavík International Games since 2008. Last year the Icelandic Skating Association joined forces with SR as an organizer and this year it is an ISU competition for the first time. The figure skating competition takes place in Skautahöllin in Laugardalur. The ice rink is located in the beautiful valley Laugardalur, close to the center of Reykjavík. We are excited to already have registrations from Hong Kong, UAE, Russia, Philippines and the Czech Republic in addition to six European nations. It promises to be an exciting competition with wide range of competitiors from all over the world.

Listhlaup á skautum

Skautahöllin í Laugardal, 17. jan. kl. 13-18:30 og 18. jan. kl. 10:30-15:20 Keppt hefur verið í listhlaupi á skautum á RIG síðan 2008 og Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir hafa fest sig í sessi og eru í dag sterkasta mót sem haldið er hérlendis í greininni. Skautasamband Íslands (ÍSS) tók við skipulagningu mótsins árið 2014 af Listhlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur (SR), sem er mótshaldari. Mótið er nú í fyrsta skipti á mótaskrá Alþjóða Skautasambandsins (ISU) og þátttaka í mótinu gildir til stiga hjá ISU. Það er mikill heiður fyrir ÍSS og SR að fá þennan ISU stimpil á mótið sem mun stuðla að því að draga athygli að mótinu og laða að skautara á heimsmælikvarða. Það er ánægjulegt að segja frá því að þar með hefur upphaflegu markmiði verið náð, þ.e. að koma mótinu inn á ISU listann. Almenn tilhlökkun er hjá íslenskum keppendum og töluverð spenna að sjá í hvaða keppnisflokka erlendir keppendur skrást. Nú þegar hafa keppendur skráð sig til leiks frá Hong Kong, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, Rússlandi, Filippseyjum og Tékklandi auk sex Evrópulanda.

Fyrsta Íslandsmeistaramótið fór fram á Akureyri árið 2000. Áður höfðu verið haldin Íslandsmót barna og unglinga, allt frá 1996. Íslenska heitið yfir þessa grein hefur oft valdið vangaveltum, „listhlaup á skautum“ og hafa margir spurt sig hver upphaflega þýddi heitið‚ Figure skating‚ yfir í listhlaup Figure skating is a young sport in Iceland and the first Icelandic Championship was in the year 2000

Skipuleggjandi / Event manager Bjarnveig Guðjónsdóttir rig@skautafelag.is

16


Swimming

Swimming Pool, 16. Jan. 16:25-19, 17. Jan. 9:15-12 & 17-19 & 18. Jan. 9:15-12 & 16-18

The Reykjavik International Games have been held every year since 1989 in the Laugardalur Swimming Pool. Many foreign swimmers have found their way to Iceland and participated in the tournament through the years. Swimmers from Sweden, Norway, Czech Republic, Denmark, Germany, Russia, Finland, Slovakia, USA and Faroe Islands have visited Iceland and participated in the Reykjavik International Games. The Reykjavik International Games are now held in a 50x25m indoor pool in Laugardalur which was opened in January 2005. Internationally experienced referees have been invited to conduct the technical part of the competition. Participation in Reykjavik International Games gives you also a great opportunity to plan a training camp for your team before or after the competition.

Sund

Laugardalslaug, 16. jan. kl. 16:25-19, 17. jan. kl. 9:15-12 og 17-19 og 18. jan. kl. 9:15-12 og 16-18

Alþjóðlegu Reykjavikur leikarnir (RIG) hafa verið haldnir í Laugardalslauginni síðan 1989 og hafa margir erlendir sundmenn komið til Íslands til að taka þátt í leikunum. Þátttakendur hafa verið sundfólk frá Svíþjóð, Noregi, Tékklandi, Danmörku, Þýskalandi, Rússlandi, Finnlandi, Slóvakíu, Bandaríkjunum og Færeyjum. RIG leikarnir eru haldnir í 50m innilauginni í Laugardalnum, sem var opnuð í janúar 2005 og hafa margir erlendir keppendur lýst yfir mikilli ánægju með aðstöðuna í Laugardalnum og framkvæmd mótsins. Dómarar með alþjóðlega reynslu hafa eftirlit með því að allt fari vel fram og erlendum þátttakendum gefst kostur á æfingabúðum á undan eða eftir keppni. Mótið er viðurkennt af FINA og gefur sundfólki möguleika á að ná lágmörkum t.d. á alþjóðleg mót eins og Ólympíuleika og heimsmeistaramót.

Skipuleggjandi / Event manager Þórunn Margrét Gunnarsdottir rig@aegir.is, sundsamband@sundsamband.is

17


Taekwondo

Austurberg Sports Hall, 17. Jan. 10-14 This is the third time that Taekwondo is a part of the Reykjavík International Games and we hope to see many competitors, as well as fair and good results. It is our goal to take good care of our guests and we strive to offer valuable seminars and camps for all categories before the tournament both in kyorugy and poomsae. Sparring seminars and camps will hopefully also take place before the event led by our international guests. This opportunity is perfect to prepare for other championships and at the same time explore the Volcano country in the middle of the Atlantic Ocean, you will not be disappointed! For the Kyorugi competition Electronic Body Protectors (EBP) from Daedo will be used in all groups. Daedo is the official WTF recognized EBP provider and will be used throughout the competition. For the poomsae competition, Taekoplan will be used. We aim at providing high quality organization and competition, with top level international referees. It is our aim to have high level of transparency, fair play and impartiality for athletes.

Taekwondo

Íþróttahús ÍR Austurbergi, 17. jan. kl. 10-14 Það er mikið fagnaðarefni að taekwondo er hluti af Reykjavíkurleikunum, bæði í bardaga og formum. Við stefnum líka að því að bjóða upp á æfingabúðir og dómaranámskeið fyrir mót þar sem Edina Lents frá Danmörku mun kenna poomsae og verður einnig með dómaranámskeið þar sem farið verður yfir allar reglur og reglubreytingar. Við vonumst líka til að geta boðið upp á æfingabúðir í bardaga fyrir mót með erlendum gestum og mun það verða auglýst sérstaklega þegar þar að kemur. Í öllum greinum og flokkum verður notast við rafrænar brynjur í sparring. Við bjóðum upp á búnað sem sýnir úrslit strax og munu allir dómarar veita rafræna stigagjöf. Þetta er því sannkölluð taekwondo veisla sem höfðar til flestra iðkenda og til allra aldurshópa. Við hvetjum alla til þátttöku enda brjótum við blað í sögu íþróttarinnar með þessum viðburði, því aldrei höfum við boðið upp á fjölbreyttari dagskrá og vonandi fáum við góða og reynda gesti í heimsókn. Taekwondo er bardaga- og sjálfsvarnaríþrótt sem byggist á gamalli bardagalist Kóreumanna. Áherslan er fyrst og fremst á sjálfsvörn þar sem fæturnir spila aðalhlutverkið. Agi er eitt af grunndvallaratriðunum, börn og fullorðnir læra að beita sig aga við æfingarnar og að gefast ekki upp þó móti blási. Æfingarnar bæta þrek og liðleika og eru góð alhliða þjálfun fyrir börn jafnt sem fullorðna. Taekwondo is one of the most systematic and scientific Korean traditional martial arts, that teaches more than physical fighting skills. It is a discipline that shows ways of enhancing our spirit and life through training our body and mind. Today, it has become a global sport that has gained an international reputation, and stands among the official games in the Olympics

Skipuleggjandi / Event Managers Richard Már Jónsson tki@tki.is

18


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 72408 01/15

ANCHORAGE

HELSINKI VANCOUVER SEATTLE

STOCKHOLM TRONDHEIM

EDMONTON

PORTLAND

ICELAND

OSLO GOTHENBURG COPENHAGEN BERGEN STAVANGER BILLUND HAMBURG FRANKFURT MUNICH AMSTERDAM GLASGOW BRUSSELS ZURICH MANCHESTER MILAN BIRMINGHAM LONDON PARIS GENEVA HEATHROW & GATWICK

DENVER

BARCELONA

MINNEAPOLIS / ST. PAUL

MADRID

TORONTO

WASHINGTON D.C.

BOSTON NEW YORK

HALIFAX

JFK & NEWARK

ORLANDO

ENJOY EXPLORING WITH ICELANDAIR Our route network connects Iceland to 39 destinations in Europe and North America with 220 trips every week.

+ icelandair.com

Join us


#RIG15

Snerpa, kraftur og ótrúleg tækni

Síminn er stoltur bakhjarl Reykjavík International Games Upplifðu Reykjavík International Games með Símanum, fangaðu öll ótrúlegu augnablikin og deildu þeim jafnóðum. Síminn fylgir þér alla leið.

Þú getur meira með Símanum


N M 6 6 74 1 ENNEMM / SÍA /

RIG í vasanum með m.rig.is Á farsímavefnum finnurðu dagskrá leikanna, myndastraum, fréttir og allar upplýsingar.


Badminton Open

TBR, 22. Jan. 10-15, 23. Jan. 9-22:30, 24. Jan. 10-13 & 15:30-20:30 & 25. Jan. 10-13 Badminton Iceland´s tournament, Iceland International, is a part of Reykjavik International Games. The tournament is a part of Badminton Europe´s circuit and gives points on BWF World Rankings. The tournament is the biggest project for Iceland´s National Team and the best badminton players in Iceland take part. Foreign players also compete in the tournament. Prize money is 5.000 USD. The tournament will be played at TBR badminton hall at Gnodarvogur 1. The hall is a badminton hall only, with 12 courts and a wooden floor and matches the best badminton halls in the world.

Badminton Open

TBR, 22. jan. kl. 10-15, 23. jan. kl. 9-22:30, 24. jan. kl. 10-13 og 15:30-20:30 og 25. jan. kl. 10-13 Badmintonsamband Íslands heldur alþjóðlega mótið sitt, Iceland International, sem hluta af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af mótaröð Badminton Europe og gefur stig á heimslista Alþjóða badmintonbandsins. Mótið er stærsta landsliðsverkefni ársins og bestu badminton spilarar landsins taka þátt. Að auki koma þátttakendur hvaðanæva að og taka þátt í mótinu. Verðlaunafé er samtals 5.000 dollarar.

Badminton á rætur sínar að rekja aftur til miðrar 18. aldar BreskaIndlands, þar sem íþróttin var búin til af breskum hermönnum sem voru þá staðsettir þar. The beginnings of Badminton can be traced to mid-18th century British India, where it was created by British military officers stationed there.

Skipuleggjandi / Event Manager Margrét Gunnarsdóttir mg@badminton.is

Keppt verður í stóra sal TBR við Gnoðarvog 1 sem er eingöngu badmintonhús og þykir hið glæsilegasta á alþjóðamælikvarða en í húsinu eru 12 badmintonvellir á trégólfi.

22


Table tennis TBR, 24. Jan. 15-18

The table tennis tournement of the Reykjavik International Games started in 2011. It is a great honour for Table Tennis Club Vikingur to organize an exciting tournement and to have the opportunity to do its best to make the table tennis tournament of the Reykjavik International Games unforgettable. The table tennis tournament will take place in TBR Sport Hall, Gnoðarvogur 1, 104 Reykjavik and Icelandic national players will attend as well as players from abroad.The tournament will be for Men´s and Women´s Singles. The players will play in single knockout competition, and then there will be semi-finals and finals. We are hoping that spectators will find the table tennis tournament exciting and our guests will enjoy visiting Iceland.

Borðtennis TBR, 24. jan. kl. 15-18

Borðtennis varð keppnisgrein á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum árið 2011 og er Borðtennisdeild Víkings umsjónaraðili keppninnar. Reykjavíkurleikarnir er mjög spennandi verkefni og mun Víkingur gera sitt besta til að mótið verði sem mest spennandi og ógleymanlegt þeim keppendum sem taka þátt. Keppni í borðtennis fer fram í TBR-Íþróttahúsinu, Gnoðarvogi 1, Reykjavík. Besta borðtennisfólk landsins mætir til leiks og von er á sterkum erlendum keppendum. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna og er leikjafyrirkomulag þannig að keppt verður í einföldum úrslætti, síðan koma undanúrslitaleikir og á eftir fylgja úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki. Von er á spennandi og skemmtilegri keppni í borðtennis og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með. Borðtennis varð til í Bretlandi á 19. öld og var leikið af bresku yfirstéttinni. Upphaflega var netið röð af bókum sem stillt var upp á miðju borðinu, boltinn efri hlutinn af kampavínstappa og spaðarnir lok af vindlakössum. Table tennis originated as a sport in Britain in the 19th century, where it was played among the upper-class. A row of books were stood up along the center of the table as a net, the paddles were made of cigar box lids and the balls of champagne corks.

Skipuleggjandi / Event manager Pétur Stephensen pos@itn.is

23


Dance

Reykjavik Sports Hall, 24. Jan. 11-18:30 & 25. Jan. 11-16 & 21-22 There will be three dance competitions this weekend organized by the Icelandic Dance Sport Federation. The main event is the RIG International Latin Open, which will be held on Sunday evening. During Saturday and Sunday there will be RIG competitions for all ages, but as always we start with the youngest. There will be 5 international WDSF adjudcators judging the dancing this weekend. The last few years, couples from several countries have participated in our event and of course the best couples from Iceland.

Dans

Laugardalshöll, 24. jan. kl. 11-18:30 og 25. jan. kl. 11-16 og 21-22 Dansíþróttasamband Íslands mun standa fyrir þrem danskeppnum á RIG. RIG keppni fyrir alla aldurshópa, Íslandsmeistaramóti í latin dönsum með frjálsri aðferð og bikarmóti í standard dönsum með frjálsri aðferð. Íslandsmeistaramótið í latin dönsum er eitt þýðingarmesta mót fyrir okkar elstu dansara því á þessu móti vinna þeir sér inn keppnisrétt á Heimsmeistaramótum víða um heim árið 2015. Alþjóðlega RIG Latin keppnin með frjálsri aðferð fer fram á sunnudagskvöldinu undir borðhaldi og er um að ræða Galakeppni. Það verða 5 erlendir dómarar frá 5 löndum, sem dæma alla helgina.

Samkvæmisdans er ung keppnisgrein á Íslandi en fyrsta Íslandsmeistaramótið var haldið árið 1986. Árið 2000 varð íslenskt par þau Adam Reeve og Karen Björk Björgvinsdóttir Reeve Evrópumeistarar í flokki atvinnumanna í 10 dönsum og 2003 urðu þau heimsmeistarar í sömu grein. The first Icelandic Dance Championship was in 1986 but in the year 2000 the Icelandic couple Adam Reeve and Karen Björk Björgvinsdóttir Reeve won the European Championship in 10 Dances and in 2003 they became World Champions

Skipuleggjandi / Event manager Jón Eiríksson rigdance@gmail.com

24


Gymnastics Laugaból, 24. Jan. 13-17

Gymnastics have been part of the Reykjavik International Games since 2008. The tournament has varied in form but the last years we have been competing in Teamgym.This year we will compete in Artistic gymnastics MAG and WAG. The tournament this year will be held by Ármann and the Icelandic Gymnastic Federation will provide technical support. In this tournament the competition wil be divided into junior and senior competition. In WAG seniors, from 16 years old and juniors, from age 13, we will compete after the rules from FIG. Finals and aparratus finals in one day competition. In MAG seniors, from 18 years old and juniors from 14 years, we will compete after the rules from FIG. Finals and aparratus finals in one day competition.

Fimleikar

Laugaból, 24. jan. kl. 13-17 Fimleikar hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2008 og hefur verið keppt með mismunandi fyrirkomulagi. Síðastliðin ár hefur verið keppt í hópfimleikum, en í ár verður keppt í áhaldafimleikum. Mótið verður haldið af fimleikadeild Ármanns í samstarfi við Fimleikasamband Íslands. Keppt verður í frjálsum æfingum karla og kvenna í unglinga og fullorðinsflokkum. Á mótinu verður keppt í fjölþraut og úrslitum á einstökum áhöldum. Fyrsta fimleikamót á Íslandi var haldið árið 1924 og framan af voru mótin eingöngu fyrir karla. Á fimleikamóti árið 1968 voru konur fyrst á meðal þátttakenda en nú eru fimleikar næst mest stundaða kvennaíþróttin á Íslandi First gymastics tournament in Iceland was in 1924 but the early tournaments had only male participants. In 1968 women participated for the first time and now gymnastics is the second most popular women´s sport in Iceland

Skipuleggjandi / Event manager Íris Svavarsdóttir iris@fimleikasamband.is

25


Hjólreiðar voru í fyrsta sinn með á RIG 2013 en þá var einnig keppt í hjólspretti upp Skólavörðustíginn. Hjólreiðar sem keppnisíþrótt hafa verið í mikilli sókn undanfarin ár og hefur tala keppenda margaldast á aðeins örfáum árum og mörg ný hjólreiðafélög verið stofnuð.

Uphill Duel

Uphill Duel, 23. Jan. 19-20:30 The RIG Uphill Duel will be held on Skólvörðustígur in the heart of Reykjavík. Cyclists can use any bike of their choice. Maximum number of participants is 32 and riders will be paired randomly in a series of grueling head to head knock-out rounds. The street is geothermally heated so participants will not need any studded tires to get up the 70 meter long track.

Hjólreiðar á RIG 2015

Cycling was first introduced in RIG in 2013 with an Uphill Duel on Skólavörðustígur. Over the past few years cycling as a sport has enjoyed a tremendous success in Iceland with numbers of participants rising very fast.

Reiðhöllin í Víðidal og Skólavörðustígur, 20. og 23. jan.

Að þessu sinni verða tvær ólíkar hjólakeppnir á RIG. Þann 20. janúar verður í fyrsta skipti keppt í Cross Eliminator keppni en 23. janúar verður keppt í Upphill Duel (Hjólaspretti) í hjarta Reykjavíkur líkt og verið hefur undanfarin ár. Í Upphill Duel reynir fyrst og fremst á spretthörku keppenda en í Cross Eliminator skiptir tækni ekki síður máli. Reikna má með frábærri stemningu og góðri aðstöðu fyrir áhorfendur.

Cross Eliminator (útilokunar) ákorunin, 20. jan kl. 19-20:30

Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt í Cross Eliminator en það er afar spennandi tegund keppnishjólreiða. Fyrirkomulagið er þannig að fjórir keppendur eru ræstir samtímis inn í krefjandi braut í Reiðhöllinni í Víðidal en þar eru frábærar aðstæður fyrir áhorfendur og keppendur enda varðir fyrir veðri og vindum. Tveir keppendur komast áfram úr hverjum riðli í næstu umferð þangað til aðeins fjórir keppendur standa eftir. Í lokariðlinum þurfa menn hins vegar ekki að forðast útilokun heldur koma fyrstir í mark og landa þar með fyrsta Cross Eliminator titli Íslandssögunnar. Það reynir á spretthörku, tækni og klókindi í svona keppni og óhætt er að reikna með afar harðri og spennandi keppni. Keppendum verður raðað tilviljanakennt í fjögurra manna riðla, hámarksfjöldi keppenda er 64 og keppt verður í opnum flokki karla og kvenna.

Uphill Duel, 23. jan kl. 19-20:30

Ræst verður neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að Bergstaðastræti á braut sem er um 70 metra löng. Val keppenda á hjólreiðfáki er frjálst. Rétt er að minna á að Skólavörðustígur er upphitaður svo að ekki verður sérstök þörf á nagladekkjum eða öðrum búnaði tengdum vetrarhjólreiðum. Hámarksfjöldi þáttakenda er 32 og verður þeim raðað af handahófi þar sem tveir keppendur spretta samtímis. Notast verður við útsláttarfyrirkomulag og að lokum mun aðeins einn sigurvegari standa eftir í karla og kvennaflokki.

26

Skipuleggjandi / Event manager Albert Jakobsson og David Robertson, Hjólreiðanefnd ÍSÍ hjolreidanefnd@gmail.com Fyrsta hjólreiðafélagið á Íslandi hét Hjólamannafélg Reykjavíkur og var stofnað 1897. Ári síðar var fyrsta hjólreiðakeppnin haldin á Þjóðhátíð í Reykjavík. The first bicycle club in Iceland was founded in 1897 and was called Hjólamannfélag Reykjavíkur. The first official race was held the next year in Reyjavík.


Bowling

Egilshöll Bowling Alley, 22. Jan17:30-20, 23. Jan. 17-19:30, 24. Jan. 9-12 & 25. Jan. 9-17 The arrangement in the bowling tournament is that there are 3 groups and 6 games are played in each group. Each player must submit 6 games and can play all the groups, but it’s just the best six game series that applies. After the preliminary 16 players go to semi finals and play a six game series. The top ten players from semi finals go to finals and play two games and the last two players fall out and there is a decrease of one set. Thus, it continues until two players are left and they play two games and the winner of the match will be RIG champion.

Keila

Egilshöll, 22. jan. kl. 17:30-20, 23. jan. kl. 17-19:30, 24. jan. kl. 9-12 og 25. jan. kl. 9-17 Fyrirkomulag í keilumótinu er með þeim hætti að það eru 3 riðlar spilaðir og 6 leikir í hverjum riðli. Hver leikmaður þarf að skila 6 leikjum og getur spilað alla riðlana en það er bara besta 6 leikja serían sem gildir. Eftir forkeppnina fara 16 leikmenn í milliriðil og spila 6 leikja seríu. Tíu efstu leikmenn úr milliriðlinum fara í úrslit þar sem leiknir eru tveir leikir og falla út tveir neðstu leikmennirnir og fækkað um eitt sett, dregið er á sett í hverri umferð. Þannig er leikið áfram uns tveir leikmenn eru eftir og leika þeir þá tvo leiki og sigurvegari úr þeirri viðureign verður RIG meistari. Keila á Íslandi byrjaði í seinni heimstyrjöldinni í herbragga í Reykjavík. Þar voru tvær keilubrautir og var pinnunum raðað upp af mannahöndum. 1985 var opnaður keilusalur í Öskjuhlíðinni en Keiludeild ÍR var stofnuð 1994 þegar Keila í Mjódd var opnuð

Skipuleggjandi / Event manager Hörður Ingi Jóhannsson hud@simnet.is

The first bowling alley in Iceland was opened during World War II. There were two bowling lanes in one of the army bases and the pins were stacked by hand. The bowling alley in Öskjuhlíð was opened 1985

27


Weightlifting

Lyftingafélag Reykjavíkur 24. jan. 10 -14 Weightlifting has been a part of the Reykjavik International Games since 2012. The tournament takes place at the facilities of The Reykjavík Weightlifting Club at Faxafen 12. The Reykjavík Weightlifting Club and Ármann Weightlifting Club organize the event with the Icelandic Weightlifting Federation and the competition is according to IWF rules. The two competition lifts in order are the Snatch and the Clean and Jerk. Gold, silver and bronze medals will be awarded for the first, second and third places scoring on Sinclair points both for men and women. Weightlifting started in Iceland decades ago and the Icelandic Weightlifting Federation has been a part of The National Olympic and Sports Association of Iceland since 1973. Icelandic weightlifters have competed four times in the Olympic Games.

Ólympískar lyftingar Lyftingafélag Reykjavíkur 24. jan. kl. 10 - 14

Ólympískar lyftingar hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2012 og sjá Lyftingasamband Íslands, Lyftingafélag Reykjavíkur og Lyftingadeild Ármanns um framkvæmdina. Keppt er í húsnæði Lyftingafélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og hefst vigtun tveimur tímum fyrir keppni. Keppt er í jafnhendingu og snörun samkvæmt í IWF reglum. Í snörun er stöng með lóðum lyft í einu átaki upp fyrir höfuð og er lyftan gild þegar keppandinn getur staðið hreyfingarlaus með hand- og fótleggi útrétta. Í jafnhendingu er stönginni fyrst lyft upp að herðum í einu átaki en síðan upp fyrir höfuð. Lyftan er gild þegar keppandinn getur staðið hreyfingarlaus með handog fótleggi útrétta. Ólympískar lyftingar hafa verið stundaðar á Íslandi í fjölmörg ár og Lyftingarsamband Íslands hefur verið innan ÍSÍ frá 1973. Íslenskir lyftingamenn hafa keppt fyrir Íslands hönd á fjórum Ólympíuleikum. Ólympískar lyftingar voru stundaðar í fornum egypskum og grískum samfélögum sem grunnþjálfun og náttúruleg leið til að mæla styrk og afl og þær voru á meðal íþróttagreina á fyrstu nútíma Ólympíuleikunum í Aþenu 1896

Skipuleggjandi / Event manager Lárus Páll Pálsson laruspallpalsson@gmail.com

Weightlifting was practised in ancient Egyptian and Greek societies as a basic training method and to measure strength. Weightlifing was one of the competitions at the first modern Olympics in Athens 1896.

28


Skiing

Bláfjöll Ski Resort, 24. Jan. 14-16 The Ski Federation of Iceland in close cooperation with Breidablik is hosting the tournament for the second time. The event is a Ski and Boarder Cross competition where four people start at the same time and only two go to the next round until there is a winner. The competion will be held at the local Ski Resorts in 40 minute drive from Reykjavik.

Skíði hafa verið notuð á norðurslóðum í árþúsundir og þau elstu fundust í Rússlandi og eru frá 6300-5000 f. Kr. Árið 2004 fannst skíði frá því um 1000 á Suður-Grænladi sem hefur líklega borist þangað með íslenskum landnemum. Fyrsta skíðakeppnin sem sögur fara af var haldin í Tromsö í Noregi 1843. The oldest information about skiing is based on archaeological evidence, a wooden ski dating from about 6300-5000 BC was found in Russia. In 2004 a primitive ski, dated back to 1010 was found near Nanortalik in Greenland probably brought by Icelandic settlers. First reported skiing competition was held in Tromsö Norway 1843.

Skíði

Bláfjöll, 24. jan. kl. 14-16 Skíðasamband Íslands í samvinnu við Breiðablik heldur nú skíða og brettamót RIG í annað sinn. Keppnin mun fara fram á Skíðasvæðum Höfuðborgarsvæðisins (skidasvaedi.is), um það bil 40 mínútna akstur frá Reykjavík og keppt verður í skíða- og brettaati. Fjórir keppa í einu og falla þeir tveir sem hafa lakastan tíma úr keppni en hinir halda áfram í næstu umferð og þannig gengur þetta þar til sigur er ráðinn.

Skipuleggjandi / Event manager H Davíð Björnsson hdb@simnet.is

29


Shooting

Egilshöll, 24. Jan. 9 - 17 The shooting sport is represented at the Reykjavik International Games for the first time this year. There will be Air pistol and Air rifle competitions for men and women in both the category of adults and teenagers (15-21) at the Reykjavík Shooting Club at Egilshöll sports hall. The venue has 16 lanes equipped with SIUS hybridscore. Friday January 23rd at 14–18 there will be pre-event training at Egilshöll. Rules of the ISSF (International Shooting Sports Federation) and STI (Shooting Sports Federation of Iceland) will be used. Athletes must be members of their country’s Shooting Sports Federation.

Skotfimi

Egilshöll, 24. jan. kl. 9 - 17 Árið 2015 verður í fyrsta skipti keppt í skotfimi á RIG og verður keppt í loftskammbyssu og loftriffli karla og kvenna í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt verður í bæði flokki fullorðinna og unglinga (15–21). Keppnisæfing verður haldin kl. 14–18 föstudaginn 23. janúar.

Skipuleggjandi / Event manager Gudmundur Kr. Gislason sr@sr.is .

Þessar skotgreinar eru afar vinsælar um allan heim og er keppt í þeim í flestum löndum heims. Keppni í loftriffli kvenna hefur t.d. verið opnunargrein Ólympíuleika síðustu árin. Hérlendis er loftskammbyssugreinin afar vinsæl og loftriffillinn sækir stöðugt á. Á síðustu Ólympíuleikum í London 2012 áttum við einn keppanda í loftskammbyssu, sem náði þar fínum árangri og endaði í 14. sæti. Áður hafði Skotfélag Reykjavíkur átt keppanda á leikunum í Barcelona 1992 og í Sidney árið 2000.

Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag á landinu en það var stofnað 2. júní árið 1867. Fyrsta skotæfingasvæði félagsins var við Tjörnina en heimildir eru til um skotfimi allt frá árinu 1840. Skothúsvegur dregur nafn sitt af skothúsi félagsins sem þar stóð

Markmið Skotfélags Reykjavíkur með þátttöku í RIG er að kynna betur fyrir almenningi skotfimi sem íþrótt og að laða til landsins erlenda skotmenn til að keppa við okkar sterkustu skotmenn sem nú þegar hafa skapað sér nafn á Evrópu- og heimslistum í loftskotfimi.

Reykjavík Shooting Club is the oldest sports club in Iceland founded in 1867 but there are records of the sport being practised dating back to 1840

30


JÁ, VIð KUNNUM LÍKA Að GERA GÓð SALÖT.

NÝTT

ANDACONFIT SALAT FABRIKKUNNAR

Hægeldað andaconfit á ferskri klettasalatblöndu með rauðrófukáli, mandarínulaufum, sesamfræjum, radísum og brakandi stökku núðluragett. Með oriental hvítlauks og engiferdressingu.

NÝTT

KJÚKLINGA- OG PARMASALAT FABRIKKUNNAR Safarík kjúklingabringa á ferskri klettasalatblöndu með rauðrófukáli, ristaðri parmaskinku, kirsuberjatómötum,vínberjum, sesamfræjum og brakandi stökku núðluragett. Með austurlenskri Yuzu dressingu.

Við mælum með ísköldum Topp með salatinu þínu.


Squash

Veggsport, 23. Jan. 17-20 and 24. Jan. 10-15 The competition will be held at Veggsport Squash Club, the single largest squash club in the country and one that has hosted numerous international squash events including PSA and WPSA events. Veggsport has four courts in excellent condition, each of them with glass back-wall, fully equipped gym and an outstanding sauna to relax in after a hard day´s competing. There will be competed in three categories: Men’s, Women’s and Teenagers (U-19) with tournament on Friday and semi-finals and finals on Saturday. There is a great interest among Icelandic and international squash players to attend this big event, The Reykjavik International Games. Skvassfélag Reykjavíkur (Reykjavik Squash Federation) was founded in December 1988 and Skvassnefnd ÍSÍ (Icelandic Squash Committee) in 1993 which makes the sport very young in Iceland.

Skvass

Veggsport, 23. jan. kl. 17-20 og 24. jan kl. 10-15 Skvass var keppnisgrein á RIG í fyrsta skipti árið 2012. Mótið er haldið í Veggsport, Stórhöfða 17, sem er stærsti skvassklúbbur Íslands en þar eru fjórir salir. Spilað verður í karlaflokki, kvennaflokki og unglingaflokki (U19) og hefst mótið á föstudegi en undanúrslit og úrslit eru á laugardegi. Mikill áhugi er meðal skvassara að taka þátt í þessum stóra viðburði sem Reykjavíkurleikarnir eru. Skvassfélag Reykjavíkur var stofnað 1988 og Skvassnefnd ÍSÍ árið 1993 og er íþróttin því ung á Íslandi. Skvassíþróttin er þróuð úr a.m.k. fimm öðrum íþróttagreinum sem innihalda spaða, kylfur og bolta og sérstaða hennar er sú aðstæðingarnir mætast á sama vallarhelmingi sem er umkringdur veggjum. Spilararnir spila oftast mjög þétt og eru því mjög strangar reglur um hvernig spila eigi skvass, aðallega til að koma í veg fyrir meiðsli. Sagan segir að skvass hafi orðið til í skuldafangelsum í Englandi á 15. öld en skvassíþróttin hefur verið spiluð eins og hún er í dag frá 1850. Talið er að í dag séu um 15 milljónir iðkenda

Skipuleggjandi / Event manager Erling Adolf Ágústsson skvass@skvass.is

The history of squash goes back to a 15th century debtor´s prison in England but it has been played in its current form since the year 1850. It is believed that there are about 15 million squash players in the world

32


Samsung Galaxy S5 Active er sími sem er hannaður fyrir íslenskar aðstæður. Með IP67 vörn og harðgerða skel að vopni tekst S5 Active á við nátturuöfl og krefjandi aðstæður á hverjum degi. Ekki nóg með að vera einn sá sterkasti í bransanum þá er hann einnig með þeim öflugustu!

Vatns - og Rykvarinn 16MP myndavél Fjögurra kjarna örgjörvi

Samsung Galaxy S5 Active STÝRIKERFI Android KitKat 4.4 Með íslenska valmynd og lyklaborð TENGIMÖGULEIKAR 2G Quad Band, 3G langdrægt, 4G (LTE), Wi-Fi 802.11 a/b/g/n/ac, dual-band, A-GPS, GLONASS, Beidou, DNLA, Wi-Fi Direct, Wi-Fi hotspot, NFC, Micro USB SKJÁR 5.1“ HD Super AMOLED með Gorilla Glass 3, 1080x1920 pixla upplausn, 432ppi VINNSLUMINNI 2GB RAM ÖRGJÖRVI 2.5GHz fjögurra-kjarna Krait 400, Qualcomm Snapdragon 801 MINNI 16GB innbyggt minni og styður allt að 128GB minniskort MYNDAVÉL 16MP 5312x2988 pixel með 1080@60fps myndbandsupptöku. UHD 4k@30fps Dual-video upptaka. Myndavél að framan: 2MP, 1080@30fps RAFHLÖÐUENDING Biðtími allt að 390klst (4G) og taltími allt að 21klst(4G), 2800mAh


Fencing

Fencing Sabre Center, 24. & 25. jan. 10-16 The fencing event of the Reykjavik International Games will be a Men’s & Women’s Competitions and Team Tournament. The sport of fencing has been practiced for a long time in Iceland and in the middle of last century there were two fencing clubs in Reykjavik. In the sixties there was a decline in practice but in 1983 The Fencing Club of Reykjavik was revived. In 2008 the Fencing Center in Laugardalur was formally inaugurated as a Nordic Sabre Center.

Skylmingar

Skylmingamiðstöðin í Baldurshaga, 24. og 25. jan. kl. 10-16 Á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í skylmingum verður keppt með höggsverðum í karla- og kvennaflokki en einnig verður liðakeppni. Skylmingar hafa verið stundaðar lengi á Íslandi og um miðja síðustu öld voru tvö skylmingafélög starfandi í Reykjavík. Á sjöunda áratug síðustu aldar var lægð í ástundun skylminga en 1983 var Skylmingafélag Reykjavíkur endurvakið. Frá þeim tíma hefur ástundun farið vaxandi og íslenskir skylmingamenn hafa stöðugt bætt árangur sinn á alþjóðlegum mótum. Skylmingafélag Reykjavíkur flutti starfsemi sína í Skylmingamiðstöðina í Laugardal 2008 en aðstaða þar er öll hin glæsilegasta og tækjabúnaður er til fyrirmyndar. Þann 14. júní 2008 var Skylmingamiðstöðin formlega gerð að samnorrænni miðstöð til þjálfunar skylminga með höggsverði.

34

Skylmingar verða að keppnisíþrótt á 19. öld, ekki síst vegna þess að einvígi voru í auknum mæli háð með byssum. Skylmingar eru ein af fjórum íþróttagreinum sem hafa alltaf verið með á nútíma Ólympíuleikunum. Fencing transforms into a pure sport in the 19th century when duels were increasingly fought with pistols. Fencing is one of four sports which have been featured at every one of the modern Olympic Games.

Skipuleggjandi / Event manager Nikolay Ivanov Mateev skylmingasamband@gmail.com


“I hope I will come again and race here” the 2010 European Athletics Championships and numerous indoor medals. When we met him at the indoor arena in Laugardalur Sports Hall he was rather sad because he had had two false starts and been disqualified. I am a bit disappointed that I can´t run in the finals, said Mark-Lewis, it would have been nice to leave with a win. But it is still early days and so many races out there so I´ll just keep my focus and see where the next race is. What do you think of the Games? The Games are amazing. This is my second indoor competition this year and it is very competitive. There is a lot of young Icelandic talent and these guys made me all nervous today and that is probably one of the reasons that I false started. I thought the pressure was on me, everybody wanted to beat me. But I felt very welcome here and the crowd is very good. It is just nice to be here and to be involved. How is the track? The track is very good and I hope I will come again and race here. Have you seen anything else than the insides of this hall? Lewis-Francis The British track and field athlete Mark Anthony Lewis-Francis competed in the 60 metres at RIG last year. Lewis-Francis is a sprinter, a renowned junior and his greatest sporting achievement at senior level has been to anchor the Great Britain and Northern Ireland 4 x 100 metres relay team to a gold medal at the 2004 Summer Olympics. Individually, Lewis-Francis has won the silver medal in the 100 m at

No not yet because when you race you want to stay in your hotel room and focus on the race. But later on they are going to take us to the Blue Lagoon and maybe into the hills or mountains before it gets dark. One of the things that threw me off this morning was that the sun doesn´t come up untill about ten o´clock, I´m not used to so short days.

36


Lectures on elite training training, which involves coming to the same place every day, year after year and practise the same moves a 100.000 times to get it perfect. Peder added that he was so lucky that he liked the training but other things you had to watch was food and diet and generally living healthy. Can we afford it? Vesteinn Hafsteinsson is a former discus thrower from Iceland who now resides in Sweden. He represented his country at four consecutive Summer Olympics and was a finalist in the discus in 1992. He has coached a number of elite throwers among them Olympic and World Championship discus medalists Gerd Kanter and Joachim Olsen. In his lecture Vesteinn claimed that he was proud of being an Icelander because Icelanders were powerful people. But Icelandic athletes could get better results if more professionalism was introduced into Icelandic sports. The key to Iceland´s success in handball and lately in football is that most of the members of the men´s and women´s national teams are professionals and many of them get very good wages and can devote their time to their sport. To get the same results in other sports categories it was necessary to put up more money and to start building up professionalism. Or as Vesteinn put it: “Start producing Icelandic Olympic Champions”.

At the 2014 Reykjavik International Games, coaches, participants and other interested people were invited for some interesting lectures about elite training and this was done in collaboration with The National Olympic and Sports Association of Iceland and Reykjavik University. World class speakers gave lectures, both Icelandic and from abroad and among them were Peter Gade, one of the most successful badminton players of all times and Vesteinn Hafsteinsson, athletic coach and former professional discus thrower. You have to be crazy! Peter Høeg Gade is a retired Danish professional badminton player. He is ten times Danish champion in men´s singles, five times European Champion, has participated four times in the Olympic Games and five times in the World Championships at top level and is probably one of badminton’s most successful players. His contribution was an interview with Adolf Ingi Erlendsson sports reporter and Adolf Ingi´s first question was about the conditions for badminton players in his native country. Peder said that no country in the world had as many badminton courts as Denmark and that there was a strong tradition for playing badminton. The coaches were good and the players too but more financial support from the government was needed.

Vesteinn said that the state has to step in to make this possible. It would not cost much to achieve this goal. Maybe the wages of forty coaches fully occupied with finding those who have the talent and the will to become elite athletes, financial support for the athletes and systematic training and good facilities. Vesteinn ended his lecture with a question and answered it himself: “Can we afford it? Of course we do!”

When asked what an athlete had to have to get maximum results, Peder said that you needed to be a bit crazy because you have to commit to only one sport instead of dabbling with many which is more fun and you have to make a choice at an early age. It involves sacrifices in social and family life and it had been hard for him to get an education in a normal way because he was practising two times a day. It is hard for young people to make this kind of commitment when they don´t know what the outcome will be and there is a risk of injuries which can spoil a decade´s hard work. You need a lot of self confidence, self belief and motivation and you have to like the

38


LAngtÍMALEIgA AVIS

0 kr. útborgun Losnaðu við vesenið með langtímaleigu AVIS

Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.

HÚSAVÍK

ÍSAFJÖRÐUR

SAUÐÁRKRÓKUR

AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

KEFLAVÍK

REYKJAVÍK

HÖFN

AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is


hleðsla frá ms er stoltur styrktaraðili reykjavíkurleikanna

ÍSLENSKA SIA.IS MSA 69354 06/14

Við vitum að það þarf úthald og einbeitingu til að halda sér gangandi. Hleðsla er gerð úr náttúrulegu íslensku hágæðapróteini, inniheldur engan hvítan sykur og byggir upp vöðvana. Fáðu sem mest út úr æfingunni með því að skella í þig Hleðslu eða njóttu hennar á milli mála.

Þinn líkami þarf Hleðslu

ms.is

Profile for Íþróttabandalag Reykjavíkur

2015 Reykjavik International Games  

The magazine of the 2015 Reykjavik International Games.

2015 Reykjavik International Games  

The magazine of the 2015 Reykjavik International Games.

Advertisement