IBR25-arsskyrsla-og-reikningar-2025_vefur

Page 1


EFNISYFIRLIT

AFREKSÍÞRÓTTAFÓLK

Ólympíu- og Paralympicsfarar

Íþróttafólk Reykjavíkur

Alþjóðaleikar ungmenna

Grunnskólamót höfuðborga

Norðurlanda 2023-2024

STYRKIR & SJÓÐIR

Styrktarsjóður

Styrkir til Íþróttafélaga og sérráða

Hús ÍBR

Formannafundur

Sérráð og Sérgreinanefndir

Heiðursviðurkenningar

Fulltrúar ÍBR í stjórnum, ráðum og nefndum

Skautahöllin í Laugardal

Almenningstímar í íþróttahúsum

grunnskóla Reykjavíkur

Námskeið – Skyndihjálp

Ferðastyrkir

Vefur um Melavöllinn opnaður

Afmæli ÍBR

Samstarf með áfallaog sálfræðimiðstöðinni

Starfsmannamál ÍBR –

Leiga á búnaði fyrir viðburði

STJÓRN ÍBR

Fyrirmyndarfélög

Samstarfssamningur við Reykjavíkurborg

Ný aðildarfélög

Iðkendur í Reykjavík

Heilsuefling 60 ára og eldri

Fræðsludagur ÍBR

Hinsegin í íþróttum

Fjölmenning

Frístundaakstur

Getraunir-Getspá

Starfsáætlanir félaga og fundir

Jafnréttisheimsóknir

Ofbeldi og áreitni í íþróttastarfi

Svæðisstöðvar íþróttahéraðanna

ÍBR heimasíða og samfélagsmiðlar

Reykjavik International Games - RIG

Norðurljósahlaupið

Miðnæturhlaupa Suzuki

Reykjavíkurmaraþon 2023 - 2024

Hlaupastyrkur

Laugavegur Ultra Maraþon

Gatorade sumarhlaupin

Formaður Ingvar Sverrisson

Meðstjórnandi Kristinn Steinn Traustasson

Gjaldkeri

Margrét Valdimarsdóttir

STARFSFÓLK ÍBR

Varaformaður Lilja Sigurðardóttir

Meðstjórnandi Margrét Hafsteinssdóttir

Varamaður Brynjar Jóhannesson

Viggó H. Viggósson

Meðstjórnandi Guðrún Ósk Jakobsdóttir

Varamaður Benedikt Ófeigsson

Könnunarályktun óháðs endurskoðanda

Skýrsla stjórnar

Rekstrarreikningur

Efnahagsreikningur

Yfirlit um sjóðstreymi

Skýringar og sundurliðanir

Atli Freyr Ólafsson

Birta Björnsdóttir

Darri McMahon

Egill Eiðsson

Frímann Ari Ferdinandsson

Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir

Hrönn Svansdóttir

Jakob Leó Bjarnason

Magnús Kári Jónsson

Margrét Elíasdóttir

Margrét Nilsdóttir

Ragna Björg Kristjánsdóttir

Sebastian Storgaard

Ritari

AFREKSÍÞRÓTTAFÓLK

Ólympíu- og Paralympicsfarar

Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur styrktu þátttöku fjögurra kvenna sem tryggðu sér þátttökurétt á Ólympíuleikum og Paralympics. Erna Sóley Gunnarsdóttir frjálsíþróttakona úr

ÍR keppti á Ólympíuleikunum í kúluvarpi og hinar þrjár á Paralympics þ.e. sundkonurnar Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir úr ÍFR ásamt Ingeborg Eide Garðarsdóttur úr Ármanni sem keppti í kúluvarpi. Hver og ein þeirra fékk styrk að upphæð kr. 1.000.000,-.

Íþróttafólk Reykjavíkur

Íþróttakona Reykjavíkur 2023 var kjörin Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttakona úr Íþróttafélagi Reykjavíkur. Andrea vann öll þau hlaup á árinu sem hún tók þátt í. Hún sigraði Laugavegshlaupið og Reykjavíkurmaraþonið. Andrea átti frábært ár. í heildina vann hún sjö Íslandsmeistaratitla í hlaupum. Hún varð Íslandsmeistari í 5 og 10km götuhlaupi, hálfu og heilu maraþoni, 1500m hlaupi, 3000m hindrunarhlaupi og í 5000m hlaupi. Að auki varð Andrea Íslandsmeistari í skíðagöngu í tveimur greinum, 5km göngu með hefðbundinni aðferð og í liðakeppni. Einnig fékk hún tvö silfur, í sprettgöngu og í 10km göngu með frjálsri aðferð. Andrea lenti í 35. sæti á Heimsmeistara mótinu í Utanvega-hlaupum í 45km hlaupi.

Íþróttamaður Reykjavíkur 2023 var kjörinn

Haraldur Franklín, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur.Haraldur lék í 13 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann tók þátt á lokaúrtökumóti fyrir The Open. Komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina. Lék á tveimur mótum DP World Tour í nóvember. Haraldur endaði í 127. sæti á áskorendamótaröðinni og öðlaðist þátttökurétt á áskorendamótaröðinni fyrir árið 2024.

Íþróttakvár Reykjavíkur 2023 var kjörið Ísold

Klara Felixdóttir, karatekvár úr Íþróttafélaginu Fylki. Ísold er landsliðskvár í karate. Fékk svarta beltið á árinu og náði í silfur og brons á Smáþjóðamóti evrópu 2023.

Íslands, deildar- og bikarmeistarar 2023:

Knattspyrnufélagið Víkingur – Íslandsmeistarar og bikarmeistarar karla í knattspyrnu

Knattpspyrnufélagið Valur – Íslandsmeistarar

kvenna í knattspyrnu

Knattpspyrnufélagið Víkingur –Bikarmeistarar kvenna í knattspyrnu

Knattpspyrnufélagið Valur – Íslandsmeistarar

kvenna í handknattleik

Knattpspyrnufélagið Valur – Íslandsmeistarar

kvenna í körfuknattleik

Knattpspyrnufélagið Valur – Bikarmeistarar karla í körfuknattleik

Skautafélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar

karla í íshokkí

Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur –

Íslandsmeistarar karla í tennis

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur –Íslandsmeistarar í badminton

Júdófélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar í judo

Karatefélag Rvk – Íslandsmeistarar

kvenna í kata

Keilufélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar

og bikarmeistarar karla í keilu

Keilufélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar og bikarmeistarar kvenna í keilu

Skylmingafélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar karla í skylmingum

Knattspyrnufélagið Víkingur – Íslandsmeistarar

kvenna í borðtennis

ÍÞRÓTTALIÐ REYKJAVÍKUR 2023 VAR VALIÐ MEISTARAFLOKKUR

KARLA Í KNATTSPYRNU FRÁ KNATTSPYRNUFÉLAGI VÍKINGS.

Víkingur átti frábært tímabil og urðu Íslands- og bikarmeistarar 2023. Víkings liðið sigraði því allt sem hægt var að sigra á árinu innanlands. Liðið setti bæði stiga- og markamet efstu deildar karla í knattspyrnu. Björnsdóttir úr Fram. Steinunn er fyrirliði bikar- og deildarmeistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar og línumaðurinn, sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn.

Íþróttakona Reykjavíkur 2024 var kjörin Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr Lyftingafélagi Reykjavíkur. Eygló Fanndal varð Evrópumeistari ungmenna 23 ára og yngri með nýju persónulegu meti og fékk jafnframt verðlaun sem stigahæsti kvenkyns keppandi mótsins. Hún varð Norðurlandameistari í -71 kg fullorðinsflokki í samanlögðum árangri, setti fjögur norðurlandamet og var jafnframt stigahæsti kvenkyns keppandi mótsins.

Eygló setti sex Íslandsmet á árinu í fullorðins flokki og sex Íslandsmet í flokki 23 ára og yngri. Hún varð Íslandsmeistari í -71 kg flokki kvenna og var afar nálægt því að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Eygló bætti sig gríðarlega á árinu og tók þátt í hinum ýmsu mótum erlendis með góðum árangri.

Íþróttamaður Reykjavíkur 2024 var kjörinn

Benedikt Gunnar Óskarsson, handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Val.

Benedikt Gunnar spilaði stórt hlutverk í bikarog Evrópubikarmeistaraliði Vals. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV í mars og sló þá 22 ára gamalt markamet. Benedikt Gunnar var valinn besti leikmaður efstu deildar karla og snemma á árinu samdi hann við Noregsmeistara Kolstad frá Þrándheimi þar sem hann spilar m.a. í Meistaradeild Evrópu.

Undanfarin misseri hefur Benedikt Gunnar verið hluti af A landsliðs hóp karla. Íþróttalið Reykjavíkur 2024 var valið meistaraflokkur karla í handknattleik frá Knattspyrnufélagi Vals. Valur átti frábært tímabil og urðu bikarmeistarar 2024. Hápunktur tímabilsins verður að teljast frábær sigur Vals í Evrópubikarkeppni karla en þar sigraði liðið sterkt lið Olympiacos í úrslitum keppninnar en úrslit réðust ekki fyrr en eftir vítakastkeppni á erfiðum útivelli í Grikklandi.

Íslands, deildar- og bikarmeistarar 2024:

Knattpspyrnufélagið Valur – Bikarmeistarar

kvenna í knattspyrnu

Knattpspyrnufélagið Valur – Íslandsmeistarar og

bikarmeistarar kvenna í handknattleik

Knattpspyrnufélagið Valur – Bikarmeistarar

karla í handknattleik

Knattpspyrnufélagið Valur – Íslandsmeistarar

í körfuknattleik

Skautafélagi Reykjavíkur – Íslandsmeistarar

karla í íshokkí

Ungmennafélagið Fjölnir – Íslandsmeistarar

kvenna í íshokkí

Knattpspyrnufélagið Víkingur – Íslandsmeistarar

karla í tennis

Júdófélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar í judo

Keilufélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar

og bikarmeistarar kvenna í keilu

Íþróttafélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar

og bikarmeistarar karla í keilu

Skylmingafélag Reykjavíkur – Íslandsmeistarar

karla í skylmingum

Knattpspyrnufélagið Víkingur – Íslandsmeistarar

karla í borðtennis

Knattpspyrnufélagið Víkingur – Íslandsmeistarar

kvenna í borðtennis

Alþjóðaleikar ungmenna

Alþjóðaleikar ungmenna hafa verið haldnir um víða veröld frá árinu 1968. Leikarnir eru keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum fyrir ungmenni á aldrinum 12-15 ára. Samtökin sem standa að þessum leikum hafa verið viðurkennd af Alþjóða Ólympíunefndinni frá 1990. ÍBR hefur með stuðningi frá Reykjavíkurborg sent þátttakendur á leikana frá árinu 2001. Hér að neðan má sjá stutta umfjöllun um þátttöku Reykjavíkur á sumarleikum árið 2023 í Daegu, Suður Kóreu.

Daegu, Suður Kórea 2023:

ÍBR sendi 7 keppendur og 3 þjálfara í þremur keppnisgreinum á ICG sumarleika í Daegu, Suður Kóreu dagana 4. Júlí - 11. júlí. Keppnisgreinar sem Reykjavík tók þátt í að þessu sinni voru borðtennis, sund og frjálsar. Ferðin og keppni gekk vel hjá hópnum. Þrátt fyrir langt og erfitt ferðalag og náðust margir góðir sigrar og gríðarlega góð reynsla hjá öllum keppendum. Þess má geta að Ylfa Lind Kristmannsdóttir sundkona úr Ármanni gerði sér lítið fyrir og vann 3 gull í baksundi (50m, 100m og 200m) og eitt silfur í 50 metra skriðsundi. Frábær árangur hjá þessari frambærilegu sundkonu okkar sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í sinni íþrótt.

Keppendur og þjálfarar voru eftirfarandi:

Borðtennis:

• Benedikt Aron Jóhannsson – Víkingur

• Alexander Ivanov – BH

• Ársæll Aðalsteinsson (þjálfari) – Víkingur

Frjálsar:

• Júlía Mekkin Guðjónsdóttir – ÍR

• Birta Karen Andradóttir – ÍR

• Helga Lilja Maack – ÍR

• Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (þjálfari) – Fjölnir

Sund:

• Ylfa Lind Kristmannsdóttir – Ármann

• Katrín Lóa Ingadóttir – Ármann

• Hjalti Guðmundsson (þjálfari) - Ármann

Farastjóri í ferðinni var Darri Mcmahon.

León, Mexíkó 2024:

Ekki var sent lið til keppni á Alþjóðleika ungmenna árið 2024 til Mexíkó. Því miður var ferðakostnaður of hár og því var ákveðið að taka ekki þátt í þetta skiptið heldur senda frekar fjölmennari keppnishóp á leikana í Tallinn 2025.

GRUNNSKÓLAMÓT HÖFUÐBORGA

NORÐULANDA 2023-2024

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda var haldið í fyrsta skipti árið 1948 í Stokkhólmi. Síðan þá hefur mótið verið haldið ár hvert til skiptis í Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólmi fram til ársins 2011 en þá var það haldið í fyrsta sinn í Reykjavík.

Markmið mótsins er að sameina skólaungmenni á Norðurlöndum í gegnum íþróttir og rækta þannig norrænan frændskap. Fyrir utan íþróttakeppnina sjálfa er lögð áhersla á að ungmennin kynnist hvert öðru sem og sögu landsins sem heimsótt er og venjum þess. Mótið er haldið í síðustu viku í maí ár hvert.

Fyrir hverja höfuðborg keppa 41 nemandi, 14 ára og yngri: 15 drengir í knattspyrnu, 10 stúlkur í handknattleik og 8 stúlkur og 8 drengir í frjálsum íþróttum.

Auk þess fylgja keppendum fjórir þjálfara og tveir fararstjórar. Þjálfarar reykvísku keppendanna eru menntaðir íþróttakennarar og hefjast æfingar nokkrum mánuðum fyrir hvert mót.

ÍBR sér um undirbúning og þátttöku í samráði við ÍTR, grunnskóla borgarinnar, íþróttafélögin

í Reykjavík og sérráðin. Steinn Halldórsson og

Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir gegndu hlutverki farastjóra og þjálfarar liðanna voru Hörður

Gunnarsson og Margrét Hlín Harðardóttir í frjálsum íþróttum, Sigríður Unnur Jónsdóttir

í handknattleik kvenna og Elmar Örn Hjaltalín

í knattspyrnu karla.

Helsinki 2023

Undirbúningur reykvísku liðanna hófst í byrjun árs og úrtakið gekk vel en það er aldrei einfalt verk að velja úr hópi virkilega flottra og upprennandi íþróttakrakka. Mótið var haldið í Helsinki í Finnlandi. Krakkarnir okkar voru með besta samanlagðan árangur frá upphafi á mótinu. Handknattleiksliðið var í fyrsta sæti og knattspyrnuliðið einnig. Frjálsíþróttaliðið lenti í öðru sæti, bæði stelpu- og strákamegin.

Reykjavík 2024

Undirbúningur hófst að hausti 2023 þar sem leikarnir fóru fram í 74. skiptið í Laugardalnum þetta árið. Tekin var ákvörðun árið á undan að fækka í frjálsíþróttaliðunum um 2 stúlkur og 2 stráka og voru því 12 í stað 16 frá hverju landi í þeirri grein, þessi breyting reyndist vel. Stokkhólmur afboðaði komu sína í apríl og fækkaði því aðeins í hópnum en það kom ekki að sök. Mótið var sett á Þróttaravellinum þar sem Skólahljómsveit Kópavogs kom gestum og gangandi í gírinn. Keppt var á svæði Þróttar í fótboltanum og í Laugardalshöll í handknattleik og frjálsum, þar sem maturinn var einnig. Þátttakendur gistu á farfuglaheimilinu

Dalur HI hostel og var því stutt á milli svæða fyrir krakkana. Mikil ánægja var með mótið í alla staði og skemmtu keppendur, skipuleggjendur og áhorfendur sér mæta vel. Það var ekki einungis keppt í íþróttum því keppendur fengu tækifæri til að bregða sér í sund og út úr bænum að skoða fallega náttúru, fara á Þingvelli og í Adrenalíngarðinn meðal annars. Knattspyrnulið Reykjavíkur varð í fyrsta sæti og handknattleiksliðið í öðru sæti, frjálsíþróttalið drengja endaði í 1 sæti og stúlkurnar í 3 sæti í stigakeppninni.

Styrktarsjóður

Markmið Styrktarsjóðsins er að styðja við útbreiðslu íþrótta í Reykjavík þar sem miðað er sérstaklega að því að gefa breiðari hópi barna og unglinga tækifæri til að taka þátt í íþróttastarfi. Átaksverkefni til eflingar íþróttastarfs, þátttöku þjálfara í námskeiðum og námskeiðahald aðildarfélaga og sérráða. Eins eru styrk verkefni sem styðja afreksíþróttafólk í að sækja sér þjálfun eða taka þátt í mótum sem eru viðbót við reglubundna þjálfun eða keppni. Félög eru hvött til þróunar og nýbreytni í verkefnavali.

Á meðal verkefna sem fengu stuðning á starfstímabilinu voru námskeið, kynningar og átaksverkefni félaga og sérráða.

Árið 2023 var úthlutað Kr. 3.625.000 í 25 verkefni.

Árið 2024 var úthlutað

Kr.3.830.000 í 26 verkefni.

Tekið skal fram að fleiri skýrslur frá umsækjendum getur verið skilað inn og því getur upphæðin hækkað og fjöldi verkefna aukist.

Styrkir til Íþróttafélaga og sérráða

Aðildarfélög ÍBR eru rúmlega 70 talsins og

þjónustar ÍBR þau varðandi ýmis málefni.

Á árunum voru úthlutaðir eftirfarandi styrkir:

Styrkir (í milljónum kr.)

Mannvirkja- og vallarstyrkir

Íþróttafulltrúar

Þjónusta og sumarstarf

Erlendir ferðastyrkir

Sérráð

AÐILDARFÉLÖG

Fyrirmyndarfélög

Frá árinu 2003 hafa íþróttafélög og deildir

í Reykjavík fengið gæðaviðurkenninguna

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Fjórum árum eftir að viðurkenning fæst þarf að endurnýja umsóknina og uppfæra handbók, annars fellur hún úr gildi.

Nú í byrjun árs 2025 eru eftirfarandi félög/ deildir innan ÍBR með viðurkenninguna:

Íþróttafélagið Fylkir

Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey

Skautafélag Reykjavíkur, listhlaupadeild

Samstarfssamningur

við Reykjavíkurborg

Nýr samstarfssamningur borgarinnar og ÍBR var undirritaður í byrjun árs 2024 og gildir til ársloka 2026. Samningurinn kveður á um samskiptamál, styrkveitingar, rekstur, framkvæmdir og önnur sameiginleg hagsmunamál. Markmið samningsins er að efla tengsl aðila til að íþróttastarf í Reykjavík verði fjölbreytt og kraftmikið, borgarbúum til heilla.

Í þeirri áætlun sem lögð var fyrir samhliða nýjum samningi var tekið tillit til verðbóta aftur í tímann, nokkuð sem við höfðum bent á að væri mikilvægt til að mæta þeim miklu hækkunum sem hafa orðið á launakostnaði og verðlagi almennt.

Í samningnum eru ákvæði um að halda áfram vinnu varðandi breytingar á styrkjakerfinu og umgjörð um hverfisfélög. Fleiri atriði varðandi styrki til íþróttafélaga verði tekin til skoðunar og verði þeirri vinnu lokið fyrir 1. maí 2025 með það að markmiði að breytingar taki gildi 2026.

Hér er um að ræða lengingu æfingatímabils, hlutverk Íþróttafulltrúa, þjálfarakostnaður, íþróttaakstur og endurskoðun styrkjakerfisins í heild. Þá verði fyrirkomulag meiriháttar viðhalds íþróttamannvirkja í eigu íþróttafélaga endurskoðað á samningstímanum.

Í samningnum er kveðið á um að komið verði á fót gagnagrunni til að auðvelda yfirsýn yfir gjaldtöku og þjónustu, unnið verði að áætlun um stuðning við íþróttastarf eldri borgara í Reykjavík og að eflingu afreksíþrótta út frá stefnu í íþróttamálum í Reykjavík með hliðsjón af afreksstefnu stjórnvalda. Áhersla verði lögð á samstarf innan einstaklingsíþrótta.

Ný aðildarfélög

Heldur minna hefur verið um umsóknir nýrra félaga allra síðustu ár. Engu að síður fengu 6 félög aðild að ÍBR 2023 og 2024:

Boltafélagið 108

Brettafélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélagið kapp og þor

Pílufélagið Skor

Sjór – sund og sjóbaðsfélag Reykjavíkur

Skautafélagið Jökull

Aikikai Reykjavík

Aþena

Dansfélag Reykjavíkur

Fisfélag Reykjavíkur

Frisbígolffélag Reykjavíkur

Glímufélag Reykjavíkur

Glímufélagið Ármann

Golfklúbbur Brautarholts

Golfklúbbur Reykjavíkur

Golfklúbburinn Esja

Hafna- og mjúkboltafélag Rvk

Hestamannafélagið Fákur

Hjólaskautafélagið

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

Hjólreiðafélagið Tindur

Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Hnefaleikafélagið Æsir

Íþróttafélag fatlaðra í Rvk

Íþróttafélag kvenna

Íþróttafélag Reykjavíkur

Íþróttafélag stúdenta

Íþróttafélagið Drekinn

Íþróttafélagið Freyja

Íþróttafélagið Fylkir

Íþróttafélagið Leiknir

Íþróttafélagið Ösp

Ju Jitsufélag Reykjavíkur

Júdofélag Reykjavíkur

Karatefélag Reykjavíkur

Karatefélagið Þórshamar

Kayakklúbburinn

Keilufélag Reykjavíkur

Klifurfélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélag Vesturbæjar

Knattspyrnufélagið Afríkuliðið

Knattspyrnufélagið Árbær

Knattspyrnufélagið Elliði

Knattspyrnufélagið Fram

Knattspyrnufélagið Hlíðarendi

Knattspyrnufélagið Léttir

Knattspyrnufélagið Mídas

Knattspyrnufélagið Úlfarnir

Knattspyrnufélagið Valur

Knattspyrnufélagið Víkingur

Knattspyrnufélagið Þróttur

Kraftlyftingafélag Reykjavíkur

Lyftingafélag Reykjavíkur

Rathlaupafélagið Hekla

Rugbyfélag Reykjavíkur

Siglingafélag Rvk - Brokey

SJÓR Sund- og sjóbaðsfélag Rvk

Skautafélag Reykjavíkur

Skíðafélagið Hrönn

Skíðagöngufélagið Ullur

Skotfélag Reykjavíkur

Skvassfélag Reykjavíkur

Skylmingafélag Reykjavíkur

Sundfélagið Ægir

Svifflugfélag Íslands - Rvk

Tennis og badmintonfélag Rvk

Kjalnesinga

Vængir Júpiters

Fjölnir

HEILSUEFLING 60 ÁRA OG ELDRI

Fræðsludagur ÍBR

Hinsegin í íþróttum

Öll hverfafélögin í Reykjavík eru með hreyfiúrræði fyrir eldri aldurshópa og bjóða upp á ýmiskonar hreyfingu frá september til maí ár hvert og eins er boðið upp á hreyfingu yfir sumartímann hjá nokkrum félaganna. Verkefni sem eru í gangi eru Frískir í Fjölni, Betr borgarar í Fylki, Fit í Fram, Leikfimi fyrir 60+ hjá Ármanni, 60+ þrek hjá Þrótti, Hreyfing eldri borgara hjá ÍR og Eldri borgara leikfimi, almenn hreyfing í Víkinni hjá Víkingi, Kraftur í KR og Vítamín í Val. Gjarnan er um að ræða samstarf við aðila í nær umhverfinu t.d. er Vítamín í Val í samstarfi við samfélagshúsin í Bólstaðarhlíð og á Vitatorgi og er boðið upp á rútuferðir þaðan í Valsheimilið. Kraftur í KR er samstarfsverkefni KR og Samfélagshússins Aflagranda. Félögin bjóða upp á fjölbreytta dagskrá og skemmtilega samveru og hefur þátttaka verið góð og farið vaxandi með hverju árinu. Lítilsháttar gjald þarf að greiða fyrir þátttökuna hjá flestum félaganna en fæst þeirra fá styrk frá Reykjavíkurborg eða Hverfamiðstöð en fyrirkomulag þessara mála er til skoðunar hjá ÍBR og MÍR.

Síðastliðin ár hefur Íþróttabandalag Reykjavíkur staðið fyrir mikilvægum fræðsluerindum fyrir öll aðildarfélög ÍBR. ÍBR fer árlega í heimsókn í öll níu hverfafélög Reykjavíkur (Ármann, Fjölnir, Fram, Fylkir, ÍR, KR, Valur, Víkingur, Þróttur), þar sem þjálfarar og starfsfólk félaganna fá fræðslu um málefni sem skiptir íþróttahreyfinguna í Reykjavík máli.

Einnig er haldinn fræðsludagur fyrir öll hin aðildarfélög ÍBR saman og annar fræðsludagur þar sem erindin fara fram á ensku. Íþróttabandalag Reykjavíkur leggur mikla áherslu á að íþróttir séu fyrir öll og er þessi fræðsla einn liður í því.

2023

Samskiptaráðgjafi Íþrótta- og æskulýðsstarfs fór yfir starf Samskiptaráðgjafa og hvernig íþróttafélögin geta nýtt sér þjónustu Samskiptaráðgjafa ef upp koma ofbeldismál innan félagsins.

Sveinn Sampsted, fræðari frá samtökunum 78, var með vinnustofu fyrir íþróttafélögin þar sem þjálfarar og starfsfólk fengu þjálfun í að bregðast við hinum ýmsu aðstæðum sem geta komið upp í íþróttastarfi tengt hinseginleikanum.

2024

Erlingur Richardsson, íþróttafræðingur og þjálfari, var með erindi um snemmbæra sérhæfingu og afreksvæðingu í íþróttum barna.

Bára Fanney Hálfdanardóttir, sálfræðingur og yfirþjálfari Haukar Special Olympics, var með fötlunarfræðslu og erindi um fatlaða í íþróttum og Haukar Special Olympics liðið sem er fyrsta lið sinnar tegundar á Íslandi.

Íþróttabandalag Reykjavíkur leggur mikla áherslu á að öll séu velkomin í íþróttir í Reykjavík.

ÍBR fékk Regnbogavottun Reykjavíkurborgar árið 2022. Markmiðið með Regnbogavottun Reykjavíkurborgar er að gera starfsemi Reykjavíkurborgar hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og þjónustuþega og þannig koma í veg fyrir beina og óbeina mismunun í garð hinsegin fólks. Starfsfólk skrifstofu ÍBR tók þátt í frábærri fræðslu um hinsegin málefni, stjórnendur fylltu út spurningalista, gerð var úttekt á skrifstofu ÍBR og vefsíðum. ÍBR er með virka jafnréttisáætlun og mannréttindaáætlun þar sem hinsegin málefni eru meðal annars.

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur einnig staðið fyrir Hinsegin fræðslu fyrir íþróttafélögin í Reykjavík, verið með ráðstefnur sem fjalla um málefni Hinsegin fólks í íþróttum

Íþróttabandalag Reykjavíkur var fyrst á Íslandi til að opna á að kynsegin fólk gæti keppt í öllum hlaupaviðburðum árið 2023 og öll ár síðan þá. Það á við um Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Laugavegshlaupið og Miðnæturhlaup Suzuki. Einnig er kynsegin fólk velkomið í Norðurljósahlaupið sem er upplifunar hlaup en þar þarf ekki að tilgreina kyn við skráningu. Í fyrsta sinn var því keppt í þremur flokkum til verðlauna í hlaupaviðburðum ÍBR.

Íþróttabandalag Reykjavíkur var einnig fyrst á Íslandi til að velja Íþróttakvár Reykjavíkur, ásamt Íþróttamanni og Íþróttakonu Reykjavíkur. Ísold Klara Felixdóttir var valið Íþróttakvár Reykjavíkur 2023. Ísold átti frábært ár en hán er landsliðskvár í karate, fékk svarta beltið og náði silfur og bronsi á Smáþjóðamóti Evrópu árið 2023.

Fjölmenning

Íþróttabandalag Reykjavíkur leggur mikla áherslu á inngildingu og fjölmenningu í starfi sínu. Íþróttir eru tækifæri til að byggja brýr á milli ólíkra hópa og menningarheima og er ein besta leiðin til inngildingar.

ÍBR hefur stýrt starfshóp um fjölmenningu frá árinu 2018 og er sá hópur enn starfandi. Tilgangur með vinnu starfshópsins er meðal annars að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttum, gera íþróttastarfið í Reykjavík meira inngildandi, vera með fræðslu fyrir þjálfara og starfsfólk íþróttafélaganna.

Á síðustu árum hefur ÍBR útbúið verkferla um móttöku (móttökuáætlun) og samskipti við nýja iðkendur, verið með fjölmenningarfræðslu fyrir alla þjálfara í Reykjavík, lagt aukna áherslu á fjölmenningu í samstarfssamning við Reykjavíkurborg og við íþróttafélögin, útbúið verkfærakistu um fjölmenningu fyrir íþrótta- og tómstundarstarf, útbúið bæklinga fyrir hvert hverfi í Reykjavík á ýmsum tungumálum um íþróttastarf í Reykjavík, gert kleift að hægt sé að tilkynna kynþáttahatur og fordóma til ÍBR og Samskiptaráðgjafa Íþrótta- og æskulýðsstarfs, ásamt fleiri verkefnum.

Frístundaakstur

Frístundakstur hverfafélaganna er hugsaður til þess að færa æfingar yngstu iðkenda fyrr á daginn og jafna hlut iðkenda gagnvart aðgengi að íþróttamannvirkjum borgarinnar auk þess sem að mannvirkin nýtast mun betur. Það liggur fyrir að stór hluti barna og unglinga tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi og frístundaaksturinn er mjög góð leið til að einfalda heildarskipulag hvers dags hjá fjölskyldum í borginni. Minni umferð einkabíla og aukin viðvera í vinnu hlýtur að vera jákvætt fyrir samfélagið. Kostnaður við að halda þessum akstri úti er talsverður og fer

vaxandi vegna verðhækkana enda hefur hann reynst félögunum þungur. Styrkur borgarinnar til þessa verkefnis er í dag 27 milljónir á ári. Að undanförnu hefur barátta ÍBR gagnvart akstrinum snúist um að tryggja það að félögin geti ráðið til sín starfsfólk til að hafa eftirlit með börnunum í vögnunum til að auka öryggi.

Í flestum tilfellum eru börnin ein í vögnunum en það getur boðið upp á ýmsa óæskilega hegðun. ÍBR og Reykjavíkurborg halda áfram að reyna að tryggja aukið fjármagn til reksturs verkefnisins.

Getraunir-Getspá

Tekjur frá Íslenskum getraunum og Getspá eru ávallt mikilvægar í starfi íþrótthreyfingarinnar og eru jafnframt lykilþáttur í tekjuöflun íþróttafélaganna.

Samkvæmt lögum um Getraunir skal skipta milli héraðssambanda út svokölluðum 3% potti miðað við sölu aðildafélaga þeirra. ÍBR fékk skv. þessu 22,8 millj.kr. fyrir árin 2023 og 2024. Árið 2024 var fyrsta árið sem ÍBR fékk úthlutað lottóhagnaði frá bæði ÍSÍ og UMFÍ, en ÍBR er aðili að báðum samtökum.

Í kjölfar þessara breytinga var skipaður vinnuhópur sem fór yfir reglugerð grunnstyrks um úthlutun lottóhagnaðar, en þær breytingar verða kynntar á þingi 2025. Á tímabilinu 2023-2024 var úthlutað 399,5 millj.kr.

Söluhæstu Reykjavíkurfélög í Ísl. getraunum voru:

FÉLAG

Íþróttafélag fatlaðra

Knattspyrnufélagið Víkingur

Knattspyrnufélagið Fram Knattspyrnufélagið Þróttur

Knattspyrnufélagið Valur

Yfirlit yfir skiptingu Lottótekna í þúsundum króna talið:

Aikikai Reykjavík

Aþena Íþróttafélag

Dansfélag Reykjavíkur

Frisbígolffélag Reykjavíkur

Glímufélag Reykjavíkur

Glímufélagið Ármann

Golfklúbbur Reykjavíkur

Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur

Hestamannafélagið Fákur

Hjólaskautafélagið

Hjólreiðafélag Reykjavíkur

Hjólreiðafélagið Tindur

Hnefaleikafélag Reykjavíkur

Hnefaleikafélagið Æsir

Íþróttafélag Fatlaðra í Reykjavík

Íþróttafélag Reykjavíkur

Íþróttafélagið Drekinn

Íþróttafélagið Fylkir

Íþróttafélagið Leiknir

Íþróttafélagið Ösp

Jaðar Íþróttafélag

Ju jitsufélag Reykjavíkur

Júdófélag Reykjavíkur

Karatefélag Reykjavíkur

Karatefélagið Þórshamar

Keilufélag Reykjavíkur

Klifurfélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélag Reykjavíkur

Knattspyrnufélagið Fram

Knattspyrnufélagið Valur

Knattspyrnufélagið Víkingur

Knattspyrnufélagið Þróttur

Kraftlyftingafélag Reykjavíkur

Rathlaupafélagið Hekla

Siglingafélag Reykjavíkur - Brokey

Skautafélag Reykjavíkur

Skíðagöngufélagið Ullur

Skotfélag Reykjavíkur

Skylmingafélag Reykjavíkur

Sundfélagið Ægir

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur

Ungmennafélag Kjalnesinga

Ungmennafélagið

Jafnréttisheimsóknir

Starfsáætlanir félaga og fundir

Á hverju ári ber hverfafélögunum í borginni að skila inn svokallaðri starfsáætlun sem rammar inn faglegt starf félagana sem snýr að kynningarmálum, félagsstarfi, fræðslumálum, skipulagsmálum og fleiru. Um er að ræða stöðu ofangreindra atriða innan hvers félags og í áætlununum þurfa að koma fram verkefni hvers félags og þeim verkefnum/málefnum sem íþróttafulltrúi félagsins kemur að. Á hverju ári í framhaldi af skilum starfsáætlunar funda fulltrúar hvers félags, yfirleitt framkvæmdastjóri og íþróttafulltrúi með fulltrúum ÍBR þar sem farið er yfir starfsáætlun og helstu verkefni. Hafa fundirnir gengið vel og skapað gott utanumhald og yfirlit yfir starf félagana.

Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur frá árinu 2021 heimsótt öll níu hverfafélögin árlega til að vinna saman að því að gera öll velkomin í íþróttahreyfinguna.

Það sem skoðað er í þessum heimsóknum er meðal annars:

• Janfrétti kynja - kynjahlutföll iðkenda, starfsfólks, þjálfara, stjórnarmeðlima.

• Aðstaða, búnaður, æfingatímar, menntun þjálfara og tækifæri til menntunar.

• Verðlaunagripir, umfjöllun, auglýsingar, fyrirmyndir.

• Laun og hlunnindi, fjárveitingar, úthlutun úr sjóðum, fjáraflanir og ágóði þeirra.

• Stjórnir, ráð og nefndir - Kynjahlutfall, þátttaka ólíkra hópa.

• Jafnréttisstefna - hvenær var jafnréttisstefnan síðast endurskoðuð?

Eftirfylgni, kynning á stefnu fyrir iðkendum og starfsfólki.

• Ofbeldis- og siðamál - Kynning siðareglna og hegðunarviðmiða fyrir iðkendum og starfsfólki.

• Verkferlar þegar upp koma ofbeldismál. Kynning verkferla fyrir iðkendum og starfsfólki.

• Fjöldi mála sem hafa komið upp í félaginu.

• Fólk af erlendum uppruna - kynning á íþróttastarfsemi.

Er unnið eftir móttökuáætlun fyrir börn og unglinga af erlendum uppruna? Tungumál upplýsinga til iðkenda og foreldra. Fjölbreytileiki mynda í kynningarefni. Hlutfall iðkenda, starfsfólks, þjálfara og sjálfboðaliða af erlendum uppruna.

• Hinsegin iðkendur - Aðgengi að salernum/búningsklefum.

Hinseginfræðsla, hinseginvænt umhverfi.

• Tenging milli íþróttafélagsins og Tjarnarinnar eða Samtakanna 78.

• Fatlaðir iðkendur - aðgengi að íþróttaaðstöðu, búningsklefa og salernisaðstöðu. Stuðningur, aðstoðarmanneskjur, búnaður. Sýnileiki og hlutfall/fjöldi fatlaðra iðkenda.

• Efnaminni iðkendur - styrkir, fella niður æfingagjöld, samvinna við þjónustumiðstöð og/eða skóla.

Ungmennaráð ÍBR

Hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur geta aðildarfélög ÍBR og iðkendur í aðildarfélögum

ÍBR fengið ráðgjöf og aðstoð fagaðila án endurgjalds hafi þeir orðið fyrir, fengið vitneskju eða orðið vitni að ofbeldi eða áreitni í íþróttum. Íþróttabandalag Reykjavíkur er með fagaðila

á sínum snærum sem koma inn í öll mál sem koma inn á borð ÍBR. Þeir fagaðilar sem að aðstoða ÍBR eru lögfræðingar, sálfræðingar, kynjafræðingar og félagsráðgjafar. Mikilvægt er að fá óháðan fagaðila inn í öll mál til að gæta hlutleysis og sinna málinu á faglegan hátt.

ÍBR vinnur einnig með samskiptaráðgjafa

Í byrjun júní 2024 fór af stað vinna við að reyna stofna ungmennaráð innan ÍBR. Hugmyndin er að virkja ungt fólk innan Reykjavíkur í félagsstarfi, með það að markmiði að það geti tekið virkan þátt, haft áhrif á íþróttastarfið í borginni og komið sínum hugmyndum á framfæri. Ráðið á að gefa ungmennum tækifæri á að láta í sér heyra og vera rödd unga fólksins.Verkefni ungmennaráðsins eiga að mótast af málefnum líðandi stundar og þeim verkefnum sem berast ráðinu hverju sinni. Ráðið á að taka við ábendingum ungs fólks um íþróttatengd málefni og vera rödd unga fólksins. Ofbeldi

íþrótta- og æskulýðsstarfs í þessum málaflokki.

ÍBR hefur sett fram siðareglur um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Eru þessar siðareglur leiðbeinandi og viðbót við þær siðareglur sem nú þegar eru til og leggja áherslu sérstaklega á þennan málaflokk. ÍBR og aðildarfélög fara öll eftir viðbragðsáætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs við ofbeldi, einelti, slysum og öðru sem gæti komið upp á.

Svæðisstöðvar íþróttahéraðanna – samstarf

Sextán svæðisfulltrúar íþróttahéraðanna hófu störf um allt land um mitt ár 2024.

Svæðisstöðvarnar eru átta talsins og með tvo starfsmenn á hverjum stað.

Hlutverk svæðisstöðvanna er að þjónusta íþróttahéruðin með samræmdum hætti í nærumhverfi sínu og efla íþróttastarf um allt land. Enn fremur að styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu, stuðla að farsæld barna og annarra sem nýta þjónustu íþróttahreyfingarinnar. Sérstök áhersla er lögð á að fjölga börnum og ungmennum með fatlanir, af erlendum uppruna og af tekjulægri heimilum í íþróttum.

Hansína Gunnarsdóttir og Sveinn Sampsted eru svæðisfulltrúar höfuðborgarsvæðisins. Sveinn er í leyfi og Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin tímabundið í hans stöðu. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur unnið náið með svæðisfulltrúum höfuðborgarsvæðisins. Þess má og geta að samstarf íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist verulega með tilkomu miðstöðvarinnar. Fulltrúar héraðanna hafa fundað nokkrum sinnum og unnið er að sameiginlegum verkefnum.

Opnað var fyrir umsóknir sumarið 2024. Auglýst var eftir aðilum í ráðið með aðstoð félagana í Reykjavík sem og auglýst var eftir þátttakendum á samfélagsmiðlum sem og á auglýsingaskjáum sem eru í flestum íþróttamannvirkjum borgarinnar. Aðeins tveir aðilar sýndu starfinu áhuga og því skapaðist ekki grundvöllur að þessu sinni til að hefja störf ráðsins. Markmiðið var að reyna mynda um 10 manna ráð skipað ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Áfram verður unnið að því að skapa þennan vettvang fyrir ungt fólk í íþróttahreyfingunni í Reykjavík

Allir með

Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er til þriggja ára og er eitt aðalmarkmið verkefnisins að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar. Verkefnið fór af stað í byrjun árs 2023 og er styrkt af félagsog vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur unnið náið með verkefnastjóra verkefnisins, Valdimari Gunnarssyni, til að fjölga úrvali íþrótta fyrir börn með fatlanir.

Aðildarfélög ÍBR sem hafa fengið styrk úr Hvatasjóði „Allir með“

• Klifurfélag Reykjavíkur – Klifurnámskeið fyrir blind, sjónskert eða hreyfihömluð börn.

• Glímufélagið Ármann – Frjálsar íþróttir

• Glímufélagið Ármann – Fimleikar

• ÍR - Hjólastólakörfubolti

• Fjölnir - Hjólastólakörfubolti

STJÓRNUN OG REKSTUR

Formannafundur Hús ÍBR

Eins og lagt var upp með á síðasta þingi ÍBR þá var farið í framkvæmdir við jarðskjálftastyrkingar húss ÍBR. Aðalverkþáttum er lokið en frágangur sem háður er veðri bíður vorsins. Á meðan á verkinu stóð kom í ljós að hitalagnir eru á einhverjum stöðum orðnar mjög tærðar og hætta á að þær gefi sig. Við slíkt verður ekki lifað og ljóst að við þurfum að fara í endurnýjun þeirra við fyrsta tækifæri. Hafinn er undirbúningur klæðningar hússins og að skipta um glugga enda hafa komið fram lekar og vísbendingar um myglu. Hinir eigendur Íþróttamiðstöðvarinnar, ÍSÍ og Íslensk getpsá eru með til skoðunar að klæða öll húsin þannig að mögulega verður þetta gert í einum heildarpakka sem gæti leitt til þess að kostnaður verði minni. Þá hefur verið unnið að hugmyndum um nýtt anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar sem tengja á saman öll húsin auk þess sem í framtíðinni yrði aðalinngangur fyrir miðstöðina sunnan megin við hana beint á móti þjóðarhöll.

Formannafundur ÍBR var haldinn í Laugardalshöll 7. október 2024. Þar var kynning á svæðismiðstöð höfuðborgarsvæðisins og greint frá fyrirhugaðri vinnu vegna breytinga á lottóúthlutun frá ÍSÍ og UMFÍ. Aðal umræðuefni fundarins var sala áfengis og hegðun áhorfenda á íþróttakeppnum. Fram fóru pallborðsumræður þar sem Haraldur Haraldsson og Hörður Oddfríðarson fluttu framsöguerindi og svöruðu spurningum. Í kjölfarið voru svo mjög líflegar umræður þar sem grunntónninn var á þá leið að þörf væri á skýrari umgjörð um þessi mál.

Heiðursviðurkenningur

ÍBR 2023 og 2024

Gullstjarna 2023

Sigurður Hall

Ómar Einarsson

Gullstjarna 2024

Knútur Óskarsson

Steinn Halldórsson

Gullmerki 2023

Gígja Gunnarsdóttir

Björn Magnús Björgvinsson

Dagur B. Eggertsson

Gullmerki 2024

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Jónas Kristinsson

Gústaf Adolf Hjaltason

Sérráð

Sérráðin eru eins og gengur misvirk. Flest hafa það verkefni helst að halda utan um Reykjavíkurmót í sinni grein.

Einhverjir aðilar koma að skiptingu æfingatíma í sérhæfðum mannvirkjum fyrir viðkomandi grein og öll sinna hagsmunabaráttu fyrir sína grein.

Þau sérráð/nefndir sem eru virk eru: Badmintonráð, Frjálsíþróttaráð, Knattspyrnuráð, Skíðaráð og Sundráð.

Fulltrúar ÍBR í stjórnum, ráðum og nefndum

Rekstrarnefnd Skautahallar: Guðrún Ósk Jakobsdóttir, Viggó H. Viggósson.

Stjórn Íslenskra getrauna: Lilja Sigurðardóttir, Viggó H. Viggósson til vara.

Áheyrnarfulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur: Ingvar Sverrisson, Frímann Ari Ferdinandsson til vara.

Skautahöllin í Laugardal

Rekstur Skautahallarinnar gekk vel og skilaði hagnaði bæði rekstrarárin. Hagnaður fyrra ársins var að stórum hluta tilkominn vegna útleigu fyrir tökur á erlendri sjónvarpsþáttaröð í átta daga um haustið. Helstu tekjupóstar voru eins og áður sala á æfingatímum en Reykjavíkurborg kaupir 50 æfingatíma á viku af höllinni í 10 mánuði á ári fyrir Skautafélag Reykjavíkur.

Þá eru tekjur af almenningi og ýmsum hópum mikilvægar fyrir rekstur hallarinnar eins og áður. Árið 2023 voru keypt og sett upp 204 sæti í stúkuna og þá var einnig settur upp stór LED skjár

í suðurenda hallarinnar, sem hefur nýst mjög vel fyrir allt mótahald. Á síðasta ári voru svo settir upp nýir battar kringum svellið, ásamt varamannabekkjum og ritara/dómara boxi.

Tveir starfsmenn störfuðu í fullu starfi í Skautahöllinni eins og áður og tveir í hlutastörfum við afgreiðslu í almenningstímum.

Verið er að funda með Skautafélaginu og Reykjavíkurborg um nýtt æfingasvell og endurnýjun á núverandi aðstöðu, sem er orðið mjög aðkallandi vegna mikillar fjölgunar iðkenda Skautafélagsins á síðustu árum.

Almenningstímar í íþróttahúsum grunnskóla Reykjavíkur

Eins og undanfarin ár hefur ÍBR séð um útleigu á æfingatímum til almennings í íþróttamannvirkjum skólanna í Reykjavík. Alls eru 12 skólar sem eru í útleigu og hóparnir eru 132 og eru því um 1500 manns sem nýta sér þessa þjónustu. Tímabilið er frá 1.sept – 30.apríl.

Flestir hóparnir stunda knattspyrnu og eru þeir í stærri sölunum en í þeim minni er körfubolti vinsælastur. Einnig er stundað blak, ýmiskonar leikfimi og fjölmargar aðrar íþróttagreinar. Samstarf við MÍR og skólana hefur gengið mjög vel, í þeim skólum sem íþróttafélögin nýta byrja þau klukkan 15:00 og hefur ÍBR verið með útleigu til klukkan 22:00. Í stærri sölum er nýtingin mun betri bæði fyrir íþróttafélögin og almenning og er það von okkar að ekki verði byggðir fleiri litlir salir í framtíðinni.

Vorið 2024 var farið af stað með innleiðingu á aðgangstýringu fyrir þrjú skólahús í Reykjavík

í samstarfi við SFS og MÍR. Tilgangur verkefnis er að lækka kostnað og auka aðgengi fyrir almenning til útleigu. Verkefninu miðar vel áfram og er okkar von að öll skólahús sem ÍBR hefur til umráða verði komin með aðgangsstýringu á næstu árum. Það er okkar ósk að í framtíðinni verði nægt framboð á tímum í íþróttahúsum til almennings, fleiri komist

í gott form og heilsa borgarbúa verði betri.

Námskeið - Skyndihjálp

Íþróttabandalag Reykjavíkur býður reglulega upp á skyndihjálparnámskeið frá Rauða Krossinum fyrir þjálfara og starfsfólk aðildarfélaga ÍBR. Skyndihjálparnámskeið eru mjög mikilvæg í íþróttum til að tryggja öryggi íþróttafólks, þjálfara, og annarra sem taka þátt í íþróttastarfsemi. ÍBR bauð upp

á nokkur námskeið árið 2023 og 2024 bæði

á íslensku og ensku.

Ferðastyrkir

Íþróttafélög og íþróttamenn geta sótt um ferðastyrki til að styðja við keppnisferðir erlendis. Styrkirnir eru veittir til þátttöku í alþjóðlegum mótum, þar á meðal heimsmeistaramótum, heimsbikarkeppnum, Evrópumeistaramótum, Norðurlandameistaramótum, alþjóðlegum landsliðsmótum og opinberum landsleikjum. Ferðastyrkir eru áætlaðir í samræmi við árlegt framlag Reykjavíkurborgar og ÍBR ákveður viðmiðunargjald sem er föst upphæð fyrir allar ferðir, óháð því hvert ferðast er. Ferðastyrkir voru hækkaðir síðari hluta árs 2024 um 20%.

Viðmiðunargjald árið 2024:

• Kr. 30.000 fyrir ferðir sem tengjast landsliðum.

• Kr. 40.000 fyrir þátttöku í Evrópukeppni félagsliða.

Vefur um Melavöllinn opnaður

Ný vefsíða, Melavollur.is, var opnuð haustið 2024 til að veita almenningi innsýn í merkilega sögu Melavallarins. Völlurinn var mikilvægur hluti af íþrótta- og menningarsögu Reykjavíkur frá árunum 1926-1984 og því einstaklega mikilvægt að varðveita þessa merkilegu sögu.

Á síðunni er að finna ítarlega umfjöllun um sögu vallarins, ljósmyndir og greinagóða lýsingu á “sigurdeginum mikla” þegar Ísland vann frækna sigra í frjálsíþróttum og í knattspyrnu karla. Ísland vann meðal annars feikna sterkt landslið Svía 4:3 á Melavellinum þar sem Ríkarður Jónsson skoraði 4 mörk.

Afmæli ÍBR

Íþróttabandalag Reykjavíkur hélt upp á 80 ára afmæli sitt laugardaginn 31. ágúst 2024 í húsakynnum KSÍ í Laugardal. Dagskráin hófst með stuttri sögugöngu undir leiðsögn Stefáns Pálssonar en veisluhöldin fóru fram í fundarsal KSÍ með fjölda gesta. Þar á meðal var forsvarsfólk íþróttahreyfingarinnar og Einar Þorsteinsson þáverandi borgarstjóri. Boðið var upp á tónlistaratriði frá Sigríði Thorlacius og Ómari Guðjónssyni, auk ræðuhalda frá Ingvari Sverrissyni formanni ÍBR, Lárusi Blöndal forseta ÍSÍ og fleiri góðum gestum. Þá var endurnýjuð viðurkenning ÍBR sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf.

Samstarf með Áfallaog sálfræðimiðstöðinni

ÍBR leggur mikla áherslu á fagleg vinnubrögð þegar koma upp ósætti eða óviðeigandi mál innan íþróttahreyfingarinnar í Reykjavík. Því var það eðlilegt skref fyrir ÍBR að huga að starfsfólki sínu með því að hefja samstarf við Áfalla- og sálfræðimistöðina.

Áfalla- og sálfræðimistöðin veitir starfsfólki almenna sálfræðiþjónustu og ráðgjöf. Áfallaog sálfræðimiðstöðin veitir einnig starfsfólki

fræðslu í formi fyrirlestra og/eða námskeiða um sálfræðitengd málefni, sem og handleiðslu og bráðaþjónustu sé þess óskað.

Áfalla- og sálfræðimiðstöðin og Íþróttabandalag Reykjavíkur fóru í samstarf á árinu 2024 en áður var ÍBR í samstarfi með Hagvangi.

Starfsmannamál ÍBR – Steinn lætur af störfum

Starfsmenn skrifstofu ÍBR og viðburða eru nú 11 og 2 í Skautahöllinni auk starfsmanna í hlutastörfum sem vinna við afgreiðslu í Skautahöllinni og sumarstarfsmanna sem aðstoða við viðburði og fleira. Nokkur breyting hefur orðið á starfsliðinu á skrifstofunni á síðustu árum og nú síðast lét Steinn Halldórsson af störfum eftir 21 ár á skrifstofu ÍBR.

Leiga á búnaði fyrir viðburði Íþróttabandalag Reykjavíkur á töluvert af búnaði á lager tengdum hlaupum og öðrum viðburðum sem haldnir eru ár hvert. Mestmegnis eru það grindur til að stýra umferð bæði gangandi og akandi vegfarenda en þar má í raun finna allan þann búnað sem þarf til að halda almenningshlaup og svipaða viðburði.

Undanfarin ár hefur þessi búnaður verður leigður út bæði til hins opinbera og einkaaðila vegna hverskyns viðburða eða mannfagnaða. Leiga á búnaði hefur aukist undanfarin ár og gengið nokkuð vel auk þess sem hún skilar tekjum í kassann fyrir ÍBR.

VIÐBURÐIR Á VEGUM ÍBR

ÍBR heimasíða og samfélagsmiðlar

Umfangsmikil kynningar- og samfélags-miðlavinna fór fram fyrir helstu hlaupaviðburði ársins, þar á meðal Laugavegshlaupið, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Miðnætur-hlaup Suzuki, Norðurljósahlaupið og Reykjavík International Games. Markmiðið var að tryggja sýnileika og þátttöku, efla vörumerki viðburð-anna og styrkja tengsl við hlaupafélaga, styrktaraðila og almenning.

Samfélagsmiðlar og stafrænar markaðsherferðir

Mótuð var öflug strategía og henni framfylgt með það að markmiði að ná til fjölbreytts markhóps. Með reglulegum og markvissum uppfærslum á Facebook, Instagram og TikTok var áhersla lögð á þátttökusögur, fróðleik um hlaupin, þjálfunarráð og myndbandsefni sem dró fram stemninguna á viðburðunum. Árangurinn birtist í aukinni þátttöku á miðlunum, meiri dreifingu efnis og auknum fjölda fylgjenda.

Efnisgerð og fréttamiðlun

Viðburðirnir voru kynntir með fjölbreyttu stafrænu efni, þar á meðal ljósmyndum, myndböndum og viðtölum við hlaupara og skipuleggjendur. Fréttaskrif og greinasamsetning fyrir heimasíður og fjölmiðla tryggðu að upplýsingar um hlaupin væru aðgengilegar og að fréttir af góðum árangri og persónulegum sigrum skiluðu sér til almennings.

Samstarf við styrktaraðila og áhrifavalda

Umfangsmikil kynningar- og samfélagsmiðlavinna fór fram fyrir helstu hlaupaviðburði ársins, þar á meðal Laugavegshlaupið, Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, Miðnæturhlaup Suzuki, Norðurljósahlaupið og Reykjavík International Games. Markmiðið var að tryggja sýnileika og þátttöku, efla vörumerki viðburðanna og styrkja tengsl við hlaupafélaga, styrktaraðila og almenning.

Lifandi viðburðaupplifun í rauntíma

Á meðan á viðburðunum stóð var meðal annars lögð áhersla á beinar útsendingar, lifandi uppfærslur og að fanga hápunkta

íþróttaviðburðanna í rauntíma. Með þessu tókst að skapa skemmtilega upplifun fyrir bæði þátttakendur og áhorfendur, auk þess sem viðburðirnir nutu meiri eftirfylgni í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.

Árangur og framtíðarsýn

Viðburðirnir voru kynntir með fjölbreyttu stafrænu efni, þar á meðal ljósmyndum, myndböndum og viðtölum við hlaupara og skipuleggjendur. Fréttaskrif og greinasamsetning fyrir heimasíður og fjölmiðla tryggðu að upplýsingar um hlaupin væru aðgengilegar og að fréttir af góðum árangri og persónulegum sigrum skiluðu sér til almennings.

REYKJAVÍKURLEIKARNIR –REYKJAVÍK INTERNATIONAL GAMES

Leikarnir eru búnir að festa sig í sessi sem einn af stærstu íþróttaviðburðunum landsins og sá eini þar sem boðið er upp á afreksíþróttamót í fjölmörgum íþróttagreinum á sama tíma. Það hefur verið gert með samstilltu átaki allra þeirra sem að leikunum standa, ÍBR, Reykjavíkurborg, íþróttafélögunum í Reykjavík, sérráðum, sérsamböndum, ÍSÍ, samstarfsaðilum og ríkisvaldinu.

Framkvæmd mótshlutanna hefur færst í meira mæli yfir til sérsambanda viðkomandi íþróttagreina. Í lang flestum tilfellum er því umsjón í höndum sérsambanda ÍSÍ enda eru þau vel til þess fallin að halda afreksíþróttamót með réttu tengslin erlendis og starfandi í umboði allra félaga.

Árið 2023 voru Reykjavíkurleikarnir haldnir í sautjánda skiptið. Þeir stóðu yfir frá 27. janúar til 5. febrúar. Allt í allt voru 22 keppnisgreinar hluti af dagskrá leikanna. Dagskrárliðir eins og lokahátíð var haldin í Laugardalshöllinni þar

sem um 70 þátttakendur af mótinu komu saman og skemmtu sér.

Í öllum aðalatriðum gekk framkvæmd leikanna vel þó svo að það sé alltaf hægt að gera betur. Reykjavíkurleikarnir eru orðnir vel þekktir á Íslandi en eru þó ekki eingöngu bundnir við íslenskan markað. Það liggja tækifæri í því að koma sýningarefni frá leikunum í enn meira mæli út fyrir landsteinana samhliða þátttöku fleiri erlendra keppenda.

Starfsfólk ÍBR reynir eftir fremsta megni að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem koma upp bæði í aðdraganda leikanna og á meðan á þeim stendur. Þróunin hefur verið sú á síðustu árum, samfara vexti viðburðarins, að fleira starfsfólk ÍBR hefur komið að framkvæmd viðburðarins. Það hefur gert það að verkum að ákveðin sérhæfni hefur skapast og þar af leiðandi augljósara hvert skuli leita þegar ólík mál koma upp.

Árið 2024 voru Reykjavíkurleikarnir haldnir í átjánda skiptið. Þeir stóðu yfir frá 24. janúar til 3. febrúar. Allt í allt voru 20 keppnisgreinar hluti af dagskrá leikanna en hjólasprettur og strandblak fóru ekki fram.Í gegnum tíðina hefur verið starfandi svo kallað framkvæmdarráð RIG en það skipaði árið 2023 þau Jón Þór Ólason, Vilhelm Bernhöft, Albert Jakobsson, Reinhard Reinhardsson, Maríanna Ástmarsdóttir og Brynja Þorsteinsdóttir. Allir mótshlutar hafa síðan átt fulltrúa í undirbúningsnefnd RIG. Árið 2023 urðu breytingar á skrifstofunni þar sem Brynja Þorsteinsdóttir hætti sem verkefnastjóri Reykjavíkurleikanna og tók Ragna Björg Kristjánsdóttir við. Það urðu einnig breytingar á framkvæmdaráðinu þar sem Vilhelm Bernhöft hætti eftir margra ára framlag. Eftir leikana 2024 var tekin ákvörðun um að leggja framkvæmdaráðið niður. Öllum þeim sem setið hafa í framkvæmdráði Reykjavíkurleika eru færðar miklar þakkir fyrir þeirra framlag. Án mikils stuðnings frá samstarfsaðilum og borgaryfirvöldum væri ekki hægt að halda leika sem þessa. Helstu samtarfsaðilar leikanna 2023 og 2024 voru Ölgerðin, AVIS (2023), Bílaleiga Akureyrar (2024), Lottó, 66N, Rapyd (2023), Kynnisferðir, Margt Smátt (2023), Suzuki, Íslandshótel, sportvörur (2024), Garmin, Pink Lady (2024) og Fulfill (2024). Í dag eru Reykjavíkurleikarnir viðburður þar sem nokkrar greinar geta flokkast sem sterkar á alþjóðavísu á meðan aðrar fá þann tíma sem þær þurfa til að komast á stall með þeim bestu. Með því að haga skipulagi rétt og styðja við þá þætti sem helst auka virðið þá ná leikarnir markmiðum sínum.

Ráðstefna í tengslum við Reykjavíkurleikana

Ráðstefnan “ÍÞRÓTTIR 2023” fór fram dagana 1.-2. febrúar 2023 í Háskólanum í Reykjavík.

Ráðstefnan var þrískipt. Fyrri dagurinn fjallaði um þjálfun afreksíþróttafólks, en seinni dagurinn beindist að íþróttum barna og ungmenna ásamt stjórnun íþróttafélaga. Á ráðstefnunni voru fjölmargir spennandi fyrirlestrar, og meðal fyrirlesara voru Elísabet Gunnarsdóttir, Vésteinn Hafsteinsson, Else-Marthe Sørlie Lybekk, Daniel Gould og fleiri sérfræðingar. Ráðstefnan fór fram á ensku.

RIG 2024: Er pláss fyrir öll í íþróttum?

Ráðstefnan „Er pláss fyrir öll í íþróttum?“ fór fram fimmtudaginn 25. janúar 2024 í Háskólanum í Reykjavík. Þema ráðstefnunnar var inngilding í íþróttum og var sjónum beint að því hvernig íþróttahreyfingin gæti verið fyrir öll, sérstaklega fólk af erlendum uppruna, fatlaða og hinsegin og kynsegin íþróttafólk. Í sex pallborðum sögðu fatlað íþróttafólk, hinsegin og kynsegin íþróttafólk, íþróttafólk af erlendum uppruna og aðrir sérfræðingar frá reynslu sinni og ræddu hvað hægt væri að gera betur til að tryggja að öll gætu tekið þátt í íþróttum á jafnræðisgrundvelli.

Norðurljósahlaup Orkusölunnar er 4-5 km hlaupaupplifun um miðbæ Reykjavíkur þar sem þátttakendur taka þátt í að lýsa upp hlaupaleiðina. Allir þátttakendur fá upplýstan varning og verða þannig hluti af sýningunni frá byrjun til enda. Skemmtistöðvar eru á leiðinni með tónlist og skemmtun líkt og eldgleypum, dönsurum, plötusnúðum og mörgu fleiru. Þetta er eini hlaupaviðburður ÍBR sem er ekki með neina tímatöku, seldir eru fjölskyldu og vinapakkar og frítt er fyrir börn 8 ára og yngri. Hlaupið er hluti af Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar og þykir mikilvægur partur því viðburðurinn er gerður til að ýta undir hreyfingu og samveru vina og fjölskyldu, fyrir líkamlega og andlega heilsu í myrkrinu í byrjun febrúar. Árið 2023 steig Páll Óskar á stokk í Listasafni Reykjavíkur og hitaði upp áður en hlaupið var ræst og um leið og hlauparar hlupu af stað kom smá snjókoma, en það stoppaði ekki fallegan hóp þátttakenda sem var á öllum aldri, uppselt var í hlaupið. Árið 2024 hitaði Emmsjé Gauti upp fyrir ræsingu og hópurinn tók af stað í blíðskapar veðri og einungis örfáir

miðar eftir. Bætt var í skemmtistöðvarnar á milli ára og vakti það mikla kátínu þátttakenda.áhrif.

Erlendir gestir sem tóku þátt voru 803 sem er 35% af skráðum þátttakendum. Veðrið lék ekki við hlaupara, frekar kalt og rigning en hlauparar

létu það ekki á sig fá og skelltu sér í sund eftir hlaup þar sem boðið var upp á drykki frá Ölgerðinni og tónlist sem plötusnúður sá um.

2024 Miðnæturhlaupið var 31. hlaupið haldið 20. júní og var þátttaka með besta móti.

Heildarfjöldi skráðra var alls 2439 þátttakendur, 964 í 5 km, 972 í 10 km og 503 í 21,1 km.

Erlendir gestir sem tóku þátt voru 30% af skráðum þátttakendum. Þeim hefur fækkað nokkuð s.l. tvö ár, voru 39% 2022 og 35% 2023. Fínasta hlaupaveður var þó miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig. Eins og undan farin ár skelltu hlauparar sér í sund eftir hlaup sem er orðinn ómissandi hluti af hlaupinu, þar var boðið eins og áður upp á drykki frá Ölgerðinni og dúndrandi stuðtónlist þar sem plötusnúður þeytti skífum. Fjöldi starfsmanna í hlaupinu hvert ár eru um 250 og kemur um 90% þeirra frá Íþróttafélögunum í Reykjavík

Miðnæturhlaup Suzuki er haldið að kvöldi til á fimmtudegi eins nálægt Jónsmessu og mögulegt er. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir sem hafa upphaf og endi í Laugardalnum, 5 km hring í Laugardalnum, 10 km um Elliðaárdalinn og 21,1 km hálfmaraþon sem er krefjandi hlaup um Elliðaárdalinn að Rauðavatni, um Grafarholt og Grafarvog og endar í Laugardalnum. Allar vegalengdir eru mældar samkvæmt stöðlum AIMS, alþjóðlegra samtaka hlaupa. Hlaupið er einnig viðurkennt af Frjálsíþróttasambandi Íslands og er hægt að velja um almennan miða eða keppnismiða sem gefur skráningu í afrekaskrá FRÍ. Hlaupið er hluti af Gatorade sumarhlauparöðinni og er þriðja hlaupið af fimm sem gilda til stiga.

2023 Miðnæturhlaupið var haldið 22. júní í 30. sinn og af því tilefni var ýmislegt skemmtilegt gert og ber hæst að nefna að í boði var afmælis kaka fyrir alla þátttakendur eftir hlaup, ásamt því að allir fengu sérhannaða afmælis medalíu. Alls voru 2304 þátttakendur skráðir, 919 í 5 km, 838 í 10 km og 547 í 21,1 km. Þetta er mun meiri fjöldi en s.l. ár þar sem covid hafði mikil

áhrif. Erlendir gestir sem tóku þátt voru 803 sem er 35% af skráðum þátttakendum. Veðrið lék ekki við hlaupara, frekar kalt og rigning en hlauparar létu það ekki á sig fá og skelltu sér í sund eftir hlaup þar sem boðið var upp á drykki frá Ölgerðinni og tónlist sem plötusnúður sá um. 2024 Miðnæturhlaupið var 31. hlaupið haldið 20. júní og var þátttaka með besta móti. Heildarfjöldi skráðra var alls 2439 þátttakendur, 964 í 5 km, 972 í 10 km og 503 í 21,1 km. Erlendir gestir sem tóku þátt voru 30% af skráðum þátttakendum. Þeim hefur fækkað nokkuð s.l. tvö ár, voru 39% 2022 og 35% 2023. Fínasta hlaupaveður var þó miðnætursólin hafi ekki látið sjá sig. Eins og undan farin ár skelltu hlauparar sér í sund eftir hlaup sem er orðinn ómissandi hluti af hlaupinu, þar var boðið eins og áður upp á drykki frá Ölgerðinni og dúndrandi stuðtónlist þar sem plötusnúður þeytti skífum. Fjöldi starfsmanna í hlaupinu hvert ár eru um 250 og kemur um 90% þeirra frá Íþróttafélögunum í Reykjavík

MIÐNÆTURHLAUP SUZUKI

REYKJAVÍKUR MARAÞON ÍSLANDSBANKA

Reykjavíkurmaraþon 2023 - 2024

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka (RMÍ) hefur verið starfrækt frá 1984 en frá 2003 hefur ÍBR séð um framkvæmd þess. Hægt er að velja um fjórar vegalengdir: Maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup og skemmtiskokk sem skiptist í tvær vegalengdir 3 km hlaup og 1,75 km. RMÍ hefur einnig haldið Íslandsmeistaramót í maraþonhlaupi karla og kvenna.Reykjavíkurmaraþonið fer fram sama dag og Menningarnótt líkt og verið hefur frá árinu 2001. Reykjavíkur-maraþonið fór fram laugardaginn 19. ágúst 2023 í ansi köldu veðri, mikil vindkæling var en það hægðist á með deginum. Sama auglýsingarherferð var frá árinu áður sem beindi athygli fólks á að styrkja góðgerðarfélögin. Heildarskráning árið 2023 var 11.303 manns sem er 29% aukning frá árinu 2022.

En uppselt var bæði 10 km og hálfmaraþon í hlaupavikunni. 1.181 voru í maraþoni, 2.274 í hálfmaraþoni, 4.960 í 10 km og 2.892 í skemmtiskokki. 24% skráðra voru erlendir en árið áður var sama hlutfall. En 87 mismunandi erlend þjóðerni tóku þátt í hlaupinu. Í ár var einni keppt í þremur kynjaflokkum, karla kvenna og kvára flokki.Frábær aðsókn var í 40 ára afmælishlaup Reykjavíkurmaraþons

Íslandsbanka sem fór fram 24. ágúst 2024 í björtu og fallegu veðri. Ný auglýsingaherferð var sett í loftið þar sem stiklað var á stóru að hlaupið er fyrir alla og smá af sögu hlaupsins og hvernig það er búið að breytast og þróast í

gegnum árin. Skráðir þátttakendur voru 14.646 sem eru rúmlega 3000 fleiri en árið á undan. 7514 karlar voru skráðir í hlaupið, 7069 konur og 23 kvár. Gríðarlega mikil stemning var í miðbænum og fögnuðu áhorfendur vel og mikið fyrir þreyttum en ánægðum hlaupurum sem komu í mark. RMÍ hefur verið meðlimur AIMS, sem eru alþjóðasamtök maraþonhlaupara síðan 1987 og verður áfram. Brautir hlaupsins eru mældar samkvæmt reglum þeirra og geta þátttakendur því fengið tímana sína gilda í erlend viðurkennd hlaup.

Greiðsla fyrir svokallaða vottun frá FRÍ er ný af nálinni. Vottunin hefur verið í þróun frá 2018. Um er að ræða umsókn um sérstakt leyfi og viss skilyrði frá Frjálsíþróttasambandi Íslands til að halda hlaup. Greiða þarf fyrir hvern þátttakanda sem kemur í mark í vottuðu hlaupi 150 krónur. ÍBR sótti um þessa vottun fyrir heilt og hálft maraþon 2024.

Reykjavíkurmaraþon 2023 - 2024

Söfnunin gekk vel bæði árin og var sett söfnunarmet árið 2023 sem var síðan slegið 2024 og eru hæstu safnanir frá upphafi.

Árið 2023 var sannkallað met ár og söfnuðust 199.932.170 krónur en er það hæsta upphæðin sem hefur verið safnað hingað til og grátlega nálægt því að brjóta 200 milljóna króna múrinn.

Það voru 155 góðgerðafélög sem söfnuðu áheitum, fjöldi hlaupara sem söfnuðu áheitum voru 2.663 og 84 hlaupahópar. Áheitasöfnun

árið 2024 fór fram úr björtustu vonum þar sem söfnuðust 255.351.614 krónur á Hlaupastyrk, sem er hæsta upphæð frá upphafi, auk þess sem Teya og Mastercard stóðu fyrir auka söfnun óháð góðgerðarfélagi en þar söfnuðust 2.338.847 krónur sem var deilt jafnt á öll

félögin. Alls voru 169 góðgerðarfélög söfnuðu áheitum. Samanlögð heildarupphæðin árið 2024 var því 257.690.461 krónur. Heildarupphæð áheita sem hafa safnast í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka frá því áheitasöfnun hófst árið 2006 er nú komin í rúmlega 1.855 milljónir.

Samstarfsaðilar RMÍ voru Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Sportvörur, Suzuki, ÍTR, Gatorade, Garmin, 66°norður, Fulfil, Lottó, Reykjavík Excursion, Bílaleiga Akureyrar, einnig voru nokkrir aðilar annað árið og þar á meðal Íslandshótel, Chiquita.

LAUGAVEGUR ULTRA MARAÞON

Laugavegshlaupið er 55km utanvega- og fjallahlaup þar sem farin er fjölbreytt og falleg leið frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk. Mikil eftirspurn er í Laugavegshlaupið og hefur selst upp síðustu ár og þátttökumet slegin á hverju ári.

Laugardaginn 15. júlí fór hlaupið af stað í 27. sinn, veður var milt og frekar hlýtt, um 10-12 gráður og lítill vindur. Lítið eitt kólnaði eftir því sem nær dró Hrafntinnuskeri en veður var þó gott allan tímann. Mjög lítill snjór var á leiðinni og því mjög bratt niður í öll snjólausu gilin. Í meginatriðum var skipulag gott og allt gekk upp.

Nýtt fyrirkomulag var á skráningunni í ár þar sem þátttökuskilyrðin voru 370 ITRA stig til að eiga möguleika á miða í hlaupið. Skráning opnaði í hádeginu 3. nóvember og var opin í viku, eða til 10. nóvember. Með þessu nýja fyrirkomulagi var markmiðið að minnka stress hjá umsækjendum og gefa öllum sama séns á að ná sér í miða. 200 stigahæstu hlaupararnir fengu öruggan miða í hlaupið sem var skipt jafnt á milli kynja, aðrir hlauparar fóru í lottó.

Eftirspurnin í hlaupið var meiri en framboð svo dregið var úr skráðum þátttakendum. Eins og alltaf er eitthvað um afskáningar af ýmsum ástæðum þegar nær dregur hlaupi og í ár var hægt að bjóða öllum af biðlistanum miða. Skráning endaði að lokum í 615 þátttakendum. 584 lögðu af stað frá Landmannalaugum og komu 564 í mark í Þórsmörk. Kynjahlutfallið í hlaupinu var þannig, 369 karlar og 246 konur.

23% af skráðum þátttakendum voru erlendir keppendur sem komu frá 32 mismunandi löndum. Sigurvegarar í Laugavegshlaupinu 2023 voru þau Arnar Pétursson sem kom í mark

á tímanum 04:00:48 og Andrea Kolbeinsdóttir sem sló enn eitt brautarmetið og kom í mark

á tímanum 04:22:56.

2024

Laugardaginn 12. júlí 2024 fór fram 28. Laugavegshlaupið. Mótvindur var megnið af leiðinni og mjög hvass sandstormur seinni hluta sandanna. Frekar lítill snjór á leiðinni en samt ekki mjög bratt niður í gilin. Í meginatriðum var skipulag gott og allt gekk upp.

Skráningarfyrirkomulagið fyrir árið 2024 var eins og árið 2023. Skráningin opnaði þann 1. nóvember og var opin í viku eða til 8. nóvember. Þátttökuskilyrðin voru 370 ITRA stig.

200 stigahæstu hlaupararnir fengu öruggan miða í hlaupið sem eins og síðasta ár var skipt jafnt milli kynja, aðrir hlauparar fóru í lottó.

Eftirspurnin var meiri en framboð svo dregið var úr skráðum þátttakendum. Vegna fjölda afskráninga var biðlisti opnaður um miðjan mars og voru 37 einstaklingar teknir inn af honum.

620 þátttakendur voru skráðir í hlaupið.

510 lögðu af stað frá Landmannalaugum og komu 497 í mark í Þórsmörk. Kynjahlutfallið í hlaupinu var þannig, 385 karlar, 234 konur og 1 kvár. 20% af skráðum þátttakendum voru erlendir keppendur sem komu frá 29 mismunandi löndum.

Sigurvegarar í Laugavegshlaupinu 2024 voru þau Þorsteinn Roy Jóhannsson sem kom í mark á tímanum 04:13:08 og Andrea Kolbeinsdóttir sem kom í mark á tímanum 04:33:21.

Laugavegshlaupið er aðili að ITRA, International Trail Running Association.

Samstarfsaðilar Lagavegshlaupsins eru: Reykjavík Excursions (rútur), Sportvörur (verðlaun), Garmin (verðlaun), 66°norður (bolir og verðlaun), Gatorade (drykkir), Ferðafélag Íslands, Volcano Huts, Suzuki, Pink Lady (ávextir), Fullfill (Prótein stykki) og Lottó.

GATORADE SUMARHLAUPIN

ÍBR og þrjár frjálsíþróttadeildir í Reykjavík hafa staðið fyrir sumarhlauparöðinni frá árinu 2009. Nafngiftin Gatorade Sumarhlaupin hefur verið frá 2020 með samningi við Ölgerðina.

Í Gatorade sumarhlaupunum telja nú fjögur hlaup: Fjölnishlaup Olís, Ármannshlaupið, Miðnæturhlaup Suzuki og Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Þátttakendur í þessum hlaupum geta safnað stigum þar sem ákveðin stig eru veitt fyrir þátttöku í hverju 10 km hlaupi og á hverju ári fá stigahæstu einstaklingarnir verðlaun í lok hlauparaðarinnar.

Sigurvegarar 2023 voru Íris Dóra Snorradóttir og Guðmundur Daði Guðlaugsson og árið 2024 voru það Elín Edda Sigurðardóttir og Arnar Pétursson sem sigruðu stigakeppnina.

Því miður hefur þróunin verið að færri taka þátt í öllum viðburðum í Gatorade sumarhlauparöðinni sökum meira framboðs á allskonar hlaupaviðburðum af svipuðum toga yfir sumarið. ÍBR hefur haldið uppi heimasíðu undanfarin ár sumarhlaupin.is þar sem hægt hefur verið að nálgast allar upplýsingar um mótaröðina og hlaupin innan hennar.

Samstæðuársreikningur

Íþróttabandalag Reykjavíkur

Engjavegi 6 104 Reykajvík kt. 670169-1709

Samstæðuársreikningur 2024 Íþróttabandalag Reykjavíkur

Könnunarályktun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og hluthafa í Íþróttabandalags Reykajvíkur ehf.

ViðhöfumkannaðmeðfylgjandisamstæðuársreikningÍþróttabandalagsReykjavíkurfyrirárið2024. Ársreikningurinnhefuraðgeymaskýrslustjórnar,rekstrarreikning,efnahagsreikning,yfirlitumsjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á ársreikningnum

Stjórnogframkvæmdastjórieruábyrgfyrirgerðogframsetninguársreikningsinsísamræmiviðlögum ársreikninga.Stjórnogframkvæmdastjórierueinnigábyrgfyrirþvíinnraeftirlitisemnauðsynlegtervarðandigerð ogframsetninguársreiknings,þannigaðhannséánverulegraannmarka,hvortsemervegnasviksemieða mistaka.

Ábyrgð endurskoðanda við könnun

Ábyrgðokkarfelstíályktunokkarumársreikninginnsembyggirákönnuninni.Könnunokkarvarunninísamræmi viðalþjóðleganstaðalISRE2400,semfjallarumkönnunóháðsendurskoðandaáársreikningum.Samkvæmt staðlinumeigumviðaðleggjaframályktunumhvorteitthvaðhafikomiðframsembendirtilannarsenað ársreikningurinngefiglöggamyndísamræmiviðlögumársreikninga.Staðallinngerirjafnframtkröfuumaðvið fylgjum siðareglum.

Slíkkönnunfelurísérfyrirspurnir,einkumtilstarfsmannasemeruábyrgirfyrirfjármálumogreikningsskilum félagsins ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum.

Könnunfelurekkiísérjafnviðtækaraðgerðirogendurskoðunsemunninerísamræmiviðalþjóðlega endurskoðunarstaðlaogerþvíekkivístaðviðfáumvitneskjuumöllmikilvægatriðisemgætukomiðíljósvið endurskoðun. Þar af leiðandi látum við álit um endurskoðun ekki í ljós.

Ályktun

Viðkönnunokkarkomekkertframsembendirtilannarsenaðársreikningurinngefiglöggamyndafafkomu félagsinsáárinu,efnahagþess31.desember2024ogbreytinguáhandbæruféáárinu,ísamræmiviðlögum ársreikninga.

Kópavogur, 26. mars 2025 Deloitte ehf.

Jóhann Óskar Haraldsson

endurskoðandi

Rekstrarreikningur ársins 2024

Skýrsla stjórnar

Samstæðuársreikningur Íþróttabandalags Reykjavíkur fyrir árið 2024 er gerður samræmi við lög um ársreikninga.

AðalstarfsemiÍBRerþjónustaviðÍþróttafélög,ÍþróttabandalagReykjavíkurerheildarsamtökíþróttafélagaí Reykjavík.ÍBReraðiliaðÍSÍogUMFÍ,starfarsamkvæmtlögumÍSÍoglögumUMFÍogertengiliður ÍþróttafélagannaviðReykjavíkurborg.ÍBRgætirhagsmunaÍþróttahreyfingarinnaríReykjavíkgagnvart opinberum aðilum og vinnur að eflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík.

Starfsemin á árinu

Hagnaður samstæðunnar á árinu samkvæmt rekstrarreikningi nam Eignir samstæðunnar í árslok samkvæmt efnahagsreikningi námu

Bókfært eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi nam

Samþykkt stjórnar

352.115.779

Stjórnfélagsinsleggurtilaðhagnaðurársinsverðiyfirfærðurtilnæstaárs,envísaraðöðruleytií ársreikninginn um breytingar á eigin fé félagsins.

Yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjóra

AðálitistjórnarogframkvæmdastjóraÍþróttabandalagsReykjavíkurkomaframísamstæðuársreikningiþessum allarupplýsingarsemnauðsynlegarerutilaðglöggvasigástöðusamstæðunnaríárslok,rekstrarárangriársins og fjárhagslegri þróun á árinu.

StjórnogframkvæmdastjóriÍþróttabandalagsReykjavíkurstaðfestirhérmeðsamstæðuársreikningfélagsins með undirritun sinni.

Reykjavík, 26. mars 2025

Styrkir greiddir til aðildarfélaga

Styrkir frá Reykjavíkurborg til aðildarfélaga .........................

Efnahagsreikningur 31. desember 2024

Yfirlit um sjóðstreymi ársins 2024

Skuldir

Fjárfestingahreyfingar (Keyptir) varanlegir rekstrarfjármunir

Skýringar

1.Almennar upplýsingar

AðalstarfsemiÍBRerþjónustaviðÍþróttafélög,ÍþróttabandalagReykjavíkurerheildarsamtökíþróttafélagaíReykjavík.

ÍBReraðiliaðÍSÍogUMFÍ,starfarsamkvæmtlögumÍSÍoglögumUMFÍogertengiliðurÍþróttafélagannavið Reykjavíkurborg.ÍBRgætirhagsmunaÍþróttahreyfingarinnaríReykjavíkgagnvartopinberumaðilumogvinnuraðeflingu og skipulagningu á íþróttastarfsemi í Reykjavík.

Íþróttabandalag Reykjavíkur er með heimilisfesti á Íslandi og er lögheimili félagsins að Engjavegi 6, 104 Reykajvík.

SamstæðuársreikningurÍBRsamanstendurafársreikningiÍBR,ÍBRviðburðaogSkautahallarinnaríLaugardalenþessar einingar eru reknar af og eru á ábyrðg ÍBR.

2.Grundvöllur reikningsskilanna

Samstæðuársreikningurinnergerðurísamræmiviðlögumársreikningaogsettarreikningsskilareglur. Samstæðuársreikningurinnbyggirákostnaðarverðsreikningsskilumogergerðureftirsömureikningsskilaaðferðumogárið áður. Samstæðuársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins.

3.Mat og ákvarðanir

Viðgerðársreikningsþurfastjórnendur,ísamræmiviðlögumársreikninga,aðtakaákvarðanir,metaogdragaályktanir semhafaáhrifáeignirogskuldiráreikningsskiladegi,upplýsingarískýringumogtekjuroggjöld.Viðmatogályktanirer byggtáreynsluogýmsumöðrumþáttumsemtaldireruviðeigandiogmyndagrundvöllþeirraákvarðanasemteknareru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti.

Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem þær eiga sér stað.

4.Laun og annar starfsmannakostnaður

Laun ...........................................................................................................

Lífeyrissjóður

Önnur launatengd gjöld

5.Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Fjármunatekjur greinast þannig:

Vaxtatekjur af bankainnstæðum .....................................................................

Aðrar vaxtatekjur

Fjármagnsgjöld greinast þannig:

Fjármagnstekjurskattur .................................................................................(5.204.856)(2.718.114)

Önnur vaxtagjöld og gengismur ......................................................................

6.Handbært fé

Handbært fé samanstendur af:

ÍBR sér um rekstur Skautahallarinnar í Laugardal samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg

Rekstrartekjurog-gjöldSkautahallarinnaríLaugardaleru sýndsérstaklegaoggreindfráöðrumrekstrartekjumog gjöldum.Íársreikningum,aðaðskriftumundanskildum.Aðrirrekstrar-ogefnahagsliðirerufærðirámeðalsambærilegra liða ársreikningum. Viðskiptum milli tengdra aðila er eytt út við samstæðuársreikningsgerð.

Rekstrartekjurog-gjöldÍBRviðburðaerusýndsérstaklegaoggreindfráöðrumrekstrartekjumoggjöldum.Í ársreikningum,aðaðskriftumundanskildum.Aðrirrekstrar-ogefnahagsliðirerufærðirámeðalsambærilegraliðaí ársreikningum. Viðskiptum milli tengdra aðila er eytt út við samstæðuársreikningsgerð.

Rekstrarhagnaður..........................................

(184.798)

Skýringar

9.Styrkir og úthlutanir

StyrkirfráReykjavíkurborgsemfaraígegnumÍBRogerúthlutaðtilíþróttafélagannavegnaársins2024voru984m.kr. og 217 m.kr. frá Lottó, ÍSÍ og UMFÍ. Þessar fjárhæðir eru ekki færðar í gegnum rekstrartekjur og rekstrargjöld.

Framlög og afnot vegna mannvirkja:

Fjárveitingar borgarsjóðs vegna borgar- og annarra mannvirkja .........................2.465.287.060 2.353.485.367

Reiknuð afnot íþróttafélaga ............................................................................(2.465.287.060)(2.353.485.367)

10.Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir

FasteignirBifreiðarÁhöld, tæki ogSamtals og lóðir innréttingar

Kostnaðarverð

Staða 1.1.2024

Afskriftir

Bókfært verð

fé greinist þannig: Hlutafé

Eigið fé 1.1.2023 ......................................................................................................................

Hagnaður ársins ..............................................................................................................

Eigið fé 1.1.2024

Hagnaður ársins ......................................................................................................................

Eigið fé 31.12.2024 ...................................................................................................................

Skýringar

12.Reikningsskilaaðferðir

Samstæða

Markmiðmeðgerðsamstæðureikningsskilaeraðbirtaeinungistekjur,gjöld,eignirogskuldirsamstæðunnarútáviðog er því viðskiptum innan hennar eytt við gerð reikningsskilanna.

Skráning tekna

Tekjurafframlögumogstyrkjumerufærðarþegarverulegarlíkureruáaðfjárhagslegurávinningurþeirrarennitil félagsinsogþegarhægteraðmetaþærmeðáreiðanlegumhætti.Tekjurafþátttökugjöldumerufærðarírekstrarreikning þegarþjónustanhefurveriðinntafhendi.Tekjurafsöluávörumerufærðarírekstrarreikningþegareignarhaldflysttil kaupanda. Tekjur eru ekki færðar ef veruleg óvissa er um innheimtu þeirra eða tengdan kostnað.

Skráning gjalda

Gjöldsemstofnaðertilviðöflunteknaátímabilinuerufærðsemrekstrarkostnaður.Gjöldsemstofnaðertilá reikningsárinuenvarðasíðarireikningsárerufærðtileignaríefnahagsreikningisemfyrirframgreiddurkostnaður.Gjöld sem varða reikningsárið en koma til greiðslu síðar, eru færð til skuldar sem áfallinn kostnaður efnahagsreikningi.

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld

Vaxtatekjur eru færðar fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við viðeigandi höfuðstól og vaxtaprósentu.

Fjármagnsgjöld eru færð í rekstrarreikning á því tímabili sem þau falla til.

Varanlegir rekstrarfjármunir

Eignireruskráðarmeðalvaranlegrarekstrarfjármunaþegarlíklegteraðhagrænnávinningurtengdureigninnimuninýtast félaginuoghægteraðmetakostnaðvegnaeignarinnarmeðáreiðanlegumhætti.Varanlegirrekstrarfjármunireru upphaflegaskráðirákostnaðarverði.Kostnaðarverðvaranlegrarekstrarfjármunasamanstendurafkaupverðiogöllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand.

Hagnaðureðatapvegnasölueignaermismunursöluverðsogbókfærðsverðseignaásöludegi,ogerfærðurvið rekstrarreikning við sölu.

Viðskiptakröfur

Viðskiptakröfurerufærðaránafnverðiaðteknutillititilniðurfærslu.Niðurfærslanerekkiendanlegafskriftheldurer myndaður mótreikningur til að mæta hugsanlegu tapi sem kann að myndast í framtíðinni.

Handbært fé

Handbært fé samstæðunnar samanstendur af sjóði og óbundnum bankainnstæðum.

Viðskiptaskuldir

Viðskiptaskuldir eru færðar á nafnverði að teknu tilliti til áfallins kostnaðar.

Framlög og styrkir borgarsjóðs

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.