Reykjavíkurmaraþon Höf. Þórólfur Þórlindsson maraþonHlaupari Prófessor í félagsfræði Á hverju ári í ágúst safnast þúsundir hlaupara saman í miðbæ Reykjavíkur. Þeir eru á öllum aldri, karlar og konur úr öllum stéttum og frá mörgum þjóðlöndum. Sumir eru langt að komnir, hafa ferðast um langan veg til þess að taka þátt í Reykjav íkurmaraþoni sem er hornsteinn almenni ngsh laupa á Íslandi til þrjátíu ára. Almenn þátttaka, mikil fjölbreytni, gott skipulag og falleg umgjörð hlaupsins gera Reykjavíkurmaraþonið að ómissandi þætti í menningarhátíð Reykjavíkur. Reykjavíkurmaraþonið hefur sannarlega orðið mikilvæg hvatning fyrir fólk að hreyfa sig. Það hefur orðið ófrávíkjanlegur þáttur í lífi margra sem daglegt líf tekur mið af allt árið. Það er vel þess virði að taka þátt í Reykjavíkur maraþoninu hvert sem markmið fólks er. Sumir taka þátt fyrst og fremst til þess að upplifa stemninguna og vera með. Margir safna áheitum til þess að styðja góðan málstað. Sumir stefna að því að bæta tímann í hlaupinu frá árinu áður eða bera árangur sinn saman við árangur vina og kunningja. Öðrum er áskorun að hlaupa lengri vegalengdir en áður. Svo eru þeir sem hlaupa vegna þess að hreyfingin stuðlar að vellíðan og betri heilsu. Kjarni málsins er sá að Reykjavíkurmaraþon felur í sér margs konar hvatningu fyrir hlaupara. Reykjavíkurmaraþon virkjar mikilvæga krafta í samfélaginu sem stuðla að hreyfingu. Það er opinber atburður sem eflir félagsskap hlaupara, félagslegan stuðning við almenningshlaup og ýtir undir jákvæð viðhorf til hreyfingar. Með tilkomu þess varð umtalsverð breyting til hins betra á félagslegu umhverfi almenningshlaupa á Íslandi.
Rannsóknir hafa sýnt að hreyfing vinnur gegn þunglyndi og kvíða, dregur úr streitu og getur í sumum tilvikum stuðlað að bættri sjálfsmynd. Sú trú að líkamleg þjálfun sé góð fyrir heilsuna er ævaforn. Hjá sumum þjóðum byggðist hún á því að andleg og líkamleg heilsa væru eitt og sama fyrirbærið. Hjá öðrum byggðist hún á því að vel þjálfaður líkami væri að öðru jöfnu betri bústaður sálarinnar en illa þjálfaður líkami. Okkur Íslendingum tókst með góðri hjálp að glutra þessari alþýðuv isku niður. Ekki er minnsti vafi á því að þessi skörpu skil milli líkama og sálar, sem vestræn heimspeki innleiddi í hugsun okkar Íslendinga, hafa dregið úr ýmsum umbótum á sviði lýðheilsu. Reykjavíkurmaraþon sprettur upp úr alþjóðlegri hlaupabyltingu sem átti þátt í því að beina athygli vísindamanna að hreyfingu. Nú þegar vísindin hafa sýnt okkur fram á gildi hreyfingar og þjálfunar fyrir andlega og líkamlega heilsu fær Reykjavíkurmaraþon aukið gildi. Vitneskja um tengsl hreyfingar við gott heilsufar hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Rannsóknir hafa sýnt að hæfileg hreyfing dregur úr líkum á því að fólk fái lífsstílstengda sjúkdóma. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hreyfing vinnur gegn þunglyndi og kvíða, dregur úr streitu og getur í sumum tilvikum stuðlað að bættri sjálfsmynd. Á síðustu árum hefur vísindunum hins vegar tekist að sýna æ betur í hverju jákvæð áhrif hreyfingar á andlegt og líkamlegt heilbrigði eru fólgin. Vísindarannsóknir síðustu áratuga hafa þannig varpað ljósi á mikilvæga ferla og flókið samspil margra þátta sem útskýra gildi hreyfingar fyrir heilsuna. Mun meira er vitað í dag hver áhrif líkamlegrar áreynslu eru en fyrir þrjátíu árum. Aukin vitneskja um gildi hreyfingar og áhrifa hennar auðveldar fólki að færa sér markvissa hreyfingu til bættrar heilsu í nyt. Vísindaleg sérþekking og þjálfunaraðferðir svo og aukin vitund almennings um gildi hreyfingar hefur þannig veigamikil áhrif á lýðheilsu þjóðanna. Almenningshlaup eru íþrótt. Þau bera einkenni góðrar áhugamennsku. Hlaupin eiga sér sín eigin laun. Áhugamaðurinn leggur stund á íþrótt sína sjálfs síns og sjálfrar hennar vegna. Áskorunin sem felst í því að takast á við markmiðin sem hlauparinn setur sér og ánægjan sem hann öðlast vegna æfinga og keppni eru umbun hans. Hlaupabyltingin var í upphafi knúin áfram af þessum hvötum sem áttu sér rætur í reynslu hlauparanna sjálfra. Þeir höfðu einfaldlega gaman af því að reyna á sig og takast á við nýjar áskoranir. Þeir nutu þess að upplifa frelsið sem fylgdi því að fara út að hlaupa og gleyma þrasi og daglegu amstri.
Í hlaupum eins og í öðrum íþróttum eru ekki nein skil milli líkama og sálar. Allt rennur saman í eitt. Á góðum degi má upplifa þessa flæðistilfinningu sem tengist áreynslu og taktföstum hreyfingum hins afslappaða hlaupara.
Boðskapur Reykjavíkurmaraþons var að það væri allt í lagi, jafnvel flott, að fara út og skokka. Nú orðið er eins og Reykjavíkurmaraþon hafi alltaf verið til staðar eða hafi orðið til fyrirhafnarlaust einhvern veginn af sjálfu sér. Þannig var það að sjálfsögðu ekki. Á þeim tíma sem stofnað var til maraþonsins voru almenningsh laup ekki orðin eins útbreidd og þau eru í dag. Þau nutu ekki mikils stuðnings meðal almennings og sérfræðinga. Áhugi almennings á hreyfingu sér til heilsubótar var ekki eins mikill og síðar varð. Það þurfti því framsýni og trú, auk þess sem það útheimti töluverða baráttu, að skipuleggja almenningsh laup í miðbæ Reykjavíkur. Það þurfti einnig staðfestu og þrautseigju til þess að halda því gangandi fyrstu árin. Frumkvöðlarnir sem skipulögðu Reykjavíkurmaraþon á sínum tíma sendu þau skilaboð út í samfélagið að hlaup væru fyrir alla. Það væri ekki bara fyrir afreksfólk og sérvitringa sem stunduðu þá sérkennilegu iðju að skokka um götur Reykjavíkur. Boðskapur Reykjavíkurmaraþons var að það væri allt í lagi, jafnvel flott, að fara út og skokka. Þannig hefur Reykjavíkur maraþon stuðlað að aukinni hreyfingu almennings á markvissan hátt í 30 ár. Reykjavíkurmaraþonið hefur átt mikinn þátt í því að gerbreyta viðhorfum landsmanna til hollustu hreyfingar og með því stuðlað að bættri lýðheilsu. Frumkvöðlarnir sem skipulögðu Reykjavíkurmaraþon sem árlegan viðburð unnu þannig ómetanlegt starf.
23