ÍSÍ-Fréttir 2015

Page 11

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið var sett í blíðskaparveðri í Sunnulækjarskóla á Selfossi þann 4. september. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984.

áfram í hlaupinu hljóp Blossi sjálfur dágóðan spöl. Fulltrúar frá Mjólkursamsölunni voru á svæðinu og gáfu krökkunum ískalda mjólk í lok hlaupsins. Hlaupið var mjög vel skipulagt af skólans hálfu og tóku um 600 grunnskólanemendur þátt.

Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, tók á móti Líneyju Rut Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra ÍSÍ og starfsfólki ÍSÍ við skólann. Líney Rut sagði nokkur orð um Norræna skólahlaupið og ræsti síðan hlaupið. Krakkarnir voru greinilega spenntir fyrir viðburðinum og mikil stemmning ríkti við rásmarkið.

Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Árlega taka 10.000-12.000 grunnskólanemendur frá um 40 skólum á Íslandi þátt í hlaupinu og hlaupa til samans 30 hringi í kringum landið, en hægt er að velja um þrjár vegalengdir 2,5, 5 og 10 kílómetra. Í ár tengist hlaupið Íþróttaviku Evrópu, verkefni sem Evrópusambandið hefur nýlega hrundið af stað.

Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna, var á staðnum og vakti mikla kátínu. Auk þess að hvetja krakkana

Göngum í skólann 2015 Göngum í skólann hófst þann 9. september og stendur til 7. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hefur þátttakan hér á landi vaxið jafnt og þétt í gegnum árin. Vefsíða Göngum í skólann er www.gongumiskolann.is

Hjólum í skólann 2015 Hjólum í skólann – framhaldsskólakeppni fór fram í þriðja sinn dagana 9.-22. september. Markmiðið er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Vefsíðan verkefnisins er www.hjolumiskolann.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.