Þróunar- og fræðslusvið ÍSÍ

Page 1

Þróunar- og fræðslusvið ÍSÍ ÓLYMPÍUDAGURINN Þann 23. júní er Ólympíudagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim í tilefni af stofnun Alþjóðaólympíunefndarinnar þann dag árið 1894. Þá má segja að Ólympíuleikar til forna hafi verið endurvaktir og færðir til nútímans. Dagurinn er orðinn einn af lykilviðburðum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Heildarfjöldi þátttakenda hefur verið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt. ÍSÍ skipuleggur daginn í samstarfi við íþróttahreyfinguna, en hér á landi hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman, en dagurinn er í raun ætlaður öllum óháð íþróttalegri getu. Á Ólympíudeginum kynnast þátttakendur ólympískum hugsjónum, t.d. Ólympíuhringjunum, Ólympíueldinum og einkunnarorðunum hraðar (citius), hærra (altius) og sterkar (fortius). Nánari upplýsingar um Ólympíudaginn má nálgast á vefsíðu ÍSÍ.

ÓLYMPÍUHLAUP ÍSÍ Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja grunnskólanemendur til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur geta valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver skóli viðurkenningarskjal þar sem fram kemur hversu margir nemendur tóku þátt og hversu langt þeir hlupu. Ólympíuhlaupið er hluti af Íþróttaviku Evrópu og þeir skólar sem ljúka hlaupinu fyrir 10. október eiga möguleika á að vera dregnir út og fá þrír heppnir skólar 100.000 króna gjafaúttekt í Altis. Samstarfsðailar ÍSÍ eru Mjólkursamsalan, MS, sem hefur frá upphafi styrkt útgáfu viðurkenningarskjala og Íþrótta- og heilsufræðingafélag Íslands. Nánari upplýsingar um Ólympíuhlaup ÍSÍ má nálgast á vefsíðu ÍSÍ.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Þróunar- og fræðslusvið ÍSÍ by Íthrótta- og Ólympíusamband Íslands - Issuu