ÍSÍ fréttir júní 2017

Page 11

Ísland átti tvö lið í strandblaki, karlalið og kvennalið, sem áttu ágætis mót sem fer í reynslubankann. Kvenna­landsliðið í blaki hafnaði í 4. sæti og karlalandsliðið í blaki hafnaði í 5. sæti. Sundfólkið vann til 24 verðlauna á leikunum, þar af 12 gull, 4 silfur og 8 brons. Íslenska sveitin í 4x100m fjór­sundi kvenna, Hrafn­hild­ur Lúth­ers­ dótt­ir, Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir, Bryn­dís Rún Han­ sen og Inga Elín Cryer syntu á 4:10,50 og setti þar með mótsmet. Íslenska sveitin í 4x100m fjórsundi karla, Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son, Vikt­or Máni Vil­bergs­son, Ágúst Júlí­us­son og Aron Örn Stef­áns­ son, unnu til silfurverðlauna. Þeir syntu á tím­an­ um 3:47,67 og settu þar með landsmet. Keppni á Smáþjóðal­eik­un­um lauk 3. júní. Lokahátíðin fór fram sama kvöld.

Ísland hafnaði í 3. sæti á verðlaunatöflunni með 60 verðlaun, þar af 27 gullverðlaun. Lúx­em­borg vann flest verðlaun eða 98, þar af 38 gull. Kýp­ur var í 2. sæti með 84 verðlaun, þar af 30 gull. Fleiri myndir frá Smáþjóðaleikunum og okkar flotta íþróttafólki má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

ÍÞRÓTTA– OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.