Rakarinn frá Sevilla

Page 1

ROSSINI


GIOACCHINO ROSSINI ÓPERA Í TVEIMUR ÞÁTTUM EFTIR GIOACCHINO ROSSINI VIÐ TEXTA EFTIR CESARE STERBINI ÍSLENSK ÞÝÐING KARL ÁGÚST ÚLFSSON ÓPERAN VAR FRUMSÝND 20. FEBRÚAR 1816 Í TEATRO ARGENTINA Í RÓM

Hljósveitastjóri Guðmundur Óli Gunnarsson Leikstjóri Ágústa Skúladóttir Leikmyndahönnuður Steefen Aarfing

Búningahöfundur María Th. Ólafsdóttir Ljósahönnuður Jóhann Bjarni Pálmason Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar

Íslenska óperan 81.verkefni frumsýnt 17.október 2015

Konsertmeistari Nicola Lolli


Allir vegir færir Kæri sýningargestur,

Það er mér mikil ánægja að bjóða þig velkominn á uppfærslu Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini sem nú er sett upp á þriðja sinn hjá Íslensku óperunni. Síðasta uppfærsla hennar var árið 2002. Það er ekki sjálfgefið að þjóð sem er jafn fjölmenn og borg í Belgíu eigi sér Þjóðaróperu. Það var sannkallað þrekvirki á sínum tíma þegar hún var stofnuð og það var fyrir stórhug og elju forvera minna að Íslenska óperan hefur náð að hafa samfellda starfsemi síðan, oft við erfiðar aðstæður. Erfiðleikar eru samt víðs fjarri þegar sýning eins og Rakarinn frá Sevilla er undirbúin. Þar ríkir bjartsýni, gleði og sú óbilandi orka sem aðeins skapandi listir geta leyst úr læðingi og framkallað ótrúlegan galdur sem á hvergi sinn líka. Það er eiginlega ómögulegt að lýsa því ferli sem að baki býr og þeirri áhættu sem flytjendur óhjákvæmilega upplifa í hvert sinn sem þeir stíga á svið. Það eru ekki bara háu nóturnar sem þurfa að vera á sínum stað heldur þurfa ótal smáatriði að ganga fullkomlega upp með hárnákvæmri samstillingu allra sem að sýningunni koma og það má lítið út af bera. Það er m.a. þetta sem gerir óperuheiminn svo heillandi og sigurinn því stærri þegar allt gengur upp. Kannski má líkja svona uppfærslu við borgarísjaka því sýningin sjálf er aðeins það sem uppúr stendur og sést með berum augum, en undir niðri er stærsti parturinn þ.e. allur undirbúningurinn sem þarf að eiga sér stað til þess að óperusýning eins og sú sem við njótum í kvöld verði að veruleika. Við eigum mikinn mannauð þegar kemur að íslenskum söngvurum og sérstaklega ánægjulegt að sjá nokkra þeirra spreyta sig í fyrsta sinn í burðarhlutverkum í þessari uppfærslu með frábærum árangri.

5

Það eru mikil verðmæti fyrir menningu okkar að Íslenska óperan skuli hafa náð því flugi sem raun ber vitni. Árlega kemur stór hluti borgarbúa á uppfærslur hennar og unnið verður markvisst að því að fjölga gestum, víkka áheyrendahópinn og laða að menningarferðamenn erlendis frá um leið verkefnaval verður kynnt lengra fram í tímann. Það voru heillaspor fyrir Óperuna þegar hún flutti inn í Hörpu og þær uppfærslur sem verið hafa síðan húsið opnaði hafa verið henni til mikils sóma auk þess sem þær hafa átt stóran þátt í að gera tónlistarhúsið okkar að því musteri tónlistar á Íslandi sem því var ætlað að verða. Það er heldur örugglega ekki tilviljun að á öllum englamyndum er annað hvort verið að syngja eða spila á hörpu. Við vitum það sem höfum átt því láni að fagna að starfa í þessu húsi umvafin söng og tónlist síðustu árin að nær himnaríki verður varla komist. Með menninguna að vopni eru okkur allir vegir færir. Hún er það fingrafar sem einkennir hverja þjóð og aðgreinir hana frá öðrum en um leið er hún það sem sameinar fólk og menningarheima því tungumál listarinnar er ef til vill það eina sem allir skilja hvar sem þeir eru fæddir í heiminum. góða skemmtun S


Gleði og kraftur! Eitt af mörgu sem Íslendingar geta verið stoltir af er Íslenska óperan. Sumir segja að einkenni á menningarsamfélagi sé að þar sé til ópera. Kannski er það rétt, en óperan má aldrei verða snobbfyrirbæri fyrir sjálfskipaða elítu. Löngu áður en óperan kom til Íslands var það oft svo að áhorfendur létu illum látum eða fögnuðu tryllingslega eftir því hvernig þeim líkaði verkið. Margar óperuperlur fengu grimmilega útreið á frumsýningu, meðal annars Rakarinn í Sevilla. Strax á annarri sýningu hófst svo 200 ára gleðiganga óperunnar, sem enn í dag er ein af vinsælustu óperum í heimi. Íslenska óperan hefur tvisvar áður tekist á við Rakarann, síðast í fjölmörgum skemmtilegum sýningum í Gamla bíói árið 2002. Eiginlega ætti Íslenska óperan ekki að vera til. Í Bandaríkjunum eru skráð rétt rúmlega 100 óperufyrirtæki sem þýðir samkvæmt höfðatölunni frægu að hér ættu að vera 1/10 af óperuhúsi. Auðvitað er þetta ekki vitrænn samanburður því að stóru húsin þar eru með miklu fleiri sýningar en hægt er að setja upp hér á landi, en samt fer íslensk ópera svolítið gegn náttúrulögmálunum. Þó eru þær til nokkrar. Áhugafólk á Vestfjörðum, í Skagafirði og á Suðurnesjum hefur til dæmis sett upp sínar eigin óperusýningar, svo nokkur dæmi séu tekin. Saga Íslensku óperunnar hefur frá upphafi verið ævintýri líkust. Óperan var stofnuð af áhuga og eldmóði, auk þess sem hún fékk rausnarlega gjöf í tannfé, þegar Sigurliði Kristjánsson og Helga Jónsdóttir, sem áttu Silla og Valda búðirnar, arfleiddu óperuna að peningum sem notaðir voru til þess að kaupa Gamla bíó á sínum tíma. Margir lögðu sitt af mörkum til þess að Íslenska óperan gæti stigið fyrstu sporin, en á engan er hallað þó að Garðar Cortes sé sértaklega nefndur. Án hans er vandséð að Íslenska óperan hefði siglt úr vör eða lifað af bernskuárin. Þó að oft hafi gefið á bátinn er öllum sem fylgdust með fyrstu árum Óperunnar hugstæð gleðin og krafturinn sem einkenndi starfið frá upphafi. Allir eru sammála um að frammistöðu listamannanna hefur aldrei þurft að

7

meta miðað við fólksfjölda. Fjölmargir íslenskir söngvarar syngja við fremstu óperuhús víða um heim. Íslenska óperan hefur verið rekin í 35 ár, en hún var stofnuð sem sjálfseignarstofnun 3. október árið 1980, þó að rekja megi sögu hennar lengra aftur. Óperan gæti haldið upp á marga afmælisdaga, rétt eins og Bangsímon, því að stofnáfangarnir voru margir. Síðast má nefna fyrstu uppfærslu í Hörpu þann 22. október árið 2011. Þó að Gamla Bíó væri vissulega hlýlegt heimili sem óperan kvaddi með trega, fögnuðu menn jafnframt hinu glæsilega nýja húsi þar sem hægt er að sýna óperur með hagnaði í fyrsta sinn. Í Gamla bíói var það nefnilega svo að eftir því sem uppfærslur gengu betur og sýningar urðu fleiri, þeim mun verri varð staðan, því að kostnaðurinn við hverja sýningu var meiri en aðgangseyririnn. Í Hörpu ganga sýningarnar vel og þar er gott að vera. Ein vinsælasta uppfærsla frá upphafi var íslenska óperan Ragnheiður sem meira en 15 þúsund manns sáu. Hún er líka eina uppfærslan sem kom nokkurn veginn út á sléttu. Engin ástæða er til þess að leyna því að rekstur óperunnar hefur verið erfiður. Þó að ríkið styrki rekstur Óperunnar með myndarlegu framlagi þarf nánast hver einasta óperuuppfærsla að slá í gegn til þess að reksturinn gangi upp. Þess vegna sýnir Íslenska óperan fyrst og fremst vel þekktar, klassískar óperur, oftast í nýrri umgjörð, sem auðvitað er mikilvægt að Íslendingar fái að sjá á heimavelli. En óperan þarf að þróast eins og önnur listform og það er skiptir miklu að hún geri það áfram, bæði innan Íslensku óperunnar og hjá öðrum hópum hér á landi. Sérhver ferð í Óperuna á að vera upplifun. Figaro rakari hefur verið nefndur hinn óþreytandi allsherjarreddari. Hann er að mörgu leyti samnefnari fyrir allt það góða fólk sem að Íslensku óperunni stendur. Fólk sem gerir það sem á ekki að vera hægt að gera. Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar Íslensku óperunnar


Söguþráður Fyrri þáttur 1.sena

Almaviva greifi kemur í dagrenningu að heimili Rosinu sem hann er orðinn ástfanginn af og flytur henni hugljúfan söng. Greifinn er í fylgd Fiorellos fyrrverandi þjóns síns og fylgdarliðs. Rosina er skjólstæðingur doktors Bartolos sem gætir hennar afar vel og ber sjálfur kenndir til hennar. Ómur berst af fjörlegum söng rakarans ráðagóða – Figaros sem er heimagangur hjá Bartolo og að auki gamall kunningi greifans. Figaro lofar Almaviva því að hjálpa honum að ná ástum Rosinu – gegn greiðslu. Bartolo sýnir sig og þeir Almaviva og Figaro heyra hann leggja á ráð um að ganga að eiga Rosinu eins fljótt og kostur er. Greifinn fer að ráðum Figaros og syngur Rosinu ástaróð en nú undir dulnefninu Lindoro – þar sem hann vill ekki að aðalstitillinn sé eina ástæða þess að hún hrífist af honum. Lindoro þessi á að vera fátækur stúdent. Nú berst honum svar Rosinu og hann ákveður að freista þess að fara inn í hús Bartolos með aðstoð Figaros.

2.sena

Rosina er óþreyufull að tjá Lindoro ást sína. Hún biður Figaro um aðstoð en er trufluð af dr. Bartolo áður en samtalinu lýkur. Stuttu síðar birtist tónlistarkennari Rosinu, Basilio, og segir doktor Bartolo frá því að Almaviva greifi sé kominn til Sevilla. Basilio veit að greifinn er yfir sig hrifinn af Rosinu og segir því Bartolo að bera róg á greifann til þess að flæma keppinautinn úr b orginni. Þeir tveir fara saman til þess að setja saman brúðkaupssamning. Figaro birtist og Rosina lætur hann fá bréf til Lindoros. Þegar Bartolo kemur aftur grunar hann að ekki sé allt með felldu og fer að yfirheyra og skamma Rosinu. Nú birtist greifinn dulbúinn sem hermaður og þykist vera drukkinn mjög en laumar því að Rosinu að hann sé í raun Lindoro. Bartolo heimtar að Rosina láti hann hafa miða sem hann grunar að sé ástarbréf en reynist svo vera ómerkilegur listi yfir fatalarfa sem áttu að fara í þvottahús. Þarna hefur Rosina leikið á Bartolo sem verður æfur af reiði. Hann lendir í illdeilum við greifann sem verða svo háværar að inn kemur flokkur af borgaravarðliðum til að skakka leikinn. Figaro reynir að róa þann gamla en allt kemur fyrir ekki og að endingu er greifinn handtekinn. Hann nær þá að veifa skjali framan í varðmanninn sem verður til þess að hann er látinn laus á stundinni. Þögn slær á hópinn.

8

Síðari þáttur 1.sena

Greifinn birtist á ný hjá Bartolo en nú í gerfi tónlistarkennara og kynnir sig sem lærling Basilios sem sé lasinn. Bartolo líst ekkert á blikuna og þaðan af síður þegar greifinn í dulargerfi tónlistarkennarans afhendir honum orðsendingu Rosinu og þykist hafa komist yfir hana áður en að greifinn fékk hana í hendur. Hann segir Bartolo að lækka rostann í stúlkunni með því að afhenda honum orðsendingu Rosinu og þykist hafa komist yfir hana áður en greifinn fékk hana í hendur. Hann segir að það væri klókt af Bartolo að lækka rostann í stúlkunni og sýna henni orðsendinguna og segja að greifinn hafi fengið hana einni af ástkonum sínum. Bartolo lætur blekkjast og kallar á Rosinu. Elskendurnir þykjast halda kennslustund í tónlist. Figaro kemur svo eins og kallaður og fer að raka Bartolo og á meðan nær hann lyklinum af svaladyrunum til þess að elskendurninir geti sloppið út úr húsinu um kvöldið. En öllum að óvörum birtist allt í einu Basilio og er í þann veginn að fara að spilla öllu saman þegar Figaro BLS 10 –og Almaviva koma í veg fyrir það. Bartolo hinsvegar heyrir ráðabrugg elskendanna og skilur að leikið hefur verið á hann. Allir forða sér og Berta ráðskona Bartolos lætur í ljós skoðun sína á heimskupörum þeim sem hafa átt sér stað.

9

2.sena

Óveður skellur á og Figaro og Lindoro koma til þess að bjarga Rosinu úr húsi Bartolos en hún er mjög reið vegna bréfsins sem Bartolo sýndi henni. Lindoro sannfærir hana um að Bartolo hafi leikið á hana og segir henni að hann sjálfur sé enginn annar en Almaviva greifi. Þau ákveða að flýja saman. Allt í einu birtist Basilio í fylgd lögreglumanns og hinn hugmyndaríki Figaro stillir elskendunum ungu fram sem brúði og brúðguma. Basilio er ekki á því að láta þi minni pokann fyrr en greifinn gerir honum tilboð sem erfitt er að hafna. Þegar Bartolo síðan ræðst inn er allt klappað og klárt. Greifinn segir hver hann er í raun og veru . Sá gamli verður ævareiður en róast allur niður þegar hann kemst að því að hann fái að halda heimanmundi Rósinu óskertum. Að lokum hylla allir hina ungu elskendur.


Synopsis Act One Scene One

The scene is laid in Seville. A goup of musicians gather beneath the windows of a house just before dawn. Count Almaviva serenades Rosina, whom he has recently met in Madrid, in the hope of winning her heart. But despite his eloquence there is no response, and at daybreak th Count senses that it would be wise to go. The musicians noisily thank the Count for his generosity and exit, leaving him alone with his loyal servant Fiorello. Almaviva is still hoping to catch sight of Rosina when the sound of cheerful humming warns him that a stranger is approaching. Ever-cautious, he hides, only to discover that it is only odl friend Figaro, a barber who has been living in Seville for some time. After hearing the Count´s plans, Figaro agrees to help him, as he has done on many occacions; luckily, the barber knows Rosina well, acting as he does as general factotum in her household. The door opens, and out steps Rosina´s guardian, the elderly Dr. Bartolo, who hopes to marry his ward. Taking charge of the situation, Figaro tells the Count to reval his name and declare his love in another serenade. This time he is more successful, for Rosina hints that his attentions are not unwelcome. Figaro and the Count quickly come to an understanding; the former is driven by passion and the latter by the prospect of financial gain, and Almaviva´s wealth prompts Figaro to come up with a particularly ingenious and well thought out plan. An army regiment is due to arrive that afternoon and, by claiming to be a soldier who been billeted to Rosina´s house, Almaviva will be able to meet his loved one.

Scene two

Rosina is preparing to make contact with her secret admirer. She has already written him a note and is now wondering how to make sure he receives it . Figaro enters the room and wastes no time in telling Rosina that his „cousin Lindoro“ (Almavia) is deeply in love with her. He breaks off when the eternally suspicous Bartolo comes in to check that the house is safe against intruders. A regular guest, Don Basilio – a music master, incorrigible swindler and friend of Bartolo announces that Count Almaviva is in town, and must be got out of the way, even if it proves neccesary to resort to such a base method as slander. Figaro and Rosina have overheard the entire conversation. They discuss the arrangements for the meeting with „Lindoro“, whom the barber says he will shortly try to smuggle into the house; all he needs is note (which, of course, Rosina has already written) as a sign of encouragement. A few minutes later, realising that the increasingly jelous Bartolo has returned, Figaro leaves. There is a thunderous knocking at the door and Almaviva, disguised as a drunken soldier, comes in and demands lodging. Bartolo pleads exemtion from billeting and pandemonium breaks out. „Lindoro“ takes advantage of the situation to slip Rosina a note but is spotted by her guardian , who protests vehemently. There follows a brouhaha which only the arrival of the police brings to a halt. Much to everyone´s astonishment, however, the police officer not only fails to arrest the soldier but actually salutes him.

10

Act Two Scene One

Keen to learn more about the soldier, Bartolo has visited the regimental headquarters, where no trace of him can be found. Almaviva appears at the door, now disguised as a cleric. Pretending to be Don Alonso, a pupil of Basilio, he says that he will be giving Rosina her regular singing lesson today because Basilio is ill. To allay Bartolo´s suspicions, he shows him Rosina´s note, which has apparently fallen into his hands by pure fluke. The lesson begins and with help from Figaro the young couple are at last able to talk freely. Everything seems to be turning out well, when, much to Bartolo´s surprise and Figaro´s annoyance Basilio appears. After bribing Basilio with a purse full of money the Count spins a plausible tale, and manages to persuade Bartolo that Basilio´s presence might jeopardise their chances of cinvincing Rosina of her suitor´s faithlessness. Somewhat bewildered, the musicmaster leaves, but the lovers are still unable to enjoy a moment´s peace. They have only just had time to make plans when a slip of the tongue causes Bartolo to realise that Don Alonso and the soldier of that morning – whom he believes to be his rival´s friend- are one and the same. Once again, Almaviva has no choice but to flee.

11

Scene Two

Night has fallen, and Seville is in the grip of a storm. Figaro and the Count brave the weather and arrive at their appointment on time only to find a furious Rosina waiting for them. According to her guardian, „Lindoro“ is planning to kidnap her and deliver her into the hands of Count Almaviva. Risna, never suspecting the double identity of „Lindoro“ is outraged. But the misunderstanding is quickly cleared up and the two lovers take the advantage of the presence of Basilio and a notarydraft their marriage contract. At that moment, Bartolo enters with police officers. One the true facts emerge the old man has no choice but to accept that he has been beaten by his rival, Count Almaviva.



Rakarinn frá Sevilla KÓR Tenórar

Almaviva greifi Gissur Páll Gissurarson Rosina Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir Figaro –rakarinn Oddur Arnþór Jónsson Doktor Bartolo Bjarni Thor Kristinsson og Jóhanna Smári Sævarsson Don Basilio Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson Berta Valgerður Guðnadóttir Fiorello Ágúst Ólafsson Herforingi ÁsgeirEiríksson Skrásetjari Magnús Guðmundsson Þjónustustúlkur Huld Óskarsdóttir og Sigurlaug Knudsen

Alexander Jarl Þorsteinsson Guðmundur Arnlaugsson Kristinn Kristinsson Rúnar Geirmundsson Sveinn Enok Jóhannsson Þorbjörn Rúnarsson Magnús Guðmundsson Níels Bjarnason Gunnar Kristmannsson Pétur Húni Björnsson Skarphéðinn Hjartarson Ólafur Rúnarsson

Karlakór Íslensku óperunnar og hljómsveit Íslensku óperunnar. Tuttugu mínútna hlé er eftir fyrsta þátt. Sýningin er uþb 3 klst með hléi. Vinsamlegast athugið að í sýningunni er notast við blikkljós (stroboscope) í einu atriði eftir hlé.

Bassar Aðalsteinn Már Ólafsson Jón Leifsson Steinþór Jasonarson Sæberg Sigurðsson Ásgeir Eiríksson Hjálmar P. Pétursson Sigurður Haukur Gíslason Tómas Haarde

HLJÓMSVEIT 1. fiðla konsertmeistari Nicola Lolli

1. fiðla

Zbigniew Dubik Andrzej Kleina Pálína Árnadóttir Margrét KristjánsdóttirIngrid Karlsdóttir Bryndís Pálsdóttir Ágústa María Júlíana Kjartansdóttir Þuríður Helga Ingvarsdóttir

Bassi leiðari Dean Ferrell

Bassi

Víóla leiðari

Eiríkur Örn Pálsson

Básúna

Sigurður Þorbergsson

Pákur

Eggert Pálsson

Slagverk

Árni Áskelsson Frank Aarnink

Melkorka Ólafsdóttir

Gítar

2. flauta

Helga Þóra Björgvinsdóttir Christian Diethard Sigurlaug Eðvaldsdóttir Hlín Erlendsdóttir Matthías Stefánsson Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir Kristján Matthíasson

Einar Jónsson

2. trompet

Semball

2. fiðla

Gunnhildur Daðadóttir

Þorkell

1. trompet

Gunnlaugur Torfi Stefánsson Richard Korn

1. flauta

Hafdís Vigfúsdóttir

1. óbó

Peter Tompkins

2. óbó

Eydís Franzdóttir

1. klarinett

Ármann Helgason

2. klarinett

Grímur Helgason

Þórunn Ósk Marinósdóttir

1. fagott

Guðrún ÞórarinsdóttirSarah Buckley Jónína Auður Hilmarsdóttir Þórarinn Már Baldursson Kathryn Harrison

2. fagott

Selló leiðari

15

Hrafnkell Orri Egilsson Margrét Árnadóttir Bryndís Björgvinsdóttir Helga Björg Ágústsdóttir Örnólfur Kristjánsson Hávarður Tryggvason

2. fiðla leiðari

Víóla

14

Sigurður Bjarki Gunnarsson

Selló

Brjánn Ingason Rúnar Vilbergsson

Horn

Emil Friðfinnsson Stefán Jón Bernharðsson Joseph Ognibene

Guðrún Óskarsdóttir Páll Eyjólfsson


Guðmundur Óli Gunnarsson

Viðtal Sýningarstjóri Æfingastjóri og píanóleikari á æfingum Aðstoðarleikstjóri Leiksviðsstjóri Leikmunir Sviðsmenn Ljósakeyrsla á sýningum Förðunarmeistari Andlitsförðun Hárgreiðslumeistari Hárgreiðsla Umsjónarmaður hljómsveitar Textastjórnun Yfirmaður Búningadeildar Starfsmenn búningadeildar Búningaumsjón á sýningum

Jóna Valborg Árnadóttir

Æfingaferli fyrir óperuuppsetningu er töluvert frábrugðið hefðbundunum tónleikaundirbúningi. Að vísu þarf stjórnandinn í öllum tilfellum að vera með skýra sýn á verkið áður en gengið er til æfinga, þekkja stíl höfundar og vita hvernig heildarmyndin á að vera. En við óperuuppsetningu bætist síðan leiklistin við. Í upphafi æfingatímabilsins eru tónlistaræfingar með söngvurum og píanóleikara og svo taka leiklistaræfingar við. Þær standa í mánuð og tveimur vikum fyrir frumsýningu hefjast tónlistaræfingar aftur og þá með hljómsveit. Á þessum lokaæfingum þarf stjórnandinn að ná að skapa heildarmynd sem er í samræmi við það sem lagt var upp með í upphafi æfinga. Sýn óperustjórnandans þarf því ekki bara að vera skýr heldur líka sveigjanleg. En ekki síst þarf sú heildarmynd að hvíla á þeim stíl sem fólginn er í verki höfundarins. Stjórnandinn gefur bæði og þiggur. Hann miðlar sínu til söngvara og hljóðfæraleikara, gefur þeim vind undir vængina svo þeir geti hafið sig til flugs. Hann stýrir uppstreyminu ef svo má segja og þarf því að vera vel undirbúinn, þekkja verkið vel og hafa eins og áður sagði skýra sýn og vel mótaða heildarmynd. Hann þarf líka að þekkja styrkleika og veikleika og vinna með hvoru tveggja svo útkoman verði sem best. Stjórnandinn þarf líka að kunna að hlusta því allir flytjendur hafa sitt fram að færa þó að á endanum sé það hans að móta sameiginlegan takt, eða kannski væri nær að segja sameiginlegan andardrátt. Því draumaflutningurinn er jú þegar allir flytjendur ná að anda saman og orka flytjendanna sameinast í einum sameiginlegum straumi þar sem allir aðilar tónlistarflutningsins ná að veita hverjum öðrum innblástur; stjórnandi, söngvarar og hljóðfæraleikarar. Rakarinn frá Sevilla er hvað stíl varðar í raun snemmklassískt verk þrátt fyrir að óperan hafi verið skrifuð 1816, þegar Beethoven hafði lokið við allar sínar sinfóníur nema þá níundu. Rossini var ekki að sækjast eftir að breyta heiminum eins og Beethoven. Hann skrifaði fremur gamaldags tónlist fyrir sinn samtíma. Hann vildi

Antonía Hevesí Niels Thibaud Gerard Ólafur Haukur Mattíasson Rakel Hildardóttir Niels Thibaud Gerard Haukur Ploder Andri Már Birgisson Kristján Bragi Berglindarson Matthías Aron Ólafsson Jóhann Bjarni Pálmason Dagbjört Helena Óskarsdóttir Ólöf Guðrún Helgadóttir Sigríður Filippía Erlendsdóttir Hólmfríður Kristinsdóttir Vilborg Bjarnadóttir Sigþór J. Guðmundsson Anna Helga Björnsdóttir Lind Völundardóttir Fjóla Hilmar Heiðdís Norðfjörð Gunnarsdóttir Helga Lúðvíksdóttir Linda Húmdís Hafsteinsdóttir Linda Liedergerber Sigrún Einarsdóttir Sigurbjörg Stefánsdóttir, nemi Þórhallur Hafsteinsson Þórhildur Ásgrímsdóttir, nemi Þórhallur Hafþórsson

16

17

gleðja fólk og gerði það á fágaðan hátt. Þeir Beethoven hittust einu sinni og Beethoven sagði Rossini að hann skyldi aldrei skrifa neitt annað en gamanóperur, það væri sóun á hæfileikum hans. Ætli fjör og fágun séu ekki lykilorðin þegar kemur að tónlist Rossinis og vonandi kemur það fram í þessari uppfærslu.


Ágústu Skúladóttur

Steffen Aarfing

Ágústa Skúladóttir er reynslumikill leikstjóri úr leikhúsinu og þetta er fjórða óperuuppfærsla hennar en áður hefur hún sett á svið Cosi fan Tutti, Ástardrykkinn, Töfraflautuna og nú Rakarann frá Sevilla. Hún hefur hlotið afar góða gagnrýni fyrir óperuppfærslur sínar bæði hjá innlendum og erlendum gagnrýnendum. „Ég hélt aldrei að ég yrði óperuleikstjóri en fékk tilboð og fannst það spennandi enda hef ég frá upphafi míns leikstjórnarnferils alltaf leitast við að hafa mikla tónlist á sviði og hef skapað hljóðumgjörð sem er mjög sjónræn. Hef oft gert líka unnið leikrit með söngvum og er þá oft með hljóðfærleikara til að gera tengiatriði með músík. Ég vinn mikið með hreyfimynstur leikarans og söngvarans og hingað til hafa allir verið til í að vinna það leikkerfi sem ég lærði bæði í Parísog London það er þetta samræmi hreyfingar og túlkunar sem verða að tengjast tónlistinni. Hver einasta hreyfing er markviss – mikil meðvitund er um líkamsbeitingu í því sem leikari er að gera á sviðinu, hvort sem það er drama eða gamanleikur. Ég nota í raun svipaða aðferðarfræði hvort heldur sem um er að ræða barnaleikrit á borð við Línu langsokk eða óperu eins og Rakarann frá Sevilla. Ég hrífst af og sé myndir, myndmál og hreyfingar í tónlistinni - hugsa mína vinnu mjög sjónrænt í alla staði. Þegar ég set upp óperu þá er ég komin með alla hljóðmyndina og þarf að fylla hana af hreyfingum, kannski eins og í litabók eða á striga – hvaða litur á að vera hvar og hvaða hreyfingar passa hvar. Það skiptir mig miklu máli hvað er að gerast sjónrænt á sviðinu. Ég lít á Rakarann sem ævintýri – prinsessan í turninum sem drekinn rænir! Hún er innilokuð og það þarf að bjarga henni . Þarna er um að ræða klassískt ævintýraminni sem gott er að nota í allri vinnunni. Dramatíkin eða leikurinn snýst um líkamlega hreyfingu sem er í samræmi við tónlistina og umgjörðina. Ég hef verið svo dekruð í minni vinnu að hafa alltaf unnið með sérlega góðum leikurum í söngheiminum. Þetta er svo makalaus heimur – ég hafði kannski áhyggjur af því fyrst að vera að láta söngvarana

Steffen Aarfing er menntaður arkitekt sem hefur unnið við leikhús frá því snemma á 9.áratugnum. Hann er nú að setja á svið sína aðra óperu á Íslandi en fyrri óperan var Ástardrykkur Donizettis sem sett var á svið í Gamlabíó fyrir allmörgum árum síðan. „Að setja upp óperu í Eldborg er að mörgu leyti mjög svipuð áskorun og þegar ég vinn í hefbundnum óperuhúsum því að ég er í raun ekki mikið fyrir að vinna út frá tálsýnum í leikmynd. Mínar leikmyndir eru meira byggðar á hreyfanleika og þess vegna er það mjög ánægjulegt fyrir mig að vinna með leikstjóra eins og Ágústu þar sem hún er mjög líkamlegur leikstjóri sem lætur söngvarana framkvæma ýmsar hreyfingar meðan þeir syngja. En auðvitað er nauðsynlegt að hafa plan B í rými eins og Eldborg sem er í raun tónleikasalur. Það sem mér finnst skipta máli hér er að leikmyndin sé í raun og veru sett dálítið svipað upp og barnsteikning. Þegar börn teikna mynd þá eru allir hlutirnir settir í línu fremst og passa þannig saman. Leikmyndin í Rakaranum er pússluspil sem er ekkert ósvipað því þegar barn teiknar húsaröð á mynd – öll í beinni röð og passa vel saman.

Viðtal

Viðtal

leika en það sem gerðist var að allir hafa verið tilbúnir í að vinna á minn hátt og prófa sig áfram. Ég bið í raun um alveg það sama frá leikara og söngvara, svo er bara að vona að það gangi upp. En auðvitað hengi ég engan upp á fótunum og læt hann syngja þannig! Það sem vakir fyrir mér fyrst og fremst er að allt látbragð og líkamlegar hreyfingar séu þannig að allir skilji það sem á sér stað á sviðinu án þess endilega að þurfa að skilja textann. Þegar það tekst er ég yfir mig ánægð!“

18

19

Varðandi litasamsetninguna og ákvörðunina með hvaða liti ég vildi notast við þá fann ég það strax að ég ætlaði ekki að fara í neina samkeppni við rauða lit Eldborgar heldur ákvað ég að nota heita liti sem myndu blandast vel við hinn sterka rauða lit hússins. Yves Saint Laurent hafði mikil áhrif á mig hvað varðar litasamsetningar en hann setti fram á sínum tíma nýtt litaspjald sem kollvarpaði í raun öllum fyrri hugmyndum um litasametningar. Hann opnaði augu mín fyrir nýjum samsetningum og oft samsetningum sem áður höfðu ekki verið viðurkenndar. Næstu verkefni bíða mín m.a. í Madrid en þar er ég að hanna leikmynd fyrir Liebestod Wagners og síðan taka við fleiri verkefni víðsvegar en ég er með bókuð verkefni fram til ársins 2019 sem er mjög ánægjulegt. Það er afar misjafnt hversu mörg verkefnin eru á ári en kannski að meðaltali u.þ.b fimm“.


Maríu Th. Ólafsdóttur

Jóhann Bjarna

Rakarinn frá Sevilla er fyrsta óperuuppfærslna sem María vinnur fyrir atvinnuóperu en hún hefur starfað sem búningahöfundur frá útskrift 1992. „Mér finnst að á Íslandi séu hefðir í óperunni heldur en í leikhúsinu – virðist vera haldið meira í þær. Kannski er það ég er mér finnst svolítið þegar maður vinnur í söngforminu þá er maður með karaktera sem eru svona svolitlar fyrirframákveðnir – ekki eins og maður sé að leita að karakternum – við erum að halda í hefðina og erum ekki að fara langt út fyrir boxið.... Íslenska óperan hefur einkennst af klassísku formi þá höfum við gefið okkur það bessaleyfi að leika okkur í kringum það að þá erum við innan viss hefðbundins ramma. Listræna teymið ákvað að uppfærslan væri í vissu tímaleysi – við værum ekki föst á einhverri tímalínu sem mætti ekki fara út fyrir. Við erum að notast við tíðaranda allt frá 1780-1950 fer frá því að vera rokkokkó yfir í Viktoríutímann yfir í Belle epoque yfir í 50´s kvikmyndaútlit. Nálgun mín á þessa óperu var innan þess ramma og mér fannst það spennandi – að í stað þess að horfa á óperuformið sem hamlandi form þá frekar fannst mér ég geta útvíkkað það. Vinna við búningana er gífurlega mikil fagmennska – allt gert úr bestu efnum, mikið lagt upp úr sníðavinnu, efnisnálgun og smáatriðum. Smáatriðin skipta mig alltaf gífurlegu máli þó svo að enginn sjái þau frá fimmta bekk og aftur úr þá gefa þau leikaranum þá tilfinningu að nostrað hafi verið við hann og að hvert einasta atriði sé úthugsað fyrir hann. Sem dæmi má nefna að búningurinn hennar Bertu er skreyttur hnöppum sem fundust í kastala í Frakklandi og eru frá 19.öld! Ég hef vanið mig á að vinna gríðarlega mikla heimildarvinnu þegar ég er að undirbúa sýningar og þegar sú vinna hefur síast inn í undirmeðvitundina þá teikna ég hvern karakter og vatnslita hvort ég finni efni á undan eða eftir á það er ýmist og stundum hefur mér

Jóhann Bjarni Pálmason er ljósahönnuður með áralanga reynslu af því að lýsa sýningar af ýmsum toga og hefur unnið margar sýningar fyrir Íslensku óperunni en þetta er sú fyrsta sem hann hannar í Eldborg. Við gefum honum orðið: „Ég þekki salinn vel, er starfsmaður í Hörpu og sé um lýsingu í allslags viðburðum. Að vinna með og fyrir íslensku óperuna er það skemmtilegasta sem ég geri í leikhúsÞað er mjög ánægjulegt að fá að hanna lýsinguna fyrir Rakarann frá Sevilla og gaman að vinna með þessa leikmynd og i . Hún er björt og litirnir eru skemmtilegir litir og falla vel inn í salinn sem er með sínum kostum og göllum. Það þarf auðvitað að gera málamiðlanir vegna þess hvernig hann er – en það gengur ágætlega. Samvinnan við Steffen og Ágsústu hefur verið mjög fín. Steffen er afar þægilegur og er fagmaður fram í fingurgóma sem veit hvernig hann vill hafa hlutina og Ágústa dregur þetta áfram með mikilli gleði. Tímaramminn fyrir vinnuna á sviði er mun þrengri hér í Eldborg en í hefbundnu leikhúsi og þá verður maður að skipuleggja sig vel og halda ró sinni. Það er liðin tíð að maður sé að vinna allar nætur -en það gerðist fyrir löngu síðan í Gamla bíói. Ein af fyrsta upplifunum mín fyrir Íslensku óperuna var að vinna að Il trovatore í Gamla bíói – það var ógleymanlegt þegar smám saman bættist við hver partur á fætur öðrum og allt lifnaði við og endaði á töfrunum þegar hljómsveitin kom í gryfjuna og. Það er alltaf mögnuð upplifun og gefur oft gæsahúð. Eldborgin er stór salur, stórt svið með fullt af möguleikum – en er alltaf konsertsalur. Það er áskorun á búa til leikhús í Eldborg sem á eftir að halda áfram að þróast, það á eftir að bæta ýmsu við með tímanum. Einhvern tíman á eftir að koma t.d. fortjald – ég veit það – eftir 10 ár eða 50 ár – það er þannig þróun. Óperan á eftir að gera þetta meira að sínu. Annars er tónlistin og verkið sjálft

Viðtal

Viðtal

fundist eins og sýningarnar þurfi ekki vatnslit og þá hef ég unnið þær sem blýantsteikningar en þá skapa ég alveg karakterinn með öllu sem honum tilheyrir – hár smink skór, allt sett niður á blað – stundum teikna ég það mörgum sinnum. Þegar sú vinna er ákveðin með listræna teyminu þá er það oftast það sem ég vinn eftir – það er mitt vinnuplagg. Ég hverf sjaldan frá grunnhugmyndinni enda er hún vandlega hugsuð og samþykkt af leikstjóra“.

20

21

drifkrafturinn fyrir lýsinguna. Skrjabin skrifaði sína tónlist eftir litum – það eru líka litir í óperum! Rakarinn er bjartur...þyngri sýningar eru dekkri á einhvern hátt. Ég sé tónlistina í litum og það gerir mína vinnu svo ánægjulega“.


Söngvarar og listrænir stjórnendur Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri nam hljómsveitarstjórn í Hollandi og Helsinki. Hann starfaði sem aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá 1992-2014 og var fastur stjórnandi kammerhljómsveitarinnar Caput um 20 ára skeið. Auk þess hefur hann m.a. komið fram sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Kammersveitar Reykjavíkur. Hann hefur auk flutnings á hljómsveitarverkum sem spanna allt frá barokki til nútímaverka stjórnað frumflutningi á fjölda verka eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Af óperuuppfærslum sem Guðmundur Óli hefur stjórnað má m.a. nefna La Bohème, Il Trovatore og La traviata, auk þess sem hann hefur stjórnað fjölmörgum óperutónleikum. Þá hefur hann stjórnað fjölda stærri söngverka með hljómsveit, þeirra á meðal eru sálumessur eftir Verdi, Mozart, Brahms og Fauré, Sköpun Haydns, Messías eftir Haendel, Elía Mendelssohns, Carmina Burana eftir Orff, messur eftir Beethoven, Mozart og Schubert o. fl. Guðmundur Óli hefur gegnt starfi tónlistarstjóra Íslensku óperunnar frá árinu 2013 og hefur á þeim tíma m.a. stjórnað uppfærslum Íslensku óperunnar á Carmen og Don Carlo. Ágústa Skúladóttir leikstjóri lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre De Complicite, John Wright og David Glass. Hún hefur leikstýrt um það bil 40 leiksýningum á undanförnum 14 árum, einkum á nýjum íslenskum verkum. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir leiksýningar sínar, meðal annars menningarverðlaun Ibby samtakanna fyrir Grimmsævintýri hjá Leikfélagi Kópavogs og Grímuverðlaunin fyrir Klaufa og kóngsdætur og Bólu-Hjálmar, sem báðar urðu barnasýningar ársins. Sýningar hennar Ballið á Bessastöðum, Herra Pottur

og Ungfrú Lok, Landið Vifra, Aladdín og Lína langsokkur voru einnig tilnefndar til sömu verðlauna. Ágústa hlaut Stefaníustjakann árið 2009 fyrir störf sín í leikhúsinu. Meðal annarra sýninga hennar má nefna Háaloft, Angels of the Universe, Sellófon, Memento Mori, Ævintýri Munkhásens og Hjartaspaða, en síðastnefnda sýningin var tilnefnd til sprotaverðlauna Grímunnar. Auk þeirra sýninga sem fyrr eru nefndar hefur Þjóðleikhúsið sýnt uppfærslur Ágústu á Dýrunum í Hálsaskógi og Eldhúsi eftir máli, sem hlaut menningarverðlaun DV og var síðar flutt í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn eins og sýning Ágústu á Umbreytingu eftir Bernd Ogrodnik. Þá eru ótaldar óperusýningarnar Cosy fan tutte, Ástardrykkurinn og Töfraflautan, sem var fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í Elborgarsal Hörpu. Um þessar mundir sýnir Borgarleikhúsið sýningar Ágústu á Línu langsokk og Öldinni okkar, eftir Hund í óskilum, en fyrir fyrrnefndu sýninguna hlaut hún tilnefningu til Grímuverðlauna sem leikstjóri ársins. María Th. Ólafsdóttir búningahöfundur útskrifaðist frá Parsons School of Design 1992 og hefur síðan verið afar farsæl í vinnu sinni á Íslandi. Hún hefur hannað búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Sjálfstæðu leikhúsin auk þess hún hefur unnið við allmargar kvikmyndir m.a. . Hún hannaði einnig búningana f. Latabæ um margra ára skeið. Meðal sýninga sem hún hefur hannað fyrir eru West Side Story,Þrek og Tár, Kardimommubærinn,Oliver, Les Miserables, Spamalot, Gosi, Dýrin í Hálsaskógi, Ávaxtakarfan -allar uppfærslur frá upphafi og bíómynd,Hárið, Grease, og Hafið Bláa. María hefur hlotið Grímuverðlaun fyrir Gosa árið 20017 og fjölmargar tilnefningar til Grímunnar fyrir aðrar sýningar sínar. María hefur kennt við Listaháskóla Íslands, starfað sem stílisti og hugmyndasmiður við ótal auglýsingar og rr einn af stofnendum barnafatafyrirtækisins As We Grow sem starfað hefur frá árinu

22

2011. Þetta er í fyrsta skipti sem María vinnur fyrir Íslensku óperuna. Steffen Aarfing lærði arkitektúr við Konunglega danska listaháskólann og hannaði fyrstu sviðsmynd sína árið 1980. Síðan þá hefur Steffen hannað fyrir ótalmörg leikrit, óperur og kvikmyndir. Meðal verkefna eru La clemenza di Tito”,Verdi “La Traviata” í Stokkhólmi, L’elisir d’Amore by Donizetti in Reykjavik,“Le Grand Macabre” by Ligeti, both in Copenhagen and at the San Francisco Opera, the complete “Der Ring des Nibelungen” in Copenhagen Opera, and, both in Vienna: Wolfgang Rihm’s “Jakob Lenz” and Giancarlo Menottis “Goya”.Steffen did his first “Nozze di Figaro” with Johannes Schaaf’s Mannheim production in 2005, the second in summer 2007 in Vienna, at theater an der Wien, with Marie í Dali and Kasper Holten.The Collaboration has since then led to a Don Carlo in Copenhagen and Lohengrin in Moscow, and recently to a new approach to opera-movies, JUAN, shot in Budapest. Production designed by Steffen, costume design by Marie with Andras Nagy as DoP.Another Lohengrin created controversy at Deutsche Oper in Berlin spring 2012. Last May, a new production ofTRISTAN UND ISOLDE, directed by Elisabeth Linton,could be seen in Helsinki.May 2015 Szymanovsky’s Król Roger opened at the Royal Opera House, Covent Garden.Upcoming productions i Denmark, Sweden,Norway,UK,Italy and Spain. Jóhann Bjarni Pálmason ljósahönnuður nam ljósahönnun í Central School of Speech and Drama í London. Jóhann Bjarni starfaði sem ljósameistari Íslensku óperunnar 1985 til 2008. Jóhann Bjarni hefur hannað lýsingu fyrir fjölmörg leikverk, dansverk og óperur. Má þar meðal annars nefna Macbeth og Rhodymenia í Palmata með Frú Emilíu. Hart í bak,

23

Undir berum himni, Sek og Lísu í Undralandi fyrir Leikfélag Akureyrar. Kabarett (tilnefnin til Grímuverðlauna), og Ævintýrið um Augastein með Leikhópnum á Senunni. Hart í bak og Frida viva la Vida fyrir Þjóðleikhúsið, Skrímslið litla systir mín með Leikhúsinu 10 fingur, La Chenerentola, Rakarinn í Sevilla og Carmina Burana í Íslensku óperunni, Ágúst Ólafsson, Fiorello stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eiði Á. Gunnarssyni og við Síbelíusar-akademíuna. Helstu hlutverk Ágústs hjá Íslensku óperunni til þessa eru titilhlutverkið í Sweeney Todd, Skugginn í The Rake‘s Progress, Harlekin í Ariadne á Naxos, Marcello í La Boheme, Papagenó í Töfraflautunni, Séra Torfi í Ragnheiði og Belcore í Ástardrykknum, en fyrir það hlutverk hlaut hann Grímuverðlaunin 2010. Ágúst var einn söngvaranna Óperuperlum árin 2007 og 2009 og í Perluportinu 2011. Hann fór með hlutverk Álfs í frumflutningi óperunnar Hel eftir Sigurð Sævarsson 2009. Ágúst hefur tvívegis hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrst sem Flytjandi ársins ásamt Gerrit Schuil fyrir flutning sinn á ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010 og svo sem Söngvari ársins í sígildri og samtímatónlist 2013. Bjarni Thor Kristinsson, Doktor Bartolo hóf söngnám við Tónlistarskólann í Njarðvík hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur og stundaði það síðan með hléum áfram í Tónskóla Sigursveins og Söngskólanum í Reykjavík. Haustið 1994 hélt Bjarni til frekara náms við óperudeild Tónlistarháskólans í Vín. Vorið 1997 var hann síðan ráðinn sem aðalbassasöngvari Þjóðaróperunnar þar í borg en sneri sér síðan að lausamennsku. Hann hefur sungið við mörg af helstu óperuhúsum Evrópu, auk þess að koma fram í Norður Ameríku, Asíu og Ástr-


alíu .Meðal helstu óperuhlutverka Bjarna má nefna: Barón Ochs í Rósariddaranum, Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu og flestöll bassahlutverk í óperum Wagners. Bjarni söng hlutverk Osmin í Brottnáminu úr kvennabúrinu hjá Íslensku óperunni haustið 2006 og fékk Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, sem söngvari ársins fyrir hlutverkið. Gissur Páll Gissurarson Almaviva greifi, þreytti frumraun sína aðeins ellefu ára gamall í titilhlutverkinu í söngleiknum Oliver Twist. Frá 1997 stundaði hann nám í Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar. Jafnhliða söngnámi söng Gissur í Kór Íslensku óperunnar og kom fram sem einsöngvari við ýmis tilefni. Hann hóf nám við Conservatorio G.B. Martini í Bologna árið 2001 og sótti síðan einkatíma hjá Kristjáni Jóhannssyni.Fyrsta óperuhlutverk Gissurar á Ítalíu var sem Ruiz í óperunni Il Trovatore í Ravenna. Veturinn 2004 tók Gissur Páll þátt í uppfærslu á Così fan tutte, undir stjórn Claudio Abbado í Ferrara, Reggio Emilia og Modena. Sumarið 2005 söng hann hlutverk Danilo í Kátu ekkjunni og haustið 2005 kom Gissur Páll fram fyrir hönd Íslands á EXPO sýningunni í Nagoya í Japan. Árið 2006 tók Gissur Páll þátt í söngkeppninni Flaviano Labò og lenti í þriðja sæti af 123 keppendum. Þá um haustið hélt hann sína fyrstu einsöngstónleika á Íslandi í Salnum í Kópavogi. Sama ár tók hann þátt í söngkeppni í Brescia og hreppti þar tvenn verðlaun. Árið 2007 söng hann í Rakaranum í Sevilla í Heidelberg og í uppfærlsum áWerther eftir Massenet og Les Mammelles de Tiresias eftir Poulenc á Sardiníu. Gissur Páll söng sem gestasöngvari hlutverk Nemorino í uppfærslu Íslensku óperunnar áÁstardrykknum árið 2009 og var einn söngvaranna í Perluportinu vorið 2011. Þá söng hann hlutverk Rodolfo í La Boheme hjá Íslensku óperunni vorið 2012 og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir túlkun sína á hlutverkinu.

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Rosina, mezzósópran hefur sungið vítt og breitt um Evrópu og í Suður-Ameríku í tónleikasölum s.s. Bozar í Brussel, Auditorio Nacional de Música og Teatro Real í Madrid, Glinka sal Fílharmóníunnar í St. Pétursborg, Coliseo í Buenos Aires og Royal Festival Hall í London. Á meðal óperuhlutverka hennar á Íslandi og erlendis eru Sesto, Cenerentola, Dido, Romeo, Dorabella, Rosina, Carmen, Lazuli, Prins Orlowsky, Komponist, el Gato con botas og Ingibjörg. Guðrún lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðan meistaragráðu og óperudeild Guildhall School of Music and Drama í London. Hún vann til Kathleen Ferrier ljóðasöngsverðlaunanna í Wigmore Hall, 3. verðlauna í Musica Sacra í Róm, Miriam Licette í Covent Garden og Joaquín Rodrigo verðlaunanna í Madríd. Hún hefur sungið inn á tólf geisladiska, frumflutt fjölmörg tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld og komið fram m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands og Madrídar, Caput, Sonor Ensemble, St Petersburg State Symphony og Philharmonia Orchestra í London. www.gudrunolafsdottir.com

al titilhlutverkið í Evgení Ónegin, Baron Ochs í Rósariddarunum, Filippo II í Don Carlos, Don Magnifico í Öskubusku, Sarastro í Töfraflautunni, Leporello í Don Giovanni, Rocco í Fidelio, Hollendinginn og Daland í Hollendingnum fljúgandi, titilhlutverkið í Gianni Schicchi, Tevje í Fiðlaranum á þakinu, Scarpia úr Tosca og titilhlutverkið í Mefistofele eftir Boito. Jóhann söng hlutverk Skugga í óperunni Hel efir Sigurð Sævarsson á Listahátíð 2009. Meðal verka á tónleikum hérlendis og erlendis eru Requiem Verdis, Requiem Mozarts, 9. sinfónía Beethovens, Sköpunin eftir Haydn og 8. sinfónía Mahlers, m.a. með Berlínarfólharmóníunni. Jóhann Smári söng hlutverk Trulove í uppsetningu Íslensku óperunnar á The Rake’s Progress haustið 2006 og Grenvils læknis í La traviata vorið 2008. Þá flutti hann Vetrarferð Schuberts í leikrænni útfærslu ásamt Kurt Kopecky árin 2008 og 2010 og var í kjölfarið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum Rödd ársins. Hann söng hlutverk Sparafucile í Rigoletto hjá Íslensku óperunni haustið 2010, Sarastró í Töfraflautunni haustið 2012 og Colline í La Bohème vorið 2012. Síðastliðið haust söng Jóhann Smári hlutverk Il Commendatore í Don Giovanni eftir Mozart við Skosku óperuna í Glasgow, í leikstjórn Sir Thomas Allen.

Jóhann Smári Sævarson stundaði framhaldsnám í söng við óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði hann sig til Kölnaróperunnar í þrjú ár, og var síðan á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann hefur sungið sem gestasöngvari við fjölda óperuhúsa í Evrópu. Hann hefur starfað með ýmsum frægum hljómsveitastjórum, m.a. Bernard Haitink, Kent Nagano, James Conlon og Gennadi Rozhdestvensky, og hljómsveitum á borð við London Philharmonic, BBC Concert Orchestra, Gurzenich Orchester og WDR útvarpshljómsveitina í Köln. Jóhann hefur sungið yfir 50 hlutverk á ferlinum, þar á með-

Kristinn Sigmundsson Don Basilio hefur starfað sem söngvari síðan 1984. Fyrst hér heima, en frá árinu 1989 hefur starfsvettvangur hans að mestu leyti verið erlendis. Hann hefur komið fram í flestum stærstu óperu- og tónlistarhúsum heims, t.d. Metropolitan óperunni í New York, Staatsoper í Vínaborg, La Scala, Covent Garden, Opéra National í París, Deutsche Oper og Staatsoper í Berlin, Royal Albert Hall í London, Concertgebouw í Amsterdam, svo nokkuð sé nefnt. Síðustu tvö árin hefur hann m.a. sungið í Don Carlo í Ríkisóperunni í Hamborg og Íslensku óperunni, Don Giovanni á Ravinia Festival í Chicago, Brúðkaup Fígarós í Ravinia og Óperunni í Los Angeles, Hol-

24

25

lendingnum fljúgandi í Ravinia og óperunni í Strasbourg og The Ghosts of Versailles og Rakaranum frá Sevilla í Los Angeles óperunni. Kristinn er auk þess mikilvirkur konsert- og ljóðasöngvari. Skemmst er að minnast tónleika hans með Sinfóníuhljómsveit Íslands í upphafi þessa starfsárs. Meðal viðurkenninga sem Kristinn hefur hlotið eru Philadelphia Opera Prize og Opernwelt-verðlaunin í Belvedere óperusöngvarakeppninni í Vínarborg árið 1983, Stämgaffeln – Det klassiska svenska fonogrampriset 1991, Íslensku tónlistarverðlaunin 1995, 2010 og 2011 og Útflutningsverðlaun Forseta Íslands 2011. Hann var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs árið 2005. Hann hlaut Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1995. Oddur Jónsson barítón, stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Alex Ashworth og lauk burtfararprófi með ágætiseinkunn. Hann lauk meistaragráðu frá Universität Mozarteum í Salzburg, Austurríki og hlaut Lilli Lehmann-viðurkenninguna fyrir framúrskarandi meistarapróf í óperusöng. Kennarar hans við skólann voru Andreas Macco, Martha Sharp, Eike Gramss, Gernot Sahler, Breda Zakotnik og Julia Pujol. Síðastliðið haust söng hann í fyrsta sinn við Íslensku óperuna, hlutverk Rodrigo í Don Carlo, og var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Oddur hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum keppnum. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki; varð þriðji í Schubert-keppninni í Dortmund og þriðji í Musica Sacra-keppninni í Róm. Hann fékk Schubert-verðlaunin og verðlaun fyrir besta ljóða- og óratóríuflytjandann í Francesc Viñas-keppninni í Barcelona. Hann söng í úrslitum Belvedere-keppninnar og í alþjóðlegu Mozart-keppninni. Oddur hefur sungið Greifann í Brúðkaupi Fígarós, Guglielmo í Così fan tutte, Belcore í Ástardrykknum, Orest í Iphigenie auf Tauris eftir C. W. Gluck, Kaiser


í Kaiser von Atlantis eftir V. Ullmann, Ned Keene í Peter Grimes og Herald í The Burning Fiery Furnace eftir B. Britten. Sumarið 2013 var Oddur staðgengill fyrir Rodrigo í Don Carlo á tónlistarhátíðinni í Salzburg.Sem einsöngvari söng Oddur Das Lied von der Erde eftir G. Mahler í Garnier-óperunni í París í ballettuppsetningu John Neumeier. Hann hefur sungið Jesús í Jóhannesarpassíunni, bassahlutverkin í H-moll messunni og Jólaóratóríunni eftir Bach, Solomon eftir Händel, Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Mahler. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran syngur reglulega í óperum, óratoíum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis. Hún hefur sungið yfir tuttugu óperuhlutverk m. a. Nunna í Love and Other Demons eftir Peter Eötvös undir stjórn Vladimir Yurovsky (Glyndebourne Opera) í Jakob Lenz eftir Wolfang Rihm (English National Opera), Waltraute í Valkyrjunum (LidalNorth Norske Opera), Arcane í Teseo (English Touring Opera), Arbate í Mitridate (Classical Opera Company), Draugur í Insanity ( Kiez Oper Berlin) og þriðja dama í Töfraflautunni hjá Íslensku óperunni. Sigríður lauk söng- og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og óperudeild, Artist Diploma og meistaragráðu frá

Royal College of Music í London. Sigríður sækir nú tíma hjá Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Sigríður Ósk hefur sungið í virtum tónleikasölum eins og Royal Albert Hall, Kings place og Cadogan Hall í London, þar söng hún ásamt Dame Emma Kirkby en tónleikunum var útvarpað á Classic FM. Söng Sigríðar má einnig heyra á sýningum Cullberg Ballettsins, og á geisladiski “Engel Lund’s Book of Folksongs” (Nimbus Records) www.sigridurosk.com Valgerður Guðrún Guðnadóttir hóf söng-og leikferil sinn í hlutverki Maríu í West Side Story í Þjóðleikhúsinu 18 ára gömul. Hún útskrifaðist frá Guildhall School of Music and Drama í London vorið 2000. Áður hafði hún lokið 8. stigi með hæstu einkunn frá Söngskólanum í Reykjavík. Valgerður hefur leikið og sungið m.a. í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslensku Óperunni og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Meðal hlutverka hennar eru Fantine í Vesalingunum, María í Söngvaseið, en fyrir það hlutverk hlaut hún Grímuverðlaun¬in sem Söngvari ársins, Mercedes í Carmen, Papagena í Töfraflautunni, Barbarina í Brúðkaupi Fígarós, Belinda

26

í Dido & Eneas og Poppea í Krýningu Poppeu. Framundan hjá Valgerði er m.a. jólatónleikar með Kristjáni Jóhannssyni, nýjárstónleikar Óperudrauganna og hlutverk Völvunnar í nýju íslensku tónverki, Völuspá eftir Þorvald Bjarna sem frumflutt verður í Hofi eftir áramótin. Viðar Gunnarsson stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans og síðar framhaldsnám hjá dr. Folke Sällström í Stokkhólmi á árunum 1981 til 1984. Að námi loknu í Svíþjóð starfaði hann hjá bókaforlaginu Vöku-Helgafelli ásamt því að syngja reglulega við Íslensku óperuna frá 1984 og Þjóðleikhúsið frá 1985. Viðar var ráðinn óperusöngvari við Kammeróperuna og Schönbrunner Schloßtheater í Vínarborg 1989-1990 og var fastráðinn við Ríkisleikhúsið í Wiesbaden á árunum 1990 til 1995. Árið 1994 söng hann hlutverk Regins, Fáfnis og Högna í uppsetningu Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar og Listahátíðar á Niflungahringnum. Á ferli sínum hefur Viðar komið fram í óperuhúsum víða um Evrópu,

27

m.a. í Ríkisóperunni í Berlín, Bonn, Essen, Mannheim, Frankfurt, Stuttgart, Wiesbaden, Kassel, Dortmund, Genf, Bern, Vínarborg, Bregenz, Prag, Tel Aviv og Seoul í Suður-Kóreu. Meðal hlutverka sem Viðar hefur sungið eru Colline í La Bohème, Pater Guardiano í Á valdi örlaganna, Fiesco í Simon Boccanegra, Zaccaria í Nabucco, Grand´Inquisitor í Don Carlos, Il Re og Ramfis í Aidu, Sarastro í Töfraflautunni, Il Commendatore í Don Giovanni, titilhlutverkið í Boris Godunov, auk ólíkra hlutverka í mörgum af óperum Wagners. Viðar hefur komið fram sem einsöngvari með íslenskum og erlendum kórum, sem og með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann söng hlutverk fyrsta reglubróður í Töfraflautunni hjá Íslensku óperunni haustið 2011, Ferrando í Il Trovatore haustið 2012 og Zuniga í Carmen síðastliðið haust.


28

29


Guðni Tómasson og Helgi Jónsson

En frábær hugmynd! - Che invenzione prelibata Það fer vel á því að óperan um rakarann frá Sevilla hafi orðið til í borginni eilífu við Tiberfljót, hinni einu sönnu Rómarborg. Í það minnsta hefur tónverkið staðist tímans tönn með miklum ágætum. Nú þegar styttist í tvö hundruð ára afmæli óperunnar er hún enn með þeim allra vinsælustu á óperusviðum heimsins. Á vefnum Operabase má sjá að frá árinu 2011 til 2016 eru 412 uppfærslur á óperunni skráðar víðs vegar um heiminn. Það var í nóvember árið 1815, fyrir nokkuð sléttum 200 árum, sem Gioachino Rossini kom til Rómarborgar, aðeins 23 ára gamall en þá þegar vel þekktur tónsmiður í heimalandi sínu. Á öðrum degi jóla var ópera hans Torvaldo e Dorliska frumsýnd í Teatro Valle leikhúsinu. Nokkrum dögum áður hafði tónskáldið hins vegar undirritað samning um næstu óperu fyrir annað leikhús í borginni, Teatro Argentina, sem byggt var árið 1732 og þykir enn eitt af fegurri leikhúsum borgarinnar. Þess má geta að hluti leikhússins stendur nokkurn veginn á þeim stað þar sem sjálfur Júlíus Sesar var myrtur. Það var Francesco Sforza-Cesarini sem undirritaði samninginn ásamt tónskáldinu unga. Velgjörðarmaðurinn náði hins vegar ekki að sjá óperuna sem hann kostaði því að hann lést skömmu áður en til frumsýningar kom. Sjálfur sagði Rossini síðar að hann hafi aðeins haft þrettán daga til að semja nýju óperuna, en eitthvað var það orðum aukið. Samning um verkið undirritaði tónskáldið 15. desember árið 1815 en frumsýningin fór fram 20. febrúar, þannig að meðgöngutíminn var líklega eitthvað lengri. Fyrir verkið fékk Rossini ágætlega borgað en meðal annars gerði samningurinn ráð fyrir að hann fengi heslihnetu-brúnan jakka með gullhnöppum sem aukagreiðslu. Laun söngvarans Manuels García sem fór með hlutverk Almaviva greifa voru samt hærri en laun tónskáldsins.

Fíaskó?

Á frumsýningarkvöldinu hét nýja óperan reyndar Almaviva, en ekki er hægt að lýsa frumsýningunni með öðru móti en að tala um

stórslys. Nokkurn veginn allt klikkaði sem klikkað gat; gestirnir í salnum fussuðu og sveiuðu, góluðu og púuðu. Í sviðsetningunni og framvindunni mistókst margt hrapalega, enda hafði æfingatíminn verið stuttur. Sagan segir að margir gestanna hafi reyndar verið stuðningsmenn óperutónskáldsins Giovanni Paisiello sem bæði var í beinni samkeppni við Rossini og hafði spreytt sig á leikriti franska leikskáldsins Pierre Beaumarchais um rakarann á níunda áratug 18. aldar. Paisiello var ríflega fimmtíu árum eldri en Rossini og þarna tókust því á sjónarmið ólíkra kynslóða í ítölsku tónlistarlífi en á Ítalíu stóð fólki alls ekki á sama um hvernig óperuhefðin þróaðist. Algengt var að tónskáld ættu sér sinn hóp stuðningsmanna og slík voru lætin við frumsýningu Rakarans að sagan segir að Rossini hafi yfirgefið leikhúsið eins og hver annar sýningargestur, reynt að hverfa í fjöldann. Uppþotin á frumsýningarkvöldinu voru hins vegar afmarkað upphlaup og strax á annarri sýningu verksins voru viðtökurnar allt aðrar og betri. Ein sagan segir að Rossini hafi verið á hótelherbergi sínu þegar sú sýning fór fram en hafi hins vegar gengið um gólf og rennt í gegnum framvindu verksins í huganum. Síðar vakti háreysti úti á götu tónskáldið af værum blundi. Úti fyrir hafði hópur fólks safnast saman. Fólkið hélt á logandi kyndlum og minnugur frumsýningarkvöldsins hélt Rossini að fólkið vildi ná fram hefndum og jafnvel kveikja í húsinu, þannig að hann flúði út í hesthús. Stuttu síðar var hans leitað þar og kallað til hans: „Flýttu þér! Komdu! Hlustaðu á köllin: Bravó, bravissimó, Figaro!“ Rossini á að hafa sagt: „Fjandinn hirði þeirra bravó, ég kem ekki út!“ Hótelstjórinn, sem reyndi að fá tónskáldið út til að róa fólkið, hafði fulla ástæðu til að hafa áhyggjur því að múgurinn varð svo æstur yfir nýju óperunni að rúður voru brotnar í húsinu og tónskáldið þurfti að sofa við brotna rúðu í kaldri febrúarnóttinni. Það var ekki tekið út með sældinni að vera vinsælt ítalskt óperutónskáld á fyrri hluta nítjándu aldar.

30

Óperustjarnan unga

Gioachino Antonio Rossini fæddist þann 29. febrúar 1792 inn í tónlistarfjölskyldu í smábænum Pesaro við Adríahafsströnd Ítalíu. Hann hóf tónsmíðar sínar strax á unglingsaldri og nokkru fyrir tvítugt var hann orðinn hálfgerð óperu-maskína, farinn að semja tvær óperur á ári samkvæmt samningum við óperuhús í Feneyjum, Mílanó og Napólí, þar sem hann var tónlistarstjóri við tvö óperuhús í einu áður en leiðin lá til Rómar. Rossini varð fljótt súperstjarna í óperulífi Ítalíu og sem dæmi um þær vinsældir og virðingu sem hann naut má nefna að í fyrstu yfirlitsbókinni um tónlistarsögu sem kom út á þýsku er einn kafli með yfirskriftinni „Öld Beethovens og Rossinis”. Það var austurríski tónlistarsagnfræðingurinn Raphael Georg Kiesewetter sem hafði svo miklar mætur á óperutónskáldinu ítalska. Þegar fram liðu stundir átti þó álit margra á tónsmíðum Rossinis eftir að dvína nokkuð og hann hefur á stundum verið vændur um að vera yfirborðskennt tónskáld og sum verka hans hafa verið léttvæg fundin. Carl Dalhaus tónlistarfræðingur tók til varna fyrir Rossini í bókinni Tónlist 19. aldar, sem kom út 155 árum síðar en bók Kiesewetters, en sagði þó hæpið að bera saman tónskáld

31

eins og Beethoven og Rossini. Á meðan Beethoven ynni úr hverju frymi tónlistarinnar væri styrkur verka Rossinis einmitt yfirborðsmennskan, endurtekningar, flúr og fjörleg framvinda tónlistar og söguþráðar. Uppbygging væri oftar en ekki með þeim hætti að allt virðist ætla að fara fjandans til, sem aftur skapaði spennu í framvindu leiksins.

Frábært sviðsverk

En hvað er það sem gerir það að verkum að þessi gamanópera Rossinis fellur svo vel í kramið nærri 200 árum eftir að hún var frumsýnd? Líkt og fram kom að ofan nefndi Carl Dalhaus að tónlistin væri yfirborðskennd og það má vel rökstyðja. Á sama tíma má einnig segja að tónlistin þjóni því eina markmiði að gera sviðsverkið sem sterkast. Til þess að ná því fram hikar Rossini ekki við að slengja fram laglínum án þess að gefa alltaf gaum að úrvinnslu og hljómasamböndum. Eins hikaði hann ekki við að endurnýta tónlist sem hann hafði áður samið og sem dæmi um það er forleikur Rakarans sem áður hafði heyrst tvívegis í óperum Rossinis. Nokkra aðra hluta verksins hafði hann áður notað í fyrri verkum. Slík endurvinnsla skiptir þó litlu, markmiðið var að búa til frábært


Nautalund Rossini Mynd hér af réttnum eða eh falleg af kolabrautinni

Gioacomo Rossini hafði ómældan áhuga á mat og matargerð og eru ófáir réttir tileinkaðir tónskáldinu. Einn þekktasti rétturinn er Tournado Rossini – eða Nautalaund að hætti Rossinis sem útbúin var sérstaklega fyrir hann af frönskum matreiðslumeistara í París. Við búum svo vel að veitingastaðurinn Kolabrautin í Hörpu býður upp á sérstakan Rossini matseðil meðan á óperusýningunum stendur. Það var síðan yfirmatreiðslumeistarin Kolabrautinnar, Georg Arnar Halldórsson sem deildi uppskriftinni með gestum Íslensku óperunnar. Bon apetite!

Nauta lund

800gr nauta lund Nautalundin eru steikt á miðlungs heitri pönnu þar til að hún fær fallegan brúnan lit síðan er hún kláruð í bakarofni við 150°c þar til að hún nær 50°c kjarnhita. Mikilvægt er að láta kjötið hvíla í lágmark 5 mínútur eftir eldun. sviðsverk og því helgaði tilgangurinn meðalið. Og talandi um yfirborðsmennsku, ef persónugallerí Rakarans frá Sevilla er skoðað þá sér maður fljótt að þar er að finna eins konar gallagripi. Í óperunni er engin hjartahrein hetja sem lýsir eins og viti, áhorfendum til innblásturs. Persónurnar hafa flestar eitthvað að fela og eitthvað á samviskunni, og þegar horft er til umbúðanna, gamanóperunnar, má segja að gamanið sé á köflum ansi grátt. Rossini hikar ekki við að beita öllu litrófi mannlegra tilfinninga í verki sínu. Þar mætast gleði, sorg, angurværð, girnd, kúgun, heiðarleiki og óheiðarleiki, ærsl og græðgi, svo fátt eitt sé nefnt. Kannski eru þessir mannlegu breyskleikar í persónum Rossinis ástæða þess að Rakarinn frá Sevilla á greiða leið að hjörtum áhorfenda enn í dag. Til þess að magna upp tilfinningar í verkum sínum nýtir Rossini sér tímasetningar á meistaralegan hátt, hárfínt samspil tónlistar og texta er oftar en ekki til staðar. Breytingar á styrk í tónlistinni er annað bragð sem Rossini beitti óspart og er þá stundum talað um Rossini crescendo. Tónlistinni er þeytt úr örfínum styrkleika upp í beljandi kraft á örskotsstundu, einkum í forleikjum eða hópatriðum, og spennan keyrð í botn fyrir það sem í vændum er.

Ljóst er að markmið Rossinis með Rakaranum frá Sevilla var aðeins eitt, að búa til óperu sem félli í kramið hjá almenningi og það er ekki hægt að halda öðru fram en að honum hafi tekist það ætlunarverk sitt fullkomlega. Tónlistin ber þess glöggt vitni hve auðvelt Rossini átti með að semja verk sín. Laglínur runnu fyrirhafnarlítið úr penna hans og fima tilburði söngvara átti hann auðvelt með að kalla fram. Rossini er konungur gamanóperunnar en engin þeirra reis jafn hátt og meistaraverk hans, Rakarinn frá Sevilla. Þetta djásn í krúnu tónskáldsins stenst ennþá tímans tönn. Óperan er frábært sviðsverk sem bíður upp á mikla möguleika í túlkun og uppfærslu í samtíma okkar, 200 árum eftir frumflutninginn ógurlega. Því má með sanni segja að óperan sé enn í dag frábær hugmynd.

32

Foie gras

200 gr andarlifur (foie gras). Lifrin er skorin í fjóra 1 cm bita og steikt í sirka 30sekúndur á hvorri hlið síðan Síðan er hún tekin af og látin hvíla í nokkrar mínútur á heitum stað og krydduð með salti og pipar. Lifrin er tilbúin þegar hún er orðin mjúk í gegn. Foie gras er 80-90% fita þess vegna mjög mikilvægt að steikja hana á frekar heitri pönnu.

Meðlæti

1 st brioche brauð 400 gr ostrusveppir 10 gr skarlottulauk Trufflu olía Salt Sveppirnir eru steiktir á heitri pönnu þar til að þeir verða gullbrúnir að lit. Síðan er pannan tekin af og fínt söxuðum skarlottulauk bætt við og að lokum smakkaðir til með trufflu olíu og salti. Briochebrauð er skorið í fjórar sneiðar og ristað á pönnu með smá smjöri.

33

Madeira sósa

3 msk fínt saxaður skarlottulaukur 250 gr sveppir 1/4 bolli rauðvín 3/4 bolli madeira 1 bolli kjúklingasoð (ég mæli með kjúklingasoði í fernu frá knorr) 1 lárviðarlauf 1 hvítlauks geiri 5 gr ferskt sítrónublóðberg 30 gr smjör Salt og sítrónu safi eftir smekk Sveppirnir skarlottulaukurinn og hvítlaukurinn eru létt svitaðir í potti á miðlungs hita síðan er rauðvíni og madeira bætt við og soðin niður þar til nánast allur vökvinn er horfin þá er kjúklingasoði bætt við ásamt lárviðarlaufum og eftir það er sítrónublóðbergi bætt við og látið liggja í sósunni í sirka 15 mínútur eftir það er hún sigtuð svo er smjörinu bætt við og sósan smökkuð til með salti og sítrónusafa.

Samsetning

Þegar rétturinn er settur saman fer brioche brauðið á botnin síðan sveppirnir ofan á brauðið nautalundin fer síðan ofan á sveppina og að lokum andarlifrin ofan á nautið sósan yfir og smá trufflu olía. Uppskriftin kemur frá Georgi Arnari Halldórssyni yfirmatreiðslumeistara á veitingastaðnum Kolbrautin í Hörpu.


34

35


Næst á dagskrá Beinar útsendingar frá

Design Thinking Workshop

HÁDEGISTÓNLEIK AR - LUNCHTIME OPER A CONCER TS -

Dagana 18-21.nóvember fer fram vinnustofa hjá Íslensku óperunni í „Design Thinking“ þar sem leitast verður við að vinna með nýsköpun í óperu. Vinnustofunni er stýrt af tveimur þýskum sérfræðingum þeim Flaviu Bleuel og Heidi

Metrapolitan óperunni og Konunglegu óperunni í London

DON GIOVANNI Frumsýnt 27.febrúar

Íslensku óperunni er mikil ánægja að kynna næstu óperuuppfærslu sem verður DON GIOVANNI eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Frumsýning verður 27. febrúar 2016. Hljómsveitarstjóri er Benjamin Levy en hann er margverðlaunaður og eftirsóttur stjórnandi sem hefur stjórnað uppfærslum í Parísaróperunni og á tónlistarhátíðinni í Salzburg og einnig hefur hann stjórnað hljómsveitum á borð við Mahler Chamber Orchestra o.fl. Leikstjórn er í höndum Kolbrúnar Halldórsdóttur, Snorri Freyr Hilmarsson hannar leikmynd, ljósameistari er Björn Bergsteinn Guðmundsson og María Th. Ólafsdòttir er höfundur búninga.

1 0 . nóve mbe r

29. m a rs

- M Ó Ð I R KO N A M E YJ A -

- NO R R ÆN R Ó MA NTÍ K -

Lilja Guðmundsdóttir sópran Antonia Hevesi píanó

Þóra Einarsdóttir sópran Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó

8 . de se mbe r

12. a p r íl

- ÓPERA Á AÐVENTU -

- TENÓ R I NN ER A L LTA F Á S TFA NG I NN

Andri Björn Róbertsson bass-baritón Janet Haney píanó

ÓPERUBÍÓ – SAMBÍÓ og Háskólabíó

Elmar Gilbertsson tenór Antonia Hevesi píanó

10. m a í

2 6 . j anú ar - L J Ó ÐA LÖ G -

- Á S T O G Á R ÆÐ NI -

Fjölnir Ólafsson baritón Bjarni F. Bjarnason píanó

Rannveig Káradóttir sópran Hrönn Þráinsdóttir píanó

1 5 . mar s - S TÁ S S M E Ð S T R Á S S Hlín Pétursdóttir Behrens sópran Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran Gerrit Schaul píanó

7. j ú n í - Í TÖ L S K R Ó MA NTÍ K Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó

37


BLS 38 – VINAFÉLAGIÐ

38



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.