Efnisskrá evgeni 19 10 16 final 2

Page 1

P YOT R TCH A I KOVS K Y



EF T I R TCH A I KOVS K Y ÓPERA Í ÞREMUR ÞÁTTUM BYGGÐ Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU Í LJÓÐUM EFTIR ALEXANDER PÚSHKÍN VIÐ TEXTA EFTIR KONSTANTÍN SHÍLOVSKÍ ÓPERAN VAR FRUMFLUTT ÁRIÐ 1879 Í MOSKVU Hljómsveitarstjóri / Music Director Leikstjóri / Stage Director Ljósahönnuður / Lighting Designer Leikmyndahönnuður / Set Designer Búningahönnuður / Costume Designer

Benjamin Levy Anthony Pilavachi Björn Bergsteinn Guðmundsson Eva Signý Berger María Th. Ólafsdóttir

Tatjana Þóra Einarsdóttir Onegin Andrey Zhilikhovsky Lenskí Elmar Gilbertsson Olga Nathalía Druzin Halldórsdóttir Gremín fursti Rúni Brattaberg Larína Hanna Dóra Sturludóttir Filippjevna Alina Dubik Monsieur Triquet Hlöðver Sigurðsson Konsertmeistari / Concertmaster Nicola Lolli Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar / The Orchestra and Choir of the Icelandic Opera Zaretsky Magnús Guðmundsson Kapteinn Aðalsteinn Már Ólafsson Einsöngstenór Örvar Már Kristinsson Aukaleikarar Díana Rut Kristinsdóttir · Hjalti Rúnar Jónsson · Ísak Hinriksson Ragnar Pétur Jóhannsson · Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir · Sigurbjartur Sturla Atlason Sýningin hefst kl. 20:00, hlé er gert kl. 21:30 og sýningu lýkur um kl. 22:45.

ÍSLENSKA ÓPERAN · 83. VERKEFNI · FRUMSÝNT 22. OKTÓBER 2016



Hljómur tilfinninganna Kæri sýningargestur Það er mér mikil ánægja að bjóða þig velkominn á uppfærslu Íslensku óperunnar á hinni ástsælu óperu Évgení Onegin eftir Tchaikovsky. Hún var samin árið 1878 og frumflutt ári síðar af nemendum tónlistarháskólans í Moskvu. Óperan hefur verið flutt nánast samfellt frá því hún var samin í Bolshoj leikhúsinu við frábærar undirtektir.

Þessi sýning hefur alþjóðlegt yfirbragð og það hefur verið sérstök ánægja að njóta krafta þeirra góðu erlendu gesta sem taka þátt í uppfærslunni erlendis frá til viðbótar við okkar frábæru innlendu listamenn. Á síðustu misserum hef ég átt þess kost að taka þátt í mjög gefandi alþjóðlegu samstarfi, sem hefur styrkt trú mína á því að Íslenska óperan hefur alla burði til að standast fullan samanburð við það sem verið er að gera á óperusviðinu erlendis. Mín sýn er sú að enginn munur verði á gæðum og innihaldi okkar sýninga og þeirra sem settar eru upp í löndunum í kringum okkur. Til þess höfum við alla burði og möguleika.

Ópera er hljómur tilfinninganna. Listformið þar sem allar listgreinar koma saman í eina fullkomna heild sem skapar töfra sem ekki er hægt að líkja við neina aðra upplifun. Það er þess vegna sem óperan er enn á lífi eftir rúmlega 400 ár. Samtalið við samtímann verður auðvitað alltaf að vera til staðar. Það er ekki alltaf auðvelt að koma auga á tenginguna við nútímann í óperum sem voru samdar fyrir margt löngu, en manneskjan er og verður alltaf ofin úr tilfinningum og þess vegna verður þetta listform alltaf nýtt.

Mig langar að þakka öllum þeim fjölmörgu frábæru listrænu stjórnendum, listamönnum og öðrum sem hafa lagt mikið af mörkum til að gera þessa sýningu að veruleika. Við förum nýjar leiðir í uppfærslunni og sviðið ber þess merki að hægt er að nýta tæknina á óhefðbundinn hátt til að skapa þann leikhúsgaldur sem þarf að vera fyrir hendi í óperusýningu án þess að hefðbundin leikmynd sé til staðar.

Allar tilfinningar sem tilheyra mannlegri tilvist koma við sögu í þessari óperu. Hún fjallar um djúpa ást og leitina að lífshamingjunni sem allir geta tengt við á einhvern hátt. Hún lýsir á áhrifaríkan hátt þeim örlögum sem bíða þeirra sem ekki finna leið til að skapa sjálfum sér lífshamingju og láta drauma sína rætast. Við erum sjálf stærstu áhrifavaldarnir í eigin lífi og þegar okkur verður ljóst að hamingjan er fólgin í viðhorfinu til lífsins og annars fólks opnast nýjar víddir. Onegin hafnar ástinni, verður besta vini sínum að bana og upplifir síðan mikla örvæntingu og eftirsjá þegar hann áttar sig á því að hann hefur misst það sem honum er dýrmætast – af eigin völdum – en þá verður ekki aftur snúið.

Það er áskorun að flytja óperur í sal sem er ekki hannaður sérstaklega fyrir listformið, en víða erlendis eru sýndar frábærar uppfærslur í ýmsum óhefðbundnum rýmum án þess að það komi niður á gæðum. Þessi uppfærsla á Évgení Onegin er gott dæmi um að við höfum sömu möguleika til þess hér í Hörpu. Njótið vel,

Steinunn Birna Ragnarsdóttir · óperustjóri

·5·



Söguþráður

1. ÞÁTTUR Sögusviðið er Rússland árið 1915 – skömmu fyrir byltinguna. Á sveitasetri hershöfðingjaekkjunnar Larínu.

II. ÞÁTTUR, 2. atriði Snemma næsta morgun drepur Onegin vin sinn Lenskí í einvígi.

Larína og dætur hennar tvær, Tatjana og Olga, eiga von á nágranna sínum, Lenskí, í heimsókn. Hann birtist í fylgd með nýjum vini sínum, Onegin. Tatjana hrífst af Onegin, það er ást við fyrstu sýn og hún er sannfærð um að þar sé kominn maðurinn sem örlögin hafa valið henni.

III. ÞÁTTUR Pétursborg árið 1917. Í höll Gremíns fursta: Onegin snýr aftur eftir sjálfskipaða útlegð og kemst að því að Tatjana er gift Gremín fursta. Hann er undrandi yfir því hvað hún er orðin sjálfstæð og sterk og áttar sig á því að eftir allt saman elskar hann hana. Hann biður hana um að hitta sig og fyrirgefa sér. Þó að hún geti ekki neitað að hún elski hann gerir hún honum ljóst að hún sé trúföst eiginkona og að það sé of seint. Eftir stendur Onegin, örvæntingarfullur, einmana og útskúfaður og áttar sig á að hann hefur misst af tækifærinu til þess að vera með Tatjönu sem hann elskar heitt.

Um nóttina skrifar hún Onegin ástríðuþrungið bréf en hann endursendir það strax morguninn eftir með þeim orðum að hann sé ekki sá rétti fyrir hana. Tatjana er niðurlægð og harmi slegin. II. ÞÁTTUR, 1. atriði Afmælisveisla Tatjönu. Onegin vill ekki vera þar og það fer í taugarnar á honum þegar nokkrar eldri konur fara að slúðra um hann og Tatjönu. Til að angra Lenskí – sem hann ásakar fyrir að hafa dregið sig nauðugan í veisluna – dansar hann við Olgu, sem er trúlofuð Lenskí. Lenskí til gremju gefur hún honum undir fótinn og þegar Lenskí ávítar hana svífur hún í annan dans með Onegin. Í ofsabræði og afbrýðisemi skorar Lenskí Onegin á hólm í viðurvist veislugesta. HLÉ

·7·




· 10 ·


Synopsis

ACT I Russia 1915 – just before the revolution. At the Larins’ widow country estate.

ACT II, scene 2 Early next day Lensky is killed at the duel by Onegin.

Larina and her two daughters Tatyana and Olga are expecting a visit of their neighbour Lensky. He arrives, accompanied by his new friend Onegin. Tatyana falls in love with Onegin at first sight and immediately recognizes him as the man that Fate has chosen for her. During the night, Tatyana writes a gushing love letter for Onegin; but the following morning Onegin brings the letter back and tells her he is not the right one for her, leaving Tatyana humiliated.

ACT III St.Petersburg 1917: Prince Gremin’s Palace: After a self-imposed exile, Onegin returns to find Tatyana married to Prince Gremin. He is stunned by the strong personality she became and realizes that he does, after all, love her and begs a private meeting as well as forgiveness. Although she cannot deny her love for him, she makes it clear that she is a faithful wife and that it is too late. Onegin remains desperate and embittered by social life realizing that due to his vanity he has lost the opportunity to be with Tatyana whom he realizes too late that he loves.

ACT II, scene 1 Tatyana’s birthday party. Onegin does not want to be there and is angered when a group of elderly women begin to gossip about him and Tatyana. To annoy Lensky – whom he blames for dragging him to the party – he dances with Olga. To Lensky’s horror, she encourages the flirtation and when Lensky reprimands her she petulantly takes another dance with Onegin. Lensky furious and jealous challenges his friend to a duel in front of the guests. INTERMISSION

· 11 ·


Listrænir stjórnendur & söngvarar BENJAMIN LEVY Hljómsveitarstjóri

Nám · Nám við Tónlistarháskólann í Lyon, Tónlistarháskólann í París og við American Academy of Conducting í Aspen í Bandaríkjunum Helstu hljómsveitarstjórnarverkefni Benjamin Levy var fyrst eftir útskrift aðstoðarmaður Marc Minkowski á mörgum tónleikum og í óperuuppfærslum, m.a. hjá Leipzing Gewandhaus hljómsveitinni, Mahler Chamber hljómsveitinni, Les Musiciens du Louvre, við Parísaróperuna, Hollensku óperuna og á Salzburgarhátíðinni. Hann hefur stjórnað víðs vegar í Evrópu, m.a. Orchestre de la Suisse Romande, Nationale Reisopera í Hollandi, Moskvu Fílharmóníunni og í Óperunni í Umeå. Í heimalandi sínu, Frakklandi, hefur Benjamin Levy unnið með fjölmörgum hljómsveitum, bæði sinfóníuhljómsveitum

og óperuhljómsveitum s.s. Orchestre National de Montpellier, Orchestre National de Lorraine, Opéra National de Lyon, Opéra de Rouen, Opéra National du Rhin, Opéra de Limoges. Levy hlaut verðlaunin „Bjartasta vonin“ hjá Sambandi franskra tónlistargagnrýnenda árið 2005 og ADAMI – verðlaun ungra hljómsveitarstjóra 2008. Hann fékk einnig fyrstu verðlaun fyrir slagverksleik þegar hann var í námi í Konservatoríinu í Lyon. Fyrri verkefni hjá Íslensku óperunni Don Giovanni eftir Mozart starfsárið 2015–2016 Önnur störf · Tónlistarstjóri hljómsveitarinnar Orchestre de Chambre Pelléas · Nýráðinn tónlistarstjóri við Orchestre Régional de Cannes Provence Alpes Côte d’Azur Ótrúlegt en satt Þegar Benjamin var lítill strákur dreymdi hann um að verða flugmaður. Enn er hann spenntur fyrir fluginu og tekur reglulega flugtíma.

· 12 ·

ANTHONY PILAVACHI Leikstjóri

Nám • Nám við Guildhall School of Music and Drama í London Helstu leikstjórnarverkefni Eftir að hafa aðstoðað fjölmarga leikstjóra starfaði Anthony Pilavachi sem leikstjóri í Óperuhúsinu í Bonn árin 1987–1992 og síðan sem fastráðinn leikstjóri í Kölnaróperunni 1992–1995. Síðan þá hefur hann sett á svið 86 óperusýningar víða um heim. Hann leikstýrði heimsfrumsýningunni á endurgerðri óperu Verdis, Gustavo III, í Gautaborg 2002 og frumsýningunni á sama verki í Darmstadt 2004, en það var í fyrsta sinn sem verkið var flutt í Þýskalandi. Á meðal nýjustu verkefna Pilavachis má nefna heimsfrumsýningu á óperunni The Ghost of Canterville eftir Gordon Getty í Leipzig vorið 2015 og Capriccio eftir Richard Strauss í Mein-


ingen. Að lokinni uppsetningunni á Évgení Onegin í Íslensku óperunni mun hann stjórna nýrri uppfærslu á óperunni Cinq-Mars eftir Charles Gounod í Leipzig og Capriccio eftir Richard Strauss í Innsbruck. Pilavachi hefur unnið til margra verðlauna, m.a. fékk hann hin virtu „Echo Klassik Award“ árið 2012 fyrir „áhugaverðustu og mikilvægustu uppfærslu síðustu ára á Niflungahring Wagners“ sem hann leikstýrði í Lübeck 2007–2010 og var gefin út á DVD.

BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON Ljósahönnuður

Nám • Er að mestu sjálfmenntaður í faginu. Helstu ljósahönnunarverkefni Björn Bergsteinn hefur lýst fjölda sýninga í atvinnuleikhúsum landsins, auk þess sem hann starfaði eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann hefur unnið lýsingu fyrir fjölda sýninga hjá Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Íslenska dansflokknum og fyrir ýmsa leikhópa. Hjá Leikfélagi Akureyrar lýsti Björn m.a. Eldað með Elvis, Maríubjölluna, Herra Kolbert og Ökutíma. Meðal nýlegra sýninga í

Borgarleikhúsinu eru Milljarðamærin snýr aftur, Fjölskyldan, Fólkið í kjallaranum, Ofviðrið, Strýhærði Pétur, Kirsuberjagarðurinn, Svar við bréfi Helgu, Rautt, Mýs og menn, Hamlet, Jeppi á Fjalli, Furðulegt háttalag hunds um nótt, Mávurinn, Njála og Flóð. Önnur störf • Yfirljósahönnuður í Borgarleikhúsinu Ótrúlegt en satt Björn Bergstein dreymir um að fara holu í höggi.

EVA SIGNÝ BERGER Leikmyndahönnuður

Nám • BA í leikmynda- og búningahönnun frá Central Saint Martins College of Art and Design í London • Starfsnám hjá brúðuleikaranum Bernd Ogrodnik • Námskeið í leikmyndahönnun fyrir brúður hjá Petr Matazek Helstu leikmyndahönnunarverkefni Eva starfar fyrst og fremst við sviðslistir og hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir leikhús, dans og brúðuleikhús en þetta er fyrsta óperuuppfærslan hennar. Á meðal leik-

· 13 ·

sýninga sem hún hefur hannað fyrir eru Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson, ≈ [um það bil] eftir Jonas Hassan Khemiri, Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur, Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason, Útlenski drengurinn eftir Þórarin Leifsson og Svanir skilja ekki eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Aðrar sýningar sem Eva hefur unnið við eru brúðusýningin Aladdín eftir Bernd Ogrodnik, Skrímslið litla systir eftir Helgu Arnalds og Charlotte Bøving, Wide Slumber og Nýjustu fréttir eftir Vavavoom og Bedroom Community og búningar fyrir stuttmyndina I can’t be seen like this eftir Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur. Á næstunni mun Eva hanna leikmynd og búning fyrir sólódansverk Katrínar Gunnarsdóttur, Shades of History og leikmyndir og búninga fyrir Gott fólk og Tímaþjófinn, hvort tveggja í uppfærslu Þjóðleikhússins. Ótrúlegt en satt Eva hefur gaman af að leysa vísbendingakrossgátur. Hún er líka liðtæk í skrafli og liðið hennar gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni í skrafli 2014.


MARÍA TH. ÓLAFSDÓTTIR Búningahönnuður

Ótrúlegt en satt María ekur um á risastórum LandRover og einu sinni fór hún í tvo flugtíma til að yfirvinna flughræðslu.

NÍELS THIBAUD GIRERD Sýningarstjóri

Nám • BFA frá Parsons School of Design í New York • Er í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands Helstu búningahönnunarverkefni María hefur hannað búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Sjálfstæðu leikhúsin auk þess sem hún hefur unnið við allmargar kvikmyndir. Meðal sýninga sem hún hefur hannað fyrir eru West Side Story, Þrek og tár, Kardimommubærinn, Oliver, Les Miserables, Spamalot, Gosi, Latibær, Dýrin í Hálsaskógi, Hamlet, Mary Poppins, Hleyptu þeim rétta inn og Blái hnötturinn. María var höfundur búninga í sýningu Íslensku óperunnar á Rakaranum frá Sevilla 2015 og Don Giovanni 2016. Önnur störf María hefur kennt við Listaháskóla Íslands, starfað sem stílisti og hugmyndasmiður við ótal auglýsingar og er einn af stofnendum og hönnuður barnafatafyrirtækisins As We Grow, sem nýverið fékk Íslensku hönnunarverðlaunin.

Reykjavík, aðstoðað við kóreógrafíu hjá Helenu Jónsdóttur fyrir danssýninguna Tímar og verið aðstoðarmaður leikstjóra í verkinu Trans eftir Sigtrygg Magnason á Listahátíð í Reykjavík. Níels hóf sína listþjálfun mjög ungur að árum. Hann var fjögurra ára þegar hann fór á sínu fyrstu „fullorðins“sýningu í leikhúsi. Það var Hamlet. Ótrúlegt en satt Níels gleypti nagla þegar hann var fimm ára. Þá var hann að leika smið.

Nám Níels stundaði nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og síðar á nýsköpunarog listabraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Íslenska óperan Níels hóf störf hjá Íslensku óperunni 2015 sem „hospitant“ í uppfærslunni á Rakaranum frá Sevilla og var sýningarstjóri og aðstoðarmaður leikstjóra í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Giovanni. Níels starfar sem sýningarog verkefnastjóri hjá ÍÓ og í vetur mun hann sjá um sýningarstjórn í Mannsröddinni eftir Poulenc og síðan í Toscu eftir Puccini á næsta starfsári. Önnur störf við leikhús og dagskrárgerð Níels hefur unnið að ýmsum skapandi störfum, þ.á m. við dagskrárgerð fyrir 365 miðla þar sem hann sá m.a. um þáttagerð fyrir Stöð 2. Hann hefur hannað leikmynd fyrir kvikmyndina

· 14 ·

BJARNI FRÍMANN BJARNASON Aðstoðarhljómsveitarstjóri

Nám · Próf í lágfiðluleik frá Listaháskóla Íslands · Nám í hljómsveitarstjórn undir handleiðslu Fred Buttkewitz við Tónlistarháskólann Hanns Eisler í Berlín Tónleikar og hljómsveitarstjórn Bjarni hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, bæði sem strengja- og hljómborðsleikari. Hann stjórnar strengjasveitinni Skark, sem hefur á undanförnum árum staðið fyrir nýstárlegum flutningi nútímatónlistar. Hann stjórnaði nýverið Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn. Þá samdi hann


tónlist fyrir leikgerð Þorleifs Arnar Arnarsonar og Mikaels Torfasonar, Vildanden + En folkefiende – Enemy of the Duck, sem frumsýnd var á Ibsen Festival í Ósló í haust. Verðlaun Árið 2009 bar Bjarni Frímann sigur úr býtum í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og lék í framhaldinu lágfiðlukonsert Bartóks með sveitinni á tónleikum. 2012 vann hann fyrstu verðlaun í Hanns Eisler-keppninni í Berlín fyrir frumflutning á píanótilbrigðum eftir Viktor Orra Árnason. Hann var tilnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2016. Ótrúlegt en satt Bjarni Frímann er líklega eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið stöðvaður af lögreglu fyrir fiðluleik í akstri.

IRENE KUDELA Raddþjálfari

Nám • Hóf tónlistarnám í Prag og lauk meistaragráðu í píanóleik, kammertónlist og meðleik frá Konservatoríinu í París

• Heiðursverðlaunahafi Yehudi Menuhin sjóðsins Tungumál Irene er fædd í Júgóslavíu inn í tékknesk-rússnesk-pólsk-franska fjölskyldu. Hún talar sjö tungumál reiprennandi og hefur sérhæft sig í í rússneskum, tékkneskum og frönskum óperubókmenntum. Starfsvettvangur Irene hefur starfað við öll helstu óperuhús og -hátíðir í Frakklandi. Hún hefur aðstoðað hljómsveitarstjóra á borð við Pierre Boulez og Guenadi Rozhdestvensky. Á árunum 1985–1988 var Irene aðstoðarmaður Mistislav Rostropovitch í öllum óperum sem hann stjórnaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sem raddþjálfari hefur hún unnið með fjölda heimsþekktra söngvara, Roberto Alagna, Renee Fleming og Barbara Hendricks. Hún er ennfremur kórstjóri og hefur stjórnað við Bastilluóperuna í París. Hún hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum á borð við Aix en Provence, Savonlinna, Salzburg, Orange og Glyndebourne og hefur komið fram sem píanóleikari í Júgóslavíu, Japan, Finnlandi, Englandi og Frakklandi. Ótrúlegt en satt Þegar Irene var aðstoðarmaður Kent Nagano í Salzburg árið 1994 bað hann hana ekki einungis um að raddþjálfa söngvara heldur líka að spila píanópartinn í Wiener Philharmoniker hljómsveitinni. Það var bara eitt vandamál; á þessum tíma var konum ekki heimilt að spila í þeirri ágætu hljómsveit. Nagano

· 15 ·

gaf sig ekki og á endanum fannst lausn; andliti Irene var skýlt með viðarplötu, þannig að tónleikagestir sæu ekki konuna. En auðvitað voru alltaf einhverjir sem tóku eftir henni og kölluðu þá: „Sjáið þið konuna!“

HEATHER JARVIE Aðstoðarmaður leikstjóra & „Artist in Residence“

Nám · Píanó- og söngnám frá þriggja ára aldri við Royal Conservatory of Music of Toronto í Kanada · Leiklistarnám í Capilano College for Acting on the Stage, með sérhæfingu í tónlistarleikhúsi · Óperustúdíó við Victoria Conservatory of Music og Stella Adler Studio of Acting í New York Helstu verkefni við óperuhús Heather hefur starfað við píanóleik, söng, dans, leiklist, leikstjórn og sem „pródúsent“, m.a. við Victoria Fringe Festival 2015 og var gestalistamaður við Pacific Opera Victoria þar sem hún var aðstoðarleikstjóri í öllum óperuuppfærslum hússins; Otello, Mary’s Wedding, The Barber of Seville, A Midsummer Night’s Dream og La Voix Humaine. Þar vann hún einnig við gerð fræðsluáætlunar og fræðsluefnis. Hún


er ennfremur annar af stofnendum leikhússins Jarvolution Theatre og listrænn stjórnandi þess.

Marzelline í Fedelio, Woglinde og Waldvogel í Niflungahringnum, titilhlutverkið í Ragnheiði.

Ótrúlegt en satt Heather var fjórtán ára þegar hún tók þátt í sinni fyrstu atvinnumannauppfærslu sem statisti hjá Pacific Opera Victoria. Það var í La Traviata og hún var svo heppin að deila sviðinu með móður sinni!

Óperuhús Íslenska óperan, ENO, Opera North, Glyndebourne Festival Opera, Wiesbaden, Mannheim, Nürnberg, Darmstadt, Berlín, Prag, Genf, Basel, Salzburg, Lausanne, Bologna og Malmö.

ÞÓRA EINARSDÓTTIR Tatjana

Tónleikar Barbican Hall, Royal Albert Hall og Royal Festival Hall í London, Konzerthaus Berlin, Berliner Dome, Philharmonie am Gasteig, Kennedy Center í Washington og Weil Recital Hall í New York, auk fjölda tónleika á Íslandi. Önnur störf Aðjúnkt við Listaháskóla Íslands

Nám • Söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og við Guildhall School of Music and Drama hjá Lauru Sarti • MA í listkennslu frá Listaháskóla Íslands Helstu óperuhlutverk Pamína í Töfraflautunni, Susanna í Brúðkaupi Figarós, Ilia í Idomeneo, Despina í Così fan tutte, Zerlina í Don Giovanni, Cleopatra í Giulio Cesare, Elmira í Creusus, Euridice í Orfeo ed Euridice, Adina í Ástardrykknum, Gilda í Rigoletto, Mímí í La Bohème, Micaela í Carmen, Sophie í Rosenkavalier, Adele í Leðurblökunni, Ännchen í Freischütz,

Ótrúlegt en satt Þóra er mikil skíðakona og stundar einnig sjósund.

ANDREY ZHILIKHOVSKY Onegin

Nám • Nám í söng og kórstjórn við Stefan Nyaga tónlistarháskólann í Kishinau, Moldóvíu

· 16 ·

• Söngnám við Rimsky-Korsakov tónlistarháskólann í St. Pétursborg Helstu óperuhlutverk Titilhlutverkið í Évgení Onegin, Belcore í Ástardrykknum, Robert í Iolanta, titilhlutverkið í Rakaranum frá Sevilla, Conte í Brúðkaupi Fígarós, Guglielmo í Cosi fan tutte, Marcello í La Boheme, Falk í Fledermaus, Malatesta í Don Pasquale og Schaunard í La Bohème. Óperuhús Bolshoj leikhúsið í Moskvu, Mikhailovsky leikhúsið í St. Pétursborg, Parísaróperan, Teatro Muicipal í Santiago, Glyndebourne Festival, Óperan í Riga, Óperan í Nice‚ Óperan í Moldóvíu, Serbíu og Íslenska óperan. Tónleikar Tónleikar um allt Rússland, m.a. í Fílharmóníunni í St. Pétursborg og Moskvu, í Wigmor Hall í London, Bad Kissinger Festival í Þýskalandi, tónleikar víða í Moldóvíu, Serbíu og Frakklandi. Ótrúlegt en satt: Andrey á tíu systkini og er sá sjötti í röðinni.


ELMAR GILBERTSSON Lenskí

Nám • Söngnám við Söngskóla Sigurðar Demetz • Mastersnám í óperusöng við Tónlistarháskólann í Amsterdam og Konunglega tónlistarháskólann í Haag hjá Jóni Þorsteinssyni og Peter Nilson • Búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri • Rafeindavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík Helstu óperuhlutverk Tamino í Töfraflautunni, Ferrando í Cosí fan tutte, Alfred í Leðurblökunni, Elvino í La Sonnambula, Nerone í Krýningu Poppeu, Kúdrjás í Katja Kabanova eftir Janáček, Hertoginn í Rigoletto, Mime í Rínargullinu, Don Ramiro í La Cenerentola, Don Ottavio í Don Giovanni og Daði Halldórsson í Ragnheiði. Óperuhús Opera Zuid Maastrict, Toulon-óperan, Íslenska óperan, Opera Nantes-Angers, Hollenska ríkisóperan, Opera Brno, Festival d´Aix en Provence, Ruhrtriennale festival.

Tónleikar Harpa, Concertgebouw Amsterdam, De Doelen Rotterdam, Barbican Center London, Muziekgebouw aan t´IJ Amsterdam, Anton Philipszaal Den Haag. Ótrúlegt en satt Elmar er með pungapróf (skipstjórnarréttindi á öll skip upp að 30 tonnum) og köfunarréttindi, má kafa niður á 44 metra dýpi.

NATHALÍA DRUZIN HALLDÓRSDÓTTIR Olga

Tónleikar Ýmsir einsöngstónleikar á Íslandi; m.a. í Hörpu, Salnum í Kópavogi, Gerðubergi, og Sigurjónssafni. Hefur komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói og í Eldborgarsal Hörpu. Tónleikar í Kapella tónlistarhúsinu í St. Pétursborg, sem einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur og tónleikar í Púshkin-safninu í Moskvu. Önnur störf Kynningar- og markaðsstjóri Íslensku óperunnar Ótrúlegt en satt Er með ólæknandi áhuga á gömlum munum og fatnaði og þarf reglulega að komast á antikmarkaði og í second-hand búðir.

Nám • Lauk söngnámi (8. stigi) frá Nýja Tónlistarskólanum • Stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Tónskóla Sigursveins og í einkatímum um árabil • Rússneska og bókmenntir við Háskóla Íslands og Háskólann í St. Pétursborg • Viðskiptafræði (alþjóðamarkaðsfræði) við Háskóla Íslands

RÚNI BRATTABERG Gremín fursti

Helstu óperuhlutverk Zita í Gianni Schicchi, Olga í Évgení Onegin

Nám • Söngnám við Sibeliusar-akademíuna í Helsinki og Óperustúdíóið í Zürich • Nám í heimildaljósmyndun í Kaupmannahöfn

Óperuhús Íslenska óperan, Sumaróperan og Óperustúdíó Íslensku óperunnar

Helstu óperuhlutverk Gurnemanz, Hagen, Hunding, Fafner, Veit Pogner, König Heinrich, Basilio,

· 17 ·


Timur, Sparafucile, Sarastro, Baron Ochs, Osmin, Filipp konungur, Padre Guardiano, Ramphis, Banco, Rocco, Seneca, Kaspar, Il Commendatore, Gremin fursti, Doktor í Wozzeck og Titurel í Parsifal. Óperuhús Metropolitan-óperan í New York, Chicago Lyric, Bastilluóperan í París, Staatsoper München, Hamburger Staatsoper, Leipzig Opera, La Monnaie Bruxelles, Het Muziektheater Amsterdam og Müpa Budapest. Einnig óperuhúsin í Mainz, Ulm, Detmold, Bern, Mannheim, Lausanne, Bonn, Aalto-leikhúsið í Essen. Ótrúlegt en satt Rúni er eini atvinnuóperusöngvari Færeyja.

HANNA DÓRA STURLUDÓTTIR Larína

Helstu óperuhlutverk Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós, Cio Cio San í Madame Butterfly, Marie í Wozzeck, Miss Jessel í Tökin hert, titilhlutverkið í Ariadne á Naxos, Miss Donnithorne´s Maggot, titilhlutverkið í Carmen og Eboli prinsessa í Don Carlo. Óperuhús Komische Oper, Staatsoper og Novoflot í Berlín, óperuhúsin í Bonn, Weimar, Gelsenkirchen, Kassel og München. Tónleikar Hanna Dóra hefur komið fram á ljóðatónleikum vítt og breitt um Þýskaland, í öðrum Evrópulöndum sem og í Katar og Egyptalandi, auk heimalandsins. Önnur störf Söngkennari við Söngskóla Sigurðar Demetz Ótrúlegt en satt Fyrsta söngkeppnin sem Hanna Dóra tók þátt í var karaokee-keppni á vegum Bylgjunnar, þar sem hún kom fram undir dulnefni og gekk út sem sigurvegari. Lagið sem hún söng var My funny valentine.

Nám • Söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæbjarnardóttur • Framhaldsnám við Listaháskólann í Berlín hjá Dietrich Fischer–Dieskau og Aribert Reimann

ALINA DUBIK Filippjevna

Nám • Söngnám við Tónlistarháskólann í Gdansk í Póllandi hjá prófessor Barböru Iglikowsku Helstu óperuhlutverk Amastris í Xerxes, titilhlutverkið í Carmen og Orfeus í Orfeus og Evridís, þriðja dama í Töfraflautunni, og mamma Lucia í Cavalleria Rusticana og Azucena í Il Trovatore. Óperuhús Óperan í Kraká og Íslenska óperan Tónleikar Einsöngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands Önnur störf Söngkennari við Nýja tónlistarskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík Ótrúlegt en satt Alina hefur mikinn áhuga á náttúrulækningum og hjálpar fjölskyldu sinni, vinum og nemendum með óhefðbundnum aðferðum.

· 18 ·


HLÖÐVER SIGURÐSSON Monsieur Triquet

Nám • Framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama í London, hjá prof. Rudolf Piernay • Nám við Mozarteum tónlistarháskólann í Salzburg í óperudeild hjá prof. Martha Sharp og í ljóða- og óratóríudeild sama skóla hjá prof. Wolfgang Holzmair

• Einkanám hjá Kristjáni Jóhannssyni á Ítalíu • Húsasmíði Helstu óperuhlutverk Don Ottavio í Don Giovanni, Belfiore í La finta giardiniera, Basilio og Don Curzio í Brúðkaupi Fígarós, Bastien í Bastien und Bastienne, Monsieur Vogelsang í Der Schauspieldirektor, Ernesto í Don Pasquale, Alfredo í La traviata, annar prestur í Töfraflautunni, Scaramuccio í Ariadne auf Naxos og Borsa og Hertoginn í Rigoletto. Óperuhús Íslenska óperan

· 19 ·

Tónleikar Hlöðver hefur tekið þátt í fjölmörgum tónleikum og haldið einsöngstónleika heima og erlendis, meðal annars í Ungverjalandi, Frakklandi, Austurríki og Ítalíu. Önnur störf Deildarstjóri í þjónustuíbúðum fyrir fatlaða og jarðarfarasöngvari. Ótrúlegt en satt Hlöðver syngur reglulega í rokkhljómsveit.


Hljómsveit Íslensku óperunnar 1. FIÐLA Nicola Lolli konsertmeistari Hulda Jónsdóttir Una Sveinbjarnardóttir Zbigniew Dubik Bryndís Pálsdóttir Pálína Árnadóttir Andrzej Kleina Ágústa María Jónsdóttir Mark Reedman Júlíana Elín Kjartansdóttir 2. FIÐLA Páll Palomares Gunnhildur Daðadóttir Helga Þóra Björgvinsdóttir Ingrid Karlsdóttir Dóra Björgvinsdóttir Pascal la Rosa Matthías Stefánsson Gróa Margrét Valdimarsdóttir Sigurlaug Eðvaldsdóttir Hlín Erlendsdottir VÍÓLA Þórarinn Már Baldursson Guðrún Þórarinsdóttir Svava Bernharðsdóttir Eyjólfur Bjarni Alfreðsson Móeiður Anna Sigurðardóttir Ásdís Runólfsdóttir

SELLÓ Sigurður Bjarki Gunnarsson Hrafnkell Orri Egilsson Bryndís Halla Gylfadóttir Margrét Árnadóttir Ólöf Sigursveinsdóttir BASSI Hávarður Tryggvason Dean Ferrell Gunnlaugur Torfi Stefánsson Jóhannes Georgsson HARPA Katie Buckley FLAUTA Melkorka Ólafsdóttir Emilía Rós Sigfúsdóttir Björg Brjánsdóttir KLARINETT Ármann Helgason Rúnar Óskarsson ÓBÓ Matthías Nardeau Peter Tompkins TROMPET Einar Jónsson Eiríkur Örn Pálsson

· 20 ·

FAGOTT Michael Kaulartz Darri Mikaelsson BÁSÚNA Sigurður Þorbergsson Oddur Björnsson Jón Halldór Finnsson HORN Stefán Jón Bernharðsson Frank Hammarin Sturlaugur Jón Björnsson Þorkell Jóelsson Lilja Valdimarsdóttir PÁKUR Eggert Pálsson


Kór Íslensku óperunnar SÓPRAN Björg Jóhannesdóttir Fjóla Kristín Nikulásdóttir Guðrún Helga Stefánsdóttir Hanna Björk Guðjónsdóttir Hanna Þóra Guðbrandsdóttir Heiðdís Hanna Sigurðardóttir Hulda Dögg Proppé Lilja Margrét Riedel Þóra Björnsdóttir

ALT Elfa Dröfn Stefánsdóttir Hildigunnur Einarsdóttir Jóhanna Ósk Valsdóttir Kristín Sigurðardóttir Rósalind Gísladóttir Sibylle Köll Sigurlaug Knudsen

TENÓR Níels Bjarnason Ólafur Rúnarsson Örvar Már Kristinsson Skarphéðinn Þór Hjartarson Sveinn Enok Jóhannsson Þorbjörn Rúnarsson Þorkell Helgi Sigfússon

· 21 ·

BASSI Aðalsteinn Már Ólafsson Ásgeir Eiríksson Gunnar Kristmannsson Hjálmar P. Pétursson Jón Leifsson Magnús Guðmundsson Sæberg Sigurðsson Sigurður Haukur Gíslason Tómas Haarde



„Tchaikovsky er alltaf sannur“ Nálgun leikstjórans Leikstjórinn Anthony Pilavachi hefur á ferli sínum sviðsett 86 óperur víða um heim. Évgení Onegin er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann var spurður hverju það sætti – og um nálgun hans á verkið.

„Tónlist Tchaikovskys hreyfir meira við mér en tónlist nokkurs annars tónskálds vegna þess að hann talar um sína eigin lífsreynslu og er alltaf sannur. Hann felur sig aldrei á bak við yfirborðslega tækni í tónlistinni. Hann öskrar af sársauka, sem hann tjáir í persónulegum stefjum og hann er alltaf á brún óbærilegra tilfinninga.“ Persónuleg örlög einstaklings sett í samhengi við sögulegt og pólitískt baksvið Pilavachi velur að tímasetja sviðsetninguna rétt fyrir rússnesku byltinguna. Hvaða þýðingu telur hann að sú nálgun hafi á okkar tímum? „Það er mikilvægt að átta sig á því að Onegin fjallar um persónuleg örlög einstaklings sett í samhengi við sögulegt og pólitískt baksvið, rétt eins og Boris Pasternak (1890–1960) gerði með Doctor Zhivago. Eru ekki ennþá stríð í heiminum í dag? Þannig að ég ákvað að tímasetja okkar sviðsetningu í Rússlandi rétt fyrir byltinguna, frá árinu 1915 til 1917. Tónlist Tchaikovskys lýsir horfnum heimi; Rússlandi keisaranna sem eftir 300 ár hvarf á einni viku!“

Sjálfseyðing samfélagsins „Saga Púshkins er um samfélag sem er deyjandi án þess að vita af því, Onegin Tchaikovskys er um sjálfseyðingu samfélagsins. Fyrsti bændakórinn er litaður ólgunni til aristókratanna og miðstéttarinnar, sem arðrændu alþýðu manna. Þeir skildu skilaboðin en vildu ekki breyta neinu. Gerum við eitthvað þegar við horfum á þjáningar fólksins í Aleppo í nútímanum? Við erum alveg jafnsek og áheyrendur Tchaikovskys á sínum tíma. Því fátækara sem fólk er, þeim mun ríkari eru þeir ríku. Hefur eitthvað breyst þegar kemur að því að græða peninga á þjáningum fólksins í heiminum nú á dögum? Eða er það sem gerðist í hruninu á Íslandi eitthvað öðruvísi? Þegar þú lest endurminningar rússneskra flóttamanna frá þessum tíma lýsa þeir heimi sem við sjáum í Onegin Tchaikovskys. Þegar við heyrum tónlist Tchaikovskys í dag hugsum við um upphafna, horfna veröld – en ekki um Pútín og fylgjendur hans.“

· 23 ·


Vatnslitamyndir eftir Júrí M. Ignatjev (1930–1992) við skáldsöguna Évgení Onegin eftir Alexander S. Púshkín.


Ástir & óþarfi „Hvílík uppspretta af ljóðrænu ...“

„Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég er uppnuminn af þessu söguefni“ skrifaði Pjotr Iljíts Tsjækovskí bróður sínum, Modest, í maílok 1877. „Hvílík gleði að vera laus við egypskar prinsessur, faraóa, eiturbyrlanir og hverskyns brelluverk. Hvílík uppspretta af ljóðrænu, sem Onegin hefur að geyma!“ Viku fyrr hafði tónsmiðurinn verið gestkomandi á heimili óperusöngkonunar Elizavetu Lavrovskaju, og þegar barst í tal að hann hefði mánuðum saman brotið heilann í leit að efni fyrir næstu óperusmíð sína, gaukaði söngkonan að honum þeirri hugmynd að tónsetja söguljóðið fræga eftir Púshkín. Tsjækovskí gaf ekkert út á tillöguna; fannst hún fráleit í fyrstu, en þegar hann settist að snæðingi á krá um kvöldið fór hann að rifja söguna upp: „[...] og þegar ég hafði lokið við kvöldverðinn var ég orðinn harðákveðinn.“ Eftir að hafa nælt sér í eintak af bókinni tók við andvökunótt þar sem tónskáldið gerði drög að atriðaskipan og framvindu verksins. Eftir það varð ekki aftur snúið. Ópera Tsjækovskís er byggð á höfuðverki rússneskra bókmennta, Évgení Onegin, skáldsögu í ljóðum, eftir þjóðskáldið Alexander Púshkín. Aðalhetjan, hinn lífsleiði aðalsmaður Onegin, átti eftir að eignast þó nokkra „afkomendur“ í bókmenntum og Tatjana varð óskmynd sporgöngumanna Púshkíns, sem tákn hinnar dyggðum prýddu konu sem bjó yfir siðferðisþreki, ástríðum og þjóðlegum einkennum sem erfitt var að skáka. Þjóðskáldið Alexander Sergejevíts Púshkín fæddist í Moskvu árið 1799. Tólf ára gamall var hann sendur í nýstofnaðan menntaskóla fyrir drengi af aðalsættum í nágrenni Pétursborgar. Nem-

endur voru hvattir til að reyna sig við skáldskap og fljótlega kom í ljós að þar var Púshkín fremstur meðal jafningja. Honum var boðið að gerast meðlimur í skáldafélagi manna sem voru talsvert eldri en hann, og helsta skáld Rússlands á þeirri tíð, Gavríla Dersavín, lýsti Púshkín unga arftaka sinn og fullyrti að nú þyrftu Rússar ekki að hafa áhyggjur af framtíð ljóðlistarinnar. Allt virtist leika í höndunum á Púshkín; hann varð frumkvöðull á öllum sviðum bókmennta í heimalandi sínu, bæði hvað varðar efnistök og þróun rússneskunnar sem bókmenntamáls, og var afkastamikill höfundur. Púshkín var fyrst og fremst ljóðskáld, þótt hann hafi vissulega samið merkileg prósaverk og einnig þar rutt brautina fyrir eftirmenn sína. Spaðadrottningin er líklega þekktasta prósaverk hans, ekki síst í óperubúningi við tónlist Tsjækovskís. Lausamálsverk Púshkíns eru – eðli málsins samkvæmt – mun þekktari utan Rússlands en ljóð hans, sem þykja erfið í þýðingu vegna þess hve „einföld“ þau eru frá sjónarhóli skáldskaparmálsins. Þau eru undarlega laus við hástemmt skáldamál og flóknar myndlíkingar, og þar er Évgení Onegin engin undantekning. Óhætt er að fullyrða að heimsfrægð sína eigi aðalpersónurnar að þakka þeirri óperu sem nú er fjölunum, fremur en þýðingum verksins á önnur tungumál. Rússnesk alfræði Jafnan er litið á Évgení Onegin sem fyrstu raunsæisskáldsögu rússneskra bókmennta. Púshkín hafði áður samið söguljóð í rómantískum anda þar sem sterkar ástríður magnast upp meðal framandi þjóða í umgjörð Kákasusfjalla;

· 25 ·


veröld sem var lesendum Púshkíns framandi og ævintýraleg. Höfundurinn hafði hins vegar verið sendur í útlegð á þessar slóðir árið 1820 vegna frelsisákalls í ljóðum sínum, og hafði því að einhverju leyti kynnst þessu sögusviði. Nú hvað hins vegar við annan tón. Fyrir höfundinum vakti að lýsa hversdagslífi ungs fólks af aðalsættum á fyrsta fjórðungi aldarinnar þar sem í brennidepli er ungur og glæsilegur karlmaður sem býr yfir hæfileikum og góðum gáfum en er lífsþreyttur fyrir aldur fram. Lesandinn kynnist aðstæðum og háttum aðalsfólks í höfuðborgunum tveimur, Pétursborg og Moskvu, og í sveitinni. Persónulýsingar, tilfinningar, umhverfis- og náttúrulýsingar eru raunsæislegar; lesendahópur Púshkíns þekkti vel þær aðstæður sem lýst var og gat því samsamað sig efninu. Allt var kunnuglegt. Ekki er eingöngu fjallað um aðalinn, heldur einnig önnur lög samfélagsins, einkum sveitafólk. Bókmenntir og menning Rússlands og Evrópu koma mjög við sögu, þjóðhættir, tíska og tíðarandi. Jafnvel er í gamansömum tón vikið að málpólitík þessa tíma og tilhneigingum í ljóðagerð. Lifandi náttúrulýsingar eru einnig veigamikill þáttur verksins. Allt varð þetta til þess að Víssaríon Belinskí, einn áhrifamesti bókmenntagagnrýnandi Rússa á fyrri hluta 19. aldar, kallaði verkið „alfræðibók rússneskrar tilveru“. Sagan af Évgení og Tatjönu varð til á löngum tíma, eða á tæpu sjö og hálfu ári – nánar tiltekið frá 9. maí 1823 til 25. september 1830. Félagarnir Púshkín og Onegin þroskast því saman á vegferð sinni. „Ég er að skrifa nýtt sögukvæði þar sem ég læt gamminn geysa alveg viðstöðulaust“, segir Púshkín í bréfi til vinar þegar hann hafði lokið við annan kafla. Sögumaður, eða jafnvel höfundurinn sjálfur, er vinur Onegins, þekkir Tatjönu vel og geymir bréfið hennar. Vinir og kunningjar höfundar koma einnig við sögu. Áður en verkið kom út í heild sinni, árið 1833, komu einstakir kaflar út í sérheftum eftir því sem þeir urðu til, með mislöngum hléum, og þannig vandist heil kynslóð lesenda við að fylgjast með atburðum í lífi Onegins eftir því sem sögunni vatt fram. Kvæðabálkurinn skiptist í átta kafla, alls vel á sjötta þúsund ljóðlínur og er því á lengd við stutta skáldsögu. Fyrir smíði hans bjó Púshkín til nýjan fjórtán-línu bragarhátt, sem kallaður er „ónegín-háttur“. Rímtilhögun-

in er fjölbreytt og gerir það að verkum að framsetningin fær á sig blæ frásagnar; sögumaður spjallar frjálslega við lesandann um persónur og framvindu sögunnar, óvæntar hugdettur og ýmislegt sem honum liggur á hjarta. Hann tilkynnir jafnvel að nú sé hann þreyttur og þurfi að hvíla sig á sögunni! Hinn óþarfi maður Persónan Onegin er merkileg manngerð sem átti eftir að þróast nokkuð í bókmenntasögu Rússa. 24 ára gamall er hann fullur lífsleiða, og flest sem hann gerir reynist honum og öðrum til bölvunar. Í kjölfar verksins kemur fram ákveðin erkitýpa í þarlendum bókmenntum, sem síðan gengur undir heitinu „hinn óþarfi maður“. Onegin er farið að leiðast ógurlega skemmtanalífið í Pétursborg. Þegar hann erfir sveitasetur frænda síns fer hann út á land og lætur sér leiðast þar. Út úr leiðindum á dansleik hjá Larínfjölskyldunni bregður hann á það ráð að daðra við Olgu, unnustu Lenskís. Öll vitum við hvernig það fer – í heimskulegu einvígi fellur ungur, efnilegur maður – fullkomlega að óþörfu. Snemma árs 1837 endurtók sig svipað atvik í veruleikanum: Púshkín skoraði á hólm mann að nafni d᾿Anthès, til að verja heiður eiginkonu sinnar. Skáldið særðist illa í einvíginu – og lést skömmu síðar af sárum sínum. Tónskáldið Á tímum Púshkíns og Tsjækovskís var rússnesk tónsköpun hvorki ýkja gamalt né rótgróið fyrirbrigði. Í einfölduðu máli mætti segja að fagleg tónlistariðkun í landinu (utan kirkjustofnana) hefjist ekki fyrr en við upphaf átjándu aldar, þegar keisarinn Pétur mikli réðst í það stórvirki að láta hanna og reisa Pétursborg frá grunni. Framúrskarandi evrópskir listamenn úr öllum greinum voru þá markvisst keyptir og kallaðir til að innleiða og bera uppi menningarlíf hinnar splunkunýju höfuðborgar, sem varð strax mjög móðins og samkeppnishæft. Alla þá öld og fram eftir þeirri nítjándu er varla hægt að tala um neina sérrússneska fagurtónlistarhefð, og 1840 – þegar Tsjækovskí fæðist – eru ekki nema rúm þrjú ár liðin frá uppfærslu fyrstu óperu frumherjans Mikhaíls Glinka, Lífið fyrir Tsarinn.

· 26 ·


· 27 ·


Árið 1865 hafði Tsjækovskí gefið lögfræðinám upp á bátinn og var í fyrsta hópi útskriftarnema frá keisaralega Konservatoríinu í Pétursborg. Í kjölfarið var honum boðin prófessorsstaða í tónfræðum við glænýtt Moskvu-konservatorí – þar starfaði hann rúman áratug og aflaði sér jafnframt sívaxandi orðspors sem eitt vinsælasta tónskáld landsins. Á þessu tímabili voru færðar upp fjórar óperur eftir hann, en tónskáldið mun hafa fargað tveimur þeim fyrstu að sýningum loknum og verið heldur ósáttur við þá þriðju. Hina fjórðu, Smiðurinn Vakúla frá 1874, endursamdi hann seinna undir öðrum titli (Tsjerevítski, 1885). Tsjækovskí var því orðinn nokkuð sjóaður í óperuskrifum, án þess þó að hafa slegið í gegn. Hann var talsvert gagnrýninn á hina inngrónu ítölsku strauma sem enn ríktu í helstu óperuhúsum landsins, og var einnig fremur efins um listrænt gildi „Gesamtkunstwerk“-framúrstefnunnar eftir að hafa séð uppfærslu Niflungahringsins í Bayeruth 1876. Túlka má orð tónskáldsins í bréfinu til bróður síns, sem vísað er til hér að framan, á þann veg að nóg væri komið af hinum stórkarlalega gauragangi sem gjarnan einkenndi Verdi og Wagner. Líklega var það einmitt þess vegna sem okkar manni snerist hugur yfir einum kvöldverði – þrátt fyrir að ljóðheimurinn í Onegin hentaði augljóslega ekki í hefðbundið óperudrama kom í ljós óvæntur möguleiki á alveg nýrri nálgun innan formsins. Eftir andvökunóttina dreif hann sig að hitta félaga sinn, leikhúsmanninn Konstantín Shívalovskí, og í sameiningu gerðu þeir nánara uppkast að atriðaskipan og líbrettói, undir hinni óvenjulegu forskrift „lýrískar senur“ úr sögubálki Púshkíns. Í slíkri formgerð felst m.a. að velja tiltekna hápunkta sem snerta tilfinningar og sálarlíf persónanna, en gefa sér að markhópur áhorfenda þekki skáldverkið í heild, svo óþarfi er að tónsetja hvert smátriði úr frumtextanum. Um sumarið dvaldist Tsjækovskí á sveitasetri Shívalovskís og samdi þar drjúgan hluta tónlistarinnar; fyrst af öllu hið víðfræga atriði þar sem Tatjana ritar bréfið ástríðufulla. Síðasta tvístrikið var svo dregið í janúarlok árið eftir.

í einkalífi hins 37 ára gamla piparsveins. Tvær konur sendu honum bréf sem breyttu tilveru hans. Sú fyrri var Nadezhda von Meck, vellauðug ekkja sem hafði heillast af tónlist hans, sem óskaði eftir að fá senda mynd af tónskáldinu. Snemma árs tóku þau upp trúnaðarsamband með gríðarlega persónulegum bréfasendingum (alls um 1200 bréf á 13 ára tímabili) – samkomulag varð um að þau hittust aldrei, en von Meck veitti Tsjækovskí reglubundinn fjárstyrk sem gerði honum kleift að hætta kennslustörfum og einbeita sér alfarið að tónsmíðum. Samhliða óperusmíðinni lauk hann við Fjórðu sinfóníuna og tileinkaði von Meck – „mínum besta vini“ (A mon meilleur ami).

Örlög og (öfugsnúið) hjónaband Fyrst minnst er á örlagaríkar bréfaskriftir skyldi einnig geta þess að þetta ár, 1877, var í meira lagi sviptingasamt

Höfundar stunduðu nám í Rússlandi á árunum 2000-2003. Rebekka

Hin konan, Antonína Miljúkova, sendi Tsjækovskí skriflega ástarjátningu um vorið. Þau skiptust á nokkrum bréfum, og mun hún m.a. hafa viðhaft orðalag sem mætti skilja sem hótun um sjálfsvíg, ef tilfinningar hans reyndust ekki gagnkvæmar. Hlutirnir þróuðust á ólíkindalegan máta – í júlí gengu Pjotr og Antonína í hjónaband, en skildu að borði og sæng þremur óhamingjuríkum mánuðum síðar (og voru samvistum einungis um fjórar vikur samtals, hvorugu til ánægju né yndisauka – svo vægt sé til orða tekið). Þegar litið er á tildrög þessa mislukkaða og óþarfa hjúskapar, hefur það freistað margra að skoða aðstöðu tónskáldsins í ljósi þess þegar Onegin stendur frammi fyrir því að bregðast við bréfi Tatjönu, og varpar frá sér mögulegri framtíðarhamingju með því að hafna henni. Sennilegri skýring væri þó sú að Tsjækovskí hafi vonast til að hjónabandið myndi slá á kjaftasögur um kynhneigð hans – og jafnvel forða honum frá því að gangast þeirri hneigð endanlega á hönd. Rebekka Þráinsdóttir og Örlygur Benediktsson

las rússnesku og rússneskar bókmenntir við Ríkisháskólann í Sankti Pétursborg, en Örlygur nam tónsmíðar við Konservatoríið.

· 28 ·


· 29 ·


· 30 ·


Stundum strembið að setja rétt ess á réttan stað! Glíman við rússneskuna Einsöngvararnir í Évgení Onegin ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því sumir þeirra hafa á undanförnum mánuðum verið að glíma við rússneska tungu í fyrsta sinn, til viðbótar því að læra og æfa krefjandi hlutverk. Þá er ómetanlegt að hafa sér til aðstoðar radd- og tungumálaþjálfarann Irene Kudela sem er sérfræðingur í faginu. Hún var tekin tali ásamt söngvurunum Þóru Einarsdóttur, Elmari Gilbertssyni, Nathalíu Druzin Halldórsdóttur og Hönnu Dóru Sturludóttur.

„Það að syngja á rússnesku er erfitt fyrir flesta, einfaldlega vegna þess að þeir geta ekki lesið kýrillískt letur. Um leið og þeir opna nóturnar geta þeir hæglega hrokkið í baklás við að sjá letur sem þeir skilja ekkert í. Þeir þurfa að byrja á því að læra textann með hjálp umritunar yfir á þeirra eigið tungumál, en umritunin er þó aðeins í hljóðum. Næsta skref er svo, eins og með öll önnur tungumál sem fólk lærir að syngja á, að þýða frá orði til orðs. Þetta gerir lærdómsferlið miklu lengra en þegar t.d. ítalska er annars vegar. Þeir verða að leggja á minnið röð af orðum og hljóðum sem þeir þekktu ekki áður,“ segir raddþjálfarinn Irene Kudela sem er hingað komin frá Frakklandi. Hún hefur starfað við öll helstu óperuhús og -hátíðir þar í landi og sérhæfir sig í rússneskum, tékkneskum og frönskum óperubókmenntum. Á löngum ferli sínum hefur hún unnið með ekki ómerkara fólki en Mistislav Rostropovich og Galinu Vishnevskayu, svo aðeins tvö stór nöfn séu nefnd. Óhemjufalleg handritun Fjórir úr söngvarahópnum voru inntir eftir því hvernig

glíman við rússneskuna hefði gengið. Fyrst varð fyrir svörum Nathalía Druzin Halldórsdóttir sem fer með hlutverk Olgu. Reyndar hefur hún ákveðið forskot, því hún er sjálf hálfrússnesk: „Glíman hefur verið afar ánægjuleg, því þó að rússneska sé mér í blóð borin er það alltaf mikilvægt að vera skýr í túlkun og framsetningu á því tungumáli sem maður syngur. Mér finnst mjög mikilvægt að skilja til hlítar það sem ég syng og upplifa það um leið og ég syng. Þannig kemst tónlistin og túlkunin rétt til skila. Óperulíbrettóið er á einstaklega fallegri gullaldarrússnesku og texti skáldsins Púshkins svífur yfir.“ „Ég söng fyrst á rússnesku þegar ég söng hlutverk Xenju í Boris Godunov eftir Mússorgsky, mér líkaði strax vel við tungumálið og fór að syngja rússnesk sönglög. Mér líður eins og ég hafi verið að búa mig undir það að syngja hið viðamikla hlutverk Tatjönu óafvitandi í nokkur ár, en ég fór í rússneskunám árið 2008 og heillaðist af málinu og menningunni. Þótt ég sé ekki altalandi á rússnesku hef ég ágætan skilning og er vel sjálfbjarga með að læra textana mína. Það

· 31 ·


er svo líka gaman að segja frá því að það sem heillaði mig einna mest er handritunin sem er óhemjufalleg og öðruvísi en prentmálið, en eins og frægt er skrifar Tatjana langt ástarbréf í óperunni, svo ég get æft mig,“ segir Þóra Einarsdóttir. „Ég byrjaði að undirbúa hlutverkið um leið og mér var boðið að syngja það, í mars á þessu ári. Það verður að teljast stuttur tími til þess að tileinka sér svo mikinn texta, en ég neita því ekki að það fór gríðarlega mikil vinna í það. Söngkonan Alexandra Chernyshova, sem býr hér á landi, hjálpaði mér og síðan var ég svo heppin að hingað kom óperuþjálfari frá Óperuskóla Galinu Vishnevskayu á hennar vegum og ég vann hlutverkið með henni. Svo var punkturinn yfir i-ið að fá hingað óperuþjálfarann Irene Kudela, sem hefur verið okkur til halds og traust á æfingum óperunnar.“ Ekki bara framburðurinn heldur líka skilningur Elmar Gilbertsson er í hlutverki Lenskís. Eina reynsla hans af því að syngja á rússnesku var þegar hann spreytti sig á seinni aríu Lenskís og einvígisdúettinum á meðan hann var enn í námi. „Ég fékk smáleiðsögn í framburði og túlkun á tungumálinu þegar ég var að vinna aríuna en það var allt og sumt,“ segir hann. „Það skiptir miklu máli að ná sér í góðar og vandaðar nótur sem hafa textann líka útskrifaðan á okkar letri, þ.e. ef maður er ekki vanur að lesa kýrillískt letur. Það skiptir höfuðmáli, því annars getur maður dottið í að læra einhver hljóð vitlaust og þá getur verið ansi mikill vandi að venja sig af því og gera rétt.“

Íslendingar hafa ekki mikla tilfinningu fyrir mismunandi tegundum ess-hljóða En að hvaða leyti ætli það sé öðru vísi að syngja óperu á rússnesku en t.d. ítölsku eða þýsku? „Í ítölsku er framburðurinn og hljómurinn í textanum mjög framarlega þannig að það getur verið auðveldara að ýkja textann þegar það á við. Í rússneskunni hins vegar finnst mér framburðurinn og hljómfallið lenda aftar í munnholinu, sem gerir það að verkum að það verður erfiðara að ýkja textann og koma honum frá sér á viðunandi hátt án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því!“ svarar Elmar. „Ítalska og þýska eru mér mun tamari og ég skil þau án þess að þýða hvert einasta orð. Rússneskan er samt mjög þægilegt söngmál tæknilega séð og gaman að syngja á henni,“ segir Hanna Dóra. „Fyrir mig er það frábrugðið á þann hátt að ég skynja mjög sterkt það sem ég syng á rússnesku, í raun eins og ég sé að syngja á mínu móðurmáli,“ segir Nathalía hins vegar. Hvaða hljóð í rússnesku skyldu svo vera erfiðust í framburði fyrir Íslendinga? „Öll þessi ess!“ svarar Hanna Dóra og hin taka undir: „Ég held það séu sjö eða átta mismunandi s-hljóð í rússnesku og það getur stundum verið strembið að setja rétt ess á réttan stað,“ segir Elmar. „Við Íslendingar höfum ekki mikla tilfinningu fyrir mismunandi tegundum ess-hljóða en í íslensku er eiginlega bara eitt hálfgert blísturs-ess,“ bætir Þóra við.

Hanna Dóra Sturludóttir sem syngur hlutverk Larínu hafði litla reynslu af rússnesku þegar hún fór að búa sig undir hlutverkið. Hún hafði reyndar sungið nokkur stutt rússnesk ljóð sem hún vann með ljóðakennaranum sínum í Berlín. „Núna er þetta hins vegar heilt hlutverk persónu sem er í samræðum við aðra í verkinu og því þarf ég líka að vita hvað þau hin eru að segja. Þannig að þetta er ekki bara framburðurinn heldur líka skilningur. Það gekk frekar hægt að læra utan að til að byrja með en Irene var ómetanleg hjálp,“ segir Hanna Dóra.

Líður oft eins og ég sé að pynta saklaust fólk! „Íslensku söngvararnir eru ótrúlega opnir fyrir því að læra öll þessi sérkennilegu hljóð. Þeir eru mjög þolinmóðir og yndislegir í alla staði. Mér líður oft eins og ég sé að pynta saklaust fólk! Það er þónokkuð erfitt fyrir sum þeirra, því mörg af hljóðunum eru ekki til í íslensku. Í rússnesku, eins og reyndar mörgum öðrum slavneskum málum, eru mörg blásturshljóð. Tökum nokkur dæmi: Samhljóðinn „ш“ er eins og fyrsta hljóðið í enska orðinu „SHampoo“. Samhljóðinn „з“ er eins og sá í miðju enska orðinu „roSe“. Hljóðið „ц“ er eins og í þýska orðinu „Zukunft“. Hljóðið „щ“ hljómar eins og „shtsh“ hljóðritað yfir á ensku. „ч“ er eins og „CIAo“ á ítölsku, „ж“ er

· 32 ·


eins og í frönsku ástarjátningunni „JE t’aime“ – og „C“ er eins og „ß“ á þýsku. Ekki beinlínis auðvelt!“ útskýrir Irene. „Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig að fá deila reynslu minni með söngvurunum í þessari stórkostlegu óperu, Évgení Onegin, í landi þar sem fólk hefur alla þessa jákvæðu orku! Söngvarahópurinn er fullkominn, á mjög háu plani raddlega og listrænt. Og svo eru þau öll verulega yndislegar manneskjur. Hrein hamingja fyrir mig!“ Hvetjandi, jákvæð, nákvæm og vandvirk Við getum ekki sleppt Irene án þess að spyrja hvaða verkefni séu næst á dagskrá hjá henni sjálfri þegar hún snýr aftur heim til Parísar. „Næsta verkefni verður að leiðbeina ungum söngvurum og píanóleikurum í Akademíu Parísaróperunnar sem eru að undirbúa tónleika á tékknesku, rússnesku og þýsku. Síðan fer ég til Brussel að vinna í „The Cunning Little Vixen“ eftir Janáček, með alþjóðlegri áhöfn. Þá verð ég aftur að laga mig að hverjum söngvara, frá ólíkum löndum með ólík tungumál, til að leiðbeina þeim við að syngja á tékknesku,“ segir raddþjálfarinn fjölhæfi.

Íslensku söngvararnir ljúka á hana miklu lofsorði: „Það hefur verið dásamlegt í alla staði að vinna með Irene, hún er mikil fagmanneskja og með mikla reynslu. Hún er afar hvetjandi og jákvæð og maður kemur reynslunni ríkari frá því að vinna með henni,“ segir Nathalía. „Hún er mjög mikill fagmaður og dásamleg manneskja sem gefur mjög beinskeyttar og uppbyggjandi leiðbeiningar,“ segir Hanna Dóra. „Hún er mjög nákvæm og vandvirk og ég hef lært mikið af henni,“ segir Elmar, sem kynntist Irene fyrst í Toulon í Frakklandi þar sem hann söng í tékknesku óperunni Katja Kabanova í janúar 2015. „Þar þjálfaði hún tékkneskuna og gerði það svo vel að mig fór á tímabili að dreyma á tékknesku!“ „Hún er auðvitað með rússneskuna á hreinu og sömuleiðis stíl tónlistarinnar. Hún hefur mikla þekkingu á verkinu, sérstaklega því hvernig Tchaikovsky hugsaði það. Öll þessi baksaga sem Irene setur okkur inn í finnst mér gríðarlega áhugaverð og gefur mér mikla innsýn inn í hvernig nálgast má hlutverkið út frá samspili tónlistar og texta,“ segir Þóra.



· 35 ·


HGM@HGM.IS

· 36 · HGM@HGM.IS


LA VOIX HUMAINE / EFTIR FRANCIS POULENC

HGM@HGM.IS

ÓPERA UM ÓBÆRILEGA EINSEMD

ELLE: AUÐUR GUNNARSDÓTTIR SÓPRAN OG ELVA ÓSK ÓLAFSDÓTTIR LEIKKONA LEIKGERÐ OG LEIKSTJÓRN: BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR / TÓNLISTARSTJÓRN OG PÍANÓLEIKUR: BJARNI FRÍMANN BJARNASON FRUMSÝNING: 10. FEBRÚAR 2017

2016-2017

NÆSTU HÁDEGISTÓNLEIK AR Í HÖRPU 15. NÓVEMBER 2016

SVEINN DÚA HJÖRLEIFSSON · TENÓR HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR · PÍANÓ

13. DESEMBER 2016

HANNA ÞÓRA GUÐBRANDSDÓTTIR · SÓPRAN HRÖNN ÞRÁINSDÓTTIR · PÍANÓ

HGM@HGM.IS

31. JANÚAR 2017

HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR · SÓPRAN ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON · PÍANÓ ENGINN AÐGANGSEYRIR / FREE ADMISSION


Óperukynningar Vinafélags Íslensku óperunnar KYNNING Á EVGENÍ ONEGIN Í HÖRPUHORNI KL. 19.00 Vinafélag Íslensku óperunnar býður óperugestum upp á kynningu á undan sýningum kl. 19.00 í Hörpuhorni. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Umsjónarmaður kynninga er Bergþór Pálsson óperusöngvari. Smurstöðin býður upp á ljúffengar veitingar á góðu verði sem hægt er að njóta á meðan á kynningu stendur. Vinafélagið leggur áherslu á fjölbreytt fræðslustarf fyrir félagsmenn og almenning, auk þess sem samið hefur verið við Íslensku óperuna og fleiri um sérstök vildarkjör fyrir félagsmenn. Vinafélagið tekur vel á móti þér! Sendu póst á vinafelag@opera.is eða hafðu samband í síma 511 6400

Stjórn & starfsfólk Íslensku óperunnar & sérstakar þakkir FÓLKIÐ Sýningarstjóri og aðstoðarmaður leikstjóra Niels Thibaud Girerd · Aðstoðarhljómsveitarstjóri Bjarni Frímann Bjarnason · Píanóleikarar á æfingum Matthildur Anna Gísladóttir, Bjarni Frímann Bjarnason · Raddþjálfari Irene Kudela · Kórstjóri Magnús Ragnarsson · Myndbandshönnuður Roland Hamilton · Leiksviðsstjóri Ólafur Haukur Matthíasson · Sviðsmaður og leikmunasmiður Einar Valur Einarsson · Leikmunir Aldís Davíðsdóttir · Starfsmenn búningadeildar Helga Lúðvíksdóttir (yfirumsjón), Ása Lára Axelsdóttir, Sonný Hilma L. Þorbjörnsdóttir, Tinna Kvaran, Linda Húmdís Hafsteinsdóttir, Árný Þóra Hálfdanardóttir · Förðunarmeistari Dagbjört Helena Óskarsdóttir · Andlitsförðun Ólöf Guðrún Helgadóttir, Sigríður Filippía Erlendsdóttir, Anna Friðrikka Guðjónsdóttir · Hárgreiðslumeistari Hólmfríður Kristinsdóttir · Hárgreiðsla Vilborg Bjarnadóttir, Albert Eiríksson, Mike Sanchez · Ljósakeyrsla á sýningum Gunnar Halldórsson · Eltiljós á sýningum Ýmir Ólafsson, Halldór Óli Ólafsson, Geirlaugur Árni Kristjánsson, Karen Jacobsen · Sviðsmenn Magnús Ívar Steinarsson, Jón Heiðar Leifsson Aðstoð við danshreyfingar Ingibjörg Björnsdóttir · Umsjónarmaður hljómsveitar Sigþór J. Guðmundsson · Íslensk þýðing Þorsteinn Gylfason · Textastjórnun Anna Helga Björnsdóttir SÉRSTAKAR ÞAKKIR Búningadeild Þjóðleikhússins · Leikmunadeild RÚV · Garðheimar · Leikfélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ · Óperuakademían SJÁLFBOÐALIÐAR Katarzyna M. Lewinska, Sarah van den Hoogen, Anni Savolainen, Izabela Rozbicka, Ian Nash, Regina Laurinyecz, Monika Kiburyte, Maríanna Rún Kristjánsdóttir.

STARFSFÓLK OG STJÓRN Óperustjóri Steinunn Birna Ragnarsdóttir · Fjármálastjóri Þorgerður Gylfadóttir Skipulagsstjóri Virpi Jokinen · Markaðs- og kynningarstjóri Nathalía Druzin Halldórsdóttir STJÓRN ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Helga Lára Guðmundsdóttir formaður · Pétur J. Eiríksson · Hákon Guðbjartsson Þórhildur Líndal · Kristinn Sigmundsson STJÓRN VINAFÉLAGS ÍSLENSKU ÓPERUNNAR Þórhildur Líndal formaður · Steinn Jónsson · Helga Lára Guðmundsdóttir Hjördís Smith · Marta Jónsdóttir

LEIKSKRÁ SÝNINGARINNAR ÉVGENÍ ONEGIN, OKTÓBER 2016 Útgefandi Íslenska óperan Ritstjórn og aðstoð við kynningar- og markaðsmál Margrét Sveinbjörnsdóttir Ábyrgðarmaður Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hönnun kynningarefnis og leikskrár Helga Gerður Magnúsdóttir Ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir Ljósmyndir eru teknar á æfingum og því ekki endanleg heimild um útlit sýningarinnar.


David Danzmayr hljómsveitarstjóri Þóra Einarsdóttir sópran Bror Magnus Tødenes tenór

TRYGGÐU ÞÉR SÆTI

Miðasala í Hörpu sinfonia.is harpa.is 528 50 50

@icelandsymphony / #sinfo

· 39 ·


CenterHotels býður upp á 6 glæsileg hótel sem öll eru staðsett í hjarta borgarinnar. Á hótelunum er lögð áhersla á að veita gæða þjónustu í einstaklega fallegu og vinalegu umhverfi.

Á hótelunum er að finna ýmiss konar auka þjónustu sem gerir upplifun gesta enn betri. Þar er að finna veitingastaðina Jörgensen Kitchen & Bar, Ísafold Restaurant og SKÝ Restaurant & Bar, fundarsali ásamt SPA og líkamsræktaraðstöðu. centerhotels.com - S: 595 8500 reservation@centerhotels.com Er stoltur styrktaraðili · 40 ·

Íslensku óperunnar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.