Íþróttamenn og konur ársins 2011

Page 1

ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011

ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2011 Íþróttamaður- og íþróttakona ársins hjá sérsamböndum og íþróttanefndum ÍSÍ

0


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Badmintonkona og badmintonmaður ársins eru Ragna Ingólfsdóttir, TBR og Magnús Ingi Helgason, TBR og Hillerød. Magnús Ingi varð þrefaldur Íslandsmeistari í badminton í mars síðastliðnum, í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik en Magnús er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á þessu eina móti á þessu keppnistímabili. Magnús Ingi er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu landsliða í Hollandi í febrúar og á Heimsmeistaramóti landsliðs, Sudirman Cup í Kína í maí. Magnús Ingi keppti með liði Hillerød í dönsku deildinni fram á vorið og skipaði þar mikilvægan sess í liðinu en hann spilar ávallt fyrstu viðureign liðsins í tvíliða- og tvenndarleikjum. Ragna er langfremsta badmintonkona landsins. Hún varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton í mars síðastliðnum, í einliðaleik og í tvíliðaleik. Alls hefur hún unnið Íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik átta sinnum. Þá hefur hún unnið öll þau mót sem hún hefur tekið þátt í hérlendis á árinu. Ragna er í A-landsliðinu í badminton og hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu landsliða í Hollandi í febrúar og á Heimsmeistaramóti landsliðs, Sudirman Cup í Kína í maí. Ragna tekur þátt í einu til þremur alþjóðlegum mótum í mánuði til að safna stigum á heimslistanum og hún stefnir á Ólympíuleikana í London árið 2012. Hún hefur unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum og vann til að mynda Iceland International mótið nú í nóvember en það er fimmta árið sem hún vinnur þetta mót auk þess sem hún varð í öðru sæti á alþjóðalega velska mótinu nú í desember en hún gaf úrslitaleikinn vegna álagstognunar í lærvöðva. Hún hefur keppt mikið upp á síðkastið og komst meðal annars í 8 manna úrslit á alþjóðlega tékkneska mótinu og í geysisterku móti í Þýskalandi fékk hún 2.720 stig á heimslistanum sem er með því mesta sem hún hefur fengið fyrir eitt mót. Hún komst í október í átta manna úrslit á geysilega sterku móti í Hollandi sem gaf henni 2.750 stig á heimslistanum og er það mesti stigafjöldi sem Ragna hefur fengið í einu móti. Ragna er nú í 66. sæti heimslistans og eins og stendur er hún inni á Ólympíuleikunum næsta sumar en þannig hefur staðan verið nú í nokkra mánuði. Því má sterklega búast við að Ísland eigi þennan glæsilega og mjög svo frambærilega keppanda á Ólympíuleikunum í London 2012.

Borðtenniskona og borðtennismaður ársins eru Halldóra Ólafs, Víkingi og Guðmundur Eggert Stephensen, Víkingi/Enjoy Deploy. Halldóra hefur undanfarin ár verið í Bandaríkjunum við nám og störf jafnframt því sem hún tók þátt í deildarkeppni í borðtennis á vesturströnd Bandarríkjanna og í opnum bandarískum meistaramótum. Hún flutti til Íslands í lok árs 2010. Halldóra varð Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki kvenna á árinu 2011, í annað sinn, er hún bar sigurorð af systur sinni Magneu Ólafs í úrslitaleiknum. Saman urðu þær Íslandsmeistarar í tvíliðaleik. Halldóra varð á árinu jafnframt deildar- og Íslandsmeistari í 1. deild kvenna með liði sínu Víkingi og í fyrsta sæti á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum (RIG).

1


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Guðmundur sýndi á árinu að hann ber enn höfuð og herðar yfir aðra borðtennismenn á landinu þegar hann landaði Íslandsmeistaratitlinu í 18. sinn. Einnig varð hann Íslandsmeistari í tvíliðaleik með Magnús K. Magnússyni. Hann hefur einnig staðið sig frábærlega í Hollensku deildinni með liði sínu Enjoy Deploy en nýverið urðu þeir deildarmeistarar í Hollensku deildinni. Guðmundur hefur ekki tapað leik á tímabilinu. Guðmundur mun í vetur taka þátt í undankeppni Ólympíuleikana. Hann er eini keppandinn fyrir hönd Íslands sem sendur er á það mót og eru vonir bundnar við góðan árangur hjá honum í þeirri keppni.

Tenniskona og tennismaður ársins eru Hjördís Rósa Guðmundsdóttir Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs. Þetta er í fimmtánda skipti sem Arnar hlýtur tilnefninguna og jafnoft hefur hann verið Íslandsmeistari utanhúss eða allt frá árinu 1997. Arnar var tvöfaldur Íslandsmeistari utanhúss á árinu í einliða- og tvíliðaleik. Arnar gegndi hann lykilhlutverki í árangri karlalandsliðsins í Davis cup á árinu 2011 þar sem það hélt sér í 3. deild. Karlalandsliðið í tennis er númer 101 á heimslista karlalandsliða í tennis sem verður að teljast gott í íþrótt sem berst við aðstöðuleysi hér heima á Íslandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjördís Rósa hlýtur þessa tilnefningu enda er hún einungis 14 ára gömul og ljóst að mikið efni er hér á ferð. Hjördís Rósa náði þeim merka áfanga að vera fjórfaldur íslandsmeistari innanhúss og utanhúss í einliðaleik, þ.e. í U14, U16, U18 og meistaraflokki kvenna. Auk þess var hún Íslandsmeistari utanhúss í tvíliðaleik í U18 og tvöfaldur íslandsmeistari innanhúss í tvíliðaleik, þ.e. í U14 ára og meistaraflokki kvenna.

Skvasskona og skvassmaður ársins eru Rósa Jónsdóttir, Skvassfélagi Reykjavíkur og Róbert Fannar Halldórsson, Skvassfélagi Reykjavíkur. Rósa er núverandi Íslandsmeistari kvenna. Hún hefur verið ósigrandi á mótum í kvennaflokki hér á landi og spilar einnig í opnum flokki þar sem topp karlarnir þurfa að taka verulega á því til að vinna hana. Hún spilaði einnig mjög vel á Smáþjóðaleikunum í Liechtensten síðastliðið sumar. Hún hefur tekið miklum framförum síðastliðin ár og spilað mjög vel. Hún ber höfuð og herðar yfir aðrar skvasskonur hér á landi og myndi sóma sér vel í hvaða deild sem er í öðrum löndum. Rósa er til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Róbert Fannar hefur spilað mjög vel á þessu ári og er núverandi íslandsmeistari. Hann spilaði mjög vel á Smáþjóðaleikunumí Liechtenstein í sumar gegn sterkum andstæðingum og sýndi þar að hann er í stöðugri framför sem skvassspilari. Róbert Fannar er til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

2


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Fimleikakona og fimleikamaður ársins eru Thelma Rut Hermannsdóttir og Róbert Kristmannsson, bæði úr Gerplu. Thelma Rut er 18 ára fimleikakona úr Íþróttafélaginu Gerplu, Kópavogi sem hefur stundað fimleika frá 6 ára aldri og verið fastamaður í landsliði Íslands í áhaldafimleikum frá 13 ára aldri. Thelma Rut er fimleikakona í fremstu röð á Norðurlöndum og um miðjan hóp í Evrópu. Hún hefur keppt á mörgum mótum á árinu og sýnt hve mikil afrekskona hún er. Á Heimsbikarmóti Alþjóðafimleikasambandsins, FIG haldið í Maribor, Slóveníu í september varð Thelma Rut í 4. sæti á stökki. Þá náði hún bestum árangri íslenskra keppenda í fjölþraut bæði á Evrópumóti í Berlín, lenti í 46. sæti í apríl sl., og á Norður Evrópumóti í Uppsala nú í nóvember þar sem hún varð í 9. sæti í fjölþraut. Á Norður Evrópumótinu náði kvennalandslið Íslands sögulegum árangri með 3.sæti í liðakeppni. En liðið okkar hefur aðeins einu sinni áður komist á verðlaunapall á mótinu (2.sæti 2004). Í október tók Thelma Rut þátt á Heimsmeistaramóti FIG í Tokyo. Var það í þriðja sinn sem hún hefur verið fulltrúi Íslands á HM en það hefur engin íslensk kona tekið jafn oft þátt í HM í áhaldafimleikum. Thelma Rut var sigursæl á mótum hérlendis á þessu ári. Hún sigraði í fjölþraut á Þorramóti FSÍ í febrúar með 48.800 stig og aftur á Mílanó Meistaramóti FSÍ í apríl með 48.000stig þar sem hún sigraði einnig í æfingum á tvíslá og í gólfæfingum. Hún er Bikarmeistari með liði sínu Gerplu í áhaldafimleikum kvenna 2011. Thelma Rut varð Íslandsmeistari í fjölþraut áhaldafimleikum kvenna með yfirburðum með 47.950 stig, þetta er hennar þriðji íslandsmeistatitill í fjölþraut. Í ár varð hún einnig Íslandsmeistari á stökki. Thelma Rut er góð fyrirmynd annarra íþróttakvenna, innan sem utan keppnisvalla, framkoma og hegðun er mjög góð sem og er hún einbeitt, yfirveguð og ákveðin bæði í keppni og við æfingar og stefnir enn hærra í íþrótt sinni. Thelma Rut er einnig frábær liðsfélagi í landsliðinu þar sem hún stuðlar ávallt að góðum félagsanda og stemmingu og hvetur aðra keppendur liðsins til dáða sama hvernig gengur. Róbert er 24 ára fimleikamaður úr Íþróttafélaginu Gerplu, Kópavogi. Árið 2010 var gott fimleikaár hjá Róberti þar sem hæst ber árangur á Norður Evrópumótinu í nóvember: 3. sæti á bogahesti og 4.sæti á svifrá. Það var síðasta mótið á árinu og má segja að þátttaka Róberts á fjölmörgum mótum 2011, heima og erlendis sé grunnurinn að þeirri velgengni. Róbert keppti á Evrópumótinu í Berlín í vor, á danska Meistaramótinu í lok sumars, á Heimsmeistarmótinu í Tokyo í september og þá á Norður Evrópumótinu í nóvember. Róbert er sterkur liðsmaður í landsliði sem hvetur ávalt liðsmenn áfram bæði félagslega og í keppni. Hér heima er helst að telja Íslandsmeistaratitlar Róberts á gólfi og stökki. Silfur í fjölþraut á Íslandsmóti, tvíslá og svifrá, brons á hringjum og fjórða sæti á bogahesti. Hann var eini fimleikamaðurinn sem komst í úrslit á öllum áhöldum á Íslandsmótinu. Róbert hefur átt fast sæti í sigursælu Bikarliði Gerplu og er með því Bikarmeistari 2011 í frjálsum æfingum áhaldafimleika. Dugnaður og jákvæðni hefur komið Róberti áfram. Ekki einungis stundar hann æfingar sínar vel heldur sinnir hann hagfræði námi sínu með jafnaðargeði. Hann er hógvær í sigrum og mjög svo jákvæð fyrirmynd annara íþróttamanna. Sem þjálfari er hann dáður af upprennandi fimleikastjörnum sem vilja ná langt eins og Róbert.

3


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Hjólreiðakona og hjólreiðamaður ársins eru Karen Axelsdóttir Hafsteinn Ægir Geirsson, bæði úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur.

og

Karen er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og í tímakeppni. Hún keppti að mestu erlendis á árinu með góðum árangri. Á Íslandi keppti hún bara á Íslandsmeistaramótunum í götuhjólreiðum og í tímakeppni og vann þau bæði. Karen gat því miður ekki gefið kost á sér í hjólreiðalandsliðið vegna þátttöku í Ironman í Austurríki. Hafsteinn er Íslands- og bikarmeistari í götuhjólreiðum og í tímakeppni. Hafsteinn hafði mikla yfirburði í götu- og fjallahjólakeppnum innanlands en hann vann 13 af 15 keppnum sem hann tók þátt í. Hafsteinn keppti fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikunum.

Sundkona og sundmaður ársins eru Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn Mckee, bæði úr Sundfélaginu Ægi. Eygló Ósk er stigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (845 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (791 FINA stig). Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona og er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Helsti árangur á árinu 2011 á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein  1. sæti í 100 metra baksundi  1. sæti í 200 metra baksundi  3. sæti í 200 metra skriðsundi  3. sæti í 800 metra skriðsundi á EMU 2011 í Belgrað  2. sæti í 200 metra baksundi á HM50 í Shanghai  keppti í 200 metra baksundi á Norðurlandameistaramóti unglinga 2011  Þrefaldur norðurlandameistari í 50, 100 og 200 metra baksundi. Heimsafrekaskrá í 50m laug fyrir árið 2011 (tekið des. 2011 af www.fina.org):  164. sæti fyrir 200 metra baksund

4


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Anton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (792 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 metra braut. Hann bætti 23 ára gamalt met Ragnars Guðmundssonar í 1500 metra skriðsundi sem sett var í Seoul 1988, á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein í maí. Síðan þá hefur hann bætt metið sitt. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum og er mjög fjölhæfur sundmaður eins og sjá má á upptalningunni hér að neðan nær hann góðum árangri í öllum sundaðferðum. Hann hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Helsti árangur á árinu 2011 á Smáþjóðaleikum í Liechtenstein  1. sæti í 1500 metra skriðsundi  2. sæti í 400 metra fjórsundi  2. sæti í 400 metra fjórsund  2. sæti í 200 metra skriðsundi  3. sæti í 200 metra fjórsundi  3. sæti í 200 metra flugsund á EMU 2011 í Belgrað  11. sæti í 1500 metra skriðsundi  13. sæti í 800 metra skriðsundi á HM50 í Shanghai  keppti í 800 metra skriðsundi á Norðurlandameistaramóti unglinga 2011  Fjórfaldur norðurlandameistari í 1500 metra skriðsundi, 50 metra bringusundi, 400 metra fjórsundi og 400 metra skriðsundi. Heimsafrekaskrá í 50m laug fyrir árið 2011 (tekið des. 2011 af www.fina.org):  198. sæti fyrir 1500 metra skriðsund

Þríþrautarkona og þríþrautarmaður ársins eru Karen Axelsdóttir Sundfélaginu Ægi og Torben Gregersen, Sundfélagi Hafnarfjarðar. Karen var Íslandsmeistari í Ólympískri þríþraut í Hveragerði og sigraði í nokkrum sterkum þríþrautarmótum erlendis og vann yfirleitt sinn aldursflokk á mótum. Hún setti glæsilegt Íslandsmet í Ironman Austurríki í júlí og vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á Havaí, fyrst Íslendinga, en varð að hætta keppni þar vegna veikinda. Hún var kjörin íþróttakona árins hjá Optima Racing Team árið 2011 á Englandi og var einnig meðal þriggja tilnefndra kvenna sem aldursflokkakeppandi hjá British Triathlon og Triathlete magazine en mátti því miður ekki þiggja atkvæði fjölmiðla þar sem hún keppir undir merkjum Ægir-Þríþraut og Íslands á erlendum vettvangi. Torben var nánast ósigrandi í þríþraut á Íslandi en hann sigraði í öllum styttri þrautum sem voru í boði. Hann varð Íslandsmeistari í Ólympískri þríþraut og varð nr. 2 á Íslandsmótinu í hálfum járnkarli. Torben keppti einnig nokkuð erlendis og náði þeim einstaka árangri að verða nr. tvö í alþjóðlegri sprettþraut í Buschhütten í Þýskalandi í maí og svo endurtók hann leikinn í tvíþraut í Köln í Þýskalandi í júní þegar hann varð nr. 2 í tvíþraut (sund 2km og hlaup 14km). Torben keppir fyrir 3SH í Hafnarfirði.

5


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011

Skíðakona og skíðamaður ársins eru Íris Guðmundsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar og Björgvin Björgvinsson, Skíðafélagi Dalvíkur. Írís hefur verið fremsta skíðakona landsins undanfarin ár. Síðastliðinn vetur náði hún sínum besta árangri á sterku alþjóðlegu svigmóti í Noregi þegar hún varð í 2. sæti og fékk 35,86 FIS stig. Írís keppti fyrir Íslands hönd á heimsmeistarmótinu á skíðum í GarmischPartenkirchen en féll úr leik í fyrri umferð í svigi og síðari umferð í stórsvigi eftir að hafa verið í 55. sæti eftir fyrri umferð. Í vor varð Írís Íslandsmeistari á skíðum í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni. Á heimslista Alþjóðaskíðasambandsins er Írís í 502. sæti í svigi og 749. sæti í stórsvigi. Þrátt fyrir góðan árangur síðastliðinn vetur og undanfarin ár þá hefur Írís lagt skíðin á hilluna. Endurtekin meiðsli og mikill kostnaður við að vera í fremstu röð sem skíðamaður vega þungt í þeirri ákvörðun. Björgvin, fjórfaldur Íslandsmeistari á skíðum, er skíðamaður ársins 2011. Síðasta vor sigraði Björgvin í svigi, stórsvigi, samhliðasvigi og alpatvíkeppni á skíðamóti Íslands. Einnig varð Björgvin bikarmeistari Skíðasambands Íslands. Á heimslista Alþjóðaskíðasambandsins er Björgvin í 73. sæti í svigi eftir að hafa komist hæst í 51. sæti. Því miður tilkynnti Björgvin í sumar að hann leggði skíðin á hilluna og er ástæða þess mikill fjárhagslegur kostnaður afreksmanns á skíðum við að halda sér í fremstu röð.

Íshokkíkona og íshokkímaður ársins eru Sarah Smiley og Björn Már Jakobsson, bæði úr Skautafélagi Akureyrar. Sarah hefur spilað með og þjálfað kvennalið Skautafélags Akureyrar, sem hefur orðið íslandsmeistari í íshokkí undanfarin fimm ár Á síðasta tímabili var Sarah meðal stiga- og markahæstu leikmönnum liðsins. Sarah er þjálfari hjá Skautafélagi Akureyrar en hefur einnig verið þjálfari kvennalandsliðsins í íshokkíi undanfarin ár, starfað í Kvennanefnd ÍHÍ og var fyrr á þessu ári tilnefnd Umsjónarmaður kvennastarfs á vegum Íshokkísambands Íslands. Sarah leiddi íslenska liðið til sigurs á síðasta heimsmeistaramóti og vakti sá góði árangur íslenska liðsins athygli í alþjóða íshokkísamfélaginu. Sara Smiley hefur komið að fjölda verkefna tengdum íshokkí á Íslandi á undanförnum árum allt frá yngri flokka starfi upp í að skipuleggja stærsta kvennamót sem haldið hefur verið á Íslandi í október sl. en í mótinu tóku þátt níu kvennalið. Starf landsliðsþjálfara og nefndarstörf á vegum ÍHÍ eru ólaunuð störf en Sarah hefur unnið mikið og gott starf af áhuga og ósérhlífni. Það er ljóst að aðkoma hennar hefur haft mikla þýðingu fyrir góðan vöxt og viðgang íshokkís kvenna á Íslandi. Sarah hlaut fyrr á þessu ári íslenskan ríkisborgararétt og mun því spila með landsliðinu á heimsmeistaramóti í mars nk og er því ekki séð fyrir endann á hennar áhrifum á íshokkí á Íslandi.

6


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011

Björn Már er 30 ára gamall varnarmaður í Skautafélagi Akureyrar en liðið er núverandi íslandsmeistarar í íshokkí. Björn var stigahæstur varnarmanna á síðasta tímabili ásamt því að vera aðstoðarfyrirliði síns liðs. Björn hefur spilað íshokkí frá barnsaldri, með meistaraflokki síðan hann var 15 ára og sleitulaust með landsliðum frá 18 ára aldri. Fyrst keppti Björn fyrir Íslands hönd í yngri landsliðum árið 1998. Frá árinu 2000 hefur Björn verið fastamaður í vörn íslenska karlalandsliðsins sem hefur jafnt og þétt bætt árangur sinn í heimsmeistarakeppnum Alþjóða íshokkísambandsins. Björn hefur verið virkur í starfi, hefur setið í stjórnum, starfað við þjálfun og ávallt verið tilbúinn að leggja hönd á plóginn í þágu íþróttarinnar. Björn Már Jakobson hefur sýnt drengskap í leik og starfi og er góð fyrirmynd þeirra sem á eftir koma.

Skautakona ársins er Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Skautafélagi Reykjavíkur. Heiðbjört Arney er Íslandsmeistari 2011 og Reykjavíkurmeistari 2011. Hún keppti á Norðurlandamóti 2011 sem fór fram í Danmörku og er í hópi ungra og efnilegra skautara í samstarfsverkefni Alþjóðasambandsins og sambanda Norðurlanda og skautar þar í næst efsta flokki. Heiðbjört Arney tók á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem haldin var í Tékklandi í febrúar 2011. Hún var fánaberi Íslands á þeim leikum. Heiðbjört Arney tók þátt á Junior Grand Prix mótaröð Alþjóðasambands ÍSS (ISU) á haustmánuðum, keppti í Riga og Tallinn og stóð sig með mikilli prýði. Auk þess keppti hún á fjölmörgum alþjóðamótum 2011 og stóð sig mjög vel á þeim öllum, hún bætir sig á hverju móti í heildarstigum. Heiðbjört Arney er glæsilegur íþróttamaður bæði innan og utan vallar og er vel að þessum titli komin.

Krullari ársins er Hallgrímur Valsson, Skautafélagi Akureyrar. Hallgrímur er Íslandsmeistari í krullu ásamt liði sínu Görpum. Í september tók liðið þátt í Evrópukeppni landsliða, c-flokki og stóð sig með prýði þó ekki hafi náðst að vinna sig upp um flokk að þessu sinni. Sem formaður Krulludeildar SA er Hallgrímur jafnframt fremstur í flokki í félagsstarfinu.

7


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Knapi ársins er Jóhann Skúlason. Afreksknapinn Jóhann hefur sýnt að hann er einstakur afreksmaður í sinni íþrótt, þó sérstaklega í tölti. Hann varði sinn fimmta heimsmeistaratitil í ár. Jóhann hefur með mikilli elju og faglegri ástundun náð frábærum árangri á árinu 2011: 1. Istölt i Frederikshavn, nr 1 i tölti 2. WorldCup Oðinsvé, nr 1 i tölt, nr 3 i fjórgang, nr 6 i fimmgang og A-úrslit á stóðhestasýningu 3. Istölt í Noregi, nr 3 i tölt 4. Svíþjóð, nr 1 i tölt, nr 2 i fjórgang, nr 3 i fimmgang og A-úrslit á stóðhestasýningu 5. Herning, nr 1 tölt, nr 1 i, nr 4 i fimmgang 6. Helsinki , nr 1 i tölt, A-úrslit fjórgang 7. Danska meistaramótið, nr 2 i tölt 8. Heimsmeistaramót, nr 1 i tölt, A-úrslit i fjórgang, Gull med Tigull i kynbótasýningu á HM 9. OsloHorseShow, nr 1 i tölt 10. Á Uppskeruhátíð hestamanna 2011 var hann valinn knapi ársins. Jóhann kemur einstaklega vel fyrir utan vallar sem innan, prúður og háttvís. Hann er sérlega glæsilegur talsmaður hestaíþróttarinnar.

Dansarar ársins eru Hanna Rún Óladóttir og Sigurður Þór Sigurðsson úr Dansíþróttafélagi Kópavogs. Hanna Rún og Sigurður Þór hófu að dansa saman í janúar 2009. Þau hafa unnið Íslandsmeistaratitla á hverju ári síðan. Dansparið hefur bætt sig mikið á milli ára, eins og sjá má á afrekum þeirra. Má t.d. nefna að þau lentu í 16. sæti á Evrópumeistaramóti í Frakklandi á árinu, sem er besti árangur sem Íslendingar hafa náð á því móti. Árið 2010 kepptu þau á Heimsmeistaramótinu í latin dönsum og fengu þá 48. sæti en árið 2011 fengu þau 25. sæti af 84 pörum, sem sýnir hversu mikið þau hafa bætt sig á einu ári. Hanna Rún og Sigurður Þór kláruðu sitt keppnistímabil á árinu með því að hreppa Norður-Evrópumeistaratitil með 44 merkingar í fyrsta sæti af 45 mögulegum. Þau eru mjög metnaðarfull, ætla að ná langt í dansinum og gera miklar kröfur til sjálfs sín með miklum æfingum. Afrek á árinu 2011: Íslandsmeistaramót, 30. janúar - 1. sæti af 19 pörum. Copenhagen Grand Slam, 18. febrúar – 28. sæti af 70 pörum Evrópumeistaramót, 26. mars – 16. sæti af 68 pörum Bikarmót DSÍ, 7. maí – 2. sæti af 13 pörum Heimsmeistaramót, 11. september – 25. sæti af 84 pörum Arhus – Grand slam, 8. október – 17. sæti af 39 pörum North-European Championship, 12. nóvember – 1. sæti af 9 pörum Icelandic Open, 13. nóvember – 2. sæti af 12 pörum

8


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins eru Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice í Slóvakíu og Jakob Sigurðarson, Sundsvall í Svíþjóð. Helena lék fjögur ár með TCU háskólanum í Bandaríkjunum, sem er einn af stærri skólum landsins í háskólakörfuboltanum. Tölfræði Helenu með TCU 2011: 15.7 stig á leik 5.8 fráköst á leik 4.5 stoðs. á leik Ágrip af síðasta tímabili Helenu með TCU 2010-2011: 2010-11 (SENIOR) • Wooden Award Watch List • Naismith Watch List • Two-Time MWC Player of the Week (Dec. 13 & Feb. 28) • Preseason First Team All-Conference • Preseason MWC Player of the Year • Paradise Jam All-Tournament Team • Lowe's Senior CLASS Award Candidate • MWC All-Tournament Team Helena útskrifaðist frá TCU háskólanum síðasta sumar. Hún fór í nýliðaval WNBA deildarinnar, var ekki valin en gerði fljótlega samning við Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena er fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu. Lið hennar er á toppi slóvensku deildarinnar en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað 28 stig í leik fyrir sitt lið. Tölfræði Helenu 2011-2012 í slóvensku deildinni: 11.1 stig á leik 2.6 fráköst á leik Tölfræði Helenu í Meistaradeild Evrópu: 2 stig á leik 2 fráköst á leik Jakob er á sínu þriðja ári með Sundsvall en hann hefur leikið frábærlega með liði sínu öll árin. Keppnistímabilið 2009-2010 var hann m.a. valinn besti leikmaður deildarinnar af netmiðlinum Eurobasket.com og á síðustu leiktíð átti hann stóran þátt í að Sundsvall varð sænskur meistari í maí 2011. Jakob tryggði liðinu oddaleik með ævintýralegri 3-stiga körfu og í úrslitaleiknum skoraði hann 31 stig og var stigahæsti leikmaður Sundsvall sem fagnaði meistaratitlinum á heimavelli. Tölfræði Jakobs tímabilið 2010-2011: 16.1 stig á leik 3.4 fráköst á leik 3.7 stoð á leik Tölfræði Jakobs það sem af er tímabilinu 2011-2012: 18.7 stig á leik 3.1 fráköst á leik 3.0 stoð á leik Jakob lék með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu sem fram fór í Sundsvall í júlí sl og var valinn í úrvalslið mótsins en Jakob lék mjög vel með liðinu. Einnig lék Jakob með landsliðinu tvo æfingaleiki gegn Kínverjum í Kína í september sl. Jakob komst í frægðarhöll háskólaliðsins Birmingham Southern sem hann lék með í fjögur á árunum 2001 – 2005. Sú athöfn fór fram 11. nóvember sl. Ferill Jakobs hjá skólanum var einkar glæsilegur. Hann er á topplistum í

9


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 öllum tölfræðiþáttum í sögu skólans og má þar nefna sem dæmi: nr. 1 yfir flestar mínútur spilaðar - 3496 nr. 1 yfir oftast í byrjunarliði - 105 (jafn öðrum leikmanni) nr. 4 yfir Stigaskor á ferli – 1468 stig nr. 3 yfir þriggja stiga körfur skoraðar - 223 nr. 7 yfir flestar stoðsendingar - 283 Þá hefur Jakob jafnframt verið tilnefndur sem einn af þremur sem koma til greina sem íþróttamaður ársins 2011 í Sundsvall en valið verður kunngjört í febrúar 2012.

Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttakona og mótorhjóla- og snjósleðaíþróttamaður ársins eru Bryndís Einarsdóttir, Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar og Eyþór Reynisson, Vélhjólaíþróttaklúbbnum VÍK. Bryndís keppti í Íslandsmótinu í Moto-Cross, hún endaði sumarið í 5. sæti í Unglingaflokki. Hún keppti í Kvennaflokki í síðasta móti sumarsins og vann það mót með talsverðum yfirburðum. Bryndís keppti í Sænska meistaramótinu í Moto-Cross Kvennaflokki og lauk þar keppnistímabilinu í 6. sæti. Einnig keppti Bryndís í heimsmeistarakeppninni í Moto-Cross í Kvennflokki en varð að hætta keppni eftir 4. umferð vegna meiðsla. Hún lauk þó keppni í 23. sæti í mótaröðinni af 48 keppendum. Eyþór náði þeim frábæra árangri á keppnistímabilinu 2011 að vinna Íslandsmeistaratitla í Moto-Cross opnum flokki, Moto-Cross MX-2 flokki og Enduro CC-2 flokki. Eyþór var valin í landslið MSÍ sem keppti á heimsmeistaramóti þjóðanna “Moto-Cross of Nation” sem fór fram í Frakklandi og einnig keppti hann fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti þjóðanna undir 21 árs “Moto-Cross of Nation under 21” sem fór fram í Belgíu. Eyþór er fyrsti keppandinn í Íslandsmótinu í Moto-Cross sem unnið hefur tvo Íslandsmeistaratitla sama árið.

Akstursíþróttamaður ársins er Stefán Bjarnhéðinsson, Bílaklúbbi Akureyrar. Stefán hefur starfað við keppnishald í tæp 30 ár og var í áraraðir keppnisstjóri Bílaklúbbs Akureyrar í torfæru. Eina keppni tók hann árið 1987 en annars átti keppnishald og félagsstarf því tengdu hug hans allan þar til að árið 2007 en þá hóf hann keppni að nýju og er nú fjórum árum síðar búinn að stimpla sig inn með allra bestu ökumönnum í torfæru og spyrnu. Árið 2010 hlaut hann nafnbótina Akstursíþróttamaður Akureyrar og var því sama ár tilnefndur til titilisins Íþróttamaður Akureyrar hjá Íþróttabandalagi Akureyrar eftir frábæran árangur í torfæru og sandspyrnu. Í ár náði Stefán að tryggja sér Íslandsmeistaratitil í Götubílaflokki í torfæru eftir eitt jafnasta keppnistímabil sem haldið hefur verið í þeim flokki. Stefán tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitil í Jeppaflokki í sandspyrnu eftir stórglæsilegt tímabil og setti jafnframt Íslandsmet í sama flokki. Stefán var kjörinn Akstursíþróttamaður Bílaklúbbs Akureyrar í ár og Akstursíþróttamaður Íslands 2011 hjá Akstursíþróttanefnd ÍSÍ/LÍA 2011.

10


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Skotíþróttakona og skotíþróttamaður ársins eru Jórunn Harðardóttir og Ásgeir Sigurgeirsson, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur. Jórunn varð í öðru sæti á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein í júní í Loftskammbyssu. Hún er jafnvíg á riffil sem og skammbyssu. Hún hefur verið ósigrandi á mótum ársins og er Íslandsmeistari í sínum greinum. Hún var jafnframt í sveit Skotfélags Reykjavíkur sem setti Íslandsmet á árinu í loftskammbyssu. Ásgeir sigraði á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein í júní. Hann sigraði einnig á flestum þeim mótum sem hann keppti í á árinu hérlendis. Hann varð bæði Íslands-og Bikarmeistari í sínum greinum. Ásgeir varð í 12.sæti á Heimsbikarmótinu í Changwon í Kóreu í apríl, þar sem hann setti nýtt Íslandsmet í frjálsri skammbyssu, 561 stig, og í 23.sæti á Evrópumeistaramótinu í Serbíu í ágúst. Hann náði í tvö silfur á sterkum mótum í Hollandi í febrúar. Ásgeir bætti síðan Íslandsmet sitt í frjálsri skammbyssu á heimsmeistaramótinu í München, 565 stig, sem jafnframt er 6. besta skor í heiminum á þessu ári. Hann er nú í lok ársins í 62.sæti á heimslistanum í Loftskammbyssunni og í 41.sæti í Frjálsri skammbyssu. Á Evrópulistanum er hann í 39.sæti í Loftskammbyssu og í 28. sæti í Frjálsri skammbyssu.

Glímukona og glímumaður ársins eru Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK og Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni. Marín Laufey er 16 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2011. Marín sigraði Íslandsglímuna 2011 og hlaut þar með Freyjumenið í fyrsta sinn, varð tvöfaldur Íslandsmeistari, leiddi sveit HSK til sigurs í sveitaglímunni auk fjölda annara sigra. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan. Pétur er 33 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjötta sinn, varð tvöfaldur Íslands og bikarmeistari auk þess að sigra alþjóðlegt fangbragðamót á Sardiníu. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

11


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Júdókona og júdómaður ársins eru Anna Soffía Víkingsdóttir, júdódeild Ármanns og Þormóður Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur. Anna Soffía, sem keppir ýmist í -70 kg eða -78 kg flokki, var valin júdókona ársins 2011. Hún bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína hér á landi og vann öll þau mót sem hún tók þátt í og er Íslandsmeistari bæði í sínum þyngdarflokk og opnum flokki. Hún tók þátt í tveimur mótum erlendis og varð þrisvar í verðlaunasæti. Gull og silfurverðlaun á Norðurlandamótinu og silfur á Smáþjóðaleikunum. Helsti árangur 2011: Norðurlandamót -70 kg 1.sæti Norðurlandamót Opinn fl. 2.sæti Smáþjóðaleikarnir -70kg 2. sæti Íslandsmeistaramót -78kg 1. sæti Íslandsmeistaramót Opinn flokkur 1. sæti Þormóður, sem keppir í þungavigt (+100 kg), var valinn júdómaður ársins 2011. Hann lét mikið að sér kveða í ár eins og síðastliðið ár. Hann vann öll þau mót sem hann tók þátt í hér heima og varð einnig Íslandsmeistari með félagi sínu í sveitakeppni JSÍ. Hann tók þátt í átta alþjóðlegum mótum á árinu auk æfingabúða. Bestum árangri náði hann á heimsbikarmóti í nóvember er hann varð í öðru sæti. Þormóður hefur verið með annan fótinn í Tékklandi við æfingar undanfarin ár og mun halda því áfram eftir áramót og gera þaðan út á úrtökumótin sem eftir eru fyrir Ólympíuleikanna 2012. Hann er nú í 53 sæti heimslistans og eins og staðan er í dag þá hefur hann færst upp um tvö sæti á Evrópu Ólympíulistanum frá því í janúar og er nú í 23 sæti listans en 25 efstu öðlast þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum. Helsti árangur 2011: Heimsbikarmót á Samoa eyjum 2. sæti Heimsbikarmót í Póllandi 4. sæti Heimsbikarmót í Rúmeníu 6. sæti Smáþjóðaleikarnir 1.sæti Íslandsmeistaramót 1. sæti Íslandsmeistaramót Opinn fl. 1. sæti Íslandsmeistaramót Sveitakeppni 1. sæti

12


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Karatekona og karatemaður ársins eru Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatefélagi Akraness og Kristján Helgi Carrasco, karatedeild Víkings. Aðalheiður Rósa er mjög öflug karatekona sem hefur verið í fremstu röð á norðurlöndum síðustu ár þrátt fyrir ungan aldur. Aðalheiður Rósa keppir í báðum keppnisgreinum karate, kata og kumite, en hefur þó sérhæft sig frekar í kata þar sem góður árangur hennar leynir sér ekki. Aðalheiður Rósa er Íslandsmeistari í kata auk þess sem hún er bikarmeistari síðasta árs. Einnig hefur Aðalheiður Rósa staðið sig mjög vel á erlendum mótum og þá sérstaklega á Norðurlöndum, sem dæmi um það fékk hún brons á síðasta Norðurlandameistaramóti. Aðalheiður Rósa er verðugur fulltrúi kvenna í karate. Helsti árangur Aðalheiðar Rósu á árinu 2011: Bikarmeistari kvenna 2010-2011 Íslandsmeistari kata kvenna Íslandsmeistari í hópkata kvenna Brons, Norðurlandameistaramót, kata kvenna Silfur, Norðurlandameistaramót, team kata kvenna Silfur, Íslandsmeistaramót í kumite -61kg Silfur, Íslandsmeistaramót í kumite opinn flokkur Brons, Malmö open, kata senior Gull, Stockholm open, team kata Silfur, Stockholm open, kata senior dan Silfur, Stockholm open, kumite -61kg Brons, Stockholm open, kata senior open Kristján Helgi er öflugur karatemaður sem hefur verið í landsliði Íslands síðustu ár. Hann keppir í báðum greinum karate, kata og kumite, og hefur náð góðum árangri í báðum þessum keppnisgreinum. Hann er m.a. Íslandsmeistari í kumite, bikarmeistari síðasta árs ásamt því að hafa unnið til verðlauna á erlendum mótum. Kristján Helgi er vaxandi karetemaður og verðugur fulltrúi karla í karate. Helsti árangur Kristjáns Helga á árinu 2011: Bikarmeistari karla 2010-2011 Íslandsmeistari kumite -67kg Íslandsmeistari kumite, liðakeppni karla Silfur, Íslandsmeistaramót í kumite, opinn flokkur Silfur, Stockholm open, kumite -67kg Brons, Stockholm open, team kumite Silfur, ÍM í kata, kata karla

13


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Taekwondokona og taekwondomaður ársins eru Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss. Ingibjörg Erla hefur verið fremsta taekwondokona landsins í yngri flokkum um árabil. Hún keppir nú í fullorðinsflokk með landsliðinu. En þess skal geta að Ingibjörg hefur verið valin Taekwondokona ársins af TKÍ tvisvar áður og er þetta því í þriðja sinn sem hún er valinn Taekwondokona ársins. Ingibjörg Erla keppir fyrir taekwondodeild ungmennafélags Selfoss. Síðastliðið ár keppti Ingibjörg á 6 sterkum alþjóðlegum mótum, þar á meðal HM í Kóreu, EM unglinga á Kýpur og NM í Danmörku. Árangur Ingibjargar var mjög góður á árinu og hennar besti hingað til. Ingibjörg er norðurlandameistari í sínum flokk og náði einnig Gullverðlaunum á Sacandinavian Open í Danmörku nú í haust. Einnig var hún hársbreidd frá því að ná verðlaunasæti á EM unglinga í Kýpur þar sem einungis munaði einu stigi að hún kæmist í úrslitakeppni um verðlaunasæti. Ingibjörg æfir nú stíft alla daga vikunnar í undirbúningi fyrir síðasta úrtökumótið fyrir OL2012. En með góðum árangri þar gæti hún tryggt sér sæti á OL 2012 í London á næsta ár. Daníel Jens hefur verið í fremstu röð taekwondo manna á Íslandi um árabil og fastamaður í landsliðinu og unnið til fjölda verðlauna. Daníel keppir fyrir taekwondodeild ungmennafélags Selfoss. Daníel var frá æfingum með landsliðinu fyrri hluta ársins en kom mjög sterku inn á haustmánuðum. Hann keppti á mjög sterku móti, Scandinavian Open í Danmörku þar sem hann vann Gull og var jafnframt valinn maður mótsins. Daníel er yfirþjálfari taekwondodeildar ungmennafélags Selfoss og kennir auk þess á Hellu og Stokkseyri. Í allt er Þetta um 130 nemendur sem koma frá öllu suðurlandi s.s. Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Hvolsvelli, Hveragerði og uppsveitum Árnessýslu.

14


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Blakkona og blakmaður ársins eru Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Rote Raben II í Þýskalandi og Hafsteinn Valdimarsson, Marienlyst í Danmörku. Jóna Guðlaug er leikmaður Rote Raben í Þýskalandi. Á árinu varð hún bæði norskur bikarmeistari og Noregsmeistari með liði sínu UiS Volley. Hún var auk þess stigahæsti leikmaðurinn í norsku úrvalsdeildinni og var valinn besti leikmaður bikarúrslitaleiksins í janúar 2011. Jóna flutti til Þýskalands í sumar og leikur sem atvinnumaður með Rote Raben og er félagið á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni um þessar mundir. Hafsteinn er leikmaður með Marienlyst í Danmörku. Á árinu spilaði Hafsteinn með HIK Aalborg sem endaði í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar 2011. Í sumar flutti hann sig um set ásamt tvíburabróður sínum, Kristjáni, til meistaraliðsins Marienlyst í Danmörku en liðið hefur á síðustu árum hirt flesta titla sem í boði eru í Danmörku og á Norðurlöndunum. Um þessar mundir er Marienlyst á toppnum í Danmörku og er komið í bikarúrslit í lok janúar.

Kylfingar ársins eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur og Ólafur Björn Loftsson, Nesklúbbnum. Ólafía Þórunn varð Íslandsmeistari í bæði höggleik og holukeppni á árinu 2011 og er óumdeilanlega sterkasti kvennkylfingur Íslands 2011. Ólafía Þórunn stundar nám við háskóla í Bandaríkjunum og náði því ekki að taka þátt í öllum mótum á Eimskipsmótaröðinni á árinu, en varð enga að síður í 2. sæti á Eimskipsstigalistanum.

Ólafur Björn náði þeim einstaka árangri á árinu að sigra Cardinal mótið í Bandaríkjunum sem er eitt sterkasta áhugamannamót sem haldið er ár hvert. Einungis sterkustu áhugakylfingar í háskólagolfinu fá boð um að keppa á mótinu. Sigur hans í því móti tryggði honum rétt til þátttöku í Wyndham mótinu á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum og varð hann þannig fyrsti íslenski kylfingurinn til að keppa á PGA mótaröðinni.

15


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Handknattleikskona og handknattleiksmaður ársins eru Karen Knútsdóttir, Blomberg-Lippe í Þýskalandi og Aron Pálmarsson, THW Kiel í Þýskalandi. Karen handknattleikskona er 21 ára gömul. Karen er alin upp í Fram og lék hún þar alla yngri flokkana og varð fljótt lykilleikmaður meistaraflokks Fram sem hefur verið í fremstu röð í kvennahandboltans undanfarin ár. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokks leik gegn FH 1. apríl 2006 þá aðeins 16 ára gömul. Karen var bikarmeistari með Fram árin 2010 og 2011. Fyrir þetta tímabil gekk Karen svo til liðs við Blomberg-Lippe í Þýskalandi. Hún leikur stórt hlutverk í kvennalandsliði Íslands sem lék í úrslitakeppni HM í Brasilíu nú í desember og endaði kvennalandsliðið í 12. sæti sem er sögulegur árangur. Karen leikur stöðu leikstjórnanda og er mikill keppnismaður sem skilar ávallt sínu og er öðrum handknattleikskonum glæsileg fyrirmynd. Karen hefur leikið 41 A landsleik og skorað í þeim 110 mörk. Þá lék hún 18 leiki með u-21 árs landsliði kvenna og skoraði í þeim 70 mörk og 20 leiki með u-18 ára landsliði kvenna og skoraði í þeim 88 mörk. Karen lék sinn fyrsta landsleik gegn Rúmeníu 7.júní 2008. Aron handknattleiksmaður er 21 árs gamall. Aron er alinn upp í FH og lék þar alla yngri flokkana. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH 1. mars 2006 þá aðeins 16 ára. Aron gekk til liðs við THW Kiel í Þýskalandi sumarið 2009 og var hann þá valinn efnilegasti leikmaður þýsku deildarinnar. Hann varð þýskur meistari með Kiel 2010 og sigurvegari Meistaradeildar Evrópu sama ár. Hann varð þýskur bikarmeistari 2011 og sama ár varð Kiel heimsmeistari félagasliða. Aron vann til silfurverðlauna með u-18 ára landsliði karla á HM sumarið 2009. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik 29. október 2008 í Laugardalshöll á móti Belgíu og skoraði þar 2 mörk. Þá var hann lykilmaður í landsliðinu þegar liðið hlaut bronsverðlaun á EM 2010. Aron hefur leikið 41 A landsleik og skorað í þeim 118 mörk. Þá lék hann 13 leiki með u-21 árs landsliði karla og skoraði í þeim 56 mörk og 34 leiki með u-18 ára landslið karla og skoraði í þeim 158 mörk.

Kvenkeilari og karlkeilari ársins eru Dagný Edda Þórisdóttir, Keilufélagi Reykjavíkur og Hafþór Harðarson, keiludeild ÍR. Dagný hefur lagt stund á keilu í 19 ár og leikið bæði með unglingalandsliði og kvennalandsliði Íslands. Á árinu varð hún Íslandsmeistari einstaklinga, lenti í öðru sæti á Íslandsmóti para, var með hæsta meðaltalið á Íslandsmóti lið og lék fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsmeistara. Hún setti Íslandsmet í tveim leikjum á árinu. Hún varð Íslandsmeistari með liði sínu KFR-Valkyrjum. Hafþór hefur lagt stund á keilu í mörg ár og leikið bæði með unglingalandsliði og karlalandsliði Íslands. Á árinu varð hann Íslandsmeistari einstaklinga og keppti fyrir Íslands á Evrópumóti landsmeistara þar sem hann hlaut bronsverðlaun. Hann setti Íslandsmet í í fjórum leikum og náði hámarsleik í einum leik á árinu. Hann leikur með einu besta félagsliði Svíþjóðar – Team Pergamon.

16


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Siglingakona og siglingamaður ársins eru Hulda Lilja Hannesdóttir og Þorlákur Sigurðsson. Hulda Lilja hefur undanfarin ár verið Íslandsmeistari á Topper Topaz ásamt Hilmari bróður sínum. Í ár skiptu þau systkinin um bát og keppa nú í sitt í hvoru lagi. Hulda keppir á Laser 4.7 og stóð sig einstaklega vel á árinu og var í 2. sæti á Laser 4.7 í blönduðum flokki. Þorlákur keppti á síðasta ári á Laser 4.7 en færði sig yfir á Laser Radial á þessu ári. Árangurinn lét ekki á sér standa en hann náði Íslandsmeistaratitli í þeim flokki. Þorlákur hefur áður unnið Íslandsmeistaratitla á Optimist.

Kayakkona og kayakmaður ársins eru Þóra Atladóttir og Magnús Sigurjónsson. Þóra var ein af þremur efstu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sjókayak. Hlutkesti réði um að hún lenti í öðru sæti. Að auki er Þóra er feykiöflugur ræðari og mjög sjáanleg í öllu klúbbstarfi. Sundlaug, félagsróðrum, æfingaróðrum, ferðum o.s.frv. Alltaf tilbúin að miðla reynslu og aðstoða. Fyrsta konan til að klára BCU 4star leader í núverandi BCU kerfi. Magnús er einn reyndasti ræðari landsins. Fáir hafa sömu þekkingu og getu til að takast á við erfiðar aðstæður sem skapast á sjó hér við land. Magnús hefur sýnt sannan íþróttaanda og verið óþreytandi við að deila reynslu sinni og þekkingu með öðrum. Formaður sundlauganefndar og iðulega þar að stjórna málum og leiðbeina. Heldur uppi starfi BCU á Íslandi, þjálfun og prófum. Okkar aðal kayaknámskeiðahaldari til margra ára. Öflugur og ósérhlífinn í flestum viðburðum á vegum klúbbsins.

17


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Lyftingamaður og lyftingakona ársins eru Gísli Kristjánsson og Annie Mist Þórisdóttir, Glímufélaginu Ármanni. Annie Mist er Íslandsmeistari í 69 kg. flokki og setti 3 Íslandsmet á árinu. Hún á 68 kg í snörun, 87 kg í jafnhöttun, 155 kg í samanlögðu . Gísli er Íslandsmeistari í +105 kg. flokki og varð í 2. sæti á Norðurlandameistaramótinu í Pori í Finnlandi. Gísli á 150 kg. í snörun, 165 kg. í jafnhöttun, 215 kg í samanlögðu – 343,827 Sinclair stig.

Kraftlyftingakona og kraftlyftingamaður ársins eru María Guðsteinsdóttir, Ármanni og Fannar Gauti Dagbjartsson, Breiðabliki. María er ein fremsta kraftlyftingakona Norðurlanda og hefur keppt fyrir hönd Íslands bæði á EM og HM. Hún hefur verið ósigrandi á innanlandsmótum og hefur sett mörg íslandsmet á árinu. Helstu afrek 2011: EM Tékklandi: 6. sæti, samanlagður árangur 437,5 kg HM Tékklandi: 13. sæti, samanlagður árangur 437,5 kg Íslandsmeistaramót: 1. sæti, samanlagður árangur 422,5 kg Íslandsmeistaramot í bekkpressu: 1. sæti, árangur 95,0 kg Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu: 1. sæti, árangur 176 kg María er í 15. sæti á heimslista IPF í sínum þyngdarflokki Fannar Gauti hefur átt mjög gott ár 2011 og hefur ráðið lögum og lofum á mótum innanlands. Hann vann auk þess til verðlauna á EM öldunga. Fannar hefur tekið miklum framförum og sett fjöldamörg íslandsmet í opnum flokki. Helstu afrek 2011: Íslandsmeistaramót : 1. sæti, samanlagður árangur 835,0 kg Íslandsmeistaramót í bekkpressu: 1. sæti, árangur 250,0 kg Bikarmót Kraftlyftingasambandsins: 1.sæti, árangur 875,0 kg EM öldunga Tékklandi: 3. sæti, samanlagður árangur 845,0 kg EM öldunga Tékklandi: 2. verðlaun í bekkpressu, árangur 247,5 kg EM öldunga Tékklandi: 3. verðlaun í réttstöðulyftu, árangur 295,0 kg

18


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Frjálsíþróttakona og frjálsíþróttamaður ársins eru Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni og Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki. Ásdís kastaði spjótinu 59,15 m á Heimsmeistaramótinu i Daegu í Suður Kóru 1.september síðastliðinn. Náði hún með því kasti 13.sæti í keppninni sem er glæsilegur árangur. Með sama kasti náði hún í annað sinn á árinu að kasta yfir B-lágmark Ólympíuleika sem haldnir verða í London á næsta ári. Ásdís er í 28.sæti á Evrópuskrá og í 41.sæti á heimslista fyrir árið 2011.

Kári Steinn hljóp í Berlínarmaraþoninu þann 25.september 2011 á tímanum 2:17:12 sem skilaði honum í mark í 17.sæti. Er það einnig glæilegur árangur hjá honum. Jafnframt setti Kári nýtt Íslandsmet í hlaupinu og náði B – lágmarki á Ólympíuleikana í London á næsta ári. Kári Steinn er í 79. sæti á Evrópuskrá og 976. sæti á heimslista fyrir árið 2011.

Íþróttakona og íþróttamaður fatlaðra eru Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar/Íþróttafélaginu Firði og Jón Margeir Sverrisson Ösp/Fjölni. Kolbrún Alda Stefánsdóttir er nemandi við Lækjarskóla í Hafnarfirði og hefur æft sund með Íþróttafélaginu Firði. Kolbrún er í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra). Í október síðastliðinn skipti Kolbrún Alda um sundfélag innan bæjarmarkanna í Hafnarfirði og æfir nú með SH en keppir fyrir Fjörð.  Í janúar 2011 varð Kolbrún Alda handhafi sjómannabikarsins eftirsótta þegar hún vann besta afrekið á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga. Kolbrún Alda fékk þá 594 stig fyrir 50m. skriðsund er hún kom í bakkann á tímanum 34,44 sek.  Á RIG 2011 vann Kolbrún Alda besta afrek kvenna á mótinu.  Kolbrún Alda hlaut afreksstyrk úr Sjóði ungra og framúrskarandi íþróttamanna í janúarmánuði.  Í maí setti Kolbrún Alda sitt fyrsta Íslandsmet á Landsbankamóti ÍRB og sló þá 19 ára gamalt met í 200m. baksundi á tímanum 3.11,97mín.  Kolbrún Alda var í sigurliði Fjarðar sem varð bikarmeistari ÍF í sundi 2011.  Annað Íslandsmet Kolbrúnar Öldu var í 200 m. skriðsundi í 25m laug á tímanum 2:33,05 mín. á Akranesleikunum sem haldnir voru 10.-12. júní.  Á Fjarðarmótinu bætti Kolbrún Alda þriðja Íslandsmetinu við og um leið sitt eigið met í 200 m. skrið er hún synti á tímanum 2:28,92mín.  Dagana 24. september til 4. október keppti Kolbrún Alda á Global Games á Ítalíu í 50m útilaug. Kolbrún Alda setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200m. skriðsundi á tímanum 2:30,83 mín. Kolbrún keppti svo í úrslitum í 200m. skriðsundi þar sem hún hafnaði í

19


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011

  

6. sæti. Kolbrún setti Íslandsmet í undanrásum í 400m. skriðsundi er hún synti á 5:20,99mín. og bætti það svo aftur í úrslitum þegar hún hafnaði í 5. sæti á tímanum 5:16,31 sek. Hún bætti því Íslandsmetið sem hún setti í undanrásum um 4,6 sekúndur. Í október setti Kolbrún Alda nýtt Íslandsmet í 100m. skriðsundi á tímanum 1:10,21mín. á Extra-Stórmóti SH í 25m. laug. Dagana 19.-20. nóvember fór Íslandsmót ÍF fram í 25m. laug þar sem Kolbrún Alda setti þrjú ný Íslandsmet. Fyrst í 100m. skriðsundi á 1:09,92mín. Annað metið var í 50m. skriðsundi á tímanum 31,86 sek og þriðja metið kom í 400m. skriðsundi er Kolbrún synti á 5:10,25mín. Kolbrún Alda er handhafi 10 Íslandsmeta í 7 greinum, bikarmeistari og margfaldur Íslandsmeistari árið 2011.

Jón Margeir er sundmaður hjá Ösp/Fjölni. Árið 2011 hefur verið afdrifaríkt hjá Jóni þar sem hvert Íslandsmetið hefur fallið af öðru og Jón er okkar fremsti sundmaður í flokki S14 (flokkur þroskahamlaðra).  Jón Margeir hóf árið á nýju Íslandsmeti í 400 m. skriðsundi á Reykjavík International Games. Jón synti þá á tímanum 4:36,18 mín. Á sama móti setti Jón svo annað met og þá í 100m. skriðsundi á tímanum 59,05 sek. Á mótinu náði hann A-lágmarki fyrir Ólympíumót fatlaðra í London 2012.  Í febrúar keppti Jón á Gullmóti KR og setti þar tvö Íslandsmet, það fyrra í 800 m. skriðsundi á tímanum 9:43,18 mín og svo í 1500 m. skriðsundi á 18:22,09 mín. Á mótinu náði Jón B-lágmarki í 100m. bringusundi fyrir Ólympíumótið í London.  Íslandsmót ÍF í sundi fór fram í marsmánuði þar sem Jón var í fantaformi og setti fjögur ný Íslandsmet. Fyrst í 100 m. skriðsundi á 57,82 sek. næst var komið að 50 m. bringusundi en þá var Jón á 35,48 sek. Þriðja metið á mótinu kom í 200 m. skriðsundi er Jón synti á 2:08,29 mín. Í 50 m. skriðsundi kom svo fjórða metið er Jón kom í bakkann á 26,37 sek.  Dagana 8.-10. apríl tók Jón Margeir þátt í opna breska meistaramótinu. Þar setti hann nýtt Íslandsmet í 100 m. skriðsundi á tímanum 58,19 sek. Á mótinu náði Jón B-lágmarki í 100m. baksundi fyrir Ólympíumótið í London.  Síðar í apríl keppti Jón Margeir á opna þýska meistaramótinu, þar kom nýtt Íslandsmet í undanrásum í 200 m. skriðsundi, 2:05,98 mín. Í úrslitum bætti hann sama met á nýjan leik þegar hann synti á 2:05,92 mín og vann til silfurverðlauna fyrir vikið. Fyrsta heimsmet ársins leit dagsins ljós á mótinu þegar Jón synti á 9:07,25 mín. í 800 m. skriðsundi og þá var millitíminn hans í sundinu einnig nýtt Íslandsmet í 400 m. skriðsundi, 4:32,38 mín. Síðasta metið á þýska meistaramótinu kom í 100 m. skriðsundi þegar Jón synti á 56,97 sek. í úrslitum en í undanrásum sundsins hafði hann einnig synt á nýju meti og bætti það aftur í úrslitum.  Vormót Aspar fór fram í maí í 25m. laug þar sem Jón varð stigahæsti sundmaður mótsins og setti tvö ný Íslandsmet, í 50 m. skriðsundi synti hann á 25,76 sek. og í 100 m. skriðsundi synti hann á 56,79 sek.  Annað heimsmet ársins setti Jón í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á bikarmóti ÍF í 25m. laug. Synti Jón á 2.00,74 mín. í 200 m. skriðsundi. Tvö Íslandsmet voru einnig á dagskránni hjá Jóni þetta mótið, 55,95 sek. í 100 m. skriðsundi og 25,60 sek. í 50 m. skriðsundi.  Í júní var Jón Margeir í hópi íþróttamanna sem fóru á vegum ÍF í æfingabúðir í Stoke Mandeville á Englandi en búðirnar voru liður í undirbúningi fyrir Ólympíumót fatlaðra 2012.  Í júlí keppti Jón á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Berlín. Þar setti hann nýtt Íslandsmet í 100 m. bringusundi og missti af bronsverðlaunum með örfáum sekúndubrotum. Tími Jóns var 1:13,92 og millitíminn á 50 metrunum var einnig nýtt Íslandsmet, 34,70 sek. Á mótinu náði Jón A-lágmarki í 100m. bringusundi fyrir Ólympíumótið í London.

20


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011  

  

Í lok september setti Jón þrjú ný Íslandsmet á Haustmóti Ármanns í 25 m. laug, fyrsta metið var í 400 m. skriðsundi, 4:28,86 mín. Annað metið í 800 m. skriðsundi á 8:59,21 mín. og þriðja met Jóns á mótinu kom í 1500 m. skriðsundi á tímanum 17:01,17 mín. Global Games eða Heimsleikar þroskahamlaðra íþróttamanna fóru fram á Ítalíu í lok september og byrjun október. Í 400 m. skriðsundi setti Jón Íslandsmet í undanrásum og bætti það svo aftur í úrslitum á tímanum 4:24,08 mín. og vann til silfurverðlauna fyrir vikið. Jón vann silfurverðlaun í 100 m. skriðsundi en gullverðlaun og nýtt Íslandsmet litu dagsins ljós í 1500 m. skriðsundi á tímanum 17:28,99 mín. Í októberlok setti Jón tvö ný heimsmet á Extra-Stórmóti SH. Jón Margeir keppti þá í 1500m. skriðsundi á tímanum 16:47,98 mín. Þá var millitími Jóns í 800m. skriðsundi einnig nýtt heimsmet. Millitíminn í 400m. skriðsundinu var 4:24,79 mín. og þá var tíminn í 800m. 8:55,89 mín. Íslandsmót ÍF í 25 m. laug fór fram í nóvember þar sem Jón bætti við enn einu Íslandsmetinu og að þessu sinni setti hann nýtt met í 50 m. bringusundi á tímanum 33,17 sek. Í byrjun desember hélt Jón til Hollands á opið lágmarkamót þar sem hann tvíbætti Íslandsmetið í 200 m. skriðsundi. Í undanrásum synti hann á 2:05,54 mín. og í úrslitum synti hann á 2:03,84 og hafnaði í þriðja sæti og komst fyrir vikið í 6. sæti heimslistans. Jón hefur setti 41 Íslandsmet á árinu og fjögur heimsmet!

Knattspyrnukona og knattspyrnumaður ársins eru Margrét Lára Viðarsdóttir, Turbine Potsdam í Þýskalandi og Heiðar Helguson, QPR í Englandi. Margrét Lára Viðarsdóttir átti sitt besta tímabil í Svíþjóð. Hún varð önnur af markadrottningum deildarinnar, skoraði 16 mörk í 21 leik og var lykilmaður Kristianstad í sænsku deildinni. Þessum árangri náði hún þrátt fyrir að meiðsli væru að trufla hana við æfinga og keppni. Eftir síðasta leik hennar með sænska liðinu var tilkynnt að Margrét Lára hefði samið við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Potsdam er eitt allra sterkasta félagslið heims, hefur t.a.m orðið þýskur meistari þrjú ár í röð og Evrópumeistari 2005 og 2010 og hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna. Margrét Lára var sem fyrr lykilmaður í íslenska kvennalandsliðinu, sem trónir á toppi síns riðils í undankeppni EM og í níu landsleikjum á árinu skoraði hún átta mörk. Landsliðsmörkin eru því orðin 63 talsins í 77 leikjum. Heiðar hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu QPR í ensku úrvalsdeildinni. Hann var einn af lykilmönnum liðsins sem vann sannfærandi sigur í Championship deildinni. Heiðar skoraði 13 mörk á tímabilinu og var annar markahæsti leikmaður liðsins. Heiðar gerði nýjan samning við félagið í sumar til eins árs. Eftir að hafa komið fremur lítið við sögu í byrjun tímabils hefur Heiðar gripið tækifærið báðum höndum og er markahæsti leikmaður QPR með sex mörk. Hann hefur skorað í fjórum heimaleikjum í röð og jafnað þar með félagsmet í úrvalsdeildinni. Heiðar hefur samtals skorað 26 mörk í 87 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar lék þrjá landsleiki á árinu og eru landsleikirnir orðnir 55 talsins og mörkin tólf.

21


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011 Skylmingakona og skylmingamaður ársins eru Þorbjörg Ágústsdóttir, Skylmingafélagi Reykjavíkur og Hilmar Örn Jónsson, skylmingadeild FH. Þorbjörg varð Norðurlandameistari kvenna í skylmingum með höggsverði árið 2011 í sjöunda skiptið. Þorbjörg varð í 2. sæti á Viking Cup, sterku heimsbikarmóti sem haldið var í Hafnarfirði í júní 2011. Hilmar Örn vann það einstaka afrek að verða Íslandsmeistari í U18, U21, Opnum flokki og í liðakeppni. Hann er fyrstur Íslendinga til að vinna fjórfalt á Íslandsmeistaramóti. Hilmar varð einning Norðurlandameistari í U18 og liðakeppni á árinu. Hilmar tók þátt á Heimsmeistaramóti unglinga í Jórdaníu í flokki U18 og lenti þar í 27. sæti sem telst mjög góður árangur.

22


ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS 2011

23


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.