ÍSÍ fréttir haust 2013

Page 1

2. TBL. 2013

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Tímamót Eins og flestir vita þá tók ég, við andlát Ólafs Rafnssonar nú í sumar, við keflinu sem forseti ÍSÍ. Var það í samræmi við lög ÍSÍ og stöðu mína sem varaforseti samtakanna. Það var augljóslega ekki eitthvað sem ég hafði gert ráð fyrir. Það er öllum ljóst sem til þekkja að forsetaembættinu fylgja miklar skyldur og mikil vinna sem þarf að ætla sér tíma í. Ég hef síðustu mánuði tekist á við þessar breyttu aðstæður og með liðsinni góðra félaga minna í framkvæmdastjórn og frábærra starfsmanna ÍSÍ hefur allt gengið að vonum. Ég hef mikla reynslu af starfi innan íþróttahreyfingarinnar sem ég hef komið að með ýmsum hætti í mörg ár og þar af síðustu sjö ár sem varaforseti ÍSÍ. Sú reynsla sem ég hef nú þegar haft af starfi sem forseti hefur verið mjög áhugaverð og gefandi og hlakka ég til þess að takast áfram á við það verkefni. Ég mun að sjálfsögðu leggja mig fram um að sinna skyldum mínum í þessu starfi svo sómi sé að meðan mér er

ÓLYMPÍUFJÖLSKYLDA ÍSÍ

SIDE-

treyst til þess af hreyfingunni. Fyrir mér sjálfum er þessi staða samt mjög óraunveruleg. Fráfall Ólafs var okkur öllum reiðarslag og í raun fjarstæðukennd og óraunveruleg staðreynd. Ég sakna vinar í stað og hef ekki enn sætt mig við að forlögin hafi gripið inn í með þessum hætti. Þróttmikið íþróttastarf Hvað sem því líður þá er áfram verk að vinna. Horfa þarf fram á veginn og huga að því sem gera þarf til að tryggja framgang íþróttanna og alls þess þróttmikla íþróttastarfs sem stundað er um allt land og í keppnum á alþjóðavettvangi. Við vitum öll hversu þýðingarmikið barna– og unglingastarfið er, bæði sem uppbyggingarstarf og forvarnarstarf. Við vitum líka að afreksstarfið er mikilvægt til að skapa fyrirmyndir fyrir ungu kynslóðina og ekki síður til að vekja upp þjóðarstoltið og samkenndina sem við finnum svo mjög fyrir þegar okkar fólki gengur vel í keppnum á alþjóðavettvangi. Við þekkjum dæmin um strákana okkar og stelpurnar okkar bæði í knattspyrnu og handknattleik á síðustu misserum þegar þjóðin hefur sameinast á bak við liðin okkar. Þar var árangurinn alveg ótrúlegur, jafnvel þó við miðum ekki við hina frægu höfðatölu. Við höfum í gegnum tíðina átt frábæra keppendur í einstaklingsgreinum sem þjóðin hefur með sama hætti staðið sameinuð að baki. Á þessu ári hefur Aníta Hinriksdóttir blásið upp þjóðarstoltið. Heimsmeistaratitill Anítu og útnefning hennar sem efnilegasta frjálsíþróttakona Evrópu á þessu ári lætur ekkert íslenskt hjarta ósnortið. Við finnum fyrir miklu stolti yfir velgengni hennar og annars afreksfólks okkar og götur tæmast þegar boðið er upp á beinar lýsingar

frá íþróttaleikum okkar fólks. Uppskera erfiðis Árangur verður hins vegar ekki til úr engu. Að baki liggur mikið starf sem að stórum hluta er unnið í sjálfboðaliðsvinnu þúsunda karla og kvenna um allt land í íþróttafélögum, sérsamböndum, íþróttabandalögum og héraðssamböndum. Grasrótarstarfið miðar allt að því að skapa börnum og unglingum skilyrði til að finna hvar hæfileikar þeirra liggja og láta þá þroskast og dafna eins og efni standa til. Ekki eingöngu til að búa til afreksfólk heldur miklu fremur til að skapa gleði, ánægju og vellíðan. Stunda leik sem er hvort tveggja í senn gleðigjafi og heilsubót. Verkefni okkar er að tryggja að allir hafi aðgengi að slíku starfi og að vinna gegn því brottfalli sem gjarnan verður þegar börnin verða unglingar. Við viljum tryggja að þeim sem ekki velja leið keppnis- og afreksíþrótta bjóðist valkostir sem gera þeim kleift að halda áfram að stunda íþróttir sér til gleði og heilsuræktar. Af þeim tugþúsundum ungmenna sem stunda íþróttir á Íslandi á ári hverju eru


Tímamót, frh. fjölmargir einstaklingar sem hafa hæfileika vel umfram meðallag og sumir langt umfram það. Við þurfum líka að tryggja því unga fólki aðstæður til að þroska hæfileika sína og til að ná þeim árangri sem þau hafa burði til. Þetta eru einstaklingarnir sem geta orðið sameiningartáknin fyrir þjóðina sem í öllu sínu veraldarbasli stendur sameinuð sem klettur að baki þeim þegar þeir koma fram í okkar nafni.

Verkefni nánustu framtíðar eru að tryggja að framlag íþróttahreyfingarinnar til barnaog unglingastarfs verði metið að verðleikum og að fjármögnun þess verði tryggð svo unnt sé að verða við þeim miklu kröfum sem nú til dags eru gerðar til þeirrar starfsemi.

verulega á næsta ári. Framkvæmdastjórn ÍSÍ telur mjög mikilvægt að freista þess að ná langtímasamningi um stuðning ríkisins við íþróttahreyfinguna þannig að með stigvaxandi framlögum á næstu árum náum við fram þeim markmiðum sem ég hef hér gert að umtalsefni.

Sama má segja um afreksstarfið. Við verðum að hlúa að því eins og gert er í nágrannalöndum okkar. Ég held að nær allir Íslendingar vilji njóta ávaxta afreksstarfsins en því fylgir ábyrgð eins og endranær – við verðum að tryggja að það umhverfi sem afreksfólki er búið sé viðunandi því við viljum ekki að þeir sem feta þessa braut þurfi að lifa eins og beiningarfólk, jafnvel utan við það samfélagslega öryggisnet sem við teljum öll sjálfsagt.

Við megum hins vegar aldrei gera minni kröfur til okkar sjálfra en við gerum til annarra og þurfum því að líta í eigin barm. Íþróttahreyfingin verður að skoða sín innri mál og skipulag til að tryggja að fyllstu hagkvæmni sé gætt í öllu okkar starfi. Við verðum að skipuleggja okkar starfsemi þannig að hver króna nýtist sem best allt frá yfirstjórn og niður í grasrót. Það verkefni er og verður viðvarandi.

Staða afreksfólks Afreksfólki okkar verðum við að tryggja viðunandi starfsumhverfi og þá ekki eingöngu til að stunda íþrótt sína, heldur einnig til að búa sér eðlilegt líf og undirbúa framtíðina eftir íþróttir, t.d. með námi og uppbyggingu lýðréttinda. Þessar aðstæður eru taldar sjálfsagðar fyrir afreksfólk t.d. á hinum Norðurlöndunum. Það er óásættanlegt að afreksíþróttafólk standi í þeim sporum þegar íþróttaferlinum lýkur að vera 10 – 20 árum á eftir jafnöldrum sínum í uppbyggingu á framtíðarlífsskilyrðum sínum. Því má segja að það geti verið ábyrgðarhlutur að hvetja ungt fólk til þátttöku í afreksíþróttum eins og aðstæður margra þeirra sem þá braut feta eru eftir að keppnisferli lýkur. Horft til framtíðar Á undanförnum árum hefur gríðarlega mikið áunnist í starfi íþróttahreyfingarinnar. Aðstæður til íþróttaiðkunar hafa tekið stökkbreytingum. Knatthús og íþróttahallir hafa risið víða um land og önnur aðstaða einnig stórbatnað. Þessi uppbygging er að skila sér í mikilli fjölgun iðkenda og stórbættum árangri afreksmanna. Þessi þróun er mjög gleðileg og þeir sem staðið hafa að þessari uppbyggingu eiga miklar þakkir skildar. Ég tel einnig að þessi þróun staðfesti skilning manna á mikilvægi íþrótta fyrir samfélagið. Við erum því svo sannarlega á réttri braut.

Þær aðstæður sem þjóðin hefur búið við síðustu ár í skugga hrunsins hafa eðlilega haft áhrif á íþróttastarfsemina í landinu eins og allt annað. Niðurskurður á styrkjum til viðbótar við stóraukinn kostnað íþróttahreyfingarinnar, sérstaklega í alþjóðasamskiptum og -keppnum, hafa sett mark sitt á starf síðustu ára. Við hrunið dró einnig gríðarlega úr stuðningi atvinnulífsins við alla íþróttastarfsemi. Nú bindum við vonir við að þróunin snúist til betri vegar. Stjórnvöld sýna nú mikinn skilning á aðstæðum íþróttahreyfingarinnar og ef fram fer sem horfir munu fjárframlög aukast

Ég hlakka til að eiga áframhaldandi samstarf við alla innan hreyfingarinnar við að styrkja og efla íþróttastarfið í landinu. Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ


2. TBL. 2013

Aðalfundur GSSE Aðalfundur GSSE - Games of the Small States of Europe (Smáþjóðaleikar) var haldinn í Róm 22. nóvember sl. þar sem Lárus L. Blöndal tók formlega við sem forseti samtakanna. Á fundinum voru samþykktar breytingar á lögum

samtakanna, sem meðal annars fela í sér að aðalfundur verður nú haldinn árlega en ekki annað hvert ár eins og verið hefur til þessa. Fyrirhugað er að fulltrúar samtakanna komi saman næsta vor til að móta framtíðarstefnu og þróun samtakanna. Forseti ÍSÍ, gjaldkeri og framkvæmdastjóri voru fulltrúar Íslands á fundinum. Patrick Hickey, forseti EOC, kom inn á aðalfundinn og þakkaði það góða starf sem á sér stað innan GSSE. Hann fullvissaði fundarmenn um að nýtt verkefni EOC, Evrópuleikarnir, muni á engan hátt hafa áhrif á framtíð Smáþjóðaleikanna.

Fyrstu Evrópuleikarnir verða haldnir í Baku í Azerbaijan 12.-13. júní 2015. Næstu Smáþjóðaleikar verða, eins og flestum er kunnugt, haldnir á Íslandi árið 2015. Leikarnir 2017 verða haldnir í San Marinó og leikarnir 2019 verða haldnir í Svartfjallalandi.

Patrick Hickey áfram forseti EOC Ársþing EOC - Evrópusambands ólympíunefnda fór fram í Róm dagana 22.-23. nóvember sl. Patrick Hickey var endurkjörinn forseti sambandsins, Janez Kocijancic sem varaforseti, Raffaele Pagnozzi sem framkvæmdastjóri og Kikis Lazarides sem gjaldkeri. Aðrir í stjórn EOC voru kjörnir: Hasan Arat frá Tyrklandi, Alejandro Blanco frá Spáni, Spyros Capralos frá Grikklandi, Frantisek

Chmelar frá Slóvakíu, Lord Sebastian Coe frá Bretlandi, Alexander Kozlovsky frá Rússlandi, Andrzej Krasnicki frá Póllandi, Zlatko Matesa frá Króatíu, Niels Nygaard frá Danmörku, Marc Theisen frá Lúxemborg, Michael Vesper frá Þýskalandi og Efraim Zinger frá Ísrael. Forseti, gjaldkeri og framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn.

Thomas Bach kjörinn forseti IOC Thomas Bach frá Þýskalandi var kjörinn níundi forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar á þingi IOC í Buenos Aires í haust. Thomas Bach er lögfræðingur að mennt og varð Ólympíumeistari í skylmingum á leikunum 1976 í Montreal auk þess að verða heimsmeistari í liðakeppni 1976

og 1977. Hann hefur verið valinn til fjölda trúnaðarstarfa á vegum íþróttahreyfingarinnar, bæði í Þýskalandi, þar sem hann er forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Þýskalands, sem og á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar.

Ólafur E. Rafnsson sæmdur æðstu viðurkenningu EOC Ólafur E. Rafnsson var heiðraður með æðstu viðurkenningu European Olympic Committiees (EOC), Order Of Merit Award, á ársþingi samtakanna sem fram fór í Róm í nóvember. Eiginkona Ólafs heitins, Gerður Guðjónsdóttir, ásamt börnum þeirra Auði, Sigurði og Sigrúnu, tók á móti viðurkenningunni frá Patrick Hickey forseta EOC. Varaforseti EOC, Alexander Koslovski flutti ávarp þar sem

hann fór stuttlega yfir feril Ólafs innan íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar í máli og myndum. Gerður flutti síðan þakkarávarp fyrir hönd fjölskyldunnar. Í virðingarskyni risu allir úr sætum á meðan afhendingarathöfnin fór fram og ljóst að allir viðstaddir voru djúpt snortnir. Ólafur naut mikillar virðingar innan ólympíuhreyfingarinnar. Minning hans lifir.


Fjölmenni við útför Ólafs E. Rafnssonar Útför Ólafs E. Rafnssonar fór fram frá Hallgrímskirkju þann 4. júlí sl. að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin var afar falleg og vel sótt. Íþróttafólk frá sérsamböndum ÍSÍ, hvert og eitt í litskrúðugum íþróttafatnaði síns sambands, stóð heiðursvörð fyrir utan kirkjuna á meðan kistan var borin út.

leiðtogum innan íþróttaog ólympíuhreyfingarinnar og alþjóða körfuknattleikshreyfingarinnar. Að auki voru fjölmargir forystumenn sambandsaðila ÍSÍ, sambandsaðila KKÍ, stjórnvalda og hinna ýmsu félagasamtaka í landinu auk fjölskyldu og vina Ólafs.

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur athöfnina ásamt Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra, Alexander Koslowski varaforseta EOC-Evrópusambands ólympíunefnda og Marc Theisen stjórnarmanni EOC en þeir voru jafnframt fulltrúar IOC-Alþjóðaólympíunefndarinnar, Yvan Mainini forseta Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, Cyriel Coomans starfandi forseta FIBA Europe, Kamil Novak framkvæmdastjóra FIBA Europe og fleiri háttsettum

Erfidrykkjan fór fram í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði og var umgjörð hennar mjög glæsileg og Haukum til mikils sóma. Mikið var lagt í að heiðra sem best minningu Ólafs með myndum og skreytingum. Frá andláti Ólafs hefur ÍSÍ borist gríðarlegur fjöldi samúðarskeyta, bréfa og símtala auk þess sem fjöldi einstaklinga og félagasamtaka hefur heiðrað minningu Ólafs með framlagi í Minningarsjóðinn sem stofnaður var í hans nafni. Þakka ber öllum þeim sem

lögðu hönd á plóg í aðdraganda útfararinnar og allan þann samhug sem fjölskylda og samstarfsfólk hefur svo sannarlega fundið síðustu mánuði. Það er gott veganesti okkar allra inn í framtíðina. Á heimasíðu KKÍ má lesa stutt ummæli helstu leiðtoga FIBA og FIBA Europe um Ólaf.

Úrslit Hjólum í skólann 2013 Hjólum í skólann, þar sem nemendur og starfsmenn framhaldsskólanna kepptust um að nýta sem oftast virkan ferðamáta til og frá skóla, er nú lokið. Alls tóku 17 framhaldsskólar þátt, um 50% allra framhaldsskóla, með 2.357 þátttakendur. Alls voru hjólaðir 13.472

km eða 10,06 hringir í kringum Ísland. Við það sparaðist rúmlega 2.000 kg af útblæstri CO2, tæplega 1.200 lítrar af bensíni og tæplega 300.000 kr. í bensínkostnað.

Vinsælasti samgöngumátinn var strætó þar sem gengið var til og frá stoppistöð með um 45,3% ferða, hjólreiðar með 37,9%, ganga með 12,2%, strætó þar sem hjólað var til og frá stoppistöð 2,1%, hlaup 1,3%, línuskautar 0,7% og annað 0,5%. Verðlaunaafhending fór föstudaginn 27. september, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veittar voru viðurkenningar fyrir felsta þátttökudaga til þriggja efstu skólanna í hverjum stærðarflokki. Úrslitin má finna á heimasíðu ÍSÍ og verkefnisins.


Breytingar á stjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

2. TBL. 2013

Við fráfall Ólafs E. Rafnssonar forseta ÍSÍ 19. júní sl. tók Lárus L. Blöndal varaforseti ÍSÍ við embætti forseta ÍSÍ, eins og lög ÍSÍ kveða á um. Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ var síðan endurskipað í embætti stjórnar sambandsins. Helga Steinunn Guðmundsdóttir var skipuð í embætti varaforseta og Sigríður Jónsdóttir í embætti ritara. Gunnar Bragason verður eftir sem áður gjaldkeri ÍSÍ.

Göngum í skólann 2013 Göngum í skólann verkefninu lauk formlega hér á landi á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október s.l. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann. Sem fyrr er Göngum í skólann á Íslandi samstarfsverkefni nokkurra aðila. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands leiðir það áfram í samstarfi við Samgöngustofu, Embætti landlæknis, Heimili og skóla - landssamtök foreldra, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur, starfsmenn skóla og foreldra til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um

leið er ætlunin að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli. Draga úr umferð við skóla. Draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Stuðla að betra og hreinna lofti ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfum. Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: „Hversu gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Auka samfélagsvitund. Hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna. Í ár var þátttökumet slegið þegar 64 skólar víðs vegar af landinu skráðu sig til leiks. Svipmyndir frá skólunum má

Ólympíuvikan 2013 Mörg frístundaheimili og íþróttafélög tóku þátt í Ólympíuvikunni sem fór fram í sumar. Keilubrautir í eigu Keilusambands Íslands voru mjög vinsælar og voru þær nýttar víða. Eins fékk fjöldi barna að spreyta sig í skylmingum. Óðinn Björn Þorsteinsson heimsótti frístundaheimili í Grafarvogi og spjallaði við krakkana og leyfði þeim

að spreyta sig á kúluvarpi. Þá var Alandslið kvenna í knattspyrnu með opna æfingu og mættu um 70 krakkar, horfðu á æfinguna og fengu svo veggspjöld og eiginhandaáritanir frá stelpunum í lok æfingar. Fleiri fréttir og myndir er að finna á heimasíðu Ólympíuvikunnar, www.olympiuleikar.com

Forseti ÍSÍ í heimsókn á EYOF Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, heimsótti í sumar Ólympíuþorpið í Utrecht, þar sem íslensku þátttakendurnir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar dvöldu. Hann skoðaði vistarverur hópsins og skrifstofuaðstöðu og heilsaði upp á íslensku þátttakendurna. Lárus var

viðstaddur setningarhátíð hátíðarinnar og auk þess að fylgjst með keppni hjá íslenska hópnum á fyrstu dögum hátíðarinnar. Á myndinni er Lárus með keppendum Íslands í fimleikum, þeim Steinunni Önnu, Sigríði Hrönn og Kristjönu Ýr.

sjá á heimasíðu ÍSÍ. Jafnframt má sjá umfjöllun og svipmyndir frá þátttökuskólum á heimasíðu Göngum í skólann, www.gongumiskolann.is Með fréttinni fylgir mynd af börnum í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er tóku þátt í Göngum í skólann og enduðu átakið á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum með því að taka þátt í Norræna skólahlaupinu.


Jákvæð áhrif íþróttaiðkunar á líðan ungmenna Frá árinu 1992 hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið stuðlað að því að gerðar hafa verið faglegar, samanburðarhæfar rannsóknir á högum, líðan og aðstæðum barna og ungmenna hér á landi undir heitinu Ungt fólk. Hefur Ísland verið í fararbroddi þróunar á rannsóknum af þessu tagi mörg undanfarin ár. Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk eru gerðar meðal nemenda í 5. til 10. bekk í öllum grunnskólum og í öllum árgöngum framhaldsskóla landsins með reglulegu millibili. Þær þykja einstæðar á heimsvísu m.a. sökum þess að þær ná

til allra ungmenna í landinu sem mættir voru í skólann þá daga sem rannsóknin var lögð fyrir. Þann 7. nóvember sl. voru kynntar helstu niðurstöður rannsóknarinnar og þar kom m.a. fram að mikil aukning hefur orðið frá árinu 2007 á íþróttaiðkun (4x í viku eða oftar) og þá sérstaklega meðal stelpna. Árið 2007 sögðust um 29% stelpna æfa eða keppa með íþróttafélagi 4x í viku eða oftar en nú, árið 2013, segja um 42% stelpna að þær æfi eða keppi þetta oft. Einnig kom fram að nemendur sem

æfa íþróttir með íþróttafélagi eru síður líklegir til að upplifa sig einmana (sl. sjö daga fyrir önnun). Um 17% nemenda sem segjast aldrei æfa íþróttir sögðust stundum eða oft finna fyrir einmanaleika á meðan hlutfallið er 7% meðal nemenda sem æfa fjórum sinnum í viku eða oftar. Heildarniðurstöður úr rannsókninni verða gefnar út á bók og birtar á vef ráðuneytisins og Rannsóknar og greiningar ehf.

Heimsráðstefna WADA Alþjóða lyfjaeftirlitið (WADA) stóð fyrir heimsráðstefnu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku dagana 12.-15. nóvember s.l. Síðastliðin tvö ár hefur endurskoðun Alþjóða lyfjareglnanna og staðla er þeim tengjast staðið yfir. Á ráðstefnunni í Jóhannesarborg var farið yfir lokadrög þessara skjala og að ráðstefnunni lokinni samþykkti framkvæmdastjórn WADA nýjar Alþjóðlegar lyfjareglur sem taka gildi þann 1. janúar 2015.

Ráðstefnuna sóttu þau Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri, Skúli Skúlason formaður lyfaráðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson starfsmaður lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ. Ljóst er að uppfæra þarf lög og reglugerðir til samræmis við breyttar alþjóðareglur, þær breytingar verða gerðar á næsta ári og kynntar áður en að upptöku þeirra kemur.

bæklingur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum Út er kominn nýr bæklingur sem ber heitið Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum. Bæklingurinn er byggður á bæklingi sem gefinn var út af Danska Íþróttasambandinu og heitir á frummálinu Det Uhørte Overgreb. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk leyfi til að þýða bæklinginn og staðfæra þannig að hann passaði inn í þær aðstæður sem þekkjast í íþróttahreyfingunni og samræmast íslenskri löggjöf. Fjöldi sérfræðinga veitti ráðgjöf við útgáfu bæklingsins. Markmið með útgáfu bæklingsins er að:

Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn. Hægt er að nálgast bæklinginn á skrifstofu ÍSÍ og þá er einnig hægt að skoða bæklinginn á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is


2. TBL. 2013

8. nóvember - Dagur gegn einelti Dagurinn 8. nóvember, var líkt og síðustu ár helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var þá haldinn hátíðlegur í þriðja sinn en markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninun og hversu alvarlegt einelti er. Í ár er sjónum beint að skólasamfélaginu og þá sérstaklega framhaldsskólum. ÍSÍ hefur nýlega gefið út bækling um eineltismál sem ber yfirskriftina „Aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun”. Bæklingurinn er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni og er hann byggður á gögnum frá Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi. Í bæklingnum má m.a. finna upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir, skilgreiningar og helstu

birtingarmyndir eineltis. Þar koma einnig fram hugmyndir að verklagsreglum íþróttafélags sem hægt er að grípa til ef einstaklingur verður fyrir einelti eða annarri óæskilegri hegðun. Samhliða útgáfu bæklingsins gaf ÍSÍ út veggspjald með slagorðinu „EKKI MEIR!" og vísar til þess að íþróttahreyfingin líður ekki einelti, sé það til staðar eða komi það upp sé unnið að því að uppræta það. Þetta er sama slagorðið og Æskulýðsvettvangurinn notar í sinni herferð gegn einelti. ÍSÍ ákvað að vera samstíga þeim enda eru allir að vinna með sömu börnin, þetta einfaldar málin og gerir þau bæði skýrari og afdráttarlausari. Hægt er að nálgast bæklinginn og veggspjaldið á skrifstofu ÍSÍ, en einnig má finna bæklingin á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is

Forseti ÍSÍ heimsótti skóla á Forvarnardaginn sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík með stuðning Actavis.

Forvarnardagurinn 2013 var haldinn 9. október að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra

Í tilefni dagsins heimsóttu Ólafur Ragnar forseti Íslands, Dorrit Moussaieff forsetafrú og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Rimaskóla og Borgarholtsskóla. Vel var tekið á móti

Vika 43 - Vímuvarnavikan Í Viku 43 árið 2013 vilja félagasamtökin sem að henni standa minna á að almenn þátttaka, einhugur og víðtækt samstarf í forvörnum er lykillinn að árangri. Markmiðið þarf að vera hið sama þótt leiðirnar séu fjölbreyttar. Í Viku 43 árið 2013 vilja félagasamtökin einnig minna á að grasrótin er virk í forvarnastarfi og meðvituð um möguleika sína, framlag og hlutverk. Starfsemi félagasamtaka skiptir miklu í

forvarnastarfi og rannsóknir sýna að þátttaka ungs fólks í íþrótta- og félagsstarfi stuðlar að minni ávana- og vímuefnaneyslu og notkun ávana- og vímuefna ungmenna á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í Evrópu.

Upplýsingar um viku 43 er að finna á www.vika43.is og á fésbókarsíðu verkefnisins.

gestunum í báðum skólum. Forsetinn ræddi um þær lífsreglur sem reynst hafa best í baráttunni við fíkniefni og þann frábæra árangur sem náðst hefur með samtakamætti margra aðila í baráttunni við vímuefni. Lárus L. Blöndal ræddi um mikilvægi þess að stunda íþróttir og halda því áfram á unglingsárum. Þá talaði hann um að neysla vímuefna væri andstæðingur afreka. Í báðum skólum sköpuðust fínar umræður.


Hreyfitorg er nú opið Gagnvirki vefurinn Hreyfitorg hefur verið opnaður. Meginmarkmið Hreyfitorgs er að auðvelda þeim sem leita eftir þjónustu fyrir sig eða aðra, t.d. foreldrum og ýmsu fagfólki að finna

hreyfingu sem samræmist getu og áhuga hverju sinni og stuðlar að heilbrigði og vellíðan. Hreyfitorgi er þannig m.a. ætlað að styðja við uppbyggingu kerfis um ávísun á hreyfingu, svonefnds Hreyfiseðils. Sérstök áhersla er á að stuðla að auknu framboði á einfaldri og ódýrri hreyfingu sem flestir ættu að geta stundað.

Embætti landlæknis hafði umsjón með uppbyggingu Hreyfitorgs en Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur nú tekið við umsjón vefsins. Aðrir aðstandendur Hreyfitorgs eru Félag sjúkraþjálfara, Íþróttakennarafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Reykjalundur, Ungmennafélag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður. Í samræmi við meginmarkmið Hreyfitorgs var samtímis opnuninni haldið málþingið Þjálfun almennings – ábyrg þjónusta upplýst val. Þar var hnykkt á mikilvægi þess að bæði þjónustuaðilar og neytendur séu meðvitaðir og ábyrgir þegar kemur að því að bjóða og velja þjónustu á sviði hreyfingar. Mikilvægt er að þjónustuaðilar vandi upplýsingagjöf og hafi forsendur (s.s. menntun, reynslu og aðstöðu) til að standa fyrir þeirri þjónustu sem þeir eru með í boði. Að sama skapi er mikilvægt að neytendur spyrji spurninga og taki upplýsta ákvörðun til

að velja sér þjónustu í samræmi við getu og áhuga. Á málþinginu kom einnig fram að í tengslum við tilraunaverkefni Velferðarráðuneytisins er nú unnið að innleiðingu Hreyfiseðils hjá 17 heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar um Heyfitorg eru á www.hreyfitorg.is

Hreyfitorg er snjallvefur sem aðlagar sig sjálfkrafa að þeirri skjástærð sem er notuð hverju sinni. Þjónustuaðilar sem bjóða upp á hreyfingu sem samræmist markmiðum Hreyfitorgs geta sótt um að kynna sína þjónustu á vefnum, sér að kostnaðarlausu. Til að forðast birtingu úreldra upplýsinga fá þeir reglulega áminningu um að endurskoða skráninguna. Þjónustuaðilar greiða ekki fyrir innskráningu á Hreyfitorg og þar með fyrir kynningu á sinni þjónustu. Sterkir aðilar standa að baki Hreyfitorgi sem hafa innan sinna raða öflugt net þjónustuaðila á sviði hreyfinga og góð tengsl við væntanlega notendur.

U15 landslið drengja í knattspyrnu á YOG 2014 Íslenska U15 landslið drengja í knattspyrnu tryggði sér nýverið sæti á Ólympíuleika ungmenna 2014 með því að bera sigurorð af Moldavíu í úrslitaleik fjögurra liða móts þar sem keppt var um eina sæti Evrópu á leikunum. Leikurinn fór 3-1 en staðan í hálfleik var 2-0. Sex þjóðir munu keppa í knattspyrnu drengja á Ólympíuleikum ungmenna, ein frá hverri heimsálfu.

Leikarnir fara fram í Nanjing í Kína á næsta ári en leikarnir voru fyrst haldnir í Singapore árið 2010 að frumkvæði fyrrverandi forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, dr. Jacques Rogge. Árangur þessa unga landsliðs er frábær og geta Íslendingar verið stoltir af því að eiga einu fulltrúa Evrópu í knattspyrnu dengja á næstu Ólympíuleikum ungmenna.


2. TBL. 2013

Vel sótt ráðstefna um farsæla öldrun Ráðstefnan Farsæl öldrun sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands þann 17. október sl. var vel sótt, en um 130 manns hlýddu á erindin. Ráðstefnan var samstarfsverkefni menntavísindasviðs HÍ og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og þótti takast vel og var góður rómur gerður af erindunum sem voru allt í senn ólík, fræðandi og skemmtileg. Markmið

ráðstefnunnar

var

meðal

annars að efla tengsl ólíkra fræðasviða Háskóla Íslands við íþróttahreyfinguna en um leið að tengja margþætt vísinda-, kennslu- og nýsköpunarstarf við það hvernig hægt er að stuðla að farsælli öldrun í samstarfi við íþróttahreyfinguna. Fram kom í erindunum að farsæl öldrun fælist í því að hreyfa sig og huga þar bæði að styrktar- og þolþjálfun, borða

Góð þátttaka í kvennahlaupinu Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4.500 konur hlupu í Garðabænum, 1.400 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 400 konur erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í 10 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman.

fjölbreyttan og hollan mat og sinna félagslega þættinum. Þá fengu ráðstefnugestir innsýn í margslungin verkefni sveitarfélaga þegar kemur að málefnum aldraðra, en aðgengi og tilboð að hreyfingu fyrir þennan aldurshóp hefur aukist til muna undanfarinn áratug. Mikil og góð umræða skapaðist um öll erindin.

Lífshlaupið Einstaklingskeppni Lífshlaupsins er í gangi allt árið og geta einstaklingar skráð sig til leiks hvenær sem er.

Að þessu sinni var Sigríður Axels Nash elsti þátttakandinn sem tók þátt í hlaupinu í Garðabæ. Sigríður er fædd árið 1919 og er því 94 ár gömul. Sígríður fékk grip sem ÍSÍ og Stjarnan gáfu til minningar um Lovísu Einarsdóttir, íþróttakennara og upphafskona Kvennahlaupsins, en Lovísa lést fyrr á árinu. Hægt er að skoða myndir frá hlaupinu á www.sjova.is

Sem hvatningu veitir Íþrótta- og Ólympíusambandið brons-, silfur-, gull- og platínumerki í verðlaun til þeirra sem náð hafa ákveðnum fjölda daga í hreyfingu. Í einstaklingsskráningunni er hægt að halda dagbók um t.d. matarvenjur og líkamsástand. 11. júlí fengu þeir einstaklingar sem hafa hreyft sig daglega frá 2. febrúar, eða í 156 daga, a.m.k. 30 mínútur á dag, silfurmerki Lífshlaupsins. Nú hafa 410 einstaklingar fengið sent til sín bronsmerki. Nánari upplýsingar um einstaklingskeppnina er að finna á www.lifshlaupid.is

Samstarfssamningur Beiersdorf og Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ verður 25 ára á næsta ári og mun hlaupið fara fram laugardaginn 14. júní 2014. Undirbúningur fyrir hlaupið er kominn á fullt og undirritaður hefur verið samstarfssamningur við Beiersdorf vegna aðkomu þeirra að Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ. Samstarfssamningurinn felur í sér að merki NIVEA verður á annarri ermi Kvennahlaupsbolsins sem og á völdu kynningarefni í tengslum við Sjóvá

Kvennahlaup ÍSÍ. Beiersdorf mun gefa þátttakendum í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ 2014 glaðning að hlaupi loknu og mun einnig gefa öllum framkvæmdaaðilum Kvennahlaupsins á Íslandi veglegar jólagjafir. Beiersdorf hefur verið samstarfsaðili Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ frá árinu 2011 og er Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ afar ánægð með áframhaldandi samstarf. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ólaf

Gylfason sem skrifaði undir fyrir hönd Beiersdorf og Kristínu Lilju Friðrksdóttur sem skrifaði undir fyrir hönd ÍSÍ.


Vetrarólympíuleikar - Sochi 2014 Eftir rúma tvo mánuði hefjast Vetrarólympíuleikarin sem fara fram í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf. Skíðasamband Íslands (SKÍ) tilnefndi í haust Ólympíuhóp sambandsins, en hann skipa þeir íþróttamenn sem eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér keppnisrétt á leikunum og taka þátt í landsliðsverkefnum SKÍ á komandi vetri. Í alpagreinum skíðaíþrótta er um að ræða landsliðshóp SKÍ sem er skipaður 7 íþróttamönnum. Búist er við því að Ísland eigi fjóra keppendur í alpagreinum á leikunum í Sochi, en það er sami fjöldi og fór til Vancouver árið 2010. Í skíðagöngu stefna tveir aðilar á að tryggja sér keppnisrétt á leikana en miðað við þátttökureglur má búast við að Ísland fái eingöngu að senda einn keppanda í skíðagöngu. Væntingar eru einnig til þess að Ísland eigi keppanda í snjóbrettum, en það mun koma í ljós á yfirstandandi keppnistímabili. Í sumar boðaði Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ til fundar með þeim íþróttamönnum sem skipa landsliðshóp SKÍ í alpagreinum, foreldrum þeirra og fulltrúum SKÍ. Á þeim fundi var fjallað um fjölmörg atriði er snúa að þátttöku

Íslands og undirbúning og var meðfylgjandi mynd af íþróttafólkinu tekin við það tilefni. Í framhaldinu voru haldnir fundir með keppendum í skíðagöngu og á snjóbretti. Ljóst er að þátttaka Íslands verður meiri á komandi leikum en hún hefur verið á síðustu leikum, þar sem keppendur verða í tveimur til þremur íþróttagreinum og jafnframt fleiri en áður. Þann 20. janúar 2014 gefur Alþjóðaskíðasambandið (FIS) út hvaða íþróttamenn hafa unnið sér þátttökurétt, og/eða hvað marga íþróttamenn hver þjóð má senda á leikana. Skíðasamband Íslands mun á þeim tímapunkti leggja til við framkvæmdastjórn ÍSÍ hvaða íþróttamenn eiga að skipa íslenska hópinn og er það svo framkvæmdastjórnar ÍSÍ að ákveða endanlega hvaða aðilar skipa hóp íslenskra þátttakenda á leikunum í Sochi 2014. Eftirtaldir íþróttamenn Ólympíuhópinn 2014:

skipa

Brynjar Jökull Guðmundsson, Brynjar Leó Kristinsson, Einar Kristinn Kristgeirsson, Erla Ásgeirsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Halldór Helgason, Helga María Vilhjálmsdóttir, Jakob Helgi Bjarnason, María

Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson,. Þess má einnig geta að Ólympíueldurinn hefur verið að ferðalagi um Rússland og nú nýverið var farið með hann á Norðurpólinn. Ellefu kyndilberar hlupu þar með kyndilinn og átti Ísland þar einn fulltrúa sem ein af þeim átta þjóðum sem tilheyra hópi norðurskautsríkja. Steingrímur Jónsson hljóp með kyndilinn, en Steingrímur er prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri og sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun. Það er ekki oft sem Ísland á kyndilbera fyrir Ólympíuleika og er Steingrímur þar með kominn í fámennan hóp íslenskra kyndilbera.

Ólympíuleikarnir 2020 verða í Tokyo Alþjóðaólympíunefndin hélt sitt 125. ársþing í Buenos Aires í Argentínu. Þar fór fram kosning um gestgjafa Ólympíuleikanna 2020, en þrjár borgir voru þar í kjöri. Tokyo í Japan varð fyrir valinu á undan Istanbul og Madrid. Hlaut Tokyo 60 atkvæði í seinni umferð kosninga á móti 35 atkvæðum Istanbul. Madrid hafði fallið út í fyrri umferðinni, en borg þarf að hljóta meirihluta atkvæða til að verða valin sem gestgjafi, og því þarf stundum nokkrar umferðir til að velja sigurvegara. Tokyo hefur áður haldið leikana, en það var árið 1964. Ísland átti fjóra keppendur á þeim leikum, Guðmund Gíslason og Hrafnhildi Guðmundsdóttur

sem kepptu í sundi og Valbjörn Þorláksson og Jón Ólafsson sem kepptu í frjálsíþróttum. Þá var kosið um keppnisgreinar á leikunum 2020 og 2024. 25 kjarnagreinar höfðu verið valdar, en velja átti eina grein til viðbótar og voru þrjár í kjöri. Grísk-rómversk glíma var valin að nýju sem kjarnagrein, en hafnabolti/mjúkbolti og skvass voru einnig í kjöri. Grísk-rómversk glíma er ein af þeim greinum sem hafa alltaf verið með á Ólympíuleikum, bæði í nútímanum sem til forna. Alþjóðaólympíunefndin þurfti fyrir stuttu síðan að velja eina grein til að fella út sem kjarnagrein.

Var það hugsað til að gefa öðrum greinum möguleika á að vera valdar inn á leikana. Glíman varð sú grein sem var felld út, en hefur á stuttum tíma náð að breyta umgjörð sinni og með því að sigra þessa kosningu er ljóst að enn erfiðara verður fyrir nýjar greinar að komast á dagskrá Ólympíuleikanna.


2. TBL. 2013

Hópurinn á Smáþjóðaleikum 2013– Luxembourg

Smáþjóðaleikarnir 2015 kynntir 16. Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015. Smáþjóðaleikar voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi en það var árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Luxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marino, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland. Skipulagsnefnd leikanna var sett á laggirnar í upphafi þessa árs en hana skipa: Helga Steinunn Guðmundsdóttir, ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, formaður skipulagsnefndar, Gunnar Bragason, gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, Óskar Þór

Ármannsson, sérfræðingur íþróttamála hjá mennta– og menningarmálaráðuneytinu, Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, Ómar Einarsson, sviðsstjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar, Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur og Óskar Örn Guðbrandsson, verkefnastjóri Smáþjóðaleika 2015. Í fyrsta skipti verður keppt í golfi á Smáþjóðaleikum en alls verður keppt í 10 greinum á leikunum: 

Áhaldafimleikar

Blak/Strandblak

Borðtennis

Frjálsíþróttir

Golf

Júdó

Körfuknattleikur

Skotíþróttir

Sund

Tennis

Laugardalurinn í hjarta Reykjavíkur verður aðal vettvangur leikanna þar sem allar fyrrtaldar greinar nema tennis, golf og skotfimi verða í mannvirkjum í dalnum. Segja má að með öllum þeim glæsilegu mannvirkjum sem þar eru til staðar hafi leikarnir á Íslandi ákveðna sérstöðu þar sem hvergi meðal þátttökuþjóðanna er mögulegt að keppa í eins mörgum greinum á eins litlu svæði.

Merki leikanna er hannað af Loga Kristjánssyni fyrrverandi sundmanni en Logi keppti á sínum ferli á þremur Smáþjóðaleikum og einum Ólympíuleikum.


ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) varð til við sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands árið 1997.

Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Engjavegi 6 104 Reykjavík

ÍSÍ er landssamband héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda og er einu heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. ÍSÍ er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu samkvæmt íþróttalögum.

Sími: 514 4000 Fax: 514 4001 Netfang: isi@isi.is

Félagsaðildir í íþróttahreyfingunni eru rúmlega 240 þúsund og fjöldi virkra iðkenda er um 86 þúsund.

ÍSÍ fréttir ● 2. tbl. 2013 ● Ábyrgðarmaður: Lárus L. Blöndal ● Ritstjóri: Andri Stefánsson ● Myndir: Úr safni ÍSÍ

Ferðasjóður íþróttafélaga Frestur til að sækja um styrk úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða innanlands á árinu 2013 rennur út á miðnætti föstudaginn 10. janúar 2014. Til úthlutunar að þessu sinni eru 67 m. króna. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Samningur við Flugfélag Íslands ÍSÍ og Flugfélag Íslands (FÍ) hafa undirritað samning sem gildir frá 2. júlí sl. þar til 1. ágúst 2014, um afsláttarkjör í innanlandsflugi FÍ - svokölluð ÍSÍfargjöld. Flugfélag Íslands hefur verið traustur samstarfsaðili ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar um langt skeið og þjónusta þeirra gegnir mikilvægu

Bleikur dagur 11. okt.

hlutverki í íþróttalífi landsmanna. ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína og aðildarfélög þeirra til að kynna sér nýja samninginn vel og nýta sér afsláttarkjörin. Samninginn má sjá hér og einnig undir efnisveitu hér á heimasíðu ÍSÍ, undir liðnum „Samningur við Flugfélag Íslands”.

Mynd mánaðarins Fyrir 50 árum var þessi mynd tekin af stjórn ÍSÍ að loknu matarboði á Tómasarhaga 31 í Reykjavík. Um er að ræða stjórn ÍSÍ 1962 til 1964 ásamt heiðursforseta ÍSÍ. Fremri röð: Guðjón Einarsson varaforseti Gísli Halldórsson forseti Benedikt G. Waage heiðursforseti Aftari röð: Axel Jónsson meðstjórnandi Hermann Guðmundsson framkv.stjóri Sveinn Björnsson ritari Gunnlaugur J. Briem gjaldkeri Þorvarður Árnason 1. varamaður

Á heimasíðu ÍSÍ má finna frekari upplýsingar um viðburði ársins, Ólympíuleika, Lífshlaupið og fjölmargt annað um íþróttir á Íslandi.

www.isi.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.