Page 1

ÞRETTÁNDABLAÐIÐ 2021


ÞRETTÁNDAFÁNI Þrettándafáninn er til sölu á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu, hann kostar 8,800 kr.

ÞRETTÁNDAGLEÐI ÍBV 2021 Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða, þrátt fyrir mjööög háan aldur þá eru þau því miður ekki í forgangi á að fá bóluefni. En í sárabót þá munum við kveikja á kertunum á Molda miðvikudaginn 6. janúar kl. 19:00 í framhaldinu munu Jólasveinarnir horfa til byggða ofan af Há, til að geta veifað til barnanna og svo verður skotið upp flugeldum af Há, Helgafelli, Heimakletti, Eldfelli og Klifi. Við hvetjum ykkur til að virða fjöldatakmarkanir og sóttvarnir, og vinsamlegast safnist ekki saman í hópum til að fylgjast með.

Þrettándablaðið 2020 Útgefandi: ÍBV Íþróttafélag - knattspyrnudeild kvk Ábyrgðarmaður: Sigurður Oddur Friðriksson Ritstjóri: Guðmundur Tómas Sigfússon Auglýsingar: Sigurður Oddur Friðriksson Forsíðumynd: Addi í London // mynd af Grýlubarninu Ljósmyndir: Addi í London // Sigfús Gunnar Guðmundsson 2

Það myndi gleðja okkur ef þeir sem eiga Þrettándafána myndu flagga þeim þennan dag, ef ykkur vantar einn slíkan þá eigum við nokkra til sölu á skrifstofu félagsins í Týsheimilinu. Njótum í garðinum heima og höldum Þrettándakaffi með jólakúlunni okkar! Þrettándakveðja ÍBV Íþróttafélag


AÐ VARÐVEITA BARNIÐ Í SÉR Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur í Landakirkju: Sonur minn 9 ára, sem hefur eiginlega þráhyggju áhuga á tröllum og þrettánda, hefur mikið spurt mig að því hvort Þrettándinn verði ekki örugglega haldinn hátíðlegur í Eyjum þrátt fyrir Covid-19. Þegar honum varð endanlega ljóst að þrettándinn yrði ekki með hefðbundu vestmannaeysku sniði þetta árið, þá brast eitthvað innra með honum, hann missti eiginlega móðinn og hin einlæga og barnslega gleði yfir tröllagerð nánast hvarf. Ég þykist vita að margir geti ekki á heilum sér tekið vegna breyttra aðstæðna í kringum þrettándann og einhver hluti hinnar barnslegu og einlægu gleði hafi fuðrað upp með flugeldunum. Jesús talar einmitt mikið um einlæga og barnslega gleði, enda sagði hann jú vinum sínum að leyfa börnunum að koma til sín. Hans eigin vinir og lærisveinar voru fyrstir manna til að setja upp hindranir að Jesú sjálfum, þeir vildu stjórna því hverjir kæmust að honum og fengju að njóta samfélags og nærveru hans, og börnin voru ekki í þeim hópi. Ástæður þeirra voru örugglega góðar og gildar - eða þannig - það fylgir jú órói, hávaði og stundum óreiða börnum, kannski voru einhver þeirra með athyglisbrest, kannski voru sum einhverf og erfið, kannski voru þetta bara börn sem þurfa að hreyfa sig, koma við og spyrja alla spjörunum úr sem þau hitta. Hver er að fara að nenna því?

Jesús tekur ekki bara af skarið og hleypir börnunum inn sem fullgildum og fullkomnum sem eiga allt erindi í samfélaginu, heldur gerir úr þeim fyrirmynd og fordæmi: “Sannlega segi ég yður, hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.” Börn treysta. Þau eru upp á aðra komin. Og Jesús segir þau vera fyrirmyndir í því að taka við Guðs ríki. Við höfum oft heyrt um gildi þess að varðveita barnið í sér? Hvað ætli felist í því? Er það ekki hæfileikinn að treysta, þiggja, spyrja, biðja um hjálp, hreyfa sig og forvitnast? Er ekki barnið í því hlutverki að sprengja ramma hins fyrirsjáanlega og leiða hið óvænta inn á sviðið? Jesús beinir okkur inn á svið leiksins og uppgötvunarinnar með því að benda á börnin sem fyrirmynd. Í dag ættum við að hugleiða hlut leiksins og hins óvænta í lífinu, að við séum opin fyrir því góða og skapandi sem býður okkar við hvert fótmál. Það er kannski bara ágætis markmið á nýbyrjuðu ári. Á þann hátt höldum við í barnið í okkur sjálfum og leyfum okkur að hlakka til nýrra og spenandi tíma, þegar allir við öll verðum orðin bólusett og klárir fyrir komandi gleðistundir með hækkandi sól í hjarta og sinni. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prestur í Landakirkju.

3ANNÁLL ÁRIÐ 2020 Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri ÍBV Íþróttafélags: Árið 2020 verður lengi í minnum haft enda hefur það bæði verið eftirminnilegt, erfitt og viðburðarríkt. Eins og hjá flestum öðrum hefur kórónuveirufaraldurinn afar mikil áhrif á alla starfsemi ÍBV á árinu. Það sem stendur upp úr á árinu er Bikarmeistartitill karlaliðs ÍBV í handbolta í mars og það að félaginu bar gæfa til að halda okkar frábæru fótboltamót í logninu sem myndaðist á landinu í sumar þegar veiran lá að mestu niðri. Janúar Árið hjá félaginu byrjaði á Þrettándahátíð ÍBV og Íslandsbanka sem Vestmannaeyjabær hjálpar okkur að halda. Þrettándinn í Vestmannaeyjum er glæsilegasti þréttándinn á landinu og eiga þeir sem koma að framkvæmd hans miklar þakkir skyldar. Varnarmaðurinn Jón Ingason snéri aftur til ÍBV frá Grindavík. Jonna þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum og var mikil ánægja hjá knattspyrnuráði að hafa endurheimt peyjann. Jonni kemur til ÍBV í maí en þá lýkur hann námi í Bandaríkjunum. Óskar Snær Vignisson var ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs karla. Þorvaldur Örlygsson landsliðsþjálfari Íslands U-19 í knattspyrnu valdi Tómas Bent og Guðjón Erni til æfinga með landsliðinu. Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir 3ja ára samning við ÍBV. Guðjón kom frá Hetti þar sem hann á 40 leiki í

meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Gríðarleg ánægja er með að fá Guðjón til ÍBV og er hann fluttur til Vestmannaeyja og tekur slaginn með okkur alla leið. Óhætt er að segja að penninn hafi verið á lofti í upphafi árs hjá ÍBV þegar 8 peyjar skrifuðu undir samning við ÍBV í fótboltanum. Þetta voru þeir Arnar Breki Gunnarsson, Borgþór Eydal Arnsteinsson, Björgvin Geir Björgvinsson, Daníel Már Sigmarsson, Leó Viðarsson, Magnús Sigurnýjas Magnússon, Sigurlás Máni Hafsteinss og Tómas Bent Magnússon. Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 ára landsliðs Íslands valdi Clöru Sigurðardóttur í æfingahóp sem kemur saman dagana 20.-22.jan n.k. Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands U-17 kvenna valdi Rögnu Söru Magnúsdóttur til æfinga með liðinu. Gary Martin lánaður til Darlington. Gary mun spila með Darlington næstu mánuði en snýr aftur til Eyja áður en farið verður í æfingaferð. Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs Íslands valdi tvo leikmenn ÍBV til æfinga með liðinu en æfingarnar fóru fram á höfuðborgarsvæðinu í lok janúar. Jörundur Áki valdi þær Þóru Björgu Stefánsdóttur og Helenu Jónsdóttur frá ÍBV. Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari U-15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi Bertu Sigursteinsdóttur í æfingahóp.

5


Steini og Olli byrjuðu að steypa í lok janúar fyrir nýjum búningsklefum við Hásteinsvöll aðstaðan verður hin glæsilegasta. Stórar ferðahelgar, það eru oft margir á faraldsfæti frá ÍBV. Í lok janúar átti ÍBV pantaða 250 miða í Herjólf frá fastalandinu. Íþróttamaður Vestmannaeyja 2019. Okkar maður Kári Kristján Kristjánsson var þar útnefndur íþróttamaður ársins fyrir árið 2019. Clara Sigurðardóttir frá ÍBV var íþróttamaður æskunnar 16-19 ára. Þá var Helena Jónsdóttir frá ÍBV íþróttafélagi kjörin íþróttamaður æskunnar í aldursflokknum 12-15. Febrúar Kvennalið ÍBV í fótbolta samdi við nokkra leikmenn um að leika með liðinu í sumar.Þrjár landsliðskonur koma frá Lettlandi, Olga Sevcova framherji, Karlina Miksone miðjumaður og Eliza Spruntule varnarmaður. Frá Frakklandi kemur Danielle Tolmais sóknar og miðjumaður en Danielle á að baki landsleik með B-landsliði Frakka. Þá hefur þýski varnartengiliðurinn Hanna Kallmaier samið við félagið. Birgitta Sól Vilbergsdóttir skrifaði undir nýjan samning en Birgitta Sól er að hefja sitt þriðja leiktímabil í eyjum en Birgitta Sól er uppalin í Ólafsvík en stundar nám og akademíu hér í eyjum. ÍBV og Valur náðu samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19 kvenna muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni. Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fór fram í lok febrúar. Þar æfa strákar og stúlkur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa. Við í ÍBV áttum fulltrúa, bæði í stúlkuog strákahópnum, sem við eru ótrúlega stolt af. Í stúlkuhópnum: Herdís Eiríksdóttir og Júnía Eysteinsdóttir. Í strákahópnum: Auðunn Sindrason, Birkir Björnsson, Jason Stefánsson. Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari Íslands U-15 kvenna valdi Bertu Sigursteinsdóttur í landsliðshóp. Berta hefur verið fastagestur í hópnum en í

6

þetta sinn var skorið verulega niður og því ánægjulegt fyrir ÍBV að hún skuli vera valin áfram. Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari Íslands U19 kvenna, valdi loka hóp fyrir þrjá æfingaleiki á La Manga, Spáni. Þórður valdi Kristjönu Sigurz frá ÍBV en Kristjana hefur leikið afar vel fyrir ÍBV síðan hún gekk til liðs við félagið. Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson gera nýja samninga við ÍBV. Bæði gera þau samning til tveggja ára en þau hafa verið hjá ÍBV síðastliðin 2 tímabil. Sunna og Fannar hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðunum okkar og er því gleðilegt og ekki síður mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér krafta þeirra áfram. ÍBV meistaraflokkur kvenna sigraði Bdeild Faxaflóamótsins með sigri á ÍA. Mars ÍBV varð bikarmeistari í handknattleik karla árið 2020. Þetta var í þriðja skipti á síðustu fimm árum og í fjórða skipti alls eftir 26:24 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik í Laugardalshöll. 4. flokkur kvenna varð einnig bikarmeistarar, en þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu HK 2 22-12. ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við Ásgeir Snæ Vignisson. Ásgeir er örvhentur leikmaður, sem getur bæði spilað sem skytta og hornamaður. Hann hefur leikið allan sinn feril með Val en hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur eftir yfirstandandi tímabil. Covid-19, 13. mars var öllum leikjum og æfingum frestað. Sandra Erlingsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við ÍBV. Söndru þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum, enda Eyjamær sem lék m.a. með liði ÍBV á árunum 2016-2018 við góðan orðstír. Sandra náði ekki að spila leiki fyrir ÍBV því hún hélt svo út í atvinnumennsku síðar á árinu. Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Birna er örvhent skytta og hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár, en með landsliðinu hefur hún skorað 88 mörk í 45 leikjum. Birna hefur leikið erlendis í atvinnumennsku frá árinu 2013. Hún hóf atvinnumannaferilinn í


Savehöf í Svíþjóð en hefur síðan leikið með Glassverket IF í Noregi, Aarhus í Danmörku og nú síðast með Neckarsulmer í þýsku úrvalsdeildinni. Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska skrifuðu undir eins árs framlengingu á samningum sínum við ÍBV. Stelpurnar komu til okkar fyrir yfirstandandi tímabil og gerðu 1 árs samninga. Þær hafa spilað stór hlutverk í liðinu og staðið sig með mikilli prýði. Jafnframt hafa þær fundið sig vel í Eyjum og segjast ótrúlega ánægðar með fólkið og stemninguna hérna. Apríl Aðalstjórn ÍBV ákvað að seinka fyrirhuguðum aðalfundi um óákveðinn tíma. Skv. lögum félagsins skal halda fundinn eigi síðar en 1. maí ár hvert en í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar verður honum seinkað. Mikil óvissa í samfélaginu vegna Covid19, Þjóðhátíðarnefnd gaf út yfirlýsingu þar sem vonast var enn eftir því að geta haldið Þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst. Maí Æfingar hófust aftur samkvæmt æfingatöflu í byrjun maí. Samfélagið okkar hafði náð góðum tökum á ástandinu sem ríkt hafði undanfarnar vikur. Áfamhaldandi samstilltar aðgerðir allmennings í að passa upp á sig og hvert annað munu einnig færa okkur nær þeim markmiðum okkar að geta haldið TM - og Orkumót ásamt Þjóðhátíð, en þessir viðburðir verða aldrei nema með þeim takmörkunum sem almannavarnir setja. Frábær viðbrögð við Facebook leik. Áheitin komu sér mjög vel nú þegar margir stórir tekjustofnar félagsins eru í óvissu. Það sem safnast mun renna til barna og unglingastarfs félagsins. ÍBV hefur gengið frá þriggja ára samningi við Sigtrygg Daða Rúnarsson. Sigtryggur leikur sem miðjumaður og skytta en hann er fæddur 1996. Sigtryggur kemur til okkar frá Vfl Lübeck-Schwartau í Þýskalandi en hann hefur leikið í Þýskalandi allan sinn meistaraflokksferil. Hann lék síðast á Íslandi með 4. flokki Þórs á Akureyri, þar sem hann er uppalinn. Sigtryggur lék með EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten áður en hann gekk til liðs við Lübeck sem hann lék með síðasta. Hann hefur jafnframt leikið

þónokkuð af leikjum fyrir yngri landslið Íslands síðustu ár. Júní Vetrarlok ÍBV fóru fram 4. júní. Yngri iðkendur félagsins komu saman í Herjólfsdal og gerðu sér glaðan dag með leikjum og grilluðum pulsum. Margrét Íris Einarsdóttir skrifaði undir 2. ára samning við ÍBV. Margrét Íris hefur leikið 23 meistaraflokksleiki en Margrét hefur átt í erfiðum meiðslum undanfarin 3 ár eftir að illa var brotið á henni í leik. Margrét Íris hefur nú jafnað sig ágætlega af meiðslunum og stefnir ótrauð að spiltíma í sumar. Það var líf og fjör á föstudagskvöldið þegar handknattleiksdeild ÍBV hélt lokahóf meistaraflokka, og 3. flokks karla og kvenna. Dagskrá kvöldsins var með nokkuð hefðbundnum hætti þar sem má nefna ræður Þórs Vilhjálmssonar formanns ÍBV íþróttafélags og Davíðs Þórs Óskarssonar formanns handknattleiksdeildar, verðlaunaafhendingu, heiðrun leikmanna og skemmtiatriði leikmanna. Veislustjóri kvöldsins var fyrrverandi framkvæmdastjóri deildarinnar Viktor Hólm Jónmundsson. 3 leikmenn karlaliðsins hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna og voru þeir heiðraðir á hófinu, þeir eru: Grétar Þór Eyþórsson, Magnús Stefánsson og Sigurbergur Sveinsson. Í öllum flokkum voru veitt 4 verðlaun fyrir keppnistímabilið 2019-20 en það voru verðlaun fyrir fyrir mestu framfarir, efnilegasta leikmann, ÍBV-ara og besta leikmann. Verðlaunahafar voru eftirfarandi: 3.flokkur kvenna: Mestu framfarir: Birta Líf Agnarsdóttir ÍBV-ari: Erika Ýr Ómarsdóttir Efnilegasti leikmaður: Aníta Björk Valgeirsdóttir Besti leikmaður: Aðalheiður Stella Sæmundsdóttir 3.flokkur karla: Mestu framfarir: Sæþór Páll Jónsson ÍBV-ari: Gunnlaugur Hróðmar Tórshamar

7Efnilegasti leikmaður: Gauti Gunnarsson Besti leikmaður: Arnór Viðarsson Meistaraflokkur karla: Mestu framfarir: Arnór Viðarsson ÍBV-ari: Elliði Snær Viðarsson Efnilegasti leikmaður (Fréttabikarinn): Arnór Viðarsson Besti leikmaður: Kristján Örn Kristjánsson (Donni) Meistaraflokkur kvenna: Mestu framfarir: Ásta Björt Júlíusdóttir ÍBV-ari: Ester Óskarsdóttir Efnilegasti leikmaður (Fréttabikarinn): Bríet Ómarsdóttir Besti leikmaður: Sunna Jónsdóttir Pepsi-Max deildin fór af stað með leik ÍBV og Þróttar í meistaraflokki kvenna. Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi Bertu Sigursteinsdóttur í 30 manna úrtakshóp sem kemur saman á Selfossi dagana 29.júní - 2.júlí. TM-mótið í Eyjum 2020 hófst 11.06. Frábært knattspyrnuveður var á mótinu og tókst skipulagið mjög vel í ljósi allra þeirra takmarkana sem voru í samfélaginu. Orkumótið í Eyjum hófst 25.06, mótið fór einstaklega vel fram og mikil ánægja var með allt skipulagið á svæðinu sem og á mótinu sjálfu.

Júlí Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn þann 1. júlí. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikning vegna ársins 2019 og yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Miklar umræður voru um ársreikning félagsins. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins.

Dís, Elísa Elíasdóttir og Sveinn José skrifuðu skrifuðu öll undir samninga við handknattleiksdeild ÍBV.

Stjórn félagsins er skipuð: Þór Í Vilhjálmsson – formaður Björgvin Eyjólfsson Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir Guðmunda Bjarnadóttir Katrín Harðardóttir Snjólaug Elín Árnadóttir – varamaður Stefán Örn Jónsson – varamaður Einnig eiga deildir félagsins tvo fulltrúa í aðalstjórn.

Lokahóf yngri flokka í fótbolta fór fram hjá iðkendum í 4.-8. flokki. Spilaður var fótbolti og farið í leiki í Herjólfshöllinni, að því loknu voru veitingar og viðurkenningar.

Petar Jokanovic, Ásta Björt Júlíusdóttir, Björn Viðar Björnsson, Kristrún Hlynsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Ólöf María Stefándsóttir, Svanur Páll Vilhjámsson og Ívar Logi Styrmisson skrifuðu öll undir nýja samninga við handknattleiksdeild ÍBV. Þjóðhátíð 2020 aflýst og þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis. ÍBV gaf út Þjóðhátíðarlag.

Þjóðhátíðarblað

og

Ágúst Elliði Snær Viðarsson samdi við þýska liðið Gummersbach sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi. Fyrr í sumar var Guðjón Valur Sigurðsson ráðinn þjálfari Gummersbach og vildi hann fá Elliða til liðs við sig fyrir baráttuna í vetur. Sandra Dís, Þóra Guðný, Jonathan Werdelin, Sæþór Páll, Andri Ísak, Amelía

September Meistaraflokkur karla í handbolta sigraði Meistarakeppni HSÍ eftir sigur á Valsmönnum og eru þeir því meistarar meistaranna árið 2020.

4. flokkur kvenna Efnilegust: Íva Brá Guðmundsdóttir, Birna María Unnarsdóttir Framfarir: Sara Margrét Örlygsdóttir ÍBV-ari: Rakel Perla Gústafsdóttir Leikmaður ársins: Embla Harðardóttir 4. flokkur karla Efnilegastur: Viggó Valgeirsson, Haraldsson Framfarir: Kacper Slawomir Bulga ÍBV-ari: Birkir Björnsson

Ólafur

Már

5. flokkur kvenna Framfarir: Thelma Lind Ágústsdóttir ÍBV-ari: Birna Dögg Egilsdóttir, Kristín Klara Óskarsdóttir Ástundun: Ísey Örvarsdóttir 5. flokkur karla Framfarir: Gabríel Snær Gunnarsson, Tómas Sveinsson ÍBV-ari: Guðjón Elí Gústafsson, Heiðmar Þór Magnússon Ástundun: Sigurður Valur Sigursveinsson, Heimir Halldór Sigurjónsson Október Íslandsmeistarar kvenna í handknattleik árið 2000 komu saman í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að þær lönduðu titlinum. En þær eru

9fyrstu Íslandsmeistarar í sögu félagsins í meistaraflokki handboltans. Rifjaðar voru upp skemmtilegar sögur frá þessum tíma en þetta var samheldinn hópur af ungum og óreyndum leikmönnum í bland við eldri og reyndari leikmenn. Ráðið var skipað fólki sem hafði lagt mikla vinnu í kvennahandboltann í mörg ár og var því mikil geðshræring þegar flautað var til leiksloka í síðasta leiknum á móti Gróttu/KR. ÍBV þakkar þeim fyrir komuna og skemmtilega upprifjun.

tímabili, félög fóru í sóttkví og að lokum var tímabilið flautað af eftir þriggja vikna stopp nú í lok október. Liðið var lengi í toppbaráttunni en það er óhætt að segja að fjöldi jafntefla hafi orðið til þess að liðið endaði í 6. sæti með 30 stig. Tvær umferðir voru eftir af Íslandsmótinu þegar það var flautað af ásamt bikarkeppninni en þar var liðið komið í undanúrslit. Þeir sem hlutu viðurkenningar eftir tímabilið:

Nóvember Þjálfarar meistaraflokks og 2. flokks kvenna hafa gert upp nýafstaðið tímabil og valið leikmenn ársins. Síðastliðið tímabil verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir en þó líklega helst fyrir þau áhrif sem covid setti á það, en lokaundirbúningurinn fyrir sumarið fór að mestu fram með 2ja metra bili, stoppa þurfti mótið á miðju tímabili, félög fóru í sóttkví og að lokum var tímabilið flautað af eftir þriggja vikna stopp nú í lok október. Meistaraflokkur endaði í 8. sæti með 17 stig, en tvær umferðir voru eftir af mótinu þegar það var flautað af og féllu út úr bikarnum í 16 liða úrslitum. 2. flokkur endaði í 6. sæti með 12 stig, en áttu 4 leiki eftir þegar mótinu var aflýst ásamt því að komast í undanúrslit í bikar. Þær sem hlutu viðurkenningar eftir tímabilið:

Leikmaður ársins: Jón Ingason Efnilegastur: Tómas Bent Magnússon ÍBV-ari: Ásgeir Elíasson Markakóngur: Gary Martin

Meistaraflokkur Leikmaður ársins: Hanna Kallmaier Efnilegust: Kristjana Sigurz ÍBV- ari: Júlíana Sveinsdóttir Markadrottning: Karlina Miksone 2. flokkur Leikmaður ársins: Þóra Björg Stefánsdóttir Efnilegust: Thelma Sól Óðinsdóttir Mikilvægust: Ragna Sara Magnúsdóttir Þjálfarar meistaraflokks karla hafa gert upp nýafstaðið tímabil og valið leikmenn ársins. Síðastliðið tímabil verður lengi í minnum haft fyrir margar sakir en þó líklega helst fyrir þau áhrif sem covid setti á það, en lokaundirbúningurinn fyrir sumarið fór að mestu fram með 2ja metra bili, stoppa þurfti mótið á miðju

Desember Hanna Kallmaier, Eliza Spruntule, Olga Sevcova framlengdu samninga sína við kvennalið ÍBV ásamt því að Clara Sigurðardóttir og Kristín Erna komu aftur heim til að spila með ÍBV. Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og er að flytja til Eyja með fjölskyldu sína. Þessi öflugi varnarmaður hóf feril sinn eins og allir vita með ÍBV en lék með Örebro, Sandnes Ulf og Holestein Kiel áður en hann sneri aftur til Íslands 2017 til að leika með Val. Hjá Val hefur hann lítið gert annað en að lyfta titlum og vera einn besti leikmaður Íslandsmótsins. Karlalið ÍBV hélt áfram að styrkja sig fyrir komandi sumar og skrifaði undir samninga við Gonzalo Zamorano, Jón Kristinn Elíasson, Sigurð Grétar Benónýson og Jón Jökul Hjaltason. Í lok árs langar mig að þakka öllum þeim starfs-, stjórnar- og nefndarmönnum hjá ÍBV íþróttafélagi fyrir samsatafið á þessum óvenjulegum tímum, ÍBV er ríkt að eiga fólk eins og ykkur að! ÍBV mun taka fagnandi á móti nýju ári sem mun fær félaginu okkar ný tækifæri og nýjar áskoranir. Áfram ÍBV Hörður Orri Grettisson Framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags.

11


12

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


SKEMMTILEGAR MYNDIR FRÁ ÞRETTÁNDANUM Addi í London tók myndirnar

13


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir

NARFI ehf.

14

FRÁR VE 78


SPURT & SVARAÐ Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Það besta sem ég fékk í skóinn var nammi. Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Fátt sem ég hræðist meira. Hvað er skemmtilegast við jólin? Maturinn og jólaljós. Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum? Hamborgarhryggur. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Klárlega. Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Þær eru allar æðislegar. Hefur eitthvað tröll náð þér á þrettándanum? Nei, ég held mig í hæfilegri fjarlægð. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV í handbolta og fótbolta? Í handboltanum eru þær allar frábærar en ég verð að segja Birna Berg Haraldsdóttir og í fótboltanum eru það líklegast Helena Jónsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir.

AMELÍA DÍS EINARSDÓTTIR

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur.

ELMAR ERLINGSSON

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Kertasníkir er í miklu uppáhaldi hjá mér vegna þess að hann gefur bestu gjafirnar. Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Fótboltapakka, ég elskaði að fá fótboltaspil þegar ég var yngri. Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Ég var það alltaf þegar ég var en yngri en veit ekki hvort maður sé það ennþá, það er svo langt síðan maður hitti hjónin. Hvað er skemmtilegast við jólin? Þegar allir eru búnir að borða og sestir í sófann til að fara opna pakkana. Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum? Hamborgarhryggur. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já, það held ég, held að Grýla sé svaka markvörður því hún er með svaka viðbrögð og hún tekur nú frekar mikið af markinu en ég held að Leppalúði sé með svaka markanef og hefur líka líkamann í það að vera framherji. Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Allir eru uppáhaldi hjá mér. Hefur eitthvað tröll náð þér á Þrettándanum? Já Þríhausarnir hafa oft náð mér. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV í handbolta og fótbolta? Í handbolta er hann frændi minn Arnór Viðarsson í uppáhaldi hjá mér enda er hann svaka fyrirmynd fyrir yngri krakka en í fótboltanum er Tómas Bent í uppáhaldi hjá mér, mikið efni þar á ferð. 15


HJARTAÐ FYLLIST HLÝJU Hrefna Díana Viðarsdóttir þjóðfræðingur: Við fengum Hrefnu Díönu Viðarsdóttur, þjóðfræðing, til að skrifa fyrir okkur um þrettándann. Hrefna er höfundur ritgerðarinnar „Maður bíður meira eftir þrettándanum en jólunum“. Við gefum Hrefnu orðið. Hjartað fyllist hlýju Fyrsta minning mín af þrettándanum er af því að sitja háhest á pabba og vera skíthrædd við þessi ógurlegu tröll sem gengu fram hjá og reyndu að teygja sig til mín og heilsa. Næsta sterka minning mín af hátíðinni er þegar ég er sjálf orðin móðir og fæ að endurupplifa hana í gegnum börnin mín. Skemmtilegast fannst mér þó að sjá þessa hátíð með gleraugum þjóðfræðinnar; með vitneskju um þær fornu hefðir sem tengjast hátíðinni og þá virkni sem hún hefur fyrir þátttakendur og áhorfendur. Þessi innsýn gerði upplifunina magnaðri. Hefðir og siðir eru eitt af viðfangsefnum þjóðfræðinga. Við áttum okkur oft ekki á hvað líf okkar byggist upp á endurtekningum og vana, hefðum og siðum. Við endurtekningar á ákveðnum tímamótum, upplifum við samfellu í tíma. Við erum hér og við erum þar, og hjartað fyllist hlýju og minningarnar streyma. Þetta eru endurtekningar eins og að blása á kerti á afmæli sínu, fara spariklæddur á setningu þjóðhátíðar, í jólaboð til ömmu annan í jólum og taka þátt í hátíðarhöldum þrettándans. Í tilefni þrettándans langar mig að deila með ykkur smá fróðleik um gamla siði tengda honum. Ef þið viljið fræðast enn meira um efnið þá mæli ég með ritgerð

16

minni „Maður bíður meira eftir þrettándanum en eftir jólunum!“ Form, hlutverk og þróun þrettándans í Vestmannaeyjum. Ritgerðina finnið þið á skemman.is. Yfirnáttúrulegir hlutir eiga sér stað Fræðin segja að allar breytingar í lífinu eða á árinu kalli á breytingasiði. Helst tengjast þessir árlegu breytingasiðir sumar- og vetrarsólstöðum og vor- og haustjafndægrum. Tímabilið á árinu, milli jóla og þrettándans er umbreytingatímabil af þessu tagi. Þá eiga sér stað siðir sem færa fólkið úr hátíðaástandi jóla aftur í hversdagslegt líf. Þrettándinn markar þannig lok jólanna. Á jaðarhátíðum af þessu tagi er brú talin myndast milli heima. Þá eiga sér stað yfirnáttúrulegir atburðir og vættir eru sagðir fara á stjá. Þetta gerist á hátíðum líkt og á jólunum, þá eru meðtalin áramót og þrettándinn, en á þrettándanum er gáttin að lokast og jólasveinar og aðrar verur fara til síns heima eftir að hafa leikið lausum hala yfir jólin. Þjóðsögur okkar Íslendinga um jóla- og nýársgleði álfa bera vitni um þetta. Yfirnáttúrulegur heimur þjóðsagna okkar er svo lífgaður við í leik á þrettándanum. Að dulbúast og heimsækja vini og nágranna er siður sem þekktist á Norðurlöndum og hér á Íslandi á þessum tíma. Í Noregi var þekktasti dulbúningurinn á þessum árstíma jólahafurinn (geit) (julebukk) sem kom í heimsókn bæði fyrir og eftir jól. Fyrsta heimildin um jólahafurinn er frá árinu 1646. Í elstu heimildinni er þeim dulbúna lýst sem svo að hann hafi haldið spýtu upp fyrir haus og hulið sig,


og spýtuna, með teppi og hrætt lítil börn. Seinni tíma heimildir staðfesta einnig að dulargervið hafi verið notað til að hræða börn. Frá nítjándu öld er einnig til mikill fjöldi frásagna um julebukk siði. Geitin var þá helst leikin af hávöxnum manni með skinn af geithafri yfir sér, með horn á höfði og mikið skegg. Auk þess hafði hann stundum bjöllu um háls sér og gekk hann annað hvort einn eða oft fremstur í hópi grímuklæddra manna sem fóru á milli bæja frá öðrum degi jóla allt til 13. janúar. Þessi geitardulbúningur þekktist víðar, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Í Finnlandi var siðnum lýst árið 1926 á þá leið að einhver úr þorpinu klæddi sig upp sem nuuttipukki (eða nuutti geit) og var hann þá vafinn gæru auk þess sem hann bar grímu og horn, eins og julebukk í Noregi. Auk þess hafði hann á sér bjöllu og barefli úr stráum ef einhver skildi reyna að hafa af honum skeggið. Eins og julebukk fór nuuttipukki svo um bæinn með kannski tvo með sér sem báðu um leyfi til að fá að koma inn í hús. Einnig er vert að minnast á Krampus. En í Austurríki þekkjast þjóðsögur er segja frá Krampus en hann er ekki ólíkur nuuttipukki og julebukk þar sem hann er með horn og oft með birkihríslu og bjöllu. Krampus refsar óþekkum börnum, setur þau í poka til að gæða sér á þeim um jólin, líkt og íslenska Grýla okkar. Heimsóknir og blysfarir í Eyjum Dulbúningarog heimsóknarsiður þekktist í Vestmannaeyjum í kringum aldamótin 1900 og einnig á Gjögri, Barðaströnd og Þingeyri. Í Eyjum fór fólk saman í hóp á vökunni eða „Milli þrettánda og vertíðar“, grímuklætt á milli húsa. Hver hópur, sem í voru sirka 5-12 manns, hafði með sér „túlk“ eins og hann kallaðist, en sá var ekki grímuklæddur. Í hópnum voru bæði karlmenn og kvenmenn, helst þó unglingar. Hlutverk túlksins var að tala fyrir hópnum og biðja leyfis að fá að koma inn fyrir. Þeim grímuklæddu var oftast vel tekið og boðið inn og þá spreytti heimilisfólkið sig á því að þekkja þá og úr því varð oft mikil skemmtun. Eftir það voru gestunum yfirleitt boðnar góðgjörðir eins og efni

stóðu til á hverjum bæ. Samkvæmt Vigfúsi Ólafssyni frá Gíslholti (19182000) kom stundum einhver með harmóniku „og var þá rýmt til þar sem pláss var nokkuð, og farið að dansa dálitla stund, og hafði heimilisfólkið ásamt gestunum oft mjög gaman af.“ Árni Árnason símritari (1901-1962) segir að ástæða þess að óleyfilegt var að ganga í hús með grímu án túlks var sú að hættulegt atvik átti sér stað árið 1872-73 þegar minnstu mátti muna að einn hinna grímuklædda yrði drepinn með byssu heimilismanns af ótta. Blysfarir þekktust einnig á þrettándanum en þá gengu Eyjamenn víða um eyjuna á eftir blysberanum sem var alltaf grímuklæddur. Samkvæmt Árna símritara varð svo breyting á þessum blysförum árið 1901 þegar álfakóngur- og drottning fóru að sjást í Eyjum líklega undir áhrifum af reykvískum siðum. Samkvæmt Sigfúsi M. Johnsen (1886-1974) var álfakóngurinn á fyrstu blysförunum venjulega hæsti maðurinn í Vestmannaeyjum en næsthæsti fór með hlutverk álfadrottningarinnar. Þarna eru skýr líkindi við julebukk-sið Norðmanna. Allir þátttakendur voru grímuklæddir og í hópnum mátti sjá vætti eins og margýgi og skrímsli. Þegar göngu var lokið orðar Vigfús Ólafsson það svo að álfarnir hafi farið að týnast heim til sín hver af öðrum þegar lítið bæri á, því þeir dulbúnu vildu oft losna fljótt úr klæðunum því búningarnir voru stundum töluvert þungir og erfiðir. Sumir voru þaktir þangi, aðrir skeljum eða kuðungum. Enn aðrir báru flegið höfuðleður af kú sem grímu.

yfirvaldi, hrekkja, hræða og brjóta gegn viðteknum venjum. Þátttakan styrkir einingu hvers hóps, þeir skemmta sér og þeim líður vel með að gefa til baka til samfélagsins. Hátíðarhöldin sameina samfélagið og undirstrika sérstöðu þess. Þessi siður er endurtekinn ár eftir ár. Fullorðnir ganga í barndóm og fylgja börnum sínum út í myrkrið til að kveðja forynjur og jólasveina. Þetta árið verður þó því miður breyting á. Nú stöndum við sameinuð á umbreytingartímum, en ekki vegna vetrarsólstaða, heldur er smá Covid púki eitthvað að hrekkja okkur. Í þessum aðstæðum gæti einhverjum þótt gott að vita af því, að í öruggu skjóli heimilis síns er hægt að hjúfra sig undir teppi og horfa á heimildarmynd okkar Sighvatar Jónssonar og Geirs Reynissonar, Þrettándinn, sem nú er aðgengileg í VOD-leigum Símans og Sýnar. Einnig má horfa á hana í gegnum streymisveitu Vimeo On Demand með enskum og íslenskum texta: https://vimeo.com/ondemand/thethirte enth Gleðilegan þrettánda.

Hátíðarhöldin sameina samfélagið Enn þann dag í dag bera Eyjamenn grímur og skinn til að dulbúast á þrettándanum, jólasveinarnir bera nú blysin en álfarnir sjá um dansinn. Þeir sem taka þátt í þessum sið upplifa frelsi í leik sínum, það má skopast að yfirvaldi, hrekkja, hræða og brjóta gegn viðteknum venjum. Þátttakan styrkir einingu hvers hóps, þeir skemmta sér og þeim líður vel með að gefa til baka til samfélagsins. Hátíðarhöldin sameina samfélagið og undirstrika sérstöðu þess. Þessi siður er endurtekinn ár eftir ár. Fullorðnir ganga í barndóm og fylgja börnum sínum út í myrkrið til að kveðja forynjur og jólasveina.

17


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir Þórunn Sveins

Bíla og vélaverkstæði

HARÐAR OG MATTA

HELLUGERÐ AGNARS

Bylgja VE 75

18


SKEMMTILEGAR MYNDIR FRÁ ÞRETTÁNDANUM Addi í London tók myndirnar

19


MIKILVÆGAR HEIMILDIR STRAX ÁRI SEINNA Sighvatur Jónsson þakklátur fyrir að heimildarmyndin Þrettándinn var kláruð í fyrra Þrettándinn, heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum, var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Vestmannaeyjum og Reykjavík 27. desember 2019. Höfundar myndarinnar eru Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir. Upptökur fóru fram í kringum þrettándann í Vestmannaeyjum á árunum 2015 til 2019. Þrettándagleði ÍBV 2019 fór fram föstudaginn 3. janúar og myndin var sýnd á Stöð 2 tveimur sólarhringum síðar, sunnudagskvöldið 5. janúar. Heimildarmyndin Þrettándinn er tileinkuð um 200 sjálfboðaliðum sem koma að skipulagi og framkvæmd hátíðarinnar sem hefur verið haldin óslitið frá árinu 1948. Í myndinni er rætt við fólk sem hefur komið að starfinu í mörg ár og jafnvel áratugi. Hún er mikilvæg heimild um sögu og þróun þrettándagleðinnar í Eyjum sem Eyjamenn hafa haldið gangandi kynslóð fram af kynslóð.Sighvatur er þakklátur

fyrir að það hafi tekist að ljúka framleiðslu Þrettándans fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. „Ég er mjög ánægður að hafa klárað tvær stórar heimildarmyndir á síðasta ári, annars vegar Þjóðhátíðarmyndina Fólkið í Dalnum sem við Skapti Örn Ólafsson gerðum og frumsýnd var 12. júlí 2019, og hins vegar myndina Þrettándinn,“ segir Sighvatur. Hvorki Þjóðhátíð né Þrettándi ári eftir frumsýningu „Við höfum öll gengið í gegnum sérstaka Covid-tíma á árinu 2020. Ég hefði ekki trúað því ef einhver hefði spáð því við frumsýningu beggja mynda að hvorki þjóðhátíð né þrettándi færu fram með hefðbundnum hætti að ári liðnu, þessar tvær merku menningarhátíðir Vestmannaeyja,“ segir Sighvatur. Hann segir þessar sérstöku aðstæður minna enn frekar á mikilvægi þess að varðveita heimildir um

Einstakt skot úr myndinni af jólasveinunum ganga niður fjallið Há á þrettándanum 2015. Skjáskot/SIGVA media

20

menningartengda viðburði sem okkur hættir til að taka sem sjálfsögðum hlut. Það sé síður en svo sjálfsagt að endurnýjun verði í hópi sjálfboðaliða sem koma að hátíðunum tveimur, sem báðar séu rósir í hnappagöt Vestmannaeyja og ÍBV-íþróttafélags. „Margt getur skolast til varðandi heimildir og frásagnir á einungis nokkrum áratugum. Það er okkur höfundum Þrettándans mjög minnisstætt hversu mikil vinna fólst í því að sannreyna staðreyndir og ártöl. Dæmi um það er hvenær Grýla og Leppalúði tóku fyrst þátt í þrettándanum í Eyjum. Í lokaútgáfu handriti sögumanns segir að illu hjónin hafi komið fyrst á þrettándagleðina í Eyjum „upp úr 1960.“ Þetta var niðurstaðan eftir að við bárum viðtöl myndarinnar saman við aðrar heimildir, meðal annars upplýsingar úr viðtölum sem Hrefna Díana tók við vinnslu þjóðfræðiritgerðar um

Þríhöfðinn hrellir Sighvat við myndatöku á þrettándagleðinni. Skjáskot/SIGVA media


þrettándagleðina. Við fengum hrós fyrir nákvæmnisvinnu frá fólki sem hefur lengi aðstoðað Grýlu og Leppalúða. En það truflaði fullkomnunaráráttu kvikmynda-Þríhöfðans, eins og við höfundarnir höfum kallað okkur í gríni, að geta því miður ekki bundið þennan stórmerka viðburð við ákveðið ártal vegna misræmis heimilda.“ segir Sighvatur. Áratugur frá leyniupptöku að frumsýningu Sighvatur segir lífið hafa kennt sér að tilviljanir séu ekki til. Hann nefnir sem dæmi vinnu við enska þýðingu og íslenskan skjátexta myndarinnar sem lauk nýlega. Þá uppgötvaði Sighvatur í fyrsta sinn að frumsýningardagur Þrettándans á Stöð 2, 5. janúar 2020, var nákvæmlega tíu árum, upp á dag, eftir sögulega upptöku efnis sem birtist í blálok myndarinnar.„Á síðustu sekúndum heimildarmyndarinnar sjást Grýla og Leppalúði í stúdíóinu mínu á Vestmannabraut 37, þar sem við fjölskyldan bjuggum fyrst eftir heimflutninginn til Eyja haustið 2008. Á þrettándanum 2010 var bryddað upp á þeirri nýjung að gömlu hjónin komu gangandi úr helli sínum í fjallinu Há til móts við jólasveinana. Fram að því höfðu þau ávallt beðið sona sinna við upphaf göngunnar á þrettándavagninum með tröllunum. Geir leitaði til mín með þá hugmynd að taka upp samtal Grýlu og Leppalúða áður og spila það í hljóðkerfinu á vagninum.“Sighvatur segir að gömlu

hjónin hafi tekið þessu erindi vel. „Þau kíktu í kaffi til mín vegna þessarar upptöku 5. janúar 2010. Þetta átti eingöngu að vera hljóðupptaka þar sem Grýla og Leppalúði öskruðu hvort á annað með misfögrum orðum eins og þau eiga til að gera. Þegar hamagangurinn hófst rann upp fyrir mér hversu söguleg stund þetta var. Ég var að taka upp samtal Grýlu og Leppalúða á ósköp venjulegum þriðjudegi fyrir þrettánda. Mér rann blóðið til skyldunnar, ég kveikti í laumi á tökuvél undir lokin og náði þessum sögulegu römmum af gömlu hjónunum við hljóðnemana.“ Þrettándinn á ensku og íslensku Sighvatur segir að þessi upptaka í ársbyrjun 2010 hafi átt stóran þátt í því að hann og Geir fóru að hugleiða frekari heimildasöfnun um ævintýraheim þrettándagleðinnar í Eyjum. Tveimur árum síðar gerði Hrefna Díana þjóðfræðiritgerð um þrettándann í Vestmannaeyjum. Formlegar upptökur heimildarmyndarinnar hófust svo á þrettándagleði ÍBV 2015. Þá voru liðin fimm ár frá þessari sögulegu upptöku með Grýlu og Leppalúða. Upptökum lauk á þrettándanum 2019 og myndin var frumsýnd fimm árum eftir að upptökur hennar hófust.„Annað er mér líka mjög ofarlega í huga frá upptökunni með Grýlu og Leppalúða 2010. Þau höfðu á orði að það væri nú frekar dauft hjá mér kaffið. Svokallað Grýlukaffi ku víst vera í sterkari kantinum,“ segir Sighvatur brosandi

Myndin hefur verið textuð á ensku og íslensku. Í þessu atriði er rætt um vonda lykt af fötunum hennar Grýlu. Skjáskot/SIGVA media

Hann minnir að lokum á að heimildarmyndin Þrettándinn er aðgengileg í VOD-leigum Símans og Sýnar. Einnig er hægt að horfa á myndina í gegnum streymisveitu Vimeo On Demand með enskum og íslenskum texta: https://vimeo.com/ondemand/thethirte enth

Höfundar Þrettándans á lokasýningu myndarinnar. Frá vinstri Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir

Sögulegt skot af Grýlu og Leppalúða sem var tekið í stúdíói hjá Sighvati nákvæmlega 10 árum áður en myndin var frumsýnd í sjónvarpi. Skjáskot/SIGVA media

21


22

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


SPURT & SVARAÐ Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Ilmvatn. Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Nei bara smá. Hvað er skemmtilegast við jólin? Jólamaturinn, pakkarnir og jólacozyið. Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum? Hamborgarhryggur. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já sá þau einu sinni í fótbolta, en Grýla er betri. Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Erfitt að velja allar í miklu uppáhaldi, en Thelma mín stendur uppúr. Hefur eitthvað tröll náð þér á Þrettándanum? Já mjög oft. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV í handbolta og fótbolta? Ásta Björt í handboltanum, en allar í fótboltanum eru í uppáhaldi.

SUNNA EINARSDÓTTIR

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Giljagaur og Kertasníkir eru bestir.

DAGUR EINARSSON

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Giljagaur, svo er Kertasníkir líka í miklu uppáhaldi því hann gefur bestu gjafirnar. Hvað var það besta sem þú fékkst í skóinn? Það besta var Arsenal búningur frá kertasníki. Áfram Arsenal! Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Þau geta verið óhugnaleg sérstaklega þegar Grýla ætlar að taka mann í pokann sinn. Hvað er skemmtilegast við jólin? Það er allt skemmtilegt en það sem stendur uppúr myndi ég segja væri klárlega maturinn. Hvað er í matinn hjá ykkur á jólunum? Hamborgarhryggur. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já ég held að þau séu mjög góð í boltanum og gætu náð langt þrátt fyrir aldur. Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn hjá ÍBV? Þeir eru allir frábærir og ég held að það sé ekki hægt að velja einhvern einn svo ég ætla að segja allir. Hefur eitthvað tröll náð þér á Þrettándanum? Nei ég er einfaldlega of snöggur. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV í handbolta og fótbolta? Í handboltanum væri það minn maður Arnór Viðarsson og í fótboltanum líka minn maður Eyþór Orri Ómarsson. 23


ÁN YKKAR VÆRI EKKERT ÍBV Kári Kristján Kristjánsson Íþróttamaður Vestmannaeyja 2019 Kára Kristján Kristjánsson þarf vart að kynna fyrir lesendum þessa blaðs, hann er einn skemmtilegasti karakterinn í íslensku íþróttalífi en hér í Eyjum er hann líka þjálfari, yfirþjálfari, faðir og allt þetta venjulega. Kári var einnig valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2019, þar sem hann átti mjög gott ár. Kári hefur átt stórkostlegan feril í handboltanum, sem virðist engan enda ætla að taka. Kári hefur tekið þátt í Ólympíuleikum, nokkrum heimsmeistaramótum og fleiri Evrópumeistaramótum. Kári er í leikmannahópi Íslands sem undirbýr sig fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Hjá ÍBV er Kári yfirþjálfari í handbolta og sinnir einnig þjálfun yngri flokka. Við spjölluðum við Kára um árið, sem var viðburðaríkt hjá honum en ásamt því að fara á stórmót, verða bikarmeistari og vera valinn Íþróttamaður Vestmannaeyja þá átti hann stórleik á

24

Stöð 2 Sport þar sem hann kom reglulega með innslög tengd íþróttum úr bílskúrnum sínum. Hræðilegt korter gegn Ungverjum Árið byrjaði skemmtilega hjá Kára sem hélt á EM með landsliðinu okkar, þar sem þetta var á tímum fyrir Covid-19 þá voru margir Íslendingar og þar af margir Vestmannaeyingar sem lögðu leið sína til Svíþjóðar að fylgjast með liðinu. Kári segir mótið hafa verið mikla upplifun. „Þetta var mjög kærkomið. Mér fannst ég eiga innistæðu fyrir því að mæla mig við þá bestu aftur,“ sagði Kári en hann var ekki valinn í lokahóp landsliðsins fyrir HM árið áður." „Við byrjuðum mótið hrikalega vel fyrir framan troðfulla höll af Dönum og unnum heims- og Ólympíumeistara

Dana. Það var einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað og er mjög stoltur af,“ sagði Kári en hann skoraði fjögur mörk í 31:30 sigri á Dönum og skildi tæplega 10 þúsund Dani eftir í sárum." Mótið hélt áfram en Kári segir að slæmur 15 mínútna kafli gegn Ungverjum hafi reynst dýrkeypt. „Við unnum Rússa sannfærandi í næsta leik en eigum svo hræðilegt síðasta korter á móti sterku liði Ungverja í þriðja leiknum okkar sem reyndist ótrúlega dýrkeypt. Sportið maður, sportið.“ Tapið gegn Ungverjum gerði það að verkum að Íslendingar fóru stigalausir inn í milliriðilinn og urðu Danir mjög reiðir okkur Íslendingum í leiðinni þar sem þeir fóru ekki upp úr riðlinum. Kári segir samt mótið hafa verið ágætt, liðið komst í milliriðilinn og frækinn sigur á Dönum er ekki eitthvað sem gerist á hverju móti.


„Það er alltaf þægilegt að vera á Norðurlöndunum í svona verkefnum, en árangurinn var þó ekki eins góður og við gerðum okkur vonir um. Þetta er á topp 5 listanum yfir stórmót sem ég hef farið á,“ Kári segir þó að liðið hafi átt eitthvað inni. „Við vildum meira, það er ekki nokkur spurning.“ Liðið hlaðið sigurvegurum Mótinu lauk í janúar en í febrúar hóf ÍBV það sem átti eftir að vera mögnuð sigurganga með 7 marka sigri á Íslandsmeisturum Selfyssinga. Næstur var leikur við FH-inga sem var ótrúlegur. FH-ingar voru að pakka saman leiknum, leiddu með sjö mörkum þegar 20 mínútur voru eftir, en þá gerðist eitthvað í höllinni í Vestmannaeyjum. Smám saman minnkuðu Eyjamenn muninn, sem gufaði fljótt upp. Stemningin í húsinu var engu lík. Liðið tryggði sér sæti í Laugardalshöllinni með þessum sigri. „Þessi leikur var algjör rússíbani og ég verð að segja að aðra eins stemningu í húsinu í seinni hálfleik hef ég varla fundið. Fólk varð gjörsamlega sturlað uppi í pöllum og drógu liðið áfram inn í Laugardalshöll,“ sagði Kári sem átti sinn þátt í sigrinum með 3 mörkum. Eyjamenn héldu áfram sigurgöngu sinni fram að undanúrslitunum í höllinni en liðið fékk Hauka upp úr hattinum, liðið sem hafði einnig verið andstæðingur ÍBV í tvö skipti á undan í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins. Voru leikmenn sigurvissir?

„Við fórum með tölfræðina með okkur inn í þá helgi. Bandalagið tapar ekki í Laugardalshöllinni,“ sagði Kári en liðið hafði unnið 5 leiki í röð í Laugardalshöllinni í undanúrslitum og úrslitum bikarsins, en nú eru þeir 7 í röð. Kári segir að lið ÍBV hafi verið hlaðið sigurvegurum og það hafi skipt máli. „Liðsheildin í okkar liði var einfaldlega sú besta og vorum við hlaðnir sigurvegurum. Þegar þessi blanda mætir í svona stóra leiki eru líkurnar hagstæðar.“ Eins og heitur hnífur í gegnum smjör Eyjamenn höfðu verið á mikilli siglingu í deildinni og höfðu unnið FH, Selfoss og Hauka tvisvar sinnum t.a.m. í sigurhrinu liðsins þegar kom að úrslitaleiknum við Stjörnuna. Kári vill þó ekki meina að margir hafi búist við öruggum sigri ÍBV gegn Stjörnunni. „Er alls ekki sammála því og held að það hafi alls ekki verið almanna rómur. Stjarnan er með virkilega öflugt lið og með Tandra Má sem er einn besti leikmaður á landinu, í broddi fylkingar bæði í vörn og sókn. Þetta var týpískur úrslitaleikur með mikla spennu þar sem að við sköpuðum okkar eigin heppni í lokin og kláruðum dæmið,“ sagði Kári en það var alls ekki einfalt. 15:17 var staðan þegar korter var eftir, voru menn skjálfandi? „Kannski í næsta lífi...“ 24:24 var staðan, þegar Kári var sendur

á vítalínuna til að koma Eyjamönnum yfir, hvað fór í gegnum hausinn á honum? „Minn helsti kostur sem leikmaður er sá að ég bý yfir svo takmarkaðri núvitund. Þannig að þetta kom bara beint af æfingasvæðinu og rann í gegn eins og heitur hnífur í gegnum smjör,“ sagði Kári en hann skoraði sitt fjórða mark og kom Eyjamönnum í frábæra stöðu. Fannar Þór Friðgeirsson skoraði síðan markið sem geirnegldi sigurinn og allir trylltust í stúkunni á þessum síðasta stóra viðburði áður en Covid-19 bylgjan skall á. Kári segir þennan titil hafa verið sætan. „Þessi var alveg ógeðslega sætur og að vera fyrirliði fyrir eyjuna mína og verða meistari með öllu fólkinu sínu. Ómetanlegt.“ Seljum okkur rándýrt í átt að titli Kári fer ekki leynt með að hann er spenntur að fá að fara af stað í deildinni aftur eftir pásuna löngu, sem virðist engan enda ætla að taka. „Þetta tímabil er búið að vera í einni steik hjá öllum flokkum. Það er gersamlega ómögulegt að spá fyrir um hvað muni gerast það sem eftir lifir. Það er þó nokkuð ljóst að við munum selja okkur rándýrt í átt að titli,“ sagði Kári en ÍBVliðið hafði farið vel af stað í deildinni og unnu t.a.m. frábæran sigur á deildarmeisturum Vals. Kári er eins og áður segir í leikmannahópi Íslands í undirbúningi fyrir HM í Egyptalandi sem fer fram í janúar. Hann segir það vera góða tilfinningu að vera hluti af landsliðinu. „Það að vera hluti af bestu handboltamönnum Íslands í hvert skipti er alltaf ógeðslega góð tilfinning. Mæli með því og vona að sem flestir af okkar ungu leikmönnum stefni að því,“ sagði Kári en aðspurður hve langt liðið gæti náð á mótinu var hann fáorður. „Voðalega.“ Að lokum vildi Kári koma á framfæri þökkum til stuðningsmanna ÍBV sem studdu vel við bakið á liðinu á árinu. „Án ykkar væri ekkert ÍBV.“

25


26

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskirSendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Vestmannaeyjabær


Millions discover their favorite reads on issuu every month.

Give your content the digital home it deserves. Get it to any device in seconds.