Helena Jónsdóttir, leikmaður meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu:
Spilaði með U-15 landsliðinu í Hanoi, Víetnam Helena hefur lengi vel verið efnileg í knattspyrnu og var það ljóst snemma að hún hefði hæfileika og keppnisskap til þess að ná langt í íþróttinni. Á þessu ári fékk hún eldskírn með meistaraflokki og fór einnig í landsliðsverkefni til Víetnam með U-15 ára landsliði kvenna. 17 tímar í flugvél og fátæktin mikil í Hanoi Í ágúst flaug Helena til Víetnam með landsliðinu í hennar aldursflokki, við báðum Helenu um að senda okkur nokkrar línur frá ferðinni en menningin í Víetnam er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast hér á Íslandi.
mót þá stóðu margir starfsmenn í kringum þetta og allir leikirnir voru sýndir í beinni útsendingu á netinu. Stúkan var ágætlega mönnuð og þar af voru fjórir Íslendingar sem fóru út sem stuðningsmenn.“ „Aðstæðurnar voru mjög fínar, það voru þrír fótboltavellir á svæðinu og við fengum stóran klefa á vellinum. Mér fannst geggjað að hafa farið í þessa ferð og
„Reynslan eftir fótboltasumarið mun nýtast mér vel í framtíðinni, þar sem þar er spilað á miklu hraðara tempói og leikmennirnir eru sterkari.“ Leiðinlegt að missa úr leikjum með jafnöldrum Hvað var það sem Helenu fannst erfiðast á leiktíðinni? „Mér fannst margt erfitt við tímabilið. Ég varð t.d. ótrúlega stressuð þegar okkur Rögnu var sagt að við værum að fara að byrja okkar fyrsta meistaraflokksleik. Það var heldur ekki auðvelt að vera meðal neðstu liðanna í deildinni. Við sýndum þó að við ætluðum að halda okkur uppi og það gerðum við. Auðvitað var líka leiðinlegt að hafa misst úr nokkrum leikjum með jafnöldrum mínum í sumar en það þarf víst líka að passa upp á álagið.“
„29. ágúst flaug ég til Víetnam með U-15 ára landsliði kvenna, þetta var í fyrsta skipti sem U-15 ára landslið kvenna á Íslandi tekur þátt í móti. Ferðalagið var ótrúlega langt og reyndi það mikið á þolinmæðina og líkamann. Við millilentum tvisvar og fórum þar af leiðandi í þrjú flug. Fyrsta flugið var til Kaupmannahafnar í sirka þrjá klukkutíma, næst flugum við til Bangkok í góða 11 tíma. Síðasta flugið var til Hanoi í tæpa tvo klukkutíma,“ sagði Helena en Ísland hefur verið eitt af þeim landsliðum sem er leiðandi í því að finna verkefni fyrir U-15 ára landslið kvennamegin undanfarin ár, þar sem knattspyrna kvenna á undir högg að sækja víða erlendis, þá sérstaklega í yngri landsliðum. „Þegar við vorum lentar í Hanoi beið okkar 40 mínútna rútuferð upp á hótel. Hótelið var fínt en um leið og maður kom út af hótelinu var ótrúlega mikil fátækt og ef fólk bjó ekki á götunni, þá bjó það í þéttum, pínulitlum og alls ekki traustvekjandi húsum. Mér fannst maturinn ekkert sérstakur þar sem það var oft það sama á hlaðborðinu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Ég var líka orðin frekar þreytt á að borða núðlur og melónur í morgunmat á hverjum morgni.“ Pínulitlar og snöggar Á mótinu kepptu Íslendingar við gestgjafana frá Víetnam, Hong Kong og síðan til Mjanmar. Spilað var á sunnudegi, þriðjudegi og fimmtudegi og því ágætis hvíld á milli leikja. „Liðin sem við kepptum við voru ekki eins góð og ég bjóst við fyrir utan Mjanmar liðið, leikurinn við þær endaði 1:1. Stelpurnar í hinum liðunum voru eiginlega allar pínulitlar en mjög snöggar. Þrátt fyrir að þetta hafi verið fjögurra liða
„Mér fannst ganga ágætlega í sumar, en ég hefði auðvitað viljað vinna fleiri leiki. Við lentum í óþæginlegri stöðu í seinni hluta tímabilsins og vorum við í fallhættu en náðum þó að bjarga okkur úr henni. Í bikarkeppninni hefði verið fínt ef við hefðum fengið aðeins auðveldari andstæðing heldur en Val í fyrstu umferð en það er bara eins og það er,“ sagði Helena en Valskonur urðu auðvitað Íslandsmeistarar á tímabilinu.
mikill heiður að hafa fengið að spila með þessu liði. Þetta er reynsla sem mun pottþétt hjálpa mér auk þess að hafa skapað margar skemmtilegar minningar.“ Reynslunni ríkari eftir fótboltasumarið Helena spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki á árinu, 13 leiki í Pepsi Max deildinni og einn í Borgunarbikarnum. Hvernig var að leika sína fyrstu leiki? „Mér fannst mjög gaman en á sama tíma smá stressandi að spila mína fyrstu meistaraflokksleiki þar sem maður vill alltaf standa sig. Ég myndi segja að ég sé heldur betur reynslunni ríkari eftir fótboltasumarið þar sem ég keppti á móti mörgum reynslumiklum og góðum stelpum,“ sagði Helena en hún vill líka meina að hún hafi þroskast sem leikmaður á tímabilinu. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið á árinu sem leikmaður, bæði líkamlega og andlega. Einnig var það mikið stökk að fara úr 3. flokki upp í meistaraflokk.“ Hvernig fannst Helenu ganga í sumar?
Hvað var það sem Helenu fannst standa upp úr á leiktíðinni? „Það sem stóð helst upp úr þetta tímabilið var auðvitað fyrsti leikurinn, allar ferðirnar og sigrarnir í sumar og bara hversu vel eldri stelpurnar í meistaraflokki tóku okkur yngri stelpunum þar sem við vorum nokkrar að stíga okkar fyrstu skref.“ Að lokum báðum við Helenu um að segja okkur hver mesta fyrirmynd hennar væri í boltanum. „Helsta fyrirmyndin mín er Sif Atla. Hún er frábær varnarmaður og mér finnst hún oftar en ekki standa upp úr eftir landsleiki. Mér fannst gaman að hafa fengið að spila með Sísí og Cloe í sumar og svo finnst mér Caroline geggjaður karakter bæði innan og utan vallar,“ sagði Helena að lokum en það verður gaman að fylgjast með Helenu á næstu árum á hennar íþróttaferli.
11