Þrettándablaðið 2020

Page 1

Þ R E T TÁ N DA BLAÐIÐ

2020


Knattspyrnudeild ÍBV Þrettándablaðið Útgefandi: ÍBV Íþróttafélag Umsjón: Jón Ólafur Daníelsson Ljósmyndir: Addi í London // Sigfús Gunnar Blaðamaður: Guðmundur Tómas Sigfússon Umbrot: Leturstofan Prentun: Prentun.is - Stafræna prentsmiðjan Ábyrgðarmaður: Jón Ólafur Daníelsson

2


Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur í Landakirkju:

Vitringarnir þrír Nú þegar jólin eru að kveðja þá göngum við aftur inn í hið daglega amstur. Við höfum vonandi öll heyrt jólaboðskapinn og meðtekið hann, og þegar við snúum aftur til hversdagsleikans megum við geyma hann í brjósti og biðja þess að hann örvi trú í hjarta. Þrettándinn setur ekki bara álfa og tröll í kastljósið, heldur líka vitringana. Þrír góðlegir og vitrir menn sem gáfu hinum nýfædda Jesú, gull, reykelsi og myrru, ekki bull, ergelsi og pirru eins og misskilningurinn hjá Rebba í sunnudagaskólanum snérist um. En hverjir voru þessi vitringar eiginlega? Við vitum í raun ekki svo mikið um þá. Það er ekki ýkja nákvæm lýsing á þeim í biblíunni, þar er ekki talað um hversu margir þeir voru, þar er ekki minnst á nöfn þeirra, ekki einu sinni hvort þeir voru karl- eða kvenkyns. Við þurfum ekki endilega að trúa að vitringarnir hafi verið þrír eða tólf. Við þurfum ekki að vita hvort þeir voru frá Eþíópíu, Íran eða Kína. Því ein af hinum táknrænu merkingum

sjálf – eins og vitringarnir - og snúa síðan til okkar heima, til hversdagsins, með reynslu af hinu stórkostlega í veganesti. Við erum frjáls að því að túlka þessa vitringa eftir okkar hætti, en tilvera þeirra er tilvera mín og þín. Við erum í sporum þessara manna. Þegar við íhugum sögu þeirra er saga okkar endursköpuð. Þegar þeir lúta Jesú í lotningu beygjum við okkar líf með þeim. Við lok jóla lítum við til vitringanna þegar þeir snéru aftur til síns heima eftir stórmerkilega upplifun í Betlehem. Þeir voru búnir að koma gjöfunum til skila og engu þurftu þeir að skila, nema þá helst kjarnyrtum kærleiksboðskap til þeirra sem biðu þeirra heima. vitringanna er að við öll erum ferðalangar í tíma. Að markmið lífsgöngu allra sé eins og langferð vitringanna til móts við barnið, til að mæta Jesú í tíma og í veruleika. Okkar köllun er að gefa það, sem okkur er mikilvægt, af okkur sjálfum, já okkur

Guð gefi þér og þínum gleði og kærleiksríka tíma á nýju ári. Guðmundur Örn Jónsson Prestur í Landakirkju

3


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Gleðilegt nýtt ár

Landsbankinn

4

landsbankinn.is

410 4000


Hörður Orri Grettisson skrifar:

Annáll árið 2019

Uppbyggingarstarf félagsins gekk mjög vel árið 2019, fjölmargir titlar skiluðu sér í hús á árinu ásamt því að fjöldi iðkenda spilaði fyrir Íslands hönd á árinu. Árið 2019 gekk upp og ofan hjá meistaraflokkum félagsins en ungir iðkendur fengu þó fleiri tækifæri en áður sem er vel. Viðburðir félagsins stóðust væntingar og töluverðar breytingar urðu á stjórnun félagsins.

Janúar

Árið hjá félaginu byrjaði að vanda á Þrettándahátíð ÍBV og Íslandsbanka sem Vestmannaeyjabær hjálpar okkur að halda. Þrettándinn í Vestmannaeyjum er glæsilegasti þréttándinn á landinu og eiga þeir sem koma að framkvæmd hans miklar þakkir skyldar. Sigríður Lára Garðarsdóttir var valin í lokahóp A-landsliðs Íslands fyrir æfingaleik gegn skotum á La Manga sem var líka fyrsti leikur liðsins undir stjórn Jóns Þórs og Ian Jeffs. Þau Eyþór Orri Ómarsson og Clara Sigurðardóttir voru einnig valin á úrtaksæfingar hjá KSÍ, Clara í úrtakshóp U-17 og Eyþór í U-16. Eyjafréttir völdu Sjálfboðaliðann Eyjamann ársins fyrir árið 2018. Sjálfboðaliðinn er það sem drífur félag eins og okkar áfram og gerir okkur kleift að starfa eins og við gerum í dag. Það er gaman að þessi stóri hópur sem stendur að öllum félagsmálum í Vestmannaeyjum hafi fengið viðurkenningu og væri gott ef allir

sjálfboðaliðar klappi sér á bakið fyrir sitt framlag á árinu sem var að líða og fyrir öll árin þar á undan. Meistaraflokkur karla í handbolta fékk pýramídann fyrir framlag sitt til íþróttamála og leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn eiga mikið hrós skilið fyrir mikla skemmtun árið 2018 þar sem strákarnir sigldu heim með þrjá titla og tóku á móti þeim fjórða hér á heimavelli. ÍBV-arinn Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir fékk pýramídann fyrir framlag sitt til samfélagsins og hefur félagið notið góðs af hennar störfum til margra ára. Það er erfitt að fara yfir öll þau störf sem Óla Heiða hefur unnið í samfélaginu okkar en það er klárlega hægt að segja að hér væri ekki jafn blómlegt samfélag og er í dag nema með hennar vösku framgöngu í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Á viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja var Ester Óskarsdóttir handknattleikskona valin íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2018 og Sigurður Arnar Magnússon var útnefndur íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2018. Leikmönnum meistaraflokks karla í handknattleik voru veitt starfsviðurkenning ÍBV en sú viðurkenning var veitt í fyrsta skipti fyrir einstakan árangur á sviði íþróttanna. Arnar Pétursson þjálfari meistaraflokks karla í handbolta var veitt sérstök viðurkenning fyrir framlag sitt til

íþrótta í Eyjum fyrir frábæran árangur með meistaraflokk félagsins. Stelpurnar í 4. flokki kvenna fengu viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitil sinn. Á hófinu voru landsliðsmenn einnig heiðraðir, en ÍBV íþróttafélag átti 26 leikmenn sem spiluðu landsleiki á síðasta ári og 4 þjálfara sem stýrðu landsliðum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja heiðraði einnig nokkra einstaklinga fyrir þeirra störf í þágu íþrótta í Eyjum.

Febrúar

Þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 í

5


knattspyrnu völdu þá Felix Örn Friðriksson og Sigurð Arnar Magnússon á æfingar ásamt því að Jörundur Áki Sveinsson valdi Clöru Sigurðardóttur í lokahóp fyrir vináttuleiki gegn Írum. Lúðvik Gunnarsson landsliðsþjálfari U-15 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu valdi úrtakshóp. Lúðvik valdi fjóra leikmenn frá

Andri Ísak Sigfússon, Daníel Örn Griffin, Elliði Snær Viðarsson og Gabríel Martínez Róbertsson voru boðaðir hjá U-21.

son, Framfarir yngri: Helgi Þór Adólfssson, Efnilegastur eldri: Ívar Bessi Viðarsson, Efnilegastur yngri: Birkir Björnsson

Herjólfur Ohf og ÍBV skrifuðu undir samning til tveggja ára en sá samningur mun nýtast öllum deildum félagsins vel og er það von okkar að undirskrift þessi hafi verið byrjunin á góðu og farsælu samstarfi þessara tveggja aðila. 4. flokkur kvenna í handbolta tapaði bikarúrslitaleik á móti Haukum

6. flokkur kvenna ÍBV-ari eldri: Birna María Unnarsdóttir, ÍBV-ari yngri: Birna Dögg Egilsdóttir, Framfarir eldri: Sara Margrét Örlygsdóttir, Framfarir yngri: Embla Heiðarsdóttir, Ástundun: Agnes Lilja Styrmisdóttir

Apríl

ÍBV eða þær, Rakel Oddnýju Guðmundsdóttur, Þóru Björgu Stefánsdóttur, Helenu Jónsdóttur og Bertu Sigursteinsdóttur. Davíð Snorri Jónsson landsliðsþjálfari U-16 í knattspyrnu valdi Eyþór Orra Ómarsson í úrtakshóp. Kvennalið félagsins í handbolta tryggði sér keppnisrétt í undanúrslitum í Bikarkeppni HSÍ sem fram fór í Laugardalshöllinni í mars.

Mars

Guðný Jenný Ásmundsóttir, Ester Óskarsdóttir og Arna Sif Pálsdóttir voru valdar í A-landsliðshóp Íslands fyrir æfingamót í Gdansk í Póllandi. Clara Sigurðardóttir var valin í lokahóp U-17 ára landslið kvenna í fótbolta sem spilaði á Ítalíu í Evrópumótinu. Þær Andrea Gunnlaugsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir voru valdar í æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna í handbolta. Helena Jónsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir fóru á æfingar hjá U-15 ára landsliði Íslands í fótbolta. Félagsfundur var haldinn í lok mars þar sem kynntar voru fyrirhugaðar framkvæmdir á nýjum búningsklefum við Hásteinsvöll. Clara Sigurðardóttir sló leikjamet U-17 ára landsliði kvenna í fótbolta þegar hún lék sinn 26. landsleik. HSÍ boðaði til landsliðsæfinga í U-17, U-19 og U-21 og átti ÍBV þar sjö fulltrúa: Arnór Viðarsson og Gauti Gunnarsson í U-17. Ívar Logi Styrmisson í U-19 og þeir

6

U-15 ára landslið karla og kvenna í handknattleik var kallað saman. ÍBV átti fimm fulltrúa í þessum liðum, það eru þau Elmar Erlingsson, Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Sísí Lára var í byrjunarliði A-landsliðs Íslands gegn Suður Kóreu sem Ísland sigraði. HSÍ boðaði til æfinga fyrir drengi og stúlkur fædd árið 2005. Hjá strákunum voru þeir Ívar Bessi Viðarsson, Kristján Ingi Kjartansson og Nökkvi Guðmundsson valdir. Hjá stelpunum eru þær Berta Sigursteinssdóttir, Katla Arnarsdóttir, Sara Dröfn Ríkharsdóttir og Sunna Daðadóttir valdar í verkefnið.

6. flokkur karla ÍBV-ari eldri: Jón Gunnar Sigurðsson, ÍBV-ari yngri: Gabríel Snær Gunnarsson, Framfarir eldri: Kristján Logi Jónsson, Framfarir yngri: Sigurður Valur Sigursveinsson, Ástundun eldri: Haukur Leó Magnússon, Ástundun yngri: Morgan Goði Garner U-17 ára landslið kvenna í handbolta spilaði vináttulandsleiki gegn Slóvakíu til undirbúnings fyrir B-deild Evrópumótsins. ÍBV átti tvo fulltrúa í þessum hóp, þær Andreu Gunnlaugsdóttur og Hólmfríði

Konukvöld meistaraflokks kvenna í knattspyrnu var haldið með pomp og prakt.

Maí

Íslandsmót í knattspyrnu fór af stað í upphafi mánaðarins. 4. flokkur kvenna yngri og eldri urðu Íslandsmeistarar ásamt því að 4. og 3. flokkur karla sigruðu B-úrslitin. Hörður Orri Grettisson var ráðinn í starf framkvæmdastjóra félagsins en hann tók við af Dóru Björk Gunnarsdóttur. 5. flokkur kvenna varð Íslandsmeistari í handknattleik. Lokahóf yngri flokka í handbolta var haldið í Herjólfsdal. Eftirlaldir leikmenn fengu viðurkenningar: 4. flokkur kvenna Besti leikmaðurinn: Elísa Elíasdóttir, ÍBV-ari: Helena Jónsdóttir, Framfarir eldri: Selma Björt Sigursveinsdóttir, Framfarir yngri: Amelía Einarsdóttir 4. flokkur karla Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson, ÍBV-ari: Richard Óskar Hlynsson, Framfarir: Andri Snær Andersen, Framfarir: Einar Þór Jónsson 5. flokkur karla ÍBV-ari eldri: Kristján Ingi Kjartansson, ÍBV-ari yngri: Ásgeir Galdur Guðmundsson, Framfarir eldri: Skírnir Freyr Birkis-

Örnu Steinsdóttur. U-21 árs landslið karla í handbolta valdi æfingahóp fyrir HM á Spáni, þeir Andri Ísak Sigfússon, Elliði Snær Viðarsson og Garíel Martínez voru valdir í hópinn frá ÍBV. Lokahóf ÍBV handbolta var haldið og eftirtaldir aðilar fengu viðurkenningar: 3. flokkur kvenna mestu framfarir: Helga Sigrún Svansdóttir Efnilegasti leikmaður: Bríet Ómarsdóttir ÍBV-ari: Erika Ýr Ómarsdóttir Besti leikmaðurinn: Andrea Gunnlaugsdóttir 3. flokkur karla mestu framfarir: Gunnlaugur Hróðmar Efnilegasti leikmaður: Arnór Viðarsson ÍBV-ari - Birgir Orrason Besti leikmaður: Ívar Logi Styrmisson Meistaraflokkur karla Efnilegasti leikmaður ÍBV karla = Fréttabikarinn: Gabríel Martínez Róbertsson


Mestu framfarir: Dagur Arnarsson ÍBV-ari - Elliði Snær Viðarsson Besti leikmaður: Fannar Þór Friðgeirsson Meistaraflokkur kvenna Efnilegasti leikmaður = Fréttabikarinn: Harpa Valey Gylfadóttir Mestu framfarir: Sunna Jónsdóttir ÍBV-ari: - Sandra Dís Sigurðardóttir Besti leikmaður: Arna Sif Pálsdóttir

Júlí

Hönnun Gunnars Júlíussonar var valin af þjóhátíðarnefnd sem merki Þjóðhátíðar í tilefni þess að 145 ár eru frá fyrstu hátíðinni. Gunnar Júlíusson er betur þekktur sem Gunni Júll er eyjapeyji sem þekkir hvað hátíðin stendur fyrir en hann átti einnig hátíðarmerkið fyrir hátíðina 2014.

September

Júní

U-21 árs landslið karla í handbolta tók þátt í móti í Portúgal og fór síðan á HM á Spáni. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Gabríel Martínez voru valdir í lokahópinn. 30. TM mótið fór fram í júní, mótið var það fjölmennasta til þessa. Mótsgestir voru ánægðir með hvað mótið var skemmtilegt og vel skipulagt, flottir veitingastaðir og þjónusta almennt og ekki má gleyma að þeim fannst Eyjamenn einstaklega gestrisnir. Arnór Viðarsson var valinn til að leika í tveim mótum hjá U-17 ára landsliðinu í handbolta. Gauti Gunnarsson var varamaður í þessum hóp. Erlingur Richardsson náði þeim merka áfanga að verða fyrsti þjálfarinn til að tryggja karlaliði Hollands sæti á EM í handbolta. Orkumót númer 36 fór fram í lok júní. Mótið í ár var það stærsta frá upphafi með 112 liðum frá 39 félögum. Við tókum á móti 1150 keppendum, tæplega 300 þjálfurum/fararstjórum ásamt foreldrum og er því hægt að gera ráð fyrir því að hátt í 2500 hafi heimsótt okkur þessa vikuna.

ÍBV íþróttafélag réði Erling Birgi Richardsson sem íþróttastjóra félagsins. Erlingur mun hafa yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins í fótbolta og handbolta. Ragna Sara Magnúsdóttir var valin í lokahóp U-17 ára landsliðs Íslands í fótbolta fyrir undankeppni EM. Landsliðsþjálfari Íslands U-15 valdi Bertu Sigursteinsdóttur í hæfileikamótun KSÍ. Berta sem lék á eldra ári í 4.flokki lét vel taka til sín í sumar.

Karla lið félagisns endaði í 5. sæti í deildarkeppninni, datt út í undanúrslitum í úrslitakeppninni og datt út í 8 liða úrslitum í bikarkeppninni. Kvennaliðið endaði í 3. sæti í deildarkeppninni og datt út í undanúrslitum í úrslitakeppninni. Stelpurnar komust í Final Four og duttu þar út í undanúrslitum. Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn 4. júní. Þór Vilhjámsson var kjörinn nýr formaður félagsins. Breytingar urðu í stjórn félagsins þar sem Unnar Hólm Ólafsson formaður, Unnur Sigmarsdóttir, Helgi Níelsson og Páll Magnússon gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi nefndarstarfa. Ný stjórn félagsins er skipuð: Þór Í Vilhjálmsson – formaður, Björgvin Eyjólfsson, Guðbjörg Erla Ríkharðsdóttir, Guðmunda Bjarnadóttir, Katrín Harðardóttir, Snjólaug Elín Árnadóttir – varamaður, Stefán Örn Jónsson – varamaður. Einnig eiga deildir félagsins tvo fulltrúa í aðalstjórn, Haraldur Bergvinsson – fulltrúi knattspyrnudeildar og Davíð Þór Óskarsson – fulltrúi handknattleiksdeildar.

einnig til úrslita en töpuðu og lentu því í 2. sæti.

Knattspyrnuráð karla gerði samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið í kjölfar þess að Portúgalanum Petro Hipalito var sagt upp störfum. Daníel Geir Moritz tók við formennsku í knattspyrnuráði karla en ráðið hafði verið formannslaust í þó nokkurn tíma. Fólkið í dalnum var frumsýnd í Eyjabíó. Myndin sýnir margar hliðar Þjóðhátíðarinnar og nær að ramma þessa frábæru hátíð vel inn. Vilmar Þór Bjarnason tók við sem framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar ÍBV þegar Viktor Hólm Jónmundsson lét af störfum. Helena Jónsdóttir var valin í U-15 landslið Íslands í knattspyrnu sem tók þátt í móti í Víetnam. Sigurður Bragason skrifaði undir nýjan 3 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Sigurður var ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna en hann var þjálfari liðsins á síðasta tímabili ásamt Hrafnhildi Skúladóttur.

Ágúst

Þjóðhátíð var haldin fyrstu helgina í ágúst. Það var góð mæting og fór hún vel fram. Veðrið lék við hátíðargesti og er það mál manna að þetta hafi verið ein glæsilegasta hátíðin til þessa. 6. flokkur C-lið í knattspyrnu urðu Hnátumótsmeistarar KSÍ 2019. D-liðið spilaði

Landsliðsþjálfararnir Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson komu í dagsferð til Eyja og voru með afreksæfingar KSÍ. Alls voru 33 iðkendur, 15 stelpur og 18 strákar frá ÍBV boðaðir á æfingarnar sem fóru fram í Herjólfshöllinni. Þjálfarar ÍBV fylgdust með og höfðu allir gagn og gaman af. Þeir iðkendur sem voru boðaðir: Elmar Erlingsson, Haukur Helgason, Karl Jóhann Örlygsson, Einar Þór Jónsson, Einar Örn Valsson, Andrés Marel Sigurðsson, Birkir Haraldsson, Dagur Einarsson, Ívar Bessi Viðarsson, Matthías Björgvin Ásgrímsson, Nökkvi Guðmundsson, Kristján Ingi Kjartansson, Birkir Björnsson, Liam Daði Jeffs, Þórður Örn Gunnarsson, Viggó Valgeirsson, Egill Oddgeir Stefánsson, Jason Stefánsson, Helena Jónsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir, Sunna Einarsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir, Berta Sigursteinsdóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, Inga Dan Ingadóttir, Margrét Helgadóttir, Íva Brá Guðmundsdóttir, Ísey Heiðarsdóttir, Júnía Eysteinsdóttir, Herdís Eiríksdóttir, Rakel Perla Gústafsdóttir. Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fór fram í september, eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningu: 3. flokkur kvenna Besti leikmaðurinn: Ragna Sara Magnúsdóttir, Framfarir: Sunna Einarsdóttir, ÍBV-ari: Selma Björt Sigursveinsdóttir 3. flokkur karla Besti leikmaðurinn: Elmar Erlingsson, Framfarir: Dagur Einarsson, ÍBV-ari: Haukur Helgason 4. flokkur kvenna Efnilegust: Berta Sigursteinsdóttir, Framfarir: Ísey Heiðarsdóttir, ÍBV-ari: Rakel Perla Gústafsdóttir, ÍBV-ari: Margrét Helgadóttir. 4. flokkur karla Efnilegastur: Þórður Örn Gunnarsson, Framfarir: Skírnir Freyr Birkisson, ÍBV-ari: Birkir Björnsson, ÍBV-ari: Matthías Björgvin Ásgrímsson

7


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir

STAVEY

Bylgja VE 75 Verslun Heiðarvegi 6 | 481 1400

8

FRÁR VE 78


5. flokkur kvenna Framfarir, eldri: Bernódía Sif Sigurðardóttir, Framfarir, yngri: Magdalena Jónasdóttir, ÍBV-ari, eldri: Birna María Unnarsdóttir, ÍBV-ari, yngri: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Ástundun: Signý Geirsdóttir. 5. flokkur karla Framfarir: Andri Magnússon, Framfarir: Gabríel Snær Gunnarsson, ÍBV-ari: Ólafur Már Haraldsson, ÍBV-ari: Heiðmar Þór Magnússon, Ástundun: Alexander Örn Friðriksson, Ástundun: Sigurður Valur Sigursveinsson Fyrir leik ÍBV og Breiðabliks í fótbolta komu saman í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá Íslandsmeistatitli ÍBV í knattspyrnu karla 1979, en þeir eru fyrstu Íslandsmeistarar í sögu félagsins í meistaraflokki. Rifjaðar voru upp skemmtilegar sögur frá þessum tíma og kom meðal annars fram að einingin hefði verið mikil í þessu liði og hún hefði fleytt mönnum langt. Harpa Valey Gylfadóttir, Elísa Elíasdóttir, Helena Jónsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Ívar Logi Styrmisson, Arnór Viðarsson, Gauti Gunnarsson Andrés Marel Sigurðsson og Elmar Erlingsson voru valin í hópa yngri landsliða Íslands í handbolta. Haukur Helgason var valinn í U-16 ára æfingahóp Íslands í fótbolta. Haukur þykir mikið efni í knattspyrnu og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari Íslands U-19 í fótbolta valdi Clöru Sigurðardóttur í lokahóp sinn sem tekur þátt í undankeppni EM. Sumarlok félagsins var haldið, þrátt fyrir að gengi liðanna okkar hafi ekki verið eins og við óskuðum eftir þá fengu ungir iðkendur tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og gefur góð fyrirheit fyrir næsta sumar.

Eftirtaldir fengu viðurkenningar: Meistaraflokkur kvenna: Besti leikmaðurinn: Clara Sigurðardóttir, ÍBV-ari: Emma Rose Kelly, Mestu framfarirnar: Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Markahæsti leikmaðurinn: Cloé Lacasse, Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn: Ragna Sara Magnúsdóttir Meistaraflokkur karla: Besti leikmaðurinn: Telmo Castanheira, ÍBV-ari: Óskar Elías Zoega Óskarsson, Markahæsti leikmaðurinn: Gary Martin, Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Róbert Aron Eysteinsson 2. flokkur karla: Besti leikmaðurinn: Nökkvi Már Nökkvason, ÍBV-ari: Jón Kristinn Elíasson, Mestu framfarir: Eyþór Daði Kjartansson, Markahæsti leikmaðurinn: Eyþór Orri Ómarsson

Stelpurnar enduðu í 8 sæti í Íslandsmótinu og strákarnir í 12. Sæti.

Október

Elliði Snær Viðarsson og Kristján Örn Kristjánsson voru valdir í A-landslið Íslands til æfinga fyrir leiki gegn Svíum. Hæfileikamótun HSÍ og Bláa Lónsins fór fram í TM-höllinni í Garðabæ. ÍBV átti 5 flotta fulltrúa í þessum hópum, en þau voru Auðunn Sindrason, Birkir Björnsson, Herdís Eiríksdóttir, Jason Stefánsson og Júnía Eysteinsdóttir. Clara Sigurðardóttir var að vanda í hóp U-19 ára landsliðs Íslands í fótbolta. Hún lék bæði með U-17 og U-19 á þessu ári. Kynningarfundur um Búningsklefa við Hásteinsvöll var haldinn í Týsheimilinu. Helgi Sigurðsson var ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu, honum til halds og traust verður Ian Jeffs. Þorsteinn Magnússon var einnig ráðinn markmannsþjálfari félagsins. Andri Ólafsson og Birkir Hlynsson voru ráðnir til að stýra kvennaliði félagsins í knattspyrnu í efstu deild á næsta ári.

Nóvember

Eyjablikksmótið fór fram eftir að hafa verið frestað vegna veðurs. Á annan tug félaga var skráð til leiks, um 40 lið og tæplega 400 keppendur. Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Hásteinsstúkuna sem hýsa mun búningsklefa og aðra aðstöðu. Það var Hafþór Snorrason hjá HS Vélaverki sem tók fyrstu skóflustunguna. Menn fara bjartsýnir af stað í verkið og draumurinn er að hægt verði að nýta búningsklefana við upphaf fótboltasumarsins 2020. Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi Eyþór Orra Ómarsson í úrtakshóp sem kom saman til æfinga. Ölgerðin og ÍBV íþróttafélag undirrituðu nýjan 5 ára samstarfssamning. Ölgerðin og ÍBV hafa starfað saman í tæpa tvo áratugi og er þessi undirritun ÍBV mikils virði. Ölgerðin er stærsti styrktaraðili félagsins og var það vilji beggja að framlengja samningnum. Ölgerðin mun styrkja almenna uppbyggingu ÍBV á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Vestmannaeyjum sem og hafa með sér náið samstarf á öðrum sviðum í tengslum við uppákomur á vegum ÍBV. Ölgerðin mun áfram vera aðal kostandi Þjóðhátíðar í Eyjum. Lúðvík Gunnarsson landsliðsþjálfari Íslands U-15 í knattspyrnu valdi Bertu Sigursteinsdóttur til æfinga. ÍBV spilaði í fyrsta skipti heimaleiki í

Faxaflóamótinu. Þóra Björg Stefánsdóttir og Helena Jónsdóttir voru valdar til æfinga hjá U-16 ára landsliði Íslands í fótbolta. Báðar vöktu þær athygli landsliðsþjálfara með vasklegri framgöngu á knattspyrnuvellinum í sumar sem varð til þess að þær hlutu náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. 30. nóvember komu saman fjölskylda, liðsfélagar og vinir Kolbeins Arons til að minnast hans í tilefni þess að hann hefði orðið þrítugur. Í íþróttahúsinu var afhjúpaður borði með mynd af Kolla og bauðst gestum að skrifa kveðju á blöðrur sem sleppt var til himins. Liðsfélagar hans buðu gestum inn í mfl. klefann en þeir voru búnir að mála hornið hans Kolla, setja myndir, búningana hans og skóna. Kolli var frábær félagsmaður og karakter sem við munum minnast og sakna um ókomin ár.

Desember

Kári Kristján Kristjánsson var valinn í 19 manna hóp A-landsliðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í janúar. Grétar Þór Eyþórsson og velunnarar handboltans stóðu fyrir söfnun fyrir Teneriffeferð Gleðigjafanna þegar Gleðigjafarnir kepptu í handbolta. Þetta var í áttunda skiptið sem Grétar og félagar standa fyrir þessu frábæra framtaki og er þetta vonandi komið til að vera í undirbúningi hátíðarinnar. Mig langar að lokum að þakka aðalstjórnarmönnum sem og öllum öðrum stjórnar- og nefndarmönnum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Ég vill þakka Dóru Björk Gunnarsdóttur sem hætti sem framkvæmdarstjóri á árinu og þeim Unnari Hólm, Unni Sigmars, Helga Níelssyni og Páli Magnússyni sem hættu í aðalstjórn á árinu fyrir þeirra framlag til félagsins en vona um leið að kraftar þeirra nýtist áfram fyrir félagið. Allt stjórnarfólk félagsins hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir ÍBV íþróttafélag. ÍBV er einn af hornsteinum samfélagins hér í Eyjum og um félagið þarf að vera sátt. Við þurfum í sameiningu að passa vel upp á félagið og allt sem það stendur fyrir. Því sameinuð stöndum við en sundruð föllum við. Árið 2020 verður okkar ár! Áfram ÍBV Hörður Orri Grettisson Framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags.


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

EYJABLIKK

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

10

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


Helena Jónsdóttir, leikmaður meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu:

Spilaði með U-15 landsliðinu í Hanoi, Víetnam Helena hefur lengi vel verið efnileg í knattspyrnu og var það ljóst snemma að hún hefði hæfileika og keppnisskap til þess að ná langt í íþróttinni. Á þessu ári fékk hún eldskírn með meistaraflokki og fór einnig í landsliðsverkefni til Víetnam með U-15 ára landsliði kvenna. 17 tímar í flugvél og fátæktin mikil í Hanoi Í ágúst flaug Helena til Víetnam með landsliðinu í hennar aldursflokki, við báðum Helenu um að senda okkur nokkrar línur frá ferðinni en menningin í Víetnam er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast hér á Íslandi.

mót þá stóðu margir starfsmenn í kringum þetta og allir leikirnir voru sýndir í beinni útsendingu á netinu. Stúkan var ágætlega mönnuð og þar af voru fjórir Íslendingar sem fóru út sem stuðningsmenn.“ „Aðstæðurnar voru mjög fínar, það voru þrír fótboltavellir á svæðinu og við fengum stóran klefa á vellinum. Mér fannst geggjað að hafa farið í þessa ferð og

„Reynslan eftir fótboltasumarið mun nýtast mér vel í framtíðinni, þar sem þar er spilað á miklu hraðara tempói og leikmennirnir eru sterkari.“ Leiðinlegt að missa úr leikjum með jafnöldrum Hvað var það sem Helenu fannst erfiðast á leiktíðinni? „Mér fannst margt erfitt við tímabilið. Ég varð t.d. ótrúlega stressuð þegar okkur Rögnu var sagt að við værum að fara að byrja okkar fyrsta meistaraflokksleik. Það var heldur ekki auðvelt að vera meðal neðstu liðanna í deildinni. Við sýndum þó að við ætluðum að halda okkur uppi og það gerðum við. Auðvitað var líka leiðinlegt að hafa misst úr nokkrum leikjum með jafnöldrum mínum í sumar en það þarf víst líka að passa upp á álagið.“

„29. ágúst flaug ég til Víetnam með U-15 ára landsliði kvenna, þetta var í fyrsta skipti sem U-15 ára landslið kvenna á Íslandi tekur þátt í móti. Ferðalagið var ótrúlega langt og reyndi það mikið á þolinmæðina og líkamann. Við millilentum tvisvar og fórum þar af leiðandi í þrjú flug. Fyrsta flugið var til Kaupmannahafnar í sirka þrjá klukkutíma, næst flugum við til Bangkok í góða 11 tíma. Síðasta flugið var til Hanoi í tæpa tvo klukkutíma,“ sagði Helena en Ísland hefur verið eitt af þeim landsliðum sem er leiðandi í því að finna verkefni fyrir U-15 ára landslið kvennamegin undanfarin ár, þar sem knattspyrna kvenna á undir högg að sækja víða erlendis, þá sérstaklega í yngri landsliðum. „Þegar við vorum lentar í Hanoi beið okkar 40 mínútna rútuferð upp á hótel. Hótelið var fínt en um leið og maður kom út af hótelinu var ótrúlega mikil fátækt og ef fólk bjó ekki á götunni, þá bjó það í þéttum, pínulitlum og alls ekki traustvekjandi húsum. Mér fannst maturinn ekkert sérstakur þar sem það var oft það sama á hlaðborðinu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Ég var líka orðin frekar þreytt á að borða núðlur og melónur í morgunmat á hverjum morgni.“ Pínulitlar og snöggar Á mótinu kepptu Íslendingar við gestgjafana frá Víetnam, Hong Kong og síðan til Mjanmar. Spilað var á sunnudegi, þriðjudegi og fimmtudegi og því ágætis hvíld á milli leikja. „Liðin sem við kepptum við voru ekki eins góð og ég bjóst við fyrir utan Mjanmar liðið, leikurinn við þær endaði 1:1. Stelpurnar í hinum liðunum voru eiginlega allar pínulitlar en mjög snöggar. Þrátt fyrir að þetta hafi verið fjögurra liða

„Mér fannst ganga ágætlega í sumar, en ég hefði auðvitað viljað vinna fleiri leiki. Við lentum í óþæginlegri stöðu í seinni hluta tímabilsins og vorum við í fallhættu en náðum þó að bjarga okkur úr henni. Í bikarkeppninni hefði verið fínt ef við hefðum fengið aðeins auðveldari andstæðing heldur en Val í fyrstu umferð en það er bara eins og það er,“ sagði Helena en Valskonur urðu auðvitað Íslandsmeistarar á tímabilinu.

mikill heiður að hafa fengið að spila með þessu liði. Þetta er reynsla sem mun pottþétt hjálpa mér auk þess að hafa skapað margar skemmtilegar minningar.“ Reynslunni ríkari eftir fótboltasumarið Helena spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki á árinu, 13 leiki í Pepsi Max deildinni og einn í Borgunarbikarnum. Hvernig var að leika sína fyrstu leiki? „Mér fannst mjög gaman en á sama tíma smá stressandi að spila mína fyrstu meistaraflokksleiki þar sem maður vill alltaf standa sig. Ég myndi segja að ég sé heldur betur reynslunni ríkari eftir fótboltasumarið þar sem ég keppti á móti mörgum reynslumiklum og góðum stelpum,“ sagði Helena en hún vill líka meina að hún hafi þroskast sem leikmaður á tímabilinu. „Mér finnst ég hafa þroskast mikið á árinu sem leikmaður, bæði líkamlega og andlega. Einnig var það mikið stökk að fara úr 3. flokki upp í meistaraflokk.“ Hvernig fannst Helenu ganga í sumar?

Hvað var það sem Helenu fannst standa upp úr á leiktíðinni? „Það sem stóð helst upp úr þetta tímabilið var auðvitað fyrsti leikurinn, allar ferðirnar og sigrarnir í sumar og bara hversu vel eldri stelpurnar í meistaraflokki tóku okkur yngri stelpunum þar sem við vorum nokkrar að stíga okkar fyrstu skref.“ Að lokum báðum við Helenu um að segja okkur hver mesta fyrirmynd hennar væri í boltanum. „Helsta fyrirmyndin mín er Sif Atla. Hún er frábær varnarmaður og mér finnst hún oftar en ekki standa upp úr eftir landsleiki. Mér fannst gaman að hafa fengið að spila með Sísí og Cloe í sumar og svo finnst mér Caroline geggjaður karakter bæði innan og utan vallar,“ sagði Helena að lokum en það verður gaman að fylgjast með Helenu á næstu árum á hennar íþróttaferli.

11


Elliði Snær Viðarsson, leikmaður mfl. karla í handbolta:

Fólkið í stúkunni það besta við ÍBV

Sú fjölskylda er varla til í Vestmannaeyjum sem veit ekki hver Elliði Snær Viðarsson er, en hann hefur verið fyrirferðamikill í sterku liði ÍBV undanfarin ár í handboltanum. Þá vekur hann athygli innan vallar sem utan fyrir þann karakter sem hann sýnir og fer ekki á milli mála hve gaman honum þykir að spila fyrir hönd ÍBV. Elliði fékk kallið í A-landsliðið fyrr á árinu og lék með liðinu tvo leiki í Svíþjóð gegn lærisveinum Kristjáns Andréssonar. Við ræddum stuttlega við Elliða um landsliðið. „Ég get nú lítið sagt frá þessari ferð þar sem ég var látinn skrifa undir trúnaðarsamning í rútunni á leið okkar á Keflavíkurflugvöllinn. Það eru náttúrulega algjör forréttindi að fá að æfa með öllum bestu leikmönnum Íslands,“ sagði Elliði en hann sagðist einnig vera mjög stoltur af því að hafa verið valinn í þetta verkefni. Hvernig finnst Elliða ÍBV hafa hjálpað sér að verða að betri leikmanni og landsliðsmanni?

12

„ÍBV hefur gefið mér spiltíma, ég er að spila mitt fimmta tímabil í meistaraflokki núna og það er það sem gerir mig að betri leikmanni. Hjá ÍBV eru góðir þjálfarar og aðstaðan í Eyjum hefur gríðarleg áhrif. Frá því að ég var 12 ára þá hef ég verið að lágmarki þrjár klukkustundir, fimm daga vikunnar, uppi í íþróttahúsi á æfingum eða að horfa á æfingar,“ sagði Elliði en aðstaðan í Vestmannaeyjum er eins og best verður á kosið til handknattleiksiðkunar. Hvað er það besta við ÍBV? „Fólkið í stúkunni, það er ómetanlegt hve margir koma og styðja við bakið á okkur í blíðu og stríðu.“ Hefur alltaf trú á sigri í ÍBV búningnum Elliði vakti snemma athygli á handknattleiksvellinum og hefur verið valinn í öll yngri landslið Íslands margsinnis og leikið ófáa leikina með þeim. Hefur það hjálpað honum mikið? „Það er óhætt að segja það að reynslan sem að þessi verkefni með yngri lands-

liðunum hafa reynst mér ómetanleg og telja mikið þegar uppi er staðið.“ Þegar Elliði lék í yngri flokkum ÍBV var hann partur af sigursælu liði, sem meðal annars urðu fyrstu Íslandsmeistarar karla hjá félaginu, eftir það varð liðið einnig bikarmeistari og tókst að bæta við öðrum Íslandsmeistaratitli nokkrum árum seinna. Tók hann sigurhefðina þaðan með sér fram veginn? „Já alveg örugglega, ég fæ allavega þá tilfinningu þegar að ég klæðist ÍBV búningnum að ég geti ekki tapað. Hvernig sem staðan er þá hef ég alltaf trú á því að við séum að fara að vinna leikinn. Ég veit ekki hvort að það sé sigurhefðin úr yngri flokkunum eða það að hafa horft á ÍBV verða Íslandsmeistara 2014,“ segir Elliði en það er eflaust öllum ferskt í minni þegar Haukar voru sigraðir á Ásvöllum í maí 2014. Verðum ennþá betri þegar líður á tímabilið ÍBV spilaði virkilega vel undir lok síðustu leiktíðar og virtust vera óstöðvandi áður


en Haukar slógu Eyjamenn úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins. „Eftir að Kolli féll frá, þá þéttist hópurinn virkilega mikið og við byrjuðum að vinna leiki, það kom ákveðið sjálfstraust inn í liðið sem entist fram í síðasta leik á móti Haukum. Það voru mikil vonbrigði að komast ekki alla leið í úrslitin,“ segir Elliði sem var einnig ánægður með byrjun liðsins á þeirri leiktíð sem nú stendur yfir. „Við byrjuðum frábærlega og vorum óstöðvandi í fyrstu leikjunum, svo breyttumst við í Manchester United og eigum góða leiki á móti bestu liðunum og eigum í vandræðum með liðin sem eru fyrir neðan okkur í töflunni. Við höfum verið að glíma við meiðsli í liðinu en þrátt fyrir það erum við með mjög sterkt lið, sem verður ennþá betra þegar líður á tímabilið,“ segir Elliði en nokkrir af máttarstólpum liðsins eru meiddir. Fór á HM U-21 landsliða á Spáni Elliði hefur verið lykilmaður í unglingalandsliði Íslands undanfarin ár og fór ytra með liðinu í tvígang á árinu, fyrst á fjögurra liða mót í Portúgal og síðan á

sjálft Heimsmeistaramótið sem fram fór á Spáni. „Það var mjög gott fyrir liðið að ná þremur góðum æfingaleikjum til að spila liðið saman. Þar spiluðum við leik við Argentínu sem við mættum svo á HM, sem var mjög gott, einnig spiluðum við gegn Portúgal sem eru með virkilega gott lið. Leikurinn á móti þeim var mjög góður og það sýndi okkur það að við gátum staðið í og unnið öll liðin á þessu móti,“ segir Elliði um 4-liða mótið í Portúgal. „Það var alveg frábær undirbúningur og liðið fékk meiri trú á verkefninu, við lærðum betur inn á liðin frá Suður-Ameríku sem var mikilvægt,“ segir Elliði. En hvernig fannst honum síðan ganga á HM á Spáni? „Það gekk upp og niður, við unnum leikina á móti minni liðunum og unnum óvæntan sigur á móti Dönum, þar sem að allir leikmenn liðsins spiluðu frábærlega. Það kom okkur í 16-liða úrslit á mótinu og það voru einnig margir leikmenn að fá stærra hlutverk á þessu móti,“ segir Elliði en hann skoraði sjálfur þrjú mörk gegn Dönum sem unnu riðilinn og enduðu í 5.

sæti mótsins eftir að hafa verið slegnir úr leik af Frökkum sem unnu mótið. Strákarnir voru slegnir úr leik af Króötum sem fóru alla leið í úrslitaleikinn, hvað vantaði upp á í þeim leik? „Króatar eru með frábært lið og það voru einfaldlega of margir lykilleikmenn í okkar liði sem áttu ekki sinn dag og þá áttum við aldrei séns í Króatana,“ segir Elliði en Króatar unnu 13 marka sigur. Ísland endaði að lokum í 14. sæti mótsins. Elliði var í lok ársins valinn í 28-manna hóp fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Svíþjóð í janúar, hann náði ekki inn í 19-manna hópinn en segir það þó ekki hafa verið vonbrigði. „Ég get ekki sagt að það hafi verið mikil vonbrigði, en auðvitað hefði ég viljað vera í hópnum, nú hef ég fengið smjörþefinn af þessu og þá er stefnan sett á það að vera í næsta 19 manna hóp,“ sagði Elliði að lokum.

13


Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

14


SPURT & SVARAÐ Eyþór Orri Ómarsson

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Skyrgámur, því mér finnst skyr líka svona gott. Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Já, ég er skíthræddur við þau. Hvað er skemmtilegast við jólin? Þegar allir í fjölskyldunni hittast heima hjá ömmu og afa, þegar allir eru búnir að opna pakkana. Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Því miður, Manchester United. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já, þau eru alveg geggjuð bæði tvö. Hver er uppáhalds liðsfélagi þinn? Þeir eru allir jafn frábærir. Hefur eitthvað tröll náð í þig á Þrettándanum? Þau hafa aldrei verið nálægt því. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV, karla og kvenna í fótbolta og handbolta? Clara Sigurðardóttir í kvenna fótboltanum, því ég fæ alltaf frítt þegar ég fer með henni á GOTT. Karla megin eru allir leikmennirnir mínir uppáhalds, svo taka Bjössi markmaður og Harpa Valey þetta í handboltanum.

Selma Björt Sigursveinsdóttir: Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur, af því hann er svo lítill og krúttlegur. Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Já, þau geta verið svolítið grimm. Hvað er skemmtilegast við jólin? Mér finnst skemmtilegast að vera með fjölskyldunni og borða góðan mat, en svo er alltaf líka gaman að opna alla pakkana. Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Að sjálfsögðu Liverpool. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já, ég held að þau gætu verið nokkuð góð í boltanum. Hver er uppáhalds liðsfélagi þinn? Þær eru allar uppáhalds. Hefur eitthvað tröll náð í þig á Þrettándanum? Já, ég hef lent nokkuð oft í því. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV, karla og kvenna í fótbolta og handbolta? Í karla fótboltanum er það Gary Martin og í kvenna fær Ragna Sara þann heiður. Í karla handboltanum er það Donni og í kvenna er það Bríet Ómars. 15


16

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir

Sendum bæjarbúum bestu nýársóskir


SPURT & SVARAÐ

Ragna Sara Magnúsdóttir:

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Það er Kertasníkir. Ertu hrædd við Grýlu og Leppalúða? Já, mjög hrædd. Hvað er skemmtilegast við jólin? Að vera með fjölskyldunni, borða góðan mat og svo allir pakkarnir Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Manchester United. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Já, ég held að Grýla sé nokkuð góð í marki. Hver er uppáhalds liðsfélagi þinn? Allar jafn uppáhalds. Hefur eitthvað tröll náð í þig á Þrettándanum? Nei, ég held alltaf svo fast í bandið. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV, karla og kvenna í fótbolta og handbolta? Í karla boltanum er það bróðir minn Sigurður Arnar og í kvennaboltanum eru það Júlíana og Sessó. Í karla handboltanum er það Robbi Sig og í kvenna handboltanum er það Ester.

Hannes Haraldsson: Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Ég verð að segja Giljagaur, því hann fær svo litla umfjöllun, hann er vanmetinn jólasveinn. Ertu hræddur við Grýlu og Leppalúða? Já ég er hræddur við þau. Hvað er skemmtilegast við jólin? Það skemmtilegasta er að vera í faðmi fjölskyldunnar og borða góðan mat. Með hvaða liði heldur þú í Ensku? Ég er Liverpool maður og hef haldið með þeim frá blautu barnsbeini. Heldur þú að Grýla og Leppalúði séu góð í fótbolta? Ég hef heyrt að Leppalúði hafi eitthvað verið að sprikla í den tíð á milli stanganna en hafi aldrei náð langt, hef heyrt að Grýla sé með eitraðan vinstri fót. Hver er uppáhalds liðsfélagi þinn? Geri ekki upp á milli liðsfélaga, það er eins og að gera upp á milli barnanna sinna. Hefur eitthvað tröll náð í þig á Þrettándanum? Stundum hafa þau reynt að hlaupa á eftir mér en ég er þekktur fyrir óaðfinnanlegan hlaupahraða og hlaupagetu, þannig ég hef alltaf náð að flýja. Hverjir eru uppáhalds leikmennirnir þínir í ÍBV, karla og kvenna í fótbolta og handbolta? ÍBV karla handbolta er Grétar Þór Eyþórsson, sá bikaróði. Í fótbolta karla er það Eyþór Orri. Í handbolta kvenna er það Ásta Björt og í fótbolta kvenna eru það þær Helena Jóns og Ragna Sara. 17


Með nýja Íslandsbankaappinu sinnir þú allri helstu bankaþjónustu hvar og hvenær sem er. Í appinu getur þú greitt reikninga, dreift greiðslum, séð allt um kortin þín, sótt um lán, stofnað sparnað, nálgast rafræn skjöl og margt fleira. Vertu í hópi ánægðustu viðskiptavina í bankaþjónustu á Íslandi* 18 og sæktu nýja Íslandsbankaappið á islandsbanki.is/app

*Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni

Nýtt Íslandsbankaapp


Skyrgámur heldur með Liverpool

Hvaða jólasveinn ert þú eiginlega? Ég er Skyrgámur Grýlu- og Leppalúðason. Er Grýla góð mamma? Hún mamma er sko bara fín alveg. Mamma er reyndar alltaf eitthvað að hræða krakkanna með einhverju bulli um að sjóða þá í potti, en hún er orðin vegan þannig ég veit ekki hvað hún er að bulla. Hún er orðin svolítið gömul kerlingin þannig við reynum líka að vera góðir við hana.

En Leppalúði? Nei hann er svo afleidd mamma, hann hefur reynt það nokkru sinnum og það hefur verið agalegt. En hann er æðislegur pabbi, alltaf eitthvað að brasa með okkur peyjunum, hugsar vel um jólaköttinn og búin að þola mömmu í öll þessi ár. Er satt að þú nennir ekki að gefa í skóinn? Það er nú bara bullið, ég er núna búinn að gefa í milljón skó og 32 stígvél og hef ekki gleymt einum einasta, held ég. Þetta er það skemmtilegast sem ég geri. Hver er uppáhalds jólamaturinn sem Grýla býr til handa ykkur? Hún mamma er ekki að fara fá vinnu á neinum veitingastað, það er alveg á hreinu. Bjúgnakrækir og Pottaskefill eru duglegastir í eldhúsinu og elda alltaf Lunda á jóladag sem er algjört lostæti.

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Það er að hitta alla krakkanna og að gefa þeim í skóinn.

gerum eitthvað skemmtilegt saman. Þau eru smá hræðileg, en samt alveg bestu skinn.

Fáið þið aldrei hausverk á gamlárskvöld þegar verið er að skjóta upp flugeldunum? Jú heldur betur, við erum rétt búnir að jafna okkur þegar við komum niður úr fjöllunum á Þréttándanum. Við erum búnir að prófa að gefa Daða Páls og þessum peyjum kartöflu í skóinn og allt það, en þeir sprengja alveg jafn mikið. Við bræðurnir erum að skoða það að fara til Teneriffe núna yfir gamlárs til þess að sleppa við þetta.

Fáið þið jólagjöf frá Grýlu? Nei mamma hefur ekki verið að vinna með það.

Eru tröllin góðir vinir ykkar sveinanna? Já við hittumst reglulega og

Hvert er þitt lið í enska og heldur þú með ÍBV í íslenska boltanum? Auðvitað halda allir jólasveinar með ÍBV og að sjálfsögðu Liverpool í enska Eitthvað sem þú vilt segja við blessuð börnin að lokum? Endilega koma og hitta okkur bræður í göngunni á Þrettándanum og góða skemmtun.

19


Skemmtilegar myndir frá þrettándanum - Addi í London tók myndirnar -

Nýárskveðjur Vinnslustöðin óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar, Vestmannaeyingum og landsmönnum farsæld, frið og gæfu á nýju ári.

20 Vinnslustöðin hf

hafnargata 2

900 Vestmannaeyjar

vsv@vsv.is

www.vsv.is


Þrettándasaga eftir Ingu Magg Þrettándi og allra síðasti dagur jóla er mesti hátíðardagurinn hjá mér og mínum og allri stórfjölskyldunni minni. Það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á í gegnum árin og margt brallað. Sjálf grenjaði ég úr hræðslu árinu áður en pabbi tróð mér í gæru og lét Óla Guðmunds leiða litlu frænku sína inn á völlinn 1991 sem og hann gerir enn þann dag í dag. Minningarnar eru margar og þær eftirminnilegustu eru kannski þær að þegar mamma kom heim eitt skiptið úr vinnu og opnaði útidyrahurðina mætti henni ský af hárum og inn í eldhúsi stóð pabbi sveittur og búinn að klippa niður allan spari pelsinn hennar í öreindir því honum vantaði svo nauðsynlega gærur á eitt tröllið. Nokkrum árum síðar kom sá seki aftur á harðahlaupum heim og reif niður allar nýju fínu vængjagardínurnar sem hún var búinn að sauma og gera allt svo fínt og flott því jú auðvitað vantaði honum svart efni og mátti engan tíma missa. Það er líka mikið búið að hlæja af því að þegar Ólafur var að fá fyrsta alvöru hausinn sinn 12 ára gamall og pabbi var að jötungripa gærurnar á hann sagði Ólafur við hann “Maggi mér líður ekki vel“, pabbi auðvitað mátti engan tima missa og segir við hann “hættu þessu væli drengur þú ert að verða klár.... “ hann var varla búinn að sleppa orðinu þegar Ólafur steinlá á gólfinu. Það styttist óðum í þessa gleði og fara fiðrildin í maganum að gera vart við sig “ég er móðir 3ja drengja og er ég þegar búin að leiða tvo inn á völlinn með mér og er þetta bara eitt af því sem eldist ekki af mér enda er þetta alltaf jafn skemmtilegt og gefandi. Þó svo að litlu börnin á vellinum horfi á mann oft á tíðum skelfingu lostin eru þau samt svo dugleg og gefa manni snuðin sín, pelana, tuskudýrin eða jafnvel koddana sína til að sína manni það hvað þau eru orðin stór á þessu nýliðna ári. Gleðin í augum allra er það sem gerir þessa hátíð svona sérstaka og yljar manni um hjartarætur því það er alveg sama á hvaða aldri þú ert það hafa allir jafn gaman af þessu. Að lokum vil ég óska öllum gleðilega hátíð, verið góð við hvert við annað og gangið hægt um gleðinnar dyr. Inga magg

21


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Alltaf til staðar á sjó og í landi N1 rekur kraftmikið þjónustunet um allt land og er ávallt til staðar fyrir sjávarútveginn með eldsneyti, vinnufatnað og alls konar rekstrarvörur. Við á N1 erum stolt af því að vera traustur hluti af samfélaginu í Vestmannaeyjum.

GU NN AR J ÚL ART

Alltaf til staðar

Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um farsælt komandi ár. Með þökk fyrir samfylgdina í gegnum árin.


Eftirtaldir aðilar senda bæjarbúum bestu nýársóskir

Bílaverkstæði

Harðar&Matta

ögmannsstofa Vestmannaeyja

EYJABLIKK

lt komandi ár.

Bergur ehf.

23


Hátíð álfa, trölla og jólasveina

DAGSKRÁ 1. - 5. JANÚAR 2020 MIÐVIKUDAGUR 1. JANÚAR

Kl. 13:00 - 16:00, Einarsstofa Nýárssýning Listasafns Vestmannaeyja: Málverkasýning Júlíönu Sveinsdóttur. Aðeins sýnd þennan eina dag.

FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR

Einarsstofa Jóladagatal Listasafns Vestmannaeyja sett upp aftur 2. janúar og stendur til 24. janúar. Kl. 21:00 - Höllin Eyjakvöld með Blítt og Létt allir syngja með.

FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR

Kl. 14:00 -15.30, Höllin Diskógrímuball Eyverja. Jólasveinninn mætir. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum. Kl. 19:00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti. Kl. 00:00 Höllin, dansleikur Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Nýju föt keisarans.

LAUGARDAGUR 4. JANÚAR

Kl. 12.00 - 15.00,Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Tröllagleði Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Söndru Dísar Sigurðardóttur, handboltakonu. Endilega mæta sem flest. Kl.12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum!

SUNNUDAGUR 5. JANÚAR

Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni

Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju.

Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.