Íbúinn 24. tbl. 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

24. tbl. 16. árgangur

4. nóvember 2021

Hendrik Björn Hermannsson hefur tekið við rekstri Fóðurstöðvarinnar í Borgarnesi undir merkjum H-Veitinga. Hann tók einnig nýlega við rekstri mötuneytis Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Mynd: Olgeir Helgi

Hendrik tekur við Fóðurstöðinni Fyrirtækið H-veitingar hefur tekið við rekstri Fóðurstöðvarinnar (Food-station) í Borgarnesi af Kaupfélagi Borgfirðinga (KB). H-veitingar eru að gera sig gildandi í veitingasölu í héraðinu því fyrirtækið tók nýlega við rekstri mötuneytis Landbúnaðarháskólans á

Hvanneyri. Það er Hendrik Björn Hermannsson sem er eigandi en hann starfaði áður sem hótelstjóri B59-Hótels í Borgarnesi. „Við erum að breyta áherslunum svolítið. Við munum t.d. auka rýmið fyrir knattspyrnuáhugamenn og börnin fá frían ís í Huppu eftir

máltíðir. Þá verðum við með lifandi tónlist einu sinni í viku og jafnvel böll,“ segir hann í samtali við Íbúann. Einnig er verið að innrétta 60 manna veislusal í húsinu sem opnar á næstu dögum. Félagsmenn KB fá áfram 5% afslátt af veitingum að undanskildu áfengi.

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila


Viðburðadagatal su 7/11-11:00 Borgarneskirkja; Allra heilagra messa - Ásta Marý Stefánsdóttir syngur einsöng - Súpa og brauð í Óðali að messu lokinni

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

%E>;DEB { @E>;D

má 8/11-20:00 Brákarhlíð; Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar fi 11/11-20:00 Hjálmaklettur; Kynningarfundur um vindorkugarðinn Múla og fyrirhugað umhverfismat hans la 13/11 Hvanneyri; Matarhátíð Matarauðs Vesturlands la 13/11-10:00 Árdalur; Ganga Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs um Árdalsgil í leiðsögn Péturs Jónssonar þr 16/11-20:00 Borgarneskirkja; Messa su 28/11-11:00 Borgarneskirkja; Messa - Fyrsti sunnudagur í aðventu. Heitt kakó og smákökur í Óðali að messu lokinni fö 14/1 Föstudagurinn Dimmi Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

Björgunarmiðstöð Brákar að rísa

Björgunarmiðstöð Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi er hægt og sígandi að rísa á Fitjum þar sem áður var bílasala. Plata hússins var steypt á dögunum og hér eru þeir að leggja lokahönd á hana, Rab Clarke og Freyr Ágústsson. Límtréð í húsið er komið á staðinn og einingarnar koma fljótlega. „Það var stefnt á opnun 1. desember nk. en það næst trúlega ekki úr þessu,“ segir Jakob Guðmundsson formaður byggingarnefndar Brákar. Hann segir vonir standa til að hægt verði að hafa flugeldasöluna í nýja húsinu en unnið sé í Plani-B til öryggis. Styrktarreikningur Brákar vegna nýbyggingarinnar er 0326-222220 og kennitalan: 570177-0369. Rétt er að minna á að margt smátt gerir eitt stórt í þessum efnum. Mynd: Olgeir Helgi


Umhverfismat vegna vindorkuverkefnisins Múla Qair Iceland ehf. áformar að reisa vindorkugarðinn Múla. Þróunarverkefnið er matsskylt skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, tl. nr. 3.02 í 1. viðauka laganna. Nú hugar þróunaraðili að því að halda opinn kynningarfund og eru íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Einnig verður fyrirhugað umhverfismat til umfjöllunar þar sem starfsmenn EFLU verkfræðistofu kynna helstu áherslur matsins auk þess að leita upplýsinga frá fundarmeðlimum. Kynningarfundurinn verður haldinn 11. nóvember næstkomandi milli klukkan 20:00-22:00 í Hjálmakletti, Borgarbraut 54, Borgarnesi. Á fundinum verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar.

Aðalfundur Krabbameinsfélags Borgarfjarðar verður haldinn mánudaginn 8. nóvember 2021 kl. 20:00 í sal Brákarhlíðar Borgarnesi. Dagskrá fundar: Við fáum til okkar Unni iðjuþjálfara frá Ljósinu. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.

-

Venjuleg aðalfundarstörf. Þar sem meðal annars verða ræddar breytingar á samþykktum félagsins í takt við tímann og kynnt verður dagskrá vetrarins. Kv. Stjórn Krabbameinsfélags Borgarfjarðar.


Hjálmakletti afhentur flygill Hjálmakletti var formlega afhentur flygill þann 22. október sl. en Borgarbyggð er eigandi og umsjónaraðili. Flygillinn er gjöf fjölda aðila sem styrktu söfnunarátak sem var hrundið af stað í desember 2011 að frumkvæði Ásdísar Helgu Bjarnadóttur og Jónínu Ernu Arnardóttur með það að megin markmiði að standa fyrir kaupum á flygli fyrir Hjálmaklett Menningarsal Borgarfjarðar í Borgarnesi. Flygillinn er af tegundinni Yamaha C3X 2008. Við sama tækifæri steig tríóið Danois á stokk og flutti tónlist í samstarfi við Sigrúnu Elíasdóttur langspil þar sem þjóðsögum og þjóðlögum var fléttað saman. Þar fékk flygillinn að njóta sín.

Þær Ásdís Helga Bjarnadóttir og Jónína Erna Arnardóttir afhenda Þórdísi Sif Sigurðardóttur sveitarstjóra Borgarbyggðar flygilinn góða með formlegum hætti. Mynd: Olgeir Helgi

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.