Íbúinn 21. tbl. 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

21. tbl. 16. árgangur

30. september 2021

Stór hluti af lesendum Íbúans hefur verið að snúast í kring um sauðfé í haust. Hér er falleg stemmningsmynd úr leitum haustsins þar sem smalar fylgja safni síðasta spölinn í fyrri leit. Veðurguðirnir hafa ekki alla daga verið leitarmönnum svona hliðhollir og héldu t.d. leitarmenn í seinni leit á Arnarvatnsheiði kyrru fyrir í skála í Álftakróki síðasta þriðjudag vegna illviðris. Mynd: Sigurborg Hanna Sigurðardóttir


Félagsstarf aldraðra og öryrkja í Borgarbyggð Haustið 2021 Aftur af stað eftir covid

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

ORÐALEIT!

Þriðjudaginn 5. október kl 13.00 Borgarbraut 65A Borgarnesi Félagsstarf aldraðra og öryrkja hefst nú loksins aftur eftir covid heimsfaraldurinn. Starfið verður eins og áður að Borgarbraut 65A Borgarnesi. María Þórarinsdóttir, nýráðin starfsmaður félagsstarfsins tekur á móti ykkur. Fyrsta daginn er ætlunin að ræða starf vetrarins, fá hugmyndir frá ykkur um verkefni og hvað væri gaman að hafa á dagskrá í vetur? Kaffiveitingar í kaffitímanum þriðjudaginn 5. október verða í boði Borgarbyggðar í tilefni opnunnar. Vona að sem flestir sjái sér fært að mæta. Eftirfarandi er grunnur að dagskrá vetrarins en bætt verður við dagskrána þegar líður á veturinn út frá áhugakönnun og ábendingum ykkar eftir því sem hægt er. Mánudaga kl.13-16 spil Þriðjudaga kl.13-16 handavinna /föndur/spil Miðvikudaga kl.13-16 handavinna /föndur/spil Fimmtudaga kl 13 jóga/spil Námskeið bingó og aðrir viðburðir auglýstir síðar. Námskeið s.s. glervinnsla, kertagerð og fl. eftir áhugakönnun, bingó og aðrir viðburðir verða auglýstir síðar Hlökkum til að sjá ykkur.

Appelsína Epli Grasker Gulrót Jarðarber Lárpera Laukur Pera Tómatur Vatnsmelóna

Viðburðadagatal 1.-2/10 Barabar Afþví bara bjórhátíð, Októberfest la 2/10-13:00 Safnahús, Hallsteinssalur; Opnun á myndlistarsýningu Jóhönnu L. Jónsdóttur su 3/10 Rauðsgilsrétt, önnur su 3/10 Oddsstaðarétt, önnur su 3/10-15:00 Brákarhlíð; Haustfundur FEBBN þr 5/10-13:00 Borgarbraut 65A; Félagsstarf aldraðra og öryrkja hefst á ný fi 7/10 Barabar; Pubquiz Gísla Einars fö 8/10-21:00 Söguloft; Búkalú Margrétar Maack. Sýningin blandar

saman burleski, kabarett, dragi og sirkus svo úr verður einstakur fullorðinskokkteill la 9/10-21 Barabar; Bara óskalög sjúklinga - singalong su 10/10 Mýrdalsrétt, önnur su 10/10-21 Barabar; Myrka Ísland, Sögur og tónlist la 23/10 Fyrsti vetrardagur la 23/10-16:00 Hjálmaklettur; Ball Knattspyrnudeildar Skallagríms fyrir yngri kynslóðina með Meginstreymi la 23/10-20:00 Hjálmaklettur; Kótilettukvöld Knattspyrnudeildar Skallagríms

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar


Fantasíur - sýningaropnun Sýning á verkum Jóhönnu L. Jónsdóttur 02.10. - 04.11. 2021 Myndlistarsýning Jóhönnu L. Jónsdóttur verður opnuð í Hallsteinssal laugardaginn 2. október n.k. kl. 13.00. Myndirnar sem Jóhanna sýnir eru fantasíur sem fæðst hafa í huga hennar þegar hún starir á auðan strigann og umbreytir honum. í verkum hennar er að finna innblástur frá árstíðabundnum litum og birtu í íslenskri náttúru. Allir velkomnir. Opið verður til kl. 15:00 á opnunardaginn. Gestir eru beðnir að virða gildandi sóttvarnarreglur. Verði breytingar á fyrirkomulagi verður það kynnt á www.safnahus.is.

Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Sýningin verður opin kl. 13:00-15:00 á opnunardaginn en eftir það 13:0018:00 virka daga. Ókeypis aðgangur.

Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Fjórir nýir þingmenn - enn sem komið er Nokkur endurnýjun varð í þingmannahópi Norð-Vesturkjördæmis við alþingiskosningarnar um síðustu helgi. Af átta þingmönnum (sjá myndir til hægri) eru fjórir nýir á þingi þó flestir þeirra hafi áður verið varaþingmenn. Ekki er alveg útséð með niðurstöðu kosninganna þar sem mögulega stefnir í að talning atkvæða í kjördæminu verði afdrifarík. Hún er ótvírætt nú þegar orðin söguleg. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kosningar eru sögulegar í þessu kjördæmi því margir minnast þess þegar Björn Þorbjörnsson, eða Baddi lögga fann kassa með 47 týndum kjörseðlum í fangaklefa í Borgarnesi fjórum dögum eftir kosningarnar 1987. Eftir að talningu var lokið nú á sunnudagsmorgun kom í ljós misræmi í tölum og hefur verið haft eftir formanni kjörnefndar að um mannleg mistök hafi verið að ræða við innslátt. Því var endurtalið. Við endurtalningu sannaðist hið fornkveðna að hvert atkvæði skiptir máli. Nokkur atkvæði fluttust milli flokka og dugði það til að jöfnunarþingsæti færðust á milli kjördæma þó ekki breyttust hlutföll þingsæta milli flokka. Fimm frambjóðendur í fimm stjórnmálaflokkum sem voru á þingi eftir fyrri talningu misstu þingsæti til fimm flokks-

félaga eftir þá seinni. Endurtalningin hafði því áhrif á þingsetu tíu einstaklinga í fimm flokkum í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi. Yngsti þingmaður sögunnar tapaði t.d. skammvinnu þingsæti sínu en veigamesta breytingin var þó sú að fyrir endurtalningu voru konur í meirihluta þingmanna í fyrsta sinn í sögunni, en ekki eftir endurtalningu. Gagnrýni hefur komið fram á meðferð kjörgagna í Norð-Vesturkjördæmi á milli talninga. Landskjörstjórn hefur bókað að ekki hafi borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð kjörgagna hefði verið fullnægjandi - einu kjördæma eftir nýyfirstaðnar alþingiskosningar. Karl Gauti Hjaltason fráfarandi þingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi missti sæti sitt til Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi við endurtalninguna og skv. Morgunblaðinu hefur Karl Gauti kært endurtalninguna til lögreglu. Þá hefur Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi sem ekki náði kjöri á Alþingi lýst því yfir að hann hyggist kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis.

Þingmaður um stund Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar var þingmaður Viðreisnar um stund eftir fyrri talningu í Norðvesturkjördæmi en tapaði þingsætinu til Guðbrandar Einarssonar flokksfélaga síns í Suðurkjördæmi eftir endurtalningu.

1. þingmaður Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki og varaþingmaður fyrir Framsóknarflokk.

2. þingmaður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á Akranesi Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fyrir Sjálfstæðisflokk 3. þingmaður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir á Bakkakoti í Stafholtstungum, varaþingmaður og kennaranemi fyrir Framsóknarflokk.

4. þingmaður Bjarni Jónsson fiskifræðingur á Sauðárkróki og varaþingmaður fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð.

5. þingmaður Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi á Vestri-Reyni fyrir Sjálfstæðisflokk.

6. þingmaður Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur úr Reykjavík og formaður Orkunnar okkar fyrir Flokk fólksins.

7. þingmaður Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður á Flateyri fyrir Framsóknarflokk.

Uppbótarþingmaður Bergþór Ólason alþingismaður frá Borgarnesi fyrir Miðflokkinn.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.