Íbúinn 22. tbl. 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

22. tbl. 16. árgangur

Auglýsingasími: 437 2360

13

SHG

ehf.

14. október 2021

BIFREIÐAÞJÓNUSTA

ALMENN ÞJÓNUSTA FYRIR FÓLKSBÍLA OG JEPPA - BÍLA- & TÆKJAFLUTNINGUR - DEKKJASKIPTI - DEKKJAVIÐGERÐIR - BÍLAÞRIF

865 1338

shg13ehf@gmail.com

Sólbakka 6, 310 Borgarnes

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Viðburðadagatal fi 14/10-20:00 Barabar; Pub Quiz með Gísla Einars la 16/10-16:00 Barabar; Píanóið opið, allir velkomnir su 17/10-11:00 Borgarneskirkja; Messa su 17/10-16:00 Söguloft Landnámsseturs; Stormfuglar Einars Kárasonar. Frásögnin er byggð á samnefndri bók Einars sem kom út árið 2018 þar sem hann segir magnaða sögu um afdrif íslenskra sjómanna sem lenda í aftakaveðri úti fyrir Nýfundnalandi og byggir á sönnum atburðum. la 23/10 Fyrsti vetrardagur la 23/10-16:00 Hjálmaklettur; Ball Knattspyrnudeildar Skallagríms fyrir yngri kynslóðina með Meginstreymi la 23/10-20:00 Hjálmaklettur; Kótilettukvöld Knattspyrnudeildar Skallagríms

BARNAHORNIÐ

Umsjón: Hanna Ágústa

Getur þú hjálpað Óla að finna pallettuna sína?

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Matarhátíð á Vesturlandi Matur sem uppruna sinn á á Vesturlandi verður í hávegum hafður í landshlutanum í nóvember. „Þetta er tvískipt annarsvegar viðburðadagskrá allan nóvember þar sem við hvetjum veitingaaðila, matvælaframleiðendur og menningarfólk til að taka saman höndum og standa fyrir viðburðum um allt Vesturland þar sem vestlenskur matur og matarmenning eru í hávegum höfð. Hinsvegar stöndum við fyrir Matarhátíð á Hvanneyri laugardaginn 13. nóv. þar sem vonandi verður margt til að gleðja sálina, augu, huga, munn og maga,“ segir Margrét Björk Björnsdóttir sviðsstjóri Áfangastaða- og markaðssviðs SSV í samtali við Íbúann. Þetta er hluti af verkefninu Matarauður Vesturlands sem er áhersluverkefni bæði í

Sóknaráætlun Vesturlands og Áfangastaðaáætlun Vesturlands. Margrét Björk segir að einnig sé stefnt á að afhenda viðurkenningu fyrir gott starf í þágu íslenskra matvinnslu og matarmenningar: Askinn 2021. Hún segir að þetta séu

áhersluþættirnir sem lagt sé upp með. „Svo er bara spurning hvað fólk verður duglegt að taka við sér og taka þátt og búa til viðburði inn í dagskrána.“ Magrét Björk vill hvetja fólk til dáða til að taka þátt, bæði sem gerendur og neytendur.

Matarmarkaður á Hvanneyri 2019.

ÍBÚINN

fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320, 342 og 356

Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360


Almenningssamgöngur í Borgarbyggð að hefjast Almenningssamgöngur eru að verða að veruleika innan sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Fyrsta formlega ferðin verður farin frá Kleppjárnsreykjum að morgni 19. október nk. Fyrst um sinn verður boðið upp á ferðir frá Kleppjárnsreykjum og Varmalandi í Borgarnes alla virka morgna kl. 08:20. Um er að ræða fyrsta áfanga verkefnisins en það mun þróast í takt við eftirspurn og nýtingu akstursleiðarinnar. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa hlotið styrk frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að hefja þetta tilraunarverkefni í almenningssamgöngum í Borgarbyggð. Verkefnið snýr að samþættu leiðarkerfi í sveitarfélaginu. Styrkurinn er sem nemur 12.000.000 kr. og deilist á tvö ár. Tilraunaverkefnið er samstarfsverkefni milli Borgarbyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Menntaskóla Borgarfjarðar og Vegagerðarinnar. Breyta þurfti reglum um skólaakstur í Borgarbyggð, þ.e. nú geta aðrir en grunnskólabörn

Stimplar fjölbreytt úrval Prentþjónusta Vesturlands

prentun@vesturland.is

nýtt skólabílana í uppsveitum Borgarfjarðar og á Mýrum. Útfærslan verður kynnt íbúum síðar. Vegagerðin hætti við að leggja niður leið 81 líkt og stóð til og Strætó hefur bætt við leiðum í leiðarkerfinu sínu þannig að ekið verði alla virka daga yfir vetrartímann. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda utan um verkefnið og

Menntaskóli Borgarfjarðar og Borgarbyggð styðja við verkefnið með fjárframlagi. Í frétt um verkefnið segir að mikil samstaða hafi myndast á milli samstarfsaðila og samningaviðræður hafi gengið vonum framar. Það sé því mikil ánægja að nú sé loksins hægt að bjóða upp á þessa þjónustuviðbót fyrir íbúa sveitarfélagsins.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.