Haust

Page 28

ÖRBRUGGHÚS

– Bjór sem bragð er að Mynd JÓN ÁRNASON

Á

síðustu árum hafa sprottið fram á sjónarsviðið nokkur örbrugghús sem boðið hafa upp á öðruvísi bjór, bjór með bragð og karakter. Nú eru þrjú sjálfstæð brugghús starfrækt hér á landi og virðast vera komin til að vera. Fyrir utan þessi þrjú hafa Vífilfell og Ölgerðin einnig komið á fót metnaðarfullri bjórframleiðslu í anda örbrugghúsanna. Þessi bjór menning er angi af evrópskri og banda rískri hefð sem hefur gengið í bylgjum en lifir þessi árin verulegt blómaskeið, ekki síst vestanhafs. Auðvitað hafa örbrugghús lengi verið við lýði, svo sem í klaustrum kaþólsku kirkjunnar. Þau tóku að breiðast út í lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu, en fór þá aftur fækkandi.

YFIR 20 TEGUNDIR AF ÍSLENSKUM BJÓR Svo vitnað sé í Árna Hafstað, kúabónda í Útvík í Skagafirði sem framleiðir bjór undir merkinu Gæðingur, þá einkenndist bjórframleiðsla alþjóðlegu fram leiðendanna af því að minna var af öllu nema vatni. Eins og gengur og gerist þegar menn vilja höfða til allrar heimsbyggðar innar er þröskuldur inn lækkaður og dregið úr sérkennum bjórsins þar til allt bragð er að heita má horfið. Þetta kallar á viðbrögð þeirra sem vilja hafa bragð af bjórnum og það skýrir núverandi uppgang örbrugghúsanna. Gæðingur er nýjasti sprotinn á íslenska bjórmeiðnum en Árni hófst handa í gömlu hænsna húsi og sendi fyrsta bjórinn

26

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

á markað 1. maí 2011. Nú fram leiðir hann þrjár tegundir af bjór allt árið – lagerbjór, pale ale og stout – en er auk þess með jólabjór, þorrabjór og páskabjór. Árni og félagi hans hafa sótt námskeið í bjórgerð í Danmörku og Englandi þar sem þeir keyptu bruggtækin. Sala bjórsins gengur vel og er ársframleiðslan orðin rúm lega 120 þúsund lítrar en tækin þola ekki miklu meiri keyrslu. Á jörðinni Ölvisholti í Flóa á Suðurlandi er brugghús sem kallast Ölvisholt brugghús og þar er fram leiddur bjór sem nefnist Skjálfti. Nafnið er fengið frá Suðurlandsskjálftanum frá árinu 2000 sem átti einmitt upptök sín á þeim stað þar sem bjórgerðin er til húsa í gömlu fjósi. Þar eru bruggaðar þrjár tegundir sem bera þjóðleg nöfn – Skjálfti, Freyja og Móri – og að sjálfsögðu er fram leiddur bæði jóla- og páskabjór. Auk þess er einn sem heitir Lava og er einkum hugsaður til útflutnings, sem gengið hefur ágætlega. Ársframleiðslan er yfir 300 þúsund lítrar sem jafngildir einni milljón lítilla flaskna. Stærsta fyrirtækið á þessum vettvangi, og það elsta, er Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi við Eyjafjörð þar sem framleiddar eru níu tegundir af bjór og ársframleiðslan nemur um 550 þúsund lítrum. Vinsælasta tegundin er Ljósi Kaldi, en einnig eru bruggaðir Dökki Kaldi, Norðan Kaldi, Kaldi Lite og Stinnings Kaldi, auk þriggja árstíðabundinna tegunda. Þar á meðal er Jóla Kaldi sem er vinsælasti jólabjórinn í vínbúðum landsins og hverfur yfirleitt samdægurs. Fjórða tegundin er að


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Haust by Í boði náttúrunnar - Issuu