Page 1

í boði náttúrunnar

1.790 kr.HAUST 2012

HAUST

Í boði náttúrunnar

2012

ferðalög | matur

| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin

8

íslenskir bjórar Smökkun

Ull og listaverk

Ólafur Elíasson Hildur Bjarnadóttir

fræsöfnun

– á Snæfellsnesi

waldorf-skóliNN

Listræn áhersla í kennslu

Uppskera

Mjólkursýrt grænmeti, sjö tegundir af tómötum og girnilegar uppskriftir


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

3


EFNI

52

Í boði náttúrunnar

54 10 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

Sigurður Ólafur Sigurðsson áhugaljósmyndari svarar nokkrum spurningum. 14 NÝSKÖPUN  ULL

Nokkrar vörur innblásnar af ull. 16 HILDUR BJARNADÓTTIR

Vettlingar handa ömmu. 20 ÓLAFUR ELÍASSON

Safnar gráum kindum. 26 ÖRBRUGGHÚS

Bjór sem bragð er að.

10

10 42

28 BJÓRSMÖKKUN

Átta bjórar smakkaðir. 30 RÍKULEG UPPSKERA

Tómas Ponzi og Björk Bjarnadóttir stefna á sjálfbærni. 42 SÝRT GRÆNMETI

Heilsubomba í krukku.

20

46 FRÆTÍNSLA

Agnes Lind tínir fræ á Snæfellsnesi. 52 HAARBERG LJÓSMYNDAHJÓNIN

Með auga fyrir landi og dýrum. 54 WALDORFSKÓLIN Í LÆKJARBOTNUM

Einstakt uppeldi í anda Rudolf Steiner. 64 ELDAÐ ÚR RÓTARGRÆNMETI

30

Inga Elsa og Gísli Egill elda og mynda.

FASTIR LIÐIR 8 RITSTJÓRNARPISTILL 12 BÓKAGAGNRÝNI 70 BÆRINN MINN  Seyðisfjörður 80 ORÐ: Sigrún stefánsdóttir

64

46 6 Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

16

28


FÍTON / SÍA

MP banki eflir atvinnulífið MP banki er eini sjálfstæði og óháði einkabankinn og því í kjörstöðu til að veita úrvals þjónustu fyrir íslenskt atvinnulíf, athafnafólk, „árfesta og spari„áreigendur. Stefna okkar er skýr: Við erum banki atvinnulífsins.

Við erum sérfræðingar í bankaviðskiptum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og veitum þeim alhliða þjónustu sem og einstaklingunum sem að þeim standa.

Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og metum árangur okkar í vexti þeirra og velgengni.

Við erum leiðandi „árfestingarbanki í fyrirtækjaráðgjöf, markaðsviðskiptum og „ármögnun í gegnum verðbréfamarkað.

Verið velkomin í banka atvinnulífsins.

Við erum þekkt fyrir afbragðs árangur í eignastýringu á innlendum sem erlendum mörkuðum – jafnt við góðar sem erfiðar markaðsaðstæður.

Ármúli 13a / Borgartún 26 / +354 540 3200 / www.mp.is


RITSTJÓRN Guðbjörg Gissurardóttir

HAUSTRÚTÍNAN

Guðbjörg með bufftómat sem er einn af sjö tómatafbrigðum sem Tómas Ponzi ræktar á Brennholti í Mosfellsdal (sjá bls. 30).

Ólíkt hinum árstíðunum kallar HAUSTIÐ oft fram blendnar tilfinningar hjá okkur Íslendingum. VORIÐ fyllir mann eftirvæntingu og glaðlegur fugla söngurinn fyllir loftið á meðan haustið ómar af röddum farfugla sem fljúga hátt yfir höfði manns, fegnir því að komast í burtu. Á SUMRIN eru allir kroppar yfirfullir af D-vítamíni og þar af leiðandi er ekki einu sinn möguleiki á að fara í fýlu. VETUR kemur með jólin, kertaljós og kósíheit eftir að haustið er búið að undirbúa huga og líkama fyrir myrkrið. En það er eitthvað við haustið sem gerir það svo sjarmerandi. Ég hef lært að meta haustið fyrir litadýrðina, berjatínsluna, uppskeruna og rútínuna sem maður er farinn að þrá eftir ringulreið sumarsins. En um leið og maður neglir allt í fastar skorður er alltaf hollt að hugsa rútínuna upp á nýtt og jafnvel skapa nýja rútínu. Eins og við vitum getur góð rútína breytt lífinu til hins betra – og öfugt með þá slæmu. Ég vil alls ekki að þú, lesandi góður, haldir að mér finnist það lítið mál að koma sér upp nýrri rútínu, sama hversu góð hún er. Ég á t.d. í miklu basli með það þessa dagana að koma á reglu legum sund ferðum klukkan hálf sjö á morgnana. Ég er ótrúlega góð í því að tala sjálfa mig inn á það í svefnrofunum að það sé of kalt, ég sé með vott af kvefi sem gæti versnað og hversu mikilvægt það sé nú að ná góðum svefni. Sef svo hálftíma lengur eða þangað til vekjara klukkan hringir á hinu náttborðinu. En nú ætla ég að prófa aðferð sem ég heyrði um nýverið og langar að deila henni með ykkur. Þessi aðferð snýst um það að ef maður er fastur eða á erfitt með að breyta rútínu á einum stað í lífinu (morgunsundið í mínu tilviki) þá á maður að hætta að rembast eins og rjúpan við staurinn og í staðinn einbeita sér að því að vinna að öðrum góðum siðum. T.d gæti ég hugsað mér að fara að borða sýrt grænmeti (sjá bls. 37) á hverjum degi og bæta þannig meltinguna og heilsuna. Hugmyndin er sem sagt sú að ef maður bætir líf sitt á einu sviði þá kemur ávinningurinn fram á öllum hinum sviðunum líka og þannig gæti sundrútínan hrokkið í gírinn við það eitt að einbeita mér að einhverju öðru. Góð pæling sem sakar ekki að prófa! Það er alltaf gaman að gera hluti í fyrsta sinn; a.m.k. leið mér örlítið þannig þegar við hjá ÍBN settumst niður og veltum fyrir okkur efnistökunum í fyrsta haustblaðinu okkar. Kindurnar koma ofan úr fjöllum með kaldan andvara og því fannst okkur ástæða til að skoða ullina og fjölbreyttar birtingarmyndir hennar þar sem myndlistarmennirnir Hildur Bjarnadóttir og Ólafur Elíasson koma meðal annars við sögu. Uppskera í Mosfellsdal, frætínsla á Snæfellsnesi og skólabyrjun og hugmynda fræði Waldorf-skólans í Lækjarbotnum eru einnig meðal efnis. Að ógleymdum Haarberg-hjónunum sem dvöldust alls átta mánuði á Íslandi til að ná myndum af öllum árstíðunum og kemur þar berlega í ljós hversu glöggt gestsaugað er. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, lokar svo haustþemanu með hugleiðingum um vin sinn, haustið. Njótið! VETUR kemur út í janúar 2013.

FÓLKIÐ

8

MYND OG RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR. HÖNNUN/UMBROT BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR/G.G. LJÓSMYNDIR JÓN ÁRNASON, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, GÍSLI EGILL HRAFNSSON, SIGURÐUR ÓLAFUR SIGURÐSSON, HANNS VERA, ORSOLYA OG ERLEND HAARBERG. MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR TEXTI MARGRÉT JOCHUMSDÓTTIR, SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, INGA ELSA BERGÞÓRSDÓTTIR, GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR. PRÓFARKALESTUR HILDUR FINNSDÓTTIR. ÞÝÐING GUNNHILDUR HELGA STEINÞÓRSDÓTTIR. AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR. ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁT TÚRUNNAR. HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYK JAVÍK. SÍMI 861 5588. NETFANG IBNIBN.IS VEFFANG WWW.IBN.IS LAUSASÖLUVERÐ 1.790 KR. ISSN16708695 PRENTUN SVANSPRENT, SVANSVOT TUÐ PRENTSMIÐJA.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


ÁSKRIFT

1.790 kr.

í boði náttúrunnar

HAUS T 2012

HAUST

úrunna Í boði nátt

2012

FERÐALÖ G

| MAT UR

r

| SVE ITIN | DÝR | HEIL SA TUN | HÍBÝ LI | ÚTIV IST | RÆK

8

ÍSLE NSK IR BJÓ RAR Smökkun

ULL OG LISTAV

ERK

Ólafur Elíasson ir Hildur Bjarnadótt

FRÆSÖFNUN – á Snæfellsnesi

LINN WALDORFSí KÓ kennslu

Ársáskrift eða góð gjöf fyrir aðeins 6.270 kr.

Listræn áhersla

+ 4 BLÖÐ Á ÁRI + FRÍ HEIMSENDING

+ 15% SPARARNAÐUR

Uppskera

+ MISSIR ALDREI AF BLAÐI

ibn.is

TEGUNDIR GRÆNMETI, SJÖ PSKRIFTIR MJÓLKURSÝRT UP OG GIRNILEGAR AF TÓMÖTUM

Komi þið sæl. Ég var í sumarbústað um helgina og þar var frænka mín með blöðin ykkar og vá!! ég kolféll fyrir þeim. Ofsalega falleg blöð með góðu, skemmtilegu, fróðlegu efni og fallegum myndum. Ég er ákveðin í að gerast áskrifandi, en mig langar líka að eignast blöðin sem eru komin út. Get ég keypt þau einhverstaðar eða pantað þau hjá ykkur og fengið þau send heim. Með kveðju, Guðríður M. Eyvindardóttir

í boði náttúrunnar RAFRÆN ÁRSÁSKRIFT (4 blöð) 3.400 kr. Í boði náttúrunnar

8

ÚTSÖLUVERÐ ÚR BÚÐ 1.790 kr.

ULL OG LISTAVERK

Ólafur Elíasson Hildur Bjarnadóttir

FRÆSÖFNUN

– á Snæfellsnesi

WALDORFSKÓLINN

ELDRI BLÖÐ 850 kr. Póstburðabjald innifalið

Listræn áhersla í kennslu

Uppskera

MJÓLKURSÝRT GRÆNMETI, SJÖ TEGUNDIR AF TÓMÖTUM OG GIRNILEGAR UPPSKRIFTIR

Hægt er að greiða með kreditkorti eða láta senda kröfu í heimabanka.

Kaupa á netinu: www.ibn.is Í síma: 861 5588


MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS

Hvernig kom þessi ljósmyndasería til? Eftir að hafa stefnt að ljósmyndanámi í yfir 20 ár lét ég slag standa og hóf nám í ljósmyndun í Tækniskólanum haustið 2011. Eitt af fyrstu verkefnum vetrarins var myndasería úr réttum. Myndaseríur og sögur í myndum er eitt af mínum aðal áhugamálum í ljósmyndun og því tók ég þessu verkefni fagnandi. Ég fór bæði í Oddstaða- og Þverárhlíðarréttir til þess að ná þeim myndum sem ég þurfti til að geta sagt söguna.

DREGIÐ Í DILKA Sigurður Ólafur Sigurðsson hefur tekið myndir í fjölda ára en útskrifaðist úr ljósmyndanámi frá Tækniskólanum vorið 2012. Hann rekur nú fyrirtækið Icelandic Photo Company ásamt því að sinna ýmsum verkefnum tengdum leit, björgun og ferðamennsku.

Hvað var það sem þú varst að reyna að ná fram í myndunum? Mig langaði að segja alla söguna; frá því að féð kemur af fjalli, það dregið í dilka og loks flutt burt. Ég vildi líka að áhorfandinn upplifði fjöldann og þá skemmtilegu kaos-stemningu sem ríkir í réttunum. Þannig sýnir fyrsta myndin í seríunni hvar fé kemur í stórum hópum af fjalli, aðrar sýna svo þegar hleypt er inn í almenninginn og að lokum sjáum við hvar gripaflutningabíllinn kemur til að sækja féð og færa það á vit örlaganna. Hvaða tæki og tól notar þú? Ég nota Canon-búnað í flestallt. Þar á meðal eru 5D MII, 17-40 mm f4 L, 24-105 mm f4 L, 50 mm 1,4 og 70-200 mm f4 L. Flest af mínum búnaði er valið annars vegar með tilliti til gæða og hins vegar fyrirferðar og þyngdar, sem skiptir miklu máli fyrir mikið af því sem ég geri. Ég nota til dæmis mikið Canon G12 vél sem er létt, meðfærileg og með flestu sem til þarf til skapandi ljósmyndunar þegar ekki er mögulegt að dröslast með heila SLR-vél og úrval linsa. Auk þess líður varla sá dagur sem ég myndi ekki eitthvað á símann. www.sigosig.com

10

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


BÆKUR OKKUR FINNST

HAGKERFI

GERA SJÁLF

HANDVERK

MATUR

Það er ekki oft sem bækur um hagfræði á manna máli birtast í hillum bókabúðanna en þessi metsölubók hefur vakið gífurlega athygli hvar sem hún hefur verið gefin út. Það er ekki að ástæðu lausu því í þessari nýju bók tekst Ha-Joon Chang að gera það sem fæstum hefur tekist; að útskýra hag- og stjórnkerfi heimsins með auðskilnum, djörfum og skemmtilegum texta. Hann er sjálfur ekki andsnúinn kapítalisma en í bókinni afhjúpar hann ýmsar goðsagnir frjáls markaðar og hnatt væðingar og sýnir fram á að hægt er að fara aðrar og betri leiðir til að bæta samfélagið. Hann setur fram áhugaverðar staðhæfingar eins og að þvottavélin hafi breytt lífi fólks meira en netið, að íbúar þróunarríkja séu meiri frumkvöðlar en fólk í auðugum ríkjum og að frjáls markaður sé í rauninni ekki til. Þetta er bók sem virkilega hristir upp í manni og fær mann til að hugsa hlutina upp á nýtt.

Ef það er eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að kunna, sama hvað það er, þá finnurðu að öllum líkindum leiðbeiningar um það í þessari bók. Sýnt er á mjög myndrænan og skemmtilegan hátt hvernig gera á allt milli himins og jarðar. Myndskreytingarnar eru stílhreinar og sýna skref fyrir skref hvernig gera á hlutina og stuttur texti fylgir með. Dæmi um það sem kennt er í bók inni er hvernig fjarlægja á tyggjó úr hári, skipta um dekk á bíl, hvernig rækta á avókadótré, vefja sushi, líma upp veggfóður, glíma við krókódíl o.s.frv. Virkilega þægilegt uppflettirit fyrir þá sem finnst gaman að gera hlutina sjálfir. Sniðug bók til að láta liggja á stofuborðinu og allir aldurshópar geta gluggað í og haft gaman af.

Frá hruninu 2008 hefur orðið nokkurs konar endurvakning endurvinnslu en það er þó ekki langt síðan Íslendingar þurftu virkilega að nýta og nota það sem til féll. Í þessari nýju bók Sigríðar Ástu Árnadóttur (Kitschfríðar) eru nýstárlegar hugmyndir um endur nýtingu ullarfatnaðar ásamt litskrúðugum prjónaog hekluppskriftum. Það er eitthvað fyrir alla í bókinni því í henni eru uppskriftir fyrir jafnt litla fingur sem fullorðna, bæði fyrir þá sem eru vanir og þá sem eru bara rétt að byrja. Við Í boði náttúrunnar erum ánægð með hugsjónina á bak við þessa vönduðu bók Kitschfríðar.

Frá hjónunum og matreiðslumeisturunum Guðlaugu Jónsdóttur og Karli Kristjáni Ásgeirssyni er komin þessi glæsilega matreiðslubók. Bókin er í okkar anda því henni er skipt upp í kafla eftir mánuðum ársins og fjallar um þau náttúrulegu hráefni sem í boði eru eftir árstíðum. Það skemmtilega við bókina er að þetta er ekki bara matreiðslubók heldur er hún líka mjög fræðandi um náttúru og mannlíf Vestfjarða og inniheldur einstaklega fallegar ljósmyndir þaðan. Það er einhver stemning í bókinni sem gerir mann hreinlega glaðan og vekur löngun til að hoppa upp í flugvél og skella sér vestur.

– 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá

– Svona á að ... 500 hlutir sem gott er að kunna

– Litfríður

HÖFUNDUR Sigríður Ásta Árnadóttir

– Boðið vestur Veisluföng úr náttúru Vestfjarða

HÖFUNDAR Guðlaug Jónsdóttir og Karl Kristján Ásgeirsson

HÖFUNDAR Derek Fagerstrom og Lauren Smith

HÖFUNDUR Ha-Joon Chang

L 12

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Brandenburg

LANDSLAGSFANGARINN FRÁ

LAUSNIR FYRIR FÓLK Á FARALDSFÆTI Nýherji hf.

Sími 569 7700

www.netverslun.is


ULLARVÖRUR Nýsköpun

Umsjón MARGRÉT JOCHUMSDÓTTIR

NÝ PRJÓNABÓK Í nýjustu bók Guðrúnar S. Magnúsdóttur, Húfuprjón, eru 57 uppskriftir á kríli, krakka, konur og karla. Þetta er litrík og fjölbreytt bók með einföldum og skýrum uppskriftum, gagnlegum leiðbeiningum, góðum ráðum og stuttri kennslu í því prjóni og hekli sem kemur fyrir í uppskriftunum. Bókin er gefin út af Forlaginu og fæst í öllum helstu bókabúðum landsins. Forlagid.is

HESPUR

PRJÓNANÁMSKEIÐ

Guðrún Bjarnadóttir hefur gert margar tilraunirnar með handlitaða ull og notar til þess íslenskar jurtir. Nú selur hún afraksturinn undir nafninu Hespa. Einbandið, sem er í 50 g hespum, hentar bæði fyrir prjón og hekl og gefur jurtalitað garnið skemmtileg blæbrigði í flíkurnar sem næst ekki með verksmiðjulituðu garni. Hespurnar fást í Ullarselinu á Hvanneyri og í Hespuhúsinu sem er vinnustofa Guðrúnar í Borgarfirðinum. Guðrún sendir líka frítt um allt land. hespa@vesturland.is

Ragnheiður Eiríksdóttir, prjónakona og eigandi Knitting Iceland, hefur skapað sér sérstöðu á prjónamarkaðnum með því að kenna óvenjulegar aðferðir og tækni í prjóni. Meðal vinsælustu námskeiða Ragnheiðar er peysuprjón að ofan, þar sem byrjað er á hálsmálinu og prjónað niður. Að margra mati er þetta bæði auðveldari og snjallari leið til að prjóna alls konar peysur. Hægt er að skrá sig á námskeiðin á ragga@knittingiceland.is og nálgast upplýsingar um næstu námskeið á facebook.com/knittingiceland

14

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


FISKUR

BUDDA ÚR GÆRU

Sigríður Ásta Árnadóttir (Kitschfríður) hefur um árabil einbeitt sér að endurvinnslu á textíl. Hennar nýjasta hönnun er litskrúðugir og áhugaverðir fiskar sem gerðir eru úr ullarteppum, gardínum, áklæði og fatnaði og fylltir íslenskri ull. Fiskarnir hafa glatt bæði börn og fullorðna enda er hægt að nota þá sem púða, skraut og leikföng. Fiskarnir fást hjá Hrími, Laugavegi 25.

Í samstarfi við Siggu Heimis iðnhönnuð hefur fyrirtækið Varma framleitt nýja vörulínu sem inniheldur glæsilegar mokkavörur úr íslensku lambsskinni. Vörulínan samanstendur af fylgihlutum og lítilli heimilislínu og eru vörurnar einstaklega hlýjar og vandaðar. Litla buddan var upphaf lega gerð til þess að nýta afganga úr skinninu en er orðin ein af söluhæstu vörunum í línunni. Hún kemur í nokkrum litum og fæst í Hrími, Kraumi og öðrum hönnunarverslunum. Varma.is

LAMPAR

EYRNALOKKAR

JÓGA TEPPAPEYSA

Anna Gunnarsdóttir textílhönnuður hannar óvenjulega lampa sem hún mótar úr þæfðri ull og notar ýmist hrosshár, silki og hör, roð eða steina til skreytingar. Lamparnir eru handgerðir og því engir tveir eins. Þeir eru í mismunandi formum og stærðum og geta ýmist staðið á borði eða hangið. Mjúk birta og lífrænt form lampans skapar einstaka stemningu. Lamparnir fást í Kraumi, Vogafjósi í Mývatnssveit og Gallery Svartfugli og Hvítspóa á Akureyri.

Helga Mogensen fer mjög óhefðbundnar leiðir í sinni skartgripagerð og notar mikið hreinar náttúruafurðir eins og ull, roð og rekavið. Í þessum fallegu handsmíðuðu silfureyrnalokkum er ull sem hægt er að skipta út í mismunandi litum. Fimm litir af ullinni fylgja með lokkunum sem fást í Kirsuberjatrénu og Kraumi. helgamogensen.com

Þú getur mætt í jógatíma í fallegri og hlýrri ullarpeysu sem þú breytir á einfaldan hátt í stórt og hlýtt teppi eða mjúkan kodda. Peysunni er breytt í teppi með nokkrum handtökum og auðvelt er að rúlla allri teppapeysunni inn í hettuna og búa til kodda sem gott er að sitja á í hugleiðslu. Teppapeysan er hvít og úr burstaðri íslenskri ull sem gerir hana sérstaklega mjúka. Lífræn bómull er inni í hettu og fremst á ermunum. Jóga teppapeysan fæst á heimasíðu koffort.is

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

15


Rósavettlingar, jurtalitað einband úr Gulvíði.

ENDURGJÖF

VERK EFTIR HILDI BJARNADÓTTUR MYNDLISTARMANN

„Árið 1947 fékk amma mín hluta af landi Ferstiklu í Hvalfirði en þaðan kemur móðurætt hennar. Á jörðinni var gamalt félagsheimili sem hún nýtti sem sumarbústað. Þegar amma fékk þessa jörð var þar ekki stingandi strá og hún hófst handa við að gróðursetja tré, blóm og matjurtir. Þetta var hennar áhugamál alla tíð. Verkið „Endurgjöf“ byggist á ákveðnu handverksþema í uppeldi mínu og í samskiptum mínum við ömmu. Það var fastur liður á öllum jólum að hún prjónaði vettlinga og gaf mér í jólagjöf. Árið 2007 hófst ég handa við að snúa þessari hefð við og prjóna vettlinga sem ég gaf henni. Þau vettlingapör urðu fjögur en verkefnið hélt áfram í tengslum við garðinn hennar og plönturnar sem hún hlúði að og gróðursetti þar. Garðurinn er bæði hugmyndaleg og efnisleg uppspretta fyrir þetta verk. Ég vinn liti úr plöntunum sem amma gróðursetti á landsskikanum fyrir allt að sjötíu árum. Ég sé plönturnar sem tengingu við ömmu mína.“

16

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Jurtalitað einband úr ýmsum plöntum frá Hvalfirði, Portland, OR, Hudson, NY, Brooklyn, NY og Reykjavík.

Birkilitað einband.

Vattarsaumaðir vettlingar, léttlopi og útsaumsgarn. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

17


VETTLINGAR KYNNING

LAMBSSKINN OG LAXAROÐ Varma kr. 12.500

ULLARGRIFFLUR Geysir 3.800 kr.

ULL Varma 2.900 kr.

ULL Geysir 2.800 kr.

ULLAR SNERTISKJÁSVETTLINGAR Cintamani 2.995 kr.

FLÍS Cintamani 3.990 kr.

ULL Handprjónaðir af Ingu Láru Bachman Kraum 14.500 kr.

SELSKINN, ULL OG FLÍS Hannaðir af Heiðrúnu Björk (Ísafold) Kraum 26.000 kr.

ULLARGRIFFLUR Hannaðir af Önnu Guðmundsdóttur Kraum 9.500 kr.

PÓLÝESTER SNERTISKJÁSVETTLINGAR Cintamani 2.995 kr.

ULL Varma 2.350 kr.

ULL Geysir 1.890 kr.

18

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


ÓMEÐHÖNDLUÐ

VIKA 4

VIKA 8

VIKA 12

Dregur úr húðblettum fyrir

jafnari og bjartari húð!

Hefðbundnar formúlur meðhöndla litarbletti, brúna bletti og öldrunarbletti aðeins á yfirborðinu. Nýja EUCERIN EVEN BRIGHTER CLINICAL vinnur dýpra og minnkar húðbletti þar sem upptökin eru. EUCERIN EVEN BRIGHTER, með hinu áhrifaríka B-Resorinol, nær sjáanlega jafnari og bjartari húðtón jafnvel á 4 vikum og áhrifin aukast með lengri notkun. AFAR ÁHRIFARÍKT OG KLÍNÍSKT PRÓFAÐ.

Húðvísindi sem sjást

NÝTT


GRÁI SAUÐURINN Ólafur Elíasson myndlistarmaður er ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir. Það gerir hann heldur ekki þegar kemur að íslensku kindinni, nánar tiltekið gráu kindinni. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir ÚR MYNDASAFNI

E

Grey sheep project. Boðskort á sýningar í Berlín sem eru haldnar undir formerkjum gráu kindarinnar.

20

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

flaust hafa fáir tekið eftir því að grái liturinn er nær horfinn úr íslenska sauðahópnum en það stafar af því að grá ull er einskis nýt í dag. Hvíta ullin er lituð í hvaða lit sem hugurinn girnist og ekki er lengur þörf á litskrúðugum kindum til að prjóna lopapeysu í sauðalitunum. Áhugi Ólafs Elíassonar stafar þó ekki af því að hann hafi áhuga á íslenku lopapeysunni heldur er gráa kindin holdgervingur óvissunnar í hans huga. Þegar hann er spurður út í það hvernig sú hugmynd kviknaði kemur hik á hann smástund áður en hann svarar: „Það gerðist snemma dags eitt vorið. Þetta var svona grár dagur hjá mér, ég var ekki glaður og ekki leiður en einhvers staðar þar á milli. Þetta var dagur mikillar óvissu. Ég fór að hugsa um hvað það þýddi í rauninni að vera óviss. Að vera með fullkomlega skýrar hugmyndir og viss um allt virðist vera skilgreiningin á velgengni í dag og þeir sem eru óvissir eru ekki taldir vera eins farsælir í lífinu. Út frá þessum hugsunum mínum kviknaði hugmyndin um óvissu kindina, kindina sem getur ekki ákveðið hvort hún vill vera svört eða hvít. Við erum öll stundum þessi gráa kind sem er ekki góða hvíta kindin eða svarta vonda kindin. Gráa kindin getur líka verið táknræn fyrir óvissuástandið í heiminum. Svo er ég í viðtali við þig núna og þú spyrð mig hvaðan þessi hugmynd kemur og sannleikurinn er sá að mér líður eins og grárri kind á meðan ég er að tala við þig því mér finnst ég vera mjög óviss um þýðingu gráu kindarinnar.“ Ólafur hefur, í samstarfi við nokkra aðila, hafist handa við að rækta upp gráan kindastofn þar sem hugmyndir að úrvinnslu hráefnisins, bæði kjötsins og ullarinnar, eru að mótast. Ein af hugmyndunum er að framleiða hrápylsur úr lambakjöti en slíkar pylsur er nú erfitt að fá á Íslandi. Þær eru unnar af íslenskum pylsugerðarmanni en uppskriftin er samstarfsverkefni hópsins. Ólafur kynntist þessari pylsuhefð í Þýskalandi þar sem hann starfar. „Ég smakkaði


fyrstu hrápylsuna okkar í dag. Við blönduðum í hana lauk, kanil, döðlum, kryddi og fjallagrösum og hún bragðaðist mjög vel. Bragðið minnti mig á barnæskuna. Við vitum ekki hvað við ætlum að kalla þessa vöru en bragðið er það sem skiptir mestu máli. Mér leiðast hefðbundnar markaðsleiðir og vörumerkjavinna (branding) í hefðbundnum skilningi þar sem fólk er flokkað í hópa og því sagt hvað það á að hugsa eða halda. Það er oft tala niður til fólks í predikunartóni í stað þess að fá það til að hugsa, enda veit það yfirleitt sjálft hvað því er fyrir bestu. Ég hef tekið eftir því að margir á bændamörkuðunum nota sömu markaðsaðferðirnar og þeir sem eru í fjöldaframleiðslu. Það er ekki nóg að hugsa um hvernig við ræktum og nýtum kindurnar heldur þurfum við líka að hugsa markaðssetninguna öðruvísi. Ég reyni sjálfur að lifa eins vistvænt og mér er mögulegt, vera meðvitaður um „fair trade“ og þess háttar mál. Það er því mikilvægt fyrir mig að búa til góða og vandaða vöru, eins og þessa hrápylsu, þar sem farið er vel með dýr, menn og náttúru. En ég vil ekki vera sá sem segir fólki að það sé að gera eitthvað rangt og láta það fá samviskubit. Ég vil hafa áhrif á jákvæðan hátt. Þetta gæti hjómað eins og „elítuhjal“ en það er alls ekki meiningin því ég meina þetta á mjög tilfinningalegan hátt. Spurður hvort pylsurnar verði fáanlegar á Íslandi útilokar hann það ekki. „Ég á enn eftir að fínstilla uppskriftina þar sem pylsan er enn of laus í sér. Líklega selja stórmarkaðirnir ekki pylsuna ef hún hefur ekki nafn en þá þurfum við kannski að finna nýja leið til að koma henni til fólksins. Við ætlum ekki að þvinga henni á markaðinn. Ef það verður ekki eftirspurn þá ætlum vð ekki að setja hana í búðirnar; kannski hafa einhverjir veitingastaðir áhuga en verðið er enn mjög hátt.“ Ullina er Ólafur ekki byrjaður að nota en hann er að skoða ýmsar hugmyndir og leiðir. „En á endanum langar mig að búa til listaverk úr ullinni. Ég lít á gráu kindina sem listrænt verkefni en ég er aftur á móti

ekki viss um að samstarfsaðilar mínir líti þannig á þetta,“ segir hann og hlær. Þegar Ólafur fer frá Íslandi skilur hann ekki eftir hugmyndina um gráu kindina, eða óvissuna, heldur hefur hann flutt hana með sér til Berlínar þar sem hann hefur sett upp sýningar undir formerkjunum „Gray sheep project“. Enginn veit samt í raun hvað sýningin heitir því það hefur hvergi verið sett niður á blað. Hún er samt kölluð gráa kindin manna á milli. „Við höfum verið að flakka svolítið með nafn á sýningunni og um tíma ætluðum við bara að kalla hana gráu kindina en svo snerist okkur hugur því við vorum bara ekki viss um að okkur líkaði það nafn. Við vildum forðast að vera orðin einhvers konar stofnun áður en við næðum einu sinni að verða grasrótarhreyfing“. Við hverja sýningaropnun er boðið upp á íslenskt lambakjöt. Allir hafa verið sammála um að bragðið sé mjög gott og það er kannski einmitt það sem við ættum aðeinbeita okkur að. Ólafur hefur í kjölfarið á þessu verkefni fengið áhuga á íslenskum landbúnaði. „Ég er að reyna að skilja íslenskan landbúnað en ég hef áhyggjur af því að það sé ekki vilji til að breyta hlutum og að mikil þrjóska sé í gangi. Ég ber auðvitað virðingu fyrir sögu landbúnaðarins en mér finnst oft skorta viljann til að skoða með opnum huga tækifærin sem liggja t.d. í lífrænt ræktuðu lambakjöti. Það ætti í raun að vera svo auðvelt á Íslandi þar sem þið eruð svo nálægt því að vera með lífrænt lambakjöt nú þegar.“ Að lokum er Ólafur spurður um framtíð verkefnisins hér heima. „Mig langar að stækka þetta verkefni, og jafnvel fá fleiri í hópinn, en þetta er allt óvíst. Í dag eru mörg tækifæri til að gera hlutina öðruvísi. Allt er svo svipað. Það eru tækifæri til að gera íslenskt lambakjöt að einstakri vöru. En þetta er allt óvíst og óljóst.“

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

21


Í eftirtöldum verslunum getur þú fengið tímaritið okkar,

SUMAR, VETUR, VOT og HAUST, Í boði náttúrunnar

REYKJAVÍK OG NÁGRENNI

VESTURLAND

PENNINN / EYMUNDSSON, Skólavörðustíg, Hafnarstræti, Kringlunni, Smáralind, Hafnarfirði, Mjódd.

PENNINN / EYMUNDSSON, Ísafirði.

MÁL & MENNING, Laugavegi.

STAÐARSKÁLI

IÐA, Lækjargötu.

N1, Blönduósi.

Bóksala stúdenta, Háskóla Íslands.

BLÓMABORG, Borgarnesi.

Blómaval, Skútuvogi.

KRÓNAN, Akranesi.

GARÐHEIMAR, Stekkjarbakka.

NORÐURLAND

FARMERS MARKET, Hólmaslóð.

PENNINN / EYMUNDSSON, Akureyri.

HEILSUHÚSIÐ, Laugavegi, Kringlunni, Lágmúla.

BLÓMAVAL, Dalvík.

SAMKAUP, Blönduósi, Bolungarvík, Skagaströnd.

HEILSUHÚSIÐ, Glerártorgi Akureyri.

Yggdrasill, Rauðarárstíg.

BAKGARÐURINN, Akureyri.

LIFANDI MARKAÐUR, Borgartúni, Fákafeni. KRÚSKA, Suðurlandsbraut.

SAMKAUP, Akureyri, Dalvík, Siglufirði, Ólafsfirði.

HAPP, Höfðatorgi.

NETTÓ, Glerártorgi Akureyri.

FYLGIFISKAR, Suðurlandsbraut.

BYKO, Akureyri.

BÆNDUR Í BÆNUM, Nethyl.

AÐALBÚÐIN, Siglufirði.

LITLI BÓNDABÆRINN, Laugavegi.

AUSTURLAND

BÚRIÐ, Nóatúni.

KRÓNAN, Reyðarfiði.

FRÚ LAUGA, Laugalæk.

KRUMMAKAUP, Neskaupstað.

MELABÚÐIN, Hagamel.

SUÐURLAND

FJARÐARKAUP, Hafnarfirði. PÉTURSBÚÐ, Ránargötu.

PENNINN / EYMUNDSSON Leifsstöð, Kefllavík.

Ostabúðin, Skólavörðustíg.

HEILSUHÚSIÐ, Reykjanesbæ.

HAGKAUP, Skeifunni, Kringlunni, Smáralind, Spöng, og Garðatorgi.

HEILSUHÚSIÐ, Selfossi.

KRÓNAN, Granda, Bíldshöfða, Lindum, Mosfellsbæ.

PENNINN / EYMUNDSSON, Vestmannaeyjum.

KRÓNAN, Selfossi.

NÓATÚN, Nóatúni, Austurveri, Hringbraut, Grafarholti. N1, Ártúnshöfða, Hringbraut, Mosfellsbæ. HAUST 2012

OLÍS, Norðlingaholti, Álfheimum.

1.790 kr.

úrunna Í boði nátt FERÐALÖG

| MATUR

r

| HEILSA | SVEITIN | HÍBÝLI | DÝR | ÚTIVIST | RÆKTUN

8

ÍSLENSKI R BJÓRAR Smökkun

BYKO, Grandi, Kópavogur.

ULL OG LISTAV

ERK

Ólafur Elíasson Hildur Bjarnadóttir

FRÆSÖFNUN – á Snæfellsnesi

LINN WALDORFSKÓ í kennslu Listræn áhersla

Uppskera

TEGUNDIR GRÆNMETI, SJÖ MJÓLKURSÝRT UPPSKRIFTIR OG GIRNILEGAR AF TÓMÖTUM

Kaupa áskrift á netinu: www.ibn.is Í síma: 861 5588


Góði hirðirinn lengir lífið Þegar þú verslar í Góða hirðinum færðu ekki aðeins fágæt húsgögn á frábæru verði. Með því að gefa góðum og gagnlegum húsbúnaði framhaldslíf stuðlar þú líka að minni urðun og hjálpar til við að vernda umhverfið, auk þess sem afraksturinn rennur til ýmissra góðra málefna.

FÍTON / SÍA

Komdu í heimsókn. Það er gaman að grúska í einstöku úrvali og gera frábær kaup – með góðri samvisku!


HANDVERK & HÖNNUN

A

Þ

RÚSSNESK HEKLUNÁL – töfrar fram fallega hluti á augabragði Fyrir þá sem finnst gaman að geta klárað fallegar peysur, sjöl og trefla hratt og örugglega er stór rússnesk heklunál málið. Ragnheiður Eiríksdóttir, prjónakona og eigandi Knitting Iceland, hefur látið framleiða handsmíðaðar risastórar viðarheklunálar og heldur námskeið í rússnesku hekli. Þær eru smíðaðar í Ásgarði sem er verndaður vinnustaður. Nálarnar hafa reynst sérstaklega vel fyrir þá sem eiga erfitt með að prjóna vegna verkja því hreyfingarnar með þeim eru stærri og grófari en við venjulegt prjón og hekl. Hægt er að kaupa heklunálarnar og fá ókeypis uppskriftir á knittingiceland.is og hjá Handprjónasambandi Íslands. Þær kosta 4.900 kr.

BLÓMAKORT

ANGELICA

Þessi fallegu kort eru handgerð af konum í Zontaklúbbi Reykjavíkur en þessi alþjóðlegu samtök vinna að því að efla stöðu kvenna hvarvetna í heiminum. Einkum beina samtökin kröftum sínum að konum þriðja heimsins. Samtökin, sem hafa starfað á Íslandi í 70 ár, starfa með stofnunum Sameinuðu þjóðanna svo sem UNICEF og UNIFEM. Með því að kaupa kort skreytt með þurrkuðum blómum úr íslenskri blómaflóru getur þú lagt þitt af mökum. Kortin kosta 1.000 kr. og er hægt að nálgast þau með því að hafa samband við Sigríði Þóru Árdal, netfang: sig@koggull.com.

Nú er sá árstími þegar kvef og pestir ganga manna á milli og margir eru að leita að einhverju til að styrkja ónæmiskerfið og bæta heilsuna. Ef þú vilt prófa það sem Ísland hefur upp á að bjóða hefur ætihvönnin frá landnámi Íslands verið ein þekktasta lækningajurtin á Íslandi og þykir hún góð til að verjast kvefi, auka orku, vörn gegn kvíða og bæta almenna vellíðan. Eitt af því sem í boði er á markaðnum er Angelica sem er framleidd af SagaMedica og unnin úr íslenskum ætihvannarfræjum. Hægt er að fá hana bæði í töflu- og vökvaformi í apótekum, heilsuverslunum og víðar.

– til styrktar konum

– við kvefi og kvíða

Prjónabl ogg og prjónav efir

Fyrir forfallna prjónara jafnt sem byrjendur eru í boði alls kyns prjónablogg og prjónavefir með uppskriftum, fræðslu og kennslu. Hér eru nokkrar áhugaverðar síður sem vert er að skoða: prjonablogg.blogspot. com/ Skemmtilegt blogg frá Fríðu og góður gagnabanki því hún hefur verið dugleg að safna alls konar upplýsingum um prjónaskap og kennslu.

24

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

knittingiceland.is Á þessum vef eru ókeypis prjónauppskriftir, prjónablogg, greinar, netverslun o.fl.

ismennt.is/not/arndis/ prjonakennsla/fitjaup. htm Fyrir þá sem vilja læra eða rifja upp hvernig á t.d. að fitja upp, fella af, auka út, ganga frá o.s.frv. Myndrænar útskýringar með hreyfimyndum í mörgum tilvikum.

craftsy.com/classes/ knitting Á þessum vef er hægt að kaupa vönduð kennslumyndbönd í prjónaskap og öðru handverki. Prjónakennarar alls staðar úr heiminum koma hér saman og kenna aðferðir sínar.


ALLTAF ÓDÝRARI Á NETINU FLUGFELAG.IS

ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 61164 09/12

ÞAÐ MÁTTU BÓKA

Nú er

NETTILBOÐ PA N TA Ð U Í D AG N EK KI Á M O RG U .IS G LA Á FL U G FE

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að bóka flugið á netinu. Það er fljótlegra, þægilegra og ódýrara. Smelltu þér á flugfélag.is, taktu flugið og njóttu dagsins.


ÖRBRUGGHÚS

– Bjór sem bragð er að Mynd JÓN ÁRNASON

Á

síðustu árum hafa sprottið fram á sjónarsviðið nokkur örbrugghús sem boðið hafa upp á öðruvísi bjór, bjór með bragð og karakter. Nú eru þrjú sjálfstæð brugghús starfrækt hér á landi og virðast vera komin til að vera. Fyrir utan þessi þrjú hafa Vífilfell og Ölgerðin einnig komið á fót metnaðarfullri bjórframleiðslu í anda örbrugghúsanna. Þessi bjór menning er angi af evrópskri og banda rískri hefð sem hefur gengið í bylgjum en lifir þessi árin verulegt blómaskeið, ekki síst vestanhafs. Auðvitað hafa örbrugghús lengi verið við lýði, svo sem í klaustrum kaþólsku kirkjunnar. Þau tóku að breiðast út í lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu, en fór þá aftur fækkandi.

YFIR 20 TEGUNDIR AF ÍSLENSKUM BJÓR Svo vitnað sé í Árna Hafstað, kúabónda í Útvík í Skagafirði sem framleiðir bjór undir merkinu Gæðingur, þá einkenndist bjórframleiðsla alþjóðlegu fram leiðendanna af því að minna var af öllu nema vatni. Eins og gengur og gerist þegar menn vilja höfða til allrar heimsbyggðar innar er þröskuldur inn lækkaður og dregið úr sérkennum bjórsins þar til allt bragð er að heita má horfið. Þetta kallar á viðbrögð þeirra sem vilja hafa bragð af bjórnum og það skýrir núverandi uppgang örbrugghúsanna. Gæðingur er nýjasti sprotinn á íslenska bjórmeiðnum en Árni hófst handa í gömlu hænsna húsi og sendi fyrsta bjórinn

26

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

á markað 1. maí 2011. Nú fram leiðir hann þrjár tegundir af bjór allt árið – lagerbjór, pale ale og stout – en er auk þess með jólabjór, þorrabjór og páskabjór. Árni og félagi hans hafa sótt námskeið í bjórgerð í Danmörku og Englandi þar sem þeir keyptu bruggtækin. Sala bjórsins gengur vel og er ársframleiðslan orðin rúm lega 120 þúsund lítrar en tækin þola ekki miklu meiri keyrslu. Á jörðinni Ölvisholti í Flóa á Suðurlandi er brugghús sem kallast Ölvisholt brugghús og þar er fram leiddur bjór sem nefnist Skjálfti. Nafnið er fengið frá Suðurlandsskjálftanum frá árinu 2000 sem átti einmitt upptök sín á þeim stað þar sem bjórgerðin er til húsa í gömlu fjósi. Þar eru bruggaðar þrjár tegundir sem bera þjóðleg nöfn – Skjálfti, Freyja og Móri – og að sjálfsögðu er fram leiddur bæði jóla- og páskabjór. Auk þess er einn sem heitir Lava og er einkum hugsaður til útflutnings, sem gengið hefur ágætlega. Ársframleiðslan er yfir 300 þúsund lítrar sem jafngildir einni milljón lítilla flaskna. Stærsta fyrirtækið á þessum vettvangi, og það elsta, er Bruggsmiðjan Kaldi á Árskógssandi við Eyjafjörð þar sem framleiddar eru níu tegundir af bjór og ársframleiðslan nemur um 550 þúsund lítrum. Vinsælasta tegundin er Ljósi Kaldi, en einnig eru bruggaðir Dökki Kaldi, Norðan Kaldi, Kaldi Lite og Stinnings Kaldi, auk þriggja árstíðabundinna tegunda. Þar á meðal er Jóla Kaldi sem er vinsælasti jólabjórinn í vínbúðum landsins og hverfur yfirleitt samdægurs. Fjórða tegundin er að


„Eins og gengur og gerist þegar menn vilja höfða til allrar heimsbyggðarinnar er þröskuldurinn lækkaður og dregið úr sérkennum bjórsins þar til allt bragð er að heita má horfið. Þetta kallar á viðbrögð þeirra sem vilja hafa bragð af bjórnum og það skýrir núverandi uppgang örbrugghúsanna.“ koma á markað þessa dagana, Október Kaldi sem kenndur er við hátíðina frægu í München. Október Kaldi er sá fyrsti sem ungur og upprennandi bruggari, Sigurður Bragi Ólafsson, hefur sett saman frá grunni, en verður áreiðanlega ekki sá síðasti. Það voru foreldrar hans sem stofnuðu Bruggsmiðjuna árið 2006 og er Sigurður að nema til bruggs og stefnir á að verða bruggmeistari. Hann útskýrir að Kaldi sé byggður á rótgróinni bjórgerðarhefð Bæheims en Tékkar og Bæverjar eru annálaðir fyrir góðan bjór. „Við fáum hráefnin frá Tékklandi, maltað bygg, humla og ger, en bætum að sjálfsögðu við íslenska vatninu. Byggið myndar kolvetni, vítamín og náttúrusykur en þegar byggið er orðið að graut setjum við humlana út í og þeir gefa beiskjuna og bragðið af bjórnum. Þetta er svo síað, nema um ósíaðan bjór sé að ræða, og vökvinn settur á tanka þar sem gerjunin fer fram,“ segir Sigurður. Ferlið tekur að jafnaði 3-5 vikur en bjórinn getur lifað góðu lífi í allt að fjóra mánuði eftir að bruggun lýkur. Bjór er þó talinn betri og ferskari eftir því sem hann er yngri og þess vegna er kranabjór oftast alveg nýr og því fýsilegur kostur fyrir þá sem vilja fá bjórinn í bestu gæðum. Raunar er bygghratið sem eftir liggur eftirsótt af bændum sem gefa þetta skepnum. Einn þeirra er bóndinn í StærraÁrskógi sem blandar hratinu út í fóðrið. „Kýrnar eru vitlausar í þetta og það er engin hætta á að þær fari á fyllirí því hratið er tekið frá áður en gerjunin hefst,“ segir Sigurður. En kýrnar er sagðar mjólka enn betur eftir að þær fóru að fá þetta fína fæðubótarefni. Góð nýting á góðu hráefni sem annars hefði þurft að farga. MÍKRÓBARINN OG AUKIN FJÖLBREYTNI Framleiðsla á bjór er eitt og markaðssetning annað. Eins og íslenskri áfengislöggjöf er háttað er Vínbúð hins opinbera eini vettvangurinn fyrir sölu á bjór utan veitinga staða. Svo merkilegt sem það er hafa veitinga staðir ekki verið ýkja duglegir að selja íslenskan bjór. Viðbrögð Bruggsmiðjunnar Kalda við þessu voru að setja á stofn lítinn bar á Akureyri, Brugghúsbarinn, þar sem hægt var að kaupa fram leiðslu fyrirtækisins. Svo gerðist það í vor að Árni Hafstað, eigandi Gæðings Öl, var orðinn þreyttur á þessum þrönga markaðsaðgangi og stofnaði Míkróbarinn við Austurvöll. Þeir Sigurður eru sammála um að sá bar hafi haft mikil og jákvæð áhrif fyrir örbrugghúsin og bjór menningu í landinu. Á Míkróbarnum er hægt að fá bjór frá Gæðingi, Brugghúsinu Kalda og Ölvisholt brugghúsi á krana auk þess sem þar eru seldar yfir 80 tegundur af framandi bjór á flöskum. Árni segir að vöruúrvalið einkennist af því að þar sé fágæti á boðstólum. Sumar tegundirnar má fá í Ríkinu en flestar eru fluttar inn sérstaklega. Áhuga menn um bjór hafa því tök á að svala þorsta sínum og nýjungagirni á Míkróbarnum sem hefur hlotið góðar viðtökur bæði hjá ferða mönnum og Reykvíkingum. „Atgangur inn hefur verið svo mikill á köflum að meira að segja Skagfirðingum stendur ekki á sama,“ segir Árni og glottir út í annað.

www.burid.is

Nóatúni 17 • Sími 551 8400


BJÓRSMÖKKUN Freyr Rúnarsson bloggari á bjorbok.net fór með nokkrum nýgræðingum í bjórsmökkun. Hér er niðurstaða hópsins um bragð, útlit og stemningu. Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR Umsjón GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR

KALDI

PILS ORGANIC

WHITE ALE EINSTÖK

FREYJA

Fyrsti örbrugghúsbjórinn sem framleiddur var á Íslandi. Bruggaður eftir aldagamalli tékkneskri hefð. Brugghús: Bruggsmiðjan Kaldi Litur og bragð: Tær og fallegur á litinn. Þótt hann sé ljós yfirlitum þá þýðir það ekki að hann sé léttmeti. Hann er jú léttur og þægilegur en þegar kemur að eftirbragðinu þá stingur upp kollinum örlítill biturleiki sem kemur skemmtilega á óvart. Frábært tár eins og Stuðmenn myndu segja. Góður þambari og bestur ískaldur. Tónn: Þægilegt popp í anda Stebba Hilmars. Miðar: Fallegt fornt letur í nafninu sem tengist eflaust riddaranum sem hægt er að greina í bakgrunninum ef vel er að gáð. Líklega er þetta vísun í tékkneskan uppruna því ekki er vitað til þess að víkingarnir hafi átt slíkar brynjur í fataskápnum. Fæst hjá: ÁTVR, Míkróbarnum, Brugghúsbarnum á Akureyri og á betri veitingahúsum.

Fyrsti og eini lífræni bjórinn á Íslandi. Pils er gömul bruggaðferð og á ekkert skylt við léttöl. Brugghús: Viking ölgerð (Vífilfell) Litur og bragð: Ljós á litinn og tær. Ef nefinu er stungið vel ofan í glasið geta þeir lyktnæmu fundið ilm af sætri karamellu. Hann er léttur en þó með góða fyllingu og örlítið beiskan undirtón. Eftir ferð upp á Esjuna er kaldur Pils Organic algerlega málið og bragðið verður líka enn betra eftir átök úti í náttúrunni. Tónn: Ellen Kristjánsdóttir, ljúft náttúrutalent. Miði: Ekki mikill karakter í flöskunni en nokkuð góður miði, alveg í lífræna „lookinu“. Mattur, grænn og handgert yfirbragð á letrinu. En það stendur hvergi að þetta sé bjór! Fæst hjá: ÁTVR og á börum og veitingahúsum.

Ósíaður hveitibjór, bruggaður eftir gamalli belgískri hefð. Brugghús: Einstök ölgerð (Vífilfell) Litur og bragð: Skemmtilega skýjaður og næstum því hvítur á litinn. Hveitibjór er ein sú mest svalandi af öllum bjórtegundum enda fer lítið fyrir humlunum sem gera bjór ramman. Hann er þó langt frá því að vera bragðlaus. White ale er mjög viðeigandi á sólríkum degi á Austurvelli og ef maður er þannig stefndur þá má prófa að pota sítrónu ofan í flöskuna. Miði: Myndin af víkingnum er vel útfærð klisja. Skiljum hugmyndina með nafnið Einstök þar sem bjórinn var upphaflega hugsaður fyrir erlendan markað og ö-ið er svolítið exótískt – en hefði þá ekki átt að vera mynd af kvenkyns víkingi? Tónn: Eyvör trítlandi á tásunum, afslöppuð og dreymandi. Fæst hjá: ÁTVR og á betri veitingastöðum.

Hveitibjór að belgískri fyrirmynd. Kryddaður með appelsínuberki og kóríander. Brugghús: Ölvisholt brugghús Litur og bragð: Fallega ljósgullinn litur og góður ilmur. Léttur bjór, silkimjúkur og útheimtir engin átök. Samt sem áður kitlar hann bragðlaukana og er sérstaklega góður fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í átt að meiri bjórþroska. Gengur hvenær sem er, hvort sem það er á sólríkum sumardegi eða köldu vetrarkvöldi. Miði: Miðinn er einkennileg blanda af klisjum og steríótýpum. Barby lookalike-týpa með hár niður á rass í efnislítilli útgáfu af upphlut flaggar íslenska fánanum. Á þessi miði að höfða til karlmanna eða er þetta Freyja? Tónn: Ragnheiður Gröndal djassar eða blúsar eftir hentugleikum. Fæst hjá: ÁTVR, Míkróbarnum og á börum og veitingahúsum.

5% Lager

5% Lager

5,6 % Öl

4,5% Öl

LAGER = Vinsælasta bruggaðferðin í heiminum. Bruggað við kaldara hitastig sem framkallar minna bragð af humlunum.

28

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


GÓÐ RÁÐ

> Byrja á léttasta bjórnum eða ljósasta og enda á þeim dekksta. > Ekki smakka of marga bjóra. Fimm til sex er passlegt. > Ekki hella of miklu í glasið. 1/3 er yfirdrifið nóg. > Ekki borða neitt sterkt á milli bjóra. Eins og chili-flögur.

> Veljið skemmtileg glös, jafnvel á fæti upp á stemninguna að gera. > Hreinsið glösin á milli bjórtegunda. > Leitist við að greina útlit, lykt, bragð, fyllingu (sætt vs. beiskt) og eftirbragð.

KALDI DÖKKUR

ÚLFUR NR. 3

GÆÐINGUR PALE ALE

LAVA

Dökkur Kaldi kom á markaðinn 2007. Fyrsti lagerinn var upphaflega dökkur. Brugghús: Bruggsmiðjan Kaldi Litur og bragð: Tær og sjarmerandi litur. Ef hellt er rétt í glasið myndar hann þétta froðu sem skapar stemningu og nett bjórskegg. Feimin lykt hans kemur ekki upp um sætan keim sem hægt er að greina með því að smjatta vel á honum og má þá jafnvel greina karmellu. Beiskur eftirkeimurinn tekur þig svo hressilega úr væmna stuðinu. Haustlegur stemnings-bjór sem virkar vel í skíðaferðalagið. Tónn: Svolítill Bjöggi Halldórs í þessum. Miði: Nafnið sker sig vel frá svörtum bakgrunninum og litirnir gera dökka bjórnum góð skil. En það mætti draga úr glysi og gulli; hann er ekki „sjáið mig“-týpan. Fæst hjá: ÁTVR, Míkróbarnum, Brugghúsbarnum á Akureyri og á betri veitingahúsum.

Fyrsti India Pale Ale-bjórinn á Íslandi. Var fyrst bruggaður á 18. öld til að þola siglingu frá Bretlandseyjum til Indlands. Brugghús: Borg brugghús (Ölgerðin) Litur og bragð: Dökkgylltur og tær og nýtur sín vel í fallegu glasi. Lyktin kemur skemmtilega á óvart enda má greina ferska sítrusávexti. Afgerandi beiskt bragð er af humlunum sem kemur fram alveg aftast á tungunni. Enda þýðir humall á latínu úlfur. Úlfur er töffari, bjór með stæla. Ef hann færi á barinn væri hann daðrarinn á barnum. Miði: Frábær hönnun og leturstælar sem ganga upp. Skemmtilegt að nota númer og sýnir hversu duglegir þeir eru að koma með nýjar tegundir á markaðinn. Flott samræmi í línunni frá þeim og smart litapælingar. Tónn: Andrea Gylfa, ekki spurning. Fæst hjá: ÁTVR og á betri veitingastöðum.

Ósíaður bjór með botnfalli sem er látinn gerjast aftur eftir átöppun og því heldur bragðið áfram að þroskast. Brugghús: Gæðingur Öl Litur og bragð: Ljós á litinn og skýjaður. Ekki láta blekkjast af ljósa og saklausa litnum því bragðið af humlunum er mjög áberandi og gefur þessum bjór mikinn karakter. Rammt bragðið hangir vel og lengi í bragðlaukunum. Hentar vel sem fordrykkur því þetta er enginn þambarabjór. Tónn: Megas, töffari sem fer sínar eigin leiðir. Miði: Ef þú ætlar af fara með töff bjór í partíið þá ferðu með Gæðing. Hér gengur allt upp: formið á flöskunni, tappinn og miðinn sem er meira að segja með húmor fyrir sjálfum sér: Skagfirskur kúreki með Drangey í bakgrunni. Rosa svalur! Fæst m.a. hjá: ÁTVR, Míkróbarnum, Tapas bar, Geysir bistro og Landnámssetrinu.

Valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu 2012. Lava er eins og gott vín; hann batnar með aldrinum. Brugghús: Ölvisholt brugghús Litur og bragð: Lyktin og liturinn fer með mann beinustu leið inn í dimma reykmettaða koníaksstofu og á hurðinni stendur: „Ladies forbidden“! Kolbikasvartur liturinn kemur frá dökkristuðu malti sem hefur verið brennt á svipaðan hátt og kaffibaunir. Bragðið er sérkennileg blanda af reyk, karamellu, kaffi og lakkrís. Til að þenja bragðlaukana til hins ýtrasta er mælt með því að drekka hann volgan. Tónn: Björk Guðmunds áður en hún hlaut heimsfrægð. Miði: Spúandi eldfjall er skiljanleg vísun í nafnið en af hverju torfbær, galdratákn og rúnir? Kannski er þessi miði þrunginn merkingu sem við hin skiljum einfaldlega ekki! Fæst hjá: ÁTVR, Míkróbarnum og á börum og veitingahúsum.

5% Dökkur lager

5,9% Öl

4,6% Öl

9,4 % Öl

ÖL = Gamla upprunalega bruggaðferðin þar sem bruggað er við hærra hitastig sem kallar fram meira bragð af humlunum. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

29


30

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Einlægur áhugi á náttúru og ræktun leiddi þau Tómas Atla Ponzi og Björk Bjarnadóttur saman fyrir um tveimur árum og hafa þau nú með hugviti og innblæstri indíána uppskorið ríkulega. Viðtal SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR & GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

Tómas Atli og Björk búa í Brennholti í Mosfellsdal ásamt Guðrúnu Tómasdóttur söngkonu, móður hans. Jörðin er í eigu fjölskyldu Tómasar en foreldrar hans, Frank Ponzi og Guðrún, keyptu hana eftir að þau fluttu til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir um fimm áratugum. Í fyrstu bjuggu þau í Reykjavík og dvöldu í Brennholti yfir sumartímann en sveitin togaði í þau og loks flutti fjölskyldan þangað alfarið. Frank var banda rískur listamaður af ítölskum ættum en þau Guðrún kynntust í Banda ríkjunum þar sem hún var við söngnám. Þau voru afar framsýn og í Brennholti hófu þau margvíslega grænmetisræktun og fiskeldi. Þeim tókst einnig að rækta vínvið með svo góðum árangri að Frank gat búið til bæði

rauðvín og hvítvín úr uppskerunni. Þau hjón settu mikinn svip á umhverfið og eru mörgum Mosfellingum að góðu kunn. Nú hafa Tómas og Björk tekið við keflinu en þau stunda sjálf bæra, lífræna ræktun með umhverfissjónarmið í huga. „Við höfum unnið að því að koma skikki á hlutina hérna því eftir að pabbi lést fyrir fimm árum fór þetta að drabbast aðeins niður. Við byrjuðum á að hreinsa vínviðinn út úr gróðurhúsinu og skipta um jarðveg en hann var orðinn algjörlega næringarsnauður,“ segir Tómas, og Björk bætir við að þau hafi í raun verið að rífa burt margra ára vinnu. „En við vildum skapa okkar eigið í staðinn og núna ræktum við sjö mismunandi tegundir af tómötum í gróðurhúsinu. Við ákváðum að setja Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

31


Tómas og Björk uppskáru ríkulega í ár og það sem þau geta ekki borðað sjálf selja þau á mörkuðum eða til veitingahúsa. Á myndinni neðst fyrir miðju má sjá hjól sem Tómas keypti til að geta hjólað með uppskeruna til byggða.

okkur markmið í byrjun sumars en það var að gróðursetja nokkur eplatré, taka til í bílskúrnum til að fá vinnupláss, halda áfram að rækta salat og tómata, koma upp býflugnabúi og fá okkur landnámshænur. Þetta hefur allt gengið eftir, nema hænurnar eru í pössun á Blönduósi sem stendur, en vonandi verður fljótlega hægt að fá þær hingað suður,“ segir Björk. HEIRLOOMFRÆ OG TÓMATAR Tómata- og salatræktunin hefur gengið mjög vel í Brennholti. Tómas og Björk eru farin að selja uppskeruna bæði beint til veitingahúsa og á ýmsum grænmetismörkuðum, meðal annars á markaðinum í Mosfellsdal, og eru afurðirnar mjög eftirsóttar. Salatið rækta þau undir berum himni og er allt handvökvað úr keri sem þau safna vatni í úr fjallalæknum. „Salatplönturnar þurfa að berjast við veður og vind og verða þannig harðgerðar. Þær fá lífrænan áburð, kindaskít sem er búinn að liggja úti í eitt ár. „Svo reyti ég illgresið af og til því mér finnst gaman að sitja á hækjum mér við þá iðju. Ég get gert það dögum saman,“ segir Tómas. Hann vill einnig meina að hreyfingin sem hann hefur fengið í kringum ræktunina, ásamt súrefninu, hafi hjálpað mikið til þegar hann gekkst undir lyfjameðferð vegna

32

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

krabba meinsæxlis sem var fjarlægt ekki alls fyrir löngu. Í stað þess að leggjast í rúmið eftir lyfjagjöf fór hann út og sinnti plöntunum. Tómatarnir hafa greinilega notið nostursins sem Tómas leggur í ræktunina því blaðamaður getur staðfest að bragðgæði tómatanna eru engu lík; en í hverju skyldi sá galdur vera fólginn? „Ég fann loks tómatafræ sem ég er ánægður með en ég hafði prófað mig áfram með alls konar fræ. Þetta eru svokölluð heirloom-fræ. Það eru fræ sem varðveist hafa hjá fjölskyldum, mann fram af manni, rétt eins og erfðagripir. Hægt er að fá af brigði af slíkum fræjum sem hafa verið kynbætt gegnum tíðina með náttúrulegum aðferðum til að ná fram betra bragði, gæðum eða útliti. Þetta gerir það að verkum að ótrúleg fjölbreytni verður til,“ útskýrir Tómas. Björk tekur fram að þetta sé ekki gert með svokallaðri genasplæsingu, enda hugnast henni ekki að fiktað sé við erfðamengi plantna eða jurta. „Talið er að til séu um hundrað þúsund af brigði af tómötum og grænmeti sem hefur verið þróað með þessum hætti. Þetta er í raun gamla aðferðin sem hefur verið notuð um aldir, og það er mikilvægt að varðveita þessi af brigði og sporna þannig gegn notkun erfðabreyttra af brigða,“ segir Tómas. „Það er mikil vakning á þessu sviði og ungt fólk, t.d. í Bandaríkjunum, sem er að hefja


garðyrkju er mjög meðvitað um að nota heirloomaf brigði gæðanna vegna. Einnig má safna fræjum frá þeim, þurrka þau og geyma og jafnvel rækta þannig nýja eigin leika,“ segir Björk, og Tómas talar um að fjölda fram leiðsla á tómötum hafi gert þá mun einsleitari en áður, enda hafi tómatplönturnar verið kynbættar með annað sjónar mið en bragðgæði að leiðarljósi, svo sem að þola illgresiseitrun, flutning eða til að skapa óaðfinnanlegt útlit. „Mér finnst þetta sýna hvað við erum á miklum villigötum og hvað heirloom-fræin eru í raun eðlileg leið til ræktunar,“ segir Björk ákveðin. BÝFLUGUR OG HUNANGSÞYRSTUR BANGSI Björk hefur að mestu leyti séð um býflugnabúið en hún undirbjó sig vel áður en búið var sett upp og fór meðal annars á námskeið í þeim tilgangi. „Við erum með tvö býflugnabú og fengum rúm tvö kíló af hunangi í sumar. Þetta voru fjórir fallegir hunangsrammar sem voru fullir af hunangi. Ef við stöndum okkur vel gætum við fengið allt að 60 kíló af hunangi næsta sumar,“ segir Björk brosandi. „Býflugnaræktunin hefur gengið vonum framar og ég lærði heilmikið í sumar. Hún er mjög spennandi en það þarf að hugsa allt út og liggja yfir þessu. Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Á námskeiðinu skilur maður ekki alltaf almennilega hvað er að gerast. Svo nær maður í býflugurnar, fær þær í flutningskassa, og þá er ekkert annað í boði en að standa sig. Almennt hef ég fengið mismunandi skilaboð frá öðrum býflugnabændum; sumir segja að ein aðferð sé best, svo eru aðrir sem segja eitthvað allt annað en við ætlum að fara eftir okkar eigin hyggjuviti,“ segir hún. Nú þegar veturinn er fram undan er einnig margt sem þarf að huga að. „Við höfum gefið bý flugunum sykur vatn fyrir veturinn sem þær breyta í hunang og bætist við vetrarforða þeirra. Raki og fæðuskortur eru helstu ástæður þess að bý flugur lifa ekki af veturinn á Íslandi. Við erum því búin að bora göt í þakið á búinu svo að þær fái loft til að lágmarka rakann,“ segir Tómas. Björk segir frá því að víða um heim fari býflugum fækkandi, af orsökum sem ekki eru að fullu kunnar en það gæti verið vegna einhæfrar ræktunar, notkunar skordýraeiturs, eyðingar á illgresi með alls kyns eitri eða annarra þátta sem eru að drepa þær eða fæla frá stórum svæðum. „Sem er mjög bagalegt fyrir alla ræktun þar sem þær hjálpa til við frjóvgun. Býflugurnar eru í raun nauðsynlegar öllu lífi á jörðinni. Þess vegna finnst mér líka að við séum að gera eitthvað gott fyrir náttúruna með því að vera með býflugur,“ segir hún. En hvernig fékk Björk áhuga á býflugnarækt? „Ég bjó í Kanada í nokkur ár og þar fékk ég tækifæri til að smakka gott hunang. Það kveikti áhugann. Ég hitti líka eitt sinn býflugnabónda sem sagði mér skemmtilegar sögur, m.a. að hann hefði eitt sinn verið eltur af skógarbirni sem var svo æstur í hunangið! Hér á Íslandi þurfum við ekki að hafa áhyggjur af hunangsþyrstum skógarbjörnum,“ segir Björk kankvís.

Tómas ræktar sjö tegundir af tómötum. Á neðri myndunum má sjá bufftómat í gróðurhúsinu. Þessi tegund er mjög matarmikil enda er hann ekki með vökva innst í kjarnanum eins og flestir tómatar. Þrátt fyrir það er hann safaríkur og einstaklega bragðgóður.

TÆKNIN OG NÁTTÚRAN HEILLA Tómasi og Björk tekst að sameina áhuga sinn á ræktun og atvinnu með ýmsu móti. Hann hefur Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

33


Hér eru Tómas og Björk að hella sykurvatni í býflugnabúið sem býflugurnar nærast á yfir veturinn.

„Ég fór að stúdera sníkjuvespur vegna myndræns áhuga á þeim. Þær eru skrautlegustu og litríkustu skordýr í íslenskri skordýraflóru. Þær eru ekki nema 1-2 mm að stærð en í smásjá sést að þær eru með hamraðar brynjur sem glampar á og er í gulum, bláum og grænum tónum sem eru eins og málmgljái.“

34

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

hannað tölvuforrit sem aðstoðar við ræktunina, svo sem til að mæla og stýra raka og hita, en Tómas er alls ekki ókunnugur tölvum. „Ég á lítið tölvufyrirtæki sem smíðar tölvueiningar og forritar þær. Það heitir TAP technology, eftir upphafsstöfunum í nafninu mínu, eða Financial Loss Technology á ensku,“ segir Tómas og kímir því nafnið gæti gefið til kynna að lítill hagnaður sé af rekstrinum. Sú er þó ekki raunin. Fyrirtækið hefur gengið mjög vel, sérstaklega eftir hrun. „Ég fæ alls konar verkefni sem snúast oft um að leysa úr óleysan legum tæknimálum. Mér finnst gaman að leysa þrautir og vinna að verkefnum sem eru spennandi. Það er algjör lúxus að geta sameinað vinnuna og áhugamálin,“ segir hann. Nýlega sá fyrirtækið um að hanna frá grunni tölvu kerfið sem er í öllum strætisvögnum en það kynnir leiðina, sýnir áætlun á skjám, tilkynnir til stjórnstöðvar hvar vagnarnir eru staddir og prentar út skiptimiða. Tómas hóf nám í tölvunarfræði á sínum tíma en hætti eftir nokkrar annir og hóf nám í Myndlistar- og handíðaskólanum. „Mér gekk mjög vel en gaf samt skít í það. Svo lærði ég á fiðlu í átta ár en hætti því líka. Ég hætti í öllu,“ segir Tómas hlæjandi, en bætir við að hann hafi ekki langað til að verða eingöngu tölvunarfræðingur, listamaður eða fiðluleikari heldur vildi hann verða þetta allt saman. „Mér finnst gaman að prófa það sem ég hef áhuga á og fá reynslu. Núna eru garðyrkja og býflugur aðaláhugamálið mitt, enda eru býflugur flókið fyrirbæri sem heillar mig mjög. Tómas og Björk segjast alltaf hafa haft áhuga á ræktun og umhverfismálum. Tómas smitaðist af áhuga foreldra sinna og gleymir því seint þegar hann kom fyrst í Brennholt. „Fyrst fannst mér og systur minni allt svo skítugt en svo fórum við að elska moldina. Við plöntuðum í garðinum og þá kynntist ég líka nýrri veröld. Þegar maður er mikið einn verður náttúran aðalfélagsskapurinn og ég uppgötvaði allar pöddurnar sem eru hérna. Ég fór að stúdera sníkjuvespur vegna myndræns áhuga á þeim. Þær eru skrautlegustu og litríkustu skordýr í íslenskri skordýraflóru. Þær eru ekki nema 1-2 mm að stærð en í smásjá sést að þær eru með hamraðar brynjur sem glampar á og er í gulum, bláum og grænum tónum sem eru eins og málmgljái. Þær geta verið með bláan haus, rauð augu, appelsínugula fálmara og fætur og grænan búk með svörtum gljáa. Þær eru alveg svaka lega flottar en eru svo litlar að enginn tekur eftir þeim. Ég sá þessi dýr ekki fyrr en ég fékk háf og veiddi þær úr runnum og grasi hér í kring,“ segir Tómas, sem á unglingsárunum teiknaði ógrynni af einstaklega fallegum myndum af sníkjuvespunum og sendi ásamt eintökum m.a. til British Museum og sérfræðinga í Svíþjóð til að fá úr því skorið hverrar tegundar þær væru, en hann fann um fimmtíu mismunandi tegundir af vespunni. Tómas brosir þegar hann rifjar þetta upp. „Ég fékk bréf til baka þar sem mér, Dr. Ponzi, var þakkað kærlega fyrir eintökin og myndir og sagt að um leið og hægt væri að finna út hvaða tegundir þetta væru yrði ég látinn vita. Ég er enn að bíða.“ Tómas er hættur að teikna pöddur í bili en segist hafa lofað sjálfum sér að byrja á því aftur


Björk og Tómas í stofunni á Brennhollti með mynd eftir faðir Tómasar, Frank Ponzi, í bakgrunni. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

35


þegar hann verði áttræður. Björk upplýsir að hann teikni gjarna myndir af fólki á kaffihúsum en fyrir nokkrum árum komu út tvær bækur með kaffihúsa myndum Tómasar. „Það er ótrúlega erfitt að fá Tómas til teikna það sem maður biður hann um að teikna en hann sest gjarna inn á kaffihús og teiknar fólk sem veit ekki að hann er að teikna myndir af því.“ FRUMBYGGJAR OG FLAGGAÐ Í HÁLFA Björk er frá Blönduósi en á æskuárunum vandist hún marg víslegum sveitastörfum sem kemur sér vel í Brennholti. „Ég lærði vel til verka. Við fjölskyldan vorum alltaf með hesta og ef það þurfti að girða eða annað þá var maður settur í verkið,“ segir Björk. Hún lauk BA-prófi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og var skálavörður í Landmannalaugum eitt sumar, landvörður í Skaftafelli þrjú sumur og yfirlandvörður í HerðubreiðarlindumÖskju önnur tvö sumur. Hún segir þann tíma hafa verið lærdómsríkan og starfið jók enn á áhuga hennar á um hverfismálum. Ferill hennar tók þó óvænta stefnu þegar hún og vinnufélagar hennar í Herðubreiðarlindum flögguðu í hálfa stöng til að sýna hálendinu samúð, sumrin 2002 og 2003, þegar Kára hnjúkavirkjun var í byggingu. Þetta vakti þjóðarathygli en vegna þessa stóð til að veita Björk formlega áminningu í starfi haustið 2003. „Ég varð að fá mér góðan lögfræðing því ef ég hefði fengið áminningu hefði það alltaf fylgt mér og ég var ekki sátt við það,“ segir hún og viðurkennir fúslega að þetta mál hafi tekið mikið á en því lauk þannig að hún hlaut ekki áminningu heldur var skerpt á starfsreglum landvarða. Áður en málinu lauk ákvað Björk að venda sínu kvæði í kross, fara í framhaldsnám í umhverfisfræðum og hélt því til Kanada, nánar tiltekið til Manitoba. Eftir að hafa ákveðið að skrifa um forna þekkingu á náttúrunni var henni bent á indíánann Garry Raven, eða Morning Star, sem var þjóðhátta kennari í fræðum frumbyggja. Hann var mjög þekktur í samfélagi frumbyggjanna, naut mikillar virðingar og var af mörgum talinn shaman (tengiliður á milli lifandi heimsins og þess andlega). „Ég flutti fljót lega til hans á verndarsvæði frumbyggjanna þar sem ég fékk tækifæri til að fylgjast með honum í daglegu lífi. Hann kenndi mér margt, m.a. jurta lækningar og óhefðbundnar lækningar eins og að nota svita hof til að hjálpa fólki. Á þeim fimm árum sem ég dvaldi með Garry skrifaði ég bókina Seven teachings and more sem er byggð á viðtölum við Garry, bróður hans og tvo aðra frumbyggja þar sem útskýrð eru grunnfræði frumbyggja, eins og hvaða þýðingu Ti-Pi-tromma, eldur, svitahof og margt fleira hefur. Þetta er nokkurs konar inngangsbók um menningu þeirra,“ segir hún. Slík bók er líklega ekki til, að sögn Bjarkar, og því telur hún mikilvægt að hafa náð þessum upplýsingum áður en Garry féll frá en hann dó einungis nokkrum dögum eftir að Björk flutti aftur til Íslands. „Ég hef lært margt af frumbyggjunum. Þeir kenndu mér m.a. að skilja að við verðum að hjálpa jörðinni og gefa henni til baka það sem við tökum.“ Síðustu mánuðina hefur Björk notað til að leggja lokahönd á bókina sem kemur út í Kanada innan

36

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

LESEFNI SEM TÓMAS OG BJÖRK MÆLA MEÐ: THE HERLOOM TOMATO – Amy Goldman Þessi bók er algert ljósmynda listaverk og hefur gífurlega mikinn fróðleik að geyma. THE HERLOOM LIFE GARDENER –Jere og Emilee Gettle Flott bók eftir hjón sem rækta allt frá herloom fræjum og reka einnig sjarmerandi fræverslun í gamalli bankabyggingu. THE BUZZ ABOUT BEES – Jurgen Tautz Góð fyrir býflugnaáhugafólk. MOTHER EARTH NEWS – Tímarit Fullt af hugmyndum fyrir sjálfbæran lífstíl.

Björk og Garry Raven, eða Morning Star, sem var þjóðháttakennari í fræðum frumbyggja við Háskólann í Manitoba þar sem Björk var í framhaldsnámi í umhverfisfræðum. FYRIR OFAN: „Það er ótrúlega erfitt að fá Tómas til teikna

það sem maður biður hann um að teikna en hann sest gjarna inn á kaffihús og teiknar fólk sem veit ekki að hann er að teikna myndir af því.“

skamms. Aðspurð hvort bókin komi út á íslensku, segir hún það enn í athugun. Áhugi hennar á fornri þekkingu á náttúrunni kom henni einnig í kynni við kanadíska konu sem var geitabóndi. Hjá henni lærði Björk að gera geitaosta og í framhaldinu að búa til sápur úr geitamjólk og ýmsum jurtum sem hafa vakið verðskuldaða athygli á mörkuðum, þar sem hún selur þær ásamt kremum og öðru sem hún býr til sjálf. „Ég hef alltaf haft áhuga á að læra það sem formæður okkar og -feður kunnu. Ég hafði samt aldrei sýnt eldamennsku áhuga, en svo kom að því að ég neyddist til að elda ofan í fjölda manns á verndarsvæðinu og þá fór sú ástríða að kvikna hjá mér. Ég ákvað nýlega að setja upp matarblogg sem ég kalla Búkonan þar sem ég deili upplifun minni í eldhúsinu með öðrum áhugasömum.“ (bukonan. wordpress.com) Nú þegar veturinn er að bresta á hafa Tómas og Björk í mörg horn að líta. Fram undan er að undirbúa og skipuleggja hugmyndir fyrir næsta vor og sumar, hvort sem það eru fleiri býflugur, tómatar eða eitthvað annað, enda stórhuga fólk á ferð.


Bændamarkaður og netverslun með lífrænt ræktaðar afurðir beint frá framleiðendum úr öllum heimshornum.

Bændur í Bænum er opið alla virka daga frá kl. 12. Nethylur 2c og graenihlekkurinn.is sími 586-8976


UPPSKERUHÁTÍÐ Við fögnum þeirri frábæru þróun á Íslandi þar sem bændamarkaðir eru orðnir fastir liðir í tilveru okkar. Þessar myndir eru teknar á bændamarkaðinum að Mosskógum sem er einn af þeim fyrstu hér á landi. Myndir GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR

38

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


lífrænt dekur Lífrænt vottaðar húðsnyrtivörur unnar úr hreinni íslenskri náttúru

Án:

PEG, paraben efna og erfðabreyttra hráefna

soleyorganics.com/um-soley

Kynntu þér Sóley húðsnyrtivörur og sölustaði á soleyorganics.com


STYRKUR ÚTHALD BATI Með æfingum sköpum við framtíðina og uppgötvum eiginleika okkar. Framtíðin er núna.

Udo’s olía 3•6•9 blanda Í réttum hlutföllum 2:1:1

Með því að nota Udo´s olíu er fólk um allan heim að upplifa mýkri liði, aukinn styrk, bætt úthald og skjótari bata eftir æfingar. Núna er röðin komin að þér - bættu Udo´s olíu í þína daglegu rútínu. LÍFRÆN | SJÁLFBÆR | FYRIR ALLA

Fæst í apótekum og heilsubúðum


MJÓLKURSÝRT GRÆNMETI Sú aldagamla hefð að mjólkursýra grænmeti hefur á síðustu árum verið endurvakin af áhugafólki um heilbrigt mataræði víðsvegar um heiminn. Fáir Íslendingar hafa þó tekið upp þessa hefð sem er ekki aðeins góð geymsluaðferð heldur hefur mjólkursýrt grænmeti meiri og betri áhrif á heilsuna en okkur gæti grunað. Texti MARGRÉT RÓSA JOCHUMSDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

Sýrt hvítkál (súrkál) eða Sauerkraut, sem Þjóverjar eru frægir fyrir að borða með pylsunum sínum, hafa flest okkar heyrt um eða jafnvel smakkað. Þar endar hins vegar þekking flestra Íslendinga á sýrðu grænmeti því hér á landi hefur þessi geymsluaðferð ekki náð að skjóta rótum. Margir virðast rugla saman mjólkursýrðu grænmeti og t.d. súrum gúrkum og öðru grænmeti í edikslegi. Munurinn er hins vegar gríðarlega mikill. Súru gúrkurnar eru soðnar áður en þær eru lagðar í edikslöginn og tapa þannig miklu af næringarefnum, auk þess sem mikill sykur er settur út í löginn til að koma í veg fyrir rotnun. Mjólkursýrt grænmeti er hins vegar sett hrátt í krukkuna og látið liggja í eigin safa þar til það er tilbúið. Ákveðið ferli fer af stað í krukkunni sem bæði varðveitir öll næringarefnin og auðveldar líkamanum að nýta þau betur. Mjólkursýrt græn meti bætir einnig melting una og viðheldur heilbrigðri þarma flóru, svo eitthvað sé nefnt. Þegar talað er um sýrt grænmeti í þessari grein er átt við mjólkursýrt grænmeti.

metinu heldur hafði einstaklega góð áhrif á meltinguna og heilsuna almennt. Kínverjar hafa notað súrkál (sýrt hvítkál) í að minnsta kosti sex þúsund ár og nýtt safann af því sem lækningameðal. Á miðöldum var sýrt grænmeti daglega á boðstólum hjá fólki og á Norðurlöndunum hefur fólk búið til súrkál svo lengi sem elstu menn muna. Nú er súrkál mjög vinsælt í Þýskalandi, Rússlandi og Austur-Evrópu og er það borðað með öllum mat, ekki síst kjöti. Síðustu hundrað árin hefur mjólkursýring á mat vælum hins vegar svo til horfið úr nútíma mataræði í flestum löndum. Með aukinni umræðu og vitundar vakningu um heilbrigt líferni hefur sýrða græn metið verið að ryðja sér til rúms á ný. Guðjón Árnason er einn af fáum Íslendingum sem sýra grænmeti >

ALDAGÖMUL HEFÐ Mannkynið hefur mjólkursýrt grænmeti í þúsundir ára. Talið er að ein aðalástæðan fyrir því að þessi aðferð náði vinsældum sé sú að fólk þurfti að finna leið til að halda græn metinu óskemmdu yfir vetrar tímann en með tímanum hafi svo komið í ljós að mjólkursýringin viðhélt ekki bara bragðinu og næring unni í græn-

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

41


á hverju hausti. Hann kynntist þessari aðferð fyrst í Þýskalandi og enn betur í Svíþjóð þegar hann vann við að sýra grænmeti þar á árunum 19821984. Allar götur síðan hefur hann mjólkursýrt grænmeti í stórum tunnum sem endist fjölskyldunni og vinum út veturinn. Guðjón hefur lengi haft mikinn áhuga á lífrænni ræktun og hvernig hægt sé að varðveita næringarefnin sem best þegar kemur að því að matreiða grænmeti og geyma. „Margir nýta illa þennan mikla forða sem er í grænmetinu. Suða og steiking er nokkuð harkaleg meðferð en við mjólkursýringu tapast ekkert af þeim næringarefnum sem eru í grænmetinu,“ segir Guðjón. Honum finnst ótrúlegt að miðað við þær vel lystingar sem við búum við hér á Vesturlöndum sé næringarskortur viðloðandi. „Ég held að það sé vegna þess að mikið af þessum tilbúna mat inniheldur lítið sem ekkert af næringarefnum. Þegar menn hafa lifað lengi á mjög slöku fæði, ruslfæði, verður meltingin slöpp. Ef fólk vill bæta hana er sýrt grænmeti mjög góður kostur. Maður borðar þetta ekki í miklum mæli eitt og sér; ég fæ mér t.d. 2-3 matskeiðar út á salat.“ ÁHRIF Á HEILSUNA Á síðustu árum hefur orðið nokkurs konar endurvakning á notkun þessarar geymsluaðferðar meðal fólks sem leitar nýrra/gamalla leiða til að næra líkamann, styrkja ónæmiskerfið og bæta heilsuna. Að mjólkursýra grænmeti hefur marga fýsilega kosti auk þess að varðveita öll næringarefnin. Nýtt og áhugavert bragð myndast við mjólkursýringuna og heilsufarslegu kostirnir eru fjölmargir. Sýrt grænmeti inniheldur vinveittar bakteríur, steinefni og víta mín og er mjög trefja ríkt. Súrkál er sérstak lega þekkt fyrir að vera stútfullt af C-vítamíni. Við mjólkursýringuna myndast ákveðin ensím sem eru sérstaklega örvandi og góð fyrir meltinguna og hjálpa til við að brjóta niður mat. Sýringin brýtur einnig niður trefjauppbyggingu í grænmetinu, sem auðveldar líkamanum að melta og nýta næringarefnin betur. Sýrt grænmeti hefur auk þess græðandi áhrif á meltingar veginn, hjálpar til við að halda sýrustigi magans í jafnvægi og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru með fjölgun vinveittra baktería. Í bókinni Meltingarvegurinn og geðheilsan eftir dr. Natasha Campbell-McBride er talað um að súrkál hafi sérstaklega örvandi áhrif á magasýrumyndun. Dr. Natasha, sem rekur læknastofu í Cambridge, segir að þegar einstaklingur borði ekki nógu fjölbreytta fæðu verði magasýrumyndunin of lítil, sem geri það að verkum að maturinn meltist ekki nógu vel og frá sogist illa. Dr. Natasha mælir með því að þeir sem eru með litla maga sýrumyndun fái sér nokkrar matskeiðar af súrkáli (eða safanum úr því) 10-15 mínútum fyrir mat. Hún er sömu skoðunar og „faðir læknisfræðinnar“, Hippókrates, sem sagði að flestir sjúkdómar byrjuðu í meltingar veginum. Dr. Natasha segir að með því að koma meltingarkerfinu í heilbrigðan farveg sé ótrúlegt hvað hægt sé að vinna á mörgum kvillum og sjúkdómum sem hrjái fólk nú til dags. Hildur Karlsdóttir og Eiríkur Haraldsson eru fullorðin hjón sem hafa sýrt grænmeti í um það bil þrjátíu ár og telja sýrða grænmetið eiga stóran

42

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

þátt í góðri heilsu þeirra. Hildur þurfti nýlega að fara á penisilín kúr og telur að meltingar vegur inn hafi þolað meðferðina mun betur en ella vegna þess að hún borðar sýrt grænmeti á hverjum degi og heldur þannig sýrustigi magans í jafnvægi og heilbrigðri þarma flóru. Þau hjón eru vön að borða sýrt grænmeti með heitum mat einu sinni á dag og borða það með hverju sem er. HVAÐA GRÆNMETI ER BEST AÐ MJÓLKURSÝRA? Hægt er að sýra svo til allt grænmeti en algengast er hvítkál, rauðkál, gulrætur, spergilkál, blómkál, rósakál, rauðrófur, laukur, sellerí, agúrkur, paprika, tómatar og sveppir. Guðjón segir að allt grænmeti sem hefur orðið fyrir hnjaski og sé í öðrum eða þriðja flokki eða jafnvel smælki sé tilvalið til sýringar. Hins vegar eru Guðjón, Hildur og Eiríkur öll sammála um að það sé betra að grænmetið sé lífrænt ræktað. Ef grænmetið hefur verið úðað með einhverjum efnum, eins og t.d. skordýraeitri, fer það út í vökvann sem grænmetið mjólkursýrist í. Í lífrænu grænmeti er auk þess mun meira af vinveittum, lifandi bakteríum, sem fækkar í grænmeti sem hefur verið úðað. Því meira sem er af þessum vinveittu bakteríum í grænmetinu því betur brýtur sýringin niður trefjauppbyggingu í því. Við það nær líkaminn að melta og nýta sér betur steinefni og víta mín úr grænmetinu. AÐFERÐ OG TÓL Það er ekki erfitt að mjólkursýra grænmeti en hægt er að útbúa það á marga mismunandi vegu og á mislöngum tíma. Til þess að sýringin heppnist vel þarf hins vegar að gæta vel að hitastigi, hvar og hve lengi grænmetið er geymt, að það sé á kafi í vökva á meðan á sýringunni stendur og að það sé ekki látið standa í dagsbirtu. Hafa skal í huga að efsta lag grænmetisins getur í ferlinu orðið svolítið brúnt en það þýðir ekki að grænmetið sé skemmt. Efsta lagið er einfald lega fjarlægt og allt sem er fyrir neðan er borðað. Erfitt getur reynst að finna stórar krukkur á Íslandi en hægt er að kaupa minni krukkur víða. Best er að nota krukkur með smellum og gúmmíhring. Ástæðan fyrir því er sú að í þeim kemst ekkert loft inn í krukkurnar en það gas sem myndast við gerjunina kemst hins vegar út úr þeim. Hildur og Eiríkur eru vön að sýra grænmeti í 3-5 lítra krukkum en einnig í 10 lítra leirkeri sem ætlað er sérstaklega til grænmetissýringar. Það virðist vera mjög erfitt að fá tilbúið sýrt grænmeti á Íslandi, fyrir utan súrkál, sem fæst í flestum verslunum, og súrkálssafa sem hægt er að fá í öllum helstu heilsubúðum. Iðnaðarframleitt súrkál er hins vegar mjög misjafnt og það er aldrei jafn gott eða heilsusamlegt og það heimagerða. Það er gaman að leika sér og prófa sig áfram með að nota ólík hráefni og ýmiss konar krydd við sýringuna. Kryddið bæði bragðbætir og eykur heilsusamlega eiginleika. Kanill, kumminfræ, hvítlaukur, engifer, chili, kóríanderfræ, sinnepsfræ og lár viðarlauf gefa sérstaklega gott bragð. Ferskar kryddjurtir eru einnig góðar í sýringuna og þær grænu eru með mjólkursýrubakteríur ef þær eru lífrænar.

Ákveðið ferli fer af stað í krukkunni sem varðveitir öll næringarefnin, auðveldar líkamanum að nýta þau, viðheldur heilbrigðri þarmaflóru og réttu sýrustigi í maganum o.m.fl.


SÝRÐ GRÆNMETISKÆFA

– Frá Ann Wigmore Ann Wigmore var þekkt fyrir framúrstefnulegar kenningar í næringarmálum og var frumkvöðull á sviði lifandi fæðu. Þessi uppskrift er fljótleg, einföld og góð fyrir þá sem hafa ekki þolinmæði til að bíða í margar vikur. Grænmetið verður auðvitað ekki eins bragðmikið og þegar það er búið að standa lengur í krukkunum, en gott og hollt engu að síður. Hægt er að nota hvaða grænmeti sem er í hvaða hlutföllum sem er. Örlítið af rauðrófum gerir litinn fallegri. hvítkál rauðkál gulrætur rauðrófur dálítið af sölvum eða salti Rífið eða skerið grænmetið fínt niður og setjið í matvinnsluvél til að fá það fíngerðara. Allt sett í skál, hrært vel saman og þrýst létt niður í skálina. Yfirborðið er sléttað og hulið með kálblöðum, t.d. hvítkálsblaði. Diskur settur ofan á með fargi á (t.d. brúsi með vatni). Diskurinn á að hylja mestan hluta kálsins, aðeins smá rönd skilin eftir. Setjið viskustykki eða klút yfir skálina og látið standa í 3-5 daga við stofuhita (þó ekki í sól). Þegar grænmetið er tilbúið eru fargið og diskurinn tekin burt, hvítkálsblöðin fjarlægð og kæfan sett í loftþéttar umbúðir, t.d. gott plastílát eða krukku, og síðan sett í ísskáp. Þetta geymist í a.m.k. 3-4 vikur í ísskápnum. Frábært er að borða nokkrar matskeiðar með hverri máltíð. SÚRKÁL SAUERKRAUT Þessi uppskrift er að hinu fræga Sauerkraut sem borðað hefur verið um allan heim í árþúsundir og talið vera allra meina bót. Hægt er að bæta hverju sem er við hvítkálið til þess að gera það enn bragðbetra og hér er ein hugmynd:

1 kg hvítkál 2-3 tsk. hafsalt 1 stór tsk. einiber ½ tsk. kúmen ½ epli, niðursneitt 2 msk. vatn ef vill Rífið eða sneiðið hvítkálið í fína strimla með rifjárni eða hníf. Setjið allt í krukku með smelluloki og þrýstið niður með hnefanum eða stauti þangað til kálið fer að gefa frá sér vökva, nóg til að það fljóti yfir kálið. Haldið áfram þangað til krukkan er full eða sem svarar 4/5. Lokið þá krukkunni og látið hana standa við stofuhita í 2-3 daga. Breiðið klút yfir. Síðan er hún sett á svolítið svalari stað í 2-3 vikur (15-18°C). Eftir það er hún sett í kalda geymslu eða ísskáp í 6 vikur og þá er kálið tilbúið.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

43


SÝRÐAR GULRÆTUR Þessi uppskrift kemur frá Hildi og Eiríki og passar í fimm lítra ílát. Það borgar sig að gera nóg af henni því hún er alveg einstaklega bragðgóð enda stútfull af áhugaverðum bragðtegundum sem fá að marínerast saman í rúma tvo mánuði.

3 kg gulrætur 1/2 kg hnúðkál 250 g steinseljurót 400 g laukur 6 blöð svartkál 1 búnt steinselja 2 litlir hvítlaukar piparrót (lítil fersk sneið) 1/2 rauður chilipipar 1/2 tsk. þurrkað estragon 1/2 tsk. þurrkað dill 3 stk. sítrónulauf (e. lime leaves) 1 tsk. sinnepsfræ 3 stk. negulnaglar 45 g salt Súr safi eftir þörfum (t.d Molkosan-safi eða súrkálssafi frá fyrri sýringu) Sama aðferð og við sýrðar rauðrófur.

44

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

SÝRÐAR RAUÐRÓFUR Uppskrift í þriggja lítra ílát frá Hildi og Eiríki. Rauðrófur eru einstaklega hollar og ekki spillir liturinn fyrir.

900 g rauðrófur 1½ rauðlaukur 200 g hvítkál 3 epli (250 g) 1 tsk. sinnepsfræ 3 sítrónulauf (e. lime leaves) eða lárviðarlauf 1-2 hvítlauksrif 25 g salt Súr safi eftir þörfum (t.d Molkosansafi eða súrkálssafi frá fyrri sýringu) Rífið grænmetið smátt niður með rifjárni eða mat vinnsluvél og saxið laukana og eplin. Blandið öllu hráefninu saman. Byrjið á því að setja lag af grænmetinu í botninn á krukku. Stráið hluta af saltinu yfir og hellið yfir smávegis af Molkosan-safa (sýrður mysudrykkur sem fæst í heilsubúðum) eða súrkálssafa (fæst í heilsubúðum). Einnig er hægt að nota safa af heimagerðu sýrðu grænmeti. Endur takið þetta upp að miðri krukku. Þá þarf að þjappa öllu saman svo ekkert loft sé á milli. Gott er að gera það með tréstaut eða einhverju áhaldi sem er flatt í endann. Hildur og Eiríkur nota endann á kökukefli án skafts. Endur takið þetta þar til krukkan er orðin u.þ.b. 4/5 full. Þrýstið að lokum öllu vel

niður og sjáið til þess að vökvinn nái 1-2 cm yfir grænmetið. Endið á að setja grænt blað yfir, t.d. af brokkólí, hvítkáli eða grænkáli. Lokið krukkunni með þéttu loki, helst með gúmmíhring. Látið krukkuna standa við stofuhita (18-20°C) í 2-3 daga. Komið krukkunni svo fyrir á örlítið kaldari stað (15-18°C) í 10 daga. Ef fólk hefur ekki aðgang að svalari stað er í flestum tilvikum hægt að ná hitastiginu niður í eldhúsinu með því að hafa eldhúsgluggann opinn. Fyrstu tvær vikurnar þarf að breiða klæði yfir krukkuna því grænmetið þarf að vera í myrkri. Því næst er krukkan sett á kaldan og dimman stað í minnst 6-8 vikur. Þeir sem hafa ekki aðgang að kaldri geymslu, búri eða bílskúr geta notað ísskápinn. Mikilvægt er að opna ekki krukkurnar frá því að grænmetið er sett í þær og þar til það er tilbúið, u.þ.b. tveimur mánuðum síðar. Þá er kálblaðið tekið upp úr krukkunni og efsta laginu hent ef það hefur dökknað. Þessi blanda geymist í ár á köldum stað. Ef skammturinn er mjög stór er tekið af krukkunum eftir þörfum og sett í minni krukkur sem passa í ísskápinn.


feldskeri

FYRIR Eggert feldskeri, Skólavörðustígur 38, 101 Reykjavík, sími / tel. 551 1121, www.furrier.is Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

45


Aðeins sjö ára að aldri byrjaði Agnes Lind að selja blóm fyrir utan litlu hverfisbúðina. Hún hjólaði stundum úr Sörlaskólinu út á Seltjarnarnes þar sem hún tíndi melgresi sem hún svo setti saman í fallega vendi og seldi fínu frúnum í Vesturbænum. Að eigin sögn hefur hún verið upptekin af blómum og öllu sem tengist náttúrunni síðan hún man eftir sér. Hún byrjaði snemma að vinna í gróðrarstöðvum og rak Ráðhúsblóm í Bankastræti í ein sex ár. Fyrir rúmum fjórum árum fann hún til sterkrar löngunar til að flytja úr borginni og út á land. Nú býr hún á Arnarstapa, vinnur á Hótel Búðum og rekur þar dulmagnaða krambúð með Sigríði Gísladóttur myndlistarkonu; selur m.a. fræ sem hún tínir sjálf og myndskreytir pokana af mikilli natni. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir JÓN ÁRNASON

46

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


„Ef þú ræktar garðinn þinn þá ræktar þú sálina.“


HVENÆR BYRJAÐIR ÞÚ AÐ SAFNA FRÆJUM? Þegar ég var með blómabúðina komu túristarnir svo oft inn og spurðu hvort ég ætti lúpínufræ. Þeir heilluðust af lúpínuökrunum sem þeir sáu svo víða á ferðalögum sínum um landið. Þeim finnst þetta mögnuð jurt enda er hún svo falleg þegar hún er í blóma og verður svo áberandi. Þá hringdi ég í Landgræðsluna, fékk þar fræ og setti í fallega poka og fór að selja. Ég var þarna bara að fullnægja eftirspurn en hvort þeim hefur tekist að rækta lúpínuna þegar heim var komið veit ég ekki. Ég hef alltaf verið heilluð af fræum því í þeim búa svo miklir töfrar. Maður setur lítið fræ í pott, hlúir að því og þegar eitthvað fer að gerast og gægjast upp úr moldinni þá er það eins konar „bliss“ fyrir sálina. Svo þegar við Sigga fórum að búa til hluti til að selja í krambúðinni fannst mér upplagt að safna fræjum úr náttúrunni í kring og búa til fallega fræpoka sem gaman væri að gefa, enda finnst mér fræ vera einstök gjöf. Ég segi stundum að hljómkviða lífsins sé í einu litlu fræi. Ég hef einnig gaman af því að teikna og þannig þróuðust þessir litlu brúnu fræpokar sem við seljum staka og í pakka sem ég kalla Heillajurtagarðinn.

„Ég segi stundum að hljómkviða lífsins sé í einu litlu fræi.“

48

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

AÐ OFAN FRÁ VINSTRI:

Agnes að týna fræ: Vallhumall; Sæhvönn; Umfeðmingur og Skessujurt; að lokum fer hún og teiknar og skrifar á fræpokana sem hún selur í krambúðinni á Búðum.

HVERNIG BER MAÐUR SIG AÐ VIÐ FRÆSÖFNUN? Það er mikilvægt að gera þetta með virðingu. Gera þetta eins og fuglinn; flögra á milli og taka pent á hverjum stað. Gott er að hafa bréfpoka og skæri eða beittan hníf með sér og skriffæri til að skrifa á pokann hvað fór í hvern. Jurtirnar þurfa að vera búnar að blómstra og byrjaðar að mynda fræ. Það gerist á mismunandi tímum eftir tegundum. En í mörgum tilvikum er hægt að taka þau þótt þau séu ekki alveg tilbúin og láta þau þorna í bréfpokanum. Fræ myndast á mismunandi stöðum á blóminu. Sum eru í fræpokum eða belg, eins og hjá umfeðmingnum, og þá þarf að opna og tína þau úr. En þegar fræpokinn þornar opnast hann yfirleitt sjálfur og fræin detta út. Skessujurtin og hvönnin mynda stór fræ sem þarf að losa aðeins í sundur. Eftir að þau eru tilbúin í pappírspokum geymast þau í tvö ár í kaldri geymslu. Þegar maður er svo að koma upp jurtunum reynir maður að halda þeim rökum. Það má forsá eða sá beint út á vorin, bara um að gera að prufa sig áfram. Reyndar er ágætt að skoða í hvernig umhverfi plantan dafnar vel og taka mið að því þegar valinn er staður eða jarðvegur til sáningar.


 LEVISTICUM OFFICINATE

 ACHILLEA MILLEFOLIUM

„Heima er best“-jurtin. Notuð sem krydd og úr henni gert seyði sem hressir upp á karlinn!

Venusarblómið fullt af kvenlegri orku, græðandi og styrkjandi. Jafnvægisjurt og ilmurinn skilar mönnum þangað sem himinn og jörð mætast.

 VICAR CRACCA

 LISUSTICUM SCOTICUM

Umvefur ást og kærleika. Skríður um og býður upp á faðmlag.

Dulmögnuð jurt sem einnig ber nafnið Spekingsjurt og Meistarajurt. Hún hefur það göfuga hlutverk að hjálpa mannkyninu að róa sig og friða svo að bjarmi til í huganum. Þar sem hún er fágæt er nauðsynlegt að sem flestir taki þátt í að fjölga þessari töfrajurt. Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

49


HVENÆR VAR KRAMBÚÐIN OPNUÐ? Við opnuðum krambúðina fyrst í fyrrasumar. Hugmyndin kviknaði hjá Siggu Gísla sem var alveg ákveðin í að hér ætti að vera krambúð; lítil falleg krambúð. Við seljum okkar eigin vöru og frá aðilum sem tengjast svæðinu. Við nýtum mikið af því sem er í okkar nærumhverfi, eins og jurtir, steina og skeljar, og leggjum mikið upp úr því að hlutirnir sem við seljum séu fallegir og eigulegir. Þetta er mikið nostur og tekur sinn tima enda allt handgert. Hver einasti miði er t.d. handgerður. En við munum eflaust nýta tæknina í framtíðinni ef þetta fer að vinda upp á sig. Þessi tvö fyrstu sumur hafa gengið vonum framar og við höfum ekki undan að framleiða í búðina. Börnin sem koma hingað inn skynja strax töfrana og finnst eins og þau séu komin inn í lítinn ævintýraheim. Enda eru töfrar og dulúð undirliggjandi þema hjá okkur vinkonunum.

Mikið er lagt upp úr umbúðum og að hlutirnir séu fallegir og eigulegir. Í krambúðinni er margt að finna; m.a. er hægt að kaupa jurtate, baðsalt, ýmsar gerðir sultu, birkisíróp, handgerðar sápur, tálgaða galdrastafi, steina í krukku, textíl, handverk og gamla hluti með sögu.

KRÆKIBER – Gjörningur

Í tilefni af því að hátíðin KRÆKIBERIÐ var haldin á Vesturlandi í fyrsta sinn í sumar, buðu þær Agnes og Sigríður gestum og gangandi uppá upp á berjasaft og ölkelduvatn. Þegar þessu tvennu er blandað saman gerast töfrar, saftin breytir um lit, verður svar blá.

50

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


HÓTEL BÚÐIR

Agnes Lind starfar á Hótel Búðum og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar skreytingar með samspili jurta úr umhverfi hótelsins og endurnýttum glerílátum.

Hraunbæ 117 - 110 Reykjavík - Sími: 534 9585

www.innigardar.is


52

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Perlur GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ

Ljósmyndarahjónin Orsolya og Erlend Haarberg hafa komið margsinnis til Íslands í þeim tilgangi að ná myndum af fallegustu nátturuperlum landsins. Afraksturinn er nú kominn út í einstakri bók sem unnin var í samstarfi við Unni Jökulsdóttur rithöfund og gefin út í Ungverjalandi og á Íslandi – Ísland í allri sinni dýrð. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR & UNNUR JÖKULSDÓTTIR Ljósmyndir ORSOLYA & ERLEND HAARBERG

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

53


OPNA AÐ FRAMAN:

Landslagið á hálendinu er oft ævintýri líkast. Hér læðist þokan inn um sólarlagsbil og eykur á dulúð og töfra. Snjótittlingar eru okkur Íslendingum mjög kærir. Á vetrum þegar lítið er að hafa leita þeir til byggða eftir æti. Á sumrin skipta þeir um nafn og kallast þá sólskríkjur.

54

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

inn sólardag við Mývatn var bankað upp á hjá mér. Í mýflugnamekkinum úti fyrir stóðu maður og kona, á bak við þau glitti í málmlitan húsbíl sem bar við spegilslétt vatnið. Ég hélt þau væru að spyrja til vegar, fólk á það til að villast. „Þarna er farið upp að fjallinu …“ sagði ég strax og benti í átt að Belgjarfjalli. En nei, þau voru komin til að sýna mér myndir, sagði konan. Hún talaði hratt, augun gneistuðu af ákefð; hann var öllu hljóðari en brosmildur og góðlegur. Orsolya og Erlend Haarberg, kynntu þau sig, komdu sæl, hún frá Ungverjalandi, hann norskur. Áhugi þeirra á ljósmyndum hafði leitt þau saman og nú voru þau hjón. Þau væru að gera ljósmyndabók um Ísland, hvort ég vildi skrifa texta í þessa bók? Enn ein Íslandsbók … hugsaði ég, þótt ég væri svolítið upp með mér yfir slíkri beðni frá bláókunnugu fólki. En þau höfðu keypt og lesið Íslendingar, bók sem ég gerði með ljósmyndaranum Sigurgeiri Sigurjónssyni árið 2003. Orsolya dró upp úr vasa sínum minniskubb og spurði hvort hún mætti stinga honum í tölvuna mína. Á skjánum spruttu fram myndir af landslagi, fossum og fjöllum, fuglum og dýrum. Orðatiltækið „glöggt er gests augað“ kom upp í huga mér þegar ég skoðaði þær. Þessar myndir gáfu heildarmynd af landinu sem ég hafði ekki áður séð á bók. Það var þessi magnaða blanda af lífi og landslagi. Og einhver ferskleiki í myndunum, ný sjónarhorn af gamalkunnum stöðum, nýjar áherslur, öðruvísi birta. „Ég heillaðist strax af þessum ljósmyndum.“ Unnur Jökuldóttir (úr formála bókarinnar).

IBN: Hvernig gekk vinnsla bókarinnar? Orsolya: Við sóttum Ísland fyrst heim árið 2008 og unnum um sumarið að verkefninu Wild Wonders of Europe (wild-wonders.com), sem gekk út á að mynda og lýsa helstu náttúruundrum Evrópu. Í þessari fyrstu ferð okkar til Íslands eyddum við mestum okkar tíma við Mývatn og á Hornströndum. Þegar að við sáum að við vorum með nóg efni í bók þá byrjuðum við að leita að útgefanda. Það var svo þegar National Geographic í Ungverjalandi sýndi verkinu áhuga að við hófum að skipuleggja næstu ferð því við vildum ná öllum árstíðunum.


Brimið í ríkjandi útsynningi hefur barið til klettana á Arnarstapa á Snæfellsnesi svo úr verður stórbrotin listasmíð. Tveir refkarlar bera saman krafta sína.

Við komum aftur til Íslands árið 2010. Tímasetningin var fullkomin þar sem Eyja fjallajökull gaus daginn eftir að við lentum, þ.e. 14. apríl. Það sem var svo einstakt við myndatökurnar á gossvæðinu var margbreytileikinn. Öskumynstrið í snjónum breyttist dag frá degi og fljótandi hraunið braut sér nýjan farveg. Veðrið tók einnig stöðugum breytingum svo jökullinn sýndi okkur nýja hlið á sér hvern einasta dag. Um haustið fórum við í margar ferðir um friðlandið að Fjallabaki. Dagarnir voru gráir og rigningin lá í loftinu, sem myndaði á furðulegan hátt kjöraðstæður til myndatöku því það gerði

okkur kleift að mynda hina raunverulegu liti náttúrunnar. Um miðjan ágúst lentum við í því að mynda í hríðarbyl við Hrafntinnusker og það var ekki fyrr en í lok september að við náðum að mynda haustlitina í fallega birkikjarrinu við Hraunfossa. Við komum í þriðju Íslandsförina í janúar 2011 og bjuggumst við vetrarhörkum. Það sem tók á móti okkur var hins vegar mjög mildur vetur. Við vorum nánast búin að gefa upp alla von um vetrarmyndir þegar snjórinn lét loksins á sér kræla nokkrar vikur í mars. Svartar hraunbreiður þaktar snjó var ein sú fegursta sýn sem við kynntumst í þessu fagra landi, landi andstæðnanna. IBN: Einhverjir uppáhaldsstaðir? Orsolya: Upphaflega vildum við mynda eins mörg svæði og við mögulega gátum en enduðum á að taka flestar myndirnar okkar á fáum en einstökum stöðum. Þessir staðir voru Mývatn (þar með taldir Hverir og Leirhnjúkar), Hornstrandir, Jökulsárlón, Eyjafjallajökull, Snæfellsnes (sérstaklega nálægt Búðahrauni) og Landmannalaugar/Hrafntinnusker. IBN: Er öðruvísi að mynda á Íslandi en öðrum löndum? Orsolya: Ef við hugsum um ferðalagið sjálft og ferðamátann þá er Ísland mjög líkt Skandinavíu. Það er hreint vatn alls staðar og öruggt að ferðast. Landið er líka fullkomið fyrir fólk sem ferðast á húsbílum því það koma svo margir möguleikar til greina þegar kemur að því að leggja bílnum. Það sem er sérstakt við Ísland er hversu lítið er Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

55


Ströndin á Hraunlandarifi á Snæfellsnesi er úr bleikum skeljasandi.

56

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Skaftáreldahraun er stærsta hraunbreiða frá sögulegum tíma á jörðinni. Mosinn hefur bólstrað þetta úfna og illfæra hraun á þeim ríflega 200 árum sem liðin eru frá gosinu. Það kom Orsolyu ljósmyndara skemmtilega á óvart að hvítur refur skyldi skjóta upp kollinum þegar hún var að mynda hraunið.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

57


Litadýrð haustsins við Hraunfossa í Borgarfirði.

Krían er listdansari himinsins. Hér takast tvær kríur á yfir Jökulsárlóni.

58

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

af trjám sem er fullkomið fyrir ljósmyndara því þá skyggir ekkert á útsýnið. Á Íslandi gefst líka tækifæri til að upplifa einstök náttúrufyrirbrigði sem maður sér hvergi annars staðar í heiminum, til að mynda eldfjöllin og fuglana sem hræðast ekki mennina heldur eru vinveittir þeim. Litasamsetningarnar í landslaginu eru líka óvenju fjölbreyttar og þannig mætti áfram telja. IBN: Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi? Orsolya: Vinnudagarnir eru alltaf breytilegir og langt frá því að vera hefðbundnir. Þeir stjórnast af því hvað og hvar við erum að mynda. Við bjuggum til dæmis í húsbíl þegar við vorum að mynda við Mývatn og Jökulsárlón sem var mjög þægilegt því við snerum sólarhringnum við, unnum um nætur og sváfum á daginn. Bíllinn gerði okkur þetta auðvelt því hann var einangraður og við gátum dregið fyrir glugga og þannig skapað algjört myrkur þrátt fyrir að sólin skini fyrir utan á heitum sumardegi. Við borðuðum morgunmat þegar flest annað fólk var að borða kvöldmat og byrjuðum svo að mynda í kvöldbirtunni. Um miðja nótt hlóðum við myndunum niður á tölvuna og útbjuggum heitan hádegisverð. Þegar fór að nálgast sólarupprás héldum við svo áfram að mynda. Við sváfum hins vegar í tjaldi við Hrafntinnusker og á Hornströndum og þá lögðum við okkur oftast svolitla stund yfir blánóttina. IBN: Nú eru það bæði þú og Erlend sem takið myndirnar og sameinið þær svo í bókunum ykkar. Hvernig gengur sú samvinna?


Orsolya: Við nálgumst hlutina á ólíkan hátt. Erlend hefur áhuga á háttalagi fugla og spendýra og þess vegna byrjar hann strax að mynda hegðun þeirra. Ég hef hins vegar meiri áhuga á náttúrunni og landslagsmyndum og spái lítið sem ekkert í háttalagi dýra. Við sameinum síðan myndirnar í bókunum okkar. Erlend treystir mér fyrir því að hanna og ákveða hvernig myndirnar fara saman, svo það eru engir árekstrar þar! IBN: Hvorugt ykkar lærði ljósmyndun. Hver er bakgrunnur ykkar? Orsolya: Erlend hóf nám í líffræði en allur hans tími fór í að taka náttúrulífsmyndir svo hann kláraði ekki námið. Það hefur verið draumur hans síðan hann var lítill strákur að verða náttúru lífsljósmyndari. Hann hefur meðfæddan hæfileika í ljósmyndun og áhugi hans og fullkomnunarárátta hafa gert hann að mjög farsælum ljósmyndara. Ég útskrifaðist sem landslagsarkitekt og var í doktorsnámi í umhverfismálastjórnun þegar ég kynntist Erlend. Ég tók náttúrulífsmyndir sem áhuga ljósmyndari á þeim tíma, en eftir að ég kynntist Erlend opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég hafði möguleika á að verða náttúrulífsljósmyndari að atvinnu svo að ég hætti öllu, kláraði ekki doktorsgráðuna mína og flutti til Noregs frá heima landi mínu, Ungverja landi. Þetta var árið 2005 og ég hef unnið með Erlend sem náttúru lífsljósmyndari allar götur síðan. www.haarbergphoto.com

Kvöldsólin lýsir upp ævintýralandslag á miðhálendi Íslands. Reykjafjöll að Fjallabaki.

GEFUM ÞRJÁR BÆKUR Ísland í allri sinni dýrð er ný bók frá Forlaginu. Hún kostar 4.290 kr. og er einnig til á ensku og þýsku. Þessi bók er ekki bara óvenju falleg heldur einnig mjög fræðandi. Unnur Jökulsdóttir skrifar um tilurð landsins og einkenni lífríkisins. Hún staðsetur og útskýrir ljósmyndirnar. Við hjá Íbn ætlum að gefa þrjár bækur, svo endilega sendu okkur upplýsingar um þig á ibn@ibn.is og skrifaðu ÍSLAND í titil... ef þig langar í eintak.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

59


WALDORFSKÓLINN Í LÆKJARBOTNUM Þá sem bruna út úr borginni í átt að Hveragerði grunar fæsta að handan við eina hæðina, í fallegum dal, iðar allt af lífi. Í rúm tuttugu ár hefur verið starfræktur leikskóli og skóli á þessum óvenjulega stað í útjaðri borgarinnar með um níutíu börn frá tveggja til fimmtán ára. Þótt fáir hafi lagt leið sína í þennan einstaka dal, þar sem náttúra og skóli renna saman í eitt, þá þekkja enn færri þá einstöku hugmyndafræði sem skólinn byggist á. Texti GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Myndir G.G., JÓN ÁRNASON OG HANNS VERA

R

Séð yfir skólasvæðið í Lækjarbotnum. UPPI TALIÐ FRÁ VINSTRI:

Í kennslustofunni; Á vinnudögum koma foreldrar og hjálpa til við brýn verkefni; Afrakstur sultugerðarinnar; Útikennsla í 5. og 6. bekk. TIL HÆGRI:

Kíkt út um glugga á kennslustofu.

60

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

udolf Steiner fæddist í Austurríki árið 1861 og lést 1925. Hann vakti snemma athygli fyrir hugmyndir sínar um manninn, náttúruna og samfélagið í heild sinni. Hann lét sér ekkert óviðkomandi og færði hugmyndir sínar yfir á vísindi, heimspeki, uppeldi, ræktun, lækningar og andleg mál, svo að eitthvað sé nefnt. Hann kallaði þessa nýju hugmyndafræði mannspeki eða „anthroposophy“ og eru allir Waldorf-skólar byggðir á hans hugmyndum í uppeldismálum. Fyrsti Waldorf-skólinn var stofnaður árið 1919 fyrir starfsfólk vindlingaverksmiðjunnar Waldorf Astoria í Stuttgard í Þýskalandi. Þar voru listir, tónlist og handmennt jafn mikilvægar námsgreinar og lestur, skrift og stærðfræði. Kennarinn var talinn mikilvægur uppalandi og átti helst að kenna sömu nemendunum allan barnaskólann. Þannig öðlaðist hann mikla innsýn í þarfir hvers nemanda og gat sniðið námið að hverjum og einum. Waldorf-skólarnir vinna enn eftir grunnhugmyndafræði Steiners þrátt fyrir eðlilega aðlögun að nútímasamfélagi. Flestir Waldorf-skólar draga nafn sitt af fyrsta skólanum en á Norðurlöndum er þó algengt að þeir séu kallaðir Steiner-skólar. Það sem einkennir uppeldisfræði Steiners er rík áhersla á alhliða þroska einstaklingsins þar sem tekið er tillit til þess að manneskjan býr yfir líkama, sál og anda. Hann lagði áherslu á að skólastarfið væri lifandi og að öll kennsla höfðaði jafnt til hugsunar, tilfinninga og vilja. Listræn og verkleg framsetning


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

61


„Börn þurfa að fá að hoppa, sveifla sér, skríða, klifra og busla í vatni.“

Strákarnir eru að byggja kofa og nota hvert tækifæri til að halda því áfram; Lítið mál er að færa kennslustundina út undir bert loft ef veður leyfir. Börnin gefa hænunum matarleifar og ná einnig í eggin; Í rólunum er alltaf gaman;

og úrvinnsla er því ekki síður mikilvæg en hin vitsmunalega þekking. Þannig fær sköpunarkrafturinn og athafnasemin, sem býr innra með hverri manneskju, farveg og hjálpar henni að fóta sig á sinni persónulegu lífsbraut. Skapandi starf er því samtvinnað öllu skólastarfi Waldorfskólans og er eitt meginsérkenni hans ásamt því að hjálpa börnum að þroska félagslega færni sem er dýrmætt veganesti inn í framtíðina. UPPHAFIÐ Með eitt lítið hús á fallegum stað, og rútu og snjóruðningstæki á hlaðinu, hóf fyrsti Waldorfleikskólinn á Íslandi starfsemi sína 1. desember 1990 og fékk nafnið Ylur. Það voru nokkrir vinir með börn á leikskólaaldri sem vildu að börnin þeirra gætu verið í náinni snertingu

62

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

við náttúruna og fengið uppeldi og menntun í anda hugmyndafræði Rudolfs Steiner. Öll áttu þau það sameiginlegt að hafa lært mannspeki á erlendri grund og kynnst starfseminni á Sólheimum í Grímsnesi, en þar hefur verið unnið eftir hugmynda fræði Steiners frá því að Sesselja Sigmundsdóttir hóf starfsemina árið 1930. Einu ári eftir að leikskólinn Ylur var stofnaður hóf Waldorf-skólinn í Lækjarbotnum starfsemi sína með fjóra nemendur í 1. bekk. Nú, 22 árum síðar, hefur húsakosturinn stækkað umtalsvert og fjöldi skólabarna er orðinn 67 og leikskólabarna 20. Fyrstu árin voru erfið fjárhagslega enda kostnaðarsamt að halda úti lítilli einingu. Árið 2004 gjörbreyttust síðan rekstrarforsendurnar þegar Samtök sjálfstæðra skóla gerðu hagstæðan samning við sveitarfélögin sem greiða nú með


Vatnströppurnar bjóða upp á ótal möguleika fyrir krakka á öllum aldri; Á hverju hausti byrjar skólinn á því að nemendur og foreldrar gróðursetja trjáplöntur; Strákarnir ná í greinar til að tálga.

nemendum er stunda nám utan síns sveitarfélags. Framlag sveitarfélaganna ásamt skólagjöldum, árlegum jólabasar og mikilli samvinnu við foreldra er það sem skiptir sköpum í því að halda úti því metnaðarfulla starfi sem skólinn vill standa fyrir. LÆRDÓMURINN OG NÁTTÚRAN Staðsetning skólans í Lækjarbotnum er einstök og gegna umhverfið og náttúran mikilvægu hlutverki í skólastarfinu. Það má með sanni segja að hér hafi verið notuð „útikennslustofa“ frá upphafi. Átthagafræði, náttúrufræði, smíðakennsla og íþróttir eru fög þar sem nánasta umhverfi skólans er vel nýtt. Útivist á einnig stóran sess í skólastarfinu og fara börn og kennarar í langar nestisferðir í hverri viku um

næsta nágrenni til að kynnast umhverfinu, sérkennum þess og átta sig á fjarlægðum. Við þessi nánu tengsl við náttúruna læra nemendur að virða og meta það sem hún gefur af sér. Söfnun jurta og berjatínsla á haustin er fastur liður í skóla starfinu. Jurtirnar eru ýmist notaðar í te, krydd, smyrsl eða til litunar á ullarbandi sem síðan er ýmist prjónað úr, heklað eða þæft. Úr berjunum, sem tínd eru í hlíðunum í kring, er gerð sulta og saft sem borin er á borð fram eftir vetri. Á haustin og vorin eru reglulegar ferðir í krydd- og matjurtagarð skólans til að undirbúa jarðveginn, sá og planta og að lokum að uppskera og borða í hádeginu. Mikið er lagt upp úr heilbrigðu mataræði í skólanum og er allt hráefni á boðstólum lífrænt. Krakkarnir vita að matarafgangarnir enda annað hvort Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

63


„Á haustin og vorin eru reglulegar ferðir í krydd- og matjurtagarð skólans til þess að undirbúa jarðveginn, sá og planta og að lokum uppskera og borða.“ hjá hænunum, sem leggja þeim til eggin, eða á safnhaugnum sem með tímanum umbreytist í mold eða moltu og fer aftur í matjurtagarðinn. Leiksvæðið í Lækjarbotnum er að mestu mótað af náttúrunni en foreldrar og kennarar hafa tekið ríkan þátt í uppbyggingu svæðisins, bæði með því að búa til ný leiksvæði og með því að gróðursetja tré sem skapa nýja möguleika í hvort heldur sem er leik eða ræktun.

Nemendur virða fyrir sér gulrót sem er ný upptekin. TIL HÆGRI OG NÆSTA SÍÐA:

Börn að tína jurtir úr kryddjurtagarðinum.

Bláber og blóm nýkomin úr þurrkofninum. Þurrkaðar plöntur eru nýttar í te, smyrsl o.fl.

64

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

Eftir góða ferð í kryddog matjurtagarðinn er afraksturinn ýmist þurrkaður eða borðaður ferskur.

LISTRÆN ÁHERSLA Á seinni hluta ævinnar fór Steiner að einbeita sér í auknum mæli að listum; leiklist, málun, arkitektúr og hrynlist. Hann taldi listiðkun mikilvæga fyrir þroska einstaklingsins, bæta dómgreind hans og siðferði, auk þess að auðga hans innra líf. Í Waldorf-skólanum er ætíð markmiðið að list og listræn vinna fléttist inn í allar námsgreinar. Námsefnið verður þannig að listrænum efnivið og ræktar hæfileika nemenda til sköpunar. Bóklegt nám og listræn vinnubrögð eiga því alltaf samleið innan Waldorf-skólans. Hefðbundnar skólabækur eru ekki notaðar fyrr en á unglingastigi og byggist kennslan á því að kennarinn afli sér góðrar þekkingu á námsefninu og miðli því til nemenda á persónulegan og skapandi hátt. Nemandinn tekur efnið inn, vinnur úr því og gerir það að sínu. Hann notar m.a. til þess sína eigin vinnubók sem hann skrifar og teiknar í sjálfur. Í fyrstu skrifa nemendur upp eftir kennaranum en þróa fljótt færni í að skrifa sinn eigin texta. Einnig er lagt mikið upp úr því að myndskreyta viðfangsefnið ríkulega og því skapar þessi vinna stöðuga æfingu bæði í skrift og teikningu. Auk vinnubókarinnar geta börnin notað ýmsar aðrar aðferðir til að vinna úr námsefninu, t.d. með leikrænni tjáningu, með því að mála, forma, þæfa, tálga, syngja og búa til leiki. Þannig er nemandinn bæði virkur þátttakandi í náminu, skapandi og hugsandi. Eins og ein móðirin lýsti því þegar sonur hennar var að byrja í skólanum: „Það var neisti sem kviknaði í augunum strax í fyrstu heimsókninni þegar skólasystkinin tilvonandi sýndu framtak og færni á sviðum sem voru ný fyrir syni mínum og vöktu spurninguna: „Mega þau gera þetta?“ Fyrir okkur glæddi skólinn og lífgaði á ný barnslega áhugann sem er lykillinn að allri sköpun, vísindum og framtaki.“ Það er ekki einungis að kennslan í bóklegum fögum sé útfærð á listrænan hátt, heldur stunda börnin einhvers konar listnám í hverri viku; tónlist, hrynlist, leiklist, málun, teikningu, járnsmíði, leirmótun og mismunandi handverk


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

65


Mikill bókalærdómur veldur oft námsleiða þar sem hann örvar einungis hugann á meðan tilfinningar og vilji fá litla örvun og næringu.

eftir því á hvaða skólastigi þau eru. Auk þess sem áhersla er lögð á tækni og fagurfræði er lagt upp úr því að nemendur læri að vinna ákveðin verk alveg frá grunni. Þau taka t.d. ullina og spinna úr henni band, tína jurtir og handlita og að lokum prjóna þau eða hekla úr bandinu. Á sama hátt og fræðilegu námsgreinarnar innihalda listræna vinnu er leitast við í list- og handverksgreinum að flétta tæknilega, sögulega og aðra fræðilega þætti inn í kennsluna. Sem dæmi má nefna söng; inn í hann fléttast lærdómur í formi móðurmáls- og tungumálakennslu þar sem sungnar eru þulur, þjóðlög og ættjarðarlög. Einnig er sungið á mismunandi tungumálum sem eflir máltilfinningu, en einnig tilfinningu fyrir mismunandi karakter í tónlist. Til dæmis hafa afrísk lög allt annan takt heldur en íslensk þjóðlög. Auk reglubundins skólastarfs er fjölbreytt menningarlíf í skólanum. Nokkrum sinnum á ári setja börnin upp söng-, leik- eða danssýningar hvert fyrir annað og aðstandendur. Jólabasarinn er árlegur viðburður sem haldinn er í nóvember og er gríðarlega vel sóttur. Hann er samvinnuverkefni foreldra, barna og kennara sem verja miklum tíma utan hefðbundins skólatíma í að búa til vandað handverk, vinna með jurtir, búa til skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna og ekki má gleyma hinu ómótstæðilega hlaðborði.

AÐ OFAN FRÁ VINSTRI:

Krakkar í þriðja og fjórða bekk skrifa með litum á hvít vinnublöð sem að lokum verða bundin inn í vinnubók. (Í fyrstu skrifa nemendur upp eftir kennaranum en ná fljótt færni í að skrifa sinn eiginn texta.) Nemendur læra að vinna ullina frá grunni, spinna úr henni band, tína jurtir og handlita. Að lokum prjóna þau eða hekla úr bandinu.

66

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

SKÓLADAGURINN Skóladagurinn hefst klukkan átta á rútuferð frá höfuðborginni. Börnin venjast bílferðinni fljótt og sitja þolinmóð þangað til komið er í skólann en þá fer allur grunnskólinn inn í sal og syngur saman. Rudolf Steiner taldi sönginn vera nokkurs konar morgunleikfimi fyrir sálina og að við yrðum hreyfanlegri innra með okkur. Að loknum söngnum fer hver bekkur í sína kennslustofu. Stærstur hluti bóklega námsins fer fram í lotum en hver lota stendur í 2-5 vikur í senn. Þá einbeitir bekkurinn sér á hverjum degi að ákveðnu þema eða kennsluefni sem býður upp á dýpri umfjöllun og skilning á viðfangsefninu og skapar einnig svigrúm fyrir sjálfstæð verkefni nemenda. Ekki eru tekin próf í Waldorf-skólum en í staðinn fer fram símat og lokaumsögn fá krakkarnir á skólaslitum um vorið. Eftir útiveru og hádegisverð er lögð áhersla á kennslu í handverki og listum. Klukkan 14.30 lýkur svo skóladeginum og allir halda heim með rútunni sem stoppar bæði við Rauðavatn og á tveimur stöðum niðri í bæ. Að öllu jöfnu er ekki ætlast til að nemendur vinni hefðbundna heimavinnu fyrr en á unglingastigi en þá eykst einnig ábyrgðin á eigin námi.


Bóklegt nám og listræn vinnubrögð eiga alltaf samleið í Waldorf-skólanum. AÐ OFAN FRÁ VINSTRI:

Skóladagurinn byrjar á samsöng nemenda og kennara; Í kennslustund hjá Eiríki; Dagurinn í kennslustofunni byrjar á morgunhringingu og umsjónarmaður kveikir á kerti; Á leiðinni heim í skólarútunni; Reglulega eru sett upp leikrit og uppákomur; Myndlistarkennsla í unglingadeild; Bongótrommur og villtur dans í leiklistartíma; Skólahljómsveitin að æfa sig fyrir jólatónleikana.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

67


„Auk þess sem áhersla er lögð á tækni og fagurfræði er lagt upp úr því að nemendur læri að vinna ákveðin verk frá grunni.“

HVERNIG PLUMA SVO KRAKKARNIR SIG? Þessa spurningu fá foreldrar barna í Waldorfskólum oft að heyra þar sem ekki er um hefðbundinn skóla að ræða og þekking almennings á skólanum er almennt lítil. Eitt af því sem mörgum finnst skrítið er að börnin byrja ekki að læra að lesa fyrr en í 2. eða 3. bekk. En í Waldorf-skóla er í raun ekki þörf á lestrarkunnáttu fyrstu árin þar sem börnin læra í gegnum frásögn kennarans en ekki upp úr bók eins og í flestum skólum. Rudolf Steiner taldi að vitsmunaleg kennsla væri íþyngjandi ungum börnum á kostnað tilfinninga lífsins og rændi þannig lífskröftum sem barnið þyrfti á að halda til að byggja upp sitt verkfæri – líkamann. Mikill bóka lærdómur veldur líka oft námsleiða þar sem hann örvar einungis eina hlið manneskjunnar, hugann, en aðrar hliðar eins og tilfinningar og vilji fá litla örvun og næringu. Það er því miður alltof algengt að ungir krakkar sýni námi sínu lítinn áhuga og leiðist skólinn. Það lýsir sér ef til vill ágætlega í því þegar ein lítil sex ára skoppaði út úr skóla rútunni einn eftirmiðdaginn þar sem mamma hennar beið og kallaði kát í bragði: Mamma, mamma ég lærði ekkert í dag! Nemendur sem útskrifast hafa úr Waldorfskólanum í Lækjarbotnum hafa farið mjög ólíkar leiðir út í lífið. Sumir hafa farið í Waldorf-framhaldsskóla erlendis og aðrir í menntaskóla hér heima. Nemendum gengur að öllu jöfnu vel í sínu framhaldsnámi þótt þeir hafi þurft að temja sér nýjar námsaðferðir og fara reglulega í próf. Það hefur sérstaklega verið eftir því tekið að krakkar úr Waldorf-skólum eru ennþá mjög námfúsir, sýna sjálfstæð vinnubrögð og góðan félagsþroska. Waldorf-skólarnir eru nú tveir á Íslandi og leikskólarnir þrír og eiga þeir allir langt og farsælt starf að baki. Waldorf-skólum um allan heim fjölgar jafnt og þétt og það sýnir okkur að Rudolf Steiner, og þær uppeldishugmyndir sem hann lagði grunninn að fyrir um hundrað árum, lifa enn í dag góðu lífi enda kannski í takt við þá hreyfingu í heiminum sem aðhyllist afturhvarf til náttúrunnar og sjálf bært líf.

68

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

FYRIR OFAN:

TIL HÆGRI:

Í leirkofanum geta eldri nemendur lært að gera ýmsa nytjahluti, m.a. í rennibekk. Þeir læra að lita leirinn með ýmsum efnum og brenna hann síðan. Hlutirnir lenda svo gjarnan á matarborði skólans eða á hinum árlega jólabasar.

Í eldsmiðjunni fá krakkarnir, sem náð hafa styrk í úlnliðina, að æfa samhæfingu hugar og handar í glæsilegri aðstöðu sem á fáa sína líka á landinu.

FYRIR NEÐAN:

Tálgaðar birkiskeiðar. Nemendur saga sjálfir greinarnar og höggva til með exi, sitja síðan í hring og tálga.


Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) er fræðimaður og prófessor við Listaháskóla Íslands. Á sumrin flýr hann höfuðborgina og dvelur á Seyðisfirði þar sem hann grúskar, kennir og nýtur lífsins. Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR


SAGAN, GÖMLU HÚSIN OG FÓLKIÐ Seyðisfjörður er ekki íslenskur í venjulegum skilningi. Hann var reistur af Norðmönnum seint á 19. öld. Þeir litu aldrei suður til fyrirmynda eða valds heldur út fjörðinn, til Noregs og meginlandsins. Þeir fluttu inn þessi dásamlegu norsku „katalóghús“ sem enn prýða bæinn. Ekkert bæjarfélag hefur eins háan þolþröskuld gagnvart útlendingum og öðruvísi fólki enda breytist hann í miðbæjarstemningu stórborga á miðvikudagskvöldum og snemma á fimmtudagsmorgnum þegar ferjan Smyril Line flytur ferðalanga til og frá meiginlandinu. Á Seyðisfirði hófust fyrstu fjarskipti við útlönd og enn liggur þar ljósleiðari internetsins inn í landið. Þarna var skjól fyrir skipalestir í seinni heimsstyrjöldinni og eina árás Þjóðverja sem heitið getur var þar þegar þeir náðu að sökkva birgðaskipinu El Grillo. MYNDLISTIN OG VEITINGAHÚSIN Tvö alvöru veitingahús eru í plássinu. Byrjum á Skaftfelli sem er miðstöð myndlistar á Austurlandi. Á bístróinu á jarðhæðinni er ótrúlegur matseðill. Grafíkverk stórlistamannsins Dieters Roth hanga á veggjum og bækur hans fylla bókaskápinn. Þetta er afslappaður staður og gott að hanga þar á kvöldin. Á miðhæðinni er gallerí í heimsklassa enda er sýningarstjórn í höndum fólks úr alþjóðlegum listheimi og á efstu hæðinni ein besta gestavinnustofa á landinu. Hitt veitingahúsið er fínna og í heimsklassa. Það er Hótel Aldan sem blasir við manni þegar komið er inn í bæinn. Ég mæli með að fólk stoppi á Öldunni og fái sér gott kaffi eða almennilegan kvöldverð.

HAFALDAN Eitthvert fallegasta gistiheimili landsins er á Seyðisfirði. Það er Hafaldan – upprunalega verbúð frá síldarárunum. Klæðningar innanhúss eru úr gulnuðum, lökkuðum krossviði sem eldist svo fallega. Frábær staður með indverskum undirtónum. LUNGA Fyrir rúmum tíu árum fóru unglingar á staðnum að kvarta undan því að ekki væri nógu mikið um að vera fyrir þau. Grasrótarhreyfing mæðra með börn á gelgjunni fengu listamenn í lið með sér til að halda listahátíð fyrir ungt fólk á Austurlandi – LungA. Þetta hefur þróast í einhverja eftirsóttustu listasmiðju verðandinnar á landinu – draumaverksmiðju. Þetta er um miðjan júlí og dregur hátíðin m.a. að sér næringarlausar listaspírur úr miðborg Reykjavíkur og víðar og er orðin svo stór að Seyðfirðingar sjálfir bíða eftir því að hún klárist til þess að þeir endurheimti bæinn sinn. TÆKNIMINJASAFNIÐ Vegna óvenjulegrar sögu bæjarins hafa hlaðist upp minjar. Saga símans og fjarskipta, saga ljósmynda og lækninga, saga prents og járnsmíða. Þetta er ótrúlega umfangsmikið safn en bara brot af því er til sýnis vegna þess að það er ein af grundvallarreglum safnsins að þau tæki sem eru til sýnis virki. Morse-tækin virka, gömlu letter-pressvélarnar virka. Það er hægt að stunda eldsmíði í safninu. Þar er haldin, seint í júlí, svokölluð Smiðjuhátíð þar sem eldsmiðir berja járn, steypa í mót, smíða hnífa og alls konar dót. LOGNIÐ Skáldin kölluðu Seyðisfjörð perlu í lokaðri skel. Perlan er í botni ílangrar skeljar sem lokar hafáttinni þannig að á kvöldin myndast oftast logn og fjörðurinn verður spegilsléttur. Þetta gerist oftast rétt fyrir miðnætti og stendur fram undir morgun þegar léttur andvarinn byrjar aftur. Þeir sem læra á þetta snúa deginum við; hvíla sig snemma á kvöldin og taka seinni vaktina og fara svo að sofa undir morgun. Nýbúið er að reisa fimm skeljar fyrir tvíundarsöng hátt í hlíðum Strandatinds. Ímyndið ykkur í logninu! Ástaróður til staðarins, til íslenskrar tónmenningar – gefið af þýskum listamanni og eistnesku fyrirtæki.


RÓTARGRÆNMETI Umsjón INGA ELSA BERGÞÓRSDÓT TIR & GÍSLI EGILL HRAFNSSON

Nú þegar haustið er gengið í garð er gott að borða mat sem vermir og nærir. Alls konar rótargrænmeti gefur okkur endalausa möguleika á að elda eitthvað skemmtilegt og gott. Hvort sem grænmetið kemur úr okkar eigin ræktun eða úr búðinni ættum við að gefa því meiri gaum. Ferskt og bragðgott, nýupptekið að hausti ættum við að halda upp á árstíðina með því að nýta það sem best.

Það má nota rótargrænmeti með ýmsum hætti, hvort sem það er grunnhráefni í forréttinn, meðlæti með aðalréttinum eða hluti af eftirréttinum. Í eftirfarandi uppskriftum notum við gulrófur, gulrætur, kartöflur og rauðrófur en að sjálfsögðu er óhætt að breyta til og nota annars konar rótargrænmeti.

FORRÉTTUR GULRÓFUSÚPA Handa 6 1 stór gulrófa eða tvær litlar u.þ.b. 1 kg 250 g gulrætur 100 g rauðar linsubaunir 1 tsk. karrí ½ tsk. kummin 800 ml grænmetissoð 1 dós létt kókósmjólk (400 ml) 1 límóna

Afhýðið gulrófuna og skerið í teninga. Skolið af gulrótunum og skerið í bita. Setjið smá olíu í pott og hitið. Bætið gulrófunum og gulrótunum við. Mýkið grænmetið í pottinum í 2-3 mínútur og hrærið í öðru hverju. Bætið þá við karríinu og kummin og hrærið í 1 mínútu. Hellið þá grænmetissoðinu og kókosmjólkinni út í, ásamt linsubaununum. Hitið að suðu og látið malla í 20 mínútur. Maukið með töfrasprota. Kreistið út í safa úr einni límónu. Berið fram.

72

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

73


74

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


AÐALRÉTTUR GRILLAÐUR LAX

– með salvíu- og chili- smjöri Handa 6 1,2 kg laxaflak salt og pipar smávegis af olíu

Salvíu- og chili- smjör 1 hvítlauksrif, kramið 4 msk. smjör ½ tsk. kummin 1 rautt chili-aldin, fínsaxað 6 salvíublöð, grófsöxuð Hitið grillið upp. Beinhreinsið fiskinn og nuddið smávegis af olíu á hann. Saltið og piprið. Setjið laxinn í fiskklemmu og grillið við beinan hita báðum megin í samtals 10 mínútur. Bræðið smjörið á pönnu, bætið kummin, chili-aldini og salvíu saman við og látið malla við meðalhita í 2 mínútur. Hellið smjörinu yfir grillaðan fiskinn. Berið strax fram með meðlæti, s.s. sítrónukartöflum með hvítlauk og hunangsgljáðum gulrótum með timjani.

MEÐLÆTI SÍTRÓNUKARTÖFLUR

– með hvítlauk Best er að kartöflurnar séu nýjar og smáar. Ef þær er stórar þarf að skera þær í báta. Handa 4-6 um 900 g nýjar litlar kartöflur 2 sítrónur 10 hvítlauksrif, léttkramin í hýðinu 5 msk. ólífuolía salt og svartur pipar smávegis af rósmaríni og timjani, þurrkuðu eða fersku

Hitið ofninn í 200˚C. Skolið kartöflurnar vel Handa 6 en flysjið þær ekki. Forsjóðið þær í söltu vatni í 5 mínútur og hellið vatninu af þeim. um 1 kg smáar gulrætur; ef þær eru Skerið sítrónurnar í meðalþykka báta. Setjið stórar er betra að skera þær í tvennt, kartöflurnar, sítrónurnar og hvítlaukinn í langsum eldfast mót, hellið olíunni yfir og saltið og 4 msk. ólífuolía piprið. Blandið vel saman og bakið í 35–40 4 msk. hunang, fljótandi mínútur. 3 msk. sítrónusafi Hrærið einu sinni eða tvisvar í kartöflunum sítrónubörkur í strimlum af 1 sítrónu á meðan þær bakast. Saxið kryddjurtirnar, 1 msk. fersk timjanlauf dreifið þeim yfir kartöflurnar og bakið áfram í salt og svartur pipar 5 mínútur. Berið strax fram ásamt salti þannig að hver og einn geti saltað eftir smekk. Hitið ofninn í 200˚C. Setjið gulræturnar í eldfast mót og veltið þeim upp úr ólífuolíu. GULRÆTUR Saltið og piprið. Þeytið saman hunang og sítrónusafa. Bætið sítrónuberki og timjani – með hunangi og timjani Gulræturnar er hægt að matreiða deginum saman við og hellið yfir gulræturnar. Bakið í áður og hita lítillega upp rétt áður en þær miðjum ofninum í 35–40 mínútur eða þar til eru bornar fram. Í staðinn fyrir gulrætur er gulræturnar eru byrjaðar að brúnast lítillega. hægt að nota rófur.

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

75


EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐIRAUÐRÓFUMÚFFUR Þessar múffur hafa ríkt heslihnetu- og súkkulaðibragð og undir niðri má finna bragð af rauðrófunni. Þetta eru mettandi múffur og gott er að bera fram léttan sýrðan rjóma með þeim. Múffurnar eru hveitilausar og við notum svolítið hrísmjöl í þær þannig að þær eru líka glútenlausar. 6 Múffur 200 g rauðrófur, afhýddar og skornar í litla bita 75 g heslihnetur 2 stór egg 90 g sykur eða ljós púðursykur ½ tsk. salt 1 msk. hrísmjöl 1½ msk. kakó 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. vanilluessens 100 g súkkulaði, 70%, grófsaxað Til skreytingar Um 1 msk. heslihnetur, grófsaxaðar

Hitið ofninn í 200˚C. Bakið rauðrófubitana í 25 mínútur. Finnið til múffumót og smyrjið að innan eða leggið pappírsmót innan í það. Malið heslihneturnar í fínt mjöl í matvinnsluvél. Þeytið saman egg, sykur og salt þar til eggin verða létt og ljós. Hrærið hnetu- og hrísmjöli saman við ásamt kakói, lyftidufti og vanillu. Maukið bakaðar rauðrófurnar og setjið saxað súkkulaðið saman við heitt rauðrófumaukið. Hrærið í þar til súkkulaðið bráðnar. Setjið rauðrófumaukið út í deigið og blandið varlega saman. Hellið deiginu í mótin og sáldrið grófsöxuðum heslihnetum yfir. Lækkið ofnhitann í 160˚C. Bakið múffurnar í miðjum ofninum í 35 mínútur. Látið þær kólna aðeins í mótinu áður en þær eru bornar fram.

INTO THE NORTH Bók Ingu Elsu og Egils, Góður matur gott líf, er nú komin út á ensku. Líkt og sú íslenska er hún full af fallegum matar myndum þar sem matreitt er eftir gömlum og nýjum hefðum í takt við árstíðirnar. Í þessari útgáfu hafa þau bætt við nýjum landslagsmyndum eftir Egil. Bókin kostar 4.990 kr. hjá Forlaginu.

76

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


KRAFTAVERK


NÝTT & SPENNANDI

LJÚFMETISMARKAÐUR Ostaverslunin Búrið í Nóatúni heldur upp á fjögurra ára afmælið sitt um þessar mundir. Í tilefni þess verður haldinn mánaðarlegur ljúfmetismarkaður í nýju og stærra húsnæði Búrsins. Þar munu íslenskir smáframleiðendur kynna og selja sínar gómsætu, lífrænu vörur. Ostar, kjötmeti, vín og margt fleira sem bætir kryddi í tilveruna. Fylgist með á burid.is

RABARBARA BRJÓSTSYKUR Svandís Kandís brjóstsykurinn er kominn með nýja bragðtegund, RABARBARABRAGÐ. Brjóstsykurinn er handgerður og án allra aukefna. Litar- og bragðefni eru náttúrulega gerð úr ávöxtum og grænmeti eins og t.d. rauðrófum sem gefa rauða litinn. Fæst í Púkó & Smart á Laugavegi, Frú Laugu og öðrum sælkeraverslunum víða um land.

LÍFRÆNN GLAÐNINGUR! Nú er í fyrsta sinn á Íslandi hægt að fá lífrænan íslenskan hvítmygluost. Mjólkurbúið Kú er fyrsta vinnslustöðin sem fær vottun til lífrænnar ostaframleiðslu hér á landi. Vottunin staðfestir að lífrænir ostar sem koma þaðan séu unnir úr vottuðu lífrænu hráefni og að meðhöndlun og framleiðsla ostanna uppfylli ákveðnar kröfur. Glaðningur er fyrsti lífræni osturinn frá Kú og verður spennandi að sjá hvað kemur þaðan næst.

PÚKÓ OG SMART

LIFANDI MARKAÐUR

Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona hefur nýlega opnað verslunina Púkó & smart að Laugavegi 83. Þetta er verslun fyrir fagurkera sem vilja hafa hlutina smá sveitó, rómó og kannski smá púkó! „Shabby chic“ er stíll sem lýsir stemningunni í versluninni vel. Auk vöruúrvals fyrir heimilið er einnig hægt að fá þar skemmtilegar sælkeravörur ásamt fötum frá Júníform – og svo auðvitað okkar einstaka tímarit! Stemning fyrir öll skynfæri.

Ný og stærri verslun fyrirtækisins Lifandi markaður verður opnuð nú í október í Fákafeni 11. Um leið þurfa Reykvíkingar að kveðja verslunina Yggdrasil á Rauðarárstíg þar sem þessar verslanir eru reknar af sama aðila í dag. Þetta verður langstærsta matvöruverslunin þeirra. Lifandi markaður hefur unnið að því undanfarið að auka vöruúrvalið til þess að svara kalli þeirra sem vilja kaupa allt fyrir heimilið í einni ferð og geta fengið sér næringarríka máltíð í leiðinni.

78

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR


LÍFRÆNT SÚRDEIGSBRAUÐ Brauðhúsið í Grímsbæ býður upp á hágæðavörur sem eru aðeins bakaðar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Mikið úrval af súrdeigsbrauði úr heilkornamjöli og spelti. Kökur og fjölbreyttar matvörur úr úrvals lífrænu hráefni.

Litir gleðja

Sími: 568 6530 Opið mán. til fös. kl. 10-18.

Litir gleðja

Brauðhúsið Grímsbæ

KOGGA

STORKURINN

Vesturgata 5,

prjón - hekl - útsaumur bútasaumur - námskeið

101 Reykjavík Sími 5526466 www.kogga.is

Laugavegur 59 Sími 551 8258 Ný vefverslun á wwwstorkurinn.is

Laugavegi 59, 2. hæð | Sími 551 8258 | www.storkurinn.is

Laugavegi 59, 2. hæð | Sími 551 8258 | www.storkurinn.is

Á Krúsku færu: heilsusamlegan mat, kjúklingarétti, grænmetisrétti, fersk salöt, heilsudrykki, desert kökur, gæðakaffi frá Kaffitár og fallega stemningu.

Suðurlandsbraut 12 l SENDUM Í FYRIRTÆKI

108 Reykjavík

l

S. 557-5880

l

kruska@kruska.is l kruska.is OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20


HAUSTIÐ – Upphafið að nýju vori!

SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR – dagskrárstjóri

„Við mamma áttum leynistað þar sem við tíndum hrútaber í hlaup sem var notað við sérstök, hátíðleg tilefni. Við vorum tvær einar og þögðum saman. Mamma sagði mér þá að það væri gott að þegja með mér. Það er flottasta hól sem ég hef fengið á ævinni.“

80

Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

Hver þekkir ekki söknuð, eða jafnvel sorg, þegar laufin glóa á trjánum? Laufin eru rauð og æpandi gul, fuglarnir drukknir fyrir hádegi af reyniberjaáti og grasið hélað þegar maður kíkkar út undan hvíta, útsaumaða gardínukantinum í kjölfar þess að rám vekjaraklukkan orgar og rekur mann út í nýjan vinnudag. Á morgungöngunni reyndi ég að sannfæra mig um að rauðu runnarnir væru í raun fallegir – en innst inni minntu þeir mig bara á myrkur, snjóskafla og langar, dimmar stundir. Þeir voru þunglyndislegir! En þetta var ekki alltaf svona. Þegar ég var að alast upp á Akureyri þótti mér allt árið yndislegt. Á mennta skóla árunum var vorið eiginlega versti tími ársins því þá fóru allir félagarnir, sem bjuggu annars staðar á landinu, og við Akureyringarnir urðum eftir. Þá beið ég eftir haustinu – vinirnir komu aftur, strákar með blik í augum, nám, fjörið og stúdentspróf. En svo gerðist eitthvað með árunum. Strax eftir 17. júní fór kvíðinn að klípa í mitt arma hjarta. Jafndægrin, nokkrum dögum síðar, voru inni í mér forboði þess að haustið væri bara hinum megin við hornið. Daginn var farið að stytta án þess að ég hefði í raun tekið eftir því að hann hefði lengst. Í mörg ár reyndi ég að búa mér til varnaðaráætlun gegn haustinu. Við fórum í bíó á fimmtudögum í ágúst, buðum vinum heim einu sinni í viku í september, leikhús, fjölskyldan, ferð til Jótlands í október með hagkvæmum jólagjafakaupum í HM og svo framvegis. En allt þetta hjálpaði mér ekki í baráttunni við myrkrið – haustkvíðann sem lagðist yfir mig eins og draugur. Eftir margra ára dvöl í útlöndum var ég allt í einu komin heim til Íslands – með svörtu haustklóna í neðri hjarta hólfunum. Hvernig lifi ég af íslenskt haust og veturinn miskunnarlausan og langan? Stór spurning – ekkert svar. En þá gerðist eitthvað. Ég las greinar um Slow Food og mat í héraði og eitthvað fleira í þeim dúr. Það kom efna hagslegt hrun. Kreppa. Endurmat á því hvað skiptir máli. Við það rifjuðust upp minningar frá yndislegum æskuárum; þegar pabbi kenndi mér að tína sveppi og mamma sendi okkur systkinin í berja mó til þess að tína ber í sultu og saft. Þau voru að birgja sig upp af góðum mat fyrir veturinn og tóku slátur og suðu niður. Við mamma áttum leynistað þar sem við tíndum hrútaber í hlaup sem var notað við sérstök, hátíðleg tilefni. Við vorum tvær einar og þögðum saman. Mamma sagði mér þá að það

væri gott að þegja með mér. Það er flottasta hól sem ég hef fengið á ævinni. Allir litirnir í þessum minningum voru sterkir, gulir og rauðir og vöktu með mér hlýjar, bjartar minningar. Samtalið við foreldra mína í þessum ferðum er partur af mér. Litir haustsins sem ég upplifði með þeim voru vinir en ekki ógn. Allt í einu skildi ég að ég átti fjársjóð – fræðslu foreldra minna um gjafir náttúrunnar að haustlagi. Mér tókst að nýta mér hann til þess að skapa birtu yfir haustmánuðina. Og hvar er ég stödd? Nú er ég að safna lerkisveppum af sérstakri stærð, sker niður ferska og frysti. Þeir eru eins og hunang í sósuna með lamba kjötinu. Barnabörnin fara með mér upp í hlíð og eru orðin sérfræðingar í lerkisveppum. Taka bara þá litlu og flottu. Sniglar eru ekki í náðinni hjá okkur. Við hreinsum uppskeruna saman, skerum og setjum í litla poka. Frystum og síðan eru þeir teknir beint úr frysti út í sósur. Lærdómur, sem þau eru stolt af og geta sagt sínum barnabörnum: „Já, hún amma okkar sagði að gulu sveppirnir ...“ Rifsber úr garðinum eru notuð í hlaup sem passar með öllu og líkjör er gerður úr öllum tegundum af berjum sem við komumst yfir. Hrútaberin eru þar efst á lista. Nú eigum við leynistað fyrir ofan Hamra þar sem við eigum okkar hrútaberja svæði. Mamma hefði elskað lautirnar mínar. Kryddjurtirnar horfðust í augu við ótímabært hausthretið í ár, en kvöldið áður var ég svo heppin að ég klippti graslauk, myntu, steinselju og fleiri jurtir og setti í litla poka og frysti. Allt þetta minnir á sumarið og uppskeru þess. Pestó – úr jurtunum úr jarðinum – er ómótstæðilegt. Ljósgrænt og ilmandi. Tengdadóttir mín, sem á von á barni, borðar það með teskeið. Samvera við barnabörnin við þessa iðju – og gleðin sem því fylgir að útbúa sveppi, ber og kryddjurtir fyrir veturinn – er allt í einu orðin lykill að ótta lausri sýn á haustmánuðina. Þá má heldur ekki gleyma því hve flott mér finnst ég vera þegar ég er að kenna barnabörnunum mínum það sem mínir framúrstefnu legu foreldrar kenndu mér um sveppi, ber og aðrar gjafir jarðarinnar. Haustið er nú vinur minn – það er mjúk lending inn í veturinn, jólin, og er óneitanlega upphafið að nýju vori – með blóm í haga. Veturinn nær ekki lengur að klípa í neðsta hluta hjartans; þökk sé gjöfum náttúrunnar að haustlagi og barnabörnunum sem tilheyra haustinu í mínu lífi. Þau eru framtíðin mín. Stolt mitt. Morgungöngunnar minnar nýt ég nú umvafin rauðum og gulum laufum sem falla á stíginn fyrir framan mig sem ég vonast til að fá að ganga heilbrigð um mörg ókomin ár.


í boði náttúrunnar

1.790 kr.HAUST 2012

HAUST

Í boði náttúrunnar

2012

ferðalög | matur

| útivist | ræktun | híbýli | dýr | heilsa | sveitin

8

íslenskir bjórar Smökkun

Ull og listaverk

Ólafur Elíasson Hildur Bjarnadóttir

fræsöfnun

– á Snæfellsnesi

waldorf-skóliNN

Listræn áhersla í kennslu

Uppskera

Mjólkursýrt grænmeti, sjö tegundir af tómötum og girnilegar uppskriftir

Profile for Í boði náttúrunnar

Haust  

Magazine about sustainable and healthy living connecting people to nature and the seasons.

Haust  

Magazine about sustainable and healthy living connecting people to nature and the seasons.