Prufa fyrir kennslu

Page 1

2.450 kr. MENNING Í MIÐBÆNUM UMBÚÐALAUS LÍFSSTÍLL MATURINN ER MEÐALIÐ Nr. 2 2020 LÍFIÐ Í SKAMMADAL ALLT UM MOLTUGERÐ HEITIR HAUSTRÉTTIR

Allir áskrifendur fá 2.000 kr. afslátt á fyrirlestraveislu Lifum betur (3.500 kr. í stað 5.500 kr.)

Hvert blað í áskrift kostar einungis 1.970 kr. og engin binding! Þrjú til fjögur blöð á ári. Skráðu þig í áskrift á Lifumbetur.is Lifum betur - eitt blað í einu!

ÁSKRIFT

31. okt. - 1. nóv. 2020

HEILSA & UMHVERFI

Bein vefútsending á lifumbetur.is.

5.500 kr.

+endurspilun í tvær vikur.

FYRIRLESTRAR

Laugardagur 10.30 - 15.00

Guðbjörg Gissurardóttir - Lifum betur/kynnir

Stjörnu Sævar - Jörðin okkar allra

Hildur Harðardóttir - Heilbrigt heimili

Kjartan Loftsson - Forstig sykursýki 2

Linda Pétursdóttir - Þyngdartap

Guðrún Bergmann - Heilbrigð þarmaflóra

Sólveig Halldórsdóttir- Betra loft, betri heilsa

Kolbrún grasalæknir - Í takt við náttúruna

Björgvin Páll Gústafsson - Máttur öndunnar

Sunnudagur 10.30 - 15.00

Guðbjörg Gissurardóttir - Áskoranir í lífinu

Kristín Sigurðardóttir læknir - Seigla

Sölvi Tryggvason - Frelsi hugans

Birgitta Stefánsdóttir - Hæg tíska

Þórhildur Kristjánsdóttir- Grænni byggð

Guðfinna M. Magnúsdóttir- Heilandi garðar

Erla Björnsdóttir - Betri svefn

Kamini Desai - Yoga Nidra slökun

Margrét Grímsdóttir - Streita og kulnun O.fl.

ÞEMA: Hvernig hlúum við að okkur og umhverfinu á tímum Covid-19?

Námari upplýsingar og miðasala á Lifumbetur.is/fyrirlestrar Áskrifendur fá 2.000 kr. afslátt.

FYRIRLESTRAVEISLA
20

MATURINN

ER KARFAN Á RAUÐU, GULU EÐA GRÆNU? Meðvituð matarkaup

NÆRINGARBOMBAN Í RUSLINU

Moltu breytt í næringu

HVÍTLAUKUR

Jón Þórir Guðmundsson

HAUSTRÉTTIR

Veganistur – Úr eldhúsinu okkar

ORKUBITAR FRÁ GRUNNI

6 RITSTJÓRNARPISTILL

4 EFNI / HAUSTBLAÐ Heilsa & umhverfi HAUST Nr. 2 2020 20 24 28 44 54 63 68 72 74 80 ELDMÓÐUR Hildur Dagbjört Arnardóttir ÞJÓÐLEG ÞRIF Sápa og sóttvarnir á tímum COVID-19
ER MEÐALIÐ
M. Jónsdóttir
Bernd Ogrodnik MIÐBÆR REYKJAVÍKUR Áhugaverðir staðir, menning, afþreying, matur og drykkur
Í
og mannlíf
Hildur
og
LÍFIÐ
SKAMMADAL Ræktun
best
HUGLEIÐING
Héðinn
LIÐIR
8 1 1 16 38 84 FA 5420 72 28 28 14 68
8 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS – Charlotta María Hauksdóttir 14 UMHVERFISVITUND – Heilsa & umhverfi 16 BÓKAUMFJÖLLUN 38 LISTAMAÐURINN – Rósa Sigrún Jónsdóttir 84 FYRIRTÆKI TIL FYRIRMYNDAR – Mamma veit
88
Unnsteinsson FASTIR
6

HEILBRIGÐ HAUSTVEISLA

Þegar ég áttaði mig á því að Dagur íslenskrar náttúru fagnar tíu ára afmæli 16. september 2020, þá fannst mér það eitthvað svo viðeigandi að tímaritið Í boði náttúrunnar væri jafn gamalt. Fyrir sjö árum hlaut ég þann heiður að vera tilnefnd til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ég hitti Ómar sjálfan á afhendingunni enda kemur Dagur íslenskrar náttúru upp á fæðingardegi hans. En í ár fagnar hann einnig stór afmæli, eða 80 árum. Til hamingju Ómar og takk fyrir þitt fallega framlag til samfélagsins, hvort sem það er að gleðja fólk með söngi og gríni eða opna augu okkar fyrir dýrmætum náttúru fyrirbærum og ávallt með umhverfis vernd að leiðarljósi. Ég ætlaði að fá Ómar sem viðmælanda í blaðið en maður inn er svo upptekinn eftir að hann hætti að vinna að hann mátti bara alls engan tíma missa og þurfti að afþakka þetta góða boð, þótt erfitt væri.

FYRIRLESTRAVEISLA

Nokkrum dögum síðar eða 18.-20. september átti svo að fagna tíu ára afmæli Í boði náttúrunnar með hátíð í

Laugardalshöll þar sem sýning, fyrirlestrar og örnámskeið kæmu saman í einni stórri Lifum betur veislu. En ástandið í samfélaginu býður ekki upp á slíka viðburði í dag og verður því viðburðinum frestað um ár eða til september 2021. Fyrirlestrarnir sem áttu að vera í höllinni verða samt haldnir en flytjast á netið. Þetta verður sann kölluð veisla þar sem tuttugu fyrirlesarar, allir sér fræðingar á sínu sviði, koma saman helgina 31. okt - 1 nóv. og fjalla um heilsu og umhverfismál. Þetta verður bein útsending á netinu og hægt að endurspila fyrirlestrana í tvær vikur á eftir. Fjölmargar net verslanir munu einnig bjóða upp á grænar og heilsu samlegar vörur þessa helgina í sam starfi við okkur. Hægt er að fá frekari upplýsingar og

FÓLKIÐ

kaupa rafrænan aðgang á vefsíðunni www.lifumbetur.is.

MATUR OG BORGARFERÐ

Hér áður fyrr voru haustverkin afar mikilvæg, það þurfti að afla sér eins mikils matar og hægt var áður en vetur skall á og verka hann þannig hann nýttist allan veturinn. Þá snerist lífið oft á tíðum um að lifa af. Í dag erum við að glíma við aðra hluti þegar kemur að mat. Í blaðinu skoðum við mat út frá heilsunni og hvernig Hildur Jónsdóttir og Bernd, brúðugerða maður, læknuðu sig af gigt og asma með því að endur stilla þarma flóruna. Við fræðumst um moltugerð, hvernig við getum á auðveldan hátt breitt matnum okkar í moltu, minnkað mengun og búið til frábæra næringu fyrir gróðurinn. Emilía Borgþórsdóttir rýnir í matar innkaup og hvernig við getum orðið meðvitaðri um það sem við kaupum og setjum ofan í okkur. Hildur D. Arnarsdóttir, stofnandi Gróanda

félags um lífræna ræktun á Ísafirði, segir frá áskorunum sínum í umbúðalausum lífsstíl. Við heimsækjum tvær konur í Skammadal sem rækta kartöflur, býflugur og hænur og smíða allt sjálfar. Að lokum bjóða systurnar Júlía Sif og Helga María upp á veganútfærslu af góðum og klassískum uppskriftum og við gerum hollan orkubita frá grunni. Sem sagt nóg af efni tengt mat!

Í sumarblaðinu tókum við fyrir alla landshlutana fyrir ferðasumarið mikla en í þessu blaði fjöllum við um miðbæ Reykjavíkur, þar sem menningin er hvergi blóm legri og matur, verslun og afþreying á heimsmælikvarða.

Njótum alls þess sem land og þjóð býður uppá.

HÖNNUN BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR OG GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR UMBROT BERGDÍS SIGURÐARDÓTTIR LJÓSMYNDIR GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, JÓN ÁRNASON, TIZIANO BIAGI, ÓLAFUR DAÐI EGGERTSSON, CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR MYNDSKREYTING ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR TEXTI SIGRÍÐUR INGA SIGURÐARDÓTTIR, GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, ANNA MARGRÉT BJÖRNSSON, EMILÍA BORGÞÓRSDÓTTIR, SIGRÚN ERLA SIGURÐARDÓTTIR, JÓN ÞÓRIR GUÐMUNDSSON PRÓFARKALESTUR ANNA HELGADÓTTIR AUGLÝSINGASALA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR, HÓLMFRÍÐUR FRÓÐADÓTTIR, SIGRÚN ERLA SIGURÐARDÓTTIR ÚTGEFANDI Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR HEIMILISFANG ELLIÐAVATN, 110 REYKJAVÍK SÍMI 861-5588

NETFANG ibn@ibn.is VEFFANG ibn.is / lifumbetur.is ÁSKRIFT lifumbetur.is LAUSASÖLUVERÐ 2.450 KR. ISSN-1670-8695

PRENTUN PRENTMET ODDI, UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

6 RITSTJÓRN
ÁBYRGÐAMAÐUR
| RITSTÝRA GUÐBJÖRG GISSURARDÓTTIR Ritstýra Guðbjörg ritstýra og Sigríður Inga blaðamaður að gróðursetja tré í Heiðmörk í byrjun september. Gróðursett er eitt tré á ári fyrir hvern áskrifenda tímaritsins. MYND: FRÍÐA FRÓÐADÓTTIR

TÍMI OG MINNINGAR

„Ég fann hvað ég hafði sterkar taugar til Íslands og fór að mynda í kringum æskuheimili mitt og út frá því landslagið líka. Verkefnin mín eru mörg hver mjög mismunandi hvað útlit varðar en fjalla nær öll um minningar tengdar heimili og nánasta umhverfi, og svo tengsl við náttúruna.“

ljósmyndun á Ítalíu og í Bandaríkjunum og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín og þau hafa birst í tímaritum og bókum um allan heim.

8 MEÐ AUGUM LJÓSMYNDARANS
Charlotta María Hauksdóttir, ljósmyndari, hefur búið í Kaliforníu síðustu 15 árin. Hún hefur sterkar taugar til Íslands, eins og sést í verkum hennar sem eru innblásin af íslenskri náttúru. Charlotta lærði Charlotta María Hauksdóttir
IBN.IS 9

HEILSA & UMHVERFI

DAVINES

– 100% kolefnisjafnað sjampó

A Single Shampoo er hluti af því markmiði DAVINES að gera betur og vera betri fyrir heiminn. Sjampóið inniheldur engin litarefni, silikon eða innihaldsefni, sem eru unnin úr dýrum. Hægt er að rekja uppruna allra innihalds efna þess og er sjampóið 100% kolefnisjafnað, allt frá upphafi framleiðslu og þar til það er komið í hillurnar hér á landi. Sjampóið mýkir og eykur teygjanleika hársins og er með 100% náttúrulegan ilm úr ilmkjarnaolíum. Það hentar öllum hártegundum og má nota daglega. bpro.is

NIKURA

– ilmkjarnaolíur í hreinlætisvörurnar

Sífellt fleiri eru meðvitaðir um umhverfið og því hefur úrval af ilm- og eiturefnalausum hreinlætis vörum stóraukist. Það gefur gullið tækifæri til að nota ilmkjarnaolíurnar frá NIKURA til að lífga upp á hreingerninguna!

Aðeins þarf nokkra dropa til að fá dásamlegan ilm í uppvaskið, ísskápinn, inn á baðherbergið, og meira að segja bílinn. NIKURA-ilmkjarnaolíurnar koma í stórum umbúðum og eru 100% hreinar. NIKURA er aðili að ATC, viðskiptasamtökum fyrir framleiðendur og birgja ilmkjarnaolía í Bretlandi. Það er trygging fyrir góðum gæðum að velja ilmkjarnaolíur sem eru framleiddar af meðlimum innan ATC. numereitt.is

NORDIC ANGAN

– hársápustykki með blóðbergsangan

Þessi nærandi og mýkjandi hársápa er með náttúrulegum olíum fyrir hárið, svo sem avókadó olíu og castor-olíu og af henni er mildur blóðbergsangan. Í hana eru notuð náttúruleg efni og ekkert plast eða paraben. Olíurnar næra hárið og hársvörðinn og kókos- og ólífuolía sjá um að gera það skínandi hreint og fallegt. Hársápustykkið hentar fyrir venjulegt og þurrt hár og þykir sérstak lega góð við kláða og vandamálum í hársverðinum. Hún freyðir vel og má einnig nota fyrir líkamann. Sápan er vegan, vistvæn og handgerð á Íslandi. nordicangan.is

14 UMHVERFISVITUND

VIRIDIAN

– vönduð vítamín og bætiefni

Eftir miklar vangaveltur ákvað Systrasamlagið að veðja á VIRIDIAN vítamín- og bætiefnalínuna, sem er vönduð og án fylli- og aukefna. Flest innihaldsefnin eru ræktuð og unnin í Bretlandi, þar sem línan er framleidd. VIRIDIAN er að miklu leyti úr vottuðum lífrænum jurtum og inniheldur engin „nastís“. Þess vegna nýtist innihald þeirra 100%. VIRIDIAN er margverðlaunað fyrir framúrskarandi gæði og hugmyndaauðgi og hefur margsinnis hlotið 1. verðlaun Natural & Organic Award á virtustu heilsusýningu heims, fyrir bestu vítamín, jurtir og drykkjarblöndurnar í Evrópu. VIRIDIAN er þekkt fyrir vandaðar lækningajurtir, olíur, tinktúrur og frábærar vítamín-, bætiefna- og olíublöndur. Þetta 20 ára gamla fjölskyldufyrirtæki stendur fyrir hreinleika, umhverfisvernd og lætur gott af sér leiða. systrasamlagid.is

PATCH-PLÁSTRAR

– úr bambus

PATCH er plástur úr bambustrefjum og inniheldur ekki plast, silikon eða latex. PATCH er mjúkur, teygjanlegur og andar vel og fær meðmæli frá læknum um allan heim. PATCH fæst í fjórum útfærslum. NÁTTÚRULEGUR fyrir minniháttar skrámur, með KÓKOSOLÍU sem róar og sefar unga og viðkvæma húð. Með ALOE VERA og er hann náttúrulega græðandi og góður fyrir brunasár og blöðrur. Með VIRKJUÐUM KOLUM sem sogar óhreinindi úr sárum og hjálpar líkamanum að verjast frekari sýkingum. Plásturinn er ekki prófaður á dýrum, hentar vegan og brotnar niður í náttúrunni. Í hverjum stauk eru 25 stykki. mistur.is

WILD GRACE

– töfrandi húðvörulína

Ayurveda-húðvörurnar frá WILD GRACE eru gerðar til að fagna einhverju alveg einstöku. Stofnandi WILD GRACE, hin kanadíska Kim, hannaði húðvörulínu, sem færir húðinni aðeins það besta og nákvæmasta úr náttúrunni. Hugmyndafræði hennar og bakgrunnur liggja í Ayurveda-fræðunum, sem snúast um hárnákvæmar samsetningar réttra lækningajurta og olía fyrir ólíkar húðgerðir. Frumur líkamans búa yfir náttúrulegum eiginleikum til að taka á móti og vinna úr réttum lækningajurtum sem að þeim er rétt, þ.e. ef þær þurfa á þeim að halda. Eingöngu á þann hátt nær húðin jafnvægi og ferskleika og yngist um leið. WILD GRACE húðvörurnar eru handunnar úr hreinum og náttúrulegum innihaldsefnum, sem eru lífræn og vegan, ekki erfðabreytt og ekki prófuð á dýrum. systrasamlagid.is

IBN.IS 15

ELDMÓÐUR

Hildur Dagbjört Arnardóttir hefur brennandi áhuga á umhverfismálum. Hún kaupir hvorki mat né varning í umbúðum, stendur reglulega fyrir fataskiptimarkaði og stofnaði Gróanda, félag sem stendur fyrir ræktun lífræns grænmetis, ávaxta, berja og kryddjurta á Ísafirði. Hún telur að ein manneskja geti haft mikil áhrif á umhverfið til hins betra.

Hildur hefur komið sér vel fyrir á æskuslóðunum á Ísafirði, þar sem hún býr ásamt sambýlismanni sínum og fjórum börnum þeirra. Hún lærði lands lagsarkitektúr í Noregi og vinnur við sitt fag hjá Verkís. Hildur leitast eftir að nota umhverfis vænar lausnir í leik og starfi en áhuginn á umhverfismálum kviknaði á náms árunum. „Í fyrstu fór ég að taka betur eftir allri umræðu um þessi mál og fann að þau voru mér mikilvæg. Síðan byrjaði ég sjálf að tala um umhverfismál í stað þess að standa hjá og hlusta á aðra. Smám saman breytti ég um venjur með um hverfið í huga. Það gerðist ekki á einum degi heldur koma reglu lega tímamót sem ég kalla stoppara. Þá upplifi ég að nú sé nóg komið af ákveðinni hegðun og tími til

kominn að breyta henni til hins betra,“ segir Hildur hress í bragði.

Fyrsti stopparinn kom þegar hún bjó í Noregi. „Þann dag var mjög heitt í veðri og ég var rosa lega þyrst. Ég gekk fram hjá sjoppu, sem var með heilu stæðurnar af ein nota vatnsflöskum til sölu og íhugaði að kaupa mér eina til að svala þorstanum. En ég fann að mér fannst það ein fald lega rangt, það væru meiri óþægindi af samvisku biti vegna um búðanna en af þorstanum. Ég ákvað því frekar að vera þyrst og hef ekki keypt ein nota plast flöskur upp frá þessu. Kranavatnið dugir mér ágætlega,“ segir Hildur. Hún sér heldur ekki neinn tilgang í því að kaupa drykki í fernum og bera þá heim. „Þegar ég flutti til Ísafjarðar bjó ég um tíma á þriðju

hæð. Stundum keypti ég ávaxta safa og bar upp alla stigana. Allt í einu fannst mér þetta svo tilgangslaust og mikill óþarfi að ég hætti því og fann fína lausn í staðinn. Ég kaupi ávaxtate í lausu á kaffi húsinu hér á Ísafirði, helli upp á te, kæli það og allir eru sáttir. Á sumrin bý ég til te úr jurtum úr garðinum, sem er frískandi og gott,“ segir hún glaðlega.

Næsta umhverfis væna skref tók Hildur þegar hún skipti plast pokum algjörlega út fyrir fjöl nota poka. „Ég fór á bílnum í stór innkaup en gleymdi fjölnota pokum heima. Í röðinni við kassann kom stopparinn. Mér finnst einfaldlega rangt að kaupa plast poka og ákvað að ferja vörurnar út í bíl, þótt það væri óþægi legt og tíma frekt. Þegar heim var komið náði ég í bala og bar vörurnar

20
Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Tiziano Biagi
UMBÚÐALAUS OG UMHVERFISVÆNN LÍFSSTÍLL

Hildur leitast eftir að lifa rusllausum lífsstíl. „Mér finnst ekkert girnilegt við umbúðir. Í hefðbundnum matvöruverslunum sé ég bara búðarhillur og plast en ekki mat.“

IBN.IS 21

ÞJÓÐLEG ÞRIF

SÁPA OG SÓTTVARNIR

Mál málanna er 20 sekúndna handþvottur og handsprittun. Já, þessi tvenna er mikilvægasta sóttvörnin á tímum kórónuveirufaraldursins. Við könnuðum hvaða sápur og sótthreinsar eru í boði og komumst að því að hugvitið og handverkið á þessu sviði bókstaflega blómstrar þessa dagana.

NÆRANDI

FISCHER- handsápurnar eru nærandi, hreinsandi og með ljúfum ilmi. Sápurnar eru handgerðar í Reykjavík. Þær eru gerðar úr lífrænni kókosolíu, shea butter, ólífuolíu og íslenskum ilmkjarnaolíum. Sápurnar mýkja húðina og viðhalda heilbrigði hennar. Þær eru vegan. fischersund.com

NÁTTÚRULEG

Skessusápur eru mildar og hreinsandi, þær eru gerðar úr íslenskri olíu, tólgi og jafnvel þorskalýsi. Í vegansápur er notuð íslensk repjuolía úr fyrstu pressun. Í þær eru aðeins notuð náttúruleg litarefni, eins og spirulina og calamine og ilmkjarnaolíur á borð við sandalviðarolíu og patchouli. Umbúðum er haldið í lágmarki og aldrei notað plast. skessusapur.is

LÍFRÆN

Upphaf lífrænnar ræktunar á Norðurlöndunum má rekja til Sólheima, og hefur hún haldist óslitin í meira en 90 ár. Mikil sköpunargleði í anda Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima, ríkir á jurtastofunni en þar fer fram hágæðaframleiðsla á sápum. Uppistaðan í þær eru lífrænt ræktaðar lækningajurtir úr görðum Sólheima, sem eru tíndar á meðan virkni þeirra stendur sem hæst. solheimar.is

HANDGERÐ

Steinasápurnar frá URÐ eru handgerðar frá grunni úr íslensku hráefni. Í þær er notuð olía frá Sandhóli og þær innihalda ýmist íslenska hafra, svartan sand, villt blóðberg eða þara frá Reykhólum. Lögun sápanna er unnin út frá brotinni hrafntinnu, sem er táknrænt fyrir hina viðkvæmu, íslensku náttúru. Steinasápurnar eru með áföstum spotta, til að auðvelda notkun þeirra og þær koma í handhægum bómullarpokum.

Epal, Vistvera, urd.is

IBN.IS 25
SÁPA + LIFUM BETUR

MATURINN ER MEÐALIÐ

Í gróðursældinni í Eilífsdal kúrir lítið fallegt sumarhús, gróðurhús og vinnustofa þar sem hjónin Hildur M. Jónsdóttir og Bernd Ogrodnik hafa komið sér upp heilsársbúsetu og sinna sínum hugðarefnum. Þegar þau eru ekki að ferðast um heiminn með brúðusýningar Bernds er Hildur að hjálpa skjólstæðingum með alvarleg heilsuvandamál og Bernd unir sér best í gróðurhúsinu eða á vinnustofu sinni í Reykjavík þar sem hann tálgar brúður úr íslenskum við.

Viðtal Guðbjörg Gissurardóttir

Myndir Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason

Árið 2015 stóð Hildur, sem er menntuð bæði í sálfræði og viðskiptafræði á krossgötum. Hún hefur frá barnsaldri glímt við veik indi, gengið á milli lækna, prófað allt sem hægt var að prófa en ekkert gekk upp. Hildur tók þá ákvörðun að taka heilsuna í eigin hendur, enda hafði hún engu að tapa þar sem hún var orðin óvinnu fær, var stöðugt með verki, orku laus og and lega örmagna. Einnig stóð hún frammi fyrir því að ef hún gerði ekkert í sínum málum þyrfti hún að hætta að ferðast með Bernd um heiminn með brúðusýningarnar, en hún hafði séð um framleiðslu- og sýningarstjórnina til margra ára og hafði mikla unun af þeirri vinnu.

Bernd fæddist í Þýskalandi þar sem hann lærði klassíska tónlist, fór síðar í nuddnám og jurtafræði, en 25 ára að aldri ákvað hann að sameina öll sín hugðarefni undir hatt brúðuleik hússins. Hann kom fyrst til Íslands 1982 eftir að hafa heillast af mynd af íslenska hestinum. Eitt leiddi af öðru og hann settist endan lega að á Íslandi árið 2000 og hefur sett upp

fjöl margar sýningar hér heima og hefur hann notið mikillar virðingar á meðal alþjóðlega brúðuheimsins fyrir einstakt hand bragð og tjáningu.

SJÚKRASAGAN HEFST

Þegar Hildur er beðin um að líta til baka og rifja upp hvar veikindi hennar byrjuðu, þá telur hún að í raun hafi veikindasaga hennar byrjað nánast í fæðingu. ,,Ég var pensilínbarn, enda alltaf með maga- og eyrnabólgu. Sjö ára var ég komin með mikla vöðva bólgu, sem var ekki eðli legt hjá sjö ára barni. Þegar ég var níu eða tíu ára fór ég að fá harðlífi og ristil krampa og um tólf ára mikla verki í hnén, svona eins og hjá miðaldra fólki. Ég þurfti að hætta í leik fimi og hand bolta og var í endalausum rannsóknum, ég var bókstaflega alltaf hjá læknum. Þegar ég var fjórtán ára fékk ég greiningu að ég væri með, rest af barnaliðagigt og mjög sjaldgæfa liðagigt, sem legðist eingöngu á konur og það var náttúru lega ekkert hægt að gera

28

„Ég fór í allar þær meðferðir og endurhæfingar sem í boði voru. Ég byrjaði líka markvisst að leita að lausninni til að bæta heilsuna.“

nema að setja mig á bólgueyðandi lyf. Ég beit bara á jaxlinn og tók þessi lyf. Sautján ára var ég komin með spennu höfuðverki og var þá fljótlega sett á lang tíma bólgueyðandi lyfja kúra. Nítján ára var ég svo komin með blöðrur utan á skjald kirtilinn og hann orðinn vanvirkur. Tuttugu og eins árs var svo fjarlægt æxli og blöðrur af honum. Um þetta leyti var ég komin með nóg af læknum, sem voru ekki með neina lausn og ég fór sjálf að grúska og leita svara. Skömmu síðar kynnist ég Helga Valdimarssyni, lækni og fyrrverandi prófessor og deildar forseta Lækna deildarinnar í háskólanum. Hann var einn fyrstur lækna til að fjalla um candida og áhrif mataræðis á heilsu og sendi fólk gjarnan á námskeið til Sollu til að læra að elda mat án sykurs, gers og hvíta hveitisins. Þegar hann skoðaði mig þá hrópaði hann upp yfir sig. Allur líkaminn var undirlagður af sveppa sýkingu. Í munni, á kyn færum og auðvitað innvortis. Ég vissi ekki hvað var orðið eðlilegt og var hætt að leita mér hjálpar. Hann setti mig á sveppa drepandi lyf og lét mig breyta

um mataræði. Þarna upplifði ég í fyrsta sinn eðli lega orku. Ég vann alltaf mikið en ég var alltaf orkulaus. Þarna gjörbreyttist heilsa mín en því miður fór samt aðeins efsta lag sýkingarinnar. Lífið hélt áfram og ég fór í gegnum erfiðan hjóna skilnað og var ein með tvö börn í háskóla námi og í tveimur aukavinnum. Á þessum tímapunkti var ég farin að þróa með mér kulnunareinkenni, sem ekki var talað um á þeim tíma. Ég lenti svo í bílslysi sem gerði það að verkum að líkaminn og heilsan bókstaflega hrundi. Taugakerfið hrundi og ég var komin með hæsta stig af vefjagigt. Ég fór í allar þær meðferðir og endurhæfingar sem í boði voru. Ég byrjaði líka markvisst að leita að lausn inni til að bæta heilsuna. Árið 2006 stofnaði ég vefsíðuna Heilsubankinn.is til að skrásetja og skrifa um þær leiðir og lausnir sem ég var að lesa mér til um og prófa mig áfram með og miðla þeim fróðleik. Um leið reyndi ég einnig að vinna en líkam leg heilsa mín þoldi það illa.“ Bernd tekur það einnig fram að ekki megi heldur gleyma því að Hildur var einnig á

IBN.IS 29

BLÝANTUR OG BRÓDERÍ

RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR

Listakonan Rósa Sigrún Jónsdóttir leitast við að skapa fegurð í verkum sínum. Hún vinnur mikið með textíl og gerir fíngerð blómaverk, skúlptúra, lág myndir og teikn ingar, þar sem hún dregur athyglina að lækningajurtum og plöntum í útrýmingarhættu. Það er hennar framlag til þess að reyna að bæta heiminn. Nýting náttúrunnar, inngrip mannsins, ummyndun, hringrás og endurvinnsla eru leiðandi hugtök í verkum hennar. Rósa hefur löngum verið heilluð af handverki sem hún rekur til æskuáranna þegar móðir hennar bjó til munstur í peysur og saumaði flíkur upp úr blöðum og sjónvarpi. Að hennar sögn sýnir fjöldi rannsókna heilunarmátt handverksins. Það dragi úr streitu og vanlíðan, ásamt því að heilinn virðist detta í einhvers konar frígír þar sem skapandi hugsun losnar úr læðingi meðan hendurnar vinna. Henni finnst mikilvægt að halda handverkinu á lofti, forða því frá stöðnun og láta reyna á þanþolið í þræðinum. Rósa veltir sífellt fyrir sér mörkum handverks og myndlistar, teygir þráðinn og reynir að varpa ljósi á eitthvað hversdagslegt og kunnuglegt. Þá finnst henni áhugavert að gera tilraunir með mismunandi efni, tækni og aðferðir við blöndun þeirra. Um hríð hefur Rósa unnið teikningar með blandaðri tækni þar sem hún glímir við sam runa útsaums og teikninga á pappír. Hún vinnur einnig sem leiðsögumaður og telur vel sýnilegt í verkum sínum að þau sækja innblástur til náttúrunnar. Rósa útskrifaðist frá Kennara háskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001 og hefur haldið fjölda einka sýninga á Íslandi sem og erlendis og tekið þátt í mörgum samsýningum. rosasigrun.com

REYKJAVÍK 277 km2 131.136 íbúar 36% landsmanna borginokkar.is REYKJAVÍK / MYND: RAGNAR TH/VISIT REYKJAVÍK
Myndskreyting ELÍSABET BRYNHILDARDÓTTIR 40 15 37 14 35 36 34 48 9 8 7 33 47 46 32 30 31 29 28 27 26 6 11 10 12 13

VISSIR ÞÚ AÐ ...

Reykjavík er eina höfuðborg heims þar sem hægt er að veiða lax. Það eru þrjár laxveiðiár inni í miðri borginni.

Hundar voru bannaðir í Reykjavík á árunum 1924-1984. Þar af leiðandi eru mun fleiri kettir en hundar í borginni og tala oft erlendir ferðamenn um Reykjavík sem kattarborgina.

Reykjavík var útnefnd Bókmenntaborg UNESCO í ágúst 2011, en hún var fimmta borgin í heiminum til að hljóta þennan heiður og sú fyrsta utan ensks málsvæðis.

Reykjavík er eina höfuðborg heims sem er með lundabyggð, en það eru um 30 þúsund lundapör í Akurey.

Það er hægt að skoða bæði lunda og hvali í sjónum í kringum Reykjavík, meðal annars höfrunga, háhyrninga og hnúfubaka.

Reykjavík er eina vestræna evrópska höfuðborgin þar sem hvorki Starbuck‘s eða McDonalds er að finna.

Vatnsmýrin sunnan við Tjörnina er friðlýst varpland, þar eru yfir 40 tegundir fugla. Um 100 styttur, skúlptúrar og útilistaverk eru í Reykjaví.

Reykjavík er ein af fáum borgum í heiminum sem þarf ekki að hreinsa eða geisla drykkjarvatn íbúanna.

25 45 23 21 22 40 39 38 19 16 17 18 3 20 1 18 4 5 42 24 44 43 2 18 8
41
48 48 40 9 17 27 4 47

5 LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR

Eitt af merkilegustu söfnum borgarinnar. Húsið var teiknað af Einari Jónssyni sjálfum og bjó hann þar með Önnu eiginkonu sinni. Hann gaf íslensku þjóðinni húsið og öll verkin á safninu. Höggmynda garður inn aftan við húsið er falinn paradís þar sem hægt er að njóta verka Einars í gróður sælum garðinum. Hallgrímstorgi 3, 101 Reykjavík 551 3797 | lej.is

REYKJAVÍK MIÐBÆR

Leiðavísir sem stuðlar að betri upplifun, sjálfbærni og gleði!

1 FRÍSBÍGOLF Á KLAMBRATÚNI

Hér iðar allt af lífi þar sem níu brauta völlurinn liggur á milli hárra trjáa og víðáttu mikilla grasflata. Völlurinn hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nú ef það fer að rigna þá má alltaf skella sér á Klambra bistro og fá sér léttar veitingar inni á Kjarvalstöðum. Klambratúni, 105 Reykjavík

2 YLSTRÖNDIN NAUTHÓLSVÍK

Gulur skeljasandurinn minnir meira á strendurnar við Miðjarðarhafið en vík í nyrstu höfuðborg heims. Í Nauthólsvík er sturtuaðstaða, eimbað og heitur pottur þar sem sjósundsgarpar ylja sér að loknum sundspretti. Athugið opnunar tíma áður en haldið er af stað.

Nauthólsvík

411 5330 | nautholsvik.is

3 SUNDHÖLLIN

Ein frægasta sundhöll landsins, hönnuð af Guðjóni Samúelssyni. Í dag skartar hún einnig nýrri útilaug, heitum og köldum potti ásamt nýju gufubaði. Stökk brettin tvö slá öllum rennibrautum landsins við!

Barónsstíg 45a

411 5350 | reykjavik.is

4

ÁSMUNDARSALUR

Þetta fallega nýuppgerða og sjálfstæða listasafn beinir sjónum sérstaklega að innsetningum og list eftir unga listamenn. Ásmundur Sveinsson byggði þetta ótrúlega hús árið 1933, og bæði bjó í því og vann að höggmyndalist sinni. Á jarðhæð hússins er hægt að gæða sér á kaffi frá Reykjavík Roasters.

Freyjugötu 41

555 0041 | asmundarsalur.is

6

10

LANDNÁMSSÝNINGIN

Þessi margverðlaunaða sýning í

Aðalstrætinu var byggð í kringum rústir af langhúsi frá víkingaöld frá landnámsárinu

871 eða plús mínus 2. Víkingaöldin lifnar við í sýningu sem notast á frumlegan hátt við margmiðlunartækni, og höfðar til allra aldurshópa. Aðalstræti 16 411 6370 | borgarsogusafn.is

11

LISTASAFN ÍSLANDS

Listasafn Íslands er í einni af fallegri byggingum Reykjavíkurborgar og var byggt árið 1916, upphaflega sem íshús. Hér er boðið upp á gott yfirlit af listasögu Íslands frá 19. öld og til nútímans og eru oft spennandi sýningar frá bæði íslenskum sem og erlendum samtímalistamönnum. Metnaðarfull safnbúð býður upp á fallega list og hönnun.

Fríkirkjuvegi 7

515 9600 | listasafn.is

7 KOLAPORTIÐ

Ef maður vill hitta þverskurðinn af Íslendingum og finna dýrgripi á góðu verði, þá fer maður í Kolaportið. Elsti og eini alvöru markaðurinn í Reykjavík, sem bókstaflega iðar af lífi um helgar. Hér færðu einnig sjávarfang og vörur beint frá býli ásamt alls kyns fatnaði, bækur, skart, húsgögn og margt fleira.

Tryggvagötu 19 562 5030 | kolaportid.is

8 LISTASAFN REYKJAVÍKUR

Þrjú söfn heyra undir Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsið, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn. Söfnin bjóða öll upp á fjölbreyttar innlendar og alþjóðlegar myndlistar sýningar eftir virta listamenn auk þess að sýna reglulega verk eftir Erró, Kjarval og Ásmund Sveinsson. Ásmundarsafn verður lokað tímabundið vegna viðgerða. 411 6400 | listasafnreykjavikur.is

9 LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR

Staðsett á efstu hæðinni, fyrir ofan Borgarbókasafnið í Grófarhúsinu, þar sem fortíð og nútíð mætast. Vagga ljósmyndunar þar sem finna má sögulega og samtímaljósmyndun eftir íslenska ljósmyndara. Fjölbreyttar sýningar standa yfir allt árið. Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 411 6390 | borgarsogusafn.is

HLJÓMSKÁLAGARÐURINN

Fullkominn staður fyrir lautarferð, göngutúr, leik og jafnvel til að virða fyrir sér fuglalífið við Tjörnina. Góð og ódýr afþreying fyrir börn sem og fullorðna. Við Sóleyjargötu

12 NORRÆNA HÚSIÐ

Þetta einstaka hús, sem var hannað af finnska arkitektinum Alvar Aalto, er sannkölluð menningarvin í borginni. Tónleikar, sýningar, fyrirlestrar, norrænt bókasafn, matur og lítil búð, sem selur norræna hönnun, eru meðal þess sem hægt er að njóta í þessu einstaka húsi ásamt öflugu barnastarfi. Sjá viðburði á vefsíðunni. Sæmundargötu 11 551 7030 | nordichouse.is

13 ÞJÓÐMINJASAFNIÐ

Hér er farið í gegnum söguna og skoðaðir íslenskir fjársjóðir, allt frá landnámi og til nútímans. Viltu upplifa víkingaöld? Hér er hægt að skoða og koma við hluti í nútímalegri sýningu. Á jarðhæðinni er einstaklega falleg safnbúð og gott kaffihús, þar sem gott er að enda leiðangurinn á. Suðurgötu 41 530 2200 | thjodminjasafn.is

14 SJÓMINJASAFNIÐ

Þessi verðlaunaða sýning er tileinkuð sjósögu Íslands. Hún spannar þorskastríðið, sjávarháska, sögu sjómennskunnar á landinu og margt fleira. Allir aldurshópar munu hafa gaman af sýningunni, og ekki síst þar sem býðst að skoða varðskipið Óðinn.

Grandagarði 8 411 6340 | borgarsogusafn.is

15 ÞÚFAN

Þúfan er ekki aðeins grasi vaxinn hóll, sem stendur við vestanverða Reykjavíkurhöfn, heldur umhverfislistaverk eftir listakonuna Ólöfu Nordal. Hægt er að ganga upp á toppinn og njóta útsýnisins yfir gamla bæinn, höfnina og út á sundin. Norðurslóð, bak við HB Granda

MATUR & DRYKKUR 16 HLEMMUR MATHÖLL

Fyrsta mathöll landsins, staðsett í fyrrum strætóstoppistöð á Hlemmi. Einn heitasti staðurinn í bænum fyrir matgæðinga þar sem finna má góðgæti frá ýmsum heimshornum, fá sér gott kaffi hjá Te og kaffi, snúð hjá Brauð & Co eða heimsklassa mat á Skál! eða Kröst og dreypa á góðu vínglasi með. Opnar kl. 7.30. Laugavegi 107 787 6200 | hlemmurmatholl.is

17 SKÁL!

Gísli Matthías Auðunsson, yfirkokkur á Skál, býður upp á ævintýralega smárétti. Skál hlaut hina virtu Bib Gourmand viðurkenningu hjá Michelin 2019 en hún er veitt veitingastöðum um heim allan sem bjóða upp á hágæðamat á sanngjörnu verði. Á Skál færðu einnig gott úrval af náttúruvínum, bjór og frábæra kokteila.

Hlemmur Mathöll, Laugavegi 107 519 6515 | skalrvk.com

18

REYKJAVÍK ROASTERS

Þetta sívinsæla kaffihús flytur inn kaffibaunirnar sjálft og kaffið er borið fram af margverðlaunuðum kaffi barþjónum á þremur ólíkum staðsetningum. Kárastígurinn er kósí og gamaldags, Brautarholtið stærra og nútímalegra og nýjasti staðurinn í Ásmundar sal á Freyjugötu. Hér er alltaf hægt að treysta á að fá góðan bolla. Kárastíg 1 / Brautarholti 2 / Freyjugötu 41 517 5535 | reykjavikroasters.is

19

SALT ELDHÚSMATREIÐSLUSKÓLI

Salt býður upp á fjölbreytt og framandi matreiðslunámskeið, sem kjörið er fyrir vinahópinn að fara saman á og enda kvöldið svo á góðri máltíð. Pylsugerð, dumblings, súdeigsbakstur, ferskt pasta, franskar makkarónur, indverskir grænmetisréttir, mexíkóskur „streat food“ eða marakósk veisla eru meðal þess sem boðið er upp á.

Þórunnartúni 2

551 0171 | salteldhus.is

20 BRAUÐ & CO – LÍFRÆNT BAKARÍ

Eflaust eitt mest myndaða bakarí í Reykjavík, en í þessu húsnæði opnaði Brauð & Co sitt fyrsta bakarí. Enn er boðið upp á lífrænt súrdeigsbrauð, geggjaða snúða og annað bakkelsi sem enginn má láta fram hjá sér fara á ferðalagi sínu um 101 Reykjavík.

Frakkastíg 16

456 7777 | braudogco.is

LÍFIÐ Í SKAMMADAL

Það er eins og að ganga inn í aðra veröld að koma í kyrrðina og friðinn í Skammadal, sem liggur milli Reykjabyggðar og Mosfellsdals.

Þar eru gömul garðyrkjulönd og samansafn af litlum og litríkum kofum, sem hver eigandi hefur sett sinn svip á.

Viðtal Sigríður Inga Sigurðardóttir Myndir Guðbjörg Gissurardóttir

ER KARFAN Á RAUÐU, GULU EÐA GRÆNU?

Fyrir tveimur árum tókum við fjölskyldan þátt í plastlausum september. Ég taldi okkur vera nokkuð góð í að sneiða hjá plasti og velja vel en eftir að hafa tekið saman allt plastið sem safnaðist saman í ágústmánuði fengum við vægt sjokk. Við höfðum verið á sjálfstýringu og keypt hina og þessa vöru, einfaldlega af gömlum vana.

Hugsa þarf um margt annað en bara plast þegar við kaupum inn. Það varð kveikjan að því að skrá niður nokkra þætti sem taka þarf með í reikninginn þegar velja á græna vöru. Ég nota umferðarljósin þar sem GRÆNN er besti kosturinn, GULUR þar á eftir og RAUÐUR sá versti.

Innkaupalistinn er ekki tæmandi en ágætisbyrjun. Gott er að lesa á umbúðir og þekkja hvað merkingarnar á þeim þýða. Margar gerðir af þvotta efni eru t.d. með svans vottun. Það gefur vísbendingu um að sú vara fari mildari höndum um náttúruna en sú vara sem ekki er svansvottuð.

Hvað varðar matvæli eru margir þættir sem hafa áhrif á val okkar. Þar skiptir hollusta vörunnar einnig miklu máli og helst vel í hendur við grænan lífs stíl þar sem hreinleiki vörunnar er oft bestur fyrir okkur og náttúruna. En getum við notað minna af matvælum? Er hægt að nota fleiri íslenskar gulrætur en nauta hakk í lasagna, eða eitthvað álíka? Við þurfum ekki að sveiflast öfganna á milli, því þá

gefumst við bara upp en við getum auðveld lega fækkað kjöt máltíðum eða notað annað hráefni í staðinn.

Með samstilltu átaki gátum við fjöl skyldan minnkað magn plastumbúða um 80 prósent á milli mánaða. Við vorum dugleg að taka fjölnota poka með í búðir og hættum að kaupa tilbúna pítsudeigið í plastdalli, sem var þar að auki pakkað inn í plast. Þótt við værum meðvituð í inn kaupum fóru samt 7,1 kg af plasti í endur vinnsluna á mánuði (sex manna fjölskylda). Í plast lausum september fórum við niður í 1,45 kg, enda settum við í fimmta gír þann mánuðinn.

Það tók á að breyta sínum venjum en við uppgötvuðum líka margt nýtt. Núna höfum við sett markið að vera alltaf undir þremur kílóum af endur vinnan legu plasti á mánuði og vigtum allt plast sem fer út úr húsi. Það er gott þegar maður er að temja sér nýja siði að setja sér mælanleg markmið. Sem dæmi voru sushi-bakkarnir fljótir að fylla plastruslið hjá okkur.

IBN.IS 63
Texti Emilía Borgþórsdóttir Myndir Guðbjörg Gissurardóttir

MOLTUGERÐ

NÆRINGARBOMBAN

ÚR RUSLINU

Moltugerð er umhverfisvæn, ódýr og einföld leið til að breyta afgöngunum úr eldhúsinu í næringarríkt plöntufæði. Með moltugerð er hægt að minnka sorpið frá heimilinu um allt að þrjátíu og fimm prósent, en árið 2017 féllu til 656 kíló af sorpi frá hverjum landsmanni. Það er Evrópumet sem er ekki hægt að monta sig af. Nær allt sorp sem kemur frá heimilum er sett í haug og urðað, þar sem niðurbrotsferlið getur tekið áratugi. Með því að búa til moltu og minnka heimilissorp fer minna af rusli í urðun. Þar með verður minni losun af hauggasi út í andrúmsloftið, sem er blanda af koltvísýringi og metani og minna landrými þarf undir ruslið.

MOLTUGERÐ

SAMANSTENDUR AF FJÓRUM ÞÁTTUM:

1. Lífrænum úrgangi sem kemur úr eldhúsinu og garðinum, og að auki má nota pappír.

2. Örverum sem brjóta niður lífræna úrganginn.

3. Hæfilegum raka.

4. Súrefni til að örverurnar geti fjölgað sér og unnið sitt verk.

HVAÐ ER MOLTA?

Molta er jarðvegur úr lífrænum úrgangi og ein besta næring sem plönturnar okkar fá. Hún gerir jarðveginn frjósamari, heilbrigðari og léttari í sér og viðheldur hæfilegum raka í moldinni. Moltan er jafnframt basísk og góð vörn gegn sveppum og sýkingum. Um allan heim er hún notuð til að bæta jarðveginn, hefta landrof og auka uppskeru. Úr einu kílói af lífrænum úrgangi verða til um sex hundruð grömm af moltu. Tilbúin er hún dökkbrún á lit, laus í sér og nær lyktarlaus. Henni má dreifa í blómabeð, matjurtagarða eða við tré og runna.

HVERNIG Á AÐ BÚA TIL GÓÐA MOLTU?

Galdurinn við að búa til góða moltu er að finna jafnvægið á milli afganga úr eldhúsinu og svokallaðs stoðefnis, sem oftast kemur úr garðinum, setja ekki of mikið af einni tegund úrgangs í einu og búa til lög af misgrófum efnum. Oft er miðað við tvo hluta af matarúrgangi á móti einum af stoðefnum. Gott er að setja lag af trjágreinum, grófu sagi eða þurrum laufum neðst í moltutunnu. Síðan má setja þunnt lag (um 10 cm) af eldhúsúrgangi yfir það, síðan aftur stoðefni, og svo koll af kolli. Með þessari aðferð leikur alltaf loft um úrganginn. Margir óttast að ólykt gjósi upp af moltu en undir venjulegum kringumstæðum

ætti það ekki að gerast. Ef hún gýs upp úr tunnunni er innvolsið of blautt og súrefni kemst ekki að, þá þarf að róta vel upp í massanum og bæta við timburkurli, spæni og greinum.

MATARÚRGANGUR

Ávextir og grænmeti

Kjöt, fiskur og skeldýr

Mjólkurafurðir

Egg og eggjaskurn

Brauð, kex og kökur

Pasta, hrísgrjón mjöl

Kaffikorgur og telauf

STOÐEFNI

Afskorin blóm og visnuð blóm

Plöntur

Óbleiktur eldhúspappír

Eggjabakkar

Pappírsþurrkur

Þurr lauf og strá

Hey og hálmur

Trjábörkur

Greinar og kvistir

Gras og mosi

Trjákurl

Niðurklipptar runnagreinar

Niðurrifin dagblöð

Sundurrifnir eggjabakkar

Gler Plast

Málma

Gúmmí

Leður

Olíu og bensín

Stór bein

Timbur

Ryksugupoka

Ösku og kol

Hunda- og kattasand

Sígarettur og vindla

Til eru nokkrar aðferðir við að búa til moltu, hvort sem er í eldhúsinu heimavið, í bílskúrnum, sumarbústaðnum, úti á svölum eða í garðinum. Á næstu síðu kynnum við tæki til moltugerðar sem henta fyrir mismunandi aðferðir.

IBN.IS 69

HEITIR OG HOLLIR

Systurnar Júlía Sif og Helga María töfra fram alla uppáhaldsréttina sína í matreiðslubókinni Úr eldhúsinu okkar – Veganistur. Þær sýna fram á að hægt er að elda skemmtilegan og góðan veganmat við allra hæfi. Hér eru þrjár uppskriftir út bókinni, sem smellpassa við þennan sjarmerandi árstíma sem haustið er.

MEXÍKÓSÚPA

Fyrir fjóra

1 meðalstór sæt kartafla (má nota frosið sojakjöt í staðinn)

3 msk. kókosolía

„Ef við þyrftum að nefna einn rétt, sem hefur slegið hvað mest í gegn af öllum okkar uppskriftum, þá væri það þessi súpa. Hún er tilvalin í matarboðið og veisluna en einnig sem hefðbundinn kvöldmatur. Súpuna höfum við eldað við ýmis tilefni og hún slær alltaf í gegn.“

3 hvítlauksgeirar

1 rautt chili (fjarlægið fræin fyrir mildari súpu)

1 msk. kummín paprikuduft óreganó

½ tsk. cayennepipar salt og pipar eftir smekk

1-1½ paprika (við notum gula, græna og rauða í bland)

10 cm af blaðlauk

2-3 gulrætur

2 dósir niðursoðnir tómatar

1 krukka salsasósa (230 g)

2½ grænmetisteningur

1.600 ml vatn

1 dós svartar baunir

100-150 g maísbaunir

150 g hreinn veganrjómaostur

Hitið olíuna í stórum potti. Setjið hvítlauk, lauk, chili og krydd út í og steikið í góða stund.

Skerið allt grænmetið nema sætu kartöflurnar í litla bita og bætið út í. Steikið í góðan tíma upp úr kryddinu eða þar til grænmetið er orðið vel mjúkt. Setjið vatnið í pottinn og bætið sætum kartöflum, tómötum úr dós, salsasósu og grænmetiskrafti út í og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið súpuna við meðalhita í minnst 30 mínútur. Okkur finnst best að leyfa henni að malla í allavega klukkutíma við lágan hita. Smakkið til og bætið í kryddi eða krafti eftir smekk.

Þegar súpan hefur fengið að sjóða vel, skolið þá baunirnar og bætið út í ásamt maís og rjómaosti. Hrærið rjómaostinn vel saman við svo hann bráðni alveg og leyfið suðunni að koma aftur upp.

Gott er að bera súpuna fram með maísflögum, sýrðum veganrjóma, avókadói og góðu brauði. Okkur finnst einnig alveg nauðsynlegt að saxa smá ferskt kóríander og strá yfir.

IBN.IS 75
HELGA MARÍA OG JÚLÍA SIF

AÐFERÐ Settu steinlausar döðlur í matvinnsluvél og láttu þær maukast vel. Gott er að setja smá vatn út í. Dreifðu möndlum og haframjöli á bökunar plötu og ristaðu í ofni við 180°C í 15-20 mín., eða þar til blandan hefur tekið á sig gylltan lit. Taktu út, láttu kólna og saxaðu svo möndlurnar gróflega. Settu þær og haframjölið í stóra skál og hrærðu döðlumaukinu saman við. Hitaðu hlynsíróp og hnetusmjör í potti við lágan hita og láttu blandast vel saman. Helltu síðan þessu saman við möndlurnar, haframjölið og döðlurnar og hrærðu öllu vel saman. Klæddu eldfast mót með smjör pappír. Þrýstu blöndunni vel í botninn á mótinu, svo hún haldist vel saman. Hægt er að nota glasbotn til þess. Settu filmu eða álpappír yfir og láttu kólna í ísskáp eða frysti í um klukku tíma, jafnvel lengur. Þá eru bitarnir tilbúnir.

Nota má hunang í staðinn fyrir hlynsíróp og möndlusmjör í staðinn fyrir hnetusmjör. Hægt er einnig að nota fræ í stað mandla.

Til að sæta bitana er hægt að setja saxað suðusúkkulaði, þurrkaða ávexti eða vanillu út í.

Orkubitarnir geymast vel í lofttæmdu boxi í nokkra daga og þá má líka geyma í frysti. Bitarnir eru góðir sem snakk, nesti eða millimál.

Inga Sigurðardóttir Myndskreyting Elísabet Brynhildardóttir

80
Umsjón Sigríður

Lifum betur

Einnig má
fjölbreyttar
á vefnum
IBN.IS
finna
greinar
okkar
— Í samstarfi við Við kynnum
— Græn & heilbrigð

Taktu þátt með okkur!

Hér er úrval af þeim fyrirtækjum sem verða á sýningunni á næsta ári. Öll eiga þau sameiginlegt að bjóða uppá umhverfisvænar og/eða heilsubætandi vörur. Sjá nánar á lifumbetur.is

GuðrúnBorghildur TEXTÍLL

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.