Hýraugað 1. tbl. 2. árgangur - Febrúar 2011

Page 4

Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson

HINSEGIN SÖGUR

HANASLAGUR HOMMANNA (brot) Einhverju sinni voru tveir ungir og bráðmyndarlegir hommar, fríðir sýnum, duglegir til allra verka og ekkert kvenlegir. Þvert á móti voru þeir einstaklega karlmannlegir, næstum því jakar, svo að bæði heilbrigðu kynin, konur og karlar, litu við á götu til að horfa á eftir þeim. En þeir voru sjaldan á götunni vegna þess að þetta voru verkamenn sem unnu við flökun í frystihúsi. [...] Hommarnir voru gerðir tvítóla af hendi guðs eða af náttúrunnar hendi strax í fæðingunni. Hvorugt tólanna kom fram á röntgenmyndum þegar mæður þeirra fóru í skoðun, og legvatnið sagði ekkert um sódómískt eðlið. Því vísindin eru ekki enn orðin alfullkomin. Hefðu tólin eða vökvinn úr þeim komið fram í legvatninu hefðu mæðurnar getað fengið ókeypis fóstureyðingu á kostnað ríkisins, á þeirri forsendu að tvítóla fólk er viss tegund af fávitum, ekki andlegum heldur líkamlegum. [...] Í fæðingunni voru kynfæri hommanna „afar óljós“ eins og fæðingarlæknirinn sagði. Tólin fóru samt ekkert á milli mála eftir að drengirnir urðu unglingar. Og það kom sér vel fyrir þá og vináttu þeirra. Þeir kynntust af tilviljun og nutu kynlífsins af tvöföldum unaði, eins og gefur að skilja, og létu ekkert á sig fá að ullað var á þá í hverfinu fyrir að vera ekkert með stelpum. (Guðbergur Bergsson. 1984. Hinsegin sögur, bls. 7-8. Forlagið, Reykjavík.)

4

Mynd: Eva Ágústa

SÖGUR UM ÁSTARLÍF Á ÖLLUM SVIÐUM Árið er 1984 og Samtökin ‘78 eru aðeins sex ára gömul. Lagaleg mismunun samkynhneigðra á Íslandi hefur ekki verið afnumin, Páll Óskar er ekki kominn út úr skápnum (enda bara 14 ára) og alnæmi er lífshættulegur „hommasjúkdómur“. Þá ber svo við að einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar, Guðbergur Bergsson, sendir frá sér smásagnasafnið Hinsegin sögur, sem hann tileinkar „ástarlífi íslendinga á öllum sviðum“. Sögurnar fjalla sannarlega ekki um hefðbundið, gagnkynhneigt ástarlíf heldur fólk (og dýr) í alls kyns kyngervum og með ýmiss konar langanir og þrár, og ólíklegt er að margar aðrar íslenskar bækur fjalli eins opinskátt um kynvillt kynlíf. Það hefur oft viljað loða við bækur sem fjalla

um hinsegin ástalíf að unaður sögupersónanna leiði til óhamingju, jafnvel dauða, en svo er ekki í Hinsegin sögum, því þar fylgir öfughneigðinni oftar en ekki hamingja. Sagan „Hanaslagur hommanna“ fjallar t.d. um tvo homma sem eru svo heppnir að hafa fæðst tvítóla og með bæði tólin á bringunni svo það tekur enginn eftir kynvillu þeirra. Þeir geta stundað kynlíf hvar og hvenær sem er en fólk heldur bara að þeir séu í hanaslag. Í sögunni „Undrið milli læranna“ dettur Magnúsa einnig í lukkupottinn. Hún er stórgerð kona með búkonuhár, gift manni og hjónaband þeirra er kynlífsríkt og hamingjusamt. En einn góðan veðurdag þegar Magnúsa situr og hlustar á útvarpssögu, sem er „talsvert lesbísk“, fer eitthvað dularfullt að vaxa milli fóta henni og hún fær óstjórnlega löngun til

kvenna. Þegar útvarpssögunni lýkur nokkrum vikum síðar er hún komin með fullvaxið typpi. Samt sem áður missir hún ekki löngunina til eiginmannsins og þau lifa enn hamingjusamara og fjölbreytilegra kynlífi en áður.

Hinsegin sögur eru til á bóka-safni Samtakanna ‘78 og eru skyldulesning fyrir alla bóka-glaða hýrlinga. - ÁKB

Sögurnar fjalla um fólk (og dýr) í alls kyns kyngervum og með ýmiss konar langanir og þrár

HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: nýlegum íslenskum ævisögum

Ég skal vera Grýla (2008) Ævisaga Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skráði.

Tabú ( 2008 )

Nýr penni í nýju lýðveldi ( 2007 )

Ævisaga Harðar Torfasonar. Ævar Örn Jósepsson skráði.

Ævisaga Elíasar Mars rithöfundar. Hjálmar Sveinsson skráði.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.