Page 1

ELDRI BORGARAR

TRANSGENDER

Þorvaldur Kristinsson safnar sögu lesbía og homma á Íslandi. Bls. 3

Hýraugað kannar hvort hugsað sé fyrir þörfum hinsegin fólks á elliheimilum ... Bls. 6 & 10

Hvað er transgender? Ugla Stefanía talar um reynslu sína sem transkona Bls. 11

HÝRAUGAÐ

hinsegin fréttabréf

FRÉTTABRÉF SAMTAKANNA ‘78 FÉLAGS HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI

// febrúar 2011

01. TÖLUBLAÐ 02. ÁRGANGUR

VIÐTAL

ER ÞETTA HOMMINN?

Hýr­augað ræddi við Ragnar Michelsen sem man tímana tvenna í sam­fé­lagi hin­segin fólks og hefur átt mjög við­ burða­ríka ævi.

ST S A IK D LE EL U Ð L A FE N Á

HINSEGIN SAGA

Bls. 8-9

DREIFT FRÍTT Á RAFRÆNU FORMI TIL FÉLAGSMANNA SAMTAKANNA ‘78 OG ÁHUGAFÓLKS UM HINSEGIN MÁLEFNI

AÐALFUNDUR HINSEGIN DAGA Aðalfundur Hinsegin daga verður haldinn í félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 sunnudaginn 6. mars nk. kl. 14:00. Allir félagar með gild félagsskírteini 2011 mega sitja fundinn og hafa kosningarétt en einnig er hægt er að ganga í félagið við upphaf fundar. Kosið verður í þrjú embætti til tveggja ára: embætti framkvæmdastjóra, ritara og gjaldkera. Heimir Már Pétursson, fráfarandi framkvæmdastjóri, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs og hættir því eftir ellefu ára setu í samstarfsnefnd. Skrifleg framboð skulu send til Þorvaldar Kristinssonar [thorvaldur. kristins@simnet.is ] í síðasta lagi 27. febrúar. - ÁKB

>>> Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga

Mynd: Eva Ágústa

SAMTÖKIN ‘78

NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI Árni Grétar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Hann tók formlega við stöðunni þriðjudaginn 1. febrúar og verður í 50% starfi.

SAMTÖKIN ‘78

ÁSÓKN Í JAFNINGJAFRÆÐSLU FYRIR NORÐAN Norður­lands­h ópur S’78 hefur í nógu að snúast þessa dagana því mikil á­sókn er í jafningja­fræðslu. Karen Á­ka­dóttir ritari S’78N segir þau vera búin að fara ó­venju víða, t.d. í alla grunn­ skóla á Akur­eyri, alla busa­bekki í Verk­ mennta­skólanum og farið verði í Mennta­ skólann í mars.

Þegar Hýraugað talaði við Karen var hluti af hópnum á fræðsluferð um NorðAusturland og í vikunni þar á undan voru þau á Egilsstöðum. Karen segir að mæting á viðburði hafi stóraukist og nú mæti um 20 manns að jafnaði. Jafningjafræðslan beri sýnilegan árangur því sumir þeirra sem nýir eru hafi byrjað að mæta eftir að hafa fengið fræðslu í sínum skóla. -ÁKB

Árni Grétar er leikstjóri að mennt og hefur verið framkvæmdastjóri nokkurra leiksýninga sem og leikstýrt verkum. Hann hefur starfað á skemmtistaðnum Barböru og einnig hjá Íþróttaog tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Stjórn S’78 ákvað í haust að hinkra með ráðningu framkvæmdastjóra vegna óvissu um afdrif Samtakanna á fjárlögum og réði því Hauk Árna tímabundið í haust. Við bjóðum Árna Grétar velkominn til starfa. -GH

Mynd: samtokin78.is

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE


RITSJÓRNARSPJALL

Hlúum að eldri „ættingjum“ okkar Í þessu fjórða tölublaði Hýraugans höfum við ákveðið að beina athyglinni að eldri kynslóðinni og vinnutitillinn á blaðinu hefur verið „50+“. Það er nokkuð ljóst að án frumkvöðlanna sem gengu veginn á undan okkur og börðust fyrir réttindum hinsegin fólks er ekki víst að við stæðum í þeim sporum í dag að hafa ein bestu lagalegu réttindi í heiminum. Þau hafa ótalmargar sögur að segja, frá tímum þegar það að vera hinsegin þótti langt í frá sjálfsagt. Sögur um árekstra í miðbæ Reykjavíkur þar sem bílstjórar voru of uppteknir við að glápa á einn hommann, sögur af fólki sem missti ýmist vinnu eða húsnæði vegna samkynhneigðar, og svo framvegis. Við þurfum að hlúa að eldri kynslóðinni rétt eins og þeim yngstu sem eru að stíga sín fyrstu spor. Ísland er lítið samfélag og hefð er fyrir sterkum fjölskylduböndum. Við þurfum þannig að passa upp á „ættingja okkar“ í hinsegin fjölskyldunni og sýna sjálfum okkur og öðrum þá virðingu sem okkur ber. Eflum samkennd og samhug, því eins ólík og við erum þá eigum við samt það sameiginlegt að horfa á heiminn með „hinsegin gleraugunum“ okkar. Guðmundur Helgason ritstjóri ÚTGEFANDI OG ÁBM: Samtökin ‘78

RITSTJÓRI: Guðmundur Helgason

RITSTJÓRN

Atli Þór Fanndal Ásta Kristín Benediktsdóttir Eva Ágústa Guðmundur Helgason Sigurður Júlíus Guðmundsson

HÖNNUN OG UMBROT Atli Þór Fanndal

MYNDRITSTJÓRN Eva Ágústa

MÁLFARSRÁÐUNAUTUR Ásta Kristín Benediktsdóttir

hyraugad@samtokin78.is

2

Allur réttur áskilinn. Allar tilvitnanir og önnur notkun efnis úr blaðinu, þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi ritstjóra.

FÉLAGSSTARF

HELDRI MENN OG KONUR Samtökin ‘78 opna nú félagsmiðstöðina sérstaklega fyrir „heldri“ menn og konur. Tilgangurinn með þessum eftirmiðdögum/kvöldum, sem haldin eru fyrsta mánudag í hverjum mánuði, er að gefa þessum aldurshópi (60+) færi á að hittast sérstaklega á eigin forsendum og kannski brjóta upp hversdaginn. Það er staðreynd að eldra hinsegin fólki fjölgar stöðugt og hér er því kjörinn vettvangur til þess að hittast reglulega og rifja upp gamla tíma og gömul kynni.

UNGMENNASTARF

Það eru stjórnarmaðurinn Haraldur Jóhannsson og fráfarandi framkvæmdastjóri, Haukur Árni Hjartarson, sem hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni. Nú þegar hafa verið haldin tvö kvöld og haldið verður áfram að reyna að byggja upp þessa viðburði. Samtökin ‘78 biðla því til hinsegin samfélagsins um að hjálpa til og láta alla sem geta talist „heldri“ vita og hvetja þá til þess að mæta. Allar hugmyndir varðandi dagskrá og uppákomur á þessum kvöldum eru velkomnar og allir eru hvattir til þess að leggja sitt af mörkum. Félagsstarf byggir jú fyrst og

fremst á fólkinu sem stundar það. Kvöldin eru ætluð hinsegin fólki 60 ára og eldri en aðrir sem hafa áhuga á að hitta þennan hóp eða eru að sigla inn á þennan aldur - GH eru velkomnir.

Samtökin ‘78 biðla því til hinsegin samfélagsins um að hjálpa til og láta alla sem geta talist „heldri“ vita og hvetja þá til þess að mæta.

Transungmennakvöld

Aðalfundur U78

UNGLIÐASTARF S’78

JAFNRÉTTI

Næsta trans-ungmennakvöld verður haldið 19. febrúar nk. kl. 18:00 í Regnbogasal Samtakanna ‘78. Tilgangurinn með kvöldinu er að yngra transfólk geti komið saman í opnu og fordómalausu umhverfi, rætt saman og deilt reynslu hvert með öðru. Allir sem telja sig flokkast á einhverju stigi sem transgender eru velkomnir. Atburðurinn er skipulagður í samstarfi við Trans Ísland, Norðurlandshóp S’78 (S’78N), Ungliðahreyfingu S’78 (U78) og Q-félag hinsegin stúdenta.

Næsti aðalfundur Ungliðahreyfingar Samtakanna ‘78 (U78) verður haldinn í Regnbogasalnum 26. febrúar nk. kl. 15:00.

- GBÓ

- ÁKB

Umræðan um blóðgjafir karlmanna sem stunda kynlíf með karlmönnum hefur skotið upp kollinum á ný. Bannið kom til á árdögum alnæmis til að koma í veg fyrir smit við blóðgjafir. Úlfari Logasyni, 18 ára homma, var nýlega neitað að gefa blóð vegna kynhneigðar, sem hann segir vera særandi. Hýraugað veltir fyrir sér, hvort ekki væri eðlilegra árið 2011 að spyrja; „Stundar þú öruggt kynlíf?“ í staðinn fyrir: „Hefur þú sofið hjá karlmanni?“?

Kosið verður í embætti varaformanns, ritara og alþjóða- og samskiptafulltrúa. Allir einstaklingar 18 ára og yngri sem hafa mætt á tvo eða fleiri ungliðafundi hafa kosningarrétt. >>> Nánari upplýsingar

Gæðablóðin aftur komin á kreik

- GH


HINSEGIN SAGA

Saga homma og lesbía á Íslandi í hundrað ár Mynd: Bára

„Ég flutti til Íslands eftir nám í útlöndum sumarið 1982 og byrjaði þá að starfa með Samtökunum ’78. Þetta voru erfið ár en ævintýraleg og eftir að hafa setið fyrir svörum í makalausum útvarpsþætti sumarið 1983 sagði ég upphátt við sjálfan mig: Einhvern tíma verð ég að setja sögu okkar á blað,“ segir Þorvaldur Kristinsson, sem nú hefur hafist handa við að skrifa bók um sögu homma og lesbía á Íslandi. Þorvaldur segist allar götur síðan hafa haft verkefnið í kollinum, safnað útgefnu efni, verið á höttunum eftir minningum annarra og tekið fjölmörg viðtöl við fólk. „Á síðasta ári setti ég mig í stellingar við að stoppa í götin og fara að skipuleggja bók sem hefur fengið vinnutitilinn „Saga lesbía og homma á Íslandi í hundrað ár“. Ég seilist reyndar mun lengra aftur en þunginn liggur á árunum eftir 1970, því að þar á ég mest af efni og er sjálfur einn af þátttakendum í sögunni.“ Þorvaldur segist fyrst og fremst vilja skrifa um sögu vitundarinnar, þ.e. hvaða augum samkynhneigt fólk leit sjálft sig á hinum ýmsu

tímum, því vitundin sé stöðugt í mótun. Einnig fjallar hann um hvaða augum samfélagið leit homma og lesbíur. „Hér er ekkert „Séð og heyrt“ á ferðinni, hver mætti hvar, með hverjum og í hvaða kjól, þótt auðvitað segi ég margt frá atburðum og manneskjum,“ segir hann. Við ritun bókarinnar styðst Þorvaldur ekki bara við ritaðar heimildir heldur einnig munnlegar frásagnir – og hann er enn að leita að viðmælendum. „Ég tala við nokkur hundruð manns. Ef fólk hefur ekki heyrt frá mér þá býð ég því að hringja endilega í mig og lýsa yfir áhuga sínum á að segja frá eða koma með ábendingar um efni. Það er mér ómetanlegt. Ég held sterkan trúnað við viðmælendur mína og hef ekkert beint eftir fólki nema bera efnið fyrst undir það. Þá lýsi ég líka eftir bréfum og dagbókum. Ef fólk á eitthvað slíkt í fórum sínum, ekki síst frá fyrri tímum, þá þætti mér vænt um að fá að líta á það. Og ég endurtek að ég birti ekkert einkaefni nema að höfðu samráði við þá sem gauka því að mér. Traust og trúnaður skiptir öllu máli í verki af þessu tagi.“ Þegar Þorvaldur er spurður af

hverju það sé mikilvægt að skrifa sögu homma og lesbía á Íslandi svarar hann: „Aðstæður höguðu því þannig að við vorum rænd sögu okkar. Samkynhneigðri manneskju mætir hvergi samkynhneigð tilvera þegar hún fæðist. Við uppgötvum fyrst systur okkar og bræður í samkynhneigðinni þegar við erum að komast á fullorðinsár, stundum raunar löngu síðar, og þess vegna er söguvitund okkar óttalega veik. En án fortíðar er erfitt að stefna á framtíðina. Þá má spyrja hvort það sé ekki óðs manns æði að segja týnda sögu, og eiginlega verð ég að svara því játandi! Það er svo margt glatað og gleymt og finnst aldrei aftur, en ég spinn mína sögu úr því sem tiltækt er. Ef ég get gefið hinsegin vinum mínum nokkra tilfinningu fyrir því að þau eigi sér sögu og menningu og séu hlekkur í langri keðju, þá er til nokkurs unnið.“ Þorvaldur vinnur að bókinni meðfram öðrum verkefnum og vill ekkert gefa upp um útgáfutíma. „Þetta er mikið verkefni og það kemur út þegar því er lokið. Það er mikilvægt að sleppa ekki hendinni af börnunum fyrr en þau hafa náð bærilegum þroska.“ - ÁKB

„Ef ég get gefið hinsegin vinum mínum nokkra tilfinningu fyrir því að þau eigi sér sögu og menningu og séu hlekkur í langri keðju, þá er til nokkurs unnið.“

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE 3


Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson

HINSEGIN SÖGUR

HANASLAGUR HOMMANNA (brot) Einhverju sinni voru tveir ungir og bráðmyndarlegir hommar, fríðir sýnum, duglegir til allra verka og ekkert kvenlegir. Þvert á móti voru þeir einstaklega karlmannlegir, næstum því jakar, svo að bæði heilbrigðu kynin, konur og karlar, litu við á götu til að horfa á eftir þeim. En þeir voru sjaldan á götunni vegna þess að þetta voru verkamenn sem unnu við flökun í frystihúsi. [...] Hommarnir voru gerðir tvítóla af hendi guðs eða af náttúrunnar hendi strax í fæðingunni. Hvorugt tólanna kom fram á röntgenmyndum þegar mæður þeirra fóru í skoðun, og legvatnið sagði ekkert um sódómískt eðlið. Því vísindin eru ekki enn orðin alfullkomin. Hefðu tólin eða vökvinn úr þeim komið fram í legvatninu hefðu mæðurnar getað fengið ókeypis fóstureyðingu á kostnað ríkisins, á þeirri forsendu að tvítóla fólk er viss tegund af fávitum, ekki andlegum heldur líkamlegum. [...] Í fæðingunni voru kynfæri hommanna „afar óljós“ eins og fæðingarlæknirinn sagði. Tólin fóru samt ekkert á milli mála eftir að drengirnir urðu unglingar. Og það kom sér vel fyrir þá og vináttu þeirra. Þeir kynntust af tilviljun og nutu kynlífsins af tvöföldum unaði, eins og gefur að skilja, og létu ekkert á sig fá að ullað var á þá í hverfinu fyrir að vera ekkert með stelpum. (Guðbergur Bergsson. 1984. Hinsegin sögur, bls. 7-8. Forlagið, Reykjavík.)

4

Mynd: Eva Ágústa

SÖGUR UM ÁSTARLÍF Á ÖLLUM SVIÐUM Árið er 1984 og Samtökin ‘78 eru aðeins sex ára gömul. Lagaleg mismunun samkynhneigðra á Íslandi hefur ekki verið afnumin, Páll Óskar er ekki kominn út úr skápnum (enda bara 14 ára) og alnæmi er lífshættulegur „hommasjúkdómur“. Þá ber svo við að einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar, Guðbergur Bergsson, sendir frá sér smásagnasafnið Hinsegin sögur, sem hann tileinkar „ástarlífi íslendinga á öllum sviðum“. Sögurnar fjalla sannarlega ekki um hefðbundið, gagnkynhneigt ástarlíf heldur fólk (og dýr) í alls kyns kyngervum og með ýmiss konar langanir og þrár, og ólíklegt er að margar aðrar íslenskar bækur fjalli eins opinskátt um kynvillt kynlíf. Það hefur oft viljað loða við bækur sem fjalla

um hinsegin ástalíf að unaður sögupersónanna leiði til óhamingju, jafnvel dauða, en svo er ekki í Hinsegin sögum, því þar fylgir öfughneigðinni oftar en ekki hamingja. Sagan „Hanaslagur hommanna“ fjallar t.d. um tvo homma sem eru svo heppnir að hafa fæðst tvítóla og með bæði tólin á bringunni svo það tekur enginn eftir kynvillu þeirra. Þeir geta stundað kynlíf hvar og hvenær sem er en fólk heldur bara að þeir séu í hanaslag. Í sögunni „Undrið milli læranna“ dettur Magnúsa einnig í lukkupottinn. Hún er stórgerð kona með búkonuhár, gift manni og hjónaband þeirra er kynlífsríkt og hamingjusamt. En einn góðan veðurdag þegar Magnúsa situr og hlustar á útvarpssögu, sem er „talsvert lesbísk“, fer eitthvað dularfullt að vaxa milli fóta henni og hún fær óstjórnlega löngun til

kvenna. Þegar útvarpssögunni lýkur nokkrum vikum síðar er hún komin með fullvaxið typpi. Samt sem áður missir hún ekki löngunina til eiginmannsins og þau lifa enn hamingjusamara og fjölbreytilegra kynlífi en áður.

Hinsegin sögur eru til á bóka-safni Samtakanna ‘78 og eru skyldulesning fyrir alla bóka-glaða hýrlinga. - ÁKB

Sögurnar fjalla um fólk (og dýr) í alls kyns kyngervum og með ýmiss konar langanir og þrár

HÝRAUGAÐ MÆLIR MEÐ: nýlegum íslenskum ævisögum

Ég skal vera Grýla (2008) Ævisaga Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skráði.

Tabú ( 2008 )

Nýr penni í nýju lýðveldi ( 2007 )

Ævisaga Harðar Torfasonar. Ævar Örn Jósepsson skráði.

Ævisaga Elíasar Mars rithöfundar. Hjálmar Sveinsson skráði.


UMFJÖLLUN

FÉLAGSMAÐURINN

HINSEGIN FRÉTTIR

PINKNEWS.CO.UK

LÖGREGLAN Í ÚGANDA SEGIR DAVID KATO HAFA BORGAÐ MORÐINGJANUM FYRIR KYNLÍF.

PRESSAN.IS KYNHEILBRIGÐI

Kynlíf aldraðra er staðreynd Jón Sævar Baldvinsson 59 ára Einhleypur BÚSETTUR: Reykjavík ATVINNA: Óviss þessa dagana, margt í deiglunni.

UPPÁHALDS: BÓK: Vandasamt að svara – líklega verður Salka Valka fyrir valinu. HÖNNUÐUR: Alvar Alto og Calvin Klein STJÓRNMÁLAMAÐUR: Enginn eins og er. BORG: New York.

Blaðafólk Hýraugans eru ekki teprur. Þess vegna nenni ég ekki að skrifa enn eina greinina um hversu mikið feimnismál kynlíf aldraðra er. Kynlíf aldraðra er staðreynd. Kynþörf aldraðra er staðreynd og aldrað hinsegin fólk stundar kynlíf. Þá er sá partur frá. Þeir sem gerðu sér vonir um munnmök, fróun eða drátt að hætti hússins í ellinni geta andað rólega.

Endaþarmsmök eru ekki mjög algeng meðal þeirra sem komnir eru yfir sjötugt en þó er einhver hópur sem stundar þau.

LAND: Bandaríkin SKEMMTISTAÐUR/ BAR: Trúnó Á DÖFINNI ÞESSA DAGANA: Panta varning fyrir Gay Pride. NÆST Á DAGSKRÁ: Leysa Gay Pridevarninginn úr tolli.

Nýleg könnun sem birtist í Journal of Sexual Medicine tekur saman kynhegðun Bandaríkjamanna og setur fram á skiljanlegan máta. Meðal þess sem kemur fram er að tæplega fimmtíu prósent karlmanna eldri en sjötugt fróa sér. Hjá konum á sama aldri er talan þrjátíu og þrjú prósent. Sami hópur fróar sér með öðrum, þar eru karlmenn töluvert duglegri en konur; þrettán prósent karlmanna fróa sér með aðstoð vina eða félaga á meðan aðeins fimm prósent kvenna gera það. Þegar kemur að munnmökum er hlutfallið nokkuð lægra en aðeins um tvö prósent karlmanna sögðust hafa þegið munnmök frá öðrum karlmönnum. Það er sama prósenta og hjá konum sem segjast hafa stundað munnmök með vinkonu eða maka. Endaþarmsmök eru ekki mjög algeng meðal þeirra sem komnir eru yfir sjötugt en þó er einhver hópur sem stundar þau. Hjá karlmönnum er hlutallið tvö prósent, á meðan hlutfallið hjá konum er eitt prósent. Tvö prósent karla sögðust hafa verið gefendur í endaþarmsmökum. - ATF

HRÓSIÐ! Hrósið að þessu sinni fá tveir látnir menn fyrir að gefa allar eigur sínar til Hörpunnar, en fyrir arfinn hefur nú verið keyptur konsertflygill sem vígður verður af Víkingi Heiðari Ólafssyni við opnun hússins í maí nk. Í tilkynningu frá Hörpunni segir að mennirnir sem um

ræðir, Einar G. Eggertsson og Knútur R. Einarsson, hafi verið menningarunnendur en það sem ekki kemur fram í fréttatilkynningum „hinna fjölmiðlanna“ er að þeir Einar og Knútur voru par til fjölda ára og meðal þeirra fyrstu til að staðfesta samvist sína þegar þau lög gengu í gildi 1996. Nú lifir minning þeirra í glæsilegu hljóðfæri sem vonandi á eftir að gleðja marga um ókomna tíð. >>> Tilkynning frá Hörpu

18 ÁRA DRENG ÚR FG NEITAÐ UM AÐ GEFA BLÓÐ SÖKUM KYNHNEIGÐAR

PINKNEWS.CO.UK

LAG DIRE STRAITS BANNAÐ Í KANADÍSKU ÚTVARPI

SMUGAN.IS

HUMAN RIGHTS CAMPAIGN ÓTTAST NÝJAN ÞINGMEIRIHLUTA

PRESSAN.IS

FIMM ÁRA PRINSESSUSTRÁKUR: AÐ VERA Í KJÓLUM GERIR MIG HAMINGJUSAMAN

SMUGAN.IS

RÁÐLEGGUR SAMKYNHNEIGÐUM LEIKURUM AÐ HALDA SIG Í SKÁPNUM

PINKNEWS.CO.UK

VERSLUN Í BNA RITSKOÐAR FORSÍÐU MEÐ MYND AF ELTON JOHN ÁSAMT MAKA SÍNUM OG BARNI.

SMUGAN.IS

MORÐIÐ Á KATO GRÍÐARLEGT ÁFALL FYRIR HINSEGIN FÓLK Í ÚGANDA

SMUGAN.IS

VERÐUR NÆSTI FORSETI ÍRLANDS SAMKYNHNEIGÐUR?

SMUGAN.IS

STÓR HLUTI HEIMILISLAUSRA UNGLINGA Í BANDARÍKJUNUM ER HINSEGIN

SMUGAN.IS

SJÁLFSAGT AÐ ATHUGA HVORT SKILYRÐA SKULI ÞRÓUNARAÐSTOÐ TIL ÚGANDA

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

5


ÍTAREFNI

ELDAST ÓTTALAUS

UNGT HINSEGIN FÓLK ER DUGLEGT AÐ SÆKJA LÍFSREYNSLU TIL ELDRA FÓLKS „Þegar við eldumst viljum við ríghalda í minnið vegna þess að tíminn ruglast svo í höfðinu á manni með aldrinum,“segir Guðbergur Bergsson rithöfundur. Nýjasta bók hans Missir spyr áleitinna spurninga um hvert hugurinn reikar þegar komið er á leiðarenda og fátt er framundan nema eilífiðin. „Bókin er saga manns sem farinn er að eldast og missa minnið. Hann ruglar því saman tímum og atriðum úr ævi sinni,“segir Guðbergur. Hýraugað ræddi við Guðberg um óttann, ánægjuna og afleiðingar þess að eldast.

HINEGIN ÖLDRUNARÞJÓNUSTA

UMRÆÐA ER Á FRUMSTIGI Á Íslandi hefur réttindabarátta skilað því að hinsegin fólk er velkomið, í það minnsta umborið, á flestum þeim stofnunum sem það þarf að sækja í daglegu lífi. Síðan kemur að því að fólk eldist og sum okkar velja að setjast að á dvalarheimilum aldraðra, sem eru oft síðustu stofnanirnar sem við sækjum í lífi okkar. En eru elliheimili í raun hinseginvæn? Þessi spurning hefur afar sjaldan verið borin fram hér á landi. Ástæða þess er mögulega einföld og augljós. Hinsegin fólk hefur aldrei orðið gamalt á Íslandi, eða svo segjum við, þar sem eldri kynslóðir nutu ekki sama frelsis og við sem njótum nú réttinda og samþykkis meirihluta samfélagsins. Eldri kynslóðir lifðu í skápnum án þess jafnvel að láta sig dreyma um að koma út. Nú er staðan hins vegar önnur; opinberlega hinsegin fólk er að verða eldra og hugsar nú í auknum mæli um möguleika sína í ellinni.

6

Í Evrópu og Ameríku hefur umræðan um hinsegin elliheimili farið vaxandi og bent hefur verið á ýmsa möguleika. Á sama tíma hefur þessi umræða valdið miklum deilum. Andstæðingar þessara hugmynda hafa bent á að þær geri ekkert annað en að skapa sundrung og að með þessu sé hinsegin fólk að loka sig af. Fylgjendur hafa hins vegar bent á að það geti verið óbærilegt fyrir hinsegin fólk að vera sett í herbergi með aðila sem fyrirlítur það og þurfa jafnvel að verja síðustu dögum sínum með fólki sem barðist hatrammlega gegn því í upphafi réttindabaráttunnar. Þá getur fordómafullt starfsfólk skapað mikil óþægindi fyrir fólk og einnig gleymist oft að fólk með svipaðan bakgrunn hefur oft sameiginlega reynslu og áhugamál. Á Íslandi hefur þessi umræða ekki átt sér stað nema meðal lítilla hópa. Almenn umræða um hinsegin elliheimili er á algjöru frumstigi. Á meðan bíður fólk heima, oft einmana og ráðalaust og heyrst hafa

dæmi þess að einstaklingar neiti að fara á almenn elliheimili eins lengi og þeir mögulega geta. Anna Björg Aradóttir hjá Landlæknisembættinu segir hinsegin elliheimili vera nýtt umræðuefni sem aldrei hafi verið hugsað út í en vert sé að ræða það og skoða. Samtökin ‘78 hafa lítið aðhafst í þessum málum en þó færst í aukana undanfarið. Nú hafa Samtökin m.a. komið á Heldri manna og kvenna kvöldum þar sem eldra hinsegin fólk getur hist og rætt saman. - SJG

Anna Björg Aradóttir hjá Landlæknisembættinu segir hinsegin elliheimili vera nýtt umræðuefni sem aldrei hafi verið hugsað út í en vert sé að ræða það og skoða.

„Ég get ekki sagt að ég sé mjög óttasleginn yfir því að eldast. Það hellist auðvitað yfir mig stundum,“segir Guðbergur og bætir við að undarlegast sé að hugsa til þess að komið sé að manni sjálfum en ekki öðrum. „Þegar maður á fjölskyldu og sér svo gamalt fólk í kringum sig fara, áttar maður sig á að fljótlega gæti komið að manni sjálfum.“Guðbergur segist sjálfur ekki vera eins fljótur að átta sig og áður. „Allt er þetta auðvitað persónu- og einstaklingsbundið. Að mörgu leyti er jákvætt að átta sig á því hvað tímanum líður og að nú hverfi maður fljótlega. Því fylgir mikil ást og sérstaklega á ungu fólki sem maður vill allt það besta og finnst eiga allt gott

SKÁPURINN

SAMNINGAVIÐRÆÐUR VIÐ SKÁPAHOMMA

Samningaviðræður eru samræður milli aðila sem þurfa að sætta ólík sjónarmið og ná sameiginlegri niðurstöðu. Hver aðili hefur ákveðna hagsmuni sem móta samningsmarkmið og kröfur sem settar eru fram í viðræðunum. Þótt báðir telji sig hafa náð góðum samningi við lok viðræðna þarf sá samningur ekki


OFSÓKNIR

ÓFREMDARÁSTAND Í ÚGANDA

Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson skilið.“ Hann segir að honum þyki vænna um ungt fólk með aldrinum. Guðbergur segir óttann við að eldast skiljanlegan. „Auðvitað er fólk óttaslegið yfir því að missa tennurnar, heyra illa, sjá illa og að verða náttúrulaus.“ Óttinn við að eldast er að mati Guðbergs fyrst og fremst hræðsla við hrörnun líkamans. „Fæstir hafa hugmynd um hvernig líkaminn hrörnar. Samfélagið fer í felur með hvernig það gengur fyrir sig að eldast. Karlmenn eru dauðhræddir við að ræða um sinn risavaxna blöðruhálskirtil,“segir Guðbergur og bendir á að eðlilegast væri að kenna ungu fólki í skólanum hvað það er að eldast. „Mögulega er betra fyrir hinsegin fólk að eldast,“ svarar Guðbergur spurningu Hýraugans um hvort hann telji að eldra hinsegin fólk þurfi að takast á við sérstök

endilega að uppfylla raunverulegar þarfir eða hagsmuni. Mín uppvaxtarár einkenndust af huglægum samningaviðræðum við mína samkynhneigð. Ég taldi hagsmuni mína felast í að vernda framtíðina, sem var venjulegt, gagnkynhneigt líf. Kröfurnar voru einfeldningslegar og báru ekki mikinn vott um framsýni eða skýra hagsmuni sem ég þóttist vera að vernda. Fórnarlömb samningaviðræðnanna voru fjölskylda mín og vinir. Þau fengu bara að sjá þessa

vandamál sökum kynhneigðar. „Ungt hinsegin fólk er svo duglegt að sækja lífsreynslu til okkar sem eldri eru. Mögulega erum við meira reiðubúin að veita upplýsingar en þau sem ekki eru hinsegin. Það er alltaf ákveðinn kærleikur til í öllum einstaklingum. Mögulega er meiri umhyggja og skilningur meðal hinsegin fólks í ljósi þeirra ofsókna sem samfélagið hefur þurft að takast á við.“

Undanfarið hafa æ fleiri ógnvænlegar fréttir borist frá Úganda en eins og margir vita er samkynhneigð ólögleg þar í landi. Þingmaðurinn David Bahati komst í heimsfréttirnar á síðasta ári eftir að hann lagði fram frumvarp á úganska þinginu sem felur í sér dauðarefsingu við samkynhneigðu athæfi. Í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni MSNBC sagði Bahati m.a. að erlendir aðilar þyrptust til Úganda í þeim tilgangi að safna til sín börnum og kenna þeim samkynhneigða hegðun. Hann sagðist þó ekki hata samkynhneigða heldur elska þá en hann yrði að vernda úgönsk börn.

-ATF

Auðvitað er fólk óttaslegið yfir því að missa tennurnar, heyra illa, sjá illa og að verða náttúrulaus.

hagsmunagrímu sem verndaði líf sem ég trúði ekki á. Lokaviðræður áttu sér stað fyrir 22 ára afmælið og bundu enda á táningsár sem einkenndust af laumuspili og lygum. Þær gátu ekki bætt upp fyrir þá mörgu slæmu samninga gerðir höfðu verið árin á undan. Þar hafði ég gefið öðrum hagsmunum undir fótinn. Ekki mínum eigin.

Sometimes one pays most for the things one gets for nothing - Albert Einstein

Fjölmiðlar í landinu eiga stóran þátt í að viðhalda fordómum og hatri en í október sl. birti úganska dagblaðið Rolling Stone grein þar sem talin voru upp nöfn 100 samkynhneigðra einstaklinga og birtar myndir af sumum þeirra, en á forsíðu blaðsins stendur: „Hengjum þau“. Meðal þeirra sem birt var mynd af í Rolling Stone var David Kato, einn helsti talsmaður samkynhneigðra í landinu, en hann var myrtur á heimili sínu nú í lok janúar. Úganska blaðið Sunday Monitor greindi frá því á heimasíðu sinni sl. fimmtudag að karlmaður hefði verið handtekinn grunaður um morðið. Sá grunaði segist hafa þegið fé fyrir að stunda kynlíf með Kato. Kato sagði í útvarpsstöðina teldi ástæðuna hómófóbíu í

viðtali við NPRí fyrra að hann á bak við vaxandi Úganda þá að

strangtrúaðir Bandaríkjamenn hafi komið til Úganda, haldið ráðstefnur gegn samkynhneigð og sagt, sem sérfræðingar, að hægt sé að venja fólk af samkynhneigð. Þingmaðurinn Bahati er í sambandi við bandaríska hópa sem berjast gegn samkynhneigð og blaðamaðurinn Jeff Sharlet telur að þau tengsl Bahatis hafi verið helsta hvatning hans til að útbúa hið hatursfulla lagafrumvarp. >>>Hér má sjá umfjöllun Rachel Maddow um málið Brenda Namigadde sætti einnig ofsóknum vegna kynhneigðar sinnar í Úganda og flúði til Bretlands árið 2002. Hún hefur ítrekað sagst óttast um líf sitt fari hún aftur til Úganda. Mál hennar komst í fréttir nýlega eftir að breska útlendingaeftirlitið neitaði henni um pólitískt hæli, því ekki þótti sannreynt að hún væri í raun samkynhneigð. Dómara í máli hennar þóttu ekki næg sönnunargögn vera fyrir hendi og því væri ekki hægt að veita henni hæli, þótt bresk yfirvöld hefðu gefið skýr fyrirmæli um að flóttamenn sem hefðu flúið frá heimalandi sínu sökum ofsókna vegna kyns eða kynhneigðar ættu rétt á hæli í Bretlandi. Vísa átti Namigadde úr landi aðeins örfáum dögum eftir að David Kato var myrtur en á síðustu stundu fengu lögfræðingar hennar tímabundið dvalarleyfi fyrir hana. Alex Oringa, lögfræðingur Namigadde, segist hafa miklar áhyggjur af öryggi hennar. „Um leið og hún lendir á flugvellinum í Entebbe verður hún handtekin. Maður veit aldrei hvað gerist í varðhaldi og þeim finnst hún hafa niðurlægt úgönsku ríkisstjórnina,“ sagði Oringa við The Guardian. David Bahati sagði við The Guardian að Brenda væri velkomin aftur til Úganda ef hún segði skilið við samkynhneigt hátterni sitt. „Hér í Úganda er samkynhneigð ekki mannréttindi, heldur hegðun sem er lærð en hægt er að venja sig af.“ Mál Namigadde verður tekið aftur fyrir hjá dómara í dag, 7. febrúar. - ÁKB

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

7


VIÐTAL orðið vitni að hræðilegu slysi fór Ragnar að hugsa um hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til þess að milda áfallið fyrir ættingjana. Sama kvöld ræddi hann málið við húsbónda sinn Præsler og úr varð að hann fór í læri til Dr. Buch og lærði útfararþjónustu og líkfrágang. Á þessum tíma tíðkaðist ekki að ganga sérstaklega frá líkum til greftrunar og því var ekki um eiginlega námsbraut að ræða, heldur eitthvað sem Ragnar í rauninni fann upp hjá sjálfum sér. Hann fékk að fylgja læknanemum eftir við krufningar og læra alla anatómíuna sem því fylgdi.

Lífsstarfið

RAGNAR MICHELSEN

ER ÞETTA HOMMINN? Mynd: Eva Ágústa

Ragnar Michelsen er einn þeirra manna sem muna tímana tvenna í samfélagi hinsegin fólks á Íslandi. Hann er fæddur í júlí 1943, þriðji innfæddi Hvergerðingurinn og segja má að hann hafi fæðst inn í blómabransann því faðir hans átti og rak m.a. Blómaskála Michelsen. Ragnar var frekar bráðþroska og var u.þ.b. 9–10 ára þegar hann áttaði sig á samkynhneigð sinni. Þrátt fyrir að búa í þeim litla bæ sem Hveragerði var þá lenti hann aldrei í neinum fordómum að heita mátti. Hann var kvenlegur í fasi og fólk tók honum bara eins og hann var... „Ha – þetta er bara hann Gaggi – Gaggi Mich.“ Honum leyfðist alveg að vera hann sjálfur og það var helst þegar utanbæjarkrakkar komu til Hveragerðis að hann fékk að heyra setningar eins og „Er þetta homminn?“ Um svipað leyti og hann var að

8

uppgötva samkynhneigðina gerði hann sér einnig grein fyrir því að hann væri öðruvísi að öðru leyti. Ljósmóðirin og presturinn á staðnum tóku hann tali og komust að því að hann var sjáandi og talaði við fólk sem aðrir sáu ekki. Upp frá því var hann einrænn og var lítið fyrir að trana sér fram, heldur brosti til fólks og kom fram við það eins og hann vildi að það kæmi fram við hann sjálfan. Fólki stóð beygur af honum til að byrja með en tók hann smám saman í fulla sátt. Um fermingaraldur var hann farinn að fá stoltið og sjálfsvirðinguna og lagði sjálfum sér lífsreglurnar: „Berðu höfuðið hátt, virtu aðra og láttu ekki troða á þér – vertu bara þú sjálfur.“

Námsár í Kaupmannahöfn

Fimmtán ára gamall hljóp Ragnar í skarðið fyrir föður sinn og útbjó kistuskreytingu fyrir jarðarför í Hveragerði en hann hafði fram að því mikið fylgst með föður

sínum að störfum. Snemma leitaði hugurinn til þeirra látnu og blómanna og sautján ára hélt hann til Danmerkur þar sem hann lærði blómaskreytingar en lærifaðirinn sá um rúm 80% allrar útfararþjónustu í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa

Berðu höfuðið hátt, virtu aðra og láttu ekki troða á þér – vertu bara þú sjálfur

Eftir útskrift árið 1962 vann Ragnar í Kaupmannahöfn við blómaskreytingar, við útfararþjónustu/sem líksnyrtir og einnig sem módel. Hann kom þó reglulega heim til Íslands með „dásamlega Gullfossi“ eða flaug með millilendingu í Glasgow. Ragnar náði mjög góðum tökum á dönskunni og varð sú kunnátta lykillinn að því að hann fékk mörg verkefni fyrir dönsku hirðina á þessum árum. Hann hefur fengið þjónustumedalíur frá Hirohito Japanskeisara, Íranskeisara og Grikkjakonungi, unnið við skreytingar í árlegu teboði drottningar í Buckingham-höll þar sem var danskt þema, en stoltastur varð hann samt þegar hann sá Ásgeir Ásgeirsson forseta ganga í salinn í opinberri veislu í Kristjánsborgar- og Amelíenborgarhöll. Þá sagði Íslendingshjartað til sín og tár féllu. Eins fékk Ragnar að upplifa fyrstu opinberu heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur og þótti mjög tignarlegt að heyra hana kynnta inn í salinn. Árið 1976 var Ragnar næstum alfluttur heim til Íslands en fór út ef eitthvað sérstakt var um að vera. Hér heima stofnaði hann sína eigin blómabúð og starfaði við útfararþjónustu í um 50 ár eftir að hann fékk sveinsbréfið. Á fyrstu árum Ragnars í starfi hafði Jóhann K. Hjörleifsson útfararstjóri mikinn áhuga á að fá hann til sín til að búa illa farin lík til greftrunar og vatt sú vinna smám saman upp á sig. Svona frágangur var ekki innifalinn í


01 //

Mynd: Eva Ágústa

01 // Ragnar á heimili sínu í Breiðholtinu 02// Mynd tekin af Sigríði Bachman ljósmyndara 02 //

03// Ragnar við módelstörf á yngri árum

03 //

Myndir úr safni Ragnars

þjónustu kirkna eða útfararstofa en ef beiðni barst frá ættingjum fór Ragnar í líkhúsið og gekk frá líkinu.

Dökkar hliðar hinsegin samfélagsins...

Í gegnum það starf kynntist Ragnar dökkri hlið hinsegin samfélagsins. Þónokkrir félagar okkar hafa fallið fyrir eigin hendi og oftar en ekki bjó Ragnar þá til greftrunar. Einnig upplifði hann alnæmisfaraldurinn á þessum tíma þegar enginn vildi helst snerta á líkum þeirra sem dóu af ótta við smit. Til að byrja með var reglan sú að líkin voru brennd en Ragnar var samt ákveðinn í því að þessir menn fengju sómasamlega útför eins og aðrir. Hann sagði að sömu reglur giltu um þessi lík og öll önnur og vitnaði í sinn gamla lærimeistara, Dr. Buch: „Hanskar, þvottur og bara einu sinni við hvert lík“. Ragnar fer reglulega í kirkjugarðana hér í Reykjavík og vitjar þá jafnan leiðanna og signir grafir fallinna félaga. Hann segist finna mikinn frið t.d. í Fossvogskirkjugarðinum og finnst gott að rölta þar um eða setjast á bekk.

Það var bara samkomulag – ég er bara ég og þau eru þau. Það var bara samþykkt því allir sáu hver ég var.

Ragnar vakti óneitanlega eftirtekt á götum Reykjavíkur á þessum fyrstu árum; glæsilegur ungur maður sem gekk um pelsklæddur. Þegar menn voru byrjaðir að hópa sig saman og ræða hugsanleg samtök samkynhneigðra var Ragnar því leitaður uppi og boðið að mæta á fundi. Hann hitti þessa stofnendur Samtakanna en var ekki sammála öllum um aðferðafræðina í baráttunni. Hann var aldrei mikið fyrir að trana sér fram og vera með læti. Þeir sem höfðu sýningarþörfina upplifðu mikið steinkast, segir Ragnar, en þótt hann væri svona kvenlegur og gengi beinn í baki var eins og fólk virti hann af því hann var bara hann sjálfur. Hann þurfti ekkert að fela en samt var

aldrei talað um þessa hluti heima við. „Það var bara samkomulag – ég er bara ég og þau eru þau. Það var bara samþykkt því allir sáu hver ég var.”

Samtökin ‘78

Ragnar starfaði lengi hjá Samtökunum ‘78, bæði á símavaktinni og eins á opnum húsum, þar sem hann lagði sig fram um að tala við ráðvillt fólk sem kannski var að mæta í fyrsta sinn. Greinarhöfundur getur sjálfur vitnað um vinalegt viðmót Ragnars og það var gott að hafa einhvern til að tala við. Einnig hefur Ragnar í gegnum tíðina margsinnis verið stoppaður á förnum vegi eða fólk komið til hans í blómabúðina í Breiðholtinu og spurt hann ráða varðandi samkynhneigð. Nú er hann alveg hættur slíku og beinir öllum fyrirspurnum til ráðgjafa Samtakanna ‘78. Aðspurður um álit sitt á breytingunum sem orðið hafa á stöðu hinsegin fólks segir Ragnar þær að mörgu leyti góðar. Stundin í Borgarleikhúsinu þegar lögin um staðfesta samvist tóku

gildi hafi verið stórkostleg. Honum finnst það eiga að vera einkamál hvers og eins hvort viðkomandi vill eignast barn; ef fólk hafi áhuga, fjárhagslegt öryggi og heilsu eigi það að ráða því sjálft. Hann vill leyfa staðgöngumæðrun því betra sé að hafa slíkt undir eftirliti þar til bærra yfirvalda. „Sanngirni gagnvart sál – það er dýrmætt hverri persónu að eignast barn – sérstaklega mæðrum, móðurtilfinningin...“ Ragnar segist í seinni tíð hafa upplifað ákveðna fordóma gegn sér sem gömlum samkynhneigðum manni. „Hvað ert þú að gera hérna, afi gamli?“ er spurning sem hann hefur fengið á opnu húsi Samtakanna. Maður spyr sig hvort unga fólkið hafi einkarétt á því að fara út á meðal fólks. Gæti þetta stafað af því að samkynhneigðir karlmenn virðast margir hverjir hálfhræddir við að eldast? Við getum lært mjög margt af eldri kynslóðinni og það er víst að Ragnar Michelsen hefur frá ótalmörgu að segja eftir mjög viðburðaríka ævi. - GH

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

9


ÁHUGAVERT

Mynd: Wiki Commons

/// ATBURÐIR & ÞJÓNUSTA hyraugad@samtokin78.is Mán. 7. feb. kl. 17–19 Heldri manna og kvennakvöld Regnbogasal S’78 >>> Nánar

Lau. 19. feb. kl 18 Trans-ungmennakvöld Regnbogasal S’78 >>> Nánar

Fim. 24. feb. Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar S’78 rennur út >>> Nánar

Lau.26. feb. kl. 15–18 Aðalfundur Ungliðahreyfingar S’78 Regnbogasal S’78 >>> Nánar

Sun. 27. feb. kl. 14–16 Samkynhneigðir foreldrar: Krakkakaffi Trúnó. >>> Nánar

Fim. 3. mars kl. 20 Kynning á frambjóðendum til stjórnar S’78 Regnbogasal S’78 >>> Nánar

Sun. 6. mars kl. 14 Aðalfundur Hinsegin daga Regnbogasal S’78 >>> Nánar

Mán. 7. mars kl. 17–19 Heldri manna- og kvennakvöld Regnbogasal S’78 Fim. 10. mars kl. 18:30 Aðalfundur S’78 – boðið upp á súpu fyrst. Regnbogasal S’78 >>> Nánar

Regnbogasalur og bókasafn eru opin alla fimmtudaga frá kl. 17–23. Ungliðahreyfing S’78 hittist alla sunnudaga kl. 20 í Regnbogasal S’78. Q – félag hinsegin stúdenta hittist alla föstudaga kl. 21 í Regnbogasal S’78. samtokin78.is

10

HINSEGIN ÖLDRUNARÞJÓNUSTA

AÐ ELDAST ÁN

FELULEIKS

Í Danmörku fer nú fram umræða um hinsegin deildir innan almennra elliheimila. LGBT Danmark vonast til þess að þessar deildir verði opnaðar á völdum elliheimilum þar í landi innan skamms.

DaneAge, samtök eldri borgara í Danmörku, segja að nú þegar séu til staðar elliheimili fyrir gyðinga, fólk sem lifði af útrýmingarbúðir nasista, fíkla og alkóhólista og því sé sjálfsagt að opnað verði hinsegin elliheimili, enda sé mikilvægt fyrir eldra fólk að umgangast annað fólk sem það þekkir og getur deilt með minningum og reynslu. „Enginn vafi er á því að í framtíðinni munu fleiri minnihlutahópar eins og múslímar og aðrir trúarhópar vilja umönnun og þjónustu sem sniðin er að þeim,“ segir Margrethe Kähler, talsmaður DaneAge. Henrik Jensen, sagnfræðingur við Roskilde-háskóla, varar við

Í framtíðinni munu fleiri minnihlutahópar eins og múslímar og aðrir trúarhópar vilja umönnun og þjónustu sem sniðin er að þeim.

því að komið verði á fót slíkum stofnunum á vegum ríkisins. Hann segir það skapa sundrung þegar fólk fari að skipta sér niður í litla afmarkaða hópa og velferðarríki eigi því ekki að styðja þá þróun. LGBT Danmark bendir þó á að þau vilji einungis deildir innan almennra elliheimila fremur en að stofna sérstök elliheimili og kljúfa sig þannig frá almennu samfélagi. Karen M. Larsen, lektor í sögu og trúarfræðum, segir mikilvægt

að minnast þess, áður en þessi umræða sé töluð niður, að hjúkrunar- og elliheimili séu í grundvallaratriðum fyrir gagnkynhneigða. Danskt samfélag sé gagnkynhneigt nema annað sé tekið fram. Að sama skapi er samfélagið hvítt og kristið nema annað sé tekið fram. Það þýðir þó ekki að elliheimili mismuni minnihlutahópum en hins vegar má vera að þau hunsi þá eða líti framhjá þeim ef þau vita ekki hvernig á að meðhöndla þá. Þá getur verið óþægilegt eða ruglingslegt fyrir fólk að þurfa að útskýra sjálft sig fyrir starfsfólki eða að takast á við fordóma. Þegar fólk flytur á elliheimili er það oftast vegna þess að það getur ekki lengur séð um sig sjálft og því er skiljanlegt að hinsegin fólk vilji elliheimili þar sem það getur treyst því að því sé vel tekið og skilningur sé fyrir því að það er hinsegin. Karen segir einnig að það sé nýtt að talað sé um eldra hinsegin fólk og sambönd þeirra, líf og vonir. Samkynhneigð sé oft talin æskufyrirbæri, enda er hinsegin samfélag sýnilegast á skemmtistöðum með glens og glamúr sem oftast er tengt

TÓLF ÁRA AFMÆLI Q - FÉLAGS HINSEGIN STÚDENTA Q-félag hinsegin stúdenta fagnaði 12 ára afmæli sínu 19. janúar sl. Af því tilefni var haldið heilmikið partý sem tókst afbragðsvel eins og myndirnar bera vitni um. Einnig var aðalbygging Háskóla Íslands lýst upp í regnbogalitunum líkt og gert hefur verið undanfarin ár í tengslum við afmælisdag Q.

Myndir: Jóhann Páll Valdimarsson


við ungdóm. Þar að auki lifðu fyrri kynslóðir að miklu leyti í skápnum á yngri árum og því sé eðlilegt að halda því áfram á eldri árum. Komandi kynslóðir verði þó miklu meira áberandi í baráttunni þegar á líður. Árið 2008 opnaði fyrsta hinsegin elliheimili Evrópu í Berlín í Þýskalandi og höfðu nokkrir þegar sótt um herbergi áður en heimilið opnaði. „Það síðasta sem þú vilt þurfa að gera á eldri árum er að fela hver þú ert eða vera tilneyddur til að búa með einhverjum sem fyrirlítur þig,“ sagði Christian Hamm, arkitekt og stjórnarmaður hins nýja elliheimilis. Haft var eftir einum íbúa elliheimilisins að hann hefði engan áhuga á að vera alltaf í gagnkynhneigðu umhverfi. „Eldra fólk hefur gaman af því að tala um börn sín og barnabörn en margir samkynhneigðir eiga ekki börn svo það verður erfitt að taka þátt í þeirri umræðu. Hún getur verið vandræðaleg fyrir okkur.“ Þá hafa nokkur einkarekin hinsegin elliheimili verið rekin í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hoard Turner, samkynhneigður maður sem var að undirbúa flutning á eitt slíkt með unnusta sínum, sagði í viðtali: „Ef þú ert ekki samkynhneigður getur þú ekki skilið þörf eldra hinsegin fólks til að tala við fólk, vera afslappað og þurfa ekki að ritskoða það sem sagt er. Það gerir lífið mikið einfaldara.“ Bill Stein, 86 ára hommi sem var að flytja frá almennu elliheimili, sagði í sama viðtali: „Ef maður segir ekki „Ég er hommi“, þá sleppur maður. Ég var vel lokaður inni í skápnum.“ Síðan hélt hann áfram og sagði um hinsegin elliheimilið sem hann flutti á að þar væri hann sannarlega frjáls. - SJG

Mynd: Flickr.com/inezzy

TRANSGENDER

STAÐHÆFINGAR UM HVAÐ ÉG ER OG HVAÐ ÉG MUN ALDREI VERÐA Ég þjáist af geðsjúkdómi og er ekki alvöru kona. Þetta er sýn samfélagsins á hvað ég er. Fólk heldur þetta og ýmsir segja það beint út, sumir harkalegar en aðrir. Ég heyri endalausar staðhæfingar um hvað ég sé og hvað ég muni aldrei verða. Ég get ekki eignast börn því ég hef ekki réttu líffærin í það og mun aldrei verða alvöru kona. Hvernig get ég barist gegn þessu þegar fólk nálægt mér sem ég hélt að ég gæti náð til heldur þetta líka? Ef fólk sem styður mig getur ekki breytt sínum hugsunarhætti, þá getur það enginn. Er ég að biðja um of mikið? Það að vera transgender snýst um svo miklu meira en að vera eitthvað „case“ sem lætur „skipta“ um kynfæri. Þetta snýst um hver maður er. Ég upplifi mig sem konu, alveg eins og einhver annar upplifir sig sem konu eða karl. Þetta snýst um að fá kyn sitt leiðrétt. Af hverju er ég minni kona en hver önnur, einfaldlega af því að

ég þjáist af fæðingargalla? Mér finnst ekki að fólk sem er með einhvers konar fæðingargalla sé minna fólk en aðrir. Ég þarf ekki að segja fólki hvað það er. Hver er ég að segja öðrum hverjir þeir eru? Hvernig get ég sagt einhverjum hvað hún eða hann er? Fyrir mér er fólk fólk. Jón er ekki gagnkynhneigður. Jón er Jón. Anna er ekki lesbía. Anna er Anna, og svo framvegis. Til eru ótalmargir fæðingargallar, svo margir að eflaust er varla hægt að telja þá. Hvers vegna þarf ég að berjast fyrir mínum tilverurétti vegna þess að heilinn í mér samsvarar ekki líkamlegum þáttum? Snýst kyn virkilega bara um tvo hluti? Samfélagið er svo mikið X og Y þegar kemur að kyni. Kyn er líka huglægt. Kyn er ekki bara líkamlegt og hvað þú sérð. Kyn snýst um hvernig þú upplifir þig og hvað þér finnst. Það snýst um hvað þú sérð þegar þú lokar augunum og hugsar um sjálfan þig. Ég býst ekki við því að fólk sem ekki er transgender skilji það. Hvernig ætti það svo

Það að vera transgender snýst um svo miklu meira en að vera eitthvað „case“ sem lætur „skipta“ um kynfæri.

sem að gera það? Ég get aldrei fyllilega skilið hvernig margir laðast að konum en mér finnst samt eðlilegasti hlutur í heimi að fólk geri það. Ég er ekki að biðja um að allir skilji nákvæmlega hvað ég er að ganga í gegnum. Ég bið einfaldlega um að fólk trúi á mína sannfæringu og hvað ég er. Hver ég er. Kvenkyns. - Ugla Stefanía Jónsdóttir

11


AFTURENDINN

HEIMSBYLTING SEM ENGINN HEFÐI TRÚAÐ

Óskað er eftir framboðum til stjórnar og trúnaðarráðs. Kosið er á aðalfundi þann 10. mars.

HEFUR ÞÚ

ÁHUGA, ÞOR OG DUGNAÐ? Í stjórn er óskað eftir framboðum í stöðu formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera og þriggja meðstjórnenda. Í trúnaðarráði sitja tíu einstaklingar. Hlutverk ráðsins er að vera stjórn félagsins til ráðgjafar og virkja fleiri félaga til starfa. Þá er einnig óskað eftir framboðum í stöður tveggja skoðunarmanna reikninga.

Frestur til þess að bjóða sig fram er til 24. febrúar. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 552-7878 eða með því að senda tölvupóst á kristinsaevars@gmail.com. Kjörnefnd hvetur sem flesta til þess að íhuga framboð – því fleiri sem bjóða fram krafta sína í þágu félagsins, því betra! Kynning á frambjóðendum verður haldin fimmtudaginn 3. mars kl. 20 Aðalfundurinn verður þann 10. mars kl. 18:30. Boðið verður upp á súpu og venjuleg aðalfundarstörf hefjast fljótlega eftir það.

Er ekki farið að ræða um eldri kynslóðina í hópi lesbía og homma... hinsegin elliheimili hvað þá meira. En – það segir auðvitað sína sögu um breytinguna í gaysamfélaginu að einhver eldri kynslóð skuli vera til; áður mátti nánast telja „þessa eldri“ á vettvangi á fingrum sér. Ætli ég tali ekki fyrir hönd margra miðaldra (!) lesbía og homma þegar ég segi að ég hafi alltaf verið í hópi þeirra eldri. Fyrir tuttugu árum var nefnilega þrítugt fólk virkilega gamalt á gay-vettvangi. Núna erum við komin yfir fimmtugt og erum auðvitað áfram með aldursforystuna.

Ætli ég tali ekki fyrir hönd margra miðaldra (!) lesbía og homma þegar ég segi að ég hafi alltaf verið í hópi þeirra eldri. Margrét Pála Ólafsdóttir

fyrrverandi forstýra Samtakanna ‘78

Lífið er þó ávallt við sama heygarðshornið í meginatriðum. Stelpur finna stelpur og strákar finna stráka, rétt eins og við höfum alltaf fundið ástina á okkar nótum. Hins vegar er tilveran í kringum okkur meira en gjörbreytt. Sýnilegar fyrirmyndir, umræða um samkynhneigð og trygg lagaleg réttindi eru veruleiki. Fjölskyldur bregðast vel við ungmennum á leið úr skápnum og „The Well of Loneliness“ er liðin tíð. Kirkjubrúðkaup, barneignir, uppeldi og borgaralegt heimilislíf – allt það sem við „þessi eldri“ afsöluðum okkur án umhugsunar til að geta lifað okkar eigin sannleika – er núna daglegt brauð. Heimsbylting sem enginn hefði trúað fyrir tuttugu, hvað þá þrjátíu árum, og ekkert málefni hefur breyst jafnmikið hjá heilli þjóð á svo skömmum tíma. En – það skyldi þó ekki leynast kvika undir fægðu yfirborði og fræðilegu umburðarlyndi???

SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE

Hýraugað 1. tbl. 2. árgangur - Febrúar 2011  

Í þessu blaði beinum við kastljósinu að eldri kynslóðinni okkar og könnum aðstæður hennar og þarfir. Ekki hefur farið fram mikil umræða hér...