Húsfreyjan 1. tbl 2022

Page 26

KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS

Ný útgáfustjórn Húsfreyjunnar L

Myndir: Gunnhildur Lind

andsþing Kvenfélagasambands Íslands sem haldið var í Borgarnesi um miðjan október 2021 samþykkti nýja reglugerð um tímaritið Húsfreyjuna, málgagn Kvenfélagasambands Íslands. Reglugerðin er svohljóðandi:

1. Tímaritið heitir Húsfreyjan og er málgagn Kvenfélagasambands Ís­ lands. 2. Útgáfustjórn skal skipuð fimm konum og tveimur til vara. Stjórn KÍ skipar þrjár konur í útgáfustjórn á fyrsta fundi eftir landsþing og eina til vara. Af þessum þremur konum skal ein vera skipuð formaður útgáfustjórnar og ein skal vera gjaldkeri KÍ. Tvær konur og ein til vara skulu skipaðar á fyrsta fundi annars árs eftir landsþing. Útgáfustjórn ber ábyrgð á tímaritinu. 3. Útgáfustjórn skal ráða ritstjóra við tímaritið í samvinnu við stjórn KÍ. Ritstjóri skal ráðinn til þriggja ára í senn. 4. Ritstjóri ber ábyrgð á efni tímaritsins eins og fram kemur í ráðningarsamn­ ingi við hann. 5. Formannaráð skal skipa rýnihóp ann­ að hvort ár sem hefur það hlutverk að koma með ábendingar og tillögur um útgáfu og efnistök blaðsins. 6. Ekki má leggja niður útgáfu tíma­ ritsins nema því aðeins að landsþing KÍ hafi samþykkt það með minnst 2/3 hlutum atkvæða, enda hafi áður farið fram minnst tvær umræður um málið. Útgáfustjórn Húsfreyjunnar kemur í stað útgáfustjórnar- og ritnefndar Hús­ 26

Björg Baldursdóttir Kvenfélagi Hólahrepps er nýr formaður útgáfustjórnar Húsfreyjunnar.

freyjunnar. Í nýju útgáfustjórn­ ina hafa verið skipaðar: Björg Baldursdóttir formaður, Magða­ lena Jónsdóttir gjaldkeri, Eva Hilmarsdóttir, Guðrún Þóranna Jónsdóttir og Þóra Sverrisdóttir. Til vara: Guðný Valberg og Linda B. Sverrisdóttir. Fyrrverandi nefndarkonum eru þökkuð góð störf í þágu Húsfreyj­ unnar undanfarin ár. Guðrún Þóranna Jónsdóttir

ð og Jákvæ

tbl. s | 1.

d Ísland

mban

agasa Kvenfél

. 2022

73. árg

i

nd hvetja

90 kr.

1.9 | Verð

sem a það aman n ú n tg Veljum ur finnsHúsfreyjan AGA 1. tbl. 2022 SMÁS GAR okk ir Gyða

Björg

ótt

Jónsd

N ETTLI ÓLAV IR LEIKSK KRIFT UPPS KÁLS M UNNI LÓ B KÖNN U LÁ KAR FRÁ B FAPO KORT IR GJA PÓST ÓNAÐ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Húsfreyjan 1. tbl 2022 by Húsfreyjan - Tímarit - Issuu