1 minute read

KÍ: Ný útgáfustjórn Húsfreyjunnar

Ný útgáfustjórn Húsfreyjunnar

Landsþing Kvenfélagasambands Íslands sem haldið var í Borgarnesi um miðjan október 2021 samþykkti nýja reglugerð um tímaritið Húsfreyjuna, málgagn Kvenfélagasambands Íslands. Reglugerðin er svohljóðandi:

1. Tímaritið heitir Húsfreyjan og er málgagn Kvenfélagasambands Íslands. 2. Útgáfustjórn skal skipuð fimm konum og tveimur til vara. Stjórn KÍ skipar þrjár konur í útgáfustjórn á fyrsta fundi eftir landsþing og eina til vara.

Af þessum þremur konum skal ein vera skipuð formaður útgáfustjórnar og ein skal vera gjaldkeri KÍ. Tvær konur og ein til vara skulu skipaðar á fyrsta fundi annars árs eftir landsþing.

Útgáfustjórn ber ábyrgð á tímaritinu. 3. Útgáfustjórn skal ráða ritstjóra við tímaritið í samvinnu við stjórn KÍ.

Ritstjóri skal ráðinn til þriggja ára í senn. 4. Ritstjóri ber ábyrgð á efni tímaritsins eins og fram kemur í ráðningarsamningi við hann. 5. Formannaráð skal skipa rýnihóp annað hvort ár sem hefur það hlutverk að koma með ábendingar og tillögur um útgáfu og efnistök blaðsins. 6. Ekki má leggja niður útgáfu tímaritsins nema því aðeins að landsþing

KÍ hafi samþykkt það með minnst 2/3 hlutum atkvæða, enda hafi áður farið fram minnst tvær umræður um málið.

Útgáfustjórn Húsfreyjunnar kemur í stað útgáfustjórnar og ritnefndar Húsfreyjunnar. Í nýju útgáfustjórnina hafa verið skipaðar: Björg Baldursdóttir formaður, Magðalena Jónsdóttir gjaldkeri, Eva Hilmarsdóttir, Guðrún Þóranna Jónsdóttir og Þóra Sverrisdóttir. Til vara: Guðný Valberg og Linda B. Sverrisdóttir.

Fyrrverandi nefndarkonum eru þökkuð góð störf í þágu Húsfreyjunnar undanfarin ár.

Björg Baldursdóttir Kvenfélagi Hólahrepps er nýr formaður útgáfustjórnar Húsfreyjunnar.

Kvenfélagasamband Íslands | 1. tbl. 73. árg. 2022 | Verð 1.990 kr.

Jákvæð og hvetjandi

Guðrún Þóranna Jónsdóttir

This article is from: