
25 minute read
KÍ: Kvenfélagsstarf í heimsfaraldri
Kvenfélagsstarf í heimsfaraldri
Dagmar Elín Sigurðardóttir
Innan Kvenfélagasambands Íslands starfa 17 héraðssambönd með 143 kven- og líknarfélög um land allt og um 4.500 félagskonur. Árið 2010 á 80 ára afmæli KÍ var stofndagur þess 1. febrúar útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar“. Fer vel á því að kvenfélagskonur eigi sér dag til að að vekja athygli á þeim óeigingjörnu störfum sem konur í kvenfélögum hafa innt af hendi til að styðja við ýmis verkefni, sem mörg hver varða velferð og heilsu fjölskyldna.
Ámerkum tímamótum fagna félögin þeim oftar en ekki með gjöfum til samfélagsins og hafa félagskonur unnið mikið til að afla fjármagns. Slíkar gjafir gleðja ekki einungis þiggjandann heldur einnig þann sem gefur enda “sælla er að gefa en þiggja” Þannig hafa félögin sameiginlega getað styrkt stór verkefni á landsvísu en einnig einstök félög í sinni heimabyggð.
Heimsfaraldurinn, sem nú geisar, hefur haft áhrif á marga þætti þjóðfélagsins og hefur kvenfélagsstarfið ekki farið varhluta af þessu ástandi. Mörg félög og sérstaklega þau stærri hafa lítið getað hist sökum samkomutakmarkana meðan smærri félög hafa getað starfað eitthvað, þótt í minna mæli hafi verið. Þrátt fyrir ástandið er gaman að sjá kraftinn í kvenfélagskonum, félögin dugleg að kalla félagana saman þegar sóttvarnarreglur heimila, funda eða gera eitthvað skemmtilegt. Margar nýjar hugmyndir hafa komið fram og ljóst að hugsað er út fyrir boxið.
Kvenfélagskonur sitja ekki auðum höndum og gera það besta úr þeim aðstæðum sem eru til staðar hverju sinni. Það er gaman og gefandi að taka þátt í starfi kvenfélaganna og mikill styrkur fyrir hvert félag að hafa öfluga forystu og fá reglulega nýja félaga til starfa. Gamla mýtan að í kvenfélögum sé bara verið að baka á ekki lengur við. Konur hittast, nýta sér tæknina og ánægjulegt að vera þátttakandi í þeirri öru þróun, sem orðið hefur eins og t.d. á netfundum, á stuttum tíma.
Ágæti lesandi, í hvaða félagi starfar þú? Ef ekki, hvers vegna ekki að kynna sér það öfluga starf sem félög um land allt standa straum af? Allar upplýsingar um þau kvenfélög sem eiga aðild að Kvenfélagasambandi Íslands og margs konar annan fróðleik má finna á heimasíðunni www.kvenfelag.is. Hlökkum til að sjá þig!
Dagmar Elín Sigurðardóttir Forseti Kvenfélagasambands Íslands
Bláa kannan
Stella og Gréta
Það var árið 2007 sem þær Stella Gestsdóttir og Gréta Björnsdóttir tóku við rekstri Bláu könnunar, kaffihússins í París, fallega húsinu við Hafnarstræti 96 á Akureyri. Það er vel tekið á móti öllum sem koma inn í þetta hlýlega hús í hjarta Akureyrar og þaðan berst lesendum Húsfreyjunnar nú póstkort frá þeim Grétu og Stellu.
Þær stöllur eru báðar búsettar á Akureyri. Gréta er Akureyringur í húð og hár en Stella er uppalin á Björgum í Hörgárdal en flutti til Akureyrar um tvítugt. Áður en þær tóku við rekstri Bláu könnunnar árið 2007 hafði Stella unnið í Landsbankanum í 18 ár og var ekkert á leiðini að breyta til en Gréta hafði mikla reynslu af veitingageiranum og hafði verið veitingastjóri á Hótel Kea í þrjú ár en unnið þar í samtals sex ár. Hún hafði líka nýlokið kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri og unnið við kennslu í einn vetur. Svo tóku þær Gréta og Stella skyndiákvörðun þegar þær fréttu að kaffihúsið góða væri til sölu og keyptu rekstur Bláu könnunnar.
Gréta er gift Ingólfi H. Gíslasyni. Hann er bakari og vinnur hjá Kristjánsbakaríi á Akureyri. Þau eiga tvo syni og þjú barnabörn. Stella er gift Eyþóri R. Jósepssyni framkvæmdarstjóra Glugga ehf. og eiga þau hjónin þrjú börn og fjögur barnabörn. Þær vinkonurnar kynntust í gegnum mennina sína en þeir höfðu áður rekið saman Kexverksmiðjuna á Akureyri. „Við hófum rekstur Bláu könnunnar rétt fyrir fjármálahrunið og það var sannarlega töff tímabil. Vinnudagarnir voru oft ansi langir eins og algengt er í veitingageiranum en hrunið olli því að Íslendingar voru meira hér heima á landinu okkar og það kom okkur til góða. Bæði komu bæjarbúar og fólk úr nágrenninu í auknum mæli til að fá sér hressingu og eiga notalega stund á Bláu, eins og oft er sagt, og svo líkar landsHér berst lesendum Húsfeyjunnar póstkort. Hver man ekki eftir póstkortunum sem við skrifuðum og sendum til fólksins okkar heima frá fallegum og eftirminnilegum stöðum á ferðalögum? Mikið var nú gaman að fá póstkort með mynd og frásögn en nú á tímum alnetsins heyra þau til undantekninga og frásagnir berast með öðrum hætti. Þetta póstkort berst okkur frá Bláu könnunni, kaffihúsinu notalega í hjarta Akureyrar.


Stella og Gréta njóta þess að taka á móti fólki með góðum veitingum á Bláu könnunni í hjarta Akureyrar.
mönnum vel að heimsækja Akureyri og þá finnst mörgum tilheyra að koma til okkar. Upplifa stemmninguna í þessu sögufræga húsi í miðbænum og fá sér eitthvað hressandi og gott. Við bættum svo við okkur sumarið 2014 þegar við tókum, auk Bláu könnunnar, við rekstri Café Laut í Lystigarðinum á Akureyri og rákum það þar til 2021 en nú einbeitum við okkur aftur að Bláu könnunni.
Þegar við lítum til baka þá eru 15 ár auðvitað langur tími, miklu máli skiptir að vera alltaf á tánum, vera mikið til staðar, sjálfur á vaktinni í vinnunni á gólfinu og halda vel utan um hlutina. Við höfum verið heppnar með starfsfólk í gengum árin sem hefur verið afar dýrmætt. Miklu máli skiptir að vera alltaf með góðar vörur til sölu, gott kaffi og alltaf nýbakað heimagert bakkelsi, það er okkar mottó. Við höfum haldið okkur við margar af okkar vinsælustu tertum í áraraðir. Ef það gerist að eplakakan okkar vinsæla með marsipaninu er ekki til, svona svo dæmi sé tekið, þá eru fastakúnnarnir ekki alveg ánægðir. Gulrótartertan er alltaf vinsæl eins og megnið af okkar samlokum og svo er grillað panini líka sígilt.
Við eigum marga fastakúnna sem hafa
París, glæsilega bláa húsið með, fallegu hvítu gluggunum, rauðu þaki og turnspírum í hjarta Akureyrar er meira en hundrað ára gamalt. Það var byggt af Sigvalda Jóhannessyni kaupmanni árið 1913. Sigvaldi opnaði verslunina París í húsinu og í gegnum tíðina hafa nokkrar verslanir verið reknar þar. Árið 1997 keyptu hjónin Sigmundur Einarssonar og Guðbjörg Inga Jósepsdóttir húsið og hófu að gera það upp af miklum myndarskap. Þau opnuðu árið 1998 kaffihúsið Bláu könnuna í húsinu en þar eru einnig til húsa Græni hatturinn og Götubarinn og svo sjálf Bláa kannan, rekin af þeim Stellu og Grétu frá því 2007. Húsið er enn í eigu Sigmundar og Ingu. Þess má geta að Bláa kannan var frá upphafi reyklaust kaffihús og var fyrsta reyklausa kaffihús landsins.
komið til okkar á Bláu könnuna í mörg ár og geta að eigin sögn ekki hugsað sér annað en að koma tvisvar, þrisvar í viku til okkar og njóta þess að fá sér góðan cappuccino eða ekta swiss mocca með alvöru súkkulaði. Það er svo gaman að eiga þannig þátt í daglegu lífi, lífsgæðum og góðum stundum fólks. Hér hafa líka orðið til ýmiskonar viðburðir. Frá árinu 2007 höfum við verið með Heimspekikaffi á aðventunni, sunnudagana fjóra fyrir jólin. Þá mæta um fimmtíu manns á klukkutíma fyrirlestur um það sem er á döfinni í hvert skipti. Mjög skemmtilegur hópur og líflegar umræður. Svo eru ótalmargir saumaklúbbar sem hittast á Bláu og allskonar hittingar eru í gangi alla daga þar sem fólk virðist njóta þess að hittast og spjalla í hlýju og góðu umhverfi en þurfa ekki að hafa neitt fyrir hlutunum sjálft heldur láta dekra við sig eins og við gerum best.
Það er ekki sjálfgefið að það gangi alltaf vel að reka kaffihús, jafnvel tvö kaffihús en við höfum verið svo heppnar að okkar samstarf hefur gengið áfallalaust í gengum árin. Við stöllur erum mjög ólíkar að upplagi og oft hefur verið gantast með það að það sé kanski galdurinn, tveir ólíkir pólar sem smella vel saman. Það, að geta treyst starfsfólkinu sínu þegar maður fer heim að kvöldi og vita að allir eru í þessu saman, er afar dýrmætt. Við höfum verið mjög lánsamar með starfsfólk og erum þakklátar fyrir það. Það er gefandi að vinna í þessu dásamlega fallega húsi sem ber í sér hlýlega stemmingu, vera í hjarta bæjarins vetur, sumar, vor og haust og fylgjast með fólkinu, sem kemur til okkar njóta veitinga og samveru, svona af hliðarlínunni bak við afgreiðsluborðið. Allir eru hjartanlega velkomnir til okkar á Bláu könnuna,“ segja þær Gréta og Stella.


Húsfreyjan í boði rafrænt
Nú getum við sagt lesendum þær frábæru fréttir að Húsfreyjan er í boði í rafrænni áskrift. Mögulegt er að vera áskrifandi að tímaritinu á pappír, eins og verið hefur frá upphafi, og rafrænt, eða hvorutveggja. Margir munu kjósa að fá áfram fallegt og áhugavert blað í hendur og njóta þess að fletta því og vera líka í rafrænni áskrift og hafa þannig jafnframt aðgang að tímaritinu hvar sem er í símanum eða tölvunni. Aðrir velja áfram óbreytta árskrift og fá blaðið sitt á pappír. Einnig er að sjálfsögðu í boði að breyta áskriftinni eingöngu í rafræna áskrift. Nýir áskrifendur geta valið hvaða leið sem þeir óska af þessum þremur: • Áskrift að Húsfreyjunni heimsent á pappír. • Áskrift að Húsfreyjunni heimsent á pappír og rafrænt. • Áskrift að Húsfreyjunni rafrænt. Núverandi áskrifendur geta farið inn á husfreyjan.is til að fá aðgang að áskriftarvefnum og nýir áskrifendur skráð sig. husfreyjan@kvenfelag.is - sími 552 7430

ÆVINTÝRI Á TENERIFE HAUSTIÐ 2022

NJÓTUM LÍFSINS KVENNAFERÐ
KRISTÍN LINDA HUGLIND OG INGA GEIRS SKOTGÖNGU
Kristín Linda sálfræðingur og ritstjóri Húsfeyjunnar og Inga Geirs fararstjóri og ferðaskipuleggjandi hjá Skotgöngu bjóða upp á vikuferðir til eyjunnar yndislegu Tenerife og Albír á Spáni í haust. Bókanir hafnar, beint flug, góð hótel, hálft fæði innifalið.
NJÓTUM LÍFSINS KVENNAFERÐ – SJÁLFSRÆKT OG GANGA
Vikuferðir fyrir konur 40 ára og eldri, uppskrift sem hefur algjörlega sannað sig enda þétt og gefandi dagskrá. Inga Geirs sér um fararstjórn, skipulag, skoðunarferðir og gönguferðir. Kristín Linda heldur sín vinsælu uppbyggjandi lífsgæðanámskeið sem hlotið hafa frábær meðmæli og eru bæði hagnýt og skemmtileg. Samkennd, gleði og ný kynni, vilt þú koma með?

NÁNARI UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR: inga@skotganga.co.uk kristinlinda@huglind.is www.skotganga.co.uk
Tertur og ástir í kvenfélaginu
Guðríður Baldvinsdóttir er fædd 1971 og ólst upp í Engihlíð í Kinn í SuðurÞingeyjarsýslu, en er nú búsett í Kelduhverfi með manni og þremur börnum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, Cand. agric prófi í skógfræði frá Norska landbúnaðarháskólanum í Ås og MSc prófi í beitarskógrækt frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Landgræðslunni, Skógrækt ríkisins og sem svæðisstjóri hjá Norðurlandsskógum. Hún hefur jafnframt verið sauðfjárbóndi í Lóni í Kelduhverfi frá 2000 og sjálfstæður atvinnurekandi í frumkvöðlarekstri frá 2008, stofnaði og rak meðal annars sápu og kertagerðina Sælusápur. Í dag rekur hún jurtalitunarstofuna Mórúnir, þar sem hún leggur áherslu á að nýta íslenskar jurtir til litunar á ullargarni af eigin lömbum.
Guðríður gekk í Kvenfélag Keldhverfinga fyrir tuttugu árum og hefur alla tíð verið virk í félagsstarfinu og gegndi starfi gjaldkera um árabil.
Guðríður hefur lengi búið til sögur, aðallega í huganum og gátu börnin pantað sér frumsamda sögu á hverju kvöldi meðan þau voru lítil. Fyrsta barnabók Guðríðar, Sólskin með vanillubragði, kom út 2019 hjá Bókaútgáfunni Sæmundi og önnur, Drengurinn sem dó úr leiðindum, fyrir síðustu jól,. Hún fjallar um hvort börn geti virkilega dáið úr leiðindum ef foreldrarnir taka af þeim síma, tölvur og nettenginguna.

Kvenfélagskaffið
„Mikið agalega er þetta fínt hjá þér Erna, þú gerir alltaf svo fallegar tertur. Hvernig ferðu eiginlega að því að skreyta þær svona fallega. Þetta er nú eitthvað annað en ómyndin hjá mér. Ég hef aldrei getað beitt rjómasprautunni. Það er nú annað en hjá ykkur þessum ungu konum.“
Ég leiddi masið í Steinunni hjá mér. Sem betur fór var þessi landlæga tilhneiging hjá mörgum eldri konum í kvenfélaginu á undanhaldi, að tala niður allt sem þær gerðu sjálfar en mæra verk hinna. Ég sá að Ernu líkaði þessi ræða ágætlega þó hún reyndi að láta ekki á því bera. Þetta var reyndar alveg rétt hjá Steinunni, terturnar sem hún kom iðulega með voru bæði bragðvondar og ljótar. En Steinunn gat kannski sjálfri sér um kennt, hún var alveg ofboðslega nísk og vildi aldrei nota hráefni sem hún taldi vera of dýr. Því aðlagaði hún yfirleitt uppskriftirnar að því hvað hún átti til í ísskápnum hverju sinni eða var að renna út. Engin matarsóun á því heimilinu.
Kvenfélagið hafði verið alveg á haus síðasta hálfa mánuðinn eftir að Vegagerðin hafði pantað veislukaffi fyrir þrjúhundruð manns í tilefni vígslu nýja vegarins. Ég brosti ósjálfrátt við tilhugsunina um að ég liti á það sem samfélagsskyldu að vera í kvenfélaginu. Hér tóku allir þátt í öllu . Ég var líka í búnaðarfélaginu, og ungmennafélaginu. Ungmennafélagið mætti reyndar endurnefna sem félag eldri borgara því það voru örfá börn eftir á grunnskólaaldri í sveitinni. Ekkert þeirra hafði áhuga á íþróttastarfi. Þó svo væri, væri full vel í lagt að halda úti heilu félagi fyrir fimm krakka. Ef það væru fleiri félög í sveitinni væri ég í þeim líka.
Fólk sagði að vegurinn myndi breyta þessu öllu. Íbúum myndi fjölga, þeir sæu tækifæri í að setjast að í sveitinni og byggja upp ferðaþjónustu. Með nýju fólki kæmu nýjar hugmyndir. Meðalaldurinn myndi lækka vel niður fyrir sextugt, sem ég var viss um að hann stæði í núna. Það var alltaf hægt að láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga, því hér vildi ég vera.
„Ertu ekki að verða búin að sópa gólfið, það er ekki hægt að leggja á borðið fyrir þér,“
Ég leit upp og studdi mig við sópinn. Ég hafði verið í of þungum þönkum til að taka eftir að Erna var komin upp að mér.
„Getiði ekki bara byrjað meðan ég er að klára?“
Uppgjafarsvipurinn á andliti Ernu leyndi sér ekki. „Í alvöru? svo rykið þyrlist ofan í kaffibollana?“
Erna var formaður kvenfélagsins og mjög fær í öllu sem hún gerði. Hún var búin að vera formaður í átta ár og ætlaði sér ábyggilega að vera að minnsta kosti átta ár í viðbót. Erna hafði ánægju af því að stjórna og útdeila verkefnum. Hún hafði komið eins og ferskur andblær inn í samfélagið þegar hún flutti í sveitina. Ung menntuð kona að sunnan. Nú var Erna sjálfskipuð drottning sveitarinnar og naut þess að baða sig í aðdáun eldri kvenna í sveitinni, þó hún reyndi að láta lítið á því bera. Mér hafði fundist hún frekar yfirborðsleg og sjálfhælin þegar ég kynntist henni fyrst.
Ég bað yfirleitt um að fá að vinna við erfidrykkjurnar en sleppa við stríðstertubaksturinn. Bakstur var ekki mín sterkasta hlið. Stundum tókst mér að fá son minn til að steikja fyrir mig pönnukökur ef í harðbakkann sló. En best fannst mér
að fá að raða á borð, hella upp á kaffi og vaska upp. Ég uppskar ekki mikið hrós þeirra gömlu fyrir það. „Aðdáunarvert hversu vel þú nærð út í hornin með sópnum“ „Ég hef sjaldan séð jafn vel þvegin tertuföt“
Hvorutveggja voru ekki setningar sem sagðar voru með aðdáunartón í viðurvist annarra félagskvenna. Nei, Erna var sú sem fékk mest að baða sig upp úr aðdáuninni. Reyndar var ég alveg sammála. Tertur hennar voru sérstaklega ljúffengar og Erna bjó til besta aspasbrauð sem ég hafði bragðað.
Ég var mjög treg til að fara fram í veitingasalinn, vildi helst halda mig inni í eldhúsi. Einhverjar höfðu þurft að vera eftir til að hella upp á kaffið og missa þess vegna af borðaklippingunni. Ég hafði verið fljót að bjóða mig fram og Steinunn vildi endilega verða eftir með mér. Ég taldi það ekki vera vegna þess hvað hún var fórnfús heldur aðallega vegna þess að Steinunn treysti mér alls ekki fyrir verkinu.
Vígslukaffið gekk vel. Ég var á þönum við að hella upp á kaffi og vaska upp. Mér fannst gott að vera þarna inni í eldhúsi, þá þurfti ég allavega ekki að standa í einhverju yfirborðskenndu spjalli. „Já þetta verður mikil lyftistöng fyrir samfélagið heldurðu það ekki,“ „Núna förum við vonandi að fá unga fólkið heim aftur“ „Já, nú horfum við fram á betri tíma.“
Ég gat leikið allar þær samræður sem ég hugsanlega gæti átt frammi í sal í huganum og sá engan tilgang í að færa þær samræður yfir í raunheima. „Það er aldeilis mannfjöldinn sem er í salnum,“ Steinunn helti mjólk í síðustu rjómakönnuna,“vonandi eigum við nóg af tertum í allan þennan herskara.“
Hún andvarpaði og bar bakkann með fleytifullum rjómakönnunum fram í veislusalinn.
Ég sökkti mér niður í uppvaskið. Það var eins og allt of margir hefðu aldrei heyrt minnst á matarsóun þegar hlaðborð var í boði. Ég skóf hálfar brauðtertusneiðar og velti íbitnum kleinum ofan í fötuna við hlið vaskaborðsins. Ég dæsti, hænur sveitarinnar fengju allavega fínar veitingar næstu vikuna. Ég dauðhrökk við þegar hendur voru lagðar um mittið á mér. Ég snéri mér örsnöggt við og otaði sápublautum uppþvottabursta eins og vopni í áttina að eiganda handanna. „Fyrirgefðu elskan, ég ætlaði ekki að bregða þér svona.“ Konan stóð brosandi bak við mig.
Hún færði sig ósjálfrátt frá mér þegar hurðin inn í eldhúsið þeyttist upp og inn rigsaði María með tóm tertuföt í báðum höndum. „Það er bara allt að verða tómt, það mætti halda að þetta fólk hafi ekki borðað í allan dag, það svoleiðis rífur í sig kaffibrauðið,“ María leit í kringum sig og kom auga á mig. „Ertu til í að kíkja í ísskápinn eftir fleiri tertum,“ hún beindi orðum sínum að mér en gaf konunni hornauga þar sem hún stóð við eldhúsbekkinn. „Ertu þá ekki til í að drífa þig fram og ræða við ráðherrabarnið, hann stendur afskiptur eins og illa gerður hlutur í miðjum sal, það hópast allir að þingmanninum okkar.“
María hló svo áberandi gullhálsfestin dansaði um hálsinn á henni. „Sýslungarnir telja svona kjúklinga að sunnan ólíklega til að vinna að málefnum landsbyggðarinnar.“
Konan hafði farið, á meðan á þessum orðaskiptum stóð, í ísskápinn og náð í tvær síðustu terturnar. Terturnar frá Steinunni. Hún rétti Maríu terturnar og stakk hreinum tertuhnífum undir þær. „Það eru greinilega síðustu forvöð að eitra fyrir höfðingjunum, mér sýnist að þessar séu frá Steinunni,“ María leit hlæjandi á mig og síðan á konuna. „Það er alveg óþarfi Erna að hrökklast svona frá konunni þinni, við erum löngu búin að venjast því að þið búið saman.“ María blikkaði í áttina að okkur og rauk út úr eldhúsinu.
Hávært skvaldrið barst inn til okkar skamma stund meðan hurðin lokaðist á eftir Maríu.
Við Erna litum í augu hvor annarar. Ég gekk að henni og lagði hendurnar þétt um mittið á henni og kyssti hana mjúklega á munninn.

Myndlistarkonan: Sossa Björnsdóttir
Að þessu sinni fylgir smásögunni verk eftir Margréti Sossu Björnsdóttur sem er fædd árið 1954, ólst upp í Keflavík og býr í Reykjanesbæ. Sossa hefur stundað myndlist í áratugi en hún nam myndlist í Myndlista og handíðaskóla Íslands, í Danmörku og Bandaríkunum. Hún hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir list sína og haldið sýningar víða um heim. Má þar nefna sýningu á alþjóðlega tvíæringnum í Peking í Kína og sýningarsölum í Massachusetts, Kaupmannahöfn, Porúgal, Flórens, Reykjavík og Reykjanesbæ sem dæmi. Fólk hefur orðið henni að yrkisefni í myndlistinn, hreyfingar, fas, líkamsstöður og samskipti og því smellpassar myndin hennar Sossu við sögu Guðríðar um kvenfélagskonurnar.
Vinnusmiðjur í fatabreytingum
Endurnýtum með saumaskap

Áhaustmánuðum 2021 brá vinnuhópur verkefnisins Vitundarvakning um fatasóun á það ráð að endurhugsa aðeins þá viðburði sem fyrirhugaðir voru tengdir verkefninu þar sem samkomutakmarkanir höfðu ítrekað haft áhrif á skipulag verkefnisins.
Í vinnuhópnum eru fjórar kvenfélagskonur, þær Jenný Jóakimsdóttir Félagi kvenna í Kópavogi, Ágústa Magnúsdóttir Kvenfélagi Garðabæjar, Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir Kvenfélagi Mosfellsbæjar og Edda Jónsdóttir Kvenfélaginu Seltjörn. Lögðu þær á ráðin og fengu til liðs við sig Sigríði Tryggvadóttur saumakonu sem er og hefur verið lengi mikil áhugakona um fatabreytingar. Sigríður er kennaramenntuð og rekur Saumahorn Siggu. Hefur hún síðastliðin ár sérhæft sig í endurnýtingu efna og að breyta gömlum fötum þannig að úr verði einstakar flíkur. Saumahorn Siggu býður upp á námskeiðahald, hönnun og saumaþjónustu. Vinnuhópnum fannst því tilvalið að fá Sigríði með í samstarf og var ákveðið að verkefnið myndi bjóða upp á vinnusmiðjur í fatabreytingum þar sem Sigríður yrði aðalleiðbeinandinn og kvenfélagskonur vanar saumaskap yrðu til aðstoðar. Var þá hægt að bjóða upp á viðburði í smærri hópum til að samkomutakmarkanir myndu ekki setja verkefninu skorður. Það varð úr að vinnusmiðjur í fatabreytingum voru haldnar í október og nóvember.
Vinnusmiðjurnar hafa það að markmiði að hvetja til þess að flíkum sé gefinn lengri líftími til að minnka kolefnisfótspor textíls. Smiðjunum er ætlað að auðga hugmyndaflug þátttakenda varðandi nýtingu á flíkunum í fataskápnum. Fjallað er um mismunandi möguleika á áframhaldandi notkun og kenndar leiðir til að breyta flík svo hún öðlist nýtt líf. Farið er í hugmyndaflæði varðandi þær flíkur sem þátttakendur taka með sér. Hópurinn hjálpast síðan að við að finna skemmtilegar lausnir á breytingunum. Sigríður og kvenfélagskonur eru svo þátttakendum til aðstoðar við saumaskapinn. Gert er ráð fyrir grunnþekkingu í saumaskap. Markmiðið er að þátttakendur virki sitt eigið hugmyndaflæði og öðlist sjálfstraust til að halda áfram að endurnýta og breyta flíkum í fataskápnum í stað þess að losa sig við þær.
Arnar Björnsson fréttamaður og Landinn á rúv kíktu við á Vinnusmiðju í fatabreytingum sem haldin var á Hallveigarstöðum 17. nóvember sl. Rætt var við aðalleiðbeinandann, Sigríði Tryggvadóttur í Saumahorni Siggu, Jenný Jóakimsdóttir starfsmaður KÍ og umsjónarmaður verkefnisins sagði frá verkefninu og rætt var við Guðrúnu Kristjönu Hafsteinsdóttur kvenfélagskonu í Mosfellsbæ sem var ein af aðstoðarkonum á vinnusmiðjunni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá vinnusmiðjunum síðastliðið haust.
Vinnuhópur verkefnisins, Vitundarvakning um fatasóun, áætlar að bjóða upp á fleiri vinnusmiðjur á þessu ári og geta áhugasamir fylgst með því og skráð sig á fésbókarsíðu og heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna.
Vinnuhópur verkefnisins: Vitundarvakning um fatasóun, Sigríður Tryggvadóttir, Ágústa Magnúsdóttir, Edda Margrét Jensdóttir, Jenný Jóakimsdóttir og Guðrún Kristjana Hafsteinsdóttir.
Sigríður Tryggvadóttir í Saumahorni Siggu deilir hér nokkrum hugmyndum að breytingum með lesendum Húsfreyjunnar. „Það eru í raun engar reglur um hvernig við breytum fötum, það er fyrst og fremst hugmyndaflugið og kjarkurinn til að prófa sig áfram sem skiptir mestu máli,“ segir Sigríður.
Blettir og göt:
· Setja bætur, myndir, form eða perlur og dreifa um flíkina · Klippa út og setja annað efni · Setja utanáliggjandi vasa
Stækkun:
· Klippa við brjóstbak, hafa axlarstykki og bæta fláa inn í mitt bakið neðan við · Bæta inn í hliðum · Bæta fláa við frá hálsmáli · Allt ofantalið
Annað:
· Bæta við kraga/ taka kraga · Bæta við ermum/taka ermar · Mjókka ermar/ víkka ermar · Skipta út efnum, t.d. nýjar ermar, stroff að neðan, klippa sundur búkinn · Bæta neðan á topp · Skreyta með tölum, rennilásum, skáböndum o.s.frv.
Barnaföt:
· Skipta út efnum, bæta inn í og stækka · Bæta stroffum neðan á til að lengja ermar/skálmar · Breikka stroff í mitti til að hækka sethæðina setja teygju í bakið til að halda uppi
Athugið að þegar viðbótin er sniðin þarf að gera ráð fyrir saumfarinu sem fer af flík í samsetningu. Gangi ykkur vel í fatabreytingum. Hópurinn hvetur lesendur til að sækja um aðild að Facebook hópnum hennar Sigríðar: Endurnýting gegnum saumaskap, sem er skapandi samfélag saumara sem skiptist á hugmyndum um endurnýtingu og fatabreytingar.




Hildur Traustadóttir
Hildur Traustadóttir, kvenfélagskona í Kvenfélaginu 19. júní, sem starfar á Hvanneyri í Borgarfirði, fór ekki framhjá neinum sem sótti Landsþing Kvenfélagsambands Íslands í Borgarnesi í haust enda var hún forseti þingsins og stýrði því af öryggi og skörungsskap. Ritstjóra Húsfreyjunnar þótti kjörið að gefa lesendum tækifæri til að kynnast henni aðeins en segja má að hún gegni nokkuð óhefðbundnu starfi.
Hildur er framkvæmdarstjóri tveggja búgreinafélaga, Félags eggjaframleiðenda og Félags kjúklingabænda og Stofnunga ehf. sem er í eigu þessara félaga. Það er því á hennar könnu, og þeirra sem hún starfar með og fyrir, að sjá til þess að við fáum íslensk egg og kjúkling á okkar disk. Gefum Hildi orðið.
Vestmannaeyjar, Lón og Hvanneyri
„Ég er fædd í Vestmannaeyjum 16. febrúar 1955. Mamma heitir Jakóbína Björg Jónasdóttir og er frá Grænavatni í Mývatnssveit en pabbi heitir Trausti Eyjólfsson, er fæddur í Vestmannaeyjum en ættaður undan Eyjafjöllum. Þau eru bæði látin. Við erum átta systkinin og er ég fjórða í aldursröðinni.
Foreldrar mínur bjuggu á Breiðabakka í Vestmannaeyjum. Þar átti ég heima til þriggja ára aldurs en þá flutti fjölskyldan að Volaseli í Lóni í AusturSkaftafellssýslu. Þar bjuggum við í tíu ár en þá fluttum við til Vestmannaeyja. Þar upplifði ég mín unglingsár fram að eldgosinu 1973 en þá flutti fjölskyldan að Hvanneyri í Borgarfirði.
Það var frábært að alast upp í Eyjum, þar eignaðist ég góða vini. Það var alltaf nóg að gera hvort sem var í leik eða starfi. Ég fór að vinna í fiski eins og svo margir jafnaldrar mínir og lærði að vera handflakari en það var deyjandi starfsgrein og aðallega fullorðnar konur sem unnu við það. Þær tóku vel á móti mér og voru fúsar til að leiðbeina mér og kenna. En eldgosið á Heimaey breytti mjög miklu. Ég var að vinna á Hvanneyri þann vetur en fór um sumarið til Eyja að moka vikri. Það var mjög erfitt. Sérstaklega man ég eftir því hvað það var erfitt að vera dag eftir dag í þessum gráa lit, það var allsstaðar aska.

Hildur Traustadóttir.
19 ára kvenfélagskona í Þingeyjarsveit
Á Hvanneyri kynntist ég fyrri eiginmanni mínum en hann er frá Fremstafelli í Þingeyjarsveit. Þar byrjuðum við að búa nítján ára gömul, fyrstu árin með tengdaforeldrunum. Við eignuðumst fjórar dætur; Elvu Þórey 1974, Áslaugu 1978, Margréti 1984 og Hrund 1988. Við stækkuðum búið, byggðum fjós og íbúðarhús. Ég varð fljótlega virk í félagsmálum og gekk í Kvenfélag Ljósvetninga 19 ára gömul, var formaður um tíma og kosin í stjórn Sambands þingeyskra kvenna. Einnig sat ég fundi hjá Sambandi norðlenskra kvenna.
Kvenfélagið 19. júní á Hvanneyri
Árið 1995 fluttist ég aftur að Hvanneyri og gerðist ráðskona við Bændaskólann sem nú er orðinn Landbúnaðarháskóli Íslands. Þá gekk ég í Kvenfélagið 19. júní og hef starfað þar síðan. Það eru svo mörg verkefni sem rúmast innan kvenfélaga og framgangur þeirra og félagsandinn byggist að sjálfsögðu á félagskonum. Ungar konur ganga í félagið hér á Hvanneyri og setja svip sinn á starfið. Það er okkar, sem eldri erum, að styðja þær í því sem þær vilja gera og taka þátt í þeirra hugmyndum. Það eru 50 konur í félaginu og fer fjölgandi.
Sambýlismaður minn er Ari Ingimundarson, ættaður úr Norður Þingeyjarsýslu. Fæddur á Kópaskeri en ólst upp á Raufarhöfn til unglingsára en þá flutti fjölskyldan í Kópavoginn. Hann
á tvö börn, Benedikt og Önnu Lóu og einn stjúpson, Reyni. Alls eigum við 14 barnabörn.
Framkvæmdarstjóri tveggja búgreinafélaga
Fljótlega fór ég að vinna við einangrunarstöð fyrir stofnfugla, sem rekin er af félögum eggja og kjúklingabænda og er staðsett á Hvanneyri. Þar er útungunarstöð og eldishús fyrir stofnfugla, sem eru foreldrafuglar í alifuglarækt. Frjóegg eru keypt oftast frá Svíþjóð, Noregi eða Danmörku frá sérstökum eldisbúum sem sérhæfa sig í stofnaræktun. Eggin þurfa að fara í einangrun og einnig ungarnir í um það bil átta vikur. Það eru tekin sýni úr þeim og ef allt er í lagi fara ungarnir á þau bú sem hafa leyfi til að halda stofnfugla.
Árið 2004 varð ég framkvæmdastjóri tveggja búgreina: Félags eggjaframleiðenda og Félags kjúklingabænda og einnig Stofnunga ehf. sem er í eigu þessara tveggja félaga. Tilviljun varð til þess að ég tók við starfi framkvæmdastjóra. Ég fór í nám á Bifröst með vinnuni sem hentaði ágætlega og ætlaði að halda þar áfram en þá veiktist framkvæmdastjórinn sem var yfirmaður minn hjá Stofnunga. Ég var fengin til að leysa hann af, fyrst tímabundið en þegar ljóst var að hann kæmi ekki aftur var ég komin það vel inn í starfið að ég hélt áfram og hef verið framkvæmdastjóri í tæp 18 ár.
Kolefnissporið er minna hér
Mjög miklar breytingar hafa orðið í landbúnaði á þessum tíma. Sala á kjúklingakjöti hefur margfaldast og hefur það frá árinu 2011 verið mest selda kjötið á landinu. Einnig er töluvert magn flutt til landsins af kjúklingakjöti. Það sama má segja um eggin, sala á þeim hefur aukist mjög mikið. Á síðasta ári fengu búgreinafélögin styrk frá Framleiðnisjóði til að láta gera skýrslur um „Kolefnisspor íslenskra kjúklinga og leiðir til að minnka það“ og „Kolefnisspor eggjaframleiðslu á Íslandi og leiðir til að minnka það.“ Þessar skýrslur eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir bændur, hvernig hægt er að gera betur og minnka kolefnissporið. Notast er við sama kerfi við útreikninga í mörgum löndum. Niðurstaðan er sú að þegar á heildina er litið virðist kolefnisspor íslenskra eggja vera minna en í flestri ann

Hildur Traustadóttir kvenfélagskona í ræðustól á Landsþingi KÍ í Borgarnesi í haust. ari framleiðslu á dýraafurðum til manneldis, bæði innanlands og utan. Einnig virðist kolefnisspor íslenskra kjúklinga vera langt undir heimsmeðaltali og að kolefnissporið sé minna en flestra annara dýraafurða til manneldis. Þetta eru frábærar fréttir fyrir neytendur og íslenska bændur þó að alltaf megi gera betur. Þessar niðurstöður hafa ekki farið hátt í umræðu um landbúnað og er það miður.
Gefandi að hrífast með
Þegar ég lít yfir farinn veg hefur líf mitt að miklu leyti snúist um vinnu þar sem ég hef tekið að mér ýmis aukastörf í stjórnum og nefndum þegar ég hefði mögulega getað verið í fríi því þegar félagsmálin eru áhugamálið er svo auðvelt að hrífast með. Það er ómetanlegt að fá tækifæri til að þroskast í félagsstarfi og gefandi og gaman að kynnast öllum þeim frábæru konum sem starfa í kvenfélögum. Fyrir það er ég þakklát og nýti Hér er Hildur í vinnunni fyrir eggja og kjúklinga- tækifærið til að hvetja konur sem þetta bændur, með kassa af dagsgömlum hænuungum í lesa til að láta til sín taka í félagsstarfi, fanginu. ekki síst kvenfélagsstarfi,“ segir Hildur.
