Húsfreyjan 1. tbl 2022

Page 15

KVENFÉLAGASAMBAND ÍSLANDS

Kvenfélagsstarf í heimsfaraldri Dagmar Elín Sigurðardóttir Innan Kvenfélagasambands Íslands starfa 17 héraðssambönd með 143 kven- og líknarfélög um land allt og um 4.500 félagskonur. Árið 2010 á 80 ára afmæli KÍ var stofndagur þess 1. febrúar útnefndur „Dagur kvenfélagskonunnar“. Fer vel á því að kvenfélagskonur eigi sér dag til að að vekja athygli á þeim óeigingjörnu störfum sem konur í kvenfélögum hafa innt af hendi til að styðja við ýmis verkefni, sem mörg hver varða velferð og heilsu fjölskyldna.

Á

merkum tímamótum fagna félögin þeim oftar en ekki með gjöfum til samfélagsins og hafa félagskonur unnið mikið til að afla fjármagns. Slíkar gjafir gleðja ekki einungis þiggjandann heldur einnig þann sem gefur enda “sælla er að gefa en þiggja” Þannig hafa félögin sameiginlega getað styrkt stór verkefni á landsvísu en einnig einstök félög í sinni heimabyggð. Heimsfaraldurinn, sem nú geisar, hefur haft áhrif á marga þætti þjóð­ félagsins og hefur kvenfélagsstarfið ekki farið varhluta af þessu ástandi. Mörg félög og sérstaklega þau stærri hafa lítið getað hist sökum samkomutakmarkana meðan smærri félög hafa getað starfað eitthvað, þótt í minna mæli hafi verið. Þrátt fyrir ástandið er gaman að sjá kraft­ inn í kvenfélagskonum, félögin dugleg að kalla félagana saman þegar sóttvarnar­ reglur heimila, funda eða gera eitthvað skemmtilegt. Margar nýjar hugmyndir hafa komið fram og ljóst að hugsað er út fyrir boxið. Kvenfélagskonur sitja ekki auðum höndum og gera það besta úr þeim að­ stæðum sem eru til staðar hverju sinni. Það er gaman og gefandi að taka þátt í starfi kvenfélaganna og mikill styrkur fyrir hvert félag að hafa öfluga forystu og Húsfreyjan 1. tbl. 2022

fá reglulega nýja félaga til starfa. Gamla mýtan að í kvenfélögum sé bara verið að baka á ekki lengur við. Konur hittast, nýta sér tæknina og ánægjulegt að vera þátttakandi í þeirri öru þróun, sem orðið hefur eins og t.d. á netfundum, á stuttum tíma. Ágæti lesandi, í hvaða félagi starfar þú? Ef ekki, hvers vegna ekki að kynna sér

það öfluga starf sem félög um land allt standa straum af ? Allar upplýsingar um þau kvenfélög sem eiga aðild að Kven­ félagasambandi Íslands og margs konar annan fróðleik má finna á heimasíðunni www.kvenfelag.is. Hlökkum til að sjá þig! Dagmar Elín Sigurðardóttir Forseti Kvenfélagasambands Íslands 15


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.