Húsfreyjan 4. tbl 2023

Page 16

HANDVERK

Lítið og krúttlegt borgar ekki reikningana!

Umsjón: Sigríður Ingvarsdóttir - Myndir: Úr einkasafni

Guðrún Bjarnadóttir Guðrún Bjarnadóttir, náttúrufræðingur, rekur Jurtalitunarvinnustofuna Hespuhúsið rétt fyrir utan Selfoss á Suðurlandinu. Þó Guðrún sé á kafi í handverkinu í dag þá var það ekki ætlun hennar að vinna við handverk þegar hún “yrði stór” en hún reyndi að forðast handverkið í áratugi þar sem báðar systur hennar unnu við handverk eða listir og hún vildi ekki gera eins. En þegar horft er til baka þá átti ég aldrei séns á að gera neitt annað. Amma kenndi mér að þekkja gróðurinn, mamma var handavinnukennari, ég lærði landbúnaðarfræði og elska náttúruna, íslensku sauðkindina og ullina. Jurtalitun sameinar þetta allt saman og á vinnustofunni þá fæ ég einnig útrás fyrir kennsluþörfina en ég elska að kenna og kenndi grasafræði og fleira við Landbúnaðarháskóla Íslands um tíma. Jurtalitunin er í rauninni áhugamál sem ég missti stjórn á, það tók öll völd og hefur ráðið mínu lífi núna í nær 15 ár. Jurtalitunin er svo skemmtileg náttúrufræði og auðvelt að vekja áhuga fólks á náttúrunni með fræðslu um litina. Jurtalitun skapar skemmtilegan og fjölbreyttan lífstíl þar sem ég fæ að vera úti í náttúrunni að tína jurtir og svo er það jurtalitunarferlið sem tekur nokkra daga og ég fæ aldrei nóg af. Opna vinnustofan gefur tækifæri til að hitta alls konar skemmtilegt fólk, Íslendinga og erlenda ferðamenn, sauðfjárbændur og handverksfólk. Upphafið í Borgarfirði En til að gera langa sögu stutta þá byrjaði ég að lita þegar ég var að skrifa mastersritgerðina mína um hvernig við 16

nýttum gróðurinn í gamla daga. Ritgerðin fór alveg úr böndunum og varð allt of löng því ég gat ekki hætt að skrifa og á sama tíma var ég farin að kenna á fullu við Landbúnaðarháskólann og byrjaði á þessum tíma að lita. Ég náði ekki að prjóna úr öllu bandinu sjálf og

þurfti að losna við það.Ég fór á sveitamarkað þar sem ég seldi bandið og upp frá því fór fólk að hringja í mig heim og biðja um að sjá í pottana hjá mér. Þannig þróaðist þessi hugmynd um opna vinnustofu þar sem fólk getur fræðst um gamla handverkið, kíkt í pottana og keypt band Húsfreyjan 4. tbl. 2023


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Húsfreyjan 4. tbl 2023 by Húsfreyjan - Tímarit - Issuu