1 minute read

Húsfreyjan 4. tbl 2023

Guðrún Bjarnadóttir

Guðrún Bjarnadóttir, náttúrufræðingur, rekur Jurtalitunarvinnustofuna Hespuhúsið rétt fyrir utan Selfoss á Suðurlandinu. Guðrún er í áhugaverðu viðtali í Jólablaði Húsfreyjunnar og talar þar tæpitungulaust.

Hvers virði er „dauði tíminn“?

"....Ef maður hugsar um peysu sem tekur 40 klst að prjóna og er seld út úr búð á t.d. 80 þúsund krónur sem þykir líklega heldur hátt, þá reiknast mér til að prjónarinn fái innan við 1000 kr á klst, sem eru ekki ásættanleg laun. Verslunin fær sitt, hráefnið kostar og vsk er 24%!!!

Lítið verður eftir fyrir þann sem vinnur vinnuna. Ef pípari prjónaði sömu peysu þá myndi peysan kosta vel yfir hálfa milljón og ef lögfræðingurinn minn prjónaði hana þá myndi hún slá í eina og hálfa milljón. En af því það er kona sem prjónar peysuna í ,,dauða tímanum” þá kostar hún bara 80 þúsund. Ef karlmaður vinnur í “dauða tímanum” þá heitir það yfirvinna!!!! Systir mín segir að það sé ekki til neitt sem heitir dauður tími nema þegar maður er dauður og þá gerir maður ekki mikið. ......."

This article is from: