Ískraft sagan 50 ára_Issuu

Page 1


Söguspor Ískraft

1975-2025

Nýjar höfuðstöðvar Iskraft á Höfðabakka sem opnaðar voru árið 2023.

Efnisyfirlit

Saga Ískraft .................................................................... 2 Tímalína

Ólumst upp með Ískraft .................................................. 8

Snorri og Valur Hreggviðssynir

Hjónin voru hörkudugleg og mynduðu gott teymi ........ 10

Ásgeir Friðsteinsson

Ískraft var mjög góður vinnustaður .............................. 12

Ragnar Eiríksson

Stolt af því að vinna hjá Ískraft .................................... 14

María Vilborg Rafnarsdóttir

Sérhæfing og góður starfsandi skiptir öllu ................... 16

Brynjar Stefánsson

Við vorum bara þrjátíu og vörulistinn á pappír .............. 18

Helgi Þór Óskarsson

Akureyringar vilja versla við þá sem eru á staðnun ...... 20

Páll Jakobsson

SAGA ÍSKRAFT

Saga Ískraft er samofin sögu uppbyggingu raforkukerfis og veitna á Íslandi. Ískraft flutti inn efni í

Byggðalínuna, en sala til veitustarfsemi hefur frá upphafi verið ein af grunnstoðum rekstrarins. Byggðalínan var umfangsmikil framkvæmd sem spannaði tólf ára tímabil og lagði grunn að því raforkukerfi sem við búum við í dag. Tækninýjungar frá Ískraft á borð við betri stýrikerfi fyrir hitaveitur höfðu einnig mikil áhrif á þróun veitustarfsemi hér á landi.

Hreggviður Þorgeirsson og Herborg Halldórsdóttir stofnuðu fyrirtækið árið 1975. Hreggviður hafði áður starfað hjá Johan Rönning og stofnaði Ískraft í samkeppni við það. Fyrirtækið hefur ávallt leitast við að bjóða upp á breitt vöruframboð og vera leiðandi bæði í þjónustu og

1975-1985 Upphafið

1975

Ískraft var stofnað i þann 25. nóvember 1975. Í upphafi einskorðaði fyrirtækið sig við að útvega raflagnaefni til rafveitna, ekki síst til RARIK, sem þá vann að lagningu Byggðalínu. Segja má að Byggðalínan hafi lagt grunninn að uppbyggingu Ískraft, en fyrirtækið seldi tengivirki, línuleiðara, einangra, spennubreyta og margt fleira í framkvæmdina. Háspennubúnaður var lifibrauð Ískraft fyrstu árin. Mikið af búnaðinum var keyptur frá samstarfsaðilum í

Finnlandi, bæði rafstrengir og háspennubúnaður.

Fyrirtækið var í upphafi starfrækt í bílskúr á heimili Herborgar og Hreggviðs í Faxatúni í Garðabæ og pósthólf á pósthúsinu var gefið upp sem heimilisfang Ískraft. Ískraft var frá upphafi fjölskyldufyrirtæki og börn þeirra hjóna, Halldóra, Þráinn Valur og Snorri, tóku virkan þátt í starfinu.

1978

Fyrirtækið fluttist í húsnæði að Sólheimum 29-33. Eftir að starfsemin þróaðist yfir í sölu á vörum til rafvirkja þurfti meira pláss fyrir ýmsa nýja vöruflokka.

1980

Umsvifin á hinum almenna rafiðnaðarmarkaði jukust uppúr 1980 og hefur síðan verið unnið stöðugt að útvíkkun starfseminnar á því sviði. Á þessu ári eignaðist Ískraft sína eigin telex vél, en áður hafði verið notast við vél sem Samtök iðnaðarins áttu. Fyrirtækið lagði mikið uppúr

því að rækta góð sambönd við birgja og vildi vera með á nótunum í samskiptatækni.

1981

Vinnu við Byggðalínu var að ljúka og Ískraft leitast eftir því að auka framboð á raflagnaefni, þótt sala til veitna yrði áfram byggð upp.

1982

Fyrsti sölumaður raflagna ráðinn til fyrirtækisins, rafvirkjameistarinn Ragnar Eiríksson. Því fylgdu aukin tækifæri til að ná inn á nýjan markað. Á næstu árum var fleira fólk ráðið inn.

1985-1995 Tæknivæðing og hringferðir um landið

1985

PC-tölva tekin í notkun hjá Ískraft, sem þótti framúrstefnulegt á þeim tíma.

1987

Þjónusta við veitustarfsemi hélt þó áfram að vera mikilvægur þáttur í framboði Ískraft. Í frétt úr dagblaðinu Degi frá því 25. nóvember 1987, á tólf ára afmæli fyrirtækisins, er sagt frá því að Hitaveita Akureyrar hafi sparað milljónir með notkun á mótorstýringum fyrir dælur frá Strömberg sem Ískraft flutti inn og þjónustaði. Þá var einnig auglýst kynning á rafeindatækjum og stýribúnaði frá Ískraft í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem kynna átti tæknina.

Í árslok 1987 sameinuðust Ískraft og Ásel hf. í Garðabæ og jókst þá vöruúrvalið á sviði töflubúnaðar mjög.

1990

Vöruúrval breikkaði mikið og um 8 manns störfuðu hjá Ískraft í upphafi tíunda áratugarins. Synir stofnenda höfðu gengið til liðs við fjölskyldufyrirtækið að loknu námi og komu með nýjar áherslur inn og vöruúrval breikkaði mikið, meiri lýsingarbúnaður og almennt raflagnaefni. Aukin

áhersla var lögð á að sækja inn á rafvirkjamarkaðinn og ná til verktaka.

1992

Fyrirtækið fór að skipuleggja hringferðir um landið til að heimsækja rafvirkja og viðskiptavini. Þessar ferðir voru nýjung í bransanum á þessum tíma og var Ískraft frumkvöðull á þessu sviði. Ískraft lagði áherslu á að fara til viðskiptavina í stað þess að bíða eftir að þeir kæmu.

Fyrirtækið færist smátt og smátt frá því að vera afgreiðsla yfir í að vera framsækið sölufyrirtæki.

1995-2005 Flutningar og

aukið framboð

1997

Ískraft var í upphafi rekið að Sólheimum 29-33 í Reykjavík en árið 1997 keypti Ískraft húsnæði að Smiðjuvegi 5 í Kópavogi. Þá voru 12 starfsmenn hjá Ískraft og flutningarnir breyttu miklu fyrir starfsemina. Hægt var að auka framboð þjónustu enn meira og betri aðstaða var til að taka á móti viðskiptavinum.

1999

Árið 1999 var stofnað útibú á Akureyri sem er til húsa að Hjalteyrargötu 4. Ískraft var fyrsta fyrirtækið í þessum bransa sem stofnaði útibú utan höfuðborgarinnar. Aðrir fylgdu fast á hæla Ískraft. Þar eru 5 starfsmenn og þjóna

Norðurlandi frá Sauðárkróki til Húsavíkur.

Í október árið 1999 keypti Húsasmiðjan Ískraft og hefur sú breyting eflt starfsemina enn frekar með auknu vöruúrvali og þjónustu við viðskiptavini.

að stinga crème brulée-unum sín-

um inn í bökunarofninn sá ég mér

ekki annað fært en að henda öllum hráefnunum mínum í snarhasti í skál, hræra þau lauslega saman og komaí

2000

Hagnaður hjá Leiðbeiningamiðstöðinni

Í júní árið 2000 var starfsemi perudeildar H.G.Guðjónssonar ehf. sameinuð Ískraft og í ársbyrjun 2001 voru lampadeildir Árvíkur ehf. og Seguls ehf. sameinaðar Ískraft. Þessar breytingar juku stórlega úrval ljósapera, inni- og útilampa, ljóskastara ásamt siglingaljósum, leitarkösturum og skipalömpum.

2005-2015 Starfsemin breiðir

úr sér um landið

Skagafjörður | Aðalfundur Leiðbeiningamiðstöðvarinnar ehf. í Skagafirði var haldinn fyrir skömmu. Þar kom fram að tekjur ársins voru 52,6 milljónir króna og hagnaður af starfsemi liðins árs nam liðlega tveimur og hálfri milljón króna. Árið 2004 var hagnaður af rekstrinum 578 þúsund krónur. Þetta er langbesta rekstrarár fyrirtækisins til þessa en það hefur þó ávallt verið rekið með hagnaði.

2006

Í júní 2006 var opnað útibú á Egilstöðum og starfa tveir starfsmenn þar.

Leiðbeining Árni Gunnarsson stýrir bæði Leiðbeiningamiðstöðinni og fréttablaðinu Feyki.

2007

16. nóvember 2007, opnaði Ískraft útibú á Selfossi og starfa tveir starfsmenn þar.

Leiðbeiningamiðstöðin var stofnuð árið 2001 og er starfsemi hennar álíka og Búnaðarsamband Skagfirðinga hafði áður með höndum. Starfsemin skiptist í þrjú megin svið þ.e. ráðunautaþjónustu, sæðingar á sauðfé- og nautgripum og bókhaldsþjónustu. Auk þess kemur fyrirtækið að ýmsum hliðarverkefnum, t.d. landbúnaðarsýningu sem haldin var á Sauðárkróki í fyrrasumar og útgáfu á fréttablaðinu Feykir. Framkvæmdastjóri frá upphafi hefur verið Árni Gunnarsson frá Flatartungu í Skagafirði, en hann hefur auk þess starfað við verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli undanfarin fimm ár. Fastir starfsmenn Leiðbeiningamiðstöðvarinnar í árslok voru tíu í átta stöðugildum. Hluthafar eru nú 45 talsins.

Ískraft samdi við Rockwell

ÍSKRAFT, sem er meðal stærstu söluaðila á rafbúnaði hér á landi, gerði nýlega samstarfssamning við Rockwell Automation um sölu og ráðgjafarþjónustu vegna PLCiðnstýrivéla, Scada-kerfa og tengds búnaðar. Rockwell hefur m.a. þjónustað áliðnaðinn, veitufyrirtæki og ýmis iðnfyrirtæki.

Ískraft er dótturfélag Húsasmiðjunnar og í tilkynningu frá félaginu segir að sameining Húsasmiðjunnar og KHB á Egilsstöðum komi viðskiptavinum Ískrafts á Austurlandi til góða. Ískraft muni á þessu ári, ásamt Húsasmiðjunni og Blómavali, opna 2.500 fermetra þjónustumiðstöð fyrir rafverktaka og iðnfyrirtæki. Ínæsta mánuði munu Ískraft og

Samstarf Ískraft, dótturfélag Húsasmiðjunnar, hefur gert samstarfssamning við Rockwell Automation er framleiðir margskonar rafbúnað.

Rockwell halda í sameiningu kynningu fyrir fagfólk. Haft er eftir Sören Hald frá Rockwell að fyrirtækið sé mjög ánægt með samninginn við Ískraft, þar fari öflugir birgjar sem eru reiðubúnir að fjárfesta í lager sem henti stórri markaðshlutdeild fyrirtækisins á Íslandi.

14. mars 2008 var opnað útibú í Reykjanesbæ og starfa tveir starfsmenn þar.

2011-14

Áfram bætist við vöruúrval, einkum á sviði ljósabúnaðar og ýmiss konar rafstýringa fyrir heimili.

2015-2025 Snjallvæðing og

nýjar höfuðstöðvar

2023

Ískraft flytur höfuðstöðvar sínar að Höfðabakka 7 í Reykjavík þar sem starfsemin er í dag.

2025

Fimm svið eru nú hjá Ískraft: Lágspenna, lýsing, iðnstýringar, ljósleiðarar og snjallbúnaður auk háspennu.

Gildi Ískraft eru skýr og lýsandi fyrir starfsemina: Þjónusta - Metnaður - Sérþekking

Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Ískraft er með starfsemi í Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbæ, Egilsstöðum og á Akureyri. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 50 starfsmenn sem sinna sölu, þjónustu og ráðgjöf.

ÍSKRAFT hefur á undanförnum árum markvisst fjölgað umhverfisvottuðum vörum í vöruúrvali ásamt vörum sem færa má rök fyrir að séu umhverfisvænni valkostur en aðrar sambærilegar vörur til sömu nota. Um að ræða vörur sem

hafa viðurkenndar vottanir eins og Svaninn, umhverfismerki Norðurlanda.

Ískraft og Húsamiðjan hefur verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR undanfarin ár. Ískraft og Húsasmiðjan voru jafnlaunavottuð 2019.

Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni

BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa samtals um 2.100 manns í meira en 100 verslunum. BYGMA er danskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1952 og er í dag ein af leiðandi byggingavörukeðjum í Danmörku.

Ólumst upp með Ískraft

Snorri og Valur Hreggviðssynir fylgdust með Ískraft frá blautu barnsbeini enda eru þeir synir stofnendanna, Hreggviðs og Herborgar. Hvorugur starfar við fyrirtækið nú, en báðir unnu hjá Ískraft á unglingsárum og svo aftur eftir að þeir luku háskólanámi. Starfsmenn Ískraft sem unnu hjá félaginu á þessum tíma segja bræðurna hafa innleitt mikilvægar breytingar á fyrirtækinu og komið með nýjar og ferskar hugmyndir í sölustarfi jafnt sem tæknimálum.

Sem synir stofnendanna Herborgar og Hreggviðs ólust þeir bókstaflega upp innan um háspennukefli, birgðaskrár og pappakassa. Fyrirtækið var jafn sjálfsagt í þeirra lífi og kvöldmaturinn.

„Við byrjuðum báðir að vinna þarna mjög ungir,“ segir Valur. „Ég var 13 ára og Snorri bara 11 ára. Við hjálpuðum til eftir skóla og fengum vini okkar í götunni til að taka þátt, svo við gætum farið út að sparka.“ Ungmennafélagsandinn einkenndi stemninguna í götunni, bæði fjölskylda og vinir hjálpuðust að.

Fyrirtækið hóf göngu sína í bílskúrnum við heimili fjölskyld-

unnar við Faxatún í Garðabæ. Þar voru vörur geymdar og pakkað. Heimilisbíllinn, gamall Range Rover með jeppukerru, var notaður til að dreifa vörum til viðskiptavina. „Þetta var oft ansi skrautlegt,“ rifjar Snorri upp. „Við þurftum stundum að rúlla kapli fram og til baka eftir götunni til að ná honum af keflinu. Svo var þessu hrúgað á kerru og inn í bíl. Við bræðurnir vorum í MR og systir okkar í háskólanum. Eitt okkar þurfti oft að sitja á milli kaplanna í aftursætinu á leiðinni í skólann.“

Foreldrar þeirra stýrðu fyrirtækinu saman, Herborg sá um fjármálin og almenna pappírsvinnu, skýrslugerð fyrir innflutning og verðlagsstjórann. Hreggviður, sem áður hafði starfað hjá Jóhann Rönning, var framkvæmdastjóri. Fyrstu ár Ískraft einkenndust af sölu á háspennubúnaði og tengd-

um vörum, en reksturinn þróaðist fljótt í átt að almennu raflagnaefni og þjónustu við rafverktaka.

„Það var alltaf hugsað í litlum, traustum skrefum,“ segir Snorri. „Við byggðum þetta stein fyrir stein, fjármögnuðum innan frá, tókum lán fyrir Smiðjuveginum og húsinu á Akureyri, en aldrei meira en við gátum staðið undir.“

Hugvit og frumkvæði mótaði vöxtinn. Fyrstu samskipti við erlenda birgja fóru fram símleiðis, svo með telex, faxtækjum og að lokum tölvum. „Fyrsta tölvan var borðreiknivél sem pabbi fékk í jólagjöf,“ segir Valur. „Síðan ein PC-vél í kringum 1985, sem þótti mjög framúrstefnulegt í þessum geira.“ Á tíunda áratugnum fóru þeir bræður að taka virkari þátt í rekstrinum. Snorri vann hjá Ískraft samhliða námi frá 1990

og allt fram til loka árs 2002. Valur starfaði þar á tímabilinu 1988–1989 og aftur 1991 til 2002. Þeir lögðu báðir sitt af mörkum til að breikka vöruúrvalið, bæta umboð og styrkja þjónustu við rafverktaka.

Ein nýjung sem þeir komu með var að snúa sér virkar að viðskiptavinum: „Fyrirtækin í þessum bransa voru vön að bíða eftir kúnnanum,“ segir Snorri. „Við fórum að sækja hann, fórum í hringferðir um landið og heimsóttum rafverktaka. Það var bylting á þeim tíma.“

Ískraft flutti í nýtt húsnæði á Smiðjuvegi 1997 og stofnaði síðar útibú á Akureyri árið 1999, fyrsta fyrirtækið í þessum geira sem gerði slíkt. „Aðrir fylgdu á eftir,“ segir Valur. „En við lögðum mikla vinnu í undirbúning og módel. Þetta var gert af ábyrgð.“

Þegar Húsasmiðjan keypti Ískraft í kringum aldamót breyttust áherslur. Foreldrarnir hættu innan árs frá kaupunum, en Snorri og Valur störfuðu áfram um tíma. Þeir reyndu að tryggja að Ískraft héldi sérstöðu sinni sem heildsala

í rafiðnaði, þrátt fyrir samlegðaráhrif í stoðdeildum og stjórnun. „Rafverktakar vildu Ískraft, ekki Húsasmiðjuna,” segja þeir bræður og nefna að áhersla hafi verið lögð á að auðkenni fyrirtækisins héldist þótt það rynni inn í stærri heild.

Bræðurnir hafa löngu látið af beinni aðkomu að rekstrinum, en tengslin við Ískraft slitna aldrei.

„Við ólumst upp með þessu. Það situr alltaf eitthvað eftir og við berum alltaf taugar til fyrirtækisins.”

Snorri Hreggviðsson. Valur Hreggviðsson.

Hjónin voru hörkudugleg og mynduðu gott teymi

Ásgeir Friðsteinsson starfaði hjá Ískraft til ársins 2016, en hann kom inn í fyrirtækið árið 1987 þegar Ískraft keypti fyrirtækið ÁSEL, sem hann átti í félagi við Sigurð Óskarsson.

„Ég byrjaði að vinna hjá Reykjafelli 1965. Svo spilaði ég badminton með Hreggviði þegar hann var hjá Rönning en ég fór svo sjálfur að vinna þar líka uppúr 1970. Hreggviður hætti svo hjá Rönning og stofnaði Ískraft árið 1975. Byggðalínan var stóra verkefnið hjá Ískraft fyrstu árin og það sem lagði grunninn að uppbyggingu fyrirtækisins. Hreggviður fékk alla spenna fyrir Byggðalínuna frá Strömberg í Finnlandi. Hann hafði sambönd þar og í Svíþjóð, þar sem hann hafði verið í námi. Ég og Sigurður Óskarsson prufuðum sjálfir að gera það sama og Hreggviður, að selja raflagnir, og stofnuðum fyrirtækið ÁSEL. Árið 1987 keypti Ískraft síðan ÁSEL og þar með fórum við Hreggviður að vinna saman að nýju.“

Vinnustaðurinn var alltaf líflegur og tryggum viðskiptavinum

Ásgeir Friðsteinsson.

Ískraft gjarnan boðið í heljarinnar veislur bæði í Sólheimum og á Smiðjuvegi.

„Það var alltaf gaman í Ískraft, mikið um að vera og alltaf stuð á kaffistofunni. Svo voru líka haldin partý og hjónin hjálpuðu til við það. Þegar við vorum með jólagleði eða annað þá var bara sett upp borð á vinnustaðnum, keyptur matur og settar upp blöðrur. Það var almennt mikið lagt upp úr því að hafa gaman. Þessi andi smitaðist til viðskiptavina því við tókum líka oft á móti gestum. Þá var slegið upp stóru partýi á vinnustaðnum með mat og lifandi tónlist og viðskiptavinir komu í stórum hópum. Það var vel passað upp á stemninguna hjá Ískraft.“

Herborg og Hreggviður voru sérlega samhent hjón, stofnuðu fyrirtækið í sameiningu en höfðu hvort sinn hlutverk hjá fyrirtækinu.

„Þau hjónin voru bæði hörkudugleg og slógu ekkert af í vinnu. Hún sá um bókhaldið og peningana og passaði vel upp á alla hluti. Mjög klár kona. Hann var svona stýrirmaður, hafði góð sambönd inn á verkfræðistofur og annað sem þurfti. Þau voru gott teymi og gekk vel að vinna saman. Synirnir Snorri og Valur komu síðar inn og Valur tók eiginlega við af pabba sínum um tíma. Þetta var samheldin fjölskylda og ákaflega duglegt fólk.“

Fyrsta atvinnuhúsnæðið sem Ískraft settist að í var að Sólheimum 29-33 í Reykjavík, húsnæði sem foreldrar Hreggviðs áttu, en áður hafði hann verið með skrifstofu á Flókagötu þar sem foreldrar Herborgar bjuggu auk þess sem þau hjónin höfðu gert fyrirtækið út frá bílskúrnum sínum í Garðabæ.

„Fyrirtækið stækkaði þar sem plássið í Sólheimunum var orðið of lítið. Þá finna þau þetta húsnæði á Smiðjuvegi 5. Það var stórkostlegt að koma þangað í nýtt húsnæði og mikil breyting fyrir fyrirtækið. Flutningarnir á Smiðjuveg voru stór breyting, það var svo miklu meira hægt að gera. Húsnæðið var svakalega flott en það var þó fljótlega orðið of lítið, því fyrirtækið stækkaði svo hratt.“

Stofnendurnir seldu Ískraft til Húsasmiðjunnar árið 1999 en þá hafði fyrirtækið nýverið stofnað útibú á Akureyri.

„Þegar Húsasmiðjan keypti Ískraft kom kvíðahnútur í fólkið

hjá Ískraft. Fólk vissi ekki hvaða breytingar yrðu gerðar. En þetta hélst síðan nokkuð óbreytt eftir það, það var bara óvissan í fyrstu sem tók á. Ég starfaði áfram eftir að Húsasmiðjan keypti og hætti svo að vinna í ársbyrjun 2016, við konan mín hættum í okkar störfum sama dag og fórum á eftirlaun. Þá hafði ég starfað hjá Ískraft í 29 ár. Það var alltaf líf og fjör.“

SAGA ÍSKRAFT

Ískraft var mjög góður vinnustaður

Ragnar Eiríksson rafvirkjameistari starfaði hjá Ískraft frá ársbyrjun 1982 til júníloka 2006. Hann var fyrsti sölumaðurinn sem var ráðinn til fyrirtækisins og raunar fyrsti starfsmaðurinn í fullu starfi sem ráðinn var til Ískraft.

„Haustið 1981 þá eru ég og fleiri búnir að vinna við að leggja rafmagn í járnblendiverksmiðjuna í þrjú ár. Ég vildi skipta um vinnu og þá hafði Hreggviður Þorgeirsson samband við mig. Hann or Herborg voru þá búin að reka Ískraft sem umboðssölu í sjö ár, voru að selja háspennuefni til RARIK og Landsvirkjunar fyrir Byggðalínuna. Það verkefni klárast árið 1981 og lítil eftirspurn eftir svona vörum. Þá segir hann við mig að þau hjón ætli að breyta fyrirtækinu í heildsölu á rafmagnsefni til rafvirkja og rafverktaka. Og spyr hvort ég væri tilbúinn að koma til vinnu hjá þeim og vera sölumaður. Hann taldi að af því ég væri rafvirkjameistari þá gæti ég haft samband við rafverkerktaka bæði í bænum og úti á landi, ég talaði sama tungumál og þeir. Ég sló til. Í janúarbyrjun 1982 þá mæti ég til starfa hjá Ískraft í Sólheimum 29-33.“

Ragnar Eiríksson, rafvirkjameistari.

Fyrirtækið var til húsa í Sólheimum fyrstu árin, þar sem verslunin Heimakjör var áður. Þorgeir, faðir Hreggviðs, átti húsið og gaf hjónunum það undir fyrirtækið.

„Þegar ég mæti þá voru þau þarna hjónin Hreggviður og Herborg og Páll bróður Herborgar sem var bókari í hálfsdagsvinnu. Herborg var fjármálastjóri og Hreggviður forstjóri og tæknilegur forstjóri, því hann var rafmagns- og tæknifræðingur. Það voru ekki margar tegundir sem voru þarna fyrst í sölu en svo jókst þetta smátt og smátt. Við seldum ýmiss konar rör, víra, dósir og tengla. Svo bætist við mannskapinn, það kemur rafvirki þarna til viðbótar og rafmagnstæknifræðingur. Átta til tíu árum seinna þá koma synir þeirra hjóna, Valur og Snorri, til starfa hjá fyrirtækinu, en þeir voru að koma úr námi. Þá fer fyrirtækið að stækka

og fljótlega er aukið við framboð af því sem við erum að selja.“

Húsnæði Ískraft í Sólheimum fór að þrengja að hinu stækkandi fyrirtæki og árið 1997 er flutt í nýtt húsnæði að Smiðjuvegi 5 í Kópavogi. Spurður að því hvað hafi helst breyst í rekstrinum á þeim tíma sem hann starfaði hjá Ískraft nefnir hann helst tölvukerfin.

„Það voru auðvitað alltaf breytingar á vörum og þróun í framboði, en aðalbreytingin var í tölvukerfinu. Það voru engar tölvur fyrst, en svo eftir að synirnir Valur og Snorri komu til starfa hjá Ískraft þá var tekið upp fyrsta tölvukerfið. Það þætti nú víst ekki merkilegt í dag, en þetta var mikil bylting í starfseminni á sínum tíma. Síðan þegar Húsasmiðjan kaupir Ískraft þá fer Ískraft inn í tölvukerfi Húsasmiðjunnar. Þá var aftur mikil breyting. Nú er eflaust komið eitthvað ennþá fullkomnara.“

Ragnar, sem er kominn á eftirlaun, minnist tímans hjá Ískraft með hlýju og þakklæti og hann ber stofnendum fyrirtækisins vel söguna.

„Ég vann hjá Ískraft í 24,5 ár. Allan þennan tíma fékk ég alltaf útborgað nákvæmlega á réttum tíma, Herborg sá til þess að allt væri eftir bókinni. Ég kunni afskaplega vel við bæði hjónin. Þau hjónin stofnuðu þetta saman og voru mjög samhent alla tíð. Þau eru fædd í sama merki og dóu með hálfs árs millibili. Þau voru dáltíið ólík. Það voru ekki allir sem tóku Hreggviði eins og hann var. Hann gat verið styggur en var indælismaður. Ískraft var alltaf mjög góður vinnustaður.“

Stolt af því að vinna hjá Ískraft

Árið 2014 hafði María Vilborg Ragnarsdóttir starfað við rafvirkjun í tæpan áratug og var reiðubúin að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Þegar hún heyrði af starfi hjá Ískraft við sölu og þjónustu ákvað hún að slá til og sækja um. Þann 9. desember 2014 var fyrsti vinnudagurinn og nú ellefu árum síðar er hún er enn hjá Ískraft og segist strax hafa fundið sig í starfinu.

„Það eru alltaf einhverja nýjungar að koma og fyrirtækið hefur stækkað mikið á þessum árum sem ég hef verið hér. Fyrirtækið var í mun minna húsnæði á Smiðjuvegi þegar ég byrjaði.“

María býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og keyrði fyrst um sinn í vinnuna til Reykjavíkur. Eftir tvö ár losnaði staða í Reykjanesbæ og hún fékk flutning þangað og hefur verið þar síðan.

„Þetta byrjaði þannig að það var hringt í mig og ég spurð hvort ég vildi sækja um. Ég var bara á þannig stað að ég ákvað að slá til, það hentaði mér að prófa eitthvað nýtt. Og ég bara fann mig strax í þessu. Starfið felst í að selja þessar

sérhæfðu vörur sem Ískraft er með og vera í góðu sambandi við viðskiptavini.“

Í litla útibúinu í Reykjanesbæ þarf að ganga í öll störf, líka panta inn og ganga frá vörum. Daglega er pantaður bíll frá Ískraft í Reykjavík með þeim vörum sem vantar. María segir að þótt hún sé ekki í höfuðstöðvum Ískraft í Reykjavík þá upplifi hún sig hluta af stærri heild.

„Tengslin á milli útibúa og Höfðabakka hafa styrkst síðustu árin. Það er meira gert úr því að hafa okkur með og að við séum hluti af fyrirtækinu.“

Hún segir margt hafa breyst á þeim tveimur áratugum sem liðinir eru frá því hún hóf störf sem rafvirki árið 2005.

„Smáspennan er það sem hefur breyst mest: ljósleiðari, netið og allt það. Þar hafa orðið miklar framfarir og maður þarf að vera dugleg að halda sér við þegar maður er ekki lengur að vinna beint með þetta heldur selja vörurnar. Ég náði ekki að vinna neitt með ljósleiðara þegar ég var að vinna sem rafvirki en þarf samt að þekkja hann vel. Það sem hefur líka breyst eru allar þessar snjalllausnir, bæði í rafmagni, neti og öðru. Nú er app fyrir allt.“

Vinnustaðurinn skiptir Maríu máli og hún nefnir sérstaklega hversu gott er að samræma einkalíf og vinnuna hjá Ískraft, stuðningur vinnustaðarins á erfiðum tímum hafi reynst ómetanlegur.

„Ég lenti í því að vera með mikið veikt barn og ég fékk 100% stuðning frá öllum. Þegar hann veikist aftur seinna og var inni á sjúkrahúsi, þá fékk ég að vinna inni á Smiðjuvegi svo ég gæti verið nær honum. Svona er aldrei neitt vesen. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir það. Ég er bara stolt af því að vinna hjá Ískraft.“

María Vilborg Ragnarsdóttir.

Sérhæfing og góður starfsandi skiptir öll

Þegar Brynjar Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ískraft haustið 2019 var ljóst að til þess að vaxa frekar þyrfti að stokka upp, ekki síst í húsnæðismálum. „Það var orðið þröngt hjá okkur á Smiðjuveginum. Við gátum ekki vaxið meira þar.“

Brynjar hafði starfað hjá Orkuveitunni og ON frá árinu 2006 og var orðinn vel kunnugur rafmagnsgeiranum þegar hann fékk símtalið. „Það var haft samband og ég spurður hvort ég væri til í að taka við þessu starfi, að taka fyrirtækið áfram.“ Hann samþykkti og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.

Fjöldi starfsmanna hefur aukist úr 32 í tæplega 50 og öll útibú fyrirtækisins hafa fengið nýjar starfsstöðvar. „Við fluttum höfuðstöðvarnar í nýtt húsnæði í júní 2023, fluttum allt fyrirtækið á einni helgi. Lokuðum á hádegi á föstudegi og opnuðum aftur á hádegi á mánudegi. Það var ekkert smá afrek.“

Nýtt húsnæði hefur ekki aðeins bætt aðstöðu starfsmanna, heldur eflt þjónustuna. „Við gátum bætt við lagerplássi, sem skiptir miklu fyrir afhendingarhraða og vöruúrval.“ Útibúin

Brynjar Stefánsson, framkvæmdastjóri Ískraft.

á Akureyri og Egilsstöðum fluttu einnig í nýjar byggingar, í samstarfi við Húsasmiðjuna, og sama gildir á Selfossi. Ískraft starfar á fimm megintekjusviðum: lágspennu, lýsingu, iðnstýringum, ljósleiðurum og snjallbúnaði, og svo háspennu. „Ef það er hús yfir höfuð, þá er eitthvað frá Ískraft þar inni. Það eru fá hús hér á landi þar sem ekkert frá okkur kemur við sögu.“

Spurður um breytingar á markaðnum nefnir Brynjar að sprenging hafi orðið í sölu á hleðslustöðvum og snjalllausnum fyrir heimili. „Þetta er orðið svo einfalt og aðgengilegt í dag. Við erum stöðugt að skoða nýjungar og bregðast við breytingum. Viðskiptavinirnir gera miklar kröfur og búast

við nýjustu lausnum. Vöxturinn er mikill í þessari þjónustu við heimilin.“

En þó að vöxturinn og ný tækn séu áberandi í þróun fyrirtækisins undanfarin ár leggur Brynjar áherslu á annað sem hann telur vera kjarna árangurs Ískrafts: starfsandann. „Við leggjum mikla áherslu á góð samskipti. Hér hjálpast allir að og aðstoða næsta mann ef þarf. Það er mórallinn sem hér ríkir og við viljum viðhalda.“

Reglulegar starfsánægjukannanir sýna jákvæða mynd. „Við skorum mjög hátt. Andinn hér inni er góður og það er ekkert sjálfgefið þegar fyrirtæki stækkar svona hratt.“

Hann segir fyrirtækið sækja sífellt meira inn á svið snjalllausna og umhverfisvænna vara. „Við getum útvegað allt sem þarf til að byggja hús með svansvottun eða aðrar umhverfisvottanir. Þetta er framtíðin.“

Eftir vinnu nýtur Brynjar þess að fara í sumarbústað, ferðast, fara á skíði og spila golf. „Það er mikil golfstemning hjá okkur í Ískraft. Og hvort sem starfsfólkið spilar golf eða ekki þá vil ég meina að lykillinn að vexti og velgengni sé fólkið okkar í Ískraft. Við erum með öflugt starfsfólk með mikla sérþekkingu og það skiptir öllu máli.“

Við vorum bara þrjátíu og vörulistinn á pappír

Helgi Þór Óskarsson hóf störf hjá Ískraft haustið

1997, þá nýkominn úr rafvirkjanámi og búsettur í

Svíþjóð. Hann hafði unnið sem rafvirki þar í landi, en fann sig ekki í því starfi til lengri tíma. Þegar Ískraft auglýsti starf var hann ekki lengi að sækja um og fékk óvenjulegt viðtal.

„Viðtalið var tekið í Svíþjóð, í Halmstad, þar sem ég bjó. Snorri Hreggviðs var staddur úti með kórnum sem hann söng með og hann bara kom og hitti mig. Ég sagði konunni ekkert frá þessu fyrst, en svo fékk ég símtal frá Íslandi skömmu síðar og var spurður hvort ég væri til í þetta.“ Helgi byrjaði í sölustarfi en færðist fljótlega yfir í vörustjórnun og innkaup. Í dag er hann innkaupastjóri og heldur utan um stóran hluta af vöruflæðinu til fyrirtækisins. „Þegar ég byrjaði vorum við þrjátíu manns og með kannski þrjú til fjögur þúsund vörunúmer. Í dag eru þau tíu þúsund og fyrirtækið allt annað.“

Hann hefur upplifað miklar breytingar: Ískraft var keypt

af Húsasmiðjunni rétt fyrir aldamót og úr varð stærra, markaðsdrifið fyrirtæki. „Þetta var fjölskyldufyrirtæki fyrst, með mjög fastmótaðan hóp. Það breyttist hægt og rólega, en veltan var lítil og við höfðum mjög sterk tengsl við landsbyggðina.“

Fyrstu árin fór starfsfólkið reglulega í hringferðir um landið, heimsótti viðskiptavini og byggði tengsl. „Það var annað umhverfi, öðruvísi tími.“

Tæknin hefur umbreytt rekstrinum. „Þetta var allt miklu einfaldara. Þá þótti mikið afrek að gefa út vörulista, en hann var auðvitað bara á pappír. Nú erum við með snjall-

heimilakerfi sem hægt er að stýra úr síma, bílahleðslustöðvar og ljósleiðaralausnir. Þetta hefur breyst ótrúlega mikið.“

Helgi segir starfið vera fjölbreytt og lifandi og þó að kröfurnar hafi aukist, þá sé samstarfið innan fyrirtækisins enn mjög gott. „Við erum nokkrir sem spilum golf saman vikulega, eigum líka fastan tíma í golfhermi á veturna. Það er gaman og góður félagsskapur hér hjá Ískraft.“

Utan vinnu sinnir hann fjölskyldunni. „Það eru börnin og barnabörnin. Það er alltaf einhver að keppa eða æfa. Við

Helgi Þór Óskarsson, innkaupastjóri Ískrafts.

Akureyringar vilja versla við þá sem eru á staðnum

Páll Jakobsson hóf störf hjá Ískraft haustið 2008, rétt fyrir hrun. Hann var þá búsettur á Akureyri og hafði

starfað sem rafvirki um tíma en langaði að skipta um vettvang. „Ég ætlaði bara að prófa þetta og ég er eiginlega ennþá að prófa.”

Þegar hann byrjaði voru þrír starfsmenn í útibúinu á Akureyri. „Svo fórum við upp í fimm og höfum verið svona þrír til fimm í gegnum tíðina.“ Svæðið sem þeir þjónusta er víðfeðmt, frá Blönduósi austur á firði. Nálægðin við viðskiptavininn skiptir höfuðmáli. „Akureyringar vilja frekar versla við þá sem eru á staðnum. Þetta snýst allt um tengslin.“

Páll starfaði lengi sem rekstrarstjóri fyrir norðan en vinnur nú í innkaupum á afldreifibúnaði. Ákvörðunin um að flytja suður tók hann þegar börnin fluttu og lífið færðist í nýjan takt. „Það var kominn tími á breytingu. Við ákváðum bara að gera þetta.“

Fyrstu mánuðirnir í starfi hjá Ískraft 2008 voru þó ekki

Páll Jakobsson.

auðveldir. „Ég byrjaði í ágúst eða september og svo kom hrunið. Það var ekki beint skemmtilegt upphaf.“ En frá þeim tíma hefur margt breyst. „Vinnuaðstaðan hefur batnað verulega. Þetta er allt annað vinnuumhverfi núna.“

Þrátt fyrir umbreytingar í fyrirtækinu og breytingar á eigin lífi hefur Páll fundið jafnvægi. „Ég finn að þetta hentar mér. Passlega mikið álag og hægt að halda góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Ég hef alltaf upplifað Ískraft sem mjög góðan vinnustað, bæði fyrir norðan og hér suður frá.“

Í dag nýtur hann þess að elta börnin og barnabörnin bæði í ferðalög og íþróttir. Hann segir andann í fyrirtækinu líka skipta miklu. „Mórallinn er góður. Þetta eru allt fínir félagar og hér líður manni vel.“

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.