MBA tímarit 1.tbl. 1 árg. 2018

Page 8

MBA

08

Vítamínsprauta

Magnús Ólafur Kristjánsson, MBA, verkefna­stjóri hjá KPMG á Akureyri, segir MBA-námið í HÍ hafa verið vítamínsprautu. „Tilgangurinn með nám­­inu var að brjóta upp rútínu og endurnýja mig.“

Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Gassi

É

g ætlaði mér alltaf í fram­­­­­­­hald­s­­­nám og hafði horft til MBA-náms­­ins í nokkurn tíma. Var býsna spenntur fyrir því og upp­­­bygging náms­ ins höfðaði til mín. Það kom svo ein­­faldlega að því að ég lét slag standa og byrjaði,“ segir Magnús Ólafur Krist­­jáns­­son, verk­efna­­stjóri hjá KPMG á Akureyri. Hann er í MBA-hópnum sem útskrifaðist árið 2014 og er einn þeirra sem prýða for­­síðu nýs bæklings MBA-námsins. Magnús segist hafa fengið flest það út úr náminu sem hann vænti. „Tilgangurinn var að brjóta upp rútínuna og endurnýja

at­­vinnulífinu – sem og skipt­ar skoðanir á því hvernig eigi að leysa verk­­­efni. Þegar upp er staðið reynist það gagn­­leg nálgun. Það reynir líka á að halda hópun­­um saman og gæta þess að allir leggi sitt af mörk­um og séu virkir. Eftir stendur svo samheldinn útskriftar­hóp­ur og sterkt tengslanet.“

KREFJANDI STARF HJÁ TANGA Á VOPNAFIRÐI Magnús útskrifaðist með BS í hagfræði frá Há­skóla Íslands vorið 1993 og vann næstu tvö árin sem framkvæmdastjóri Tölvin ehf. á æsku­­­slóðunum á Vopnafirði. Í ársbyrjun

Magnús Ólafur Kristjánsson Nafn: Magnús Ólafur Kristjánsson Fæddur: 20. apríl árið 1968 á Egilsstöðum. Ólst upp á Vopnafirði frá fjögurra ára aldri. Fjölskylda: Maki er Anna Halldóra Halldórsdóttir bókari og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Menntun: BS í hagfræði frá HÍ árið 1993 og MBA frá HÍ árið 2014. Starfsferill: Framkvæmdastjóri Tölvin ehf. (1993-1995), fjármálastjóri Tanga hf. á Vopnafirði (1995 til 2001) og verkefnastjóri hjá KPMG á Akureyri frá 2001 til dagsins í dag. Áhugamál: Fyrst og síðast tónlist, en einnig hjólreiðar og hlaup. „Besta slökunin er að setjast við píanóið.“

mig. Það er auðvelt að staðna og festast í ákveðnu fari. MBA var víta­­mín­­­sprauta þar sem mesta áherslan er lögð á stjórnun og forystu – en einnig er athyglisverð áhersla lögð á að byggja einstaklinginn sjálfan upp og þroska forystuhæfileika hans. Ég fékk því bæði faglega og félagslega endurnýj­ un. Hópastarfið í náminu er í senn mjög krefjandi og lærdóms­ríkt. Þarna verða til ólíkir vinnuhópar með ólíku fólki sem hefur mis­munandi bakgrunn og reynslu úr 8 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

1995 hóf hann svo störf sem fjármálastjóri útgerðar- og fisk­­vinnslu­­fyrirtækisins Tanga hf. – sem síðar rann inn í HB-Granda. „Þetta var mjög krefjandi starf hjá Tanga sem gaf mér mikla og góða reynslu. Þetta voru rysjóttir tím­ar í rekstrinum, skin og skúrir. En við náðum að styrkja fyrirtækið og skráðum það meðal annars í kauphöll­ ina, eða á Verð­bréfaþing eins og það hét þá. Ég söðlaði svo um árið 2001, hélt til Akur­­ eyrar og hóf þar störf hjá KPMG. Bær­inn er

af þægilegri stærð með fjöl­breytta þjónustu af ýmsu tagi og hér hefur mér liðið vel.“

FLAUG SUÐUR AÐRA HVORA HELGI Magnús segist hafa fengið góða hvatningu frá yfir­­mönnum sínum hjá KPMG um að fara í MBA-námið við HÍ. „Það hafði mikið að segja – sem og auðvitað að hafa stuðning fjölskyldunnar. Það er heilmikil áskorun að fara í MBA-nám. Þetta er metnaðarfullt nám, tekur sinn tíma og krefst skipu­­­­lagn­­ ingar. Aðra hvora helgi flaug ég suður í námslotur og þess utan var ég í verkefna­­ vinnu með hress­­um og skemmtilegum samnemendum. Það að vera búsettur utan Reykjavíkur reyndist minni hindrun en ég hafði reiknað með fyrirfram.“ KPMG á Akureyri á sér langa og farsæla sögu. Reksturinn hefur gengið vel. „Styrk­­ leikinn felst annars vegar í traustum og góð­ um við­­skiptavinum og hins vegar í samheld­ num og öflugum hópi starfsmanna.“ Starfssviðin hjá KPMG eru þrjú; endur­­­ skoð­­­unar­svið, ráðgjafarsvið og skatta- og lög­­fræðisvið. „Ég hef fengist við fjölbreytt

Eftir að hafa unnið með mörgum stjórnendum tel ég hvað mikilvægast að þeir þekki sjálfan sig og sín takmörk; eigin styrkleika og veikleika og taki mið af þeim í sínum störfum.“


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.