Page 1

FRUMKVÆÐI FORYSTA FÆRNI Tím arit MB A við H á skól a Ísl a n ds 1. tbl. 1. árg. 2018

Langhlaup

stjórnenda

„Hlutverki stjórnenda má líkja við langhlaup þar sem þeir þurfa sífellt að endurnýja sig.“

Að halda kúrs í ofurvexti MBA gaf mér sjálfstraust Beint frá prófborðinu í olíugeirann Að finna hjartsláttinn Stjórnendur þurfa ekki alltaf að eiga réttu svörin Ekki velja einungis jámenn Mikilvægi þess að hlusta og viðhlæjendur Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I1

1.tbl 1. árg. 2018


MBA

02

Langhlaup stjórnenda Magnús Pálsson, forstöðumaður MBA-námsins við Háskóla Íslands, segir að nýjar áskoranir stjórnenda fylgi tíðum breytingum í viðskiptalífinu. „Það má líkja því við langhlaup að ná tök­um á stjórnendahlutverkinu – svo örar eru breytingarnar í viðskiptalífinu.“

M

agnús Pálsson, for­­­­­­­ stöðu­­­­­mað­­­­­ur MBAnáms Há­­skóla Íslands, segir að flestir sæki í MBA-nám­ið til að endurnýja þekk­­­ingu sína og hæfni til að takast á við nýjar áskoranir sem fylgja tíð­um breytingum og harðri sam­­keppni innan við­­­skipta­­lífs­ ins. Magnús er í viðtali í nýjasta hefti tímaritsins SSF um þessi mál og segir að líkja megi því við lang­­­hlaup að ná tök­um á stjórn­­ enda­hlutverkinu – svo örar séu breytingarnar í við­skipta­lífinu.

að ­geta stundað alþjóð­legt vottað MBA-nám hér á landi til að búa sig undir krefjandi störf. Námið er fjölbreytt, það byggir ein­­­­­­­­stakl­­ inginn upp, þroskar for­­­­ystu­­­hæfi­­ leika hans og er með at­­hyglis­­verða áherslu á raunhæf verk­­­efni í hópa­­ starfi. MBA-gráð­­an vegur þungt

Magnús segir ennfremur: „Sam­ keppnin um störf er miki og nauð­­syn þess að endur­­nýja sig hefur sjaldan verið meiri. Við segjum að námið sé þetta nauð­­ synlega næsta skref á ferl­­in­­um, hvort heldur mark­­­­­mið­ið er að þró­ast úr sér­­­­fræð­ngi í stjórnanda, úr stjórn­­anda í leið­toga, skipta um starfs­­um­­­hverfi eða stofna fyrirtæki. Stjórnendur skipta oftar um störf en áður og eru jafnvel í ólík­­­ um hlutverkum frá einu starfi til annars. Líftími stjórnenda í sama starfi hefur styst verulega og gamla örugga ævistarfið er liðin tíð. Það sama má segja um fyrir­­tæki; örar tæknibreytingar geta úrelt þau á skömmum tíma. Fólk hefur þörf fyrir að vaxa í starfi. Það hefur ef til vill verið í sérfræðingsstarfi og átt sér draum um að axla meiri ábyrgð sem leiðtogar eða stjórn­­endur. Þess vegna er það mikill ávinn­­ingur 2 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

Magnús Pálsson, forstöðumaður MBA-náms Háskóla Íslands. „Það má líkja því við langhlaup að ná tökum á stjórn­­enda­­hlutverkinu.“

í ferilskránni og opnar nýjar dyr á mark­­aði stjórn­­­­­­­unarstarfa. Tak­­ markið er að búa nemendur undir að taka þetta næsta skref á ferl­­in­­ um; efla persónulega færni þeirra og þekkingu á rekstri fyrirtækja og ýta undir kraft­­inn og eldmóðinn til að mæta nýjum áskorunum. MBA-námið býður upp á tækifæri til að staldra við í áðurnefndu lang­­hlaupi; það er nokkurs kon­­ar vinnubúðir stjórnenda og sér­­ fræð­­­­­inga til að stilla strengina að nýju. Upp­­byggingin miðast við að nemendur geti sinnt starfi sínu og þróað það áfram með náminu. Tengsl við atvinnulífið eru mikil­­­­ vægur þáttur námsins og á síðustu árum höfum við lagt aukna áherslu á alþjóða­­sam­­skipti. Sumir nemendur hafa lýst nám­­ inu sem sjálfsendurnýjun og að þeir hafi byggt ofan á fyrri reynslu, kynnst því nýjasta í fræðunum, fengið tækifæri til að takast á við ýmsar innri sem ytri áskoranir og skrifað nýja kafla í handrit sitt sem stjórnendur. Sérstaklega er staldrað við sex vörður sem allar snúa að eflingu leiðtogahæfni.“

Hlutverki stjórnenda má líkja við langhlaup þar sem þeir þurfa sífellt að endurnýja sig. Líftími stjórnenda í sama starfi hefur styst verulega og gamla örugga ævistarfið er liðin tíð.“


AÐ BYGGJA OFAN Á FYRRI REYNSLU

Langhlaup stjórnenda felst í að þeir endurnýja sig stöðugt, byggja ofan á fyrri reynslu, kynnast því nýjasta í fræðunum til að takast á við nýjar áskoranir og skrifa þar með nýja kafla í handrit sitt sem stjórnendur.

Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I3


MBA

04

Arngrímur Fannar Haraldsson, viðskipta­­­stjóri tónleikahalds Hörpu og nemandi í MBA­-námi Háskóla Íslands, segir að yfir tvær millj­ónir gesta hafi komið í Hörpu á síð­asta ári. „Það er ólíklegt að annað eins hús og Harpa verði b ­ yggt á næstu áratugum á Ís­ landi; Harpa er engu öðru húsi lík.“ Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Gassi

A

Harpa engu öðru húsi lík Arngrímur Fannar Haraldsson, viðskiptastjóri tónleikahalds í Hörpu.

rngrímur Fannar Har­­alds­­­son, við­­­­­skiptastjóri tón­­­leikahalds Hörpu, segir að yfir tvær mill­­ jónir gesta hafi komið í Hörpu á síðasta ári og þetta glæsilega menn­­ingarsetur hafi gjörbreytt tónleika- og ráðstefnuhaldi á Íslandi. Húsið sé orðið við­­­komu­­­staður flestra erl­endra ferða­­­manna sem sækja Reykjavík heim. „Það er ólíklegt að annað eins hús og Harpa verði byggt á næstu áratugum á Íslandi; Harpa er engu öðru húsi lík.“ Arngrímur Fannar er einn þeirra sem prýða nýjan bækling MBA-námsins. Hann hóf nám­ið síðastliðið haust og segist því enn vera að forma og meðtaka það. „Þetta hefur gengið vel og verið gefandi og skemmti­­legur tími. Ég hef gaman af náminu en auðvitað er misjafnt milli námsgreina ­hversu vel maður er að sér og sumt reynir meira á mann en annað. Hópurinn þekkist orð­­ið vel og hefur þjappast saman. En þetta er auð­vitað svolítið púsl með tímann; að ­skipta hon­­­­um á milli fjölskyldu, vinnu og skóla.“ Hann var búinn að hugleiða lengi að fara í MBA-nám­ið en ýtti því alltaf frá sér vegna anna og ánægju í núverandi starfi. „Ég þekki nokkra sem höfðu farið í þetta nám og þeir létu vel af því. Þannig að á síðasta ári sagði ég við sjálfan mig að það væri kominn tími til að ég bætti við mig faglegri þekkingu.“

Það var búið að lýsa ágæti hópastarfsins fyrir mér. Það hefur samt komið mér skemmtilega á óvart hve það er lærdómsríkt.“ 4 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018


GEFANDI OG LÆRDÓMSRÍKT HÓPASTARF Í MBA Hann segir námið vera eftirsóknarvert og fjöl­­­­­­­­breytt og líkt og aðrir nefnir hann hópa­­­­starfið sérstaklega. „Það var búið lýsa ágæti vinnu­­hópa­­nna fyrir mér. Engu að síður hefur það komið mér þægilega á óvart hve þeir eru gefandi og lærdómsríkir. Það er tekist á við raun­­hæf verk­­efni og hóparnir eru kröftugir og líf­­legir. Í þeim spegla­­st vel hvað fólk er ólíkt og með mismunandi styrk­­leika og veikleika – svona rétt eins og úti á vinnu­­markaðnum.“ Arngrímur útskrifaðist með BS í ferðamála­­­ fræði frá Háskóla Íslands og segist ætíð hafa verið í skemmtilegum störfum. Eftir útskriftina í HÍ hóf hann störf hjá Iceland­ air hotels en þaðan lá leiðin til Glitnis og síðan Vodafone.

VIÐSKIPTASTJÓRI HÖRPU FRÁ UPPHAFI Hörputónninn var svo gefinn haustið 2010 þegar hann var ráðinn viðskiptastjóri tón­­ leika­­­­halds Hörpu nokkrum mánuðum áður en húsið var opnað með viðeigandi viðhöfn vorið 2011. „Ég er svo hepp­inn að hafa fengið að þróa starfið í Hörpu og verið með frá upphafi. Þetta er búið að vera mikið og

dregur til sín fjölda erlendra ferða­­manna á ári sem koma gagngert til að skoða ævin­­ týra­­­heim hússins. Harpa er þannig orðin við­­­­komu­­staður flestra erlendra ferðamanna sem sækja Reykja­­­­vík heim og heildarfjöldi allra gesta kom­­inn yfir tvær milljónir á ári,“ segir Arngrímur. Ráðstefnum og tónleikahaldi á Íslandi hef­­ur fjölg­að með komu hússins og stærstu og viða­­mestu ráð­­stefnurnar gætu vart verið haldnar hér á landi nema í Hörpu. Þannig hefur Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sagt að ráðstefnan Arctic Circle; Hringborð norð­­urslóða, sem yfir tvö þúsund erlendir gestir sækja, hefði ekki orðið til án Hörpu.

STOFNAÐI HLJÓMSVEITINA SKÍTAMÓRAL Arngrímur Fannar er Selfyssingur og stofn­­­­­­­aði hljómsveitina Skítamóral á sínum ung­­l­­­ings­­árum. Sveitin sú var um árabil ein vin­­sælasta hljómsveit landsins og er enn starfandi. „Ég hef þó aldrei beint litið á mig sem tónlistarmann í þeim skilningi, hef meira heillast af umstanginu og rekstrinum í kringu­m tónleikahald fremur en tónlist­ inni sjálfri.“ Beðinn um eftirminnileg ráð í stjórnun seg­

Arngrímur Fannar Haraldsson Nafn: Arngrímur Fannar Haraldsson Fæddur: 23. apríl árið 1976; 42 ára. Uppalinn á Selfossi. Fjölskylda: Maki: Yesmine Olsson. Börn: Haraldur Fannar, Ronja Ísabel og Óliver Emil. Starfsferill: Viðskiptastjóri í Hörpu frá 2011; vann áður hjá Vodafone, Glitni og Icelandair hotels. Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. BS í ferðamálafræði frá HÍ árið 2005. MBA-nám við HÍ frá því sl. haust. Áhugamál: Skíði, stangveiði, hjólreiðar, útreiðar o.fl. Tónlist: Stofnaði hljómsveitina Skítamóral fyrir hartnær 30 árum og hún er ennþá starfandi. Gott ráð: Að stjórnendur sitji ekki í turni heldur séu í góðum tengslum við starfsólkið og viti þannig á hverjum tíma hvernig hjartað slær í fyrirtækinu.

gefandi ferðalag en starfið er mjög fjöl­ breytt og lifandi og viðburðirnir margir og mis­­­­munandi.“ Arngrímur segir að Harpa hafi breytt miklu í íslensku tónleikahaldi og húsið laði til sín inn­­lenda sem þekkta erlenda tónlistar­ menn. Hróður húss­­ins hafi borist víða um heim, hljóm­­­­burðurinn sé annálaður fyrir gæði og tón­­­­listarmenn og við­­burðahaldarar séu að öllu jöfnu ánægðir með þá umgjörð sem þeim er boðið upp á og þá þjónustu sem þeim er veitt í Hörpu. „Harpa er stór menningarmiðstöð, félags­­ heimili allra Íslendinga, sem iðar af lífi allan daginn. Ráð­­stefnur og tónleikar eru í aðal­­ hlut­verki en húsið sjálft og arki­­tektúr þess

ir hann góðan og uppbyggilegan liðsanda fyrir öllu. „Stjórnendur verða að ná upp leik­ gleði og góðri sam­vinnu starfsmanna til að ná árangri. Þeir verða að byggja upp eldmóð en gæta líka að álaginu í hópnum svo fersk­ leikinn og frumlegheitin koðni ekki niður.“

Ég hvet alla til að leita ráða hjá öðrum en þegar ákvörðun er tekin er mikilvægt að fara eftir eigin sannfæringu.“ sem aðrir hafa þegar gert. En verði fólki á er mikilvægt að læra af mistökunum og láta þau ekki buga sig; bara standa upp og halda áfram. Í öllum stórum ákvörð­­unum er mikilvægt að hlusta á innri rödd og fara eftir eigin sannfæringu.“

AÐ SKILJA HVERNIG HJARTAÐ Í FYRIRTÆKINU SLÆR Spurður um stjórnunarhæfileika síns besta yfir­­­manns á ferlinum. „Ég dáðist að því hvað hann lagði sig alltaf fram um að kynnast starfs­mönnum vel og þekkja þá með nafni. Sjálfur er ég frekar ómann­ glöggur og þarf að hafa mig allan við til að muna nöfn. Stjórnandi, sem situr ekki í ein­ hverj­um turni heldur er í góðum tengslum við samstarfsmenn sína, skilur best hvernig hjart­­að í fyrirtækinu slær.“ En þá er það hin klassíska spurning um hvernig hann lýsi sjálfum sér í nokkrum setn­­­ingum. „Ég held ég sé staðfastur og yfir­­­­­­­vegaður – og yfirleitt er erfitt að raska ró minni. Ég vona að mér sé lýst sem traustum og ágætum í mannlegum samskiptum. Minn helsti veikleiki er hluti af því sem ég nefndi áðan sem styrkleika. Þótt ég hvetji alla til að velja sér sinn eigin hraða þá á ég það til að taka mér of langan tíma til að hugsa mál og undirbúa þau.“

EKKI VEITT ÞANN STÆRSTA ENNÞÁ Arngrímur Fannar segir skíði, stangveiði og hesta­mennsku helstu áhugamál sín og fjöl­­skyld­unnar. Fjölskyldan skíði bæði hér heima og erlendis og haldið sé til árlegrar veiði í Veiðivötnum, Norðurá í Borgarfirði og Langá á Mýrum. Eins hafi fjölskyldan aðgang að hestum og fleiri dýrum þar sem foreldrar hans búi í sveit. Um stærsta laxinn sem hann hafi veitt? „Ég á enn­­þá eftir að veiða þann stærsta.“

GÓÐ RÁÐ Í STJÓRNUN En hvaða ráð gefur hann ungu fólki sem ­hyggur á eigin rekstur. „Ég segði því að sýna þolinmæði og flýta sér hægt; vanda til verka í forvinnu og áætlanagerð. Viðskiptaáætl­ unin verður að vera á hreinu og tíma­sett. Það er sömuleiðis ágætt að láta aðra ekki hræra um of í sér heldur finna eigin hraða. Ég hvet samt alla til að leita ráða hjá öðrum til að draga úr líkum á mistökum

Arngrímur Fannar er Sel­ fyssingur og stofnaði hljómsveitina Skítamóral á sínum unglingsárum en sveitin er ennþá starfandi næstum 30 árum síðar. Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I5


MBA

06

Mörg

praktísk verkefni

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmda­stjóri Atlantsolíu, segir mörg praktísk, hagnýt og raunhæf verkefni hafa einkennt MBA-nám­ið. „Ég var með góða reynslu sem fram­­kvæmda­stjóri og öflugt nám að baki í viðskiptafræði og fjár­­málum, m.a. frá Barcelona, en ákvað að drífa mig í MBA-námið til að bæta við mig frekara námi í stjórnun.“

Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Gassi

É

g fann að rétti tíminn til að fara í nám­ið var kom­inn. Þrátt fyrir nokkra reynslu sem fram­­­­kvæmda­­­ stjóri vildi ég hrista aðeins upp í hlut­­­­­­­un­um. Ég sóttist eftir frekara námi í stjórnun – og vissi að mín biðu mörg prakt­­ísk, raunhæf verkefni þar sem unnið yrði í hópum. Það hafði líka talsvert að segja að móðir mín hafði farið í MBA-námið í HÍ og ég sá að það myndi gagnast mér ágætlega og vera eitthvað fyrir mig,“ segir Guðrún R ­ agna Garð­­arsdóttir, fram­­kvæmdastjóri Atlantsolíu. Guðrún Ragna var í MBA-hópnum sem út­­skrif­aðist vorið 2016 og er ein þeirra sem prýða nýjan og glæsi­lega bækl­­ing MBAnáms­­­­ins við HÍ. Guð­rún er fædd og upp­alin á Seyðisfirði.

Á LISTA YFIR ÁHRIFAMESTU KONUR VIÐSKIPTALÍFSINS Undir hennar stjórn hefur Atlantsolía ver­ið sig­­ursælast olíufélaganna í Íslensku ánægju­­­voginni og þá hefur hún verið á lista Frjálsrar verslunar undanfarin ár sem ein af 100 áhrifa­mestu konum atvinnulífsins. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur, cand oecon, frá Háskóla Íslands árið 2003 af reikn­ingshalds- og end­urskoðunarsviði og síðar vorið 2006 með mastersgráðu í fjár­­ málum frá EADA-háskólanum í Barcelona.

Ég fór nánast beint frá prófborðinu í Barce­­lona í olíugeirann,“ segir hún um upphafið hjá Atl­­­ants­­olíu árið 2006. 6 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

Guðrún Ragna Garðarsdóttir Nafn: Guðrún Ragna Garðarsdóttir. Fædd: 13. júní 1976. Uppalin á Seyðisfirði. Fjölskylda: Maki Jón Valur Sigurðsson og eiga þau þrjú börn. Starfsferill: Framkvæmdastjóri Atlantsolíu frá 2008. Menntun: Viðskiptafræðingur, cand oecon, frá HÍ, 2003, af reikningshalds- og endurskoðunarsviði. Master í fjármálum frá EADA í Barcelona 2006. MBA frá Háskóla Íslands árið 2016. Áhugamál: Útivera, hlaup og ræktin. „Þó það fari nú ekki mörgum sögum af því þá veiddi ég mína fyrstu laxa síðastliðið sumar.“

Hún hafði því öflugan grunn í fjármálum þegar hún hóf störf hjá Atlantsolíu. „Ég fór nánast beint frá prófborðinu í Barce­­­­ lona í olíu­geirann,“ segir hún um upp­­hafið hjá Atlantsolíu árið 2006. Aðeins tveimur árum síð­ar tók hún við sem fram­kvæmda­­ stjóri fyrir­­tækisins og hefur því gegnt því starfi sam­­fellt í tíu ár við góðan orðstír.

MÖRG PRAKTÍSK OG RAUNHÆF VERKEFNI En hvers vegna MBA-nám með svo mikla reynslu og góðan árang­ur í starfi sem fram­­ kvæmda­stjóri? „Ég var með öflugt nám að baki í fjármálum en með MBA sóttist ég eftir frekara námi í stjórnun. Hópastarfið er krefjandi og reynir á mann­­ leg sam­­­skipti við að leysa verk­efni og rök­­ræða sig til niðurstöðu. Þetta var mjög lær­­dómsríkur og gagn­­legur tími og gaman að kynn­­ast svo mörgu góðu fólki í náminu.“ Guðrún er fædd og uppalin á Seyðisfirði og segist halda góðum tengsl­um við æsku­­ stöðv­­­­arnar. „Það var dásamlegt að alast upp fyrir austan. Seyðisfjörður er sérlega fallegur bær og við fjölskyldan förum þang­ að að minnsta kosti þrisvar á ári. Vinnan á unglingsárunum var auðvitað mest í fiski og eftir á finnst mér gott að hafa kynnst þeirri vinnu. Öll verkefni fara í reynslubankann.“

Hún segir að vel hafi gengið að samræma MBA-námið við kröfuharða vinnu og stóra fjölskyldu. „Þetta var auðvitað talsvert álag og fjölskyldan vildi hafa meira af mér að segja um helgar þegar ég var í náminu. En þetta gekk allt mjög vel. Það er líka ein­ hvern veg­­inn þannig að eftir því sem meira er að gera skipu­­leggur maður sig betur – og það finnst við­bótartími.“ En hvernig fannst henni svo að setj­ast aftur á skólabekk? „Það er talsvert öðruvísi að fara í nám aftur með reynslu af atvinnu­ lífinu. Það er auðveldara að spegla sig við námið og tengja efnið við vinnuna. Mark­­ mið­in eru skýrari og mað­­ur veit betur hvað maður vill fá út úr nám­­inu.“

VELGENGNI ATLANTSOLÍU Í ÍSLENSKU ÁNÆGJUVOGINNI Undir stjórn Guðrúnar hefur Atl­ants­olía skor­­að mjög hátt í Íslensku ánægju­voginni, þ.e. um ánægju við­skipta­vina – og raunar hæst allra olíu­­félaga ár eftir ár nema 2016. Þetta er lítið og sveigjanlegt fyrirtæki með á­ tján starfsmenn og nítján bensínstöðv­ar. Ein stöð á mann! „Við byggjum á mjög góðu starfs­ fólki og góðum starfs­anda,“ segir Guðrún. „Við erum með mjög trygga viðskiptavini sem sýna okkur mikla hollustu – og fyrir það erum við þakklát. Við ákváðum að spýta í lófana eftir að hafa misst efsta


Undir stjórn Guðrúnar Rögnu hefur Atlantsolía verið sig­ur­ sæl í Íslensku ánægju­voginni og þá hefur hún verið á lista Frjálsrar verslunar und­­anfarin ár sem ein af 100 áhrifamestu konum atvinnu­lífsins.

sætið í ánægju­voginni árið 2016 þegar við vorum jöfn einum keppi­naut okkar. Við réðumst í að skerpa á þjón­­ustunni, uppfæra kaupferlið, minnka bilanatíðni, fara betur yfir afslátt­­arkjör og bæta öll samskipti við viðskiptavinina. Settum það sem sérstakt markmið að leysa öll mál við viðskiptavinina strax í stað þess að setja þau í einhvers konar ferli. Komn­ar eru fram nýjar kynslóðir sem nota nýja samskiptatækni og það kallar á nýj­­ ar leiðir við að ná til þeirra.“

Það er mikilvægt að sýna starfsmönnum traust og svigrúm.“

KOMA COSTCO Á MARKAÐINN Um olíugeirann segir hún að þvert á trú margra sé samkeppnin í sölu á olíu og bensíni býsna hörð. „Það er hart tekist á um við­­­­skipta­­­­­­­vinina. Vissulega tók samkeppnin á sig nýja mynd með komu Costco á mark­ að­inn síð­­­­astliðið vor. Verðið er núna mun breytilegra eftir stöðvum og þjón­ustustigi, verðbilið líka, og af­­slátt­ar­tilboð tíðari. Við mættum Costco með því að lækka verðið á tveimur stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og að auki á þremur stöðvum á landsbyggðinni; Akureyri, Egilsstöðum og Hveragerði.“ Spurð um gott ráð í stjórnun segir hún að það hafi reynst sér best að hlusta vel á hug­ myndir starfs­manna og sýna þeim traust og svig­­rúm til að vinna innan síns ramma. „Þeir starfs­­menn sem eru í nánustum samskipt­ um við við­­skipta­vinina vita yfirleitt best um óskir þeirra.“

FYRSTU LAXARNIR En hvernig lýsir Guðrún sjálfri sér? „Þessu er erfitt að svara. Ég held ég sé róleg fjöl­­­ skyldu­manneskja sem þarf þó reglulega að takast á við nýjar áskoranir.“ Um áhugamálin segir Guðrún að fátt eitt sé um þau að segja. Hún hlaupi annað slagið, reyni að fara í ræktina reglulega og þá ferð­ ist fjölskyldan talsvert, bæði hér innanlands og utan. „Þó það fari nú ekki mörgum sögum af því þá veiddi ég mína fyrstu laxa síð­astliðið sumar. Það var skemmtilegt og það var öðru­­vísi fiskvinna en á Seyðisfirði í gamla daga!“

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, var í MBA-hópnum sem útskrifaðist árið 2016.

Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I7


MBA

08

Vítamínsprauta

Magnús Ólafur Kristjánsson, MBA, verkefna­stjóri hjá KPMG á Akureyri, segir MBA-námið í HÍ hafa verið vítamínsprautu. „Tilgangurinn með nám­­inu var að brjóta upp rútínu og endurnýja mig.“

Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Gassi

É

g ætlaði mér alltaf í fram­­­­­­­hald­s­­­nám og hafði horft til MBA-náms­­ins í nokkurn tíma. Var býsna spenntur fyrir því og upp­­­bygging náms­ ins höfðaði til mín. Það kom svo ein­­faldlega að því að ég lét slag standa og byrjaði,“ segir Magnús Ólafur Krist­­jáns­­son, verk­efna­­stjóri hjá KPMG á Akureyri. Hann er í MBA-hópnum sem útskrifaðist árið 2014 og er einn þeirra sem prýða for­­síðu nýs bæklings MBA-námsins. Magnús segist hafa fengið flest það út úr náminu sem hann vænti. „Tilgangurinn var að brjóta upp rútínuna og endurnýja

at­­vinnulífinu – sem og skipt­ar skoðanir á því hvernig eigi að leysa verk­­­efni. Þegar upp er staðið reynist það gagn­­leg nálgun. Það reynir líka á að halda hópun­­um saman og gæta þess að allir leggi sitt af mörk­um og séu virkir. Eftir stendur svo samheldinn útskriftar­hóp­ur og sterkt tengslanet.“

KREFJANDI STARF HJÁ TANGA Á VOPNAFIRÐI Magnús útskrifaðist með BS í hagfræði frá Há­skóla Íslands vorið 1993 og vann næstu tvö árin sem framkvæmdastjóri Tölvin ehf. á æsku­­­slóðunum á Vopnafirði. Í ársbyrjun

Magnús Ólafur Kristjánsson Nafn: Magnús Ólafur Kristjánsson Fæddur: 20. apríl árið 1968 á Egilsstöðum. Ólst upp á Vopnafirði frá fjögurra ára aldri. Fjölskylda: Maki er Anna Halldóra Halldórsdóttir bókari og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Menntun: BS í hagfræði frá HÍ árið 1993 og MBA frá HÍ árið 2014. Starfsferill: Framkvæmdastjóri Tölvin ehf. (1993-1995), fjármálastjóri Tanga hf. á Vopnafirði (1995 til 2001) og verkefnastjóri hjá KPMG á Akureyri frá 2001 til dagsins í dag. Áhugamál: Fyrst og síðast tónlist, en einnig hjólreiðar og hlaup. „Besta slökunin er að setjast við píanóið.“

mig. Það er auðvelt að staðna og festast í ákveðnu fari. MBA var víta­­mín­­­sprauta þar sem mesta áherslan er lögð á stjórnun og forystu – en einnig er athyglisverð áhersla lögð á að byggja einstaklinginn sjálfan upp og þroska forystuhæfileika hans. Ég fékk því bæði faglega og félagslega endurnýj­ un. Hópastarfið í náminu er í senn mjög krefjandi og lærdóms­ríkt. Þarna verða til ólíkir vinnuhópar með ólíku fólki sem hefur mis­munandi bakgrunn og reynslu úr 8 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

1995 hóf hann svo störf sem fjármálastjóri útgerðar- og fisk­­vinnslu­­fyrirtækisins Tanga hf. – sem síðar rann inn í HB-Granda. „Þetta var mjög krefjandi starf hjá Tanga sem gaf mér mikla og góða reynslu. Þetta voru rysjóttir tím­ar í rekstrinum, skin og skúrir. En við náðum að styrkja fyrirtækið og skráðum það meðal annars í kauphöll­ ina, eða á Verð­bréfaþing eins og það hét þá. Ég söðlaði svo um árið 2001, hélt til Akur­­ eyrar og hóf þar störf hjá KPMG. Bær­inn er

af þægilegri stærð með fjöl­breytta þjónustu af ýmsu tagi og hér hefur mér liðið vel.“

FLAUG SUÐUR AÐRA HVORA HELGI Magnús segist hafa fengið góða hvatningu frá yfir­­mönnum sínum hjá KPMG um að fara í MBA-námið við HÍ. „Það hafði mikið að segja – sem og auðvitað að hafa stuðning fjölskyldunnar. Það er heilmikil áskorun að fara í MBA-nám. Þetta er metnaðarfullt nám, tekur sinn tíma og krefst skipu­­­­lagn­­ ingar. Aðra hvora helgi flaug ég suður í námslotur og þess utan var ég í verkefna­­ vinnu með hress­­um og skemmtilegum samnemendum. Það að vera búsettur utan Reykjavíkur reyndist minni hindrun en ég hafði reiknað með fyrirfram.“ KPMG á Akureyri á sér langa og farsæla sögu. Reksturinn hefur gengið vel. „Styrk­­ leikinn felst annars vegar í traustum og góð­ um við­­skiptavinum og hins vegar í samheld­ num og öflugum hópi starfsmanna.“ Starfssviðin hjá KPMG eru þrjú; endur­­­ skoð­­­unar­svið, ráðgjafarsvið og skatta- og lög­­fræðisvið. „Ég hef fengist við fjölbreytt

Eftir að hafa unnið með mörgum stjórnendum tel ég hvað mikilvægast að þeir þekki sjálfan sig og sín takmörk; eigin styrkleika og veikleika og taki mið af þeim í sínum störfum.“


Það er mikilvægt að hlusta á samstarfsmenn – og þá ekki aðeins á það sem sagt er berum orðum heldur einnig með því að meta og lesa fólk; jafnvel út frá því ósagða.“

Stjórnendur þurfa að vera góðir mannþekkjarar.“

verkefni með fjölda viðskiptavina og verið svo heppinn að fá að vinna dálítið þvert á öll sviðin. Verk­efnin eru því marg­þætt og síbreyti­leg og við­skiptavinirnir víða um land.“

GÓÐ RÁÐ Í STJÓRNUN Um góð ráð í stjórnun segir Magnús: „Eftir að hafa unnið með mörgum stjórnendum tel ég hvað mikilvægast að þeir þekki sjálfan sig og sín takmörk; eigin s­ tyrkleika og veik­ leika og séu óhræddir við að ráð­færa sig við aðra þegar við á. Með það v­ eganesti verður leiðin greiðari. Mikilvægt er sömuleiðis að vanda val á sam­­starfs­­fólki og velja ekki endilega einungis jámenn og viðhlæjendur. Við lausn verkefna er jarðvegur fyrir hrein og bein skoðanaskipti nauðsynlegur; starfs­ menn verða að þora að segja sína skoðun þegar þeir leggja sitt til málanna.“ Hann segir ennfremur mikilvægt að útdeila verk­efn­um og ábyrgð. „Stjórnendur brenna hratt upp ef þeir ætla að gera allt sjálfir. Ég hef líka sagt að það sé mikilvægt að hlusta á samstarfsmenn – og þá ekki aðeins á það sem sagt er berum orðum heldur einnig með því að meta og lesa fólk; jafnvel út frá því ósagða. Það heitir víst að vera góður mannþekkjari. Síð­an er það hið klassíska í stjórnun að fara fyrir hópnum með góðu fordæmi og vera sjálfum sér samkvæmur; tileinka sér sjálfur það sem ætlast er til af öðrum. Ég hef líka lagt áherslu á að stjórn­­endur verði að vera hluti af liðinu og drífa það þannig áfram – en ekki standa fyrir utan hópinn sem frekar fjarlægur yfirmaður.“

ÞRAUTSEIGUR OG KRÖFUHARÐUR En hvernig lýsir Magnús sjálfum sér. „Ég held ég geti sagt með góðri samvisku að ég sé heið­­ar­­leg­ur, vandvirkur, þrautseigur og kröfu­­­harður. En sömuleiðis með vott af full­­komnunaráráttu sem því miður getur orðið að smámunasemi og stundum þvælst aðeins fyrir.“

Magnús Ólafur Kristjánsson, verkefnastjóri hjá KPMG á Akureyri og MBA frá HÍ vorið 2014.

Um áhugamálin segir Magnús að það sé fyrst og síðast tónlist en einnig útivist, hjól­ reiðar og hlaup. Hann spilaði á árum áður með nokkrum hljóm­­sveit­­­um og segist hafa haft gaman af. „Besta slök­­unin er að setjast við píanóið eftir erilsaman dag!“ Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I9


MBA

010

Víetnam-veggurinn, veggurinn með nöfnum þeirra bandarísku hermanna sem féllu í stríðinu í Víetnam, dregur til sín milljónir ferðamanna á hverju ári.

Georgetown University. Kennsla í stórum hluta námskeiðs í alþjóðlegri stjórnun í MBA við HÍ fer fram í þessum virta skóla.

Úr námsferð MBA-nema til Washington. MBA-hópurinn 2016 í Alþjóðabankanum í Washington.

Washington heillar alla

Námsferð MBA-nema til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington DC, er innifalin í skólagjöld­ um enda stór hluti námskeiðs um alþjóðlega stjórnun kenndur í hinum virta skóla borgarinnar, Georgetown University. Saga, menning og pólitík blandast sterkt saman í borginni. Texti: Jón G. Hauksson

W

ashington DC heillar alla. Hún er sú borg í Bandaríkjunum þar sem saga, menning og póli­­tík blandast hvað sterkast, auk þess sem hún er ein fallegasta borg Bandaríkjanna. Það er þægilegt að skoða sig um í henni og hún er einhvern veginn hæfilega stór. Hún er stórskemmtileg heim að sækja – og langflestir koma aftur. Skammstöfunin DC stendur fyrir District of Columbia. Námsferð MBA-nema til borgarinnar er fast­ur liður og innifalin í skóla­ 10 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

gjöldum. Stór hluti námskeiðs um alþjóðlega stjórnun er kenndur í hinum virta skóla borg­ arinnar, Georgetown University. Sú bygging sem hvað oftast birtist í heims­ fréttunum er í Washington; Hvíta húsið. Panta þarf skoðunarferð um húsið með löng­­um fyrirvara. Flestir láta því duga að skoða húsið að utanverðu og rölta í kring­ um það. Raunar er nánast allt í göngufæri í þessari borg.

Borgin iðar af lífi. Þar eru stórar verslanir og glæsilegir veitingastaðir. Söfn, minnis­ merki og veitingastaðir eru á tiltölulega ­litlu svæði sem nefnt er National Mall. Hann er miðkjarninn í Borginni. Þar er að finna „nálina“ og háa turninn, þ.e. minnisvarðann um George Washington; Hvíta húsið; þing­ húsið, hús hæstaréttar; magnaðar styttur af Abraham Lincoln og Thomas J­ efferson, Víetnam-vegginn, ótal söfn á v­ egum Smith­ sonian-stofnunarinnar, þjóðarlistasafnið fræga og áfram mætti telja.


Alþingi Bandaríkjamanna, þinghúsið í Washington, setur einstakan svip á borgina.

Þessi stytta er skammt frá Víetnam-veggnum, til heið­ urs þeim bandarísku hermönnum sem börðust þar.

Ein þekktasta gata borgarinnar er Sendi­­ ráðs­­­strætið (Embassy Row). Tæplega 60 erlend sendiráð eru við götuna sem liggur í gegn­um Massachusetts-breiðgötuna gegn­ um Dupont­-torgið og áfram eftir Wood­ land Park. Georgetown-hverfið, með sinn virta há­ skóla, er eitt allra fallegasta hverfi borgar­ innar enda mörg virðuleg hús frá fyrstu ár­um hennar í hverfinu. Þar eru sömuleiðis mjög góðir veitingastaðir og sérlega gaman að rölta þar um við árbakkann. Washing­ ton var skipulögð 1790 og dregur nafn sitt af fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washington, sem sjálfur ákvað stað­­setningu borgarinnar við ána Potomac. Hún var hönn­ uð til að vera sæti stjórnvalda í Bandaríkjun­ um og teiknuð af frönskum arkitekt. Finna má samanburð við franskar borgir ef grannt er skoðað; margar breiðgötur, opin græn svæði og síðast en ekki síst eru ekki mörg háhýsi í borginni. Saga, menning og stjórnmál; það er ­Washington.

Horft frá Abraham Lincoln-minnisvarðanum og við blasir hæsta byggingin í Washington, „nálin“ svonefnda, minnisvarðinn um George Washington. Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I 11


MBA

012

Góð þjálfun

í að taka ákvarðanir

Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Eimskips á Íslandi, segir að með MBA-nám­­inu hafi hún sóst eftir að tengja starfsreynslu sína við breiðara svið tengt rekstri og stjórnun fyrir­­­tækja. „Námið hefur verið krefjandi og hefur eflt mig á svo margvíslegan hátt, maður hefur ítrekað þurft að fara út fyrir þægindarammann, sem hefur þroskað mig sem ein­ stak­ling og stjórnanda.“ Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Gassi

M

BA-námið hefur al­­gjör­­­­­lega staðið undir vænt­­­­­ingum og rúmlega það. Ég sóttist eftir nýj­um víddum í fag­inu og meiri kunnáttu í r­ ekstri, fjármálum og stjórnun og það hefur gengið eftir. Þá hefur komið mér á óvart hvað styrk­leiki hópa­­­vinnunnar í náminu er mikill; verkefnin eru krefjandi og afar góð þjálfun í að greina viðfangsefni og taka ákvarðanir,“ segir Sig­­ríður Guðmundsdótt­ ir, mannauðsstjóri Eimskips á Íslandi. Hún hóf nám vð MBA í HÍ haustið 2016 og er í hópn­­um sem útskrifast í vor. Hún er ein þeirra sem prýða nýjan bækling MBAnáms Háskóla Íslands. „Námið hefur verið krefjandi og hefur eflt mig á svo margvís­­ legan hátt, maður hefur ítrekað þurft að fara út fyrir þæg­­­indarammann, sem hefur þroskað mig sem einstakling og stjórnanda.“

FRÆÐSLUMÁL INNAN FYRIRTÆKJA Sigríður er fædd og uppalin á Akureyri og útskrif­­­aðist sem kennari frá Háskólanum á Akureyri árið 2000. Eftir að hafa kennt í eitt ár á Akureyri fluttist fjölskyldan suður í Hafn­­arfjörð þar sem Sigríður hóf kennslu við Lækjarskóla. Fljótlega í kennslunni kviknaði áhugi hennar á að sinna fræðslu­ málum innan fyrirtækja og sótti hún nám samhliða starfi þar að lútandi. „Ég sótti um starf tengt fræðslu hjá Eim­­ skip árið 2005. Ég fékk að vísu ekki það tiltekna starf en var ráðin í annað starf í

Ég sóttist eftir nýjum víddum í faginu og meiri kunnáttu í rekstri, fjármálum og stjórnun og það hefur gengið eftir.“ 12 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

mann­­­auðs­­deildinni og líkaði vel. Tveimur árum síðar tók ég svo við starfi fræðslu­ stjóra Eimskips á Íslandi.“ Hún fór um tíma yfir til ráðgjafarfyrir­ tækisins Attentus en færði sig aftur yfir til Eimskips fyrir rúmum tveimur árum og tók svo við starfi mann­­auðsstjóra Eimskips á Íslandi í byrjun árs 2017.

að beita viður­­kenndum aðferðum stjórn­­ unar við lausn verkefna.“

MIKILVÆGI HÓPAVINNUNNAR

HIÐ VÍÐA SVIÐ MBA HEILLAÐI

Hún segist hafa rifjað það upp nýlega að þeg­ar hún fór á sínum tíma á kynningar­ fund í MBA við HÍ hafi forstjóri Olís, Jón Ólafur Hall­dórsson, sagt frá reynslu sinni af náminu og lýst því hve mikils virði félags­ skapurinn og hópavinnan væri.

Að sögn Sigríðar var það hið víða svið í MBA-náminu sem heillaði hana mest. „Það hafði blundað lengi í mér að fara í MBAnámið en ég hafði ekki fundið rétta tímann.

„Ég hugsaði með mér að þetta hljómaði svo­­lítið eins og klisja. En það reyndist öðru nær. Sam­­heldnin í hópnum er mikilvæg. Hópa­­vinnan gerir ríka kröfu á okkur að

Sigríður Guðmundsdóttir Nafn: Sigríður Guðmundsdóttir. Fædd: 14. ágúst árið 1972. Fjölskylda: Maki: Fjölnir Þór Árnason fjármálastjóri. Börn: Atli 21 árs og Selma Dröfn 16 ára. Menntun: Kennari frá Háskólanum á Akureyri og nám í MBA við HÍ; útskrifast í vor. Starfsferill: Kennari við Lækjarskóla í Hafnarfirði. Eimskip, mannauðssvið. Ráðgjafi hjá Attentus. Mannauðsstjóri hjá Eimskip á Íslandi frá 2017. Áhugamál: Fjallgöngur, skíði og útivist. „Helsta áhugamálið núna er auðvitað MBA-námið.“

Þegar ég byrjaði sem ráðgjafi hjá Attentus fann ég fyrir löngun og þörf á að fara í námið. Ég var með reynslu í mannauðsog fræðslumálun innan stórs fyrirtækis en fannst ég þurfa meiri menntun á sviði rekstrar, fjármála og stjórnunar. Ég var kom­­in svo langt í huganum að ég var með fullkláraða umsókn fyrir MBA-námið í tvö ár áður en ég lét til skarar skríða. Það varð svo úr þegar ég byrjaði aftur hjá Eimskip að ég lét slag standa og sótti um.“

vinna verkefni með ólíkum einstaklingum. Við ráðum því ekki með hverjum við vinn­ um verk­­efnin og fyrir vikið kynnumst við vel. Hlutverkin í hópunum eru mismunandi vegna ólíkra einstaklinga. Stundum þarf að taka af skarið og leiða en í öðrum hópum er ekki þörf á því. Þetta er mikil þálfun í samvinnu og sveigjanleika.“

Sigríður segir að með náminu hafi hún viljað tengja mannauðsstjórnun betur við stóru myndina í rekstri fyrirtækja. „MBA gaf mér færi á fjölbreyttu námi án þess að þurfa að verða sérfræðingur á öllum sviðum sem ég kynnti mér. Námið er góð þjálfun í

Spurð um stefnu Eimskips í mannauðs­­mál­­ um segir Sigríður að meginstefið sé jafnrétti og hvatn­ing og tækifæri til starfsþróunar þar sem reynt sé að styðja við starfsfólk og því gert kleift að blómstra í starfi. „Við ­reynum að skapa jarðveg þar sem starfs­

JAFNRÉTTI OG TÆKIFÆRI TIL STARFSÞRÓUNAR


Stjórnendur þurfa ekki alltaf að eiga réttu svörin við öllu eða vera í miðju sviðsljóssins við lausn verkefna.“ menn geta vaxið og náð árangri í starfi.“ Eimskip er með starfsemi víða um heim og þess vegna er reynt að samræma heildar­­ stefn­una að mestu í öllum löndum. „Það er mismunandi menning og ólíkur lagarammi eftir löndum. Þess vegna þufum við að laga stefn­una að hluta til að hverju landi fyrir sig.

GÓÐ RÁÐ Í STJÓRNUN Um góð ráð sem hún hafi fengið í stjórnun segir hún að sér finnist alltaf standa upp úr mikilvægi þess að hlusta. „Stjórnendur þurfa ekki alltaf að eiga réttu svörin við öllu eða vera í miðju sviðsljóssins við lausn verkefna. Það er gott ráð til stjórnenda að hlusta á tillögur starfsmanna og sýna hóg­ værð. Ár­angur fyrirtækja ræðst af samheldni og sam­vinnu starfsmanna.“

Í stjórnun finnst mér standa upp úr að hlusta.“

Hún segir helsta einkenni þeirra stjórn­ enda, sem hafi haft mest áhrif á sig, að þeir taka hlutverk sitt sem stjórnenda ekki of hátíðl­­ega. Þeir deila upplýsingum með sam­­ starfs­fólki sínu og leyfa því að vera hluti af ferlinu við ákvarðanatöku og skapa þannig liðsheild.“ En hvernig lýsir Sigríður sjálfri sér sem mann­­­­­eskju: „Vonandi kem ég fólki fyrir sjón­­ir sem glaðleg og jákvæð en ég er líka ákveðin. Sumir í kringum mig segja að ég geti stund­­um verið þrjósk – en ég lít frekar á það sem ákveðni.“

A- EÐA B-MANNESKJA? Hvort hún sé A- eða B-manneskja? „Verðum við ekki að segja A. Mér verður meira úr verki á morgn­­ana. Það reyndi raunar á þetta atriði þegar ég fór í MBAnámið og var áskorun fyrir mig því ég varð að breyta kvöldtaktinum mínum og spýta í lófana á kvöldin. Ég skipu­­lagði tímann hjá mér í upphafi nám­sins þann­ig að dagurinn fram að kvöld­­mat færi í vinnu og fjölskyld­ una en kvöldin og helg­­arnar færu í námið. Það hefur tekist furð­­vel að fylgja þessu skipulagi eftir.“ Svarið við hinni hefðbundnu spurningu um áhuga­­mál er fjallgöngur, skíði og almenn útivist. „Ég nýt þess mjög að fara í langar gönguferðir. Eftirminnilegasta gönguferðin síðasta sumar var þegar hópur kvenna gekk um Þórsmörkina og Tindfjöllin. En helsta áhugamálið núna er auðvitað MBA-námið. Það er gott áhugamál, en að vísu svolítið tímafrekt,“ segir Sigríður og brosir.

Sigríður Guðmundsdóttir, mann­ auðsstjóri Eimskips á Íslandi og nemandi í MBA við HÍ.

Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I 13


MBA

014

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates og MBA frá HÍ vorið 2013, s­ eg­ir að umfang félagsins hafi tífaldast á nokkrum árum. „Ég er ánægð­astur með að okkur hafi tekist að halda tökum á rekstrinum þrátt fyrir þenn­an ofurvöxt í fjölda ferða­ manna um völlinn. Í svona miklum vexti er helsta á ­ skorunin að halda gæðum. Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Gassi

V

ið höfum orðið að hlaupa hratt til að geta aðlagað starfsemina að svo hröðum vexti. Umfang fé­­­­­­­lagsins hefur tífaldast á nokkr­­­ um árum og fjöldi starfsmanna er kominn yfir sex hundruð frá því að vera sex fyrir tuttugu árum,“ segir Sigþór Krist­ inn Skúla­son, forstjóri Airport Associates á Kefla­­víkurflugvelli og MBA frá HÍ vorið 2013.

Höfum

hlaupið hratt Sigþór Kristinn Skúlason, fram­kvæmda­stjóri Airport Associates á Kefla­­víkur­ flugvelli og MBA frá HÍ vorið 2013.

Sigþór er einn þeirra sem prýða nýjan bækl­ ing MBA-námsins við HÍ. Það er ekki orðum aukið að hann hafi tekist á við hressi­­legar áskoranir í stjórnun félagsins. Á nýliðnu ári fóru tæplega 9 millj­ónir farþega um Kefla­ víkurflugvöll og áætlað er að þeir verði yfir 10 milljónir á þessu ári. „Ég er ánægð­astur með að tekist hafi að halda tök­um á rekstr­ inum þrátt fyrir þennan ofurvöxt í fjölda ferðamanna. Í svona miklum vexti er helsta áskorunin að halda gæðum.“

ÞJÓNUSTAR MÖRG FLUGFÉLÖG Á VELLINUM Airport Associates býður alhliða flug­ tengda þjónustu við farþega auk þess sem það sinnir flugfrakt og flugvélaafgreiðslu á Kefla­­víkur­­flugvelli. Félagið stýrir í raun ekki vexti sínum heldur lagar sig að hinum mikla fjölda farþega sem hátt í 30 flugfélög fljúga með til landsins. Félagið þjónustar mörg þessara félaga og eru starfsmenn þess mjög sýnilegir innan flugstöðvarinnar.

Umfang Airport Associates hefur tífaldast á nokkrum árum og fjöldi starfsmanna kominn yfir sex hundruð.“ 14 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018


„Við sjáum um að innrita nánast annan hvern farþega sem fer um flugstöðina. Við sinn­­um flugvélaafgreiðslu frá A til Ö og rek­um vöruhús fyrir flugfraktina. Við erum í þeirri skemmtilega erfiðu stöðu að elta flugfélögin í því sem þau gera – og þjónusta þau.“ Sigþór skráði sig í MBA-námið árið 2011 þrátt fyrir miklar annir sem for­stjóri A ­ irport Associates. Ekki nóg með það; hann hefur verið framkvæmdastjóri harðflutn­­inga­­fyrir­­ tækisins UPS á Íslandi megnið af tímanum en er nýlegur hættur því og gegnir núna stöðu stjórnarformanns UPS.

FANNST KOMINN TÍMI TIL AÐ FRÍSKA MIG UPP En hvers vegna MBA-nám þrátt fyrir svo mikl­ar annir í starfi og með marga bolta á

inu og það hafi gagnast sér vel – en nefnir þó sérstaklega að hin hagnýtu verkefni standi upp úr. „Náms­­­efnið er fjölbreytt og námsgreinar margar en starfið í vinnuhóp­ unum færði mér endanlega heim sanninn um hvað hópur er miklu sterkari en ein­ staklingarnir í honum. Hópur, sem nær vel saman, gefur margfalda útkomu. Mér sýnist hvað árangursríkast að raða saman ólíkum eintaklingum með mjög mismunandi bak­ grunn, reynslu og skoðanir. Dýnamíkin og dýptin í vinnunni verður þá mest. Þetta er gott nám sem fer í reynslubankann líkt og allt nám almennt. Þekking skiptir máli.“ Sigþór er fæddur og alinn upp á Húsavík. „Það var gott að alast upp á Húsavík. Mikið frelsi og þar byrjaði ég sem strákur í golfi og á skíðum. Móðir mín býr þar ennþá sem og tvær systur mínar þannig að ég skýst norður nokkrum sinnum á ári.“

Sigþór Kristinn Skúlason Nafn: Sigþór Kristinn Skúlason. Fæddur: 6. desember árið 1972; 45 ára. Fjölskylda: Maki: Heidi Johannsen, sölustjóri hjá UPS. Börn: Agnes Þóra, 22 ára, Freyja Ragnheiður, 18 ára, og Hanna Lára, 13 ára. Þrjú stjúpbörn: Arnþór Ingi, 22 ára, Gunnlaugur Dan, 21 árs, og Erla Bergmann, 17 ára. Starfsferill: Forstjóri Airport Associates. MBA: Í útskriftarhópnum vorið 2013. „Námið er praktískt og með meiri nálægð við atvinnulífið en ég hafði búist við.“ Áhugamál: Golf, snjóbretti, hjólreiðar og öll skemmtileg útivera. Góð ráð í stjórnun: „Að vera sjálfum sér samkvæmur, sanngjarn, heiðarlegur og góð fyrirmynd.“

YFIR 600 MANNS HJÁ AIRPORT ASSOCIATES

Ég er ánægð­astur með að tekist hafi að halda tök­um á rekstr­inum þrátt fyrir þennan ofurvöxt í fjölda ferðamanna. Í svona miklum vexti er helsta áskorunin að halda gæðum.“ lofti? „Mér fannst kominn tími til að fríska mig upp og afla mér meiri menntunar sem gæti nýst mér vel í starfi. Þetta var svolítið púsluspil en gekk upp með því að skipu­ leggja tímann vel,“ segir Sigþór. „Ég leitaði mér upplýsinga um MBA-nám­ ið og sá að það var praktískt og með miklu meiri nálægð við atvinnulífið en ég hafði búist við. Aðgengi að kennurunum er mjög gott og háskólinn heldur vel utan um hóp­ inn. Þarna voru líflegir kennarar sem mað­ur kynntist vel.“ Sigþór segist mæla með nám­

Hann hóf störf hjá Airport Associates fyrir um tuttugu árum, árið 1998, þá tuttugu og fimm ára að aldri. Þá voru aðeins fimm starfs­menn í fyrirtækinu og það rétt að byrja; hann kom inn á fyrstu metrunum. Fimm árum síðar, eða 2002, tók hann við framkvæmdastjórn og varð samhliða því einn af eigendum. Núna starfa yfir 600 manns hjá A ­ irport­ Associ­ates á Keflavíkurflugvelli og fyrir­­­­tæk­ið orðið einn af burðarásunum í atvinnu­­lífinu á Suðurnesjunum. Sigþór býr í Kefla­vík en hefur lengst af búið í Reykjavík og ekið á milli.

AÐ VERA SJÁLFUM SÉR SAMKVÆMUR Þegar hann er spurður um góð ráð í stjórn­ un segir hann að mikilvægt sé að vera sjál­ fum sér samkvæmur, sanngjarn, heiðarlegur og góð fyrirmynd. Um eiginleika síns besta yfirmanns til þessa segir hann að sá hafi verið áberandi traust­ ur. „Hann var samkvæmur sjálfum sér, tók

sig ekki of hátíðlega, var hreinn og beinn og blátt áfram; mjög góð fyrirmynd. Hann átti auðvelt með að fá fólk til að leggja sig fram í vinnu. Hann var góður í mannlegum sam­ skiptum; rólegur, yfirvegaður og hlustaði á tillögur. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst stjórnun mest um mannleg samskipti.“

RÁÐ TIL UNGS FÓLKS SEM HYGGUR Á EIGIN REKSTUR En hvaða ráð myndi Sigþór gefa ungu fólki sem íhugar að stofna fyrirtæki og fara í eigin rekstur. „Ég ráðlegði því að taka eitt skref í einu og gera sem nákvæmasta við­­ skipta­­áætl­un og hika ekki við að leita ráða hjá þeim sem reyndari eru. Með því er hægt að komast hjá ansi mörgum gildrum og pytt­um. Þá held ég að fólk vanmeti vinnuna og tímann í eigin rekstri. Þetta er draumur en meiri vinna en fólk gerir ráð fyrir og kostar fórnir. Það gerist ekkert af sjálfu sér, það þarf að vera duglegur.“ Þegar Sigþór er beðinn um að lýsa sér í nokkr­um orðum vefst honum tunga um tönn. „Þetta finnst mér erfitt. Ég tel mig vera traust­­an og úrræðagóðan – og vona að ég sé það. Ýmsir hafa á orði að ég eigi auðvelt með að greina hismið frá kjarnan­ um; sjá stóru myndina. Ég reyni að láta verkin tala og koma hlutum í verk. Mörgum finnst ég óþolinmóður og það held ég að sé rétt. Það getur hins vegar líka verið kostur og falið í sér nauðsynlegan drifkraft.“

GOLF OG SNJÓBRETTI Hann segir sín helstu áhugamál utan vinnu tengjast útiveru með fjölskyldunni. „Í golf­ inu bý ég að því að hafa byrjað snemma sem gutti á Húsavík. Hef sömuleiðis gaman af að fara á skíði – eða öllu heldur snjó­ bretti núorðið. Þá eru hjólreiðar fín útivera og ég hjóla talsvert.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn? „Engin spurning; það er golfvöllurinn á Húsavík. Hann er fjölbreyttur og með skemmtilegu landslagi; nokkrar braut­ir liggja vel upp í móti og fyrir vikið er útsýnið yfir Skjálfanda gott og tilkomumikið.“

Náms­­­efnið er fjölbreytt og námsgreinar margar en starfið í vinnuhóp­unum færði mér endanlega heim sanninn um hvað hópur er miklu sterk­ari en ein­staklingarnir í honum.“ Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I 15


MBA

016

Námið

sniðið fyrir mig

Sunna Ó. Wallevik, frumkvöðull og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Gerosion. „MBA-námið var sniðið fyrir mig. Ég er með tæknilegan bakgrunn í raunvísindum og fann að mig vantaði menntun og kunnáttu í rekstri og stjórnun til að takast á við vöxt og stækkun Gerosion.

Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Gassi

S

unna Ó. Wallevik, efna­­verk­­­fræð­­­­­­ ingur, frumkvöðull og fram­­­­­­ kvæmda­­­­stjóri sprotafyrir­­­tæki­­­­sins Gerosion, er einkar gott dæmi um stjórnanda úr tækni­­geir­­an­ um sem ákveður að fara í MBA-nám við Háskóla Íslands gagngert til að afla sér faglegrar þekkingar í við­­­skiptum. Hún vildi öðlast vitn­­eskju og reynslu vegna fyrir­­­­hugaðrar mark­­aðssóknar Gerosion á alþjóða­­­vettvangi. „MBA-námið var sniðið fyrir mig. Ég er með tækni­­legan bakgrunn í raunvísind­ um og fann að mig vantaði menntun og kunnáttu í rekstri og stjórnun til að takast á við vöxt og stækkun Gerosion án þess þó að hella mér út í grunnnám í viðskiptum,“ segir Sunna. Hún var í MBA-hópnum sem útskrifaðist vorið 2016 og er ein þeirra sem prýða nýjan bækling MBA-námsins í Háskóla Íslands. „Ég var búin að taka eftir því að margir sem ég lít upp til voru með þessa gráðu og því meira sem ég las um námið því meira heillaðist ég af því.“

AUKINN KRAFTUR, ELDMÓÐUR OG SJÁLFSTRAUST Hún segist hafa fengið það út úr MBAnám­inu sem hana vantaði og sóttist eftir. „Ég hef núna meiri tilfinningu fyrir rekstri og ég skil gangverk atvinnulífsins betur. Ég mæli með þessu námi við alla. Það er fjölbreytt, kennararnir eru góðir og hin hagnýtu verkefni vega þungt og komu mér á óvart fyrir það hvað þau eru lærdómsrík, tengja vel við at­­vinnulífið og búa til mikla samheldni innan hópsins. Tengslanetið hefur stækkað og er orðið sterkt. Þá er vel haldið utan um okkur af há­­skólanum og við fáum allt sem við viljum; það er lúxus.“ Sunna segir að MBA-námið hafi ekki að­­eins þrosk­að sig sem einstakling og stjórn­­anda heldur sé hitt ekki síðra; með þekk­­ingunni hafi hún öðlast kraft, eldmóð og aukið sjálf­­­straust til að taka viðskipta­ tengdar ­ákvarð­anir. 16 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

„Þetta með eldmóðinn og sjálfstraustið er þýð­­­ingarmikið fyrir mig sem stjórnanda, fyrir­tækja­­­eiganda og frumkvöðul með há­ leit markmið sem vill fara ótroðnar slóð­ir. Ég sæki núna óhikað á ný mið sem mér þótti óyfirstíganlegt að gera áður.“

STOFNUN GEROSION – TENINGNUM KASTAÐ Sagan á bak við stofnun Gerosion er hvetj­­ andi fyrir aðra og tengist fyrstu Startup Energy Reykjavík-keppninni sem var hald­ in 2014. „Við ákváðum þrír sérfræðing­ar á sviði jarðvarma og efnistækni að taka þátt í keppninni með viðskiptahugmynd okkar um steinlím og þannig varð fyrirtækið til. Ten­ ingnum var kastað og í kjölfarið fengum við fjöl­­marga stóra og þekkta rann­­sókn­arstyrki.“ Gerosion er með aðstöðu og tilraunastofu í hús­­akynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Eftir MBA-námið sæki ég núna óhikað á ný mið sem mér þótti óyfirstíganlegt að gera áður.“

þar sem Sunna var verkefnastjóri um árabil. Núna eru starfsmenn Gerosion orðnir níu og eig­endurnir fjórir. Meðal viðskiptavina eru Landsvirkjun, HS Orka, Orkuveitan, Elkem Ísland, íslensku álverin, Green Energy Ice­ land, Veitur ohf., Atlas Copco, Elkem A/S, Green Energy Iceland og Nippon Steel & Sumi­­tomo Metal Corporation svo nokkrir séu nefndir. „Við hjá Gerosion erum frumkvöðlar á sviði tækni­­­rannsókna, jarðhita og efnis­­ tækni. Spönn­um allt svið efnistækninnar og vinnum fyrir orkufreka iðnaðinn í heild sinni – sem og jarðhita- og olíu­iðnaðinn.“

SEMENTSLAUST STEINLÍM OG FÓRNARFÓÐRING Gerosion hefur einnig náð miklum árangri í hönn­un og þróun á fóðringu fyrir jarð­­hita­ borholur. Tæknin er nefnd Fórnar­­fóðr­ing og verndar stál- og steypulögin í bor­hol­­­un­­ um fyrir tæringu. „Fórnar­fóðringin er orðin mjög umfangsmikið verkefni hjá okkur.“ Steinlím Gerosion hefur verið í þróun á síðustu árum. Það er umhverfisvænt ­sem­­­­­­ents­laust stein­lím með mjög lágt kol­­­­­­­efnis­­spor. Það kemur í stað venjulegs sem­­­­ents sem hef­­ur þann ókost að vera með hátt ­kol­efn­­is­­­spor. Steinlímið var upphaf­ lega ætlað til not­­kunar í byggingariðnaði en

Sunna Ó. Wallevik. Nafn: Sunna Ó. Wallevik. Fædd: Fædd 7. september 1982. Fjölskylda: Maki: Kristján Friðrik Alexandersson, doktor í eðlisefnafræði frá Háskólanum í Oxford á Englandi. Börn: Rósa (8 ára), Ronja (5 ára að verða 6) og Karl Alexander (3 ára). Starfsferill: Framkvæmdastjóri Gerosion (frá 2014). Rannsóknarstaða fyrir Elkem á Íslandi innan Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (frá 2016). Verkefnisstjóri í efnisfræði- og orkutengdum rannsóknum hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (2008 til 2016). Sérfræðingur á Raunvísindastofnun HÍ, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og stundakennari við HÍ (2002-2008). Menntun: BSc. í efnafræði með áherslu á verkfræði við HÍ. M.Sc., meistaragráða í ólífrænni efnafræði við HÍ og háskólann í Ottawa Kanada. MBA-nám frá HÍ (2016). Áhugamál: „Fjölskyldan og vinnan. Ég fer stöku sinnum í jóga eða á skíði en það er meira til að halda heilsunni við.“


Í sementslausa stein­­lím­­ inu liggur öflugt við­­skipta­­ tækifæri. Allur heim­­urinn er undir ef vel tekst til.“ síðar kom í ljós að það hentaði einnig vel í öðrum geirum. Það bindur aukaafurðir og iðnaðarúrgang svo úr verður endurnýt­an­legt hráefni fyrir orkufreka iðnaðarframleiðslu. „Við teljum að í sementslausa steinlíminu liggi öflugt viðskiptatækifæri. Allur heim­ ur­inn er undir sem markaðssvæði ef vel tekst til,“ segir Sunna. „Það er núna tilbúið í fram­­­leiðslu og uppbygging og fjármögnun fyrir starf­­semina gengur vel.“

STJÓRNUN OG DANSLISTIN Um góð ráð í stjórnun segir Sunna að allt MBA-námið gangi út á góð ráð í stjórnun. „Ég hef þó alltaf heillast af samlíkingu stjórn­ unar við dans; hvort tveggja er list. Góðir stjórnendur kunna þá list að láta alla dansa sam­­kvæmisdansa eins og þeir séu þaulvanir þrátt fyrir að kunnáttan sé jafnvel tak­­mörk­­ uð. Þetta gera þeir með jákvæðn­inni og eld­ móðinum. Í þeirra huga eru allar hindr­anir yfirstíganlegar og þannig drífa þeir fólk með sér til framkvæmda. Árangur er mjög háður vinnuanda, samheldni og samvinnu stjórn­ anda og starfsmanna. Það dansa allir í takt.“ Sunna segir að sér finnist skapandi hugsun einn verðmætasti hæfileiki stjórnenda. „Fram­­þróun í fyrirtækjum þarfnast þess að vandamál og tækifæri séu ævinlega skil­­greind á nýjan og frumlegan hátt – og út frá þörf­um við­skipta­­vinarins. Þess vegna er svo mikil­ vægt að stjórn­­­­endur stuðli að frumleika, nýjum hug­mynd­um og bættu vinnulagi.“

NÁKVÆMNI ER KOSTUR En hvernig lýsir Sunna sjálfri sér? Ég vona að fólk sjái mig sem hressa, glaðlega, hvetj­ andi og jákvæða manneskju. Sjálfri finnst mér ég metn­­aðarfull og nákvæm. Ég er með fullkomn­­unaráráttu sem hefur nýst mér vel í námi og starfi þótt stund­­um hafi hún tafið svolítið fyrir. Það skilar sér yfir­­leitt að leggja meira á sig og verja auknum tíma í hlutina!“

Skapandi hugsun er einn verðmætasti hæfileiki stjórnenda.“ ­ Sunna Ó. Wallevik, frumkvöðull og framkvæmdastjóri sprota­­fyrir­tækisins Gerosion.

Um áhugamálin segir Sunna að því sé frek­­ ar fljótsvarað, þau séu fjölskyldan og vinnan. „Nám og vinna að orkutengd­um rannsókn­ um hafa verið mitt helsta áhuga­mál síðustu tíu árin. Ég brenn fyrir því að reyna að stuð­ la að umhverfisvænum efnis­tæknilausnum fyrir orkufrekan iðnað. Í þeim frítíma sem ég hef legg ég hins vegar alla áherslu á fjöl­ skylduna og afþreyingu með henni. Ég fer stöku sinnum í jóga eða á skíði en það er meira til að halda heilsunni við. Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 1. tbl. 1. árg. 2018

I 17


Sigþór K. Skúlason forstjóri Airport Associates Sunna Ólafsdóttir Wallevik frumkvöðull og meðstofnandi Gerosion

Arngrímur Fannar Haraldsson viðskiptastjóri hjá Hörpu

Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu

Sigríður Guðmundsdóttir mannauðsstjóri Eimskips á Íslandi

Magnús Kristjánsson verkefnastjóri hjá KPMG

NÆSTA SKREF Á ÞÍNUM FERLI Hvort sem þú vilt þróast úr sérfræðingi í stjórnanda eða leiðtoga, skipta um starfsumhverfi eða stofna þiˆ eigið fyrirtæki þá er MBA-nám við Háskóla Íslands sterkur leikur.

MBA-námið er tveggja ára hagný meistaranám ætlað þeim sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og hæfni til að takast betur á við forystuhlutverk í viðskiptalífinu. Einstaklingar með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands starfa nú á flestum sviðum viðskiptalífsins, ýmist sem æðstu stjórnendur, millistjórnendur, sérfræðingar eða frumkvöðlar.

www.mba.is

MBA tímarit 1.tbl. 1 árg. 2018  
MBA tímarit 1.tbl. 1 árg. 2018  
Advertisement