Page 1

FRUMKVÆÐI FORYSTA FÆRNI Tím arit MB A við H á skól a Ísl a n ds 2. tbl. 1. árg. 2018

Róbert Wessman á MBA-fundi í HÍ:

Innsýn

frumkvöðuls Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, var fyrirlesari á stórgóðum fundi MBA-námsins í Háskólabíói þar sem hann fór yfir stofnun Alvogen, söguna á bak við árangurinn og sýn sína á lyfjageirann. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina Innsýn frumkvöðuls og var vel sóttur.


MBA

2 Mynd: Kristinn Ingvarsson

Útgefandi: MBA við Háskóla Íslands. Ritnefnd: Magnús Pálsson, Ester Gústavsdóttir, Lena Heimisdóttir og Jón G. Hauksson. Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson, Aldís Pálsdóttir (forsíða), Halldór Kristmannsson, og fl. Umsjón: Jón G. Hauksson. Ábyrgðarmaður: Magn


nús Pálsson.

Innsýn

frumkvöðuls

Svona súlurit sjást ekki á hverjum degi. Velta Alvogen meira en 26-faldaðist fyrstu átta árin; frá 2009 til 2017, eða um 59% að jafnaði á ári. Starfsmenn eru 2.800, verksmiðjur og rannsóknarstofur eru fimm, 200 hefðbundin samheitalyf í pípunum og það sem meira er; sjö samheitalyf í flokki líftæknilyfja – en Róbert segir að þar liggi framtíðin í lyfjageiranum. Mynd: Kristinn Ingvarsson

FRUMKVÆÐI FORYSTA FÆRNI T í m a r i t MBA v i ð Há s k ó l a Ís l a nd s 2. tbl. 1. árg. 2018


MBA

4 Skemmtileg mynd hjá Kristni Ingvarssyni ljósmyndara af servíettunni og Róberti í forgrunni. 4 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

Mynd: Kristinn Ingvarsson


Mynd: Kristinn Ingvarsson

Vinningsformúla Wessmans

Hún var sérlega skemmtileg fyrsta glæran sem Róbert smellti á hvíta tjaldið á MBA-fundinum í Háskólabíói. Það var mynd af metnaðar­­ fullum hugmyndum Róberts sem hann hripaði niður á servíettu á fundi með fjárfestum í hádegisverði á veitingahúsi í New York 2009. Fyrsti sigurinn af mörgum var í höfn; hugmyndir Róberts fengu hljómgrunn fjárfestanna.

Innsýn frumkvöðuls:

Alvogen-ævintýri

Róberts

Það var mikill fengur fyrir MBA-námið í HÍ að fá Róbert Wessman, forstjóra Alvogen, til að fara yfir stofnun Alvogen, söguna á bak við árangurinn og sýn sína á lyfjageirann á vel sóttum MBA-fundi í Háskólabíói. Árangur Róberts við að byggja upp tvö alþjóðleg fyrirtæki, Actavis og síðar Alvogen, er hluti af greiningarverkefnum nemenda í háskólum vestanhafs, eins og Harvard, Columbia og Babson College í Bandaríkjunum. Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Kristinn Ingvarsson, Halldór Kristmannsson, Aldís Pálsdóttir og fl. Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I5


MBA

6

R

óbert Wessman steig glað­ beittur á sviðið í Háskólabíói til að halda fyrirlestur sinn á MBA-fundinum og svara í framhaldinu spurningum gesta. Hann er þekktur fyrir að vera glaðlyndur og brosmildur, einbeittur og eiga auðvelt með að sjá stóru myndina þegar viðskipti eru annars vegar. Það skiptir öllu máli fyrir stjórnendur og leiðtoga í fyrirtækjum. Ekki var hann mættur í bíóið í þetta skiptið til að horfa á einhverja stórmynd frá Holly­ wood á hvíta tjaldinu. Þess í stað sýndi hann myndir á hvíta tjaldinu í fróðlegum fyrirlestri, þ.e. glærur af uppbyggingu Alvo­gen, helstu vörðum í sögunni á bak við ár­­angurinn og sýn sinni á lyfjageirann. „Ég hef ekki verið á sviði hér í bíóinu frá því ég tók við prófskírteininu á sínum tíma og útskrifaðist úr Háskóla Íslands,“ sagði Róbert.

SERVÍETTAN Í HÁDEGISVERÐINUM Í NEW YORK Hún var sérlega skemmtileg fyrsta myndin sem hann smellti á hvíta tjaldið í fyrirlestrin­ um. Það var mynd af metnaðarfullum hugmyndum hans sem hann hripaði niður á servíettu á fundi með fjárfestum í hádegis­ verði á veitingahúsi í New York 2009. Eftir svolitla þrautagöngu á milli fjárfesta á erfiðum tímum fjármálakreppunnar var það þarna í hádegisverðinum í New York sem hugmynd hans fékk hljómgrunn. Fyrsti sigurinn af mörgum var í höfn. Servíettan er á vissan hátt tákn um upphaf Alvogen. Í sjálfu sér var það magnað hjá Róberti að geta selt þá hugmynd og sýn að keppa við stærstu samheitalyfjafyrirtæki í heimi með enga starfsmenn og enga veltu. En fjárfest­ arnir höfðu trú á honum. Daniel Isenberg, prófessor við Babson Coll­ege og áður um árabil prófesor við við­­

Árangur Róberts við að byggja upp tvö alþjóðleg fyrirtæki, Actavis og síðar Alvogen, er hluti af greining skiptadeild Harvard-háskóla, hefur einmitt lýst því að einbeiting og ástríða Róberts í viðskiptum heilli alla. Hann hafi mikla útgeislun, sannfæringarkraft, keppnisskapið skíni af honum og hann keppi ávallt til að sigra.

ALVOGEN-ÆVINTÝRI RÓBERTS Ævintýri Róberts með Alvogen hófst strax eftir hádegisverðinn í New York. Fyrsta skrefið var að leiða kaupin á bandaríska lyfjafyrirtækinu Norwich P ­ harmaceuticals sem átti sér 125 ára rekstrarsögu og starf­­rækti gamla lyfjaverksmiðju í New York-ríki sem getið hafði sér gott orð fyrir hágæðaframleiðslu og var áður í eigu Procter og Gamble. Tuttugu milljón­ ir dollara í sjóði fyrirtækisins og gömul verk­­­­­­smiðja. Engu að síður; teningunum var kastað. Alvogen var komið á hlaupabrautina.

Markmiðið var að byggja upp sterkt og leið­­andi alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki á nokkrum árum og keppa við þá stærstu. Engum duldist að fyrirmyndin var uppbygg­ ing Róberts á Actavis sem var orðið fjórða stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi þegar hann lét þar af störfum sem forstjóri árið 2008. Á fyrstu vikum og mánuðum Alvogen bættust síðan við fjölmargir lykilstarfs­ menn og nánir samstarfsmenn Róberts frá ­Actavis um allan heim. Vöxtur Alvogen er ævintýri líkastur. Veltan meira en 26-faldaðist á fyrstu átta árunum og tekjur fóru yfir einn milljarð Bandaríkja­ dala á síðasta ári. Starfsmenn eru komnir yfir 2.800 talsins og starfa í 35 löndum. Markmið Alvogen er skýrt: Að fyrirtækið verði eitt af leiðandi samheitalyfjafyrirtækj­ um í heimi á sínu sviði. Róbert segir að Alvogen hafi markaðssett stór lyf í Bandaríkjunum og í Evrópu á undan sam­keppnisaðilum og gert betur en aðrir í þjón­ustu, afhendingu og gæðum. Þar liggi grunn­urinn að árangrinum. Í ljósi þessa árangurs er athyglisvert að vísa aftur í Daniel Isenberg prófessor sem hefur rannsakað og skrifað um árangur Róberts og segir að hann sjái möguleika og sóknarfæri sem aðrir sjái ekki.

Margir lögðu leið sína á MBA-fundinn í Háskólabíói. 6 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

MBA-mynd: Kristinn Ingvarsson

„Framleiðsla samheitalyfja byggist ekki á nýjum uppfinningum heldur framleiðslu á lyfjum þar sem einkaleyfi er útrunnið,“ segir Daniel. „Í þessu felst vissulega ný­ sköpun í rekstri en spurning mín er: Af hverju nær Róbert betri árangri í þessari framleiðslu en þeir sem upphaflega fram­ leiddu lyfin?“ segir Isenberg og bætir því


garverkefnum nemenda í Harvard.

Mynd: Kristinn Ingvarsson

við að skýringin sé meðal annars að Róbert fái annað fólk til að gera betur en það telji sjálft að það geti – og hann haldi einbeit­ ingu allan tímann við að ná markmiðum sínum.

Róbert bætti því við að Alvotech ætti eftir að ráða miklu um vöxt Alvogen á næstu árum og að Alvotech myndi þróa og fram­ leiða samheitalyf líftæknilyfja á meðan Al­ vogen myndi ásamt öðrum lyfjafyrirtækjum sjá um sölu og markaðssetningu lyfjanna.

FYRIRTÆKJAMENNING ALVOGEN

Þess má geta að gert er ráð fyrir því í spám alþjóðlega lyfjageirans að sala líftæknilyfja verði um 250 milljarðar Bandaríkjadala

Um fyrirtækjamenningu Alvogen á MBA-fundinum í Háskólabíói sagði Róbert að hún snerist um trúna og viljann til að ná árangri og koma hlutum í verk; ­fram­­kvæma. „Við trúum því sjálf að allt sé framkvæman­ legt og nei er ekki í boði sem svar. Við fylgj­um eigin sannfæringu og gerum hlutina á okkar hátt.“

árið 2025. Kostnaðurinn við að þróa sam­ heitalyf í flokki líftæknilyfja er margfaldur á við það að framleiða hefðbundið samheita­­ lyf. En líftæknilyf eru miklu skilvirkari við sjúkdómum eins og krabbameini og gigt, svo dæmi sé tekið. MBA-fundurinn í Háskólabíói var vel heppnaður og vel sóttur og mikill fengur fyrir MBA-námið í HÍ að fá Róbert á þennan viðburð.

MBA-fundurinn var vel heppnaður. Svala Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Viðskiptafræði­­­ stofn­­unar, setti fundinn í Háskólabíói, bauð Róbert og gesti velkomna og ávarpaði fundarmenn. Eftir fyrirlestur Róberts svaraði hann spurningum fundarmanna en þeim umræðum stýrðu þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Jakob Már Ásmundsson en þau eru stjórnarmenn í Viðskiptafræðistofnun Háskólans sem starfrækir MBA-námið.

Róbert sagði ennfremur á fundinum að um 90% af hagnaði Alvogen kæmu frá mörkuðum Alvogen þar sem konur væru í forsvari. Helstu markaðssvæði Alvogen eru í Bandaríkjunum, Asíu og í Mið- og AusturEvrópu. „Það vill þannig til að konur stýra á stærstu markaðssvæðum fyrir­­tækisins og hafa þær valist til forystu vegna eigin ­hæfileika og verið farsælar í starfi.“

LÍFTKNILYFIN ERU FRAMTÍÐIN Það kom skýrt fram í máli Róberts á fund­­ inum að líftæknilyfin eru framtíðin í sölu l­yfja í heiminum. Draumurinn með A ­ lvotech, syst­urfyrirtæki Alvogen í V ­ atnsmýrinni, er að byggja upp eitt besta félagið í líftækni­ geiranum þegar kemur að þróun og fram­ leiðslu á samheitalyfjum líftæknilyfja og vera í fararbroddi á því sviði. Fyrirtæki sem gæti þróað lyf, framkvæmt klínískar rann­sóknir og annast framleiðslu gæti þannig stýrt stórum hluta virðiskeðjunnar á sínu sviði.

Að loknum MBA-fundinum í Háskólabíói. Jakob Már Ásmundsson, Róbert Wessman, Svala Guðmundsdóttir og Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Svala er formaður stjórnar Viðskiptafræðistofnunar en þau Jakob og Árelía stjórnarmenn. Mynd: Aldís Pálsdóttir

Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I7


MBA

8 Róbert Wessman á MBA-fundinum í Háskólabíói:

Alvogen á hvíta tjaldinu Myndir: Halldór Kristmannsson

Framtíðin í lyfjageiranum er í samheitalyfjum líftæknilyfja. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, á sviðinu í Háskólabíói á fróðlegum og stórgóðum fundi MBA-námsins. Fundurinn bar yfirskriftina: Innsýn frumkvöðuls.

Hvers vegna að breyta þegar viðskiptin ganga vel? Í síbreytilegu viðskipta­­um­­ hverfi og grimmri samkeppni þarf stöðugt að laga sig að nýjum aðstæðum og halda einbeitingu við að vera hugmyndaríkari, fljótari og betri en keppinautarnir. 8 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018


Fyrirtækjamenning Alvogen snýst um trúna og viljann til að ná árangri og koma hlutum í verk; framkvæma. „Við trúum því að allt sé framkvæmanlegt og nei er ekki í boði sem svar. Við fylgjum eigin sannfæringu og gerum hlutina á okkar hátt.“

Um 90% af hagnaði Alvogen koma frá mörkuðum Alvogen þar sem konur eru í forsvari. Helstu markaðs­svæði fyrirtækisins eru í Banda­ ríkjunum, Asíu og í Mið- og Austur-Evrópu.

Eftir fyrirlesturinn sat Róbert með þeim Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur og Jakobi Má Ásmundssyni, stjórnarmönnum í Viðskipta­ fræðistofnun Háskól­ans, og svaraði spurningum þeirra og gesta. Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I9


MBA

10

10 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018


Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild HÍ:

Úr kennslu íí frumkvöðlakennslu Harvard við HÍ

Magnús Þór Torfason kenndi frumkvöðlafræði í fjögur ár við bestu aðstæður í Harvard Business School áður en hann sneri sér að kennslu við Háskóla Íslands. „Meginstefið í frumkvöðlafræðinni núna er áhersla á sveigjanleika viðskiptalíkana til að mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina,“ segir Magnús.

Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Kristinn Ingvarsson

Í MBA-náminu fer ég yfir fjölmargar dæmisögur um vel heppnuð sprotafyrirtæki og hvað hafi fellt gróin fyrirtæki – þ.e. hvað hafi orðið til þess að þau sofnuðu á verðinum.“ Magnús Þór Torfason, lektor við Háskóla Íslands og kennari í kúrsinum Frumkvöðlar og nýsköpun við MBA við Háskóla Íslands.

Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I 11


MBA

12

S

veigjanleiki er núna meginstefið í frumkvöðlafræði og nýsköpun. Áður var mesta áherslan á viðskiptaáætlanir en núna er meira byggt á viðskiptalíkönum sem hægt er að sveigja til og laga að síbreyti­ legum þörfum viðskiptavina. Viðskiptaáætl­ anir lýsa yfirleitt bara einni framtíð,“ segir Magnús Þór Torfason, lektor við viðskipta­ fræðideild Háskóla Íslands og kennari í frumkvöðlafræði í MBA í HÍ. Hann stýrir ennfremur meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun við HÍ og situr í stjórn fjár­ festingarsjóðsins Frumtaks sem fjárfestir í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.

Facebook er dæmi um fyrirtæki sem hefur haldið áfram að beita sprotaaðferðafræðinni þótt það sé orðið alþjóðlegur risi. Það hefur sprotahugsunina í genaformúlu sinni.“

Sveigjanleiki kemur raunar við sögu í við­ skiptalíkani Magnúsar Þórs sjálfs. Þörfin fyrir að búa á Íslandi kallaði og þá reyndi á sveigjanleikann hjá honum; að segja upp góðri stöðu sem lektor við Harvard Business School og byrja að kenna við sinn gamla skóla; Háskóla Íslands.

ÍSLENSKA FJALLALOFTIÐ „Eigum við ekki að segja íslenska fjallaloftið hafi ráðið mestu um að ég sneri heim,“ segir Magnús brosandi um vistaskiptin úr Harvard í HÍ. „Ég var í ársleyfi frá Harvard og bauðst að takast á við þróun nýsköpunarnáms við Háskóla Íslands. Við fluttum heim og eftir nokkra mánuði þurftum við að taka ákvörðun; ætluðum við að setjast að á ­Ís­landi eða búa áfram í Bandaríkjunum og verða smám saman Bandaríkjamenn? Við sögðum sem svo að ef við yrðum áfram úti og börnin færu í framhaldsskóla þar þá kæmum við ekki heim aftur. Ísland varð fyrir valinu.“ Magnús kenndi tvo kúrsa í frumkvöðlafræði við MBA-námið í Harvard á árunum 2010 til 2013 auk þess sem hann leiðbeindi nemend­ um í hagnýtum sprotaverkefnum. „Mikil áhersla er lögð á hópavinnu og dæmisögur (case study) í kennslunni í Harvard. Þar

„Meginstefið í frumkvöðlafræði er núna áhersla á sveigjanleika viðskiptalíkana til að mæta síbreytilegum þörfum viðskiptavina.“ geta nemendur sömuleiðis unnið að eigin raunhæf­um sprotaverkefnum – líkt og marg­ ir gera í MBA-náminu í HÍ.“

Í Harvard er mikil gróska í frum­kvöðlafræðinni og góð tenging við aðra þekkta háskóla á svæðinu, eins og MIT og Boston Uni­­­versity, sem og við at­­­ vinnulífið. Þarna er líka mikil nálægð við áhugasama sprota­­fjárfesta sem eru á útkikkinu eftir tækifærum.“ 12 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

MIKILL METNAÐUR Í MBA Í HÍ OG HARVARD Hann segir að áhugi, kraftur og metnaður einkenni bæði MBA-námið í HÍ og Harvard. Munurinn felist aðallega í því að aðgangur að rannsóknum og fjármagni sé meiri í Har­ vard og tengslin við atvinnulífið sterkari og byggist á gömlum merg. Nemendur séu fleiri og yngri – og fyrir vikið með minni reynslu og ekki eins breiðan bakgrunn og MBA-­ nemar hér heima. „MBA-kennsla í Bandaríkjunum gengur í miklum mæli út á reynslu- og dæmisögur

úr rekstri fyrirtækja og það form er allt að því trúaratriði í mörgum bandarískum háskólum. Í Harvard er mikil gróska í frum­­ kvöðlafræðinni og góð tenging við aðra þekkta háskóla á svæðinu, eins og MIT og Boston University, sem og við atvinnulífið. Þarna er líka mikil nálægð við áhugasama sprotafjárfesta sem eru á útkikkinu eftir tækifærum.“ Að sögn Magnúsar er námið í Háskóla Íslands sambland af hefðbundnu MBAnámi og svonefndu Executive MBA-námi sem þekkt er erlendis og byggist á ­nokkurra vikna lotum. „MBA-námið í Háskóla Íslands er vottað af alþjóðlegum samtökum MBA-háskóla, AMBA, og það er mikil viðurkenning fyrir námið hér heima.“


NÁM SEM TENGIR DEILDIR SAMAN Í meistaranámi HÍ í nýsköpun og við­­­skipta­­ þróun er athyglisvert samstarf viðskipta- og raunvísindadeildanna. „Eitt af því sem ég sá úti í Harvard var að það urðu til mjög fín og frumleg fyrirtæki út úr samstarfi nemenda í Harvard við nemendur í MIT og öðrum þekktum skólum á svæðinu. Þess vegna lagði ég upp þá námsleið í meistaranáminu í HÍ að tengja nemendur í mismunandi deildum háskólans saman. Núna taka nemendur í viðskiptafræði, verkfræði, matvælafræði og læknisfræði kúrsa saman í meistaranáminu.“

DÆMISÖGURNAR HEILLA Magnús segir að í MBA- og meistaranáminu fari hann yfir fjölmargar dæmisögur um vel heppnuð sprotafyrirtæki og hvað hafi fellt gróin fyrirtæki – hvað hafi orðið til þess að þau sofnuðu á verðinum í vöruþróun. „Þá förum við sömuleiðis yfir mörg praktísk atriði, eins og samskipti frumkvöðla, fjárfest­ ingar, fjármögnun, verðmat sprotafyrirtækja, sprota- og fjárfestingaumhverfið á Íslandi, þróun og nýjungar í tækniheiminum og t.d. hvernig innlendir fjárfestar nálgast við­­ skipta­­­hugmyndir í samanburði við erlenda.“

FRUMKVÖÐLAFRÆÐIN UNG KENNSLUGREIN Að sögn Magnúsar er frumkvöðlafræðin frekar ung námsgrein í háskólum og kennd sem sérstök aðferðafræði. „Núna eru við­­­ skiptalíkön í brennidepli og sérstök á­­hersla lögð á að þau séu sveigjanleg. Fyrir­­­tæki þurfa strax í upphafi að þroska með sér hæfileikann til að laga sig að þeirri reynslu sem fæst í samskiptum við viðskiptavini og fylgjast með síbreytilegum þörfum þeirra. Áður voru fjárfestar fremur neikvæðir ef frumkvöðlar lögðu ekki fram nákvæma viðskiptaáætlun og hvað þá ef þeir viðruðu einhverja óvissu um eftirspurn og stærð markaðarins. Nú vilja fjárfestar sjá að frum­ kvöðlarnir séu sveigjanlegir; séu á tánum og tilbúnir að læra og breyta. Góð hugmynd getur á mjög skömmum tíma leitað í farveg sem enginn sá fyrir.“ Brennipunkturinn í viðræðum ­frumkvöðla og fjárfesta er oftast ferlið fræga þegar hugmynd verður að veruleika; þ.e. færist yfir í fjöldaframleiðslu og sölu. Á þessum tímapunkti breytast sprotafyrirtæki líka oftast yfir í venjuleg fyrirtæki og auðvelt er að festast í því fari.

GRÓIN FYRIRTÆKI MEÐ SPROTAHUGSUN „Það er mikil umræða í frumkvöðlafræðinni um gróin fyrirtæki sem nýta sér aðferðir ­ferskra frumkvöðla sem gera hlutina öðru­­vísi, innleiða stöðugt nýjungar með rannsóknum og þróun – og reyna þannig að

Meginstefið í frumkvöðla­ fræði er núna áhersla á sveigjanleika viðskipta­ líkana til að mæta síbreyti­ legum þörfum viðskipta­ vina.“ vera á undan keppinautum og nýjum frum­ kvöðlum. Þetta er umræða sem gengur út á nýja sprota af gömlum meiði.“ Magnús nefnir af handahófi bandaríska bókhaldsfyrirtækið Intuit sem dæmi um rótgróið fyrirtæki sem stöðugt komi með nýjungar og sé yfirleitt skrefinu á undan keppinautum sínum með bókhaldslausnir. Á meðal bókhaldskerfa þess er skattahug­ búnaðurinn TurboTax sem slegið hefur í gegn vestanhafs og er mikið notaður. „Intuit gefur starfsmönnum frelsi til að byrja á nýjum verkefnum og þróa þau. Það er með hvetjandi kerfi. Í staðinn fyrir að starfsmenn sæki um fjármagn og bíði eftir þröngri fjár­ hagsáætlun næsta árs er Intuit með innri nýsköpunarsjóði sem úthluta fjármunum í spennandi hugmyndir. Þannig verða hraðinn og skilvirknin miklu meiri þegar kemur að nýjungum.“

FACEBOOK ÞEKKTASTA SPROTAFYRIRTÆKIÐ „Facebook er þekktasta sprotafyrirtæki í heimi,“ segir Magnús. „Facebook er dæmi um fyrirtæki sem hefur haldið áfram að beita sprota-aðferðafræðinni þótt það sé orðið alþjóðlegur risi. Það hefur sprotahugsunina í genaformúlu sinni. Allt byggist á eldmóði, dirfsku, vilja og skilvirkni svo hægt sé að þróa nýja vinsæla smelli hratt. Slagorð Face­ book er enda Move fast and break things. Sprotahugsun gróinna stórfyrirtækja forð­ar þeim líka frá þeim pytti að setja upp klunna­ leg kerfi sem hefta nýsköpun og nýj­ungar – eins og stórfyrirtækjum hættir til að gera. Það felst í því mikil áskorun að gefa starfs­ mönnum frelsi til að prófa sig áfram og þróa nýjungar án þess að skemma það sem er fyrir. Ef þú ert til dæmis að vinna sem forritari hjá Facebook geturðu byrjað að breyta útgáf­ unni hratt – en bara fyrir lítinn hóp notenda en ekki alla, til að sjá hvernig það kemur út. Þetta gerir Facebook kleift að þróa nýjungar mjög hratt og hrinda þeim í framkvæmd.“ Magnús segir það mjög misjafnt hvað stór­­­ fyrir­tæki í Bandaríkjunum verji miklu fé í rannsóknir, þróun og nýsköpun en telur að það sé yfirleitt á bilinu 5 til 20%. Hann

nefn­ir hins vegar annan áhugaverðan kvarða, Innovation Premium, sem mæli hversu stór hluti af tekjum og hagnaði framtíðarinnar komi frá nýjum vörum. „Ef hann sýnir t.d. 20% þá meta fjárfestar það sem svo að 20% af tekjum fyrirtækisins í framtíðinni komi frá nýjum vörum.“

DOKTOR Í STJÓRNUN FRÁ COLUMBIA Magnús er með doktorspróf í stjórnun frá Columbia University í New York. Hann er verkfræðingur í grunninn; menntaður í rafmagns- og söluverkfræði við Háskóla Íslands. Eftir háskólanám í HÍ stofnaði hann árið 1999 fyrirtækið Handpoint ásamt tveim­ ur félögum sínum úr verkfræðinni. Á þessum tíma var ný handtölvutækni (Palm Pilot) að koma á markaðinn og stofn­­un Hand­ point snerist í kringum þá tækni. Fyrirtækið smíðaði fyrir snjallsíma og spjald­­tölvur og vann ennfremur að kortagreiðslu­lausnum fyrir fyrirtæki og bankastofnanir tengt af­ greiðslukössum, handtölvum og farsímum. Eftir sex ár hjá Handpoint reyndi enn á sveigj­­­anleikann hjá Magnúsi Þór. Hann ­breytti til og hóf doktorsnám í stjórnun við Columbia University í New York. Þaðan útskrifaðist hann árið 2009. Þar sem tækifærin voru minni hér heima svo skömmu eftir hrun ákvað hann að sækja um starf í erlendum háskólum. „Það var ekki álitlegt að koma heim á þessum tíma og því ákváðum við að vera lengur úti. Ég sótti um háskóla bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór víða í viðtöl og fékk svo loks gott tilboð frá frumkvöðla­ deildinni í Harvard.“ En tímarnir breytast og mennirnir með. Það er þetta með sveigjanleikann í við­skipta­­ líkön­um einstaklinga. Það þarf auðvit­að mikið til að segja upp öruggri kennslu í hin­ um fornfræga Harvard Business School og halda heim á fornar slóðir. En römm er sú taug er rekka dregur föður­túna til, orti Jónas Hallgrímsson. Íslenska fjallaloftið feykir ferskum vindum um frumkvöðlafræðina.

Magnús Þór Torfason Nafn: Magnús Þór Torfason. Fæddur: 1976. Starf: Lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Fjölskylda: Kvæntur Guðrúnu Mjöll Sigurðardóttur. Saman eiga þau þrjá syni. Starfsferill: Lektor við Harvard Business School, þar áður stofnandi og þróunarstjóri Handpoint. Menntun: Doktorsnám frá Columbia Business School, verkfræðinám (CS og BS) frá HÍ og tölvunarfræðinám (BS). Áhugamál: Útivist, fjallgöngur og köfun.

Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I 13


MBA

14

St

14 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018


tanslaus

leiðangur Vilborg Arna Gissurardóttir, framkvæmdastjóri Tinda Travel, segir að síðustu ár hafi verið stans­ laus leiðangur og MBA-námið hafi verið lykillinn að stofnun fyrirtækisins. „Námið var lykillinn að því að búa mér til atvinnu úr áhugamálinu.“

Texti: Jón G. Hauksson

Ég leit svo á að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að fara í gegnum lífið án þess að hafa klárað Everest.“ Vilborg Arna Gissurardóttir, fram­­kvæmda­­ stjóri Tinda Travel. Fyrirtækið ber nafn með rentu og Vilborg segir að MBA-námið hafi verið lykillinn að stofnun þess.

Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I 15


MBA

16

S

ögu Vilborgar Örnu Gissurardótt­ ur þekkja langflestir Íslendingar. Árið 2013 gekk hún ein síns liðs á suðurpólinn í sextíu daga og síðasta vor, 2017, tókst hún á við erfiðasta verkefni sitt til þessa þegar hún kleif hæsta fjall heims, Everest. Ári eftir að hún lauk MBA-námi við Háskóla Íslands stofnaði hún fyrirtæki sitt Tinda Travel og hefur síðan haft í meira en nógu að snú­­ ast. „Síðustu ár hafa verið einn stanslaus leiðang­ur,“ segir hún með bros á vör. Vilborg var í MBA-hópnum sem útskrif­­­ að­­­ist 2011 og námið reyndist ári síðar lykill að því að hún fór út í eigin atvinnurekstur í göngu- og ævintýraferðum. „Það var lyk­­ill­­ inn að því að búa mér til atvinnu úr áhuga­­ málinu sem ég brenn fyrir.“

MBA-NÁMIÐ FYRSTA SKREFIÐ AÐ STOFNUN TINDA Hún segir að MBA-námið hafi skilað sér því sem hún sóttist eftir. „Ég fékk mikla þekkingu á mörgum sviðum viðskipta og ­stjórnunar, bæði þverfaglega og yfirgrips­ mikla. Það var mikil og góð reynsla að ­vinna með öðrum nemendum í hópa­vinnu að lausn hagnýtra raunverkefna. Það þjappaði hópnum mjög saman. Hitt var ekki síðra að í MBA-náminu öðlaðist ég sjálfstraust til að taka af skarið og fara í eigin atvinnurekstur á sviði gönguferða og leiðangra,“ segir Vilborg með áherslu. „Ég stofnaði fyrirtækið árið 2012 og svo fengum við ferðaskrifstofuleyfi árið 2016 þegar nýir fjárfestar, meðal annars Arctic Adventures, komu inn í fyrirtækið. Fram að því vorum við ferðaskipuleggjendur en erum núna ferðaskrifstofa.“ Það er meira en nóg að gera hjá Tindum Travel og Vilborgu Örnu. „Þetta hefur ­verið ánægjulegur tími og síðustu fimm ár hafa verið einn stanslaus leiðangur. Markmið okkar er að vera útivistar- og ævin­týraklúbbur og bjóða fólki að taka þátt í ævintýrum með okkur.“ Hún segir að fyrsta stóra verkefni Tinda Travel hafi verið að undirbúa og skipu­ leggja leiðangur hennar á suðurpólinn 2013. Úr varð þekkt ævintýri á gönguför í sextíu daga við erfiðar aðstæður. Reynslunni ríkari kom hún heim og hóf að skipuleggja ferðir auk þess sem hún varð vinsæll fyrirlesari. Hún kemur reglulega fram í skólum, hjá félagasamtökum og fyrirtækjum auk þess sem hún heldur vinsæl námskeið og þjálfar fólk og undirbýr það fyrir leiðangra.

ÆVINTÝRI Á GRÆNLANDI OG Í NEPAL „Tindar Travel bjóða upp á ferðir innansem utanlands og hjá okkur starfa þekktir og vanir fararstjórar, miklir reynsluboltar. 16 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

Í MBA-náminu öðlaðist ég sjálfstraust til að taka af skarið og fara í eigin at­­ vinnurekstur á sviði göngu­­­ ferða og leiðangra.“

En hvernig lýsir hún sjálfri sér í nokkrum setningum? „Ég er býsna hvatvís en ég er líka ákveðin og þrjósk og finnst ég hafa úthald til að klára málin. En þrjóska þarf að vera upp að ákveðnu marki. Það þarf að þekkja sín mörk og fara ekki fram úr sjálfum sér. Ég er heldur ekki hrædd við að bakka út hafi ég ekki sannfæringu fyrir því sem ég geri. Sá sveigjanleiki held ég að sé góður kostur.“

PÓLFERÐIN GRÍÐARLEG VERKEFNASTJÓRNUN – Það hefur þurft þrjósku til að ganga ein síns liðs í sextíu daga á suðurpólinn á sínum tíma? Þetta eru allt einhvers konar göngu- og ævintýraferðir. Við höfum farið víða en flestar ferðirnar undanfarin ár hafa verið til Grænlands og Nepals. Það eru mjög fínar gönguleiðir á Grænlandi.“ Vilborg segir að árið líti vel út hjá Tindum Travel. Viðskiptavinahópurinn sé orðinn stór og fyrirtækið sinni vöruþróun af elju. „Við stefnum á að koma með nýjar vörur – ný ævintýri – á markað seinni part ársins. Það er mikil samkeppni og til að ná árangri verður að bjóða upp á ferðir og leiðangra sem skera sig úr.“

ÁNÆGÐUST MEÐ ÁNÆGJU VIÐSKIPTAVINANNA En hvað er hún ánægðust með í starfi Tinda Travel? „Ég er ánægðust með hvað allt fólkið, sem af mikilli ástríðu fer í ferðirn­ ar hjá okkur, hefur notið þeirra. Það er mjög gefandi að koma úr skemmtilegum og krefjandi leiðangri og finna ánægju viðskiptavina. Það er það sem gefur þessu gildi.“ Um góð ráð í stjórnun segir hún miklu s­ kipta að hlusta á sjónarmið þeirra sem starfað er með. „Betur sjá augu en auga. Auðvitað þarf að vera agi og ljóst hver stýrir. En stjórnendur þurfa að gefa starfsmönnum svigrúm til að vera þeir sjálfir og leggja sig fram á eigin verðleikum; við erum ekki öll mótuð í sama farið. Stjórnendur þurfa að skapa andrúm sem ögrar með metnaði og fær einstaklinginn til að vilja gera sitt besta og vaxa. Það gera þeir með því að hvetja, styðja, styrkja og byggja upp liðsheild.“

VINNA MEÐ STYRKLEIKANN – VINNA Á VEIKLEIKUM Vilborg segist hafa lært mest af þeim yfir­­­ manni sínum sem ýtti undir styrkleika hennar en hjálpaði henni um leið með veik­­­leikana. „Það má enginn horfa fram hjá veik­­leikum sínum heldur verður að horfast í augu við þá og vinna bug á þeim. Fólk verð­­ur helmingi sterkara á eftir.“

„Jú, það þurfti auðvitað þrjósku en fyrst og fremst vilja til að ná markmiðinu. Ég skipu­ lagði ferðina mjög vel og var vel undirbúin. Pólferðin var gríðarleg verkefnastjórnun og ég kom heim reynslunni ríkari af að und­ ir­­búa leiðangur sem þennan. Nú, auðvitað kynnast allir sjálfum sér vel einir á ferð í sextíu daga á Suðurskautslandinu.“ – Hvað með Everest-ferðina í fyrravor? „Everest er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur og markast af þeim áföllum sem ég stóð frammi fyrir á leiðinni. Þarna urðu náttúruhamfarir og slys sem ­reyndu mjög á mig. En ég leit svo á að það yrði miklu erfiðara fyrir mig að fara í gegnum lífið án þess að klára verkefnið og sigrast á erfiðleikunum við að ná upp á tindinn.“ Það þarf auðvitað ekki að spyrja Vilborgu um áhugamálin. Hún bjó sér til atvinnu úr þeim og rekur fyrirtæki sitt Tinda Travel af metnaði. Hún segist ekki hafa neina tölu á því hve mörg fjöll hún hafi klifið og gengið á. „Ég er ekki í neinum talningum, ég geri þetta vegna þess að mér finnst þetta skemmtilegt.“

Vilborg Arna Gissurardóttir Fædd: 16. júní 1980. Fjölskylda: Einhleyp. Starfsferill: Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Tinda Travel frá 2012. Menntun: MBA árið 2011, BA í ferðamálafræði 2008, markþjálfi frá HR 2017. Gott ráð í stjórnun: „Að vinna með styrkleikana en vinna á veikleikunum. Um leið og fólk horfist í augu við veikleika sína og vinnur á þeim verður það helmingi sterkara.“ Áhugamál: „Ég bjó mér til vinnu úr áhugamálinu.“ Erfiðasta verkefnið: Evererst-leiðangurinn 2017. Búseta: Í Reykjavík.


Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I 17


MBA

18

Glæsilegur árangur Sesselju Barðdal:

Nýtir MBA-námið

í sprotaverkefni

Sesselja Barðdal, sem rekur Kaffi Kú á bænum Garði í Eyjafirði og er MBA-nemi við Háskóla Íslands, er á meðal þ ­ eirra sem nýta sér MBA-námið við að byggja upp eigið sprotaverkefni. Hún komst nýlega í gegnum viðskiptahraðalinn Startup tourism 2018 með viðskiptahugmynd sína um að bæta mjólkurböðum, heilsulind og hóteli við reksturinn.

M

Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Aðsendar

argir MBA-nemar hafa í gegn­um tíðina nýtt sér námið til að þróa og útfæra hug­­myndir sínar, hvort heldur er fyrir þau fyrirtæki sem þeir vinna hjá eða í eigin sprotaverkefn­ um. Sesselja Barðdal, sem rekur Kaffi Kú á bænum Garði í Eyjafirði og er MBAnem­andi við Háskóla Íslands, er á meðal þeirra sem nýta sér námið í þessum tilgangi. Viðskiptahugmynd Kaffi Kú var ein af tíu hugmyndum sem komust inn í viðskipta­ hraðalinn Startup tourism 2018 en alls sóttu 113 fyrirtæki um.

býli,“ segir Sesselja. „Það sem gerir Kaffi Kú öðruvísi er staðurinn og útsýnið. Í kaffi­ húsinu blasir við gestum blómleg sveit og í sömu andrá geta þeir horft yfir stórt og glæsilegt fjós og fylgst með 300 kúm og kálf­um í afslöppuðu umhverfi. Kýrnar liggja á dýnum, fara í nudd og láta mjólka sig þegar þær vilja.“

Að sjálfsögðu sóttu nemendur Kaffi Kú heim og borðuðu þar dýrindis nautasteik beint frá bónda og skoðuðu sig síðan um í fjósinu. Hópurinn kom einnig við í fyrirtækinu Grænum eggjum hjá þeim Heiðu og Halldóru Hauksdætrum, sem einnig eru í MBA-hópnum. Þess má geta að Halldóra er lögmaður og Heiða skurðhjúkrun­arfræðingur. Sesselja er ­raunar lögfræðingur og þjónn í grunninn. Þetta var stórskemmtileg MBA-ferð norður. Fjármálin tekin föstum tökum í sveitaloftinu.

Sesselja segir að hugmyndin sé að bæta við mjólkurböðum, heilsulind og hóteli svo úr verði þróað og sjálfbært ferðaþjónustu­ fyrirtæki. „Ég ætla að nýta mér MBAnámið við að þróa og útfæra hugmyndina, styrkja tengslanetið í sprotaumhverfinu gagnvart fjárfestum og skrifa um stækkun­ ina í lokaverkefni mínu í MBA á næsta ári,“ segir Sesselja.

Hjónin Einar Örn Aðalsteinsson og Sesselja Barðdal. Hugmynd þeirra um mjólkurböð, heilsulind og hótel var ein tíu hugmynda sem komust í viðskiptahraðalinn Startup tourism 2018.

„Stækkunin er sjálfstæð eining og mun haldast mjög vel í hendur við núverandi rekstur og vinna vel saman; t.d. munum við nýta hráefnið enn betur sem og nautakjötið og umframmjólkina okkar.“

Hún segir að gestum sé boðið upp á ferð í fjós þar sem hægt sé að smakka ferska mjólk beint frá kúnni. „Gestirnir komast nálægt dýrunum og fá skemmtilega fræðslu um nútímalandbúnað.“

Kaffi Kú er öðruvísi kaffihús sem er aðeins í 10 km akstursfjarlægð frá Akureyri. „Við bjóðum upp á gott kaffi og mat beint frá

Þess má geta að nýlega fóru félagar Sesselju á fyrra árinu í MBA í námsferð til Akureyrar þar sem blandað var saman

Félagar Sesselju í MBA-náminu brugðu sér að sjálfsögðu í fjósið hjá henni og skoðuðu kýrnar.

18 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

skemmtiferð og fræðslu í fjármálum undir styrkri stjórn Erlendar Davíðssonar, kenn­ ara í MBA-náminu.

Hægt er að fylgjast með 300 kúm og kálfum í afslöppuðu umhverfi á kaffihúsinu. Kýrnar liggja á dýnum, fara í nudd og láta mjólka sig þegar þær vilja.“

Kýrnar í Kaffi Kú í Garði í Eyjafirði eiga auðvitað sinn uppáhaldsrétt.

Nægur er rjóminn, auðvitað. Yfir 300 kýr í fjósi.


Ég ætla að nýta mér MBAnámið við að út­­færa hug­­­ myndina, styrkja tengsla­­ netið í sprotaum­­hverf­­­inu gagnvart fjárfestum og skrifa um stækkunina í lokaverkefni mínu í MBA á næsta ári.“ Sesselja Barðdal rekur Kaffi Kú á bænum Garði í Eyjafirði ásamt eiginmanni sínum. Hún er á fyrra ári í MBA-náminu í HÍ. Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I 19


MBA

20

MBA

opnaði mér dyr í Danmörku

Hlynur Jóhannsson, deildarstjóri miðstofu í fjársýsludeild höfuðstöðva ECCO SKO í Danmörku, segir að MBA-námið hafi opnað sér dyr í Danmörku. „Það fleytti mér áfram í ráðn­ingarviðtölum, vó þungt í ferilskránni og fjölbreytni náms­ins hefur nýst mér vel í starfi.“ Hann segir síðasta ár hafa verið gott hjá ECCO.

H

Texti: Jón G. Hauksson / Myndir: Aðsendar

lynur Jóhannsson, deildar­ stjóri mið­stofu í fjársýsludeild höf­­uð­stöðva ECCO SKO í Danmörku og MBA frá HÍ, segir að MBA-námið hafi ekki aðeins reynst sér góður grunnur í starfi held­ur verið lykillinn að störfum úti í Danmörku og opn­að sér dyr inn á vinnu­ markaðinn þegar hann flutti út. „Ég hef stundum sagt að MBA-námið hafi opnað mér dyr hér úti. Það fleytti mér áfram í ráðn­ingar­viðtölum, vó þungt í ferilskránni og fjölbreytni námsins hefur nýst mér vel í starfi. Ég hvet alla sem ganga með það í maganum að vinna erlendis að láta slag standa og drífa sig út. Það er mikil eftirspurn eftir vel menntuðu fólki hér í Danmörku og MBA-námið er góður grunnur að farsælum ferli hér eins og víða annars staðar.“ Hlynur var í MBA-hópnum sem útskrif­ aðist vorið 2008. „Þetta var sterkur hópur og mjög góð blanda. Við komum úr ýmsum greinum atvinnulífsins. Við vorum í raun jafn ólík og við vorum mörg. Það fannst mér mikill kostur – sem kom glöggt í ljós í verkefnavinnunni.“

MAERSK, ARLA OG ECCO Fjölskyldan fluttist út til Danmerkur árið 2009 og settist að í borginni Esbjerg á Jót­ landi. Þar býr hún enn. Hlynur hóf fljótlega störf sem deildarstjóri fjármála í dóttur­ fyrirtæki danska skipafélagsins Maersk, Maersk Container Industry, og öðlaðist þar góða reynslu á þeim fimm árum sem hann var þar. Fyrirtækið framleiðir gáma og er núna eina framleiðslufyrirtækið sem eftir er innan Maersk-samsteypunnar. Áður en hann hóf störf hjá ECCO lá leiðin með­al annars um tíma í fjármáladeild ­danska mjólkur­risans Arla sem og Schela Plast sem er lítið fjöl­skyldufyrirtæki sem starfar í plastiðnaðinum.

Yfirmenn mínir hafa orðað það þannig að ég hafi þetta „can do“-viðhorf; að ég mikli verkefni ekki fyrir mér heldur hefjist handa.“

Hlynur Jóhannsson Nafn: Hlynur Jóhannsson Fæddur: Fæddur: 16. júní 1971. 46 ára. Alinn upp suður með sjó; í Garðinum. Maki: Þórhildur Jónsdóttir. Börn: Ámundi Georg, Sunneva Rós, Kató Hrafn og Gabríel Alex. Starf: Deildarstjóri miðstofu í fjársýslusýsludeild (Manager, Middle office, Treasury) höfuðstöðva ECCO SKO A/S í Danmörku. Starfsferill: ECCO SKO frá 2017, Schela Plast 2016, Arla 2014-2016, A.P. Møller-Maersk 2010-2014. Nám: MBA frá HÍ árið 2008, BS.c í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri 2003. Áhugamál: „Fótbolti, ferðalög og svo hef ég gaman af að elda góðan mat sem og að smíða og skapa hluti í höndunum.“ Íþróttir: Spilaði knattspyrnu í efstu deild með Víði í Garðinum – sem og með Leiftri á Ólafsvík og KA á Akureyri. Gott ráð í stjórnun: „Að stjórnendur hafi dyrnar opnar og hleypi starfsmönnum að sér. Séu samkvæmir sjálfum sér og komi fram við samstarfsfólk af virðingu og auðmýkt.“

20 I Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

Höfuðstöðvar ECCO eru í litlum bæ á Suður-Jót­landi, Bredebro, nálægt þýsku landamærunum. Þetta er fjölskyldufyrirtæki sem selur afurðir sínar í 88 löndum og er með yfir þrjú þúsund ECCO-verslanir víða um heim. Hver þekkir annars ekki ECCO-merkið sem stendur fyrir gæðaskó, -töskur, -veski og -belti? Allt úr leðri.

MBA-NÁMIÐ NÝTIST VEL „MBA-námið hefur nýst mér vel hjá þess­ um stór­fyrirtækjum. Ég nefni sérstaklega þætti eins og fjármál, rekstrarumhverfi fyrirtækja, stefnumótun, alþjóðaviðskipti og alþjóðleg samskipti. Ég hef ferðast töluvert í starfi mínu og fengið að kynnast mismunandi menn­­ingarheimum. Að þekkja og skilja mis­­munandi rekstrarumhverfi og menningu á milli markaða er ein af undirstöðunum til að ná árangri,“ segir Hlynur.

KARL TOOSBUY STOFNAÐI ECCO Það var danski frumkvöðullinn Karl Toos­ buy sem stofnaði ECCO-fyrirtækið árið 1963. Þrátt fyrir stærð þess og umfang er það ekki skráð í kaup­höllinni heldur er enn í eigu fjölskyldunnar; dóttur Karls og tveggja barna hennar. Velta fyrirtækisins er í kringum 1,3 millj­ arðar evra, eða um 163 milljarðar króna. Starfsmenn eru um 21 þúsund og dóttur­ fyrirtæki 75 talsins. Fyrirtækið rekur sína eigin aðfangakeðju – sem byrjar á vinnslu hráskinns og endar í hágæðaskóm og lúxus­ vörum í glæsilegum ECCO-verslunum. „Síðasta ár var mjög gott og jákvæð þróun á okkar helstu mörkuðum eins og Kína og Rússlandi,“ segir Hlynur um reksturinn. „Vöxturinn hefur verið góður og Kína er núna einn okkar mikilvægasti markaður. Við erum með sex skóverksmiðjur í Asíu og Evrópu, auk fjögurra verksmiðja sem vinna leður. Lítil framleiðsla er í Danmörku en héðan er þó allri framleiðslu og sölu stjórnað.“


ECCO MEÐ INNRI BANKA Það vekur athygli í skipulagi ECCO að fyrir­­tækið rekur sinn eigin innri banka í höfuð­­stöðvunum sem þjónustar dóttur­­ fyrirtækin um allan heim. Bankinn held­ur utan um öll fjármál samsteypunnar. Fjársýslan, þar sem Hlynur er deildar­ stjóri miðstofu (Manager, Middle office, ­Treasury), annast meðal annars eftirlit, grein­­ingu á gengisáhættu, áætl­ana­gerð, sam­­skipti við ytri banka, fjár­mögnun dótt­ ur­fyrirtækja, eftirlit með arð­greiðslum, skýrslu­gerð og fleira. Hlynur hefur mestan sinn feril fengist við fjármál hjá þeim fyrirtækjum þar sem hann hefur starfað. Áður en hann fluttist út til Danmerkur vann hann hjá Norðuráli og var í verkefnahópi sem sá um byggingu verksmiðjunnar í Helguvík. „Það var mjög dýrmæt reynsla. Þetta var fjölþjóðlegur hópur og það var gaman að vera hluti af þessu verkefni á þessum tíma. Verkefnið var krefjandi og skemmtilegt. Það er miður hvernig það strandaði í lokin og að verk­ smiðjan skyldi ekki hefja rekstur.“

HIÐ BREIÐA SVIÐ MBA-NÁMSINS En hvers vegna MBA-nám? „Ég var með BS.c í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og fannst ég þurfa að bæta við mig eftir að hafa verið í nokkur ár á vinnu­ markaðnum. Ég skoðaði nokkra kosti en valdi MBA við Háskóla Íslands. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt mér hve þetta nám var gagnlegt og mikilvægt.“ Hlynur segir ennfremur að fyrir utan breitt svið námsins hafi verkefnavinnan staðið upp úr. „Þetta voru raunhæf, krefjandi og alvöru hagnýt verkefni. Það var mikill kostur hvað við nemendurnir vor­um ólíkir og með ólíkan bakgrunn. Ég kom úr fjármálageiranum og var með frekar þröngt fjár­­málalegt sjónarhorn í verkefnum; aðrir komu inn með aðra sýn. Þetta var mjög gefandi.“

Hlynur Jóhannsson, deildarstjóri miðstofu í fjársýsludeild höfuð­stöðva ECCO í Danmörku (Manager, Middle office, Treasury) og MBA frá HÍ vorið 2008.

þegar kemur að gildum og samfélagslegri ábyrgð.“ Um fyrirtækjamenninguna í Danmörku segir Hlynur að hún einkennist af jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. „Danir leggja mikið upp úr því að gott jafnvægi sé á milli starfs og einkalífs. Hér hefur starfsfólk góð­an tíma til að sinna áhugamálum sínum í frístundum.“

Spurður um muninn á íslenskum og dönsk­ um stjórnendum segir Hlynur að eitt af því fyrsta sem hann tók eftir hafi verið að í Dan­mörku endurspeglast gildi, markmið og stefna fyrirtækja í daglegum störfum stjórnenda. „Stjórnendur hér gangast mikið upp í þeim gildum sem fyrirtæki hafa sett sér. Þau eru alltaf nálægt og litið til þeirra við ákvarðanatöku.“

Varðandi hina klassísku spurningu um góð ráð handa ungu fólki sem ætlar að stofna fyrirtæki og fara í sjálfstæðan rekstur segir Hlynur mikil­vægast að gera raun­­hæfa viðskiptaáætlun. „Mér finnst oft eins og ekki sé tekið tillit til óvissuþátta í við­­­ skipta­áætlunum og fyrir vikið verði þær of við­kvæm­­ar fyrir breytingum. Ég hef ekki enn séð við­skiptaáætlun sem hefur staðist hundr­að prósent og þess vegna verður að gera ráð fyrir frávikum og óvæntum breytingum á viðskipta­umhverfinu.“

STEFNUMÓTUN Í ANDA EIGNARHALDS

STJÓRNAÐ MEÐ DYRNAR OPNAR

„Það er líka fróðlegt að sjá hvernig stefnu­­ mótun fyrirtækjanna markast af eignar­­ haldi þeirra. Maersk er danskt alþjóð­­legt félag sem er skráð á hlutabréfa­­markaði. Arla er samvinnufélag og ECCO er fjöl­ skyldufyrirtæki. Öll hafa þessi fyrirtæki mis­­munandi áherslur í stefnumótun sinni. Hins vegar hafa þau öll svipaðar áherslur

Hlynur er með skemmtilega líkingu við MBA-námið þegar hann ræðir kosti góðs stjórn­anda. „Hann þarf að hafa dyrnar opn­ ar,“ segir hann strax. „MBA-námið opnar dyr og einkenni góðs stjórnanda er að hafa dyrnar opnar. Þannig sýnir hann best að hann sé einn af liðinu og að alltaf sé hægt að sækja til hans. Alveg eins og í hópíþrótt­

um þá er það liðsheildin sem skiptir mestu máli innan fyrirtækja. Andrúmið verður að vera hvetjandi og tónn stjórnandans ein­ kennast af virðingu og auðmýkt.“ En hvernig lýsir hann sjálfum sér? „Það er nú það; þessi er erfið. Ég tel mig frekar ró­­legan að upplagi og aðlagast ágætlega í sam­­starfs­hópum. Ég hef heyrt það oftar en einu sinni frá mínum yfirmönnum að ég hafi þetta „can do“-viðhorf; að ég mikli ekki verkefni fyrir mér heldur hefjist handa. Ég verð víst að játa þann galla að ég er svolítið þrjóskur. Held að það séu leifar frá því ég var í fótboltanum í gamla daga; þ.e. að gefast aldrei upp fyrr en leiknum var lokið. Þannig að keppnisskapið er aldrei langt undan. Þessi þrjóska getur verið svolítill kostur líka.“

FÓTBOLTI OG FERÐALÖG Hlynur er alinn upp suður með sjó, í Garð­inum, og spilaði fótbolta með Víði lengst af sínum ferli. Hann á fjögur börn og tvö yngstu æfa knattspyrnu í Danmörku. „Áhugamálin hér snúast töluvert í kringum fótbolta og þeir eru ófáir tímarnir sem fara í æfingar og keppnir hjá yngstu börnunum. Eins hef ég mjög gaman af að smíða og búa til hluti með höndunum. Og þá ferðumst við eins oft og kostur er; héðan er stutt að aka til ýmissa landa í Evrópu.“ Tímarit MBA við Háskóla Íslands # 2. tbl. 1. árg. 2018

I 21


Sigþór K. Skúlason forstjóri Airport Associates Sunna Ólafsdóttir Wallevik frumkvöðull og meðstofnandi Gerosion

Arngrímur Fannar Haraldsson viðskiptastjóri hjá Hörpu

Guðrún Ragna Garðarsdóttir framkvæmdastjóri Atlantsolíu

Sigríður Guðmundsdóttir mannauðsstjóri Eimskips á Íslandi

Magnús Kristjánsson verkefnastjóri hjá KPMG

NÆSTA SKREF Á ÞÍNUM FERLI Hvort sem þú vilt þróast úr sérfræðingi í stjórnanda eða leiðtoga, skipta um starfsumhverfi eða stofna þiˆ eigið fyrirtæki þá er MBA-nám við Háskóla Íslands sterkur leikur.

MBA-námið er tveggja ára hagný meistaranám ætlað þeim sem hafa reynslu af stjórnunarstörfum og vilja auka þekkingu sína og hæfni til að takast betur á við forystuhlutverk í viðskiptalífinu. Einstaklingar með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands starfa nú á flestum sviðum viðskiptalífsins, ýmist sem æðstu stjórnendur, millistjórnendur, sérfræðingar eða frumkvöðlar.

www.mba.is

MBA í Háskóla Íslands  
MBA í Háskóla Íslands  
Advertisement