Franskir dagar 2014

Page 1

Franskir dagar ∞ Les jours français

Franskir dagar 24. - 27. júlí 2014

∞ Les jours fran çais

Anna á Hafranesi - Áströlsku stelpurnar - Birna á Brimnesi - Fáskrúðsfjarðarkirkja 100 ára Félag austfirskra kvenna - Franski spítalinn - Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga - Skrúðsmenning Slysavarnadeildin Hafdís - Tónleikar Brynhildar og Bergþórs


Franskir dagar ∞ Les jours français

Austfirskt afl

í meirihlutaeigu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar, fyrirtækja og einstaklinga á Austurlandi.

Góðar þakkir fá: Anna Björk Stefánsdóttir Bergdís Ýr Guðmundsdóttir Berglind Agnarsdóttir Björn Jóhannsson Eydís Ósk Heimisdóttir Guðmundur Bergkvist Jónsson Gísli Jónatansson Guðbjörg Steinsdóttir Guðný Sölvadóttir Guðný Þorvaldsdóttir Hafþór Eide Ingunn Þráinsdóttir Íris Valsdóttir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Kjartan Reynisson Lára Björnsdóttir Sigurbjörg Bjarnadóttir

Sigurjón Hjálmarsson Sonja Berg undirbúningshópur Franskra daga Vilborg Eiríksdóttir Víðir Sigurðsson Þórhildur Helga Þorleifsdóttir og síðast en ekki síst allir þeir fjölmörgu sem komu beint og óbeint að hátíðinni og fólk sem hefur lagt dag við nótt til að gera fallegan bæ enn fallegri. Nánar má sjá um Franska daga á fasbókarsíðunni Franskir dagar. Blaðið og eldri blöð má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar: fjardabyggd.is/Mannlif/Felagslif/ Franskirdagar/

Þökkum eftirtöldum aðilum stuðninginn við Franska daga RÁÐGARÐUR SKIPARÁÐGJÖF EHF. BÍLABOGINN EHF. RÖNNING SECURITAS AUSTURLANDI FJARÐANET MANNVIT NJÁLL SU 8 EHF. BRIMBERG EHF. GULLBERG EHF. EGERSUND ÍSLAND HF. MINJAVERND STRÁKARNIR OKKAR

Útgefandi: Franskir dagar 2014. Ritstjóri: Albert Eiríksson, albert.eiriksson@gmail.com. Umbrot og prentun: Héraðsprent. Forsíðumynd: Handverkskonur í Galleríi Kolfreyju fyrir framan Tanga. Fremsta röð f.v. Fjóla Þorsteinsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigrún Ragnarsdóttir. Miðröð f.v. Jóhanna Kristín Hauksdóttir, Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir, Lára Björnsdóttir og Ingigerður Jónsdóttir. Aftasta röð f.v. Helga Þórarinsdóttir, Ásgerður Albertsdóttir, Berglind Agnarsdóttir, Stefanía Óskarsdóttir og Gunnhildur Stefánsdóttir. Mynd: Albert.

2


Franskir dagar ∞ Les jours français

Undirbúningshópur Franskra daga 2014: Frá vinstri: Guðbjörg Steinsdóttir, Stefanía Óskarsdóttir, María Ósk Óskarsdóttir, Eva Ösp Örnólfsdóttir, Guðrún Íris Valsdóttir, Eydís Ósk Heimisdóttir, Hafdís Bára Bjarnadóttir, Bjarnheiður Helga Pálsdóttir, Tanja Rún Kristmannsdóttir og María Björk Stefánsdóttir. Á myndina vantar: Elvu Rán Grétarsdóttur, Oddrúnu Ósk Pálsdóttur, Arnfríði Hafþórsdóttur, Óskar Ingimar Gunnarsson og Hafþór Eide Hafþórsson.

Kæru Fáskrúðsfirðingar og gestir, velkomnir á Franska daga 2014. Þessa dagana höldum við Franska daga í nítjánda skipti í firðinum fagra. Hátíðin í ár er í mörgu frábrugðin fyrri hátíðum og setur þar á mestan svip vígsla frönsku húsanna við Hafnargötu sem Minjavernd hefur endurgert með miklum myndarbrag og hýsa nú Fosshótel Austfirði og safnið Fransmenn á Íslandi. Inn í hátíðina í ár fléttast einnig tónlistarhátíðin Skrúðsmenning, þar sem nokkrar hljómsveitir frá Fáskrúðsfirði, sem spiluðu saman á árum áður, koma saman á ný í Skrúði.Við reynum þó að halda í þá föstu liði sem gestir okkar hafa getað gengið að til fjölda ára og búum til skemmtilega upplifun fyrir alla þá sem vilja njóta þessara daga með okkur. Sjá nánar um hátíðina á facebooksíðunni Franskir dagar. Við viljum þakka öllu því frábæra fólki sem hefur lagt á sig ómælda vinnu til að gera enn eina Frönsku dagana að veruleika. Með þakklæti í hjarta og von um að þú, lesandi góður, njótir hátíðarinnar með okkur. Guðbjörg Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Franskra daga 2014

Franskir dagar 2014

Óskum Fáskrúðsfirðingum öllum, sem og gestum, góðrar skemmtunar á Frönskum dögum 2014. Guðmundur, Guðbjörg og María Lind

Siggeir, Guðrún og börn

Dóra og Gummi

Malla, Óskar og Alexander

Jóna Petra, Guðmundur og börn

Þórðardóttir og fjölskylda

Telma og Arnar

Lars og Stefanía

Elín Helga og fjölskylda

Paulius, Solandza, strákarnir og Max

Valur, Elsa, Sunna, Dagur, Malen og Axel Óðinn, Ásta, Ísafold Ýr og Aþena Rán

Steini, Heiða Hrönn, Anton Unnar og Brynjar Heimir

Daði, Nisveta, Iman Ósk og Ajnur Daði Kenan, Selma, Hana og Ajna

Jóhanna Kristín og Melkorka Mjöll Jóna Kristín, Björn Ingi og börn

Hafsteinn, Íris, Guðrún Birta og Emilía Fönn Gunnar Óli, Guðbjörg Rós, Hafþór Helgi og Stormur

Aðalheiður Björk, Sigurður og Fannar Daði Bjarnheiður, Gunnar og börn Dísa og Herluf

Óskar, Eva,Gunnar Hlynur og Litla

Óskar Marinó, Nangnoi og Teerapong

Björgvin, Eyrún, Mist, Heiðbrá og Bergný

Erla Björk, Sverrir, Viktor Már og Hafþór Gestur Sædís SU78

Fjölskyldan Ártúni Jói Mikk

Andrés og Linda

Lars Hallsteinsson, Björnfríður Fanney Bylgja, Jón og fjölskylda

Þórunn María, Hörður, Ísak Daði og Lilja Dís Valbjörn og Auðbjörg Baldur og Inga

Fótaaðgerðastofa Höllu Júlíusdóttur Þórormur og Hulda

Óskar og Sonja í Þingholti

Jónína, Halldór, Snjólaugur Ingi, Jónína Björg og Sonja Ósk

Konni i Bæ Sveinbjörn

Hrafnhildur Eiríksdóttir

Sigmar, María, Heiðbert og Hörður Fjölskyldan Hlíðarenda Magga og Eyþór Einar og Alla

Jóna og Hafþór Eide

Adda, Bjarni og Jason Eide Ingeborg og Högni

Bergur, Jónína, Bjarney Birta og Lísa

Heimir Jón, Guðrún Erla og Emilía Alís

Steinar, Eydís, Auðunn Þór og Aníta Rós Bjartþór og fjölskylda

Guðfinna, Pétur, Björgvin, Bryndís, Fannar, Stebbi, Helga og börn Siggi og Fjóla Petra Kobba

Árni og Linda

Ólafía Andrésdóttir

Hrafnhildur Una, Óskar Þór, Dagur Már og Bjarki Þór

Pabisiak Marcin, Elzbieta Litwa, Maciej Pabisiak Fjölskyldan Skólabrekku 6 og Amelia Pabisiak

Hilmir Arnarson

Ausra og Grétar

Kristín Þórarinsdóttir

Tinna, Siggi, Smári Týr og Logi Freyr Halli, Una og synir

Siggi, Gunna, Svanhvít og Sigurbjörg Ívar, Þóra og börn

Ari, Oddrún, Sveinn, Rebekka og Monika Jóhanna, Guðni, Freydís, Gígja og María Dagný, Hjálmar, Guðmundur Arnar og Elísabet Eir

Viddi, Hafdís, Kristófer, Sæþór, Patrekur og Anna Ragnhildur Grétar og Dagný Halli og Elva

Elvar, Bogga og Stefán Alex Eygló og Tóti

Palli og Sigþóra

Friðrik M. Guðmundsson og fjölskylda Lára og Vignir

Hans Óli, Berglind, Ellen Rós og Unnar Ari Lindi og Dadda

Anna Þóra og Björgvin

Ívar Örn, Sigríður Vigdís og börn Njáll SU 8

Jóna Bára og Atli

Finnbogi og Gunnhildur Sibba og Þorgrímur Heimir og Áslaug

Kristín, Hjálmar, Bryndís, Áslaug og Fannar Bryndís og Gunnar Denni og Mæja

Fjölskyldan Álfabrekku 1

Steini, Guðný, Björgvin og Brynja Rún

3


∞ Les Franskir dagar ∞ Lesjours jours français français Texti: Albert Eiríksson Myndir: Albert og úr einkasafni

•• Anna á Hafranesi •• Dásamlegur pönnukökuilmur tók á móti mér er ég heimsótti Önnu Björk Stefánsdóttur sem á Fáskrúðsfirði er ýmist kennd við Hafranes eða sjoppuna sem hún, eiginmaður hennar og mágur ráku til fjölda ára. Eins og við var að búast tók Anna afar ljúflega í að segja lesendum frá fjölbreyttu lífshlaupi sínu. Hún hefur vakið athygli síðustu ár á Fasbókinni fyrir jákvæðar og uppbyggilegar færslur sínar, ljóð og fyrir fjölmargar myndir sem hún tók á árunum á Fáskrúðsfirði. Anna er fædd í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði í mars 1939, hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa, Jóni Kristvinssyni og Önnu Guðnýju Jónsdóttur. Foreldrar hennar bjuggu aldrei saman. Móðir Önnu, sem giftist þegar Anna var tveggja ára, bjó í Fljótunum og seinna á Nautabúi í Hjaltadal, amma hennar og afi fluttu þangað þegar hún var níu ára. Þá höfðu móðir hennar og stjúpi eignast tvær dætur. Faðir Önnu flutti til Selfoss og giftist þar og eignaðist þrjú börn. Hann gerðist mjólkurbílstjóri í sveitunum þar í kring. Aðspurð um skólagönguna segir hún að kennt hafi verið á tveimur stöðum í sveitinni. Anna var á Hólum veturinn fyrir fullnaðarprófið, þá nýorðin þrettán ára. Af mikilli hógværð segist hún hafa verið góður námsmaður. „Ég átti að fermast ein frá Hólakirkju en vildi frekar fermast í Viðvíkurkirkju enda gekk ég með börnunum til spurninga þar. Undirbúningurinn fór þannig fram að við gengum einn sunnudag í mánuði til prestsins allan veturinn. Ég fór snemma morguns af stað og var komin vel fyrir messu sem hófst klukkan tvö. Fermingardaginn bar upp á hvítasunnudag, við fórum ríðandi til kirkjunnar. Þegar heim var komið síðdegis skipti ég um föt og fór í hversdagsfötin til að taka saman taðið því von var á rigningu. Daginn eftir var fermingarkaffi og einhverjir gestir komu. Í fermingargjöf fékk ég 350 krónur í peningum

44

og eitthvað af bókum, efni í sparikjól, undirkjól og nælonsokka sem þótti mjög fínt þá.” Anna var farin að ganga að allri vinnu eins og fullorðin áður en hún fermdist. Helsta breytingin við ferminguna var að þá mátti hún fara á böll. Þau voru ýmist á Sleitustöðum, í Óslandshlíð eða á Hólum en á Bændaskólanum þar var mesta fjölmennið. Svo var hestamannamót aðalhátíð sumarsins. Fimmtán ára réð Anna sig sem ráðskona til kennslukonu í sveitinni, þar voru 10-12 krakkar. Sú kona kenndi einnig á Hólum og á meðan hún var þar við kennslu passaði Anna krakkana og sá um heimilið. Í kjölfarið var hún í kaupavinnu á nokkrum stöðum í Skagafirði. Sextán ára vann Anna eitt ár sem gangastúlka á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og hafði herbergi á spítalanum. Hugurinn Anna Björk Stefánsdóttir stóð til frekara náms og hún lagði allt kaupið fyrir og fór í Héraðsskólann í Reykholti og námið borgaði hún allt sjálf. „Anna mín! Þér hefði verið nær að sækja um í Kvennaskólanum á Blönduósi” voru viðbrögðin sem hún fékk þegar hún sagði frá að hún hefði fengið inni í Reykholti. Anna sagði engum frá umsókninni, ekki fyrr en hún fékk jákvætt svar frá skólanum. „Mér líkaði vel í Reykholti, við vorum um eitthundrað nemendur og enn þann dag í dag hittumst við skólasystkinin reglulega.” Um vorið vann hún í eldhúsinu í Reykholti, hjá prestinum og víðar og með því las hún annan bekk utan skóla og tók próf upp í þriðja bekk um haustið. Vorið þar

á eftir tók Anna bæði lands- og gagnfræðapróf. Eftir að skóla lauk í Reykholti stóð hugur Önnu til enn frekara náms. Til að fjármagna nám í Kennaraskólanum í Reykjavík réð hún sig sumarið 1958 á síld á Siglufjörð og um haustið á vertíð til Vestmannaeyja. Þar var hún í vist á daginn, vann í frystihúsinu frá kl. 3 og langt fram á kvöld eða fram yfir miðnætti og allar helgar. Anna var í Eyjum fram á vor. Þar lágu leiðir Önnu og Sigga saman. Sigurður Kristinsson fæddist árið 1916 í Holtum á Mýrum í Hornafirði og var tíu ára þegar fjöl-


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français

Á Hafranesi vorið 1965. F.v. Ragnar Þorsteinsson Þernunesi, Anna Björk, Jón Helgi Ásmundsson Kolfreyjustað og Víðir sonur Önnu.

Gamli bærinn á Nautabúi í Skagafirði sem Anna ólst upp í.

skyldan flutti í Þernunes. Faðir hans, Kristinn Jónsson, var frá Ausu í Borgarfirði syðra og móðir hans Sigríður Gísladóttir úr Suðursveit. Úr varð að Kristinn og fjölskylda fluttu frá Þernunesi í Hafranes 1940 og Þorsteinn Björnsson og Lovísa Einarsdóttir, sem bjuggu á Hafranesi, fluttu inn í Þernunes. „Í Eyjum þekkti ég vel Gunnar bróður Sigga og hans konu. Þau sögðu mér að Sigurður væri að leita sér að ráðskonu um sumarið og ég sló til. Þar með voru örlögin ráðin. Á Hafranesi var ég í 9 ár og eftir það á Búðum í 23 ár.“

inn og Sigríður, voru hætt búskap en bjuggu þar áfram í skjóli sona sinna. Tíu barna Kristins og Sigríðar komust til fullorðinsára.“ Aðallega var sauðfé á Hafranesi þegar Anna kom þangað, nokkur hundruð kindur. Kýr voru aðallega fyrir heimilið en á sumrin var seld mjólk suður að Búðum. Þar voru auk þess þrír hestar, hænur og endur. Sigurður hafði áður stundað útræði en var hættur því og byrjaður í vegagerð með eigin vörubíl á sumrin og var það árin sem þau voru á Hafranesi. Hvernig var fyrsti dagurinn á Hafranesi?

„Fyrir það fyrsta þá var ég algjörlega óvön sjónum. Fyrsta morguninn kom Gísli inn með spriklandi rauðmaga sem hann skellti í eldhúsvaskinn – ég rak upp stór augu. En hann sýndi mér handtökin og rauðmagaverkunin og fjölmargt annað lærðist smátt og smátt – eftir þetta fannst mér vorið vera komið þegar fyrsti rauðmaginn kom. Annað eftirminnilegt atvik varð þennan fyrsta dag sem var 20. maí árið 1959. Mér varð litið út um eldhúsgluggann og sá mannlausan bíl koma keyrandi niður að húsinu. Það var sama hversu mikið ég rýndi, ég sá engan við stýrið. Þá var þetta Borgþór á Kolmúla, ellefu ára gamall, sem kom keyrandi á jeppanum inneftir. Kolmúlakrakkarnir fengu að keyra jeppann þegar þeir náðu niður á olíugjöfina. Eitt af því sem ég lærði á Hafranesi var að sjóða ábrysti úr sauðabroddi, Steinhúsið á Hafranesi, byggt 1913. Annan veturinn sem Anna bjó á Hafranesi keypti Guðjón hann hafði ég ekki smakkað á Kolmúla nýjan bát og reri þá út frá Hafranesi en mjög gott skipalægi er þar, Siggi reri með honum í nokkur ár. Bryggjan brotnaði undan hafís 1964 og þá var smíðuð ný bryggja. áður en ég kom austur,” Þegar Anna kom í Hafranes var búið í öðrum endanum á stóra steinhúsinu sem byggt var 1913 en hinn endinn var orðinn einskonar geymsla. Lengst af bjuggu tvær fjölskyldur í húsinu og um tíma bjuggu þar fjórar fjölskyldur. „Þegar ég kom í Hafranes voru þar þrír bræður, Sigurður, Jón og Gísli. Foreldrar þeirra, Krist-

segir Anna og bætir við að mesta fjölmenni hafi verið á öllum bæjum fyrir norðan fjallið, tvíbýli á Eyri og Kolmúla og fjórbýli á Vattarnesi. „Þetta var skemmtilegt samfélag, mér var vel tekið og eins og gengur var margt öðruvísi en ég var vön.“ Kosningadagar voru stórir dagar í sveitinni. Um mánuði eftir að Anna kom austur voru kosningar til alþingis. Kosið var á Hafranesi, Kristinn var formaður kjörstjórnar og Sigurður tók seinna við af honum. Allir af bæjunum komu, bæði börn og fullorðnir, á kjörstað. „Ég hafði kaffi og með því handa öllum. Kona ein kom til mín eftir á og spurði á hvaða kvennaskóla ég hefði farið. Hún var svo ánægð með kaffimeðlætið að ég hlaut að hafa farið á kvennaskóla en svo var nú ekki.“ Anna og Sigurður eignuðust Jón Víði í ágúst 1960. Þau giftu sig 17. desember sama ár og þá var sonurinn skírður. „Við ætluðum að gifta okkur 1. desember en veðrið leyfði það ekki. Stuttu eftir giftinguna fór að snjóa þannig að Staðarskarðið lokaðist og opnaðist ekki fyrr en næsta vor. Það var ekkert í kringum brúðkaupið en búnaðarfélagsfundur var á Hafranesi um kvöldið. Þeir funduðu uppi og komu niður á eftir í kaffi, karlarnir undruðust glæsilegt kaffimeðlæti og spurðu hvert tilefnið væri og fengu þá að vita af giftingunni.“ Kennslukonudraumurinn rætist Fyrsta veturinn fyrir austan var farkennsla, þá kenndi Bjarni Jónsson frá Grófargili á Völlum, síðan kenndu Guðlaug Þorsteinsdóttir á Þernunesi og Magnús Stefánsson á Berunesi sitt hvorn veturinn og eftir það vantaði kennara. Siggi var þá í hreppsnefnd og úr varð að ákveðið var að ráða Önnu til að kenna á Hafranesi haustið 1962. Anna kenndi í þrjá vetur og eftir það var kennt í Tunguholti.

5


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français

Á Hafranesi vorið 1965. Frá vinstri: Jóhanna Þorsteinsdóttir Þernunesi, Ingibjörg og Guðný Þorleifsdætur Kolfreyjustað, Ingibjörg Sigurðardóttir Vattarnesi, Jóhanna Ragnarsdóttir Vattarnesi, Bryndís Guðjónsdóttir Kolmúla og framan við Víðir Sigurðsson.

Fjölskyldumynd tekin þegar Víðir var fermdur árið 1974. Anna, Víðir, Sigríður og Sigurður. Fjörtíu árum seinna eru barnabörnin sjö og langömmubörnin f imm. Sigurður lést í apríl árið 2004 og Sigríður í janúar árið 2008.

Siggasjoppa á Fáskrúðsfirði haustið 1990. „Stundum vorum við ræst út á nóttunni til að selja bensín þegar unglingarnir voru búnir að rúnta alla nóttina – auðvitað létum við þau hafa bensín, þó það nú væri.“

6

Öll börnin af byggðinni fyrir norðan fjall komu í Hafranes, auk þess Guðný, Ingibjörg og Jón á Kolfreyjustað, Björg og Kristjana Valgeirsdætur á Höfðahúsum og Sigrún Ragnarsdóttir á Lækjamóti. Kennt var í yngri og eldri deild. Á meðan eldri deildin var í skólanum í tvær vikur var sú yngri heima í tvær vikur og svo öfugt. Þau fengu heimaverkefni og voru sett í próf þegar þau komu aftur í skólann. Kennslan átti vel við Önnu enda ætlaði hún sér alltaf í Kennaraskólann. „Þegar ég byrjaði að kenna var Vil- Dunhagi. Árið 1976 flutti fjölskyldan úr Dunhaga í Grenihlíð. borg Sigfúsdóttir í Dölum ráðskona hjá mér en flutti sumarið matur. Eldurinn magnaðist undraskjótt. eftir í Egilsstaði og bjó þar eftir það. Dunna á Vattarnesi (Guðný Hulda Víðir hljóp á sokkaleistunum til að sækja Lúðvíksdóttir) og Guðbjörg Einarsdóttir Jón og ég hringdi strax í Kolmúla til að fá á Eyri og stúlka frá Eskifirði voru hjá aðstoð. Einnig var hringt á slökkviliðið.“ Mesta furða var hversu miklu var bjargað okkur veturna tvo á eftir.“ Lítið fékk hún af kennslugögnum í upp- miðað við eldhafið. Gluggar voru brotnir hafi; eitt Evrópukort, eitt Íslandskort og og út um þá var ýmsu hent. Talsvert var eina töflu fékk hún hjá hreppnum - annað borið út af stærri hlutum, m.a. var nýrri þvottavél bjargað á síðustu stundu. En var pantað frá Námsgagnastofnun. Anna var vinsæll kennari og nemendurnir mikið af persónulegu dóti fór í eldinn. minnast hennar ennþá með hlýhug og af Þegar slökkviliðið kom frá Reyðarfirði virðingu, „það þykir mér afar vænt um,“ logaði út um alla glugga. Siggi frétti af brunanum þegar hann var nýkominn á segir Anna og brosir. Nemendurnir voru í heimavist á Hafra- Reyðarfjörð með póstinn og sneri strax nesi og fóru heim á föstudögum. Fyrir við. Sigríður, dóttir Önnu og Sigurðar, kom að þau komust ekki heim vegna var fjögurra mánaða gömul þegar þetta veðurs. Krakkarnir á Þernunesi og Kol- var og Guðjón yngri á Kolmúla gætti þeirra systkina í bíl uppi á götu á meðan múla fóru þó stundum heim á kvöldin. fullorðna fólkið bjargaði því sem bjargað varð. Bruninn mikli Næstu vikurnar dvaldi fjölskyldan á KolKalsa-bleytu-slydda var mánudaginn 13. múla. Jón fékk lánaðan skúr hjá Vegamaí 1968 og hafís náði inn undir Þernu- gerðinni og dvaldi í honum á Hafranes. Sá dagur breytti lífi fjölskyldunnar nesi yfir sauðburðinn. Kýrnar seldu þau á Hafranesi - dagur sem gleymist Önnu fljótlega og geldneytin í framhaldinu. aldrei. „Siggi var nýfarinn í póstferð og Jón Töluvert af fénu fór á fæti um haustið var í gegningunum þegar kviknaði í út frá á Jökuldal. olíukyndingu og stóra glæsilega íbúðar- Það kom til tals að endurbyggja en Jón húsið brann. Gólfin voru öll úr timbri vildi ekki byggja upp, Sigurður var ekki og flestir milliveggir, því var mikill elds- svo mikið fyrir búskapinn og vann æ meir

Siggi í Siggasjoppu.


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français utan heimilis. Eftir miklar vangaveltur varð úr að þau brugðu búi og fluttu að Búðum. Bræðurnir Jónas og Benedikt Jónassynir á Kolmúla keyptu af þeim Hafranesjörðina, húsin og féð. Þeir bjuggu áfram á Kolmúla uns þeir fluttu til Akureyrar árið 1978. Eftir að Friðrik Steinsson og Aðalheiður Jakobsdóttir keyptu Hafranes og byggðu sér íbúðarhús fannst Jóni þau ekki búa á Hafranesi, enda bæjarstæðið annað en hann var vanur og kallaði það ekki annað en Valþýfið og í gríni kallaði hann Friðrik alltaf Frissa í Valþýfinu.

skrúðsfirði og keyptum Dunhaga. Í júní 1968 fengum við einkaleyfið og byrjuðum strax að keyra, fyrst voru ferðir þrisvar í viku yfir sumarið en tvisvar yfir veturinn. Þetta var spennandi og gaman að takast á við nýtt verkefni. Einnig var verið að leita að umboðsmanni fyrir Flugfélagið og við slógum til. Árið sem brann á Hafranesi var opnaður akvegur Við afgreiddum frakt og „útfyrir”, vegur í gegnum Vattarness-, Kyrru- flugmiða heima í Dunvíkur- og Staðarskriður. „Ég fór fyrst veginn haga. Já, og svo seldi ég um Skriðurnar um páskana 1968 þegar Sigga egg! Þannig var að við var skírð við messu á páskadag – hann var samt seldum einum bónda í ekki opinn formlega þá.” Reyðarfirði gamlan bíl, hann borgaði fyrstu afNýr kafli – nýtt upphaf borgunina en vildi svo borga afganginn með Sigurður tók við póstferðum árið 1963 og flutti eggjum. Við samþykktum póst líka að Búðum. Til ársins 1969 notaði hann það og seldum eggin til Þrír af nemendum Önnu komu henni á óvart á kaffihúsi fyrr í sumar, allar báru þær henni afar Rússajeppa í póstinn en eftir það rútur. bæjarbúa. Þau sóttu um sérleyfi á ferðum milli Stöðv- Kristinn Sörensen hóf vel söguna og dáðust að hversu langt á undan sinni samtíð hún hafi verið í kennslunni. Anna var bæði með einstaklingsmiðað nám og útikennslu. Aðeins mundu þær eitt atvik sem kennarinn arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Egilsstaða. „Við sjoppurekstur þar sem var ekki allskostar ánægður með, þegar nemendurnir fóru jakahlaup (og skyldi engan undra). Frá vorum að leita okkur að góðum stað til að búa seinna var Siggasjoppa, vinstri Guðný S. Þorleifsdóttir, Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir, Anna og Guðný Ragnarsdóttir. á. Okkur bauðst hús á Reyðarfirði og annað á henni var lokað haustið Stöðvarfirði en við vorum best staðsett á Fá- 1970. Við tókum yfir og opnuðum sjoppuna 16. júní leyfðum henni það, þetta var fermingarárið hennar. árið 1971. Þegar við byrj- Hún vann milli 5 og 7 og var alsæl með það. uðum með sjoppuna voru þrjár Einnig vann Jóna Kristín Þorvaldsdóttir hjá sjoppur á Búðum. Tveimur okkur mörg sumur. Anna Þóra Pétursdóttir vann árum seinna var hinum sjopp- einnig hjá okkur og fleiri og fleiri. unum lokað, þeim fannst við Það var mjög líflegt í Siggasjoppu og fólk gat taka viðskiptin frá þeim. Eftir verið í alls konar ástandi. það voru olíufélögin þrjú hjá Við vorum með spilakassa, svokallaða tíkallakassa fyrir Rauða krossinn. Ein kona í bænum var afar okkur,“ segir Anna og bætir fyrri við að fyrst hafi þau verið áhugasöm um kassana og kom á hverjum degi. með sjoppuleyfi og aðallega Ef krakkarnir voru í kassanum þegar hún kom verslað með sælgæti og olíur. hnýtti hún í krakkana svo hún kæmist að og svo Eftir fyrsta árið keyptu Sig- spilaði hún lon og don. -Ætlarðu að vera þarna urður, Anna og Jón verslunar- í allan dag- sagði hún við börnin til að komast leyfi og stofnuðu hlutafélagið sjálf að,” segir Anna og kímir. Fjarðarnesti hf. með Má HallRúturnar við Grenihlíð. grímssyni. „Við byggðum bílskúr fyrir innan sjoppuna veturinn 1972-3, þá fengum við meira lagerpláss en það var ekki nóg. Við létum teikna upp stóran söluskála og ætluðum að stækka verulega. Því miður fékkst ekki leyfi fyrir því, sumum fannst við vera of stórtæk. Viðbyggingin var tekin í notkun 1975. Fyrstu árin var opið til 10 á kvöldin og lúgan til 11. Oftast opnuðum við uppúr kl. 8 á morgnana. Víðir var duglegur að hjálpa til og svo kom Elsa Guðjónsdóttir austur til að passa Siggu mína, Anna og Siggi á ferðalagi í Skagafirði árið 1980. „Við héldum upp á brúðkaupsafmælið okkar hana langaði óskaplega mikið á milli. Stundum færði Siggi mér blóm, stundum bakaði ég pönnukökur eða hafði góðan mat,“ til að vinna í sjoppu svo við Jón Kristinsson, bróðir Sigga og mágur Önnu. segir Anna glaðlega.

7


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français Lengi voru rúturnar tvær. Önnur rútan fór í veg fyrir flugið en hin var að mestu notuð í hópferðir, stundum var farið með Leiknislið í keppnir, eða með hljómsveitir til að spila á böllum. Jón skildi aldrei við bílana á kvöldin nema allt væri í lagi í þeim. Hann eyddi ófáum stundum í að þvo og laga bílana. Lítið var um frístundir og þau bundin dag og nótt yfir rekstrinum. „Eftir að Víðir og Sigga stækkuðu fórum við í stuttar sumarferðir norður í Skagafjörð eða til Hornafjarðar.”

„Björgunarsveitin ræsti okkur út um klukkan hálf tvö. Við tókum ýmsan varning úr sjoppunni, settum í rútu sem Jón fór á og hélt til í Skriðunum á meðan á leitinni stóð. Við létum þau hafa allt sem við gátum og vorum á vakt í sjoppunni þangað til seinni partinn á jóladag þegar leitinni lauk. Nokkrir skipverjar fundust með lífsmarki en létust fljótlega. Alls fórust tólf manns í þessu hörmulega slysi.“

Anna var í kvenfélaginu á Búðum, var þar lengi gjaldkeri og formaður í eitt ár. Hún var virk í kirkjunni, sóknarnefndarformaður um tíma og meðhjálpari síðustu árin. „Við stofnuðum félagsskap þegar ákveðið var að reisa dvalarheimili fyrir aldraða á Fáskrúðsfirði. Hópurinn var með vinnukvöld, var stundum heila helgi í skólanum og hélt basar í lokin. Við gáfum ýmislegt til heimilisins, meðal annars öll gluggatjöld og eitt og annað í eldhúsið. Heilan dag unnu kvenfélagskonur við að skafa mótatimbur á meðan húsið var í byggingu. Sjálfboðaliðar á vegum hópsins máluðu með málningu sem við gáfum.“

Svo lauk sjoppu- og rútuævintýrinu og Anna og Siggi ákváðu að leggja niður fyrirtækið og flytja. Í byrjun febrúar 1991 fluttu þau í íbúð í Breiðholti sem þau keyptu nokkrum árum áður. „Við seldum rúturnar 1986 og Indriði Margeirsson tók við akstrinum. Fljótlega hættum við með flugafgreiðsluna og bensínafgreiðsluna.“ Jón keypti húsið Sólvang við Skólaveg og flutti þangað en Anna og Siggi fluttu suður. Anna Björk segir að þau hafi gengið að þessum flutningum eins og hverju öðru verki og þetta hafi verið enn eitt upphafið. Anna vann við aðhlynningu á hjúkrunarheimili eftir að hún kom suður, allt þar til hún fór á eftirlaun sumarið 2006.

Og enn verða kaflaskil

Tengdaforeldrar Önnu eru jörðuð í grafreitnum á Hafranesi. Þegar Kristinn lést var útförin frá Hafranesi, bæði húskveðja og útförin. Erfitt gat verið á vetrum að koma líkum yfir fjallið til greftrunar á Kolfreyjustað, þess vegna var útbúinn grafreitur á Hafranesi. Daníel Sigurðsson(1830-1925) á Kolmúla var fyrstur grafinn í grafreitnum í lok janúar 1925. Það var föst trú manna hérlendis, að sá sem fyrstur væri grafinn í nýjum kirkjugarði yrði „vökumaður" hans. Átti hann að taka á móti öllum er síðar væru þar grafnir og vaka stöðugt yfir garðinum. Bræðurnir Stefán og Jón á Berunesi eru þeir síðustu sem voru grafnir í garðinum.

Ein jól voru öðrum eftirminnilegri. Á jólanótt árið 1988 fórst flutningaskipið Syneta við Skrúð.

Tilboð Tilboð um um Franska Franska daga. daga. Frönsk lauksúpa lauksúpa Frönsk

Hamborgaratilboð · Pizzatilboð

Hamborgaratilboð Pylsutilboð · Réttur· Pizzatilboð dagsins Pylsutilboð · Réttur dagsins Áprentaðir bolir o.fl.

SS Ö Ö LL U U SS K KÁ Á LL II SS .. JJ .. FF Á Á SS K KR RÚ ÚÐ Ð SS FF II R RÐ Ð II & & 44 77 55 11 44 99 00 SK Y N D I B I TA S TA Ð U R O G B E N S Í N S T Ö Ð V IÐ ÞJÓ Ð VE GINN SK Y N D I B I TA S TAÐ U R O G B E N S ÍN S T Ö Ð V I Ð Þ J Ó Ð V E G I NN

8

O PN UN ARTÍM I K L . 9 -2 2 AL L A DAGA O P N U N A RTÍ M I K L . 9 - 2 2 A L L A DAG A


Franskir dagar ∞ Les jours français

„Ég vil eiga fyrir því sem ég geri“ Besta leiðin til að eignast hluti er að eiga fyrir þeim. Hvort sem ætlunin er að koma upp varasjóði eða safna fyrir næsta sumarfríi þá er alltaf skynsamlegt að leggja fyrir. Kynntu þér allt um reglubundinn sparnað á landsbankinn.is/istuttumali.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Magnús Lyngdal Viðskiptavinur Landsbankans

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français Texti: Kjartan Reynisson með aðstoð frá Susan Chisholm Myndir: Ýmsir

áströlsku stelpurnar Það er janúar 1981. Hópur kvenna af erlendum uppruna er kominn til Reykjavíkur og gistir hjá Hjálpræðishernum. Þar hafa þær verið fastar í tvær nætur vegna þess að ekki hefur verið flugveður til Egilsstaða. Húsnæðið er ekki ríkulegt, og fæstar hafa hugmynd um það nákvæmlega hvert þær eru að fara. Þær hafa ráðið sig til fiskvinnu á Íslandi í gegnum Iceland Seafood Limited í Bretlandi. Á endanum er þeim smalað í flugvél og flogið til Egilsstaða, þar sem veðrið er slæmt, norðanvindur og snjóbylur. Þær fara með lítilli rútu eitthvað út í sortann og eftir talsverðan þæfing er þeim smalað út í litlu sjávarþorpi fyrir framan gamalt og þreytulegt gistihús. Þetta er gistihús KHB á Reyðarfirði, en ófært er til Fáskrúðsfjarðar sökum snjóa. Daginn eftir er þeim ennþá smalað upp í rútu og keyrt út í sortann. Eftir nokkurn tíma er stöðvað, aftur fyrir framan gistihús í öðru sjávarþorpi. „How long are we supposed to stay here?” (Hversu lengi eigum við nú að vera hérna?) spyrja nokkrar þeirra. Hávaxinn ljóshærður maður með gleraugu tekur á móti þeim og segir glaðlega „ For the next six months“ ( Í næstu sex mánuði). Þarna eru þær loksins komnar í Valhöll á Fáskrúðsfirði og Gísli Jónatansson er að taka á móti þeim. Bílstjórinn sem sótti þær í Egilsstaði var Guðmundur Guðjónsson frá Kolmúla. Þær koma sér fyrir í herbergjunum og eru síðan kallaðar saman í borðsal þar sem þær eru kynntar fyrir verkstjórunum og ungum strák sem þeim er sagt að eigi að passa þær á kvöldin og um helgar. „Do we really need a bodyguard?” (Þurfum við virkilega að hafa lífvörð?) spyrja þær sem eru að koma í fyrsta skipti. Chris Churcher og þær sem hafa verið áður kinka kolli. „ It helps“ (Það getur hjálpað). Fáskrúðsfirðingar eiga það víst til að ganga of hratt um gleðinnar dyr á þessum tíma og kunna sér vart hóf þegar hópur er lendr a y ngisme y ja fy l lir heilt hús í þor pinu. „Lífvörðurinn“ er greinarhöfundurinn, Kjartan Reynisson og er þarna að taka að sér skemmtilegt starf sem margir öfunda hann af. Það mætti að vísu einn ölvaður gestur strax á fyrsta kvöldi og braut rúðu við hlið útihurðar og skarst nokkuð. Hann hlaut að launum nokkur spor í hönd frá lækni og ókeypis gistingu í fangageymslu hjá lögreglu. Það var jú ekki alveg að ástæðulausu að það þurfti næturvörð. Gísli vildi að stelpurnar fengju svefnfrið á nóttunni fyrir gleðipinnum

10

bæjarins svo þær hefðu kraft í frystihúsvinnuna. Lítið vissi ég þá en raunin varð sú að þetta varð ævistarf, því ég er ennþá að passa eina af þessum stelpum því að í þessum hópi kvenna var að finna eiginkonu mína og lífsförunaut, Esther Brune. Á þessu árabili frá 1977 til 1986 komu jafnan hópar kvenna af þessu tagi til starfa á Fáskrúðsfirði. Þær voru frá ýmsum þjóðlöndum, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Afríku, Englandi, Írlandi, Ísrael o.fl. Margar þeirra, sérstaklega þær frá Suðurhvelinu komu til að Allar stelpurnar fimmtán úr hópnum sem kom árið 1978. Aftari röð frá vinstri: Kay, ferðast um Evrópu og hentaði Christine, Susan, Therese, Lesta, Robyn, Lynette, Maggie, Anne, Liz, Ronni, Sandie. þeim vel að vinna á veturna Fremri röð frá vinstri: Roslyn, Glenda, Galv. Mynd frá Christine Selby. og ferðast síðan um sumarið. Margar þeirra voru vel menntaðar og voru að leita óalgengt að sjá þær fikra sig eftir klakanum á á vit ævintýra áður en þær festu ráð sitt aftur í Hafnargötunni í átt að Frystihúsinu, haldandi heimahögum. Nokkrar þeirra fundu þó íslenska hver í aðra og dettandi á rassinn í hópum. Sumir maka og bjuggu um langt árabil á Fáskrúðsfirði. brostu að þessu, sérstaklega þegar Valborg í Kaupvangi og fleira af eldra fólki gekk framúr þessum Það var ansi margt sem kom þessum konum á hópum eins og ekkert væri að færðinni. óvart við komuna til Íslands. Veðráttan, fólkið, Matráðskonur störfuðu í Valhöll fyrstu árin og vinnan o.fl. Denise Nolan skrifaði t.d. í dagbók elduðu fyrir stelpurnar. Tungumálaerfiðleikar sína þegar hún kom með fyrsta hópnum til Fáskrúðsfjarðar. „Þegar við gengum um þorpið á fyrsta degi góndi fólk á eftir okkur og aðrir störðu á okkur út um húsglugga, sumt hálf falið á bakvið gardínur. Á hverju kvöldi komu strákar til að kasta snjóboltum í gluggana hjá okkur – venjulega eftir 10 á kvöldin, en einnig var nokkuð um að bílum væri ekið meðfram Valhöll og flautað eða blikkað ljósum.“ Einnig lýsa þær sterkri upplifun sinni af því að sjá norðurljósin í fyrsta skipti í björtu tunglsljósi með fjöllin í baksýn. Snjórinn og hálkan kom þeim líka talsvert á óvart. Þannig var ekki

Hópur stelpna sem kom árið 1981. Aftari röð frá vinstri: Chris, Helen, Sally, Marion, Merle, Esther, Mary. Fremri röð frá vinstri: Jillian, Meg, Janet, Gwen, Karen, Annie, Marie, Glenda. Mynd frá Chris Churcher.


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français

Endurfundir stelpnanna sem komu til Fáskrúðsfjarðar árið 1977. Þær hittust í Toowoomba, Ástralíu í september 2012. Frá vinstri: Lynette, Mystie, Denise, Christine, Susan, Roslyn, Donna.

þjökuðu stundum samskiptin og er skondin saga af því þegar nokkrar nýkomar fóru niður í eldhús á fyrsta degi og spurðu ráðskonuna „Can we have breakfast?“ (Getum við fengið morgunmat?) Ráðskonan horfði ringluð á móti. „Ha...vilja þær tala við Bergkvist...?”

Valhöll. Það var áður en grillmenning okkar Íslendinga varð til og skildi enginn í því þegar svartur reykur stóð upp af Valhöll séð ofan úr bæ á þessum góðviðrisdegi. Það varð því stelpunum heldur betur óvænt heimsókn þegar allt í einu birtust menn úr slökkviliði bæjarins til að athuga hvað væri í gangi.

Í annað sinn kom í ljós að vanafesta okkar getur tekið öllu fram. Stelpurnar urðu fljótlega að gera sér ljóst hverjir áttu sitt sæti í kaffistofunni og víðar. Þannig ætluðu tvær þeirra að skreppa með frystihúsrútunni inní Kaupfélag eftir vinnu og voru sestar, þegar einn af elstu starfsmönnum fyrirtækisins kom inní rútuna og sá sætið „sitt“ upptekið. Það var sko ekkert EXXKJÚÚSMÍÍ !!! Sá gamli settist einfaldlega í fangið á stelpunum og hreyfði sig ekki þaðan fyrr er var stoppað fyrir ofan Melgerði. Fréttin breiddist út og var „einkarétturinn“ ávallt virtur eftir það.

Oft var glatt á hjalla í Valhöll um helgar og það var alls ekki svo að stelpurnar vildu ekki blanda geði við annað fólk. Ýmsar heimsóknir voru þó alls ekki viðeigandi og varð þeim ekki um sel þegar tveir góðglaðir menn á hestum heimsóttu stelpurnar og þegar útidyrnar voru opnaðar, þá skyldi hestur stinga hausnum fyrst inn. Samskiptin við heimafólk voru af öllum toga. Flest eldra fólkið í frystihúsinu átti í erfiðleikum með enskuna, en hlýlegt bros segir meira en mörg orð. Þannig eignaðist Jói Gests margar vinkonur sem héldu sambandi við hann alla ævi. Það var ekki mikið sagt, en brjóstsykurpoki sem laumað var í sloppvasa, karamella sem hengd var í svuntuband eða lopavettlingar sem laumað var á kalda fingur sýndu hlýhug og vináttu sem var mikils metin. Í fyrrasumar kom Susan Chisholm ásamt sambýlismanni sínum David í heimsókn til Fáskrúðsfjarðar. Susan var í fyrsta hópnum sem hingað kom 1977 og hefur hún staðið fyrir merkilegu starfi við að halda sambandi við þá hópa kvenna sem hingað hafa komið. Hún hefur stofnað fasbókarsíðu: Faskrudsfjordur Overseas Workers 1977 -1986 til að hafa uppi á öllum sem til þessa hópa tilheyrðu og hefur orðið vel ágengt. Þannig komu nokkrar þeirra saman til endurfundar í Ástralíu 2012 til að rifja upp gamla tíma frá Fáskrúðsfirði.

Veturinn 1981 óskuðu stelpurnar eftir því að elda sinn mat sjálfar í stað þess að hafa matráðskonu. Orðið var við því, en varla var nægt rými í ísskápum fyrir allt sem þær vildu hafa hver fyrir sig. Tvær stelpur frá Ástralíu töldu þetta ekki vera neitt mál, það vantaði ekki snjóinn og kuldann úti. Maturinn væri best geymdur úti í skafli. Þær urðu því heldur skrítnar á svipinn þegar fiskurinn þeirra varð úldinn og Emmess ísinn þeirra bráðnaði allur á stuttum tíma. Í svona hópum var að sjálfsögðu að finna misjafnlega afkastamikla einstaklinga. En heilt yfir reyndist þetta ágætur starfskraftur og voru jafnvel „bónusdrottningar“ í sumum hópunum. Ýmislegt var reynt til að halda í sína siði. Þannig var á sólbjörtum vordegi að stelpurnar vildu hafa „barbeque“ og kveiktu sér eld í fjörunni neðan við

Susan með Gísla í Hótel Valhöll í júlí 2013. Mynd frá David McDonald.

Jólamaturinn í Valhöll 1978. Frá vinstri: Sharon, Val, Gaelyn, Maggie, Margret, Trudi, Ronni, Maxine. Mynd frá Maxine.

Nokkrar stelpur úr hópnum sem kom árið 1977 á bryggjunni í morgunkaffipásu. Frá vinstri: Donna, Lynette, Denise, Mystie, Margret, Susan, Christine. Mynd frá Roslyn.

11


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français Texti: Gísli J. Jónatansson fyrrv. kaupfélagsstjóri Myndir: Jónína Óskarsdóttir og úr einkasafni

•• kaupfélag fáskrúðsfirðinga 1933 - 2013

••

Stiklað á stóru yfir starfsemi félagsins Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga var stofnað 6. ágúst 1933 í samkomuhúsinu Álfheimum á Búðum, sem nú heitir Kirkjuhvoll eða Skólavegur 71. Aðal hvatamenn að stofnun félagsins voru Björn Ingi Stefánsson, prestssonur frá Hólmum í Reyðarfirði, nýútskrifaður úr Samvinnuskólanum, og Þórarinn Grímsson Víkingur bóndi á Vattarnesi. Þetta var þriðja tilraun sem gerð var til að koma á fót kaupfélagi á Fáskrúðsfirði. Stofnfundurinn var nokkuð sögulegur og segir Björn svo frá honum í viðtali við Samvinnuna á sínum tíma: „Þegar fundurinn á að hefjast kemur í ljós að ekki eru mættir nema 17 menn, en stofnendur þurftu að vera 21 minnst. Ég geng sjálfur í félagið sem átjándi maður og á elleftu stundu kemur Stefán Þorsteinsson, sem kvæntur var föðursystur minni, - eins og sending af himnum ofan. Þá vantaði enn tvo stofnendur, en Stefán tilnefndi tvo syni sína - og þar með var talan komin.“ Þessir tveir synir Stefáns, sem gerðu stofnun félagsins mögulega, voru Björn síðar kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði, Siglufirði og Egilsstöðum og Þórsteinn - síðar þekktur rithöfundur í Danmörku. Þá má geta þess að 6 stofnfélaganna voru bræður, synir Stefáns og Guðfinnu á Gestsstöðum. Björn Ingi Stefánsson gerði ráð fyrir því að hverfa á brott eftir stofnun félagsins og fara til náms erlendis. Félagsmenn tóku það ekki í mál. Þeir sögðu honum að hann færi ekki neitt, hann væri búinn að koma félaginu á laggirnar og hann yrði fyrsti kaupfélagsstjórinn. Það varð úr og gegndi hann starfinu fyrstu 13 árin eða til ársins 1946. Björn var síðar starfsmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga í áratugi og var hann oft fenginn sem kaupfélagsstjóri víða um land um lengri eða skemmri tíma. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þórarinn Grímsson Víkingur formaður, Björn Daníelsson kennari, Björgvin Benediktsson útgerðarmaður og til vara Höskuldur Stefánsson bóndi í Dölum. Starfsemi kaupfélagsins hefst með því að það kaupir húseignir þær sem áður hýstu Hinar sam-

12 14

einuðu íslensku verslanir og þar á meðal verslunar- og íveruhúsið Tanga sem reist var árið 1895 af Tuliniusarverslun. Aðal hvatamaður að byggingu Tanga var Carl Andreas Tulinius sem verið hafði verslunarstjóri á Fáskrúðsfirði í nokkur ár við verslun föður síns Carls Daníels sem búsettur var á Eskifirði. Í Tanga hefst verslunarrekstur kaupfélagsins, en einnig var íbúð kaupfélagsstjórans í útenda hússins á tveimur hæðum, eldhús og stofur niðri og svefnherbergin uppi. Búið Sigrún Guðlaugsdóttir og Gísli Jónatansson. var í Tanga til ársins 1946 að Björn Stefánsson lætur af störfum. Kaupfélagsskrifstofurnar voru síðar hafið af sjávarútvegsstarfsemi kaupfélagsins. fluttar í stofurnar niðri í Tanga og var kaup- Árið 1940 hefur Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga félagsstjórinn í borðstofunni, en almenna skrif- forgöngu um stofnun Hraðfrystihúss Fáskrúðsstofan í betri stofunni og litla kontór. Þarna voru fjarðar hf. og er þar stærsti hluthafinn á móti skrifstofur félagsins til ársins 1966, en þá voru nokkrum hópi útgerðarmanna. Þetta félag var þær fluttar í Félagsheimilið Skrúð í kjallarann samrekið kaupfélaginu í 54 ár og kaupfélagsstjórinn jafnframt framkvæmdastjóri þess, að að innanverðu. Í fyrstu var starfsemi kaupfélagsins bundin við undanskyldum þremur árum í upphafi starfsverslunina. Slátrun og sala landbúnaðarafurða tímans er Vilhjálmur Björnsson gegndi starfi hefst þó strax á árinu 1934, en þó nokkur tími framkvæmdastjóra, en Björn Stefánsson var þá leið þangað til að bændur voru allir komnir í við- formaður stjórnar. Keyptar voru eignir Jökuls hf. skipti við félagið. Slátrað var í eigin húsum, en á Fiskeyri sem var beitufrystihús með ístjörnina eftir stríð var herbraggi reistur neðan við Tanga við vesturhlið hússins. Félagið byggir við þetta sem sláturhús. Árið 1963 var reist nýtt sláturhús hús og byrjar hraðfrystingu sjávarafurða stuttu á uppfyllingu neðan við Wathneshús og þar var seinna eða eftir að Yorkinn hafði verið settur niður, en það er fyrsta frystivélin á Fáskrúðsfirði. slátrað til ársins 1989. Á upphafsárunum fer kaupfélagið að kaupa Eftir stofnun Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar saltfisk af útgerðarmönnum og sjá um sölu á hf. var saltfiskframleiðsla einnig aukin jafnt og honum. Upp úr því er farið að kaupa fisk til þétt og stóð yfir í áratugi hjá félaginu. Hráefnið verkunar og var hann saltaður í húsunum sem kom af heimabátum og síðar einnig frá togurkeypt voru í upphafi með verslunarhúsinu Tanga. unum Austfirðingi og Vetti. Kaupfélagið átti 5% Á þessum tíma var erfitt að losna við afurðirnar, eignarhlut í Austfirðingi hf., en með þessum 5% enda kreppan í algleymingi. Þetta er samt upp- var Austfirðingur leystur út frá Selby á Englandi


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français

Hoffell SU 80 með um 1300 tonn af kolmunna.

á sínum tíma. Á þessum tíma var m.a. starfandi Samvinnufélag útgerðarmanna sem gerði út bátana Öldu, Báru og Hrönn, en þeir voru byggðir á Oddaverkstæðinu undir stjórn Einars Sigurðssonar, skipasmiðs. Bátunum tók að fækka og var þá talið nauðsynlegt fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. að hefja útgerð. Árið 1953 var vélbáturinn Ingólfur leigður frá Hornafirði um tíma, en fyrsti báturinn sem að hraðfrystihúsið keypti var Ingjaldur SU 80. Það var 50 tonna bátur keyptur frá Danmörku árið 1954. Árið 1955 lætur fyrirtækið svo byggja 67 tonna stálbát í Hollandi, Búðafell SU 90. Um þetta leyti eru slíkir bátar að ryðja sér til rúms og er Búðafell annar í röðinni af minni stálskipum Íslendinga sem kemur til landsins og reyndist mikið happaskip. Um miðjan sjöunda áratuginn var Búðafell selt til Grindavíkur og fékk nafnið Hópsnes. Árið 1942 kaupir kaupfélagið húseignina Valhöll. Félagið rak þar í fyrstu saumastofu, en síðar var húsið gert að gistihúsi með matsölu. Um tíma rak kaupfélagið bókabúð í Valhöll. Síðustu áratugi hefur húsið verið notað fyrir starfsfólk og viðskiptavini kaupfélagsins og dótturfélaga þess. Árið 1949 kaupir kaupfélagið húseignir Hans Stangelands. Þar var um að ræða íbúðarhúsið Miðströnd og Hlaðhamar sem var lifrarbræðsla. Miðströnd var í fyrstu bústaður kaupfélagsstjórans eða til ársins 1965 að kaupfélagsstjórinn flytur í nýbyggt hús, Tröð. Skrifstofur kaupfélagsins voru á Miðströnd frá 1972 til 1985 að þær eru fluttar að Skólavegi 59. Miðströnd stóð skammt fyrir innan nýju fiskimjölsverksmiðjuna. Vélaverkstæðið var svo byggt á sama stað og Hlaðhamar stóð. Árið 1951 er byrjað á byggingu fiskimjölsverksmiðju utan við frystihúsið. Bygging þessi þótti mikið átak á sínum tíma, enda kölluðu gárungarnir hana milljónagryfjuna. Verksmiðjan skemmdist í bruna árið 1961 og var endurbyggð og afköstin aukin í um 250 tonn á sólarhring. Árið 1962 var byggð myndarleg mjölskemma austan við verksmiðjuna, en áður hafði þurft að geyma mjölið m.a. í kjöllurum húsa í bænum

þegar mikið var framleitt. Verksmiðjan var í gangi til ársins 1996 og voru því í skamman tíma reknar tvær fiskimjölsverksmiðjur á Fáskrúðsfirði. Um svipað leyti og fyrri verksmiðjan er byggð er reist við frystihúsið fiskmóttaka og komið á fót ísframleiðslu og fr ystiklefa á efri hæðum hússins. Það hús stendur enn í dag og neðsta hæðin oft nefnd súlnasalur. Árið 1958 kaupir kaupfélagið Ljósafell eldra, sem var 100 tonna trébátur og fékk einkennisstafina SU 70. Árið 1959 kemur Hoffell SU 80, 120 tonna stálbátur byggður í Noregi. Hoffell var talið eitt fullkomnasta síldveiðiskip Íslendinga við komu þess til landsins. Hoffell var síðar lengt á Seyðisfirði og varð þá 180 tonn og þótti afburða skip. Á sjöunda áratug síðustu aldar hófust síldveiðar í stórum stíl úti fyrir Austfjörðum, sem sköpuðu mikil umsvif í austfirskum sjávarbyggðum. Kaupfélagið hóf þá síldarsöltun í samstarfi við Egil Guðlaugsson, en hann átti 1/3 í söltunarstöðinni, sem í daglegu tali var kölluð SHF, en hét Söltunarstöð Hraðfr ystihúss Fáskrúðsfjarðar. Á þessum tíma byggðist rekstur kaupfélagsins að miklu leyti á síldarsöltun og framleiðslu á mjöli og lýsi. Fiskimjölsverksmiðjan malaði gull á þessum árum og var oft á tíðum þungamiðjan í rekstri kaupfélagsins og dótturfélaga þess. Samið var um smíði á nýju síldveiðiskipi í Noregi árið 1966 eða 1967. Þetta skip var svipað og Heimir SU sem keypt var til Stöðvarfjarðar og var í eigu Varðarútgerðarinnar, en vegna versnandi rekstrarskilyrða við hvarf síldarinnar endaði þetta skip í Færeyjum. Í staðinn var keyptur 250 tonna stálbátur frá Reykjavík árið 1969, Sigurvon RE 133, sem fékk nafnið Búðafell SU 90 á Fáskrúðsfirði. Saltað var örlítið af síld á haustdögum 1967 og 1968. Það voru síðustu síldarárin í bili. Síldin var horfin. Þegar síldin hvarf af Íslandsmiðum sköpuðust miklir erfiðleikar hjá þeim fyrirtækjum sem byggt höfðu afkomu sína að stórum hluta á henni. Starfsemi Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga lá við gjaldþroti. Það var jafnvel talað um hvort

mögulegt væri að fara í sameiningu við Kaupfélag Héraðsbúa til að bjarga starfseminni. En oft kemur skin eftir skúr. Það var einkum tvennt sem varð til þess að rekstrinum var snúið til betri vegar fljótlega eftir að síldin hvarf. Árið 1970 fara Íslendingar að veiða loðnuna að einhverju marki og þá fer fiskimjölsverksmiðjan að mala gull að nýju. Í öðru lagi tók freðfiskurinn að hækka í verði á Bandaríkjamarkaði svo um munaði og fór framleiðslan á nýju og hærra verði með hverri sendingunni á fætur annarri vestur um haf. Árið 1972 var hafist handa við byggingu nýs frystihúss á Fiskeyri, sem tók til starfa í september árið 1976. Húsið er tæplega 2000 fermetra stálgrindarhús reist á uppfyllingu neðan við gamla frystihúsið. Nýr viðlegukantur var síðar byggður með allri suðurhlið hússins, svo að staðsetningin var mjög hagkvæm. Þar sem húsið var á uppfyllingu var nauðsynlegt að reka um 180 strengjasteypustaura niður í grunninn, sem voru 12 til 18 metra langir. Hamarinn sem notaður var við verkið kom af Skeiðarársandi, en hann hafði áður verið notaður við að reka niður staura undir brúarstólpa þar. Ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hafði sett á fót sérstakan Byggðasjóð og búið var að setja í gang svokallaða hraðfrystihúsaáætlun. Byggðasjóður lánaði 25% af heildarbyggingarkostnaði og var þetta viðbótarframlag á móti lánveitingum Fiskveiðasjóðs Íslands. Án tilkomu Byggðasjóðs hefðu þessar framkvæmdir varla verið mögulegar. Samhliða byggingu frystihússins voru menn farnir að huga að því hvernig best mætti tryggja hráefni til frystihússins allt árið um kring. Ákveðið var að láta byggja skuttogara í Japan. Ævintýrið var að hefjast og skuttogarinn Ljósafell SU 70 kom til Fáskrúðsfjarðar 31. maí 1973. Nýtt tímabil var hafið í sögu félagsins og samfélagsins á Fáskrúðsfirði. Með tilkomu Ljósafells og síðar systurskips þess Hoffells SU 80 þremur árum síðar varð algjör bylting í atvinnumálum Fáskrúðsfirðinga. Nú voru komin til Fáskrúðsfjarðar atvinnutæki sem gátu aflað hráefnis fyrir fiskvinnsluna allt árið um kring og ekki var lengur nauðsynlegt fyrir fólk að sækja atvinnu suður á land. Búðafell SU 90 (Sigurvon) var selt til Súgandafjarðar og þó að gengi á ýmsu með rekstur bátsins hafði hann hækkað það mikið í verði að við sölu hans fengust fjármunir sem dugðu til fyrstu greiðslu í Ljósafelli, sem var 10% af kaupverði togarans. Stöðugleikann í atvinnumálum Fáskrúðsfirðinga má tvímælalaust rekja til upphafs skuttogaranna. Á sjómannadaginn árið 2013 var þess minnst að 40 ár voru liðin frá komu Ljósafells. Skipið er í mjög góðu ástandi, en tvisvar sinnum hefur verið farið með það til Póllands og gerðar á því nauðsynlegar endurbætur, fyrst 1988-1989 og síðar 2007-2008. Þegar haldið var upp á 40 ára afmæli skipsins hafði það aflað 144.000 tonna og reynst einstakt happaskip. Á fjórum árum höfðu því verið keyptir tveir nýir skuttogarar og byggt eitt stykki nýtísku frystihús. Samspil þessara þátta, togaranna og fiskvinnslunnar í landi, hefur frá þessum tíma verið hinn samfelldi drifkraftur starfseminnar, sem félagið býr að enn í dag. Skipstjórar á Ljósafelli hafa verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson 1981-1994 og Ólafur Helgi Gunn-

1513


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français Á síðasta ári komu 305 manns á launaskrá hjá Loðnuvinnslunni hf., en að meðaltali stör fuðu þar 177 manns. Þá greiddi félagið 1,2 milljarða í vinnulaun til starfsmanna sinna. Brúttótekjur Loðnuvinnslunnar hf. árið 2013 voru 6 milljarðar og hagnaður eftir skatta 541 milljón. Eigið fé Loðnuvinnslunnar hf. í árslok 2013 var 3 milljarðar, sem er 53,7% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hagnaður Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga samkvæmt samstæðureikningi árið 2013 var 427 milljónir og eigið fé félagsins í árslok var 2,7 milljarðar, sem er 98,8% eiginfjárhlutfall.

Fiskimjölsverksmiðja LVF byggð 1995.

arsson frá árinu 1995. Skipstjóri á skuttogaranum Hoffelli þau tuttugu ár sem skipið var á Fáskrúðsfirði var Högni Skaftason. Sérstakir útgerðarstjórar hafa verið fjórir: Jón Erlingur Guðmundsson 1972-1976, Gunnar Jónasson 1976-1981, Eiríkur Ólafsson 1981-2006, og Kjartan Reynisson frá árinu 2006. Hinn 12. maí árið 1978 tók Gunnar Jónasson stjórnarformaður KFFB fyrstu skóflustunguna að nýju verslunar- og skrifstofuhúsi félagsins að Skólavegi 59. Húsið er á þremur hæðum og er gólfflöturinn samtals 1500 fermetrar. Verslunin var flutt í húsið frá Tanga um miðjan nóvember árið 1980 og skrifstofurnar í júlí árið 1985. Mikil breyting varð til batnaðar í verslunarmálum Fáskrúðsfirðinga þegar nýja verslunin að Skólavegi 59 var opnuð í miðju kauptúninu. En tímarnir breytast og þá þurfa fyrirtækin að aðlaga sig að nýjum aðstæðum. Með bættum samgöngum og tilkomu stórmarkaðanna áttu litlar dreifbýlisverslanir stöðugt á brattann að sækja. Einingin var of lítil og hafði ekki eðlilegan rekstrargrundvöll. Finna varð henni stað í stærri verslunarrekstri til að freista þess að lækka vöruverðið. Frá 1. janúar árið 2000 var verslunin leigð til Kaupfélags Héraðsbúa, en árið 2009 tóku Samkaup hf. við henni og leigja hana í dag. Hefur þetta fyrirkomulag í verslunarmálum á Fáskrúðsfirði reynst ágætlega. Um 1990 var keyptur 26 metra stálbátur frá Hvammstanga sem fékk nafnið Búðafell SU 90. Búðafell var gert út á rækju og línu í um þrjú ár. Báturinn var lengdur um 4 metra í Gdynia í Póllandi. Hann var svo seldur til Hafnarfjarðar og fékk nafnið Lómur HF 177. Í árslok 1993 var Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. sameinað Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga, enda nær alfarið í eigu þess. Ástæða sameiningarinnar var sú að ný lög um innlánsdeildir litu dagsins ljós og í nýju lögunum var kveðið á um aukið eigið fé hjá félögum sem ráku innlánsdeildir. Til þess að KFFB þyrfti ekki að leggja niður innlánsdeildina var brugðið á það ráð að sameina félögin og skapa með því eiginfjárstöðu sem myndi uppfylla hin nýju lagaskilyrði. Innlánsdeildirnar voru kaupfélögunum mjög nauðsynlegar, en þær áttu sinn

14

þátt í því að tryggja félögunum eðlilega lausafjárstöðu. Árið 1994 var stofnað fyrirtækið Loðnuvinnslan hf. af kaupfélaginu og fleiri aðilum, sem hafði það að markmiði að reisa 1000 tonna fiskimjölsverksmiðju á Fáskrúðsfirði. Verksmiðjan var byggð árið 1995 og tók til starfa í janúar 1996. Bygging verksmiðjunnar hafði mikil áhrif á íslenskan fiskimjölsiðnað á sínum tíma. Þar er sérstaklega til að taka að við verksmiðjuna voru reistir fjórir 32ja metra háir mjöltankar, þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Frá þeim er sjálfvirkur losunarbúnaður fyrir mjöl til útskipunar um borð í flutningaskip. Þá var verksmiðjan tölvuvæddari en nokkur önnur verksmiðja hér á landi. Afar vel gekk að fá hráefni í hina nýbyggðu verksmiðju og var hráefnismagn hennar fyrstu árin frá 75.000 tonnum og upp í 123.000 tonn. Þetta hráefnismagn var langt umfram þær áætlanir sem gerðar höfðu verið um væntanlegt hráefni í verksmiðjuna. Mjög mikilvæg viðskiptatengsl sköpuðust t.d. við tvö útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum, Berg hf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf. Þá hefur verksmiðjan frá upphafi verið með hæst hlutfall íslenskra verksmiðja af hráefni frá erlendum skipum. Í áætlunum var gert ráð fyrir þessum möguleika einkum vegna staðsetningar verksmiðjunnar. Þá er verksmiðjan að sjálfsögðu lykillinn að manneldisvinnslu á uppsjávarfiski sem verið hefur stöðugt mikilvægari þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Loðnuvinnslan hf. hefur t.d. í mörg ár verið nær eina fyrirtækið hér á landi sem framleiðir saltsíld. Bygging fiskimjölsverksmiðjunnar árið 1995 er eitt stærsta verkefni sem Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur ráðist í. Hún var byggð á einu ári og störfuðu um 80 manns við bygginguna þegar flest var. Þó að hér hafi verið um hlutafélag að ræða var það kaupfélagið sem dró vagninn til enda. Ef ætti að byggja nýja verksmiðju í dag og gera hana sambærilega þeirri sem Fáskrúðsfirðingar hafa, myndu slíkar framkvæmdir ekki kosta undir þremur milljörðum króna. Árið 1997 kaupir kaupfélagið hlutabréf Ragnaborgar sem hér hafði haft aðsetur í nokkur ár.

Með kaupunum eignaðist kaupfélagið húseignir þær sem áður voru í eigu Pólarsíldar hf. Í þessum húsum var komið upp frystihúsi fyrir uppsjávarfisk og byggður frystiklefi og kæligeymsla. Einnig fylgdu með í kaupunum húseignir þær sem áður tilheyrðu Trésmiðju Austurlands hf. innst í kauptúninu. Þá voru einnig keyptar húseignir Hilmis ásamt eignarlóð við Hafnargötu. Árið 1998 kaupir Loðnuvinnslan hf. fjölveiðiskip frá Írlandi sem fékk nafnið Hoffell. Þessi kaup voru mjög mikilvæg fyrir starfsemina vegna þess að þróunin var sú að uppsjávarskipin tóku að færast á færri og færri hendur og tilheyrðu nú fleiri ákveðnum verksmiðjum. Það fór því svo að erfiðara var að ná í hráefni fyrir verksmiðjuna en áður hafði verið. Hoffell var í fyrstu kvótalaust skip. Það aflaði sér veiðireynslu í kolmunna, makríl og lítilsháttar í norsk-íslenskri síld. Þá tókst að kaupa inn á skipið kvóta í íslenskri síld og loðnu. Fyrsta árið var Helgi Kristjánsson skipstjóri á Hoffelli, en þá tók Bergur Einarsson við skipinu og hefur verið skipstjóri á því fram á þennan dag. Á árunum 1999-2000 varð stórfellt verðfall á mjöli og lýsi. Mjölverð lækkaði á skömmum tíma um 50% og lýsi um 60%. Þetta verðfall kom mjög illa við Loðnuvinnsluna hf. (fyrri) með sína nýju fiskimjölsverksmiðju og nýkeypt fjölveiðiskip. Þá var brugðið á það ráð að stofna nýtt fyrirtæki með sama nafni hinn 29. október 2001, sem tók

Alda Oddsdóttir og Friðrik Guðmundsson kaupfélagsstjóri.

til starfa 1. janúar 2002. Þá var sjávarútvegs- og viðhaldsstarfsemi kaupfélagsins ásamt Loðnuvinnslunni hf. fyrri komið fyrir í hinu nýja félagi og þar með var KFFB orðið 83% eigandi að Loðnuvinnslunni hf. seinni. Þessi tilhögun hefur staðið fram á þennan dag og reynst vel fyrir byggðarlagið. Eignarhaldið á atvinnustarfseminni er í traustri eigu heimamanna í gegnum samvinnufélagið. Trúlega mun vera einsdæmi hér á landi að íbúar


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français

Frá 80 ára afmæli KFFB.

í liðlega 700 manna byggðarlagi eigi sjálfir jafn öfluga atvinnustarfsemi og hér um ræðir. Á árunum 2000-2001 var Hoffell lengt um 8 metra og gerðar á því umfangsmiklar endurbætur í Gdynia í Póllandi. Eftir þær breytingar ber skipið um 1430 tonn. Hoffell er mjög vel útbúið og hefur það verið aflasælt í gegnum árin. Hoffell bjargaði flutningaskipinu Ölmu í nóvember 2011 eftir að Alma hafði tapað stýrinu utan við Hornafjarðarós með 1500 tonn af freðfiski um borð og dró það til Fáskrúðsfjarðar. Á síðasta ári tók Loðnuvinnslan hf. á móti 40.500 tonnum af hráefni og framleiddi 15.750 tonn af afurðum. Aflamark Loðnuvinnslunnar hf. árið

2013 var tæplega 7500 þorskígildistonn, en á árunum 2012 og 2013 tókst að auka verulega við bolfiskkvóta félagsins. Enginn vafi er á því að samvinnufélagsformið hentar einkar vel til að halda utan um eignarhlut og aflaheimildir Loðnuvinnslunnar. Árið 2008 var hafist handa við að gera upp verslunarhúsið Tanga í samstarfi við Húsafriðunarnefnd. Húsið var gert upp sem næst upprunalegri mynd og var Stefán Björnsson fenginn til aðstoðar við skipulag þess. Stefán er fæddur í Tanga árið 1934 og alinn þar upp til 12 ára aldurs. Húsið er nú opið ferðamönnum og þar er saga hússins kynnt í máli og myndum. Þá hefur handverksfólk

á Fáskrúðsfirði fengið aðstöðu í Tanga og selur þar varning sinn. Heiti þessa heimamarkaðar er Gallerí Kolfreyja. Þegar endurbyggingu Tanga var lokið var ákveðið að gera upp Wathneshús, sem er elsta uppistandandi hús á Fáskrúðsfirði, byggt árið 1882. Wathneshús er frá tíma norsku bræðranna Friðriks og Ottós Wathne. Friðrik rak verslun á Fáskrúðsfirði, en Ottó stundaði þaðan síldveiðar. Bæði þessi hús eru nú bæjarprýði í kauptúninu og vitna um horfna tíð, upphaf byggðar á Búðum. Kaupfélagið hefur ávallt stutt vel við bakið á ýmissi félagastarfsemi m.a. í íþróttamennta- menningar- og heilbrigðismálum og haft samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Þegar Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga fagnaði 80 ára afmæli sínu höfðu kaupfélagsstjórar þess verið 8 talsins. Björn I. Stefánsson 1933-1946, Einar G. Sigurðsson 1946-1949, Guðlaugur Eyjólfsson 1949-1955, Helgi Vigfússon 1955-1956, Guðjón Friðgeirsson 1956-1969, Páll Jónsson 1970-1974, Einar Jónsson 1974-1975 og Gísli J. Jónatansson 1975-2013. Friðrik Mar Guðmundsson tók við starfi kaupfélagsstjóra 1. september 2013. Stjórnarformaður Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga er Steinn Björgvin Jónasson, en stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar hf. er Lars Gunnarsson. Ég óska Fáskrúðsfirðingum innilega til hamingju með glæsilega atvinnustarfsemi. Megi hún halda áfram að blómgast og dafna.

Gleðilega Franska daga!

15


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français Texti: Albert Eiríksson Myndir: Fjölskylda Georgs Georgssonar og fleiri

Franski spítalinn Franska ríkið reisti spítala í Reykjavík 1902 með 20 rúmum fyrir vesturmiðin, annan á Fáskrúðsfirði 1903-4 með 17 rúmum fyrir austurmiðin og loks þann þriðja1906 í Vestmannaeyjum með 9 rúmum fyrir suðurmiðin. Eftir aðskilnað ríkis og kirkju um aldamótin 1900 felldi ríkisstjórnin niður alla styrki og launagreiðslur til hjálparstofnana af kirkjulegum rótum, þar með laun til kaþólsku systranna á Fáskrúðsfirði, og franski flotinn hætti að leggja til lækna á spítalaskipin. Flotamálaráðaherra Frakka gekkst fyrir því að stofnað var velferðarfélagið “Société des Hôpitaux français d´Islande” árið 1901. Vel metin og stór útgerðarfyrirtæki í Dunkerque sameinuðust um þetta framtak. Spítalinn á Fáskrúðsfirði Franski spítalinn var á steinsteyptum grunni, en húsið kom tilsniðið frá Noregi, teiknað af danska arkitektinum M. Bald. Í suðurhluta kjallara voru eldhús, búr, þvottahús, salerni, diesel rafstöð og geymsluherbergi ásamt forstofu. Norðurhluti kjallarans var eitt óskipt geymslurými. Á jarðhæð spítalans voru tvær forstofur og á milli þeirra gangur eftir endilöngu húsinu. Þar voru sex sjúkrastofur (þar af þrjár einbýlisstofur) með rúmum fyrir 17 sjúklinga. Einnig skurðstofa, einangrunarstofa fyrir berkla- og taugaveikisjúklinga, lyfjaherbergi, biðstofa, borðstofa og tvö vatnssalerni. Á efri hæð voru þrjú svefnherbergi, tvær einbýlissjúkrastofur, tvö fataherbergi, baðklefi, vatnssalerni og stórt autt rúm í miðju hússins. Vatnsleiðsla og skólprennur voru um allt húsið. Spítalinn var 20 m langur, 13 m breiður og 7 m hár. Í honum var 31 gluggi og 4 reykháfar. Norðan við spítalann stóð 27 fm hús á steyptum grunni, ávallt nefnt Líkhús. Það var á einni hæð, skipt með timburvegg. Í öðrum enda hússins var sótthreinsunarofn og í hinum líkgeymsla. Þegar spítalaskipið Heilagur Franz af Assisi kom til Fáskrúðsfjarðar vorið 1906 lýsir skipslæknirinn nýjum spítala og þeirri aðstöðu sem þar er að finna: „Georg Georgsson, íslenski sjúkrahúslæknirinn tók á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni og bauð okkur heim. Georg er konsúll Frakka á

16

Franski spítalinn á Búðum fyrir um eitthundrað árum.

Fáskrúðsfirði og talar liðlega frönsku, svo að landar okkar eru fegnir að hitta þarna konsúl og lækni, sem getur skilið þá og talað við þá á þeirra eigin máli. Sjúkrahús í París hafði árið áður sent tvær hjúkrunarkonur, aðra til Fáskrúðsfjarðar og hina á sjúkrahúsið í Reykjavík. Auk þess er í spítalanum íbúð fyrir lækninn og fjölskyldu hans. Frá 1. júní 1905 til apríl 1906 tók spítalinn á móti 32 sjúklingum. Þar af voru aðeins 14 franskir, hitt Íslendingar. Það virðist dálítið mótsagnakennt að franskur spítali, reistur og rekinn af Frökkum í þeim tilgangi að sinna frönskum sjómönnum, skuli taka við og hjúkra fleiri Íslendingum en Frökkum. Og hvað á maður svo að segja, þegar maður fær að vita að verðið fyrir frönsku sjúklingana er 2,10 frankar á dag, en fyrir þá íslensku ekki nema 1,05 frankar, aðeins hálft verð. Og þar sem ógerlegt er að hjúkra, fæða og hirða um sjúklinga, ekki síst á Íslandi, fyrir 1,05 franka á dag, þá er þetta hreint tap fyrir Franska spítalafélagið. Það væri rökréttara að þetta væri öfugt...”. Spítalalæknirinn tekur fram að Georg Georgs-

son læknir búi aðeins í sjúkrahúsinu til bráðabirgða. Félagið ætli að byggja fyrir hann sérstakt íbúðarhús beint á móti spítalanum, sem sé austast í þessu litla þorpi. Í bæklingi Franska spítalafélagsins frá 1909 segir: „Afbragðs læknir og skurðlæknir Georg Georgsson stjórnar spítalanum og er um leið franskur konsúll og fulltrúi Spítalafélagsins. Honum til aðstoðar og til umsjónar á sjúkrahúsinu er Mademoiselle Baudet, afbragðs hjúkrunarkona frá París (Lariboiseiere), talar bretónsku og jafnvel íslensku. Henni til aðstoðar er ein hjúkrunarkona íslensk, Ástríður Torfadóttir var þar 1903-7 og 2 þjónustustúlkur, auk aðstoðarstúlkna í daglaunavinnu. Fram til 1. janúar 1907 hefur sjúkrahúsið á Fáskrúðsfirði tekið á móti 91 sjúklingi, frönskum og „útlendum” og sjúkradagar orðnir 2.953, en sjúkrahúsið er rekið allt árið.” Georg notaði spítalann einnig fyrir sitt læknishérað, sem náði í upphafi yfir Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Breiðdal, og nýtti aðstöðuna til skurðlækninga þegar með þurfti. Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var fram að


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français fyrri heimsstyrjöldinni opinn, jafnt fyrir innlenda sem erlenda sjúklinga, allt árið, en til 1928 aðeins yfir vertíðina. Í minnum er haft er Georg tók, með aðstoð fransks læknis af spítalaskipi, stóran sull úr höfði sjómannsins Jóns Magnússonar í Hvammi, sem var orðinn svo vankaður af meini þessu, að hann var sagður ganga í hringi á leiðinni neðan úr fjöru. Aðgerðin tókst vel, Jón lá nokkurn tíma á spítalanum og fékk að gjöf róðukross, svartan og gylltan, sem hann bar upp frá því um hálsinn. Eftir að gamli barnaskólinn á Fáskrúðsfirði brann, og á meðan nýr var í byggingu, var kennt í spítalanum. Um tíma stóð hann lokaður. Allt sem þar var, var viðrað einu sinni á ári. Sáu hjónin Halldór Runólfsson og Sæbjörg kona hans um það. Var þá merkisdagur fyrir krakkana á staðnum, sem fengu þessa ævintýrahöll með löngum göngum til að hlaupa um. Þá bjó Hans B. Stangeland lifrarbræðslumaður nokkur ár í húsinu. Til gamans má geta þess að í eina tíð var Hjónaballið á Fáskrúðsfirði haldið í spítalanum, enda var þar stórt eldhús, þar sem hægt var að matbúa veislumat fyrir svo fjölmenna samkomu og nægt svigrúm til að dansa. Georg læknir Georg Georgsson fæddist 1872, varð stúdent 1894 og lauk prófi við Læknaskólann í Reykjavík 1898. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Berlín og var settur læknir á Mýrum 1899, en í apríl 1900 fékk hann veitingu fyrir nýstofnuðu Fáskrúðsfjarðarhéraði. Georg var fulltrúi „Société des hôpitaux francais d´Islande“ og umsjónarmaður spítalans. Hann var póstafgreiðslumaður frá 1917-25 og formaður Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar frá stofnun hans 1921. Árið 1906 var hann sæmdur franska heiðursmerkinu officier d´académie og 1925 var hann sæmdur riddaranafnbót í frönsku heiðursfylkingunni. Georg kvæntist Karen Wathne (1885-1912), þau eignuðust þrjú börn. Seinni kona hans var Anna Hansdóttir (1873-1938). Þegar Georg lét af embætti var honum sýndur margskonar vináttu- og virðingarvottur, og var honum þá afhent gullúr og skrautritað ávarp undirritað af flestum fulltíða mönnum og konum í héraðinu, þar sem honum voru þökkuð störf hans, og má þar af marka hinar almennu vinsældir hans. Georg læknir hafði sig lítt í frammi í opinberum málum. Honum var þó mjög umhugað um allar nytsamar framkvæmdir í Búðakauptúni, og vildi hann veg þess sem mestan. Átti hann t.d. ríkan þátt í því að rafveitu var komið upp í þorpinu, hvatti til byggingar vita og studdi með ráðum og dáð ýmsar aðrar umbætur. Georg læknir var prúðmenni í allri framgöngu og snyrtimenni hið mesta, og bar með sér virðuleik svo af þótti bera. Georg starfaði sem læknir í Keflavík frá 1935 til æviloka, en hann lést 1940. Þannig kemur Georg skipslækninum af Heilögum Franz af Assisi fyrir sjónir, vorið 1906: „Georg Georgsson var héraðslæknir á Fáskrúðsfirði, var læknir sjúkraskýlis St. Jósepssystra og síðar yfirlæknir og ráðsmaður Franska spítalans frá upphafi til 1928. Georg var fyrirmaður mikill

Georg Georgsson ræðismaður, læknir og yfirmaður Franska spítalans.

á staðnum, konsúll og talinn með bestu læknum landsins, var mér sagt á Fáskrúðsfirði. Og mikil reisn og höfðingsskapur yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu frá Frakklandi með vorskipunum, og slíkt var ekki á hvers manns borði. Kom jafnan bátur beint í land og lagðist fyrir neðan húsið. Konsúllinn fór ávallt fyrstur um borð í spítalaskipin, og varningur var fluttur í land til spítalans.” Franski spítalinn fyrir berklasjúklinga Í ársbyrjun 1925 eru Frakkar farnir að hugsa sinn gang og vilja selja spítalana þrjá enda er þá farið að draga verulega úr veiðunum. Í bréfi kemur fram að það hafi veitt spítalafélaginu ánægju að hafa hingað til getað veitt landsmönnum þjónustu á spítölum sínum, en rekstrarkostnaðurinn muni vafalaust neyða þá til að loka spítölunum fljótlega stóran hluta ársins. Á þessum árum voru berklar algengir á Íslandi. Segja má að þeir hafi verið drepsótt á landinu og færðust í aukana. Austfirskir berklasjúklingar voru fluttir fárveikir með strandferðaskipum áleiðis til yfirfullra berklahælanna á Vífilsstöðum eða í Kristnesi. Af bréfaskriftum Georgs og Guðmundar Björnssonar landlæknis frá 1923 má sjá að það var þeim hjartans mál að fá spítalann á Fáskrúðsfirði fyrir berklasjúklinga, Georg þekkir manna best þörfina. Enda var um að ræða fullbúið sjúkrahús, vel byggt, með skurðstofum, apóteki og besta búnaði sem völ var á þá. Hann hefur allan sinn áratuga læknisferil á Franska spítalanum fengið að að taka inn að vild íslenska sjúklinga í nauð og skorið upp þar meðan aðrir læknar á landsbyggðinni urðu að skera upp við erfiðar aðstæður.

Guðmundur sendi bæði Georg og sýslumanninum á Eskifirði skeyti um að Frakkar vilji selja spítalana þrjá og óski eftir tilboði. Hann hafi von um mjög hagkvæma borgunarskilmála. Georg finnst hann vera skuldbundinn báðum; að Frakkar fái sem mest fyrir húsið, einnig að Íslendingar fái það sem ódýrast. Segir að lægsta verð sem hann geti hugsað sér að nefna séu 40-50 þúsund krónur, enda hafi það kostað yfir 35 þúsund, verið vel við haldið, og innbúið megi reikna á 5 þúsund krónur, en brunabótamat frá árinu 1916 sé 48 þúsund krónur. Þetta sé ágætt verð enda mundi tæplega hægt að byggja svona hús fyrir minna en 100.000 krónur. Málið er rætt á sýslufundi sem kýs þriggja manna nefnd til að undirbúa málið, hugmyndir vakna að bjóða Austur-Skaftafellssýslu að gerast meðkaupendur. Í bréfi Guðmundar landlæknis koma áhyggjur hans berlega í ljós, hann minnir dómsmálaráðuneytið á að Austfirðingafjórðungur hafi þolað þyngri búsifjar af völdum berklaveikinnar en nokkur annar fjórðungur landsins. Hann hefur líka oft verið hafður út undan. Biður hann um að ráðuneytið láti þetta ganga til fjárveitinganefndar og áætlar að ekki þurfi nema 6.000 kr. af fjárlögum til að hrinda þessu nytsemdar fyrirtæki af stað. Og fimm mánuðum síðar getur hann tilkynnt ráðuneytinu að Alþingi hafi veitt umbeðnar 6.000 kr. til að leigja franska spítalann á Fáskrúðsfirði og að hann hafi lagt fram og hafi í höndunum leigutilboð frá eigendum spítalans. Sé leigan 400 kr. á mánuði eða 4.800 kr. á ári, sem sé mjög lágt að hans dómi. Þeir Guðmundur koma sér saman um að læknisþjónusta falli undir héraðslækninn og muni Georg þurfa að dvelja um skeið á Vífilsstöðum til að kynna sér lækningar berklaveikra. Reikningshald og rekstur treystir Georg sér til að hafa á hendi, enda hafi hann rekið spítalann, en þó þurfi héraðslæknirinn að fá styrk til að hafa aðstoðarmann. Til að þetta gæti komið að notum þurfi að fá góða hjúkrunarkonu og hagsýna forstöðukonu. Enda koma þá ekki lengur franskar hjúkrunarkonur. En Georg telur rétt að landlæknir snúi sér beint til franska ræðismannsins í Reykjavík, enda verði þetta þá af eigendunum borið undir hann og hann mæli með því að leigt verði. „Skyldi það gleðja mig innilega ef þetta kæmist í framkvæmd. Mér sárnar að sjá þennan ágæta spítala standa ónotaðan ár eftir ár, þar sem þörfin er eins mikil og hörgull á góðum sjúkrahúsum eins og á þessu landi,“ skrifar Georg. Courmont konsúll skrifar snarlega til Frakklands og er ekki að sjá annað en að málið sé í höfn þegar landlæknir skrifar dómsmálaráðuneytinu bréf, enda hafði málið ekki mætt neinni mótspyrnu í þinginu og í neðri deild skýrt tekið fram að deildin vilji að stjórnin taki sjúkrahúsið til reksturs þegar á því ári. Taldi þó að fjárveitingin 6.000 kr. myndi að líkindum reynast of lítil, en setti það ekki fyrir sig.

17


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français Ráðuneytið dregur þó lappirnar, vill fresta undirskrift þar til landlæknir sé búinn að fara austur, skoða húsið og „íhuga málið vandlega", sem hann og gerir. Og skrifar heimkominn: „Nú er það eindregið álit mitt, að þetta tiltæki horfi til mjög mikilla heilla fyrir Austurland, en muni alls ekki baka ríkissjóði neinn aukakostnað enda máske þvert í móti horfa til verulegs sparnaðar frá því sem nú er, þegar á það er litið hver kostnaður hlýst af hverjum berklasjúklingi yfirleitt,

í símskeyti um að síma til franska spítalafélagsins og beita þar áhrifum sínum og í annan stað að fá bestu menn í Austfirðingafjórðungi til að síma stjórnarráðinu og greiða fyrir málinu. Símskeytin ganga á milli. Georg er orðinn óþolinmóður og segir: „Það er illt hvað þeir háu herrar í stjórnarráðinu eru lengi að ákveða sig, þeir álíta máske að hægt sé að opna spítalann um leið og þeim þóknast að skrifa undir.” Það var auðvitað ekki hlaupið að því. Svo telur hann upp það sem

Hinn frönskumælandi Georg Georgsson í apóteki spítalans sem hann notaði einnig fyrir skrifstofu.

þeirra sem á sjúkrahús fara." Hann lýsir húsinu, sem sé óskemmt af fúa. Þurfi bara smáviðgerðir innanhúss. Landlæknir er spurður í skeyti hvort Fáskrúðsfjarðarspítali verði leigður, tilboðstíminn sé takmarkaður. Síðar kveðst Courmont konsúll, vegna dráttar á málinu, ekki geta skrifað undir nema hann fái nýtt umboð sem hann hefur skrifað eftir til Frakklands. Nú biður landlæknir Georg

þurfi að gera. Vonar hann að stjórnarráðið segi nú bráðlega af eða á, líka vegna fólksins sem lifir í voninni um að fá þarna berklaheimili. Héraðslæknirinn Georg virðist sleginn þegar fréttist að ríkið sé hætt við. Og ekki síður þegar hann er beðinn um að útvega líka tilboð í læknishúsið, sem hann segir enn viðkvæmara, enda hefur ræðismaður Frakka ekkert skrifað honum um að það ætti líka að selja læknisbústaðinn. Frakkar

hafa byggt hann og lagt honum til. Segir nú að fari svo að húsið verði selt sé hann tilneyddur að reyna að kaupa það. Hann kveðst gera sér þá hugmynd að Frakkar muni vilja láta hann sitja fyrir öðrum og mundu verða ódýrari til hans. Georg reynir því enn að bjarga málum og kaupir bæði spítalann og læknishúsið til bráðabirgða. Húsakaupin urðu Georg þung í skauti. Gjöld og viðhald bættust við og svo fór að Georg missti allar eigur sínar til Landsbankans. Franski spítalinn í Hafnarnes Við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð var ört stækkaði útræðisþorp, Hafnarnes, en þaðan er stutt á miðin. Á fjórða áratugnum var farið að bera á húsnæðiseklu þar og því þótti góð lausn að nýta spítalann fyrir íbúðir enda hafði hann staðið auður og að mestu ónotaður í nokkur ár. Árið 1939 var spítalinn tekinn niður, spýtu fyrir spýtu, merktur og fluttur á bátum yfir fjörðinn í Hafnarnes. Þar var hann endurbyggður sem fjölbýlishús. Munu fimm fjölskyldur hafa búið í húsinu en sjötti parturinn var skólahúsnæði fyrir Suðurbyggð á vegum hreppsins. Kennarinn flutti reyndar aldrei inn því breski herinn tók þann hluta hússins til sinna nota við hernámið. Þegar fjölmennast var, bjuggu í húsinu 50-60 manns. Í viðtali í Morgunblaðinu segir Bergur Hallgrímsson, sem var fæddur og uppalinn í Hafnarnesi, að spítalinn hafi verið fluttur út í Hafnarnes á trillum nema hvað mótorbátar hafi verið fengnir til að fara með stærstu stykkin. Allt var síðan borið á bakinu upp á bakkann. Hann segir að allt hafi verið nýtt úr spítalanum og flutningurinn verið mikið verk og erfitt. Þá segir Bergur að Franski spítalinn hafi verið mjög gott hús og skemmtilegt að alast upp í Hafnarnesi. Í Hafnarnesþorpinu voru á annað hundrað manns skráðir til heimilis þegar mest var. Heimildir: Fransí Biskví eftir Elínu Pálmadóttur útg. 1989 Viðtal Helga Bjarnasonar við Berg Hallgrímsson í Mbl. Samtal við Þorgerði Guðjónsdóttur 2004 Minningargrein um Georg Georgsson í Vísi 1941 Ársrit samtakanna Des oeuvres de Mer frá 1907 Skýrsla Brunbótafélags Íslands. 14. desember 1916 Saga sýslunefndar Suður-Múlasýslu 1875-1988, bls. 174

www.123.is/blakdeildleiknisfaskrudsfirdi.is

BLAKDEILDIN FÁSKRÚÐSFIRÐI 18


Franskir dagar ∞ Les jours français

Frá opnun Franska spítalans í júní 2014

19


Franskir dagar ∞ Les jours français (Með fyrirvara um breytingar)

Dagskrá

Líf og fjör í firðinum

fagra

Opnunartímar:

Miðvikudagur 23. júlí

Templarinn, Tangi og Sjóhús innan við Tanga Sýningar opnar: Föstudagur 16:00 – 19:00 Laugardagur 10:00 – 12:00 og 16:00 – 19:00 Sunnudagur 13:00 – 16:00 Ólafur Th. Ólafsson myndlistarmaður Guðný Harðardóttir myndlistarkona Högni Guðlaugur Jónsson myndlistarmaður Erla Þorleifsdóttir myndlistarkona Jóhannes S. Jósefsson frá Draumalandi, gamlar ljósmyndir frá Fáskrúðsfirði Handverk Dagmarar Einarsdóttur Handverk heimamanna

18:00 Ganga í aðdraganda Franskra daga Gengið upp með Naustá, mæting suður á Öldu sunnan fjarðarins. Göngustjórar eru Eyþór Friðbergsson og Sigurður Einarsson.

Safnið Fransmenn á Íslandi Opið alla helgina frá kl. 10:00 – 18:00 Safn um veru franskra sjómanna við Íslandsstrendur.

20:00 Kenderíisganga að kvöldlagi Lagt af stað frá sundlauginni. ATH. Börn og ungmenni yngri en 18 ára eru á ábyrgð forráðamanna.

Söluskáli S.J. Opið alla helgina frá 09:00 – 22:00. Eldbakaðar pizzur, hamborgarar og önnur spennandi tilboð á mat alla helgina. Café Sumarlína Fimmtudagur 24. júlí. Opið frá kl. 10:00. Föstudagur 25. júlí. Opið frá kl. 10:00. Laugardagur 26. júlí. Opið frá kl. 10:00. Sunnudagur 27. júlí. Opið frá kl. 10:00 til 22:00. Samkaup Strax Opnunartímar: Föstudagur 10:00 – 18:00 Laugardagur 10:00 – 18:00 Sunnudagur 12:00 – 14:00 Margvísleg tilboð alla helgina. Vínbúðin Fáskrúðsfirði Opnunartímar: Fimmtudagur 16:00 – 18:00 Föstudagur 13:00 – 18:00 Laugardagur 12:00 – 14:00 Sundlaug Fáskrúðsfjarðar Opnunartímar: Fimmtudagur 16:00 – 19:00 Föstudagur 16:00 – 19:00 Laugardagur 10:00 – 13:00 Lokað á sunnudag. Tangi – Gamla Kaupfélagið og Gallerí Kolfreyja Gallerí Kolfreyja býður upp á handverk frá fjölmörgum heimamönnum. Opnunartímar: Alla daga 10:00 - 18:00.

20 20

Fimmtudagur 24. júlí 18:00 Tour de Fáskrúðsfjörður Hjólað verður frá Höfðahúsum í norðanverðum firðinum að sundlauginni. Mæting við Leiknishús kl. 17:00 fyrir þá sem vilja láta ferja hjól sín út að Höfðahúsum. Munið hjólahjálmana. TM gefur öllum keppendum eyrnabönd.

22:30 – 00:00 SKRÚÐSMENNING í Skrúði Fyrri hluti tónleika sem haldnir eru í tilefni af 50 ára afmæli félagsheimilisins Skrúðs. Fram kemur fjöldi hljómsveita sem stofnaðar voru á gullaldarárum félagsheimilisins s.s. Hljómsveit Óðins G. Þórarinssonar, Klíkubarkinn Jens Pétur Jenssen, Papar, Kaskó og Heródes. Einnig kemur fram hljómsveitin Spítalabandið sem stofnuð var af þessu tilefni. Bar á staðnum, 18 ára aldurstakmark. Miðaverð á staka tónleika er 2000 kr. Ef keyptir eru miðar á báða tónleikana er miðaverð 3500 kr. Ef keyptir eru miðar á báða tónleika og dansleik er miðaverð 5500 kr.

Föstudagur 25. júlí 15:00 Tónleikar í frönskum stíl í Skólamiðstöðinni Örvar Ingi Jóhannesson píanóleikari og Berta Dröfn Ómarsdóttir söngkona flytja lög eftir frönsk og íslensk tónskáld. Aðgangseyrir 1000 kr. 16:30 – 17:15 Dorgveiðikeppni Mæting á Fiskeyrarbryggju neðan við frystihúsið. 17:00 Fáskrúðsfjarðarhlaupið Hlaupið er frá Franska spítalanum við Hafnargötu og út með norðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Hlaupaleiðin er malbikuð. Tvær vegalengdir eru í boði, 21 og 10 km. 17:30 Leikhópurinn Lotta á Búðagrund Leiksýning sumarsins 2014 er Hrói Höttur en inn í hana fléttast ævintýrið um Þyrnirós. Aðgangseyrir 1900 kr. Frítt fyrir 2ja ára og yngri.


Franskir dagar ∞ Les jours français 18:00 Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju Brynhildur Guðjónsdóttir og Bergþór Pálsson halda tónleika með vel þekktum frönskum og íslenskum lögum við píanó- og harmonikkuundirleik Kjartans Valdemarssonar. Aðgangseyrir 3500 kr.

14:30 Hátíð í bæ Hátíðardagskráin fer að þessu sinni fram á planinu fyrir neðan Tanga. Götumarkaður og fjölbreytt skemmtidagskrá þar sem m.a. stíga á stokk gamlar og nýjar hljómsveitir, kór, leikhópur, dans, verðlaunaafhendingar og happadrætti, glens og grín.

19:00 Knattspyrnuleikur, Leiknir – Hamar Leikurinn fer fram á Búðagrund. Mætum og hvetjum Leiknismenn til sigurs.

14:30 Hopp.is með úrval hoppukastala og leiktækja á hátíðarsvæðinu

20:00 Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju Brynhildur Guðjónsdóttir og Bergþór Pálsson halda tónleika með vel þekktum frönskum og íslenskum lögum við píanó- og harmonikkuundirleik Kjartans Valdemarssonar. Aðgangseyrir 3500 kr. Föstudagssíðdegi - Hverfahátíðir Skipulagt í hverju hverfi fyrir sig 22:00 – 23:30 Setning Franskra daga 2014 á Búðagrund Kynnar verða Hafþór Eide og Unnar Ari. Eiríkur Hafdal sér um að halda uppi stuðinu og leiða brekkusöng. Varðeldur – eldsýning – brekkusöngur – stanslaust stuð. 23:30 Flugeldasýning 00:00 – 03:00 SKRÚÐSMENNING í Skrúði Seinni hluti tónleika sem haldnir eru í tilefni af 50 ára afmæli félagsheimilisins Skrúðs. Fram kemur fjöldi hljómsveita sem stofnaðar voru á gullaldarárum félagsheimilisins s.s.Orfeus, Standard, Egla, Ævintýraeyjan, Statíf og Útópía. Bar á staðnum, 18 ára aldurstakmark. Miðaverð á staka tónleika er 2000 kr. Ef keyptir eru miðar á báða tónleikana er miðaverð 3500 kr. Ef keyptir eru miðar á báða tónleika og dansleik er miðaverð 5500 kr.

Laugardagur 26. júlí 10:00 – 11:00 Minningarhlaup um Berg Hallgrímsson Mæting við Reykholt, hlaupið að minnisvarða um Berg. TM gefur öllum keppendum eyrnabönd að hlaupi loknu. 11:00 Minningarathöfn í Franska grafreitnum Minnst er franskra sjómanna sem látist hafa á Íslandsmiðum, og blómsveigur lagður að minnisvarða um þá. Sóknarprestur stýrir stundinni og flytur bæn. Spítalabandið flytur frumsamið lag ásamt kvennaröddum úr kirkjukórnum, Bergþór Pálsson og Berta Dröfn Ómarsdóttir syngja einnig við athöfnina. Hvetjum alla sem eiga íslenska þjóðbúninga til að mæta í þeim við þessa hátíðlegu athöfn, íslenska lopapeysan er líka vel við hæfi. Fjölmennum og minnumst þessara hugrökku sjómanna. 13:00 Blessun kapellunnar við Franska spítalann 14:00 Formleg opnun safnsins Fransmenn á Íslandi 14:15 Skrúðganga frá Franska spítalanum að Tanga

16:00 Opnun sýningarinnar „Kerguelen á Íslandi“ í Wathneshúsinu 17:30 Íslandsmeistaramótið í Pétanque Á sparkvellinum við Skólamiðstöð, skráning á staðnum. 19:00 Tónleikar í Skólamiðstöð Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, einn af forsprökkum Hjaltalín og GusGus syngur vel valin frönsk dægurlög í sinni eigin túlkun fyrir gesti hátíðarinnar. Frítt inn í boði Franska sendiráðsins. 20:00 – 22:00 Harmonikkudansleikur í Skrúði Harmonikkuleikararnir Jón Ólafur Þorsteinsson, Björn Jóhannsson og Jóna Hallgrímsdóttir þenja nikkurnar. Spítalabandið spilar undir. Fjölskyldusamkoma þar sem afar, ömmur, pabbar, mömmur og börn skemmta sér saman. 23:30 – 03:00 Dansleikur í Skrúði Góðir Landsmenn sjá um stuðið á alvöru sveitaballi. Bar á staðnum, 18 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir 2500 kr. Ef keyptir eru miðar á báða tónleika Skrúðsmenningar og dansleik er miðaverð 5500 kr.

Sunnudagur 27. júlí 10:00 Ævintýrastund á Búðagrund Ævintýrastund fyrir börnin með Nónu og Ingu. Mæting við bátinn Rex.

ar elgarinn Njótið h ! emmtun - góða sk

11:00 Fáskrúðsfjarðarkirkja Samverustund í kirkjunni með sóknarpresti og hljómsveitinni Spítalabandinu ásamt söngvurunum Ingólfi Arnarssyni, Kjartani Ólafssyni og Berglindi Agnarsdóttur. Hvetjum fólk til að fjölmenna. 12:00 – 15:00 Hoppukastalar við Skólamiðstöðina 12:00 Bubbleboltamót við Skólamiðstöðina Keppt er í 5 manna liðum og þátttökugjald er 2000 kr. á mann. 20:00 Hafdís Huld á Café Sumarlínu Tónleikar með tónlistarkonunni Hafdísi Huld á Café Sumarlínu. Aðgangseyrir 2000 kr.

FJARÐABYGGÐ

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar

21


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français

Texti: Bergdís Ýr Guðmundsdóttir Myndir: Úr einkasafni

birna á brimnesi Ágrip af ævi Birnu Kristborgar Björnsdóttur, ljósmóður og húsfreyju á Brimnesi Amma Birna er af þeirri kynslóð sem erfitt er að leita að á internetinu. Upp koma fjórar síður sem geta hennar ef leitað er að nafni hennar. Ein þeirra gerir grein fyrir legstað hennar í Kolfreyjustaðarkirkjugarði í Fáskrúðsfirði, tvær þeirra vitna í niðjatal og sú fjórða leiðir lesandann í minningargrein sem rituð er um „afa bónda” eins og við systkinin kölluðum hann eða Þorgeir, uppeldisbróður ömmu og bónda á Brimnesi I. Upplýsingar um ævistarf ömmu Birnu, afrek, búsetu og fleira í þeim dúr er því dulið þeim sem vilja nýta sér nýjustu tækni til þess að fá upplýsingar um kjarnakonuna Birnu á Brimnesi. Við upplýsingaöflun fyrir þessi skrif þurfti ég því að leita á önnur mið en á internetið til að fá frekari heimildir. Frændgarður og samferðafólk ömmu Birnu var meira en fúst til að leggja sitt af mörkum við að leyfa mér að „kynnast” henni betur svo ég gæti skrifað um hana þetta litla ágrip. Kann ég þeim miklar þakkir fyrir! Birna Kristborg Björnsdóttir, fæddist 11. september árið 1924 að Felli í Breiðdal þar sem fjölskyldan bjó í torfbæ við mikla fátækt. Foreldrar

Birna við ljósmóðurstörf í Hafnarnesi.

22

Birnu voru Árni Björn Guðmundsson bóndi og Guðlaug Þorgrímsdóttir ljósmóðir en Árni var látinn þegar Birna fæddist. Amma var skírð Birna í höfuðið á föður sínum og nafnið Kristborg er talið vera í höfuðið á fyrri heitkonu hans. Fjögurra vikna gömul var hún tekin í fóstur af móðurbróður sínum og konu hans, Guðmundi Þorgrímssyni og Sólveigu Eiríksdóttur á Brimnesi í Fáskrúðsfirði, sem enn voru barnlaus þá 32 ára gömul. Á þeim tíma sem um ræðir var algengt að börn væru tekin í fóstur, m.a. vegna fátæktar. Að þessari fyrstu ferð Birnu var þannig staðið að um hana var búið í þar til gerðum kassa sem síðan var vandlega bundinn um herðar Stefáns föðurbróður hennar. Þannig var hún reidd yfir Reyndalsheiði frá Felli að Brimnesi. Sólveig og Guðmundur eignuðust sjálf fimm börn og tóku að sér eitt fósturbarn, auk Birnu. Systkinahópur fósturbarnanna Birnu og Alberts Stefánssonar frá Skálavík varð því stór og samanstóð af eftirtöldum í aldursröð: Guðrúnu, Þorgeiri, Elínu, Sigurlaugu og Eiríki Guðmundsbörnum. Birna lést þann 27. janúar árið 1992, þá 68 ára gömul. Hún lét eftir sig tvö uppkomin börn, þau Jóhönnu Magnúsdóttur og Guðmund Þorgrímsson. Jóhanna bjó með Birnu á Brimnesi I er hún lést en Guðmundur hafði flutt að Búðum og bjó þar með þáverandi konu sinni og börnum. Þegar Birna lést átti hún þrjú barnabörn en enn áttu eftir að koma í heiminn fjögur til viðbótar. Einstæð móðir tveggja barna Birna ólst sem áður segir upp hjá fósturforeldrum sínum á Brimnesi I. Hún flutti að heiman sem ung stúlka því hún bjó með Guðrúnu systur sinni í Reykjavík innan við tvítugt og vann þá á Hótel Borg við þjónustustörf. Síðar vann hún á Höfn í Hornafirði í mötuneyti fyrir áhafnir báta. Á Höfn kynntist hún Magnúsi Marteinssyni sjómanni og felldu þau hugi saman. Saman eignuðust Birna og Magnús stúlkuna Jóhönnu árið 1944, sama ár og Birna varð tvítug. Birna og Magnús voru par fram yfir fæðingu Jóhönnu, hún fæddist á Norðfirði og dvaldi Birna með nýfæddu stúlkuna í einhvern tíma hjá foreldrum Magnúsar sem voru búsettir þar. Birna veiktist af rauðum hundum á meðgöngunni sem varð til þess að stúlkan fæddist með þroskaskerðingu. Birna og Magnús hófu að byggja hús á Norðfirði fyrir litlu fjölskylduna, en

Birna nýútskrifuð ljósmóðir, 29 ára gömul. Í haust eru liðin 90 ár frá fæðingu hennar.

þau fluttu aldrei inn þar sem Birna og Magnús slitu fljótlega samvistum eftir fæðingu stúlkunnar og Birna varð einstæð móðir. Hún flutti með dóttur sína að Búðum og bjó þar í skamman tíma áður en hún flutti á ný að Brimnesi I. Birna eignaðist sitt annað barn árið 1956, 32 ára gömul. Þá vann hún í mötuneyti kennara við Grunnskólann á Búðum samhliða ljósmóðurstörfum. Þar kynntist hún seinni barnsföður sínum, Pétri Sumarliðasyni, sem var skólastjóri við skólann á árunum 1955-1957. Pétur uppfyllti að sögn Birnu „draum hennar um að eignast heilbrigt barn“. Segja má að kynni þeirra hafi verið forboðin, vegna þess að Pétur var giftur maður sem átti fjölskyldu í höfuðborginni. Birna eignaðist dreng og var þar með orðin tveggja barna einstæð móðir. Drenginn ætlaði hún að skíra Guðmund Inga en af heiðri við uppeldisföður sinn skírði hún drenginn Guðmund Þorgrímsson, en hann bar upp þá bón við Birnu


∞ Les dagar ∞ Franskir dagar Les jours français skömmu fyrir skírnina að drengurinn bæri föðurnafn sitt ef hann ætti að bera fyrra nafnið. Óljóst er hvernig sambandi Birnu við barnsfeður sína tvo var háttað, en samband barna hennar við feður sína var ólíkt. Jóhanna hefur alla tíð þekkt föður sinn og umgengist hann og fjölskyldu hans en Guðmundur þekkti ekki til föðurfjölskyldu sinnar fyrr en nokkrum árum eftir fráfall Birnu. Hver þáttur Birnu var í þeirri tilhögun skal ósagður látinn. Birnu þótti afar vænt um börnin sín tvö og veitti þeim einstaka umhyggju og vernd. Hún tók því illa ef einhver hafði eitthvað út á þau að setja eða stríddi þeim, þá lét hún sko í sér heyra! Þrátt fyrir algengi þess að einstaklingar með þroskaskerðingu og/eða fötlun af einhverju tagi væru vistaðir á stofnunum á borð við Kópavogshæli fyrir miðja 20. öld tók Birna þá ákvörðun að ala dóttur sína sjálf upp á heimaslóðum sínum á

Mæðgurnar Birna og Jóhanna á góðri stundu.

Birna með börnin sín, Guðmund og Jóhönnu, vorið 1957.

Brimnesi og lagði hún hart að sér, ásamt Sólveigu uppeldismóður sinni, við að aðstoða Jóhönnu við að læra hvort sem það var á bók eða heimilisstörf. Ljósmóðirin Birna Kristborg Birna lærði ljósmóðurfræði við Ljósmæðraskóla Íslands skólaárið 1951-1952 og varð það að hennar ævistarfi, en Búða- og Fáskrúðsfjarðarhreppir styrktu Birnu til námsins. Í útskriftarskírteini hennar fær Birna einkunnarorðin vel hæf til ljósmóðurstarfa. Jóhanna bjó með móður sinni í Reykjavík á námstímanum og ættingjar hjálpuðu til við að passa stúlkuna þegar Birna sinnti námi og vöktum á fæðingardeild Landspítalans. Birna var vel liðin innan nemendahópsins og hafði yfir að ráða eftirsóknaverðri alúð og mikilli hæfni í samskiptum við hinar verðandi mæður. Á námstímanum hélt Birna gjarnan uppi stuðinu, hún hafði gaman af því að dansa og dró aðrar námsmeyjar með sér í bæinn á böll. Hún stóð fyrir söngkvöldum og ýtti undir samveru hópsins sem nam saman í Ljósmæðraskólanum þetta ár. Þrátt fyrir gylliboð um starf á Landspítalanum að námi loknu, eflaust við betri aðstæður en þekktust í dreifbýlinu, sneri hún aftur til Fáskrúðsfjarðar og í bréfi dagsettu 5. maí 1953 sótti Birna um ljósmóðurstarf í Fáskrúðsfjarðarljósmóðurumdæmi. Starfið fékk hún og þar sinnti hún barnshafandi konum af fagmennsku og öryggi þar til hún lét af störfum árið 1989. Mikilvægt er að nefna að fæðingaraðstoð og starfsumhverfi ljósmæðra í dreifbýli var með

öðrum hætti á miðri síðustu öld en það er í dag. Þá fæddu konur nær undantekningarlaust börn sín í heimahúsum með aðstoð ljósmæðra en ekki á sjúkrahúsum. Birna dvaldi oft á heimili hinna verðandi mæðra og annaðist þær fyrir og eftir fæðingar, ásamt því að sinna fjölskyldum kvennanna og húsverkum teldi hún þörf á því. Einnig sinnti hún heimavitjunum í nokkurn tíma eftir fæðingar. Birna var þeim mörgu unglæknum sem komu til starfa í Fáskrúðsfjarðarlæknishéraði afar tryggur leiðbeinandi í fæðingarhjálp og umönnun kvenna og barna. Afar vel var látið af Birnu sem ljósmóður og taldi hún ekkert eftir sér í þeim efnum þegar kom að erfiðum aðstæðum við störf hennar, hvort sem um var að ræða eigið heilsufar eða aftakaveður sem gerði för hennar til kvennanna erfiða. Birna var farsæl í starfi og lagði natni í að ná til þeirra sem hún annaðist hverju sinni. Styrkleikar Birnu í félagslegum samskiptum nýttust henni vel í ljósmóðurstarfinu. Hún átti auðvelt með að gefa og einnig að þiggja og tók þátt í gleði og sorg hinna verðandi mæðra og fjölskyldna þeirra af virðingu, nærgætni og ómældri hlýju og samúð. Birna hélt ljósmæðraskrá yfir allar þær fæðingar sem hún sá um í starfi sínu sem ljósmóðir í Fáskrúðsfjarðarljósmóðurumdæmi. Á 35 ára starfsævi í Fáskrúðsfirði tók Birna á móti 315 börnum. Fyrsta barnið sem hún tók á móti eftir að hún var ráðin var Borghildur Stefanía Ólafsdóttir, þann 22. maí 1953, og það síðasta var Elvar Friðriksson þann 12. maí 1989. Húsfreyjan Birna Kristborg Samhliða ljósmóðurstarfinu var Birna lykilmanneskja í að reka og stjórna heimilinu á Brimnesi. Ásamt Birnu og börnum hennar voru þar búsett Guðmundur og Sólveig fósturforeldrar hennar og Þorgeir og Albert uppeldisbræður hennar. Eftir að Guðmundur og Sólveig féllu frá, árin 1970 og 1972, var Þorgeir með búskap á jörðinni og Albert var vinnumaður á heimilinu. Birna sá að mestu um verk innan heimilisins, og Þorgeir og Albert sáu um bústörfin utandyra. Mikill fjöldi barna og unglinga dvaldi á Brimnesi á hverju sumri, en algengt var á þessum tíma að börn væru send í sveit. Flest barnanna sem dvöldu á Brimnesi að sumarlagi komu árlega fram á fullorðinsár. Þau voru sum hver systkinabörn Birnu ættuð frá Felli í Breiðdal en einnig voru þau mörg afkomendur Guðmundar og Sólveigar, fósturforeldra Birnu. Einhver þeirra höfðu engin ættartengsl að rekja til Brimness. Fjöldi heimilismanna gat verið um 20 manns þegar mest lét yfir sumartímann. Birna bar ábyrgð á barnahópnum ef svo má segja. Þrátt fyrir að Þorgeir og Albert hafi haft mikið af börnunum með sér í vinnu þá var það Birna sem tók að sér að hafa yfirumsjón með öllu sem viðkom sumarbörnunum. Henni var mikið í mun að börnin þróuðu með sér gott verkvit og lagði sig fram við að kynnast börnunum með uppbyggilegum hætti, sýna þeim alúð og nærgætni og sinna þörfum þeirra.

Brimnes.

23


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français

Húsfreyjan Birna á Brimnesi.

Almennt var það svo að stelpurnar sáu um heimilisverkin með Birnu og Jóhönnu dóttur hennar og strákarnir sinntu bústörfum með Þorgeiri og Albert. Birna kenndi stúlkunum öll helstu húsverk m.a. að þrífa hátt og lágt. Margar þeirra fundu fyrir stolti yfir því að vera treyst fyrir þrifunum á þessu stóra heimili því Birna gerði kröfur um að verkin væru vel unnin. Almennt sáu drengirnir um að aðstoða í fjósinu og fjárhúsinu en flest börnin tóku þátt í heyskap og tilfallandi verkum tengdum honum. Metta þurfti marga munna á heimilinu og sá Birna um eldamennskuna, þó með aðstoð

Guðmundur, Jóhanna og Birna.

stúlknanna sem unnu innandyra. Uppvask eftir hverja máltíð var mikið og undirbúningur fyrir næstu máltíð tók strax við samhliða því. Hún var útsjónarsöm og hagsýn varðandi matartilbúning og eldaði góðan mat. Þrátt fyrir að vera nýtin við matargerð sparaði Birna þó ekki sítrónudropana þegar hún bakaði jólaköku og þá lagði sítrónuilminn yfir hlaðið og inn að Brimnesi II. Hún

24

bakaði mikið af gómsætum brauðum og bakkelsi afar trúuð, bað til Guðs daglega og faldi honum og frystikistan var jafnan full af kræsingum sem örlög sín. Trúin leiddi Birnu í gegnum þá erfiðhún týndi til með kaffinu. Afar gestkvæmt var leika sem hún tókst á við í lífi og starfi og hún á Brimnesi og gestir nutu góðs af myndarskap lagði mikla áherslu á það við börnin sín og aðra húsfreyjunnar í bakstri. að iðka trúna. Birna var að vissum hætti á undan sinni samtíð Birna átti við mikil veikindi að stríða. Hún var hvað hreinlætis- og öryggismál varðar. Hún lagði illa haldin af Psoriasis húðsjúkdómi, sem hefur á það mikla áherslu við heimilismenn að sinna eflaust gert henni ljósmóðurstarfið erfiðara en ella hreinlæti og setti skýrar reglur um handþvott. vegna ertingar sem hlýst af stöðugri sótthreinsun. Hún hélt oft uppi varnarorðum varðandi sýkla Lyktin af tjörukreminu sem hún bar á blettina og bakteríur í umhverfinu og tengdi það störfum á húðinni er mörgum sem dvöldu á Brimnesi þeirra á bænum. Einnig lagði hún mikla áherslu ofarlega í minni, en hún fékk stóra Psoriasisbletti á öryggismál við störfin í sveitinni, bæði við full- sem blæddi oft úr. Einnig var hún með Psoriasisorðna og börn. Á þessum tíma var minni áhersla og/eða liðagigt sem orsakaði mikla verki í líkama á öryggisþætti við bústörf en þekkist í dag en Birna var vakandi fyrir þeim og fræddi börnin um hinar ýmsu hættur við vinnuna og lagði áherslu við hina fullorðnu að gæta að öryggi við bústörfin. Hún hélt áminningum um þessi atriði til streitu alla sína tíð á Brimnesi þrátt fyrir að það hafi eflaust verið ansi leiðigjarnt fyrir þá sem á hlýddu. Birna hafði sterkan persónuleika. Hún var í minningu flestra alltaf kát og létt í lund, hló mikið og flissaði. Þó er ekki ólíklegt að hún hafi átt við depurðartímabil að stríða Hjónin á Brimnesi með börnum sínum og fósturbörnum. Aftari röð f.v. Guðrún, Sigurlaug, samkvæmt þeim sem best Elín og Birna. Fremri röð f.v. Eiríkur, Guðmundur, Sólveig og Þorgeir. Á myndina vantar Albert Stefánsson. þekktu til hennar, án þess þó að það hafi borið á því út á við. Birna var skapstór hennar. Hún tókst á við verkina af slíku æðruleysi og ákveðin og gat gert skoðunum sínum góð skil að óvíst er hvort samferðafólk hennar hafi gert sér ef hún taldi á því þörf, en var alls ekki langrækin að fullu ljóst hversu mikið þeir háðu henni, slíkur svo þó að hún brýndi raustina við einhvern þá var einbeittur hugur hennar á að sinna sínum sat það ekki lengi í henni. Birna var mikil söng- verkum í vinnu og á heimili. Eftir mikið vinnuálag kona og hafði sterka rödd, kunni mikið af textum kom fyrir að Birna var rúmliggjandi af verkjum og söng mjög oft við vinnu í einhverja daga. Auk þessara veikinda var Birna sína ásamt því að syngja í með hjartasjúkdóm sem hafði háð henni nokkuð kirkjukórnum. Hún hafði og varð hennar banamein. gott tóneyra og var fljót að Þær eru ófáar konurnar sem bera nafn Birnu kalla innan úr eldhúsi til að heitinnar á Brimnesi, henni til heiðurs. Ýmist eru leiðrétta börn sem hjá henni það konur sem hún tók á móti við fæðingu, dætur dvöldu ef þau slóu feilnótu á kvenna sem Birna hafði áhrif á í æsku eða konur píanóið. Hún spilaði gjarnan sem eru tengdar Birnu ættarböndum. plötur í plötuspilaranum og Birna var heiðruð fyrir störf sín af stjórn heilsuhélt mikið upp á plötu með gæslustöðvanna á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði jóðli, og margir minnast aðeins um sólarhring áður en hún féll frá. Við það þess þegar hún jóðlaði með tilefni fékk hún afhenta styttuna Móðurást að gjöf miklum tilþrifum! Henni sem Jóhanna dóttir hennar hefur geymt hjá sér í fannst gaman að dansa og minningu hennar. Birna var stolt af ævistarfi sínu steig oft nokkur dansspor á og var ljósmóðir umfram önnur hlutverk í lífinu. eldhúsgólfinu á Brimnesi Því var það mikið lán að störf hennar hafi hlotið við heimilismenn, oft sam- viðurkenningu áður en hún kvaddi þennan heim. hliða söng eða jóðli. Birna var mjög félagslynd Það er þyngra en tárum taki fyrir mig, barnabarn og sótti í að fara og létta sér Birnu, að hafa misst af því að kynnast henni betur. upp. Hún fór oft á böll bæði á Búðum og í nær- Sú fagmennska sem orðstír hennar sem ljósmóðir ber sveitum, sérstaklega á sínum yngri árum og fannst með sér gerir mig stolta af því að vera sonardóttir mjög gaman að skemmta sér og að dansa. Hún hennar. Eflaust hefur lífsbaráttan verið henni erfið var sönn og góð vinkona sem ræktaði vinabönd á köflum, en ljóst er að hún hefur þrátt fyrir það sín af heilindum. Samhliða margvíslegum hlut- náð að nýta styrkleika sína til þess að miðla og hafa verkum sínum sinnti Birna félagsstörfum af elju, áhrif á líf eins margra og raun ber vitni. Blessuð sé var lengi í sóknarnefnd Kolfreyjustaðarprestakalls minning hennar. ásamt því að vera í kvenfélaginu. Einnig var hún


Sendiráð Frakklands óskar öllum ánægjulegra hátíðarhalda á frönskum dögum 2014! L´Ambassade de France vous souhaite d’excellentes Journées Françaises 2014, à l’occasion de l’ouverture officielle de l’Hôpital français! Sendiráðið mælir með nokkrum einstökum viðburðum laugardaginn 26. júlí sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara! Cette année, l’Ambassade de France en Islande vous invite à des événements exceptionnels samedi 26 juillet!

Franski spítalinn opnaður fyrir gestum

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði verður opnaður formlega klukkan 14:00 ásamt safnahúsi Fransmanna á Íslandi, á sameiginlegri opnunarhátíð Fjarðabyggðar og Minjaverndar. Í glæsilegri endurgerð Minjaverndar á frönsku byggðinni, gegna Franski spítalinn, Læknishúsið og Litla kapellan á ný mikilvægu hlutverki fyrir bæjarlífið á Fáskrúðsfirði, nú sem hótel, veitingastaður og safnahús.

Sýningin Kerguelen á Íslandi

Franska sendiráðinu á Íslandi er það mikil ánægja að bjóða gestum hátíðarinnar á sýninguna Kerguelen á Íslandi. Sýningin verður opnuð í Wathneshúsinu á Fáskrúðsfirði klukkan 16:00 og stendur hún til 18. ágúst. Á sýningunni er rakin saga fyrsta vísindaleiðangurs Yves-Joseph de Kerguelen til Íslands 1767 og 1768 og leiðir vel í ljós hvaða mikilvæga hlutverki hann gegndi í Evrópu er varðar þekkingaröflun og rannsóknir um Ísland á seinni hluta átjándu aldar. Einnig er nafn hans ritað á spjöld sögunnar fyrir uppgötvun á nýjum landsvæðum á suðurheimskautssvæðinu (Kerguelen eyjar). Ljóst er að margar frásagnir og minjar fylgja viðburðaríkri ævi þessa franska liðsforingja!

Högni Egilsson flytur franskar perlur!

Hljómlistamaðurinn Högni Egilsson hefur komið víða við og er meðal annars einn af forsprökkum Hjaltalín og GusGus. Mun hann koma fram á einstökum tónleikum á Frönskum dögum, í boði sendiráðsins, þar sem hann flytur í fyrsta sinn sérvalin frönsk dægurlög í eigin túlkun. Um er að ræða óvenjulegan og sjaldséðan einleik þar sem Högni flytur lög sem hafa markað djúp spor í franska tónlistarsögu. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 í skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði.

Verið velkomin ! Soyez les bienvenus !

25


Franskir dagar ∞ Les jours français Texti og myndir: Albert Eiríksson

••

félag austfirskra kvenna ••

Glæsilegar Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna fyrir framan Safnaðarheimili Grensáskirkju. Aftasta röð f.v. Guðrún Kristinsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Sigurbjörg Bjarnadóttir. Næst aftasta röð f.v. Helga Bjarnadóttir, Guðrún Einarsdóttir, Sonja Berg, Jóhanna Þóroddsdóttir, Sigrún Haraldsdóttir. Önnur röð að framan, f.v.: Jóna Hallgrímsdóttir, Oddný Vala Kjartansdóttir, Guðný Sölvadóttir, Anna Guðlaug Þorsteinsdóttir, Aðalheiður Þórormsdóttir, Bára Jónsdóttir og Sólveig Þorleifsdóttir. Fremsta röð, f.v. Arndís Óskarsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Anna Björk Stefánsdóttir, Lára Karlsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir og Erla Þorleifsdóttir.

Hlátrasköllin berast út á hlað þegar ég hitti Fáskrúðsfjarðarkonur í Félagi austfirskra kvenna í Reykjavík, stór hluti virkra félagskvenna er frá Fáskrúðsfirði og formaðurinn Sigurbjörg Bjarnadóttir þar fremst á meðal jafningja. Þær hittast einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og hefð er fyrir því á vorfundi að hafa hattaþema og allar bera þær glæsilega hatta þetta fagra vorkvöld í Reykjavík. Félagið var stofnað árið 1942, í því eru nú um níutíu konur, þar af um tveir þriðju frá Fáskrúðsfirði. Frá upphafi hafa aðeins fimm konur gegnt formannsstöðu: Guðný Vilhjálmsdóttir Seyðisfirði, Anna Jóhannesson Seyðisfirði, Sigríður Helgadóttir Vopnafirði, Sonja Berg Fáskrúðsfirði og Sigurbjörg. Meðal markmiða félagsins í upphafi var að styrkja ungar stúlkur til mennta og að styrkja austfirska sjúklinga sem dvöldu í Reykjavík. Áður fyrr voru gefnar jólagjafir til austfirskra ellilífeyrisþega og til Austfirðinga sem lágu á sjúkrahúsnum - lengi vel var konfekt og rakspíri í jólapökkunum en þær voru beðnar að hætta að gefa rakspírann því fyrir kom að hann væri drukkinn.

26

Konungsætt. „Ég baka yfirleitt 2 konungsættir í einu og þrefalda þá uppskriftina af kreminu, annars finnst mér það full lítið. Það er reyndar bara smekksatriði,“ segir Guðný Sölvadóttir.


Franskir dagar ∞ Les jours français Konungsætt

4 egg 175 g sykur 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft Þeytið egg og sykur mjög vel. Bætið þurrefnunum varlega saman við. Bakið í Rafha ofnskúffu (gömlu) við 250°C í u.þ.b. 10 mín. Kælið. Skerið botninn langsum í 9, 7, 5, 3, og 1 cm lengjur. Krem 2,5 dl mjólk 2 eggjarauður 35 g sykur 30 g hveiti 150 g smjör 45 g dökkt súkkulaði Hitið mjólkina. Hrærið sykur og eggjarauður vel saman. Bætið hveitinu saman við og hellið síðan sjóðandi heitri mjólkinni saman við en þeytið vel í á meðan. Hellið þessu þá aftur í pottinn og hitið að suðu og hrærið vel í á meðan svo verði ekki kekkir. Kælið.

Konfektterta

Hrærið nú smjörið létt og ljóst, blandið því svo saman við. Bræðið súkkulaðið. Takið frá eins og 1 msk. til að skreyta með og bætið þá súkkulaðinu út í. Eftir því sem meira súkkulaði er sett út í, því dekkra verður kremið. Tertan sett saman: Setjið breiðustu lengjuna á ílangan tertudisk. Smyrjið kremi á, þá næstu lengju og svo koll af kolli. Smyrjið kremi utan á tertuna og setjið þá ljósa kremið sem tekið var frá í sprautupoka og sprautið fallegu munstri á hana.

Konfektterta

3 egg 1 bolli sykur ¾ bolli hveiti 1 tsk. lyftiduft 75 g kókosmjöl 100 g brytjað dökkt súkkulaði Þeytið vel saman egg og sykur. Bætið hveiti, lyftidufti, kókosmjöli og súkkulaði saman við. Skiptið deiginu í tvo botna og bakið í um 20-25 mín. við 180°C. ¼ l rjómi. Þeytið rjómann, setjið á milli botnanna. 150-200 g marsipan. Rúllið út marsipani og setjið yfir tertuna. Hjúpur: 140 g súkkulaði 1 dl óþeyttur rjómi Setjið í pott og bræðið á lágum hita - hrærið reglulega í. Hellið yfir tertuna.

Marsipanterta. Þessa tertuuppskrift fékk Sonja hjá Ingibjörgu Þórormsdóttur þeirri góðu konu sem var eins og allar hinar Þórormsdæturnar, mikill matgæðingur.

Marsipanterta

5 egg 150 g sykur 70 g kartöflumjöl ½ tsk. lyftiduft 1 dl sérrý eða ávaxtasafi til að bleyta botninn.

Krem: 4 matarlímsblöð ½ l rjómi (óþeyttur) vanilla 1-2 msk. sykur 4 eggjarauður 100-150 g marsipan 1 dl þeyttur rjómi

Botn: Þeytið egg og sykur, bætið við kartöflumjöli og lyftidufti. Skiptið deiginu í tvo botna og bakið við 180°C í um 20 mín. Krem: Skolið matarlímið í köldu vatni og bræðið það í vatnsbaði ásamt vanillunni. Þeytið vel saman eggjarauður og sykur. Hitið rjómann í potti, rífið marsipanið og blandið saman við rjómann þangað til það hefur samlagast. Þá er heiti rjóminn settur út í eggjahræruna og hrærður smá stund og allt sett aftur í pottinn og matarlími bætt við í mjórri bunu svo ekki komi kekkir. Látið kólna um stund og blandið þá þeytta rjómanum saman við. Hellið kreminu í kökuform, til að fá sömu stærð og á botnunum. Látið kólna í ísskáp. Kakan sett saman: Setjið botninn á tertudisk, hellið helmingnum af sérrýi eða ávaxtasafa yfir. Setjið kremið ofan á og loks hinn botninn. Vætið efri botninn með restinni af sérrýinu. Skreytið tertuna að vild, t.d. með útflöttu marsipani eða hverju sem vill.

27


Franskir dagar ∞ Les jours français

Rice crispies ísterta.

Rice crispies ísterta Botnar: 3 eggjahvítur 170 g sykur 2 bollar Rice crispies 2 tsk. lyftiduft

Frá vinstri: Sonja Berg, Guðný Þorvaldsdóttir, Guðný Sölvadóttir og Sigurbjörg Bjarnadóttir.

Á milli: ½ l rjómi, þeyttur Krem: 2 eggjarauður 2 msk. flórsykur 50 g dökkt súkkulaði 50 g appelsínusúkkulaði Skraut: 2-3 msk. Nóa kropp Botnar: Þeytið vel eggjahvítur og sykur, bætið Rice crispies saman við og lyftidufti og blandið saman við með sleif. Bakið tvo botna við150°C í 30-40 mín. Krem: Þeytið rauður og flórsykur vel. Bræðið súkkulaði og blandið saman við. Kakan sett saman: Setjið annan tertubotninn á disk, smyrjið rjómanum yfir og setjið hinn botninn yfir. Hellið kreminu yfir tertuna og stráið Nóakroppi ofan á. Frystið kökuna og takið hana út um 1-2 klst. áður en hún er borin á borð.

RAFVEITA

REYÐARFJARÐAR 28

ýnisböl tinn svarts Kveðum í kú nlíf, gleði og öl ky Kyrjum um lifa og vera svöl að gradvöl Því ljúft er húmor er dæ Léttlyndi og elga Margrét H 1983 -

Djammfélag Fáskrúðsfjarðar óskar Fáskrúðsfirðingum og gestum þeirra góðrar skemmtunar á Frönskum dögum 2014 í firðinum fagra. Við hvetjum sem flesta til þess að mæta í Skrúð og skemmta sér vel og fallega.


Tónleikar í Fáskrúðsfjarðarkirkju Í tilefni opnunar safnsins Fransmenn á Íslandi í Franska spítalanum verða tónleikarnir í kirkjunni að mestu leyti með frönsku sniði í ár. Þau Brynhildur Guðjónsdóttir og Bergþór Pálsson munu flytja franska götusöngva í ætt við hin þekktu lög Edith Piaf, Yves Montand, Jacques Prévert og fleiri. Að auki verða flutt nokkur lög eftir Jónas Jónasson útvarpsmann. Þótt það hafi ekki farið hátt eru sum af þekktustu íslensku dægurlögunum eftir hann, s.s. Vor í Vaglaskógi og Hagavagninn. Brynhildur á að baki farsælan leikferil. Einn af hápunktum ferils hennar var þegar hún tók að sér hlutverk Edith Piaf í samnefndum söngleik í Þjóðleikhúsinu, en auk þess að vera

framúrskarandi fjölhæf leik- og söngkona, þykir vald hennar á franskri tungu og frönskum söngstíl undravert. Þau Brynhildur og Bergþór léku saman í Jeppa á Fjalli í Borgarleikhúsinu í vetur. Kjartan Valdemarsson ljær söngvurunum vængi með píanó - og harmonikkuleik, svo að andi alpahúfa, baguette-brauða, osta og rauðvíns svífur yfir vötnum. Það verður ljúf stemning í kirkjunni á föstudaginn. Tónleikarnir verða klukkan 18 og 20. Ekkert hlé verður á seinni tónleikunum og því mátulegt að fara beint af þeim á skemmtunina á Búðagrund. Forsala: Albert s. 864 2728.

29


Franskir dagar ∞ Les jours français Texti: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Myndir: Jóhanna Kristín Hauksdóttir

••

aldarafmæli fáskrúðsfjarðarkirkju ••

Uppstigningardag 2015

Fáskrúðsfjarðarkirkja. Minnisvarðinn við kirkjuna var afhjúpaður á sjómannadaginn 1984. Minnisvarðann hannaði séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson og á hann er letrað: „Í minningu Fáskrúðsfirðinga sem drukknað hafa eða látist í sjóslysum. Blessuð sé minning þeirra. Guð mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. V.Mós.“

Forsagan Búðaþorp varð löggiltur verslunarstaður 1893. Um aldamótin 1900 voru húsin orðin um 40 talsins. Sveitin var á sama tíma blómleg og þéttbýl og bjuggu þar um 400 manns á 55 heimilum. Fyrstu áratugi tuttugustu aldar varð breyting á þróuninni, þorpið óx ört og íbúar voru orðnir 637 árið 1930. Vélbátar komu til sögunnar og lausakaupmennska, þjónusta við erlenda fiskimenn, franska og norska aðallega, áttu mestan þátt í

30

myndun þorpsins. Árið 1901 byggðu Frakkar kapellu við sjúkraskýli það sem þeir höfðu reist fimm árum áður. Kaþólskar nunnur og prestar þjónuðu við kapelluna og stóð hún sambyggð við sjúkraskýlið eða sjómannaheimilið (Grund) til ársins 1924 að hún var rifin og endurbyggð sem hluti íbúðarhússins Dagsbrúnar sem stóð við Skólaveg 70a. Íbúar Búðaþorps stofnuðu Búðahrepp 1907 og voru þeir þá orðnir um 330 talsins. Sóknarkirkjan, Kolfreyjustaðarkirkja,

tilheyrði Fáskrúðsfjarðarhreppi. Eftir stofnun nýja hreppsins var farið að ræða nýtt fyrirkomulag í þorpinu, nýja sókn fyrir nýjan hrepp og nýja kirkju. Það var þó ekki fyrr en árið 1913 að Kolfreyjustaðarsókn var skipt og stofnað til Búðasóknar. Þá komst fyrir alvöru hreyfing á umræðuna um byggingu nýrrar kirkju. Gömul Gjörðarbók kirkjunnar geymir góða heimild um sögu hennar. Í fyrstu fundargerð er ritað: Ár 1913, sunnudaginn 7. desember var


Franskir dagar ∞ Les jours français safnaðarfundur fyrir Búðasókn haldinn á Búðum. Fundarefni 1. Lesið símskeyti frá prófasti svohljóðandi: „Stjórnarráðið biður tilkynnt: Skipting Kolfreyjustaðarsóknar samþykkt. Kirkjugjöld skiptast frá fardögum 1913. Búðakirkja reist fyrir árslok 1914”. Undir öðrum fundarliðum var rætt um það hvar kirkjan ætti að rísa og ákveðið að hún yrði byggð á Álfamel, fengist til þess lóð. Samþykkt var að kjósa fimm manna nefnd til að standa fyrir byggingunni og hlutu eftirtaldir kosningu eins og fært er til bókar: Stefán, verslunarfulltrúi, Guðmundsson, Haraldur, prestur, Jónasson, Gísli, póstafgreiðslumaður, Högnason, Georg, læknir, Georgsson og Sveinn, trésmiður, Benediktsson. Síðan var leitað samskota til kirkjubyggingarinnar á fundinum. Nöfn þeirra þrjátíu sem tóku þátt í samskotinu voru skráð í bókina ásamt dagsverkum og upphæðum, sem námu samtals 77 dagsverkum og 305 krónum. Lóðina undir kirkjuna átti einn byggingarnefndarmanna, Gísli Högnason. Þann 30. maí 1916 ritaði hann formlegt bréf til Búðasóknar þar sem hann tilkynnti að hann gefi Búðakirkju til fullrar eignar og umráða 9785 feta lóð úr landareign sinni. Síðar gaf hann einnig land undir kirkjugarðinn og er það formlega staðfest af erfingjum hans sumarið 1923. Byggingarárið 1914 Árið 1914 var viðburðaríkt. Strax í janúar undirritaði Rögnvaldur Ólafsson (1874-1917), húsasmíðameistari og byggingaráðunautur heimastjórnarinnar, uppdrætti að Búðakirkju. Af öðrum kirkjum eftir Rögnvald má nefna Húsavíkurkirkju, Bíldudalskirkju, Þingeyrarkirkju, Keflavíkurkirkju og Hafnarfjarðarkirkju og eru þær tvær síðastnefndu ásamt Búðakirkju gjarnan kallaðar systurkirkjurnar þrjár. Biskup Íslands, herra Þórhallur Bjarnason, segir frá því í Nýju Kirkjublaði 1915 að árið 1914 hafi verið eitt mesta kirkjubyggingarár í sögu Þjóðkirkjunnar. Sóknirnar tvær, Kolfreyjustaðarsókn og Búðasókn funduðu saman í apríl og úr varð að fyrrnefnda sóknin lagði til byggingar Búðakirkju alla inneign sína í hinum Almenna Kirkjusjóði að undanskildum 230 krónum, eða 3482,35 krónur. Það lá á að safna fé fyrir júnímánuð því þá þurfti að greiða byggingarmeistara og steinsmiði, Oddi Guðmundssyni í Reykjavík 5500 krónur og þeir peningar urðu að komast sem fyrst með skipi suður. Meira fé þurfti til og varð söfnuðurinn að skrifa undir ábyrgðarskjal fyrir láni úr Kirkjusjóðnum fyrir allt að 4000 krónum. Undirritaðri þótti nokkuð sérstakt að lesa eftirfarandi úr bréfi til prófasts ritað af afa hennar: „Að því er snertir undirskriftir undir ábyrgðarskjalið, þá áleit sóknarnefndin enga þýðingu hafa að aðrir undirrituðu það, en fullveðja menn, og sömuleiðis áleit hún það ekki nauðsynlegt að konur ábyrgðarmannanna skrifuðu undir skjalið. Auk giftra kvenna og annarra, sem að áliti sóknarnefndarinnar enga þýðingu hefir að skrifi undir nokkrar ábyrgðir, munu vera um 130 fullveðja menn í sókninni.” Þannig var nú viðhorfið til kynjanna í þá daga. En að síðustu er þess óskað í bréfinu að erindi þetta berist áfram til biskups með strandferðabátnum í júlí. Það er ekki alveg áreynslulaust að byggja upp safnaðarstarf og reisa kirkju og það reyndi hinn nýi söfnuður á Búðum. Einhverra hluta vegna, sem

Afmælisnefndin. Aftari röð f.v. Ólafur Atli Sigurðsson, Unnar Ari Hansson, Elvar Óskarsson, Óskar Þór Guðmundsson, Óskar Ingimar Gunnarsson. Fremri röð f.v. Guðrún Níelsdóttir, Brynja Rún Steinþórsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir, formaður nefndarinnar, Svava Gerður Magnúsdóttir, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Á myndina vantar Hildi Einarsdóttur.

ekki eru tilgreindir í Gjörðarbókinni, biðst nær öll byggingarnefndin lausnar frá störfum í maí 1914. En áfram var haldið að reisa kirkjuna og fyrsti sóknarprestur við Búðakirkju, séra Haraldur Jónasson, var ráðinn til starfa. Hann hafði verið skipaður aðstoðarprestur 1910 til séra Jónasar Hallgrímssonar á Kolfreyjustað, en fékk góða kosningu í embætti sóknarprests þetta árið. Aðkoma fríkirkjusafnaðar Þann 8. nóvember 1914 var boðað til fundar. Fundarefni var erfiður fjárhagur við byggingu kirkjunnar og aðkoma fríkirkjusafnaðar á Fáskrúðsfirði að henni. Þess er ekki getið hver var málshefjandi á fundinum, en útskýringin á bágri fjárhagsstöðu varð inngangur að þeirri uppástungu sem var borin fram samkvæmt Gjörðarbókinni: „...vildi hann (málshefjandi) því skýra frá hver afstaða hins væntanlega fríkirkjusafnaðar gæti verið í því máli, ef samkomulag fengist, sem er, að þeir væru fúsir til að taka jafnan þátt í öllum kostnaði við kirkjubygginguna og árlegum kirkjugjöldum, eins og þjóðkirkjumenn eða á annan sanngjarnan hátt eftir tillögum þjóðkirkjumanna.” Þessi tillaga virtist koma fundarmönnum á óvart og frestaði sóknarnefndin frekari fundarhöldum um óákveðinn tíma. Þrem vikum síðar, 1. desember, var aftur boðað til fundar og aðalefnið var aðkoma fríkirkjusafnaðar að kirkjunni. Áður en það mál var tekið á dagskrá gat fundarstjóri mjög veglegra gjafa frá kvenfélaginu Keðjunni, sem var hvorki meira né minna en orgel í nýju kirkjuna og messuskrúði, altarisklæði, hökull og rykkilín. Þær kvenfélagskonur hafa heldur betur verið stórtækar í stuðningi sínum við kirkjuna og munað miklu um framlag þeirra. En eftir þennan fundarlið var orðið gefið laust um hugsanlegt samkomulag við fríkirkjusöfnuð. Páll kennari Pálsson bar upp tillögu studda af Jónasi Jónassyni í Sjólyst þess efnis að samþykkt yrði að leigja fríkirkjusöfnuði afnot af Guðshúsinu með þeim skilyrðum að sá söfnuður tæki jafnan þátt í öllum kostnaði við kirkjuna og leigði hana til fimm ára í senn. Miklar umræður fóru fram en engin breytingartillaga var borin upp. Áður en gengið

var til atkvæða voru þeir væntanlegu fríkirkjumenn viðstaddir spurðir hvort þeir ætluðu að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, en því var svarað fyrir þeirra hönd að það myndu þeir ekki gera þó þeim fyndist þeir hafa rétt til þess þar eð þeir hefðu ekki enn sagt sig úr Þjóðkirkjunni. Var því næst gengið til atkvæðagreiðslu um tillöguna að viðhöfðu nafnakalli og hvert nafn og atkvæði fært til bókar. Fór svo að tillagan var samþykkt með 48 gegn 37 atkvæðum. Reynt var að efna til samskota í lok fundar til að greiða skuld við Kirkjusjóð, en þar sem fundurinn hafði leyst upp eftir atkvæðagreiðsluna var ákveðið að fara með samskotaskjal til þeirra sem ekkert höfðu enn lagt til byggingarinnar. Vígsluárið 1915 Hlé varð á fundum hjá sóknarnefndinni á Búðum og næsti fundur færður til bókar þann 2. maí 1915. Var þar farið yfir bréf biskups og prófasts vegna fyrirhugaðs samkomulags fríkirkju- og Þjóðkirkjusafnaðar á Búðum. Biskup vildi ekki samþykkja lögmæti fundarins frá 1. desember, þar sem enginn fríkirkjusöfnuður hafði verið formlega myndaður og fór hann fram á það að beiðni um lán á kirkjunni kæmi frá löggiltum fríkirkjusöfnuði með staðfestum forstöðumanni. Biskup getur þess þó í lok erindis að hann sé alls ekki andvígur þeirri hugsun að söfnuðirnir tveir geti verið saman um kirkjuhúsið. Um bréf þessi urðu nær engar umræður, því nú hafði löggiltur fríkirkjusöfnuður verið stofnaður og var gengið aftur til atkvæðagreiðslu um tillöguna frá 1.desember. Mikið fjölmenni hefur verið á þessum fundi og eru nöfn og atkvæði skráð þannig að 63 sögðu já við tillögunni um samkomulag við fríkirkjusöfnuð, en 49 voru andvígir. Fimm dögum eftir þennan fund sendi ritari sóknarnefndar hinum nýja sóknarpresti bréf og óskar eftir því fyrir hönd nefndarinnar að kirkjan verði vígð hið fyrsta, orgel og messuskrúði væru til staðar, auk kirkjuklukku sem fengin var að láni frá Kolfreyjustað og ekkert lengur því til fyrirstöðu að taka kirkjuna í notkun fyrir börnin sem áttu að fermast um vorið.

31


Franskir dagar ∞ Les jours français Davíðsson og Páll Þorsteinsson fyrir hönd Þjóðkirkjusafnaðar samkomulag við fríkirkjusöfnuð þar sem í forsvari voru þeir Gísli Högnason, Georg Georgsson og Sveinn Benediktsson. Samkomulagið er tíundað í mörgum liðum og undirritað af þessum ábyrgðarmönnum. Það virðist síðan sem öll umræða og áform um fríkirkjusöfnuðinn hafi lognast út af og ekki er frekar minnst á hann í Gjörðarbókinni. Má þó ætla að verr hefði gengið að klára kirkjubygginguna ef ekki hefði náðst samkomulag milli þessara tveggja aðila á umrótartíma í söfnuðinum.

Á kirkjuloftinu má sjá orgelið sem Björgvin Tómasson smíðaði og var vígt á aðventu 1989. Við hlið þess er rými fyrir kórfólkið og aftan við það er rafmagnstýring fyrir rafdrifnu kirkjuklukkurnar þrjár sem Kaupfélagið gaf á sjómannadaginn 1980. Fjórða kirkjuklukkan er skipsklukka með áletruninni: STERLING 1890, en Elísabet Wathne frá Seyðisfirði gaf kirkjunni klukkuna í kringum 1924.

Kirkjan vígð Uppstigningardag, þann 13. maí 1915, var kirkjan vígð, en ekki er greint frá því hvernig vígsluathöfnin sjálf fór fram. Í vísitasíu prófasts, séra Jóns Guðmundssonar, síðsumars, kemur fram að kirkjan sé ekki fullgerð, aðeins grunn-

máluð og flest af munum vanti í hana utan orgels og messuskrúða. Fjárhagur var áfram mjög naumur þó kirkjugjöld væru hækkuð og samkomulag gert við fríkirkjusöfnuð eins og fram kemur í heilmikilli fundargerð frá 23. október 1915. Þar ábyrgjast þeir Björn Daníelsson, Jón

Myndefni fallegu altaristöflunnar er skírnarguðspjallið: „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki“. (Mark.10.13-16). Þetta olíumálverk var gefið kirkjunni um 1930 og er önnur tveggja altaristaflna eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Er þess getið í vísitasíu prófasts frá þessum tíma að hún sé vönduð og hafi verið dýr, kostað 1300 krónur.

32

Hundrað ár frá byggingu Búðakirkju Á hundrað árum hefur kirkja og söfnuður átt samleið og misjöfn tímabil í blíðu og stríðu daganna. Margt má nefna bæði skemmtilegt og miður, þannig er því einfaldlega farið í tilverunni. Eitt af umræðuefnum nýrrar sóknar var messutíminn, sem hefur verið nokkuð fastur í hugum okkar, hinn hefðbundni kl.14 tími sunnudagsins. En viti menn, hinn nýi söfnuður fól sóknarnefnd að rita kirkjustjórninni bréf og „óska eftir því að guðsþjónustur mættu fara fram kl. 1 e.h. í stað þess að hefjast kl.12 í hádegi“. Allt er breytingum háð, líka messutími! Steinsteypta kirkjuhúsið átti samkvæmt mati manna að vera viðhaldsléttara en timburhús en reyndist engu að síður þungt í viðhaldi. Fram kemur í skoðunarferð prófasts strax árið 1926 að kirkjan var farin að láta á sjá og skemmast af vatnsleka, þó hún væri enn vanbúin af munum. Orgel, það sem Kvenfélagið gaf, var orðið skemmt og þurfti að flytja það suður til viðgerðar, fúi var verulegur í gólfi og súlur og turn í slæmu ástandi. Tíu árum síðar höfðu loks verið gerðar miklar úrbætur, kirkjan raflýst og altaristaflan eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal komin í kirkjuna sennilega rétt fyrir 1930. Tekið var lán til að gera við rakaskemmdir, kirkjan öll máluð að innan, en það var ekki fyrr en 1941 sem hún var loksins máluð öll að utan og innan. Samt vantaði enn upp á og árið 1956 varð talsvert tjón á henni í ofviðri og árið eftir var hún lagfærð, auk þess sem byggður var kyndiklefi við austurstafn, rafmagnslofthitun komið fyrir og þau hjónin Gréta og Jón Björnsson skrautmáluðu hana að innan. Þegar hér er komið sögu hafði nýr prestur tekið við söfnuðinum, en eftir kjörfund þann 17. apríl 1955 var ljóst að góða kosningu hlaut cand.theol Þorleifur Kjartan Kristmundsson, aðrir umsækjendur voru þeir Róbert Jack og Sverrir Haraldsson. Sr. Þorleifur átti líkt og sr. Haraldur farsæla áratuga langa þjónustu við kirkjuna, en áfram komu samt misjöfn tímabil og árferði eins og lesa má í biskupsvísitasíum 1977 og 1988. Í fyrri vísitasíu er loks getið um rafmagnshitun í stað olíukyndingar og þá var kyndiklefanum breytt í líkhús í eigu kirkjugarðsins. Tíu árum síðar er það helst tilgreint að kirkjan hafi verið þétt, íspóefni sett á útveggina og nýjar tröppur steyptar framan við húsið. Kvenfélagið Keðjan hafði ekki látið sitt eftir liggja og á jólafundi sínum 1955 samþykktu þær að gefa til kirkjunnar 3000 krónur til að girða og rækta lóð umhverfis hana og var gjöfin færð með eftirfarandi sálmaversi eftir Helga Hálfdánarson:


Franskir dagar ∞ Les jours français Ó, Herra, lát í heimi það mér hugfast jafnan vera að annast pund mér úthlutað svo ávöxt megi bera og lífs um tíð í trúnni að sá svo trúna verðlaun himnum á oss auðnist upp að skera.

hannaði viðbyggingu sem Húsafriðunarnefnd samþykkti og er hún byggð til austurs, líkhúsið rifið og stækkaði kirkjan að grunnfleti um 35 fm. Þar er þjónusturými kirkjunnar með skrifstofu og fundaraðstöðu og var viðbyggingin tekin í notkun 1998.

Velunnara hefur kirkjan alltaf átt sem hafa lagt mikið af mörkum því oft hefur verið erfitt að fjármagna viðhald á húsinu eða kaup á munum nema fyrir söfnunarfé eða lán. Velgjörðarfólk kirkjunnar hefur verið henni ómetanlegur stuðningur. Árið 1989 var nýtt pípuorgel vígt, þriðja hljóðfærið sem Björgvin Tómasson, orgelsmiður smíðaði og ári síðar voru gerðar breytingar á kirkjunni og hún lagfærð töluvert. Björn Kristleifsson arkitekt, hafði umsjón með verkinu. Kirkjan var þá orðið friðað hús samkvæmt ákvæði þar um í þjóðminjalögum og allt unnið í samráði við Húsafriðunarnefnd. Bekkir niðri voru endurnýjaðir, svo og gluggakarmar og hurðir fyrir kirkjudyrum. Stólar voru settir á kirkjuloft í stað bekkja, stoðir undir kirkjulofti klæddar að nýju og nýtt parket lagt á gólf í kirkjuskipi, en gólfið lagfært uppi og kirkjan öll máluð að innan. Sami arkitekt

Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

Búðakirkja / Fáskrúðsfjarðarkirkja Það sést við lestur fundargerða að upp úr miðjum áttunda áratugnum kemur nafnið Fáskrúðsfjarðarkirkja oftar við sögu og var sóknarprestur áfram um það að nafnið tæki yfir. Hefur sennilega skipt þar máli að önnur Búðakirkja er til, Búðakirkja í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfells- og Dalasýslu. Sú kirkja er mun eldri, eða frá 1848, timburkirkja, sem var endurreist 1987. Má segja að nú sé nær eingöngu talað um Fáskrúðsfjarðarkirkju hér í byggð. Það sama gildir um nafnið á Búðasókninni, það heiti hefur fyrir löngu vikið fyrir Fáskrúðsfjarðarsókn og í dag er sú sókn eina sóknin í Kolfreyjustaðarprestakallinu hinu forna. Alla tíð hefur söfnuðurinn látið sér annt um Fáskrúðsfjarðarkirkju og hafa margir lagt hönd á plóg við að sinna viðhaldi hennar og vinna hin ýmsu störf í þágu kirkju og safnaðar. Við kirkjuna hefur starfað mjög traust og áhuga-

samt safnaðarfólk. Og við söfnuðinn er gott að þjóna, það getur sú vitnað um sem þetta ritar. Hafa aðeins fimm sóknarprestar verið starfandi frá vígslu hennar, en eftir tíð séra Þorleifs 1994, þjónaði séra Carlos A. Ferrer til ársins 2001 að séra Þórey Guðmundsdóttir tók við prestskap til 2009. Síðan hefur undirrituð verið sóknarprestur safnaðarins. Kirkjan stendur á góðum grunni trúarinnar á kærleikann. Þó okkur mannfólkið skorti stundum þroska til að lifa í þeim góða boðskap þá er kirkjan eftir sem áður tákn hans. Hún ber merki krossins í hönnun sinni, er krosskirkja þess kærleika sem umber, fyrirgefur, fer ekki í manngreinarálit heldur metur alla jafnt. Megi okkur auðnast sú gæfa að lifa saman í þeim kærleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Heimildir: Gjörðarbók Búðasóknar frá 1913 til 1990. Efni greinar fengið að mestu úr fundargerðum. Bygging húsa á Búðum í Fáskrúðsfirði. Kristín Ágústsdóttir. Kirkjur Íslands, 20. bindi. Friðaðar kirkjur í Austfjarðarprófastdæmi, útg. Rvk. 2012.

••

33


Franskir dagar ∞ Les jours français

Skrúður í austfjarðaþokunni.

Myndir: Jóhanna Kristín Hauksdóttir.

Myndin er tekin sunnan megin úr firðinum af Franska spítalanum og nánasta umhverfi.

Ragnar Logi Ragnarsson.

Nenni Þór Guðmundsson og Ármey Mirra Óðinsdóttir.

Aftari röð: Birta Hörn Guðmundsdóttir, Elísa Marey Sverrisdóttir, Jóna Petra Magnúsdóttir. Fremri röð: Karítas Embla Óðinsdóttir, Malen Valsdóttir, Axel Valsson, Ármey Mirra Óðinsdóttir og Nenni Þór Guðmundsson.

34


Búðavegi 59 · Fáskrúðsfirði

Café -Bistro - Bar - Internet access Fimmtudagur 24. júlí Opið frá kl. 10:00. Föstudagur 25. júlí Opið frá kl. 10:00. Pizzatilboð: Með hverri 12” pizzu fylgir 9” hvítlauksbrauð. Laugardagur 26. júlí Opið frá kl. 10:00. Sjávarréttasúpa og nýbakað brauð á milli kl. 12:00-14:00. Tilboð á heitu súkkulaði/kaffi og vöfflu á milli kl. 14:00-17:00. Sunnudagur 27. júlí Opið frá kl. 10:00-22:00. Tilboð á heitu súkkulaði/kaffi og vöfflu á milli kl. 14:00-17:00. Eldhúsinu er lokað kl. 21:00 öll kvöld. Stakir ostborgarar og samlokur afgreiddar frameftir kvöldi. Sími 475-1575 – www.sumarlina.is sumarlina@simnet.is

Olíudreifing

Verslunin er opin um Franska daga sem hér segir:

Héraðsprent

Föstudagur 25. júlí kl. 10:00 - 18:00 Laugardagur 26. júlí kl. 10:00 - 18:00 Sunnudagur 27. júlí kl. 12:00 - 14:00

www.launafl.is – sími 414-9400

35


Landvélar

Allar almennar bílaviðgerðir og rennismíði. Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf. Breiðdalsvík Símar 475-6616 og 899-4300.

• Allar almennar bílaviðgerðir

OPIÐ 8-18 MÁNUD. - FIMMTUD. 8 -17 FÖSTUD. / OPIÐ Í HÁDEGINU

• Smurþjónusta • Dekkjaverkstæði • Framrúðuskipti • Tölvulesum flestar tegundir bíla, Bosch bilanagreinir • Bílasala

Bílaverkstæði Austurlands Toyota Austurlandi

AUSTURLANDS - SJÓNARÁS EHF.

Miðási 2 - 700 Egilsstöðum S. 470-5070 / www.bva.is

Góða skemmtun á Frönskum dögum!

Miðvangur 1 - 700 Egilsstaðir Sími 471 1449 - Netfang: print@heradsprent.is 36

- Til góðra verka


Vildarþjónusta

Íslandsbankapunktar sem þú notar að vild Frjálsir punktar með fjölbreyttum viðskiptum Í Vildarþjónustu Íslandsbanka nýtur þú betri kjara og safnar Íslandsbankapunktum með kortaveltu, sparnaði, bílalánum og annarri bankaþjónustu. Punktarnir eru frjálsir og þú getur notað þá í hvað sem þér dettur í hug. Vildarþjónustan veitir þér skemmtileg tilboð og spennandi afsláttarkjör. Sæktu Íslandsbanka Appið eða farðu á islandsbanki.is til að fylgjast með!

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Þú getur breytt punktunum í: Peninga Vildarpunkta Icelandair Ferðaávísun Sparnað Framlag til góðgerðarmála

Facebook 37


dagar ∞ ∞ Les Franskir dagar Les jours jours français Texti: Björn Jóhannsson og Guðmundur Myndir: Ýmsir Bergkvist

skrúðsmenning - félagsskapurum umtónlistarmenningu tónlistarmenningu á Fáskrúðsfirði Félagsskapur Fáskrúðsfirði Síðastliðið haust kom Fáskrúðsfirðingur að nafni Guðmundur Bergkvist að tali við mig með þá hugmynd í kollinum að gera einhvers konar heimildarmynd um tónlistarlífið á Fáskrúðsfirði á síðustu öld. Ég hafði viðrað hugmynd fyrr á síðasta ári að þar sem félagsheimilið Skrúður væri 50 ára þá væri tilefni til að halda upp á það með einhverjum hætti, tónlistarhátíð jafnvel. Eftir þó nokkur fundahöld var ákveðið að láta til skarar skríða og fá framkvæmdanefnd Franskra daga í lið með okkur og halda nokkurs konar endurkomu-tónlistarhátíð á Frönskum dögum í sumar. Endanleg ákvörðun lá fyrir í janúar og þá var allt sett í gang. Tók þá við sú vinna

að smala saman hljómsveitarmeðlimum og fá á hreint hvaða hljómsveitir hefðu tök á að koma fram. Undirbúningur hefur gengið vel og hafa undirtektir hjá gömlum hljómsveitarmeðlimum verið mjög góðar og eiga allir mikið þakklæti skilið. Jákvæðnin hefur verið í fyrirrúmi. Tónleikahaldið verður svo myndað í bak og fyrir og hafin er vinna við að safna saman öllum gömlum gögnum til að hægt verði að koma saman heimildarmynd um tónlistarmenninguna sem blómstraði með tilkomu félagsheimilisins Skrúðs á sínum tíma. Sjá nánar í dagskrá Franskra daga og á fasbókarsíðunni Franskir dagar.

Hljómsveitin Egla frá vinstri: Hallgrímur Bergsson, Ævar Ingi Agnarsson, Björn Vilhjálmsson, Halldór Brynjar Þráinsson og Árni Jóhann Óðinsson. Hljómsveitin Heródes Aftari röð frá vinstri: Sigurður Ágúst Pétursson, Garðar Harðarson og Guðmundur Þorgrímsson bílstjóri hljómsveitarinnar. Fremri röð frá vinstri: Lúðvík Svanur Daníelsson, Jóhannes Marteinn Pétursson og Þórarinn Óðinsson. Á myndina vantar Ævar Inga Agnarsson. Mynd: Agnar Sörensen rótari sveitarinnar.

Hljómsveitin Orfeus Aftari röð frá vinstri: Kjartan Ólafsson, Ólafur Th. Ólafsson, Halldór Brynjar Þráinsson og Árni Jóhann Óðinsson. Fremri röð frá vinstri: Kristján Þorvaldsson, Sandra Searie frá Ástralíu og Hallgrímur Bergsson.

38

Ævar Ingi Agnarsson gítarleikari Heródesar, Standards, Eglu og Ævintýraeyjunnar.


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français

Hljómsveitin Kaskó Frá vinstri: Hafþór Eide, Stefán Garðarsson, Þórarinn Óðinsson og Þröstur Víðisson.

Hljómsveitin Papar Frá vinstri: Ingólfur Arnarson, Bjarni Kjartansson, Kári Halldór Þórsson og Agnar Eide.

Að auki koma fram á tónleikunum hljómsveitirnar Ævintýraeyjan, Statíf og Útópía. Ævintýraeyjuna skipa Björn Vilhjálmsson, Óðinn Gunnar Óðinsson, Halldór Brynjar Þráinsson, Kjartan Ólafsson og Ævar Ingi Agnarsson. Statíf skipa Svavar Júlíus Garðarsson, Jóhann M. Jóhannsson og Ármann Rögnvaldsson. Útópíu skipa Svavar Júlíus Garðarsson, Jóhann M. Jóhannsson, Jónas F. Steinsson og Hlynur Jökulsson.

Óðinn Gunnar Óðinsson gítarleikari Orfeus og Ævintýraeyjunnar.

mtun gum Góða sákfrem önskum dö

39


∞ Les Franskir dagar ∞ Les jours jours français français Texti: Berglind Ósk Agnarsdóttir Myndir: Ýmsir

slysavarnadeildin hafdís „Þær skemmtu sér við samtöl og kaffidrykkju" (úr fundargerð 1944) Slysavarnadeildin Hafdís var stofnuð á Fáskrúðsfirði 25. apríl 1935 og mun því fagna 80 ára afmæli á næsta ári. Hefur lífsganga þessa félagsskapar einkennst af dugnaði, samhug og ósérhlífni allar götur síðan. Enn þann dag í dag vinna ötular félagskonur í Hafdísi að bættum slysavörnum og bættu samfélagi. Slysavarnadeildin Hafdís var stofnuð með það að leiðarljósi að vinna að for vörnum gegn slysum til sjós því að í upphafsgöngu Slysavarnarfélags Íslands (stofnað 1928) laut aðal markmiðið að sjómönnum og þeirra aðbúnaði. Þá voru slys til sjós algeng og oftar en ekki mannskæð. Fljótlega kom þó fram vilji og áhugi fyrir því að nota krafta og fjármuni deildarinnar til að bæta samfélagið í heild sinni, styrkja það og efla með margvíslegum hætti. Stofnfundur Slysavarnadeildarinnar Hafdísar var haldinn í Álfheimum, sem er núna íbúðarhúsið að Skólavegi 71, en var árið 1935 félagsheimili stúkunnar Eldingar, 25. apríl 1935 og mættu 42 konur á fundinn. Fyrsti formaður deildarinnar var kjörin Rósa Þorsteinsdóttir. Á næsta fundi var deildinni gefið nafnið Hafdís. Strax var farið að velta vöngum yfir fjáröflunarleiðum, því að víða var peninga þörf. Vangaveltur sem þessar eru enn í fullu gildi. Í gegnum áratugina hafa fjáröflunarleiðir félagskvenna Slysavarnadeildarinnar Hafdísar einkennst af miklu hugmyndaauðgi og á stundum frumleika. Allar fundargerðabækur deildarinnar eru til og í þeim felst mikill auður. Þar er að sjálfsögðu hægt að lesa um allt starf deildarinnar en þar er líka að finna svo mikla samtímasögu. Hægt er að lesa um ástandið í atvinnumálum, félagsmálum og almennt um tíðaranda hvers tíma. Þá má líka sjá á þessum bókum hvernig tungumálið hefur þróast og breyst t.a.m. nota þær orðið „fjelagið” óspart þegar vísað er til Slysavarnadeildarinnar Hafdísar. Þá nota þær orðið „árstillag” þegar þær vísa í það sem við í dag myndum kalla ár-

40

gjald eða félagsgjald. Og svona mætti lengi telja. Þá má gjarnan minnast á flámælskuna sem kemur glögglega fram, sér í lagi hjá einum ritara deildarinnar sem ritaði fundargerðir í u.þ.b. 16 ár frá árinu 1946. Hún skrifar „ S l e s a v a r n a rd e i l d ” „belaður” og konu r n a r t ók u í „ s p e l ” . Þessi ritari dró fallega til stafs, ritaði greinagóðar og skýrar fundargerðir en var flámælskan svo töm Þessi mynd er tekin á nýársdag 1976. Neðri röð frá vinstri: Oddný Jónsdóttir ritari, Sigrún Sigurðardóttir að hún kom fram í formaður og Lára Hjartardóttir gjaldkeri. Efri röð frá vinstri: Alberta Sigurjónsdóttir meðstjórnandi, Sóley Sigursveinsdóttir varaformaður og Sigríður Jónsdóttir meðstjórnandi. riti. Þá má hrósa öllum þeim riturum sem hafa án undantekninga skrifað sem félagið á ásamt Björgunarsveitinni Geisla góðar fundargerðir, því eins og svo margt annað, og Rauða kross deild Fáskrúðsfjarðar að Óseyri. verða þær dýrmætari eftir því sem tíminn líður og þá eru smáatriðin og nákvæmnin mikilvæg. Hefðbundin fundarsköp hafa ávallt verið viðhöfð á fundum Hafdísar, þ.e. fundarstjóri stjórnar Til dæmis höfðu ritarar deildarinnar lengi vel þann háttinn á að þær skrifuðu upp í fundar- fundinum, konur óska eftir því að taka til máls gerðabók öll bréf sem deildinni bárust. Þannig og bera fram tillögur að starfi o.s. frv. en í þessu er hægt að lesa bréf frá Slysavarnafélagi Íslands má líka sjá þróun. Í árdaga deildarinnar sungu félagskonur gjarnan sálm í upphafi eða enda til deildarinnar 79 ár aftur í tímann. funda, og í fundargerðum er tekið fram hvaða sálmar urðu fyrir valinu. Þá sungu þær gjarnan Félagskonur Hafdísar hafa verið duglegar að halda fundi. Í byrjun voru fundir haldnir ýmist sálm ef dauðaslys hafði orðið eða félagskona látist. í Álfheimum, eða í heimahúsum og er gaman Enn þann dag í dag sýna félagskonur Hafdísar að mörg þeirra húsa sem nefnd eru í gömlum látnum virðingu sína með því að rísa á fætur á fundargerðabókum standa enn þó að önnur séu fundum og lúta höfði. Þá vildu félagskonur gjarnan hafa eitthvað í lok horfin. Má nefna hús sem enn standa sem hýstu fundi Hafdísar eins og Ásgarður, Ásbrú, Valhöll, funda til þess að skemmta sér yfir. Leiða má Templarinn og Kaupvangur. Húsfreyjur þessa líkum að því að á fyrri hluta síðustu aldar hafi húsa voru félagskonur og buðu heimili sín undir húsfreyjur á Fáskrúðsfirði ekki tekið mikinn tíma í mas og skemmtun þannig að þegar þær fóru að fundi þar til að þeim bauðst að halda fundi í Barnaskólanum. Um margra ára skeið voru fundir heiman var upplagt að sitja fyrst fund og síðan að svo haldnir í Skrúði og nú hin síðari ár í húsnæði skemmta sér. Skemmtunin sem í boði var segir


Franskir dagar dagar ∞ Les jours français Franskir einnig til um tíðarandann. Frá stofnun til ársins 1970 var ávallt kosin skemmtinefnd fyrir hvern fund. Dæmi um það sem var til skemmtunar var kaffidrykkja og spjall, þá dönsuðu þær gjarnan hver við aðra litla stund, vinsælt var að lesa upp smásögu og ljóð og þær settu upp leikþætti eins og ekkert væri. Og í einni fundargerð frá árinu 1956 er tekið fram að þær hafi „hlustað á leikrit sem hafði verið tekið upp á stálþráð” auk þess sem þær sungu. Um svipað leyti ákveða félagskonur að fara að hafa happadrætti. Fundarkonum gafst kostur á að kaupa sér miða og allur ágóði af þessu happadrætti skyldi renna í ferðasjóð því lengi hefur mannskepnan haft þörf fyrir að ferðast og sjá sig um í veröldinni. Enn er haft happadrætti á fundum og sömu miðar hafa verið notaðir frá upphafi. Vinningar hafa verið af ýmsum toga allt frá nælonsokkum upp í páskaegg. Þá hefur kaffinefnd verið starfrækt síðan í árdaga deildarinnar. Á hverjum fundi hefur verið boðið uppá á kaffi og meðlæti og er það enn gert. Fjáröflun Slysavarnadeildarinnar Hafdísar hefur verið með ýmsum hætti í gegnum áratugina. Löngum voru áheit ýmis konar mikil tekjulind, það virðist sem það hafi verið all algengt fram undir miðja síðustu öld að heita á Hafdísi og líkast til hefur það gefið góða raun því tekjurnar urðu nokkrar. Þá héldu þær samkomur af ýmsu tagi. Á árunum 1935 til 1950 var algengt að halda dansleiki og kaffisölu, þ.e. dansleik þar sem gert var hlé og gestir drukku kaffi og borðuðu kökur. Þá héldu félagskonur skemmtanir þar sem leikþættir voru sýndir og tekið var lagið. Þær héldu það sem þær kölluðu bögglakvöld, þá var boðið í böggla sem útbúnir höfðu verið og innihéldu gjarnan heimagerða hluti. Basara héldu félagskonur líka bæði með kökum og handavinnu. Það var gjarnan prjónað og heklað á fundum og afurðirnar fóru svo á basar. Það kemur fram í einni fundargerð frá árinu 1964 að erfitt var að halda kökubasar, sem á þessu herrans ári var bara kallað brauðsala, því að skortur var á hveiti og sykri til baksturs. Þá vekur athygli körfudansleikur sem haldinn var í Skrúði 1984, þá fylltu félagskonur körfu með góðgæti og gjöfum og í körfurnar var sett nafn konunnar sem útbjó körfuna. Þá buðu karlmenn í körfurnar og fengu í kaupbæti einn dans við dömuna sem gert hafði þá körfu sem keypt var. Kemur fram að þetta hafi gefið drjúgan skilding í kassann. Einnig hefur Slysavarnadeildin Hafdís séð um kaffisölu á sjómannadag nánast óslitið frá miðri síðustu öld. Fjáraflanir dagsins í dag ganga mikið út á að baka og hafa umsjón með kaffi fyrir fyrirtæki og stofnanir þegar óskað er eftir, þá tekur deildin að sér að sjá um erfidrykkjur. Sú skemmtilega tilraun var gerð að kaupa Candyflos-vél sem hefur aldeilis sannað tilverurétt sinn því mörgum þykir tilheyra að fá sér bleikt floss þegar halda skal hátíð. Er þessi upptalning aðeins brot af því sem þessar vösku konur hafa tekið sér fyrir hendur í því skyni að afla fjár fyrir deildina. En hvað verður svo um peningana, gætu einhverjir velt vöngum yfir núna. Þeir hafa alltaf og ávallt farið til slysavarna og til þess að bæta og efla samfélagið á einhvern hátt. Lengi vel þurftu

Slysavarnarkonur kátar við eldhússtörfin. Frá vinstri: Berglind Ósk Agnarsdóttir, Hrönn Önundardóttir, María Guðrún Jósepsdóttir, Sóley Sigursveinsdóttir, Jóhanna Þorsteinsdóttir og Björnfríður Fanney Þórðardóttir.

Slysavarnadeildarkonur í skemmtiferð til Hornafjarðar sumarið 1963. 1 Svanhvít Guðmundsdóttir 2 Guðný Jónsdóttir 3 Anna Hildur Runólfsdóttir 4 Geir Björgvinsson bílstjóri, Neskaupstað 5 Guðrún Jónsdóttir 6 María Hrólfsdóttir 7 Ragnhildur J. Jónsdóttir 8 Guðrún Einarsdóttir 9 ? 10 Kristín Einarsdóttir 11 Sigrún Sigurðardóttir 12 Sigríður Ólafsdóttir 13 Herborg Bjarnadóttir 14.Lovísa Einarsdóttir 15 Sigrún Daníelsdóttir 16. ? 17 Alberta Sigurjónsdóttir 18 Guðrún Guðmundsdóttir 19 Kristín Þórlindsdóttir 20 Hlíf Kristinsdóttir

41 27


∞ Les Franskir Les jours jours français Franskir dagar dagar ∞ deildir Slysavarnafélags Íslands að senda hluta af innkomu sinni til höfuðstöðvanna og það gerðu Hafdísarkonur með glans og eiga sinn hlut í því að hafa byggt upp þetta öfluga félag sem í dag er Landsbjörg. En það allra fyrsta sem félagskonur lögðu áherslu á var að aðstoða sjómenn og útgerðafélög við að koma talstöðvum fyrir í öllum bátum. Þær lánuðu peninga til þess arna og jafnvel gáfu ef fátækt var mikil. Það var samþykkt á fundi 1940 að „ganga ekki eftir því að skuldir verði greiddar”. Þá keypti deildin björgunarhringi og stjaka á allar bryggjur sem þá voru mun fleiri en þær eru í dag. Félagskonum fannst mikilvægt að sjómenn og börn lærðu að synda. Því stóðu þær fyrir því að sundkennari kæmi austur og kenndi sund í Ósnum og strax í kjölfarið áttu þær frumkvæðið að því að stofnaður yrði sundlaugarsjóður sem þær lögðu peninga í með reglulegu millibili þar til sundlaug reis í Búðaþorpi 1948 og nokkrum sinnum eftir það til lögðu þær til fjármuni til viðhalds. Allmikla peninga sendu Hafdísarkonur til Reykjavíkur í sjóð sem átti að nota til þess að byggja Björgunarskútu sem þjóna skyldi miðunum við Austurland, einnig sendu þær peninga í sjóð til þess að kaupa þyrlu sem staðsett skyldi vera á Egilsstöðum, þyrlan var keypt en henni var komið fyrir annars staðar. En mesta áherslan hefur ávallt verið á heimabyggðina. Hafdísarkonur áttu frumkvæðið að því að hér yrði stofnuð Björgunarsveit og var hún formlega stofnuð 1966 og hlaut nafnið Geisli. Ákveðið var að gefa Geisla 15.000 krónur í stofnfé sem voru miklir peningar þá. Allar götur síðan hefur Hafdís staðið þétt við bak Geisla og gefið reiðufé, tæki og búnað til starfseminnar og hefur samstarf þessara félaga, sem eiga sér sama markmið, verið afar farsælt og gott og á stundum verið líkt og stóra systir og litli bróðir sem eru þó bæði orðin fullorðin. Í þakklætis- og virðingarskyni nefndi Geisli nýja björgunarbátinn Hafdísi.

42

Önnur félagasamtök hafa líka fengið að njóta gjafmildi Hafdísar sem og stofnanir og breytir þá engu hvort heldur er um að ræða opinberar stofnanir eða einkareknar. Hafdís ásamt nokkrum öðrum félagasamtökum og sveitafélaginu ákvað að stofna sjóð til byggingar félagsheimilis. Í u.þ.b. tíu ár söfnuðu félagasamtökin peningum og Skrúður var vígður árið 1963. Allar götur síðan hefur Skrúður verið Hafdísarkonum kær og hafa þær ávallt borið hag þessa húss, sem á sér svo marga velunara, fyrir brjósti og gefið til hússins búnað, tæki Óseyri, hús sem Slysavarnadeildin Hafdís á í félagi við Björgunarsveitina Geisla og Rauða krossinn. og ómælda vinnu. Það yrði allt of langt mál að ætla kvenna sem eru þar fyrir. Þannig hefur kynslóð að telja upp alla sem notið hafa styrks frá Slysavarnadeildinni Hafdísi en til að tekið við af kynslóð og á þann hátt náð að halda gefa nokkra mynd af árangri starfs þessara kvenna þessu aldna félagi atorkusömu og líflegu. Það er má nefna að gefinn var búnaður í lögreglubíl og dýrmætar en orð geta lýst fyrir samfélag að hafa til slökkviliðsins, hjartastuðtæki hafa verið gefin félagsskap, sem Slysavarnardeildin Hafdís er, í íþróttahús, sundlaug, björgunarsveitarbílinn innan sinna vébanda. Félagskap sem hefur það og skólamiðstöðina. All nokkur tæki hafa verið að markmiði að bæta og efla, göfga og styrkja gefin á Heilsugæslustöðina, eyru til að mæla hjóð- nærumhverfi sitt í eins víðu samhengi og hugsast styrk gefin til Leikskólans Kærabæjar og árum getur. En félagsskapur af þessu tagi er ekkert án saman hafa börnum verið gefin endurskinsvesti, kvennanna sem skipa hann og ekkert án samreiðhjólahjálmar og fleira og fleira. Þá hafa eldri félagsins sem hann lifir í. Bæjarbúar hafa ávallt borgarar einnig notið góðs af gjöfum Hafdísar- sýnt deildinni tryggð og stutt með ráðum og kvenna, bæði í félagsaðstöðu sinni í Glaðheimum dáð. Það er algerlega ómetanlegt. Það fólk sem sem og Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Upp- byggir samfélagið í Fáskrúðsfirði leggur grunn sölum. Þá hefur deildin styrkt einstaklinga og að starfsemi deildarinnar sem og konurnar sem fjölskyldur með peningagjöfum þegar erfiðleikar með glöðu geði leggja tíma og orku til eflingar Slysavarnardeildinni Hafdísi, konurnar sem vinna hafa sótt að. verkin - þær lengi lifi. Þegar lesið er yfir félagaskrá Slysavarnadeildarinnar Hafdísar má sjá að oft hafa stúlkur niður í 14 til 15 ára gengið í deildina, gjarnan dætur


Frábær söfn í Fjarðabyggð Í Fjarðabyggð er fullt af frábærum söfnum sem skemmtilegt er heim að sækja. Komdu í heimsókn og finndu uppáhaldssafnið þitt. Íslenska stríðsárasafnið Spítalakampur v/Hæðargerði | Reyðarfirði | Sími: 470 9063 | sofn@fjardabyggd.is Opið kl. 13:00 – 17:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi.

Sjóminjasafn Austurlands Strandgata 39b | Eskifirði | Sími: 470 9063 | sofn@fjardabyggd.is Opið kl. 13:00 – 17:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi. ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Steinasafn Sörens og Sigurborgar Ekki er opið á formlegum tíma en allir velkomnir þegar Sigurborg er heima. Einnig er hægt að panta tíma.

Egilsbraut 2 | Neskaupstað | Sími: 470 9063 | sofn@fjardabyggd.is Opið kl. 13:00 – 21:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi. Málverkasafn Tryggva Ólafssonar myndlistarmanna Íslendinga. Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinrikssonar Áhugaverðir hlutir sem tengjast sjávarútvegi, bátasmíði, járn- og eldsmíði og gömlum atvinnuháttum. Náttúrugripasafn Austurlands plöntur og skordýra- og steinasafn. Fransmenn á Íslandi Hafnargata 12 Sími: 470 9063 | sofn@fjardabyggd.is Opið alla daga kl. 10:00-18:00 frá 1. júní til 31. ágúst eða eftir samkomulagi. Nýtt og glæsilegt safn í nýuppgerðum húsakynnum Franska spítalans um líf franskra skútusjómanna á Fáskrúðsfirði á 19. og 20. öld. Steinasafn Petru Opið kl. 9:00 – 18:00 alla daga vikunnar.

Athugið breyttan opnunartíma hjá Safnahúsinu í Neskaupstað og Fransmönnum á Íslandi á Fáskrúðsfirði. Tekið er á móti gestum utan opnunartíma skv. samkomulagi í síma 470 9000 eða á sofn@fjardabyggd.is. Nánari upplýsingar um söfnin í Fjarðabyggð er á fjardabyggd.is.


Óskum Fáskrúðsfirðingum og gestum góðrar skemmtunar á Frönskum dögum

Ljósmyndir: Jónína Óskarsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.