Vor í Fjarðabyggð 2013

Page 1

Vor Framkvæmdasvið 2013 FJARÐABYGGÐ |

FJARÐABYGGÐ

fjardabyggd.is


Vorið kallar á þig Kæru Íbúar Miklum árangri hefur verið náð í umhverfismálum í Fjarðabyggð á undanförnum árum. Eiga bæði íbúar og fyrirtæki hrós skilið sem huga vel að húseignum sínum og umhverfi og taka með því móti virkan þátt í að byggja upp gott samfélag. Umhverfismál eru ekki aðeins mikilvægur málaflokkur heldur einnig gefandi í þeim skilningi, að árangurinn skilar sér strax í aðlaðandi og vistlegu umhverfi. Efist nokkur um það, ættu ljósmyndir sem birtar eru hérna í vorbæklingnum að taka af allan vafa, en þær voru teknar fyrir og eftir að viðkomandi svæði voru tekin í gegn. Ég verð svo að játa, að það er sérstaklega ánægjulegt að fá í heimsókn gesti úr öðrum sveitarfélögum, sem vilja kynna sér hvernig staðið er að umhverfismálum í Fjarðabyggð. Í því felst góð hvatning fyrir okkur til frekari dáða. Hin hliðin á málinu er aftur á móti sú, að umhverfismálin láta ekki bíða eftir sér; verða bara verri viðureignar því lengur sem dregur. Þá er pottur enn brotinn sums staðar í sveitarfélaginu og betur má ef duga skal. Vorhreinsun Fjarðabyggðar fer nú fram vikuna 10. til 17. maí nk. Þessu árlega átaki okkar er ætlað að auðvelda íbúum fyrstu vorverkin, en auk þess sem starfsmenn bæjarsins fara um bæjarkjarnana og fjarlægja garðúrgang, þá veita þeir einnig aðstoð varðandi umfangsmeiri verk eins og vegna losunar á afskráðum bílum. Nánar er fjallað í bæklingnum um þá vorþjónustu sem sveitarfélagið veitir átaksvikuna og hvet ég alla til að kynna sér hana vel ásamt þeim heilræðum og nytsömu ráðleggingum sem hér er að finna. Látum hendur standa fram úr ermum öll sem eitt og sameinumst um að fegra nánasta umhverfi okkar fyrir sumartímann. Líkt og áður mun ég leggja mig fram um, að sveitarfélagið standi við bakið á íbúum og fyrirtækjum, með það að markmiði að við getum öll verið stolt af umhverfi okkar. Með samstilltu átaki í hreinsun og umhirðu munum við festa sess okkar í fremstu röð. Að lokum langar mig að vekja athygli á nýjum vef sveitarfélagins á fjardabyggd.is. Þar má finna hafsjó af upplýsingum, fréttum og öðru efni sem á erindi við íbúa sveitarfélagsins. 2

Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri Fjarðabyggðar


Vorhreinsun Dagana 10.-17. maí verður árleg vorhreinsun í Fjarðabyggð en þá taka allir höndum saman, eigendur lóða og landsvæða, og hreinsa og fegra bæinn fyrir sumarið. Hægt verður að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk og munu starfsmenn sveitarfélagsins fara um byggðarkjarnana alla daga hreinsunarvikunnar, nema sunnudag, og hreinsa upp. Ef íbúa vantar aðstoð við að fjarlægja stærri hluti af lóðum, s.s. ökutæki án skráningamerkja, kerrur, tæki, vinnuvélar, báta eða aðra hluti, eru þeir hvattir til að hafa samband við framkvæmdasvið með tölvupósti á fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000. Við minnum á að Úrvinnslusjóður greiðir 15.000 kr. skilagjald fyrir bíla sem eru yngri en árgerð 1980. Eigendur ónýtra og númerslausra bíla eru hvattir til að koma þeim til förgunar á söfnunarstöðvum. Leggjumst nú öll á eitt og förum inn í sumarið í hreinni Fjarðabyggð. Nánari og frekari upplýsingar á heimasíðu Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is

Umhverfisdagur skrifstofu Fjarðabyggðar Bæjarskrifstofa Fjarðabyggðar ríður á vaðið og stendur fyrir umhverfisdegi í byrjun maí á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar þar sem starfsmenn munu láta til sín taka. Við skorum á fyrirtæki að vera með umhverfisdag og láta til sín taka í nærumhverfi eða við sértæk verkefni sem gera bæina okkar fallegri. Fyrirtæki geta haft samband við framkvæmdasvið ef óskað er eftir aðstoð eða ráðleggingum sveitarfélagsins við skipulag dagsins. Við hvetjum fyrirtæki til að senda fréttir og myndir af umhverfisdegi á fjardabyggd@ fjardabyggd.is öðrum til hvatningar. 3


Umhverfisviðurkenningar Í ár verður þeim aðilum veitt viðurkenning sem þótt hafa skarað fram úr við fegrun lóða og heldur eigna-, skipulags– og umhverfisnefnd utan um valið. Veittar verða viðurkenningar í flokki fyrirtækjalóða, stofnanalóða og einkalóða. Hér með er óskað eftir tilnefningum frá öllum þeim sem láta sig málið varða. Hverri tilnefningu þarf að fylgja örstutt röksemdafærsla fyrir því af hverju viðkomandi á skilið viðurkenningu. Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi 20. júlí 2013 á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is. Umhverfisviðurkenningar verða afhentar við hátíðlegt tilefni, sem verður auglýst síðar. 4


Garðeigendur í Fjarðabyggð Þeim tilmælum er beint til garðeigenda að sjá til þess að gróður trufli ekki eða hindri umferð gangandi eða akandi vegfarenda. • • •

Limgerði sem vaxa út á gangstéttir og stíga ber að klippa, svo að gróður trufli ekki gangandi umferð. Limgerði og tré, sem vaxa fyrir eða skyggja á umferðarmerki, ber að klippa á þann hátt að allar merkingar sjáist vel. Garðeigendur eru einnig hvattir til að klippa og snyrta gróður sem er nágranna til ama. Tré sem valda skugga á nágrannalóð getur þurft að fella.

Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar veitir garðeigendum ráð, en einnig er hægt að fá aðstoð vegna klippinga eða trjáfellinga sem þurfa að eiga sér stað vegna umferðarmerkja. Hafðu samband við verkstjóra í síma 470-9000.

Hér má sjá dæmi um að tiltekt er hafin, upprúllað girðingarefni sem bíður þess að fara til endurvinnslu.

Fegurri sveitir í Fjarðabyggð Bændur og aðrir eigendur landa í Fjarðabyggð eru hvattir til að taka til á jörðum sínum. Eins og undanfarin ár verður hægt að fá liðsinni Veraldarvina sem aðstoða við tiltekt og niðurrif gamalla girðinga. Forsvarsmenn jarðeigna geta haft samband við bæjarverkstjóra á hverjum stað í síma 470-9000 alla virka daga frá kl. 10.00 - 16.00. 5


Flokkun og árangur í Fjarðabyggð Fjarðabyggð hóf flokkun í tvær tunnur í ágúst 2010. Flokkun í sveitarfélaginu hefur haldist nokkuð stöðug frá byrjun en endurvinnsluhlutfall þó ekki aukist jafn mikið og væntingar stóðu til. Fram kemur í skýrslu Íslenska Gámafélagsins að endurvinnsluhlutfall í Fjarðabyggð árið 2012 er 14% en var 16% árið 2011. 2011

2012

Reyðarfjörður

16%

14%

Eskifjörður

14%

13%

Neskaupstaður

15%

16%

Stöðvarfjörður

17%

19%

Fáskrúðsfjörður

18%

13%

Einfaldari flokkun Stöðugt er verið að reyna að leita leiða til að auðvelda íbúum flokkun. Í dag þarf einungis að setja plast og málma í poka áður en sett er í endurvinnslutunnuna. Annað flokkað sorp má bara fara beint í tunnuna. Sorphirðudagatal og flokkunarleiðbeiningar fylgja með bæklingnum og er tilvalið að setja á ísskápinn.

Við þurfum að gera betur! Ef Fjarðabyggð er borin saman við sambærileg sveitarfélög þá er endurvinnsluhlutfall 20% á Egilsstöðum, 22% í Stykkishólmi og 21% í Fjallabyggð. Við getum því gert betur og með samstilltu átaki getum við náð endurvinnslumarkmiðum sem er a.m.k. 20%. Til að ná 20% endurvinnsluhlutfalli þarf hvert heimili að auka flokkun hjá sér um 2,6 kg á mánuði eða 800 gr. á íbúa. Við skorum á íbúa að leggja sig fram um að gera betur því allt sem við setjum í endurvinnslutunnuna lækkar urðunarkostnað Fjarðabyggðar og tekur ekki landrými í urðun. Við getum og verðum að gera betur því annars minni flokkun getur haft í för með sér hækkun á sorpgjöldum.

6

Til gamans má geta að í 1 kg af endurvinnanlegum pappír má finna • um 8 dagblöð • 32 tómar fernur Fyrir þá sem eru áskrifendur að einu dagblaði og drekka 1 lítra af mjólk á dag ættu að geta sett a.m.k. 5 kg í Grænu tunnuna á mánuði og þá er ótalið allir bæklingar, tímarit, umbúðir úr sléttum pappa o.fl. sem fellur til á heimilinu.


Hvatning til betri umgengni á lóðum fyrirtækja og stofnana • Fjarðabyggð gerir þá kröfu til forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins að umgengni og þrif á lóðum sé til fyrirmyndar • Lögð er áhersla á að vélum og tækjum sé lagt á skipulagðan hátt að afloknum starfsdegi • Einnig að efni sem verið er að vinna með á lóðum sé komið fyrir á haganlegan hátt • Að farga því sem ónýtt er og koma því í endurvinnslu Sveitarfélagið hvetur öll fyrirtæki til þess að hafa ofangreind atriði að leiðarljósi til bættrar umgengni og betri ásýndar. Boðin er fram aðstoð við að koma ónýtum bílum, vélum, tækjum og öðrum brotamálmi í endurvinnslu. Hafa ber samband við þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. • Öllum líður betur í snyrtilegu og fallegu umhverfi • Starfsánægja okkar allra vex og við skilum betri árangri í leik og starfi Með samstilltu átaki okkar allra verður Fjarðabyggð til fyrirmyndar. Hér má sjá tvö dæmi um fyrirtæki sem leggja metnað sinn í að hafa snyrtilegt í kringum sig.

Myndin er af starfsstöð Tandrabergs á Eskifirði. Bílum starfsmanna er lagt í röð og reglu og umhverfi er hreint og snyrtilegt. Tandraberg er til fyrirmyndar fyrir verktaka í fjölþættum rekstri.

Myndin er tekin af einu fiskvinnsluhúsa Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Húsum er vel við haldið og umhverfið er hreint og snyrtilegt. Loðnuvinnslan er til fyrirmyndar fyrir matvælaframleiðendur.

7


Matjurtagarðar Íbúum Fjarðabyggðar stendur til boða að nýta garðlönd sér að kostnaðarlausu. Mælst er til að hver fjölskylda taki sér ekki stærri ræktunarreiti en 50 m2 og afmarki það svæði sem hún notar. Stefnt er að því að vinna garðlöndin í lok maí. Auglýst verður á heimasíðu Fjarðabyggðar hvenær vinnslu landanna er lokið. Garðyrkjumenn sveitarfélagsins munu veita faglega ráðgjöf og verður tímasetning auglýst á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Staðsetningar garðlanda: Eskifjörður: Svæði ofan Dalbrautar og innan spennistöðvar. Fáskrúðsfjörður: Svæði á Kirkjubóli. Norðfjörður: Svæði fyrir ofan Nesbakka. Reyðarfjörður: Svæði í Teigagerði, milli starfsmannaþorps og kirkjugarðs. Stöðvarfjörður: Svæði utan skógræktar, utan við bæinn.

Garðaúrgangur Í sumar geta íbúar losnað við garðaúrgang á eftirfarandi stöðum: Eskifjörður: Gámur fyrir garðaúrgang verður fyrir neðan söfnunarstöð (bak við hafnarvog). Fáskrúðsfjörður: Losað í gryfju við hlið söfnunarstöðvar. Norðfjörður: Gámur fyrir garðaúrgang verður við þjónustumiðstöð. Reyðarfjörður: Losað við Teigagerði fyrir austan byggðina. Stöðvarfjörður: Losað við Byrgisnes. Mikilvægt er að muna eftir að taka plast og annan ólífrænan úrgang með af svæðinu.

Gróðurmold í garðinn Vegna framkvæmda í sveitarfélaginu fellur oft til gróðurmold sem nota má í garða. Verkstjórar þjónustumiðstöðva sveitarfélagsins hafa góða yfirsýn yfir hvar mold fellur til. Með því að hafa samband við þá er oft hægt að fá upplýsingar um hvar ákjósanlega mold er að finna. Blandaða gróðurmold er hægt að fá víða í sveitarfélaginu, s.s. í byggingarvöruverslunum og blómabúðum. 8


Á að byggja í sumar? Nú þegar vorið er komið og sumarið er á næsta leiti, eru margir að hugsa um að fegra umhverfið með ýmsum smábyggingum, pöllum og girðingum. Við fögnum fegrun í sveitarfélaginu en til að koma í veg fyrir ágreining og að ekki sé ráðist í óleyfilegar framkvæmdir er minnt á að sækja þarf um leyfi fyrir:

• Litlum garðskúrum • Pöllum • Girðingum og skjólveggjum • Heitum pottum • Varmadælum • Móttökuloftnetum og móttökudiskum

Frekari upplýsingar veitir byggingafulltrúi í síma 470-9000 eða byggingarfulltrui@fjardabyggd.is.

Gámar á íbúðasvæðum Fjarðabyggð vill vekja athygli á að ekki er heimilt að hafa gáma á íbúðasvæðum nema í mjög takmarkaðan tíma, t.d. vegna flutninga. Sækja þarf um stöðuleyfi fyrir gáma vegna geymslu, framkvæmda, o.fl. Í vor og sumar verður farið í átak vegna gáma á íbúðasvæðum í Fjarðabyggð. Bent er á að á Norðfirði, Eskifirði og Stöðvarfirði er Hafnarsjóður Fjarðabyggðar með svæði þar sem hægt er að leigja aðstöðu fyrir gáma. Fyrirhugað er að útbúa samskonar svæði í öðrum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar. Gjaldskrá er að finna inni á heimasíðu Fjarðabyggðar undir Stjórnsýsla – Gjaldskrár.

9


Breytt ásýnd

Loftmynd af smábátahöfninni á Reyðarfirði árið 2006

Mikið hefur áunnist á síðustu árum í umhverfismálum í Fjarðabyggð. Sveitarfélagið, ásamt einstaklingum og fyrirtækjum, hafa tekið höndum saman um að bæta ásýnd og fegra umhverfið. Eitt gott dæmi um þann ávinning sem hefur orðið er smábátahöfnin á Reyðarfirði. Hér til hliðar má sjá þrjár myndir af smábátahöfninni teknar árin 2006, 2011 og haustmynd 2012 sem tekin var að loknum yfirborðsfrágangi við höfnina.

Aðrir þættir sem við getum verið stolt af eru meðal annars: Loftmynd af smábátahöfninni á Reyðarfirði árið 2011

• Við höfum safnað saman og komið í endurvinnslu yfir 1000 tonnum af brotamálmi víðs vegar úr sveitarfélaginu. Förgun ónýtra bíla, vélarhluta og tækja hefur gjör breytt ásýnd bæjarkjarnanna. • Við höfum með aðstoð sjálfboðaliða (Veraldarvina) rifið niður ónýtar gamlar girðingar og komið efninu í förgun.

Ljósmynd af smábátahöfninni á Reyðarfirði haustið 2012

10

• Við höldum strandlínu sveitarfélagsins hreinni eftir fremsta megni. Á hverju sumri ganga tugir sjálfboðaliða um strendur og safna saman rusli sem rekur á fjörurnar.


Kortasjá Inni á heimasíðu Fjarðabyggðar er kortasjá þar sem m.a. er hægt að: • • • • •

Skoða og prenta út teikningar af húsum t.d. grunnmyndir og útlitsteikningar Skoða teikningar af lögnum Skoða loftmyndir, allt frá 1996 til 2011 Skoða götukort Mæla vegalengdir og flatarmál

Kortasjáin var tekin í gagnið vorið 2011 og er unnið að því að setja inn teikningar og nýjar upplýsingar. Kortasjáin er undir liðnum skipulags- og byggingarmál í þjónustukafla heimasíðu (www.fjardabyggd.is). Upplýsingar og aðstoð varðandi notkun á kortasjá veitir Erna í síma 470-9000, erna.evudottir@fjardabyggd.is.

11


Almenningssamgöngur Nýtt almenningssamgangnakerfi var tekið í notkun í Fjarðabyggð í byrjun árs 2012 en kerfið teygir reyndar anga sína yfir stærstan hluta Austurlands. Kerfið tengir átta þéttbýliskjarna í fjórðungnum og opnar nýja möguleika fyrir íbúa. Þetta er samvinnuverkefni Alcoa Fjarðaáls, TannaTravel, Austfjarðaleiðar, SSA, Vegagerðar og Fjarðabyggðar. Með aukinni notkun verður vonandi hægt að þétta kerfið og sníða það enn betur að

notendahópum. Kostir þess að nýta almenningssamgöngur eru margir og hafa oft verið dregnir fram en ljóst er að með því að nýta kerfið geta einstaklingar og fjölskyldur sparað umtalsverða fjármuni í ljósi hækkandi eldsneytisverðs og auknum rekstrarkostnaði einkabílsins. Þann 5. júní næstkomandi mun taka gildi ný gjaldskrá sem tekur mið af vegalengd ferðar.

Hægt er að sækja um mánaðarkort og kaupa miða á eftirtöldum stöðum: • Íþróttamiðstöðinni Stöðvarfirði • Sundlaug og íþróttahúsi Fáskrúðsfirði • Íþróttamiðstöð Reyðarfirði • Sundlauginni Eskifirði • Sundlauginni Norðfirði • Bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar, Reyðarfirði • Upplýsingamiðstöð Austurlands, Egilsstöðum Einnig verður hægt að kaupa staka miða víðar s.s. í íþróttamiðstöðinni á Breiðdalsvík og kaffiteríunni á Egilsstaðaflugvelli. Með nýrri gjaldskrá koma nýir miðar en hægt verður að nota eldri miða út árið 2013. Sumaráætlun tekur gildi 15. maí og gildir til 20. ágúst en örlitlar breytingar eru frá vetraráætlun. Efnt var til samkeppni um nafn og merki (logo) fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi í desember á síðasta ári. Vinningstillagan var tillaga Ölmu J. Árnadóttur, Strætisvagnar Austurlands, eða SVAUST. Með vali á nafninu er haldið í þá nafnahefð sem fyrir er á helstu stöðum á landinu þar sem þjónusta almenningssamgangna er veitt (s.s. Strætó bs. og SVA). Myndmál vinningstillögunnar sameinar þá kosti að vera einfalt, skýrt og alþjóðlegt. Áætlunin og nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar www. fjardabyggd.is undir liðnum Skipulagðar samgöngur. Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 470-9000 og með því að senda tölvupóst á samgongur@fjardabyggd.is. 12


Göngu- og gleðivika fyrir alla fjölskylduna

Á fætur

í Fjarðabyggð 22. - 29. júní 2013

Drífðu þig á fætur og taktu þátt í frábærri göngu- og gleðiviku fyrir alla fjölskylduna

fjardabyggd.is

simnet.is/ffau

mjoeyri.is

13


Flökkum um Fjarðabyggð Það þarf ekki endilega að fara langt til að njóta fagurra staða og brjóta upp hið daglega amstur. Í Fjarðabyggð er fjöldi af náttúruperlum og annarri afþreyingu. Í fyrra gaf Ferðafélag Fjarðamanna út skemmtilegan bækling sem heitir „Fjarðabyggðaflakkarinn“ sem vísar á skemmtilega staði í sveitarfélaginu okkar Fjarðabyggð. Við hvetjum íbúa til að flakka um Fjarðabyggð í sumar og njóta þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Í leiknum eru tveir staðir í hverjum fjarðanna sex sem þarf að finna, alls tólf staðir. Á hverjum stað eru staðsettir dótakassar sem innihalda stimpiltöng, gestabók og ýmsar upplýsingar um umhverfið. Í þessari litlu bók eru frásagnir af þessum tólf stöðum sem hægt er að heimsækja og kort af hverjum firði með staðsetningu og GPS punkti. Rauðubjörgin. Mynd: Petrún Bj. Jónsdóttir

Ferðafélag Fjarðamanna efnir til ljósmyndasamkeppni meðal Fjarðabyggðarflakkara um bestu myndina af eða frá Fjarðabyggðarflakki. Myndir skulu berast fyrir 15. september á netfangið: ffau@simnet. Á heimasíðu Fjarðabyggðar eru eftirfarandi hugmyndir af áhugaverðum stöðum og hægt að finna nánari upplýsingar um staðina þar. Ábendingar um fleiri staði eru vel þegnar með mynd á fjardabyggd@fjardabyggd.is.

14


Göngu- og hlaupaleiðir Inni á heimasíðu Fjarðabyggðar má nú nálgast göngu- og hlaupaleiðakort fyrir Norðfjörð, Eskifjörð, Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Þar eru tillögur að göngu- eða hlaupaferðum og á kortinu má sjá hvað hver leið er löng og hve mikill hæðarmunurinn er á leiðinni. Fjarðabyggð hefur staðið fyrir gönguviku í samstarfi við Ferðafélag Fjarðamanna, Ferðaþjónustuna á Mjóeyri og fleiri aðila. Í ár verður gönguvikan dagana 22. júní - 29. júní. Í þeirri viku verða ferðir með leiðsögn upp á fjöllin fimm, einnig verða kvöldvökur og fleira skemmtilegt. Dagskrá gönguvikunnar verður send inn á öll heimili í Fjarðabyggð og kynnt á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Ferðafélag Fjarðamanna er einnig með skipulagðar gönguferðir allt árið um kring og inni á heimasíðu félagsins, http://simnet.is/ffau/ má sjá frekari upplýsingar og kort af gönguleiðum. Flestar myndir í bæklingnum eru fengnar úr ferðum Ferðafélags Fjarðamanna, ljósmyndari: Kristinn Þorsteinsson. 15


Starfsmenn Framkvæmdasviðs Hægt er að fá samband við starfsmenn framkvæmdasviðs í gegnum skiptiborð Fjarðabyggðar í síma 470-9000. Á heimasíðu Fjarðabyggðar má einnig nálgast netföng flestra starfsmanna sviðsins.

Nýr mannvirkjastjóri Á dögunum var Jóhann Eðvald Benediktsson fráfarandi mannvirkjastjóri kvaddur, en við starfi hans tók Guðmundur Elíasson. Guðmundur er með meistarapróf (MSc) í rekstrarverkfræði frá Aalborg Universitetscenter 1993 og BSc í véltæknifræði frá Odense teknikum. Á árunum 1979–1983 stundaði Guðmundur nám við Vélskóla Íslands. Guðmundur hefur góða og víðtæka reynslu af þeim verkefnum sem framkvæmdasvið ber ábyrgð á. Við bjóðum Guðmund velkominn til starfa. 16


Framkvæmdafréttir Eins og undanfarin ár stendur Fjarðabyggð í umtalsverðum framkvæmdum í samvinnu við ríkið og einkaaðila. Stærstu einstöku verkefnin sem eru í gangi eða í undirbúningi eru eftirfarandi: Ofanflóðavarnir Fáskrúðsfirði - Nýjabæjarlækur Búið er að taka tilboði í verkið og hafist verður handa í vor við byggingu grjótstíflu, þvergarðs og leiðigarðs. Ráðgert er að verkið taki tvö ár í framkvæmd en að því loknu verður farið í lokafrágang á svæðinu og lögð lokahönd á uppgræðslu og gróðursetningu trjáa. Að verkinu loknu verður komið gott útivistarsvæði milli skólamiðstöðvar og varnargarðs með stígum, áningastöðum og skógrækt. Við hönnun var lögð áhersla á að svæðið geti nýst kennurum og nemendum skólamiðstöðvar til náms og fræðslu og íbúum til útivistar. Ofan við skólamiðstöð verður komið fyrir útsýnisstað/ skólarjóðri sem má nýta við útikennslu. Vatnsveita og stígagerð Fáskrúðsfirði Verið er að leggja lokahönd á stofnlögn vatnsveitu fyrir ofan byggðina í Fáskrúðsfirði. Ofan á vatnslögn verður lagður stígur sem nýtist til útivistar og sem þjónustustígur við skógræktina ofan byggðar. Verið er að keyra ofan í stíginn og í framhaldinu verða kantar græddir upp. Ráðgert er að göngustígurinn verði tilbúinn í sumar. Snjóflóðavarnir í Tröllagili Norðfirði Bygging snjóflóðavarna í Tröllagili er á áætlun. Uppbygging á þvergarði og leiðigarði er í fullum gangi en uppsetningu á snjógrindum í fjalli lauk síðasta haust. Ráðgert er að verkið klárist á næsta ári en næstu tvö ár eftir það munu fara í uppgræðslu og útplöntun. Að verki loknu verður komið flott útivistarsvæði með göngustígum og áningastöðum. Aðalgöngustígur mun liggja langs eftir svæðinu milli byggðar og þvergarðs. Í framhaldi verða lagðir tengistígar sem munu m.a. tengja saman aðalstíg og byggðina. 17


Einnig verða lagðir aðrir útivistarstígar um svæðið. Útsýnis- og áningastaður verður efst í hlíðum þvergarðsins og einnig verða aðrir áningastaðir, t.d. við tjörn vestan leiðigarðs og á aðalstígnum. Við lok verks verður lokið við minningarreit um snjóflóðin 1974 og þá sem létust í þeim.

Norðfjarðarhöfn Á árinu verður hafist handa við stækkun Norðfjarðarhafnar en gert er ráð fyrir að því verkefni verði lokið 2015 með umhverfisfrágangi í kringum smábátahöfnina í líkingu við þann frágang sem hefur farið fram á öðrum stöðum. Við stækkun eykst athafnapláss innan hafnarinnar fyrir stærri skip, auk þess sem viðlegurými í höfninni eykst. Samhliða þessari framkvæmd verður smábátahöfnin færð og stækkuð og einnig verður ný löndunaraðstaða fyrir smábáta byggð í sumar. Frágangur smábátahafna á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði Hafnarsjóður Fjarðabyggðar gerir ráð fyrir að fara í umhverfis- og yfirborðsfrágang við smábátahafnirnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði í ár. Framkvæmdin á Fáskrúðsfirði fer af stað í vor og verður kláruð í haust. Framkvæmdin á Stöðvarfirði fer af stað í lok sumars en verður ekki kláruð fyrr en haustið 2014. Þessar framkvæmdir munu breyta ásýnd hafnanna mikið og verða mikil prýði þegar verki lýkur. Norðfjarðargöng Reiknað er með að framkvæmdir hefjist við Norðfjarðargöng í haust. Ný Norðfjarðargöng verða 7,9 km löng. Gangamunni Eskifjarðarmegin verður í 15 m. hæð yfir sjó en gangamunni Norðfjarðarmegin verður í 125 m. hæð yfir sjó. Nýir vegir verða byggðir beggja vegna gangamunna, Eskifjarðamegin u.þ.b. 2 km og Norðfjarðarmegin 5,3 km. Einnig verður byggður undirgangur með vegskálaþversniði undir veginn Eskifjarðarmegin fyrir umferð frá bænum inn í dalinn. Þá er einnig reiknað með byggingu nýrra brúa yfir Eskifjarðará og Norðfjarðará. Hafist verður handa við byggingu brúar yfir Norðfjarðará í sumar. 18


Endurbygging Franska spítalans Fáskrúðsfirði Minjavernd hefur hafið framkvæmdir við endurgerð og uppbyggingu húsaþyrpingar við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Fyrirhugað er að nýta byggingarnar undir hótel- og veitingarekstur auk aðstöðu fyrir minjasafn tengt veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði. Verkið er á áætlun og búið er að steypa undirgöng milli læknishússins og Franska spítalans. Einnig er búið að steypa nýjan kjallara undir læknishúsið. Á næstu vikum verður hafist handa við að byggja bryggju við Franska spítalann og verður umhverfisfrágangur kláraður í sumar/haust í samvinnu Minjaverndar, Fjarðabyggðar og Vegagerðarinnar. Rekstur í nýju og glæsilegu hóteli hefst svo vorið 2014. Nýtt hjúkrunarheimili Eskifirði Framkvæmdasýsla ríkisins, í samvinnu við verkkaupa, gekk frá samningi við verktaka um byggingu á nýju hjúkrunarheimili í Fjarðabyggð. Samkvæmt verksamningi átti að skila verkinu í júní á þessu ári. Verkið er orðið nokkuð á eftir áætlun og ljóst er að því verður ekki skilað í júní. Framkvæmdasýslan vinnur að endurskoðun á því hvenær verklok geta orðið og munu íbúar verða upplýstir þegar upplýsingar liggja fyrir. Ofanflóðavarnir Eskifirði Fjarðabyggð og Ofanflóðasjóður hafa ákveðið að hefja hönnunarvinnu á ofanflóðavörnum á Eskifirði og verður hönnun varna boðin út á vordögum. Um er að ræða varnir á fimm svæðum í samræmi við hættumat en það eru svæðin við Bleiksá, Grjótá, Lambeyrará, Ljósá og Hlíðarendaá. Í framhaldi af hönnun verður tekin ákvörðun um útboð á verkframkvæmd. Snjóflóðavarnir Norðfirði Hafin er frumathugun á þeim þremur svæðum sem skilgreind eru hættusvæði ofan Neskaupstaðar. Samkvæmt hættumati eru það svæðin neðan Urðabotna, Nesgil/Bakkagil og svo Stórulækjargil. Að loknum þessum frumathugunum lýkur í raun skoðun á þeim svæðum sem skilgreind eru á hættusvæði í Neskaupstað og raun í Fjarðabyggð allri. 19


Hólmanesið Hólmanes, og hluti af Hólmahálsi, var friðlýst árið 1973 sem fólkvangur norðanmegin en friðland sunnanmegin og var ástæðan mismunandi eignarhald. Um svæðið gilda þó samræmdar reglur. Samkvæmt náttúruverndarlögum eru fólkvangar svæði sem friðlýst eru til útivistar og almenningsnota en hafa einnig að geyma fjölbreytta og fagra náttúru. Friðland er svæði sem mikilvægt er að varðveita sakir sérstaks landslags eða lífríkis. Í Hólmanesi má finna fjölbreytilegt gróðurlendi og mikla fjölbreytni tegunda, þrátt fyrir að nesið virðist fremur hrjóstrugt. Alls hafa verið skráðar ríflega 150 tegundir háplantna á friðlýsta svæðinu. Mikið fuglalíf er í Hólmanesi allt árið um kring. Sjófuglar setja mestan svip á fuglalífið en í fjörum og móum vappa vaðfuglar og mófuglar. Endur og gæsir sjást í Hólmunum og sjónum þar um kring.

Í Hólmanesinu má m.a. skoða: Básar – Ögmundargat Litlar hömrum girtar víkur. Utarlega milli tveggja bása er Ögmundargat. Það dregur nafn sitt af fjármanni á Hólmum er Ögmundur hét.

Völvuleiði á Hólmahálsi Hægt er að ganga frá þjóðveginum upp að Völvuleiði efst á Hólmahálsi. Hlaðin hefur verið há varða á legstað völvunnar sem er talin vera verndarvættur Reyðarfjarðar. Nánari upplýsingar um Hólmanesið má finna á heimasíðu Náttúrustofu Austurlands www.na.is.

Í sumar verður farið í frekari uppbyggingu á svæðinu þar sem Fjarðabyggð fékk 5 milljón kr. styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að setja upp salernisaðstöðu, gera göngustíga og setja upp merkingar samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.