Jólablað 2022
![]()
Nú þegar að hátíðarnar fara að ganga í hönd og veislumatur fær borðin til að svigna þá þarf að hafa í huga hvaða vín henta með hátíðarmatnum. Regla eitt er að það má gera það sem að maður vill og ekkert eitt er rétt, en það er margt sem hægt er að hafa á bakvið eyrun til að matur og vín passi mun betur saman en ella.
Freyðivín er mjög vinsælt um hátíðirnar og þar er Cava, Prosecco og Kampavín vinsælast og með þeim má borða ansi fjölbreyttan mat. Fiskmeti af ýmsu tagi og einnig ljóst kjöt eins og kalkúna og svínakjöt. Magnað er að skála í frekar sætu freyðivíni og borða eftirrétti með.
Lamberti Prosecco 2.299 kr
Kalkúnn er alltaf að verða vinsælli og þar er aðalatriðið hver fyllingin er og því bragðmeiri sem hún er því kröftugri vín þarf með honum. Hvítt og rautt getur því passað vel með kalkúna.
Laurent Miquel Solas Pinot Noir 2.799 kr
Villibráð er ómissandi á þessum tíma árs að margra mati og með henni er óhætt að mæla með vínum í kröftugri kantinum t.d. frá Ribera del Duero, Bordeaux og Rhone en einnig eru til kröftug vín frá ítalíu sem henta vel með.
Sirius Rouge 2.599 kr
Margir eru með humar í forrétt eða í súpu og þar eru hvítvín úr chardonnay þrúgunni frábær með og þau henta einnig vel með hörpuskel og laxi.
Glen Carlou Petite Chardonnay 2.499 kr
Hamborgarhryggur er mjög víða á borðum landsmanna og það er eins og með kalkúnann að bæði hvít og rauð vín passa þar vel með og vert væri að prófa gott rósavín.
Pasqua 11 Minutes Rose 750 ml 2.999 kr
Margir hafa hangikjöt á boðstólnum og vilja margir meina að malt og appelsín sé það besta með hangikjötinu og það má alveg færa rök fyrir því en það að hafa hálfsæt hvítvín frá Þýskalandi, létt rauðvín frá Ítalíu eða bjór frá Belgíu er enn betra að flestra mati.
Pfaff Black Tie Alsace Riesling Pinot Gris 750 ml 3.999 kr
Þetta er frábær tími sem er framundan og mikilvægt er að njóta hverrar mínútu en munum einnig að ganga hægt um gleðinnar dyr.
1. Skerið trenaða hlutann af aspasnum og skerið hann því næst í munnstóra bita. Hér er notast við mini-aspas og nokkrir heilir geymdir til þess að skreyta með en það er þó óþarfi.
2. Saxið skalottlauk og hvítlauk og steikið upp úr smjöri ásamt aspasnum í góðum potti. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
3. Þegar grænmetið fer að mýkjast má hella rjóma og vatni í pottinn og píska bæði súpubréfin saman við, hitið að suðu.
4. Lækkið þá hitann og leyfið að malla í um 15 mínútur, hrærið reglulega í súpunni á meðan og kryddið og smakkið til.
5. Berið fram með sýrðum rjóma og brauðteningum.
Uppskrift er fengin frá gotteri.is
1. Byrjið á því að útbúa gljáann með því að sjóða saman púðursykur, sinnep, tómatsósu og rjóma. Best finnst mér að setja pottinn ofan á vigt og vigta allt beint í pottinn og setja hann svo á helluna (þess vegna eru mælieiningarnar í grömmum). Leyfið að bubbla aðeins og lækkið svo hitann og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.
2. Hellið 1 l af vatni í ofnskúffu neðst í ofninum og stillið hitann á 150°C. 3. Setjið hamborgarhrygginn á ofngrind, penslið 1 x með gljáanum. Stingið kjöthitamæli inn í hann miðjan og komið grindinni fyrir í ofninum fyrir ofan skúffuna með vatninu. Penslið 1-2 x á hrygginn á meðan hann er í ofninum á þessum tíma.
4. Eldið hrygginn með þessum hætti þar til kjarnhiti sýnir um 55°C og hækkið þá hitann í 210°C, setjið ananassneiðarnar ofan á og penslið aftur eina lokaumferð með gljáa. Eldið þar til kjarnhiti sýnir 67°C og leyfið þá hryggnum að standa í að minnsta kosti 15 mínútur áður en hann er skorinn í sneiðar.
5. Geymið soðið sem eftir stendur í skúffunni og restina af gljáanum þar til það kemur að sósugerð.
6. Ef þið eigið ekki kjöthitamæli er gott að miða eldunartíma við 45 mín til klukkustund á hvert kíló.
Brún sósa
200 g kastaníusveppir 40 g smjör
Soð frá hamborgarhryggnum 250 ml vatn 400 ml rjómi 2 msk. kjötkraftur 4 msk. gljái (afgangur frá hamborgarhrygg)
Maizenamjöl Salt + pipar Sósulitur (ef vill)
1. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri þar til þeir mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
2. Sigtið soðið sem eftir stendur í skúffunni þegar hamborgarhryggurinn er tilbúinn og bætið því saman við sveppina (ég fékk um 80 ml af soði).
3. Hellið næst vatninu og rjómanum í pottinn, þykkið með Maizenamjöli og smakkið til með krafti og kryddum.
4. Setjið sósulitinn saman við í lokin ef vill.
1 ½ gult epli
1 stór þroskuð pera 40 þurrkuð trönuber ½ granatepli (fræin) 50 g saxaðar pekanhnetur 100 g sýrður rjómi
3 tsk. Maille Dijon hunangssinnep 120 ml þeyttur rjómi
2 tsk. sykur ½ tsk. salt
1. Flysjið og skerið epli og peru niður í litla bita.
2. Blandið trönuberjum, granateplafræjum og hnetum saman við.
3. Hrærið saman sýrðan rjóma og Dijon sinnep og blandið saman við eplablönduna ásamt sykri og salti.
4. Að lokum má vefja þeytta rjómanum saman við allt, varlega með sleif.
1 kg kartöflur
150 g sykur
1. Sjóðið og flysjið kartöflurnar.
2. Hellið sykrinum á pönnu og hitið við hæsta hita þar til hann fer að bráðna. Hristið pönnuna reglulega til að koma í veg fyrir að hann brenni og þegar hluti er farinn að bubbla og dökkna má setja smjörið á þann stað, lækka hitann aðeins niður og hræra saman sykri og smjöri þar til sykurinn er alveg uppleystur.
3. Þá má setja kartöflurnar saman við og gott er að leyfa þeim að malla í karamellunni í svolitla stund á meðan annað er útbúið við vægan hita.
4. Ef kartöflurnar eru stórar er gott að skera þær fyrst niður í tvo eða fleiri hluta og mér finnst best að nota sleif til að blanda kartöflum og karamellu saman, það kemur í veg fyrir að þær brotni eða losni í sundur.
Það má setja smá rjóma saman við rétt 5. áður en kartöflurnar fara á pönnuna og þá verða þær mjög sléttar og fallegar . Ef því er sleppt verður karamellan þykkari og stundum festast alveg „klessur“ hér og þar, sérlega þegar kartöflurnar fara aðeins að kólna.
Síríus súkkulaði hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1933. Við Íslendingar höfum notið Síríus súkkulaðis hversdagslega en ekki síst þegar við viljum gera okkur glaðan dag og njóta þess besta. Með hátíðarútgáfu vinsælla tegunda tekur Síríus þátt í gleðinni með landsmönnum og færir þeim uppáhalds súkkulaðið sitt með hátíðarbrag.
Ostakakan okkar með blönduðum skógarberjum er dásemd á diski og himnesk í munni – Fáðu þér bragð af jólunum
fyrir 6 manns
Uppskrift 2 pakkar TORO grjónagrautur 1,3 lítrar nýmjólk 1 msk. smjör 200 ml léttþeyttur rjómi Kirsuberjasósa Ristaðar möndluflögur
Hrærið grjónagrautsbréfunum saman við mjólkina og náið upp suðu, lækkið þá hitann og leyfið að malla í 5-7 mínútur.
Takið af hellunni, hrærið smjörinu saman við og leyfið grautnum að kólna niður.
Blandið léttþeytta rjómanum næst varlega saman við grautinn með sleikju, setjið smá graut í falleg glös, smá kirsuberjasósu yfir, aftur smá graut og aftur kirsuberjasósu.
Toppið með ristuðum möndluflögum og njótið.
Uppskrift er fengin frá gotteri.is
1) Sláðu inn www.heimkaup.is í vafrann í tölvu, síma eða spjaldtölvu.
2) Í hægra horni efst á vefsíðunni smellir þú á ,,Karfan mín”
3) Ef þú ert að panta í fyrsta skipti smellir þú á ,,Búa til nýjan aðgang" en ef þú hefur áður pantað, skráir þú þig inn með netfangi og lykilorði.
4) Til að búa til nýjan aðgang fylgir þú leiðbeiningum og fyllir inn kennitölu, netfang og lykilorð og smellir á nýskrá.
4) Til hamingju! Þú ert núna með aðgang á Heimkaup.is og getur pantað vörur og fengið sendar beint heim að dyrum.
5) Ef þú átt í erfiðleikum með að stofna aðgang bendum við á að hægt er að hafa samband í síma 539-3535 eða senda póst á samband@heimkaup.is og við aðstoðum þig við uppsetningu.
Frekari upplýsingar má finna á www.heimkaup.is Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.