Fermingargjafir
Fermingargjöf beint heim að dyrum
Fermingargjafir
Fermingargreiðslan
Þegar kemur að því að huga að fermingargreiðslunni eru gott að hafa nokkur atriði í huga. Það fyrsta er að passa að hárið sé hreint, gott er að nota góðan hármaska eða djúpnæringu í aðdraganda fermingardagsins, þannig virkar hárið ekki þurrt og slitið. Það þykir alltaf fallegt að hafa náttúrulega liði, þegar kemur að því að gera slíka greiðslu er gott að þurrka hárið vel eftir þvott, setja hitavörn í hárið til að forða því frá hitaskemmdum. Byrjið á að hita krullujárn eða keilujárn. Skiptið hárinu upp og byrjið að vefja einum hárlokk í einu ( passið að hafa lokkinn ekki of þunnan) utan um járnið og bíðið í nokkrar sekúndur. Haldið áfram koll af kolli þar til að allir lokkarnir hafa verið krullaðir. Gott ráð er svo að greiða í gegnum hárið með grófri greiðu og svo er aðal atriðið að spreyja hárspreyi yfir svo að liðirnir haldist lengur. Ef að hárið virkar þurrt má setja smá glans sprey yfir til að fá fallegri áferð á hárið.
Fermingarförðun
Við mælum með náttúrulegri og ljómandi förðun á fermingardaginn. Það er mjög mikilvægt að byrja á góðu rakakremi en eitt af okkar uppáhalds rakakremum er Facial Moisturising Lotion frá CeraVe. Maybelline Instant Perfector 4in1 glow hentar einstaklega vel sem farði fyrir fermingarbörnin, en hann er léttur og gefur húðinni fallegan náttúrulegan ljóma. Fyrir þær sem vilja aðeins meiri þekju þá mælum við með L’Oréal Paris BB kremunum og græna CC kreminu fyrir þá sem eru með roða/bólur en græni tóninn aðlagast þínum húðlit og dregur úr roðanum á sama tíma. Fit Me hyljarinn henta vel til þess að fela roða og bólur. Ef þið viljið fríska aðeins upp á húðina mælum við með Maybelline City Bronzer og L’Oréal Life’s a peach kinnalitnum.
Gott er að huga að góðri húðrútínu fyrir fermingardaginn og nota vörur sem henta hverjum og einum. Fyrir þá sem eru með þurra húð mælum við með að nota t.d. Hydrating Cleanser en það er Rakagefandi hreinsir sem hreinsar burtu öll óhreinindi eins og förðunarvörur, yfirborðsóhreinindi, mengun og sót af yfirborði húðarinnar. Fyrir þá sem eru með vandamálahúð og bólur þá mælum við með Blemish Control línunni frá CeraVe og Pure Active vörunum frá Garnier, en þær eru sérstaklega hannaðar til þess að draga úr roða, hreinsa og koma jafnvægi á húðina.
Maybelline Sky high er mest seldi maskarinn og hentar öllum, hann gefur augnhárunum aukið umfang og mikla lengd eftir aðeins eina umferð. Á varirnar mælum við með okkar allra vinsælasta glossi sem heitir Lifter Gloss og fæst í mörgum mismunandi tónum. Á augabrúnirnar mælum við með Tattoo Brow Lift frá L’Oréal Paris en það er létt vax sem hægt er að fá glært eða með léttum lit, auðvelt í notkun og hentar vel fyrir yngri kynslóðina.
1. Maybelline City Bronzer sólarpúður/skygging 2. L’Oréal Wult Embel kinnalitur 3. CeraVe Hydrating hreinsir 4. Garnier Micellar Pure Actice hreinsivatn 5. CeraVe Moisturizing Lotion m. pumpu 6. Maybelline InstPerfectorGlow 7. Maybelline Tattoo Brow Lift augabrúnastifti 8. L’Oréal BB C’est Magique krem 9. Essie Gel Couture Pre-Show Jiitters 138 10. Essie Gel Couture Stitch by Stitch 50 11. Essie Sheer Luch 513 12. Essie Swoon in the Lagoon 819 13. Elegant Touch French Ombre gervineglur 109 14. Maybelline Lash Sensational Sky High maskari 15. Maybelline Lifter Gloss varagloss
1.
2. 3.
4.
5.
6.
7. 8.
9. 10.
11.
12.
13.
14.
15.
NÝT
Aðeins á Heim
XO kjúklingur tilbúinn til upphitunar, sósur & pestó.
Heitt rúllubrauð með skinku, aspas og smurosti
Hráefni
1 stk. hvítt rúllutertubrauð
1 dós sveppasmurostur (300 g)
1 dós sýrður rjómi 36% frá Gott í matinn (180 g)
1 dós niðursoðinn aspas (um 400 g)
200 g skinka
2 stk. vorlaukur
Rifinn Pizzaostur frá
Gott í matinn
Fersk steinselja eftir smekk
Hitið ofn í 200°C.
Látið rúllubrauðið þiðna við stofuhita í um það bil 30-60 mínútur. Hellið safanum af aspasnum. Skerið aspas, skinku og vorlauk í litla bita. Blandið saman í skál; smurostinum, 3 msk. af sýrðum rjóma ásamt skinku, aspas, vorlauk og dálítilli steinselju.
Opnið rúllubrauðið og breiðið úr því. Smyrjið blöndunni jafnt yfir allt brauðið og rúllið aftur varlega saman. Leggið á ofnplötu. Smyrjið þunnu lagi af sýrðum rjóma jafnt yfir upprúllað brauðið og dreifið vel af osti yfir. Bakið í ofni í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.
Heitur mexíkóskur réttur með kjúkling og hrísgrjónum
Hráefni
4 dl hrísgrjón
1 tsk. chilli
1 tsk. paprikukrydd
1 tsk. cumin
1 stk. kjúklingakraftur
500 g eldaður kjúklingur, eða 3 bringur
eldaðar og rifnar niður
400 g refried baunir í dós
250 g Mexíósk ostablanda
frá Gott í matinn
400 g taco sósa
200 g rjómaostur með graslauk og lauk
frá MS
150 g gular baunir
1 tsk. salt
1⁄2 tsk. svartur pipar
nachos flögur með ostabragði ferskur kóríander
Aðferð
Setjið 4 dl hrísgrjónum í pott ásamt 8 dl af vatni. Kryddið með chilli, papriku, cumin og kjúklingakrafti. Hrærið þar til allt hefur blandast saman. Látið suðuna koma upp á hrísgrjónunum, þegar helmingurinn af vatninu er eftir á hrísgrjónunum setjið þá lokið yfir og slökkvið undir pottinum og látið þau eldast í gufunni. Skerið kjúklinginn smátt niður og setjið í skál á samt baununum, helmingnum af ostablöndunni, taco sósu, rjómaosti og gulum baunum og hrærið. Bætið hrísgrjónunum saman við ásamt salti og pipar og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið blönduna í eldfast mót og inn í ofn við 180 gráðu hita í 20 mínútur. Takið réttinn út, setjið restina af ostinum og mulið nachos yfir réttinn.
Bakið í aðrar 10 mínútur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg. Skerið niður ferskan kóríander og dreifið yfir réttinn og berið fram heitan. Ef þið viljið vilja flýta fyrir má sjóða hrísgrjónin daginn áður, eða gera allan réttinn deginum áður og hita hann upp. Einnig er gott að bera réttinn fram með sýrðum rjóma frá Gott í matinn.
AðferðSúkkulaðikaka
Innihald:
Smjörkrem
Innihald:
500 gr smjörlíki (mjúkt)
500 gr flórsykur
2 msk vanilludropar
Fermingarkaka
Þessi uppskrift dugir í 2 botna í bökunarformi sem er 20,3 cm x 7,6 cm, hringlaga form. Hægt er að gera hálfa uppskrift í viðbót til að setja í toppinn á kökuna en það form er frá Wilton í stærðinni 15,2 cm x 5,08cm hringlaga.
Aðferð fyrir súkkulaðiköku:
Stillið ofninn á 180 gráður.
Spreyjið formin með PAM spreyji eða smyrjið þau vel að innan með smjörlíki.
Blandið þurrefnum saman í skál og gott er að sigta kakóið og hrærið létt.
Blandið svo olíunni, ab mjólkinni, vanilludropunum og eggjunum saman við og hrærið vel, ég set þetta í hrærivélina og notast við meðal hraðastillingu.
Passið að hræra blönduna vel saman þannig hún sé kekkjalaus.
Skiptið deiginu jafnt í formin tvö, setjið í ofninn og bakið í um 35 mínútur, gott að nota bökunarprjón til að kanna hvort að kakan sé alveg tilbúin.
Látið botnana alveg kólna áður en kremið og skreytingar eru settar á.
Aðferð fyrir smjörkrem:
Blandið saman í skál smjörlíki, flórsykri og vanilludropum og þeytið vel saman á góðum hraða. Því lengur sem hrært er því hvítara verður kremið.
Takið smá part af smjörkreminu til hliðar ef að valið er að lita smá part af því.
Smyrjið kreminu á kökuna, setjið vela f kremi milli botnanna og á alla kanta. Sléttið úr kreminu eins og hægt er og kælið hana í um 20 mínútur og endurtakið aðferðina. Setjið litað smjörkrem hér og þar á kökuna og að því loknu er best að strjúka yfir kökuna til að allt krem verði jafnt.
Pakkið blómastönglunum inn í blómalímband til þess að forðast að vökvi úr blómunum berist í matvælin, stingið blómunum hér og þar sem að ykkur finnst fallegast.
Uppskrift eftir Unu Dögg Guðmundsdóttur