ÁRSSKÝRSLA 2019
REGLUR OG STEFNUMÁL SAMÞYKKT Í HÁSKÓLARÁÐI 2019 Háskólaráð samþykkti þann 21. febrúar breytingar á reglum um Vísindasjóð Háskólans á Akureyri frá 18. okt. 2010. Breytingin lýtur að reglum um Rannsóknasjóð HA. Þann 21. febrúar samþykkti háskólaráð jafnframt Reglur um innritun nýrra stúdenta á 3. eða 4. námsári í hjúkrunarfræði við HA. Háskólaráð samþykkti 24. apríl eftirfarandi um fjöldatakmörkun: Fjöldatakmörkun í nám á 1. ári í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið á vormisseri 2020. Fjöldatakmörkun í nám á 1. ári í sálfræði við Hug- og félagsvísindasvið á vormisseri 2020. Þann 24. apríl samþykkti háskólaráð einnig Reglur nr. 541/2019 um breytingu á reglum nr. 596/2014 um gjaldskrá Háskólans á Akureyri. Þá samþykkti háskólaráð einnig þann 24. apríl Upplýsingaöryggisstefnu Háskólans á Akureyri og Persónuverndarstefnu Háskólans á Akureyri. Háskólaráð samþykkti 23. maí Reglur um viðbrögð við einelti, ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan Háskólans á Akureyri. Háskólaráð samþykkti einnig 23. maí Reglur vegna málefna fyrrverandi starfsmanna Háskólans á Akureyri á eftirlaunum. Háskólaráð samþykkti 24. október Launastefnu Háskólans á Akureyri. Háskólaráð samþykkti þann 21. nóvember breytingar á reglum um Vísindasjóð frá 18. okt. 2010. Breytingin lýtur að reglum um Ferðasjóð HA. Þann 21. nóvember samþykkti háskólaráð ennfremur Skjalastefnu Háskólans á Akureyri.
7