Ársskýrsla 2019

Page 64

ÁRSSKÝRSLA 2019

STÚDENTAFÉLAG HÁSKÓLANS Á AKUREYRI – SHA

Framkvæmdastjórn SHA. Frá vinstri: Sólveig María Árnadóttir, Jón Hlífar Aðalsteinsson og Helga Björg Loftsdóttir

Stúdentafélag Háskólans á Akureyri er félag allra innritaðra stúdenta við Háskólann á Akureyri. Félagið er fyrst og fremst hagsmunafélag stúdenta, bakland og sameiningartákn aðildarfélaga þess og þeirra aðila sem sinna trúnaðarstörfum á vegum félagsins. Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur yfirumsjón með viðburðum á sviði skemmtana-, íþrótta- og fjölskyldumála og stendur á bak við aðildarfélög sín til þess að sinna þessum málaflokkum innan sinna deilda. Félagið stendur vörð um hagsmuni heildarinnar, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki háskólans að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta, beint eða óbeint. Auk þess vinnur félagið náið með hagsmunafélögum annarra stúdenta, sérstaklega í gegnum LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta. Aðildarfélög SHA eru deildarfélög háskólans og er það val stúdenta hvort þeir skrá sig í aðildarfélag eða ekki. Aðildarfélög sjá um hagsmunagæslu félagsmanna sinna og sitja fulltrúar þeirra deildarfundi, deildarráðsfundi og fræðasviðsfundi fyrir hönd viðkomandi stúdentahópa. Þá tilnefna aðildarfélögin einnig fulltrúa í náms- og matsnefndir sinna deilda. Auk þess standa aðildarfélögin straum af félagslífi stúdenta. Aðildarfélögin eru: • Data, félag tölvunarfræðinema • Eir, félag heilbrigðisnema • Forseti, félag lögreglufræðinema • Magister, félag kennaranema • Reki, félag viðskiptafræðinema • Stafnbúi, félag nema í auðlindafræðum • Þemis, félag laganema Stúdentaráð fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda, tekur bindandi ákvarðanir fyrir framkvæmdastjórn og fulltrúa félagsins og stendur við bakið á stúdentum í ráðum og nefndum og er þeim innan handar í embættisstörfum þeirra. Stúdentaráð skipa framkvæmdastjórn,

64

formenn aðildarfélaganna og formenn fastanefndanna, sem kosnir eru til eins árs í senn. Auk þess á fulltrúi stúdenta í Háskólaráði HA á sæti í stúdentaráði. Framkvæmdastjórn SHA er skipuð formanni, varaformanni og fjármálastjóra ráðsins. Daglegur rekstur félagsins er í höndum framkvæmdastjórnar og ber hún ábyrgð á því að halda réttindaskrifstofu félagsins opinni fyrir stúdenta. Þá er formaður félagsins helsti talsmaður stúdenta Háskólans á Akureyri, innan háskólans sem utan. Fyrsti fundur stúdentaráðs var haldinn 20. mars 2019 en alls voru haldnir 8 formlegir fundir á starfsárinu. Á þessu starfsári áttu 16 einstaklingar sæti í stúdentaráði en formaður SHA situr einnig í Háskólaráði og því voru fulltrúar stúdentaráðs 17, líkt og lögin kveða á um. Fulltrúum í stúdentaráði hefur fjölgað frá fyrra starfsári, stofnuð var ný fastanefnd, gæðanefnd, og á formaður hennar sæti í stúdentaráði. Þá var sú lagabreyting gerð að fulltrúi stúdenta í Háskólaráði HA á nú sæti í stúdentaráði og teljum við það vera mikilvæga breytingu til þess að undirbúa háskólaráðsfulltrúann betur fyrir fundi, auk þess sem upplýsingaflæði er mun skilvirkara, þar sem ekki er tryggt að formaður SHA sitji endilega í Háskólaráði. Loks var nýtt aðildarfélag stofnað í lok síðasta starfsárs, Forseti, félag lögreglufræðinema, en áður tilheyrðu lögreglufræðinemar Þemis, félagi laganema. Lögreglufræðinemar kölluðu eftir eigin hagsmunafélagi, nemendum sínum til hagsbóta. Teljum við þó að á komandi starfsári þurfi að endurskoða skipulag aðildarfélaganna, með tilliti til nýs skipurits deilda og sviða háskólans. Á fyrsta fundi var farið yfir starfsemi ráðsins og línur lagðar fyrir komandi starfsár. Líkt og síðustu starfsár var einhugur um það að rauði þráðurinn í starfsemi stúdentaráðs ætti að vera hagsmunabarátta og hagsmunagæsla stúdenta. Allir fulltrúar stúdentaráðs hafa lagt sitt af mörkum þegar kemur að hagsmunamálum og staðið sína vakt vel og örugglega. Þó er ljóst að kvörtunarferli stúdenta HA er orðið gamalt og vefst gjarnan fyrir stúdentum. Því samþykkti stúdentaráð þá bókun einróma á fundi sínum í janúar að fyrsta verkefni nýrrar framkvæmdastjórnar væri að endurskoða kvörtunarferlið í samráði við Gæðastjóra HA, með það að markmiði að gera það skilvirkara og þægilegra, öllum til hagsbóta, svo að tryggt sé að mál fari ætíð réttar boðleiðir. Nokkur erfið mál hafa borist á borð stúdentaráðs og hefur verið unnið að þeim með samvinnu, með það að markmiði að komast ætíð að sem sanngjarnastri niðurstöðu. Aðgangstakmarkanir og aðgengi að háskólanum hafa mikið verið til umræðu á starfsárinu. Þær umræður eru flóknar og oft og tíðum sárar. Stúdentaráð hefur þó ætíð talað fyrir því að gæði námsins séu ætíð sett í fyrsta sæti þegar kemur að aðgengi að háskólanámi. Líkt og síðustu tvö starfsár hefur SHA haft þjónustusamning við Stúd-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.