Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. til 25. nóvember 2019

Page 1


11

10

20

20

20 09

20 08

20 07

20 06


HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR 21. TIL 25. NÓVEMBER 2019 Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Mánudagur

2 1. nóvember 22. nóvember 23. nóvember 24. nóvember 25. nóvember

kl. 16-19 kl. 1 1-18 kl. 1 1-18 kl. 1 1-18 kl. 1 1-18

A ER ÐG Ó AN KE G YP UR IS !

VERIÐ VELKOMIN!

EKKI MISSA AF NEINU

SKÚLAVERÐLAUN 2019 VERÐLAUN FYRIR BESTA NÝJA HLUTINN Á SÝNINGUNNI Þátttakendur á sýningunni í Ráðhúsinu í nóvember geta tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR ákveðna nýja vöru í verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn. Hugmyndin er að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Hlutirnir verða að vera nýir og hafa hvorki verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins. Valnefnd sérfróðra mun ákveða hver hlýtur verðlaunin.

3


A LA LARA – NYTJALIST AÐ AUSTAN Vörulínan er unnin í samstarfi Láru Vilbergsdóttur og hönnuða og handverksmanna á Austurlandi. Unnið er með efnivið skógarins og markmiðið að hanna og framleiða nytjahluti sem hægt er að nýta á fjölbreytilegan hátt og koma með ferskan hlýleika skógarins inn í híbýli fólks á ný. Efniviðurinn er alltaf í fyrsta sæti og er lagt upp með að hann njóti sín og verði vonandi staðgengill plast og gerviefna.

4


A STUDIO Íslensk hönnun og framleiðsla eftir grafíska hönnuðinn Áslaugu Baldursdóttur sem rekur hönnunarstofuna A Studio. Vörur Áslaugar eru byggðar á íslenskum og norrænum menningararfi.

5


AGNDOFA HÖNUNARHÚS Íslensk hönnun og framleiðsla eftir grafíska hönnuðinn Sigrúnu Björgu Aradóttur sem á og rekur Agndofa hönnunarhús. Vörur Sigrúnar eru fallegar og sniðugar og leggur hún mikla áherslu á notagildi.

6


AGÚ Agú barnaföt var stofnað árið 2012 með það að leiðarljósi að hanna og framleiða þægilegan og litríkan fatnað á börn úr vönduðum efnum. Brynja Dögg Gunnarsdóttir rekur Agú og er öll framleiðslan á Íslandi.

7


AUÐUR BERGSTEINS Auður Bergsteins bróderar í hnykla. Hún tekur gamlan útsaum , hekl og prjón og býr til úr því bróderaðir jólakúlur. Hún gerir einnig engla og notar í pilsin slæður og silki.

8


AUDUR INGA Auður Inga keramikhönnuður vinnur aðallega grófan leir sem er raku-brenndur og nýtir ýmsar vinnsluaðferðir við verkin til að ná fram þeim áhrifum sem þessi brennsluaðferð býður uppá. Auður notar einnig hefðbundnar brennsluaðferðir.

9


BLÓMKOLLUR Blómkollur er íslensk hönnun eftir Siggu Soffíu. Glæsilegt rúmföt unnin úr 100%, 400 þráða bómullarsatíni og handklæði unnin úr hágæða tyrkneskri bómull. Endingargóðar og vandaðar vörur myndskreyttar með vatnslitaverkum Siggu Soffíu þar sem hún fléttar jurtir úr flóru Íslands við hringlaga form mandölunnar. Hún tengir þannig hinn aldagamla táknheim mandölunnar við orku íslenskrar náttúru.

10


BOOK OF THE (Y)EAR Anna M. Konráðsdóttir, bókbandsmeistari, rekur Book of the (y)ear. Hönnunin samanstendur af allskonar litlum bókum í hinum ýmsu formum m.a. sem eyrnalokkar, bókamerki og hálsmen. Bækurnar eru unnar úr gæðaefnum og er t.d. notað skinn eða roð í flestar bækurnar.

11


COOL DESIGN ICELAND Sigrún Einarsdóttir hefur rekið Cool Design í 9 ár en er með 25 ára hönnunarferil að baki. Hún vinnur í mjög fjölbreyttan efnivið en ávallt í anda umhverfisverndar. Undanfarin ár hefur hún sérhæft sig í listrænni endurvinnslu á skálum og bökkum úr bókarefni. Flestar hennar vörur eru handunnar og/eða myndskreyttar af henni sjálfri.

12


DAYNEW Dagný Gylfadóttir keramikhönnuður, hannar og framleiðir fjölbreytta hluti úr postulíni. Hún býr til gullslegna pastellitaða vasa, kertastjaka, skálar, blómapotta og margt fleira. Glamour og skemmtileg hönnun einkennir DAYNEW.

13


DJÚLS DESIGN Júlía Þrastardóttir smíðar undir merkinu djúls design en hún leggur ríka áherslu á íslenskar hefðir og sérhæfir sig meðal annars í smíði á hinu forna handbragði víravirki sem einkennir íslenska þjóðbúninginn og nýtir það í sína hönnun og nýsköpun.

14


EMBLA Embla keramikhönnuður vinnur í postulín og nýtir eiginleika þess við hönnun sína. Hún notar sérstaka hnífa til að skera út og býr þannig til mynstur í verk sín. Hún leggur áherslu á hreinar línur og smáatriði og hefur aðalega unnið með svart og hvítt en verður núna með nýja línu í mildum pastellitum.

15


FABIA DESIGN Guðný Björk Pálmadóttir rekur Fabia Design á Selfossi. Fabia Design leggur metnað sinn í að framleiða vörur úr umhverfisvænu hráefni og eru allar vörurnar hannaðar þannig að þær skilji eftir sig eins lítið umhverfisspor og mögulegt er.

16


FANNEY ANTONSDÓTTIR Fanney hannar slæður úr silki og ull, slæðurnar eru handmálaðar, handlitaðar og prentaðar.

17


FJÖRUPERLUR Kristín Þórunn Helgadóttir á Þingeyri vinnur skartgripi úr íslenskum þangkúlum. Vinnsla og tækni við klóþangið er hennar hugmynd og hún lætur náttúrulegan lit þangsins halda sér.

18


FLUGA DESIGN Fata- og fylgihlutalína hönnuð og framleidd af Eddu Skúladóttur. Hún notar eingöngu gæðaefni og vinnur flest munstrin sjálf með handlitun og þannig verður hver flík einstök.

19


GLUGGAGALLERY Sigurður tálgar skúlptúra og ýmsa karaktera úr tré. Viðurinn sem hann notar er venjulega ný felldur. Karakterarnir eru allir hver með sínu lagi og engir tveir eins.

20


GUDNYHAF Guðný Hafsteinsdóttir er keramiker og vinnur verk sín í postulín og steinleir. Innblástur verka hennar kemur g jarnan frá formum úr umhverfinu s.s. þakrennum og brautarteinum. Verk hennar einkennast af hugmyndaauðgi, fjölbreytni, meðvitund um fortíðina og næmri tilfinningu fyrir samtímanum.

21


GUÐRÚN KOLBEINS DESIGN Guðrún Kolbeins veflistakona blandar saman ólíkum náttúrutrefjaþráðum. Hún handvefur bæði sjöl og trefla.

22


GUSTA.IS Ágústa Þóra Jónsdóttir tvinnar saman íslenskri ull og alpakka til að búa til Mosa mjúkull, sem hefur styrk og mýkt alpakka og léttleika og hita íslensku ullarinnar. Hún hannar auk þess prjónauppskriftir, sem eru aðgengilegar á vefsíðunni gusta.is og hefur gefið út prjónabækur og búið til vinsæla prjónapakkana. Nýtt hjá Gústu er handlitað Gústu alpakka garn í samvinnu við Dóru Óskars.

23


HALLDORA HALLDORA er íslenskt hátísku skó og fylgihlutamerki í eigu Halldóru Eydísar skóhönnuðar, stofnað 2011. Halldóra einbeitir sér að því að gera þægilega og fallega hælaskó, en hælar, snið og öll mót eru sérstaklega hönnuð og þróuð af henni. Hún fær innblástur frá villtri ósnortinni náttúru Íslands og gömlum hefðum. Vörurnar eru handunnar og oft með skemmtilegum smáatriðum, s.s. hekluðum hrosshárum, einstöku náttúrulegu hreindýraleðursmynstri og samsetningum.

24


HANDBRÓDERAÐIR PÚÐAR – ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR Þórdís býr á Akureyri og þar verða útsaumsverk hennar til. Púðar og myndir, og nú hafa bæst við tækifæriskort þar sem útsaumur Þórdísar fær að njóta sín í prentuðu formi.

25


HELGI BJÖRNSSON Helgi er sauðfjárbóndi í Huppahlíð í Miðfirði. Hann tálgar fólk og húsdýr af mikilli list og hefur hvert verk sinn karakter.

26


HIMNESKIR HERSKARAR Páll Garðarsson rekur handverkstæði Himneskra herskara. Hann tálgar og málar fjölbreytta muni úr tré, s.s. hreindýr, engla og fólk.

27


HJARTALAG Hjartalag er hönnunarsmiðja með stórt hjarta þar sem lagt er upp úr persónulegri þjónustu, hlýlegum g jafavörum, gullkornum og ljóðum. Konan bak við Hjartalag er Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og semur hún bæði ljóðin og gullkornin sem prýða margar vörurnar hennar. Hjartalag og Hulda eru búsett á Akureyri.

28


HJARTANS LIST Jólahandverk frá Hjartans list á sér langa sögu sem hjónin Bragi Baldursson og Guðrún L. Erlendsdóttir hafa skapað saman síðustu áratugi. Einnig hefur Bragi hannað og framleitt ýmsar aðrar vörur unnar úr tré.

29


INGA ELÍN DESIGN Inga Elín kynnir nýjustu línu sína af Veltibollum sem hafa verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Hún hefur hannað þá í þrjá áratugi og sækir innblástur sinn til náttúru landsins.

30


INGIBJÖRG ÓSK Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir keramikhönnuður framleiðir handunna nytjahluti úr steinleir eða postulíni. Hlutir hennar eru stílhreinir og oft tvinnar hún saman ólíkum efnivið í nytjahlutinn eins og leir og tré.

31


INTERIOR Margrét Steinunn Thorarensen er hönnuður fyrirtækisins og hefur séð um vöruhönnun og innanhússráðg jöf fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Hún leggur áherslu á náttúruleg, endingargóð og umhverfisvæn efni en hún notar m.a. bólsturull sem er endurunnin úr hátískuiðnaðinum frá Prato á Ítalíu og einnig bólsturull frá Nýja-Sjálandi sem kemur með staðsetningarkóða sem rekja má beint til býlis.

32


ÍSAFOLD Á bakvið Ísafold stendur Heiðrún Björk Jóhannsdóttir fylgihlutahönnuður. Heiðrún hannar og framleiðir töskur og fylgihluti úr leðri og selskinni. Áherslan er aðallega sett á töskur, sem oftast eru einfaldar en þó eru smáatriðin alltaf aðalatriðin og oft eru töskurnar þannig hannaðar að notkunar möguleikarnir eru margir og litaúrvalið fjölbreytt.

33


ÍSLENSK.IS Íslensk hönnun og framleiðsla eftir Hugrúnu Ívarsdóttur útstillinga- hönnuð. Hönnunin byggir á íslenskum og norrænum menningararfi. Einkunnarorð hönnunarinnar eru „Hver hlutur á sér sögu“ og „Frá þjóðararfi til hönnunar“.

34


LEÐURVERKSTÆÐIÐ Saga Leðurverkstæðisins er löng en upphaf þess má rekja til ársins 1937. Leðurverkstæðið býður í dag m.a. upp á gott úrval af axlaböndum, leðurbeltum, töskum, veskjum, svuntum o.fl.

35


LEIRBAKARÍIÐ Leirbakaríið er rekið af leirlistarmönnunum og kennurunum Kolbrúnu Sigurðardóttur og Maríu Kristínu Óskarsdóttur. Þær hafa komið sér upp aðstöðu til að sinna list sinni í gömlu bakaríi á Akranesi. Þær bjóða einnig uppá fjölbreytt námskeið ásamt því að reka sölu- og sýningargallerí.

36


LISTFORM REYKJAVÍK Elísabet Kvaran rekur Listform Reykjavík. Elísabet framleiðir nytjavörur eins og glasamottur, segla, púða, taupoka, slæður og fleira með verkum eftir Karl Kvaran listmálara.

37


MAXSI Magnea og Sigurborg standa á bakvið merkið MaXsi. Þær eru með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar og þar vinna þær allar sínar vörur.

38


NADINE GLERPERLUR Nadine er frönsk að ættum en hefur búið í aldarfjórðung á Íslandi. Hún handsmíðar einstakar litríkar glerperlur og gerir úr þeim nytjamuni og skartgripi sem ekki sjást á hverju götuhorni.

39


NORDIC ANGAN Nordic angan er eimingarstofa og hönnunarstúdíó sem framleiðir ilmtengdar vörur úr íslenskri náttúru.

40


NORDIC HERITAGE Nordic Heritage er textílfyrirtæki sem sækir sér innblástur úr straumum nútímans ásamt tíðaranda liðinna alda. Vörulínan byggir á hönnun í sígildum, hlutlausum litum og svölum og sterkum norrænum mynstrum.

41


NYTYS Virginija Stigaite sem kemur frá Litháen og hannar undir merkinu NYTYS. Hún handvefur sjöl, trefla, ábreiður og kjóla úr hágæða hráefni s.s. hör, silki, ull og bómull.

42


PHILIPPE RICART Philippe er franskur en hefur búið á Íslandi áratugum saman. Honum er margt til lista lagt en hefur undanfarið einbeitt sér að vefnaði. Hann vefur teppi, sjöl og trefla í vefstól en smærri verk s.s. lyklakippur og gítarólar með spjaldvefnaði.

43


PRENTSMIÐUR Lilja Rut Benediktsdóttir hannar og framleiðir á Íslandi mikið úrval af skipulagsvörum - einfaldar en fallegar vörur sem eru jafnframt nytsamlegar.

44


RAGNA INGIMUNDARDÓTTIR Ragna leirkerasmiður vinnur með grófan steinleir og munstrin eru tekin úr náttúrunni. Hún handmálar hvern hlut, pensilstrokurnar verða mismunandi og hver hlutur verður einstakur.

45


RAUS REYKJAVIK Raus Reykjavík er gullsmíðaverkstæði og verslun á Njálsgötu 22, þar sem þær Auður Hinriksdóttir, Rut Ragnarsdóttir og Svana Berglind Karlsdóttir blása lífi í hugverk sín gegnum eðalmálma og steina.

46


ROOTS Helga Rut Einarsdóttir vinnur vandaðar umhverfisvænar vörur úr fallegum restum og bútum úr ull, leðri o.fl. Kveikjan að vörum Roots er fyrst og fremst að nýta!

47


RUNIA runia er skartgripafyrirtæki staðsett á Dalvík og rekið af Rúnari Jóhannessyni gullsmið og Björku Hólm. Skartgripir frá runia eru hannaðir út frá víravirkis-arfleið Íslendinga og hver skartgripur er handsmíðaður. Fágun og nákvæmni í hönnun og smíði runia gerir það að verkum að hver gripur er einstakt listaverk.

48


RYK ÍSLENSK HÖNNUN Fatalína RYK er hönnuð fyrir allar konur með þægindi, gæði og glæsileika í huga og við hvaða tilefni sem er. Hannað og framleitt af Kristínu Kristjánsdóttur á vinnustofu RYK að Bæjarlind 1-3 í Kópavogi. Verslunin er 15 ára í ár og starfa þar færir klæðskerar sem veita góða og persónulega þjónustu.

49


SINDRANDI HANDVERK Geirþrúður Ósk Geirsdóttir notar bæði náttúrulegan efnivið og sjórekið gler fengið úr fjöru í Kjós í Hvalfirði, í steinverk undir nafninu Sindrandi Handverk.

50


SKATA.IS Stólarnir Skata (1959) og Þórshamar (1960-61) eru fyrstu formbeygðu stólarnir framleiddir á Íslandi. Hönnuður stólana er Halldór Hjálmarsson (1927-2010), en sonur hans Örn, stendur nú að framleiðslunni í gegnum fyrirtækið Random ark. Skötustóllinn er 60 ára á þessu ári og verður sérstök afmælisútgáfa kynnt ásamt nýjustu útfærslunumaf Skötu og Þórshamri. Gestum gefst kostur á að láta sérútbúa stóla fyrir sig og jafnvel taka þátt í framleiðslunni á sýningunni, en lítið húsgagnaverkstæði verður á kynningarbásnum.

51


TINGANELLI REYKJAVÍK Valentína Tinganelli er skó og fylgihlutahönnuður sem leggur metnað sinn í að skapa einstaka hönnun úr bestu fáanlegu hráefnum sem er handunnið bæði á Íslandi og á Ítalíu.

52


TÍRA LJÓMANDI FYLGIHLUTIR Alice Olivia Clarke hefur unnið einstaka fylgihluti úr íslenskum lopa og endurskinsþræði síðan 2008, hönnun sem blandar saman íslenskum hefðum og nútímaefnum. Fylgihlutirnir njóta sín sem skart að degi til, en þegar rökkva tekur kemur endurskin þráðarins sem leynist í lopanum í ljós.

53


TOGGA Undir nafninu Togga hannar Þorgerður Kjartansdóttir. Hún leggur mesta áherslu á hönnun og eigin framleiðslu á skartgripum. Hún notast mikið gamla tækni við skartgripagerðina. Togga vinnur mest úr leðri og ýmsum perlum, m.a. perlum sem gerðar eru úr skeljum og náttúrusteinum.

54


UNDUR Hönnun eftir ljósmyndarann og landgræðslufræðinginn Jóhönnu Pétursdóttur. Ljósmyndir Jóhönnu úr íslenskri náttúru prýða fallegar silkislæður, mussur (kaftan), hálsbindi og þverslaufur. Vertu umvafin/-n íslenskri náttúru!

55


USART/DESIGN Unnur Sæmundsdóttir er leirkerasmiður og myndlistarmaður sem vinnur nytjahluti í steinleir og vinnur í vatnslit og akryl myndir og teiknar með penna. Hún steypir í mót ólíka hluti sem síðan eru teknir í sundur og settir saman á ólíkan hátt. Dúkkuleikur leikur stórt hlutverk í kerta/vösum sem hún gerir. Bollar og glös eru handmáluð og hver hlutur er einstakur.

56


VIOLITA Violita Urbonaitė kemur frá Litháen. Hún prjónar handstúkur og ýmsa smávöru úr ull og silki.

57


A STUDIO VORHÚS Vorhús hönnun Íslensk er íslenskt og hönnunarhús framleiðsla eftir semgrafíska byggt er hönnuðinn á vinsælli Áslaugu hönnun BaldursdótturHallgrímsdóttur Sveinbjargar sem rekur hönnunarstofuna og kynnir nú til A Studio. leiks hönnun VörurSigríðar ÁslaugarHaraldsdóttur Bjargar eru byggðar á-íslenskum Íslensk fjöll. ogVorhús norrænum er íslenskt menningararfi. hönnunarfyrirtæki með fjölbreytt vöruúrval og hágæða framleiðslu sem tryggir endingu og gott notagildi. Á markaðnum verða kynntar fjölmargar nýjungar í bland við vinsælustu vörur Vorhúsa.

58


18

20

17

20

20 16

20 15

20 14

20 13

20 12



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.