16. MAÍ - 7. JÚNÍ 2020
HANDALÖGMÁL
ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR ǀ PHILIPPE RICART ǀ ÝR JÓHANNSDÓTTIR
HANDVERK OG HÖNNUN ǀ GUNNARSSTOFNUN
HANDBRÓDERAÐIR PÚÐAR Háilundur 10 600 Akureyri s. 821 5331 hl10@simnet.is Facebook Instagram
ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR BÝR Á AKUREYRI OG ÞAR VERÐA ÚTSAUMSVERK HENNAR TIL. ÞÓRDÍS NOTAR BLÓMSTURSAUM Í FALLEGA PÚÐA OG MYNDIR. BLÓMSTURSAUMUR ER ÚTSAUMSAÐFERÐ SEM NOTUÐ VAR TIL AÐ SKREYTA PILSSVUNTU OG SAMFELLU ÍSLENSKRA FALDBÚNINGA. ÚTSAUMUR ÞÓRDÍSAR ER SJÁLFSPROTTINN, HÚN ÞRÆÐIR NÁL MEÐ LITFÖGRU GARNI OG STINGUR FYRSTA SPORIÐ. ÞAR MEÐ HEFST SAMVINNA HUGAR OG HANDAR OG UM LEIÐ GERIR ÞÓRDÍS GAMLA HANDVERKSHEFÐ AÐ SINNI.
PHILIPPE RICART Háholt 11 300 Akranes s. 695 8738 phiric@islandia.is Facebook
PHILIPPE RICART PHILIPPE RICART VEFUR LÉTT OG FALLEG SJÖL, TEPPI OG HÁLSKLÚTA MEÐ VAÐMÁLSVEFNAÐI OG NOTAR EINGÖNGU ÍSLENSKA ULL. VAÐMÁLSVEFNAÐUR OG PRJÓNLES ÚR ÍSLENSKRI ULL VAR MIKILVÆG ÚTFLUTNINGSAFURÐ ÍSLENDINGA FYRR ÁÖLDUM. PHILIPPE BÝR Á AKRANESI OG ER EINN AF OKKAR FREMSTU LISTHANDVERKSMÖNNUM HANN ER MJÖG FJÖLHÆFUR OG HEFUR STARFAÐ Í MÖRG ÁR. HANN VINNUR MEST ÚR ÍSLENSKU HRÁEFNI OG MEST Í ÍSLENSKA ULL. HANN VINNUR LÍKA TÖLUVERT Í ÍSLENSKAN VIÐ, BÆÐI LERKI OG BIRKI.
ÝRÚRARÍ yr@yrurari.com www.yrurari.com Facebook Instagram
ÝR JÓHANNSDÓTTIR TEXTÍLHÖNNUÐURINN ÝR JÓHANNSDÓTTIR HEFUR UNNIÐ MEÐ PEYSUFORMIÐ OG PRJÓN SÍÐAN 2012. ÝR ER ÞEKKT FYRIR MIKLA LEIKGLEÐI OG FYNDNI Í BLAND VIÐ HAGNÝTNI Í VERKUM SÍNUM OG HAFA PEYSURNAR HENNAR VAKIÐ VERÐSKULDAÐA ATHYGLI HÉRLENDIS OG ERLENDIS. UNDANFARIN ÁR HEFUR EFNISVAL Í VERKEFNUM ÝRAR FÆRST Í SJÁLFBÆRARI ÁTTIR OG ÞEMAÐ Í SKÖPUNARFERLINU GJARNAN MEÐ UNDIRLIGGJANDI HUGLEIÐINGUM UM VITUNDARVAKNINGU Á TEXTÍLNEYSLU.