ARSSKYRSLA HANDVERKS OG HONNUNAR 2015

Page 1

Scarab, OrriFinn

ÁRSSKÝRSLA 2015 HANDVERK OG HÖNNUN Aðalstræti 10 101 Reykjavík

www.handverkoghonnun.is handverk@handverkoghonnun.is

s. 551 7595


efnisyfirlit Efnisyfirlit Inngangur____________________________________________________________ 3 Markmið ___________________________________________________________ 3 Stjórn og starfsmenn _________________________________________________ 3 Rekstur ______________________________________________________________ 4 Fundir ______________________________________________________________ 5 Stjórnarfundir _______________________________________________________ 5 Ráðgjafafundir ______________________________________________________ 5 Þjónusta _____________________________________________________________ 6 Fréttabréf __________________________________________________________ 6 Ráðgjöf og fyrirlestrar ________________________________________________ 6 Þjónusta við gerð kynningarefnis ________________________________________ 6 Sýningar _____________________________________________________________ 7 Á Skörinni __________________________________________________________ 7 Þemasýningar _______________________________________________________ 8 Kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur _________________________________________ 10 Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 14.- 18. maí 2015 ________________ 10 Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 5.- 9. nóv. 2015 _________________ 11 Skúlaverðlaunin 2015 ________________________________________________ 12 Erlent samstarf ______________________________________________________ 13 Révélations - Fine Craft and Creation Fair í Grand Palais, París _______________ 15 HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2015 ____________________________________ 17 Lokaorð ____________________________________________________________ 18 Skoðanakannanir _____________________________________________________ 19 Niðurstöður viðhorfskönnunar maí 2015 ________________________________ 19 Niðurstöður viðhorfskönnunar nóvember 2015 ___________________________ 26 Niðurstöður viðhorfskönnunar - þátttakendur frá 2006-2015 ________________ 36


Inngangur

síða 03

Inngangur Markmið Markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR sjálfseignarstofnunar sem voru samþykkt á stofnfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2007 eru eftirfarandi:  Eitt af markmiðunum er að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði.

   

Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði. Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi. Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar. Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði. Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.

Stjórn og starfsmenn Í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Birta Flókadóttir formaður, Halla Bogadóttir, varaformaður, Signý Ormarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Vilmundur Jósefsson meðstjórnendur. Varamenn eru Árni Snæbjörnsson og Þórey S. Jónsdóttir. Halla Bogadóttir hætti í stjórn HANDVERS OG HÖNNUNAR í ársbyrjun 2015. Ekki hefur verið skipaður nýr í stjórn ennþá en Árni Snæbjörnsson varamaður í stjórn hefur tekið þátt í stjórn síðan. Fastir starfsmenn eru Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri og Fjóla Guðmundsdóttir sérfræðingur. Þær eru báðar í 100 % starfi. Um færslu á bókhaldi sér Sveinbjörn Bjarnason bókari og Þorvaldur Þorvaldsson löggiltur endurskoðandi sér um endurskoðun.


Rekstur

síða 04 Rekstur

Framlag ríkisins til starfseminnar hefur því miður farið lækkandi og tilraunir til að afla styrkja í samfélaginu hafa ekki borið mikinn árangur.

Ljóst var strax í ársbyrjun 2015 að fjárhagsstaða HANDVERKS OG HÖNNUNAR yrði mjög erfið þegar ljóst var mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði rekstrarsamning við HANDVERK OG HÖNNUN til 3ja ára upp á 14M. Samningur til 3ja ára í senn er mjög mikilvægur en fjárveiting til starfseminnar samkvæmt samningnum dugar alls ekki til að halda út starfsemi verkefnisins. Afar þröngur fjárhagur síðustu ára hefur orsakað það að við höfum ekki getað haft frumkvæði að verkefnum. Verkefnin sem við stóðum fyrir þegar fjárhagur okkar var betri voru afar mjög fjölbreytt og hafa skipt miklu máli í þróun handverks og listiðnaðar á Íslandi. Framlag ríkisins til starfseminnar hefur því miður farið lækkandi og tilraunir til að afla styrkja í samfélaginu hafa ekki borið mikinn árangur. Alltof mikill tími starfsmanna fer í vinnu við að afla fjármuna á kostnað vinnu samkvæmt markmiðum starfseminnar. HANDVERK OG HÖNNUN er í raun í samkeppni við umbjóðendur sína um fjármagn. Framlag ríkisins til starfseminnar var 2008 17.5 M og ætti samkvæmt vísitölu neysluverðs að vera kr. 26.426.765 fyrir árið 2015. Það er ljóst að starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR verður ekki haldið úti á nema aukinn stuðningur komi frá stjórnvöldum. Stjórn fól framkvæmdastjóra að rita fimm ráðherrum í ríkisstjórn Íslands bréf og kalla eftir viðbrögðum. Stjórn fór fram á 6M króna viðbótarfjárveitingu. Hugmyndin er að stjórnvöld greiði fyrir fastan grunnkostnað vegna starfseminnar en öll verkefnin standi undir sér. Fátt var um svör. Stjórn HANDVEKRS OG HÖNNUNAR skrifaði síðan forsætisráðherra nýtt bréf í október 2015 og loks í lok febrúar 2016 ákvað ríkisstjórn Íslands að veita verkefninu 6M til viðbótarfjárveitingu. Það var mikill léttir þar sem reksturinn var komin á heljarþröm. Loforð liggur fyrir að gengið verði til nýrra samninga við HANDVERK OG HÖNNUN og viðunandi fjármunir fáist á árinu 2017.


Fundir

síða 05 Fundir

Stjórnarfundir Haldnir voru tveir formlegir stjórnarfundir á árinu 2015 þann 13. mars og 28. september. Stjórnarformaður og stjórnarmenn er þó í reglulegu sambandi við skrifstofuna utan þessara formlegu funda. Stjórn þiggur ekki laun fyrir stjórnarstörf. Ráðgjafafundir Í stofnskrá HANDVERKS OG HÖNNUNAR er gert ráð fyrir tíu manna ráðgjafahópi sem á að vera stjórn og starfsmönnum stuðningur við að skipuleggja framtíðarverkefni. Ráðgjafafundirnir voru mikilvægir til að auka tengsl starfsfólks og stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR við grasrótina. Nú eru önnur tæki aðgengileg sem nota má á virkari hátt í þessu skyni. Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga ekki bara tíu aðila. T.d. var gerð könnun meðal allra þeirra sem tekið hafa þátt í sýningum/kynningum HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Ráðhúsi Reykjavíkur frá upphafi (árinu 2006) til 2015 (bls. 36). Kannanir af þessu tagi eru betri og ódýrari leið til að vera í virku sambandi við grasrótina. Niðurstöður allra kannananna og skýrslur sem gerðar hafa verið af eða fyrir HANDVERK OG HÖNNUN eru birtar á vefnum. Sjá: www.handverkoghonnun.is/islenska/um-handverk-og-honnun/skyrslur


Þjónusta

síða 06 Þjónusta

Fréttabréf Fréttir eru sendar í tölvupósti 5-6 sinnum í mánuði til rúmlega 1200 manns. Í fréttabréfinu eru öll verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR vandlega kynnt. Þar er einnig vakin athygli á námskeiðum, sýningum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem er áhugavert fyrir okkar umbjóðendur. HANDVERK OG HÖNNUN heldur einnig úti fésbókarsíðu og fylgjendur hennar eru nú 3.713.

Átak var gert síðustu ár að safna kerfisbundið upplýsingum um handverk og listiðnað um allt land.

Ráðgjöf og fyrirlestrar HANDVERK OG HÖNNUN á nú eftir langt starf mikið myndefni og þar hefur einnig safnast mikil þekking. Átak var gert síðustu ár að safna kerfisbundið upplýsingum um handverk og listiðnað um allt land. Þetta átak var unnið í samstarfi við menningarfulltrúa, nýsköpunar- miðstöðvar, þróunarfélög, klasasamstarf og atvinnuráðgjafa. Mjög sterkt tengslanet er fyrir hendi hjá HANDVERKI OG HÖNNUN um allt land. Fundað var á Egilsstöðum 30. janúar og fundur og fyrirlestur á Fárskrúðsfirði 31. janúar. Þingeyri 15. og 16. júní voru ráðgjafaviðtöl og önnur aðstoð vegna opnunar nýs sölustaðar handverks og listiðnaðar á Þingeyri. Fundað var á Austurlandi 6. 7. og 8. október. Fyrst á Raufarhöfn, Vopnafirði og svo Egilsstöðum. Einnig var Fræðasetur um Forystufé heimsótt sem staðsett er á Svalbarði í Þistilfirði. Þjónusta við gerð kynningarefnis HANDVERK OG HÖNNUN hefur undanfarin ár aðstoðað fólk við gerð kynningarefnis. Á árinu 2015 voru sett upp og prentuð samtals 67 þúsund kynningarkort fyrir starfandi handverks- og listiðnaðarmenn og hönnuði. Það fæst töluverð hagræðing með þessu móti og kynningarkortin eru mun ódýrari þegar mikið magn er prentað saman.

Sýnishorn af kortum


Sýningar

síða 07 Sýningar Á Skörinni er lítill sýningarsalur í Aðalstræti 10.

Á Skörinni Á Skörinni er lítill sýningarsalur í Aðalstræti 10. Árið 2015 voru skipulagðar tvær sýningar Á Skörinni. LANDSLAG Þóra Björk Schram, 11. júní til 30. ágúst 2015. Þóra Björk Schram sýndi handtuftuð og flosuð teppi úr 100% íslenskri ull og handlitaða og handþrykkta púða.

KERTALJÓS OG KLÆÐIN RAUÐ... Jólasýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR, 4. des. 2015 til 4. jan. 2016 Sýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR „Kertaljós og klæðin rauð...“ var opnuð á aðventunni og voru sýnendur níu. Fimm leirlistamenn sýndu kertastjaka, þau Bjarni Viðar Sigurðsson, Guðný M. Magnúsdóttir, Inga Elín, Margrét Jónsdóttir og Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir. Þórdís Jónsdóttir sýndi púða og Philippe Ricart handofið teppi en einnig var á sýningunni Sindrastóllinn í selskinni frá GÁ húsgögnum (hönnun Ásgeirs Einarssonar) og stóllinn „Heimalningur“ sem byggir á gamalli íslenskri hönnun og er nú framleiddur af Bólstursmiðjunni.


Sýningar

síða 08

Þemasýningar HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið fjölmargar sýningar undanfarin ár. Sýningarnar frá upphafi eru rúmlega áttatíu og sýnendur/þátttakendur eru tæplega sjö hundruð, víðs vegar af landinu.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Á árinu 2015 var ein þemasýning unnin í samstarfi við Gunnarstofnun á Skriðuklaustri. Þetta er í fimmta sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu á Skriðuklaustri. Sýningin hét „Síðasta kvöldmáltíðin“ og stóð frá 28. mars til 12. apríl 2015. Á sýningunni var sýndur borðbúnaður frá átta leirlistamönnum. Allt voru þetta nýir munir gerðir sérstaklega fyrir þessa sýningu. Sýnendur voru Embla Sigurgeirsdóttir, Elín Haraldsdóttir, Sigrún Jóna Norðdahl, Þuríður Ósk Smáradóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir og Ólöf Erla Bjarnadóttir. Sýningin var mjög falleg og aðsókn mikil. Áætlað er að sýna þessi verk í Reykjavík um páska 2016.

Íris Stefánsdóttir ljósmyndari tók myndir af leirlistamönnunum við störf og voru þær myndir hluti af sýningunni.


Sýningar

síða 09 TÖSKUR

Sýningin Töskur var opnuð í Duus húsum Reykjanesbæ í samvinnu við menningafulltrúa Reykjanesbæjar Valgerði Guðmundsdóttur. Sýningin stóð yfir frá 13. nóv. 2015 til 18. jan. 2016. Sýningin var fyrst haldin í Kringlunni á Hönnunarmars 2013 í kjölfar samkeppni sem fjölmargir tóku þátt í og var valið úr innsendum töskum. Á sýningunni voru afar fjölbreyttar töskur úr ýmsum hráefnum. Sýnendur: Arndís Jóhannsdóttir, Arnþrúður Halldórsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, Fríða Ragnarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðrún Björk Jóhannesdóttir (Ísa-fold design), Helena Sólbrá, Helga Ósk Einarsdóttir, Jóna Imsland, Lene Zachariassen, Magdalena Sirrý, Margrét Guðnadóttir, María Manda, Ragnheiður Guðjónsdóttir (Sifka design), Sigríður Júlía Bjarnadóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Unnur Gunnarsdóttir.

Nokkrar töskur af sýningunni


síða 10

Kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur Kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur Sýningar/kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Ráðhúsi Reykjavíkur sem haldnar hafa verið síðan 2006 hafa heppnast mjög vel. Áhugi á þeim hefur verið mjög mikill frá upphafi. Þetta stefnumót handverksfólks og hönnuða við áhugafólk um hönnun og handverk er að mati þeirra sem taka þátt mjög mikilvægt. Þessi fullyrðing er byggð á viðhorfakönnun sem HANDVERK OG HÖNNUN hefur gert á hverju ári í kjölfar sýninganna. Gerðar eru miklar gæðakröfur til þeirra sem sýna og fagleg valnefnd hefur alltaf valið úr fjölda umsókna fyrir hverja sýningu Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 14.- 18. maí 2015 Kynningarferlið fór í gang í lok janúar. Eftir starf valnefndar voru 41 þátttakendur valdir til þátttöku. Sýningin í Ráðhúsinu tókst ágætlega og allir fengu gott pláss og uppsetning var mjög auðveld. Á vorsýningunni var ákveðið að kynna nokkrar handverksaðferðir. Fengnir voru listhandverksmenn til að vera með kynningu á sínu handverki. Tatiana Solovyeva kynnti vefnað á stólsetum, Rita freyja og Páll kynntu vinnslu á hornum og beinum, Anna Stefanía Magnúsdóttir og Freyja Kristjánsdóttir kynntu knipl og Úlfar Sveinbjörnsson kynnti tálgun á fuglum. Þessar kynningar vöktu mikla athygli. Aðsókn var ágæt á sýninguna og almenn ánægja með sýninguna. Gerð var viðhorfakönnun hjá þátttakendum og er hún birt á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og úrdráttur úr henni fylgir þessari skýrslu (bls. 19).

.


Kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur

síða 11

Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 5.- 9. nóv. 2015 Umsóknir um haustsýninguna voru fjölmargar að venju. Sýningin í nóvember var sú fjórtánda í röðinni. Eftir starf valnefndar voru 58 þátttakendur valdir. Ákveðið var að endurhanna sýningarrýmið og tókst það mjög vel og var það mál manna að rýmið virkaði mun betur en áður. Töluvert var fjallað um sýninguna og sýnendur í fjölmiðlum. Aðsókn að þessum viðburði var að venju mjög mikil. Þessar kynningar/sýningar hafa fyrir löngu skipað sér sess í menningarlífi Reykjavíkur. Gerð var viðhorfakönnun hjá þátttakendum og er hún birt á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og úrdráttur úr henni fylgir þessari skýrslu (bls. 26). Mikil umferð er um vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR í tengslum við sýningarnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mörg dæmi eru um það að einstaklingar sem búa utan Reykjavíkur skapi sér verkefni til margra mánaða á þessari sýningu.

Frá sýningunni í nóvember


síða 12

Kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur Skúlaverðlaunin 2015 Philippe Ricart hlaut Skúlaverðlaunin á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2015. Skúlaverðlaunin 2015 voru afhent á fyrsta opnunardegi sýningarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Philippe Ricart fyrir handofin teppi úr Íslenskri ull. Teppin eru ofin með salunsvefnaði og vaðmálsáferð bæði fléttað vaðmál og víxlað vaðamál. Þetta eru einstaklega falleg og vönduð teppi og að öllu leyti handgerð. Philippe sem búsettur er á Akranesi, er einn af okkar fremstu listhandverksmönnum, hann er mjög fjölhæfur og hefur starfað í mörg ár. Hann vinnur mest úr íslensku hráefni og mest í íslenska ull. Hann vinnur líka töluvert í íslenskan við, bæði lerki og birki. Philippe er fæddur í Frakklandi en hefur búið á Íslandi í áratugi. Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og var það Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri sem afhenti verðlaunin.

Almar Guðmundsson afhendir Philippe Ricart Skúlaverðlaunin 2015


Erlent samstarf

síða 13 Erlent samstarf

HANDVERK OG HÖNNUN er í norrænu samstarfi NNCA – Nordic Network of Craft Associations sem stofnað var árið 2010 á Bornholm. Nokkrir fundir voru haldnir þar sem HANDVERK OG HÖNNUN var boðið að taka þátt en vegna fjárhagsörðugleika gátum við ekki tekið þátt í þessum fundum. En í janúar 2013 var HANDVERK OG HÖNNUN boðið til Osló á málþing og þá var skrifaði undir samstarfsyfirlýsingu. Síðan þá höfum við veriðið virkir samstarfsaðilar. NNCA er skipað Danske Kunsthåndværkere (DK), Konsthantverkscentrum (SE), HANDVERK OG HÖNNUN (IS), ORNAMO (FI) og Norwegian Crafts (NO). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman. Þessum samtökum var boðið að taka þátt í Révélations - Fine Craft and Creation Fair haldin var Grand Palais í París í september 10. – 13. September 2015. Ákveðið var að taka þátt ef að fengjust styrkir í verkefnið þar sem þátttakan var mjög kostnðarsöm . Sótt var um styrk til Norrænu menningargáttarinnar og Norræna menningarsjóðnum. Styrkur fékkst frá báðum sjóðunum og einnig var stofnað til samstarfs við við norrænu sendiráðin og norrænar stofnanir í París.

Revelations - Fine Craft og Creation Fair var fyrst haldið fyrir tveimur árum en þá voru það 267 aðilar sem sýndu og kynntu listhandverk sitt í Grand Palais fyrir rúmlega 33.000 gestum. Þá var Noregur sérstakur heiðursgestur. Stefnt er að því að halda þennan viðburð annað hvert ár.

Ty.

Révélations - Fine Craft and Creation Fair haldin í Grand Palais í París september 2015 var mjög stór viðburður þar sem listhandverk í alþjóðlegu samhengi var í aðalhlutverki. Flestir þátttakendur voru Frakkar en einnig voru 14 önnur lönd sem tóku þátt í viðburðinum. Heildarfjöldi þátttakenda var 340. Norræna sýningin sem kölluð var magic language///game of whispers vakti mikla athygli og mikið var fjallað var um hana í fjölmiðlum. Sýningarstjóri sem samtökin réðu til starfans var hin norska Marianne Zamecznik. Hún kom með skemmtilega hugmynd að sýningu sem byggðist á því að hvert land skipaði staðbundinn aðstoðarsýningarstjóra. Ferlið við valið var hugsað sem einskonar hvíslleikur. Fyrst var eitt verk valið, það verk sent einum þessara aðstoðarsýningastjóra sem þá valdi verk í sínu landi sem kallast á við verkið sem hann fékk sent. Það verk er síðan sent áfram til næsta lands þar sem valið var nýtt verk og þannig koll af kolli, þar til búið var að fara fimm hringi og velja samtals 25 verk. Það voru því fimm verk frá hverju landi. HANDVERK OG HÖNNUN fól Önnu Leoniak að vera aðstoðarsýningarstjóri fyrir hönd Íslands.


Erlent samstarf

síða 14

Þeir Íslendingar sem áttu verk á sýningunni voru OrriFinn, Helga Ósk Einarsdóttir, Hlutagerðin, Studio Hanna Whitehead og Þórunn Árnadóttir. Sjá nánar: www.magiclanguage.no/objects Sömuleiðis tóku Íslendingar þátt ásamt hinum norðurlöndunum í sýningu í Grand Palais þessa daga sem Revelations stóð yfir. Þar voru sýnd verk frá 15 þjóðlöndum Tvö verk voru valin frá Íslandi fyrir þessa sýningu en þau áttu STAKA (María Kristín Jónsdóttir) og MÓT (Baldur Helgi Snorrason, Guðrún Harðardóttir og Katla Maríudóttir). Valin voru framúrskarandi verk sem áttu að varpa ljósi á samtíma listhandverk í þessum löndum. Sjá nánar: www.magiclanguage.no/banquet-selection

Þátttaka í þessu verkefni var mjög tímafrek og töluvert kostnaðarsöm. Okkar hlutverk hjá HANDVERKI OG HÖNNUN var að finna fjármagn til að geta flutt íslensku sýningarmunina til Parísar og til baka, ásamt tryggingum. Starfsmenn frá HANDVERKI OG HÖNNUN þurftu að vinna á sýningunni í París. Við vildum líka geta boðið listamönnunum sem valdir verða til þátttöku, og íslenska sýningarstjóranum að vera við opnunina í París miðvikudaginn 9. september. Sótt var um styrki til fjölmargra fyrirtækja og einnig til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Fjárhagstaða HANDVERK OG HÖNNUNAR var það slæm að ekkert mátti út af bera. Styrkur fékkst frá mennta– og menningarmálaráðuneytinu og frá Icelandair í formi flugmiða. Samstarf og framlag Sendiráðs Íslands í París var mikilvæg í formi vinnu við boðslista og veitingar í sameiginlegri veislu þátttakenda. Við uppgjör kom fram tap á verkefninu hjá HANDVERKI OG HÖNNUN en það tap var greitt af því sem eftir stóð af styrkfjárhæð sem fékkst í verkefnið hjá norrænu sjóðunum. Þátttaka í þessu verkefni var mjög dýrmæt og lærdómsrík. Við undirbúning og framkvæmd á verkefninu sköpuðust mikilvæg tengsl og traust. NNCA undirbýr nú frekara samstarf.


Erlent samstarf

síða 15

Révélations - Fine Craft and Creation Fair í Grand Palais, París

Séð yfir hluta sýningarinnar í Grand Palais

Frá opnunarathöfn: Henri Jobbé-Duval framkvæmdastjóri Révélations, Martine Pinville, Manuel Valls forsætisráðherra Frakklands og Serge Nicolle forseti Ateliers d'Art de France


Erlent samstarf

síða 16

Norræna sýningin: magic language /// game of whisper

Sendiherra Íslands í Frakklandi, Berglind Ásgeirsdóttir og Helga Ósk Einarsdóttir gullsmiður við verk hennar, Traces


HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2015

síða 17

HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2015 Stofnfélagar sjálfseignarstofnunarinnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: 203 Fastir starfsmenn eru: 2 Fyrirlestrar og kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR utan Reykjavíkur: 4 Sýningar Á skörinni, Reykjavík: 2 Samsýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 3 Fjöldi samsýningardaga HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 97 Fjöldi þátttakenda í samsýningum HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 34 Fjöldi þátttakenda í kynningum erlendis: 11 Fjöldi sýningargesta á árinu: 9.000* Heimsóknir á www.handverkoghonnun.is eru að meðaltali á mán.: 2992 Fjöldi einstaklinga sem skráðir eru á póstlista: 1.181 Fjöldi fréttabréfa HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: 71 Vinir HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Fésbók: 3.740 Fylgjendur á Instagram: 261 Sýningar/kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur á árinu: 2 Fjöldi þátttakenda í sýningum/kynningum í Ráðhúsi Reykjavíkur: 103 Fjöldi kynningardaga í Ráðhúsi Reykjavíkur: 10 Fjöldi gesta á kynningum í Ráðhúsi Reykjavíkur: 30.000*

*áætlaðar tölur


Lokaorð

síða 18 Lokaorð

Rekstur starfseminnar var í járnum 2015. Samningur til 3ja ára milli mennta- og menningarmálaráðherra og HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem undirritaður var í janúar 2015 gerði ráð fyrir 14 M króna framlagi ríkissjóðs á ári næstu þrjú árin þ.e. 2015 – 2017. Samningur til 3ja ára í senn er mjög mikilvægur en fjárveiting til starfseminnar samkvæmt samningnum dugir alls ekki til að halda út starfsemi verkefnisins. Afar þröngur fjárhagur síðustu ára hefur orsakað það að við höfum ekki getað haft frumkvæði að verkefnum. Ef ekki hefði komið til viðbótar fjárframlag í árslok 2012 hefði þurft að gera grundvallarbreytingu á starfseminni strax árið 2013. Það hefur legið fyrir lengi að það þarf að lágmarki 20 M til að hægt sé að halda úti starfsemi verkefnisins. Mikill tími fór í að skrifa bréf til ráðamanna og sækja um styrki til fyrirtækja. Það er skoðun stjórnar og starfsmanna að þessi staða sé ekki boðleg. Alltof mikill tími starfsmanna fer í vinnu við að afla fjármuna á kostnað vinnu samkvæmt markmiðum starfseminnar. Hugmyndin er að framlag stjórnvalda greiði gunnkostnað við rekstur verkefnisins en öll verkefni standi undir sér með þátttökugjöldum. Það er ógjörningur að fá styrki til grunnreksturs. Það var mikil óvissa og ógjörningur að skipuleggja næsta ár þ.e. 2016. Það var ekki fyrr en 1. mars 2016 að fyrir lá að ríkisstjórn Íslands ákvað á leggja viðbótarfjármuni til HANDVEKS OG HÖNNUNAR. Þetta framlag gerir okkur kleift að borga uppsafnaðar skuldir og starfa áfram. Mikilvæg er að gerður verði viðbótarsamningur vegna 2017 fljótlega svo ekki fari sama atburðarás í gang á næsta ári.

Reykjavík 9. maí 2016

_______________________________________________________________ Sunneva Hafsteinsdóttir


Skoðanakannanir

síða 19 Skoðanakannanir Niðurstöður viðhorfskönnunar maí 2015

Hér eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem haldin var dagana 14. til 18 maí 2015. Könnunin var framkvæmd dagana 22. maí – 5. júní 2015.

Svörun var afar góð eða 95% en alls svaraði 39 af 41 þátttakanda könnuninni.

1. Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var nú haldin í þrettánda sinn. Hve oft hefur þú tekið þátt? 38%

18%

45% Var að taka þátt í fyrsta sinn. Hef tekið þátt oftar en 5 sinnum

Hef tekið þátt 2 til 5 sinnum


Skoðanakannanir

síða 20

2. Hver er ávinningur þinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur? Að geta kynnt vinnu- og verkferli sitt fyrir…

26

Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá…

37

Að afhenda kynningarefni sem skilar sér til…

28

Gott sölutækifæri.

37

Að kynnast öðrum þátttakendum á sýningunni.

24

Möguleiki á nýjum sölustöðum í kjölfar… Annað*

21 1

* Ef annað, þá hvað? Að sjá og njóta þess sem aðrir eru að gera.

3. Finnur þú fyrir auknum áhuga á vörum þínum í kjölfar sýningarinnar í Ráðhúsinu?

15%

3%

83%

Nei

Veit ekki


Skoðanakannanir

síða 21 4. Framboð vöru. Hakaðu í það sem við á 3%

50% 47%

Ég er með meirihluta af mínum vörum í sölu allt árið á einum eða fleiri sölustað Ég sé nær eingöngu um sölu sjálf/ur (á vinnustofu, eigin vefverslun, markaðir og sýningar) Vil ekki svara

5. Á sýningunni lagði ég áherslu á að kynna nýjar vörur.

5%

83% 12%

Nei

Á ekki við


Skoðanakannanir

síða 22

6. Mikil áhersla var lögð á að þátttakendur hefðu frumkvæði að því að kynna sýninguna. Hvað gerðir þú til að kynna þig og sýninguna?

Sendi boðskort/bækling í tölvupósti á vini og vandamenn.

26

Auglýsti sýninguna á Facebook/Twitter/Instagram

39

Hafði samband við einn eða fleiri prentmiðla.

9

Hafði samband við einn eða fleiri ljósvakamiðla. Annað*

8 4

*Ef annað, þá hvað? - Var boðið í viðtal í sjónvarpi - Talaði beint við fólk og lét vita af sýningunni.

7. HANDVERK OG HÖNNUN hefur kynnt sýninguna á ákveðinn hátt undanfarin ár, þ.e. með kynningarbæklingi sem dreift er í 87.000 eintökum með pósti, markvissri kynningu á opnum samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter, Instagram), rafrænu boðskorti og fréttatilkynningum í fjölmiðla. Einnig hefur heimasíðukynning á þátttakendum farið í loftið mánuði fyrir sýninguna. Hefur þú hugmyndir um nýjar leiðir í kynningarmálum? Ljósvakamiðlar  Það kom leiðsögumaður og sagði að það vantaði betri merkingar fyrir utan ráðhúsið, sem vísaði fólki beint inn, það virtist sem að ekki allir hafi áttað sig á því að það væri sýning sem öllum væri opin . kannski mætti láta leiðsögumenn vita.  Koma þessu að í sjónvarpi. Kynningar ættu hiklaust að geta farið fram á vídeóformi og birta þá bæði í sjónvarpi og á vefnum. Komnar fullt af nýjum sjónvarpsstöðvum, nýta þær.  Sjónvarps og útvarps auglýsingar og viðtöl  Kaupa heilsíðu auglýsingu í t.d. Fréttablaðið og óska eftir viðtali í leiðinni, sama með sjónvarp.  Held að bæklingurinn skili sér ekki nógu vel.  Væri hægt að vera með einhvers konar happdrætti. að allir sýnendur sem vilja getið gefið einn hlut og svo hægt að nota það til að vekja áhuga á sýningunni. Veit ekki hvort það sé góð leið, hef ekki prófað það sjálf, en hugmynd.  Samvinna meira sjónrænt við fjölmiðla t.d. menningarþætti/sýningar.  Strætóbiðskýli í miðborginni yfir sýningartímann, nær bæði til ferðamanna og íslendinga.


Skoðanakannanir

síða 23

8. Unnið er markvisst að því að markaðssetjasýninguna fyrir erlenda ferðamenn. Kynningarefni var sent á ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum og Bretlandi sem skipuleggja ferðir til Íslands. Sýningin er skráð inn á alla viðburðavefi fyrir ferðamenn í Reykjavík með góðum fyrirvara. Einnig voru prentuð auglýsingaspjöld á ensku sem dreift var í upplýsingamiðstöðvar og á hótel í Reykjavík. Voru erlendir ferðamenn meðal viðskiptavina þinna á sýningunni? 20%

80%

Nei

9. Virðisaukaskattur 8%

3%

33% 55%

3%

Ég borga virðisaukaskatt af öllum mínum vörum Ég borga virðisaukaskatt af hluta af mínum vörum Ég er undir viðmiðunarmörkum skattayfirvalda og þarf því ekki að borga virðisaukaskatt Ég borga ekki virðisaukaskatt þar sem vörurnar mínar eru ekki virðisaukaskattskyldar Vil ekki svara


Skoðanakannanir

síða 24

10. Hefur þú áhuga á að sækja aftur um að taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

10%

13%

78%

Nei

Veit ekki

11. Búseta 8%

31%

61%

Ég bý á landsbyggðinni

Ég bý á höfuðborgarsvæðinu

Vil ekki svara


Skoðanakannanir

síða 25

12. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? 

Er alltaf að ná betri tökum á sýningunni og finnst þetta besti "glugginn" til að sýna nýjungar, takk fyrir mig  Takk fyrir mig :)  Væri gott að leggja áherslu á að allir sem eru með þannig vörur sem fólk vill máta, að vera með spegil. Ekki alveg nógu gott að fólk sem er að skoða vörur úr næsta bás, sé að skoða sig í speglinum hjá þér. Það lokar og teppir umferð á básinn.  Kærar þakkir, mér finnst virkilega vel að öllu staðið, og gott að leita til ykkar ef manni vantar einhverjar upplýsingar.  Ég vil gjarnan fá að vita hver var meðal salan á þessari sýningu og þá líka í samanburði við fyrri sýningar. Heyrði á sumum söluaðilum að það væri færra fólk (viðskiptavinir) núna en áður.  Flytja sýninguna í stærra húsnæði.  Takk fyrir vel skipulagða sýningu. Þið eruð frábærar.  Frábært að vera á sýningunni, allt til fyrirmyndar sem snéri að mér. Gott að fá aðgengi að góðum heimilismat og kaffi á góðu verði. Eitt pínu undarlegt fyrir gesti að kaffihús var ekki alltaf opið en það finnst mér skipta máli fyrir þá.  Frábær markaður, allt virkaði mjög vel og allar upplýsingar voru góðar. Kaffihúsið í Ráðhúsinu var ekki nógu gott varðandi opnunartíma, afgreiðsluhraða of fleira en það er ekki undir skipuleggjendum sýningarinnar veit ég. :)  Frábær sýning og tækifæri til að kynna það sem maður er að gera. Virkilega vel að öllu staðið :)  Miklar þakkir, frábærlega vel staðið að sýningunni og vel hugsað um þátttakendur.  Skekkja í verðum vegna þess að sumir greiða vsk og aðrir ekki. ..  Heyrði marga gesti kvarta yfir að kaffihúsið var ekki opið á sama tíma og sýningin. Eldra fólk sem ætlaði að fá sér kaffi kom að lokuðum dyrum.  Takk fyrir!  Reglur varðandi sýningaraðila: Þátttakendur styrkja stöðu sína með því að geta tekið þátt tvisvar sinnum í röð... Þátttakendur megi ekki vera í ,,áskrift" sem þátttakendur, gera reglur varðandi tíðni og hlé á milli. Nauðsynlegt að skapa fjölbreytni og samkeppni...  Takk ;)  Mér fannst sýningin í ár meirihattar flott og vel staðið að öllu. Takk fyrir mig.  Flott umgjörð og vel heppnuð sýning. Takk fyrir. :)  Þakklæti fyrir að fá að vera með :-)  Mjög vel að þessu staðið og flott sýning!  Í spjalli við nokkra sýnendur kom sú umræða að kannski mætti opna aðeins fyrr á fimmtudeginum en hafa opnunartímann hina dagana frá 11 – 18  Það væri gaman að fá meiri umfjöllun hjá ykkur sérstaklega fyrir þá sem nýir eru. Annars var þetta ótrúlega flott og skemmtileg sýning!


Skoðanakannanir

síða 26 Niðurstöður viðhorfskönnunar nóvember 2015

Hér birtast niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem haldin var dagana 5.– 9. nóvember. 2015 Könnunin var framkvæmd dagana 16.– 24. nóvember 2015.

Svörun var afar góð eða 90% en alls svaraði 52 af 58 þátttakendum könnuninni.

1. Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var nú haldin í fjórtánda sinn. Hve oft hefur þú tekið þátt?

21%

25%

54% Var að taka þátt í fyrsta sinn.

Hef tekið þátt 2 til 5 sinnum

Hef tekið þátt oftar en 5 sinnum

2. Hefur þú áhuga á að sækja aftur um að taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur? 10%

13%

78%

Nei

Veit ekki


Skoðanakannanir

síða 27

3. Að þínu mati, hver er ávinningurinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

Að geta kynnt vinnu- og verkferli sitt fyrir gestum.

36

Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá…

49

Að afhenda kynningarefni sem skilar sér til lengri…

34

Gott sölutækifæri.

48

Að kynnast öðrum þátttakendum á sýningunni.

33

Finn fyrir aukinni sölu í kjölfar sýningar

26

Möguleiki á nýjum sölustöðum í kjölfar sýningarinnar.

25

Enginn ávinningur

0

Annað

0

4. Framboð vöru. Hakaðu í það sem við á 4%

42%

54%

Ég er með meirihluta af mínum vörum í sölu allt árið á einum eða fleiri sölustað Ég sé nær eingöngu um sölu sjálf/ur (á vinnustofu, eigin vefverslun, markaðir og sýningar) Vil ekki svara


Skoðanakannanir

síða 28

5. Á sýningunni lagði ég áherslu á að kynna nýjar vörur.

15%

79%

2% 4%

Nei

Á ekki við

Vil ekki svara

3. Finnur þú fyrir auknum áhuga á vörum þínum í kjölfar sýningarinnar í Ráðhúsinu?

12% 0%

88% Já

Nei

Veit ekki


Skoðanakannanir

síða 29

6. Mikil áhersla var lögð á að þátttakendur hefðu frumkvæði að því að kynna sýninguna. Hvað gerðir þú til að kynna þig og sýninguna? Sendi boðskort/bækling í tölvupósti á vini og vandamenn.

31

Auglýsti sýninguna á Facebook/Twitter/Instagram

52

Hafði samband við einn eða fleiri prentmiðla. Hafði samband við einn eða fleiri ljósvakamiðla.

9 1

Keypti auglýsingar (RÚV, Facebook o.þ.h.) Annað

16 0

7. Prentun og dreifing á kynningarbæklingi fyrir sýninguna er aðal kostnaðarliðurinn. Finnst þér koma til greina að sleppa prentuðum kynningarbæklingi? 13%

12%

7… Já

Nei

Hef ekki skoðun


Skoðanakannanir

síða 30

8. Hefur þú hugmyndir um nýjar leiðir í kynningarmálum? 

 

    

Ég sá ekki marga erlenda ferðamenn þarna. Kannski mætti auka kynningu sýningarinnar á þeirra miðlum hér á Íslandi. Það var mikið að fólki þarna, ég held ekki að það þurfi að auglýsa sýninguna betur, nema kannski með einhverri uppákomu, t.d. happdrætti. Áberandi var að gestir voru um 80% konur og þátttakendur 92% konur. Kynna sýninguna betur fyrir menn og vera með meira af vörum við þeirra smekk. Miðað við fjölda gesta væri hagur allra að sýningarsvæðið væri stærra. Minn bás var á eyju í miðjum sal sem náði aðeins 6070% sýningagesta þegar mest var á fólki. Peningarnir nýtast betur með auglýsingum á samfélagsmiðlum. í stað þess að nota peningana í prentkostnað á bæklingi legg ég til að fá kunnáttufólk í markaðssetningu á netinu, þar sem facebook auglýsingar ásamt google auglýsingum benda allar beint inn á síðuna er fjallar um væntanlega sýningu. Ég hef heyrt mjög marga sem hafa misst af bæklingi og hreint ekki tekið eftir honum, (litir voru mjög svo dempaðir) útlitið sem sagt hreif ekki þá sem sáu til. Það er svo rosalega mikið áreiti af öllu tagi að ég held tvímælalaust að endurskoða eigi hina kostnaðarsömu útgáfu bæklings. Samstarf við blöð eins og Hús og hýbýli, vikuna eða annað slíkt Mér finnst þær leiðir sem nú eru farnar vera virkilega frábærar og prentaði bæklingurinn er að skila sínu í mínu tilviki. Margir komu við hjá okkur vegna myndar í bæklingnum sem þeir sáu. Mögulega mætti ná erlendum ferðamönnum meira inn á sýninguna, en erfitt að vita hvaða leiðir væru bestar til þess aðrar en þær sem nú þegar eru notaðar... Nei,finnst kynningin mjög góð :) Mér hefur fundist sýningin vel kynnt að hálfu sýningarhaldara.


Skoðanakannanir

síða 31

9. Unnið er markvisst að því að markaðssetja sýninguna fyrir erlenda ferðamenn. Kynningarefni var sent á ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum og Bretlandi sem skipuleggja ferðir til Íslands. Sýningin er skráð inn á alla viðburðavefi fyrir ferðamenn í Reykjavík með góðum fyrirvara. Einnig voru prentuð auglýsingaspjöld á ensku sem dreift var í upplýsingamiðstöðvar og á hótel í Reykjavík. Voru erlendir ferðamenn meðal viðskiptavina þinna á sýningunni

29%

71%

Nei

Þeir sem svöruðu 9. spurningu játandi voru beðnir að gefa upp hve hátt hlutfall af heildarveltu var sala til erlendra aðila.

28%

53%

19%

minna en 5%

5 - 10%

yfir 10%


Skoðanakannanir

síða 32 13. Virðisaukaskattur

6% 6%

23%

59%

6%

Ég borga virðisaukaskatt af öllum mínum vörum Ég borga virðisaukaskatt af hluta af mínum vörum Ég er undir viðmiðunarmörkum skattayfirvalda og þarf því ekki að borga virðisaukaskatt Ég borga ekki virðisaukaskatt þar sem vörurnar mínar eru ekki virðisaukaskattskyldar Vil ekki svara

14. Undanfarin fjögur ár hafa verið haldnar tvær sýningar á ári, þ.e. í maí og nóvember. Finnst þér vera þörf á því að hafa tvær sýningar á ári Ráðhúsi Reykjavíkur? 2%

27%

50%

21%

Nei

Hef ekki skoðun

Vil ekki svara


Skoðanakannanir

síða 33

15. Staðreyndin er að mun færri sækja um þátttöku vegna sýningarinnar í maí. Hefðir þú áhuga á að sækja um að vera með í maísýningu?

29% 46%

25%

Nei

Veit ekki

16. Búseta 8%

29%

63%

Ég bý á landsbyggðinni

Ég bý á höfuðborgarsvæðinu

Vil ekki svara


Skoðanakannanir

síða 34 17. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?    

    

      

Takk fyrir að hafa fengið að vera með og vona að ég verði þarna aftur næst. Það er eitt sem mér liggur á hjarta, sýningarsvæðið mætti vera stærra. Takk fyrir. Óhentugt húsnæði er okkur ofarlega í huga. Það veldur því að básar eru litlir og erfiðir. Það er líka mjög undarlegt að mæla básana eftir gólfplássi, það gerir ekkert gagn. Það veldur því sem dæmi að „stórir“ básar hlið við hlið eru algjörlega ólíkir. Annar er með 4 veggfleka en annar bara tvo þótt þeir séu jafn „stórir“ að flatarmáli og jafn dýrir. Mjög ósanngjarnt enda er það veggplássið sem skiptir máli fyrir langflesta sýnendur. Annað er gæði sýnenda. Flestir sýnendur eru mjög hæfileikaríkir hönnuðir eða handverksfólk. Svo inn á milli eru algjörlega óskiljanlegir sýnendur... Frábær sýning - takk fyrir :) Bara mjög ánægð með ykkar störf kæru vinkonur. :) nei Varðandi spurningu nr. 14 myndi ég bæta við option um aðra sýningu svo fram komi tillögur um fyrirkomulag hennar. Kannski þyrfti hún að vera undir öðrum formerkjum. Ég hef heyrt frá almenningi að þeim finnist alltaf sömu þátttakendur eða að sýningar hafi verið keimlíkar. Kannski að hafa einhver séreinkenni/áherslur á vorsýningunni, eins og ... brúðargjafir, útskriftargjafir, ný hönnun, ungir hönnuðir... Er samt erfitt við að eiga - því mér finnst þessi sýning svaka fín. Þessi var þó best - því svo mikið var úrvalið og fjölbreytnin. Gott þegar ekki eru alltaf "þessir stóru og reyndu" að sýna. Mér fannst mjög áberandi í þessari sýningu að heyra frá gestum hversu ánægðir og óvænt hissa væru að sjá svona mikið nýtt. Heldu að það væri bara aftur það sama gamla... hvað svo sem það þýðir!! en - almenn ánægja gesta yfir gæðum og fjölbreytni var það sem ég heyrði mest og er sannarlega fjöður í ykkar hatt. takk Fannst mjög gagnlegt að taka þátt, er viss um að það skilar sér til lengri tíma. Stærðir og skipulag á plássum var ekki nógu góð, sérstaklega voru horn plássin mis stór og virkuðu ekki nógu vel. Mér finnst básarnir orðnir alltof dýrir - verðið er alltaf að hækka en ekki sást fleiri auglýsingar Þið eruð dásamlegar. Frábær sýning, vel skipulögð Taka má til athugunar að opna kl 11 í stað 10 um helgar.


Skoðanakannanir

síða 35 

      

  

Mér finnst sýningin mjög góður vettvangur til að hitta viðskiptavini og selja mína hluti, Ég vona sannarlega að Ráðhúsmarkaðurinn sem orðin er vel kunnur öllum sem einhvern áhuga hafa á listmunum, hönnun og handverki haldi áfram langt inní framtíðina. Kærar þakkir fyrir mig mér finnst í alla staði mjög vel staðið að sýningunni, sakna þó að hafa ekki mötuneytið eins og var. Kærar þakkir fyrir mig. Takk fyrir frábæra sýningu, mér fannst hún vera mjög flott með því að salurinn var opnari fyrir miðju, kom vel út og sýningin var vel sótt fannst mér, you rock girls :) Takk fyrir okkur og frábæra sýningu og vinnubrögð! Very good organization of the show and of the actual space in the City Hall. It never felt too crowded, good access to electricity. Very satisfied. Þetta var mikil innspýting fyrir okkar fyrirtæki og við erum mjög ánægð með að hafa tekið þátt. Við vitum að þetta á eftir að skila sér til framtíðar. Bæklingurinn skilaði sér ekki inná mitt heimili..og þá líklegast ekki til allra í mínu hverfi þar sem Fréttablaðið er ekki borið í hús,bæklingurinn datt því úr blöðunum og ofan í kassann sem þau eru sett í. Ég hef verið á 3 vorsýningum og þetta var fyrsta haustsýningin mín. Fann engan mun á sölu á vor eða haustsýningu. Handverk og hönnun í Hegningarhúsið! Mér finnst að vettvang vanti fyrir íslenskt handverksfólk og hönnuði til að selja vöruna sína allt árið. Hegningarhúsið á Skólavörðustíg mun hætta starfsemi og væri þá frábær staður fyrir okkur. Veit að ég er ekki sú eina sem hef fengið þessa hugmynd en vildi viðra hana aðeins :-) Takk fyrir !


Skoðanakannanir

síða 36

Niðurstöður viðhorfskönnunar - þátttakendur frá 2006-2015 Hér birtast niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þeirra sem tekið hafa þátt í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR frá upphafi. Alls hafa verið haldnar 14 sýningar en heildarfjöldi þátttakenda frá upphafi er 285. Könnunin var framkvæmd dagana 16.– 24. nóvember 2015. Sendur var út tölvupóstur á alla þátttakendur en svörun hefði mátt vera betri, en alls svaraði 125 af 285 þátttakendum könnuninni, eða 44%. Einhver dæmi voru um að netföng væru ekki lengur í notkun og því hefur pósturinn ekki borist öllum.

1. Hve oft hefur þú tekið þátt í Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

19%

35%

46%

Hef tekið þátt einu sinni Hef tekið þátt oftar en 5 sinnum

Hef tekið þátt 2 til 5 sinnum


Skoðanakannanir

síða 37

2. Undanfarin fjögur ár hafa verið haldnar tvær sýningar á ári, þ.e. í maí og nóvember. Finnst þér vera þörf á því að hafa tvær Ráðhúsi Reykjavíkur?

1%

32% 33%

34% Já

Nei

Hef ekki skoðun

Vil ekki svara

3. Staðreyndin er að mun færri sækja um þátttöku vegna sýningarinnar í maí. Hefðir þú áhuga á að sækja um að vera með í maísýningu?

28% 24%

48%

Nei

Veit ekki


Skoðanakannanir

síða 38

4. Prentun og dreifing á kynningarbæklingi fyrir sýninguna er aðal kostnaðarliðurinn. Finnst þér koma til greina að sleppa prentuðum kynningarbæklingi?

11%

37%

5…

Nei

Hef ekki skoðun

8. Hefur þú hugmyndir um nýjar leiðir í kynningarmálum?                   

nei Sölusíða gegnum handverk og hönnun. Plaköt og útvarpsauglýsing nei Bæklingurinn er besta kynningin :) Netmiðlar Nota dagblöðin, netsíður eins og Facebook og heimasíðu Handverks og Hönnunar Vefsíða svipuð og er á Menningarnótt. Kynna á netinu, jafnvel höfða til ferðamanna. Setja upp Etsy eða Dawanda búð ..... eða einhvers konar handverks/hönnunar netverslun .... samfélagsmiðlar eru sterkir nei Minnka bæklinginn til að draga út kostnaði Vera öflugri á samfélagsmiðlum. Fá fjölmiðla til þess að taka viðtöl við nokkra áhugaverða hönnuði/föndrara sem taka þátt og byggja þannig upp stemningu. Skúlaverðlaun er eitthvað sem enginn veit hvað er. Nei facebook Kannski að nota facebook meira boosta og auglýsa á facebook


Skoðanakannanir

síða 39        

Ég held reyndar að orðsporið sé það sem efli sýninguna hvað mest. Ef sýningin er áhugaverð og fjölbreytt, eru meiri líkur á að fólk mæti. í gegnum tölvu og setja aug í bæjarblöðin E.t.v. auglýsingar á netinu, (ef þær eru ekki). Net-miðlar. Það þekkja orðið allir viðburðinn þarf bara fréttatilkynningu í blöðin Já - netið og umfjöllun í blöðum en þá þarf að koma eitthvað NÝTT :) Nota netið. Viðtöl á samfélagsmiðlum, auglýsing í fréttablaðinu eða umfjöllun og á netmiðlum

5. Að þínu mati, hver er ávinningurinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur? Að geta kynnt vinnu- og verkferli sitt fyrir…

92

Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá…

107

Að afhenda kynningarefni sem skilar sér til…

56

Gott sölutækifæri.

98

Að kynnast öðrum þátttakendum á sýningunni.

69

Finn fyrir aukinni sölu í kjölfar sýningar

54

Möguleiki á nýjum sölustöðum í kjölfar… Enginn ávinningur Annað*

51 0 4

Annað* 

  

Kostnaður við sýninguna er eins og ein auglýsingabirting í dagblaði, þátttaka í sýningunni er langt um betri kynning og spilar bæklingurinn þar stórt hlutverk svo og að hitta alla gestina sem koma. Þess vegna sótti ég um að vera með á fyrstu sýningunni, seinni til að festa mig og vöruna mína í sessi sem gekk vel. Svo kemur að því að sýningin er búin að skila tilætluðum árangri og það er ekki eins mikilvægt að taka þátt, nema að maður sé með eitthvað alveg nýtt. Þú verður sýnilegri, það er ákveðin virðing fólgin í því að fá að vera með. Kúnnahópurinn stækkar og svo er þetta bara mjög skemmtilegt. Bara of dýrt fyrir einyrkja. Ráðhúsmarkaðurinn hefur runnið sitt skeið. Mikið af vörum þar er til sölu í verslunum.


Skoðanakannanir

síða 40 17. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum?     

  

Takk handverk og hönnun frábært starfsfólk. Markaðurinn í Ráðhúsinu hefur alltaf verið mér tilhlökkunarefni og aldrei valdið mér vonbrigðum. Finnst nóg að sýningin sé einu sinni á ári. Hún má alls ekki vera stærri. Heyri af gesti sýningarinnar að það sé svo mikið það sama á bæði vor og haustsýningunni og svo Hrafnagili. Mér finnst nauðsynlegt að þeir sem taki þátt, komi með nýjar vörur. Fannst dálítið bera á því að fólk var með sömu vöruna og fyrir 3 árum síðan á síðustu sýningu, ekki verið nægileg þróun á vörunum þó svo að sama fólkið sýni ár eftir ár ef það vill sem er allt í lagi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fannst mér aðeins bera á stöðnun. Kannski þarf að hugsa þessa sýningu upp á nýtt, mér fannst velheppnað að bjóða skólunum, hannyrðafólkinu sem sýndi gömlu verkkunnáttuna, kannski er næsta skref að bjóða erlendum gestum að koma og sýna.:)

Það sem hefur heldur einkennt sýninguna er að hún hefur verið heldur einsleit. Sama dótið að dúkka upp þar að segja sami hönnuður/föndrari með sama dótið eða annar sem er of líkur og jafnvel á mörkum þess að "herma". Sýningin í ár var mun áhugaverðari en hefur verið síðustu misseri. Ég lít á þessa sýningu sem ákveðinn stökkpall fyrir ákveðna hönnuði og handverksfólk sem er að koma sér á framfæri og því svolítið þreytt þegar sömu aðilarnir eru ár eftir ár. Því verð ég að gagnrýna að Sveinbjörg sem er mjög stórt vörumerki sé á sýningu eins og þessari. Því væri betra að vera með Hönnunarsýningu og síðar bara popup búð frá reynsluboltum. Sýningin missir svolítið marks ef þú hefur séð hlutinn í mörg ár. Mér finnst mjög nauðsynlegt að efla fjölbreytni og fá fleiri karla á svæðið, bæði sem sýnendur/söluaðila og líka sem kúnna. Það er akkur í því ef einhverjir eru að sýna handverk t.d. tálga, hnýta flugur o.s.frv. Þetta eru svolítið sömu hlutirnir sem eru á boðstólnum og spurning hvort hægt væri að efla fjölbreytni meira. Þessi sýning virðist núorðið henta betur hönnuðum sem eru með hluti í framleiðslu og jafnvel að selja á mörgum stöðum. við sem gerum bara eitt af hverju í okkar eigin höndum höfum því miður varla efni á þessum básum, veit að þetta er nánast á kostnaðarverði en samt mikið. Þátttaka mín hefur verið ómetanlega góð fyrir það sem ég er að gera. Alltof mikill kostnaður fyrir þátttakendur, mjög dýrt fyrir aðila utan af landi að vera með þeir þurfa jú að kosta sig til Reykjavíkur og líka upphald. Mæli með því að það verði stofnaður vinnuhópur sem hugsar nýjar leiðir til að koma Handverki og hönnun á framfæri :) Ekki viðhalda gömlu mynstri sem er kostnaðarsamt og ekki lengur í takt við raunveruleikann


Skoðanakannanir

síða 41  

      

   

Takk fyrir ykkar vinnu:) Finnst Ráðhúsið ekki heppilegur sýningarstaður. Ætti frekar að vera á stað þar sem eru næg bílastæði. Ráðhúsið er of lítið fyrir svona sýningu. Hvert rými nær ekki að njóta sín sem skildi! Finna nýtt húsnæði vegna bílastæðavandamála og þrengsla fyrir sýnendur og gesti.. Vorsýningin mætti vera í apríl. Takk fyrir að hafa fengið að vera með og vona að ég verði þarna aftur næst. Það er eitt sem mér liggur á hjarta, sýningarsvæðið mætti vera stærra. Með kveðju, Örn Viðar (Össi) Takk fyrir. Óhentugt húsnæði er okkur ofarlega í huga. Það veldur því að básar eru litlir og erfiðir. Það er líka mjög undarlegt að mæla básana eftir gólfplássi, það gerir ekkert gagn. Það veldur því sem dæmi að „stórir“ básar hlið við hlið eru algjörlega ólíkir. Annar er með 4 veggfleka en annar bara tvo þótt þeir séu jafn „stórir“ að flatarmáli og jafn dýrir. Mjög ósanngjarnt enda er það veggplássið sem skiptir máli fyrir langflesta sýnendur. Annað er gæði sýnenda. Flestir sýnendur eru mjög hæfileikaríkir hönnuðir eða handverksfólk. Svo inn á milli eru algjörlega óskiljanlegir sýnendur. Eitt dæmi er Jónsdóttir og Co sem hvorki er með hönnun né handverk. Þar eru myndskreytingar keyptar á erlendum vefsíðum og prentaðar í bleksprautuprentara á ýmsan varning. Frábær sýning - takk fyrir :) Bara mjög ánægð með ykkar störf kæru vinkonur. :) nei Varðandi spurningu nr. 14 myndi ég bæta við option um aðra sýningu svo fram komi tillögur um fyrirkomulag hennar. Kannski þyrfti hún að vera undir öðrum formerkjum. Ég hef heyrt frá almenningi að þeim finnist alltaf sömu þátttakendur eða að sýningar hafi verið keimlíkar. Kannski að hafa einhver séreinkenni/áherslur á vorsýningunni, eins og ... brúðargjafir, útskriftargjafir, ný hönnun, ungir hönnuðir... Er samt erfitt við að eiga - því mér finnst þessi sýning svaka fín. Þessi var þó best - því svo mikið var úrvalið og fjölbreytnin. Gott þegar ekki eru alltaf "þessir stóru og reyndu" að sýna. Mér fannst mjög áberandi í þessari sýningu að heyra frá gestum hversu ánægðir og óvænt hissa væru að sjá svona mikið nýtt. Heldu að það væri bara aftur það sama gamla... hvað svo sem það þýðir!! en - almenn


Skoðanakannanir

síða 42

       

  

   

  

ánægja gesta yfir gæðum og fjölbreytni var það sem ég heyrði mest og er sannarlega fjöður í ykkar hatt. takk Fannst mjög gagnlegt að taka þátt, er viss um að það skilar sér til lengri tíma. Stærðir og skipulag á plássum var ekki nógu góð, sérstaklega voru horn plássin mis stór og virkuðu ekki nógu vel. Mér finnst básarnir orðnir alltof dýrir - verðið er alltaf að hækka en ekki sást fleiri auglýsingar Þið eruð dásamlegar. Frábær sýning, vel skipulögð Taka má til athugunar að opna kl 11 í stað 10 um helgar. Mér finnst sýningin mjög góður vettvangur til að hitta viðskiptavini og selja mína hluti, Ég vona sannarlega að Ráðhúsmarkaðurinn sem orðin er vel kunnur öllum sem einhvern áhuga hafa á listmunum, hönnun og handverki haldi áfram langt inní framtíðina. Kærar þakkir fyrir mig mér finnst í alla staði mjög vel staðið að sýningunni, sakna þó að hafa ekki mötuneytið eins og var. Kærar þakkir fyrir mig. Takk fyrir frábæra sýningu, mér fannst hún vera mjög flott með því að salurinn var opnari fyrir miðju, kom vel út og sýningin var vel sótt fannst mér, you rock girls :) Takk fyrir okkur og frábæra sýningu og vinnubrögð! Very good organization of the show and of the actual space in the City Hall. It never felt too crowded, good access to electricity. Very satisfied. Þetta var mikil innspýting fyrir okkar fyrirtæki og við erum mjög ánægð með að hafa tekið þátt. Við vitum að þetta á eftir að skila sér til framtíðar. Bæklingurinn skilaði sér ekki inná mitt heimili..og þá líklegast ekki til allra í mínu hverfi þar sem Fréttablaðið er ekki borið í hús,bæklingurinn datt því úr blöðunum og ofan í kassann sem þau eru sett í. Ég hef verið á 3 vorsýningum og þetta var fyrsta haustsýningin mín. Fann engan mun á sölu á vor eða haustsýningu. Handverk og hönnun í Hegningarhúsið! Mér finnst að vettvang vanti fyrir íslenskt handverksfólk og hönnuði til að selja vöruna sína allt árið. Hegningarhúsið á Skólavörðustíg mun hætta starfsemi og væri þá frábær staður fyrir okkur. Veit að ég er ekki sú eina sem hef fengið þessa hugmynd en vildi viðra hana aðeins :-) Takk fyrir !


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.