ARSSKYRSLA HANDVERKS OG HONNNAR 2014

Page 1

Sjálfseignarstofnunin

HANDVERK OG HÖNNUN Ársskýrsla

2014Markmið HANDVERKS OG HÖNNUNAR sjálfseignarstofnunar sem voru samþykkt á stofnfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2007 eru eftirfarandi:     

Að stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðnaðar og auka gæðavitund á þessu sviði. Að auka skilning almennt á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks, hönnunar og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi. Að koma til móts við þarfir þessara greina fyrir þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar. Að halda áfram uppbyggingu gagnagrunns á þessu sviði. Að vera sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa að handverki, hönnun og listiðnaði.

Stjórn og starfsmenn Í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Birta Flókadóttir formaður, Halla Bogadóttir, varaformaður, Signý Ormarsdóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Vilmundur Jósefsson meðstjórnendur. Varamenn eru Árni Snæbjörnsson og Þórey S. Jónsdóttir. Fastir starfsmenn eru Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri og Fjóla Guðmundsdóttir sérfræðingur. Þær eru báðar í 100 % starfi. Um færslu á bókhaldi sér Sveinbjörn Bjarnason bókari og Þorvaldur Þorvaldsson löggiltur endurskoðandi sér um endurskoðun. HANDVERK OG HÖNNUN er með skrifstofur í Aðalstræti 10.

Skrifstofur HANDVERKS OG HÖNNUNAR, Aðalstræti 10

Fjármagn Vegna þeirra þáttaskila sem urðu þegar viðbótarfjármagn fékkst í lok árs 2012 gekk reksturinn vel árið 2014. Þó nokkuð svigrún skapaðist til að stofna til nýrra og spennandi verkefna og hægt var að gera átak í verkefnum sem setið höfðu á hakanum nokkur undanfarin ár. Það hefur verið markmið stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR frá upphafi að hafa þátttökugjöld í hinum ýmsu verkefnum hófleg en vegna þröngrar fjárhagsstöðu síðustu ára hafa þau hækkað umtalsvert. Þessi þróun hefur örugglega haft þau áhrif að þeir sem eru að byrja feril sinn á þessu sviði og fólk sem býr utan Reykjavíkur hefur ekki séð sér fært að taka þátt í mörgum verkefnum vegna kostnaðar. Þessi viðbótarsamningur gaf svigrúm til að endurskoða þátttökugjöldin a.m.k. tímabundið.

3 *


Stjórnarfundir Haldnir voru tveir formlegir stjórnarfundir á árinu 2014 þann 29. janúar og 19. maí. Stjórnarformaður er þó í reglulegu sambandi við skrifstofuna utan þessara formlegu funda. Stjórn þiggur ekki laun fyrir stjórnarstörf.

Ráðgjafafundir Í stofnskrá HANDVERKS OG HÖNNUNAR er gert ráð fyrir tíu manna ráðgjafahópi sem á að vera stjórn og starfsmönnum stuðningur við að skipuleggja framtíðarverkefni. Ráðgjafafundirnir voru mikilvægir til að auka tengsl starfsfólks og stjórnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR við grasrótina. Nú eru önnur tæki aðgengileg sem nota má á virkari hátt í þessu skyni. Viðhorfakannanir sem kosta mjög lítið eru aðgengilegar á alnetinu og þannig má ná til allra okkar skjólstæðinga ekki bara tíu aðila. Kannanir af þessu tagi eru betri og ódýrari leið til að vera í virku sambandi við grasrótina. Niðurstöður allra kannananna og skýrslur sem gerðar hafa verið af eða fyrir HANDVERK OG HÖNNUN eru birtar á vefnum. www.handverkoghonnun.is/islenska/um-handverk-og-honnun/skyrslur

Fréttabréf Fréttir eru sendar í tölvupósti 5-6 sinnum í mánuði til rúmlega 1200 manns. Í fréttabréfinu eru öll verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR vandlega kynnt. Þar er einnig vakin athygli á námskeiðum, sýningum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem er áhugavert fyrir okkar umbjóðendur. HANDVERK OG HÖNNUN heldur einnig úti fésbókarsíðu og fylgjendur hennar eru nú 3.453.

Ráðgjöf og fyrirlestrar HANDVERK OG HÖNNUN á nú eftir langt starf mikið myndefni og þar hefur einnig safnast mikil þekking. Átak var gert á árinu 2013 og safnað var kerfisbundið upplýsingum um handverk og listiðnað um allt land. Þessu starfi var haldið áfram 2014. Þetta átak var unnið í samstarfi við menningarfulltrúa, nýsköpunar- miðstöðvar, þróunarfélög, klasasamstarf og atvinnuráðgjafa. Eftirfarandi fundir, heimsóknir og ráðstefnur voru skipulagðar á árinu 2014 utan Reykjavíkur: Akureyri 15. febrúar, fyrirlestur og ráðgjafaviðtöl, Ólafsvík 3. nóvember, fyrirlestur og ráðgjafaviðtöl, Þingeyri 14. nóvember, fyrirlestur og ráðgjafaviðtöl.

Þjónusta við gerð kynningarefnis HANDVERK OG HÖNNUN hefur undanfarin ár aðstoðað fólk við gerð kynningarefnis. Á árinu 2014 voru sett upp og prentuð samtals 75 þúsund kynningarkort fyrir starfandi handverks- og listiðnaðarmenn og hönnuði. Það fæst töluverð hagræðing með þessu móti og kynningarkortin eru mun ódýrari þegar mikið magn er prentað saman.

4 *


Sýningar á skörinni 2014 Á skörinni er lítill sýningarsalur í Aðalstræti 10. Skipulagðar voru fjórar sýningar á skörinni. MY VOICE IN ABSTRACT - leirlistasýning 26. - 22. mars, Hönnunarmars 2014, Hólmfríður Vídalín Arngríms Hönnunarsýning VOLKA 26. maí - 19. ágúst 2014 Skartgripasýning Dýrfinnu Torfadóttur 21. - 31. ágúst. 2014 Klukknaköll – jólasýning - leirlistasýning 1. des.- 6. jan. 2014, Helga Kristín Unnarsdóttir

Þemasýningar HANDVERK OG HÖNNUN hefur haldið fjölmargar sýningar undanfarin ár. Sýningarnar frá upphafi eru tæplega áttatíu og sýnendur/þátttakendur eru tæplega sjö hundruð, víðs vegar af landinu.

Net á þurru landi 4. september 2014 til 6. janúar 2015 Duus húsum Reykjanesbæ. HANDVERK OG HÖNNUN stóð fyrir sýningunni: Net á þurru landi í Sjóminjasafninu Grandagarði í október 2013. Sýningin vaki mikla athygli og fékk mikla aðsókn. Sýnendur voru: Anna María Lind Geirsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, DLD – Dagný Bjarnadóttir, Elín Haraldsdóttir, GLÓ-EY (Eygló Gunnarsdóttir), Guðný Hafsteinsdóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Björg Jónasardóttir, Ingibjörg Hjálmarsdóttir Hólm, Kristbjörg Guðmundsdóttir, MÓT (Baldur Helgi Snorrason, Guðrún Harðardóttir og Katla Maríudóttir), Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, SHADOW CREATURES (Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir og Sólveig Ragna Guðmundsdóttir). Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi í Reykjanesbæ óskaði eftir samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN um sýningu. Þar sem fyrirvarinn var stuttur þá var niðurstaðan að setja þessa fallegu sýningu upp aftur í alveg nýjum sal í Duus húsunum.

Duus hús í Reykjanesbæ

5 *


TÖSKUR Sýning í KRINGLUNNI í tengslum við Hönnunarmars 26.03 - 09.04 2014 Auglýst var eftir þátttakendum og óskað var eftir allskonar töskum. Engar takmarkanir voru settar á efni, formi eða stærð. Sérstök áhersla var á að hvetja þátttakendur til endurnýtingar, endurvinnslu, endurgerðar, það var þó ekki skilyrði. Sýningin var öllum opin en valið var úr innsendum töskum á sýninguna. Á sýningunni voru afar fjölbreyttar töskur úr ýmsum hráefnum og vakti sýningin mikla athygli. Töskur úr endurnýttu hráefni voru margar. Sýnendur voru: Arndís Jóhannsdóttir, Arnþrúður Halldórsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir, Fríða Ragnarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Heiðrún Björk Jóhannesdóttir (Ísa-fold design), Helena Sólbrá, Helga Ósk Einarsdóttir, Jóna Imsland, Lene Zachariassen, Magdalena Sirrý, Margrét Guðnadóttir, María Manda, Ragnheiður Guðjónsdóttir (Sifka design), Sigríður Júlía Bjarnadóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Unnur Gunnarsdóttir.

Nokkrar af þeim töskum sem voru á sýningunni í Kringlunni

Fræðsla: Vinnsla horna og beina Kennsluefni um vinnslu horna og beina verður birt á vef HANDVERK OG HÖNNUNAR. Þessi vinna fór í gang á árinu 2013 og verður kláruð á þessu ári ef fjármunir fást.

Sýningar / kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2014 Sýningar/kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR í Ráðhúsi Reykjavíkur sem haldnar hafa verið síðan 2006 hafa heppnast mjög vel. Áhugi á þeim hefur verið mjög mikill frá upphafi. Þetta stefnumót handverksfólks og hönnuða við áhugafólk um hönnun og handverk er að mati þeirra sem taka þátt mjög mikilvægt. Þessi fullyrðing er byggð á viðhorfakönnun sem HANDVERK OG HÖNNUN hefur gert á hverju ári í kjölfar sýninganna. Gerðar eru miklar gæðakröfur til þeirra sem sýna og fagleg valnefnd hefur alltaf valið úr fjölda umsókna fyrir hverja sýningu. Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur, 15. - 19. maí 2014 Kynningarferlið fór í gang í lok janúar. Eftir starf valnefndar voru 40 þátttakendur valdir til þátttöku. Sýningin í Ráðhúsinu tókst ágætlega og allir fengu gott pláss og uppsetning var mjög 6 *


auðveld. Aðsókn var ágæt og almenn ánægja með sýninguna. Gerð var viðhorfakönnun hjá þátttakendum og er hún birt á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og úrdráttur úr henni fylgir þessari skýrslu (bls. 16-24).

Frá sýningunni í maí

Kynning í Ráðhúsi Reykjavíkur, 6. - 10. nóvember 2014 Umsóknir um haustsýninguna voru fjölmargar að venju. Þó var ákveðið í kjölfar sýningarinnar í vor að fækka sýnendum svolítið. Sýningin í nóvember var sú tólfta í röðinni. Þátttakendur voru 51. Mikið var fjallað um sýninguna og sýnendur í fjölmiðlum og þar að auki var fjallað um sýninguna/ kynninguna í Listaukanum hjá Ríkisútvarpinu. Aðsókn að þessum viðburði var að venju mjög mikil. Þessar kynningar/sýningar hafa fyrir löngu skipað sér sess í menningarlífi Reykjavíkur. Gerð var viðhorfakönnun hjá þátttakendum og er hún birt á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR og úrdráttur úr henni fylgir þessari skýrslu (bls. 25-31). Vefur sýningarinnar var endurskoðaður og honum breytt í grundvallaratriðum og er nú hannaður til þess að opnast á réttan hátt í hvaða skjástærð sem er. Mikil umferð er um vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR í tengslum við sýningarnar í Ráðhúsi Reykjavíkur (sjá bls. 32).

Frá sýningunni í nóvember, Guðný Magnúsdóttir

Frá sýningunni í nóvember, Helga Kristjánsdóttir

7 *


Skúlaverðlaunin 2014 Verðlaun fyrir besta nýja hlutinn Eins og undanfarin ár var efnt til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni í nóvember. Þeir sem valdir voru til þátttöku í Ráðhúsinu gátu tilkynnt til HANDVERKS OG HÖNNUNAR nýja vöru í samkeppni um besta nýja hlutinn. Samkeppninni eru settar töluvert þröngar skorður því hlutirnir mega hvorki hafa verið sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna í Ráðhúsinu. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Fagleg valnefnd sem Guðný Hafsteinsdóttir, leirlistamaður og Edda Bergsteinsdóttir, gullsmiður skipuðu valdi verðlaunahafa. Skúlaverðlaunin 2014 hlaut Lára Gunnarsdóttir, listhandverksmaður í Stykkishólmi fyrir verkið „Smáfuglar“. Sérstaka viðurkenningu hlaut Ólöf Erla Bjarnadóttur fyrir verkið „Möttulkvika“. Þessi samkeppni er gerð til þess að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og framþróunar. Verðlaunin hafa verið styrkt frá upphafi af Samtökum iðnaðarins og Almar Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri samtakanna afhenti þau fimmtudaginn 6. nóvember. Stuðningur Samtaka iðnaðarins við þetta verkefni er mjög mikilvægur.

Lára Gunnarsdóttir Skúlaverðlaunahafi ásamt Almari Guðmundssyni, Ólöfu Erlu Bjarnadóttur og Sunnevu Hafsteinsdóttur

Sérstakar kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur MAKE By þorpið – Þjónusta við skapandi fólk – nýting staðbundinna hráefna á Austurlandi kynnti starfsemi sína á kynningunni í maí. Þar kynntu vörur sínar Þorpssmiðjan Egilsstöðum, HERE sköpunarmiðstöð á Stöðvarfirði og Ullarvinnsla frú Láru á Seyðisfirði. Þar að auki kynnti Ullarselið á Hvanneyri handspunnið íslenskt band. Nokkur hópur sem stendur á bak við Ullarselið framleiðir handspunnið band úr íslensku hráefni. Þessi framleiðsla er einstök og vakti mikla athygli. Make by Þorpið

8 *


Erlend markaðssetning á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur Unnið var sérstakt kynningarefni á ensku til að koma sýningunum framfæri á netinu og kynningarkort prentað. Kynningarkortinu var dreift á allar upplýsingamiðstöðvar og öll hótel í Reykjavík. Stofnuð var sérstök heimasíða um sýninguna. Kynning á sýningunum var send sérstaklega til allra norrænna ferðaskrifstofa sem skipuleggja ferðir til Íslands. Listi yfir þessar ferðaskrifstofur er á vef Íslandsstofu. Samkvæmt könnun sem gerð var hjá þátttakendum á sýningunum 2014 urðu 100% sýnenda varir við erlenda gesti á sýningunum og 77% þátttakenda seldu vörur til erlendra ferðamanna. Þetta átak mun halda áfram 2015. Hér ekki verið að kaupa dýrar auglýsingar einungis verið að nota miðla sem eru ókeypis og prenta kynningarkort til dreifingar. Þá voru einnig keyptar auglýsingar vegna sýningarinnar haustið 2014 á Facebook í fyrsta skipti. Það tókst ágætlega verður örugglega framhald á því.

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR Vefurinn www.handverkoghonnun.is er í stöðugri þróun, hann var fyrst opnaður árið 2000 og endurskoðaður frá grunni 2009. Á vefnum eru mjög fjölbreyttar upplýsingar og umfangsmikið myndefni. Virk vefmæling hefur verið gerð í nokkur ár og umferð á vefnum er mikil. Rúmlega tólfhundruð einstaklingar eru skráðir á póstlista HANDVERKS OG HÖNNUNAR og fá fréttir 4-6 sinnum í mánuði. Reynt er að kynna alla viðburði sem tengjast þessu sviði í fréttabréfunum, s.s. sýningar, fyrirlestra, námskeið og ýmislegt annað. Verkefni, viðburðir og sýningar á vegum HANDVERKS OG HÖNNUNAR og eru kynnt sérstaklega á heimasíðunni á myndrænan hátt. Í gagnabanka eru kynntir einstaklingar sem stunda handverk, listiðnað og hönnun. Listamaður mánaðarins er kynntur sérstaklega á forsíðu. Allir sem valdir hafa verið á sýningar/kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR hafa rétt á skráningu í gagnagrunninn. Aðrir áhugasamir verða sækja sérstaklega um skráningu og valnefnd metur þær umsóknir. HANDVERK OG HÖNNUN safnar kerfisbundið upplýsingum um nám og námskeið í handverki, hönnun og listiðnaði. Á vefnum eru umfangsmiklar upplýsingar um styrki, skóla, nám og ýmsa viðburði sem tengjast þessum málaflokki, hérlendis og erlendis. Vefurinn er á íslensku og ensku og er starfseminni mjög mikilvægur. Vefurinn var tekinn til endurskoðunar og endurbættur að hluta til á árinu 2013. Það liggur nú fyrir að gera þarf grundvallarbreytingar á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR en 9 *


fjármagn er ekki til í það verkefni miðað við núverandi fjárveitingar. Vinna þarf að því á næsta ári að afla fjármuna í það verkefni.

Kynning í íslensku listhandverki í Kaupmannahöfn 13. – 15. ágúst 2014 Þátttaka Íslendinga í sýningu/kynningu í Kaupmannahöfn í samvinnu við danska listiðnaðarmenn, við Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn var fyrirhuguð í ágúst 2013. Dönsku samtökin ( Danske Kunsthåndværkere og designere.) sóttu um norrænan styrk vegna þessa. Hætt var við þetta verkefni 2013 þar sem ekki fengust styrkir. Í mars 2014 barst ósk til HANDVERKS OG HÖNNUNAR um að tilnefna fimm listamenn til að taka þátt í þessum viðburði í ágúst 2014. Íslendingunum var boðið að taka þátt og þurftu ekki að sækja um. Greiða þurfti þátttökugjald að fullu þar sem ekki fékkst styrkur í þetta verkefni. Þar sem fyrirvarinn var lítill og ekki hægt að auglýsa og kalla eftir umsækjendum þá var brugðið á það ráð að kalla til aðila sem hafði tekið þátt í kynningunni í Kaupmannahöfn í mörg ár. Viðkomandi gaf góð ráð og lagði til nokkur nöfn. Haft var samband við tíu manns og gert var ráð fyrir að þrír til fimm hefðu áhuga á að þiggja þetta boð sem var töluvert kostnaðarsamt en mjög spennandi. En það voru alls sjö aðilar sem höfðu mikinn áhuga á að taka þátt. Haft var samband við dönsku samtökin vegna þessa og féllust þau á að taka á móti sjö þátttakendum frá Íslandi. Þátttakendur voru: Guðrún Stefánsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Helena Sólbrá, Helga Ósk Einarsdóttir - Milla, Sigrún Guðmundsdóttir, Steinunn Vala og Þuríður Ósk Smáradóttir. Skemmst er frá að segja að þátttakan tókst mjög vel og vöktu íslensku þátttakendurnir mikla athygli í Kaupmannahöfn. Í kjölfarið á þessari sýningu hafa nokkrir af þátttakendum fengið tilboð frá söluaðilum og tækifæri til sýninga erlendis.

Afmælisár HANDVERKS OG HÖNNUNAR: 1994 - 2014 20 ára starfsafmæli. HANDVERK OG HÖNNUN hefur starfað óslitið frá 1994, fyrst sem tilraunaverkefni á vegum forsætisráðuneytis og síðan samstarfsverkefni fjögurra ráðuneyta þ.e. forsætisráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, landbúnaðarráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Árið 2007 var stofnuð sjálfseignarstofnun um starfsemina og frá þeim tíma hefur verkefnið starfað í skjóli og menntaog menningarmálaráðuneytisins. Stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR ákvað að halda upp á þessi tímamót með viðeigandi hætti og strax var ákveðið að hafa okkar fjölmörgu skjólstæðinga í aðalhlutverki. Hátíðin var tvíþætt annarsvegar var haldin afmælisveisla og hinsvegar samsýning. Afmælisveisla: Haldið var stórt afmælisboð fyrir alla sem komið hafa að starfi HANDVERKS OG HÖNNUNAR undanfarin 20 ár. Áætlað var að halda þessa afmælisveislu 29. mars þar sem fyrsta fundargerð stjórnar Handverks var haldinn þann dag árið 1994. Þar sem þessi dagsetning féll inn á dagsetningar Hönnunarmars þá var ákveðið að bíða og finna betri dagsetningu síðar á árinu. Boðið var haldið laugardaginn 4. október 2014 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Menntaog menningarmálaráðherra hr. Illugi Gunnarsson ávarpaði afmælisgesti.

10 *


Undirbúin var myndasýning á úrvali þeim fjölmörgu verkum sem sýnd hafa verið á öllum þeim rúmlega 70 sýningum sem HANDVERK OG HÖNNUN hefur staðið fyrir. Á þessu tuttugu ára starfi HANDVERKS OG HÖNNUNAR hefur orðið til mjög dýrmæt skráning á handverki og listiðnaði á Íslandi. Nánast undantekningalaust hefur stofnunin látið fagljósmyndara mynda flesta sýningarmuni. Boðið var upp á léttar veitingar og lifandi tónlist. Fjölmargir komu og tóku þátt í gleðinni og var þetta mjög ánægjulegur dagur.

Afmælissýning: Ákveðið var að halda afmælissýningu að þessu tilefni og leyfi fékkst frá Ráðhúsinu að hafa hana í austursal Ráðhússins. Sýningin opnaði sama dag og afmælisveislan var haldin. Elísabet Ingvarsdóttir var ráðin sýningarstjóri. Sýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru tæplega sjötíu frá 1999 – 2014 og nokkrar sýningar voru haldnar 1994-1999. Ákveðið var að finna hluti sem voru sérstaklega gerðir fyrir sýningarnar og eru ennþá framleiddir og seldir. Með því var verið að skoða hver áhrif þessara sýninga hefðu verið á þróun og vöruframboð á handverki og listiðnaði á Íslandi. Niðurstaðan var að þessi sýningarstarfsemi hefur haft mikil áhrif á þessu sviði og hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og framþróun. Vandi var að velja úr fjölmörgum munum sem komu til greina. Niðurstaðan var að velja muni frá 26 einstaklingum. Þeir voru Anna Gunnarsdóttir, Arndís Jóhannsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir, Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Stefánsdóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Kristín Unnarsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Helga R. Mogensen, Helgi Björnsson, Hulda B. Ágústsdóttir, Inga Elín, Kjartan Örn Kjartansson, Kogga, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Lára Gunnarsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Margrét Jónsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Páll S. Garðarsson, Philippe Ricart, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sigga & Timo og Sigrún Ólöf Einarsdóttir. Sýningin stóð í til 8. október og vakti mikla athygli.

11 *


Norsk gestasýning - Approach 10. jan. - 9. feb. 2014 í Ráðhúsi Reykjavíkur Signý Ormarsdóttir sem situr í stjórn HANDVERKS OG HÖNNUNAR lagði fram formlega ósk á stjórnarfundi 2013 um að HANDVERK OG HÖNNUN tæki á móti norskri farandsýningu. Sýningaraðstaða fékkst í Ráðhúsi Reykjavíkur í ársbyrjun 2014. Unnið var að undirbúningi sýningarinnar í desember 2013. Þetta var samsýning þriggja norskra listhandverksmanna sem nefndist Approach / Nálgun. Sýnendur voru: Solveig Ovanger sem vinnur með leður og roð. Hún hefur mikinn áhuga á styrk- og teygjanleika mismunandi leðurgerða og vinnur með það í verkum sínum. Heimasíða Solveigar er www.solveigovanger.no. Ingrid Larssen sem vinnur að mestu leyti í textíl. Hún notar vöfflusaum á silki organza og leitast við að ná fram viðkvæmum, gegnsæjum og þyngdarlausum áhrifum í verkum sínum. Heimasíða Ingridar er www.ingridlarssen.no. Cecilie Haaland hefur unnið með leir og postulín frá árinu 1989 en undanfarið einnig með ljósmyndun. Hún tekur myndir með kassamyndavél (pinhole camera) sem búin er til úr leirkrús. Hún hefur sérstakan áhuga á umskiptunum sem verða frá þrívíðum hlut yfir í tvívíðan. Heimasíða Cecilie er www.phottery.com Solveig, Ingrid og Cecilie sem allar vinna í ólík hráefni byrjuðu að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum. Þær koma frá mismunandi svæðum í Noregi, Solveig býr í Tromsø, Ingrid í Vesterålen og Cecilie í Lofoten. Þær sækja innblástur sinn til mannlegra samskipta, í menninguna og undur náttúrunnar. Þær hafa allar sterkar tilfinningar til hafsins og endurspeglast það í listsköpun þeirra fyrir þessa sýningu. Ingrid Larssen hefur áður sýnt á Íslandi en árið 2006 sýndi hún einstakt hálsskart í Reykjavík í sýningarsal HANDVERKS OG HÖNNUNAR Í Aðalstræti 12 og á Skriðuklaustri. Sendiherra Noregs á Íslandi Dag Wernø Holter opnaði sýninguna. Menningarsjóður norska sendiráðsins á Íslandi styrkti sýninguna og bauð veitingar við opnun. Reykjavík er þriðji viðkomustaður sýningarinnar en í fyrra var sýningin sett upp í Pétursborg og Arkhangelsk í Rússlandi. Samstarfsaðili á Íslandi var HANDVERK OG HÖNNUN en sýningin var styrkt af Norska utanríkisráðuneytinu, Aðalræðismanni Noregs í Pétursborg, BarentsKult, Norske Kunsthåndverkere og Norrænu menningargáttinni.

Erlent samstarf Vegna þröngrar fjárhagsstöðu undanfarin ár hefur ekki verið möguleiki á að taka þátt í erlendu samstarfi nema með símtölum og tölvusambandi. Nú vegna betri fjárhagsstöðu skapaðist nokkur svigrúm til að fylgjast með. Farið var á nokkrar sýningar, ráðstefnur og fundi. Það er mjög nauðsynlegt að fylgjast með straumum og stefnum og vera í norrænu samstarfi. Í undirbúningi er samnorræn þátttaka í handverks og listiðnaðarsýningu í París haustið 2015 í Palais-Royal.

12 *


HANDVERK OG HÖNNUN í tölum 2014 Stofnfélagar sjálfseignarstofnunarinnar HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru: Fastir starfsmenn eru: Fyrirlestrar og kynningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR utan Reykjavíkur: Sýningar Á skörinni, Reykjavík: Samsýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR: Fjöldi samsýningardaga HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu Fjöldi þátttakenda í samsýningum HANDVERKS OG HÖNNUNAR: Fjöldi þátttakenda í kynningum erlendis Fjöldi sýningargesta á árinu: Heimsóknir á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR að meðaltali á mánuði: Fjöldi einstaklinga sem skráðir eru á póstlista: Fjöldi fréttabréfa HANDVERKS OG HÖNNUNAR á árinu: Vinir HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Fésbók: Sýningar/kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur á árinu: Fjöldi þátttakenda í sýningum/kynningum í Ráðhúsi Reykjavíkur: Fjöldi kynningardaga í Ráðhúsi Reykjavíkur: Fjöldi gesta á kynningum í Ráðhúsi Reykjavíkur:

203 2 3 4 3 141 56 7 10.000* 3.771 1.224 71 3.477 2 90 10 25.000*

*áætlaðar tölur

Helstu áætluðu verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2015: Kynningar í Ráðhúsi Reykjavíkur  Ráðhúsið maí 2015 - sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 14. – 18. maí 2015, um 50 sýnendur. 

Ráðhúsið nóvember 2015 - sýning/kynning á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur, 5. – 9. nóvember 2015, um 50 sýnendur.

HANDVERK OG HÖNNUN stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð. Listamennirnir sjálfir kynna vörur sínar. Kynningin er öllum opin og sérstök fagleg valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Prentaður er kynningarbæklingur með myndum frá öllum þátttakendum í 88.000 eintökum og honum er dreift í öll hús á Reykjavíkursvæðinu, Borgarnesi, Akranesi, Grindavík, Reykjanesbæ og Hveragerði og Selfoss. 

Erlend markaðssetning á sýningunum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Unnið verður áfram að markaðssetningu sýningarinnar erlendis. Sérstakt kynningarefni er útbúið á ensku til að koma sýningunum framfæri á netinu. Stofnaður hefur verið sérstakur vefur um sýninguna. Byrjað var á þessu verkefni 2013. Samkvæmt könnun sem gerð var hjá þátttakendum á sýningunum 2014 urðu allir sýnendur varir við erlenda gesti og 76% þátttakenda seldu vörur til erlendra ferðamanna. Vegna þröngrar fjárhagsstöðu HANDVERK OG HÖNNUNAR þá er öll kynning gerð á samfélagsmiðlum án greiðslu.

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR Vefur www.handverkoghonnun.is er í stöðugri þróun og er starfseminni mjög mikilvægur. Hann var opnaður árið 2000 og endurskoðaður frá grunni 2009. Nú er smám saman verið að endurskoða /endurbæta vefinn. Það hefur komið í ljós að mikil þörf er á grundvallarbreytingu á vefnum en kostaður við það er töluverður. 13 *


  

Fréttabréf er sent í tölvupósti til 1.240 einstaklinga að minnsta kosti einu sinni í viku. Vinir HANDVERKS OG HÖNNUNAR á facebook eru: 3.462 Allar sýningar HANDVERKS OG HÖNNUNAR frá upphafi eru kynntar á myndrænan hátt á heimasíðunni. Á heimasíðu HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru myndir og upplýsingar um sýnendur á 39 sýningum. Í gagnabanka HANDVERKS OG HÖNNUNAR eru tæplega 300 einstaklingar skráðir.

Ráðgjöf og fræðsla – sérstakt átak úti á landi:  Ráðgjöf/Viðtöl – Fyrirlestrar - Samvinnuverkefni – Kynningar. Átak sem var gert á árinu 2013 og 2014 mun halda áfram. Ekki verður hægt að bjóða þjónustuna á sama hátt og áður vegna þröngrar fjárhagsstöðu. Þetta er unnið í samvinnu við menningarfulltrúa, nýsköpunarmiðstöðvar, þróunarfélög, klasasamstarf og atvinnuráðgjafa. 

Kennsluefni útbúið á vefsíðu - Vinnsla horna og beina. Vinnsla á horni og beinum á sér langa sögu á Íslandi. Þessi þekking er hvergi skráð. Byrjað var á þessu verkefni árið 2013 og byrjað að safna gögnum. Ekki hefur unnist tími til að klára það. Þessi gagnaöflun verður að fara þannig fram að taka þarf viðtöl við nokkra aðila sem búa víðsvegar um landið. Það er því töluvert kostnaðarsamt.

Sýningar:  Þátttaka í samnorrænu verkefni í París, 9. – 13. september 2015. Nordic Pavilion at Revelations 2015. Þetta er umfangsmikið verkefni sem er fjármagnað af norrænum sjóðum. Einnig hefur verið sótt um styrk til Evrópusambandsins. Niðurstaða í þeirri umsókn mun berast í mars. Þó mun þurfa að leita styrkja innanlands vegna ýmissa útgjalda sem munu falla til hér á landi og þátttöku listamanna, sýningarstjóra og starfsmanna HH í París. Sýningarstjóri frá Íslandi er Anna Leoniak. En fyrst og fremst mun þetta verkefni kosta töluverða vinnu hjá HANDVERKI OG HÖNNUN. 

Sýningar á Skörinni Aðalstræti 10. Áætlaðar eru nokkrar sýningar en ekki hefur allt árið verið skipulagt þar sem huga þarf að flutningi á skrifstofu vegna þröngrar fjárhagsstöðu. Leigusamningur vegna húsnæðis rennur út í lok mars en möguleiki er á endurnýjun ef annað húsnæði er ekki sjónmali þá. Ekki er vitað hvort nýtt húsnæði bjóði upp á sýningarhald.

Sýningin „Síðasta kvöldmáltíðin“ er áætluð í samvinnu við Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri um páska 2015. Sýningin mun opna laugardaginn 28. mars og standa til 12. apríl. Átta leirlistamenn munu leggja sameiginlega á borð. Gunnarstofnun mun standa straum af flutningi verkanna og mest öllum kostnaði sem til fellur vegna uppsetningar á sýningunni.

Annað:  Skúlaverðlaun 2015 – hvatning til vöruþróunar styrkt af Samtökum iðnaðarins.  Fréttabréf – 5 til 6 fréttabréf á mánuði til rúmlega 1200 aðila.  Þjónusta við gerð kynningaefnis.  Ýmis ráðgjöf og fræðsla.

14 *


Lokaorð Rekstur starfseminnar gekk vel á árinu 2014 þar sem fjármunir frá viðbótarsamningi sem gerður var í árslok 2012 voru að hluta til ráðstöfunar. Ráðist var í mörg spennandi verkefni og hægt var að halda veglega upp á tuttugu ára afmælið. Samningur HANDVERKS OG HÖNNUNAR við stjórnvöld til þriggja ára rann út í árslok 2014. Fundað var með ráðherra í júní 2014 og þar kom fram ráðherra hefði hug á á endurnýja samning við stofnunina. Nýr samningur lá loksins fyrir í ársbyrjun 2015. Samningur til 3ja ára í senn er mjög mikilvægur en fjárveiting til starfseminnar samkvæmt samningnum duga alls ekki til að halda út starfsemi verkefnisins. Afar þröngur fjárhagur síðustu ára hefur orsakað það að við höfum ekki getað haft frumkvæði að verkefnum. Ef ekki hefði komið til viðbótar fjárframlag í árslok 2012 hefði þurft að gera grundvallarbreytingu á starfseminni strax árið 2013. Framlag ríkisins til starfseminnar hefur því miður farið lækkandi og tilraunir til að afla styrkja í samfélaginu hafa ekki borið mikinn árangur. Það er skoðun stjórnar og starfsmanna að þessi staða sé ekki boðleg. Alltof mikill tími starfsmanna fer í vinnu við að afla fjármuna á kostnað vinnu samkvæmt markmiðum starfseminnar. 11. maí 2015

Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri

15 *


Niðurstöður könnunar vegna sýningarinnar HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR í maí 2014. Hér birtast niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem haldin var dagana 15. til 19. maí 2014. Könnunin var framkvæmd dagana 23. maí. – 5. júní 2014. Svörun var mjög góð eða 86% en alls svaraði 31 af 36 þátttakendum könnuninni.

1. Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var nú haldin í ellefta sinn. Hve oft hefur þú tekið þátt? 12,90%

31,71%

48,39%

Var að taka þátt í fyrsta sinn.

Hef tekið þátt 2 til 5 sinnum

16 *

Hef tekið þátt oftar en 5 sinnum


2. Hver er ávinningur þinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

Að geta kynnt vinnu- og verkferli sitt fyrir gestum.

22

Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá viðskiptavinum.

27

Að afhenda kynningarefni sem skilar sér til lengri tíma litið.

14

Gott sölutækifæri.

23

Að kynnast öðrum þátttakendum á sýningunni.

12

Möguleiki á nýjum sölustöðum í kjölfar sýningarinnar.

14

Annað*

1

*Ef annað, þá hvað? Kynna nýja vöru

3. Finnur þú fyrir auknum áhuga á vörum þínum í kjölfar sýningarinnar í Ráðhúsinu? 19,35%

3,23%

77,42%

Nei

17 *

Veit ekki


4. Framboð vöru. Hakaðu í það sem við á. 18,20%

54,50% 27,30%

Ég er með sama verð á sýningunni og í endursölu Ég býð upp á sérstakan afslátt af vörunni á meðan sýningunni stendur (10-15%) Sel á heildsöluverði eða nálægt því

Ef þú ert með sömu vörur á sýningunni og í endursölu (í sölu allt árið á einum eða fleiri sölustað), vinsamlegast svaraðu þá eftirfarandi. 3,23%

35,48%

61,29%

Ég er með meirihluta af mínum vörum í sölu allt árið á einum eða fleiri sölustað Ég sé nær eingöngu um sölu sjálf/ur (á vinnustofu, eigin vefverslun, markaðir og sýningar) Vil ekki svara

18 *


5. Á sýningunni í maí lagði ég áherslu á að kynna nýjar vörur. 3,23% 9,68%

19,35%

67,74%

Nei

Á ekki við

Vil ekki svara

6. Þetta var í þriðja sinn sem sýningin er haldin að vori. Finnst þér þörf á að hafa svona sýningu bæði í maí og nóvember?

9,68% 6,45%

83,87%

Nei

Hef ekki skoðun

19 *


7. Mikil áhersla var lögð á að þátttakendur hefðu frumkvæði að því að kynna sýninguna. Hvað gerðir þú til að kynna þig og sýninguna? (hægt var að merkja við fleiri en einn svarmöguleika) Sendi boðskort/bækling í tölvupósti á vini og vandamenn.

21

Auglýsti sýninguna á Facebook/Twitter/Instagram

29

Hafði samband við einn eða fleiri prentmiðla.

8

Hafði samband við einn eða fleiri ljósvakamiðla. Annað*

4 1

*Ef annað þá hvað? Haft var samband við mig fyrir viðtal í dagblað

HANDVERK OG HÖNNUN hefur kynnt sýninguna á ákveðinn hátt undanfarin ár, þ.e. með kynningarbæklingi sem dreift er í 87.000 eintökum með pósti, markvissri kynningu á opnum samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter, Instagram), rafrænu boðskorti og fréttatilkynningum í fjölmiðla. Einnig hefur heimasíðukynning á þátttakendum farið í loftið mánuði fyrir sýninguna. Hefur þú hugmyndir um nýjar leiðir í kynningarmálum? · · · ·

· ·

Götuplaköt Ljósvakann og blöðin.. Mér finnst bæklingurinn alltaf rosalega sterkur. Það væri gaman ef hægt væri að fjármagna smá video upptökur á næstu sýningu, kannski samstarf við kvikmyndaskólann eða eitthvað þannig. Taka upp td. þegar verið er að stilla upp, þegar allt er komið upp og gestirnir komnir og kannski líka taka upp þegar sýnendur útskýra í stuttu máli af hverju þeir taka þátt. Klippa þetta svo saman í 2-4 mínútna lifandi og skemmtilega video kynningu sem hægt er að dreifa ókeypis á netinu. Inn í þetta væri hægt að klippa myndir frá fyrri sýningum og kannski heimsækja 2-3 sýnendur á vinnustofurnar. Meiri umfjöllun í fjölmiðlum Tengja sýninguna við gott málefni, allir sýnendur gefa eitthvað á uppboð / happdrætti og ánafna svo t.d.10% af sölutekjum til málefnisins. Hægt að hafa kokteilkvöld þar sem sérstaklega er verið að beina sjónum að málefninu. það væri líka sniðugt að hafa svona míní sýningar í tengslum við stórar ferðaráðstefnur eða jafnvel að bjóða sýnendum að sýna erlendis.

20 *


9. Unnið er markvisst að því að markaðssetja sýninguna fyrir erlenda ferða-menn. Kynningarefni var sent á ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum og Bretlandi sem skipuleggja ferðir til Íslands. Sýningin er skráð inn á alla viðburðavefi fyrir ferðamenn í Reykjavík með góðum fyrirvara. Einnig voru prentuð auglýsingaspjöld á ensku sem dreift var í upplýsingamiðstöðvar og á hótel í Reykjavík. Varðst þú var/vör við erlenda ferðamenn á sýningunni?

0%

100%

nei

10. Voru erlendir ferðamenn meðal viðskiptavina þinna á sýningunni?

19%

81%

21 *

Nei


Ef já, hve stór hluti af heildarveltu var sala til erlendra aðila?

4% 8% 24%

Innan við 5% af heildarveltu

16%

Á bilinu 5-10% af heildarveltu Á bilinu 11-20% af heildarveltu Á bilinu 21-30% af heildarveltu Veit ekki

48%

11. Virðisaukaskattur. 6%

36% 58%

0%

Ég borga virðisaukaskatt af öllum mínum vörum Ég borga virðisaukaskatt af hluta af mínum vörum Ég er undir viðmiðunarmörkum skattayfirvalda og þarf því ekki að borga virðisaukaskatt Ég borga ekki virðisaukaskatt þar sem vörurnar mínar eru ekki virðisaukaskattskyldar

22 *


12. Hefur þú áhuga á að sækja aftur um að taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

16,13%

0%

83,87%

Nei

Veit ekki

13. Búseta

9,68%

45,16%

45,16%

Ég bý á landsbyggðinni

Ég bý á höfuðborgarsvæðinu

23 *

Vil ekki svara


14. Mínir listmunir/vörur falla undir eftirfarandi flokk(a): Blönduð tækni Leir og gler

+ +Leður, skinn og roð + + Tré og pappír

4 1 2 1

Skartgripir

6

Textíll, fatahönnun Annað Vil ekki svara

15 1 3

*Ef annað þá hvað? Listmunir

15. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? · · · · · · · · · · · · ·

Borð, hillur og annað á að vera innifalið í umsóknargjaldinu, óþarfa peningaplokk. Takk fyrir okkur! Gaman væri að prófa að hafa eina kvöldopnun, gæti verið stemning í því að að hafa t.d. einn dag sýningar opið til kl. 21. Alla jafn gaman að koma og taka þátt enda skipulag og uppsetning til einstakrar fyrirmyndar. Frábær sýning og mjög gaman að taka þátt. Vel að henni staðið. Takk kærlega fyrir glæsilega og vel skipulagða sýningu :) Kærar þakkir fyrir frábæra og vel skipulagða sýningu. Takk!! Góð sýning, gott skipulag :) Sýningin er vel skipulögð og flott. Básarnir eru helst til of dýrir. Frábær sýning. Takk fyrir. Takk fyrir. Þetta er góður skóli, maður verður aldrei of gamall að læra nýtt. Ábendingar viðskiptavina og samtöl við aðra sýnendur mikilvæg.

24 *


Niðurstöður viðhorfskönnunar nóvember 2014 Hér birtast niðurstöður könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR sem haldin var dagana 6. til 10. nóvember 2014. Könnunin var framkvæmd dagana 17. – 25. nóvember 2014. Svörun var afar góð eða 96% en alls svaraði 51 af 53 þátttakendum könnuninni.

1. Sýningin Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur var nú haldin í tólfta sinn. Hve oft hefur þú tekið þátt?

6% 19% 22% Var að taka þátt í fyrsta sinn. Hef tekið þátt 2 til 5 sinnum Hef tekið þátt oftar en 5 sinnum Vil ekki svara

53%

25 *


2. Hver er ávinningur þinn af þátttöku í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

Að geta kynnt vinnu- og verkferli sitt fyrir gestum.

30

Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá viðskiptavinum.

48

Að afhenda kynningarefni sem skilar sér til lengri tíma litið.

26

Gott sölutækifæri.

32

Að kynnast öðrum þátttakendum á sýningunni.

28

Möguleiki á nýjum sölustöðum í kjölfar sýningarinnar. Annað*

19 2

* Ef annað, þá hvað? · Auglýsingagildi · Góð kynning

3. Finnur þú fyrir auknum áhuga á vörum þínum í kjölfar sýningarinnar í Ráðhúsinu?

16%

4% Já Nei Veit ekki

80%

26 *


4. Framboð vöru. Hakaðu í það sem við á 4%

49% 47%

Ég er með meirihluta af mínum vörum í sölu allt árið á einum eða fleiri sölustað Ég sé nær eingöngu um sölu sjálf/ur (á vinnustofu, eigin vefverslun, markaðir og sýningar) Vil ekki svara

5. Á sýningunni lagði ég áherslu á að kynna nýjar vörur. 6% 10%

Já Nei

17%

Á ekki við Vil ekki svara 67%

27 *


6. Mikil áhersla var lögð á að þátttakendur hefðu frumkvæði að því að kynna sýninguna. Hvað gerðir þú til að kynna þig og sýninguna?

Sendi boðskort/bækling í tölvupósti á vini og vandamenn.

26

Auglýsti sýninguna á Facebook/Twitter/Instagram

45

Hafði samband við einn eða fleiri prentmiðla.

7

Hafði samband við einn eða fleiri ljósvakamiðla. Annað*

4 1

*Ef annað, þá hvað? · Keypti auglýsingar á Facebook

8. HANDVERK OG HÖNNUN hefur kynnt sýninguna á ákveðinn hátt undanfarin ár, þ.e. með kynningarbæklingi sem dreift er í 87.000 eintökum með pósti, markvissri kynningu á opnum samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter, Instagram), rafrænu boðskorti og fréttatilkynningum í fjölmiðla. Einnig hefur heimasíðukynning á þátttakendum farið í loftið mánuði fyrir sýninguna. Hefur þú hugmyndir um nýjar leiðir í kynningarmálum? · · · · · · · ·

Nei Bara flott Nei Fá meiri umfjöllun í sjónvarpi Mér finnst bæklingurinn alltaf gefa góða raun. Mér fannst minna af erlendum viðskiptavinum en þegar ég hef verið áður Ég var hissa á hvað fáir erlendir ferðamenn komu á markaðinn. Er hann auglýstur á gististöðum og öðrum stöðum þar sem ferðamenn halda sig. Er mjög ánægð með bæklinginn og aðra kynningu sem Handverk og hönnun sér um fyrir sýninguna.

28 *


9. Unnið er markvisst að því að markaðssetja sýninguna fyrir erlenda ferðamenn. Kynningarefni var sent á ferðaskrifstofur á Norðurlöndunum og Bretlandi sem skipuleggja ferðir til Íslands. Sýningin er skráð inn á alla viðburðavefi fyrir ferðamenn í Reykjavík með góðum fyrirvara. Einnig voru prentuð auglýsingaspjöld á ensku sem dreift var í upplýsingamiðstöðvar og á hótel í Reykjavík. Voru erlendir ferðamenn meðal viðskiptavina þinna á sýningunni?

28%

Já Nei

73%

10. Virðisaukaskattur 6% 6%

46% 28%

14% Ég borga virðisaukaskatt af öllum mínum vörum Ég borga virðisaukaskatt af hluta af mínum vörum Ég er undir viðmiðunarmörkum skattayfirvalda og þarf því ekki að borga virðisaukaskatt Ég borga ekki virðisaukaskatt þar sem vörurnar mínar eru ekki virðisaukaskattskyldar Vil ekki svara

29 *


11. Hefur þú áhuga á að sækja aftur um að taka þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur?

28%

Já Nei Veit ekki

2%

71%

12. Búseta

8%

31%

Ég bý á landsbyggðinni Ég bý á höfuðborgarsvæðinu Vil ekki svara

61%

30 *


13. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? · · · · · · ·

· ·

· · · · ·

·

· ·

Það mætti endilega skoða aðra möguleika á húsnæði fyrir Handverk og hönnun. Gestir og þátttakendur margir sammála um að húsnæðið sé of lítið og erfitt að finna bílastæði. Ég var mjög ánægð að geta fengið góðar máltíðir á staðnum , og á vægu verði. Kærar þakkir. Þetta var talsverð törn en ánægjuleg. Mjög vel að öllu staðið. Þetta er frábær staður til að kynna sig og sínar vörur. Takk fyrir frábæra helgi :) frábært að fá heitan mat í hádeginu frekar dýrt að taka þátt. Takk Fjóla og Sunneva þið eruð frábærar en ég vildi þó að þessi sýning væri annarsstaðar. Þetta er löngu sprungið fyrir Ráðhúsið. Bara þeir allra áhugasömustu ( þeir eru reyndar margir) nenna að koma í þennan mannfjölda miðað við pláss og bílastæðaleysi. Takk fyrir frábært samstarf og faglega unna sýningu ! Fyrirtæki mitt er staðsett á Austurlandi og fáum við mesta innkomu frá ferðamönnum yfir sumarið. Vetrarmánuðirnir eru erfiðir og lítil sem engin sala í gegnum verslun okkar en ágæt í gegnum vefsíður, þó alls ekki nóg. Sýningar handverks og hönnunar stór auka hjá okkur söluna, gera okkur kleift að kynna okkur vel og eru okkur nauðsynlegar til að komast í gegnum veturinn og fá næga ársveltu. Ég er ólýsanlega þakklát að þetta sé í boði og að hafa fengið tækifæri til að taka þátt. Tel rétt,að reyna sem kostur er,að koma sýningunni fyrir í einu lagi. Þakka sérstaklega fyrir að fá hádegisverð í húsinu. Þakka ykkur fyrir frábært starf. Takk fyrir alla hjálpina. þið eruð engu líkar. Gætuð ekki staðið ykkur betur. Markhópurinn er 45+ ára konur mætti fókusera meiri á yngri hópa eða halda tvo aðskilda viðburði fyrir yngri hóp Ég var ekki sátt við básinn minn að því leyti að þátttakendur beggja megin við mig voru með hillur og fataslár sem skyggðu á mitt pláss og gestir sem skoðuðu þeirra vöru stóðu þá gjarnan fyrir mínu borði. Ég vildi ekki tala um þetta við þær en myndi leggja til að strangari reglur giltu um hversu mikið má vera af slíku dóti. Básarnir öndvert við okkur voru hins vegar miklu opnari og það kom betur út. Miðað við allt sem tekið er fyrir á ljósvakamiðlum væri sniðugt fyrir stjórnendur sýningar að koma atburðinum í umfjöllun, ótrúlega margir sem horfa á stöðvar eins og N4 og ÍNN, svo er nú Landinn og Ísland í dag.... það þarf síðan aðeins að poppa upp aldurshópinn sem sækir sýninguna.....full stórt hlutfall miðaldra/eldri kvenna sem skoða en versla lítið ;) Það þyrfti að ná til fólks undir 45 ára á einhvern hátt. Ástarþakkir f. mig geng alveg sátt frá borði...... vil samt alltaf selja meira, núna er básinn liðlega 20% af sölu vildi selja meira til að ná þessu niður í 1015%, eða ódýrari bás Takk fyrir mig þetta var frábært. Faglega að þessu staðið. Takk fyrir frábærlega frammistöðu!

31 *


Heimsóknir á vefinn www.handverkoghonnun.is á mánuði árið 2014 samkvæmt vefmælingum Modernus. Flettingar á mánuði des

11.531

nóv

36.139

okt

28.641

sept

10.969

ágúst

10.583

júlí

8.515

júní

7.621

maí

29.020

apríl

17.200

mars

9.144

feb

10.295

jan

14.765 0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

30.000

35.000

40.000

Innlit á mánuði des

3.568

nóv

6.657

okt

5.233

sept

2.843

ágúst

3.292

júlí

2.215

júní

2.031

maí

4.669

apríl

3.424

mars

2.436

feb

2.759

jan

3.924 0

1.000

2.000

3.000

4.000

5.000

32 *

6.000

7.000


33 *


HANDVERK OG HÖNNUN · Aðalstræti 10 · 101 Reykjavík · s. 551 7595 www.handverkoghonnun.is · handverk@handverkoghonnun.is

34 *


35 *


Taska úr dagblaðapappír eftir Jónu Imsland / ljósm. Ímynd


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.